Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Levemir (insulin detemir) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A10AE05

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsLevemir
ATC-kóðiA10AE05
Efniinsulin detemir
FramleiðandiNovo Nordisk A/S

1.HEITI LYFS

Levemir Penfill 100 einingar/ml stungulyf, lausn í rörlykju.

Levemir Flexpen 100 einingar/ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna.

Levemir InnoLet 100 einingar/ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna.

Levemir FlexTouch 100 einingar/ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna.

2.INNIHALDSLÝSING

Levemir Penfill

1 ml af lausninni inniheldur 100 einingar detemírinsúlín* (jafngildir 14,2 mg). 1 rörlykja inniheldur 3 ml sem jafngildir 300 einingum.

Levemir FlexPen/Levemir InnoLet/Levemir FlexTouch

1 ml af lausninni inniheldur 100 einingar detemírinsúlín* (jafngildir 14,2 mg). 1 áfylltur lyfjapenni inniheldur 3 ml sem jafngildir 300 einingum.

*Detemírinsúlín er framleitt í Saccharomyces cerevisiae með DNA samrunaerfðatækni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

Lausnin er tær, litlaus og vatnskennd.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Levemir er ætlað til meðferðar við sykursýki hjá fullorðnum, unglingum og börnum 1 árs og eldri.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Styrkur insúlínhliðstæðna, þ.m.t. detemírinsúlíns er gefinn upp í einingum, en styrkur mannainsúlíns er gefinn upp í alþjóðlegum einingum. 1 eining detemírinsúlíns samsvarar 1 alþjóðlegri einingu af mannainsúlíni.

Hægt er að nota Levemir eitt og sér sem grunnmeðferð eða sem langvirkt insúlín samhliða skammvirku insúlíni. Einnig er hægt að nota Levemir samhliða sykursýkilyfjum til inntöku og/eða GLP-1 viðtakaörvum.

Þegar Levemir er notað samhliða sykursýkilyfjum til inntöku eða sem viðbót við GLP-1 viðtakaörva er ráðlagt að nota Levemir einu sinni á sólarhring og byrja með 0,1-0,2 einingum/kg eða 10 eininga skammti hjá fullorðnum sjúklingum. Stilla skal skammta af Levemir eftir þörfum hvers sjúklings.

Þegar GLP-1 viðtakaörva er bætt við Levemir er ráðlagt að minnka skammt Levemir um 20% til að lágmarka hættu á blóðsykursfalli. Eftir það skal stilla skammta eftir þörfum hvers sjúklings.

Ráðlagt er að nota eftirfarandi leiðbeiningar til að stilla skammta eftir þörfum hvers fullorðins sjúklings:

Leiðbeiningar til að stilla skammta fyrir fullorðna með sykursýki tegund 2:

Meðaltal SMPG fyrir morgunmat*

Skammtaaðlögun Levemir

> 10,0 mmól/l (180 mg/dl)

+ 8 einingar

9,1-10,0 mmól/l (163-180 mg/dl)

+ 6 einingar

8,1-9,0 mmól/l (145-162 mg/dl)

+ 4 einingar

7,1-8,0 mmól/l (127-144 mg/dl)

+ 2 einingar

6,1-7,0 mmól (109-126 mg/dl)

+ 2 einingar

4,1-6,0 mmól/l (73-108 mg/dl)

Engin breyting á skammti (markmið)

3,1-4,0 mmól/l (56-72 mg/dl)

- 2 einingar

< 3,1 mmól/l (< 56 mg/dl)

- 4 einingar

* Blóðsykursmæling sjúklings sjálfs (Self Monitored Plasma Glucose)

Einfaldar leiðbeiningar fyrir fullorðna með sykursýki tegund 2 til að stilla skammta sjálfir:

Meðaltal SMPG fyrir morgunmat*

Skammtaaðlögun Levemir

> 6,1 mmól/l (> 110 mg/dl)

+ 3 einingar

4,4-6,1 mmól/l (80-110 mg/dl)

Engin breyting á skammti (markmið)

< 4,4 mmól/l (< 80 mg/dl)

- 3 einingar

*Blóðsykursmæling sjúklings sjálfs (Self Monitored Plasma Glucose)

Þegar Levemir er notað sem hluti af meðferð með langvirku insúlíni ásamt skammvirku máltíðarinsúlíni (basal-bolus insulin regimen) á að gefa Levemir einu sinni eða tvisvar sinnum á sólarhring í samræmi við þarfir sjúklingsins. Skammta af Levemir á að stilla fyrir hvern sjúkling fyrir sig.

Nauðsynlegt getur verið að aðlaga skammta ef sjúklingar auka líkamlega áreynslu eða breyta venjulegu mataræði sínu og einnig í tengslum við veikindi.

Þegar skammtur er aðlagður til að bæta blóðsykursstjórn skal ráðleggja sjúklingum að vera á verði gagnvart einkennum lágs blóðsykurs.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir (≥ 65 ára)

Nota má Levemir handa öldruðum sjúklingum. Auka skal blóðsykurseftirlit hjá öldruðum sjúklingum og breyta skammti Levemir eftir þörfum hvers og eins.

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi getur dregið úr insúlínþörf sjúklingsins.

Auka skal blóðsykurseftirlit hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi og breyta skammti Levemir eftir þörfum hvers og eins.

Börn

Nota má Levemir hjá unglingum og börnum frá 1 árs aldri (sjá kafla 5.1). Þegar langvirku insúlíni er skipt yfir í Levemir skal hafa í huga að minnka skammta langvirka insúlínsins og skammvirka máltíðarinsúlínsins hjá hverjum sjúklingi fyrir sig, til að lágmarka hættu á blóðsykursfalli (sjá

kafla 4.4).

Auka skal eftirlit með blóðsykri hjá börnum og unglingum og breyta skammti Levemir eftir þörfum hvers og eins.

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Levemir hjá börnum yngri en 1 árs. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Skipt úr notkun annarra insúlínlyfja

Þegar skipt er úr öðrum meðallangvirkum eða langvirkum insúlínlyfjum getur þurft að breyta skammti og tímasetningu lyfjagjafar (sjá kafla 4.4).

Mælt er með að fylgst sé náið með blóðsykri meðan á skiptunum stendur og fyrstu vikurnar þar á eftir (sjá kafla 4.4).

Verið getur að breyta þurfi samhliða sykursýkismeðferð (skammti og/eða tímasetningu gjafar sykursýkislyfs til inntöku eða stutt-/hraðverkandi insúlínlyfja sem einnig eru notuð).

Aðferð við lyfjagjöf

Levemir er langvirk insúlínhliðstæða sem notuð er sem grunninsúlín. Levemir er eingöngu ætlað til notkunar undir húð. Levemir má ekki gefa í æð þar sem það getur valdið alvarlegu blóðsykursfalli. Einnig skal varast að gefa Levemir í vöðva. Levemir má ekki nota í innrennslisdælur fyrir insúlín.

Levemir er gefið undir húð með inndælingu í kviðvegg, læri, upphandlegg, axlarsvæðið eða þjósvæðið. Ávallt skal skipta um stungustað á sama stungusvæði til að minnka líkur á fitukyrkingi. Virknin er mislöng eftir skömmtum, stungustað, blóðflæði, hitastigi og stigi líkamlegrar áreynslu. Inndælinguna má gefa hvenær sem er yfir daginn, en ávallt á sama tíma dags. Hjá sjúklingum sem þurfa að nota lyfið tvisvar sinnum á sólarhring til að ná sem bestri blóðsykursstjórn, má gefa kvöldskammtinn að kvöldi eða fyrir svefn.

Ítarlegar notkunarleiðbeiningar er að finna í fylgiseðli.

Levemir Penfill

Lyfjagjöf með inndælingartæki fyrir insúlín

Levemir Penfill er hannað til notkunar með Novo Nordisk inndælingartækjum og NovoFine eða NovoTwist nálum.

Levemir FlexPen

Lyfjagjöf með FlexPen

Levemir FlexPen er áfylltur lyfjapenni (litamerktur) hannaður til notkunar með NovoFine eða NovoTwist einnota nálum sem eru allt að 8 mm. FlexPen gefur 1-60 einingar í 1 eininga þrepum.

Levemir InnoLet

Lyfjagjöf með InnoLet

Levemir InnoLet er áfylltur lyfjapenni hannaður til notkunar með NovoFine eða NovoTwist einnota nálum sem eru allt að 8 mm. InnoLet gefur 1-50 einingar í 1 eininga þrepum.

Levemir FlexTouch

Lyfjagjöf með FlexTouch

Levemir FlexTouch er áfylltur lyfjapenni (litamerktur) hannaður til notkunar með NovoFine eða NovoTwist einnota nálum sem eru allt að 8 mm. FlexTouch gefur 1-80 einingar í 1 eininga þrepum.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna (sjá kafla 6.1).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Áður en ferðast er til annarra tímabelta á að ráðleggja sjúklingi að ráðfæra sig við lækni, þar sem insúlíngjöf og máltíðir geta þurft að vera á öðrum tímum en venjulega.

Blóðsykurshækkun

Ónógir skammtar eða meðferðarrof, sérstaklega ef um sykursýki af tegund 1 er að ræða, getur leitt til blóðsykurshækkunar og ketónblóðsýringar af völdum sykursýki. Fyrstu einkenni um of háan

blóðsykur koma venjulega smám saman í ljós á nokkrum klukkustundum eða dögum. Þau lýsa sér með þorsta, tíðari þvaglátum, ógleði, uppköstum, syfju, rauðri og þurri húð, munnþurrki, lystarleysi og einnig asetónlykt frá vitum. Ómeðhöndlaður hár blóðsykur hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 1 leiðir á endanum til ketónblóðsýringar af völdum sykursýki, sem mögulega er lífshættuleg.

Blóðsykursfall

Sé máltíð sleppt eða ef um er að ræða óvænta líkamlega áreynslu getur það leitt til blóðsykursfalls. Hjá börnum skal gæta þess að stilla insúlínskammta (sérstaklega þegar um er að ræða meðferð með langvirku insúlíni ásamt skammvirku máltíðarinsúlíni (basal-bolus regimen)) saman við fæðuinntöku og líkamlega áreynslu til að lágmarka hættu á blóðsykursfalli.

Blóðsykursfall getur orðið ef insúlínskammturinn er of hár miðað við insúlínþörf. Við blóðsykursfall eða grun um blóðsykursfall má ekki nota Levemir. Eftir að búið er að ná jafnvægi á blóðsykri sjúklings skal íhuga skammtaaðlögun (sjá kafla 4.8 og 4.9).

Hjá sjúklingum sem hafa bætt blóðsykursstjórn til muna, t.d. með nákvæmri insúlínmeðferð, geta venjuleg viðvörunareinkenni um blóðsykursfall breyst frá því sem áður var og þarf að benda þeim á það. Venjuleg viðvörunareinkenni geta horfið hjá sjúklingum sem hafa lengi verið með sykursýki.

Veikindi, sér í lagi sýkingar og veikindi með sótthita, auka venjulega insúlínþörf sjúklinga. Samhliða sjúkdómar í nýrum, lifur eða sem hafa áhrif á nýrnahettur, heiladingul eða skjaldkirtil geta valdið því að breyta þurfi insúlínskammti.

Þegar skipt er um insúlíntegund geta fyrstu viðvörunareinkenni blóðsykursfalls breyst eða orðið minna áberandi en þau voru með fyrra insúlíninu.

Skipt úr notkun annarra insúlínlyfja

Þegar breytt er í aðra insúlíntegund eða í insúlín frá öðrum framleiðanda, verður að gera það undir nákvæmu eftirliti læknis. Þegar breytt er um styrkleika, gerð (framleiðanda), tegund, uppruna (dýrainsúlín, mannainsúlín eða insúlínhliðstæðu) og/eða framleiðsluaðferð (DNA samrunaerfðatækni eða insúlín sem unnið er úr dýrum), getur þurft að breyta skammtinum. Sjúklingar sem skipta yfir í Levemir af annarri tegund insúlíns geta þurft að breyta úr þeim skammti sem þeir notuðu af sínu fyrra insúlínlyfi. Ef breyta þarf skammti getur þess þurft strax við fyrsta skammt eða á fyrstu vikum eða mánuðum.

Viðbrögð á stungustað

Eins og við alla insúlínmeðferð geta komið fram viðbrögð á stungustað sem fela í sér verk, roða, ofsakláða, bólgu, mar, þrota og kláða. Með því að breyta stöðugt um stungustað innan ákveðins svæðis getur það hjálpað til við að minnka eða komið í veg fyrir þessi viðbrögð en þau hverfa venjulega á nokkrum dögum eða vikum. Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur þurft að hætta notkun Levemir vegna viðbragða á stungustað.

Blóðalbúmínlækkun

Upplýsingar um sjúklinga með alvarlega blóðalbúmínlækkun eru takmarkaðar. Því er mælt með að fylgst sé náið með þessum sjúklingum.

Samsett meðferð með Levemir og pioglitazóni

Greint hefur verið frá hjartabilun þegar pioglitazón var notað samhliða insúlíni, sérstaklega hjá sjúklingum með áhættuþætti hjartabilunar. Þetta skal hafa í huga ef verið er að íhuga samsetta meðferð með pioglitazóni og Levemir. Ef slík samsett meðferð er notuð skal fylgjast með merkjum og einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningar og bjúgmyndunar. Stöðva skal pioglitazón meðferð ef einhver versnun frá hjarta á sér stað.

Hvernig forðast skal að rugla saman lyfjum/mistök við lyfjagjöf

Leiðbeina skal sjúklingum að athuga alltaf merkimiðann á insúlínínu fyrir hverja inndælingu til að forðast að rugla saman Levemir og öðrum insúlínlyfjum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Vitað er að fjöldi lyfja hefur áhrif á efnaskipti glúkósu.

Eftirtalin efni geta dregið úr insúlínþörf sjúklingsins:

Sykursýkislyf til inntöku, GLP-1 viðtakaörvar, monoaminoxidasahemlar (MAO-hemlar), beta- blokkar, ACE-hemlar, salisýlöt, vefaukandi sterar og súlfónamíð.

Eftirtalin efni geta aukið insúlínþörf sjúklingsins:

Getnaðarvarnarlyf til inntöku, tiazid, sykursterar, skjaldkirtilshormón og adrenvirk lyf, vaxtarhormón og danazol.

Beta-blokkar geta dulið einkenni of lágs blóðsykurs.

Octreotid/lanreotid geta annaðhvort aukið eða dregið úr insúlínþörfinni.

Áfengi getur magnað eða dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum insúlíns.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Íhuga má notkun Levemir á meðgöngu, en vega þarf hugsanlegan ávinning á móti hugsanlega aukinni hættu á skaðlegum áhrifum á meðgöngu.

Hjá þunguðum konum með sykursýki er aukin stjórn og eftirlit með blóðsykri almennt ráðlagt alla meðgönguna og ef þungun er fyrirhuguð. Insúlínþörfin minnkar venjulega á fyrsta þriðjungi meðgöngu, en fer vaxandi á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu. Eftir fæðingu verður insúlínþörfin venjulega fljótt eins og hún var fyrir þungun.

Í opinni, slembaðri samanburðarrannsókn fengu þungaðar konur með sykursýki tegund 1 (n=310) Levemir sem hluta af meðferð með langvirku insúlíni ásamt skammvirku máltíðarinsúlíni (basal-bolus regimen) (n=152) eða NPH-insúlín (n=158) sem langvirka insúlínið, hvort tveggja samhliða NovoRapid. Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að meta áhrif Levemir á blóðsykursstjórn þungaðra kvenna með sykursýki (sjá kafla 5.1).

Samanlögð tíðni aukaverkana á móður var svipuð fyrir Levemir og NPH-insúlín meðferðarhópana; hins vegar voru fleiri tilvik alvarlegra aukaverkana hjá móður (61 (40%) á móti 49 (31%) og hjá nýburum (36 (24%) á móti 32 (20%)) í Levemir hópnum samanborið við NPH-insúlín. Fjöldi lifandi fæddra barna mæðra sem urðu þungaðar eftir slembiröðun, var 50 (83%) fyrir Levemir og 55 (89%) fyrir NPH. Tíðni meðfæddra vanskapana var 4 (5%) fyrir Levemir og 11 (7%) fyrir NPH, með 3 (4%) tilvik meiriháttar vanskapana fyrir Levemir og 3 (2%) fyrir NPH.

Upplýsingar frá því eftir markaðssetningu frá 250 þunguðum konum til viðbótar sem voru útsettar fyrir Levemir gefa ekki til kynna neinar aukaverkanir af völdum detemírinsúlíns á meðgöngu og engin vanskapandi áhrif eða eitrunarverkanir á fóstur/nýbura af völdum detemírinsúlíns.

Dýrarannsóknir benda ekki til eiturverkana á æxlun (sjá kafla 5.3).

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort detemírinsúlín skilst út í brjóstamjólk. Ekki er búist við efnaskiptaáhrifum á barn á brjósti/ungbarn af völdum detemírinsúlíns til inntöku, þar sem detemírinsúlín, sem er peptíð, umbreytist í amínósýrur við meltingu í meltingarfærum manna.

Breyta getur þurft skammti insúlíns og mataræði hjá konum með barn á brjósti.

Frjósemi

Dýrarannsóknir benda ekki til eiturverkana á frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Of lágur blóðsykur getur dregið úr einbeitingarhæfni og viðbragðsflýti sjúklings. Það getur haft ákveðna hættu í för með sér þegar þessir eiginleikar skipta miklu máli (t.d. við akstur bifreiða eða stjórnun véla).

Sjúklingum skal ráðlagt að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir blóðsykurfall á meðan þeir aka. Þetta er sérstaklega mikilvægt hjá sjúklingum, sem fá lítil eða engin viðvörunareinkenni um blóðsykursfall og hjá sjúklingum sem fá oft blóðsykursfall. Í þessum tilvikum þarf að íhuga vel hvort akstur sé ráðlegur.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Aukaverkanir sem komið hafa fram hjá sjúklingum sem nota Levemir eru aðallegavegna lyfjafræðilegrar verkunar insúlíns. Hlutfall sjúklinga sem fá meðferð og geta átt von á að fá aukaverkanir er talið vera 12%.

Blóðsykursfall er algengasta aukaverkunin sem greint hefur verið frá meðan á meðferð stendur, sjá kafla 4.8, Lýsing á völdum aukaverkunum.

Úr klínískum rannsóknum, er þekkt að alvarlegt blóðsykursfall, skilgreint sem blóðsykursfall þar sem leita þarf aðstoðar þriðja aðila, kemur fram hjá um 6% sjúklinga sem fá meðferð með Levemir.

Algengara er að fram komi viðbrögð á stungustað meðan á meðferð með Levemir stendur en af meðferð með mannainsúlíni. Viðbrögðin eru m.a. verkur, roði, ofsakláði, bólga, mar, þroti og kláði á stungustað. Flest viðbrögð á stungustað eru minni háttar og tímabundin, þ.e. hverfa venjulega við áframhaldandi meðferð á nokkrum dögum eða vikum.

Við upphaf insúlínmeðferðar geta komið fram brenglun á ljósbroti og bjúgur; þessi viðbrögð eru yfirleitt tímabundin. Hröð lagfæring á blóðsykursstjórn getur tengst ástandi, sem nefnt er bráður og sársaukafullur taugakvilli, sem gengur venjulega tilbaka. Nákvæm insúlínmeðferð, þar sem bætt blóðsykursstjórn verður skyndilega, getur verið tengd tímabundinni versnun á sjónukvilla af völdum sykursýki, hins vegar getur bætt blóðsykursstjórn í lengri tíma dregið úr hættu á þróun sjónukvilla af völdum sykursýki.

Listi yfir aukaverkanir, settur upp í töflu

Aukaverkanir sem taldar eru upp hér á eftir eru byggðar á gögnum úr klínískum rannsóknum og eru flokkaðar eftir tíðni og líffærum.

Tíðniflokkar eru skilgreindir samkvæmt eftirfarandi röð: Mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Ónæmiskerfi

Sjaldgæfar – Ofnæmisviðbrögð, hugsanleg ofnæmisviðbrögð,

 

ofsakláði, útbrot og útþot*

 

 

 

Mjög sjaldgæfar – bráðaofnæmisviðbrögð*

 

 

Efnaskipti og næring

Mjög algengar – Blóðsykursfall*

 

 

Taugakerfi

Mjög sjaldgæfar – Úttaugakvilli (sársaukafullur taugakvilli)

 

 

Augu

Sjaldgæfar – Ljósbrotskvillar

 

 

 

Sjaldgæfar – Sjónukvilli af völdum sykursýki

 

 

Húð og undirhúð

Sjaldgæfar – Fitukyrkingur*

Almennar aukaverkanir og

Algengar – Viðbrögð á stungustað

aukaverkanir á íkomustað

 

 

 

 

Sjaldgæfar – Bjúgur

* sjá kafla 4.8 Lýsing á völdum aukaverkunum.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Ofnæmisviðbrögð, hugsanleg ofnæmisviðbrögð, ofsakláði, útbrot, útþot

Ofnæmisviðbrögð, hugsanleg ofnæmisviðbrögð, ofsakláði, útbrot og útþot hafa komið fyrir í sjaldgæfum tilvikum þegar Levemir er notað í meðferð með langvirku insúlíni ásamt skammvirku máltíðarinsúlíni (basal-bolus regimen). Hinsvegar hafa þrjár klínískar rannsóknir sýnt tíðnina algengar (2,2% ofnæmisviðbrögð og hugsanleg ofnæmisviðbrögð hafa komið fram) þegar það er notað samhliða sykursýkislyfjum til inntöku.

Bráðaofnæmisviðbrögð

Útbreidd ofnæmisviðbrögð (þ.á m. útbreidd húðútbrot, kláði, svitamyndun, ónot í meltingarvegi, ofsabjúgur, öndunarörðugleikar, hjartsláttarónot og lækkun blóðþrýstings) eru mjög sjaldgæf en geta mögulega verið lífshættuleg.

Blóðsykursfall

Algengasta aukaverkunin sem greint hefur verið frá er blóðsykursfall. Það getur komið fram ef insúlínskammturinn er of stór miðað við insúlínþörf. Alvarlegt blóðsykursfall getur leitt til meðvitundarleysis og/eða krampa og getur valdið tímabundinni eða varanlegri skerðingu á heilastarfsemi og jafnvel dauða. Einkenni blóðsykursfalls koma venjulega snögglega. Þau geta lýst sér með köldum svita, kaldri og fölri húð, þreytu, taugaóstyrk eða skjálfta, kvíða, óvenjulegri þreytu eða máttleysi, ringlun, einbeitingarörðugleikum, syfju, mikilli svengd, sjóntruflunum, höfuðverk, ógleði og hjartsláttarónotum.

Fitukyrkingur

Fitukyrkingur (þ.m.t. fitusöfnun, fiturýrnun) getur komið fram á stungustað. Með því að breyta stöðugt um stungustað innan ákveðins svæðis minnka líkur á að þessi viðbrögð komi fram.

Börn

Reynsla eftir markaðssetningu og niðurstöður klínískra rannsókna gefa ekki til kynna að tíðni, tegund og alvarleiki aukaverkana sem koma fyrir hjá börnum sé að neinu leyti frábrugðin því sem víðtækari reynsla hjá einstaklingum með sykursýki hefur sýnt.

Sérstakir sjúklingahópar

Reynsla eftir markaðssetningu og niðurstöður klínískra rannsókna gefa ekki til kynna að tíðni, tegund og alvarleiki aukaverkana sem koma fyrir hjá öldruðum sjúklingum og sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi sé að neinu leyti frábrugðin því sem víðtækari reynsla hjá almenningi hefur sýnt.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki er hægt að skilgreina sértækt ofskömmtun með insúlíni. Hins vegar getur blóðsykursfall verið í tveimur þrepum ef sjúklingur notar of stóra skammta miðað við þörf:

Við vægu blóðsykursfalli er hægt að gefa þrúgusykur til inntöku eða eitthvað annað sem inniheldur sykur. Því er sjúklingum með sykursýki ráðlagt að hafa alltaf á sér eitthvað sem inniheldur sykur

Alvarlegt blóðsykursfall, þegar sjúklingur missir meðvitund, er hægt að meðhöndla með glúkagoni (0,5 til 1 mg) gefið í vöðva eða undir húð af einhverjum sem hefur verið kennt það eða með gjöf glúkósa í bláæð af heilbrigðisstarfsmanni. Glúkósa verður að gefa í bláæð ef sjúklingurinn hefur ekki svarað glúkagoni innan 10 til 15 mínútna. Þegar sjúklingurinn hefur komist til meðvitundar er mælt með því að hann borði kolvetnaríka fæðu til að koma í veg fyrir annað blóðsykursfall.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf notuð við sykursýki. Insúlín og insúlínvirk lyf, til innspýtingar, langvirk. ATC flokkur: A10AE05.

Verkunarháttur og lyfhrif

Levemir er leysanleg, langvirk insúlínhliðstæða með langvarandi verkun sem notað er sem grunninsúlín.

Blóðsykurslækkandi áhrif Levemir felast í greiðari upptöku glúkósa vegna bindingar insúlíns við viðtaka á vöðva- og fitufrumum og samhliða hömlun á glúkósalosun frá lifur.

Breytileiki verkunarlengdar Levemir er marktækt minni og verkunarlengd því fyrirsjáanlegri en fyrir NPH (Neutral Protamine Hagedorn) insúlín eins og sést á einstaklingsbundnum breytileikastuðlum (Coefficients of Variation [CV]) fyrir heildar- og hámarkslyfhrif í töflu 1.

Tafla 1. Einstaklingsbundinn breytileiki á verkunartíma Levemir og NPH-insúlíns

Endapunktur lyfhrifa

Levemir CV

NPH

(%)

insúlín

 

 

CV (%)

AUCGIR,0-24 klst.*

GIRmax**

*Flatarmál undir ferlinum **Innrennslishraði glúkósu (GIR) p-gildi < 0,001 fyrir allan samanburð við Levemir

Langvarandi verkun Levemir er vegna öflugrar tengingar detemírinsúlínsameindarinnar á stungustað og bindingar við albumin í gegnum hliðarkeðju fitusýrunnar. Detemírinsúlín dreifist hægar til útlægra markvefja samanborið við NPH insúlín. Vegna sameiningar þessa verkunarmáta um lengri áhrif fæst betra frásog og verkun detemírinsúlíns samanborið við NPH insúlín.

Mynd 1. Verkun Levemir hjá sjúklingum með sykursýki tegund 1

Verkun varir í allt að 24 klst. háð því hvort skammtur er gefinn einu sinni eða tvisvar sinnum á sólarhring. Ef lyfið er gefið tvisvar sinnum á sólarhring næst jafnvægi eftir gjöf 2-3 skammta. Þegar skammtar á bilinu 0,2-0,4 einingar/kg (U/kg) eru gefnir, fæst meira en 50% af hámarksverkun Levemir eftir 3-4 klst. og til allt að um 14 klst. eftir gjöf skammts.

Skammtaháð svörun lyfhrifa (hámarksverkun, verkunarlengd, heildarverkun) kemur fram eftir gjöf undir húð.

Í langtíma klínískum rannsóknum kom fram að minni breytileiki er frá degi til dags á glúkósuþéttni í plasma hjá fastandi sjúklingum (fasting plasma glucose [FPG]) meðan á meðferð með Levemir stendur samanborið við NPH.

Rannsóknir á sjúklingum með sykursýki tegund 2 sem meðhöndlaðir voru með grunninsúlíni ásamt sykursýkislyfjum til inntöku sýndu fram á að blóðsykursstjórn (HbA1c) með Levemir er sambærileg við NPH insúlín og glargíninsúlín og tengdist minni þyngdaraukningu, sjá töflu 2 hér aftar. Í rannsókninni þar sem Levemir var borið saman við glargíninsúlín og Levemir var annaðhvort notað einu sinni eða tvisvar sinnum á sólarhring, en glargíninsúlín var aftur á móti notað einu sinni á sólarhring, luku 55% sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með Levemir 52 vikna meðferðinni með gjöf tvisvar sinnum á sólarhring.

Tafla 2. Breyting á líkamsþyngd eftir insúlínmeðferð

Lengd rannsóknar

Levemir einu

Levemir tvisvar

NPH insúlín

Glargíninsúlín

 

sinni á sólarhring

sinnum á

 

 

 

 

sólarhring

 

 

20 vikur

+0,7 kg

 

+1,6 kg

 

26 vikur

 

+1,2 kg

+2,8 kg

 

52 vikur

+2,3 kg

+3,7 kg

 

+4,0 kg

Í rannsóknum á notkun sykursýkislyfja til inntöku, var 61-65% minni hætta á minniháttar blóðsykursfalli að nóttu til við samsetta meðferð með Levemir í samanburði við NPH insúlín.

Gerð var opin slembiröðuð klínísk rannsókn á sjúklingum með sykursýki tegund 2 þar sem markmiði hafði ekki verið náð með sykursýkislyfjum til inntöku. Rannsóknin hófst á 12 vikna inngangstímabili þar sem sjúklingar fengu liraglútíð+metformín, 61% náðu HbA1c minna en 7%. Þau 39% sem náðu ekki markmiðinu var slembiraðað og fengu annaðhvort Levemir einu sinni á sólarhring til viðbótar eða fengu áfram liraglútíð+metformín í 52 vikur. Viðbót Levemir lækkaði HbA1c enn frekar, úr 7,6% í 7,1%, eftir 52 vikur. Engar meiriháttar blóðsykurslækkanir komu fram. Meiriháttar blóðsykurslækkun er skilgreind sem tilvik þar sem sjúklingur gat ekki meðhöndlað sig sjálfur og ef glúkagon var notað eða glúkósi gefinn í æð. Sjá töflu 3.

Tafla 3. Upplýsingar úr klínískum rannsóknum - Levemir sem viðbót við liraglútíð+metformín

 

Vikur

Slembiraðað

Slembiraðað

P-gildi

 

 

Levemir +

liraglútíð +

 

 

 

liraglutíð +

metformín

 

 

 

metformín

n = 149

 

 

 

n = 160

 

 

Meðalbreyting HbA1c frá

0-26 vikur

-0,51

+0,02

<0,0001

grunngildi (%)

0-52 vikur

-0,50

0,01

<0,0001

Hlutfall sjúklinga sem náðu

0-26 vikur

43,1

16,8

<0,0001

HbA1c <7% markmiði (%)

0-52 vikur

51,9

21,5

<0,0001

Breyting á líkamsþyngd frá

0-26 vikur

-0,16

-0,95

0,0283

grunngildi (kg)

0-52 vikur

-0,05

-1,02

0,0416

Minniháttar blóðsykurs-

0-26 vikur

0,286

0,029

0,0037

lækkun (per sjúklingaár)

0-52 vikur

0,228

0,034

0,0011

26-vikna, tvíblind, slembuð klínísk rannsókn var gerð á verkun og öryggi þegar liraglútíði (1,8 mg) eða lyfleysu var bætt við hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2 sem ekki er stjórnað á fullnægjandi hátt með grunninsúlíni með eða án metformíns. Insúlínskammturinn var minnkaður um 20% hjá sjúklingum með HbA1c ≤ 8,0% við grunnlínu til að lágmarka hættu á blóðsykursfalli. Eftir það máttu sjúklingar stækka skammtana í skrefum að hámarki að þeim skömmtum sem þeir voru á fyrir slembiröðun. Levemir var grunninsúlín hjá samtals 33% (n = 147) sjúklinga (97,3% fengu einnig metformín). Hjá þessum sjúklingum leiddi viðbót liraglútíðs til meiri lækkunar á HbA1c samanborið við þegar lyfleysu var bætt við (í 6,93% samanborið við 8,24%), meiri lækkunar á glúkósaþéttni í plasma hjá fastandi sjúklingum (í 7,20 mmól/l samanborið við 8,13 mmól) og meiri lækkunar á líkamsþyngd (-3,47 kg samanborið við -0,43 kg). Grunngildi þessara breyta voru svipuð í hópunum tveimur. Tíðni minniháttar blóðsykursfalla var svipuð og engin alvarleg blóðsykursföll urðu í hópunum tveimur.

Í langtímarannsóknum á sjúklingum með sykursýki tegund 1 sem fengu meðferð með langvirku insúlíni ásamt skammvirku máltíðarinsúlíni (basal-bolus therapy), batnaði glúkósuþéttni í plasma hjá fastandi sjúklingum við notkun Levemir samanborið við NPH insúlín. Blóðsykursstjórn (HbA1c) með Levemir var sambærileg við NPH insúlín, hætta á blóðsykursfalli að nóttu til er minni og engin tengsl eru við þyngdaraukningu.

Í klínískum rannsóknum þar sem notuð var grunnmeðferð með insúlíni í stökum skömmtum (basal- bolus insulin therapy) var heildartíðni blóðsykursfalls fyrir Levemir og NPH insúlín svipuð. Greiningar á blóðsykursfalli að nóttu til hjá sjúklingum með sykursýki tegund 1 sýna marktækt minni hættu á minniháttar blóðsykursfalli að nóttu til (sjúklingur gat meðhöndlað sig sjálfur og staðfest var að glúkósi í háræðablóði (capillary blood glucose) var lægri en 2,8 mmól/l eða 3,1 mmól/l, sé það yfirfært á glúkósa í plasma) heldur en fyrir NPH insúlín, en enginn munur sást við sykursýki tegund 2.

Mótefnamyndun hefur komið í ljós við notkun Levemir. Þetta virðist hins vegar ekki hafa áhrif á blóðsykursstjórn.

Meðganga

Levemir var rannsakað í opinni, slembaðri samanburðarrannsókn þar sem þungaðar konur með sykursýki tegund 1 (n=310) fengu Levemir sem hluta af meðferð með langvirku insúlíni ásamt skammvirku máltíðarinsúlíni (basal-bolus regimen) (n=152) eða NPH-insúlín (n=158) sem grunninsúlín, hvort tveggja samhliða NovoRapid (sjá kafla 4.6).

Levemir sýndi ekki yfirburði gagnvart NPH-insúlíni samkvæmt mælingum á HbA1c á 36. viku meðgöngu, og lækkun á meðal HbA1c á meðgöngu var svipuð, sjá töflu 4.

Tafla 4. Blóðsykursstjórn hjá móður

 

Levemir

NPH

Mismunur/ Líkindahlutfall/

 

 

 

Tíðnihlutfall 95% CI

Meðal HbA1c (%) á

6,27

6,33

Mismunur:

36. viku

 

 

-0,06 [-0,21; 0,08]

Meðal FPG á 36. viku

4,76

5,41

Mismunur:

(mmól/l)

 

 

-0,65 [-1,19; -0,12]

Hlutfall sjúklinga þar

41%

32%

Líkindahlutfall:

sem HbA1c lækkaði um

 

 

1,36 [0,78; 2,37]

≤6% bæði á 24. viku og

 

 

 

36. viku (%)

 

 

 

Heildarfjöldi alvarlegra

1,1

1,2

Tíðnihlutfall:

blóðsykursfalla á

 

 

0,82 [0,39; 1,75]

meðgöngu (á

 

 

 

sjúklingaár)

 

 

 

Börn

 

 

 

Verkun og öryggi Levemir hefur verið rannsakað í allt að 12 mánuði, í þremur slembuðum klínískum samanburðarrannsóknum hjá fullorðnum og börnum (n=1045 samtals); í rannsóknunum voru samtals 167 börn á aldrinum 1-5 ára. Rannsóknirnar sýndu að blóðsykurstjórn (HbA1c) með Levemir er sambærileg við NPH insúlín og deglúdekinsúlín þegar það er gefið sem meðferð með langvirku insúlíni ásamt skammvirku máltíðarinsúlíni (basal-bolus regimen), þar sem mörk fyrir sambærilega virkni (non-inferiority margin) voru 0,4%. Í rannsókninni þar sem Levemir var borið saman við deglúdekinsúlín var tíðni of hás blóðsykurs með ketósu marktækt hærri fyrir Levemir, 1,09 samanborið við 0,68 tilfelli á hvert sjúklingaár útsetningar. Þyngdaraukning var minni (SD skor, þyngd leiðrétt m.t.t. kyns og aldurs) af völdum Levemir en NPH insúlíns.

Rannsóknin með börnum eldri en 2 ára var framlengd í 12 mánuði til viðbótar (í heildina náðu meðferðargögnin yfir 24 mánuði) til að meta mótefnamyndun eftir langtímameðferð með Levemir. Eftir aukna myndun insúlínmótefna á fyrsta ári, minnkuðu insúlínmótefnin á öðru ári og voru örlítið hærri en áður en rannsóknin hófst. Niðurstöður gefa til kynna að myndun mótefna hafði engin neikvæð áhrif á blóðsykurstjórn og skammt Levemir.

Gögn um verkun og öryggi hjá unglingum með sykursýki tegund 2 hafa verið framreiknuð frá gögnum um börn, unglinga og fullorðna sjúklinga með sykursýki tegund 1 og fullorðna sjúklinga með sykursýki tegund 2. Niðurstöður styðja notkun Levemir hjá unglingum með sykursýki tegund 2.

5.2 Lyfjahvörf

Frásog

Hámarksþéttni í sermi næst 6 til 8 klst. eftir lyfjagjöf. Þegar lyfið er gefið tvisvar sinnum á sólarhring næst jafnvægi í sermisþéttni eftir gjöf 2 - 3 skammta. Einstaklingsbundinn breytileiki frásogs er minni þegar Levemir er notað en önnur grunninsúlínlyf.

Heildaraðgengi detemírinsúlíns er um 60% við notkun undir húð.

Dreifing

Dreifingarrúmmál Levemir (um 0,1 l/kg) bendir til þess að hátt hlutfall detemírinsúlíns sé í blóðrás.

Niðurstöður rannsókna in vitro og in vivo á próteinbindingu benda til þess að engin milliverkun sem skiptir máli klínískt sé á milli detemírinsúlíns og fitusýra eða annarra próteinbundinna lyfja.

Umbrot

Niðurbrot detemírinsúlíns virðist svipað og mannainsúlíns; öll umbrotsefni sem myndast eru óvirk.

Brotthvarf

Lokahelmingunartími eftir notkun undir húð ákvarðast með frásogshraða frá vefjum undir húð. Lokahelmingunartími er á milli 5 og 7 klst. háð gefnum skammti.

Línuleg tengsl

Skammtaháð þéttni í sermi (hámarksþéttni, heildarfrásog) sést eftir gjöf undir húð í skömmtum sem eru á ráðlögðu skammtabili.

Engar milliverkanir á lyfhrif eða lyfjahvörf liraglútíðs og Levemir komu fram þegar gefinn var stakur skammtur af Levemir 0,5 einingar/kg samhliða 1,8 mg af liraglútíði við jafnvægi hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir (≥ 65 ára)

Enginn munur, sem skiptir máli, var á lyfjahvörfum Levemir hjá öldruðum og ungum sjúklingum.

Skert nýrna- og lifrarstarfsem:

Enginn munur, sem skiptir máli, var á lyfjahvörfum Levemir á milli sjúklinga með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi og heilbrigðra einstaklinga. Þar sem ekki hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir á lyfjahvörfum Levemir hjá þessum sjúklingahópum er mælt með nánu eftirliti á glúkósu í plasma hjá þessum sjúklingahópum.

Kyn

Enginn kynjabundinn munur sem skiptir máli er á lyfjahvörfum Levemir.

Börn

Lyfjahvörf Levemir voru rannsökuð hjá ungum börnum (1-5 ára), börnum (6 - 12 ára) og unglingum (13 - 17 ára) og borin saman við fullorðna einstaklinga með sykursýki tegund 1. Enginn munur var á lyfjahvörfum ungra barna, barna, unglinga og fullorðna sem hefur klíníska þýðingu.

5.3Forklínískar upplýsingar

Aðrar upplýsingar en klínískar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, byggt á hefðbundnum rannsóknum á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni og eiturverkunum á æxlun og þroska. Upplýsingar um sækni í viðtaka og in vitro próf á mítósuhvötun (mitogenicity) sýndu ekki fram á aukna mítósuhvetjandi eiginleika samanborið við mannainsúlín.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Glýseról

Fenól

Metakresól

Zinkasetat

Tvínatríumfosfat tvíhýdrat

Natríumklóríð

Saltsýra (til að stilla pH)

Natríumhýdroxíð (til að stilla pH)

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Lyf sem bætt er út í Levemir geta valdið niðurbroti detemírinsúlíns, t.d. ef lyfin innihalda tíóla eða súlfít. Ekki má bæta Levemir saman við innrennslisvökva.

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf.

6.3Geymsluþol

Órofnar umbúðir: 30 mánuðir.

Meðan lyfið er í notkun eða þegar það er haft meðferðis til vara: Geyma má lyfið að hámarki í 6 vikur.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymsluskilyrði lyfsins, sjá kafla 6.3.

Órofnar umbúðir: Geymið í kæli (2°C – 8°C). Geymið ekki nálægt kælikerfinu. Má ekki frjósa.

Levemir Penfill

Meðan lyfið er í notkun eða þegar það er haft meðferðis til vara: Geymið við lægri hita en 30°C. Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

Geymið rörlykjuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Levemir FlexPen/Levemir FlexTouch

Meðan lyfið er í notkun eða þegar það er haft meðferðis til vara: Geymið við lægri hita en 30°C. Má geyma í kæli (2°C-8°C). Má ekki frjósa.

Geymið hettuna á pennanum til varnar gegn ljósi.

Levemir InnoLet

Meðan lyfið er í notkun eða þegar það er haft meðferðis til vara: Geymið við lægri hita en 30°C. Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

Geymið hettuna á pennanum til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

Levemir Penfill

3 ml lausn í rörlykju (gler af tegund 1) með stimpli (brómóbútýl) og gúmmítappa (brómóbútýl/pólýísópren).

Pakkningastærðir eru 1, 5 og 10 rörlykjur. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Levemir FlexPen

3 ml lausn í rörlykju (gler af tegund 1) með stimpli (brómóbútýl) og gúmmítappa (brómóbútýl/pólýísópren) í áfylltum fjölskammta einnota lyfjapenna sem gerður er úr pólýprópýleni.

Pakkningastærðir eru 1 (með eða án nála), 5 (án nála) og 10 (án nála) áfylltir lyfjapennar. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Levemir InnoLet

3 ml lausn í rörlykju (gler af tegund 1) með stimpli (brómóbútýl) og gúmmítappa (brómóbútýl/pólýísópren) í áfylltum fjölskammta einnota lyfjapenna sem gerður er úr pólýprópýleni.

Pakkningastærðir eru 1, 5 og 10 áfylltir lyfjapennar. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Levemir FlexTouch

3 ml lausn í rörlykju (gler af tegund 1) með stimpli (brómóbútýl) og gúmmítappa (brómóbútýl/pólýísópren) í áfylltum fjölskammta einnota lyfjapenna sem gerður er úr pólýprópýleni.

Pakkningastærðir eru 1 (með eða án nála), 5 (án nála) og fjölpakkning með 2 x 5 (án nála) áfylltum lyfjapennum með 3 ml. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Ekki nota lyfið ef þú tekur eftir að lausnin er ekki tær, litlaus og vatnskennd. Ekki má nota Levemir sem hefur frosið.

Ráðleggja á sjúklingi að farga nálinni eftir hverja inndælingu.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Ekki má deila nálum, rörlykjum eða áfylltum pennum með öðrum.

Ekki má fylla aftur á rörlykjuna.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Novo Nordisk A/S, Novo Allé, DK-2880 Bagsværd, Danmörk

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

Levemir Penfill

EU/1/04/278/001

EU/1/04/278/002

EU/1/04/278/003

Levemir FlexPen

EU/1/04/278/004

EU/1/04/278/005

EU/1/04/278/006

EU/1/04/278/010

EU/1/04/278/011

Levemir InnoLet

EU/1/04/278/007

EU/1/04/278/008

EU/1/04/278/009

Levemir FlexTouch

EU/1/04/278/012

EU/1/04/278/013

EU/1/04/278/014

EU/1/04/278/015

EU/1/04/278/016

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. júní 2004

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 16. apríl 2009

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf