Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Neuraceq (florbetaben (18F)) – Samantekt á eiginleikum lyfs - V09AX06

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsNeuraceq
ATC-kóðiV09AX06
Efniflorbetaben (18F)
FramleiðandiPiramal Imaging Limited

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Neuraceq 300 MBq/ml stungulyf, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Hver ml af stungulyfi, lausn inniheldur 300 MBq af florbetaben (18F) á dagsetningu og tíma kvörðunar.

Virknin í hverju hettuglasi er á bilinu 300 MBq til 3000 MBq á dagsetningu og tíma kvörðunar.

Flúorín (18F) brotnar niður í stöðugt súrefni (18O) með helmingunartíma sem nemur u.þ.b.

110 mínútum, með því að gefa frá sér positrón geislun sem nemur 634 keV og síðan ljóseindageislun vegna agnaeyðingar sem nemur 511 keV.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Þetta lyf inniheldur allt að 1,2 g af etanóli og allt að 33 mg af natríum í skammti(sjá kafla 4.4).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

Tær, litlaus lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Lyfið er eingöngu ætlað til sjúkdómsgreiningar.

Neuraceq er geislavirkt lyf ætlað til jáeindaskönnunar (PET-skönnun, Positron Emission Tomography) á þéttni β-amýlóíð skellna í heila fullorðinna sjúklinga með vitræna skerðingu sem verið er að meta með tilliti til Alzheimer sjúkdóms (AD) og annarra ástæðna fyrir vitrænni skerðingu. Neuraceq skal nota í samhengi við klínískt mat.

Neikvæð skönnun táknar fáar eða engar skellur, sem samræmist ekki greiningu Alzheimer sjúkdóms. Frekari upplýsingar um takmarkanir á túlkun jákvæðrar skönnunar, sjá kafla 4.4 og 5.1.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

PET-skönnun með florbetaben (18F) skal fara fram að beiðni lækna sem hafa reynslu af klínískri umönnun taugahrörnunarsjúkdóma.

Neuraceq myndir skulu aðeins túlkaðar af einstaklingum sem hafa fengið þjálfun við að túlka PET- myndir með florbetaben (18F). Mælt er með að hafa til hliðsjónar nýlega tölvusneiðmynd (CT) eða segulómun (MR) af sjúklingi til að sjá samsetta PET-CT eða PET-MR mynd ef óljóst er hvar gráfyllan er staðsett og hvar mörkin liggja milli gráfyllu/hvítfyllu á PET-skönnun (sjá kafla 4.4. Túlkun Neuraceq mynda).

Skammtar

Ráðlögð virkni fyrir fullorðinn einstakling er 300 MBq florbetaben (18F). Hámarksskammturinn ætti ekki að vera meiri en sem nemur 360 MBq og ekki minni en 240 MBq þegar notkun fer fram. Það rúmmál Neuraceq sem sprauta skal getur verið allt frá 0,5 til 10 ml til þess að veita markvirknina 300 MBq þegar lyfjagjöf í bláæð á sér stað.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir sjúklingar

Engin skammtaaðlögun er ráðlögð byggt á aldri.

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi

Vandlega þarf að íhuga þá virkni sem gefa skal þar sem geislaútsetning er hugsanlega aukin hjá þessum sjúklingum. Sjá kafla 4.4.

Ekki hafa verið gerðar víðtækar rannsóknir á skammtabili og aðlögun skammta hvað varðar lyfið hjá heilbrigðum eða sérstökum sjúklingahópum. Lyfjahvörf florbetabens (18F) hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi hafa ekki verið skilgreind.

Börn

Notkun Neuraceq á ekki við hjá börnum.

Lyfjagjöf

Neuraceq er ætlað til notkunar í bláæð og fyrir fjölskammta.

Virkni florbetabens (18F) þarf að mæla með virknimæli (skammtakvarðara) rétt fyrir inndælingu.

Florbetaben (18F) á ekki að þynna.

Skammturinn er gefinn hægt með stakri inndælingu í bláæð (6 sek./ml) og síðan er skolað með u.þ.b.10 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn til að tryggja að allur skammturinn sé gefinn. Ef inndælingarrúmmálið er á bilinu 0,5 og 1 ml skal aðeins nota sprautur af viðeigandi stærð (1 ml) og skola þarf sprautuna með natríumklóríð lausn (sjá kafla 12).

Florbetabens (18F) á að gefa í bláæð til þess að forðast geislun og ranga myndgreiningu ef lyfið berst staðbundið utan æðar.

Myndöflun

Afla skal 20 mínútna PET-myndar sem hefst u.þ.b. 90 mínútum eftir inndælingu í bláæð með florbetaben.

Sjúklingar skulu liggja á bakinu með höfuðið þannig að heilinn, þar með talinn litli heili, liggi á myndsvæði PET-skannans. Draga má úr höfuðhreyfingum með límbandi eða öðrum sveigjanlegum aðhaldsbúnaði fyrir höfuð. Beita á leiðréttingu á deyfðu merki (attenuation correction) við byggingu myndarinnar, þannig að myndeindastærð (pixel sizes) þvert á langás líkamans sé á milli

2,0 og 3,0 mm.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Einstaklingsbundið mat á ávinningi/áhættu

Það verður að vera hægt að réttlæta útsetningu hvers sjúklings fyrir geislun með líklegum ávinningi. Sú virkni sem gefin er á alltaf að vera sú minnsta mögulega virkni sem dugar til að afla nauðsynlegra upplýsinga til greiningar.

Skert nýrnastarfsemi og skert lifrarstarfsemi

Íhuga þarf vandlega hlutfall ávinnings og áhættu hjá þessum sjúklingum, þar sem hugsanlegt er að útsetning fyrir geislun sé aukin. Florbetaben (18F) skilst einkum út með lifur og galli og hugsanlegt er að geislun sé meiri hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Sjá kafla 4.2.

Börn

Varðandi upplýsingar um notkun hjá börnum, sjá kafla 4.2 eða 5.1.

Túlkun Neuraceq mynda

Neuraceq myndir skulu aðeins túlkaðar af þeim sem hafa hlotið þjálfun við túlkun PET-mynda með florbetaben (18F). Neikvæð skönnun gefur til kynna að engin eða lítil þéttni β-amýlóíð skellna sé til staðar í heilaberki. Jákvæð skönnun gefur til kynna í meðallagi mikla eða mikla þéttni. Röng túlkun mynda hefur komið fram við mat á þéttni á β-amýlóíð skellum í heila, þ.m.t. falskar neikvæðar og falskar jákvæðar niðurstöður.

PET myndir eru lesnar í þversniði (transaxial) með grákvarða. Sá sem les myndirnar á að bera saman virkniboð í gráfyllu í heilaberki og hámarks virkniboð í hvítfyllu. Skoða skal myndirnar á kerfisbundinn hátt (Mynd 1) með því að byrja í litla heila og skruna upp í gegnum hliðlæga hluta gagnaugablaðs og ennisblað, síðan í svæðið þar sem aftari gyrðilbörk (posterior cingulate cortex) og forfleyg (precuneus) er að finna og á endanum í hvirfilblaðið.

Túlkun myndanna fer fram með því að bera saman virknina í gráfyllu heilabarkar og virkni í nærliggjandi hvítfyllu heilabarkar. Meta skal hvert heilasvæði, gagnaugablað, ennisblað, aftari gyrðilgára, forfleyg og hvirfilblaðs, með kerfisbundinni skoðun og gefa stig samkvæmt skori upptöku sporefnis í heilaberki (RCTU) (Tafla 1).

Tafla 1: Skilgreiningar á upptöku sporefnis í heilaberki (RCTU, regional cortical tracer uptake)

Stig upptöku sporefnis í heilaberki

Skilyrði fyrir mati

(Engin upptaka sporefnis)

Upptaka sporefnis (þ.e.virkniboð) í gráfyllu

svæðisins er minni en í hvítfyllunni.

 

 

 

 

Minni svæði þar sem upptaka sporefnis á sér stað,

(Í meðallagi mikil upptaka sporefnis)

af sömu stærð eða meiri en í hvítfyllu: nær út fyrir

ytra byrði hvítfyllu og að ytri mörkum heilabarkar

 

 

og kemur fram á öllu svæðinu þ.m.t. á flestum

 

 

sneiðum á viðkomandi svæði.

 

 

Stór samliggjandi svæði þar sem upptaka sporefnis

(Veruleg upptaka sporefnis)

er af sömu stærð eða meiri en í hvítfyllu nær út

fyrir ytra byrði hvítfyllu og að ytri mörkum

 

 

heilabarkar og kemur fram á öllu svæðinu þ.m.t. á

 

 

flestum sneiðum á viðkomandi svæði.

Athugið: til þess að ákvarða stig upptöku sporefnis í heilaberki þurfa viðkomandi niðurstöður að koma fram í meirihluta sneiða á því svæði sem um er að ræða.

Mynd 1: Neuraceq PET tilfelli sem sýna dæmi um neikvæða florbetaben (18F) PET-skönnun (efsta röð) og jákvæða skönnun (neðsta röð).

Heildarákvörðun varðandi mat á útliti PET-skönnunar er einstaklingsbundin og byggð á tvíþættum niðurstöðum sem „jákvætt“ eða „neikvætt“. Einstaklingur er flokkaður sem „jákvæður“ eða „neikvæður“ byggt á stigi magns amýlóíð skellna í heila (BAPL) (tafla 2) sem fengið er samkvæmt RCTU stigum í heilasvæðunum fjórum (tafla 1).

Tafla 2: Skilgreining á magni amýlóíð skellna í heila (BAPL, brain amyloid plaque load)

Mat

BAPL stig

Regla varðandi mat

 

 

 

 

 

Skönnun án beta-amýlóíð

RCTU stig 1 í hverju af

Neikvæð skönnun

 

uppsöfnunar

4 heilasvæðum (hliðlæg gagnaugablöð,

 

 

ennisblöð, aftari

 

 

 

gyrðilbörkur/forfleygur, hvirfilblöð).

 

 

 

 

 

Skönnun með í meðallagi

RCTU stig 2 í einhverju eða öllum

 

 

mikilli beta-amýlóíð

4 heilasvæðum og ekkert stig 3 í

Jákvæð skönnun

 

uppsöfnun

þessum 4 heilasvæðum

 

 

 

 

Skönnun með verulegri

RCTU stig 3 í að minnsta kosti einu af

 

 

beta-amýlóíð uppsöfnun

4 heilasvæðum

 

 

 

 

Takmörkun á notagildi

Jákvæð skönnun ein og sér nægir ekki til greiningar á Alzheimer sjúkdómi eða öðrum vitrænum röskunum þar sem skellur geta verið til staðar í gráfyllu hjá einkennalausu, öldruðu fóki og þegar um er að ræða sumar tegundir vitglapa ásamt taugahrörnun (Alzheimer sjúkdómur, Lewy sjúkdómur, Parkinsons vitglöp).

Varðandi takmörkun notkunar hjá sjúklingum með væga vitræna skerðingu (MCI), sjá kafla 5.1.

Verkun florbetaben (18F) til þess að segja fyrir um þróun Alzheimer sjúkdóms eða mæla meðferðarsvörun hefur ekki verið staðfest (sjá kafla 5.1).

Erfitt getur verið að túlka sumar myndir vegna myndtruflana, rýrnunar ásamt minnkuðum skilum milli hvítfyllu og gráfyllu (thinned cortical ribbon) eða óskýrra mynda, sem geta valdið rangri túlkun. Ef óvissa ríkir varðandi staðsetningu gráfyllu og marka gráfyllu/hvítfyllu á PET-mynd og CT eða MR- mynd liggur fyrir frá sama tíma ætti sá sem les úr myndunum að skoða samsettar PET-CT eða PET-MR mynd til þess að varpa ljósi á samhengi PET geislunar og byggingu gráfyllu.

Vart hefur orðið við aukna upptöku í svæðum utan heilans, svo sem í andliti, hársverði og beini í sumum tilvikum. Stundum verður vart við áframhaldandi virkni í miðlægum þykktarstokk (sagittal sinus) (sjá kafla 5.2).

Að ferlinu loknu

Forðast skal nána snertingu við ungbörn og þungaðar konur á fyrstu 24 klst. eftir inndælingu.

Sérstök varnaðarorð

Þetta lyf inniheldur allt að 1,5 mmól natríum (þ.e. 33 mg) í skammti. Þetta skulu sjúklingar hafa í huga sem neyta matarræðis þar sem gætt er að magni natríums.

Þetta lyf inniheldur 15% etanól (alkóhól) að rúmmáli, þ.e. allt að 1,2 g í skammti, sem jafngildir 30 ml af bjór eða 12,5 ml af víni í skammti. Þetta getur verið skaðlegt þeim sem þjást af áfengissýki og þarf einnig að hafa í huga hvað varðar konur sem eru þungaðar eða með barn á brjósti og mikla áhættuhópa, svo sem sjúklinga með lifrarsjúkdóm eða flogaveiki.

Hvað varðar varúðarráðstafanir hvað varðar hættu fyrir umhverfið, sjá kafla 6.6.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Engar in vivo rannsóknir á milliverkunum hafa verið framkvæmdar.

Í geislabindilsrannsóknum þar sem notast var við mismunandi viðtaka, jónagöng og flutningsprótín manna og dýra varð ekki vart við neina marktæka bindingu.

In vitro rannsóknir þar sem notast var við lifrarfrymisagnir manna, gáfu ekki til kynna neina getu til að hamla sýtókróma P450 ensímakerfinu.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri

Þegar ætlunin er að gefa konu á barneignaraldri geislavirkt lyf er mikilvægt að ákvarða hvort hún er þunguð eða ekki. Ef kona hefur ekki fengið blæðingar skal gera ráð fyrir að hún sé þunguð þar til annað er staðfest. Ef vafi leikur á um mögulega þungun (ef konan hefur ekki fengið blæðingar, ef blæðingar eru mjög óreglulegar o.s.frv.) skal bjóða sjúklingi aðra tækni þar sem ekki er stuðst við jónandi geislun (ef um slíkt er að ræða).

Meðganga

Þegar ferli sem fela í sér geislavirkar kjarnategundir eru framkvæmd hjá þunguðum konum fær fóstrið einnig geislavirkan skammt. Því ætti aðeins að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir á meðgöngu ef líklegur árangur vegur mun þyngra en hættan fyrir móður og fóstur.

Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á þunguðum konum. Engar dýrarannsóknir hafa verið gerðar til að rannsaka áhrif florbetaben (18F) á æxlun (sjá kafla 5.3.)

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort florbetaben (18F) skilst út í brjóstamjólk hjá mönnum við brjóstagjöf. Áður en geislavirkt lyf er gefið móður sem er með barn á brjósti skal íhuga möguleikann á því að seinka lyfjagjöf geislavirkrar kjarnategundar þar til móðirin hefur hætt brjóstagjöf og hvaða geislavirka lyf henti best, en hafa ber í huga seytingu geislavirkni í brjóstamjólk. Ef lyfjagjöf er talin nauðsynleg skal gera hlé á brjóstagjöf í 24 klst. og farga mjólk sem kemur fram á þessum tíma.

Forðast skal nána snertingu við ungbörn á fyrstu 24 klst. eftir inndælingu.

Frjósemi

Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Neuraceq hefur engin þekkt áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt öryggisupplýsingar

Heildar öryggisupplýsingar varðandi Neuraceq eru byggðar á gögnum tengdum 1090 lyfjagjöfum Neuraceq hjá 872 einstaklingum og 12 einstaklingum sem fengu burðarefni. Endurtekin skömmtun með árs millibili sýndi að það var engin munur á öryggisupplýsingum eftir fyrstu, aðra og þriðju skömmtun.

Listi yfir aukaverkanir

Tíðni er skilgreind sem mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10);

sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan

fyrir (<1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Þó tíðnin kunni að vera lægri en fram kemur hér á eftir, leyfði stærð gagnagrunns sem stuðst var við ekki lægri tíðniflokkun en flokkinn „sjaldgæfar“ (≥1/1.000 til <1/100).

Taugakerfi

Sjaldgæfar: sviði, höfuðverkur, taugaverkir, skjálfti

Æðar

Sjaldgæfar: roðaþot, margúll, lágþrýstingur

Meltingarfæri

Sjaldgæfar: niðurgangur, ógleði

Lifur og gall

Sjaldgæfar: óeðlileg lifrarstarfsemi

Húð og undirhúð

Sjaldgæfar: óhófleg svitamyndun, útbrot, útþot sem eiturverkun

Stoðkerfi og stoðvefur

Sjaldgæfar: óþægindi í útlimum, verkir í útlimum

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Algengar: erting á stungustað, verkur á stungustað, roði á stungustað/íkomustað

Sjaldgæfar: verkur við hollegg, óþægindi á stungustað, margúll á stungustað, hiti á stungustað, viðbrögð á stungustað, verkur á stungustað æðar, þreyta, hitatilfinning, sótthiti

Rannsóknaniðurstöður

Sjaldgæfar: aukið kreatínín í blóði

Útsetning fyrir jónandi geislum tengist myndun krabbameins og möguleika á myndun erfðagalla. Þar sem virkur skammtur er u.þ.b. 5,8 mSv þegar hámarks geislavirkni sem nemur 300 MBq af florbetaben (18F) er gefin, er búist við að litlar líkur séu á að þessar aukaverkanir komi fram.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Þar sem lítið magn af florbetaben (18F) er í hverjum skammti er ekki búist við að ofskömmtun hafi lyfjafræðileg áhrif. Ef gefinn er of stór skammtur af geislavirkni skal minnka frásogaðan skammt handa sjúklingi ef hægt er með því að auka brotthvarf geislavirku kjarnategundarinnar úr líkamanum með tíðum þvaglátum og hægðum. Hjálplegt getur reynst að meta þann virka skammt sem gefinn var.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Geislavirkt lyf til sjúkdómsgreiningar á miðtaugakerfi; ATC-flokkur: V09AX06

Verkunarháttur

Florbetaben (18F) binst β-amýlóíð skellum í heilanum. In vitro sýnir florbetaben (18F) sækni til nanómólar bindingar við nýmyndaðar β-amýlóíð þráðlur og við jafning Alzheimer sjúkdóms í heila (AD brain homogenate). Auk þess var sýnt fram á bindingu florbetabens (18F) við β-amýlóíð skellur á sneiðmyndum af heila með Alzheimer sjúkdóm eftir andlát með geislamyndum og það staðfest með mótefnalitun vefja eða Bielschowsky litun.

In vivo megindleg fylgni var ekki metin hjá dauðvona sjúklingum á milli florbetaben (18F) upptöku í gráfyllu heilabarkar og uppsöfnunar β-amýlóíðs í krufningarsýnum. In vivo binding Florbetabens (18F) við aðra amýlóíð hluta eða aðra hluta eða viðtaka heilans er óljós.

Lyfhrif

Við lágan efnafræðilegan styrk eins og í Neuraceq hefur florbetaben (18F) enga greinanlega lyfjafræðilega virkni.

Í yfirstöðnum klínískum rannsóknum var magn upptöku florbetabens (18F) í 7 fyrir fram skilgreindum svæðum heilabarkar (ennisblað, hvirfilblað, hliðlægt gagnaugablað og miðlægt gagnaugablað, hnakkablað, rófukjarni, börkur aftari gyrðilgára/forfleygs og fremri aftari gyrðilgára) og barkar litla heila mælt með stöðluðum upptökugildum (SUV, standardized uptake values). Hlutföll staðlaðra upptökugilda (SUVR, í tengslum við börk litla heila) eru hærri hjá sjúklingum með Alzheimer sjúkdóm en hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum.

Verkun og öryggi

Meginrannsókn á 31 dauðvona sjúklingi hafði það að markmiði að staðfesta greiningarmátt florbetaben (18F) til þess að greina þéttni skellna í berki (engin eða lítil, samanborið við í meðallagi mikla eða mikla) í samræmi við CERAD viðmiðið. PET niðurstöðurnar voru bornar saman við hámarksþéttni skellna sem mældar voru í hlutum miðlægs ennisblaðs, efri og miðlægs gagnaugablaðs gára, neðra hvirfilblaðs, dreka (hippocampus) og annarra heilasvæða við krufningu sjúklings. Ekki var hægt að ákvarða vitræna stöðu sjúklinga á öruggan hátt. Hjá öllum 31 sjúklingi sýndi PET rannsókn sem var blinduð á sjúklingastigi og lesin af þremur blinduðum einstaklingum næmi megin aflesturs sem nam 100% (95% CI: 80,5-100%) og sértæki 85,7% (95% CI: 67,4-100%). Í post-hoc greiningu voru næmi og sértæki megin aflesturs þegar PET-mynd var lesin á sjúklingastigi samanborið við vefjameinafræði hjá stærri sjúklingahóp (74 sjúklingar) 97,9% (95% CI: 93,8 - 100%) og

88,9% (95% CI: 77-100%).

Næmi og sértæki til að metabeta-amýlóíð uppsöfnun florbetaben (18F) var rannsakað frekar í einni annarri rannsókn þar sem annar hópur 5 rafrænt þjálfaðra blindaðra einstaklinga túlkaði myndir af 54

einstaklingum sem fylgt var að krufningu í meginrannsókninni. Vefjarfræðilegt viðmið samræmdist ekki CERAD viðmiðinu. Niðurstöðurnar voru lægri tölur en fengust í meginrannsókninni: næmi var á bilinu 77,5% til 90% og sértæki á bilinu 62,5-85,7%. Þær tölur sem matsmenn samþykktu sín á milli með Fleiss kappa gildum voru á bilinu 0,68 til 0,87.Við samanburð á niðurstöðum PET-skannana með vefjameinafræðilegu mati sem safnað var varðandi alla einstaklinga (þær sömu og notaðar voru í upphaflegu meginrannsókninni og post-hoc rannsókninni), reyndist næmi og sértæki hjá meirihlutanum vera 100% (95% CI: 89,4-100%) og 71,4% (95% CI: 52,1-90,8%), í þessari röð.

Í langsniðsrannsókn gengu 45 einstaklingar sem voru klínískt greindir með væga vitræna skerðingu undir PET-skönnun við grunngildi með florbetaben (18F) og þeim var svo fylgt eftir í 24 mánuði til þess að meta sambandið milli florbetaben (18F) myndunar og breytinga á greiningarstöðu. 29 (64,4 %) sjúklinga með væga vitræna skerðingu sýndu jákvæða florbetaben (18F) PET-skönnun. Við eftirfylgni eftir 24 mánuði voru 19 (42,2%) komnir með klínískan Alzheimer sjúkdóm. Af þeim 29 einstaklingum með væga vitræna skerðingu sem sýndu jákvæða PET-skönnun voru 19 (65,5%) flokkaðir klínískt með klínískan Alzheimer sjúkdóm eftir 24 mánuði samanborið við 0 (0%) af 16 sem sýndu neikvæða skönnun. Næmi skönnunar með florbetaben (18F) til að sýna breytinguna úr vægri vitrænni skerðingu yfir í Alzheimer sjúkdóm hjá 19 einstaklingum þar sem ástandið breyttist var 100%, sértæki hjá 26 þar sem ástandið breyttist ekki var 61,5% (95% CI: 42,8-80,2%) og jákvætt líkindahlutfall var 2,60 (1,60- 4,23). Gerð rannsóknarinnar gerir ekki kleift að meta áhættuna á framþróun úr vægri vitrænni skerðingu yfir í klínískan Alzheimer sjúkdóm.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á florbetaben (18F) hjá öllum undirhópum barna þar sem sjúkdómurinn eða kvillinn sem lyfið er ætlað við kemur aðeins fram hjá fullorðnum og þetta tiltekna lyf hefur ekki sýnt veruleg meðferðaráhrif fram yfir núverandi meðferðir fyrir börn.

5.2Lyfjahvörf

Dreifing

Eftir staka inndælingu í bláæð næst geislavirknistyrkur sem nemur 2-3% sprautuðum skammti/l í blóðvökva slagæða 10 mínútum eftir inndælingu.

Florbetaben (18F) binst blóðvökvaprótínum á verulegan hátt (>98,5%).

Upptaka í líffæri

Upptaka geislavirkni í heila gengur hratt fyrir sig og nær 6% af sprautaðri geislavirkni 10 mínútum eftir inndælingu.

Heilbrigðir samanburðarhópar sýna hlutfallslega lítið magn söfnunar florbetabens (18F) í heilaberki. Mesta upptakan á sér stað í brú og öðrum svæðum hvítfyllunnar. Hjá einstaklingum með Alzheimer sjúkdóm sýna barkarsvæði og rákakjarnasvæði mun meiri upptöku en hjá samanburðarhópum. Hjá einstaklingum með Alzheimer sjúkdóm, eins og samanburðarhópum, kemur fram mikil söfnun í brú og öðrum svæðum hvítfyllunnar.

Upptaka hefur einnig komið fram utan heila í sumum tilvikum, svo sem í andliti, hársverði og beini. Ástæðan fyrir þessari uppsöfnun er ekki þekkt en kann að vera vegna uppsöfnunar florbetabens (18F) eða einhverra af geislavirku umbrotsefnunum, eða vegna geislavirkni í blóði. Áframhaldandi virkni í miðlægum þykktarstokk getur stundum komið fyrir, líklega vegna þess að sporefni kemur fram í söfnuðu blóði.

Ekki er hægt að útskýra fyllilega lífeðlisfræðilegar ástæður fyrir uppsöfnun florbetabens (18F) í hvítfyllu í lifandi mannsheila. Kenningar eru uppi um það að ósértæk bindind geislavirks lyfs við mýelínslíður sem inniheldur lípíð kunni að stuðla að uppsöfnun í hvítfyllu.

Brotthvarf

Florbetaben (18F) hverfur brott úr blóðvökva sjúklinga með Alzheimer sjúkdóm við meðal helmingunartíma sem nemur 1 klst. Engin geisavirkni mældis í blóði u.þ.b. 4 klst. eftir inndælingu.

Byggt á in vitro rannsóknum umbrotnar florbetaben (18F) að mestu leyti fyrir tilstilli CYP2J2 og CYP4F2.

12 klst. eftir inndælingu skilst allt að u.þ.b. 30% af sprautaðri geislavirkni út með þvagi. Tímapunktar fram yfir þann tíma leyfðu ekki frekari mælingar á virkni í þvagi.

Helmingunartími

Flúorín (18F) hefur raunverulegan helmingunartíma sem nemur 110 mínútum.

12 klst. eftir inndælingu brotnar 98,93 % af virkninni niður, 24 klst. eftir inndælingu brotnar 99,99 % af virkninni niður.

Skert nýrna-/lifrarstarfsemi

Lyfjahvörfum hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi hefur ekki verið lýst.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir staka og endurtekna skammta, og eiturverkunum á erfðaefni. Rannsóknir voru gerðar á hugsanlegum eiturverkunum hvað varðar endurteknar inndælingar í bláæð í 28 daga með florbetaben hjá rottum og hundum og NOAEL reyndist vera að minnsta kosti 20 sinnum hámarksskammtur fyrir menn.

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á langvarandi áhrifum eða krabbameinsvaldandi áhrifum þar sem lyfið er ekki ætlað til reglulegrar eða áframhaldandi lyfjagjafar.

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á eiturverkunum á æxlun.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Askorbínsýra

Vatnsfrítt etanól

Makrógól 400

Natríumaskorbat (til pH aðlögunar)

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

Allt að 10 klst. frá því að nýmyndun líkur.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. Geislavirkt lyf skal geyma í samræmi við landslög um geislavirk efni.

6.5Gerð íláts og innihald

Lyfið fæst í fjölskammta, litlausum 15 ml hettuglösum úr gleri af gerð I, sem eru innsigluð með klóróbútýltappa og álinnsigli.

Hvert fjölskammt hettuglas inniheldur 1,0 til 10 ml af lausn, sem jafngildir 300 til 3000 MBq á dagsetningu og tíma kvörðunar (ToC).

Vegna munar á framleiðsluferlinu er mögulegt að sumum hettuglösum sé dreift með götuðum gúmmítöppum.

Pakkningastærð: eitt hettuglas.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Almenn varnaðarorð

Geislavirk lyf skulu aðeins mótttekin, notuð og gefin af einstaklingum með tilskilin leyfi við viðeigandi klínískar aðstæður. Mótttaka þeirra, geymsla, notkun, flutningur og förgun falla undir reglur og/eða viðeigandi leyfi til þess bærra yfirvaldi.

Geislavirkt lyf skal undirbúa á þann hátt sem stenst bæði kröfur varðandi geislunaröryggi og lyfjafræðilega gæðastaðla. Viðhafa skal viðeigandi smitgát.

Ef hettuglas hefur skaðast á einhvern hátt skal ekki nota það.

Ferli tengd lyfjagjöf skulu fara fram á þann hátt að dregið sé úr hættu á mengun lyfsins og geislun notenda. Skylda er að nota viðeigandi hlífðarbúnað.

Lyfjagjöf geislavirks lyfs skapar hættu fyrir aðra einstaklinga (svo sem þungaða heilbrigðisstarfsmenn) hvað varðar ytri geislun eða mengun vegna þvags sem helst hefur niður, uppkasta o.s.frv. Því verður að viðhafa varúðarráðstafanir til verndar gegn geislun í samræmi við landslög.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Piramal Imaging Limited Langstone Technology Park

Langstone Road, Havant, Hampshire PO9 1SA Bretland

netfang: GRA.Imaging@piramal.com

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU1/13/906/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

20.02.2014

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

11.GEISLUNARMÆLINGAR

Taflan hér á eftir sýnir geislunarmælingar samkvæmt útreikningum OLINDA (Organ Level INternal Dose Assessment) hugbúnaðarins.

Metnir frásogaðir skammtar á líffæri koma fram á töflu 3, og endurspegla gögn varðandi hvíta heilbrigða sjálfboðaliða (n=17). Útreikningar geislunamælinga voru aðlagaðir líkani fyrir fullorðna (með líkamsþyngd sem nemur 70 kg).

Tafla 3: Metnir frásogaðir geislaskammtar við inndælingu í bláæð með Neuraceq hjá hvítum einstaklingum

 

Frásogaður skammtur á

Líffæri

gefna geislavirkni

 

[mGy/MBq]

Nýrnahettur

0,0130

Heili

0,0125

Brjóst

0,0074

Gallblaðra

0,137

Meltingarvegur

 

Neðri hluti ristils

0,0351

Smáþarmur

0,0314

Magi

0,0116

Efri hluti ristils

0,0382

Hjarta

0,0139

Nýru

0,0238

Lifur

0,0386

Lungu

0,0148

Vöðvar

0,00948

Eggjastokkar

0,0156

Bris

0,0139

Rauðmergur

0,0122

Beinmyndandi frumur

0,0148

Húð

0,00689

Milta

0,0102

Eistu

0,00913

Hóstarkirtill

0,00892

Skjaldkirtill

0,00842

Blaðra

0,0695

Leg

0,0163

Önnur líffæri

0,0110

Virkur skammtur (mSv/MBq)

0,0193

Virkur skammtur sem fæst við lyfjagjöf hámarks ráðlagðrar geislavirkni sem nemur 360 MBq skammti fyrir fullorðinn einstakling sem vegur 70 kg er u.þ.b.7,0 mSv. Ef tölvusneiðmynd er tekin samhliða sem hluti af PET ferlinu eykst útsetning fyrir jónandi geislun í magni sem fer eftir þeim aðstæðum sem tölvusneiðmyndin var tekin við. Við gefna geislavirkni sem nemur 360 MBq er dæmigerður geislaskammtur á marklíffæri (heila) 4,5 mGy.

Við gefna geislavirkni sem nemur 360 MBq er dæmigerður geislaskammtur á gallblöðru, þvagblöðru, vegg efri hluta ristils, vegg neðri hluta ristils, smáþarm og lifur 49,3 mGy, 25,0 mGy, 13,8 mGy, 12,6 mGy, 11,3 mGy og 13,9 mGy, í þessari röð.

12.LEIÐBEININGAR UM BLÖNDUN GEISLAVIRKRA LYFJA

Aðferð við undirbúning

Skoða verður pakkninguna fyrir notkun og mæla geislavirknina með virknimæli.

Draga þarf upp lyfið með smitgát. Ekki má opna hettuglösin fyrr en búið er að sótthreinsa tappann og draga skal lausnina upp gegnum tappann með stakskammta sprautu með hentugri öryggisvörn og sæfðri einnota nál eða með leyfilegum sjálfvirkum búnaði. Ef hettuglas hefur skaðast á einhvern hátt skal ekki nota það.

Florbetaben (18F) skal ekki þynna.

Skammturinn er gefinn hægt með stakri inndælingu í bláæð (6 sek./ml) og síðan er skolað með u.þ.b. 10 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) lausn til inndælingar til þess að tryggja að allur skammturinn sé gefinn. Ef inndælingarrúmmálið er á milli 0,5 og 1 ml skal aðeins nota sprautur af viðeigandi stærð(1 ml) og skola þarf sprauturnar með natríumklóríð lausn.

Sprauta þarf florbetaben (18F) í bláæð til þess að forðast geislun ef lyfið berst staðbundið utan æðar og rangar myndir.

Gæðaeftirlit

Skoða skal lausnina útlitslega fyrir notkun. Aðeins skal nota tærar lausnir sem eru lausar við sjáanlegar agnir.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf