Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Kyntheum (brodalumab) – Fylgiseðill - L04AC12

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsKyntheum
ATC-kóðiL04AC12
Efnibrodalumab
FramleiðandiLEO Pharma A/S

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Kyntheum 210 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu bródalúmab

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Kyntheum og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Kyntheum

3.Hvernig nota á Kyntheum

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Kyntheum

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Kyntheum og við hverju það er notað

Kyntheum er lyf sem inniheldur virka efnið bródalúmab. Bródalúmab er einstofna mótefni sem eru sérhæfð tegund próteina sem þekkja og bindast við ákveðin prótein í líkamanum.

Bródalúmab tilheyrir flokki lyfja sem kallast interleukínhemlar (IL). Þetta lyf virkar með því að hindra verkun IL-17 próteina, sem eru til staðar í auknu magni þegar um er að ræða sjúkdóma á borð við psóríasis.

Kyntheum er notað til að meðhöndla húðsjúkdóm sem kallast „skellupsóríasis“ sem veldur bólgum og hreistruðum skellum á húðinni. Kyntheum er notað hjá fullorðnum með meðalslæman eða slæman skellupsóríasis sem nær yfir stór svæði líkamans.

Ávinningur þinn af að nota Kyntheum er bætt ástand húðar og vægari einkenni psóríasissjúkdómsins á borð við kláða, roða, hreistrun, brunatilfinningu, stingi í húð, sprungumyndun, flögnun og verki.

2. Áður en byrjað er að nota Kyntheum

Ekki má nota Kyntheum:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir bródalúmabi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6)

ef þú ert með virkan Crohns-sjúkdóm

ef þú ert með sýkingu sem læknirinn telur að skipti máli (til dæmis virka berkla).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Kyntheum er notað:

ef þú hefur sögu um Crohns-sjúkdóm

ef þú hefur nú eða hefur einhvern tíma haft sjálfsvígshugsanir eða sýnt sjálfsvígshegðun, þunglyndi, kvíða eða geðsveiflur

ef þú ert með sýkingu eða færð oft sýkingar

ef þú ert með langvinna (króníska) sýkingu

ef þú ert með berkla, hefur fengið jákvæða niðurstöðu úr berklaprófi eða hefur komist í nána snertingu við einhvern með berkla. Þú færð hugsanlega meðferð með berklalyfi áður en þú hefur meðferð með Kyntheum

ef þú hefur nýlega fengið bólusetningu eða ef bólusetning er fyrirhuguð. Þú ættir ekki að fá vissar gerðir bóluefna (sem kallast „lifandi bóluefni“) meðan á meðferð með Kyntheum stendur

ef þú hefur notað Kyntheum á síðasta þriðjungi meðgöngu skaltu ráðfæra þig við lækninn áður en barnið er bólusett

ef þú ert að fá aðra meðferð við psóríasis, svo sem annað ónæmisbælandi lyf eða ljósameðferð með útfjólubláu (UV) ljósi.

Eftir að meðferð með Kyntheum hefst skaltu tafarlaust láta lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita:

ef læknirinn hefur sagt þér að þú hafir þróað með þér Crohns-sjúkdóm

ef þú finnur fyrir þunglyndi eða kvíða, hefur sjálfsvígshugsanir eða finnur fyrir óvenjulegum skapsveiflum

ef þú ert með sýkingu eða sýnir einhver merki um sýkingu sem eru taldar upp í kafla 4 „Hugsanlegar aukaverkanir“

ef þér hefur verið sagt að þú sért með berkla.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun Kyntheum hjá börnum og unglingum (yngri en 18 ára) þar sem það hefur ekki verið rannsakað hjá þeim aldurshópi.

Notkun annarra lyfja samhliða Kyntheum

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita:

um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

ef þú hefur nýlega fengið bólusetningu eða ef bólusetning er fyrirhuguð hjá þér eða ungbarni þínu, sjá „Varnaðarorð og varúðarreglur“ í kafla „2. Áður en byrjað er að nota Kyntheum“

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Notkun Kyntheum hefur ekki verið prófuð hjá barnshafandi konum og það er ekki vitað hvort lyfið getur haft skaðleg áhrif á ófætt barn. Því er æskilegt að forðast notkun Kyntheum á meðgöngu. Ef þú ert kona á barneignaraldri er þér ráðlagt að forðast þungun og nota viðunandi getnaðarvarnir meðan á meðferð með Kyntheum stendur og í að minnsta kosti 12 vikur eftir síðasta skammt af Kyntheum.

Ekki er þekkt hvort bródalúmab skilst út í brjóstamjólk. Láttu lækninn vita ef þú ert með barn á brjósti eða áformar að vera með barn á brjósti. Læknirinn mun hjálpa þér að ákveða hvort þú eigir að hætta brjóstagjöf eða hætta að nota Kyntheum. Þið munuð í sameiningu vega og meta ávinning brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning þinn af því að nota Kyntheum.

Akstur og notkun véla

Kyntheum hefur engin áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

3.Hvernig nota á Kyntheum

Læknir með reynslu af greiningu og meðhöndlun psóríasis ætti að ávísa Kyntheum.

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn, lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum.

Hversu mikið er gefið af Kyntheum

Læknirinn mun ákveða magn og tímalengd lyfjagjafar með Kyntheum sem hentar þér. Ráðlagður skammtur er 210 mg (ein inndæling).

Eftir fyrsta lyfjaskammtinn þarft þú að fá vikulegar inndælingar í viku 1 (einni viku eftir fyrsta lyfjaskammtinn) og í viku 2 (tveimur vikum eftir fyrsta lyfjaskammtinn). Eftir það þarft þú að fá inndælingu á tveggja vikna fresti.

Kyntheum er langtímameðferð. Læknirinn mun reglulega fylgjast með ástandi þínu til að meta hvort meðferðin sé að skila æskilegum árangri. Láttu lækninn vita ef þér finnst psóríasiseinkennin ekki lagast eftir notkun á Kyntheum.

Hvernig er Kyntheum gefið

Kyntheum er gefið með sprautu (inndælingu) undir húð.

Leiðbeiningar fyrir þá sem sprauta sig sjálfir

Vísað er í nákvæmar „Notkunarleiðbeiningar“ sem fylgja þessu lyfi og gefa upplýsingar um hvernig geyma, undirbúa og gefa á lyfið á réttan hátt í heimahúsi.

Ef læknirinn ákveður að þú eða umönnunaraðili þinn geti gefið inndælinguna í heimahúsi verður þú eða umönnunaraðili þinn að fá þjálfun í að undirbúa lyfjagjöfina og dæla Kyntheum inn á réttan hátt. Ekki reyna að dæla inn Kyntheum fyrr en þú eða umönnunaraðili þinn hefur fengið leiðbeiningar frá lækni eða hjúkrunarfræðingi um inndælingu Kyntheum.

Ekki hrista áfylltu sprautuna fyrir notkun.

Þú eða umönnunaraðili þinn dælir Kyntheum inn í efri hluta fótleggs (læri) eða á kviðsvæði (maga). Umönnunaraðili getur einnig gefið þér inndælingu í utanverðan upphandlegg.

Ekki dæla í svæði þar sem húðin er aum, marin, rauð, hörð eða þar sem merki eru um psóríasis.

Ef notaður er stærri skammtur af Kyntheum en mælt er fyrir um

Ef þú notar stærri skammta af lyfinu en ávísað var eða tekur skammt fyrr en áætlað var skaltu láta lækninn vita.

Ef gleymist að nota Kyntheum

Ef gleymst hefur að sprauta skammti af Kyntheum skaltu sprauta næsta skammti eins fljótt og hægt er. Ráðfærðu þig síðan við lækninn um það hvenær þú ættir að sprauta næsta skammti. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Kyntheum

Ekki ætti að hætta að nota Kyntheum nema ráðfæra sig fyrst við lækni. Ef meðferð er hætt gætu psóríasiseinkenni komið fram á ný.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Ef þú færð einhver merki um alvarlega sýkingu skaltu strax láta lækninn þinn vita eða leita læknishjálpar.

Hugsanlegar alvarlegar sýkingar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum), einkennin geta meðal annars verið:

sótthiti, flensulík einkenni, nætursviti

þreytutilfinning, mæði, þrálátur hósti

hiti, roði eða sviði í húð, eða sársaukafull húðútbrot með blöðrum.

Aðrar aukaverkanir sem greint hefur verið frá

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

niðurgangur

ógleði

roði, verkur, kláði, marblettir eða blæðing á stungustað

þreytutilfinning

verkur í munni eða hálsi

fækkun hvítra blóðkorna

sveppasýkingar í húð (þar á meðal á fótum og í nára)

flensa (inflúensa)

höfuðverkur

liðverkir

vöðvaverkir.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

candida-sýkingar (sveppasýkingar) í munni, hálsi eða á kynfærum

útferð frá augum með kláða, roða og bólgu (tárubólga).

Flestar þessar aukaverkanir eru vægar eða miðlungs alvarlegar. Látið lækninn, hjúkrunarfræðing eða lyfjafræðing vita ef einhverjar þessara aukaverkana verða alvarlegar.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Kyntheum

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á ytri öskjunni og merkimiða áfylltu sprautunnar á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa.

Kyntheum má geyma í ytri umbúðum við stofuhita allt að 25°C í 14 daga. Ef Kyntheum er ekki notað innan 14 daga þegar það er geymt við stofuhita skal farga því.

Ekki skal nota lyfið ef lausnin er skýjuð eða mislit, eða ef hún inniheldur kekki, örður eða agnir.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Kyntheum inniheldur

-Virka innihaldsefnið er bródalúmab. Hver áfyllt sprauta inniheldur 210 mg af bródalúmabi í 1,5 ml af lausn.

-Önnur innihaldsefni eru prólín, glútamat, pólýsorbat 20 og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Kyntheum og pakkningastærðir

Kyntheum er tær eða örlítið gljáandi stungulyfslausn, litlaus eða aðeins gulleit, og laus við agnir.

Kyntheum er fáanlegt í pakkningu sem inniheldur tvær einnota áfylltar sprautur.

Markaðsleyfishafi

LEO Pharma A/S

Industriparken 55

DK-2750 Ballerup

Danmörk

Framleiðandi

Amgen Europe B.V.

Minervum 7061

4817 ZK Breda

Holland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

LEO Pharma N.V./S.A

LEO Pharma A/S

Tél/Tel: +32 3 740 7868

Tel: +45 44 94 58 88

България

Luxembourg/Luxemburg

Borola Ltd

LEO Pharma N.V./S.A

Teл.: +359 2 9156 136

Tél/Tel: +32 3 740 7868

Česká republika

Magyarország

LEO Pharma s.r.o.

LEO Pharma

Tel: +420 225 992 272

Tel: +36 1 888 0525

Danmark

Malta

LEO Pharma AB

PHARMA-COS LTD

Tlf: +45 70 22 49 11

Tel: +356 2144 1870

Deutschland

Nederland

LEO Pharma GmbH

LEO Pharma B.V.

Tel: +49 6102 2010

Tel: +31 205104141

Eesti

Norge

LEO Pharma A/S

LEO Pharma AS

Tel: +45 44 94 58 88

Tlf: +47 22514900

Ελλάδα

Österreich

LEO Pharmaceutical Hellas S.A.

LEO Pharma GmbH

Τηλ: +30 210 68 34322

Tel: +43 1 503 6979

España

Polska

Laboratorios LEO Pharma, S.A.

LEO Pharma Sp. z o.o.

Tel: +34 93 221 3366

Tel.: +48 22 244 18 40

 

France

Portugal

LEO Pharma

LEO Farmacêuticos Lda.

Tél: +33 1 3014 4000

Tel: +351 21 711 0760

Hrvatska

România

Remedia d.o.o

LEO Pharma Romania

Tel: +385 1 3778 770

Tel: +40 213121963

Ireland

Slovenija

LEO Laboratories Ltd

PHARMAGAN d.o.o.

Tel: +353 (0) 1 490 8924

Tel: +386 4 2366 700

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf.

LEO Pharma s.r.o.

Sími: +354 535 7000

Tel: +421 2 5939 6236

Italia

Suomi/Finland

LEO Pharma S.p.A

LEO Pharma Oy

Tel: +39 06 52625500

Puh/Tel: +358 20 721 8440

Κύπρος

Sverige

The Star Medicines Importers Co. Ltd.

LEO Pharma AB

Τηλ: +357 2537 1056

Tel: +46 40 3522 00

Latvija

United Kingdom

LEO Pharma A/S

LEO Laboratories Ltd

Tel: +45 44 94 58 88

Tel: +44 (0) 1844 347333

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Notkunarleiðbeiningar:

Kyntheum (bródalúmab)

Stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Til notkunar undir húð

Kyntheum kemur sem einnota áfyllt sprauta. Hver sprauta inniheldur einn 210 mg skammt af Kyntheum. Læknirinn, lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingur lætur þig vita hversu oft þú átt að dæla inn lyfinu. Hver Kyntheum áfyllt sprauta er aðeins einnota.

Ef læknirinn ákveður að þú eða umönnunaraðili þinn geti gefið inndælinguna í heimahúsi verðið þið að fá þjálfun í að undirbúa lyfjagjöfina og dæla Kyntheum inn á réttan hátt. Ekki reyna að dæla lyfinu inn fyrr en heilbrigðisstarfsmaður hefur kennt þér rétta aðferð við inndælinguna.

Vinsamlegast lestu leiðbeiningarnar vel áður en áfyllta Kyntheum-sprautan er notuð. Hafðu samband við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing ef þú eða umönnunaraðili þinn hafið einhverjar spurningar varðandi rétta aðferð við að dæla inn Kyntheum.

Útskýringar á hlutum

 

Fyrir notkun

Eftir notkun

Stimpill

Notaður stimpill

Grip fyrir fingur

 

 

Merkimiði og

Grip fyrir

fyrningardagset

fingur

ning

Merkimiði og

Notaður

sprautuhólkur

fyrningardagsetning

 

Sprautuhólkur

Notuð nál

Lyf

 

Grá

 

nálarhetta á

Grá

 

nálarhetta af

Mikilvægt: Nálin er inni í

 

Mikilvægt

Áður en þú notar Kyntheum áfyllta sprautu skaltu lesa þessar mikilvægu upplýsingar:

Hvernig á að geyma Kyntheum áfylltar sprautur

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi og hnjaski.

Geymið í kæli (2°C - 8°C).

Ef á þarf að halda má geyma Kyntheum áfyllta sprautu við stofuhita allt að 25°C í allt

að 14 daga. Farga þarf Kyntheum sem hefur verið geymt við stofuhita lengur en í 14 daga.

Má ekki frjósa.

Hvernig á að nota Kyntheum áfyllta sprautu

Má ekki nota eftir fyrningardagsetningu á merkimiðanum.

Má ekki hrista.

Ekki fjarlægja gráu nálarhettuna fyrr en þú ert tilbúinn/tilbúin að dæla inn lyfinu.

Ekki nota Kyntheum áfyllta sprautu ef hún hefur dottið á hart yfirborð. Þessi varúðarráðstöfun er gerð ef sprautan skyldi hafa brotnað við fallið.

Skref 1: Undirbúningur

A. Fjarlægðu Kyntheum áfylltu sprautuna úr öskjunni

Taktu utan um sprautuhólkinn til að fjarlægja sprautuna úr bakkanum.

Settu fingur eða þumalfingur á

Gríptu hér

brún bakkans til að halda

 

honum kyrrum meðan sprautan

 

er fjarlægð.

 

Settu öskjuna ásamt ónotuðum sprautum aftur í kæli.

Til öryggis:

Ekki halda um stimpilinn.

Ekki taka utan um gráu nálarhettuna.

Ekki fjarlægja gráu nálarhettuna fyrr en þú ert tilbúinn/tilbúin að dæla inn lyfinu.

Ekki fjarlægja grip fyrir fingur. Þau eru hluti af sprautunni.

Hafðu sprautuna við stofuhita í að minnsta kosti 30 mínútur fyrir inndælingu.

Ekki setja sprautuna aftur í kæli eftir að hún hefur náð stofuhita.

Ekki reyna að verma sprautuna með hitagjafa á borð við heitt vatn eða örbylgjuofn.

Ekki skilja sprautuna eftir í beinu sólarljósi.

Ekki hrista sprautuna.

Mikilvægt: Alltaf skal halda á áfylltu sprautunni með því að halda utan um sprautuhólkinn.

B. Skoðaðu Kyntheum áfylltu sprautuna

Merkimiði og fyrningardagsetning

Sprautuhólkur

Stimpill

Grip fyrir fingur

Grá nálarhetta á

Lyf

Alltaf skal halda á sprautunni með því að halda utan um sprautuhólkinn.

Gakktu úr skugga um að lyfið í sprautunni sé tært eða örlítið gljáandi og litlaust eða aðeins gulleitt.

Ekki nota sprautuna ef:

lyfið er skýjað eða mislitt eða inniheldur örður eða agnir

einhver hluti virðist sprunginn eða brotinn.

C. Taktu saman alla hlutina sem þarf fyrir lyfjagjöfina

Þvoðu þér vandlega um hendurnar með sápu og vatni. Settu eftirfarandi hluti á hreint yfirborð með góðri lýsingu:

nýja sprautu

sprittþurrkur

bómullarhnoðra eða grisju

plástur

ílát fyrir oddhvassa hluti (litur og útlit ílátsins getur verið mismunandi eftir kröfum í hverju landi).

D. Undirbúðu og hreinsaðu stungustaðinn

Upphandleggur

Kviðsvæði

(magi)

Læri

Þú eða umönnunaraðili þinn getur notað:

læri

kviðsvæði (magann), ekki stinga nær naflanum en 5 cm.

Aðeins umönnunaraðili þinn getur notað:

utanverðan upphandlegg.

Ekki dæla í svæði þar sem húðin er aum, marin, rauð eða hörð.

Forðastu að dæla í húðsvæði þar sem eru ör eða húðslit.

Forðastu að dæla beint í húðsvæði sem eru upphleypt, þykknuð, rauð eða í hreistraða bletti eða sár.

Hreinsaðu stungustaðinn með sprittþurrku. Láttu húðina þorna.

Ekki snerta svæðið aftur fyrir inndælingu.

Ef þú vilt nota sama húðsvæði til inndælingar hverju sinni skaltu gæta þess að stinga ekki á nákvæmlega sama stað og þú notaðir við fyrri inndælingu.

Skref 2: Undirbúningur inndælingar

E. Þegar þú ert tilbúinn/tilbúin til inndælingar skaltu toga gráu nálarhettuna beint út og frá líkamanum

Fleygðu nálarhettunni í meðfylgjandi ílát undir oddhvassa hluti.

Ekki snúa upp á eða beygja gráu nálarhettuna.

Ekki setja gráu nálarhettuna aftur á sprautuna.

Það er eðlilegt að sjá dropa af vökva á nálaroddinum.

F. Klemmdu húðina saman til að búa til stinnt svæði til inndælingar

Klemmdu húðina þétt saman með þumli og fingrum, og búðu þannig til húðsvæði sem er um það bil 5 cm á breidd.

Mikilvægt: Haltu húðinni samanklemmdri þar til inndælingu er lokið.

Skref 3: Inndæling

G. Haltu húðinni samanklemmdri. Stingdu sprautunni inn í húðina, án gráu nálarhettunnar, í 45 til 90 gráðu horni

Ekki setja fingur á stimpilinn á meðan nálinni er stungið í húðina.

H. Þrýstu stimplinum alla leið niður þar til hann hættir að hreyfast með því að nota hægan og stöðugan þrýsting

I.Þegar þessu er lokið skal sleppa þumalfingrinum. Síðan skaltu fjarlægja sprautuna varlega frá húðinni

Mikilvægt: Ef það lítur út fyrir að lyfið sé ennþá í sprautuhólkinum þegar þú fjarlægir sprautuna þýðir það að þú hefur ekki fengið allan skammtinn. Ráðfærðu þig strax við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing.

Skref 4: Frágangur

J. Hentu notuðu sprautunni

Settu notuðu áfylltu sprautuna í ílát fyrir oddhvassa hluti strax eftir notkun.

Ekki nota sprautuna aftur.

Ekki endurvinna sprautuna eða ílátið fyrir oddhvassa hluti og ekki skal fleygja þessu með heimilissorpi.

Mikilvægt: Geymdu ílátið fyrir oddhvassa hluti ávallt þar sem börn hvorki ná til né sjá.

K. Skoðaðu stungustaðinn

Ef blæðir frá stungustaðnum skal þrýsta á hann með bómullarhnoðra eða grisju. Ekki nudda stungustaðinn. Settu plástur yfir stungustaðinn ef þörf er á.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf