Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Lysodren (mitotane) – Samantekt á eiginleikum lyfs - L01XX23

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsLysodren
ATC-kóðiL01XX23
Efnimitotane
FramleiðandiLaboratoire HRA Pharma

1.HEITI LYFS

Lysodren, 500 mg töflur.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver tafla inniheldur 500 mg af mítótani.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Töflur.

Hvítar, tvíkúptar, kringlóttar, töflur með deiliskoru.

Töflurnar eru tvískiptar á annarri hliðinni og þrykktar með „BL“ yfir „L1“ á hinni hliðinni.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Meðferð við einkennum langt gengins (óskurðtæks, með meinvörpum eða afturhvarfs-) þekjuvefskrabbameins í nýrnahettuberki (adrenal cortical carcinoma).

Áhrif Lysodren á óvirkt þekjuvefskrabbamein í nýrnahettuberki eru ekki sönnuð.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferðin skal hafin og fylgt eftir af viðeigandi sérfræðingi.

Skammtar

Meðferð fullorðinna skal hefjast með 2 – 3 g af mítótani á dag og skal skammturinn aukinn smám saman (t.d. með tveggja vikna millibili) þar til magn mítótans í blóðvökva hefur náð meðferðarskammtinum 14 – 20 mg/l.

Sé áríðandi að ná stjórn á Cushing-einkennum hjá sjúklingum með veruleg einkenni geta hærri upphafsskammtar, milli 4 og 6 g daglega, verið nauðsynlegir og daglegir skammtar verið auknir hraðar (t.d. vikulega).

Almennt er ekki mælt með skömmtum umfram 6 g á dag.

Skammtaaðlögun og -eftirlit og meðferð hætt

Aðlögun skammta miðast við að ná meðferðarskammtinum (magni mítótans í blóðvökva 14 - 20 mg/l) sem tryggir ákjósanlega notkun Lysodren með viðunandi öryggi. Taugaeitrun hefur verið tengd við magn yfir 20 mg/l og skal því ekki að fara yfir þau mörk. Nokkrar vísbendingar hafa komið fram sem gefa til kynna að plasmaþéttni mítótans yfir 14 mg/l kunni að leiða til aukinnar virkni (sjá kafla 5.1). Plasmaþéttni mítótans yfir 20 mg/l kann að tengjast alvarlegum aukaverkunum og veitir engan frekari ávinning varðandi virkni. Af þessum sökum ætti að fylgjast með plasmaþéttni mítótans til að stilla Lysodren-skammtinn af og forðast eituráhrif. Hafið samband við markaðsleyfishafa eða umboðsaðila hans til að fá frekari upplýsingar um próf (sjá kafla 7).

Skömmtun skal aðlöguð að hverjum sjúklingi á grundvelli eftirlits með magni mítótans í blóðvökva og klínísks þols þar til plasmaþéttni mítótans nær meðferðarskammtinum 14 – 20 mg/l. Markplasmaþéttni næst yfirleitt innan 3 til 5 mánaða.

Plasmaþéttni mítótans skal metin eftir hverja breytingu á skammtastærð og með stuttu millibili (t.d. á tveggja vikna fresti) þar til kjörviðhaldsskammti er náð. Eftirlit skal vera tíðara (t.d. í hverri viku) þegar stór upphafsskammtur hefur verið notaður. Hafa skal í huga að skammtaaðlaganir leiða ekki til tafarlausra breytinga á magni mítótans í blóðvökva (sjá kafla 4.4). Vegna uppsöfnunar í líkamsvefjum verður einnig að hafa reglulegt eftirlit með magni mítótans í blóðvökva (t.d. mánaðarlega) eftir að viðhaldsskammti er náð.

Reglubundið eftirlit (t.d. á tveggja mánaða fresti) með magni mítótans í blóðvökva er jafnframt nauðsynlegt eftir að hlé er gert á meðferð. Hægt er að halda meðferð áfram þegar magn mítótans í blóðvökva er á bilinu 14 til 20 mg/l. Vegna lengds helmingunartíma getur verið umtalsverð þéttni í sermi í nokkrar vikur eftir að meðferð er hætt.

Ef alvarleg aukaverkun kemur fram, s.s. taugaeitrun, þarf ef til vill að hætta meðferð með mítótani tímabundið. Ef um væga eitrun er að ræða skal minnka skammtinn uns komið er niður í hámarksskammt sem þolist.

Meðferð með Lysodren skal haldið áfram svo lengi sem vart er við klínískan ávinning. Ef ekki verður vart við nokkurn klínískan ávinning eftir þriggja mánaða kjörskömmtun skal hætta meðferð endanlega.

Sérstakir hópar

Börn

Reynsla af notkun lyfsins hjá börnum er takmörkuð.

Barnaskammtar mítótans hafa ekki verið vel afmarkaðir en virðast vera jafnir fullorðinsskömmtum þegar tekið hefur verið mið af líkamsyfirborði.

Meðferð skal hefjast á 1,5 til 3,5 g/m2 á dag hjá börnum og unglingum með það að markmiði að ná 4 g/m2 á dag. Eftirlit skal haft með magni mítótans í blóðvökva eins og hjá fullorðnum og skal gæta sérstaklega að því þegar magn í blóðvökva nær 10 mg/l því þá getur magn í blóðvökva aukist skyndilega. Minnka má skammta eftir 2 eða 3 mánuði í samræmi við magn mítótans í blóðvökva eða ef alvarleg eitrun kemur fram.

Skert lifrarstarfsemi

Engin reynsla er af mítótannotkun hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, þannig að upplýsingar eru ekki nægjanlegar til þess að ákvarða skammtastærðir þessa hóps. Þar sem mítótan er aðallega hreinsað út í gegnum lifrina, má búast við því að mítótanstuðull í blóðvökva hækki ef lifrarstarfsemi er skert. Ekki er mælt með notkun mítótans þegar um er að ræða sjúklinga með alvarlega skerta lifrarstarfsemi. Hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi skal gæta varúðar og hafa eftirlit með blóðrannsóknum sem meta lifrarstarfsemi. Sérstaklega er mælt með því að fylgjast með magni mítótans í blóðvökva hjá þessum sjúklingum (sjá kafla 4.4).

Skert nýrnastarfsemi

Engin reynsla er af mítótannotkun hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi þannig að upplýsingar eru ekki nægjanlegar til þess að ákvarða skammtastærðir þessa hóps. Ekki er mælt með notkun mítótans þegar um er að ræða sjúklinga með alvarlega skerta nýrnastarfsemi og ef um lítið skerta nýrnastarfsemi er að ræða þarf að gæta varúðar. Sérstaklega er mælt með því að fylgjast með magni mítótans í blóðvökva hjá þessum sjúklingum (sjá kafla 4.4).

Aldraðir sjúklingar (≥ 65 ára)

Engin reynsla er af notkun mítótans hjá öldruðum sjúklingum, þannig að gögn eru ekki nægjanleg til að ákvarða skammtastærðir í þeim hópi. Eindregið er mælt með aðgát og miklu eftirliti með magni mítótans í blóðvökva hjá þessum sjúklingum.

Lyfjagjöf

Daglegum heildarskammti má skipta í tvo til þrjá skammta eftir þörfum sjúklings. Töflur skulu teknar með glasi af vatni meðan á fituríkum máltíðum stendur (sjá kafla 4.5). Sjúklingum skal ráðlagt að nota ekki töflur sem bera þess merki að vera skemmdar og umönnunarfólki skal ráðlagt að nota einnota hanska við meðhöndlun á töflunum.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Brjóstagjöf (sjá kafla 4.6)

Samhliða notkun með spironolacton (sjá kafla 4.5)

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Áður en meðferð hefst: Fjarlægja skal með skurðaðgerð stór meinvörp að því marki sem mögulegt er áður en meðferð með mítótan hefst, til að minnka áhættu á drepi og blæðingu í æxlinu vegna hraðra frumudrepandi áhrifa mítótans.

Hætta á skertri starfsemi nýrnahettna: Allir sjúklingar með óvirkt æxli og 75% sjúklinga með virkt æxli sýna merki um skerta starfsemi nýrnahettna (adrenal insufficiency). Því kann að vera nauðsynlegt að nota stera hjá þessum sjúklingum. Þar sem mítótan hækkar magn sterabindandi próteina í blóðvökva er nauðsynlegt að ákvarða laust hýdrókortisón (cortisol) og corticotropin (ACTH) til að ná fram hagstæðustu skömmtun stera (sjá kafla 4.8).

Lost, alvarleg áföll eða sýking: Hætta skyldi notkun mítótans tímabundið, strax eftir lost, alvarleg áföll eða sýkingu, þar sem megináhrif lyfsins eru að halda niðri starfsemi nýrnahetta. Í slíkum tilfellum þarf að gefa utanaðkomandi stera, þar sem lítið virkar nýrnahetturnar fara ekki strax að gefa frá sér stera.

Vegna þess að aukin hætta er á starfsbilun í nýrnahettuberkjum ætti að ráðleggja sjúklingum að ráðfæra sig umsvifalaust við lækni ef meiðsl, sýking eða aðrir óskyldir sjúkdómar koma upp. Sjúklingar ættu að bera á sér Lysodren-sjúklingakortið sem fylgir bæklingnum, sem gefur til kynna að þeir séu í hættu á að fá nýrnahettubilun og að í neyðartilfellum þurfi að gera viðeigandi varúðarráðstafanir.

Eftirlit með magni í blóðvökva: Fylgjast skal með magni mítótans í blóðvökva til þess að ákvarða skammtastærð mítótans, sér í lagi ef stórir upphafsskammtar eru álitnir nauðsynlegir. Breytingar á skammtastærð geta verið nauðsynlegar til þess að ná æskilegum meðferðarskammti á bilinu 14 - 20 mg/l og til þess að komast hjá sértækum aukaverkunum (sjá kafla 4.2). Hafið samband við markaðsleyfishafa eða umboðsaðila hans til að fá frekari upplýsingar um próf (sjá kafla 7).

Skert lifrar- eða nýrnastarfsemi: Ónægar upplýsingar eru fyrir hendi til stuðnings á notkun mítótans hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum með væga eða meðalskerta lifrar- eða nýrnastarfsemi skal gæta varúðar og sérstaklega er mælt með eftirliti með magni mítótans í blóðvökva (sjá kafla 4.2).

Fram hefur komið eiturverkun á lifur hjá sjúklingum sem fengu meðferð með mítótani. Fram komu tilvik um lifrarskemmdir (lifrarfrumu-, gallteppu-og blandaðar) og sjálfsnæmislifrarbólgu. Hafa skal reglulegt eftirlit með lifrarprófum (magn alanín transamínasa [ALT], aspartat transamínasa [AST], bilirúbíns), einkum á fyrstu mánuðum meðferðar eða þegar auka þarf skammtinn.

Uppsöfnun mítótans í líkamsvefjum: Mítótan getur safnast saman í fituvef, sem leiðir til lengri helmingunartíma og hugsanlegrar uppsöfnunar mítótans. Af því leiðir að mítótanmagnið kann að aukast þrátt fyrir að skammtastærðin haldist óbreytt. Af þessum sökum þarf einnig að fylgjast með magni mítótans í blóðvökva (t.d. á tveggja mánaða fresti) eftir að meðferð er hætt þar sem áframhaldandi losun mítótans getur átt sér stað. Eindregið er mælt með nánu eftirliti með magni

mítótans í blóðvökva við meðferð of þungra sjúklinga.

Truflanir á miðtaugakerfi: Langvarandi, samfelld skammtagjöf stórra skammta af mítótani, getur leitt til afturkræfra heilaskemmda og starfsemiskerðingar. Atferlisfræðilegt og taugafræðilegt mat ætti að framkvæma reglulega, sérstaklega þegar magn mítótans í blóðvökva fer yfir 20 mg/l (sjá kafla 4.8).

Blóð og eitlar: Meðferð með mítótani getur haft áhrif á allar blóðfrumur. Algengt er að tilkynnt sé um hvítkornafæð (þ.m.t. daufkyrningafæð), blóðleysi og blóðflagnafæð meðan á meðferð með mítótani stendur (sjá kafla 4.8). Fylgjast skal með fjölda rauðra blóðkorna, hvítra blóðkorna og blóðflagna meðan á meðferð með mítótani stendur.

Blæðingartími: Borið hefur á löngum blæðingartíma hjá sjúklingum sem fá mítótanmeðferð og það skyldi taka með í reikninginn þegar aðgerð er íhuguð (sjá kafla 4.8).

Warfarin og kúmarínlík segavarnarlyf: Læknar skulu fylgjast náið með breytilegum þörfum á segavarnarlyfjaskömmtum þegar mítótan er gefið sjúklingum sem taka kúmarínlík segavarnarlyf (sjá kafla 4.5).

Efni sem umbrotna fyrir tilstilli sýtókróm P450-kerfisins og einkum sýtókróm 3A4: Mítótan örvar myndun lifrarensíma og skyldi notast með varúð ef það er notað á sama tíma og lyf sem umbrot í lifur hafa áhrif á (sjá kafla 4.5).

Konur í barneign: Konur sem geta orðið barnshafandi skulu nota skilvirka getnaðarvörn meðan á meðferð með mítótani stendur (sjá kafla 4.6).

Konur fyrir tíðahvörf: Aukin tíðni blöðrumyndunar á eggjastokkum (ovarian macrocysts) hefur sést hjá þessu þýði. Greint hefur verið frá einangruðum tilvikum fylgikvilla blöðrumyndunar (spennu í eggjakerfi (adnexal torsion) og bresti blóðblaðra (haemorrhagic cyst rupture)). Einkennin hafa stundum gengið til baka þegar meðferð með mítótani er hætt. Hvetja á konur til að leita sér læknisaðstoðar ef þær verða varar við einkenni frá æxlunarfærum svo sem blæðingu og/eða verk í grindarholi.

Börn og unglingar: Hjá börnum og unglingum hefur orðið vart við tauga- og sálfræðilega seinkun á þroska meðan á mítótanmeðferð hefur staðið. Í þeim tilfellum skal athuga virkni skjaldkirtils til að leiða í ljós hugsanlega vanstarfsemi hans tengda mítótannotkun.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Spironolacton: Mítótan má ekki gefa með spironolacton, þar sem það virka efni getur dregið úr áhrifum mítótans (sjá kafla 4.3).

Warfarin og kúmarínlík segavarnarlyf: Komið hefur fram að Mítótan flýtir umbrotum warfaríns með virkjun microsomal hvata, sem leiðir til þarfar á stærri skömmtum warfarins. Þess vegna skal fylgjast náið með sjúklingum og breytilegum þörfum á segavarnarskömmtun þegar mítótan er gefið sjúklingum sem nota kúmarínlík segavarnarlyf.

Efni sem umbrotna fyrir tilstilli sýtókróm P450: Mítótan hefur örvandi áhrif á sýtókróm P450 ensím. Þess vegna getur þurft að stilla af plasmaþéttni efna sem umbrotna með tilstilli sýtókróms P450. Þar sem ekki eru fyrir hendi upplýsingar um sértæk P450 hliðstæð ensím sem tengjast þessu skal gæta varúðar þegar ávísað er virkum efnum sem umbrotna þannig, m.a. krampastillandi lyfjum, rifabutin, rifampicin, griseofulvin og Jóhannessarrunna (St. John’s wort eða Hypericum perforatum). Einkum hefur orðið var við að mítótan hafi virkjandi áhrif á sýtókróm 3A4. Þar af leiðandi getur plasmaþéttni þeirra efna sem umbrotna fyrir tilstilli sýtókróm 3A4 breyst. Gæta skal varúðar þegar virkum efnum sem umbrotna í þessu efnaferli er ávísað samtímis svo sem, m.a. sunitinib og midazólam.

Lyf sem verka á miðtaugakerfið: Mítótan getur valdið aukaverkunum á miðtaugakerfið þegar það safnast saman í líkamanum í miklu magni (sjá 4.8). Þó svo engar upplýsingar séu til um milliverkanir

þessara lyfja í miðtaugakerfinu, þá skal hafa þetta í huga þegar ávísað er lyfjum sem hafa áhrif á miðtaugakerfið.

Fiturík fæða: Gögn um ýmsa notkun mítótans benda til þess að notkun með fituríkum mat geti aukið frásog þess (sjá kafla 5.2).

Prótein sem bindur hormón: Sýnt hefur verið fram á að mítótan eykur magn próteina sem binda hormón í blóðvökva (t.d. kynhormónabindandi glóbúlíns (SHBG) og barksterabindandi glóbúlíns (CBG). Taka skal tillit til þessa þegar túlkaðar eru niðurstöður hormónagreininga og getur þetta leitt til kvenlegra karlbrjósta (gynaecomastia).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Upplýsingar um takmarkaðan fjölda meðgangna benda til afbrigðileika í nýrnahettum fóstra eftir útsetningu fyrir mítótani. Fósturtilraunir á dýrum hafa ekki verið framkvæmdar með mítótani. Tilraunir á dýrum, með sambærileg efni, hafa sýnt fram á fóstureitrun (sjá kafla 5.3). Lysodren skal ekki gefa þunguðum konum nema í ýtrustu nauðsyn og ef jákvæðir klínískir þættir eru verulega fleiri en þeir neikvæðu sem komið gætu niður á fóstri.

Konur sem geta orðið barnshafandi skulu nota skilvirkar getnaðarvarnir meðan á meðferð stendur og eftir að meðferð er hætt svo lengi sem mítótan í blóðvökva er greinanlegt. Hafa skal í huga langvarandi brotthvarf mítótans eftir að notkun Lysodren er hætt.

Brjóstagjöf

Vegna þess hve mítótan er fitusækið er líklegt að það skiljist út með brjóstamjólk. Því er frábending gegn brjóstagjöf á meðan mítótan er tekið inn (sjá 4.3) og eftir að meðferð er hætt svo lengi sem mítótan í blóðvökva er greinanlegt.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Lysodren hefur mikil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Göngufærum sjúklingum skal ráðið frá akstri ökutækja og notkun véla.

4.8Aukaverkanir

Öryggisupplýsingar byggja á niðurstöðum rannsókna (aðallega afturvirkra). Meira en 80% sjúklinga sem hafa fengið mítótanmeðferð hafa sýnt að minnsta kosti eina tegund aukaverkana. Aukaverkanirnar sem taldar eru upp hér að neðan eru flokkaðar eftir tíðni og líffæraflokki. Flokkun eftir tíðni er skilgreind á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 1: Tíðni aukaverkana skv. niðurstöðum rannsókna

 

 

Aukaverkun

 

Flokkun eftir

Mjög algeng

Algeng

Tíðni ekki þekkt

líffærum

 

 

 

Rannsóknaniðurstöður

Aukning lifrarensíma

 

Minnkun þvagsýru í blóði

 

Aukið kólesteról í

 

Lækkað magn

 

blóðvökva

 

androstenedíóns í blóði

 

Aukin þríglýseríð í

 

(hjá konum)

 

blóðvökva

 

Lækkað magn testósteróns

 

 

 

í blóði (hjá konum)

 

 

 

Aukið magn

 

 

 

kynhormónabindandi

 

 

 

glóbúlíns

 

 

 

Lækkað magn óbundins

 

 

 

testósteróns í blóði (hjá

 

 

 

körlum)

Blóð og eitlar

Hvítfrumnafæð

Blóðleysi

 

 

Lengdur blæðingartími

Blóðflagnafæð

 

 

 

 

 

Taugakerfi

Hreyfiglöp

Andleg skerðing

Jafnvægistruflanir

 

Tilfinningarglöp

Fjöltaugakvilli

 

 

Svimi

Hreyfibilun

 

 

Syfja

Sundl

 

 

 

Höfuðverkur

 

 

 

 

 

Augu

 

 

Sjónudepilskvilli

 

 

 

(maculopathy)

 

 

 

Sjónhimnueitrun

 

 

 

Tvísýni

 

 

 

Ógagnsær augasteinn

 

 

 

Sjónskerðing

 

 

 

Þokusýn

Meltingarfæri

Slímhimnubólga

 

Aukin

 

Uppköst

 

munnvatnsframleiðsla

 

Niðurgangur

 

Breytingar á bragðskyni

 

Ógleði

 

Meltingartruflanir

 

Uppmagálsóþægindi

 

 

Nýru og þvagfæri

 

 

Blæðandi blöðrubólga

 

 

 

Blóðmiga

 

 

 

Prótínmiga

Húð og undirhúð

Útbrot

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaslen

 

 

Innkirtlar

Skert starfsemi

 

Skert starfsemi

 

nýrnahettna

 

skjaldkirtils

Efnaskipti og næring

Lystarstol (anorexia)

 

Þvagsýrudreyri

 

Kólesterólhækkun

 

 

 

Þríglýseríðhækkun

 

 

Sýkingar af völdum

 

 

Tækifærissveppasýking

sýkla og sníkjudýra

 

 

 

Æðar

 

 

Háþrýstingur

 

 

 

Réttstöðulágþrýstingur

 

 

 

Roði

Almennar aukaverkanir

Bjúgur í útlimum

 

Ofurhiti

og aukaverkanir á

 

 

Almennur verkur

íkomustað

 

 

 

Lifur og gall

 

Sjálfnæmislifrarbólga

Lifrarskemmdir

 

 

 

(lifrarfrumu-/gallteppu-

 

 

 

/blandaðar)

Æxlunarfæri og brjóst

Kvenleg karlbrjóst

 

Blöðrumyndun á

 

(gynaecomastia)

 

eggjastokkum (ovarian

 

 

 

macrocysts)

Geðræn vandamál

Ringlun

 

 

Lýsing á völdum aukaverkunum

Maga- og meltingarfæratruflanir eru algengastar (10 til 100 % sjúklinga) og eru afturkræfar þegar skömmtun er minnkuð. Sumar þessar truflanir (anorexia) gætu verið byrjunareinkenni á truflun í miðtaugakerfi.

Óæskileg áhrif á taugakerfið, koma fram hjá um 40% sjúklinga. Önnur áhrif á miðtaugakerfið eru þekkt úr skrifum, svo sem minnistruflanir, árásargirni, jafnvægistruflanir (central vestibular syndrome), tormæli, eða Parkinson heilkenni. Alvarleg óæskileg áhrif virðast tengd uppsöfnun mítótans í líkamanum og virðast mestar líkur á að þau komi fram þegar magn mítótans í blóðvökva er 20 mg/l eða þar fyrir ofan. Þegar lyfið er gefið í stórum skömmtum og eftir langvarandi notkun getur heilastarfsemi truflast. Truflanir á miðtaugakerfi virðast vera afturkræfar eftir að mítótanmeðferð hefur verið hætt og eftir að plasmaþéttni hefur lækkað (sjá 4.4).

Útbrot, sem hafa greinst hjá 5 til 25 % sjúklinga, virðast ekki skammtaháð.

Hvítkornafæð hefur greinst hjá 8 til 12% sjúklinga. Lengri blæðingartími sést iðulega (90%); þótt verkunarháttur þeirra áhrifa sé ekki þekktur nákvæmlega né tengsl þeirra við mítótan eða við sjúkdóminn sjálfan skulu þau tekin með í reikninginn þegar skurðaðgerð er íhuguð.

Algengt er að virkni lifrarensíma (gamma-GT, amínótransferasi, basískur fosfatasi) aukist. Sjálfsnæmislifrarbólga hefur greinst hjá 7% sjúklinga án nokkurra annarra upplýsinga um verkunarhátt. Magn lifrarensíma kemst í jafnvægi þegar mítótanskömmtun er minnkuð. Tilkynnt hefur verið um eitt tilfelli gallteppulifrarbólgu og er af þeim sökum ekki hægt að útiloka lifrarskemmdir af völdum mítótans.

Konur fyrir tíðahvörf

Greint hefur verið frá góðkynja blöðrumyndun á eggjastokkum (með einkennum svo sem verk í grindarholi, blæðingu).

Börn

Vart hefur orðið við taugasálfræðilega seinkun á meðan á mítótanmeðferð stendur. Í slíkum tilfellum skal fylgjast með virkni skjaldkirtils í tengslum við mítótanmeðferð. Vanstarfsemi skjaldkirtils (skjaldvakabrestur) og vaxtarseinkun hafa einnig komið fram við mítótanmeðferð. Eitt tilvik heilakvilla kom fram hjá barni, fimm mánuðum eftir að meðferð hófst; þetta tilvik var talið tengjast hækkaðri plasmaþéttni mítótans, 34,5 mg/l. Eftir sex mánuði var plasmaþéttni mítótans ómælanleg og sjúklingurinn náði klínískum bata.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ofskömmtun mítótans getur leitt til truflana á miðtaugakerfi, sérstaklega ef magn mítótans í blóðvökva fer yfir 20 mg/l. Engin sönnuð mótefni þekkjast við ofskömmtun mítótans. Fylgst skal grannt með sjúklingnum, með það í huga að áhrifin eru afturkræf, en vegna þess hve helmingunartíminn er langur og hve mítótan er fituleysanlegt getur það tekið vikur að ná eðlilegu ástandi. Vegna þess hve mítótan er fituleysanlegt er ólíklegt að nýrnaskilun hjálpi.

Ráðlagt er að fjölga mælingum á magni mítótans í blóðvökva (t.d. á tveggja vikna fresti) hjá sjúklingum sem eiga á hættu að fá of stóran skammt (t.d. vegna skertrar nýrna- eða lifrarstarfsemi, offitu eða nýlegs þyngdartaps).

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Önnur æxlishemjandi lyf. ATC-flokkur: L01XX23

Verkunarháttur

Mítótan er nýrnahettu- frumudrepandi virkt efni þótt það virðist einnig geta dregið úr virkni nýrnahettna án þess að eyðileggja frumur. Lífefnafræðilegir virkniþættir þess eru óþekktir. Fyrirliggjandi upplýsingar benda til þess að mítótan breyti jaðarefnahvörfum stera auk þess að bæla beint nýrnahettubörkinn. Gjöf mítótans breytir efnaskiptum hýdrókortisóns (cortisol) utan nýrnahettna hjá mönnum, sem leiðir til lækkunar mælanlegs 17-hýdroxý barkstera, jafnvel þótt plasmaþéttni barkstera lækki ekki. Mítótan virðist valda aukinni framleiðni 6-beta hýdroxý kólesteróls.

Verkun og öryggi

Mítótan hefur ekki verið rannsakað með formlegri, klínískri þróunaráætlun. Handbærar klínískar upplýsingar koma aðallega úr prentuðum gögnum um sjúklinga með krabbamein í nýrnahettum sem er óskurðtækt eða með meinvörpum. Hvað varðar almennar lífslíkur, þá benda fjórar rannsóknir ekki til þess að mítótanmeðferð auki lífslíkur, á meðan fimm rannsóknir komast að auknum lífslíkum. Meðal þeirra síðarnefndu, komast þrjár rannsóknir að því að auknar lífslíkur komi aðeins til hjá sjúklingum með magn mítótans í blóðvökva yfir 14 mg/l.

Þéttni mítótans í blóðvökva og hugsanleg tengsl við verkun þess var könnuð í FIRM ACT- rannsókninni, sem er slembuð, framsýn, samanburðar, opin, fjölsetra, samhliða rannsókn þar sem borin er saman virkni etópósíðs, doxórúbisíns og cisplatíns auk mítótans (EDP/M) við streptózotósín ásamt mítótani (SZ/M) sem fyrsta meðferð hjá 304 sjúklingum. Greining á sjúklingum þar sem plasmaþéttni mítótans náði ≥ 14 mg/l a.m.k. einu sinni á 6 mánuðum, samanborið við sjúklinga þar sem plasmaþéttni mítótans var < 14 mg/l, gæti bent til þess að sjúklingar með magn mítótans í blóðvökva ≥ 14 mg/l gætu verið með hærri tíðni sjúkdómshömlunar (62,9% á móti 33,5%, p <0 0001). Hins vegar skal taka þessum niðurstöðum með varúð þar sem rannsóknin á áhrifum mítótans var ekki aðal endapunktur rannsóknarinnar.

Til viðbótar leiðir mítótan til þess að nýrnahettur verða fyrir starfsbilun sem leiðir til þess að Cushing- heilkenni hverfa hjá sjúklingum með seytandi nýrnahettukrabbamein sem kallar á hormónauppbótarmeðferð.

Börn

Klínískar upplýsingar koma aðallega úr framsýnni rannsókn (n= 24 sjúklingar) á börnum og unglingum sem voru við greiningu á aldrinum 5 mánaða til 16 ára (meðalaldur 4 ár) og með óskurðtækt æxli á upphafsstað, endurkomið æxli eða meinvörp ; flest barnanna (75%) voru með innkirtlaeinkenni. Mítótan var gefið eitt og sér eða með krabbameinslyfjameðferð af ýmsum gerðum. Allt í allt, var sjúkdómslaust tímabil 7 mánuðir (2 til 16 mánuðir). Endurkoma æxlis átti sér stað hjá 40% barnanna; 5 ára lífslíkur voru um 49%.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Í rannsókn sem gerð var á 8 sjúklingum með krabbamein í nýrnahettum, sem meðhöndlaðir voru með 2 til 3 g á dag af mítótani, fannst mjög marktækt samhengi á milli plasmaþéttni mítótans og heildarskammts mítótans. Markþéttni (14 mg/l) var náð í öllum sjúklingum innan 3 til 5 mánaða og heildarskammtur mítótans var á milli 283 og 387 g (meðalgildi 363 g). 20 mg/l þröskuldi var náð með um það bil 500 g af uppsöfnuðu magni mítótans. Í annarri rannsókn fengu 3 sjúklingar með krabbamein í nýrnahettum Lysodren, samkvæmt nákvæmri rannsóknaráætlun sem leyfði hraða inngjöf stórs skammts ef lyfið þoldist vel: 3 g (sem 3 inntökur) á degi 1, 4,5 g á degi 2, 6 g á degi 3, 7,5 g á degi 4, og 9 g á degi 5. Þessari skammtastærð Lysodren var haldið eða hún minnkuð, með tilliti til hliðarverkana og plasmaþéttni mítótans. Jákvæð fylgni var milli aukinnar skammastærðar Lysodren og plasmaþéttni mítótans. Hjá tveimur 3 sjúklinganna, reis blóðvökvastuðull yfir 14 mg/l á innan við 15 dögum og í einum þeirra reis blóðvökvastuðullinn yfir 20 mg/l á um það bil 30 dögum. Þar að auki, í báðum rannsóknum, hjá nokkrum sjúklinganna, jókst þéttni mítótans í blóðvökva áfram þrátt fyrir jafna eða minnkaða daglega skammta mítótans.

Dreifing

Krufningargögn um sjúklinga sýna að mítótan finnst í flestum vefjum líkamans, með fitu sem helsta geymslurými

Umbrot

Rannsóknir á umbrotum hjá mönnum hafa greint samsvarandi sýru, 1,1-(o,p'-díklóródífenýl) ediksýru (o,p’-DDA), sem helsta niðurbrotsefni, ásamt minna magni af 1,1-(o,p'-díklóródífenýl)-2,2 díklóretan (dichloroethene) (o,p’-DDE) hliðstæðu mítótans. Ekkert óbreytt mítótan hefur fundist í galli eða þvagi þar sem o,p’-DDA er ráðandi ásamt nokkrum af hýdroxýl-umbrotsefnum þess. Sjá kafla 4.5 varðandi innleiðslu sýtókróms P450.

Brotthvarf

Eftir lyfjagjöf um æð var 25% skammtsins losaður sem umbrotsefni innan 24 tíma. Eftir að mítótanmeðferð hefur verið hætt, losnar það úr geymslurými sínu í fitu, og leiðir af sér lokastigs helmingunartíma blóðvökva á frá 18 til 159 dögum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar um almenn eituráhrif mítótans liggja ekki fyrir.

Rannsóknir á eiturverkunum á æxlun hafa ekki farið fram með mítótan. Samt sem áður er vitað að díklóródífenýltríklóretan (DDT) og aðrar hliðstæður fjölklóraðs bífenýls hafa skaðleg áhrif á frjósemi, meðgöngu og þroska, og því mætti ætla að mítótan gæti haft svipaða eiginleika. Möguleikar á því hvort mítótan hefur skaðleg áhrif á erfðaefni og hvort það er krabbameinsvaldandi, hafa ekki verið rannsakaðir.

6.Lyfjagerðarfræðilegar upplýsingar

6.1Hjálparefni

Maíssterkja

Örkristallaður sellulósi (E 460) Macrogol 3350

Vatnslaus kísilkvoða

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Eftir opnun: 1 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í upprunalegum umbúðum.

6.5Gerð íláts og innihald

Ógagnsætt ferkantað hvítt HDPE glas með skrúfuðu loki með 100 töflum. Eitt glas í pakka.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Þessi lyfjaafurð skal ekki handleikin af öðrum en sjúklingnum sjálfum og umsjónarmönnum hans/hennar og alls ekki af þunguðum konum. Umsjónarmenn skyldu nota einnota hanska þegar þeir handleika töflurnar.

Ónotuðu lyfi og úrgangi skal farga í samræmi við gildandi reglur á hverjum stað um frumudrepandi lyf.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Laboratoire HRA Pharma 15 rue Béranger

75003 Paris

Frakkland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/04/273/001

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 28. apríl 2004

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 28. apríl 2009

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.emea.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf