Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Neofordex (dexamethasone) – Samantekt á eiginleikum lyfs - H02AB02

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsNeofordex
ATC-kóðiH02AB02
Efnidexamethasone
FramleiðandiLaboratoires CTRS 

1.HEITI LYFS

Neofordex 40 mg töflur

2.LYFJAFORM

Hver tafla inniheldur dexametasón asetat sem samsvarar 40 mg af dexametasóni.

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver tafla inniheldur 98,1 mg af laktósa (sem einhýdrat).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Tafla

Hvít, ílöng (11 mm x 5,5 mm) tafla með deiliskoru á annarri hliðinni.

Töflunni má skipta fyrir gjöf á 20 mg skammti (sjá kafla 4.2).

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Neofordex er ætlað fullorðnum til meðferðar á mergæxli með einkennum (symptomatic multiple myeloma) samhliða öðrum lyfjum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Læknar með reynslu í meðferð mergæxla eiga að hefja og hafa eftirlit með meðferðinni.

Skammtar

Skammtur og tíðni gjafa er breytileg eftir aðferðarlýsingunni og samhliða meðferð(um). Við gjöf Neofordex skal fylgja leiðbeiningum um gjöf dexametasóns ef henni er lýst í samantekt á eiginleikum lyfs sem gefið er samhliða. Ef þetta á ekki við, skal fara eftir staðbundnum eða alþjóðlegum aðferðarlýsingum og leiðbeiningum. Læknar sem ávísa lyfinu skulu meta vandlega hvaða skammt af dexametasóni eigi að nota, að teknu tilliti til líðanar og sjúkdómsástands sjúklings.

Venjulegur skammtur af dexametasóni er 40 mg sem gefið er einu sinni á dag.

Í lok meðferðar með dexametasóni skal minnka skammtinn smám saman þar til meðferðin er stöðvuð að fullu.

Aldraðir

Hjá öldruðum og/eða veikburða sjúklingum má minnka dagsskammtinn í 20 mg af dexametasóni samkvæmt viðeigandi meðferðaráætlun.

Skert lifrarstarfsemi eða nýrnabilun

Viðeigandi eftirlit þarf að hafa með sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi eða nýrnabilun. Gæta skal varúðar við skömmtun hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um þennan sjúklingahóp (sjá kafla 4.4 og 5.2).

Börn

Notkun Neofordex á ekki við hjá börnum við ábendingunni mergæxli.

Lyfjagjöf

Til inntöku.

Til að draga úr svefnleysi er æskilegt að taka töfluna að morgni.

Geyma skal töflurnar í þynnupakkningunni fram að gjöf. Fjarlægja skal einstakar töflur í heilum umbúðum frá þynnunni með því að nota rifgötunina, t.d. til notkunar í marghólfa lyfjaboxi.

Brjóta má töflurnar í tvo jafna helminga með því að nota deiliskoruna til að fá 20 mg skammt. Vegna hugsanlegra vandamála með stöðugleika í hálfum töflum sem geymdar eru eftir skiptingu, skal farga hálfum töflum sem ekki eru notaðar strax í samræmi við staðbundnar varúðarráðstafanir til verndunar umhverfisins (sjá einnig 6.4).

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Virkur veirusjúkdómur (einkum veirulifrarbólga, áblástur, hlaupabóla, ristill).

Ómeðhöndlaðar geðraskanir.

Þegar Neofordex er gefið í samsettri meðferð með öðrum lyfjum skal kynna sér samantekt á eiginleikum þeirra lyfja til að fá upplýsingar um fleiri frábendingar.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Neofordex er háskammta sykursteri. Taka skal tillit til þess við eftirlit með sjúklingnum. Meta skal ávinning af meðferð með dexametasóni vandlega og stöðugt á móti raunverulegri og hugsanlegri áhættu.

Sýkingarhætta

Meðferð með stórum skömmtum af dexametasóni eykur hættuna á alvarlegum sýkingum, einkum af völdum baktería, gersveppa og/eða sníkjudýra. Slíkar sýkingar geta einnig stafað af örverum sem sjaldan valda sjúkdómum undir venjulegum kringumstæðum (tækifærissýkingar). Meðferð með dexametasóni getur dulið einkenni um sýkingar í þróun.

Áður en meðferð hefst þarf að fjarlægja allar uppsprettur sýkinga, sérstaklega berkla. Meðan á meðferð stendur skal fylgjast vel með einkennum sýkinga. Einkum kemur lungnabólga oft fram. Upplýsa skal sjúklinga um einkenni lungnabólgu og þeim ráðlagt að leita til læknis ef slík einkenni koma fram. Komi fram virkur smitsjúkdómur, þarf að bæta meðferð við sýkingu við meðferðina með Neofordex.

Ef um fyrri berklatilvik er að ræða með meiriháttar breytingum á röntgenmynd eða ef ekki víst að fullri 6 mánaða meðferð með rífampicíni hafi verið framfylgt, er fyrirbyggjandi meðferð gegn berklum nauðsynleg.

Hætta er á alvarlegu þráðormasmiti (strongyloidiasis). Framkvæma skal hægðarannsókn hjá sjúklingum frá landlægum svæðum (hitabeltinu og heittempruðum svæðum, Suður-Evrópu) og ef nauðsyn krefur, skal útrýma sníkjudýrinu áður en meðferð með dexametasóni er hafin.

Ákveðnir veirusjúkdómar (hlaupabóla, mislingar) geta versnað hjá sjúklingum sem fá sykursterameðferð eða sem hafa fengið sykursterameðferð á síðustu 3 mánuðum. Sjúklingar þurfa að forðast samneyti við einstaklinga með hlaupabólu eða mislinga. Ónæmisbældir sjúklingar sem ekki hafa áður fengið hlaupabólu eða mislinga eru sérstaklega í hættu. Ef slíkir sjúklingar hafa verið í sambandi við fólk með hlaupabólu eða mislinga, skal hefja fyrirbyggjandi meðferð með venjulegu immúnóglóbúlíni í bláæð eða aðfenginni

ónæmingu með hlaupabólu-ristils immúnóglóbúlíni (VZIG). Ráðleggja skal útsettum sjúklingum að leita læknis án tafar.

Ekki skal nota Neofordex með lifandi, veikluðum bóluefnum (sjá kafla 4.5). Bólusetningar með deyddum bóluefnum eru yfirleitt mögulegar. Hins vegar getur ónæmissvörunin og þar af leiðandi áhrifin af bólusetningunni verið minnkuð vegna hárra sykursteraskammta.

Dexametasón getur bælt viðbrögð í húð við ofnæmisprófunum. Einnig getur það haft áhrif á nitroblue tetrazolium (NBT) prófið fyrir bakteríusýkingum og gefið falskt neikvæðar niðurstöður.

Geðræn vandamál

Vara skal sjúklinga og/eða umönnunaraðila við því að hugsanlega geta alvarlegar geðrænar aukaverkanir komið fram við notkun altækra barkstera (sjá kafla 4.8). Einkenni koma yfirleitt fram innan nokkurra daga eða vikna frá upphafi meðferðar. Hættan getur verið aukin við stóra skammta (sjá einnig kafla 4.5 varðandi lyfjahvarfamilliverkanir sem geta aukið hættu á aukaverkunum), þó ekki sé hægt að spá fyrir um upphaf, tegund alvarleika eða tímalengd viðbragða m.t.t. skammtastærða. Flestar aukaverkanir ganga til baka eftir að dregið er úr skömmtum eða meðferð hætt, hins vegar getur sértæk meðferð verið nauðsynleg. Hvetja skal sjúklingar/umönnunaraðila til að leita læknis ef sálfræðileg einkenni sem valda þeim áhyggjum koma fram, sérstaklega ef grunur leikur á að um depurð eða sjálfsvígshugsanir sé að ræða. Sjúklingar/umönnunaraðilar ættu einnig að vera vakandi fyrir hugsanlegum geðrænum röskunum sem kunna að koma fram við eða eftir skammtalækkun eða stöðvun meðferðar með altækum barksterum, þó sjaldan hafi verið tilkynnt um slík viðbrögð.

Gæta þarf sérstakrar varúðar þegar notkun altækra barkstera er íhuguð hjá sjúklingum með núverandi eða fyrri sögu um alvarlega geðbrigðasýki hjá þeim eða nánustu ættingjum þeirra. Þetta getur m.a. verið þunglyndi, geðhvarfasýki og fyrri geðrof af völdum stera.

Draga má úr svefnleysi með því að gefa Neofordex að morgni.

Meltingarfæri

Hefja skal meðferð við virkri sáramyndun í maga- eða skeifugörn áður en meðferð með barksterum er hafin. Íhuga skal viðeigandi fyrirbyggjandi meðferð hjá sjúklingum með fyrri sögu eða áhættuþætti fyrir sáramyndun, blæðingu eða rofi í maga- eða skeifugörn. Fylgjast skal klínískt með sjúklingum, m.a. með holsjárskoðun.

Augu

Altæk meðferð með sykursterum getur orsakað æðu- og sjónukvilla sem getur valdið skertri sjón, þ.m.t. sjóntapi.

Langvarandi notkun barkstera getur valdið dreri á undirhýði, gláku með hugsanlegum skemmdum á sjóntaugum og getur aukið hættuna á fylgisýkingum í augum vegna sveppa eða veira. Sérstaka aðgát þarf við meðferð sjúklinga með gláku (eða fjölskyldusögu um gláku) og við meðhöndlun sjúklinga með áblástur í augum vegna hættu á gatamyndun á glæru.

Sinarbólga

Barksterar geta aukið hættu á sinarbólgu og í undantekningartilvikum, að viðkomandi sin slitni. Þessi hætta er aukin við samhliða notkun flúorókínólóna og hjá sjúklingum í himnuskilun sem hefur valdið kalkvakaóhófi eða eftir nýrnaígræðslu.

Aldraðir

Algengar aukaverkanir af altækum barksterum geta tengst alvarlegri afleiðingum hjá öldruðum, einkum beinþynningu, háþrýstingi, blóðkalíumlækkun, sykursýki, næmi fyrir sýkingum og þynningu húðar. Náið klínískt eftirlit er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir lífshættulegar aukaverkanir.

Eftirlit

Notkun barkstera krefst viðeigandi eftirlits með sjúklingum með sáraristilbólgu (vegna hættu á rofi), nýlega samgötun í þörmum, sarpbólgu, nýlegt hjartadrep (hætta á rofi í vegg vinstra slegils), sykursýki (eða fjölskyldusögu), nýrnabilun, skerta lifrarstarfsemi, beinþynningu og vöðvaslensfár.

Langtíma meðferð

Meðan á meðferð stendur skal fylgja mataræði sem inniheldur lítið af einföldum sykrum og mikið af próteini vegna blóðsykurshækkandi áhrifa barkstera og örvunar þeirra á niðurbrot próteins með neikvæðu köfnunarefnisjafnvægi.

Vatns- og natríumuppsöfnun er algeng og getur leitt til háþrýstings. Draga skal úr natríuminntöku og fylgjast þarf með blóðþrýstingi. Sérstaka aðgát þarf við meðferð sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi, háþrýsting eða hjartabilun.

Hafa skal eftirlit með kalíumgildum meðan á meðferð stendur. Gefa skal kalíumviðbót, sérstaklega ef hætta er á hjartsláttartruflunum eða ef blóðkalíumlækkandi lyf eru notuð samhliða.

Meðferð með sykursterum kann að draga úr áhrifum sykursýkis- og háþrýstingslyfja. Nauðsynlegt kann að vera að auka skammtinn af insúlíni, sykursýkislyfjum til inntöku og háþrýstingslyfjum.

Umbrot kalsíums kunna að skerðast en það fer eftir lengd meðferðar. Fylgjast skal með þéttni kalsíums og D-vítamíns. Íhuga skal gjöf bisfosfónatlyfja hjá sjúklingum sem ekki hafa þegar fengið slík lyf vegna beinsjúkdóms sem tengist mergæxli, einkum ef áhættuþættir beinþynningar eru til staðar.

Laktósaóþol

Neofordex inniheldur laktósa. Sjúklingar með galaktósaóþol, Lapp laktasa skort eða vanfrásog glúkósa- galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, eiga ekki að taka lyfið.

Notkun samhliða öðrum meðferð(um) við mergæxli

Þegar Neofordex er gefið samhliða öðrum lyfjum, þarf að kynna sér samantekt á eiginleikum lyfs fyrir þau lyf áður en meðferð með Neofordex er hafin.

Þegar Neofordex er notað samhliða þekktum vansköpunarvöldum (t.d. talídómíði, lenalídómíði, pómalídómíði eða plerixafori), þarf að huga sérstaklega að þungunarprófum og þörf fyrir getnaðarvarnir (sjá kafla 4.6).

Segarek í bláæðum og slagæðum

Hjá sjúklingum með mergæxli tengist samhliða notkun dexametasóns og talídómíðs og hliðstæðum þess aukinni hættu á segareki í bláæðum (einkum segamyndun í djúplægri bláæð og lungnasegarek) og segareki í slagæðum (einkum hjartadrepi og heilaslagi) (sjá kafla 4.5 og 4.8 ).

Því skal fylgjast náið með sjúklingum með þekkta áhættuþætti segareks (þ.á m. fyrri sögu um segamyndun). Grípa skal til aðgerða til að reyna að lágmarka alla áhættuþætti (t.d. reykingar, háþrýsting og blóðfituhækkun). Samhliða gjöf rauðkornamyndandi lyfja getur einnig aukið hættu á segamyndun hjá þessum sjúklingum. Því skal nota rauðkornamyndandi lyf eða önnur lyf sem geta aukið hættuna á segamyndun, eins og uppbótarmeðferð með hormónum, með varúð hjá sjúklingum með mergæxli sem fá dexametasón samhliða talídómíði og hliðstæðum þess. Blóðrauðaþéttni hærri en 12 g/dl ætti að leiða til stöðvunar á gjöf rauðkornamyndandi lyfja.

Sjúklingum og læknum skal ráðlagt að vera á varðbergi fyrir einkennum um segarek. Sjúklingum skal ráðlagt að leita læknishjálpar ef þeir finna fyrir einkennum eins og mæði, verkjum í brjósti eða handlegg eða þrota í fótleggjum. Ráðleggja skal fyrirbyggjandi segavarnandi meðferð, einkum hjá sjúklingum með aðra áhættuþætti fyrir segamyndun. Taka skal ákvörðun um fyrirbyggjandi ráðstafanir gegn segamyndun eftir ítarlegt mat á undirliggjandi áhættuþáttum einstakra sjúklinga.

Ef sjúklingurinn fær segarek, skal hætta meðferð og hefja hefðbundna meðferð með segavarnarlyfjum. Þegar sjúklingur er orðinn stöðugur á segavarnandi meðferð og allir fylgikvillar segareks hafa verið meðhöndlaðir, má hefja meðferð með dexametasóni og talídómíði eða hliðstæðum þeirra á ný með upphaflegum skammti á grundvelli mats á ávinningi og áhættu. Sjúklingar ættu að halda áfram meðferð með segavarnarlyfjum meðan á meðferð með dexametasóni og talídómíði eða hliðstæðum þeirra stendur.

Daufkyrningafæð og blóðflagnafæð

Samhliða meðferð með dexametasóni og lenalídómíði hjá sjúklingum með mergæxli tengist hærri tíðni 4. stigs daufkyrningafæðar (5,1% hjá sjúklingum sem fengu meðferð með lenalídómíði/dexametasóni samanborið við 0,6% hjá sjúklingum sem fengu meðferð með lyfleysu/dexametasóni, sjá kafla 4.8). Fjórða stigs daufkyrningafæð með hitaköstum kom sjaldan fram (0,6% hjá sjúklingum sem fengu meðferð með lenalídómíði/dexametasóni samanborið við 0,0% hjá sjúklingum sem fengu meðferð með lyfleysu/dexametasóni, sjá kafla 4.8). Daufkyrningafæð var algengasta tilkynnta 3. eða 4. stigs blóðfræðilega aukaverkunin hjá sjúklingum sem fengu samsetta meðferð með dexametasóni og pómalídómíði við endurkomnu/þrálátu mergæxli. Fylgjast skal með sjúklingum m.t.t. blóðfræðilegra aukaverkana, einkum daufkyrningafæð. Sjúklingum skal ráðlagt að láta tafarlaust vita um hitahækkanir. Nauðsynlegt kann að vera að minnka skammta af lenalídómíði eða pómalídómiði. Ef um daufkyrningafæð er að ræða, ætti læknirinn að íhuga notkun vaxtarþátta við meðferð sjúklingsins.

Samhliða meðferð með dexametasóni og lenalídómíði hjá sjúklingum með mergæxli tengist hærri tíðni 3. og 4. stigs blóðflagnafæðar (9,9% og 1,4%, í þeirri röð, hjá sjúklingum sem fengu meðferð með lenalídómíði/dexametasóni samanborið við 2,3% og 0,0% hjá sjúklingum sem fengu meðferð með lyfleysu/dexametasóni,) (sjá kafla 4.8). Blóðflagnafæð var einnig mjög algeng hjá sjúklingum sem fengu samsetta meðferð með dexametasóni og pómalídómíði við endurkomnu/þrálátu mergæxli. Sjúklingum og læknum er ráðlagt að vera á varðbergi gagnvart einkennum um blæðingar, þ.m.t. depilblæðingum og blóðnösum, sérstaklega við samhliða meðferð sem kann að örva blæðingu. Nauðsynlegt kann að vera að minnka skammta af lenalídómíði eða pómalídómiði.

Framkvæma skal blóðfrumutalningu, þ.m.t. á fjölda hvítra blóðkorna ásamt deilitalningu, blóðflagnafjölda, blóðrauða og hematókrít í upphafi, í hverri viku á fyrstu 8 vikum meðferðar með dexametasóni/lenalídómíði og mánaðarlega eftir það til að fylgjast með frumufæð.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Áður en notkun Neofordex samhliða öðru lyfi hefst, skal kynna sér samantekt á eiginleikum lyfs fyrir það lyf.

Lyfhrifamilliverkanir

Eftirfarandi samsetningar skal forðast m.t.t. öryggisvanda:

Með asetýlsalisýlsýru, við skammta ≥ 1 g í hverjum skammti eða 3 g á dag, vegna aukinnar blæðingarhættu. Við skammta ≥ 500 mg í hverjum skammti eða < 3 g á dag þarf að gera varúðarráðstafanir vegna aukinnar hættu á blæðingum, sáramyndun og rofi í maga og þörmum. Hins vegar er hugsanlegt að nota litla skammta af asetýlsalisýlsýru sem fyrirbyggjandi segavörn.

Með lifandi, veikluðum bóluefnum, vegna hættu á bóluefnistengdum veikindum sem geta leitt til dauða.

Gera þarf varúðarráðstafanir við eftirfarandi samsetningar m.t.t. öryggisvanda:

Með kalíumlækkandi lyfjum: kalíumlækkandi þvagræsilyfjum, einum sér eða samhliða öðrum, hægðalyfjum, tetrakósaktíði og amfóterisíni B í bláæð vegna aukinnar hættu á kalíumlækkun. Fylgjast skal með kalíumgildum og leiðrétta þau eftir þörfum. Að auki veldur amfóterisín B hættu á hjartastækkun og hjartabilun við samhliða notkun.

Með digitalis, þar sem kalíumlækkun eykur eituráhrif digitalis. Leiðrétta þarf alla kalíumlækkun og fylgjast skal klínískt með sjúklingum m.t.t. blóðsalta og með hjartarafritun.

Með lyfjum sem fela í sér hættu á torsades de pointes vegna aukinnar hættu á sleglasláttarglöpum. Leiðrétta þarf alla kalíumlækkun og fylgjast skal klínískt með sjúklingum m.t.t. blóðsalta og með hjartarafritun.

Með rauðkornamyndandi lyfjum eða öðrum lyfjum sem geta aukið hættuna á segamyndun, eins og uppbótarmeðferð með hormónum, hjá sjúklingum sem fá talídómíð eða hliðstæður þess samhliða Neofordex (sjá kafla 4.4 og 4.8).

Með bólgueyðandi gigtarlyfjum sem ekki eru sterar (NSAID) vegna aukinnar hættu á sáramyndun í meltingarvegi.

Með blóðsykurslækkandi lyfjum, því dexametasón getur hækkað blóðsykur og minnkað sykurþol, með hugsanlegri ketónblóðsýringu. Sjúklingar ættu að vera meðvitaðir um þessa áhættu og hvetja skal þá til sjálfseftirlits með blóði og þvagi, sérstaklega við upphaf meðferðar. Nauðsynlegt gæti verið að breyta skömmtum af sykursýkislyfjum meðan og eftir meðferð með dexametasóni.

Með blóðþrýstingslækkandi lyfjum, vegna minnkun á áhrifum þeirra (vatns- og natríumuppsöfnun). Nauðsynlegt gæti verið að breyta skömmtum af blóðþrýstingslyfjum meðan og eftir meðferð með dexametasóni.

Með flúorókínólónum, vegna hugsanlega aukinnar hættu á sinarbólgu og í undantekningartilvikum slitinni sin, einkum eftir langtímameðferð.

Með metótrexati, vegna aukinnar hættu á blóðfræðilegum eiturverkunum.

Milliverkanir á lyfjahvörf

Áhrif annarra lyfja á dexametasón

Dexametasón umbrotnar fyrir tilstilli cýtókróm P450 3A4 (CYP3A4) og er flutt með P-glýkópróteini (P-gp, einnig þekkt sem MDR1). Samhliða notkun dexametasóns með CYP3A4 eða P-gp örvum eða hemlum getur leitt til minnkunar eða aukningar á plasmaþéttni dexametasóns, í þeirri röð.

Gæta þarf varúðar við eftirfarandi samsetningar vegna breytinga á lyfjahvörfum dexametasóns:

Lyf sem geta dregið úr styrk dexametasóns í plasma:

Amínóglútetímíð, vegna minnkunar á virkni dexametasóns af völdum aukningar á umbroti þess í lifur.

Krampastillandi lyf sem eru örvar á lifrarensím: karbamazepín, fosfenýtóín, fenóbarbital, fenýtóín, prímidón vegna lækkunar á plasmaþéttni dexametasóns og þar með verkun þess.

Með rífampisíni, vegna minnkunar á þéttni dexametasóns í plasma og virkni þess með aukningu á umbroti í lifur.

Meltingarfæralyf sem frásogast ekki, sýrubindandi lyf og virkjað kolefni, einnig kólestýramín, vegna minnkunar á frásogi dexametasóns í þörmum. Að minnsta kosti tvær klukkustundir þurfa að líða á milli notkunar slíkra lyfja og Neofordex.

Efedrín, vegna lækkunar á plasmaþéttni dexametasóns með aukinni umbrotsúthreinsun.

Lyf sem geta aukið styrk dexametasóns í plasma:

Aprepítant og fosaprepítant, vegna hækkunar á plasmaþéttni dexametasóns með minnkun á umbroti þess í lifur.

Klaritrómýsín, telitrómýsín, ítrakónazól, ketókónazól, posakónazól, vórikónazól, nelfínavír, rítónavír: Aukin plasmaþéttni dexametasóns vegna minnkunar á umbrotum þess í lifur fyrir tilstilli þessara ensímhemla.

Áhrif dexametasóns á önnur lyf

Dexametasón er meðalöflugur CYP3A4 og P-gp örvi. Samhliða notkun dexametasóns með efnum sem umbrotna fyrir tilstilli CYP3A4 eða eru flutt með P-gp gæti leitt til aukinnar úthreinsunar og lækkað plasmaþéttni þessara efna:

Getnaðarvarnarlyf til inntöku, því ekki er hægt að útiloka að það dragi úr virkni getnaðarvarnartaflna meðan á meðferð stendur. Engin rannsókn á milliverkunum hefur verið gerð með

getnaðarvarnarlyfjum til inntöku. Grípa verður til skilvirkra ráðstafana til að koma í veg fyrir þungun (sjá kafla 4.6). Einnig getur dregið úr virkni uppbótarmeðferðar með hormónum.

Segavarnarlyf til inntöku, vegna hugsanlegra áhrifa barkstera á umbrot blóðþynningarlyfja til inntöku og á storkuþætti, auk blæðingahættu (slímhúð í meltingarvegi, viðkvæmar æðar) af dexametasónmeðferðinni sjálfri ef um er að ræða stóra skammta eða ef meðferðin varir lengur en í 10 daga. Ef slík samsetning er nauðsynleg, skal auka eftirlit og taka storkupróf eftir eina viku og síðan aðra hverja viku meðan á meðferð stendur og eftir að meðferð lýkur.

Dósetaxel og cýklófosfamíð, vegna minnkunar á plasmaþéttni þeirra af völdum örvunar á CYP3A og P-gp.

Lapatiníb, vegna aukinnar hættu á eiturverkunum lapatiníbs vegna örvunar á umbrotum CYP3A4.

Cíklósporín, vegna minnkaðs aðgengis og þéttni cíklósporíns í plasma. Cíklósporín getur einnig aukið upptöku dexametasóns í frumur. Auk þess hefur verið tilkynnt um krampa við samhliða notkun dexametasóns og cíklósporíns. Forðast skal samhliða notkun dexametasóns og cíklósporíns.

Mídazólam, vegna lækkunar á þéttni mídazólams í plasma af völdum CYP3A4 örvunar. Dregið getur úr verkun mídazólams.

Ivermektín, vegna lækkunar á þéttni ivermektíns í plasma. Nauðsynlegt er að ljúka útrýmingu sníkjudýra áður notkun dexametasóns hefst (sjá kafla 4.4).

Rífabútín, vegna lækkunar á plasmaþéttni rífabútíns af völdum CYP3A4 örvunar í þörmum og lifur.

Indínavír, vegna mikillar lækkunar á þéttni indínavírs í plasma af völdum CYP3A4 örvunar í þörmum.

Erýtrómýsín, vegna aukinna umbrota erýtromýsíns í próteinum sem ekki eru flutningsprótein fyrir CYP3A5 *1 samsætuna eftir meðferð með dexametasóni.

Ísóníazíð, því sykursterar geta dregið úr plasmaþéttni ísoníazíðs, líklega vegna örvunar á umbroti ísoníazíðs í lifur og minnkuðu umbroti sykurstera.

Prasikvantel, vegna lækkunar á plasmaþéttni prasíkvantels af völdum aukningar á umbroti í lifur af völdum dexametasóns, með hættu á meðferðarbresti. Að minnsta kosti tvær vikur þurfa að líða á milli meðferða með þessum tveimur lyfjum.

Endurtekin dagleg notkun dexametasóns leiðir einnig til minnkunar á plasmaþéttni dexametasóns vegna örvunar CYP3A4 og P-gp. Engrar skammtaaðlögunar er þörf við meðferð á mergæxli.

Dexametasón hefur engar klínískt marktækar lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir við talídómíð, lenalídómíð, pómalídómíð, bortezómíb, vínkristín eða doxórúbisín.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri

Konur eiga að forðast þungun meðan á meðferð með Neofordex stendur. Dexametasón getur valdið meðfæddri vansköpun (sjá kafla 5.3). Dexametasón getur verið notað samhliða þekktum vansköpunarvöldum (t.d. talídómíði, lenalídómíði, pómalídómíði, plerixafori) eða samhliða frumudrepandi lyfjum sem ekki má nota á meðgöngu. Sjúklingar sem fá Neofordex samhliða lyfjum sem innihalda talídómíð, lenalídómíð eða pómalídómíð skulu fylgja getnaðarvarnaráætlunum þessara lyfja. Leita skal upplýsinga í viðeigandi samantektum á eiginleikum lyfs við upphaf hverrar samsettrar meðferðar.

Getnaðarvarnir karla og kvenna

Konur á barneignaraldri og karlkyns makar þeirra þurfa að nota viðeigandi getnaðarvarnir. Sérstaklega mikilvægt er að fylgja kröfum í getnaðarvarnaráætlun fyrir samsetta meðferð með talídómíði eða hliðstæðum þess. Dregið getur úr verkun getnaðarvarnartaflna við dexametasónmeðferð (sjá kafla 4.5).

Meðganga

Á grundvelli reynslu hjá mönnum er talið að dexametasón geti valdið meðfæddri vansköpun, einkum vaxtarskerðingu á meðgöngu og í sjaldgæfum tilvikum nýrnahettubilunar hjá nýburum þegar það er gefið á meðgöngu.

Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3).

Ekki má nota Neofordex á meðgöngu nema klínískt ástand konunnar krefjist meðferðar með dexametasóni.

Brjóstagjöf

Sykursterar skiljast út í brjóstamjólk og áhrif hafa komið fram hjá nýburum/ungbörnum sem eru á brjósti meðhöndlaðra kvenna.

Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/stöðva tímabundið meðferð með Neofordrex.

Frjósemi

Dýrarannsóknir hafa sýnt minnkaða frjósemi kvendýra (sjá kafla 5.3). Engar upplýsingar liggja fyrir um frjósemi karldýra.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Neofordex hefur nokkur áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Dexametasón getur valdið ringlun, ofskynjunum, sundli, svefndrunga, þreytu, yfirliði og þokusýn (sjá kafla 4.8). Gefa skal sjúklingum fyrirmæli um að þeir megi ekki aka, stjórna vélum eða framkvæma hættuleg verkefni meðan á meðferð með dexametasóni stendur ef þeir finna fyrir slíkum einkennum.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Aukaverkanir Neofordex jafngilda fyrirsjáanlegu öryggissniði sykurstera. Blóðsykurshækkun, svefnleysi, vöðvaverkir og slappleiki, þróttleysi, þreyta, bjúgur og þyngdaraukning eru mjög algengar aukaverkanir. Sjaldgæfari en alvarlegar aukaverkanir eru: lungnabólga og aðrar sýkingar auk geðraskana (sjá kafla 4.4). Í samsettri meðferð með talídómíði eða hliðstæðum þess voru alvarlegustu aukaverkanirnar segarek í bláæðum, einkum í djúplægri bláæð, lungnasegarek og mergbæling, einkum daufkyrningafæð og blóðflagnafæð (sjá kafla 4.4).

Tíðni fyrirsjáanlegra aukaverkana, þ.m.t. rýrnun nýrnahetta, tengist skömmtum, tímasetningu lyfjagjafar og lengd meðferðar (sjá kafla 4.4).

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir sem fram komu hjá sjúklingum sem sem meðhöndlaðir voru með dexametasóni eru flokkaðar hér að neðan eftir líffæraflokkum og tíðni. Upplýsingarnar eru fengnar frá sögulegri reynslu og klínískum rannsóknum á sjúklingum með mergæxli þar sem dexametasón var notað sem einlyfjameðferð eða í samsettri meðferð með lyfleysu. Tíðnin er skilgreind á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥ 1 / 1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1 / 10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000, þar með talin einstök tilvik), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Flokkun eftir líffærum

Aukaverkanir

Sýkingar af völdum sýkla og

Algengar: Lungnabólga, ristill (herpes zoster), sýking í efri

sníkjudýra

öndunarvegi, sýking í neðri öndunarvegi, hvítsveppasýking í

 

munni, sveppasýking í munni, þvagfærasýking, áblásturssótt

 

(herpes simplex), hvítsveppasýking;

 

Tíðni ekki þekkt: Sýking, sýklasótt.

Blóð og eitlar

Algengar: Daufkyrningafæð, blóðleysi, blóðflagnafæð,

 

eitilfrumnafæð, hvítfrumnafæð, hvítfrumnafjölgun;

 

Sjaldgæfar: Daufkyrningafæð með hita, blóðfrumnafæð,

 

storkukvilli.

Innkirtlaraskanir

Algengar: Cushings heilkenni;

 

Sjaldgæfar: Vanstarfsemi skjaldkirtils;

 

Tíðni ekki þekkt: Nýrnahetturýrnun, fráhvarfseinkenni vegna

 

steranotkunar, nýrnahettubilun, aukinn hárvöxtur, óreglulegar

 

tíðablæðingar.

 

Efnaskipti og næring

Mjög algengar: Blóðsykurshækkun;

 

Algengar: Blóðkalíumlækkun, sykursýki, lystarleysi, aukin eða

 

minnkuð matarlyst, albúmínskortur, vökvasöfnun, þvagsýrudreyri;

 

Sjaldgæfar: Vessaþurrð, blóðkalsíumlækkun, magnesíumskortur;

 

Tíðni ekki þekkt: Skert sykurþol, natríumuppsöfnun,

 

efnaskiptablóðlýting.

Geðræn vandamál

Mjög algengar: Svefnleysi;

 

Algengar: Þunglyndi, kvíði, árásargirni, rugl, pirringur,

 

taugaveiklun, skapbreyting, æsingur, sæluvíma,

 

Sjaldgæfar: Skapsveiflur, ofskynjanir;

 

Tíðni ekki þekkt: Oflæti, geðrof, hegðunartruflanir.

Taugakerfi

Algengar: Úttaugakvilli, sundl, skynhreyfiofvirkni, athyglisbrestur,

 

minnisleysi, skjálfti, náladofi, höfuðverkur, bragðleysi, breytingar á

 

bragðskyni, svefnhöfgi, svefndrungi, skert jafnvægi, raddtruflun;

 

Sjaldgæfar: Heilaslag, skammvinnt blóðþurrðarkast, minnisleysi,

 

óeðlileg samhæfing, slingur, yfirlið;

 

Tíðni ekki þekkt: Krampar.

Augu

Algengar: Þokusýn, drer,

 

Sjaldgæfar: Tárubólga, aukinn táramyndun;

 

Tíðni ekki þekkt: Æðu- og sjónukvilli, gláka.

Eyru og völundarhús

Algengar: Svimi.

Hjarta

Algengar: Gáttatif, ofanslegilsaukaslög, hraðtaktur, hjartsláttarónot;

 

Sjaldgæfar: Blóðþurrð í hjartavöðva, hægsláttur;

 

Tíðni ekki þekkt: Hjartabilun.

Æðar

Algengar: Segarek í bláæðum, einkum segamyndun í djúplægri

 

bláæð og lungnasegarek, háþrýstingur, lágþrýstingur, andlitsroði,

 

hækkaður blóðþrýstingur, lækkaður slagbilsþrýstingur;

 

Tíðni ekki þekkt: Purpuri, mar.

Öndunarfæri, brjósthol og

Algengar: Berkjubólga, hósti, mæði, verkur í barkakýli, hæsi,

miðmæti

hiksti.

Meltingarfæri

Mjög algengar: Hægðatregða;

 

Algengar: Uppköst, niðurgangur, ógleði, meltingartruflanir,

 

munnbólga, magabólga, kviðverkir, munnþurrkur, uppþemba,

 

vindgangur;

 

Tíðni ekki þekkt: Brisbólga, rof í meltingarvegi, blæðingar í

 

meltingarvegi, sár í meltingarvegi.

Lifur og gall

Algengar: Óeðlileg lifrarpróf, hækkaður alanín amínótransferasi.

Húð og undirhúð

Algengar: Útbrot, hörundsroði, aukin svitamyndun, kláði, þurr húð,

 

hárlos;

 

Sjaldgæfar: Ofsakláði;

 

Tíðni ekki þekkt: Húðrýrnun, þrymlabólur.

Stoðkerfi og stoðvefur

Mjög algengar: Vöðvaslappleiki, vöðvakrampar;

 

Algengar: Vöðvakvilli, verkir í stoðkerfi, liðverkir, verkir í

 

útlimum,

 

Tíðni ekki þekkt: Sjúkleg beinbrot, beindrep, beinþynning, slitin sin.

Nýru og þvagfæri

Algengar: Aukin þvaglátatíðni

 

Sjaldgæfar: Nýrnabilun.

Almennar aukaverkanir og

Mjög algengar: Þreyta, þróttleysi, bjúgur (þ.m.t. bjúgur á útlimum

aukaverkanir á íkomustað

og í andliti);

 

Algengar: Verkir, slímhúðarbólga, hiti, kuldahrollur, lasleiki,

 

Tíðni ekki þekkt: Skertur gróandi.

Rannsóknaniðurstöður

Algengar: Þyngdartap, þyngdaraukning.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Áður en notkun Neofordex samhliða öðru lyfi hefst, skal kynna sér samantekt á eiginleikum lyfs fyrir það lyf.

Tíðni ákveðinna aukaverkana er breytileg eftir því hvaða samsetta meðferð er notuð.

Samhliða meðferð með lenalídómíði og dexametasóni hjá sjúklingum með endurkomið eða þrálátt mergæxli tengist hærri tíðni 4. stigs daufkyrningafæðar (5,1% hjá sjúklingum sem fengu meðferð með lenalídómíði/dexametasóni samanborið við 0,6% hjá sjúklingum sem fengu meðferð með lyfleysu/dexametasóni). Fjórða stigs daufkyrningafæð kom sjaldan fram (0,6% hjá sjúklingum sem fengu meðferð með lenalídómíði/dexametasóni samanborið við 0,0% hjá sjúklingum sem fengu meðferð með lyfleysu/dexametasóni,). Tilkynnt var um svipaða tíðni daufkyrningafæðar á háu stigi hjá nýgreindum sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með samsetningu af lenalídómíði og dexametasóni.

Hlutleysiskyrningafæð kom fram hjá 45,3% sjúklinga með endurkomið eða þrálátt mergæxli sem fengu lágskammta dexametasón ásamt pómalídómiði (Pom + LD-Dex) og hjá 19,5% sjúklinga sem fengu stóra skammta af dexametasóni (HD-Dex). Daufkyrningafæð var af 3. eða 4. stigi hjá 41,7% sjúklinga sem fengu Pom + LD-Dex, samanborið við 14,8% sem fengu HD-Dex. Hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Pom + LD-Dex var daufkyrningafæð sjaldan alvarleg (2,0% sjúklinga), leiddi ekki til þess að meðferð væri hætt og tengdist því að hlé væri gert meðferðinni hjá 21,0% sjúklinga og skammtalækkun hjá 7,7% sjúklinga. Daufkyrningafæð með hita (FN) kom fram hjá 6,7% sjúklinga sem fengu Pom + LD-Dex og ekki hjá neinum sjúklingi sem fékk HD-Dex. Öll tilvikin reyndust vera af 3. eða 4. gráðu. Tilkynnt var um alvarlega daufkyrningafæð með hita hjá 4,0% sjúklinga. Daufkyrningafæð með hita tengdist því að gera þurfti hlé á meðferðinni hjá 3,7% sjúklinga og skammtalækkun hjá 1,3% sjúklinga, ekki þurfti að stöðva meðferð í neinu tilviki.

Samhliða meðferð með lenalídómíði og dexametasóni hjá sjúklingum með endurkomið eða þrálátt mergæxli tengist hærri tíðni 3. og 4. stigs daufkyrningafæðar (9,9% og 1,4% í þeirri röð, hjá sjúklingum sem fengu meðferð með lenalídómíði/dexametasóni samanborið við 2,3% og 0,0% hjá sjúklingum sem fengu meðferð með lyfleysu/dexametasóni). Tilkynnt var um svipaða tíðni blóðflagnafæðar á háu stigi hjá nýgreindum sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með samsetningu af lenalídómíði og dexametasóni. Blóðflagnafæð kom fram hjá 27,0% sjúklinga með endurkomið eða þrálátt mergæxli sem fengu Pom + LD-Dex og hjá 26,8% sjúklinga sem fengu HD-Dex. Blóðflagnafæð var af 3. eða 4. stigi hjá 20,7% sjúklinga sem fengu Pom + LD-Dex, samanborið við 24,2% sem fengu HD-Dex. Hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Pom + LD-Dex var blóðflagnafæð alvarleg hjá 1,7% sjúklinga, leiddi til þess að minnka þurfti skammta hjá 6,3% sjúklinga, að hlé var gert á meðferð hjá 8% sjúklinga og að meðferð var hætt hjá 0,7% sjúklinga.

Samhliða meðferð lenalídómíðs, talídómíðs eða pómalídómíðs með dexametasóni er tengd aukinni hættu á segamyndun í djúplægri bláæð og lungnasegareki hjá sjúklingum með mergæxli (sjá kafla 4.5). Samhliða gjöf rauðkornamyndandi lyfja eða fyrri saga um segamyndun í djúplægri bláæð getur einnig aukið hættu á segamyndun hjá þessum sjúklingum.

Útlægir taugaverkir af lágu stigi, einkum 1. stigs náladofi, geta komið fram við meðferð með dexametasóni einu sér hjá allt að 34% af nýgreindum sjúklingum með mergæxli. Hins vegar eykst bæði tíðni og alvarleiki úttaugakvilla með samhliða gjöf bortezómíbs eða talídómíðs. Í einni rannsókn fengu 10,7% sjúklinga sem fengu meðferð með talídómíði og dexametasóni einkenni taugakvilla af 3/4. stigi, samanborið við 0,9% sjúklinga sem fengu meðferð með dexametasóni einu sér.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Bráð eiturhrif af dexametasóni eru lítil og eitrunaráhrif hafa sjaldan komið fram eftir bráða ofskömmtun. Ekkert mótefni er til og meðferðin er einkennameðferð.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Barksterar til altækrar notkunar (systemic use), sykursterar, ATC-flokkur: H02AB02

Verkunarháttur

Dexametasón er gervisykursteri sem sameinar mikil bólgueyðandi áhrif og litla saltsteravirkni. Við stóra skammta (t.d. 40 mg) dregur það úr ónæmissvörun.

Sýnt hefur verið fram á að dexametasón örvar frumudauða í mergæxlum (stýrður frumudauði) með því að draga úr virkni Nuclear Factor-κB og með virkjun kaspasa-9 fyrir tilstilli annars kaspasalosandi hvata afleiddum úr hvatbera (Smac, þáttur sem stuðlar að stýrðum frumudauða). Langvarandi útsetning var nauðsynleg til að ná hámarksgildi merkja um frumudauða ásamt aukinni virkjun kaspasa-3 og DNA-sundrun. Dexametasón fækkaði einnig genum sem vinna gegn frumudauða og jók þéttni IκB-α próteina.

Virkni dexametasóns m.t.t. frumudauða er aukin við samhliða meðferð með talídómíði eða hliðstæðum þess og við meðferð með próteasómhemli (t.d. bortezómíbi).

Mergæxli er framsækinn, sjaldgæfur blóðsjúkdómur. Hann einkennist af óhóflegum fjölda óeðlilegra plasmafrumna í beinmerg og offramleiðslu á ósködduðu einstofna mótefni (IgG, IgA, IgD eða IgE) eða einungis Bence-Jones próteini (fríum, einstofna, léttum κ og λ immúnóglóbúlínkeðjum).

Verkun og öryggi

Engar klínískar rannsóknir á verkun og öryggi hafa verið gerðar með notkun á Neofordex við meðferð á mergæxli.

Verkun og öryggi dexametasóns í samsettri meðferð við mergæxli hefur verið staðfest í mörgum klínískum rannsóknum á nýlega greindum sjúklingum og sjúklingum með endurkominn eða þrálátan sjúkdóm. Sjúklingaþýðið sem rannsakað var tók til einstaklinga á breiðu aldursbili, auk sjúklinga sem taldir voru hæfir eða óhæfir til samgena stofnfrumuígræðslu. Háskammtameðferð (40 mg eða 20 mg) með dexametasóni til inntöku hefur verið rannsökuð við meðferð á mergæxli samhliða krabbameinslyfjameðferð samkvæmt VAD- meðferðaráætluninni (vínkristín, adríamýsín/doxórúbisín og dexametasón) eða samhliða nýrri lyfjum, þ.m.t. talídómíði og hliðstæðum þess sem og próteasómtálmum. Í samanburðarrannsóknum sýndi samsett meðferð með dexametasóni mótsagnalaust betri árangur hvað varðar lifun og svörun heldur en einlyfja meðferð með dexametasóni.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Neofordex hjá einum eða fleiri undirhópum barna við mergæxli (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Eftir gjöf á Neofordex til inntöku nær plasmaþéttni dexametasóns hámarki að meðaltali eftir þrjár klukkustundir. Aðgengi dexametasóns er u.þ.b. 80%. Línulegt samband er á milli gefinna og aðgengis skammta.

Dexametasón er flutt með P-glýkópróteini (einnig þekkt sem MDR1). Önnur MDR-flutningsprótein kunna einnig að hafa hlutverk við flutning dexametasóns.

Dreifing

Dexametasón er bundið af plasmapróteinum, aðallega albúmíni, allt að 80% sem fer eftir gefnum skammti. Við mjög stóra skammta berst meirihluti dexametasóns óbundið um blóðrásina. Dreifingarrúmmálið er u.þ.b. 1 l/kg. Dexametasón fer yfir blóð-heila þröskuldinn og fylgjuna og berst í brjóstamjólk.

Umbrot

Lítill hluti af gefnu dexametasóni er skilið út óbreytt um nýru. Meginhlutinn er vetnistengdur eða vatnsrofinn hjá mönnum, helstu umbrotsefnin eru hýdroxý-6-dexametasón og díhýdró-20-dexametasón. 30 til 40% eru bundin glúkúrónsýru eða súlfati í lifur manna og skiljast út í því formi með þvagi. Dexametasón umbrotnar í gegnum cýtókróm P450 3A4 (CYP3A4). Önnur cýtókróm P450 ísóensím geta einnig gegnt hlutverki í umbrotum dexametasóns.

Brotthvarf

Helmingunartími dexametasóns í plasma er u.þ.b. 250 mínútur.

Sérstakir sjúklingahópar

Engar upplýsingar liggja fyrir um umbrot dexametasóns hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

Reykingar hafa engin áhrif á lyfjahvörf dexametasóns. Enginn munur kom fram á lyfjahvörfum dexametasóns milli einstaklinga af evrópskum og asískum (indónesískum og japönskum) uppruna.

5.3Forklínískar upplýsingar

Sykursterar hafa aðeins lítilsháttar bráð eituráhrif. Engar upplýsingar liggja fyrir um langvarandi eiturverkanir og krabbameinsvaldandi áhrif. Niðurstöður úr rannsóknum á eiturverkunum á erfðaefni reyndust ónákvæmar (artefactual). Í rannsóknum á eituráhrifum á æxlun hjá músum, rottum, hömstrum, kanínum og hundum olli dexametasón vansköpun hjá fósturvísum og fóstrum eins og fjölgun tilvika klofins góms og galla í beinagrind, minnkun á þyngd hóstarkirtils, milta og nýrnahettna, afbrigðileika í lungum, lifur og nýrum ásamt vaxtarskerðingu. Mat á þroska eftir fæðingu hjá dýrum sem fengu meðferð fyrir fæðingu sýndi fram á minnkuð sykurþol og insúlínnæmi, breytingar á hegðun og minnkun á þyngd heila og líkama. Hjá körlum getur dregið úr frjósemi vegna frumudauða kynfrumna og galla á sæðismyndun. Upplýsingar um frjósemi kvenna eru misvísandi.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Laktósaeinhýdrat Örkristallaður sellulósi Magnesíumsterat Vatnsfrí kísilkvoða

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3Geymsluþol

2 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Geyma skal töflurnar í þynnupakkningunni fram að gjöf. Fjarlægja skal einstakar töflur í heilum umbúðum frá þynnunni með því að nota rifgötunina, t.d. til notkunar í marghólfa lyfjaboxi. Farga skal töfluhelmingum sem ekki eru notaðir strax (sjá kafla 6.6).

6.5Gerð íláts og innihald

10 x 1 tafla í rifgataðri stakskammtaþynnu úr OPA/ál/PVC-áli. Pakkningastærð með 10 töflum.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur. Látið sjúklinga vita af því að ekki megi fleygja ónotuðum töflum með heimilissorpi eða skola þeim niður í frárennslislagnir.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Laboratoires CTRS 63, rue de l’Est

92100 Boulogne-Billancourt Frakkland

netfang: ctrs@ctrs.fr

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/15/1053/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 31. mars 2016

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf