Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Neofordex (dexamethasone) – Fylgiseðill - H02AB02

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsNeofordex
ATC-kóðiH02AB02
Efnidexamethasone
FramleiðandiLaboratoires CTRS 

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Neofordex 40 mg tafla

Dexametasón

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Neofordex og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Neofordex

3.Hvernig nota á Neofordex

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Neofordex

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Neofordex og við hverju það er notað

Neofordex er lyf sem inniheldur vikra efnið dexametasón. Dexametasón er af tegund hormóna sem kallast sykursterar, stundum kallaðir barksterar, sem hafa fjölbreytta virkni, þ.m.t. áhrif á hvít blóðkorn sem eru hluti af ónæmiskerfinu (náttúrulegar varnir líkamans). Dexametasón er sambærlegt við sykurstera sem eru náttúrulega framleiddir í líkamanum.

Neofordex er notað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með mergæxli, sem er krabbamein í blóði sem hefur áhrif á hvítu blóðkornin sem framleiða mótefni. Neofordex er gefið samhliða öðrum lyfjum við mergæxli. Þau starfa saman með því að drepa hvít blóðkorn með krabbameini.

2. Áður en byrjað er að nota Neofordex

Ekki má nota Neofordex

ef um er að ræða ofnæmi fyrir dexametasóni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú ert með veirusýkingu, sérstaklega veirulifrarbólgu, áblástur, hlaupabólu eða ristil,

ef þú ert með ómeðhöndlaðan geðsjúkdóm.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Meðferð með stórum skömmtum af barksterum getur dregið úr hæfni líkamans til að berjast við sýkingar. Þetta getur stundum leitt til sýkinga af völdum örvera sem sjaldan valda sýkingu undir venjulegum kringumstæðum (kallast tækifærissýkingar). Ef þú færð sýkingu af einhverju tagi meðan á meðferð með lyfinu stendur, skaltu tafarlaust hafa samband við lækninn. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú tekur eftir einkennum lungnabólgu: hósta, hita, mæði og brjóstverk. Þú gætir líka fundið fyrir ringlun, sérstaklega ef þú ert aldraður einstaklingur. Þú skalt einnig láta lækninn vita ef þú hefur fengið berkla eða ef þú hefur dvalið á svæðum þar sem þráðormasýkingar eru algengar.

Athugið: Á meðan þú tekur Neofordex er mikilvægt að þú forðist samneyti við einstaklinga með hlaupabólu, mislinga og ristil. Ef þú heldur að þú hafir verið í snertingu við einstakling með þessa sjúkdóma skaltu tafarlaust láta lækninn vita.

Stórir skammtar af barksterum, þ.m.t. dexametasóni, geta valdið sálrænum vandamálum sem geta stundum verið alvarleg. Leitaðu ráða hjá lækninum áður en þú tekur Neofordex ef þú eða einstaklingur í nánustu fjölskyldu þinni hefur fengið, eða fær alvarleg þunglyndis- eða oflætisköst. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú finnur fyrir þunglyndi eða gætir verið með sjálfsvígshugsanir.

Meðan á meðferð með þessu lyfi stendur er mikilvægt að neyta hollrar fæðu. Læknirinn mun ráðleggja þér um viðeigandi mataræði og gæti ávísað kalíum, kalsíum eða D-vítamíni.

Láttu lækninn vita ef þú hefur fengið blóðtappa áður en þú tekur Neofordex. Samhliða notkun dexametasóns með talídómíði, lenalídómíði eða pómalídómíði (lyf til meðferðar á mergæxli) eykur hættu á blóðtappa í bláæðum og slagæðum. Láttu lækninn tafarlaust vita ef þú finnur fyrir mæði, brjóstverk eða bjúg í handleggjum eða fótleggjum.

Samhliða notkun dexametasóns með lenalídómíði eða pómalídómíði getur valdið lækkun á venjulegum hvítum blóðkornum (blóðfrumur sem hjálpa til við að berjast gegn sýkingum) og/eða blóðflögum (sem hjálpa til við að koma í veg fyrir blæðingar). Læknirinn mun láta taka viðeigandi blóðprufur fyrir og meðan á meðferð stendur.

Meðferð með lyfinu getur valdið miðjulægum vessandi æðu- og sjónukvilla (central serous chorioretinopathy CSC), sem er augnsjúkdómur sem veldur óskýrri eða brenglaðri sjón. Þetta kemur yfirleitt fram í öðru auganu. Ef sjónin verður óskýr eða brengluð og það stendur yfir í nokkra daga, skaltu hafa samband við lækninn.

Meðferð með lyfinu getur valdið sinabólgu. Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur sin slitnað. Hættan á þessu eykst samhliða meðferð með ákveðnum sýklalyfjum og nýrnavandamálum. Hafðu samband við lækninn ef þú finnur fyrir verkjum, stífleika eða bólgu í liðum eða sinum.

Láttu alla lækna, tannlækna eða einstaklinga sem gætu ávísað meðferð fyrir þig vita að þú sért að taka eða hafir nýlega tekið dexametasón.

Ef þú verður veik/ur eða lendir í slysi, ef þú þarft að gangast undir skurðaðgerð (einnig hjá tannlækni) eða þarft bólusetningu (einkum með bóluefni með „lifandi veirum“), skaltu láta meðferðarlækninn vita að þú takir eða hafir nýlega tekið stóran skammt af barksterum.

Ef þú þarft að gangast undir rannsóknir (einkum vegna sýkinga), skaltu láta þann sem framkvæmir rannsóknirnar vita þar sem dexametasón getur haft áhrif á niðurstöðurnar.

Leitið ráða hjá lækninum áður en Neofordex er notað

-ef þú ert með lifrar- eða nýrnasjúkdóm,

-ef þú ert með hjartasjúkdóm eða hefur nýlega fengið hjartaáfall,

-ef þú ert með háan blóðþrýsting, of hátt kólesteról eða reykir,

-ef þú ert með sykursýki eða ef það er saga um sykursýki í fjölskyldunni,

-ef þú ert með beinþynningu, sérstaklega ef þú ert kona sem hefur gengið í gegnum tíðahvörf,

-ef þú ert með gláku (aukinn þrýstingur í auga), eða ef það er saga um gláku í fjölskyldunni,

-ef þú ert með vöðvaslensfár (sjúkdómur sem hefur áhrif á vöðva),

-ef þú ert með magasár (sár í maga eða skeifugörn) eða sögu um magasár, magablæðingar eða rof í maga,

-ef þú ert með bólgu í ristli, sarpbólgu eða hefur nýlega gengist undir skurðaðgerð á þörmum,

-ef þú ert með sinabólgu.

Læknirinn mun hafa nánara eftirlit með þér ef þú hefur eitthvern af tilgreindu sjúkdómunum.

Ef þú ert aldraður einstaklingur kunna sumar aukaverkanir Neofordex að vera alvarlegri, sér í lagi beinþynning, hár blóðþrýstingur, lítið magn kalíums, sykursýki, næmi fyrir sýkingum og þynning húðar. Læknirinn mun hafa nánara eftirlit með þér.

Börn og unglingar

Börn mynda ekki mergæxli. Lyfið má ekki gefa börnum (þ.e. einhverjum yngri en 18 ára).

Notkun annarra lyfja samhliða Neofordex

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Þú þarft að lesa fylgiseðla allra lyfja sem notuð eru samhliða Neofordex m.t.t. upplýsinga sem tengjast þessum lyfjum áður en meðferð með Neofordex hefst. Við notkun á talídómíði, lenalídómíði eða pómalídómíði þarf að hafa sérstaklega í huga þungunarpróf og kröfur um getnaðarvarnir.

Ef þú tekur einhver eftirtalinna lyfja skaltu ráðfæra þig við lækninn áður en þú tekur Neofordex:

-Blóðþynningarlyf (sem þynna blóðið)

-Asetýlsalisýlsýra, efni sem er í mörgum lyfjum sem notuð er við verkjum og til að lækka hita og önnur lyf við verkjum, bólgum og hita: íbúprófen, naproxen, díklófenak, meloxíkam o.fl.

-Lyf við háþrýstingi eða hjartasjúkdómum

-Lyf við sykursýki

-Lyf við meltingartruflunum (t.d. sýrubindandi lyf) og kólestýramín (til að lækka kólesteról)

-Lyf sem lækka kalíumgildi í blóði, t.d. sum þvagræsilyf eða hægðalyf

-Kortisón eða aðrir barksterar, tetrakósaktíð (notað til að mæla starfsemi nýrnahettna) eða amínóglútetímíð (notað til að meðhöndla Cushing heilkenni eða brjóstakrabbamein);

-Sýklalyf með virku efni sem endar á -mýsín og -floxasín, sveppalyf (til að meðhöndla sveppasýkingar) með virku efni sem endar á -kónasól eða amfóterísín B inndæling ásamt lyfjum gegn HIV-veirunni með virku efni sem endar á -navír;

-Rífampisín, rífabútín eða ísóníasíð (til að meðhöndla berkla);

-Prasikvantel eða ívermektín (við ákveðnum ormasýkingum);

-Estrógen hormón þ.m.t. getnaðarvarnartöflur og uppbótarmeðferð með hormónum (HRT);

-Krampalosandi lyf (til að meðhöndla flogaveiki) og mídasólam (notað sem svefntafla og til að meðhöndla flogaveiki);

-Aprepítant eða fosaprepítant (til að meðhöndla ógleði og uppköst eftir skurðaðgerð eða af völdum lyfjameðferðar [krabbameinsmeðferðar]);

-Ákveðin lyf við krabbameini: dósetaxel, sýklófosfamíð, lapatíníb eða metótrexat. Metótrexat er einnig notað til að meðhöndla gigt eða sóra;

-Rauðkornavaki (EPO, til að meðhöndla blóðleysi)

-Cíklósporín (til að meðhöndla sóra, ofnæmishúðbólgu, liðagigt eða nýrungaheilkenni og til að bæla ónæmisviðbrögð eftir líffæra- eða beinmergsígræðslu)

-Efedrín (til að meðhöndla astmaköst eða draga úr nefstíflu).

Láttu lækninn einnig vita ef þú hefur nýlega fengið bólusetningu eða ætlar að fá bólusetningu.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Ekki má taka Neofordex á meðgöngu nema samkvæmt ráðleggingum læknisins.

Þú verður að forðast að verða þunguð meðan á meðferð með Neofordex. Þú og maki þinn verðið að nota viðeigandi getnaðarvarnir. Láttu lækninn strax vita ef þú ert þunguð eða ef þú verður þunguð meðan á meðferð stendur.

Þú mátt ekki hafa barn á brjósti meðan á meðferð stendur.

Akstur og notkun véla

Þú mátt ekki aka, nota tæki eða vélar eða framkvæma hættuleg verkefni ef þú finnur fyrir aukaverkunum, svo sem rugli, ofskynjunum, sundli, þreytu, syfju, yfirliði eða þokusýn.

Neofordex inniheldur laktósa

Neofordex inniheldur laktósa sem er sykur. Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest, skal hafa samband við lækninn áður en lyfið er tekið inn.

3.Hvernig nota á Neofordex

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum.

Læknirinn mun ákveða skammtinn og segja þér á hvaða dögum þú átt að taka það. Ráðlagður skammtur er ein tafla í hvert skipti. Ef þú ert eldri en 65 ára og/eða veikburða, gæti læknirinn ávísað hálfri töflu í hvert skipti. Ekki má taka meira eða minna en ávísaðan skammt. Þú verður að taka lyfið á réttum dögum, nákvæmlega eins og læknirinn ávísaði.

Læknirinn gæti hugsanlega breytt skammtinum og tíðni lyfjagjafa á grundvelli ákveðinna þátta, m.a. blóðrannsókna, almenns ástands þíns, annarra lyfja sem þér er ávísað og svörunar þinnar við meðferðinni.

Gleyptu ávísaða skammtinn, eina töflu (40 mg) eða hálfa töflu (20 mg), að morgni með glasi af vatni.

Ef skammturinn er hálf tafla (20 mg) á að skipta töflunni í tvo jafna helminga. Taktu hálfa töflu strax. Ekki geyma hinn helminginn til að taka síðar þar sem taflan getur skemmst þegar henni hefur verið skipt og hún tekin úr pakkningunni. Geymdu síðan hálfu töfluna á öruggum stað þar sem börn hvorki ná til né sjá, þar til þú getur fargað henni á réttan hátt, því að ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga þeim. Ef þú átt erfitt með að taka töfluna úr þynnupakkningunni eða brjóta hana skaltu biðja einhvern um hjálp.

Ef notaður er stærri skammtur af Neofordex en mælt er fyrir um

Ef þú tekur of mikið Neofordex skaltu tafarlaust hafa samband við lækninn eða sjúkrahús.

Ef gleymist að nota Neofordex

Ef þú gleymir að taka Neofordex á venjulegum tíma og

ef liðnar eru minna en 12 klst.: taktu töfluna tafarlaust.

ef liðnar eru meira en 12 klst.: ekki taka töfluna en taktu næstu töflu á venjulegum tíma.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Neofordex

Þú gætir fundið fyrir alvarlegum aukaverkunum ef þú hættir skyndilega að taka lyfið. Ef þú hættir að taka lyfið of snögglega, gætir þú fengið lágan blóðþrýsting. Þú gætir einnig fundið fyrir „fráhvarfseinkennum“. Einkennin geta m.a. verið höfuðverkur, vandamál með sjónina (þ.m.t. verkir eða bólga í auga), ógleði eða uppköst, hiti, verkir í vöðvum og liðum, þroti innan í nefi, þyngdartap, kláði í húð og tárubólga. Ef stöðva þarf meðferðina skaltu fylgja ráðleggingum læknisins.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Læknirinn mun ræða þetta við þig og útskýra hugsanlegan ávinning og áhættu af meðferðinni.

Aukaverkanirnar sem taldar eru upp hér að neðan komu fram þegar dexametasón var notað til meðhöndlunar á mergæxli og til meðhöndlunar á öðrum sjúkdómum. Í sumum tilvikum getur samsetning nokkurra lyfja aukið aukaverkanir lyfjanna miðað við þegar þau eru tekin eru ein sér.

Neofordex getur valdið alvarlegum geðrænum vandamálum. Þau eru algeng (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum) og geta falið í sér:

-þunglyndi (þ.m.t. sjálfsvígshugsanir)

-geðhæð (oflæti), mikil gleði (sæluvíma) eða miklar skapsveiflur,

-kvíði, einbeitingarörðugleikar og minnisleysi,

-að finna fyrir, sjá eða heyra hluti sem eru ekki til eða trúa á hluti sem eru ekki raunverulegir, myrkar

hugsanir, breytingar á hegðun.

Ef þú finnur fyrir einhverju þessara einkenna skaltu tafarlaust hafa samband við lækni.

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir geta verið:

Mjög algengar: geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum

Hækkaður blóðsykur, hægðatregða;

Svefnörðugleikar;

Vöðvakrampar, máttleysi;

Þreyta, máttleysi, bólgur í líkama og andliti.

Algengar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

Bakteríu-, veiru- eða sveppasýkingar, þ.m.t. lungnabólga, ristill, sýkingar í nefi, munni, hálskirtlum eða hálsi, berkjubólga, áblástur, blöðrubólga;

Fækkun rauðra eða hvítra blóðkorna og/eða blóðflagna eða aukinn fjöldi hvítra blóðkorna, minnkað magn kalíums eða albúmíns (prótein) í blóði, aukið magn þvagsýru í blóði, breytingar á lifrarprófum;

Cushings heilkenni, þ.e. fituaukning á kvið og andliti, mikil svitamyndun, húðslit, sýnilegar víkkaðar háræðar (litlar æðar) og þurrkur í húð, aukinn hárvöxtur í andliti (sérstaklega hjá konum) og hárþynning;

Þróun sykursýki, minnkuð eða aukin matarlyst, þyngdaraukning eða þyngdartap, vökvasöfnun;

Árásargirni, rugl, pirringur, taugaveiklun, eirðarleysi, breytt skaplyndi;

Næmleiki, dofi, náladofi eða sviðatilfinning í húð eða verkir í höndum eða fótum vegna taugaskemmda, sundl, skjálfti, höfuðverkur, tap eða breytingar á bragðskyni,

Drer, óskýr sjón;

Hraður eða óreglulegur hjartsláttur, of hár eða of lágur blóðþrýstingur, myndun blóðtappa sem gæti stíflað æðar (t.d. í fótleggjum eða lungum), bólga í höndum og fótum, roði í húð á andliti eða líkama;

Hósti, öndunarerfiðleikar, erfiðleikar við tal, særindi í hálsi eða munni, hæsi, munnþurrkur, hiksti, bólga í slímhúðum;

Uppköst, ógleði, niðurgangur, meltingartruflanir, uppþemba, bólgur og/eða verkir í maga;

Útbrot, kláði, roði í húð;

Vöðvarýrnun, verkir í vöðvum, liðum, beinum eða útlimum;

Tíð þvaglát;

Verkir, hiti, kuldahrollur, yfirlið, svimi, örmögnun, syfja, skert jafnvægistilfinning.

Sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Hiti vegna skorts á ákveðnum hvítum blóðkornum, skortur á öllum tegundum blóðkorna, minnkuð blóðstorknun, minnkað magn af magnesíum eða kalsíum í blóði;

Skjaldkirtillinn getur ekki framleitt eðlilegt magn af hormóni (vanstarfsemi skjaldkirtils);

Skortur á líkamsvökva (ofþornun) með þorsta eða höfuðverk;

Heilaslag, erfiðleikar með samhæfingu eða hreyfingu, yfirlið;

Bólga í auga og/eða augnlokum, aukin táramyndun;

Hjartaáfall, óeðlilega hægur hjartsláttur;

Ofsakláði;

Nýrnabilun.

Tíðni ekki þekkt: ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum

Sýking og bólga í öllum líkamanum vegna sýkingar (sýklasótt);

Vanhæfni líkamans til að bregðast eðlilega við alvarlegri streitu eins og slysum, skurðaðgerðum eða sjúkdómum vegna ófullnægjandi virkni í nýrnahettunum, alvarlegur, óvenjulegur höfuðverkur með sjóntruflunum sem tengjast afturköllun meðferðar, óreglulegir tíðahringir hjá konum;

Aukin þörf fyrir sykursýkislyf, ójafnvægi á blóðsöltum, kalíumtap vegna lítils magns af koltvísýringi (ástand sem kallast efnaskiptablóðlýting);

Krampar sem líkjast flogaveiki;

Aukinn þrýstingur í auga, þ.m.t. gláka, æðu- og sjónukvilli (chorioretinopathy);

Vanhæfni hjartans til að dæla nægu blóði um líkamann (hjartabilun);

Sár, rof og/eða blæðing í vélinda, maga eða þörmum, brisbólga (sem getur komið fram sem verkur í baki og kvið);

Hægur gróandi sára, bólur, húðþynning, marblettir, rauð eða fjólublá mislitun á húð (purpuri);

Beinþynning með aukinni hættu á beinbrotum, sjúkdómum í beinum og slitinni sin.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi

sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við

að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Neofordex

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki má nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og þynnunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki skal nota lyfið ef einhver merki eru um galla eða skemmdir á töflunum eða pakkningunni.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. Geymdu töflurnar í þynnupakkningunni þar til þú tekur þær. Ef þú notar töflubox skaltu nota rifgötunina til að fjarlægja einstakar töflur úr þynnunni án þess að opna umbúðirnar.

Fleygðu hálfum töflum sem þú hefur ekki tekið. Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Neofordex inniheldur

-Virka innihaldsefnið er dexametasón. Hver tafla inniheldur dexametasón asetat sem samsvarar 40 mg af dexametasóni.

-Önnur innihaldsefni eru laktósaeinhýdrat, örkristallaður sellulósi, magnesíumsterat og vatnsfrí kísilkvoða (sjá kafla 2).

Lýsing á útliti Neofordex og pakkningastærðir

Hver tafla er hvít, ílöng að lögun, með deiliskoru á annarri hliðinni. Töflunni má skipta í tvo jafna helminga.

Hver askja inniheldur 10 x 1 töflu í rifgataðri stakskammtaþynnu úr OPA/ál/PVC-áli.

Markaðsleyfishafi

Laboratoires CTRS 63, rue de l’Est

92100 Boulogne-Billancourt Frakkland

Framleiðandi

Amatsi

17, Parc des Vautes 34980 Saint Gély du Fesc Frakkland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Laboratoires CTRS

Medical Need Europe AB

63, rue de l‘Est

Teatergatan 3

F-92100 Boulogne-Billancourt, France

SE-111 48 Stockholm, Sweden

Tél/Tel: +32 (0)2 40 11 442

Tel/Puh: +46 (0)8 533 39 500

ctrs@ctrs.fr

info@medicalneed.com

България

Luxembourg/Luxemburg

Laboratoires CTRS

Laboratoires CTRS

63, rue de l‘Est

63, rue de l‘Est

F-92100 Boulogne-Billancourt, France

F-92100 Boulogne-Billancourt, France

Teл.: + 33 (0)1 707 60 637

Tél/Tel: +352 278 62 329

ctrs@ctrs.fr

ctrs@ctrs.fr

Česká republika

Magyarország

Pharma East v.o.s.

Pharmacenter Hungary Kft.

Roháče z Dubé 13

Bartók Béla út 15/a. I/18.

CZ – 370 01 České Budějovice

H-1114 Budapest

Tel: +420 602 695 106

Tel.: +36-1-2095927

pharmacenter@pharmacenter.hu

pharmacenter@pharmacenter.hu

Danmark

Malta

Medical Need Europe AB

Laboratoires CTRS

Teatergatan 3

63, rue de l‘Est

SE-111 48 Stockholm, Sweden

F-92100 Boulogne-Billancourt, France

Tlf: +46 (0)8 533 39 500

Tel: + 33 (0)1 707 60 637

info@medicalneed.com

ctrs@ctrs.fr

Deutschland

Nederland

Laboratoires CTRS

Laboratoires CTRS

63, rue de l‘Est

63, rue de l‘Est

F-92100 Boulogne-Billancourt, France

F-92100 Boulogne-Billancourt, France

Tel: +49 (0)6 922 221 311

Tel: +31 (0)2 070 38 155

ctrs@ctrs.fr

ctrs@ctrs.fr

Eesti

Norge

Medical Need Europe AB

Medical Need Europe AB

Teatergatan 3

Teatergatan 3

SE-111 48 Stockholm, Sweden

SE-111 48 Stockholm, Sweden

Tel/Puh: +46 (0)8 533 39 500

Tel/Puh: +46 (0)8 533 39 500

info@medicalneed.com

info@medicalneed.com

Ελλάδα

Österreich

RAFARM AEBE

Laboratoires CTRS

Κορίνθου 12, Ν. Ψυχικό

63, rue de l‘Est

τκ 15451

F-92100 Boulogne-Billancourt, France

Αθήνα, Ελλάδα

Tel: +43 (0)7 208 16 847

Τηλ: + 302106776550

ctrs@ctrs.fr

España

Polska

Laboratoires CTRS

Laboratoires CTRS

63, rue de l‘Est

63, rue de l‘Est

F-92100 Boulogne-Billancourt, France

F-92100 Boulogne-Billancourt, France

Tel: + 33 (0)1 707 60 637

Tel.: + 33 (0)1 707 60 637

ctrs@ctrs.fr

ctrs@ctrs.fr

 

France

Portugal

Laboratoires CTRS

Laboratoires CTRS

63, rue de l‘Est

63, rue de l‘Est

F-92100 Boulogne-Billancourt

F-92100 Boulogne-Billancourt, France

Tél: + 33 (0)1 707 60 637

Tel: + 33 (0)1 707 60 637

ctrs@ctrs.fr

ctrs@ctrs.fr

Hrvatska

România

Laboratoires CTRS

Laboratoires CTRS

63, rue de l‘Est

63, rue de l‘Est

F-92100 Boulogne-Billancourt, France

F-92100 Boulogne-Billancourt, France

Tel: + 33 (0)1 707 60 637

Tel: + 33 (0)1 707 60 637

ctrs@ctrs.fr

ctrs@ctrs.fr

Ireland

Slovenija

Laboratoires CTRS

Laboratoires CTRS

63, rue de l‘Est

63, rue de l‘Est

F-92100 Boulogne-Billancourt, France

F-92100 Boulogne-Billancourt, France

Tel: +353 (0)1 695 00 63

Tel: + 33 (0)1 707 60 637

ctrs@ctrs.fr

ctrs@ctrs.fr

Ísland

Slovenská republika

Medical Need Europe AB

Pharmacenter Slovakia s.r.o.

Teatergatan 3

Kremnická 26

SE-111 48 Stockholm, Sweden

SK-85101 Bratislava

Sími: + 46 (0)8 533 39 500

Tel: + 4212 622 50013

info@medicalneed.com

office@pharmacenter.sk

Italia

Suomi/Finland

Laboratoires CTRS

Medical Need Europe AB

63, rue de l‘Est

Teatergatan 3

F-92100 Boulogne-Billancourt, France

SE-111 48 Stockholm, Sweden

Tel: + 33 (0)1 707 60 637

Tel/Puh: +46 (0)8 533 39 500

ctrs@ctrs.fr

info@medicalneed.com

Κύπρος

Sverige

RAFARM AEBE

Medical Need Europe AB

Κορίνθου 12, Ν. Ψυχικό

Teatergatan 3

τκ 15451

SE-111 48 Stockholm, Sweden

Αθήνα, Ελλάδα

Tel: +46 (0)8 533 39 500

Τηλ: + 302106776550

info@medicalneed.com

Latvija

United Kingdom

Medical Need Europe AB

Laboratoires CTRS

Teatergatan 3

63, rue de l‘Est

SE-111 48 Stockholm, Sweden

F-92100 Boulogne-Billancourt, France

Tel: +46 (0)8 533 39 500

Tel: +44 (0)3 301 002 375

info@medicalneed.com

ctrs@ctrs.fr

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu. Þar eru líka tenglar á aðra vefi um sjaldgæfa sjúkdóma og lyf við þeim.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf