Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Modigraf (tacrolimus) – Fylgiseðill - L04AD02

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsModigraf
ATC-kóðiL04AD02
Efnitacrolimus
FramleiðandiAstellas Pharma Europe B.V.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Modigraf 0,2 mg, mixtúrukyrni, dreifa

Modigraf 1 mg, mixtúrukyrni, dreifa

Takrólímus

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað fyrir þig/barnið þitt. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Ífylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Modigraf og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Modigraf

3.Hvernig nota á Modigraf

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Modigraf

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Modigraf og við hverju það er notað

Modigraf inniheldur virka efnið takrólímus. Það er ónæmisbælandi lyf. Eftir líffæraígræðslu (t.d. lifur, nýra, hjarta) reynir ónæmiskerfi líkamans að hafna líffærinu. Modigraf er notað til að stjórna ónæmissvörun líkamans og gera líkamanum kleift að samþykkja ígrædda líffærið.

Einnig getur verið að Modigraf sé notað við yfirstandandi höfnun ígræddrar lifrar, nýra, hjarta eða annars líffæris eða þegar fyrri meðferð var ekki nægjanleg til að stjórna ónæmissvörun eftir ígræðslu.

Modigraf er notað handa fullorðnum og börnum.

2. Áður en byrjað er að nota Modigraf

Ekki má nota Modigraf

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir takrólímus eða einhverju öðru innihaldsefni Modigraf (talin upp í kafla 6).

-ef þú ert með ofnæmi fyrir sírólímus (öðru lyfi sem notað er til þess að koma í veg fyrir höfnun ígrædds líffæris) eða fyrir makrólíðsýklalyfi (t.d. erýtrómýcíni, claritrómýcíni, jósamýcíni).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Modigraf er notað.

-ef þú ert með eða hefur verið með lifrarsjúkdóma.

-ef þú ert með niðurgang í meira en einn dag.

-ef þú ert með slæman kviðverk með eða án annarra einkenna, eins og hrolli, hita, ógleði eða uppköstum

-ef breyting er á rafvirkni í hjartanu sem kallast „QT-lenging“.

Læknirinn gæti þurft að aðlaga Modigraf skammtinn.

Þú skalt hafa reglulega samband við lækninn. Annað slagið getur læknirinn þurft að gera blóð- eða þvagrannsókn, rannsókn á hjartastarfsemi eða mæla sjón til að ákveða réttan skammt af Modigraf.

Þú skalt takmarka veru þína í sól og útfjólubláu ljósi, meðan þú ert að nota Modigraf. Ástæðan er sú að ónæmisbælandi lyf eins og Modigraf geta aukið hættu á húðkrabbameini. Í tilfellum þar sem þú ert í sól, skaltu klæðast viðeigandi hlífðarfatnaði og nota sólarvörn með háum sólvarnarstuðli

Notkun annarra lyfja samhliða Modigraf

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Ekki er mælt með notkun Modigraf samhliða ciklósporíni (annað lyf sem notað er til að fyrirbyggja höfnun ígrædds líffæris).

Önnur lyf sem þú notar geta haft áhrif á blóðþéttni Modigraf og Modigraf getur haft áhrif á blóðþéttni annarra lyfja sem notuð eru og því getur þurft að gera hlé á meðferðinni, stækka eða minnka skammta Modigraf. Einkum skaltu segja lækninum ef þú ert að nota eða hefur nýlega notað lyf svo sem:

-sveppalyf og sýklalyf, einkum svokölluð makrólíð sýklalyf sem notuð eru við sýkingum, t.d. ketókónazól, flúkónazól, ítrakónazól, vorikónazól, klótrímazól, erýtrómýcín, klaritrómýcín, jósamýcín og rifampicín

-HIV próteasa hemla, (t.d. ritónavír, nelfinavír, saquinavír), notað til meðferðar á HIV sýkingu

-HCV próteasa hemla (t.d. telaprevír, boceprevír), notað til meðferðar við lifrarbólgu C sýkingu

-lyf við magasári og bakflæði (t.d. ómeprazól, lansóprazól eða címetidín)

-lyf gegn uppköstum, notuð við ógleði og uppköstum (t.d. metóclópramíð)

-cisapríð eða sýrubindandi magnesíum-ál-hýdroxíð, notað við brjóstsviða

-getnaðarvarnartöflur og aðra hormónameðferð með etinýlestradíóli, eða hormónameðferð með danazóli

-lyf sem notuð eru við háum blóðþrýstingi eða hjartasjúkdómum (t.d. nífedipín, nícardipín, diltíazem og verapamíl)

-lyf við hjartsláttaróreglu (amíódarón)

-lyf sem kölluð eru statín, sem notuð eru til meðferðar við hækkuðu kólesteróli og þríglýseríðum

-fenýtóín eða fenóbarbital, sem notuð eru við flogaveiki

-barksterana prednisólón og metýlprednisólón sem tilheyra flokki barkstera sem notaðir eru við bólgu eða til að bæla niður ónæmiskerfið (t.d. við höfnun ígræðslu)

-nefazódón, sem notað er við þunglyndi

-náttúrulyf sem innihalda jóhannesarjurt (St. John’s Wort (Hypericum perforatum)) eða eru unnin úr

Schisandra sphenanthera.

Segðu lækninum frá því ef þú tekur eða þarft að taka íbúprófen (notað við hita, bólgu og verkjum), amfótericín B (notað við bakteríusýkingum) eða veirulyf (notuð við veirusýkingum, t.d. aciclovír). Þessi lyf geta valdið því að nýrnakvillar og kvillar í taugakerfi versna ef þau eru tekin með Modigraf.

Læknirinn þarf einnig að vita ef þú ert að nota kalíumuppbót eða ákveðin þvagræsilyf, sem notuð eru við hjartabilun, háþrýstingi eða nýrnasjúkdómum (t.d. amílóríð, tríamteren, eða spírónólaktón), bólgueyðandi gigtarlyf (t.d. íbúprófen) notað við hita, bólgu og verkjum, segavarnarlyf (blóðþynningarlyf) eða sykursýkislyf til inntöku, meðan þú ert að nota Modigraf.

Ef þú þarft að fara í einhverja bólusetningu skaltu segja lækninum frá því áður.

Notkun Modigraf með mat eða drykk

Almennt skaltu taka Modigraf á tóman maga eða a.m.k. 1 klst fyrir eða 2-3 klst. eftir máltíð. Forðist neyslu greipaldins og greipaldinsafa meðan þú tekur Modigraf, þar sem það getur haft áhrif á þéttni þess í blóðinu.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Ef Modigraf er notað á meðgöngu getur það borist til barns yfir fylgju. Það getur mögulega haft áhrif á heilsu barnsins eða haft slæm áhrif á meðgönguna.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en þetta lyf er notað.

Modigraf berst út í brjóstamjólk. Því skaltu ekki hafa barn á brjósti meðan þú notar Modigraf.

Akstur og notkun véla

Þú mátt hvorki aka né nota tæki eða vélar ef þú finnur fyrir svima eða syfju eða átt í erfiðleikum með að sjá skýrt eftir að hafa tekið Modigraf. Þessi einkenni eru algengari ef fólk neytir einnig áfengis.

Modigraf inniheldur laktósa

Modigraf inniheldur laktósa (mjólkursykur). Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.Hvernig nota á Modigraf

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Aðeins læknar sérhæfðir í meðferð líffæraþega og með reynslu af notkun ónæmisbælandi lyfja skulu ávísa Modigraf.

Fullvissaðu þig alltaf um að þú sért að fá sama takrólímus lyf í hvert skipti sem þú leysir út lyfseðilinn nema sérfræðingur í líffæraígræðslum hafi samþykkt að skipta yfir í annað takrólímus lyf.

Þetta lyf á að taka inn tvisvar sinnum á sólarhring. Ef útlit þess hefur breyst frá hefðbundnum hvítum kyrnum eða ef skammtafyrirmæli hafa breyst, skaltu hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing svo fljótt sem auðið er til þess að ganga úr skugga um að þú sért með rétt lyf.

Upphafsskammtur til að koma í veg fyrir höfnun líffæris verður ákvarðaður af lækninum og reiknaður út frá líkamsþunga þínum. Upphafsskammtur eftir ígræðslu er venjulega á bilinu 0,075 – 0,30 mg fyrir hvert kg líkamsþunga á sólarhring, en það fer eftir því hvert ígrædda líffærið er. Nota skal sama skammt þegar höfnun líffæris er meðhöndluð.

Skammtur fer eftir almennu ástandi þínu og öðrum ónæmisbælandi lyfjum sem þú notar.

Notkun handa börnum og unglingum

Skammtar af Modigraf handa börnum og unglingum eru reiknaðir á sama hátt og fyrir fullorðna. Börn þurfa almennt stærri skammta á hvert kíló líkamsþyngdar til þess að ná sömu verkunarþéttni í blóði og hjá fullorðnum.

Eftir að meðferð með Modigraf er hafin mun læknirinn láta taka tíðar blóðprufur til að ákvarða réttan skammt og til að aðlaga skammta öðru hverju. Læknirinn mun venjulega minnka skammta Modigraf þegar ástand þitt er orðið stöðugt. Læknirinn mun segja þér nákvæmlega hve marga skammtapoka þú átt að nota.

Þú verður að nota Modigraf á hverjum degi svo lengi sem þú þarfnast ónæmisbælingar til að koma í veg fyrir höfnun ígrædda líffærisins. Þú skalt hafa reglulega samband við lækninn.

Modigraf á að taka inn tvisvar sinnum á sólarhring, yfirleitt að morgni og að kvöldi. Taktu Modigraf á fastandi maga eða 2-3 klukkustundum eftir máltíð. Bíddu í að minnsta kosti í 1 klukkustund fram að næstu máltíð.

Hvernig á að undirbúa innihald Modigraf skammtapokana fyrir notkun?

Læknirinn gefur þér upplýsingar um hversu marga skammtapoka þú þarft að opna og það rúmmál vatns sem þarf til að útbúa mixtúru (dreifu). Til þess að mæla rúmmál vatnsins nákvæmlega getur þú notað sprautu eða mæliglas.

Helltu því magni af vatni (við stofuhita) sem læknirinn mælti fyrir um í glas eða bolla, allt að hámarksmagni sem er 50 ml. Settu bollann með vatninu á stöðugt undirlag. Ekki nota bolla eða skeiðar sem gerðar eru úr PVC (pólývínilklóríði) þegar þú ert að taka Modigraf, vegna þess að virka efnið í Modigraf getur fest við PVC.

Opnaðu varlega þann fjölda skammtapoka sem læknirinn hefur gefið fyrirmæli um, t.d. með skærum, á þeim stað sem örin vísar á. Haltu opnum skammtapokanum milli þumalfingurs og vísifingurs yfir bollanum með opna enda skammtapokans niður á við. Sláðu létt á lokaða enda skammtapokans og helltu innihaldi hvers poka í glasið eða bollann sem inniheldur vatnið. Notaðu hvorki vökva né áhöld til þess að tæma

skammtapokann. Ef þú fylgir þessum leiðbeiningum muntu fá rétt magn mixtúrukyrnis úr skammtapokanum. Það er eðlilegt að eitthvað verði eftir af mixtúrukyrninu, skammtapokinn var hannaður þannig.

Hrærðu eða hvirflaðu varlega þar til mixtúrukyrnið hefur fullkomlega myndað dreifu. Mixtúruna (dreifuna) má draga upp með sprautu eða drekka beint. Vökvinn er sætur á bragðið. Skolaðu glasið eða bollann einu sinni með sama magni af vatni og drekktu það líka. Drekka skal vökvann um leið og hann hefur verið útbúinn.

Ef notaður er stærri skammtur af Modigraf en mælt er fyrir um

Hafir þú tekið of stóran skammt af Modigraf fyrir slysni skaltu hafa samband við lækninn eða næstu bráðamóttöku tafarlaust.

Ef gleymist að nota Modigraf

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef þú hefur gleymt að taka Modigraf, skaltu bíða þar til tími er kominn til að taka næsta skammt og halda þá áfram eins og venjulega.

Ef hætt er að nota Modigraf

Ef meðferð með Modigraf er hætt aukast líkur á höfnun ígrædda líffærisins. Þú átt ekki að hætta meðferð nema læknirinn segi þér að gera það.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Modigraf dregur úr varnarviðbrögðum líkamans (ónæmiskerfið), sem verður ekki eins vel í stakk búinn til að verjast sýkingum. Þess vegna getur verið að þú fáir frekar sýkingar á meðan þú tekur Modigraf.

Alvarlegar aukaverkanir sem geta komið fram eru m.a. ofnæmis- og bráðaofnæmisviðbrögð (mjög alvarleg ofnæmisviðbrögð sem valda yfirliði og öndunarerfiðleikum og krefjast tafarlausrar læknismeðferðar). Tilkynnt hefur verið um góðkynja og illkynja æxli eftir meðferð með Modigraf.

Greint hefur verið frá tilvikum rauðkornskímfrumnafæðar (verulega mikil fækkun rauðra blóðkorna), kyrningahraps (veruleg fækkun hvítra blóðkorna) og rauðalosblóðleysis (fækkun rauðra blóðkorna vegna óeðlilegs niðurbrots). Ekki er nákvæmlega þekkt hversu oft þessar aukaverkanir koma fram.

Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 notendum):

-Blóðsykurshækkun, sykursýki, blóðkalíumhækkun

-Svefnörðugleikar

-Skjálfti, höfuðverkur

-Háþrýstingur

-Óeðlileg lifrarpróf

-Niðurgangur, ógleði

-Skert nýrnastarfsemi

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum):

-Fækkun blóðkorna (blóðflagna, rauðra eða hvítra blóðkorna), fjölgun hvítra blóðkorna, breytingar á fjölda rauðra blóðkorna (sést í blóðrannsóknum)

-Minnkað magnesíum, fosfat, kalíum, kalsíum eða natríum í blóði, of mikill vökvi í líkamanum, aukin þvagsýra í blóði eða blóðfitur, minnkuð matarlyst, blóðið verður súrara, aðrar breytingar á blóðsöltum (sést í blóðrannsóknum)

-Kvíðaeinkenni, rugl og vistarfirring, þunglyndi, skapbreytingar, martröð, ofskynjanir, geðtruflanir

-Krampaköst, truflanir á meðvitund, náladofi og dofi (stundum sársaukafullur) í höndum og fótum, sundl, skriftruflanir, taugakvillar

-Þokusýn, ljósfælni, augnkvillar

-Suð fyrir eyrum

-Skert blóðflæði í æðum hjartans, hraðari hjartsláttur

-Blæðingar, blóðæð alveg stífluð eða að hluta til, lækkaður blóðþrýstingur

-Mæði, sjúkdómur í lungnavef, uppsöfnun vökva í kringum lungu, hálsbólga, hósti, inflúensulík einkenni

-Magakvillar svo sem bólga eða sár sem veldur kviðverkjum eða niðurgangi, magablæðingar, bólga eða sár í munni, uppsöfnun vökva í kviði, uppköst, kviðverkir, meltingartruflanir, hægðatregða, vindgangur, uppþemba, linar hægðir

-Gallgangasjúkdómar, gulur litur á húð vegna lifrarkvilla, skemmdir á lifrarvef og lifrarbólga

-Kláði, útbrot, hárlos, þrymlabólur, aukin svitamyndun

-Verkir í liðum, útlimum eða baki, vöðvakrampar

-Ófullnægjandi nýrnastarfsemi, minnkuð þvagmyndun, skert eða sársaukafull þvaglát

-Almennt máttleysi, hiti, vökvasöfnun í líkamanum, verkir og vanlíðan, hækkun á ensíminu alkalínskum fosfatasa í blóði, þyngdaraukning, truflun á líkamshitaskynjun

-Ófullnægjandi starfsemi ígrædds líffæris

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum):

-Breytingar á blóðstorknun, fækkun allra tegunda blóðkorna (sést í blóðprufum)

-Ofþornun, þvagteppa

-Óeðlileg gildi niðurstaðna blóðrannsókna: minnkun próteins eða sykurs, aukið fosfat, aukning á ensíminu laktat dehýdrogenasa

-Dá, blæðingar í heila, heilablóðfall, lömun, heilakvilli, truflanir á máli og málfari, minnistruflanir

-Ský á augasteini, væg heyrnarskerðing

-Óreglulegur hjartsláttur, hjartsláttur stöðvast, minnkuð afköst hjartans, kvilli í hjartavöðva, stækkun hjartavöðva, sterkari hjartsláttur, óeðlileg hjartalínurit, hjartsláttartíðni og púls óeðlilegur

-Blóðtappi í bláæð útlims, lost

-Öndunarerfiðleikar, öndunarfærakvillar, astmi

-Stífla í þörmum, hækkun á þéttni ensímsins amýlasa í blóði, bakflæði magainnihalds upp í háls, seinkuð magatæming

-Húðbólga, sviðatilfinning í sólarljósi

-Kvillar í liðum

-Tíðaverkir og óeðlilegar tíðablæðingar

-Fjöllíffærabilun, flensulík veikindi, aukið næmi fyrir hita og kulda, þyngsli fyrir brjósti, taugaóstyrkur eða óvenjuleg líðan, þyngdartap

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 notendum):

-Smáblæðingar í húð vegna blóðtappa

-Aukinn vöðvastífleiki

-Blinda, heyrnarleysi

-Uppsöfnun vökva í kringum hjartað

-Bráð andnauð

-Blöðrumyndun í brisi

-Truflanir á blóðflæði í lifur

-Alvarlegur sjúkdómur sem lýsir sér með blöðrumyndun í húð, munni, augum og á kynfærum, aukinn hárvöxtur

-Þorsti, byltur, herpingur fyrir brjósti, minnkuð hreyfigeta, sár

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 notendum):

-Vöðvaslappleiki

-Óeðlileg niðurstaða hjartaómskoðunar

-Lifrarbilun

-Sársaukafull þvaglát ásamt blóði í þvagi

-Aukning á fituvef

Börn og unglingar

Sömu aukaverkanir geta komið fram hjá börnum og unglingum og hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Modigraf

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og skammtapokanum á eftir „EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki þarf að geyma lyfið við sérstök hitaskilyrði.

Eftir blöndun á að taka dreifuna inn án tafar.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Modigraf inniheldur

-Virka innihaldsefnið er takrólímus.

Hver skammtapoki af Modigraf 0,2 mg mixtúrukyrni inniheldur 0,2 mg af takrólímus (sem einhýdrat). Hver skammtapoki af Modigraf 1 mg mixtúrukyrni inniheldur 1 mg af takrólímus (sem einhýdrat).

-Önnur innihaldsefni eru:

laktósaeinhýdrat, hýprómellósi (E 464) og kroskarmellósi (E 468).

Lýsing á útliti Modigraf og pakkningastærðir

Modigraf mixtúrukyrni, dreifa er hvítt mixtúrukyrni sem er afgreitt í skammtapokum. Pakkningar sem innihalda 50 skammtapoka eru fáanlegar.

Markaðsleyfishafi

Astellas Pharma Europe B.V.

Sylviusweg 62

2333 BE Leiden

Holland

Framleiðandi

Astellas Ireland Co., Ltd. Killorglin

County Kerry Írland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Astellas Pharma B.V. Branch

Astellas Pharma a/s

Tél/Tel: + 32 (0)2 5580710

Danija

 

Tel. +45 43 430355

България

Luxembourg/Luxemburg

Астелас Фарма ЕООД

Astellas Pharma B.V.Branch

Teл.: + 359 2 862 53 72

Belgique/Belgien

 

Tél/Tel: + 32 (0)2 5580710

Česká republika

Magyarország

Astellas Pharma s.r.o.

Astellas Pharma Kft.

Tel: +420 236 080300

Tel.: + 36 1 577 8200

Danmark

Malta

Astellas Pharma a/s

E.J. Busuttil Ltd.

Tlf: + 45 43 430355

Tel: +356 21447184

Deutschland

Nederland

Astellas Pharma GmbH

Astellas Pharma B.V.

Tel: + 49 (0)89 454401

Tel: + 31 (0)71 5455745

Eesti

Norge

Astellas Pharma a/s

Astellas Pharma

Taani

Tlf: + 47 66 76 46 00

Tel: +45 43 430355

 

Ελλάδα

Österreich

Astellas Pharmaceuticals AEBE

Astellas Pharma Ges.m.b.H.

Τηλ: +30 210 8189900

Tel: + 43 (0)1 8772668

España

Polska

Astellas Pharma S.A.

Astellas Pharma Sp.z.o.o.

Tel: + 34 91 4952700

Tel.: + 48 225451 111

France

Portugal

Astellas Pharma S.A.S.

Astellas Farma, Lda.

Tél: + 33 (0)1 55917500

Tel: + 351 21 4401320

Hrvatska

România

Astellas d.o.o.

S.C.Astellas Pharma SRL

Tel: + 385 1 670 01 02

Tel: +40 (0)21 361 04 95/96/92

Ireland

Slovenija

Astellas Pharma Co. Ltd.

Astellas Pharma d.o.o.

Tel: + 353 (0)1 4671555

Tel: +386 (0) 14011 400

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf

Astellas Pharma s.r.o.,

Sími: + 354 535 7000

Tel: +421 2 4444 2157

Italia

Suomi/Finland

Astellas Pharma S.p.A.

Astellas Pharma

Tel: + 39 02 921381

Puh/Tel: + 358 (0)9 85606000

Κύπρος

Sverige

Astellas Pharmaceuticals AEBE

Astellas Pharma AB

Ελλάδα

Tel: + 46 (0)40-650 15 00

Τηλ: +30 210 8189900

 

Latvija

United Kingdom

Astellas Pharma a/s

Astellas Pharma Ltd.

Dānija

Tel: + 44 (0) 203 379 8700

Tel: + 45 43 430355

 

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf