Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Liprolog (insulin lispro) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A10AC04

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsLiprolog
ATC-kóðiA10AC04
Efniinsulin lispro
FramleiðandiEli Lilly Nederland B.V.

Efnisyfirlit

1.HEITI LYFS

Liprolog 100 einingar/ml, stungulyf, lausn í hettuglasi

2.INNIHALDSLÝSING

2.1Almenn lýsing

Liprolog er sæfð, tær, litlaus, vatnslausn.

2.2Innihaldslýsing

Einn ml inniheldur 100 einingar (samsvarandi 3,5mg) insúlín lispró (DNA raðbrigði framleitt í E.coli). Hvert ílát inniheldur 10 ml samsvarandi 1000 einingum af insúlín lispró.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Til meðferðar á sykursýki hjá fullorðnum og börnum sem þurfa insúlín til að viðhalda glúkósa innan viðmiðunarmarka. Liprolog er einnig ætlað til upphafsmeðferðar við sykursýki.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Læknir ákveður skammta eftir þörfum sjúklings.

Gefa má Liprolog skömmu fyrir mat. Liprolog má gefa skömmu eftir mat, ef þess gerist þörf. Liprolog skal gefið undir húð eða með insúlíndælu (sjá kafla 4.2) sem dælir insúlíni undir húð, en má einnig gefa í vöðva, þó ekki sé mælt með því. Liprolog má einnig gefa í bláæð ef nauðsyn krefur, til dæmis; til að stjórna blóðsykursmagni ef sjúklingur fær ketónblóðsýringu, bráða sjúkdóma eða við og eftir skurðaðgerðir.

Lyfið má gefa undir húð í upphandlegg, læri, sitjanda eða kvið. Skipta skal um stungustað þannig að sami stungustaður sé ekki notaður oftar en um það bil einu sinni í mánuði.

Þegar lyfið er gefið undir húð skal þess gætt að sprauta ekki Liprolog í æð. Stungustað skal ekki nudda eftir inndælingu. Sjúklingum skal kennt að sprauta sig rétt.

Eftir gjöf undir húð hefst verkun Liprolog mjög fljótt og hefur skemmri verkunartíma (2 til 5 tímar) en skjótvirkt insúlín. Þess vegna er unnt að gefa Liprolog (eða, þegar gefið er samfellt innrennsli undir húð, Liprolog hleðsluskammtur) rétt fyrir eða eftir máltíð. Verkunarlengd insúlína getur verið breytileg milli einstaklinga eða breytileg frá einu tímabili til annars hjá sama einstaklingnum. Hraðara upphaf verkunar samanborið við skjótvirk mannainsúlín er óháð stungustað. Verkunarlengd Liprolog er háð skammti, stungustað, blóðflæði, hitastigi og hreyfingu.

Í samráði við lækni er unnt að gefa Liprolog með insúlíni með lengri verkun eða súlfónýlúrealyfjum til inntöku.

Notkun Liprolog í insúlíndælu:

Einungis má nota vissar CE-merktar insúlíndælur til inndælingar á insúlín lispró. Áður en þú hefur inndælingu insúlín lispró skaltu kynna þér leiðbeiningar framleiðanda dælunnar til að fullvissa þig um að hún henti. Lestu og fylgdu leiðbeiningunum sem fylgja með insúlíndælunni. Notaðu rétta geyminn og legginn fyrir dæluna þína. Skipta á um innrennslissett (leiðslur og holnál) samkvæmt þeim upplýsingum sem eru í leiðarvísinum sem fylgir innrennslissettinu. Ef blóðsykur verður of lágur, skal dælan stöðvuð uns blóðsykurslækkunin hefur verið leiðrétt. Hafðu samband við lækninn þinn eða sjúkrahús ef endurteknar eða alvarlegar blóðsykurslækkanir eiga sér stað og þú þarft að meta hvort þú eigir að lækka skammtinn eða stöðva dæluna. Bilun í dælunni eða stíflað innrennslissett getur valdið því að blóðsykurinn hækkar skyndilega. Fylgdu leiðbeiningum frá framleiðanda dælunnar, ef grunur er um truflun á insúlínflæði og ef það er nauðsynlegt skaltu hafa samband við lækninn þinn eða sjúkrahús. Liprolog, sem er notað í insúlíndælur, má ekki blanda við nein önnur insúlín.

Insúlíngjöf í bláæð:

Þegar insúlín lispró er gefið í bláæð, skal það framkvæmt samkvæmt hefðbundnum klínískum venjum við gjöf lyfja í bláæð, til dæmis með hleðsluskammti eða með innrennslisdælu. Tíðar mælingar á þéttni blóðsykurs eru nauðsynlegar.

Innrennslislausnir með 0,1 einingar/ml til 1,0 einingar/ml þéttni af insúlín lispró í 0,9% natríumklóríð eða 5% glúkósa innrennslislyfjum eru stöðugar við stofuhita í 48 tíma. Mælt er með að innrennslisdælur sé prófaðar áður en sjúklingi er gefið innrennslislyf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir insúlín lispró eða einhverju hjálparefnanna.

Lágur blóðsykur.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Þegar sjúklingur skiptir um insúlíntegund, skal það fara fram undir eftirliti læknis. Breytingar á styrk, tegund (framleiðanda), gerð (skjótvirkt, ísóphan, zinkinsúlín, o.s.frv.), uppruna (dýra, human, human insulin analogue) og/eða framleiðsluaðferð (DNA raðbrigði samanborið við insúlín af dýrauppruna) getur valdið þörf fyrir breytta skammta. Þeir sjúklingar sem fá bæði meðallangvirkt insúlín og skjótvirkt insúlín þurfa að finna heppilegustu skammta fyrir báðar insúlíntegundirnar til að ná fram bættri blóðsykursstjórn allan sólarhringinn, einkum stjórnun á fastandi blóðsykri og á næturnar.

Dragið Liprolog sem hefur skjótari verkun fyrst upp í sprautuna, til að fyrirbyggja að langvirkt insúlín komist í hettuglasið. Blöndun insúlína fyrirfram eða rétt fyrir inndælingu skal framkvæmd samkvæmt ráðleggingum læknis. Samt sem áður skal ávallt fylgja sama reglubundna ferlinu.

Aðstæður sem geta valdið því að fyrstu einkenni um blóðsykurslækkun breytist eða verði ógreinilegri eru langvarandi sykursýki, tíðar insúlíngjafir, taugasjúkdómur af völdum sykursýki eða lyf eins og beta-blokkar.

Sumir sjúklingar sem hafa fengið lágan blóðsykur eftir að þeir hættu að nota dýrainsúlín og fóru að nota mannainsúlín í staðinn, hafa sagt að varúðareinkennin séu síður augljós eða öðruvísi þegar mannainsúlín er notað. Ef ekki er brugðist á viðeigandi hátt við hækkuðum eða lækkuðum blóðsykri getur það leitt til meðvitundarleysis, dauðadás eða dauða.

Of litlir skammtar eða brottfall úr meðferð, sérstaklega ef um er að ræða insúlínháða sykursýki, getur leitt til ofhækkunar blóðsykurs og ketónblóðsýringar, ástand sem er lífshættulegt.

Insúlínþörf getur minnkað við skerta nýrnastarfsemi. Insúlínþörf getur minnkað við skerta lifrarstarfsemi þegar dregur úr afköstum við glúkósanýmyndun og vegna minna niðurbrots insúlíns; hins vegar getur langvinn skert lifrarstarfsemi aukið insúlínþol, sem veldur aukinni insúlínþörf. Insúlínþörf getur aukist við veikindi eða andlegt álag.

Aukin hreyfing eða breytt mataræði getur einnig valdið því að breyta þurfi skömmtum. Hreyfing strax eftir mat, getur aukið hættu á of lágum blóðsykri. Lyfhrif skjótvirkrar insúlínhliðstæðu valda því að ef blóðsykursfall verður, þá getur það orðið fyrr eftir inndælingu samanborið við skjótvirk mannainsúlín.

Liprolog skal eingöngu gefið börnum, frekar en skjótvirkt insúlín (soluble insulin), þegar skjót verkun insúlíns gæti verið gagnleg. Til dæmis þegar það er gefið með máltíð.

Samhliða notkun Liprolog með pioglitazóni:

Tilkynnt hefur verið um tilfelli hjartabilunar þegar pioglitazón er notað með insúlíni, sérstaklega hjá sjúklingum með áhættuþætti sem tengjast þróun hjartabilunar. Þetta skal haft í huga ef samhliða meðferð með pioglitazóni og Liprologi er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð skal fylgjast með einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningu og vökvasöfnun (bjúg). Meðferð með pioglitazón skal stöðvuð ef vart verður við versnandi einkenni frá hjarta.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Insúlínþörf getur aukist við notkun lyfja sem hækka blóðsykur, svo sem getnaðarvarnartöflur, barksterar, skjaldkirtilshormón, danazol, beta2-örvandi lyf (t.d. rítódrín, salbútamól eða terbútalín).

Insúlínþörf getur minnkað við notkun lyfja sem lækka blóðsykur, svo sem sykursýkilyf til inntöku, salicýlöt (t.d acetýlsalicýlsýra), súlfalyf, sum þunglyndislyf (monoamín oxidasa hemlar, sérhæfðir serotonin endurupptöku hemlar), sumir ACE (angiotensin converting enzyme) hemlar (captopril, enalapril), angíótensín II viðtakablokkar, beta-blokkar, octreótíð eða áfengi.

Leita skal eftir upplýsingum hjá lækninum um milliverkanir þegar önnur lyf eru notuð samhliða með Liprolog (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Umtalsverðar upplýsingar um reynslu af notkun insúlín lispró á meðgöngu benda ekki til að insúlín lispró hafi aukaverkanir á heilsu fósturs/nýbura.

Mikilvægt er að blóðsykursstjórn sé góð hjá konum sem þurfa insúlín á meðgöngu (við insúlínháðri- eða meðgöngusykursýki). Insúlínþörf minnkar venjulega á fyrsta þriðjungi meðgöngu en eykst á öðrum og þriðja þriðjungi. Konum með sykursýki skal bent á að þær eigi að ræða við lækninn sinn ef þær verða þungaðar eða áforma barneignir. Nákvæm blóðsykursstjórn, ásamt góðri heilsu, er grundvallaratriði fyrir sykursjúkar konur á meðgöngu.

Sykursjúkar konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskömmtum, mataræði eða hvoru tveggja.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeiting og viðbragð sjúklings getur skerst vegna oflækkunar blóðsykurs. Það getur skapað hættu þar sem þessir hæfileikar eru mikilvægir (t.d. við akstur og stjórnun tækja).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar og forðast oflækkun blóðsykurs á sama tíma og þeir aka bíl. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga, sem finna lítil eða engin varúðarmerki um oflækkun blóðsykurs eða hafa fengið tíð tilfelli af oflækkun blóðsykurs. Meta skal hvort ráðlegt sé að aka bifreið í slíkum tilfellum.

4.8Aukaverkanir

Of lágur blóðsykur er algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar. Alvarleg lækkun blóðsykurs getur valdið meðvitundarleysi og í einstöku tilfellum dauða. Engin ákveðin tíðni of lágs blóðsykurs er tilgreind þar sem lágur blóðsykur er afleiðing bæði insúlínskammtsins og annarra þátta t.d. mataræðis og hreyfingar sjúklings.

Staðbundið ofnæmi hjá sjúklingum er algengt (1/100 til <1/10). Roði, þroti og kláði getur orðið við stungustað. Þessi einkenni jafna sig venjulega á nokkrum dögum eða vikum. Dæmi eru um að þessi einkenni stafi af einhverju öðru en insúlíninu, svo sem ertandi efnum í vökva sem er notaður til að hreinsa skinnið fyrir stunguna eða stungutækni er ekki nógu góð. Almennt ofnæmi fyrir insúlíni er mjög sjaldgæft (1/10.000 til <1/1.000) en getur verið mun alvarlegra. Það getur lýst sér með útbrotum um allan líkamann, öndunarerfiðleikum, hvæsandi öndun, blóðþrýstingsfalli, hröðum púls eða aukinni svitamyndun. Alvarlegt almennt ofnæmi getur verið lífshættulegt.

Fitukyrkingur getur komið fram á stungustað í sjaldgæfum tilfellum (1/1.000 til <1/100).

Tilkynnt hefur verið um bjúg í insúlínmeðferð, sérstaklega ef slæm stjórnun efnaskipta hefur batnað með aukinni insúlín meðferð.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Insúlín hafa engan skilgreindan skammt sem ofskömmtun, vegna þess að blóðsykur stjórnast af flóknu samspili insúlínmagns, framboði á glúkósa og öðrum efnaskiptum. Of lágur blóðsykur getur stafað af of mikilli insúlínvirkni miðað við fæðuinntöku og orkunotkun.

Of lágur blóðsykur getur lýst sér sem deyfð, rugl, hraður hjartsláttur, höfuðverkur, aukin svitamyndun og uppköst.

Væg lækkun blóðsykurs svarar inntöku á glúkósa eða öðrum sykri eða öðrum sætum matvörum.

Gefa má glúkagon undir húð eða í vöðva sem meðferð við meðal til alvarlegri lækkun blóðsykurs sem er fylgt eftir með inntöku á kolvetnum þegar ástand sjúklings batnar. Gefa skal sjúklingi glúkósa í æð ef hann svarar ekki glúkagoni.

Ef sjúklingur er í dauðadái, skal honum gefið glúkagon í vöðva eða undir húð. Ef sjúklingur svarar ekki glúkagongjöf eða glúkagon er ófáanlegt skal honum gefinn glúkósi í æð. Mikilvægt er að sjúklingurinn fái að borða þegar hann hefur komist til meðvitundar.

Þar sem blóðsykur getur fallið aftur eftir að sjúklingur hefur svarað blóðsykurshækkandi meðferð getur þurft að viðhalda kolvetnainntöku og eftirliti.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Skjótvirk hliðstæða mannainsúlíns, ATC flokkur: A10A B04.

Aðalverkun insúlín lispró er stjórnun glúkósaefnaskipta.

Insúlín hafa auk þess nokkra vefaukandi verkun á ýmsa vefi og ver þá gegn niðurbroti. Í vöðvum eykur það glýkógen-, fitusýru-, glýseról- og próteinframleiðslu og upptöku á amínósýrum, en dregur úr niðurbroti glýkógens, glúkósanýmyndun, ketónamyndun, fitusundrun próteinbrennslu og losun á amínósýrum.

Verkun insúlín lispró hefst nær samstundis (eftir um 15 mínútur). Þess vegna er unnt að gefa insúlín lispró nær máltíðum (0 til 15 mínútum fyrir mat) samanborið við skjótvirk insúlín (30 til 45 mínútur fyrir mat). Verkun insúlín lispró hefst fyrr og það hefur skemmri verkun (2 til 5 tímar) en skjótvirk insúlín.

Klínískar rannsóknir á sjúklingum með sykursýki af tegund 1og 2 hafa sýnt minni ofhækkun blóðsykurs eftir máltíðir með insúlín lispró samanborið við skjótvirk mannainsúlín.

Eins og með öll insúlínlyf getur verkunin verið breytileg milli einstaklinga og frá einum tíma til annars hjá sama einstakling og er háð skammti, stungustað, blóðflæði, hitastigi og hreyfingu. Eftirfarandi línurit sýnir dæmigerð lyfhrif eftir gjöf undir húð.

Blóðsykurs- lækkandi áhrif

 

 

 

 

 

 

Insulin

 

 

 

 

 

 

Lispro

 

 

 

 

 

 

Humulin R

Tími (klukkustundir)

Línuritið sýnir hlutfallslegt magn glúkósa sem gefið var á tímabilinu til að viðhalda blóðsykursgildum þátttakenda, sem næst því sem þau voru við föstu og lýsandi fyrir áhrif þessara insúlína á blóðsykursstjórnun á tímabilinu.

Gerðar hafa verið samanburðarrannsóknir á insúlín lispró við skjótvirkt insúlín hjá börnum

(61 sjúklingur á aldrinum 2 til 11 ára) og hjá börnum og unglingum (481 sjúklingur á aldrinum 9 til 19 ára). Lyfhrif insúlín lispró hjá börnum eru svipuð lyfhrifum hjá fullorðnum.

Þegar insúlín lispró er notað í innrennslisdælum undir húð hefur verið sýnt fram á lægri þéttni glýkóhemóglóbíns samanborið við skjótvirkt insúlín. Í tvíblindri víxlaðri rannsókn, lækkaði þéttni glýkóhemóglóbíns eftir 12 vikur um 0,37 prósentustig með insúlín lispró samanborið við

0,03 prósentustig með skjótvirku insúlíni (P = 0,004).

Hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 á hámarksskömmtum af súlfónýlúrealyfjum, hafa rannsóknir sýnt að ef insúlín lispró er bætt við meðferðina, lækkar HbA1c samanborið við súlfónýlúrea eitt sér. Aðrar tegundir insúlíns, t.d. skjótvirk eða meðallangvirk insúlín geta einnig lækkað HbA1c.

Klínískar rannsóknir á sjúklingum með sykursýki af tegund 1 og 2 hafa sýnt að sjúklingar fá færri tilfelli af oflækkun blóðsykurs á nóttinni með insúlín lispró samanborið við skjótvirk mannainsúlín. Sumar rannsóknir sýndu að fækkun tilfella af blóðsykursfalli að nóttu tengdist fjölgun tilfella blóðsykursfalls að degi til.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi hefur ekki áhrif á blóðsykurslækkandi áhrif insúlín lispró. Þátttakendur í samanburðarrannsókn á blóðsykurslækkandi áhrifum insúlín lispró og skjótvirks mannainsúlíns, mælt með blóðsykursþvingunarprófi, höfðu breytilega nýrnastarfsemi.

Sýnt hefur verið fram á að insúlín lispró er jafnvirkt og mannainsúlín þegar miðað er við mól/lítra, en verkunin hefst fyrr og varir skemur.

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf insúlín lispró eru dæmigerð fyrir lyf sem frásogast hratt og nær hámarki í blóði 30 til 70 mínútum eftir gjöf undir húð. Þegar lagt er mat á klínískt gildi þessa munar er rétt að skoða glúkósaumsetningarlínuritið (sjá kafla 5.1).

Insúlín lispró frásogast einnig hraðar en skjótvirkt mannainsúlín hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum, með sykursýki af tegund 2, með breytilega nýrnastarfsemi, fannst sami mismunur milli lyfjahvarfa insúlín lispró og skjótvirks insúlíns sem var óháður nýrnastarfsemi. Frásog og útskilnaður insúlín lispró var einnig hraðari samanborið við skjótvirkt insúlín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Íin vitro prófunum, sýndi insúlín lispró svipaða hegðun eins og mannainsúlín þar með talið í bindingu við viðtaka og áhrif á frumur í vexti. Rannsóknir sýna einnig að klofnun insúlín lispró og mannainsúlíns frá insúlínviðtakanum er jafngild. Engar marktækar eiturverkanir fundust í rannsóknum sem miðuðust við að finna bráðar, eins mánaðar og eins árs eiturverkanir.

Insúlín lispró olli ekki minni frjósemi, eituráhrifum á fóstur eða vansköpunum í dýrarannsóknum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

m-kresól [3,15 mg/ml] Glyseról

Tvíbasískt natríumfosfat. 7H2O Zinkoxíð

Vatn fyrir stungulyf

Saltsýra og natríumhýdroxíð eru notuð eftir þörfum til að stilla pH á 7,0-7,8.

6.2Ósamrýmanleiki

Liprolog samsetningum má ekki blanda saman við insúlín frá öðrum framleiðendum eða við dýrainsúlín. Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6.

6.3Geymsluþol

Órofin hettuglös

3 ár.

Eftir fyrstu notkun

28 dagar

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Má ekki frjósa. Verjið gegn miklum hita eða sólskini.

Órofin hettuglös

Geymið í kæli (2oC-8oC)

Eftir fyrstu notkun

Geymið í kæli (2oC-8oC) eða geymið við lægri hita en 30oC.

6.5 Gerð íláts og innihald, sérstakur búnaður til notkunar lyfsins, lyfjagjafar eða ísetningar þess

Lausnin er í hettuglösum, úr tegund I flint gleri, lokuðum með butyl eða halobutyl töppum og innsiglað með álinnsigli. Dimeticon eða silicon fleyti getur verið notað til að meðhöndla tappana.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

1 x 10 ml Liprolog hettuglas.

2 x 10 ml Liprolog hettuglös.

5 x (1 x 10 ml) Liprolog hettuglös.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Notið viðeigandi sprautu (kvörðuð með 100 eininga merkjum) með hettuglasinu.

a)Undirbúningur

Skoðaðu Liprolog lausnina. Lausnin á að vera tær og litlaus. Notið ekki Liprolog, ef lausnin er ekki tær eða ef hún er þykkfljótandi, föllituð eða ef agnir eru í lausninni.

i)Liprolog

1.Þvoðu hendurnar.

2.Þegar þú opnar nýtt hettuglas er plasthlífin fyrst losuð af, en ekki má fjarlægja tappann.

3.Blanda má saman Liprolog og insúlíni með lengri verkun, þegar sprauta á þessum tveim tegundum inn á sama tíma. Ef insúlínum er blandað saman, fylgið þá leiðbeiningum um blöndun insúlína sem fylgja hér á eftir í kafla (ii) og 6.2.

4.Dragðu loft upp í sprautuna, sem jafngildir Liprolog skammtinum sem þú átt að fá. Þurrkaðu gúmmíhimnuna á hettuglasinu með sótthreinsandi þurrku. Stingdu nálinni í gegnum gúmmítappann á Liprolog hettuglasinu og sprautaðu loftinu í glasið.

5.Snúðu hettuglasinu og sprautunni þannig að þau séu á hvolfi. Haltu hettuglasinu og sprautunni föstum með annarri hendi.

6.Gættu þess að nálaroddurinn sé í Liprolog lausninni, dragðu réttan skammt upp í sprautuna.

7.Áður en þú dregur nálina úr hettuglasinu, skaltu athuga hvort loftbólur séu í sprautunni, sem minnka magn Liprolog í henni. Ef loftbólur eru í sprautunni skaltu halda henni lóðréttri og banka létt á hlið hennar uns loftbólurnar fljóta að toppinum. Sprautaðu þeim út með stimplinum og dragðu upp réttan skammt.

8.Dragðu nálina úr hettuglasinu og leggðu sprautuna frá þér og gættu þess að nálin snerti engan hlut.

ii)Blöndun Liprolog við mannainsúlín með lengri verkun (sjá kafla 6.2)

1.Einungis má blanda Liprolog við mannainsúlín með lengri verkun samkvæmt ráðleggingum læknis.

2.Dragðu loft upp í sprautuna, sem jafngildir skammtinum af insúlíni með lengri verkun sem þú átt að fá. Stingdu nálinni í gegnum gúmmítappann á hettuglasinu sem inniheldur insúlínið með lengri verkun og sprautaðu loftinu í glasið. Dragðu nálina úr hettuglasinu.

3.Sprautaðu svo lofti í Liprolog hettuglasið á sama máta, en dragðu ekki nálina úr hettuglasinu.

4.Snúðu hettuglasinu og sprautunni þannig að þau séu á hvolfi.

5.Gættu þess að nálaroddurinn sé í Liprolog lausninni, dragðu réttan skammt af Liprolog upp í sprautuna.

6.Áður en þú dregur nálina úr hettuglasinu, skaltu athuga hvort loftbólur séu í sprautunni, sem minnka magn Liprolog í henni. Ef loftbólur eru í sprautunni skaltu halda henni lóðréttri og banka létt á hlið hennar uns loftbólurnar fljóta að toppinum. Sprautaðu þeim út með stimplinum og dragðu upp réttan skammt.

7.Dragðu nálina úr Liprolog hettuglasinu og stingdu henni í hettuglasið með insúlíninu sem hefur lengri verkun. Snúðu hettuglasinu og sprautunni þannig að þau séu á hvolfi. Haltu hettuglasinu og sprautunni föstum með annarri hendi og hristu varlega. Gættu þess að nálaroddurinn sé í insúlíninu, dragðu réttan skammt af insúlíni með lengri verkun upp í sprautuna.

8.Dragðu nálina úr hettuglasinu og leggðu sprautuna frá þér og gættu þess að nálin snerti engan hlut.

b)Innsprautun

1.Veldu stungustað.

2.Hreinsaðu húðina eins og þér hefur verið kennt.

3.Haltu húðinni strekktri eða klemmdu saman stórt húðsvæði. Stingdu nálinni inn og sprautaðu þig eins og þér hefur verið kennt.

4.Dragðu nálina út og þrýstu létt á stungustaðinn í nokkrar sekúndur. Ekki nudda svæðið.

5.Fargaðu sprautunni og nálinni á öruggan hátt.

6.Skiptu um stungustað í hvert skipti sem þú sprautar þig þannig að hver stungustaður sé ekki notaður oftar en um það bil einu sinni í mánuði.

c)Blöndun insúlína

Blandaðu ekki insúlíni í hettuglösum saman við insúlín í rörlykjum. Sjá kafla 6.2.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Eli Lilly Nederland B.V., Papendorpseweg 83, 3528 BJ Utrecht, Holland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/195/001

1 x 10 ml Liprolog hettuglas

EU/1/01/195/008

2 x 10 ml Liprolog hettuglös

EU/1/01/195/009

5 x (1 x 10 ml) Liprolog hettuglös

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. ágúst 2001

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 1. ágúst 2006

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

1.HEITI LYFS

Liprolog 100 einingar/ml, stungulyf, lausn í rörlykju

2.INNIHALDSLÝSING

2.1Almenn lýsing

Liprolog er sæfð, tær, litlaus, vatnslausn.

2.2.Innihaldslýsing

Einn ml inniheldur 100 einingar (samsvarandi 3,5mg) insúlín lispró (DNA raðbrigði framleitt í E.coli). Hvert ílát inniheldur 3 ml samsvarandi 300 einingum af insúlín lispró.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Til meðferðar á sykursýki hjá fullorðnum og börnum sem þurfa insúlín til að viðhalda glúkósa innan viðmiðunarmarka. Liprolog er einnig ætlað til upphafsmeðferðar við sykursýki.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Læknir ákveður skammta eftir þörfum sjúklings.

Gefa má Liprolog skömmu fyrir mat. Liprolog má gefa skömmu eftir mat, ef þess gerist þörf. Liprolog skal gefið undir húð eða með insúlíndælu (sjá kafla 4.2) sem dælir insúlíni undir húð, en má einnig gefa í vöðva, þó ekki sé mælt með því. Liprolog má einnig gefa í bláæð ef nauðsyn krefur, til dæmis; til að stjórna blóðsykursmagni ef sjúklingur fær ketónblóðsýringu, bráða sjúkdóma eða við og eftir skurðaðgerðir.

Lyfið má gefa undir húð í upphandlegg, læri, sitjanda eða kvið. Skipta skal um stungustað þannig að sami stungustaður sé ekki notaður oftar en um það bil einu sinni í mánuði.

Þegar lyfið er gefið undir húð skal þess gætt að sprauta ekki Liprolog í æð. Stungustað skal ekki nudda eftir inndælingu. Sjúklingum skal kennt að sprauta sig rétt.

Eftir gjöf undir húð hefst verkun Liprolog mjög fljótt og hefur skemmri verkunartíma (2-5 tímar) en skjótvirkt insúlín. Þess vegna er unnt að gefa Liprolog (eða, þegar gefið er samfellt innrennsli undir húð, Liprolog hleðsluskammtur) rétt fyrir eða eftir máltíð. Verkunarlengd insúlína getur verið breytileg milli einstaklinga eða breytileg frá einu tímabili til annars hjá sama einstaklingnum. Hraðara upphaf verkunar samanborið við skjótvirk mannainsúlín er óháð stungustað. Verkunarlengd Liprolog er háð skammti, stungustað, blóðflæði, hitastigi og hreyfingu.

Í samráði við lækni er unnt að nota Liprolog með insúlíni með lengri verkun eða súlfónýlúrealyfjum til inntöku.

Notkun Liprolog í insúlíndælu:

Einungis má nota vissar CE-merktar insúlíndælur til inndælingar á insúlín lispró. Áður en þú hefur inndælingu insúlín lispró skaltu kynna þér leiðbeiningar framleiðanda dælunnar til að fullvissa þig um að hún henti. Lestu og fylgdu leiðbeiningunum sem fylgja með insúlíndælunni. Notaðu rétta geyminn og legginn fyrir dæluna þína. Skipta á um innrennslissett (leiðslur og holnál) samkvæmt þeim upplýsingum sem eru í leiðarvísinum sem fylgir innrennslissettinu. Ef blóðsykur verður of lágur, skal dælan stöðvuð uns blóðsykurslækkunin hefur verið leiðrétt. Hafðu samband við lækninn þinn eða sjúkrahús ef endurteknar eða alvarlegar blóðsykurslækkanir eiga sér stað og þú þarft að meta hvort þú eigir að lækka skammtinn eða stöðva dæluna. Bilun í dælunni eða stíflað innrennslissett getur valdið því að blóðsykurinn hækkar skyndilega. Fylgdu leiðbeiningum frá framleiðanda dælunnar, ef grunur er um truflun á insúlínflæði og ef það er nauðsynlegt skaltu hafa samband við lækninn þinn eða sjúkrahús. Liprolog, sem er notað í insúlíndælur, má ekki blanda við nein önnur insúlín.

Insúlíngjöf í bláæð:

Þegar insúlín lispró er gefið í bláæð, skal það framkvæmt samkvæmt hefðbundnum klínískum venjum við gjöf lyfja í bláæð, til dæmis með hleðsluskammti eða með innrennslisdælu. Tíðar mælingar á þéttni blóðsykurs eru nauðsynlegar.

Innrennslislausnir með 0,1 einingar/ml til 1,0 einingar/ml þéttni af insúlín lispró í 0,9% natríumklóríð eða 5% glúkósa innrennslislyfjum eru stöðugar við stofuhita í 48 tíma. Mælt er með að innrennslisdælur sé prófaðar áður en sjúklingi er gefið innrennslislyf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir insúlín lispró eða einhverju hjálparefnanna.

Lágur blóðsykur.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Þegar sjúklingur skiptir um insúlíntegund, skal það fara fram undir eftirliti læknis. Breytingar á styrk, tegund (framleiðanda), gerð (skjótvirkt, ísóphan, zinkinsúlín, o.s.frv.), uppruna (dýra, human, human insulin analogue) og/eða framleiðsluaðferð (DNA raðbrigði samanborið við insúlín af dýrauppruna) getur valdið þörf fyrir breytta skammta. Þeir sjúklingar sem fá bæði meðallangvirkt insúlín og skjótvirkt insúlín þurfa að finna heppilegustu skammta fyrir báðar insúlíntegundirnar til að ná fram bættri blóðsykursstjórn allan sólarhringinn, einkum stjórnun á fastandi blóðsykri og á næturnar.

Aðstæður sem geta valdið því að fyrstu einkenni um blóðsykurslækkun breytist eða verði ógreinilegri eru langvarandi sykursýki, tíðar insúlíngjafir, taugasjúkdómur af völdum sykursýki eða lyf eins og beta-blokkar.

Sumir sjúklingar sem hafa fengið lágan blóðsykur eftir að þeir hættu að nota dýrainsúlín og fóru að nota mannainsúlín í staðinn, hafa sagt að varúðareinkennin séu síður augljós eða öðruvísi þegar mannainsúlín er notað. Ef ekki er brugðist á viðeigandi hátt við hækkuðum eða lækkuðum blóðsykri getur það leitt til meðvitundarleysis, dauðadás eða dauða.

Of litlir skammtar eða brottfall úr meðferð, sérstaklega ef um er að ræða insúlínháða sykursýki, getur leitt til ofhækkunar blóðsykurs og ketónblóðsýringar, ástand sem er lífshættulegt.

Insúlínþörf getur minnkað við skerta nýrnastarfsemi.

Insúlínþörf getur minnkað við skerta lifrarstarfsemi þegar dregur úr afköstum við glúkósanýmyndun og vegna minna niðurbrots insúlíns; hins vegar getur langvinn skert lifrarstarfsemi aukið insúlínþol, sem veldur aukinni insúlínþörf.

Insúlínþörf getur aukist við veikindi eða andlegt álag.

Aukin hreyfing eða breytt mataræði getur einnig valdið því að breyta þurfi skömmtum. Hreyfing strax eftir mat, getur aukið hættu á of lágum blóðsykri. Lyfhrif skjótvirkrar insúlínhliðstæðu valda því að ef blóðsykursfall verður, þá getur það orðið fyrr eftir inndælingu samanborið við skjótvirk mannainsúlín.

Ef þú notar venjulega 40 einingar/ml hettuglas, máttu ekki draga insúlín úr 100 einingar/ml rörlykju með 40 einingar/ml sprautu.

Liprolog skal eingöngu gefið börnum, frekar en skjótvirkt insúlín (soluble insulin), þegar skjót verkun insúlíns gæti verið gagnleg. Til dæmis þegar það er gefið með máltíð.

Samhliða notkun Liprolog með pioglitazóni:

Tilkynnt hefur verið um tilfelli hjartabilunar þegar pioglitazón er notað með insúlíni, sérstaklega hjá sjúklingum með áhættuþætti sem tengjast þróun hjartabilunar. Þetta skal haft í huga ef samhliða meðferð með pioglitazóni og Liprologi er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð skal fylgjast með einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningu og vökvasöfnun (bjúg). Meðferð með pioglitazón skal stöðvuð ef vart verður við versnandi einkenni frá hjarta.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hverja rörlykju fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál á lyfjapennanum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Insúlínþörf getur aukist við notkun lyfja sem hækka blóðsykur, svo sem getnaðarvarnartöflur, barksterar, skjaldkirtilshormón, danazol, beta2-örvandi lyf (t.d. rítódrín, salbútamól eða terbútalín).

Insúlínþörf getur minnkað við notkun lyfja sem lækka blóðsykur, svo sem sykursýkilyf til inntöku, salicýlöt (t.d acetýlsalicýlsýra), súlfalyf, sum þunglyndislyf (monoamín oxidasa hemlar, sérhæfðir serotonin endurupptöku hemlar), sumir ACE (angiotensin converting enzyme) hemlar (captopril, enalapril), angíótensín II viðtakablokkar, beta-blokkar, octreótíð eða áfengi.

Leita skal eftir upplýsingum hjá lækninum um milliverkanir þegar önnur lyf eru notuð samhliða með Liprolog (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Umtalsverðar upplýsingar um reynslu af notkun insúlín lispró á meðgöngu benda ekki til að insúlín lispró hafi aukaverkanir á heilsu fósturs/nýbura.

Mikilvægt er að blóðsykursstjórn sé góð hjá konum sem þurfa insúlín á meðgöngu (við insúlínháðri- eða meðgöngusykursýki). Insúlínþörf minnkar venjulega á fyrsta þriðjungi meðgöngu en eykst á öðrum og þriðja þriðjungi. Konum með sykursýki skal bent á að þær eigi að ræða við lækninn sinn ef þær verða þungaðar eða áforma barneignir. Nákvæm blóðsykursstjórn, ásamt góðri heilsu, er grundvallaratriði fyrir sykursjúkar konur á meðgöngu.

Sykursjúkar konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskömmtum, mataræði eða hvoru tveggja.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeiting og viðbragð sjúklings getur skerst vegna oflækkunar blóðsykurs. Það getur skapað hættu þar sem þessir hæfileikar eru mikilvægir (t.d. við akstur og stjórnun tækja).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar og forðast oflækkun blóðsykurs á sama tíma og þeir aka bíl. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga, sem finna lítil eða engin varúðarmerki um oflækkun blóðsykurs eða hafa fengið tíð tilfelli af oflækkun blóðsykurs. Meta skal hvort ráðlegt sé að aka bifreið í slíkum tilfellum.

4.8Aukaverkanir

Of lágur blóðsykur er algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar. Alvarleg lækkun blóðsykurs getur valdið meðvitundarleysi og í einstöku tilfellum dauða. Engin ákveðin tíðni of lágs blóðsykurs er tilgreind þar sem lágur blóðsykur er afleiðing bæði insúlínskammtsins og annarra þátta t.d. mataræðis og hreyfingar sjúklings.

Staðbundið ofnæmi hjá sjúklingum er algengt (1/100 til <1/10). Roði, þroti og kláði getur orðið við stungustað. Þessi einkenni jafna sig venjulega á nokkrum dögum eða vikum. Dæmi eru um að þessi einkenni stafi af einhverju öðru en insúlíninu, svo sem ertandi efnum í vökva sem er notaður til að hreinsa skinnið fyrir stunguna eða stungutækni er ekki nógu góð. Almennt ofnæmi fyrir insúlíni er mjög sjaldgæft (1/10.000 til <1/1.000) en getur verið mun alvarlegra. Það getur lýst sér með útbrotum um allan líkamann, öndunarerfiðleikum, hvæsandi öndun, blóðþrýstingsfalli, hröðum púls eða aukinni svitamyndun. Alvarlegt almennt ofnæmi getur verið lífshættulegt.

Fitukyrkingur getur komið fram á stungustað í sjaldgæfum tilfellum (1/1.000 til <1/100).

Tilkynnt hefur verið um bjúg í insúlínmeðferð, sérstaklega ef slæm stjórnun efnaskipta hefur batnað með aukinni insúlín meðferð.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Insúlín hafa engan skilgreindan skammt sem ofskömmtun, vegna þess að blóðsykur stjórnast af flóknu samspili insúlínmagns, framboði á glúkósa og öðrum efnaskiptum. Of lágur blóðsykur getur stafað af of mikilli insúlínvirkni miðað við fæðuinntöku og orkunotkun.

Of lágur blóðsykur getur lýst sér sem deyfð, rugl, hraður hjartsláttur, höfuðverkur, aukin svitamyndun og uppköst.

Væg lækkun blóðsykurs svarar inntöku á glúkósa eða öðrum sykri eða öðrum sætum matvörum.

Gefa má glúkagon undir húð eða í vöðva sem meðferð við meðal til alvarlegri lækkun blóðsykurs sem er fylgt eftir með inntöku á kolvetnum þegar ástand sjúklings batnar. Gefa skal sjúklingi glúkósa í æð ef hann svarar ekki glúkagoni.

Ef sjúklingur er í dauðadái, skal honum gefið glúkagon í vöðva eða undir húð. Ef sjúklingur svarar ekki glúkagongjöf eða glúkagon er ófáanlegt skal honum gefinn glúkósi í æð. Mikilvægt er að sjúklingurinn fái að borða þegar hann hefur komist til meðvitundar.

Þar sem blóðsykur getur fallið aftur eftir að sjúklingur hefur svarað blóðsykurshækkandi meðferð getur þurft að viðhalda kolvetnainntöku og eftirliti.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Skjótvirk hliðstæða mannainsúlíns, ATC flokkur: A10A B04.

Aðalverkun insúlín lispró er stjórnun glúkósaefnaskipta.

Insúlín hafa auk þess nokkra vefaukandi verkun á ýmsa vefi og ver þá gegn niðurbroti. Í vöðvum eykur það glýkógen-, fitusýru-, glýseról- og próteinframleiðslu og upptöku á amínósýrum, en dregur úr niðurbroti glýkógens, glúkósanýmyndun, ketónamyndun, fitusundrun próteinbrennslu og losun á amínósýrum.

Verkun insúlín lispró hefst nær samstundis (eftir um 15 mínútur). Þess vegna er unnt að gefa insúlín lispró nær máltíðum (0 til 15 mínútum fyrir mat) samanborið við skjótvirk insúlín (30 til 45 mínútur fyrir mat). Verkun insúlín lispró hefst fyrr og það hefur skemmri verkun (2 til 5 tímar) en skjótvirk insúlín.

Klínískar rannsóknir á sjúklingum með sykursýki af tegund 1 og 2 hafa sýnt minni ofhækkun blóðsykurs með insúlín lispró samanborið við skjótvirk mannainsúlín.

Eins og með öll insúlínlyf getur verkunin verið breytileg milli einstaklinga og frá einum tíma til annars hjá sama einstakling og er háð skammti, stungustað, blóðflæði, hitastigi og hreyfingu. Eftirfarandi línurit sýnir dæmigerð lyfhrif eftir gjöf undir húð.

Blóðsykurs- lækkandi áhrif

 

 

 

 

 

 

Insulin

 

 

 

 

 

 

Lispro

 

 

 

 

 

 

Humulin R

Tími (klukkustundir)

Línuritið sýnir hlutfallslegt magn glúkósa sem gefið var á tímabilinu til að viðhalda blóðsykursgildum þátttakenda, sem næst því sem þau voru við föstu og lýsandi fyrir áhrif þessara insúlína á blóðsykursstjórnun á tímabilinu.

Gerðar hafa verið samanburðarrannsóknir á insúlín lispró við skjótvirkt insúlín hjá börnum

(61 sjúklingur á aldrinum 2 til 11 ára) og hjá börnum og unglingum (481 sjúklingur á aldrinum 9 til 19 ára). Lyfhrif insúlín lispró hjá börnum eru svipuð lyfhrifum hjá fullorðnum.

Þegar insúlín lispró er notað í innrennslisdælum undir húð hefur verið sýnt fram á lægri þéttni glýkóhemóglóbíns samanborið við skjótvirkt insúlín. Í tvíblindri víxlaðri rannsókn, lækkaði þéttni glýkóhemóglóbíns eftir 12 vikur um 0,37 prósentustig með insúlín lispró samanborið við

0,03 prósentustig með skjótvirku insúlíni (P = 0,004).

Hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 á hámarksskömmtum af súlfónýlúrealyfjum, hafa rannsóknir sýnt að ef insúlín lispró er bætt við meðferðina, lækkar HbA1c samanborið við súlfónýlúrea eitt sér. Aðrar tegundir insúlíns, t.d. skjótvirk eða meðallangvirk insúlín geta einnig lækkað HbA1c.

Klínískar rannsóknir á sjúklingum með sykursýki af tegund 1 og 2 hafa sýnt að sjúklingar fá færri tilfelli af oflækkun blóðsykurs á nóttinni með insúlín lispró samanborið við skjótvirk mannainsúlín. Sumar rannsóknir sýndu að fækkun tilfella af blóðsykursfalli að nóttu tengdist fjölgun tilfella blóðsykursfalls að degi til.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi hefur ekki áhrif á blóðsykurslækkandi áhrif insúlín lispró. Þátttakendur í samanburðarrannsókn á blóðsykurslækkandi áhrifum insúlín lispró og skjótvirks mannainsúlíns, mælt með blóðsykursþvingunarprófi, höfðu breytilega nýrnastarfsemi.

Sýnt hefur verið fram á að insúlín lispró er jafnvirkt og mannainsúlín þegar miðað er við mól/lítra, en verkunin hefst fyrr og varir skemur.

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf insúlín lispró eru dæmigerð fyrir lyf sem frásogast hratt og nær hámarki í blóði 30 til 70 mínútum eftir gjöf undir húð. Þegar lagt er mat á klínískt gildi þessa munar er rétt að skoða glúkósaumsetningarlínuritið (sjá kafla 5.1).

Insúlín lispró frásogast einnig hraðar en skjótvirkt mannainsúlín hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum, með sykursýki af tegund 2, með breytilega nýrnastarfsemi, fannst sami mismunur milli lyfjahvarfa insúlín lispró og skjótvirks insúlíns sem var óháður nýrnastarfsemi. Frásog og útskilnaður insúlín lispró var einnig hraðari samanborið við skjótvirkt insúlín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Íin vitro prófunum, sýndi insúlín lispró svipaða hegðun eins og mannainsúlín þar með talið í bindingu við viðtaka og áhrif á frumur í vexti. Rannsóknir sýna einnig að klofnun insúlín lispró og mannainsúlíns frá insúlínviðtakanum er jafngild. Engar marktækar eiturverkanir fundust í rannsóknum sem miðuðust við að finna bráðar, eins mánaðar og eins árs eiturverkanir.

Insúlín lispró olli ekki minni frjósemi, eituráhrifum á fóstur eða vansköpunum í dýrarannsóknum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

m-kresól [3,15 mg/ml] Glyseról

Tvíbasískt natríumfosfat. 7H2O Zinkoxíð

Vatn fyrir stungulyf

Saltsýra og natríumhýdroxíð eru notuð eftir þörfum að stilla pH á 7,0-7,8.

6.2Ósamrýmanleiki

Liprolog samsetningum má ekki blanda saman við insúlín frá öðrum framleiðendum eða við dýrainsúlín.

6.3Geymsluþol

Ónotuð rörlykja

3 ár.

Eftir innsetningu rörlykju

28 dagar

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Ónotuð rörlykja

Geymið í kæli (2°C – 8°C). Má ekki frjósa. Verjið gegn miklum hita eða sólskini.

Eftir innsetningu á rörlykju

Geymið við lægri hita en 30oC. Má ekki geyma í kæli. Geymið ekki lyfjapenna með rörlykju með nálinni áfastri.

6.5 Gerð íláts og innihald, sérstakur búnaður til notkunar lyfsins, lyfjagjafar eða ísetningar þess

Lausnin er í rörlykjum, úr tegund I flint gleri, lokuðum með butyl eða halobutyl töppum og stimpilkollum og innsiglað með álinnsigli. Dimeticon eða silicon fleyti getur verið notað til að meðhöndla stimpla rörlykjunnar og/eða gler rörlykjunnar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

5 x 3 ml Liprolog rörlykjur fyrir 3 ml penna

2 x (5 x 3 ml) Liprolog rörlykjur fyrir 3 ml penna

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hverja rörlykju fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál á lyfjapennanum.

Notið Liprolog rörlykjurnar með CE-merktum penna samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda pennans.

a)Undirbúningur

Skoðaðu Liprolog lausnina. Lausnin á að vera tær og litlaus. Notið ekki Liprolog, ef lausnin er ekki tær eða ef hún er þykkfljótandi, föllituð eða ef agnir eru í lausninni.

Eftirfarandi eru almennar leiðbeiningar. Fylgið leiðbeiningum frá framleiðanda pennans þegar rörlykja er sett í pennann, nál sett á og við gjöf insúlíns.

b)Innsprautun

1.Þvoðu hendurnar.

2.Veldu stungustað.

3.Hreinsaðu húðina eins og þér hefur verið kennt.

4.Fjarlægðu ytri nálarhettuna.

5.Haltu húðinni strekktri eða klemmdu saman stórt húðsvæði. Stingdu nálinni í húðina eins og þér hefur verið kennt.

6.Þrýstu takkanum í botn.

7.Dragðu nálina út og þrýstu létt á stungustaðinn í nokkrar sekúndur. Ekki nudda svæðið.

8.Notaðu ytri nálarhettuna til að skrúfa nálina af pennanum og fargaðu henni á öruggan hátt.

9.Skiptu um stungustað í hvert skipti sem þú sprautar þig þannig að hver stungustaður sé ekki notaður oftar en um það bil einu sinni í mánuði.

c)Blöndun insúlína

Blandaðu ekki insúlíni í hettuglösum saman við insúlín í rörlykjum. Sjá kafla 6.2.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Eli Lilly Nederland B.V., Papendorpseweg 83, 3528 BJ Utrecht, Holland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/195/002

5 x 3 ml Liprolog rörlykjur fyrir 3 ml penna

EU/1/01/195/010

2 x (5 x 3 ml) Liprolog rörlykjur fyrir 3 ml penna

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. ágúst 2001

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 1. ágúst 2006

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

1.HEITI LYFS

Liprolog Mix25 100 einingar/ml, stungulyf, dreifa í rörlykju

2.INNIHALDSLÝSING

2.1.Almenn lýsing

Liprolog Mix25 er hvít, sæfð dreifa.

2.2Innihaldslýsing

Einn ml inniheldur 100 einingar (samsvarandi 3,5mg) insúlín lispró (DNA raðbrigði framleitt í E.coli). Hvert ílát inniheldur 3 ml samsvarandi 300 einingum af insúlín lispró.

Liprolog Mix25 inniheldur 25% insúlín lispró lausn og 75% insúlín lispró prótamíndreifu.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1

3.LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Liprolog Mix25 er ætlað til meðferðar á sykursýki hjá sjúklingum sem þurfa insúlín til að viðhalda glúkósa innan viðmiðunarmarka.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Læknir ákveður skammta eftir þörfum sjúklings.

Gefa má Liprolog Mix25 skömmu fyrir mat. Liprolog Mix25 má gefa skömmu eftir mat, ef þess gerist þörf. Liprolog Mix25 má einungis gefa undir húð. Liprolog Mix25 má undir engum kringumstæðum gefa í æð.

Lyfið má gefa undir húð í upphandlegg, læri, sitjanda eða kvið. Skipta skal um stungustað þannig að sami stungustaður sé ekki notaður oftar en um það bil einu sinni í mánuði.

Þegar lyfið er gefið undir húð skal þess gætt að sprauta ekki Liprolog Mix25 í æð. Stungustað skal ekki nudda eftir sprautuna. Sjúklingum skal kennt að sprauta sig rétt.

Eftir gjöf Liprolog Mix25 undir húð, hefst verkun Liprolog fljótt og nær hámarki skömmu síðar. Þess vegna er unnt að gefa Liprolog Mix25 nærri matmálstímum. Verkunarlengd insúlín lispró prótamíndreifunnar (BASAL) í Liprolog Mix25 er sambærileg við meðallangvirk insúlín (ísóphan). Verkunarlengd allra insúlína getur verið breytileg milli einstaklinga eða breytileg frá einu tímabili til annars hjá sama einstaklingnum. Eins og með öll insúlín er verkunarlengd Liprolog Mix25 Pen háð skammti, stungustað, blóðflæði, hitastigi og hreyfingu.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir insúlín lispró eða einhverju hjálparefnanna.

Lágur blóðsykur.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Liprolog Mix25 skal undir engum kringumstæðum gefið í æð.

Þegar sjúklingur skiptir um insúlíntegund, skal það fara fram undir eftirliti læknis. Breytingar á styrk, tegund (framleiðanda), gerð (skjótvirkt, ísóphan, zinkinsúlín, o.s.frv.), uppruna (dýra, human, human insulin analogue) og/eða framleiðsluaðferð (DNA raðbrigði samanborið við insúlín af dýrauppruna) getur valdið þörf fyrir breytta skammta.

Aðstæður sem geta valdið því að fyrstu einkenni um blóðsykurslækkun breytist eða verði ógreinilegri eru langvarandi sykursýki, tíðar insúlíngjafir, taugasjúkdómur af völdum sykursýki eða lyf eins og beta blokkar

Sumir sjúklingar sem hafa fengið lágan blóðsykur eftir að þeir hættu að nota dýrainsúlín og fóru að nota mannainsúlín í staðinn, hafa sagt að varúðareinkennin séu síður augljós eða öðruvísi þegar manninsúlín er notað. Ef ekki er brugðist á viðeigandi hátt við hækkuðum eða lækkuðum blóðsykri getur það leitt til meðvitundarleysis, dauðadás eða dauða.

Of litlir skammtar eða brottfall úr meðferð, sérstaklega ef um er að ræða insúlínháða sykursýki, getur leitt til ofhækkunar blóðsykurs og blóðsýringar, ástand sem er lífshættulegt.

Insúlínþörf getur minnkað við skerta nýrnastarfsemi.

Insúlínþörf getur minnkað við skerta lifrarstarfsemi þegar dregur úr afköstum við glúkósanýmyndun og vegna minna niðurbrots insúlíns; hins vegar getur langvinn skert lifrarstarfsemi aukið insúlínþol, sem veldur aukinni insúlínþörf.

Insúlínþörf getur aukist við veikindi eða andlegt álag.

Aukin hreyfing eða breytt mataræði getur einnig valdið því að breyta þurfi skömmtum. Hreyfing strax eftir mat, getur aukið hættu á of lágum blóðsykri.

Ekki er mælt með notkun insúlín lispró fyrir börn undir 12 ára aldri, nema búist sé við því að barnið hafi hag af því samanborið við skjótvirkt insúlín.

Samhliða notkun Liprolog Mix25 með pioglitazóni:

Tilkynnt hefur verið um tilfelli hjartabilunar þegar pioglitazón er notað með insúlíni, sérstaklega hjá sjúklingum með áhættuþætti sem tengjast þróun hjartabilunar. Þetta skal haft í huga ef samhliða meðferð með pioglitazóni og Liprolog Mix25 er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð skal fylgjast með einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningu og vökvasöfnun (bjúg). Meðferð með pioglitazón skal stöðvuð ef vart verður við versnandi einkenni frá hjarta.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hverja rörlykju fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál á lyfjapennanum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Insúlínþörf getur aukist við notkun lyfja sem hækka blóðsykur, svo sem getnaðarvarnartöflur, barksterar, skjaldkirtilshormón, danazol, beta-2-örvandi lyf (t.d. rítódrín, salbútamól eða terbútalín).

Insúlínþörf getur minnkað við notkun lyfja sem lækka blóðsykur, svo sem sykursýkilyf til inntöku, salicýlöt (t.d acetýlsalicýlsýra), súlfalyf, sum þunglyndislyf (monoamín oxidasa hemlar, sérhæfðir serotonin enurupptöku hemlar), sumir ACE (angiotensin converting enzyme) hemlar (captopril, enalapril), angíótensín II viðtakablokkar, beta-blokkar, octreótíð eða áfengi.

Blöndun Liprolog Mix25 við önnur insúlín hefur ekki verið rannsökuð.

Leita skal eftir upplýsingum hjá lækninum um milliverkanir, þegar önnur lyf eru notuð samtímis með Liprolog Mix25 (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Umtalsverðar upplýsingar um reynslu af notkun insúlín lispró á meðgöngu benda ekki til að insúlín lispró hafi aukaverkanir á heilsu fósturs/nýbura.

Mikilvægt er að blóðsykursstjórn sé góð hjá konum sem þurfa insúlín á meðgöngu (við insúlínháðri- eða meðgöngusykursýki). Insúlínþörf minnkar venjulega á fyrsta þriðjungi meðgöngu en eykst á öðrum og þriðja þriðjungi. Konum með sykursýki skal bent á að þær eigi að ræða við lækninn sinn ef þær verða þungaðar eða áforma barneignir. Nákvæm blóðsykursstjórn, ásamt góðri heilsu, er grundvallaratriði fyrir sykursjúkar konur á meðgöngu.

Sykursjúkar konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskömmtum, mataræði eða hvoru tveggja.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeiting og viðbragð sjúklings getur skerst vegna oflækkunar blóðsykurs. Það getur skapað hættu þar sem þessir hæfileikar eru mikilvægir (t.d. við akstur og stjórnun tækja).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar og forðast oflækkun blóðsykurs á sama tíma og þeir aka bíl. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga, sem finna lítil eða engin varúðarmerki um oflækkun blóðsykurs eða hafa fengið tíð tilfelli af oflækkun blóðsykurs. Meta skal hvort ráðlegt sé að aka bifreið í slíkum tilfellum.

4.8Aukaverkanir

Of lágur blóðsykur er algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar. Alvarleg lækkun blóðsykurs getur valdið meðvitundarleysi og í einstöku tilfellum dauða. Engin ákveðin tíðni of lágs blóðsykurs er tilgreind þar sem lágur blóðsykur er afleiðing bæði insúlínskammtsins og annarra þátta t.d. mataræðis og hreyfingar sjúklings.

Staðbundið ofnæmi hjá sjúklingum er algengt (1/100 til <1/10). Roði, þroti og kláði getur orðið við stungustað. Þessi einkenni jafna sig venjulega á nokkrum dögum eða vikum. Dæmi eru um að þessi einkenni stafi af einhverju öðru en insúlíninu, svo sem ertandi efnum í vökva sem er notaður til að hreinsa skinnið fyrir stunguna eða stungutækni er ekki nógu góð. Almennt ofnæmi fyrir insúlíni er mjög sjaldgæft (1/10.000 til <1/1.000) en getur verið mun alvarlegra. Það getur lýst sér með útbrotum um allan líkamann, öndunarerfiðleikum, hvæsandi öndun, blóðþrýstingsfalli, hröðum púls eða aukinni svitamyndun. Alvarlegt almennt ofnæmi getur verið lífshættulegt.

Fitukyrkingur getur komið fram á stungustað í sjaldgæfum tilfellum (1/1.000 til <1/100).

Tilkynnt hefur verið um bjúg í insúlínmeðferð, sérstaklega ef slæm stjórnun efnaskipta hefur batnað með aukinni insúlín meðferð.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Insúlín hafa engan skilgreindan skammt sem ofskömmtun, vegna þess að blóðsykur stjórnast af flóknu samspili insúlínmagns, framboði á glúkósa og öðrum efnaskiptum. Of lágur blóðsykur getur stafað af of mikilli insúlínvirkni miðað við fæðuinntöku og orkunotkun.

Of lágur blóðsykur getur lýst sér sem deyfð, rugl, hraður hjartsláttur, höfuðverkur, aukin svitamyndun og uppköst.

Væg lækkun blóðsykurs mun svara inntöku á glúkósa eða öðrum sykri eða öðrum sætum vörum.

Gefa má glúkagon undir húð eða í vöðva sem meðferð við meðal til alverlegri lækkun blóðsykurs sem er fylgt eftir með inntöku á kolvetnum þegar ástand sjúklings batnar. Gefa skal sjúklingi glúkósa í æð ef hann svarar ekki glúkagoni.

Ef sjúklingur er í dauðadái, skal honum gefið glúkagon í vöðva eða undir húð. Ef sjúklingur svarar ekki glúkagongjöf eða glúkagon er ófáanlegt skal honum gefinn glúkósi í æð. Mikilvægt er að sjúklingurinn fái að borða þegar hann hefur komist til meðvitundar.

Þar sem blóðsykur getur fallið aftur eftir að sjúklingur hefur svarað blóðsykurshækkandi meðferð getur þurft að viðhalda kolvetnainntöku og eftirliti.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: ATC flokkur: A10A D04.

Liprolog Mix25 er tilbúin blanda sem inniheldur insúlín lispró (skjótvirk hliðstæða mannainsúlíns) og insúlín prótamíndreifu (meðallangvirk hliðstæða mannainsúlíns).

Aðalverkun insúlín lispró er stjórnun glúkósaefnaskipta.

Insúlín hafa auk þess nokkra vefaukandi verkun á ýmsa vefi og ver þá gegn niðurbroti. Í vöðvum eykur það glýkógen-, fitusýru-, glýseról- og próteinframleiðslu og upptöku á amínósýrum, en dregur úr niðurbroti glýkógens, glúkósanýmyndun, ketónframleiðslu, fitusundrun, próteinbrennslu og losun á amínósýrum.

Verkun insúlín lispró hefst nær samstundis (eftir um 15 mínútur). Þess vegna er unnt að gefa það nær máltíðum (0 til 15 mínútum fyrir mat) samanborið við skjótvirk insúlín (30 til 45 mínútur fyrir mat). Eftir gjöf Liprolog Mix25 undir húð, hefst verkun fljótt og nær hámarki skömmu síðar. Verkun Liprolog BASAL er sambærileg við meðallangvirkt insúlín (ísóphan) yfir tímabil sem nemur um

15 stundum.

Klínískar rannsóknir á sjúklingum með sykursýki af tegund 1 og 2 hafa sýnt minni ofhækkun blóðsykurs eftir máltíðir með Liprolog Mix25 samanborið við mannainsúlín sem er blandað í hlutföllunum 30/70. Ein klínísk rannsókn sýndi litla hækkun (0,38 mmól/l) blóðsykurs að nóttu (3 eftir miðnætti).

Eftirfarandi línurit sýnir lyfhrif Liprolog Mix25 og BASAL.

Humalog Mix25

Humalog Basal

Blóðsykurlækkandi verkun

Tími, klukkustundir

Línuritið sýnir hlutfallslegt magn glúkósa sem gefið var á tímabilinu til að viðhalda blóðsykursgildum þátttakenda, sem næst því sem þau voru við föstu og lýsandi fyrir áhrif þessara insúlína á blóðsykursstjórnun á tímabilinu.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi hefur ekki áhrif á blóðsykurslækkandi áhrif insúlín lispró. Þátttakendur í samanburðarrannsókn á blóðsykurslækkandi áhrifum insúlín lispró og skjótvirks mannainsúlíns, mælt með blóðsykursþvingunarprófi, höfðu breytilega nýrnastarfsemi.

Sýnt hefur verið fram á að insúlín lispró er jafnvirkt og mannainsúlín þegar miðað er við mól/lítra, en verkunin hefst fyrr og varir skemur.

Í tveimur 8 mánaða opnum, víxluðum rannsóknum var sjúklingum með sykursýki af tegund 2, sem annaðhvort höfðu ekki fengið insúlínmeðferð áður eða notuðu þegar eina eða tvær insúlínsprautanir á dag, gefin 4 mánaða meðferð með Liprolog Mix25 (notað tvisvar á dag ásamt metformíni) og

4 mánaða meðferð með insúlín glargín (notað einu sinni á dag ásamt metformíni) í slembaðri röð. Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi töflu.

 

Sjúklingar sem ekki höfðu

Sjúklingar sem notuðu

 

notað insúlín

insúlín

 

n = 78

n = 97

Meðaltals heildardagskammtur

0,63 einingar/kg

0,42 einingar/kg

insúlíns við endapunkt

 

 

Lækkun á hemóglóbín A1c 1

1,30%

1,00%

 

(meðaltal við upphaf rannsóknar

(meðaltal við upphaf rannsóknar

 

= 8,7%)

= 8,5%)

 

 

 

Lækkun meðaltals samanlagðs

3,46mM

2,48 mM

blóðsykurs 2 tímum eftir máltíð

 

 

(morgunn / kvöld) 1

 

 

Lækkun meðaltals fastandi

0,55 mM

0,65 mM

blóðsykurs 1

 

 

Tíðni blóðsykurslækkunar

25%

25%

(hypoglycemia) við endapunkt

 

 

Aukning á líkamsþyngd 2

2,33 kg

0,96 kg

1frá upphafi rannsóknar til loka Liprolog Mix25 meðferðar

2hjá sjúklingum sem fengu Liprolog Mix25 á fyrsta víxlunartímabilinu

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf insúlín lispró eru dæmigerð fyrir lyf sem frásogast hratt og nær hámarki í blóði 30 til 70 mínútum eftir gjöf undir húð. Lyfjahvörf insúlín lispró prótamíndreifu eru sambærileg við meðallangvirk insúlín eins og til dæmis ísóphan. Lyfjahvörf Liprolog Mix25 samanstanda af lyfjahvörfum beggja innihaldsefnanna. Við mat á klínísku gildi lyfjahvarfa fyrir þetta lyf, er meira viðeigandi að skoða glúkósuumsetningarkúrfuna (sjá umfjöllun í kafla 5.1).

Insúlín lispró frásogast einnig hraðar en skjótvirkt mannainsúlín hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum, með sykursýki af tegund 2, með breytilega nýrnastarfsemi, fannst sami mismunur milli lyfjahvarfa insúlín lispró og skjótvirks insúlíns sem var óháður nýrnastarfsemi. Frásog og útskilnaður insúlín lispró var einnig hraðari samanborið við skjótvirkt insúlín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

5.3Forklínískar upplýsingar

Í in vitro prófunum, sýndi insúlín lispró svipaða hegðun eins og mannainsúlín þar með talið í bindingu við viðtaka og áhrif á frumur í vexti. Rannsóknir sýna einnig að klofnun insúlín lispró og mannainsúlíns frá insúlínviðtakanum er jafngild. Engar marktækar eiturverkanir fundust í rannsóknum sem miðuðust við að finna bráðar, eins mánaðar og eins árs eiturverkanir.

Insúlín lispró olli ekki minni frjósemi, eituráhrifum á fóstur eða vansköpunum í dýrarannsóknum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Prótamínsúlfat m-kresól [1,76 mg/ml] Fenól [0,80 mg/ml] Glyseról

Tvíbasískt natríumfosfat. 7H2O Zinkoxíð

Vatn fyrir stungulyf

Saltsýra og natríumhýdoxíð eru notuð eftir þörfum til að stilla pH á 7,0-7,8.

6.2Ósamrýmanleiki

Blöndun Liprolog Mix25 við önnur insúlín hefur ekki verið rannsökuð. Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

Ónotuð rörlykja

3 ár.

Eftir innsetningu á rörlykju

28 dagar

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Ónotuð rörlykja

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Verjið gegn miklum hita eða sólskini.

Eftir innsetningu á rörlykju

Geymið við lægri hita en 30oC. Má ekki geyma í kæli. Geymið ekki lyfjapenna með rörlykju með nálinni áfastri.

6.5 Gerð íláts og innihald, sérstakur búnaður til notkunar lyfsins, lyfjagjafar eða ísetningar þess

Dreifan er í flint teg. I gler rörlykju, sem er lokað með butyl eða halobutyl töppum og stimpilkollum og innsiglað með álinnsigli. Dimeticon eða silicon fleyti getur verið notuð til að meðhöndla stimpla rörlykjunnar og/eða gler rörlykjunnar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

5 x 3 ml Liprolog Mix25 rörlykjur fyrir 3 ml penna.

2 x (5 x 3 ml) Liprolog Mix25 rörlykjur fyrir 3 ml penna.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hverja rörlykju fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál á lyfjapennanum.

Notið Liprolog Mix25 rörlykjur með CE-merktum penna samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda pennans.

a)Undirbúningur

Rúllaðu Liprolog Mix25 rörlykjunni tíu sinnum milli lófanna og veltu henni síðan upp og niður 180º tíu sinnum rétt fyrir notkun til að insúlínið blandist, lausnin á að vera einsleit, skýjuð eða mjólkurhvít. Ef lausnin er ekki einsleit, skal framangreind blöndun endurtekin uns lausnin verður einsleit. Lítil glerkúla er í rörlykjunni til að auðvelda blöndunina. Hristið ekki, því það getur valdið froðumyndun sem getur valdið ónákvæmri mælingu á skammti.

Innihald rörlykjunnar skal skoðað oft og ekki má nota það ef það hefur kekkjast eða ef hvítar agnir, sem líkjast hrími, eru fastar á botni eða hliðum rörlykjunnar.

Liprolog Mix25 rörlykjur eru ekki hannaðar til að blanda öðrum insúlínum í rörlykjurnar. Rörlykjurnar eru ekki hannaðar til að fyllt sé á þær aftur.

Eftirfarandi eru almennar leiðbeiningar. Fylgið notkunarleiðbeiningum framleiðanda pennans við ísetningu rörlykjunnar, ásetningu nálarinnar og við gjöf stungulyfsins.

b)Innsprautun

1.Þvoðu hendurnar.

2.Veldu stungustað.

3.Hreinsaðu húðina eins og þér hefur verið kennt.

4.Fjarlægðu ytri nálarhettuna.

5.Haltu húðinni strekktri eða klemmdu saman stórt húðsvæði. Stingdu nálinni í húðina eins og þér hefur verið kennt.

6.Þrýstu takkanum í botn.

7.Dragðu nálina út og þrýstu létt á stungustaðinn í nokkrar sekúndur. Ekki nudda svæðið.

8.Notaðu ytri nálarhettuna til að skrúfa nálina af pennanum og fargaðu henni á öruggan hátt.

9.Skiptu um stungustað í hvert skipti sem þú sprautar þig þannig að hver stungustaður sé ekki notaður oftar en um það bil einu sinni í mánuði.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Eli Lilly Nederland B.V., Papendorpseweg 83, 3528 BJ Utrecht, Holland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/195/003

5 x 3 ml Liprolog Mix25 rörlykjur fyrir 3 ml penna

EU/1/01/195/011

2 x (5 x 3 ml) Liprolog Mix25 rörlykjur fyrir 3 ml penna

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. ágúst 2001

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 1. ágúst 2006

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

1.HEITI LYFS

Liprolog Mix50 100 einingar/ml, stungulyf, dreifa í rörlykju

2.INNIHALDSLÝSING

2.1Almenn lýsing

Liprolog Mix50 er hvít, sæfð dreifa.

2.2Innihaldslýsing

Einn ml inniheldur 100 einingar (samsvarandi 3,5mg) insúlín lispró (DNA raðbrigði framleitt í E.coli). Hvert ílát inniheldur 3 ml samsvarandi 300 einingum af insúlín lispró.

Liprolog Mix50 inniheldur 50% insúlín lispró lausn og 50% insúlín lispró prótamíndreifu.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1

3.LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Liprolog Mix50 er ætlað til meðferðar á sykursýki hjá sjúklingum sem þurfa insúlín til að viðhalda glúkósa innan viðmiðunarmarka.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Læknir ákveður skammta eftir þörfum sjúklings.

Gefa má Liprolog Mix50 skömmu fyrir mat. Liprolog Mix50 má gefa skömmu eftir mat, ef þess gerist þörf. Liprolog Mix50 má einungis gefa undir húð. Liprolog Mix50 má undir engum kringumstæðum gefa í æð.

Lyfið má gefa undir húð í upphandlegg, læri, sitjanda eða kvið. Skipta skal um stungustað þannig að sami stungustaður sé ekki notaður oftar en um það bil einu sinni í mánuði.

Þegar lyfið er gefið undir húð skal þess gætt að sprauta ekki Liprolog Mix50 í æð. Stungustað skal ekki nudda eftir sprautuna. Sjúklingum skal kennt að sprauta sig rétt.

Eftir gjöf Liprolog Mix50 undir húð, hefst verkun Liprolog fljótt og nær hámarki skömmu síðar. Þess vegna er unnt að gefa Liprolog Mix50 nærri matmálstímum. Verkunarlengd insúlín lispró prótamíndreifunnar (BASAL) í Liprolog Mix50 er sambærileg við meðallangvirk insúlín (ísóphan). Verkunarlengd allra insúlína getur verið breytileg milli einstaklinga eða breytileg frá einu tímabili til annars hjá sama einstaklingnum. Eins og með öll insúlín er verkunarlengd Liprolog Mix50 Pen háð skammti, stungustað, blóðflæði, hitastigi og hreyfingu.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir insúlín lispró eða einhverju hjálparefnanna.

Lágur blóðsykur.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Liprolog Mix50 skal undir engum kringumstæðum gefið í æð.

Þegar sjúklingur skiptir um insúlíntegund, skal það fara fram undir eftirliti læknis. Breytingar á styrk, tegund (framleiðanda), gerð (skjótvirkt, ísóphan, zinkinsúlín, o.s.frv.), uppruna (dýra, human, human insulin analogue) og/eða framleiðsluaðferð (DNA raðbrigði samanborið við insúlín af dýrauppruna) getur valdið þörf fyrir breytta skammta.

Aðstæður sem geta valdið því að fyrstu einkenni um blóðsykurslækkun breytist eða verði ógreinilegri eru langvarandi sykursýki, tíðar insúlíngjafir, taugasjúkdómur af völdum sykursýki eða lyf eins og beta-blokkar.

Sumir sjúklingar sem hafa fengið lágan blóðsykur eftir að þeir hættu að nota dýrainsúlín og fóru að nota mannainsúlín í staðinn, hafa sagt að varúðareinkennin séu síður augljós eða öðruvísi þegar manninsúlín er notað. Ef ekki er brugðist á viðeigandi hátt við hækkuðum eða lækkuðum blóðsykri getur það leitt til meðvitundarleysis, dauðadás eða dauða.

Of litlir skammtar eða brottfall úr meðferð, sérstaklega ef um er að ræða insúlínháða sykursýki, getur leitt til ofhækkunar blóðsykurs og blóðsýringar, ástand sem er lífshættulegt.

Insúlínþörf getur minnkað við skerta nýrnastarfsemi. Insúlínþörf getur minnkað við skerta lifrarstarfsemi þegar dregur úr afköstum við glúkósanýmyndun og vegna minna niðurbrots insúlíns; hins vegar getur langvinn skert lifrarstarfsemi aukið insúlínþol, sem veldur aukinni insúlínþörf.

Insúlínþörf getur aukist við veikindi eða andlegt álag.

Aukin hreyfing eða breytt mataræði getur einnig valdið því að breyta þurfi skömmtum. Hreyfing strax eftir mat, getur aukið hættu á of lágum blóðsykri.

Ekki er mælt með notkun insúlín lispró fyrir börn undir 12 ára aldri, nema búist sé við því að barnið hafi hag af því samanborið við skjótvirkt insúlín.

Samhliða notkun Liprolog Mix50 með pioglitazóni:

Tilkynnt hefur verið um tilfelli hjartabilunar þegar pioglitazón er notað með insúlíni, sérstaklega hjá sjúklingum með áhættuþætti sem tengjast þróun hjartabilunar. Þetta skal haft í huga ef samhliða meðferð með pioglitazóni og Liprolog Mix50 er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð skal fylgjast með einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningu og vökvasöfnun (bjúg). Meðferð með pioglitazón skal stöðvuð ef vart verður við versnandi einkenni frá hjarta.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hverja rörlykju fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál á lyfjapennanum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Insúlínþörf getur aukist við notkun lyfja sem hækka blóðsykur, svo sem getnaðarvarnartöflur, barksterar, skjaldkirtilshormón, danazol, beta-2-örvandi lyf (t.d. rítódrín, salbútamól eða terbútalín).

Insúlínþörf getur minnkað við notkun lyfja sem lækka blóðsykur, svo sem sykursýkilyf til inntöku, salicýlöt (t.d acetýlsalicýlsýra), súlfalyf, sum þunglyndislyf (monoamín oxidasa hemlar, sérhæfðir serotonin endurupptöku hemlar), sumir ACE (angiotensin converting enzyme) hemlar (captopril, enalapril), angíótensín II viðtakablokkar, beta-blokkar, octreótíð eða áfengi.

Blöndun Liprolog Mix50 við önnur insúlín hefur ekki verið rannsökuð.

Leita skal eftir upplýsingum hjá lækninum um milliverkanir, þegar önnur lyf eru notuð samtímis með Liprolog Mix50 (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Umtalsverðar upplýsingar um reynslu af notkun insúlín lispró á meðgöngu benda ekki til að insúlín lispró hafi aukaverkanir á heilsu fósturs/nýbura.

Mikilvægt er að blóðsykursstjórn sé góð hjá konum sem þurfa insúlín á meðgöngu (við insúlínháðri- eða meðgöngusykursýki). Insúlínþörf minnkar venjulega á fyrsta þriðjungi meðgöngu en eykst á öðrum og þriðja þriðjungi. Konum með sykursýki skal bent á að þær eigi að ræða við lækninn sinn ef þær verða þungaðar eða áforma barneignir. Nákvæm blóðsykursstjórn, ásamt góðri heilsu, er grundvallaratriði fyrir sykursjúkar konur á meðgöngu.

Sykursjúkar konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskömmtum, mataræði eða hvoru tveggja.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeiting og viðbragð sjúklings getur skerst vegna oflækkunar blóðsykurs. Það getur skapað hættu þar sem þessir hæfileikar eru mikilvægir (t.d. við akstur og stjórnun tækja).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar og forðast oflækkun blóðsykurs á sama tíma og þeir aka bíl. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga, sem finna lítil eða engin varúðarmerki um oflækkun blóðsykurs eða hafa fengið tíð tilfelli af oflækkun blóðsykurs. Meta skal hvort ráðlegt sé að aka bifreið í slíkum tilfellum.

4.8Aukaverkanir

Of lágur blóðsykur er algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar. Alvarleg lækkun blóðsykurs getur valdið meðvitundarleysi og í einstöku tilfellum dauða. Engin ákveðin tíðni of lágs blóðsykurs er tilgreind þar sem lágur blóðsykur er afleiðing bæði insúlínskammtsins og annarra þátta t.d. mataræðis og hreyfingar sjúklings.

Staðbundið ofnæmi hjá sjúklingum er algengt (1/100 til <1/10). Roði, þroti og kláði getur orðið við stungustað. Þessi einkenni jafna sig venjulega á nokkrum dögum eða vikum. Dæmi eru um að þessi einkenni stafi af einhverju öðru en insúlíninu, svo sem ertandi efnum í vökva sem er notaður til að hreinsa skinnið fyrir stunguna eða stungutækni er ekki nógu góð. Almennt ofnæmi fyrir insúlíni er mjög sjaldgæft (1/10.000 til <1/1.000) en getur verið mun alvarlegra. Það getur lýst sér með útbrotum um allan líkamann, öndunarerfiðleikum, hvæsandi öndun, blóðþrýstingsfalli, hröðum púls eða aukinni svitamyndun. Alvarlegt almennt ofnæmi getur verið lífshættulegt.

Fitukyrkingur getur komið fram á stungustað í sjaldgæfum tilfellum (1/1.000 til <1/100).

Tilkynnt hefur verið um bjúg í insúlínmeðferð, sérstaklega ef slæm stjórnun efnaskipta hefur batnað með aukinni insúlín meðferð.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Insúlín hafa engan skilgreindan skammt sem ofskömmtun, vegna þess að blóðsykur stjórnast af flóknu samspili insúlínmagns, framboði á glúkósa og öðrum efnaskiptum. Of lágur blóðsykur getur stafað af of mikilli insúlínvirkni miðað við fæðuinntöku og orkunotkun.

Of lágur blóðsykur getur lýst sér sem deyfð, rugl, hraður hjartsláttur, höfuðverkur, aukin svitamyndun og uppköst.

Væg lækkun blóðsykurs mun svara inntöku á glúkósa eða öðrum sykri eða öðrum sætum vörum.

Gefa má glúkagon undir húð eða í vöðva sem meðferð við meðal til alverlegri lækkun blóðsykurs sem er fylgt eftir með inntöku á kolvetnum þegar ástand sjúklings batnar. Gefa skal sjúklingi glúkósa í æð ef hann svarar ekki glúkagoni.

Ef sjúklingur er í dauðadái, skal honum gefið glúkagon í vöðva eða undir húð. Ef sjúklingur svarar ekki glúkagongjöf eða glúkagon er ófáanlegt skal honum gefinn glúkósi í æð. Mikilvægt er að sjúklingurinn fái að borða þegar hann hefur komist til meðvitundar.

Þar sem blóðsykur getur fallið aftur eftir að sjúklingur hefur svarað blóðsykurshækkandi meðferð getur þurft að viðhalda kolvetnainntöku og eftirliti.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: ATC flokkur: A10A D04.

Liprolog Mix50 er tilbúin blanda sem inniheldur insúlín lispró (skjótvirk hliðstæða mannainsúlíns) og insúlín prótamíndreifu (meðallangvirk hliðstæða mannainsúlíns).

Aðalverkun insúlín lispró er stjórnun glúkósaefnaskipta.

Insúlín hafa auk þess nokkra vefaukandi verkun á ýmsa vefi og ver þá gegn niðurbroti. Í vöðvum eykur það glýkógen-, fitusýru-, glýseról- og próteinframleiðslu og upptöku á amínósýrum, en dregur úr niðurbroti glýkógens, glúkósanýmyndun, ketónframleiðslu, fitusundrun, próteinbrennslu og losun á amínósýrum.

Verkun insúlín lispró hefst nær samstundis (eftir um 15 mínútur). Þess vegna er unnt að gefa það nær máltíðum (0 til 15 mínútum fyrir mat) samanborið við skjótvirk insúlín (30 til 45 mínútur fyrir mat). Eftir gjöf Liprolog Mix50 undir húð, hefst verkun fljótt og nær hámarki skömmu síðar. Verkun Liprolog BASAL er sambærileg við meðallangvirkt insúlín (ísóphan) yfir tímabil sem nemur um

15 stundum. Eftirfarandi línurit sýnir lyfhrif Liprolog Mix50 og BASAL.

Liprolog Mix50

Liprolog Basal

Blóðsykurlækkandi verkun

Línuritið sýnir hlutfallslegt magn glúkósa sem gefið var á tímabilinu til að viðhalda blóðsykursgildum þátttakenda, sem næst því sem þau voru við föstu og lýsandi fyrir áhrif þessara insúlína á blóðsykursstjórnun á tímabilinu.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi hefur ekki áhrif á blóðsykurslækkandi áhrif insúlín lispró. Þátttakendur í samanburðarrannsókn á blóðsykurslækkandi áhrifum insúlín lispró og skjótvirks mannainsúlíns, mælt með blóðsykursþvingunarprófi, höfðu breytilega nýrnastarfsemi.

Sýnt hefur verið fram á að insúlín lispró er jafnvirkt og mannainsúlín þegar miðað er við mól/lítra, en verkunin hefst fyrr og varir skemur.

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf insúlín lispró eru dæmigerð fyrir lyf sem frásogast hratt og nær hámarki í blóði 30 til 70 mínútum eftir gjöf undir húð. Lyfjahvörf insúlín lispró prótamíndreifu eru sambærileg við meðallangvirk insúlín eins og til dæmis ísóphan. Lyfjahvörf Liprolog Mix50 samanstanda af lyfjahvörfum beggja innihaldsefnanna. Við mat á klínísku gildi lyfjahvarfa fyrir þetta lyf, er meira viðeigandi að skoða glúkósuumsetningarkúrfuna (sjá umfjöllun í kafla 5.1).

Insúlín lispró frásogast einnig hraðar en skjótvirkt mannainsúlín hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum, með sykursýki af tegund 2, með breytilega nýrnastarfsemi, fannst sami mismunur milli lyfjahvarfa insúlín lispró og skjótvirks insúlíns sem var óháður nýrnastarfsemi. Frásog og útskilnaður insúlín lispró var einnig hraðari samanborið við skjótvirkt insúlín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

5.3Forklínískar upplýsingar

Í in vitro prófunum, sýndi insúlín lispró svipaða hegðun eins og mannainsúlín þar með talið í bindingu við viðtaka og áhrif á frumur í vexti. Rannsóknir sýna einnig að klofnun insúlín lispró og mannainsúlíns frá insúlínviðtakanum er jafngild. Engar marktækar eiturverkanir fundust í rannsóknum sem miðuðust við að finna bráðar, eins mánaðar og eins árs eiturverkanir.

Insúlín lispró olli ekki minni frjósemi, eituráhrifum á fóstur eða vansköpunum í dýrarannsóknum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Prótamínsúlfat m-kresól [2,20 mg/ml] Fenól [1,00 mg/ml] Glyseról

Tvíbasískt natríumfosfat. 7H2O Zinkoxíð

Vatn fyrir stungulyf

Saltsýra og natríumhýdoxíð eru notuð eftir þörfum til að stilla pH á 7,0-7,8.

6.2Ósamrýmanleiki

Blöndun Liprolog Mix50 við önnur insúlín hefur ekki verið rannsökuð. Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

Ónotuð rörlykja

3 ár.

Eftir innsetningu á rörlykju

28 dagar

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Ónotuð rörlykja

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Verjið gegn miklum hita eða sólskini.

Eftir innsetningu á rörlykju

Geymið við lægri hita en 30oC. Má ekki geyma í kæli. Geymið ekki lyfjapenna með rörlykju með nálinni áfastri.

6.5 Gerð íláts og innihald, sérstakur búnaður til notkunar lyfsins, lyfjagjafar eða ísetningar þess

Dreifan er í flint teg. I gler rörlykju, sem er lokað með butyl eða halobutyl töppum og stimpilkollum og innsiglað með álinnsigli. Dimeticon eða silicon fleyti getur verið notuð til að meðhöndla stimpla rörlykjunnar og/eða gler rörlykjunnar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

5 x 3 ml Liprolog Mix50 rörlykja fyrir 3 ml penna.

2 x (5 x 3 ml) Liprolog Mix50 rörlykja fyrir 3 ml penna.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hverja rörlykju fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál á lyfjapennanum.

Notið Liprolog Mix50 rörlykjur með CE-merktum penna samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda pennans.

a)Undirbúningur

Rúllaðu Liprolog Mix50 rörlykjunni tíu sinnum milli lófanna og veltu henni síðan upp og niður 180º tíu sinnum rétt fyrir notkun til að insúlínið blandist, lausnin á að vera einsleit, skýjuð eða mjólkurhvít. Ef lausnin er ekki einsleit, skal framangreind blöndun endurtekin uns lausnin verður einsleit. Lítil glerkúla er í rörlykjunni til að auðvelda blöndunina. Hristið ekki, því það getur valdið froðumyndun sem getur valdið ónákvæmri mælingu á skammti.

Innihald rörlykjunnar skal skoðað oft og ekki má nota það ef það hefur kekkjast eða ef hvítar agnir, sem líkjast hrími, eru fastar á botni eða hliðum rörlykjunnar.

Liprolog Mix50 rörlykjur eru ekki hannaðar til að blanda öðrum insúlínum í rörlykjuna. Rörlykjurnar eru ekki hannaðar til að fyllt sé á þær aftur.

Eftirfarandi eru almennar leiðbeiningar. Fylgið notkunarleiðbeiningum framleiðanda pennans við ísetningu rörlykjunnar, ásetningu nálarinnar og við gjöf stungulyfsins.

b)Innsprautun

1.Þvoðu hendurnar.

2.Veldu stungustað.

3.Hreinsaðu húðina eins og þér hefur verið kennt.

4.Fjarlægðu ytri nálarhettuna.

5.Haltu húðinni strekktri eða klemmdu saman stórt húðsvæði. Stingdu nálinni í húðina eins og þér hefur verið kennt.

6.Þrýstu takkanum í botn.

7.Dragðu nálina út og þrýstu létt á stungustaðinn í nokkrar sekúndur. Ekki nudda svæðið.

8.Notaðu ytri nálarhettuna til að skrúfa nálina af pennanum og fargaðu henni á öruggan hátt.

9.Skiptu um stungustað í hvert skipti sem þú sprautar þig þannig að hver stungustaður sé ekki notaður oftar en um það bil einu sinni í mánuði.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Eli Lilly Nederland B.V., Papendorpseweg 83, 3528 BJ Utrecht, Holland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/195/004

5 x 3 ml Liprolog Mix50 rörlykja fyrir 3 ml penna.

EU/1/01/195/012

2 x (5 x 3 ml) Liprolog Mix50 rörlykja fyrir 3 ml penna.

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. ágúst 2001

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 1. ágúst 2006

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

1.HEITI LYFS

Liprolog BASAL 100 einingar/ml, stungulyf, dreifa í rörlykju.

2.INNIHALDSLÝSING

2.1Almenn lýsing

Liprolog BASAL er hvít, sæfð dreifa.

2.2Innihaldslýsing

Einn ml inniheldur 100 einingar (samsvarandi 3,5mg) insúlín lispró (DNA raðbrigði framleitt í E.coli). Hvert ílát inniheldur 3 ml samsvarandi 300 einingum af insúlín lispró.

Liprolog BASAL inniheldur insúlín lispró prótamíndreifu.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1

3.LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Liprolog BASAL er ætlað til meðferðar á sykursýki hjá sjúklingum sem þurfa insúlín til að viðhalda glúkósa innan viðmiðunarmarka.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Læknir ákveður skammta eftir þörfum sjúklings.

Liprolog BASAL má blanda við eða gefa með Liprolog. Liprolog BASAL má einungis gefa undir húð. Liprolog BASAL má einungis gefa undir húð. Liprolog BASAL má undir engum kringumstæðum gefa í æð.

Lyfið má gefa undir húð í upphandlegg, læri, sitjanda eða kvið. Skipta skal um stungustað þannig að sami stungustaður sé ekki notaður oftar en um það bil einu sinni í mánuði.

Þegar lyfið er gefið undir húð skal þess gætt að sprauta ekki Liprolog BASAL í æð. Stungustað skal ekki nudda eftir sprautuna. Sjúklingum skal kennt að sprauta sig rétt.

Verkun Liprolog BASAL er sambærileg við meðallangvirk insúlín (NPH) og varir í um 15 stundir. Verkunarlengd allra insúlína getur verið breytileg milli einstaklinga eða breytileg frá einu tímabili til annars hjá sama einstaklingnum. Verkunarlengd allra insúlína getur verið breytileg milli einstaklinga eða breytileg frá einu tímabili til annars hjá sama einstaklingnum. Eins og með öll insúlín er verkunarlengd Liprolog BASAL háð skammti, stungustað, blóðflæði, hitastigi og hreyfingu.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir insúlín lispró eða einhverju hjálparefnanna.

Lágur blóðsykur.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Liprolog BASAL skal undir engum kringumstæðum gefið í æð.

Þegar sjúklingur skiptir um insúlíntegund, skal það fara fram undir eftirliti læknis. Breytingar á styrk, tegund (framleiðanda), gerð (regular, NPH, zinkinsúlín, o.s.frv.), uppruna (dýra, human, human insulin analogue) og/eða framleiðsluaðferð (DNA raðbrigði samanborið við insúlín af dýrauppruna) getur valdið þörf fyrir breytta skammta.

Aðstæður sem geta valdið því að fyrstu einkenni um blóðsykurslækkun breytist eða verði ógreinilegri eru langvarandi sykursýki, tíðar insúlíngjafir, taugasjúkdómur af völdum sykursýki eða lyf eins og beta-blokkar.

Sumir sjúklingar sem hafa fengið lágan blóðsykur eftir að þeir hættu að nota dýrainsúlín og fóru að nota mannainsúlín í staðinn, hafa sagt að varúðareinkennin séu síður augljós eða öðruvísi þegar manninsúlín er notað. Ef ekki er brugðist á viðeigandi hátt við hækkuðum eða lækkuðum blóðsykri getur það leitt til meðvitundarleysis, dauðadás, eða dauða.

Of litlir skammtar eða brottfall úr meðferð, sérstaklega ef um er að ræða insúlínháða sykursýki, getur leitt til ofhækkunar blóðsykurs og blóðsýringar, ástand sem er lífshættulegt.

Insúlínþörf getur minnkað við skerta nýrnastarfsemi.

Insúlínþörf getur minnkað við skerta lifrarstarfsemi þegar dregur úr afköstum við glúkósanýmyndun og minna niðurbrots insúlíns; hins vegar getur langvinn skert lifrarstarfsemi aukið insúlínþol, sem veldur aukinni insúlínþörf.

Insúlínþörf getur aukist við veikindi eða andlegt álag.

Aukin hreyfing eða breytt mataræði getur einnig valdið því að breyta þurfi skömmtum. Hreyfing strax eftir mat, getur aukið hættu á of lágum blóðsykri.

Ekki er mælt með notkun insúlín lispró fyrir börn undir 12 ára aldri, nema búist sé við því að barnið hafi hag af því samanborið við venjulegt insúlín.

Samhliða notkun Liprolog BASAL með pioglitazóni:

Tilkynnt hefur verið um tilfelli hjartabilunar þegar pioglitazón er notað með insúlíni, sérstaklega hjá sjúklingum með áhættuþætti sem tengjast þróun hjartabilunar. Þetta skal haft í huga ef samhliða meðferð með pioglitazóni og Liprolog BASAL er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð skal fylgjast með einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningu og vökvasöfnun (bjúg). Meðferð með pioglitazón skal stöðvuð ef vart verður við versnandi einkenni frá hjarta.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hverja rörlykju fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál á lyfjapennanum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Insúlínþörf getur aukist við notkun lyfja sem hækka blóðsykur, svo sem getnaðarvarnartöflur, barksterar, skjaldkirtilshormón, danazol, beta-2-örvandi lyf (t.d. rítódrín, salbútamól eða terbútalín).

Insúlínþörf getur minnkað við notkun lyfja sem lækka blóðsykur, svo sem sykursýkilyf til inntöku, salicýlöt (t.d acetýlsalicýlsýra), súlfalyf, sum þunglyndislyf (monoamín oxidasa hemlar, sérhæfðir serotonin endurupptöku hemlar), sumir ACE (angiotensin converting enzyme) hemlar (captopril, enalapril), angíótensín II viðtakablokkar, beta-blokkar, octreótíð, eða áfengi.

Blöndun Liprolog BASAL við önnur insúlín hefur ekki verið rannsökuð.

Leita skal eftir upplýsingum hjá lækninum um milliverkanir, þegar önnur lyf eru notuð samtímis með Liprolog BASAL (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Umtalsverðar upplýsingar um reynslu af notkun insúlín lispró á meðgöngu benda ekki til að insúlín lispró hafi aukaverkanir á heilsu fósturs/nýbura.

Mikilvægt er að blóðsykurstjórn sé góð hjá konum sem þurfa insúlín á meðgöngu (við insúlínháðri- eða meðgöngusykursýki). Insúlínþörf minnkar venjulega á fyrsta þriðjungi meðgöngu en eykst á öðrum og þriðja þriðjungi. Konum með sykursýki skal bent á að þær eigi að ræða við lækninn sinn ef þær verða þungaðar eða áforma barneignir. Nákvæm blóðsykurstjórn, ásamt góðri heilsu, er grundvallaratriði fyrir sykursjúkar konur á meðgöngu.

Sykursjúkar konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskömmtum, mataræði eða hvoru tveggja.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeiting og viðbragð sjúklings getur skerst vegna lækkunar blóðsykurs. Það getur skapað hættu þar sem þessir hæfileikar eru mikilvægir (t.d. við akstur og stjórnun tækja).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar og forðast oflækkun blóðsykurs á sama tíma og þeir aka bíl. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga, sem finna lítil eða engin varúðarmerki um oflækkun blóðsykurs, eða hafa fengið tíð tilfelli af oflækkun blóðsykurs. Meta skal hvort ráðlegt sé að aka bifreið í slíkum tilfellum.

4.8Aukaverkanir

Of lágur blóðsykur er algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar. Alvarleg lækkun blóðsykurs getur valdið meðvitundarleysi og í einstöku tilfellum dauða. Engin ákveðin tíðni of lágs blóðsykurs er tilgreind þar sem lágur blóðsykur er afleiðing bæði insúlínskammtsins og annarra þátta t.d. mataræðis og hreyfingar sjúklings.

Staðbundið ofnæmi hjá sjúklingum er algengt (1/100 til <1/10). Roði, þroti og kláði getur orðið við stungustað. Þessi einkenni jafna sig venjulega á nokkrum dögum eða vikum. Dæmi eru um að þessi einkenni stafi af einhverju öðru en insúlíninu, svo sem ertandi efnum í vökva sem er notaður til að hreinsa skinnið fyrir stunguna eða stungutækni er ekki nógu góð. Almennt ofnæmi fyrir insúlíni er mjög sjaldgæft (1/10.000 til <1/1.000) en getur verið mun alvarlegra. Það getur lýst sér með útbrotum um allan líkamann, öndunarerfiðleikum, hvæsandi öndun, blóðþrýstingsfalli, hröðum púls eða aukinni svitamyndun. Alvarlegt almennt ofnæmi getur verið lífshættulegt.

Fitukyrkingur getur komið fram á stungustað í sjaldgæfum tilfellum (1/1.000 til <1/100).

Tilkynnt hefur verið um bjúg í insúlínmeðferð, sérstaklega ef slæm stjórnun efnaskipta hefur batnað með aukinni insúlín meðferð.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Insúlín hafa engan skilgreindan skammt sem ofskömmtun, vegna þess að blóðsykur stjórnast af flóknu samspili insúlínmagns, framboði á glúkósa og öðrum efnaskiptum. Of lágur blóðsykur getur stafað af of mikilli insúlínvirkni miðað við fæðuinntöku og orkunotkun.

Of lágur blóðsykur getur lýst sér sem deyfð, rugl, hraður hjartsláttur, höfuðverkur, aukin svitamyndun og uppköst.

Væg lækkun blóðsykurs mun svara inntöku á glúkósa eða öðrum sykri eða öðrum sætum vörum.

Gefa má glúkagon undir húð eða í vöðva sem meðferð við meðal til alverlegri lækkun blóðsykurs sem er fylgt eftir með inntöku kolvetnum þegar ástand sjúklings batnar. Gefa skal sjúklingi glúkósa í æð ef hann svarar ekki glúkagoni.

Ef sjúklingur er í dauðadái, skal honum gefið glúkagon í vöðva eða undir húð. Ef sjúklingur svarar ekki glúkagongjöf eða glúkagon er ófáanlegt skal honum gefinn glúkósi í æð. Mikilvægt er að sjúklingurinn fái að borða þegar hann hefur komist til meðvitundar.

Þar sem blóðsykur getur fallið aftur eftir að sjúklingur hefur svarað blóðsykurshækkandi meðferð getur þurft að viðhalda kolvetnainntöku og eftirliti.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun: ATC flokkur: Meðallangvirk hliðstæða mannainsúlíns A10A C04.

Aðalverkun insúlín lispró er stjórnun glúkósaefnaskipta.

Insúlín hafa auk þess nokkra vefaukandi verkun á ýmsa vefi og ver þá gegn niðurbroti. Í vöðvum eykur það glýkógen-, fitusýru-, glýseról- og próteinframleiðslu og upptöku á amínósýrum, en dregur úr niðurbroti glýkógens, glúkósanýmyndun, ketónframleiðslu, fitusundrun, próteinbrennslu og losun á amínósýrum.

Verkun Liprolog BASAL er sambærileg við meðallangvirkt insúlín (NPH) yfir tímabil sem nemur um 15 stundum.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi hefur ekki áhrif á blóðsykurlækkandi áhrif insúlín lispró. Þátttakendur í samanburðarrannsókn á blóðsykurlækkandi áhrifum insúlín lispró og skjótvirks mannainsúlíns, mælt með blóðsykursþvingunarprófi, höfðu breytilega nýrnastarfemi.

Sýnt hefur verið fram á að insúlín lispró er jafnvirkt og mannainsúlín þegar miðað er við mól/lítra, en verkunin hefst fyrr og varir skemur.

5.2Lyfjahvörf

Liprolog BASAL frásogast hægt og nær insúlínstyrkur í blóði hámarki um 6 stundum eftir að skammtur var gefinn. Við mat á klínísku gildi lyfjahvarfa fyrir þetta lyf, er meira viðeigandi að skoða glúkósuumsetningarkúrfuna.

5.3Forklínískar upplýsingar

Í in vitro prófunum, sýndi insúlín lispró svipaða hegðun eins og mannainsúlín þar með talið í bindingu við viðtaka og áhrif á frumur í vexti. Rannsóknir sýna einnig að klofnun insúlín lispró og mannainsúlíns frá insúlínviðtakanum er jafngild. Engar marktækar eiturverkanir fundust í rannsóknum sem miðuðust við að finna bráðar, eins mánaðar og eins árs eiturverkanir.

Insúlín lispró olli ekki minni frjósemi, eituráhrifum á fóstur eða vansköpunum í dýrarannsóknum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Prótamínsúlfat m-kresól [1,76 mg/ml] Fenól [0,80 mg/ml] Glyseról

Tvíbasískt natríumfosfat. 7H2O Zinkoxíð

Vatn fyrir stungulyf

Saltsýra og natríumhýdoxíð eru notuð eftir þörfum til að stilla pH á 7,0-7,8.

6.2Ósamrýmanleiki

Blöndun Liprolog BASAL við önnur insúlín en Liprolog hefur ekki verið rannsökuð. Blandið ekki lyfinu við önnur lyf en Liprolog.

6.3Geymsluþol

Ónotuð rörlykja

2 ár.

Eftir innsetningu á rörlykju

21 dagur

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Ónotuð rörlykja

Geymist í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Verjið gegn miklum hita eða sólskini.

Eftir innsetningu á rörlykju

Geymið við lægri hita en 30oC. Má ekki geyma í kæli. Geymið ekki lyfjapenna með rörlykju með nálinni áfastri.

6.5 Gerð íláts og innihald, sérstakur búnaður til notkunar lyfsins, lyfjagjafar eða ísetningar þess

Dreifan er í flint teg. I gler rörlykju, sem er lokað með butyl eða halobutyl töppum og stimpilkollum og innsiglað með álinnsigli. Dimeticon eða silicon fleyti getur verið notuð til að meðhöndla stimpla rörlykjunnar og/eða gler rörlykjunnar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðsettar.

5 x 3 ml Liprolog BASAL rörlykjur fyrir 3 ml penna.

2 x (5 x 3 ml) Liprolog BASAL rörlykjur fyrir 3 ml penna.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hverja rörlykju fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál á lyfjapennanum.

Notið Liprolog BASAL rörlykjur með CE-merktum penna samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda pennans.

a)Undirbúningur

Rúllaðu Liprolog BASAL rörlykjunni tíu sinnum milli lófanna og veltu henni síðan upp og niður 180º tíu sinnum rétt fyrir notkun til að insúlínið blandist, lausnin á að vera einsleit, skýjuð eða mjólkurhvít. Ef lausnin er ekki einsleit, skal framangreind blöndun endurtekin uns lausnin verður einsleit. Lítil glerkúla er í rörlykjunni til að auðvelda blöndunina. Hristið ekki, því það getur valdið froðumyndun sem getur valdið ónákvæmri mælingu á skammti.

Innihald rörlykjunnar skal skoðað oft og ekki má nota það ef það hefur kekkjast eða ef hvítar agnir, sem líkjast hrími, eru fastar á botni eða hliðum rörlykjunnar.

Liprolog BASAL rörlykjur eru ekki hannaðar til að blanda öðrum insúlínum í rörlykjuna. Rörlykjurnar eru ekki hannaðar til að fyllt sé á þær aftur.

Eftirfarandi eru almennar leiðbeiningar. Fylgið notkunarleiðbeiningum framleiðanda pennans við ísetningu rörlykjunnar, ásetningu nálarinnar og við gjöf stungulyfsins.

b)Innsprautun

1.Þvoðu hendurnar.

2.Veldu stungustað.

3.Hreinsaðu húðina eins og þér hefur verið kennt.

4.Fjarlægðu ytri nálarhettuna.

5.Haltu húðinni strekktri eða klemmdu saman stórt húðsvæði. Stingdu nálinni í húðina eins og þér hefur verið kennt.

6.Þrýstu takkanum í botn.

7.Dragðu nálina út og þrýstu létt á stungustaðinn í nokkrar sekúndur. Ekki nudda svæðið.

8.Notaðu ytri nálarhettuna til að skrúfa nálina af pennanum og fargaðu henni á öruggan hátt.

9.Skiptu um stungustað í hvert skipti sem þú sprautar þig þannig að hver stungustaður sé ekki notaður oftar en um það bil einu sinni í mánuði.

c)Blöndun insúlína

Blandaðu ekki saman insúlíni í hettuglösum við insúlín í rörlykjum. Sjá kafla 6.2.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Eli Lilly Nederland B.V., Papendorpseweg 83, 3528 BJ Utrecht, Holland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/195/022

5 x 3 ml Liprolog BASAL rörlykjur fyrir 3 ml penna

EU/1/01/195/023

2 x (5 x 3 ml) Liprolog BASAL rörlykjur fyrir 3 ml penna

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. ágúst 2001

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 1. ágúst 2006

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

1.HEITI LYFS

Liprolog 100 einingar/ml, KwikPen, stungulyf, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

2.1Almenn lýsing

Liprolog KwikPen er sæfð, tær, litlaus, vatnslausn.

2.2Innihaldslýsing

Einn ml inniheldur 100 einingar (samsvarandi 3,5mg) insúlín lispró (DNA raðbrigði framleitt í E.coli). Hvert ílát inniheldur 3 ml samsvarandi 300 einingum af insúlín lispró.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Til meðferðar á sykursýki hjá fullorðnum og börnum sem þurfa insúlín til að viðhalda glúkósa innan viðmiðunarmarka. Liprolog KwikPen er einnig ætlað til upphafsmeðferðar við sykursýki.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Læknir ákveður skammta eftir þörfum sjúklings.

Gefa má Liprolog skömmu fyrir mat. Liprolog má gefa skömmu eftir mat, ef þess gerist þörf. Liprolog skal gefið undir húð eða með insúlíndælu (sjá kafla 4.2) sem dælir insúlíni undir húð, en má einnig gefa í vöðva, þó ekki sé mælt með því. Liprolog má einnig gefa í bláæð ef nauðsyn krefur, til dæmis; til að stjórna blóðsykursmagni ef sjúklingur fær ketónblóðsýringu, bráða sjúkdóma eða við og eftir skurðaðgerðir.

Lyfið má gefa undir húð í upphandlegg, læri, sitjanda eða kvið. Skipta skal um stungustað þannig að sami stungustaður sé ekki notaður oftar en um það bil einu sinni í mánuði.

Þegar lyfið er gefið undir húð skal þess gætt að sprauta ekki Liprolog KwikPen í æð. Stungustað skal ekki nudda eftir inndælingu. Sjúklingum skal kennt að sprauta sig rétt.

Eftir gjöf undir húð hefst verkun Liprolog KwikPen mjög fljótt og hefur skemmri verkunartíma (2 til 5 tímar) en skjótvirkt insúlín. Þess vegna er unnt að gefa Liprolog (eða, þegar gefið er samfellt innrennsli undir húð, Liprolog hleðsluskammtur) rétt fyrir eða eftir máltíð. Verkunarlengd insúlína getur verið breytileg milli einstaklinga eða breytileg frá einu tímabili til annars hjá sama einstaklingnum. Hraðara upphaf verkunar samanborið við skjótvirk mannainsúlín er óháð stungustað. Verkunarlengd Liprolog KwikPen er háð skammti, stungustað, blóðflæði, hitastigi og hreyfingu.

Í samráði við lækni er unnt að nota Liprolog með insúlíni með lengri verkun eða súlfónýlúrealyfjum til inntöku.

Notkun Liprolog í insúlíndælu:

Einungis má nota vissar CE-merktar insúlíndælur til inndælingar á insúlín lispró. Áður en þú hefur inndælingu insúlín lispró skaltu kynna þér leiðbeiningar framleiðanda dælunnar til að fullvissa þig um að hún henti. Lestu og fylgdu leiðbeiningunum sem fylgja með insúlíndælunni. Notaðu rétta geyminn og legginn fyrir dæluna þína. Skipta á um innrennslissett (leiðslur og holnál) samkvæmt þeim upplýsingum sem eru í leiðarvísinum sem fylgir innrennslissettinu. Ef blóðsykur verður of lágur, skal dælan stöðvuð uns blóðsykurslækkunin hefur verið leiðrétt. Hafðu samband við lækninn þinn eða sjúkrahús ef endurteknar eða alvarlegar blóðsykurslækkanir eiga sér stað og þú þarft að meta hvort þú eigir að lækka skammtinn eða stöðva dæluna. Bilun í dælunni eða stíflað innrennslissett getur valdið því að blóðsykurinn hækkar skyndilega. Fylgdu leiðbeiningum frá framleiðanda dælunnar, ef grunur er um truflun á insúlínflæði og ef það er nauðsynlegt skaltu hafa samband við lækninn þinn eða sjúkrahús. Liprolog, sem er notað í insúlíndælur, má ekki blanda við nein önnur insúlín.

Insúlíngjöf í bláæð:

Þegar insúlín lispró er gefið í bláæð, skal það framkvæmt samkvæmt hefðbundnum klínískum venjum við gjöf lyfja í bláæð, til dæmis með hleðsluskammti eða með innrennslisdælu. Tíðar mælingar á þéttni blóðsykurs eru nauðsynlegar.

Innrennslislausnir með 0,1 einingar/ml til 1,0 einingar/ml þéttni af insúlín lispró í 0,9% natríumklóríð eða 5% glúkósa innrennslislyfjum eru stöðugar við stofuhita í 48 tíma. Mælt er með að innrennslisdælur sé prófaðar áður en sjúklingi er gefið innrennslislyf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir insúlín lispró eða einhverju hjálparefnanna.

Lágur blóðsykur.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Þegar sjúklingur skiptir um insúlíntegund, skal það fara fram undir eftirliti læknis. Breytingar á styrk, tegund (framleiðanda), gerð (skjótvirkt, ísóphan, zinkinsúlín, o.s.frv.), uppruna (dýra, human, human insulin analogue) og/eða framleiðsluaðferð (DNA raðbrigði samanborið við insúlín af dýrauppruna) getur valdið þörf fyrir breytta skammta. Þeir sjúklingar sem fá bæði meðallangvirkt insúlín og skjótvirkt insúlín þurfa að finna heppilegustu skammta fyrir báðar insúlíntegundirnar til að ná fram bættri blóðsykursstjórn allan sólarhringinn, einkum stjórnun á fastandi blóðsykri og á næturnar.

Aðstæður sem geta valdið því að fyrstu einkenni um blóðsykurslækkun breytist eða verði ógreinilegri eru langvarandi sykursýki, tíðar insúlíngjafir, taugasjúkdómur af völdum sykursýki eða lyf eins og beta-blokkar.

Sumir sjúklingar sem hafa fengið lágan blóðsykur eftir að þeir hættu að nota dýrainsúlín og fóru að nota mannainsúlín í staðinn, hafa sagt að varúðareinkennin séu síður augljós eða öðruvísi þegar mannainsúlín er notað. Ef ekki er brugðist á viðeigandi hátt við hækkuðum eða lækkuðum blóðsykri getur það leitt til meðvitundarleysis, dauðadás eða dauða.

Of litlir skammtar eða brottfall úr meðferð, sérstaklega ef um er að ræða insúlínháða sykursýki, getur leitt til ofhækkunar blóðsykurs og ketónblóðsýringar, ástand sem er lífshættulegt.

Insúlínþörf getur minnkað við skerta nýrnastarfsemi. Insúlínþörf getur minnkað við skerta lifrarstarfsemi þegar dregur úr afköstum við glúkósanýmyndun og vegna minna niðurbrots insúlíns; hins vegar getur langvinn skert lifrarstarfsemi aukið insúlínþol, sem veldur aukinni insúlínþörf.

Insúlínþörf getur aukist við veikindi eða andlegt álag.

Aukin hreyfing eða breytt mataræði getur einnig valdið því að breyta þurfi skömmtum. Hreyfing strax eftir mat, getur aukið hættu á of lágum blóðsykri. Lyfhrif skjótvirkrar insúlínhliðstæðu valda því að ef blóðsykurfall verður, þá getur það orðið fyrr eftir inndælingu samanborið við skjótvirk mannainsúlín.

Liprolog skal eingöngu gefið börnum, frekar en skjótvirkt insúlín (soluble insulin), þegar skjót verkun insúlíns gæti verið gagnleg. Til dæmis þegar það er gefið með máltíð.

Samhliða notkun Liprolog með pioglitazóni:

Tilkynnt hefur verið um tilfelli hjartabilunar þegar pioglitazón er notað með insúlíni, sérstaklega hjá sjúklingum með áhættuþætti sem tengjast þróun hjartabilunar. Þetta skal haft í huga ef samhliða meðferð með pioglitazóni og Liprolog er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð skal fylgjast með einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningu og vökvasöfnun (bjúg). Meðferð með pioglitazón skal stöðvuð ef vart verður við versnandi einkenni frá hjarta.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hvern lyfjapenna fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Insúlínþörf getur aukist við notkun lyfja sem hækka blóðsykur, svo sem getnaðarvarnartöflur, barksterar, skjaldkirtilshormón, danazol, beta2-örvandi lyf (t.d. rítódrín, salbútamól eða terbútalín).

Insúlínþörf getur minnkað við notkun lyfja sem lækka blóðsykur, svo sem sykursýkilyf til inntöku, salicýlöt (t.d acetýlsalicýlsýra), súlfalyf, sum þunglyndislyf (monoamín oxidasa hemlar, sérhæfðir serotonin endurupptöku hemlar), sumir ACE (angiotensin converting enzyme) hemlar (captopril, enalapril), angíótensín II viðtakablokkar, beta-blokkar, octreótíð eða áfengi.

Leita skal eftir upplýsingum hjá lækninum um milliverkanir þegar önnur lyf eru notuð samhliða með Liprolog KwikPen (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Umtalsverðar upplýsingar um reynslu af notkun insúlín lispró á meðgöngu benda ekki til að insúlín lispró hafi aukaverkanir á heilsu fósturs/nýbura.

Mikilvægt er að blóðsykursstjórn sé góð hjá konum sem þurfa insúlín á meðgöngu (við insúlínháðri- eða meðgöngusykursýki). Insúlínþörf minnkar venjulega á fyrsta þriðjungi meðgöngu en eykst á öðrum og þriðja þriðjungi. Konum með sykursýki skal bent á að þær eigi að ræða við lækninn sinn ef þær verða þungaðar eða áforma barneignir. Nákvæm blóðsykursstjórn, ásamt góðri heilsu, er grundvallaratriði fyrir sykursjúkar konur á meðgöngu.

Sykursjúkar konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskömmtum, mataræði eða hvoru tveggja.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeiting og viðbragð sjúklings getur skerst vegna oflækkunar blóðsykurs. Það getur skapað hættu þar sem þessir hæfileikar eru mikilvægir (t.d. við akstur og stjórnun tækja).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar og forðast oflækkun blóðsykurs á sama tíma og þeir aka bíl. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga, sem finna lítil eða engin varúðarmerki um oflækkun blóðsykurs eða hafa fengið tíð tilfelli af oflækkun blóðsykurs. Meta skal hvort ráðlegt sé að aka bifreið í slíkum tilfellum.

4.8Aukaverkanir

Of lágur blóðsykur er algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar. Alvarleg lækkun blóðsykurs getur valdið meðvitundarleysi og í einstöku tilfellum dauða. Engin ákveðin tíðni of lágs blóðsykurs er

tilgreind þar sem lágur blóðsykur er afleiðing bæði insúlínskammtsins og annarra þátta t.d. mataræðis og hreyfingar sjúklings.

Staðbundið ofnæmi hjá sjúklingum er algengt (1/100 til <1/10). Roði, þroti og kláði getur orðið við stungustað. Þessi einkenni jafna sig venjulega á nokkrum dögum eða vikum. Dæmi eru um að þessi einkenni stafi af einhverju öðru en insúlíninu, svo sem ertandi efnum í vökva sem er notaður til að hreinsa skinnið fyrir stunguna eða stungutækni er ekki nógu góð. Almennt ofnæmi fyrir insúlíni er mjög sjaldgæft (1/10.000 til <1/1.000) en getur verið mun alvarlegra. Það getur lýst sér með útbrotum um allan líkamann, öndunarerfiðleikum, hvæsandi öndun, blóðþrýstingsfalli, hröðum púls eða aukinni svitamyndun. Alvarlegt almennt ofnæmi getur verið lífshættulegt.

Fitukyrkingur getur komið fram á stungustað í sjaldgæfum tilfellum (1/1.000 til <1/100).

Tilkynnt hefur verið um bjúg í insúlínmeðferð, sérstaklega ef slæm stjórnun efnaskipta hefur batnað með aukinni insúlín meðferð.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Insúlín hafa engan skilgreindan skammt sem ofskömmtun, vegna þess að blóðsykur stjórnast af flóknu samspili insúlínmagns, framboði á glúkósa og öðrum efnaskiptum. Of lágur blóðsykur getur stafað af of mikilli insúlínvirkni miðað við fæðuinntöku og orkunotkun.

Of lágur blóðsykur getur lýst sér sem deyfð, rugl, hraður hjartsláttur, höfuðverkur, aukin svitamyndun og uppköst.

Væg lækkun blóðsykurs svarar inntöku á glúkósa eða öðrum sykri eða öðrum sætum matvörum.

Gefa má glúkagon undir húð eða í vöðva sem meðferð við meðal til alvarlegri lækkun blóðsykurs sem er fylgt eftir með inntöku á kolvetnum þegar ástand sjúklings batnar. Gefa skal sjúklingi glúkósa í æð ef hann svarar ekki glúkagoni.

Ef sjúklingur er í dauðadái, skal honum gefið glúkagon í vöðva eða undir húð. Ef sjúklingur svarar ekki glúkagongjöf eða glúkagon er ófáanlegt skal honum gefinn glúkósi í æð. Mikilvægt er að sjúklingurinn fái að borða þegar hann hefur komist til meðvitundar.

Þar sem blóðsykur getur fallið aftur eftir að sjúklingur hefur svarað blóðsykurshækkandi meðferð getur þurft að viðhalda kolvetnainntöku og eftirliti.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Skjótvirk hliðstæða mannainsúlíns, ATC flokkur: A10A B04.

Aðalverkun insúlín lispró er stjórnun glúkósaefnaskipta.

Insúlín hafa auk þess nokkra vefaukandi verkun á ýmsa vefi og ver þá gegn niðurbroti. Í vöðvum eykur það glýkógen-, fitusýru-, glýseról- og próteinframleiðslu og upptöku á amínósýrum, en dregur úr niðurbroti glýkógens, glúkósanýmyndun, ketónamyndun, fitusundrun, próteinbrennslu og losun á amínósýrum.

Verkun insúlín lispró hefst nær samstundis (eftir um 15 mínútur). Þess vegna er unnt að gefa insúlín lispró nær máltíðum (0 til 15 mínútum fyrir mat) samanborið við skjótvirk insúlín (30 til 45 mínútur fyrir mat). Verkun insúlín lispró hefst fyrr og hefur skemmri verkun (2 til 5 tímar) en skjótvirk insúlín.

Klínískar rannsóknir á sjúklingum með sykursýki af tegund 1 og 2 hafa sýnt minni ofhækkun blóðsykurs eftir máltíðir með insúlín lispró samanborið við skjótvirk mannainsúlín.

Eins og með öll insúlínlyf getur verkunin verið breytileg milli einstaklinga og frá einum tíma til annars hjá sama einstakling og er háð skammti stungustað, blóðflæði, hitastigi og hreyfingu. Eftirfarandi línurit sýnir dæmigerð lyfhrif eftir gjöf undir húð.

Blóðsykur- lækkandi áhrif

 

 

 

 

 

 

Insulin

 

 

 

 

 

 

Lispro

 

 

 

 

 

 

Humulin R

Tími (klukkustundir)

Línuritið sýnir hlutfallslegt magn glúkósa sem gefið var á tímabilinu til að viðhalda blóðsykursgildum þátttakenda, sem næst því sem þau voru við föstu og lýsandi fyrir áhrif þessara insúlína á blóðsykursstjórnun á tímabilinu.

Gerðar hafa verið samanburðarrannsóknir á insúlín lispró við skjótvirkt insúlín hjá börnum

(61 sjúklingur á aldrinum 2 til 11 ára) og hjá börnum og unglingum (481 sjúklingur á aldrinum 9 til 19 ára). Lyfhrif insúlín lispró hjá börnum eru svipuð lyfhrifum hjá fullorðnum.

Þegar insúlín lispró er notað í innrennslisdælum undir húð hefur verið sýnt fram á lægri þéttni glýkóhemóglóbíns samanborið við skjótvirkt insúlín. Í tvíblindri víxlaðri rannsókn, lækkaði þéttni glýkóhemóglóbíns eftir 12 vikur um 0,37 prósentustig með insúlín lispró samanborið við

0,03 prósentustig með skjótvirku insúlíni (P = 0,004).

Hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 á hámarksskömmtum af súlfónýlúrealyfjum, hafa rannsóknir sýnt að ef insúlín lispró er bætt við meðferðina, lækkar HbA1c samanborið við súlfónýlúrea eitt sér. Aðrar tegundir insúlíns, t.d. skjótvirk eða meðallangvirk insúlín geta einnig lækkað HbA1c.

Klínískar rannsóknir á sjúklingum með sykursýki af tegund 1 og 2 hafa sýnt að sjúklingar fá færri tilfelli af oflækkun blóðsykurs á nóttinni með insúlín lispró samanborið við skjótvirk mannainsúlín. Sumar rannsóknir sýndu að fækkun tilfella af blóðsykursfalli að nóttu tengdist fjölgun tilfella blóðsykursfalls að degi til.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi hefur ekki áhrif á blóðsykurslækkandi áhrif insúlín lispró. Þátttakendur í samanburðarrannsókn á blóðsykurslækkandi áhrifum insúlín lispró og skjótvirks mannainsúlíns, mælt með blóðsykursþvingunarprófi, höfðu breytilega nýrnastarfsemi.

Sýnt hefur verið fram á að insúlín lispró er jafnvirkt og mannainsúlín þegar miðað er við mól/lítra, en verkunin hefst fyrr og varir skemur.

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf insúlín lispró eru dæmigerð fyrir lyf sem frásogast hratt og nær hámarki í blóði 30 til 70 mínútum eftir gjöf undir húð. Þegar lagt er mat á klínískt gildi þessa munar er rétt að skoða glúkósaumsetningarlínuritið (sjá kafla 5.1).

Insúlín lispró frásogast einnig hraðar en skjótvirkt mannainsúlín hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum, með sykursýki af tegund 2, með breytilega nýrnastarfsemi, fannst sami mismunur milli lyfjahvarfa insúlín lispró og skjótvirks insúlíns sem var óháður nýrnastarfsemi. Frásog og útskilnaður insúlín lispró var einnig hraðari samanborið við skjótvirkt insúlín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

5.3Forklínískar upplýsingar

Í in vitro prófunum, sýndi insúlín lispró svipaða hegðun eins og mannainsúlín þar með talið í bindingu við viðtaka og áhrif á frumur í vexti. Rannsóknir sýna einnig að klofnun insúlín lispró og mannainsúlíns frá insúlínviðtakanum er jafngild. Engar marktækar eiturverkanir fundust í rannsóknum sem miðuðust við að finna bráðar, eins mánaðar og eins árs eiturverkanir.

Insúlín lispró olli ekki minni frjósemi, eituráhrifum á fóstur eða vansköpunum í dýrarannsóknum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

m-kresól [3,15 mg/ml] Glyseról

Tvíbasískt natríumfosfat. 7H2O Zinkoxíð

Vatn fyrir stungulyf

Saltsýra og natríumhýdroxíð eru notuð eftir þörfum til að stilla pH á 7,0-7,8.

6.2Ósamrýmanleiki

Liprolog samsetningum má ekki blanda við insúlín frá öðrum framleiðendum eða við dýrainsúlín.

6.3Geymsluþol

Ónotaður áfylltur lyfjapenni

3 ár.

Eftir fyrstu notkun

28 dagar

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Ónotaður áfylltur lyfjapenni

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Verjið gegn miklum hita eða sólskini.

Eftir fyrstu notkun

Geymið við lægri hita en 30oC. Má ekki geyma í kæli. Geymið ekki áfylltan lyfjapenna með nálinni áfastri.

6.5 Gerð íláts og innihald, sérstakur búnaður til notkunar lyfsins, lyfjagjafar eða ísetningar þess

Lausnin er í rörlykjum, úr tegund I flint gleri, lokuðum með butyl eða halobutyl töppum og stimpilkollum og innsiglað með álinnsigli. Dimeticon eða silicon fleyti getur verið notað til að meðhöndla stimpla rörlykjunnar og/eða gler rörlykjunnar. 3 ml rörlykjurnar eru innbyggðar í einnota lyfjapenna, sem hefur heitið „KwikPen“. Nálar fylgja ekki.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

5 x 3 ml Liprolog 100 einingar/ml KwikPen pennar.

2 x (5 x 3 ml) Liprolog 100 einingar/ml KwikPen pennar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hvern lyfjapenna fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál.

Skoðið Liprolog lausnina. Hún á að vera tær og litlaus. Notið ekki Liprolog ef lausnin virðist vera skýjuð, þykkfljótandi eða lítilsháttar lituð eða ef agnir eru sjáanlegar.

a)Meðhöndlun áfyllts penna

Meðfylgjandi notkunarleiðbeiningar skulu vandlega lesnar áður en KwikPen penninn er notaður. Nota verður KwikPen eins og ráðlagt er í leiðbeiningunum.

b)Blöndun insúlína

Blandaðu ekki insúlínum í hettuglösum saman við insúlín í rörlykjum. Sjá kafla 6.2.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Eli Lilly Nederland B.V., Papendorpseweg 83, 3528 BJ Utrecht, Holland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/195/016

5 x 3 ml Liprolog 100 einingar/ml Kwik Pen

EU/1/01/195/017

2 x (5 x 3 ml) Liprolog 100 einingar/ml KwikPen

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. ágúst 2001

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 1. ágúst 2006

10 DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

1.HEITI LYFS

Liprolog Mix25 100 einingar/ml KwikPen, stungulyf, dreifa

2.INNIHALDSLÝSING

2.1Almenn lýsing

Liprolog Mix25 er hvít, sæfð dreifa.

2.2Innihaldslýsing

Einn ml inniheldur 100 einingar (samsvarandi 3,5mg) insúlín lispró (DNA raðbrigði framleitt í E.coli). Hvert ílát inniheldur 3 ml samsvarandi 300 einingum af insúlín lispró.

Liprolog Mix25 inniheldur 25% insúlín lispró lausn og 75% insúlín lispró prótamíndreifu.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1

3.LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Liprolog Mix25 er ætlað til meðferðar á sykursýki hjá sjúklingum sem þurfa insúlín til að viðhalda glúkósa innan viðmiðunarmarka.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Læknir ákveður skammta eftir þörfum sjúklings.

Gefa má Liprolog Mix25 skömmu fyrir mat. Liprolog Mix25 má gefa skömmu eftir mat, ef þess gerist þörf. Liprolog Mix25 má einungis gefa undir húð. Liprolog Mix25 má undir engum kringumstæðum gefa í æð.

Lyfið má gefa undir húð í upphandlegg, læri, sitjanda eða kvið. Skipta skal um stungustað þannig að sami stungustaður sé ekki notaður oftar en um það bil einu sinni í mánuði.

Þegar lyfið er gefið undir húð skal þess gætt að sprauta ekki Liprolog Mix25 í æð. Stungustað skal ekki nudda eftir sprautuna. Sjúklingum skal kennt að sprauta sig rétt.

Eftir gjöf Liprolog Mix25 undir húð, hefst verkun Liprolog fljótt og nær hámarki skömmu síðar. Þess vegna er unnt að gefa Liprolog Mix25 nærri matmálstímum. Verkunarlengd insúlín lispró prótamíndreifunnar (BASAL) í Liprolog Mix25 er sambærileg við meðallangvirk insúlín (ísóphan). Verkunarlengd allra insúlína getur verið breytileg milli einstaklinga eða breytileg frá einu tímabili til annars hjá sama einstaklingnum. Eins og með öll insúlín er verkunarlengd Liprolog Mix25 háð skammti, stungustað, blóðflæði, hitastigi og hreyfingu.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir insúlín lispró eða einhverju hjálparefnanna.

Lágur blóðsykur.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Liprolog Mix25 skal undir engum kringumstæðum gefið í æð.

Þegar sjúklingur skiptir um insúlíntegund, skal það fara fram undir eftirliti læknis. Breytingar á styrk, tegund (framleiðanda), gerð (skjótvirkt, ísóphan, zinkinsúlín, o.s.frv.), uppruna (dýra, human, human insulin analogue) og/eða framleiðsluaðferð (DNA raðbrigði samanborið við insúlín af dýrauppruna) getur valdið þörf fyrir breytta skammta.

Aðstæður sem geta valdið því að fyrstu einkenni um blóðsykurslækkun breytist eða verði ógreinilegri eru langvarandi sykursýki, tíðar insúlíngjafir, taugasjúkdómur af völdum sykursýki eða lyf eins og beta-blokkar.

Sumir sjúklingar sem hafa fengið lágan blóðsykur eftir þeir hættu að nota dýrainsúlín og fóru að nota mannainsúlín í staðinn, hafa sagt að varúðareinkennin séu síður augljós eða öðruvísi þegar manninsúlín er notað. Ef ekki er brugðist á viðeigandi hátt við hækkuðum eða lækkuðum blóðsykri getur það leitt til meðvitundarleysis, dauðadás eða dauða.

Of litlir skammtar eða brottfall úr meðferð, sérstaklega ef um er að ræða insúlínháða sykursýki, getur leitt til ofhækkunar blóðsykurs og ketónblóðsýringar, ástand sem er lífshættulegt.

Insúlínþörf getur minnkað við skerta nýrnastarfsemi. Insúlínþörf getur minnkað við skerta lifrarstarfsemi þegar dregur úr afköstum við glúkósanýmyndun og vegna minna niðurbrots insúlíns; hins vegar getur langvinn skert lifrarstarfsemi aukið insúlínþol, sem veldur aukinni insúlínþörf.

Insúlínþörf getur aukist við veikindi eða andlegt álag.

Aukin hreyfing eða breytt mataræði getur einnig valdið því að breyta þurfi skömmtum. Hreyfing strax eftir mat, getur aukið hættu á of lágum blóðsykri.

Ekki er mælt með notkun insúlín lispró fyrir börn undir 12 ára aldri, nema búist sé við því að barnið hafi hag af því samanborið við skjótvirkt insúlín.

Samhliða notkun Liprolog Mix25 með pioglitazóni:

Tilkynnt hefur verið um tilfelli hjartabilunar þegar pioglitazón er notað með insúlíni, sérstaklega hjá sjúklingum með áhættuþætti sem tengjast þróun hjartabilunar. Þetta skal haft í huga ef samhliða meðferð með pioglitazóni og Liprolog Mix25 er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð skal fylgjast með einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningu og vökvasöfnun (bjúg). Meðferð með pioglitazón skal stöðvuð ef vart verður við versnandi einkenni frá hjarta.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hvern lyfjapenna fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Insúlínþörf getur aukist við notkun lyfja sem hækka blóðsykur, svo sem getnaðarvarnartöflur, barksterar, skjaldkirtilshormón, danazol, beta-2-örvandi lyf (t.d. rítódrín, salbútamól eða terbútalín).

Insúlínþörf getur minnkað við notkun lyfja sem lækka blóðsykur, svo sem sykursýkilyf til inntöku, salicýlöt (t.d. acetýlsalicýlsýra), súlfalyf, sum þunglyndislyf (monoamín oxidasa hemlar, sérhæfðir serotonin enduruppöku hemlar), sumir ACE (angiotensin converting enzyme) hemlar (captopril, enalapril), angíótensín II viðtakablokkar, beta-blokkar, octreótíð eða áfengi.

Blöndun Liprolog Mix25 við önnur insúlín hefur ekki verið rannsökuð.

Leita skal eftir upplýsingum hjá lækninum um milliverkanir, þegar önnur lyf eru notuð samtímis með Liprolog Mix25 KwikPen (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Umtalsverðar upplýsingar um reynslu af notkun insúlín lispró á meðgöngu benda ekki til að insúlín lispró hafi aukaverkanir á heilsu fósturs/nýbura.

Mikilvægt er að blóðsykursstjórn sé góð hjá konum sem þurfa insúlín á meðgöngu (við insúlínháðri- eða meðgöngusykursýki). Insúlínþörf minnkar venjulega á fyrsta þriðjungi meðgöngu en eykst á öðrum og þriðja þriðjungi. Konum með sykursýki skal bent á að þær eigi að ræða við lækninn sinn ef þær verða þungaðar eða áforma barneignir. Nákvæm blóðsykursstjórn, ásamt góðri heilsu, er grundvallaratriði fyrir sykursjúkar konur á meðgöngu.

Sykursjúkar konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskömmtum, mataræði eða hvoru tveggja.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeiting og viðbragð sjúklings getur skerst vegna oflækkunar blóðsykurs. Það getur skapað hættu þar sem þessir hæfileikar eru mikilvægir (t.d. við akstur og stjórnun tækja).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar og forðast oflækkun blóðsykurs á sama tíma og þeir aka bíl. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga, sem finna lítil eða engin varúðarmerki um oflækkun blóðsykurs eða hafa fengið tíð tilfelli af oflækkun blóðsykurs. Meta skal hvort ráðlegt sé að aka bifreið í slíkum tilfellum.

4.8Aukaverkanir

Of lágur blóðsykur er algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar. Alvarleg lækkun blóðsykurs getur valdið meðvitundarleysi og í einstöku tilfellum dauða. Engin ákveðin tíðni of lágs blóðsykurs er tilgreind þar sem lágur blóðsykur er afleiðing bæði insúlínskammtsins og annarra þátta t.d. mataræðis og hreyfingar sjúklings.

Staðbundið ofnæmi hjá sjúklingum er algengt (1/100 til <1/10). Roði, þroti og kláði getur orðið við stungustað. Þessi einkenni jafna sig venjulega á nokkrum dögum eða vikum. Dæmi eru um að þessi einkenni stafi af einhverju öðru en insúlíninu, svo sem ertandi efnum í vökva sem er notaður til að hreinsa skinnið fyrir stunguna eða stungutækni er ekki nógu góð. Almennt ofnæmi fyrir insúlíni er mjög sjaldgæft (1/10.000 til <1/1.000) en getur verið mun alvarlegra. Það getur lýst sér með útbrotum um allan líkamann, öndunarerfiðleikum, hvæsandi öndun, blóðþrýstingsfalli, hröðum púls eða aukinni svitamyndun. Alvarlegt almennt ofnæmi getur verið lífshættulegt.

Fitukyrkingur getur komið fram á stungustað í sjaldgæfum tilfellum (1/1.000 til <1/100).

Tilkynnt hefur verið um bjúg í insúlínmeðferð, sérstaklega ef slæm stjórnun efnaskipta hefur batnað með aukinni insúlín meðferð.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Insúlín hafa engan skilgreindan skammt sem ofskömmtun, vegna þess að blóðsykur stjórnast af flóknu samspili insúlínmagns, framboði á glúkósa og öðrum efnaskiptum. Of lágur blóðsykur getur stafað af of mikilli insúlínvirkni miðað við fæðuinntöku og orkunotkun.

Of lágur blóðsykur getur lýst sér sem deyfð, rugl, hraður hjartsláttur, höfuðverkur, aukin svitamyndun og uppköst.

Væg lækkun blóðsykurs mun svara inntöku á glúkósa eða öðrum sykri eða öðrum sætum vörum.

Gefa má glúkagon undir húð eða í vöðva sem meðferð við meðal til alverlegri lækkun blóðsykurs sem er fylgt eftir með inntöku á kolvetnum þegar ástand sjúklings batnar. Gefa skal sjúklingi glúkósa í æð ef hann svarar ekki glúkagoni.

Ef sjúklingur er í dauðadái, skal honum gefið glúkagon í vöðva eða undir húð. Ef sjúklingur svarar ekki glúkagongjöf eða glúkagon er ófáanlegt skal honum gefinn glúkósi í æð. Mikilvægt er að sjúklingurinn fái að borða þegar hann hefur komist til meðvitundar.

Þar sem blóðsykur getur fallið aftur eftir að sjúklingur hefur svarað blóðsykurshækkandi meðferð getur þurft að viðhalda kolvetnainntöku og eftirliti.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: ATC flokkur: A10A D04.

Liprolog Mix25 er tilbúin blanda sem inniheldur insúlín lispró (skjótvirk hliðstæða mannainsúlíns) og insúlín lispró prótamíndreifu (meðallangvirk hliðstæða mannainsúlíns ).

Aðalverkun insúlín lispró er stjórnun glúkósaefnaskipta.

Insúlín hafa auk þess nokkra vefaukandi verkun á ýmsa vefi og ver þá gegn niðurbroti. Í vöðvum eykur það glýkógen-, fitusýru-, glýseról og próteinframleiðslu og upptöku á amínósýrum, en dregur úr niðurbroti glýkógens, glúkósanýmyndun, ketónframleiðslu, fitusundrun, próteinbrennslu og losun á amínósýrum.

Verkun insúlín lispró hefst nær samstundis (eftir um 15 mínútur). Þess vegna er unnt að gefa það nær máltíðum (0 til 15 mínútum fyrir mat) samanborið við skjótvirk insúlín (30 til 45 mínútur fyrir mat). Eftir gjöf Liprolog Mix25 undir húð, hefst verkun fljótt og nær hámarki skömmu síðar. Verkun Liprolog BASAL er sambærileg við meðallangvirkt insúlín (ísóphan) yfir tímabil sem nemur um

15 stundum.

Klínískar rannsóknir á sjúklingum með sykursýki af tegund 1 og 2 hafa sýnt minni ofhækkun blóðsykurs eftir máltíðir með Liprolog Mix25 samanborið við mannainsúlín sem er blandað í hlutföllunum 30/70. Ein klínísk rannsókn sýndi litla hækkun (0,38 mmól/l) blóðsykurs að nóttu (3 eftir miðnætti).

Eftirfarandi línurit sýnir lyfhrif Liprolog Mix25 og BASAL.

Humalog Mix25

Humalog Basal

Blóðsykurlækkandi verkun

Tími, klukkustundir

Línuritið sýnir hlutfallslegt magn glúkósa sem gefið var á tímabilinu til að viðhalda blóðsykursgildum þátttakenda, sem næst því sem þau voru við föstu og lýsandi fyrir áhrif þessara insúlína á blóðsykursstjórnun á tímabilinu.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi hefur ekki áhrif á blóðsykurslækkandi áhrif insúlín lispró. Þátttakendur í samanburðarrannsókn á blóðsykurslækkandi áhrifum insúlín lispró og skjótvirks mannainsúlíns, mælt með blóðsykursþvingunarprófi, höfðu breytilega nýrnastarfsemi.

Sýnt hefur verið fram á að insúlín lispró er jafnvirkt og mannainsúlín þegar miðað er við mól/lítra, en verkunin hefst fyrr og varir skemur.

Í tveimur 8 mánaða opnum, víxluðum rannsóknum var sjúklingum með sykursýki af tegund 2, sem annaðhvort höfðu ekki fengið insúlínmeðferð áður eða notuðu þegar eina eða tvær insúlínsprautanir á dag, gefin 4 mánaða meðferð með Liprolog Mix25 (notað tvisvar á dag ásamt metformíni) og

4 mánaða meðferð með insúlín glargín (notað einu sinni á dag ásamt metformíni) í slembaðri röð. Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi töflu.

 

Sjúklingar sem ekki höfðu

Sjúklingar sem notuðu

 

notað insúlín

insúlín

 

n = 78

n = 97

Meðaltals heildardagskammtur

0,63 einingar/kg

0,42 einingar/kg

insúlíns við endapunkt

 

 

Lækkun á hemóglóbín A1c 1

1,30%

1,00%

 

(meðaltal við upphaf rannsóknar

(meðaltal við upphaf rannsóknar

 

= 8,7%)

= 8,5%)

 

 

 

Lækkun meðaltals samanlagðs

3,46mM

2,48 mM

blóðsykurs 2 tímum eftir máltíð

 

 

(morgunn / kvöld) 1

 

 

Lækkun meðaltals fastandi

0,55 mM

0,65 mM

blóðsykurs 1

 

 

Tíðni blóðsykurslækkunar

25%

25%

(hypoglycemia) við endapunkt

 

 

Aukning á líkamsþyngd 2

2,33 kg

0,96 kg

1frá upphafi rannsóknar til loka Liprolog Mix25 meðferðar

2hjá sjúklingum sem fengu Liprolog Mix25 á fyrsta víxlunartímabilinu

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf insúlín lispró eru dæmigerð fyrir lyf sem frásogast hratt og nær hámarki í blóði 30 til 70 mínútum eftir gjöf undir húð. Lyfjahvörf insúlín lispró prótamíndreifu eru sambærileg við meðallangvirk insúlín eins og til dæmis ísóphan. Lyfjahvörf Liprolog Mix25 samanstanda af lyfjahvörfum beggja innihaldsefnanna. Við mat á klínísku gildi lyfjahvarfa fyrir þetta lyf, er meira viðeigandi að skoða glúkósuumsetningarkúrfuna (sjá umfjöllun í kafla 5.1).

Insúlín lispró frásogast einnig hraðar en skjótvirkt mannainsúlín hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum, með sykursýki af tegund 2, með breytilega nýrnastarfsemi, fannst sami mismunur milli lyfjahvarfa insúlín lispró og skjótvirks insúlíns sem var óháður nýrnastarfsemi. Frásog og útskilnaður insúlín lispró var einnig hraðari samanborið við skjótvirkt insúlín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

5.3Forklínískar upplýsingar

Í in vitro prófunum, sýndi insúlín lispró svipaða hegðun eins og mannainsúlín þar með talið í bindingu við viðtaka og áhrif á frumur í vexti. Rannsóknir sýna einnig að klofnun insúlín lispró og mannainsúlíns frá insúlínviðtakanum er jafngild. Engar marktækar eiturverkanir fundust í rannsóknum sem miðuðust við að finna bráðar, eins mánaðar og eins árs eiturverkanir.

Insúlín lispró olli ekki minni frjósemi, eituráhrifum á fóstur eða vansköpunum í dýrarannsóknum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Prótamínsúlfat m-kresól [1,76 mg/ml] Fenól [0,80 mg/ml] Glyseról

Tvíbasískt natríumfosfat. 7H2O Zinkoxíð

Vatn fyrir stungulyf

Saltsýra og natríumhýdroxíð eru notuð eftir þörfum til að stilla pH á 7,0-7,8.

6.2Ósamrýmanleiki

Blöndun Liprolog Mix25 við önnur insúlín hefur ekki verið rannsökuð. Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

Ónotaður áfylltur lyfjapenni

3 ár.

Eftir fyrstu notkun

28 dagar

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Ónotaður áfylltur lyfjapenni

Geymist í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Verjið gegn miklum hita eða sólskini.

Eftir fyrstu notkun

Geymið við lægri hita en 30oC. Má ekki geyma í kæli. Geymið ekki áfylltan lyfjapenna með nálinni áfastri.

6.5 Gerð íláts og innihald, sérstakur búnaður til notkunar lyfsins, lyfjagjafar eða ísetningar þess

Dreifan er í flint teg. I gler rörlykju, sem er lokað með halobutyl töppum og stimpilkollum og innsiglað með álinnsigli. Dimeticon eða silicon fleyti getur verið notað til að meðhöndla stimpla rörlykjunnar og/eða gler rörlykjunnar. 3 ml rörlykjurnar eru innbyggðar í einnota stungulyfspenna, sem hefur heitið „KwikPen”. Nálar fylgja ekki.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

5 x 3 ml Liprolog Mix25 100 einingar/ml KwikPen.

2 x (5 x 3 ml) Liprolog Mix25 100 einingar/ml KwikPen.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hvern lyfjapenna fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál.

Rúllaðu KwikPen tíu sinnum milli lófanna og veltu honum síðan upp og niður 180° tíu sinnum rétt fyrir notkun til að insúlínið blandist, lausnin á að vera einsleit, skýjuð eða mjólkurhvít. Ef lausnin er ekki einsleit, skal framangreind blöndun endurtekin uns lausnin verður einsleit. Lítil glerkúla er í rörlykjunni til að auðvelda blöndunina. Hristið ekki, því það getur valdið froðumyndun sem getur valdið ónákvæmri mælingu á skammti.

Innihald rörlykjunnar skal skoðað oft og ekki má nota pennann ef það hefur kekkjast eða hvítar agnir, sem líkjast hrími, eru fastar á botni eða hliðum rörlykjunnar.

Meðhöndlun áfyllts penna

Meðfylgjandi notkunarleiðbeiningar skulu vandlega lesnar áður en KwikPen penninn er notaður. Nota verður KwikPen eins og ráðlagt er í leiðbeiningunum.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Eli Lilly Nederland B.V., Papendorpseweg 83, 3528 BJ Utrecht, Holland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/195/018

5 x 3 ml Liprolog Mix25 100 einingar/ml KwikPen.

EU/1/01/195/019

2 x (5 x 3 ml) Liprolog Mix25 100 einingar/ml KwikPen.

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. ágúst 2001

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 1. ágúst 2006

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

1.HEITI LYFS

Liprolog Mix50 100 einingar/ml KwikPen, stungulyf, dreifa

2.INNIHALDSLÝSING

2.1Almenn lýsing

Liprolog Mix50 er hvít, sæfð dreifa.

2.2Innihaldslýsing

Einn ml inniheldur 100 einingar (samsvarandi 3,5mg) insúlín lispró (DNA raðbrigði framleitt í E.coli). Hvert ílát inniheldur 3 ml samsvarandi 300 einingum af insúlín lispró.

Liprolog Mix50 inniheldur 50% insúlín lispró lausn og 50% insúlín lispró prótamíndreifu.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1

3.LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Liprolog Mix50 er ætlað til meðferðar á sykursýki hjá sjúklingum sem þurfa insúlín til að viðhalda glúkósa innan viðmiðunarmarka.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Læknir ákveður skammta eftir þörfum sjúklings.

Gefa má Liprolog Mix50 skömmu fyrir mat. Liprolog Mix50 má gefa skömmu eftir mat, ef þess gerist þörf. Liprolog Mix50 má einungis gefa undir húð. Liprolog Mix50 má undir engum kringumstæðum gefa í æð.

Lyfið má gefa undir húð í upphandlegg, læri, sitjanda eða kvið. Skipta skal um stungustað þannig að sami stungustaður sé ekki notaður oftar en um það bil einu sinni í mánuði.

Þegar lyfið er gefið undir húð skal þess gætt að sprauta ekki Liprolog Mix50 í æð. Stungustað skal ekki nudda eftir sprautuna. Sjúklingum skal kennt að sprauta sig rétt.

Eftir gjöf Liprolog Mix50 undir húð, hefst verkun Liprolog fljótt og nær hámarki skömmu síðar. Þess vegna er unnt að gefa Liprolog Mix50 nærri matmálstímum. Verkunarlengd insúlín lispró prótamíndreifunnar (BASAL) í Liprolog Mix50 er sambærileg við meðallangvirk insúlín (ísóphan). Verkunarlengd allra insúlína getur verið breytileg milli einstaklinga eða breytileg frá einu tímabili til annars hjá sama einstaklingnum. Eins og með öll insúlín er verkunarlengd Liprolog Mix50 háð skammti, stungustað, blóðflæði, hitastigi og hreyfingu.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir insúlín lispró eða einhverju hjálparefnanna.

Lágur blóðsykur.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Liprolog Mix50 skal undir engum kringumstæðum gefið í æð.

Þegar sjúklingur skiptir um insúlíntegund, skal það fara fram undir eftirliti læknis. Breytingar á styrk, tegund (framleiðanda), gerð (skjótvirkt, ísóphan, zinkinsúlín, o.s.frv.), uppruna (dýra, human, human insulin analogue) og/eða framleiðsluaðferð (DNA raðbrigði samanborið við insúlín af dýrauppruna) getur valdið þörf fyrir breytta skammta.

Aðstæður sem geta valdið því að fyrstu einkenni um blóðsykurslækkun breytist eða verði ógreinilegri eru langvarandi sykursýki, tíðar insúlíngjafir, taugasjúkdómur af völdum sykursýki eða lyf eins og beta-blokkar.

Sumir sjúklingar sem hafa fengið lágan blóðsykur eftir að þeir hættu að nota dýrainsúlín og fóru að nota mannainsúlín í staðinn, hafa sagt að varúðareinkennin séu síður augljós eða öðruvísi þegar manninsúlín er notað. Ef ekki er brugðist á viðeigandi hátt við hækkuðum eða lækkuðum blóðsykri getur það leitt til meðvitundarleysis, dauðadás eða dauða.

Of litlir skammtar eða brottfall úr meðferð, sérstaklega ef um er að ræða insúlínháða sykursýki, getur leitt til ofhækkunar blóðsykurs og ketónblóðsýringar, ástand sem er lífshættulegt.

Insúlínþörf getur minnkað við skerta nýrnastarfsemi. Insúlínþörf getur minnkað við skerta lifrarstarfsemi þegar dregur úr afköstum við glúkósanýmyndun og vegna minna niðurbrots insúlíns; hins vegar getur langvinn skert lifrarstarfsemi aukið insúlínþol, sem veldur aukinni insúlínþörf.

Insúlínþörf getur aukist við veikindi eða andlegt álag.

Aukin hreyfing eða breytt mataræði getur einnig valdið því að breyta þurfi skömmtum. Hreyfing strax eftir mat, getur aukið hættu á of lágum blóðsykri.

Ekki er mælt með notkun insúlín lispró fyrir börn undir 12 ára aldri, nema búist sé við því að barnið hafi hag af því samanborið við skjótvirkt insúlín.

Samhliða notkun Liprolog Mix50 með pioglitazóni:

Tilkynnt hefur verið um tilfelli hjartabilunar þegar pioglitazón er notað með insúlíni, sérstaklega hjá sjúklingum með áhættuþætti sem tengjast þróun hjartabilunar. Þetta skal haft í huga ef samhliða meðferð með pioglitazóni og Liprolog Mix50 er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð skal fylgjast með einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningu og vökvasöfnun (bjúg). Meðferð með pioglitazón skal stöðvuð ef vart verður við versnandi einkenni frá hjarta.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hvern lyfjapenna fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Insúlínþörf getur aukist við notkun lyfja sem hækka blóðsykur, svo sem getnaðarvarnartöflur, barksterar, skjaldkirtilshormón, danazol, beta-2-örvandi lyf (t.d. rítódrín, salbútamól eða terbútalín).

Insúlínþörf getur minnkað við notkun lyfja sem lækka blóðsykur, svo sem sykursýkilyf til inntöku, salicýlöt (t.d. acetýlsalicýlsýra), súlfalyf, sum þunglyndislyf (monoamín oxidasa hemlar, sérhæfðir serotonin endurupptöku hemlar), sumir ACE (angiotensin converting enzyme) hemlar (captopril, enalapril), angíótensín II viðtakablokkar, beta-blokkar, octreótíð eða áfengi.

Blöndun Liprolog Mix50 við önnur insúlín hefur ekki verið rannsökuð.

Leita skal eftir upplýsingum hjá lækninum um milliverkanir, þegar önnur lyf eru notuð samtímis með Liprolog Mix50 KwikPen (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Umtalsverðar upplýsingar um reynslu af notkun insúlín lispró á meðgöngu benda ekki til að insúlín lispró hafi aukaverkanir á heilsu fósturs/nýbura.

Mikilvægt er að blóðsykursstjórn sé góð hjá konum sem þurfa insúlín á meðgöngu (við insúlínháðri- eða meðgöngusykursýki). Insúlínþörf minnkar venjulega á fyrsta þriðjungi meðgöngu en eykst á öðrum og þriðja þriðjungi. Konum með sykursýki skal bent á að þær eigi að ræða við lækninn sinn ef þær verða þungaðar eða áforma barneignir. Nákvæm blóðsykursstjórn, ásamt góðri heilsu, er grundvallaratriði fyrir sykursjúkar konur á meðgöngu.

Sykursjúkar konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskömmtum, mataræði eða hvoru tveggja.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeiting og viðbragð sjúklings getur skerst vegna oflækkunar blóðsykurs. Það getur skapað hættu þar sem þessir hæfileikar eru mikilvægir (t.d. við akstur og stjórnun tækja).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar og forðast oflækkun blóðsykurs á sama tíma og þeir aka bíl. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga, sem finna lítil eða engin varúðarmerki um oflækkun blóðsykurs eða hafa fengið tíð tilfelli af oflækkun blóðsykurs. Meta skal hvort ráðlegt sé að aka bifreið í slíkum tilfellum.

4.8Aukaverkanir

Of lágur blóðsykur er algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar. Alvarleg lækkun blóðsykurs getur valdið meðvitundarleysi og í einstöku tilfellum dauða. Engin ákveðin tíðni of lágs blóðsykurs er tilgreind þar sem lágur blóðsykur er afleiðing bæði insúlínskammtsins og annarra þátta t.d. mataræðis og hreyfingar sjúklings.

Staðbundið ofnæmi hjá sjúklingum er algengt (1/100 til <1/10). Roði, þroti og kláði getur orðið við stungustað. Þessi einkenni jafna sig venjulega á nokkrum dögum eða vikum. Dæmi eru um að þessi einkenni stafi af einhverju öðru en insúlíninu, svo sem ertandi efnum í vökva sem er notaður til að hreinsa skinnið fyrir stunguna eða stungutækni er ekki nógu góð. Almennt ofnæmi fyrir insúlíni er mjög sjaldgæft (1/10.000 til <1/1.000) en getur verið mun alvarlegra. Það getur lýst sér með útbrotum um allan líkamann, öndunarerfiðleikum, hvæsandi öndun, blóðþrýstingsfalli, hröðum púls eða aukinni svitamyndun. Alvarlegt almennt ofnæmi getur verið lífshættulegt.

Fitukyrkingur getur komið fram á stungustað í sjaldgæfum tilfellum (1/1.000 til <1/100).

Tilkynnt hefur verið um bjúg í insúlínmeðferð, sérstaklega ef slæm stjórnun efnaskipta hefur batnað með aukinni insúlín meðferð.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Insúlín hafa engan skilgreindan skammt sem ofskömmtun, vegna þess að blóðsykur stjórnast af flóknu samspili insúlínmagns, framboði á glúkósa og öðrum efnaskiptum. Of lágur blóðsykur getur stafað af of mikilli insúlínvirkni miðað við fæðuinntöku og orkunotkun.

Of lágur blóðsykur getur lýst sér sem deyfð, rugl, hraður hjartsláttur, höfuðverkur, aukin svitamyndun og uppköst.

Væg lækkun blóðsykurs mun svara inntöku á glúkósa eða öðrum sykri eða öðrum sætum vörum.

Gefa má glúkagon undir húð eða í vöðva sem meðferð við meðal til alverlegri lækkun blóðsykurs sem er fylgt eftir með inntöku á kolvetnum þegar ástand sjúklings batnar. Gefa skal sjúklingi glúkósa í æð ef hann svarar ekki glúkagoni.

Ef sjúklingur er í dauðadái, skal honum gefið glúkagon í vöðva eða undir húð. Ef sjúklingur svarar ekki glúkagongjöf eða glúkagon er ófáanlegt skal honum gefinn glúkósi í æð. Mikilvægt er að sjúklingurinn fái að borða þegar hann hefur komist til meðvitundar.

Þar sem blóðsykur getur fallið aftur eftir að sjúklingur hefur svarað blóðsykurshækkandi meðferð getur þurft að viðhalda kolvetnainntöku og eftirliti.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: ATC flokkur: A10A D04.

Liprolog Mix50 er tilbúin blanda sem inniheldur insúlín lispró (skjótvirk hliðstæða mannainsúlíns) og insúlín lispró prótamíndreifu (meðallangvirk hliðstæða mannainsúlíns ).

Aðalverkun insúlín lispró er stjórnun glúkósaefnaskipta.

Insúlín hafa auk þess nokkra vefaukandi verkun á ýmsa vefi og ver þá gegn niðurbroti. Í vöðvum eykur það glýkógen-, fitusýru-, glýseról og próteinframleiðslu og upptöku á amínósýrum, en dregur úr niðurbroti glýkógens, glúkósanýmyndun, ketónframleiðslu, fitusundrun, próteinbrennslu og losun á amínósýrum.

Verkun insúlín lispró hefst nær samstundis (eftir um 15 mínútur). Þess vegna er unnt að gefa það nær máltíðum (0 til 15 mínútum fyrir mat) samanborið við skjótvirk insúlín (30 til 45 mínútur fyrir mat). Eftir gjöf Liprolog Mix50 undir húð, hefst verkun fljótt og nær hámarki skömmu síðar. Verkun Liprolog BASAL er sambærileg við meðallangvirkt insúlín (ísóphan) yfir tímabil sem nemur um

15 stundum. Eftirfarandi línurit sýnir lyfhrif Liprolog Mix50 og BASAL.

Liprolog Mix50

Liprolog Basal

Blóðsykurlækkandi verkun

Línuritið sýnir hlutfallslegt magn glúkósa sem gefið var á tímabilinu til að viðhalda blóðsykursgildum þátttakenda, sem næst því sem þau voru við föstu og lýsandi fyrir áhrif þessara insúlína á blóðsykursstjórnun á tímabilinu.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi hefur ekki áhrif á blóðsykurslækkandi áhrif insúlín lispró. Þátttakendur í samanburðarrannsókn á blóðsykurslækkandi áhrifum insúlín lispró og skjótvirks mannainsúlíns, mælt með blóðsykursþvingunarprófi, höfðu breytilega nýrnastarfsemi.

Sýnt hefur verið fram á að insúlín lispró er jafnvirkt og mannainsúlín þegar miðað er við mól/lítra, en verkunin hefst fyrr og varir skemur.

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf insúlín lispró eru dæmigerð fyrir lyf sem frásogast hratt og nær hámarki í blóði 30 til 70 mínútum eftir gjöf undir húð. Lyfjahvörf insúlín lispró prótamíndreifu eru sambærileg við meðallangvirk insúlín eins og til dæmis ísóphan. Lyfjahvörf Liprolog Mix50 samanstanda af lyfjahvörfum beggja innihaldsefnanna. Við mat á klínísku gildi lyfjahvarfa fyrir þetta lyf, er meira viðeigandi að skoða glúkósuumsetningarkúrfuna (sjá umfjöllun í kafla 5.1).

Insúlín lispró frásogast einnig hraðar en skjótvirkt mannainsúlín hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum, með sykursýki af tegund 2, með breytilega nýrnastarfsemi, fannst sami mismunur milli lyfjahvarfa insúlín lispró og skjótvirks insúlíns sem var óháður nýrnastarfsemi. Frásog og útskilnaður insúlín lispró var einnig hraðari samanborið við skjótvirkt insúlín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

5.3Forklínískar upplýsingar

Í in vitro prófunum, sýndi insúlín lispró svipaða hegðun eins og mannainsúlín þar með talið í bindingu við viðtaka og áhrif á frumur í vexti. Rannsóknir sýna einnig að klofnun insúlín lispró og mannainsúlíns frá insúlínviðtakanum er jafngild. Engar marktækar eiturverkanir fundust í rannsóknum sem miðuðust við að finna bráðar, eins mánaðar og eins árs eiturverkanir.

Insúlín lispró olli ekki minni frjósemi, eituráhrifum á fóstur eða vansköpunum í dýrarannsóknum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Prótamínsúlfat m-kresól [2,20 mg/ml] Fenól [1,00 mg/ml] Glyseról

Tvíbasískt natríumfosfat. 7H2O Zinkoxíð

Vatn fyrir stungulyf

Saltsýra og natríumhýdroxíð eru notuð eftir þörfum til að stilla pH á 7,0-7,8.

6.2Ósamrýmanleiki

Blöndun Liprolog Mix50 við önnur insúlín hefur ekki verið rannsökuð. Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

Ónotaður áfylltur lyfjapenni

3 ár.

Eftir fyrstu notkun

28 dagar

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Ónotaður áfylltur lyfjapenni

Geymist í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Verjið gegn miklum hita eða sólskini.

Eftir fyrstu notkun

Geymið við lægri hita en 30oC. Má ekki geyma í kæli. Geymið ekki áfylltan lyfjapenna með nálinni áfastri.

6.5 Gerð íláts og innihald, sérstakur búnaður til notkunar lyfsins, lyfjagjafar eða ísetnignar þess

Dreifan er í flint teg. I gler rörlykju, sem er lokað með halobutyl töppum og stimpilkollum og innsiglað með álinnsigli. Dimeticon eða silicon fleyti getur verið notað til að meðhöndla stimpla rörlykjunnar og/eða gler rörlykjunnar. 3 ml rörlykjurnar eru innbyggðar í einnota stungulyfspenna, sem hefur heitið „KwikPen”. Nálar fylgja ekki.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

5 x 3 ml Liprolog Mix50 100 einingar/ml KwikPen.

2 x (5 x 3 ml) Liprolog Mix50 100 einingar/ml KwikPen.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hvern lyfjapenna fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál.

Rúllaðu KwikPen tíu sinnum milli lófanna og veltu honum síðan upp og niður 180° tíu sinnum rétt fyrir notkun til að insúlínið blandist, lausnin á að vera einsleit, skýjuð eða mjólkurhvít. Ef lausnin er ekki einsleit, skal framangreind blöndun endurtekin uns lausnin verður einsleit. Lítil glerkúla er í

rörlykjunni til að auðvelda blöndunina. Hristið ekki, því það getur valdið froðumyndun sem getur valdið ónákvæmri mælingu á skammti.

Innihald rörlykjunnar skal skoðað oft og ekki má nota pennann ef það hefur kekkjast eða hvítar agnir, sem líkjast hrími, eru fastar á botni eða hliðum rörlykjunnar.

Meðhöndlun áfyllts penna

Meðfylgjandi notkunarleiðbeiningar skulu vandlega lesnar áður en KwikPen penninn er notaður. Nota verður KwikPen eins og ráðlagt er í leiðbeiningunum.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Eli Lilly Nederland B.V., Papendorpseweg 83, 3528 BJ Utrecht, Holland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/195/020

5 x 3 ml Liprolog Mix50 100 einingar/ml KwikPen pennar

EU/1/01/195/021

2 x (5 x 3 ml) Liprolog Mix50 100 einingar/ml KwikPen pennar

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. ágúst 2001

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 1. ágúst 2006

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

1.HEITI LYFS

Liprolog BASAL 100 einingar/ml KwikPen, stungulyf, dreifa

2.INNIHALDSLÝSING

2.1Almenn lýsing

Liprolog BASAL er hvít, sæfð dreifa.

2.2Innihaldslýsing

Einn ml inniheldur 100 einingar (samsvarandi 3,5mg) insúlín lispró (DNA raðbrigði framleitt í E.coli). Hvert ílát inniheldur 3 ml samsvarandi 300 einingum af insúlín lispró.

Liprolog BASAL inniheldur insúlín lispró prótamíndreifu.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1

3.LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Liprolog BASAL er ætlað til meðferðar á sykursýki hjá sjúklingum sem þurfa insúlín til að viðhalda glúkósa innan viðmiðunarmarka.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Læknir ákveður skammta eftir þörfum sjúklings.

Liprolog BASAL má gefa með Liprolog. Liprolog BASAL Pen má einungis gefa undir húð. Liprolog BASAL Pen má undir engum kringumstæðum gefa í æð.

Lyfið má gefa undir húð í upphandlegg, læri, sitjanda eða kvið. Skipta skal um stungustað þannig að sami stungustaður sé ekki notaður oftar en um það bil einu sinni í mánuði.

Þegar lyfið er gefið undir húð skal þess gætt að sprauta ekki Liprolog BASAL í æð. Stungustað skal ekki nudda eftir sprautuna. Sjúklingum skal kennt að sprauta sig rétt.

Verkunarlengd Liprolog BASAL er sambærileg við meðallangvirk insúlín (NPH) í um 15 stundir. Verkunarlengd allra insúlína getur verið breytileg milli einstaklinga eða breytileg frá einu tímabili til annars hjá sama einstaklingnum. Eins og með öll insúlín er verkunarlengd Liprolog Pen háð skammti, stungustað, blóðflæði, hitastigi og hreyfingu.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir insúlín lispró eða einhverju hjálparefnanna.

Lágur blóðsykur.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Liprolog BASAL skal undir engum kringumstæðum gefið í æð.

Þegar sjúklingur skiptir um insúlíntegund, skal það fara fram undir eftirliti læknis. Breytingar á styrk, tegund (framleiðanda), gerð (Regular, NPH, zinkinsúlín, o.s.frv.), uppruna (dýra, human, human insulin analogue) og/eða framleiðsluaðferð (DNA raðbrigði samanborið við insúlín af dýrauppruna) getur valdið þörf fyrir breytta skammta.

Aðstæður sem geta valdið því að fyrstu einkenni um blóðsykurslækkun breytist eða verði ógreinilegri eru langvarandi sykursýki, tíðar insúlíngjafir, taugasjúkdómur af völdum sykursýki eða lyf eins og beta-blokkar.

Sumir sjúklingar sem hafa fengið lágan blóðsykur eftir að þeir hættu að nota dýrainsúlín og fóru að nota mannainsúlín í staðinn, hafa sagt að varúðareinkennin séu síður augljós eða öðruvísi þegar manninsúlín er notað. Ef ekki er brugðist á viðeigandi hátt við hækkuðum eða lækkuðum blóðsykri getur það leitt til meðvitundarleysis, dauðadás, eða dauða.

Of litlir skammtar eða brottfall úr meðferð, sérstaklega ef um er að ræða insúlínháða sykursýki, getur leitt til ofhækkunar blóðsykurs og ketónblóðsýringar, ástand sem er lífshættulegt.

Insúlínþörf getur minnkað við skerta nýrnastarfsemi. Insúlínþörf getur minnkað við skerta lifrarstarfsemi þegar dregur úr afköstum við glúkósanýmyndun og minna niðurbrots insúlíns; hins vegar getur langvinn skert lifrarstarfsemi aukið insúlínþol, sem veldur aukinni insúlínþörf.

Insúlínþörf getur aukist við veikindi eða andlegt álag.

Aukin hreyfing eða breytt mataræði getur einnig valdið því að breyta þurfi skömmtum. Hreyfing strax eftir mat, getur aukið hættu á of lágum blóðsykri.

Ekki er mælt með notkun insúlín lispró fyrir börn undir 12 ára aldri, nema búist sé við því að barnið hafi hag af því samanborið við venjulegt insúlín.

Samhliða notkun Liprolog BASAL með pioglitazóni:

Tilkynnt hefur verið um tilfelli hjartabilunar þegar pioglitazón er notað með insúlíni, sérstaklega hjá sjúklingum með áhættuþætti sem tengjast þróun hjartabilunar. Þetta skal haft í huga ef samhliða meðferð með pioglitazóni og Liprolog BASAL er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð skal fylgjast með einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningu og vökvasöfnun (bjúg). Meðferð með pioglitazón skal stöðvuð ef vart verður við versnandi einkenni frá hjarta.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hvern lyfjapenna fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Insúlínþörf getur aukist við notkun lyfja sem hækka blóðsykur, svo sem getnaðarvarnartöflur, barksterar, skjaldkirtilshormón, danazol, beta-2-örvandi lyf (t.d. rítódrín, salbútamól eða terbútalín).

Insúlínþörf getur minnkað við notkun lyfja sem lækka blóðsykur, svo sem sykursýkilyf til inntöku, salicýlöt (t.d. acetýlsalicýlsýra), súlfalyf, sum þunglyndislyf (monoamín oxidasa hemlar, sérhæfðir serotonin endurupptöku hemlar), sumir ACE (angiotensin converting enzyme) hemlar (captopril, enalapril), angíótensín II viðtakablokkar, beta-blokkar, octreótíð, eða áfengi.

Blöndun Liprolog BASAL við önnur insúlín en Liprolog hefur ekki verið rannsökuð.

Leita skal eftir upplýsingum hjá lækninum um milliverkanir, þegar önnur lyf eru notuð samtímis með Liprolog BASAL 100 einingar/ml KwikPen (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Umtalsverðar upplýsingar um reynslu af notkun insúlín lispró á meðgöngu benda ekki til að insúlín lispró hafi aukaverkanir á heilsu fósturs/nýbura.

Mikilvægt er að blóðsykurstjórn sé góð hjá konum sem þurfa insúlín á meðgöngu (við insúlínháðri- eða meðgöngusykursýki). Insúlínþörf minnkar venjulega á fyrsta þriðjungi meðgöngu en eykst á öðrum og þriðja þriðjungi. Konum með sykursýki skal bent á að þær eigi að ræða við lækninn sinn ef þær verða þungaðar eða áforma barneignir. Nákvæm blóðsykurstjórn, ásamt góðri heilsu, er grundvallaratriði fyrir sykursjúkar konur á meðgöngu.

Sykursjúkar konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskömmtum, mataræði eða hvoru tveggja.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeiting og viðbragð sjúklings getur skerst vegna lækkunar blóðsykurs. Það getur skapað hættu þar sem þessir hæfileikar eru mikilvægir (t.d. við akstur og stjórnun tækja).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar og forðast oflækkun blóðsykurs á sama tíma og þeir aka bíl. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga, sem finna lítil eða engin varúðarmerki um oflækkun blóðsykurs, eða hafa fengið tíð tilfelli af oflækkun blóðsykurs. Meta skal hvort ráðlegt sé að aka bifreið í slíkum tilfellum.

4.8Aukaverkanir

Of lágur blóðsykur er algengasta aukaverkun insúlínmeðferðar. Alvarleg lækkun blóðsykurs getur valdið meðvitundarleysi og í einstöku tilfellum dauða. Engin ákveðin tíðni of lágs blóðsykurs er tilgreind þar sem lágur blóðsykur er afleiðing bæði insúlínskammtsins og annarra þátta t.d. mataræðis og hreyfingar sjúklings.

Staðbundið ofnæmi hjá sjúklingum er algengt (1/100 til <1/10). Roði, þroti og kláði getur orðið við stungustað. Þessi einkenni jafna sig venjulega á nokkrum dögum eða vikum. Dæmi eru um að þessi einkenni stafi af einhverju öðru en insúlíninu, svo sem ertandi efnum í vökva sem er notaður til að hreinsa skinnið fyrir stunguna eða stungutækni er ekki nógu góð. Almennt ofnæmi fyrir insúlíni er mjög sjaldgæft (1/10.000 til <1/1.000) en getur verið mun alvarlegra. Það getur lýst sér með útbrotum um allan líkamann, öndunarerfiðleikum, hvæsandi öndun, blóðþrýstingsfalli, hröðum púls eða aukinni svitamyndun. Alvarlegt almennt ofnæmi getur verið lífshættulegt.

Fitukyrkingur getur komið fram á stungustað í sjaldgæfum tilfellum (1/1.000 til <1/100).

Tilkynnt hefur verið um bjúg í insúlínmeðferð, sérstaklega ef slæm stjórnun efnaskipta hefur batnað með aukinni insúlín meðferð.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Insúlín hafa engan skilgreindan skammt sem ofskömmtun, vegna þess að blóðsykur stjórnast af flóknu samspili insúlínmagns, framboði á glúkósa og öðrum efnaskiptum. Of lágur blóðsykur getur stafað af of mikilli insúlínvirkni miðað við fæðuinntöku og orkunotkun.

Of lágur blóðsykur getur lýst sér sem deyfð, rugl, hraður hjartsláttur, höfuðverkur, aukin svitamyndun og uppköst.

Væg lækkun blóðsykurs mun svara inntöku á glúkósa eða öðrum sykri eða öðrum sætum vörum.

Gefa má glúkagon undir húð eða í vöðva sem meðferð við meðal til alverlegri lækkun blóðsykurs sem er fylgt eftir með inntöku á kolvetnum þegar ástand sjúklings batnar. Gefa skal sjúklingi glúkósa í æð ef hann svarar ekki glúkagoni.

Ef sjúklingur er í dauðadái, skal honum gefið glúkagon í vöðva eða undir húð. Ef sjúklingur svarar ekki glúkagongjöf eða glúkagon er ófáanlegt skal honum gefinn glúkósi í æð. Mikilvægt er að sjúklingurinn fái að borða þegar hann hefur komist til meðvitundar.

Þar sem blóðsykur getur fallið aftur eftir að sjúklingur hefur svarað blóðsykurshækkandi meðferð getur þurft að viðhalda kolvetnainntöku og eftirliti.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun: Meðallangvirk hliðstæða mannainsúlíns. ATC flokkur A10A C04.

Aðalverkun insúlín lispró er stjórnun glúkósaefnaskipta.

Insúlín hafa auk þess nokkra vefaukandi verkun á ýmsa vefi og ver þá gegn niðurbroti. Í vöðvum eykur það glýkógen-, fitusýru-, glýseról og próteinframleiðslu og upptöku á amínósýrum, en dregur úr niðurbroti glýkógens, glúkósanýmyndun, ketónframleiðslu, fitusundrun, próteinbrennslu og losun á amínósýrum.

Verkun Liprolog BASAL er sambærileg við meðallangvirkt insúlín (NPH) yfir tímabil sem nemur um 15 stundum.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi hefur ekki áhrif á blóðsykurslækkandi áhrif insúlín lispró. Þátttakendur í samanburðarrannsókn á blóðsykurslækkandi áhrifum insúlín lispró og skjótvirks mannainsúlíns, mælt með blóðsykursþvingunarprófi, höfðu breytilega nýrnastarfsemi.

Sýnt hefur verið fram á að insúlín lispró er jafnvirkt og mannainsúlín þegar miðað er við mól/lítra, en verkunin hefst fyrr og varir skemur.

5.2Lyfjahvörf

Liprolog BASAL frásogast hægt og nær insúlínstyrkur í blóði hámarki um 6 stundum eftir að skammtur var gefinn. Við mat á klínísku gildi lyfjahvarfa fyrir þetta lyf, er meira viðeigandi að skoða glúkósu-umsetningarkúrfuna.

Insúlín lispró frásogast einnig hraðar en skjótvirkt mannainsúlín hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum, með sykursýki af tegund 2, með breytilega nýrnastarfsemi, fannst sami mismunur milli lyfjahvarfa insúlín lispró og skjótvirks insúlíns sem var óháður nýrnastarfsemi. Frásog og útskilnaður insúlín lispró var einnig hraðari samanborið við skjótvirkt insúlín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

5.3Forklínískar upplýsingar

Í in vitro prófunum, sýndi insúlín lispró svipaða hegðun eins og mannainsúlín þar með talið í bindingu við viðtaka og áhrif á frumur í vexti. Rannsóknir sýna einnig að klofnun insúlín lispró og mannainsúlíns frá insúlínviðtakanum er jafngild. Engar marktækar eiturverkanir fundust í rannsóknum sem miðuðust við að finna bráðar, eins mánaðar og eins árs eiturverkanir.

Insúlín lispró olli ekki minni frjósemi, eituráhrifum á fóstur eða vansköpunum í dýrarannsóknum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Prótamínsúlfat m-kresól [1,76 mg/ml] Fenól [0,80 mg/ml] Glýseról

Tvíbasískt natríumfosfat. 7H2O Zinkoxíð

Vatn fyrir stungulyf

Saltsýra og natríumhýdroxíð eru notuð eftir þörfum til að stilla pH á 7,0-7,8.

6.2Ósamrýmanleiki

Blöndun Liprolog BASAL við önnur insúlín en Liprolog hefur ekki verið rannsökuð. Blandið ekki lyfinu við önnur lyf en Liprolog.

6.3Geymsluþol

Ónotaður áfylltur lyfjapenni

2 ár.

Eftir fyrstu notkun

21 dagur.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Ónotaður áfylltur lyfjapenni

Geymist í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Verjið gegn miklum hita eða sólskini.

Eftir fyrstu notkun

Geymið við lægri hita en 30oC. Má ekki geyma í kæli. Geymið ekki áfylltan lyfjapenna með nálinni áfastri.

6.5 Gerð íláts og innihald, sérstakur búnaður til notkunar lyfsins, lyfjagjafar eða ísetnignar þess

Dreifan er í flint teg. I gler rörlykju, sem er lokað með halobutyl töppum og stimpilkollum og innsiglað með álinnsigli. Dimeticon eða silicon fleyti getur verið notað til að meðhöndla stimpla rörlykjunnar og/eða gler rörlykjunnar. 3 ml rörlykjurnar eru innbyggðar í einnota stungulyfspenna, sem hefur heitið „KwikPen”. Nálar fylgja ekki.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðsettar.

5 x 3 ml Liprolog BASAL 100 einingar/ml KwikPen.

2 x (5 x 3 ml) Liprolog BASAL 100 einingar/ml KwikPen.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hvern lyfjapenna fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál.

Rúllaðu KwikPen tíu sinnum milli lófanna og veltu honum síðan upp og niður 180° tíu sinnum rétt fyrir notkun til að insúlínið blandist, lausnin á að vera einsleit, skýjuð eða mjólkurhvít. Ef lausnin er ekki einsleit, skal framangreind blöndun endurtekin uns lausnin verður einsleit. Lítil glerkúla er í rörlykjunni til að auðvelda blöndunina. Hristið ekki, því það getur valdið froðumyndun sem getur valdið ónákvæmri mælingu á skammti.

Innihald rörlykjunnar skal skoðað oft og ekki má nota pennann ef það hefur kekkjast eða hvítar agnir, sem líkjast hrími, eru fastar á botni eða hliðum rörlykjunnar.

Meðhöndlun áfyllts penna

Meðfylgjandi notkunarleiðbeinigar skulu vandlega lesnar áður en KwikPen penninn er notaður. Nota verður KwikPen eins og ráðlagt er í leiðbeiningunum.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Eli Lilly Nederland B.V., Papendorpseweg 83, 3528 BJ Utrecht, Holland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/195/026

5 x 3 ml Liprolog BASAL 100 einingar/ml KwikPen einingar.

EU/1/01/195/027

2 x (5 x 3 ml) Liprolog BASAL 100 einingar/ml KwikPen einingar.

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUN MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. ágúst 2001

Dagsetning síðustu endurnýjunar: 1. ágúst 2006

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

1.HEITI LYFS

Liprolog 200 einingar/ml, stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

2.INNIHALDSLÝSING

Einn ml af lausn inniheldur 200 einingar (samsvarandi 6,9 mg ) insúlín lispró*. Hver lyfjapenni inniheldur 600 einingar af insúlín lispró í 3 ml lausn.

*framleitt með erfðatækni í E. coli Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn. KwikPen.

Tær, litlaus, vatnslausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Til meðferðar á sykursýki hjá fullorðnum sem þurfa insúlín til að viðhalda glúkósa innan viðmiðunarmarka. Liprolog 200 einingar/ml KwikPen er einnig ætlað til upphafsmeðferðar við sykursýki.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Læknir ákveður skammta eftir þörfum sjúklings.

Gefa má Liprolog skömmu fyrir máltíð. Liprolog má gefa skömmu eftir máltíð, ef þess gerist þörf.

Eftir gjöf undir húð hefst verkun Liprolog mjög fljótt og það hefur skemmri verkunartíma (2 til 5 tímar) en venjulegt insúlín. Þess vegna er unnt að gefa Liprolog rétt fyrir eða eftir máltíð.

Verkunarlengd insúlína getur verið breytileg milli einstaklinga eða breytileg frá einu tímabili til annars hjá sama einstaklingnum. Hraðara upphaf verkunar, samanborið við uppleyst mannainsúlín, er óháð stungustað. Verkunarlengd Liprolog er háð skammti, stungustað, blóðflæði, hitastigi og hreyfingu.

Í samráði við lækni er unnt að nota Liprolog með insúlíni með lengri verkun eða súlfónýlúrealyfjum til inntöku.

Liprolog 100 einingar/ml KwikPen og Liprolog 200 einingar/ml KwikPen

Liprolog KwikPen er fáanlegt í tveimur styrkleikum. Fyrir báða styrkleika gildir að styrkurinn er stilltur í einingum. Stilla má báða áfylltu KwikPen lyfjapennana, sem innihalda Liprolog

100 einingar/ml KwikPen og Liprolog 200 einingar/ml KwikPen, til að gefa 1 – 60 einingar í hverri inndælingu, í einnar einingar skrefum. Fjöldi eininga er sýndur í skammtaglugga pennans, óháð því hver styrkur lausnarinnar er og ekki skal breyta skammti þegar skipt er í annan styrkleika á meðferð sjúklings.

Liprolog 200 einingar/ml KwikPen ætti eingöngu að nota handa sykursýkissjúklingum sem þurfa á daglegum skammti að halda sem er stærri en 20 einingar af skjótvirku insúlíni. Ekki má taka

200 eininga/ml insúlín lisprólausnina úr áfyllta pennanum (KwikPen) eða blanda henni við eitthvert annað insúlín (sjá kafla 4.4 og kafla 6.2).

Sérstakir sjúklingahópar

Skert nýrnastarfsemi

Insúlínþörf getur minnkað við skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Insúlínþörf getur minnkað við skerta lifrarstarfsemi þegar dregur úr afköstum við glúkósanýmyndun og vegna minna niðurbrots insúlíns; hins vegar getur langvinn skert lifrarstarfsemi aukið insúlínþol, sem veldur aukinni insúlínþörf.

Lyfjagjöf

Liprolog stungulyf, lausn, á að gefa undir húð.

Gefa á lyfið undir húð á upphandlegg, læri, sitjanda eða kvið. Skipta skal um stungustað þannig að sami stungustaður sé ekki notaður oftar en um það bil einu sinni í mánuði.

Þegar Liprolog er gefið undir húð skal gæta varúðar til þess að sprauta því ekki í æð. Ekki á að nudda stungustaðinn eftir inndælingu. Sjúklingum skal kennt að sprauta sig rétt.

Ekki má gefa Liprolog 200 einingar/ml KwikPen stungulyf, lausn með insúlíndælu.

Ekki má gefa Liprolog 200 einingar/ml KwikPen stungulyf, lausn í bláæð.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Lágur blóðsykur.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Skipt yfir í aðra tegund eða merki insúlíns

Þegar sjúklingur skiptir yfir í aðra tegund eða merki insúlíns, skal það fara fram undir eftirliti læknis. Breytingar á styrk, tegund (framleiðanda), gerð (skjótvirkt, ísóphan, zinkinsúlín, o.s.frv.), uppruna (dýra, manna, mannainsúlínhliðstæða) og/eða framleiðsluaðferð (DNA raðbrigði samanborið við insúlín af dýrauppruna) getur valdið þörf fyrir breytta skammta. Þeir sjúklingar sem fá bæði meðallangvirkt insúlín og skjótvirkt insúlín þurfa að finna heppilegustu skammta fyrir báðar insúlíntegundirnar til að ná fram bættri blóðsykursstjórn allan sólarhringinn, einkum á næturnar og við stjórnun á fastandi blóðsykri.

Of hár eða of lágur blóðsykur

Aðstæður sem geta valdið því að fyrstu einkenni um blóðsykurslækkun breytist eða verði ógreinilegri eru langvarandi sykursýki, tíðar insúlíngjafir, taugasjúkdómur af völdum sykursýki eða lyf eins og beta-blokkar.

Sumir sjúklingar sem hafa fengið lágan blóðsykur eftir að þeir hættu að nota dýrainsúlín og fóru að nota mannainsúlín í staðinn, hafa sagt að varúðareinkennin séu síður augljós eða öðruvísi þegar mannainsúlín er notað. Ef ekki er brugðist á viðeigandi hátt við hækkuðum eða lækkuðum blóðsykri getur það leitt til meðvitundarleysis, dauðadás eða dauða.

Of litlir skammtar eða brottfall úr meðferð, sérstaklega ef um er að ræða insúlínháða sykursýki, getur leitt til ofhækkunar blóðsykurs og ketónblóðsýringar, ástand sem er lífshættulegt.

Insúlínþörf og skammtaaðlögun

Insúlínþörf getur aukist við veikindi eða andlegt álag.

Aukin hreyfing eða breytt mataræði getur einnig valdið því að breyta þurfi skömmtum. Hreyfing strax eftir mat, getur aukið hættu á of lágum blóðsykri. Lyfhrif skjótvirkrar insúlínhliðstæðu valda því að ef blóðsykurfall verður, þá getur það orðið fyrr eftir inndælingu samanborið við skjótvirk mannainsúlín.

Samhliða notkun Liprolog með pioglitazóni:

Tilkynnt hefur verið um tilfelli hjartabilunar þegar pioglitazón er notað með insúlíni, sérstaklega hjá sjúklingum með áhættuþætti sem tengjast þróun hjartabilunar. Þetta skal haft í huga ef samhliða meðferð með pioglitazóni og Liprolog er íhuguð. Ef þessi samsetning er notuð skal fylgjast með einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningu og vökvasöfnun (bjúg). Meðferð með pioglitazón skal stöðvuð ef vart verður við versnandi einkenni frá hjarta.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hvern lyfjapenna fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál.

Aðgerðir til að komast hjá mistökum við notkun insúlín lispró (200 einingar/ml) í áfylltum lyfjapennum:

Ekki má flytja insúlín lispró 200 einingar/ml stungulyf lausn úr KwikPen lyfjapennanum yfir í sprautu. Kvarðinn á insúlínsprautunni munu ekki mæla skammtinn rétt. Afleiðingin getur orðið ofskömmtun sem veldur alvarlegri blóðsykurslækkun. Insúlín lispró 200 einingar/ml stungulyf, lausnina má ekki færa úr KwikPen yfir í önnur insúlín skammtaílát, að meðtöldum insúlíndælum.

Leiðbeina á sjúklingum um að aðgæta ávallt merkimiðann á insúlíninu fyrir hverja inndælingu til að forðast að rugla saman tvennskonar styrkleikum af Liprolog eða öðrum insúlíntegundum fyrir slysni.

Hjálparefni

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í hverjum skammti, þ.e. er nánast natríumsnautt.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Insúlínþörf getur aukist við notkun lyfja sem hækka blóðsykur, svo sem getnaðarvarnartöflur, barksterar, skjaldkirtilshormón, danazol, beta2-örvandi lyf (t.d. rítódrín, salbútamól eða terbútalín).

Insúlínþörf getur minnkað við notkun lyfja sem lækka blóðsykur, svo sem sykursýkilyf til inntöku, salicýlöt (t.d acetýlsalicýlsýra), súlfalyf, sum þunglyndislyf (monoamín oxidasa hemlar, sérhæfðir serotonin endurupptöku hemlar), sumir ACE (angiotensin converting enzyme) hemlar (captopril, enalapril), angíótensín II viðtakablokkar, beta-blokkar, octreótíð eða áfengi.

Leita skal ráða hjá lækninum þegar önnur lyf eru notuð samhliða Liprolog 200 einingar/ml KwikPen (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Umtalsverðar upplýsingar um reynslu af notkun insúlín lispró á meðgöngu benda ekki til að insúlín lispró hafi aukaverkanir á heilsu fósturs/nýbura.

Mikilvægt er að blóðsykursstjórn sé góð hjá konum sem þurfa insúlín á meðgöngu (við insúlínháðri- eða meðgöngusykursýki). Insúlínþörf minnkar venjulega á fyrsta þriðjungi meðgöngu en eykst á öðrum og þriðja þriðjungi. Konum með sykursýki skal bent á að þær eigi að ræða við lækninn sinn ef þær verða þungaðar eða áforma barneignir. Nákvæm blóðsykursstjórn, ásamt góðri heilsu, er grundvallaratriði fyrir sykursjúkar konur á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Sykursjúkar konur með barn á brjósti geta þurft að breyta insúlínskömmtum, mataræði eða hvoru tveggja.

Frjósemi

Insúlín lispró skerti ekki frjósemi í dýratilraunum (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Einbeiting og viðbragð sjúklings getur skerst vegna oflækkunar blóðsykurs. Það getur skapað hættu þar sem þessir hæfileikar eru mikilvægir (t.d. við akstur og notkun tækja).

Sjúklingum skal ráðlagt að gæta varúðar og forðast oflækkun blóðsykurs á sama tíma og þeir aka bíl. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga, sem finna lítil eða engin varúðarmerki um oflækkun blóðsykurs eða hafa fengið tíð tilfelli af oflækkun blóðsykurs. Meta skal hvort ráðlegt sé að aka bifreið í slíkum tilfellum.

4.8Aukaverkanir

Samantekt öryggisupplýsinga

Of lágur blóðsykur er algengasta aukaverkun meðferðar með insúlín lispró hjá sjúklingum með sykursýki. Alvarleg lækkun blóðsykurs getur valdið meðvitundarleysi og í einstöku tilfellum dauða. Engin ákveðin tíðni of lágs blóðsykurs er tilgreind þar sem lágur blóðsykur er afleiðing bæði insúlínskammtsins og annarra þátta t.d. mataræðis og hreyfingar sjúklings.

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir sem tengjast lyfinu og fram hafa komið í klínískum rannsóknum eru taldar upp hér fyrir neðan eftir MedDRA líffæraflokkum og tíðni (mjög algengar: ≥1/10; algengar: ≥1/100 til <1/10; sjaldgæfar: ≥1/1.000 til <1/100; mjög sjaldgæfar: ≥1/10.000 til <1/1.000; koma örsjaldan fyrir: <1/10.000).

Alvarlegustu aukaverkanirnar eru taldar upp fyrst innan hver tíðniflokks.

MedDRA

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Koma

líffæraflokkur

algengar

 

 

sjaldgæfar

örsjaldan

 

 

 

 

 

fyrir

Ónæmiskerfi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Staðbundið ofnæmi

 

X

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Almennt ofnæmi

 

 

 

X

 

 

 

 

 

 

 

Húð og undirhúð

 

 

 

 

 

Fitukyrkingur

 

 

X

 

 

Lýsing valinna aukaverkana

Staðbundið ofnæmi

Staðbundið ofnæmi hjá sjúklingum er algengt. Roði, þroti og kláði getur orðið við stungustað. Þessi einkenni jafna sig venjulega á nokkrum dögum eða vikum. Dæmi eru um að þessi einkenni stafi af einhverju öðru en insúlíninu, svo sem ertandi efnum í vökva sem er notaður til að hreinsa skinnið fyrir stunguna eða stungutækni er ekki nógu góð.

Almennt ofnæmi

Almennt ofnæmi fyrir insúlíni er mjög sjaldgæft en getur verið mun alvarlegra. Það getur lýst sér með útbrotum um allan líkamann, öndunarerfiðleikum, hvæsandi öndun, blóðþrýstingsfalli, hröðum púls eða aukinni svitamyndun. Alvarlegt almennt ofnæmi getur verið lífshættulegt.

Fitukyrkingur

Fitukyrkingur getur komið fram á stungustað í sjaldgæfum tilfellum.

Bjúgur

Tilkynnt hefur verið um bjúg í insúlínmeðferð, sérstaklega ef slæm stjórnun efnaskipta hefur batnað með aukinni insúlín meðferð.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Insúlín hafa engan skilgreindan skammt sem ofskömmtun, vegna þess að blóðsykur stjórnast af flóknu samspili insúlínmagns, framboði á glúkósa og öðrum efnaskiptum. Of lágur blóðsykur getur stafað af of mikilli insúlínvirkni miðað við fæðuinntöku og orkunotkun.

Of lágur blóðsykur getur lýst sér sem deyfð, rugl, hraður hjartsláttur, höfuðverkur, aukin svitamyndun og uppköst.

Væg lækkun blóðsykurs svarar inntöku á glúkósa eða öðrum sykri eða öðrum sætum matvörum.

Gefa má glúkagon undir húð eða í vöðva sem meðferð við meðal til alvarlegri lækkun blóðsykurs sem er fylgt eftir með inntöku á kolvetnum þegar ástand sjúklings batnar. Gefa skal sjúklingi glúkósa í æð ef hann svarar ekki glúkagoni.

Ef sjúklingur er í dauðadái, skal honum gefið glúkagon í vöðva eða undir húð. Ef sjúklingur svarar ekki glúkagongjöf eða glúkagon er ófáanlegt skal honum gefinn glúkósi í æð. Mikilvægt er að sjúklingurinn fái að borða þegar hann hefur komist til meðvitundar.

Þar sem blóðsykur getur fallið aftur eftir að sjúklingur hefur svarað blóðsykurshækkandi meðferð getur þurft að viðhalda kolvetnainntöku og eftirliti.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sykursýkislyf, insúlín og hliðstæður til inndælingar, skjótvirk, ATC flokkur: A10A B04.

Aðalverkun insúlín lispró er stjórnun glúkósaefnaskipta.

Insúlín hafa auk þess nokkra vefaukandi verkun á ýmsa vefi og ver þá gegn niðurbroti. Í vöðvum eykur það glýkógen-, fitusýru-, glýseról- og próteinframleiðslu og upptöku á amínósýrum, en dregur úr niðurbroti glýkógens, glúkósanýmyndun, ketónamyndun, fitusundrun, próteinbrennslu og losun á amínósýrum.

Verkun insúlín lispró hefst nær samstundis (eftir um 15 mínútur). Þess vegna er unnt að gefa insúlín lispró nær máltíðum (0 til 15 mínútum fyrir mat) samanborið við skjótvirk insúlín (30 til 45 mínútur fyrir mat). Verkun insúlín lispró hefst fyrr og hefur skemmri verkun (2 til 5 tímar) en skjótvirk insúlín.

Klínískar rannsóknir á sjúklingum með sykursýki af tegund 1 og 2 hafa sýnt minni ofhækkun blóðsykurs eftir máltíðir með insúlín lispró samanborið við skjótvirk mannainsúlín.

Verkun insúlíns lispró getur verið breytileg milli einstaklinga og frá einum tíma til annars hjá sama einstakling og er háð skammti stungustað, blóðflæði, hitastigi og hreyfingu. Eftirfarandi línurit sýnir dæmigerð lyfhrif eftir gjöf undir húð.

Mynd 1:

Blóðsykurs- lækkandi áhrif

 

 

 

 

 

 

Insulin

 

 

 

 

 

 

Lispro

 

 

 

 

 

 

Humulin R

Tími (klukkustundir)

Línuritið (mynd 1) sýnir hlutfallslegt magn glúkósa sem gefið var á tímabilinu til að viðhalda blóðsykursgildum þátttakenda, sem næst því sem þau voru við föstu og lýsandi fyrir áhrif þessara insúlína (100 einingar/ml) á blóðsykursstjórnun á tímabilinu.

Lyfhrif insúlín lispró 200 einingar/ml stungulyfs, lausnar eru svipuð og þegar insúlín lispró

100 einingar/ml er notað undir húð í stökum 20 eininga skammti hjá heilbrigðum einstaklingum eins og sýnt er á línuritinu hér fyrir neðan (mynd 2).

Insúlín lispró 200 einingar/ml

Innrenns- 600Insúlín lispró 100 einingar/ml

lishraði glúkósa 500 (mg/min)

Tími (klukkustundir)

Mynd 2: Hreint meðaltal innrennslishraða glúkósa (mg/mín) á tímaeiningu (klst.) eftir inndælingu 20 eininga af insúlín lispró 200 einingar/ml eða insúlín lispró100 einingar/ml undir húð.

Hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 á hámarksskömmtum af súlfónýlúrealyfjum, hafa rannsóknir sýnt að ef insúlín lispró er bætt við meðferðina, lækkar HbA1c samanborið við súlfónýlúrea eitt sér. Aðrar tegundir insúlíns, t.d. skjótvirk eða meðallangvirk insúlín geta einnig lækkað HbA1c.

Klínískar rannsóknir á sjúklingum með sykursýki af tegund 1 og 2 hafa sýnt að sjúklingar fá færri tilfelli af oflækkun blóðsykurs á nóttinni með insúlín lispró samanborið við skjótvirk mannainsúlín. Sumar rannsóknir sýndu að fækkun tilfella af blóðsykursfalli að nóttu tengdist fjölgun tilfella blóðsykursfalls að degi til.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi hefur ekki áhrif á blóðsykurslækkandi áhrif insúlín lispró. Þátttakendur í samanburðarrannsókn á blóðsykurslækkandi áhrifum insúlín lispró og skjótvirks mannainsúlíns, mælt með blóðsykursþvingunarprófi, höfðu breytilega nýrnastarfsemi.

Sýnt hefur verið fram á að insúlín lispró er jafnvirkt og mannainsúlín þegar miðað er við mól/lítra, en verkunin hefst fyrr og varir skemur.

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf insúlín lispró eru dæmigerð fyrir lyf sem frásogast hratt og nær hámarki í blóði 30 til 70 mínútum eftir gjöf undir húð. Þegar lagt er mat á klínískt gildi þessa munar er rétt að skoða glúkósaumsetningarlínuritið (sjá kafla 5.1).

Insúlín lispró frásogast einnig hraðar en skjótvirkt mannainsúlín hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum, með sykursýki af tegund 2, með breytilega nýrnastarfsemi, fannst sami mismunur milli lyfjahvarfa insúlín lispró og skjótvirks insúlíns sem var óháður nýrnastarfsemi. Frásog og útskilnaður insúlín lispró var einnig hraðari samanborið við skjótvirkt insúlín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

Insúlín lispró 200 einingar/ml stungulyf, lausn var jafngild insúlíni lispró 100 einingar/ml stungulyfi, lausn eftir inndælingu á stökum 20 eininga skammti undir húð hjá heilbrigðum einstaklingum. Tíminn þar til hámarksstyrk var náð var einnig sá sami hjá báðum lyfjaformum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Í in vitro prófunum, sýndi insúlín lispró svipaða hegðun eins og mannainsúlín þar með talið í bindingu við viðtaka og áhrif á frumur í vexti. Rannsóknir sýna einnig að klofnun insúlín lispró og mannainsúlíns frá insúlínviðtakanum er jafngild. Engar marktækar eiturverkanir fundust í rannsóknum sem miðuðust við að finna bráðar, eins mánaðar og eins árs eiturverkanir.

Insúlín lispró olli ekki minni frjósemi, eituráhrifum á fóstur eða vansköpunum í dýrarannsóknum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Metakresól

Glyseról

Trómetamól

Zinkoxíð

Vatn fyrir stungulyf

Saltsýra og natríumhýdroxíð (til að stilla pH).

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda lyfinu við neitt annað insúlín eða annað lyf. Ekki má þynna lyfið.

6.3Geymsluþol

Ónotaður áfylltur lyfjapenni

3 ár.

Eftir fyrstu notkun

28 dagar

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Ónotaður áfylltur lyfjapenni

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Verjið gegn miklum hita eða sólskini.

Eftir fyrstu notkun

Geymið við lægri hita en 30oC. Má ekki geyma í kæli. Geymið ekki áfylltan lyfjapenna með nálinni áfastri.

6.5Gerð íláts og innihald

Rörlykjur úr gleri af tegund I, lokaðar með klóróbútýl töppum og stimpilkollum og innsiglað með álinnsigli. Dimeticon eða silicon fleyti getur verið notað til að meðhöndla stimpla rörlykjunnar og/eða gler rörlykjunnar. 3 ml rörlykjurnar sem innihalda 600 einingar af insúlín lispró (200 einingar/ml) eru innbyggðar í einnota lyfjapenna, sem hefur heitið „KwikPen“. Nálar fylgja ekki.

5 áfylltir 3 ml lyfjapennar

Fjölpakkning sem inniheldur 10 (2 pakkningar með 5) 3 ml áfyllta lyfjapenna

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Til að forðast hugsanlegt smit má eingöngu nota hvern lyfjapenna fyrir einn sjúkling, jafnvel þó skipt sé um nál.

Liprolog lausnin á að vera tær og litlaus. Notið ekki Liprolog ef lausnin virðist vera skýjuð, þykkfljótandi eða lítilsháttar lituð eða ef agnir eru sjáanlegar.

Meðhöndlun áfyllts penna

Meðfylgjandi notkunarleiðbeiningar skulu vandlega lesnar áður en KwikPen penninn er notaður. Nota verður KwikPen eins og ráðlagt er í leiðbeiningunum.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Eli Lilly Nederland B.V., Papendorpseweg 83, 3528 BJ Utrecht, Holland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/195/028

EU/1/01/195/029

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. ágúst 2001

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 1. ágúst 2006

10 DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/ og á vef Lyfjastofnunar http://www.serlyfjaskrá.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf