Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Nevanac (nepafenac) – Samantekt á eiginleikum lyfs - S01BC10

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsNevanac
ATC-kóðiS01BC10
Efninepafenac
FramleiðandiNovartis Europharm Limited

1.HEITI LYFS

Nevanac 1 mg/ml augndropar, dreifa.

2.INNIHALDSLÝSING

1 ml af dreifu inniheldur 1 mg af nepafenaki.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hver ml af dreifu inniheldur 0,05 mg af benzalkónklóríði.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Augndropar, dreifa.

Ljósgul til ljósappelsínugul einsleit dreifa, pH 7,4 (um það bil).

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Nevanac 1 mg/ml er ætlað fullorðnum:

-Til að koma í veg fyrir og meðhöndla verki og bólgu í tengslum við dreraðgerð

-Til að draga úr hættunni á bjúg í sjónudepli í tengslum við dreraðgerð hjá sjúklingum með sykursýki (sjá kafla 5.1).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Fullorðnir, þ.m.t aldraðir

Til að fyrirbyggja og meðhöndla verki og bólgu. Skammtur er 1 dropi af Nevanac í tárusekk í sjúka/sjúku augað/augun 3 sinnum á sólarhring, byrjað 1 degi fyrir dreraðgerð, haldið áfram sama dag og aðgerð fer fram og fyrstu 2 vikurnar eftir aðgerð. Framlengja má meðferð svo hún vari fyrstu

3 vikurnar eftir aðgerð, ef læknirinn mælir svo fyrir um. Viðbótardropa skal dreypt í auga 30 til 120 mínútum fyrir aðgerð.

Til að draga úr hættunni á bjúg í sjónudepli eftir dreraðgerð, hjá sjúklingum með sykursýki, skal gefa skammt sem er 1 dropi af Nevanac í tárusekk í sjúka/sjúku augað/augun 3 sinnum á sólarhring, byrjað 1 degi fyrir dreraðgerð, haldið áfram sama dag og aðgerð fer fram og í allt að 60 daga eftir aðgerð, ef læknirinn mælir svo fyrir um. Viðbótardropa skal dreypt í auga 30 til 120 mínútum fyrir aðgerð.

Sérstakir sjúklingahópar

Sjúklingar með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi

Notkun Nevanac hefur ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Nepafenak skilst aðallega út með umbroti og er altæk útsetning fyrir lyfinu fremur lítil eftir staðbundna lyfjagjöf í auga. Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá þessum sjúklingum.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Nevanac hjá börnum og unglingum. Engar upplýsingar liggja fyrir. Notkun er ekki ráðlögð hjá þessum sjúklingum fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir.

Aldraðir

Ekki hefur komið fram heildarmunur á öryggi og verkun hjá öldruðum og yngri sjúklingum.

Lyfjagjöf

Til notkunar í auga.

Benda skal sjúklingum á að hrista flöskuna vel fyrir notkun. Fjarlægið öryggishringinn af tappanum fyrir notkun ef hann er laus eftir að tappi hefur verið fjarlægður.

Ef notuð eru fleiri en eitt augnlyf staðbundið í augu, skal það gert með að minnsta kosti 5 mínútna millibili. Augnsmyrsli á að nota síðast.

Til að koma í veg fyrir að dropasprotinn á flöskunni og dreifan mengist á að gæta þess að hann snerti hvorki augnlokið, svæðið í kringum augað né annað yfirborð. Benda skal sjúklingum á að geyma flöskuna vandlega lokaða þegar hún er ekki í notkun.

Ef skammtur gleymist skal gefa einn dropa eins fljótt og mögulegt er áður en haldið er áfram með reglulega gjöf. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Ofnæmi fyrir öðrum bólgueyðandi lyfjum sem eru ekki sterar (NSAID).

Astmi, ofsakláði eða bráð nefslímubólga hjá sjúklingum eftir notkun acetylsalicylsýru eða annarra NSAID lyfja.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ekki á að gefa lyfið með inndælingu. Benda skal sjúklingum á að Nevanac má ekki taka inn.

Sjúklingum skal bent á að forðast sólarljós meðan á meðferð með Nevanac stendur yfir.

Áhrif á augu

NSAID lyf til staðbundinnar notkunar geta valdið glærubólgu. Hjá sumum móttækilegum sjúklingum getur áframhaldandi notkun staðbundinna NSAID lyfja valdið því að þekjuvefur sundrist, hornhimna þynnist, fleiður myndist á hornhimnu, sár myndist í hornhimnu eða gat myndist í hornhimnu (sjá kafla 4.8). Þetta getur haft skaðleg áhrif á sjón. Sjúklingar með merki um sundrun þekjuvefs í hornhimnu skulu samstundis hætta notkun Nevanac og fylgjast á vel með ástandi hornhimnu hjá þeim.

NSAID lyf til staðbundinnar notkunar geta hægt á eða seinkað bata. Vitað er að barksterar til staðbundinnar notkunar geta einnig hægt á eða seinkað bata. Samhliða notkun NSAID lyfja til staðbundinnar notkunar og barkstera til staðbundinnar notkunar getur aukið líkurnar á vandamálum varðandi gróanda. Þess vegna er ráðlagt að gæta varúðar ef Nevanac er gefið samhliða barksterum, sérstaklega hjá sjúklingum sem eru í mikilli hættu á að fá aukaverkanir á hornhimnu sem er lýst hér fyrir neðan.

Reynsla eftir markaðssetningu NSAID lyfja til staðbundinnar notkunar bendir til þess að hjá sjúklingum, sem hafa farið í flóknar augnaðgerðir, eru með taugaskerðingu í hornhimnu, kvilla í þekju hornhimnu, sykursýki, sjúkdóma á yfirborði augans (t.d. augnþurrk), iktsýki eða hafa gengist undir augnaðgerð endurtekið á stuttu tímabili, geta líkur aukist á aukaverkunum á hornhimnu, sem geta verið skaðlegar sjón. Nota skal NSAID lyf til staðbundinnar notkunar með varúð hjá þessum sjúklingum. Langvarandi notkun NSAID lyfja til staðbundinnar notkunar getur aukið hættu á aukaverkunum í hornhimnu og alvarleika þeirra.

Komið hafa fram gögn um að NSAID augnlyf geti valdið aukinni blæðingu í augnvefjum (þ.m.t. framhólfsblæðingu) í tengslum við augnaðgerðir. Nota skal Nevanac með varúð hjá sjúklingum með þekkta blæðingartilhneigingu eða sem taka lyf sem geta hugsanlega lengt blæðingartíma.

Notkun bólgueyðandi lyfja til staðbundinnar notkunar í auga getur dulið bráða augnsýkingu. NSAID lyf hafa ekki sýkladrepandi verkun. Sé augnsýking til staðar, skal gæta varúðar við samhliða notkun NSAID lyfja og sýklalyfja.

Augnlinsur

Ekki er mælt með notkun augnlinsa í ákveðinn tíma eftir dreraðgerð. Því ætti að ráðleggja sjúklingum að nota ekki augnlinsur nema læknirinn hafi gefið skýrt leyfi fyrir því.

Benzalkónklóríð

Nevanac inniheldur benzalkónklóríð sem getur valdið ertingu og vitað er að það aflitar mjúkar augnlinsur. Ef notkun augnlinsa er nauðsynleg meðan á meðferð stendur ætti að ráðleggja sjúklingum að fjarlægja augnlinsurnar áður en lyfið er notað og bíða í a.m.k 15 mínútur áður en þær eru settar aftur í augun.

Skýrt hefur verið frá því að benzalkónklóríð valdi bletta-glærukvilla (punctate keratopathy) og/eða eitrunarglærukvilla með sárum (toxic ulcerative keratopathy). Þar sem Nevanac inniheldur benzalkónklóríð þarf að fylgjast náið með sjúklingum við tíða eða langvarandi notkun lyfsins.

Víxlnæmi (cross-sensitivity)

Möguleiki er á víxlnæmi nepafenaks við acetýlsalicýlsýru, fenýlediksýru afleiður og önnur NSAID lyf.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

In-vitro rannsóknir hafa sýnt fram á mjög litlar líkur á milliverkunum við önnur lyf og milliverkanir vegna próteinbindinga (sjá kafla 5.2).

Prostaglandín hliðstæður

Mjög takmarkaðar upplýsingar eru fyrirliggjandi um samhliða notkun prostaglandín hliðstæða og Nevanac. Með tilliti til verkunarháttar þessara lyfja er ekki mælt með samhliða notkun þeirra.

Samhliða notkun NSAID lyfja til staðbundinnar notkunar og barkstera til staðbundinnar notkunar getur aukið líkurnar á vandamálum varðandi gróanda. Samhliða notkuna Nevanac og lyfja sem geta lengt blæðingartíma getur aukið hættuna á blæðingu (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri

Konur á barneignaraldri sem ekki nota getnaðarvörn eiga ekki að nota Nevanac.

Meðganga

Ekki liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar um notkun nepafenaks á meðgöngu. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á skaðleg áhrif á frjósemi (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Þar sem altæk útsetning hjá konum, sem eru ekki barnshafandi, er hverfandi eftir meðhöndlun með Nevanac gæti áhættan á meðgöngu talist lítil. Samt sem áður, þar sem hömlun á prostaglandínmyndun getur haft neikvæð áhrif á meðgöngu og/eða þroska fósturvísis/fósturs, og/eða fæðingu og/eða þroska eftir fæðingu, er ekki mælt með notkun Nevanac á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort nepafenak skiljist út í brjóstamjólk. Dýrarannsóknir hafa sýnt að lyfið skilst út í mjólk rotta. Hins vegar er ólíklegt að barn á brjósti verði fyrir áhrifum þar sem altæk útsetning móðurinnar fyrir nepafenaki er hverfandi. Nevanac má nota meðan á brjóstagjöf stendur.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif Nevanac á frjósemi manna.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Nevanac hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Tímabundin þokusýn eða aðrar sjóntruflanir geta haft áhrif á hæfni til aksturs bifreiða eða til notkunar véla. Ef sjónin verður þokukennd um tíma verður sjúklingurinn að bíða með að aka bifreið og nota vélar þar til sjónin verður aftur skýr.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á upplýsingum um öryggi

Í klínískum rannsóknum með þátttöku 2.314 sjúklinga sem fengu Nevanac 1 mg/ml voru algengustu aukaverkanirnar bletta glærubólga, tilfinning um aðskotahlut og hrúðurmyndun á augnhvörmum, sem komu fram hjá milli 0,4% og 0,2% sjúklinga.

Samantekt á aukaverkunum, sett upp í töflu

Eftirtaldar aukaverkanir eru flokkaðar á eftirfarandi hátt : Mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar

(≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst. Aukaverkanirnar komu fram í klínískum rannsóknum og við eftirfylgni eftir markaðssetningu.

Flokkun eftir líffærum

Aukaverkun

Ónæmiskerfi

Mjög sjaldgæfar: Ofnæmi

Taugakerfi

Mjög sjaldgæfar: Sundl, höfuðverkur

 

 

Augu

Sjaldgæfar: Glærubólga, bletta glærubólga,

 

brestur í þekjuvef hornhimnu, tilfinning um

 

aðskotahlut í auga, hrúðurmyndun á

 

augnhvörmum,

 

Mjög sjaldgæfar: lithimnubólga, uppsöfnun

 

vökva milli æðu og hornhimnu, útfellingar á

 

hornhimnu, augnverkur, óþægindi í auga,

 

augnþurrkur, hvarmaþroti, erting í auga,

 

augnkláði, útferð úr auga, ofnæmistárubólga,

 

aukin táramyndun, blóðsókn til táru

 

Tíðni ekki þekkt: Gat í hornhimnu, lélegur

 

gróandi (hornhimna), ógegnsæi hornhimnu, ör á

 

hornhimnu, minnkuð sjónskerpa, augnbólga,

 

glæruáblástur, þynning hornhimnu, þokusýn

Æðar

Tíðni ekki þekkt: Hækkaður blóðþrýstingur

Meltingarfæri

Mjög sjaldgæfar: Ógleði.

 

Tíðni ekki þekkt: Uppköst

Húð og undirhúð

Mjög sjaldgæfar: Húðslaki (cutis laxa),

 

ofnæmishúðbólga

Sjúklingar með sykursýki

Í tveimur klínískum rannsóknum með þátttöku 209 sjúklinga fengu sjúklingar með sykursýki meðferð með Nevanac í 60 daga eða lengur til að koma í veg fyrir bjúg í sjónudepli eftir dreraðgerð. Algengasta aukaverkunin sem tilkynnt var um var bletta glærubólga sem kom fyrir hjá 3% sjúklinga og sem leiddi til flokkunar sem algeng í tíðniflokkun. Aðrar aukaverkanir sem var tilkynnt um voru brestur í þekjuvef hornhimnu hjá 1% sjúklinga og ofnæmishúðbólga hjá 0,5% sjúklinga, hvort tveggja flokkað sem sjaldgæfar í tíðniflokkun.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Reynsla úr klínískum prófunum fyrir langtímanotkun á Nevanac til að fyrirbyggja bjúg í sjónudepli eftir dreraðgerð hjá sjúklingum með sykursýki er takmörkuð. Aukaverkanir í augum hjá sjúklingum með sykursýki geta komið fram með hærri tíðni en hjá öðrum sjúklingum (sjá kafla 4.4).

Sjúklingar með merki um sundrun þekjuvefs í hornhimnu, þar á meðal gat í hornhimnu, eiga samstundis að hætta notkun Nevanac og fylgjast verður vel með ástandi hornhimnu hjá þeim (sjá kafla 4.4).

Reynsla eftir markaðssetningu Nevanac sýnir að tilkynnt hefur verið um brest í þekjuvef hornhimnu í nokkrum tilvikum. Alvarleiki þessara tilvika er breytilegur frá mildum áhrifum á þekjuvef hornhimnu yfir í alvarlegri tilvik þar sem grípa varð inn í með skurðaðgerð og/eða lyfjameðferð til að endurheimta skýra sjón.

Reynsla eftir markaðssetningu NSAID lyfja til staðbundinnar notkunar bendir til þess að líkur á aukaverkunum, sem geta haft skaðleg áhrif á sjón, geti aukist hjá sjúklingum sem hafa farið í flóknar augnaðgerðir, eru með taugaskerðingu í hornhimnu, kvilla í þekju hornhimnu, sykursýki, sjúkdóma á yfirborði augans (t.d. augnþurrk), iktsýki eða hafa gengist undir augnaðgerð endurtekið á stuttum tíma. Þegar nepafenak er gefið sjúklingi með sykursýki til að koma í veg fyrir bjúg í sjónudepli eftir dreraðgerð verður að endurmeta væntanlegan ávinning og hugsanlega áhættu ef aðrir áhættuþættir eru til staðar og auka eftirlit með sjúklingi.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Nevanac hjá börnum og unglingum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki er talið líklegt að eiturverkanir eigi sér stað við ofskömmtun í auga, né þegar lyfið er tekið inn fyrir slysni.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Augnlyf, Bólgueyðandi lyf, ekki sterar, ATC-flokkur: S01B C10.

Verkunarháttur

Nepafenak er bólgueyðandi og verkjastillandi lyf sem er ekki steri. Eftir staðbundna gjöf í auga fer nefapenak inn í hornhimnu og er umbreytt af hýdrólasa í augnvef í amfenak, bólgueyðandi lyf sem er ekki steri. Amfenak hamlar verkun prostaglandín H synthasa (cyclooxygenasa), sem er ensím nauðsynlegt fyrir myndun prostaglandína.

Annars stigs lyfjafræði (secondary pharmacology)

Sýnt hefur fram á í kanínum að nepafenak hamlar niðurbroti blóð-sjónhimnu þröskulds, samhliða bælingu á myndun prostaglandíns E2 (PGE2). Ex-vivo var sýnt fram á að einn stakur staðbundinn skammtur af nepafenaki hamlar prostaglandínmyndun í lithimnu/brárlíki (85%-95%) í allt að

6 klukkustundir og í sjónhimnu/æðahimnu (55%) í allt að 4 klukkustundir.

Lyfhrif

Mest öll umbreytingin af völdum vatnsrofs á sér stað í sjónhimnu/æðahimnu, næst mest í lithimnu/brárlíki og hornhimnu, í samræmi við æðamagn í vefjunum.

Niðurstöður úr klínískum rannsóknum gefa til kynna að Nevanac augndropar hafi engin merkjanleg áhrif á augnþrýsting.

Verkun og öryggi

Til að koma í veg fyrir og meðhöndla verki og bólgu í tengslum við dreraðgerð.

Þrjár grundvallarrannsóknir voru gerðar til að meta verkun og öryggi Nevanac, gefið 3 sinnum á sólarhring samanborið við burðarefni og/eða ketórólak trómetamól, til að koma í veg fyrir og meðhöndla verki eftir aðgerð og bólgu hjá sjúklingum sem gengust undir dreraðgerð. Í þessum rannsóknum hófst gjöf rannsóknarlyfsins daginn fyrir aðgerð, hélt áfram á aðgerðardegi og í allt að 2- 4 vikur eftir aðgerð. Þar að auki fengu nær allir sjúklingar fyrirbyggjandi meðferð með sýklalyfjum, í samræmi við stöðluð vinnubrögð á rannsóknarsetrum.

Ítveimur tvíblindum, slembuðum rannsóknum með samanburði við burðarefni, var bólga marktækt minni (vatnsfylltar frumur og skyndileg versnun (flare)) á tímabilinu stuttu eftir aðgerð og út meðferðartímann, hjá þeim sem fengu Nevanac samanborið við þá sem fengu burðarefni þess.

Íeinni tvíblindri, slembaðri, rannsókn, með samburði við burðarefni og virkt efni, var bólga marktækt minni hjá sjúklingum sem fengu Nevanac samanborið við þá sem fengu burðarefni. Þar að auki var Nevanac ekki síðra en ketórólak 5 mg/ml til að draga úr bólgu og augnverk og það var heldur þægilegra í notkun.

Marktækt hærra hlutfall sjúklinga í Nevanac hópnum skýrði ekki frá verk í auga eftir dreraðgerð samanborið við burðarefnishópinn.

Til að draga úr hættunni á bjúg í sjónudepli eftir dreraðgerð hjá sjúklingum með sykursýki. Fjórar rannsóknir (tvær hjá sjúklingum með sykursýki og tvær hjá sjúklingum án sykursýki) voru gerðar til að meta verkun og öryggi Nevanac sem fyrirbyggjandi meðferð við bjúg í sjónudepli í

tengslum við dreraðgerð. Í þessum rannsóknum hófst gjöf rannsóknarlyfsins daginn fyrir aðgerð, hélt áfram á aðgerðardegi og í allt að 90 daga eftir aðgerð.

Í einni tvíblindri, slembaðri rannsókn með samanburði við burðarefni, sem var gerð á sjúklingum með sjónukvilla vegna sykursýki, fékk marktækt hærra hlutfall sjúklinga í burðarefnishópnum bjúg í sjónudepli (16,7%), samanborið við sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með Nevanac (3,2%). Hærra hlutfall sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með burðarefni upplifði skerðingu á bestu leiðréttu sjónskerpu (best corrected visual acuity (BCVA)), sem nam meira en 5 stöfum frá degi 7 til dags 90 (eða ef þeir hættu fyrr) (11,5%), samanborið við sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með nepafenaki (5,6%). Fleiri sjúklingar (56,8%) sem fengu meðferð með Nevanac fengu leiðrétta sjónskerpu (BCVA) sem nam 15 stöfum samanborið við sjúklinga sem fengu burðarefni (41,9%) p=0,019.

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á Nevanac hjá öllum undirhópum barna við að koma í veg fyrir og meðhöndla verki og bólgu í tengslum við dreraðgerð og að draga úr hættunni á bjúg í sjónudepli eftir aðgerð (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Eftir gjöf Nevanac augndropa þrisvar sinnum á sólarhring í bæði augu var lítil en mælanleg þéttni nepafenaks í blóði í meirihluta sjúklinga 2 klukkustundum eftir gjöf og amfenaks 3 klukkustundum eftir gjöf. Stöðug hámarksblóðþéttni nepafenaks var 0,310 ± 0,104 ng/ml og 0,422 ± 0,121 ng/ml fyrir amfenak eftir gjöf í auga.

Dreifing

Amfenak hefur mikla sækni í albúmín í blóði. In-vitro var hlutfall bundið við rottualbúmín 98,4%, mannaalbúmín 95,4% og mannasermi 99,1%.

Rannsóknir í rottum hafa sýnt að geislamerkt virk efni skyld nepafenaki dreifast víða um líkamann eftir staka og marga skammta 14C-nepafenaks um munn.

Rannsóknir í kanínum sýndu að nepafenak sem gefið er staðbundið dreifist frá framhluta augans til aftari hluta augans (sjónu og æðu).

Umbrot

Nepafenak virkjast tiltölulega hratt yfir í amfenak með vatnsrofi sem á sér stað innan augans. Enn frekara umbrot á sér síðan stað þar sem amfenaki er umbreytt í meira skautaða sameind þegar vatnsrof á sér stað á aromatíska hringnum sem myndar glúkúróníð efnasamband. Greining, sem byggðist á geislavirkri litskiljun (radiochromatography), fyrir og eftir vatnsrof af völdum b-glúkúrónidasa leiddi í ljós að öll umbrotaefni nema amfenak voru á formi glúkúróníðs efnasambanda. Amfenak var aðalumbrotaefnið í blóði með u.þ.b. 13% af heildar geislavirkninni. Annað algengasta umbrotaefnið í blóði var 5hýdroxý nepafenak með u.þ.b. 9% af geislavirkni við Cmax.

Milliverkanir við önnur lyf: Hvorki nepafenak né amfenak hamla virkni helstu mannacýtókróm P450 (CYP1A2, 2C9, 2C19, 2D6, 2E1 og 3A4) in vitro við þéttni allt að 3000 ng/ml. Því eru milliverkanir sem fela í sér umbrot lyfja af völdum CYP sem tekin eru á sama tíma ólíklegar. Milliverkanir sem eru af völdum próteinbindinga eru einnig ólíklegar.

Brotthvarf

Ef inntöku 14C-nepafenaks hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum var útskilnaður með þvagi helsta útskilnaðarleið geislavirks efnis, samsvarandi u.þ.b. 85% af skammtinum meðan útskilnaður með hægðum var u.þ.b. 6% af skammtinum. Nepafenak og amfenak voru ekki mælanleg í þvagi.

Eftir gjöf eins skammts af Nevanac hjá 25 sjúklingum sem fóru í dreraðgerð var þéttni mæld í augnvökva 15, 30, 45 og 60 mínútum eftir gjöf. Mesta þéttni í augnvökva mældist eftir 1 klukkustund (nepafenak 177 ng/ml, amfenak 44,8 ng/ml). Þessar niðurstöður benda til þess að efnið fari hratt yfir hornhimnu.

5.3Forklínískar upplýsingar

Aðrar upplýsingar en klínískar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, byggt á hefðbundnum rannsóknum á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta og eiturverkunum á erfðaefni.

Nepafenak hefur ekki verið metið í langtíma rannsóknum á krabbameinsvaldandi áhrifum.

Í æxlunarrannsóknum þar sem nepafenak var rannsakað í rottum reyndust skaðlegir skammtar fyrir móður ≥ 10 mg/kg tengjast erfiðri fæðingu (dystocia), auknu fósturláti eftir hreiðrun, minnkaðri fósturþyngd og skertum vexti og aukinni dánartíðni fósturs. Í ungafullum kanínum sýndu 30 mg/kg skammtar sem höfðu smávægileg skaðleg áhrif á móður marktæka aukningu á vansköpun afkvæma.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Mannitól (E421)

Karbómer

Natríumklóríð

Týloxapól

Dínatríumedetat

Benzalkónklóríð

Natríumhýdroxíð og/eða saltsýra (til að stilla sýrustig (pH))

Hreinsað vatn

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

2 ár.

Fargið 4 vikum eftir að flaskan er fyrst opnuð.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Geymsluskilyrði eftir að pakkning lyfsins hefur verið rofin, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

5 ml kringlótt flaska úr lágþéttni pólýetýleni með skammtara og hvítum skrúftappa úr pólýprópýleni sem inniheldur 5 ml af dreifu.

Askja með 1 flösku.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli um förgun.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Novartis Europharm Limited

Frimley Business Park

Camberley GU16 7SR

Bretland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/07/433/001

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 11. desember 2007

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 24. september 2012

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

1. HEITI LYFS

Nevanac 3 mg/ml augndropar, dreifa.

3.INNIHALDSLÝSING

1 ml af dreifu inniheldur 3 mg af nepafenaki.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hver ml af dreifu inniheldur 0,05 mg benzalkónklóríð.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Augndropar, dreifa.

Ljósgul til dökkappelsínugul einsleit dreifa, pH 6,8 (um það bil).

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Nevanac 3 mg/ml augndropar, dreifa er ætlað fullorðnum:

-Til að koma í veg fyrir og meðhöndla verki og bólgu í tengslum við dreraðgerð

-Til að draga úr hættunni á bjúg í sjónudepli í tengslum við dreraðgerð hjá sjúklingum með sykursýki (sjá kafla 5.1).

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Fullorðnir, þ.m.t aldraðir

Til að fyrirbyggja og meðhöndla verki og bólgu. Skammtur er 1 dropi af Nevanac í tárusekk í sjúka/sjúku augað/augun einu sinni á sólarhring, byrjað 1 degi fyrir dreraðgerð, haldið áfram sama dag og aðgerð fer fram og fyrstu 2 vikurnar eftir aðgerð. Framlengja má meðferð svo hún vari fyrstu

3 vikurnar eftir aðgerð, ef læknirinn mælir svo fyrir um. Viðbótardropa skal dreypt í auga 30 til 120 mínútum fyrir aðgerð.

Í klínískum rannsóknum voru sjúklingar meðhöndlaðir í allt að 21 sólarhring með Nevanac 3 mg/ml augndropum, dreifu (sjá kafla 5.1).

Til að draga úr hættunni á bjúg í sjónudepli eftir dreraðgerð, hjá sjúklingum með sykursýki, skal gefa skammt sem er 1 dropi af Nevanac í tárusekk í sjúka/sjúku augað/augun einu sinni á sólarhring, byrjað 1 degi fyrir dreraðgerð, haldið áfram sama dag og aðgerð fer fram og í allt að 60 daga eftir aðgerð, ef læknirinn mælir svo fyrir um. Viðbótardropa skal dreypt í auga 30 til 120 mínútum fyrir aðgerð.

Með því að gefa Nevanac 3 mg/ml augndropa, dreifu einu sinni á sólarhring fæst sami heildarsólarhingsskammtur af nepafenaki og þegar Nevanac 1 mg/ml augndropar , dreifa er gefið þrisvar á sólarhring.

Sérstakir sjúklingahópar

Sjúklingar með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi

Notkun Nevanac hefur ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Nepafenak skilst aðallega út með umbroti og er altæk útsetning fyrir lyfinu fremur lítil eftir staðbundna lyfjagjöf í auga. Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá þessum sjúklingum.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Nevanac hjá börnum og unglingum. Engar upplýsingar liggja fyrir. Notkun er ekki ráðlögð hjá þessum sjúklingum fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir.

Aldraðir

Ekki hefur komið fram heildarmunur á öryggi og verkun hjá öldruðum og yngri sjúklingum.

Lyfjagjöf

Til notkunar í auga.

Benda skal sjúklingum á að hrista flöskuna vel fyrir notkun. Fjarlægið öryggishringinn af tappanum fyrir notkun ef hann er til staðar og laus eftir að tappi hefur verið fjarlægður.

Ef notuð eru fleiri en eitt augnlyf staðbundið í augu, skal það gert með að minnsta kosti 5 mínútna millibili. Augnsmyrsli á að nota síðast.

Til að koma í veg fyrir að dropasprotinn á flöskunni og dreifan mengist á að gæta þess að hann snerti hvorki augnlokið, svæðið í kringum augað né annað yfirborð. Benda skal sjúklingum á að geyma flöskuna vandlega lokaða þegar hún er ekki í notkun.

Ef skammtur gleymist skal gefa einn dropa eins fljótt og mögulegt er áður en haldið er áfram með reglulega gjöf. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1. Ofnæmi fyrir öðrum bólgueyðandi lyfjum sem eru ekki sterar (NSAID).

Astmi, ofsakláði eða bráð nefslímubólga hjá sjúklingum eftir notkun acetylsalicylsýru eða annarra NSAID lyfja.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ekki á að gefa lyfið með inndælingu. Benda skal sjúklingum á að Nevanac má ekki taka inn.

Sjúklingum skal bent á að forðast sólarljós meðan á meðferð með Nevanac stendur yfir.

Áhrif á augu

NSAID lyf til staðbundinnar notkunar geta valdið glærubólgu. Hjá sumum móttækilegum sjúklingum getur áframhaldandi notkun staðbundinna NSAID lyfja valdið því að þekjuvefur sundrist, hornhimna þynnist, fleiður myndist á hornhimnu, sár myndist í hornhimnu eða gat myndist í hornhimnu (sjá kafla 4.8). Þetta getur haft skaðleg áhrif á sjón. Sjúklingar með merki um sundrun þekjuvefs í hornhimnu skulu samstundis hætta notkun Nevanac og fylgjast á vel með ástandi hornhimnu hjá þeim.

NSAID lyf til staðbundinnar notkunar geta hægt á eða seinkað bata. Vitað er að barksterar til staðbundinnar notkunar geta einnig hægt á eða seinkað bata. Samhliða notkun NSAID lyfja til staðbundinnar notkunar og barkstera til staðbundinnar notkunar getur aukið líkurnar á vandamálum varðandi gróanda. Þess vegna er ráðlagt að gæta varúðar ef Nevanac er gefið samhliða barksterum, sérstaklega hjá sjúklingum sem eru í mikilli hættu á að fá aukaverkanir á hornhimnu sem er lýst hér fyrir neðan.

Reynsla eftir markaðssetningu NSAID lyfja til staðbundinnar notkunar bendir til þess að hjá sjúklingum, sem hafa farið í flóknar augnaðgerðir, eru með taugaskerðingu í hornhimnu, kvilla í þekju hornhimnu, sykursýki, sjúkdóma á yfirborði augans (t.d. augnþurrk), iktsýki eða hafa gengist undir augnaðgerð endurtekið á stuttu tímabili, geta líkur aukist á aukaverkunum á hornhimnu, sem geta verið skaðlegar sjón. Nota skal NSAID lyf til staðbundinnar notkunar með varúð hjá þessum sjúklingum. Langvarandi notkun NSAID lyfja til staðbundinnar notkunar getur aukið hættu á aukaverkunum í hornhimnu og alvarleika þeirra.

Komið hafa fram gögn um að NSAID augnlyf geti valdið aukinni blæðingu í augnvefjum (þ.m.t. framhólfsblæðingu) í tengslum við augnaðgerðir. Nota skal Nevanac með varúð hjá sjúklingum með þekkta blæðingartilhneigingu eða sem taka lyf sem geta hugsanlega lengt blæðingartíma.

Notkun bólgueyðandi lyfja til staðbundinnar notkunar í auga getur dulið bráða augnsýkingu. NSAID lyf hafa ekki sýkladrepandi verkun. Sé augnsýking til staðar, skal gæta varúðar við samhliða notkun NSAID lyfja og sýklalyfja.

Augnlinsur

Ekki er mælt með notkun augnlinsa í ákveðinn tíma eftir dreraðgerð. Því ætti að ráðleggja sjúklingum að nota ekki augnlinsur nema læknirinn hafi gefið skýrt leyfi fyrir því.

Benzalkónklóríð

Nevanac inniheldur benzalkónklóríð sem getur valdið augnertingu og vitað er að það aflitar mjúkar augnlinsur. Ef notkun augnlinsa er nauðsynleg meðan á meðferð stendur ætti að ráðleggja sjúklingum að fjarlægja augnlinsurnar áður en lyfið er notað og bíða í a.m.k 15 mínútur áður en þær eru settar aftur í augun.

Skýrt hefur verið frá því að benzalkónklóríð valdi bletta-glærukvilla (punctate keratopathy) og/eða eitrunarglærukvilla með sárum (toxic ulcerative keratopathy). Þar sem Nevanac inniheldur benzalkónklóríð þarf að fylgjast náið með sjúklingum við tíða eða langvarandi notkun lyfsins.

Víxlnæmi (cross-sensitivity)

Möguleiki er á víxlnæmi nepafenaks við acetýlsalicýlsýru, fenýlediksýru afleiður og önnur NSAID lyf.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

In-vitro rannsóknir hafa sýnt fram á mjög litlar líkur á milliverkunum við önnur lyf og milliverkanir vegna próteinbindinga (sjá kafla 5.2).

Prostaglandín hliðstæður

Mjög takmarkaðar upplýsingar eru fyrirliggjandi um samhliða notkun prostaglandín hliðstæða og Nevanac. Með tilliti til verkunarháttar þessara lyfja er ekki mælt með samhliða notkun þeirra.

Samhliða notkun NSAID lyfja til staðbundinnar notkunar og barkstera til staðbundinnar notkunar getur aukið líkurnar á vandamálum varðandi gróanda. Samhliða notkuna Nevanac og lyfja sem geta lengt blæðingartíma getur aukið hættuna á blæðingu (sjá kafla 4.4).

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri

Konur á barneignaraldri sem ekki nota getnaðarvörn eiga ekki að nota Nevanac.

Meðganga

Ekki liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar um notkun nepafenaks á meðgöngu. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á skaðleg áhrif á frjósemi (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Þar sem altæk útsetning hjá konum, sem eru ekki barnshafandi, er hverfandi eftir meðhöndlun með

Nevanac gæti áhættan á meðgöngu talist lítil. Samt sem áður, þar sem hömlun á prostaglandínmyndun getur haft neikvæð áhrif á meðgöngu og/eða þroska fósturvísis/fósturs, og/eða fæðingu og/eða þroska eftir fæðingu, er ekki mælt með notkun Nevanac á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort nepafenak skiljist út í brjóstamjólk. Dýrarannsóknir hafa sýnt að lyfið skilst út í mjólk rotta. Hins vegar er ólíklegt að barn á brjósti verði fyrir áhrifum þar sem altæk útsetning móðurinnar fyrir nepafenaki er hverfandi. Nevanac má nota meðan á brjóstagjöf stendur.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif Nevanac á frjósemi manna.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Nevanac hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Tímabundin þokusýn eða aðrar sjóntruflanir geta haft áhrif á hæfni til aksturs bifreiða eða til notkunar véla. Ef sjónin verður þokukennd um tíma verður sjúklingurinn að bíða með að aka bifreið og nota vélar þar til sjónin verður aftur skýr.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt á upplýsingum um öryggi

Í klínískum rannsóknum með þátttöku meira en 1.900 sjúklinga sem fengu Nevanac 3 mg/ml augndropa, dreifu, voru algengustu aukaverkanirnar sem tilkynnt var um bletta glærubólga, glærubólga, tilfinning um aðskotahlut í auga og augnverkur sem komu fram hjá milli 0,4% og 0,1% sjúklinga.

Sjúklingar með sykursýki

Í tveimur klínískum rannsóknum með þátttöku 594 sjúklinga fengu sjúklingar með sykursýki meðferð með Nevanac augndropum, dreifu í 90 daga til að koma í veg fyrir bjúg í sjónudepli eftir dreraðgerð. Algengasta aukaverkunin sem tilkynnt var um var bletta glærubólga sem kom fyrir hjá 1% sjúklinga, sem leiddi til flokkunar sem algeng í tíðniflokkun. Aðrar aukaverkanir sem oftast var tilkynnt um voru glærubólga og tilfinning um aðskotahlut í auga sem komu fram hjá 0,5% og 0,3% sjúklinga, talið í sömu röð, hvort tveggja flokkað sem sjaldgæfar í tíðniflokkun.

Samantekt á aukaverkunum, sett upp í töflu

Eftirtaldar aukaverkanir eru flokkaðar á eftirfarandi hátt : Mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar

(≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst. Aukaverkanirnar komu fram í klínískum rannsóknum og við eftirfylgni eftir markaðssetningu Nevanac 3 mg/ml augndropa, dreifu og Nevanac 1 mg/ml augndropa, dreifu.

Flokkun eftir líffærum

Aukaverkun

Ónæmiskerfi

Mjög sjaldgæfar: Ofnæmi

Taugakerfi

Mjög sjaldgæfar: Sundl, höfuðverkur

 

 

Augu

Sjaldgæfar: Glærubólga, bletta glærubólga,

 

brestur í þekjuvef hornhimnu, tilfinning um

 

aðskotahlut í auga, hrúðurmyndun á

 

augnhvörmum.

 

Mjög sjaldgæfar: lithimnubólga, uppsöfnun

 

vökva milli æðu og hornhimnu, útfellingar á

 

hornhimnu, augnverkur, óþægindi í auga,

 

augnþurrkur, hvarmaþroti, erting í auga,

 

augnkláði, útferð úr auga, ofnæmistárubólga,

 

aukin táramyndun, blóðsókn til táru

 

Tíðni ekki þekkt: Gat í hornhimnu, lélegur

 

gróandi (hornhimna), ógegnsæi hornhimnu, ör á

 

hornhimnu, minnkuð sjónskerpa, augnbólga,

 

glæruáblástur, þynning hornhimnu, þokusýn.

Æðar

Sjaldgæfar: Háþrýstingur

 

Tíðni ekki þekkt: Hækkaður blóðþrýstingur

Meltingarfæri

Mjög sjaldgæfar: Ógleði.

 

Tíðni ekki þekkt: Uppköst

Húð og undirhúð

Mjög sjaldgæfar: Húðslaki (cutis laxa),

 

ofnæmishúðbólga

Lýsing á völdum aukaverkunum

Sjúklingar með merki um sundrun þekjuvefs í hornhimnu, þar á meðal gat í hornhimnu, eiga samstundis að hætta notkun Nevanac og fylgjast verður vel með ástandi hornhimnu hjá þeim (sjá kafla 4.4).

Reynsla eftir markaðssetningu Nevanac 1 mg/ml augdropa, dreifu sýnir að tilkynnt hefur verið um brest í þekjuvef hornhimnu í nokkrum tilvikum. Alvarleiki þessara tilvika er breytilegur frá mildum áhrifum á þekjuvef hornhimnu yfir í alvarlegri tilvik þar sem grípa varð inn í með skurðaðgerð og/eða lyfjameðferð til að endurheimta skýra sjón.

Reynsla eftir markaðssetningu NSAID lyfja til staðbundinnar notkunar bendir til þess að líkur á aukaverkunum, sem geta haft skaðleg áhrif á sjón, geti aukist hjá sjúklingum sem hafa farið í flóknar augnaðgerðir, eru með taugaskerðingu í hornhimnu, kvilla í þekju hornhimnu, sykursýki, sjúkdóma á yfirborði augans (t.d. augnþurrk), iktsýki eða hafa gengist undir augnaðgerð endurtekið á stuttum tíma.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Nevanac hjá börnum og unglingum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Ekki er talið líklegt að eiturverkanir eigi sér stað við ofskömmtun í auga, né þegar lyfið er tekið inn fyrir slysni.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Augnlyf, Bólgueyðandi lyf nema barksterar, ATC-flokkur: S01B C10.

Verkunarháttur

Nepafenak er bólgueyðandi og verkjastillandi lyf sem er ekki steri. Eftir staðbundna gjöf í auga fer nefapenak inn í hornhimnu og er umbreytt af hýdrólasa í augnvef í amfenak, bólgueyðandi lyf sem er ekki steri. Amfenak hamlar verkun prostaglandín H synthasa (cyclooxygenasa), sem er ensím nauðsynlegt fyrir myndun prostaglandína.

Annars stigs lyfjafræði (secondary pharmacology)

Sýnt hefur fram á í kanínum að nepafenak hamlar niðurbroti blóð-sjónhimnu þröskulds, samhliða bælingu á myndun prostaglandíns E2 (PGE2). Ex-vivo var sýnt fram á að einn stakur staðbundinn skammtur af nepafenaki hamlar prostaglandínmyndun í lithimnu/brárlíki (85%-95%) í allt að

6 klukkustundir og í sjónhimnu/æðahimnu (55%) í allt að 4 klukkustundir.

Lyfhrif

Mest öll umbreytingin af völdum vatnsrofs á sér stað í sjónhimnu/æðahimnu, næst mest í lithimnu/brárlíki og hornhimnu, í samræmi við æðamagn í vefjunum.

Niðurstöður úr klínískum rannsóknum gefa til kynna að Nevanac 3 mg/ml augndropar, dreifa hafi engin merkjanleg áhrif á augnþrýsting.

Verkun og öryggi

Til að koma í veg fyrir og meðhöndla verki og bólgu í tengslum við dreraðgerð.

Sýnt hefur verið fram á verkun og öryggi Nevanac 3 mg/ml til að koma í veg fyrir og meðhöndla verki eftir aðgerð og bólgu í kjölfar dreraðgerðar, í tveimur tvíblindum samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá alls 1.339 sjúklingi. Í þessum rannsóknum hófst gjöf lyfsins einu sinni á sólarhring, daginn fyrir dreraðgerð, hélt áfram á aðgerðardegi og fyrstu 14 dagana eftir aðgerð. Nevanac 3 mg/ml augndropar, dreifa sýndi yfirburði í klínískri virkni samanborið við burðarefni við meðhöndlun verkja eftir aðgerð og bólgu.

Sjúklingar sem fengu Nevanac voru minna líklegir að fá augnverk og mælanlega bólgu (vatnsfylltar frumur og skyndileg versnun (flare)) á tímabilinu stuttu eftir aðgerð og út meðferðartímann, samanborið við þá sem fengu burðarefni. Í rannsóknunum tveimur var bólgan horfin á 14 degi eftir aðgerð hjá 65% og 68% sjúklinga sem fengu Nevanac samanborið við 25% og 35% sjúklinga sem fengu burðarefni. Hlutfall sjúklinga sem voru lausir verki var 89% og 91% hjá Nevanac hópnum og 40% og 50% hjá sjúklingum sem fengu burðarefni.

Sumir sjúklingar fengu Nevanac 3 mg/ml augndropa, dreifu í allt að 21 dag eftir aðgerð. Verkunin var þó ekki mæld umfram 14 daga eftir aðgerð.

Í annarri af tveimur klínísku ransóknunum reyndist Nevanac 3 mg/ml augndropar, dreifa gefið einu sinni á sólarhring þar að auki ekki síðra en Nevanac 1 mg/ml augndropar, dreifa gefið þrisvar á sólarhring, til að koma í veg fyrir og meðhöndla verki og bólgu eftir dreraðgerð.

Hlutfall sjúklinga sem voru lausir við verki og bólgur var svipað fyrir bæði lyfin við allar mælingar eftir aðgerð.

Til að draga úr hættunni á bjúg í sjónudepli eftir dreraðgerð hjá sjúklingum með sykursýki:

Tvær rannsóknir voru gerðar hjá sjúklingum með sykursýki til að meta verkun og öryggi Nevanac

3 mg/ml augndropa, dreifu sem skammtað var einu sinni á dag sem fyrirbyggjandi meðferð við bjúg í sjónudepli í tengslum við dreraðgerð. Í þessum rannsóknum hófst gjöf rannsóknarlyfsin degi fyrir aðgerð, hélt áfram á aðgerðardegi og í allt að 90 daga eftir aðgerð.

Í báðum tvíblindu, slembiröðuðu rannsóknunum með samanburði við burðarefni sem gerðar voru hjá sjúklingum með sjónukvilla vegna sykursýki fékk marktækt hærra hlutfall sjúklinga í burðarefnishópnum bjúg í sjónudepli (17,3% og 14,3%) samanborið við sjúklinga sem fengu Nevanac 3 mg/ml (2,3% og 5,9%). Samsvarandi hlutfall í samþættri greiningu úr rannsóknunum tveimur var 15,9% hjá hópnum sem fékk burðarefni og 4,1% í hópnum sem fékk Nevanac, p<0,001). Í annarri rannsókninni fékk marktækt hærra hlutfall sjúklinga í Nevanac 3 mg/ml hópnum ávinning sem nam 15 stöfum eða fleiri eftir 14 daga og hélt ávinningi lengur en í 90 daga (61,7%) samanborið við hópinn sem fékk burðarefni (43%). Í hinni rannsókninni var hlutfall þátttakenda fyrir þennan endapunkt svipað í báðum meðferðarhópunum (48% í hópnum sem fékk Nevanac og 50,5% í hópnum sem fékk burðarefni). Í samþættri greiningu beggja rannsókna var hlutfall þátttakenda sem fékk ávinning sem nam 15 stöfum eftir 14 daga og hélt ávinningi að degi 90 hærra í hópnum sem fékk Nevanac 3 mg/ml (55,4%) samanborið við hópinn sem fékk burðarefni (46,7%, p=0,003).

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á Nevanac hjá öllum undirhópum barna við að koma í veg fyrir og meðhöndla verki og bólgu í tengslum við dreraðgerð (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2 Lyfjahvörf

Frásog

Eftir gjöf eins dropa af Nevanac 3 mg/ml augndropar, dreifa í bæði augu einu sinni á sólarhring í fjóra daga var lítil en mælanleg þéttni nepafenaks í blóði í meirihluta sjúklinga 2 klukkustundum eftir gjöf og amfenaks 3 klukkustundum eftir gjöf. Stöðug hámarksblóðþéttni nepafenaks var

0,847 ± 0,269 ng/ml og 1,13 ± 0,491 ng/ml fyrir amfenak eftir gjöf í auga.

Dreifing

Amfenak hefur mikla sækni í albúmín í blóði. In-vitro var hlutfall bundið við rottualbúmín 98,4%, mannaalbúmín 95,4% og mannasermi 99,1%.

Rannsóknir í rottum hafa sýnt að geislamerkt virk efni skyld nepafenaki dreifast víða um líkamann eftir staka og marga skammta 14C-nepafenaks um munn.

Rannsóknir í kanínum sýndu að nepafenak sem gefið er staðbundið dreifist frá framhluta augans til aftari hluta augans (sjónu og æðu).

Umbrot

Nepafenak virkjast tiltölulega hratt yfir í amfenak með vatnsrofi sem á sér stað innan augans. Enn frekara umbrot á sér síðan stað þar sem amfenaki er umbreytt í meira skautaða sameind þegar vatnsrof á sér stað á aromatíska hringnum sem myndar glúkúróníð efnasamband. Greining, sem byggðist á geislavirkri litskiljun (radiochromatography), fyrir og eftir vatnsrof af völdum b-glúkúrónidasa leiddi í ljós að öll umbrotaefni nema amfenak voru á formi glúkúróníðs efnasambanda. Amfenak var aðalumbrotaefnið í blóði með u.þ.b. 13% af heildar geislavirkninni. Annað algengasta umbrotaefnið í blóði var 5hýdroxý nepafenak með u.þ.b. 9% af geislavirkni við Cmax.

Milliverkanir við önnur lyf: Hvorki nepafenak né amfenak hamla virkni helstu mannacýtókróm P450 (CYP1A2, 2C9, 2C19, 2D6, 2E1 og 3A4) in vitro við þéttni allt að 3000 ng/ml. Því eru milliverkanir sem fela í sér umbrot lyfja af völdum CYP sem tekin eru á sama tíma ólíklegar. Milliverkanir sem eru af völdum próteinbindinga eru einnig ólíklegar.

Brotthvarf

Ef inntöku 14C-nepafenaks hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum var útskilnaður með þvagi helsta útskilnaðarleið geislavirks efnis, samsvarandi u.þ.b. 85% af skammtinum meðan útskilnaður með hægðum var u.þ.b. 6% af skammtinum.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Aðrar upplýsingar en klínískar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, byggt á hefðbundnum rannsóknum á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta og eiturverkunum á erfðaefni.

Nepafenak hefur ekki verið metið í langtíma rannsóknum á krabbameinsvaldandi áhrifum.

Í æxlunarrannsóknum þar sem nepafenak var rannsakað í rottum reyndust skaðlegir skammtar fyrir móður ≥ 10 mg/kg tengjast erfiðri fæðingu (dystocia), auknu fósturláti eftir hreiðrun, minnkaðri fósturþyngd og skertum vexti og aukinni dánartíðni fósturs. Í ungafullum kanínum sýndu 30 mg/kg skammtar sem höfðu smávægileg skaðleg áhrif á móður marktæka aukningu á vansköpun afkvæma.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Bórsýra

Própýlenglýkól

Karbómer

Natríumklóríð

Guar

Natríumkarmellósi

Dínatríumedetat

Benzalkónklóríð

Natríumhýdroxíð og/eða saltsýra (til að stilla sýrustig (pH))

Hreinsað vatn

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

18 mánuðir

Fargið 4 vikum eftir að flaskan er fyrst opnuð.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Geymið flöskuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi. Geymsluskilyrði eftir að pakkning lyfsins hefur verið rofin, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

Kringlótt eða sporöskjulaga flaska úr lágþéttni pólýetýleni með skammtara og hvítum skrúftappa úr pólýprópýleni sem inniheldur 3 ml af dreifu. Flaskan gæti verið í posa.

Askja með 1 flösku.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli um förgun.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Novartis Europharm Limited

Frimley Business Park,

Camberley GU16 7SR

Bretland.

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/07/433/002

EU/1/07/433/003

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 3. maí 2013

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf