Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Levetiracetam Actavis Group (levetiracetam) – Samantekt á eiginleikum lyfs - N03AX14

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsLevetiracetam Actavis Group
ATC-kóðiN03AX14
Efnilevetiracetam
FramleiðandiActavis Group PTC ehf

1.HEITI LYFS

Levetiracetam Actavis Group 100 mg/ml mixtúra, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver ml inniheldur 100 mg af levetíracetami.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hver ml inniheldur 1,50 mg af metýlparahýdroxýbensóati (E218), 0,15 mg af própýlparahýdroxýbensóati (E216), 290 mg af maltitól vökva (E965) og 0,25 mg af natríum.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Mixtúra, lausn.

Tær, ljósgulbrún lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Levetiracetam Actavis Group er ætlað til einlyfjameðferðar við hlutaflogum með eða án síðkominna alfloga, hjá fullorðnum og unglingum frá 16 ára aldri, með nýgreinda flogaveiki.

Levetiracetam Actavis Group er ætlað ásamt öðrum lyfjum

til meðferðar handa fullorðnum, unglingum, börnum og ungabörnum frá 1 mánaðar aldri með flogaveiki, þegar um er að ræða hlutaflog (partial onset seizures) með eða án síðkominna alfloga.

til meðferðar við vöðvakippaflogum (myoclonic seizures) hjá fullorðnum og unglingum, 12 ára eða eldri, með vöðvakippaflog sem koma fram á unglingsárum (juvenile myoclonic epilepsy).

til meðferðar við frumkomnum þankippaalflogum (primary generalised tonic-clonic seizures) hjá fullorðnum og unglingum frá 12 ára aldri með sjálfvakta flogaveiki.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Einlyfjameðferð fyrir fullorðna og unglinga frá 16 ára aldri

Ráðlagður byrjunarskammtur er 250 mg tvisvar sinnum á sólarhring sem auka skal í upphaflegan meðferðarskammt, 500 mg tvisvar sinnum á sólarhring, eftir tvær vikur. Auka má skammtinn enn frekar, um 250 mg tvisvar sinnum á sólarhring á tveggja vikna fresti, háð klínískri svörun.

Hámarksskammtur er 1.500 mg tvisvar sinnum á sólarhring.

Viðbótarmeðferð fyrir fullorðna (≥ 18 ára) og unglinga (12 til 17 ára), sem vega 50 kg eða meira

Upphaflegur meðferðarskammtur er 500 mg tvisvar sinnum á sólarhring. Þennan skammt má gefa á fyrsta degi meðferðar.

Með hliðsjón af klínískri svörun og þoli, má auka sólarhringsskammtinn í allt að 1.500 mg tvisvar sinnum á sólarhring. Skömmtum má breyta með því að auka eða minnka þá um 500 mg tvisvar sinnum á sólarhring á tveggja til fjögurra vikna fresti.

Meðferð hætt

Ef þarf að hætta meðferð með levetíracetami er mælt með að minnka skammtinn smám saman (t.d. hjá fullorðnum og unglingum, sem vega meira en 50 kg: minnka um 500 mg tvisvar sinnum á sólarhring aðra til fjórðu hverja viku; hjá ungbörnum eldri en 6 mánaða, börnum og unglingum sem vega minna en 50 kg: ekki ætti að minnka skammt um meira en 10 mg/kg tvisvar sinnum á sólarhring aðra hverja viku; hjá ungbörnum (yngri en 6 mánaða): ekki ætti að minnka skammt um meira en 7 mg/kg tvisvar sinnum á sólarhring aðra hverja viku).

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir (65 ára og eldri)

Mælt er með því að skömmtum sé breytt hjá öldruðum í samræmi við nýrnastarfsemi (sjá „Skert nýrnastarfsemi“ hér á eftir).

Skert nýrnastarfsemi

Ákvarða verður sólarhringsskammt fyrir hvern einstakling með hliðsjón af nýrnastarfsemi.

Fyrir fullorðna sjúklinga er vísað til eftirfarandi töflu og skal breyta skammti í samræmi við hana. Til að nota þessa skammtatöflu þarf að áætla úthreinsun kreatíníns (CLcr) sjúklingsins í ml/mín. Áætla má CLcr í ml/mín. á grundvelli kreatíníns í sermi (mg/dl), fyrir fullorðna og unglinga sem vega 50 kg eða meira, samkvæmt eftirfarandi formúlu:

 

[140-aldur (ár)] x þyngd (kg)

CLcr (ml/mín.) =

----------------------------------------- (x 0,85 fyrir konur)

 

72 x kreatínín í sermi (mg/dl)

CLcr er svo aðlagað fyrir líkamsyfirborð (BSA) samkvæmt eftirfarandi formúlu

CLcr (ml/mín./1,73 m2) =

CLcr(ml/mín.)

------------------------------- x 1,73

 

BSAeinstaklings (m 2 )

Breytingar á skömmtum handa fullorðnum og unglingum, sem vega meira en 50 kg og eru með skerta nýrnastarfsemi

Flokkun

Úthreinsun kreatíníns

Skammtur og skammtatíðni

 

 

(ml/mín./1,73 m2)

 

 

Eðlileg

> 80

500 til 1.500 mg tvisvar sinnum á

 

 

 

sólarhring

 

Væg

50-79

500 til 1.000 mg tvisvar sinnum á

 

 

 

sólarhring

 

Í meðallagi

30-49

250 til 750 mg tvisvar sinnum á sólarhring

Alvarleg

< 30

250 til 500 mg tvisvar sinnum á sólarhring

Sjúklingar með nýrnabilun á

-

500 til 1.000 mg einu sinni á sólarhring

(2)

lokastigi, sem eru í skilun (1)

 

(1)Mælt er með 750 mg hleðsluskammti fyrsta dag meðferðar með levetíracetami.

(2)Eftir skilun er mælt með 250 til 500 mg aukaskammti.

Hjá börnum með skerta nýrnastarfsemi þarf að breyta skammti levetíracetams með hliðsjón af nýrnastarfsemi vegna þess að úthreinsun levetíracetams tengist nýrnastarfsemi. Þessar ráðleggingar eru byggðar á rannsókn á fullorðnum sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Áætla má CLcr í ml/mín./1,73 m2 á grundvelli kreatíníns í sermi (mg/dl) fyrir yngri unglinga, börn og ungabörn, samkvæmt eftirfarandi formúlu (Schwartz formúlu):

Hæð (cm) x ks

CLcr (ml/mín./1,73 m2) = ------------------------------------

Kreatínín í sermi (mg/dl)

ks= 0,45 fyrir fullburða ungabörn fram að 1 árs aldri, ks= 0,55 fyrir börn yngri en 13 ára og fyrir unglingsstúlkur, ks= 0,7 fyrir unglingsdrengi.

Aðlögun skammta hjá ungabörnum, börnum og unglingum sem vega minna en 50 kg og eru með skerta nýrnastarfsemi.

Flokkun

Úthreinsun

Skammtur og skammtatíðni (1)

 

kreatíníns

Ungabörn frá 1 mánaðar

Ungabörn 6 til 23 mánaða,

 

(ml/mín./1,73 m2) aldri og allt að 6 mánaða

börn og unglingar sem

 

 

aldri

vega minna en 50 kg

Eðlileg

> 80

7 til 21 mg/kg (0,07 til

10 til 30 mg/kg (0,10 til

 

 

0,21 ml/kg) tvisvar sinnum

0,30 ml/kg) tvisvar sinnum

 

 

á sólarhring

á sólarhring

Væg

50-79

7 til 14 mg/kg (0,07 til

10 til 20 mg/kg (0,10 til

 

 

0,14 ml/kg) tvisvar sinnum

0,20 ml/kg) tvisvar sinnum

 

 

á sólarhring

á sólarhring

 

 

 

 

Í meðallagi

30-49

3,5 til 10,5 mg/kg (0,035 til

5 til 15 mg/kg (0,05 til

 

 

0,105 ml/kg) tvisvar

0,15 ml/kg) tvisvar sinnum

 

 

sinnum á sólarhring

á sólarhring

 

 

 

 

Alvarleg

< 30

3,5 til 7 mg/kg (0,035 til

5 til 10 mg/kg (0,05 til

 

 

0,07 ml/kg) tvisvar sinnum

0,10 ml/kg) tvisvar sinnum

 

 

á sólarhring

á sólarhring

 

 

 

 

Sjúklingar með

--

7 til 14 mg/kg (0,07 til

10 til 20 mg/kg (0,10 til

nýrnabilun á

 

0,14 ml/kg) einu sinni á

0,20 ml/kg) einu sinni á

lokastigi, sem eru í

 

sólarhring (2) (4)

sólarhring (3) (5)

skilun

 

 

 

(1)Nota skal Levetiracetam Actavis Group mixtúru fyrir skammta sem eru undir 250 mg, fyrir skammta sem eru ekki margfeldi af 250 mg þegar ávísaður skammtur næst ekki með því að taka margar töflur og fyrir sjúklinga sem ekki geta gleypt töflur.

(2)Mælt er með 10,5 mg/kg (0,105 ml/kg) hleðsluskammti á fyrsta degi meðferðar með levetíracetami.

(3)Mælt er með 15 mg/kg (0,15 ml/kg) hleðsluskammti á fyrsta degi meðferðar með levetíracetami.

(4)Eftir skilun er mælt með 3,5 til 7 mg/kg (0,035 til 0,07 ml/kg) aukaskammti.

(5)Eftir skilun er mælt með 5 til 10 mg/kg (0,05 til 0,10 ml/kg) aukaskammti.

Skert lifrarstarfsemi

Ekki þarf að breyta skömmtum hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi. Hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi getur úthreinsun kreatíníns gefið til kynna vanmat á skertri nýrnastarfsemi. Því er mælt með því að viðhaldsskammtur á sólarhring sé minnkaður um 50% þegar úthreinsun kreatíníns er < 60 ml/mín./1,73 m2.

Börn

Læknir skal ávísa viðeigandi lyfjaformi, pakkningastærð og styrk sem hentar best miðað við aldur, þyngd og skammt.

Mixtúra, lausn er æskilegt lyfjaform fyrir ungabörn og börn yngri en 6 ára. Þar að auki ætti að nota mixtúru, lausn sem upphafsmeðferð hjá börnum undir 25 kg, fyrir sjúklinga sem geta ekki kyngt töflum eða fyrir skammta undir 250 mg.

Einlyfjameðferð

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá börnum og unglingum yngri en 16 ára með levetíracetami sem einlyfjameðferð.

Engar upplýsingar liggja fyrir.

Viðbótarmeðferð hjá ungabörnum á aldrinum 6 til 23 mánaða, börnum (2 til 11 ára) og unglingum (12 til 17 ára), sem vega minna en 50 kg

Upphaflegur meðferðarskammtur er 10 mg/kg tvisvar sinnum á sólarhring.

Með hliðsjón af klínískri svörun og þoli, má auka skammtinn í allt að 30 mg/kg tvisvar sinnum á sólarhring. Skammta má hvorki auka né minnka um meira en 10 mg/kg tvisvar sinnum á sólarhring á tveggja vikna fresti. Nota á minnsta skammt sem virkar.

Skammtur handa börnum, sem vega 50 kg eða meira, er eins og handa fullorðnum.

Ráðlagður skammtur handa ungabörnum frá 6 mánaða aldri, börnum og unglingum:

Þyngd

Upphafsskammtur:

Hámarksskammtur:

 

10 mg/kg tvisvar sinnum á sólarhring

30 mg/kg tvisvar sinnum á sólarhring

 

 

 

6 kg (1)

60 mg (0,6 ml) tvisvar sinnum á

180 mg (1,8 ml) tvisvar sinnum á

 

sólarhring

sólarhring

10 kg (1)

100 mg (1 ml) tvisvar sinnum á

300 mg (3 ml) tvisvar sinnum á

 

sólarhring

sólarhring

15 kg (1)

150 mg (1,5 ml) tvisvar sinnum á

450 mg (4,5 ml) tvisvar sinnum á

 

sólarhring

sólarhring

20 kg (1)

200 mg (2 ml) tvisvar sinnum á

600 mg (6 ml) tvisvar sinnum á

 

sólarhring

sólarhring

25 kg

250 mg tvisvar sinnum á sólarhring

750 mg tvisvar sinnum á sólarhring

Frá 50 kg (2)

500 mg tvisvar sinnum á sólarhring

1.500 mg tvisvar sinnum á sólarhring

(1)Börn 25 kg eða léttari eiga frekar að hefja meðferð með Levetiracetam Actavis Group 100 mg/ml mixtúru, lausn.

(2)Skammtur handa börnum og unglingum, sem vega 50 kg eða meira, er eins og handa fullorðnum.

Viðbótarmeðferð hjá ungabörnum frá 1 mánaðar aldri að 6 mánaða aldri.

Upphaflegur meðferðarskammtur er 7 mg/kg tvisvar sinnum á sólarhring.

Með hliðsjón af klínískri svörun og þoli, má auka skammtinn í allt að 21 mg/kg tvisvar sinnum á sólarhring. Skammt má hvorki auka né minnka um meira en 7 mg/kg tvisvar sinnum á sólarhring á tveggja vikna fresti.

Nota á minnsta skammt sem virkar.

Ungabörn ættu að hefja meðferð með Levetiracetam Actavis Group 100 mg/ml mixtúru, lausn.

Ráðlagðir skammtar handa ungabörnum frá 1 mánaðar til yngri en 6 mánaða:

Þyngd

Upphafsskammtur:

Hámarksskammtur:

 

7 mg/kg tvisvar

21 mg/kg tvisvar

 

sinnum á sólarhring

sinnum á sólarhring

4 kg

28 mg (0,3 ml) tvisvar

84 mg (0,85 ml) tvisvar

 

sinnum á sólarhring

sinnum á sólarhring

5 kg

35 mg (0,35 ml) tvisvar

105 mg (1,05 ml) tvisvar

 

sinnum á sólarhring

sinnum á sólarhring

7 kg

49 mg (0,5 ml) tvisvar

147 mg (1,5 ml) tvisvar

 

sinnum á sólarhring

sinnum á sólarhring

Þrjár pakkningastærðir eru fáanlegar:

-300 ml flaska með 10 ml inntökusprautu (sem skammtar allt að 1.000 mg af levetíracetami) með kvörðun fyrir hverja 0,25 ml (svarar til 25 mg). Þessari pakkningastærð á að ávísa fyrir börn 4 ára og eldri, unglinga og fullorðna

-300 ml flaska með 3 ml inntökusprautu (sem skammtar allt að 300 mg af levetíracetami) með kvörðun fyrir hvern 0,1 ml (svarar til 10 mg). Til þess að tryggja nákvæma skömmtun, á að ávísa þessari pakkningastærð fyrir ungabörn og ung börn á aldrinum 6 mánaða til yngri en 4 ára.

-300 ml flaska með 1 ml inntökusprautu (sem skammtar allt að 100 mg af levetíracetami) með kvörðun fyrir hverja 0,05 ml (svarar til 5 mg). Til þess að tryggja nákvæma skömmtun, á að ávísa þessari pakkningastærð fyrir ungabörn á aldrinum 1 mánaðar til yngri en 6 mánaða.

Lyfjagjöf

Mixtúruna, lausnina, má þynna í glasi af vatni eða í pela og má taka hana með eða án fæðu.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða öðrum pýrrólídónafleiðum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Skert nýrnastarfsemi

Vera má að breyta þurfi skömmtum hjá sjúklingum með nýrnabilun sem fá meðferð með levetíracetami. Hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi er mælt með því að nýrnastarfsemi sé metin áður en skammtar eru ákvarðaðir (sjá kafla 4.2).

Sjálfsvíg

Greint hefur verið frá sjálfsvígum, sjálfsvígstilraunum, sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígshegðun hjá sjúklingum sem hafa verið meðhöndlaðir með flogaveikilyfjum (þar með töldu levetíracetami). Í safngreiningu á slembiröðuðum rannsóknum sem gerðar voru á flogaveikilyfjum samanborið við lyfleysu kom fram dálítið aukin hætta á sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígshegðun. Áhættuþættirnir eru ekki þekktir.

Því skal fylgjast með sjúklingum með tilliti til þunglyndis og/eða sjálfsvígshugsana og sjálfsvígshegðunar og íhuga viðeigandi meðferð. Sjúklingum (og umönnunaraðilum sjúklinga) er ráðlagt að leita til læknis ef einkenna þunglyndis og/eða sjálfsvígshugsana eða sjálfsvígshegðunar verður vart.

Börn

Fyrirliggjandi upplýsingar um börn benda ekki til áhrifa á vöxt og kynþroska. Hins vegar eru langtíma áhrif á börn hvað varðar námsgetu, vitsmuni, vöxt, starfsemi innkirtla, kynþroska og getu til barneigna ekki enn þekkt.

Hjálparefni

Levetiracetam Actavis Group 100 mg/ml mixtúra, lausn, inniheldur metýlparahýdroxýbenzóat (E218) og própýlparahýdroxýbenzóat (E216), sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum (hugsanlega síðkomnu). Það inniheldur einnig maltitól vökva; sjúklingar með arfgengt frúktósuóþol, sem er mjög sjaldgæft, eiga ekki að taka þetta lyf.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Flogaveikilyf

Upplýsingar úr klínískum rannsóknum sem gerðar voru hjá fullorðnum fyrir markaðssetningu lyfsins benda til þess að levetíracetam hafi ekki áhrif á sermisþéttni annarra flogaveikilyfja (fenýtóíns, carbamazepíns, valpróínsýru, fenóbarbitals, lamótrigíns, gabapentíns og prímidóns) og að þessi flogaveikilyf hafi ekki áhrif á lyfjahvörf levetíracetams.

Eins og hjá fullorðnum liggja ekki fyrir neinar vísbendingar um klínískt mikilvægar milliverkanir við önnur lyf hjá börnum sem fengu allt að 60 mg/kg/dag skammt af levetíracetami.

Aftursýnt mat á lyfjahvarfamilliverkunum hjá börnum og unglingum með flogaveiki (4 til 17 ára) staðfesti, að viðbótarmeðferð með levetíracetami til inntöku hafði ekki áhrif á jafnvægisþéttni carbamazepíns og valpróats í sermi þegar þessi lyf voru gefin samtímis. Hins vegar benda upplýsingar til 20% meiri úthreinsunar levetíracetams hjá börnum sem nota ensímhvetjandi flogaveikilyf. Ekki þarf að breyta skammti.

Próbenesíð

Sýnt hefur verið fram á að probenecid (500 mg fjórum sinnum á sólarhring), lyf sem hindrar nýrnapípluseytingu, hamlar úthreinsun aðalumbrotsefnisins um nýru en hamlar ekki úthreinsun levetíracetams. Samt sem áður helst þéttni þessa umbrotsefnis lág.

Metótrexat

Greint hefur verið frá því að samhliða gjöf levetíracetams og metótrexats minnkar úthreinsun metótrexats, sem leiðir af sér að þéttni metótrexats í blóði eykst/lengist í gildi sem kunna að valda eitrun. Fylgjast skal vel með þéttni metótrexats og levetíracetams í blóði hjá sjúklingnum sem fá samhliðameðferð með lyfjunum.

Getnaðarvarnarlyf til inntöku og aðrar lyfjahvarfamilliverkanir

Levetíracetam 1.000 mg á sólarhring hafði ekki áhrif á lyfjahvörf getnaðarvarnarlyfja til inntöku (etinýlestradíól og levónorgestrel); kennistærðir innkirtla (gulbúsörvandi hormón og prógesterón) breyttust ekki. Levetíracetam 2.000 mg á sólarhring hafði ekki áhrif á lyfjahvörf digoxíns og warfaríns; prótrombíntímar breyttust ekki. Samhliða notkun digoxíns, getnaðarvarnalyfja til inntöku og warfaríns hafði ekki áhrif á lyfjahvörf levetíracetams.

Hægðalyf

Greint hefur verið frá einstökum tilvikum af minnkaðri verkun levetiracetams þegar osmótíska hægðalyfið makrógól er gefið til inntöku samtímis levetiracetami. Þess vegna á ekki að taka makrógól til inntöku einni klukkustund fyrir eða eftir inntöku levetiracetams.

Fæða og áfengi

Fæða hafði ekki áhrif á það magn levetíracetams sem frásogaðist, en lítið eitt dró úr frásogshraða. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um milliverkanir levetíracetams við áfengi.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Eftir að lyfið kom á markað hafa verið skráðar upplýsingar úr nokkrum framskyggnum meðgönguskrám um útkomu úr meðgöngu hjá yfir 1.000 konum sem fengu einlyfjameðferð með levetiracetami á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Yfir heildina benda þessar niðurstöður ekki til umtalsvert aukinnar hættu á mikilli meðfæddri vansköpun þó ekki sé hægt að útiloka að fullu hættu á

vansköpunarvaldandi áhrifum. Meðferð með mörgum flogaveikilyfjum er tengd við meiri hættu á meðfæddri vansköpun heldur en einlyfjameðferð og þess vegna skal íhuga einlyfjameðferð. Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á eituráhrif á æxlun (sjá kafla 5.3).

Ekki er mælt með notkun Levetiracetam Actavis Group á meðgöngu eða handa konum á barneignaraldri sem ekki nota getnaðarvarnir nema í klínískri nauðsyn.

Lífeðlisfræðilegar breytingar á meðgöngu haft áhrif á þéttni levetíracetams. Minnkuð þéttni levetíracetams í plasma hefur verið merkjanleg á meðgöngu. Minnkunin er mest síðustu 3 mánuði meðgöngunnar (allt að 60% af upphafsþéttni fyrir meðgöngu). Tryggja skal viðeigandi klíníska meðferð hjá konum sem eru meðhöndlaðar með levetíracetami

á meðgöngu. Rof á meðferð flogaveikilyfja getur leitt til versnunar sjúkdómsins, sem gæti verið skaðlegt móðurinni og fóstrinu.

Brjóstagjöf

Levetíracetam skilst út í brjóstamjólk. Því er ekki mælt með brjóstagjöf. Hins vegar ef meðferð með levetíracetam er nauðsynleg meðan á brjóstagjöf stendur á að meta ávinning/áhættu af meðferðinni með mikilvægi brjóstagjafar í huga.

Frjósemi

Ekki komu fram nein áhrif á frjósemi í dýrarannsóknum (sjá kafla 5.3). Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir, hugsanleg hætta fyrir menn er ekki þekkt.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Levetíracetam hefur væg eða miðlungs mikil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Vegna hugsanlegs breytileika í næmi einstaklinga, gætu sumir sjúklingar fundið fyrir svefnhöfga eða öðrum einkennum tengdum miðtaugakerfi, einkum í upphafi meðferðar eða í kjölfar þess að skammtar eru auknir. Því er mælt með að þessir einstaklingar gæti varúðar við verk sem krefjast sérstakrar hæfni, t.d. akstur ökutækja eða notkun véla. Ráðleggja skal sjúklingum að stunda hvorki akstur né notkun véla fyrr en fyrir liggur að geta þeirra til slíkra verka sé ekki skert.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisþáttum

Þær aukaverkanir sem oftast voru tilkynntar voru nefkoksbólga, svefnhöfgi, höfuðverkur, þreyta og sundl. Upplýsingar um aukaverkanir, sem koma fram hér fyrir neðan, eru byggðar á heildargreiningu á klínískum samanburðarrannsóknum með lyfleysu með öllum ábendingum sem voru rannsakaðar, með þátttöku alls 3.416 sjúklinga, sem meðhöndlaðir voru með levetricetami. Til viðbótar þessum upplýsingum eru upplýsingar úr tilsvarandi framhaldsrannsóknum og upplýsingar sem fengist hafa við reynslu eftir markaðssetningu. Öryggisupplýsingar um levetiracetam eru almennt svipaðar hjá öllum aldurshópum (fullorðnum sjúklingum og börnum) og við notkun við öllum samþykktum ábendingum flogaveiki.

Listi yfir aukaverkanir

Aukaverkanir sem greint var frá í klínískum rannsóknum (hjá fullorðnum, unglingum, börnum og ungabörnum > 1 mánaðar) og sem komið hafa fram eftir markaðssetningu lyfsins eru taldar upp eftir líffærakerfum og tíðni í eftirfarandi töflu. Aukaverkanir eru taldar upp eftir minnkandi alvarleika og tíðnin er skilgreind á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000) og koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000).

 

 

 

Tíðniflokkar

 

Líffærakerfi

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

 

algengar

 

 

 

Sýkingar af

Nefkoks-

 

 

Sýking

völdum sýkla

bólga

 

 

 

og sníkjudýra

 

 

 

 

Blóð og eitlar

 

 

Blóðflagnafæð,

Blóðfrumnafæð,

 

 

 

hvítfrumnafæð

hlutleysis-

 

 

 

 

kyrningafæð,

 

 

 

 

kyrningahrap

Ónæmiskerfi

 

 

 

Lyfjaviðbrögð með

 

 

 

 

eósínfíklafjöld og

 

 

 

 

altækum einkennum

 

 

 

 

(DRESS), ofnæmi

 

 

 

 

(þ.m.t. ofnæmisbjúgur

 

 

 

 

og bráðaofnæmi)

Efnaskipti og

 

Lystarleysi

Þyngdartap,

Blóðnatríumlækkun

næring

 

 

þyngdaraukning

 

Geðræn

 

Þunglyndi, óvild/

Tilraunir til sjálfsvígs,

Sjálfsvíg, persónu-

vandamál

 

árásargirni, kvíði,

sjálfsvígshugsanir, geðrof

leikabreytingar,

 

 

svefnleysi, tauga-

(psychotic disorder),

óeðlilegur

 

 

óstyrkur/skapstyggð

afbrigðileg hegðun,

þankagangur

 

 

 

ofskynjanir, reiði,

 

 

 

 

ruglástand,

 

 

 

 

tilfinningasveiflur/

 

 

 

 

skapsveiflur, æsingur

 

Taugakerfi

Svefnhöfgi,

Krampar,

Minnisleysi,

Fettu- og

 

höfuð-

jafnvægistruflanir, sundl,

minnisskerðing, skortur á

brettuhreyfingar

 

verkur

svefndrungi, skjálfti

samhæfingu/ ósamhæfðar

(choreoathetosis),

 

 

 

hreyfingar (ataxia),

hreyfingatregða,

 

 

 

náladofi, truflanir á athygli

ofhreyfingar

Augu

 

 

Tvísýni, þokusýn

 

Eyru og

 

Svimi

 

 

völundarhús

 

 

 

 

Öndunarfæri,

 

Hósti

 

 

brjósthol og

 

 

 

 

miðmæti

 

 

 

 

Meltingarfæri

 

Kviðverkir, niðurgangur,

 

Brisbólga

 

 

meltingartruflun,

 

 

 

 

uppköst, ógleði

 

 

Lifur og gall

 

 

Óeðlilegar niðurstöður úr

Lifrarbilun, lifrarbólga

 

 

 

lifrarrannsóknum

 

Húð og

 

Útbrot

Hárlos, exem, kláði

Eitrunardrep í

undirhúð

 

 

 

húðþekju, Stevens-

 

 

 

 

Johnson heilkenni,

 

 

 

 

regnbogaroðasótt

Stoðkerfi og

 

 

Vöðva slappleiki,

 

stoðvefur

 

 

vöðvaverkir

 

Almennar

 

Þróttleysi/þreyta

 

 

aukaverkanir

 

 

 

 

og

 

 

 

 

aukaverkanir

 

 

 

 

á íkomustað

 

 

 

 

Áverkar og

 

 

Áverkar

 

eitranir

 

 

 

 

(1) Aukaverkun bætt við, sem komið hafa fram við notkun eftir markaðssetningu.

(2)

Lýsing á völdum aukaverkunum

Hættan á lystarleysi er meiri þegar levetíracetem er gefið samtímis tópíramati. Í nokkrum tilvikum kom í ljós að hárlos gekk til baka þegar notkun levetíracetams var hætt. Beinmergsbæling

greindist í sumum tilfellum blóðfrumnafæðar.

Börn

Í heild hafa 190 sjúklingar, frá 1 mánaðar að 4 ára aldri, verið meðhöndlaðir með levetiracetami í samanburðarrannsóknum með lyfleysu og framhaldsrannsóknum, sem ekki voru blindar. Sextíu þessara sjúklinga voru meðhöndlaðir með levetiracetami í samanburðarrannsóknum með lyfleysu. Í heild hafa 645 sjúklingar, á aldrinum 4-16 ára, verið meðhöndlaðir með levetiracetami í samanburðarrannsóknum með lyfleysu og framhaldsrannsóknum, sem ekki voru blindar. Af þessum sjúklingum voru 233 meðhöndlaðir með levetiracetami í samanburðarrannsóknum með lyfleysu. Til viðbótar þessum upplýsingum varðandi báða þessa aldurshópa barna eru upplýsingar sem komið hafa fram við notkun levetiracetam eftir markaðssetningu.

Til viðbótar var 101 ungbarn yngra en 12 mánaða útsett í öryggisrannsóknum eftir markaðssetningu. Ekki komu fram neinar nýjar upplýsingar um öryggi levetíracetams hjá ungbörnum yngri en

12 mánaða sem voru með flogaveiki.

Aukaverkanir levetiracetam eru almennt svipaðar milli aldurshópa og eru almennt svipaðar hjá öllum aldurshópum og við notkun við öllum samþykktum ábendingum við flogaveiki.

Öryggisniðurstöður varðandi börn í klínískum samanburðarrannsóknum með lyfleysu voru í samræmi við öryggi við notkun levetiracetam hjá fullorðnum, nema varðandi aukaverkanir tengdar hegðun og geðrænum vandamálum, sem voru algengari hjá börnum en fullorðnum. Hjá börnum og unglingum á aldrinum 4-16 ára voru uppköst (mjög algeng, 11,2%), æsingur (algeng, 3,4%), skapsveiflur (algeng, 2,1%), tilfinningalegt ójafnvægi (algeng, 1,7%), árásargirni (algeng, 8,2%), afbrigðileg hegðum (algeng, 5,6%) og svefndrungi (algeng, 3,9%) oftar tilkynnt en hjá öðrum aldurshópum eða hjá heildarþýði. Hjá ungabörnum og börnum frá 1 mánaðar aldri að 4 ára aldri, voru skapstyggð (mjög algeng, 11,7%) skortur á samhæfingu (algeng, 3,3%) oftar tilkynnt en hjá öðrum aldurshópum eða hjá heildarþýði.

Í tvíblindri samanburðarrannsókn með lyfleysu á öryggi hjá börnum, sem hönnuð var til að sýna fram á jafngildi (non-inferiority), voru vitsmunaþroski og taugasálfræðileg áhrif levetíracetams metin hjá börnum, á aldrinum 4 til 16 ára, með hlutaflog. Niðurstöður sýndu að levetíracetam væri ekki frábrugðið (heldur jafngilt) lyfleysu með tilliti til breytinga frá upphafi rannsóknarinnar samkvæmt mælikvarða á athygli og minni og sjónrænu minnisprófi (Leiter-R Attention and Memory, Memory Screen Composite score) hjá þýðinu sem meðhöndlað var samkvæmt rannsóknaráætluninni. Niðurstöður mælinga samkvæmt staðlaðri og kerfisbundinni leið með viðurkenndri aðferð við að meta hegðun og tilfinningaþroska (spurningalisti varðandi atferli og tilfinningar barna og unglinga (CBCL – Achenbach Child Behavior Checklist)) gáfu til kynna versnun árásargirni hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með levetíracetami. Hins vegar, urðu sjúklingar sem notuðu levetíracetam til langs tíma, í opinni langtíma eftirfylgnirannsókn, ekki varir við versnun á atferli og tilfinningum, að meðaltali, einkum voru niðurstöður mælinga á árásargirni ekki síðri en niðurstöður mælinga í upphafi rannsóknar.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Einkenni

Svefnhöfgi, æsingur, árásargirni, minnkuð meðvitund, öndunarslæving og dá hafa sést við ofskammtanir levetíracetams.

Meðhöndlun ofskömmtunar

Eftir bráða ofskömmtun, má tæma magann með magaskolun eða með því að framkalla uppköst. Ekkert sértækt mótefni er til gegn levetíracetami. Meðferð við ofskömmtun fer því eftir einkennum og getur falið í sér blóðskilun. Skilvirkni skilunar til úthreinsunar levetíracetams er 60% og 74% fyrir aðal- umbrotsefni þess.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Flogaveikilyf, önnur flogaveikilyf, ATC flokkur: N03AX14.

Virka efnið, levetíracetam, er pýrrólídónafleiða (S-handhverfa α-etýl-2-oxó-1-pýrrólídín acetamíðs), sem er efnafræðilega óskylt virkum efnum flogaveikilyfja sem nú eru notuð.

Verkunarháttur

Enn sem komið er hefur verkunarháttur levetíracetams ekki verið skýrður að fullu. Rannsóknir in vitro og in vivo benda til þess að levetíracetam hafi ekki áhrif á grunneiginleika frumna og venjulegan taugaboðflutning.

Í rannsóknum in vitro hefur komið í ljós, að levetíracetam hefur áhrif á þéttni Ca2+ í taugum með því að hamla að hluta til Ca2+ rafboðum af gerð N og með því að draga úr losun Ca2+ úr forða í taugum. Auk þessa snýr það að hluta til við minnkun á rafboðum um GABA- og glýsínhlið af völdum zínks og β-karbólína. Enn fremur hefur komið í ljós í rannsóknum in vitro, að levetíracetam binst sértækum stað í heilavef nagdýra. Þessi bindistaður er prótein 2A í taugamótablöðrum, sem talið er að sé bendlað við samruna blaðra og losun taugaboðefnis úr frumum. Levetíracetam og skyldar hliðstæður sýna vaxandi sækni í að bindast próteini 2A í taugamótablöðrum sem er í samræmi við hæfni þeirra til að koma í veg fyrir hljóðflog í músum. Þessar niðurstöður benda til þess að milliverkanir milli levetíracetams og próteins 2A í taugamótablöðrum virðist eiga þátt í að skýra verkun lyfsins á flog.

Lyfhrif

Í ýmsum dýramódelum eykur levetíracetam vernd gegn hlutaflogum og frumkomnum alflogum án þess að hafa krampavaldandi áhrif í byrjun (pro-convulsant effect). Aðalumbrotsefnið er óvirkt. Hjá mönnum hefur virkni á bæði sjúkdómsmyndir hlutafloga og alfloga (flogalík flogaboð [epileptiform discharge]/ljósviðbragðaköst) staðfest breiða lyfjafræðilega verkun levetíracetams.

Verkun og öryggi

Meðferð með öðrum lyfjum, við hlutaflogum með eða án síðkominna alfloga hjá fullorðnum, unglingum, börnum og ungabörnum frá 1 mánaðar aldri með flogaveiki.

Hjá fullorðnum hefur verið sýnt fram á verkun levetíracetams í 3 tvíblindum samanburðarrannsóknum með lyfleysu, þar sem gefin voru 1.000 mg, 2.000 mg eða 3.000 mg/sólarhring, skipt í 2 skammta, í allt að 18 vikna meðferð. Í greiningu á sameinuðum upplýsingum var hlutfall sjúklinga sem miðað við upphafsgildi náði að minnsta kosti 50% fækkun hlutafloga á viku við stöðugan skammt (12/14 vikur) 27,7%, 31,6% og 41,3% fyrir sjúklinga sem fengu levetíracetam 1.000 mg, 2.000 mg eða 3.000 mg, tilgreint í sömu röð og 12,6% fyrir sjúklinga sem fengu lyfleysu.

Börn

Hjá börnum (4 til 16 ára) var sýnt fram á verkun levetíracetams í tvíblindri samanburðarrannsókn með lyfleysu, sem 198 sjúklingar tóku þátt í og meðferðin stóð yfir í 14 vikur. Í þessari rannsókn fengu sjúklingarnir staðlaðan skammt af levetíracetami sem var 60 mg/kg/sólarhring (skipt í tvo skammta á sólarhring).

Hlutfall sjúklinga sem miðað við upphafsgildi náðu að minnsta kosti 50% fækkun hlutafloga á viku var 44,6% fyrir þá sem fengu levetíracetam og 19,6% fyrir þá sem fengu lyfleysu. Við áframhaldandi langtíma meðferð voru 11,4% sjúklinga án floga í að minnsta kosti 6 mánuði og 7,2% sjúklinganna voru án floga í að minnsta kosti 1 ár.

Sýnt var fram á verkun levetíracetams hjá börnum (1 mánaðar og yngri en 4 ára), í tvíblindri samanburðarrannsókn með lyfleysu sem var gerð hjá 116 sjúklingum sem fengu meðferð í 5 sólarhringa. Í þessari rannsókn voru sjúklingum ávísuð 20 mg/kg, 25 mg/kg, 40 mg/kg eða

50 mg/kg, af mixtúru á sólarhring samkvæmt áætlun um skammtaaukningu miðað við aldur. Í rannsókninni voru notaðir skammtar fyrir ungabörn frá 1 mánaðar til 6 mánaða sem voru frá

20 mg/kg/sólarhring títraðir upp í 40 mg/kg/sólarhring, en fyrir ungabörn frá 6 mánaða til > 4 ára voru skammtarnir frá 25 mg/kg/sólarhring títraðir upp í 50 mg/kg/sólarhring. Heildarskammtur á sólarhring var gefinn tvisvar á sólarhring.

Helsti mælikvarðinn á verkun var hlutfallsleg svörun sjúklinga (hundraðshluti sjúklinga með að meðaltali ≥ 50% lækkun frá upphafstíðni daglegra hlutafloga) sem metin var af sama matsaðila (central reader), sem var blindaður, út frá 48 klukkustunda myndbandsheilalínuriti. Greiningin á verkun var gerð hjá 109 sjúklingum sem að minnsta kosti 24 klst. myndbandsheilalínurit hafði verið tekið af, bæði í upphafi og þegar reglubundið mat fór fram. Svörun kom fram hjá 43,6% sjúklinganna sem fengu meðferð með levetíracetami og 19,6% sjúklinganna sem fengu lyfleysu. Niðurstöðurnar voru sambærilegar milli aldurshópa. Við áframhaldandi langtímameðferð voru 8,6% sjúklinganna lausir við flog í að minnsta kosti 6 mánuði og 7,8% voru lausir við flog í að minnsta kosti 1 ár.

35 ungbörn yngri en 1 árs með hlutaflog voru útsett í klínískri samanburðarrannsókn með lyfleysu og af þeim voru einungis 13 yngri en 6 mánaða.

Einlyfjameðferð við hlutaflogum með eða án síðkominna alfloga hjá sjúklingum frá 16 ára aldri með nýgreinda flogaveiki.

Sýnt var fram á verkun levetíracetams sem einlyfjameðferðar, í tvíblindri rannsókn hjá mismunandi sjúklingahópum (parallel group) sem gerð var til að sýna fram á jafngildi (non-inferiority) við meðferð með carbamazepín forðatöflum hjá 576 sjúklingum sem voru 16 ára eða eldri með nýgreinda eða nýlega greinda flogaveiki. Sjúklingarnir urðu að vera með hlutaflog sem komu fram án áreitis eða einungis með þankippaalflog. Sjúklingum var með slembivali skipt þannig að þeir fengu annað hvort carbamazepín forðatöflur 400-1.200 mg/sólarhring eða levetíracetam 1.000-3.000 mg/sólarhring, meðferðarlengd var allt að 121 vika, háð svörun.

Sex mánaða tímabil án floga náðist hjá 73,0% sjúklinga sem fengu levetíracetam og hjá 72,8% sjúklinga sem fengu carbamazepín forðatöflur; aðlagaður óviðmiðaður munur milli meðferða var 0,2% (95% CI: -7,8 8,2). Meira en helmingur sjúklinganna var án floga í 12 mánuði (56,6% sjúklinga sem fengu levetíracetam og 58,5% þeirra sem fengu carbamazepín forðatöflur).

Í rannsókn sem endurspeglar notkun lyfsins í almennri meðferð var hægt að hætta samhliða notkun flogaveikilyfja hjá takmörkuðum fjölda sjúklinga sem svöruðu meðferð með levetíracetami ásamt öðrum lyfjum (36 fullorðnir sjúklingar af 69).

Meðferð með öðrum lyfjum, við vöðvakippaflogum hjá fullorðnum og unglingum frá 12 ára aldri með vöðvakippaflog sem koma fram á unglingsárum.

Sýnt var fram á verkun levetíracetams í tvíblindri rannsókn með samanburði við lyfleysu sem stóð í 16 vikur, hjá sjúklingum sem voru 12 ára eða eldri og voru með sjálfvakta flogaveiki með vöðvakippaflogum, í mismunandi heilkennum. Flestir sjúklinganna voru með vöðvakippaflog sem komu fram á unglingsárum.

Í þessari rannsókn var gefinn levetíracetam skammturinn 3.000 mg/sólarhring, sem skipt var í 2 skammta.

Hjá 58,3% sjúklinga sem fengu levetíracetam og 23,3% sjúklinga sem fengu lyfleysu kom fram að minnsta kosti 50% fækkun þeirra daga í hverri viku þar sem vöðvakippaflog komu fram. Við áfram- haldandi langtímameðferð voru 28,6% sjúklinga án vöðvakippafloga í að minnsta kosti 6 mánuði og 21,0% sjúklinganna voru án vöðvakippafloga í að minnsta kosti 1 ár.

Meðferð með öðrum lyfjum, við frumkomnum þankippaalflogum hjá fullorðnum og unglingum frá 12 ára aldri með sjálfvakta flogaveiki.

Sýnt var fram á verkun levetíracetams í tvíblindri rannsókn með samanburði við lyfleysu, sem stóð yfir í 24 vikur, hjá fullorðnum sjúklingum, unglingum og takmörkuðum fjölda barna sem voru með sjálfvakta flogaveiki með frumkomnum þankippaalflogum í mismunandi heilkennum (vöðvakippaflog sem komu fram á unglingsárum, brotsvif (absence seizures) sem koma fram í barnæsku, brotsvif sem koma fram á unglingsárum eða flogaveiki með flogakrömpum (grand mal) við vöknun). Í þessari rannsókn fengu fullorðnir og unglingar levetíracetam 3.000 mg/sólarhring, skipt í 2 skammta og börn fengu levetíracetam 60 mg/kg/sólarhring, skipt í 2 skammta.

Hjá 72,2% sjúklinga sem fengu levetíracetam og 45,2% sjúklinga sem fengu lyfleysu kom fram að minnsta kosti 50% fækkun frumkominna þankippaalfloga í hverri viku. Við áframhaldandi langtíma meðferð voru 47,4% sjúklinga án þankippafloga í að minnsta kosti 6 mánuði og 31,5% sjúklinganna voru án þankippafloga í að minnsta kosti 1 ár.

5.2Lyfjahvörf

Levetíracetam er mjög leysanlegt og gegndræpt efnasamband. Lyfjahvörfin eru línuleg og breytileiki hjá sama einstaklingnum og frá einum einstaklingi til annars er lítill. Engar breytingar verða á úthreinsun eftir endurtekna lyfjagjöf. Engar vísbendingar eru um breytileika á milli kynja, kynþátta eða um dægursveiflur, sem skipta máli. Lyfjahvörfin eru sambærileg hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum og sjúklingum með flogaveiki.

Vegna fullkomins og línulegs frásogs, er hægt að áætla plasmaþéttni út frá innteknum skammti levetíracetams sem mg/kg líkamsþunga. Því er engin þörf á eftirliti með plasmaþéttni levetíracetams.

Hjá fullorðnum og börnum hefur komið í ljós að marktæk fylgni er milli þéttni í munnvatni og plasma (hlutfall munnvatns-/plasmaþéttni var á bilinu 1 til 1,7 fyrir lyfjaformið töflur til inntöku og það gildir einnig fyrir lyfjaformið mixtúru, lausn frá 4 klst. eftir inntöku).

Fullorðnir og unglingar

Frásog

Levetíracetam frásogast hratt eftir inntöku. Aðgengi (absolute bioavailability) eftir inntöku er nálægt 100%.

Hámarksþéttni í plasma (Cmax) næst 1,3 klst. eftir inntöku. Þéttni við jafnvægi næst eftir tvo daga þegar lyfið er gefið tvisvar sinnum á sólarhring.

Hámarksþéttni (Cmax) er venjulega 31 μg/ml eftir stakan 1.000 mg skammt og 43 μg/ml eftir endur- tekna 1.000 mg skammta tvisvar sinnum á sólarhring.

Magn þess sem frásogast er óháð skammti og breytist ekki með fæðu.

Dreifing

Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um dreifingu í vefi hjá mönnum.

Hvorki levetíracetam né aðal umbrotsefni þess eru marktækt bundin plasmapróteinum (< 10%). Dreifingarrúmmál levetíracetams er u.þ.b. 0,5 til 0,7 l/kg, gildi sem er nálægt heildarrúmmáli líkams- vökva.

Umbrot

Umbrot levetíracetams eru ekki mikil í mönnum. Aðalumbrotin (24% af skammtinum) eru ensím- vatnsrof acetamíðhópsins. Myndun aðalumbrotsefnisins, „ucb L057“, fer ekki fram fyrir tilstilli sýtókróm P450 ísóensíma í lifur. Vatnsrof acetamíðhópsins var mælanlegt í fjölda vefja og þar á meðal í blóðfrumum. Umbrotsefnið „ucb L057“ er lyfjafræðilega óvirkt.

Tvö minniháttar umbrotsefni voru einnig skilgreind. Annað fékkst með hýdroxýltengingu pýrrólídónhringsins (1,6% af skammtinum) og hitt með opnun pýrrólídónhringsins (0,9% af skammtinum).

Önnur óskilgreind efnasambönd voru einungis um 0,6% af skammtinum.

Engin handhverfu innansameindarummyndun (enantiomeric interconversion) sást in vivo hvorki hjá levetíracetami né aðalumbrotsefni þess.

Sýnt hefur verið fram á in vitro að levetíracetam og aðalumbrotsefni þess hafa ekki hamlandi áhrif á helstu sýtókróm P450 ísóensím í lifur manna (CYP3A4, 2A6, 2C9, 2C19, 2D6, 2E1 og 1A2), glúkúrónýltransferasa (UGT1A1 og UGT1A6) og á virkni epoxíðhýdroxýlasa. Að auki hefur levetíracetam ekki áhrif á glúkúróntengingu valpróínsýru in vitro.

Í ræktun á lifrarþekjufrumum manna, hafði levetíracetam lítil eða engin áhrif á CYP1A2, SULT1E1 eða UGT1A1. Levetíracetam olli vægri örvun á CYP2B6 og CYP3A4. Niðurstöður in vitro og in vivo rannsókna á milliverkunum getnaðarvarnarlyfja til inntöku, digoxíns og warfaríns benda ekki til ensímörvunar sem máli skipti in vivo. Því er ólíklegt að levetiracetam milliverki við önnur efni, eða öfugt.

Brotthvarf

Helmingunartími í plasma fullorðinna var 7±1 klst. og breyttist hvorki með skömmtum, íkomuleiðum lyfsins né endurtekinni lyfjagjöf. Meðalgildi heildarúthreinsunar líkamans (total body clearance) var 0,96 ml/mín./kg.

Útskilnaður varð aðallega í þvagi og átti það við um að meðaltali 95% af skammtinum (u.þ.b. 93% af skammtinum voru skilin út innan 48 klst.). Útskilnaður í hægðum var einungis 0,3% af skammtinum. Uppsafnaður þvagútskilnaður levetíracetams á fyrstu 48 klst. var 66% af skammtinum og 24% af aðalumbrotsefni þess.

Úthreinsun levetíracetams um nýru er 0,6 ml/mín./kg og „ucb L057“ er 4,2 ml/mín./kg, sem bendir til þess að levetíracetam skiljist út með gaukulsíun og að það sé síðan enduruppsogað í píplum, sem og að aðalumbrotsefnið skiljist einnig út með virkri seytingu í píplum auk gaukulsíunar. Fylgni er á milli brotthvarfs levetíracetams og úthreinsunar kreatíníns.

Aldraðir

Helmingunartíminn er um 40% lengri (10 til 11 klst.) hjá öldruðum. Þetta tengist minnkaðri nýrna- starfsemi hjá þessum sjúklingahópi (sjá kafla 4.2).

Skert nýrnastarfsemi

Fylgni er á milli heildarúthreinsunar bæði levetíracetams og aðalumbrotsefnis þess og úthreinsunar kreatíníns. Því er mælt með breytingu á sólarhrings viðhaldsskömmtum Levetiracetam Actavis Group hjá sjúklingum með í meðallagi til alvarlega skerta nýrnastarfsemi í samræmi við úthreinsun kreatíníns (sjá kafla 4.2).

Helmingunartími við þvagþurrð hjá fullorðnum sjúklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi, var um 25 klst. á milli skilana en 3,1 klst. meðan á skilun stóð.

Hlutfallslegt brotthvarf levetíracetams var 51% við venjulega 4 klst. skilun.

Skert lifrarstarfsemi

Hjá einstaklingum með vægt til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi varð engin breyting, sem skiptir máli, á úthreinsun levetíracetams. Hjá flestum einstaklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi minnkaði úthreinsun levetíracetams meira en 50% vegna þess að nýrnastarfsemi var einnig skert (sjá kafla 4.2).

Börn

Börn (4 til 12 ára)

Hjá flogaveikum börnum (6 til 12 ára) var helmingunartími levetíracetams 6,0 klst. eftir gjöf staks skammts til inntöku (20 mg/kg). Heildarúthreinsunin að teknu tilliti til líkamsþyngdar (apparent body weight adjusted clearance) var u.þ.b. 30% meiri en hjá fullorðnum með flogaveiki.

Eftir endurtekna skömmtun með inntöku (20 til 60 mg/kg/sólarhring) hjá flogaveikum börnum (4 til 12 ára), frásogaðist levetíracetam hratt. Hámarksþéttni í plasma náðist 0,5 til 1,0 klst. eftir skömmtun. Línuleg og skammtaháð aukning kom í ljós hvað varðar hámarksþéttni í plasma og flatarmál undir ferli. Helmingunartími brotthvarfs var um 5 klst. Heildarúthreinsun (apparent body clearance) úr líkamanum var 1,1 ml/mín./kg.

Ungabörn og börn (1 mánaðar til 4 ára)

Eftir gjöf staks skammts (20 mg/kg) af 100 mg/ml mixtúru, lausn handa flogaveikum börnum

(1 mánaðar til 4 ára) frásogaðist levetíracetam hratt og hámarksþéttni í plasma náðist um 1 klst. eftir lyfjagjöf. Niðurstöður lyfjahvarfa bentu til þess að helmingunartími væri styttri (5,3 klst.) en hjá fullorðnum (7,2 klst.) og að úthreinsun (apparent clearance) væri hraðari (1,5 ml/mín./kg) en hjá fullorðnum (0,96 ml/mín./kg).

Ímati á lyfjahvörfum hjá hópi sjúklinga á aldrinum 1 mánaðar til 16 ára var marktæk fylgni milli líkamsþunga og úthreinsunar (úthreinsun jókst með aukinni líkamsþyngd) og dreifingarrúmmáls. Aldur hafði einnig áhrif á báða þessa þætti. Þessi áhrif voru áberandi hjá yngri ungabörnunum, minnkuðu með auknum aldri og voru orðin óveruleg við 4 ára aldur.

Íbáðum þýðisgreiningunum á lyfjahvörfum var um það bil 20% aukning á úthreinsun levetíracetams þegar það var gefið samhliða ensím-hvetjandi flogaveikilyfi.

5.3Forklínískar upplýsingar

Aðrar upplýsingar en klínískar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, byggt á hefð- bundnum rannsóknum á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum á erfðaefni og mögulegum krabbameinsvaldandi áhrifum.

Aukaverkanir, sem komu ekki fram í klínískum rannsóknum, en sáust hjá rottum og hjá músum þó í minna mæli, við skammta sem eru svipaðir meðferðarskömmtum hjá mönnum og skipta hugsanlega máli við klíníska notkun, voru lifrarbreytingar sem gefa til kynna aðlögunarsvörun eins og aukna þyngd og stækkun í miðju lifrarblaða (centrilobular hypertrophy), fituíferð og aukningu á lifrar- ensímum í plasma.

Engin skaðleg áhrif á frjósemi eða æxlun komu fram í rannsóknum á karl- og kvenkyns rottum í skömmtum sem voru allt að 1800 mg/kg/sólarhring (6-faldur ráðlagður hámarksskammtur fyrir menn þegar miðað er við mg/m2) hjá foreldrum og F1 kynslóð.

Tvær rannsóknir á fósturvísis-/fósturþroska voru gerðar á rottum með skömmtum sem voru 400, 1.200 og 3.600 mg/kg/sólarhring. Við 3.600 mg/kg/sólarhring, í annarri af tveimur rannsóknum á fósturvísis-/fósturþroska, kom fram örlítil minnkun á fósturþyngd ásamt lágmarksaukningu á afbrigðilegri beinmyndun/minni háttar frávikum. Engin áhrif komu fram á fósturvísislát og tíðni vanskapana var ekki aukin. NOAEL mörkin (No Observed Adverse Effect Level) voru

3.600 mg/kg/sólarhring fyrir ungafullar rottur (12-faldur ráðlagður hámarksskammtur fyrir menn þegar miðað er við mg/m2) og 1.200 mg/kg/sólarhring fyrir fóstur.

Fjórar rannsóknir á fósturvísis-/fósturþroska voru gerðar á kanínum með skömmtum sem voru 200, 600, 800, 1.200 og 1.800 mg/kg/sólarhring. Skammtur sem var 1.800 mg/kg/sólarhring olli umtalsverðum eiturverkunum á móður og minnkaðri fóstuþyngd sem tengdist aukinni tíðni fóstra með vansköpun á hjarta- og æðakerfi/beinum. NOAEL mörkin voru < 200 mg/kg/sólarhring fyrir móðurdýrið og 200 mg/kg/sólarhring fyrir fóstrin (samsvarar hámarksskammti fyrir menn þegar miðað er við mg/m2).

Rannsókn á þroska hjá rottum, um og eftir got, var gerð með levetíracetam skömmtum sem voru 70, 350 og 1.800 mg/kg/sólarhring. NOAEL mörkin voru ≥ 1.800 mg/kg/sólarhring fyrir F0 móðurdýrið og fyrir lifun, vöxt og þroska F1 afkvæmanna þangað til þau hættu á spena (sexfaldur ráðlagður hámarksskammtur fyrir menn þegar miðað er við mg/m2).

Rannsóknir á nýfæddum og ungum rottum og hundum leiddu í ljós að engar aukaverkanir sáust í neinum stöðluðum þroska eða þroskunar endapunktum við skammta allt að 1.800 mg/kg/sólarhring (6- 17-faldur hámarksskammtur fyrir menn þegar miðað er við mg/m2).

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Natríumsítrat

Sítrónusýrueinhýdrat

Metýlparahýdroxýbensóat (E218)

Própýlparahýdroxýbensóat (E216)

Ammoníumglyzyrrhizat

Glýserín

Glýseról (E422)

Maltitól vökvi (E965)

Acesulfamkalíum (E950)

Vínberjabragðefni (inniheldur própýlenglýkól)

Hreinsað vatn

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Eftir að pakkningin er fyrst rofin: 7 mánuðir.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

300 ml gulbrún glerflaska (tegund III) með hvítum barnaöryggistappa (pólýprópýlen) í pappaöskju sem inniheldur einnig 10 ml kvarðaða inntökusprautu (pólýprópýlen, pólýetýlen).

300 ml gulbrún glerflaska (tegund III) með hvítum barnaöryggistappa (pólýprópýlen) í pappaöskju sem inniheldur einnig 3 ml kvarðaða inntökusprautu (pólýprópýlen, pólýetýlen) og millistykki fyrir sprautuna (pólýetýlen).

300 ml gulbrún glerflaska (tegund III) með hvítum barnaöryggistappa (pólýprópýlen) í pappaöskju sem inniheldur einnig 1 ml kvarðaða inntökusprautu (pólýprópýlen, pólýetýlen) og millistykki fyrir sprautuna (pólýetýlen).

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Actavis Group PTC ehf. Reykjavíkurvegur 76-78 220 Hafnarfjörður Ísland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/11/738/001

EU/1/11/738/002

EU/1/11/738/003

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 5. desember 2011

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

{DD/MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu. Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf