Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Nevirapine Teva (nevirapine) – Fylgiseðill - J05AG01

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsNevirapine Teva
ATC-kóðiJ05AG01
Efninevirapine
FramleiðandiTeva B.V.  

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Nevirapine Teva 200 mg töflur nevírapín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Nevirapine Teva og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að taka Nevirapine Teva

3.Hvernig taka á Nevirapine Teva

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Nevirapine Teva

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Nevirapine Teva og við hverju það er notað

Nevirapine Teva tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru andretróveirulyf, sem notuð eru í meðferð við sýkingu af völdum alnæmisveirunnar (HIV-1).

Virka efnið í lyfinu heitir nevírapín. Nevírapín tilheyrir flokki lyfja gegn HIV sem kallast bakritahemlar sem ekki eru núkleósíð. Bakriti er ensím sem HIV-veiran þarf til að geta fjölgað sér. Nevírapín kemur í veg fyrir að bakritinn geti virkað. Með því að koma í veg fyrir að bakritinn virki hjálpar Nevirapine Teva við að halda HIV-1 sýkingu í skefjum.

Nevirapine Teva er ætlað til meðhöndlunar á HIV-1 sýktum einstaklingum, fullorðnum, unglingum og börnum á öllum aldri. Nevirapine Teva verður að nota samtímis öðrum andretróveirulyfjum. Læknirinn mun ráðleggja um hvaða lyf henta þér best.

Vinsamlega athugið að hafi Nevirapine Teva verið ávísað handa barninu þínu eiga allar upplýsingar í fylgiseðlinum við um barnið þitt (vinsamlega lesið „barnið þitt“ í stað „þú“ í þessu tilviki).

2. Áður en byrjað er að taka Nevirapine Teva

Ekki má taka Nevirapine Teva:

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir nevírapíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

-ef þú hefur áður notað Nevirapine Teva og þurft að stöðva meðferð vegna eftirtalinna einkenna:

-alvarlegra húðútbrota

-húðútbrota með öðrum einkennum til dæmis:

-hita

-blöðrumyndun

-munnsára

-þrota í auga

-bólgu í andliti

-almennrar bólgu

-andþyngsla

-vöðva eða liðverkja

-almennrar vanlíðan

-kviðverkja

-ofnæmisviðbragða

-bólgu í lifur

-ef þú hefur alvarlegan lifrarsjúkdóm

-ef þú hefur þurft að hætta Nevirapine Teva meðferð áður vegna breytinga á lifrarstarfsemi

-ef þú ert að nota lyf sem inniheldur náttúruefnið jóhannesarjurt (Hypericum perforatum (St John’s Wort)). Þetta lyf getur komið í veg fyrir að Nevirapine Teva virki á réttan hátt.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Nevirapine Teva er notað

Fyrstu 18 vikur Nevirapine Teva meðferðar er mjög mikilvægt að þú og læknirinn fylgist með einkennum um lifrar- eða húðbreytingar. Þær geta orðið alvarlegar og jafnvel lífshættulegar. Mesta hættan á slíkum aukaverkunum er fyrstu 6 vikur meðferðar.

Ef þú færð mikil útbrot eða ofnæmi (ofnæmisviðbrögð sem geta litið út eins og útbrot) ásamt öðrum einkennum, svo sem

-hita,

-blöðrumyndun,

-sári í munni,

-þrota í augum,

-bólgu í andliti,

-almennri bólgu,

-andnauð

-verkjum í vöðvum og liðum,

-almennri vanlíðan

-eða kviðverkjum

SKALTU HÆTTA AÐ NOTA NEVIRAPINE TEVA OG ÞÚ VERÐUR AÐ HAFA SAMBAND VIÐ lækninn SAMSTUNDIS þar sem þessi viðbrögð geta hugsanlega verið lífshættuleg eða leitt til dauða. Ef einungis koma fram væg útbrot án annara viðbragða skaltu samstundis segja lækninum frá því og hann mun ráðleggja þér hvort þú eigir að hætta að taka Nevirapine Teva.

Ef fram koma einkenni sem benda til lifrarskaða, svo sem

-minnkuð matarlyst,

-vanlíðan (ógleði),

-uppköst,

-gul húð (gula),

-kviðverkir

skaltu hætta að taka Nevirapine Teva og hafa samband við lækninn samstundis.

Ef fram koma alvarleg áhrif á lifur, húð eða ofnæmisviðbrögð meðan á notkun Nevirapine Teva stendur, MÁ ALDREI TAKA Nevirapine Teva töflur aftur án þess að hafa samband við lækninn.

Taktu Nevirapine Teva alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Það er sérstaklega mikilvægt fyrstu 14 daga meðferðarinnar (sjá frekari upplýsingar í kafla „Hvernig á að taka Nevirapine Teva).

Eftirtaldir sjúklingar eru í aukinni hættu á að fá lifrarvandamál:

-konur

-smitaðir með lifrarbólgu B eða C

-óeðlileg lifrargildi á prófum

-sjúklingar sem ekki hafa áður verið meðhöndlaðir með hærri CD4 frumufjölda við upphaf Nevirapine Teva meðferðar (konur meira en 250 frumur/mm3, karlar meira en 400 frumur/mm3)

-sjúklingar sem áður hafa verið meðhöndlaðir með greinanlegan HIV-1 veirufjölda í plasma og hærri CD4 frumufjölda við upphaf nevírapín meðferðar (konur meira en 250 frumur/mm3, karlar meira en 400 frumur/mm3)

Hjá sumum sjúklingum með langt gengna HIV-sýkingu (alnæmi) og sögu um tækifærissýkingu (AIDS defining illness) geta einkenni um bólgu vegna fyrri sýkinga komið fram stuttu eftir að HIV meðferð er hafin. Talið er að þessi einkenni séu vegna bættrar ónæmissvörunar líkamans sem gerir honum kleift að vinna á sýkingum sem gætu hafa verið til staðar án greinilegra einkenna. Segðu lækninum strax frá því ef þú færð einkenni um sýkingu.

Til viðbótar við tækifærissýkingarnar, geta sjálfsnæmissjúkdómar (ástand sem kemur fram þegar ónæmiskerfið ræðst á heilbrigðan líkamsvef) einnig komið fram eftir að þú byrjar að taka lyf til meðhöndlunar á HIV-sýkingunni. Sjálfsnæmissjúkdómar geta komið fram mörgum mánuðum eftir upphaf meðferðar. Ef þú tekur eftir einhverjum einkennum sýkingar eða öðrum einkennum eins og vöðvamáttleysi, máttleysi sem byrjar í höndum og fótum og færist upp eftir líkamanum í átt að bolnum, hjartsláttarónotum, skjálfta eða ofvirkni, skaltu segja lækninum strax frá því til að fá nauðsynlega meðferð.

Breyting á líkamsfitu getur átt sér stað hjá sjúklingum sem fá samsetta meðferð með andretróveirulyfjum. Hafðu samband við lækninn ef þú tekur eftir breytingum á líkamsfitu (sjá kafla 4 „Hugsanlegar aukaverkanir“).

Hjá sumum sjúklingum, sem eru í samsettri andretróveirumeðferð, getur komið fram sjúkdómur í beinum sem kallast beindrep (beinvefur getur dáið vegna skorts á blóðflæði til beina). Nokkrir af mörgum áhættuþáttum, fyrir myndun þessa sjúkdóms, geta verið lengd samsettrar andretróveirumeðferðar, notkun barkstera, áfengisneysla, öflug veiklun á ónæmiskerfinu og hár líkamsþyngdarstuðull (BMI). Merki um beindrep eru stífleiki, verkir eða sársauki í liðum (einkum í mjöðm, hné og öxl) og erfiðleikar með hreyfingar. Ef þú færð eitthvað af þessum einkennum áttu að segja lækninum frá því.

Ef þú ert að taka nevírapín og zídóvúdín samhliða skaltu láta lækninn vita því hann gæti þurft að fylgjast með hvítu blóðkornunum hjá þér.

Ekki taka Nevirapine Teva þó þú hafir orðið útsett(ur) fyrir HIV nema læknirinn hafi staðfest HIV-smit og gefið fyrirmæli um inntöku þess. Nevirapine Teva er ekki lækning við HIV-sýkingu. Þess vegna getur þú áfram fengið sýkingar og aðra sjúkdóma sem tengjast HIV-sýkingu. Þú skalt því vera áfram undir eftirliti læknisins. Þú getur enn smitað aðra af HIV þrátt fyrir að þú notir þetta lyf, þótt áhættan sé minni með virkri andretróveirumeðferð. Ræddu við lækninn um nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að forðast að smita aðra.

Ekki skal nota prednisón til að meðhöndla útbrot sem tengjast Nevirapine Teva.

Ef þú tekur getnaðarvarnarlyf til inntöku (t.d. „pilluna“) eða aðrar hormónagetnaðarvarnir meðan á meðferð með Nevirapine Teva stendur skaltu einnig nota getnaðarvarnir án hormóna (t.d. smokka) til að koma í veg fyrir þungun og frekari HIV smit.

Ef þú ert á hormónameðferð eftir tíðahvörf skaltu leita ráða hjá lækninum áður en þú tekur þetta lyf.

Ef þú ert að taka eða er ávísað rifampicíni til meðhöndlunar á berklum skaltu segja lækninum frá því áður en þú tekur þetta lyf með Nevirapine Teva.

Börn og unglingar

Nevirapine Teva töflur má nota fyrir:

-börn 16 ára og eldri

-börn yngri en 16 ára sem:

-vega 50 kg eða meira

-eru með líkamsyfirborð 1,25 m2 eða stærra.

Fyrir börn sem eru yngri en 16 ára, eru léttari en 50 kg eða með líkamsyfirborð minna en 1,25 m2 eru fáanleg önnur lyfjaform til inntöku innihalda nevírapín og skal nota þau eftir því sem við á.

Notkun annarra lyfja samhliða Nevirapine Teva

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Áður en byrjað er að taka Nevirapine Teva á að upplýsa lækninn um öll lyf sem eru notuð. Læknirinn getur þurft að kanna hvort hin lyfin virki enn og lagfæra skammta. Lestu vandlega fylgiseðil með öllum öðrum lyfjum við HIV sem þú tekur samtímis Nevirapine Teva.

Það er sérstaklega mikilvægt að þú segir lækninum frá því ef þú ert að taka eða hefur nýlega tekið:

-Jóhannesarjurt (Hypericum perforatum (St John’s Wort), lyf gegn þunglyndi)

-rífampicín (berklalyf)

-rífabútín (berklalyf)

-makrólíða t.d. klarítrómýcín (sýklalyf)

-flúkónazól (lyf við sveppasýkingum)

-ketókónazól (lyf við sveppasýkingum)

-ítrakónazól (lyf við sveppasýkingum)

-metadón (lyf notað við meðferð hjá ópíóíða fíklum)

-warfarín (segavarnarlyf)

-hormónagetnaðarvarnir (t.d. getnaðarvarnarpillan)

-atasanavír (annað lyf við HIV sýkingu)

-lopínavír/ritónavír (annað lyf við HIV sýkingu)

-fosamprenavír (annað lyf við HIV sýkingu)

-efavírenz (annað lyf við HIV sýkingu)

-etravírin (annað lyf við HIV sýkingu)

-rilpivírin (annað lyf við HIV sýkingu)

-delavirdín (annað lyf við HIV sýkingu)

-zídóvúdín (annað lyf við HIV sýkingu)

-boceprevír (lyf við lifrarbólgu C)

-telaprevír (lyf við lifrarbólgu C)

-elvitegravír/kóbísistat (annað lyf við HIV sýkingu)

Læknirinn mun kanna vel áhrif Nevirapine Teva og þessara lyfja ef þú tekur þau samtímis.

Fyrir þá sem eru í nýrnaskilun getur læknirinn íhugað skammtaaðlögun Nevirapine Teva. Það er vegna þess að Nevirapine Teva getur skolast út úr blóði þínu að hluta til við skilun.

Nevirapine Teva með mat eða drykk:

Nevirapine Teva má taka með mat og drykk.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Hætta skal brjóstagjöf ef verið er að taka Nevirapine Teva. Almennt er mælt með að konur, sem eru sýktar af HIV, gefi barni sínu ekki brjóst því mögulegt er að barnið geti sýkst af HIV veiru með brjóstamjólkinni.

Akstur og notkun véla

Þú getur fundið fyrir þreytu þegar þú tekur Nevirapine Teva. Gæta skal varúðar við akstur eða notkun tækja eða véla. Finnir þú fyrir þreytu skaltu forðast verkefni sem geta verið áhættusöm, eins og að aka eða stjórna tækjum eða vélum.

Nevirapine Teva töflur innihalda laktósa

Nevirapine Teva innihalda laktósa (mjólkursykur).

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en Nevirapine Teva er tekið inn.

3.Hvernig taka á Nevirapine Teva

Þú mátt ekki nota Nevirapine Teva eitt og sér. Þú verður að nota það með a.m.k. tveimur öðrum andretróveirulyfjum. Læknirinn mun ráðleggja þér um hvaða lyf henta best.

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Skammtur:

Venjulegur skammtur er ein 200 mg tafla á sólarhring fyrstu 14 dagana (aðlögunartími). Eftir 14 daga er ráðlagður skammtur ein 200 mg tafla tvisvar á dag.

Það er mjög mikilvægt að þú takir aðeins eina Nevirapine Teva töflu á sólarhring fyrstu 14 dagana (aðlögunartími). Ef þú færð útbrot á þessum tíma skaltu ráðfæra þig við lækninn áður en þú eykur skammtinn.

Þessi 14 daga aðlögunartími hefur reynst minnka hættuna á húðútbrotum.

Vegna þess að Nevirapine Teva á alltaf að nota með öðrum HIV andretróveirulyfjum skaltu fylgja leiðbeiningunum varðandi hin lyfin vandlega. Þær er að finna í fylgiseðlum þeirra lyfja.

Haldið áfram að taka Nevirapine Teva eins lengi og læknirinn gefur fyrirmæli um það.

Eins og útskýrt er í „Varnaðarorð og varúðarreglur“ hér framar mun læknirinn fylgjast með þér með því að framkvæma lifrarpróf eða fylgjast með aukaverkunum, svo sem útbrotum. Í samræmi við niðurstöður þess getur hann ákveðið að gera hlé eða stöðva Nevirapine Teva meðferðina. Læknirinn gæti síðan ákveðið að hefja meðferð á ný með lægri skammta.

Nevirapine Teva töflur eru einungis til inntöku. Ekki má tyggja töfluna. Nevirapine Teva má taka með eða án matar.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ekki má taka inn meira af Nevirapine Teva en læknirinn fyrirskipar og lýst er í þessum fylgiseðli. Eins og stendur eru litlar upplýsingar fyrirliggjandi um áhrif ofskömmtunar vegna Nevirapine Teva. Hafðu samband við lækninn ef þú hefur tekið of mikið af Nevirapine Teva.

Ef gleymist að taka Nevirapine Teva:

Reynið að gleyma ekki skammti. Ef þú gleymir skammti og tekur eftir því innan 8 klst. frá því þú áttir að taka hann, skaltu taka næsta skammt eins fljótt og auðið er. Ef liðnar eru meira en 8 klst. frá því þú áttir að taka hann skaltu taka næsta skammt á venjulegum tíma.

Ef hætt er að taka Nevirapine Teva:

Að taka alla skammta á viðeigandi tímum:

-eykur verulega árangur samsettu andretróveirulyfjameðferðarinnar

-minnkar líkurnar á að HIV veiran myndi ónæmi gegn andretróveirulyfjunum.

Það er nauðsynlegt að þú haldir áfram að taka Nevirapine Teva á réttan hátt, eins og lýst er hér framar, nema ef læknirinn gefur fyrirmæli um að hætta meðferð.

Ef hætt er að taka Nevirapine Teva í meira en 7 daga mun læknirinn gefa fyrirmæli um að byrjað sé aftur á 14 daga aðlögunartímabilinu (eins og lýst er hér að framan) áður en byrjað er aftur að taka lyfið í skömmtum tvisvar sinnum á sólarhring.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Á meðan á HIV meðferð stendur getur líkamsþyngd, gildi blóðfitu og glúkósa aukist. Þetta er að hluta tengt betri heilsu og lífsstíl og hvað varðar blóðfitur er það stundum tengt HIV lyfjunum sjálfum. Læknirinn mun gera próf vegna breytinganna.

Eins og greint er frá í „Varnaðarorð og varúðarreglur“ hér framar eru mikilvægustu aukaverkanir Nevirapine Teva alvarlegar og lífshættulegar húðbreytingar og alvarlegir lifrarskaðar. Þessi atvik koma aðallega fram á fyrstu 18 vikum meðferðar með Nevirapine Teva. Það er því mikilvægt tímabil sem krefst náins eftirlits hjá lækninum.

Ef einhver útbrot koma fram á að segja lækninum strax frá því.

Þegar útbrot koma fram eru þau venjulega væg eða í meðallagi slæm. Hins vegar geta útbrot, sem koma fram hjá sumum sjúklingum og lýsa sér sem blöðrumyndun, verið alvarleg eða lífshættuleg (Stevens-Johnson heilkenni og drep í húðþekju) og hafa leitt til dauða. Flest tilvik, bæði alvarlegra útbrota og vægra/til í meðallagi slæmra útbrota, koma fram á fyrstu sex vikum meðferðar.

Ef útbrotin koma ásamt vanlíðan á að hætta meðferð og fara til læknisins eins fljótt og auðið er.

Ofnæmi getur komið fram. Það getur lýst sér sem bráðaofnæmi (alvarleg tegund ofnæmisviðbragða) með einkennum eins og:

útbrotum,

bjúg í andliti

öndunarerfiðleikum (berkjuþrengingu)

ofnæmislosti

Ofnæmiseinkenni geta einnig komið fram sem útbrot ásamt öðrum einkennum, svo sem:

-hita

-blöðrumyndun í húð

-sárum í munni

-þrota í augum

-bólgu í andliti

-almennri bólgu

-mæði

-verkjum í vöðvum og liðum

-fækkun hvítra blóðkorna (kyrningafæð)

-almennri vanlíðan

-alvarlegum lifrar- eða nýrnavandamálum (lifrar eða nýrnabilun).

Segðu lækninum strax frá því ef vart verður við útbrot og einhver önnur einkenni vegna ofnæmis. Slík atvik geta verið lífshættuleg.

Skýrt hefur verið frá óeðlilegri lifrarstarfsemi við notkun Nevirapine Teva. Þar með eru talin tilvik um lifrarbólgu, sem getur verið bráð og kröftug (svæsin lifrarbólga) og lifrarbilun, sem hafa leitt til dauða.

Segðu lækninum frá því ef eftirfarandi einkenni sem benda til lifrarskaða koma fram:

-minnkuð matarlyst

-ógleði

-uppköst

-gul húð (gula)

-kviðverkir.

Greint hefur verið frá eftirfarandi aukaverkunum hjá sjúklingum sem fengið hafa nevírapín:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

-útbrot

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

-fækkun hvítra blóðkorna (kyrningafæð)

-ofnæmi

-höfuðverkur

-ógleði

-uppköst

-kviðverkir

-niðurgangur

-lifrarbólga

-þreyta

-hiti

-óeðlilegar niðurstöður lifrarprófa

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

-ofnæmisviðbrögð sem einkennast af útbrotum, bólgu í andliti, öndunarerfiðleikum (berkjukrampa) eða ofnæmislosti (bráðaofnæmi)

-fækkun rauðra blóðkorna (blóðleysi)

-gul húð (gula)

-alvarleg og lífshættuleg húðútbrot (Stevens-Johnson heilkenni/drep í húðþekju)

-ofsakláði

-vökvi undir húð (ofsabjúgur)

-liðverkir

-vöðvaverkir

-minnkun á fosfór í blóði

-hækkaður blóðþrýstingur

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

-bráð og kröftug bólga í lifur (svæsin lifrarbólga)

-lyfjaviðbrögð með altækum einkennum (lyfjaviðbrögð með eosínfíklum og altækum einkennum)

Eftirtalin atvik hafa einnig komið fram þegar nevírapín hefur verið notað í samsettri meðferð með öðrum andretróveirulyfjum:

-fækkun rauðra blóðkorna eða blóðflagna

-brisbólga

-minnkað eða óeðlilegt húðskyn

Þessi atvik tengjast oft öðrum andretróveirulyfjum og búast má við að þau komi fram þegar Nevirapine Teva er notað samtímis öðrum lyfjum. Hins vegar er ólíklegt að þessi atvik séu vegna meðferðar með Nevirapine Teva.

Aðrar aukaverkanir sem geta komið fyrir hjá börnum og unglingum

Fækkun hvítra blóðkorna (kyrningafæð) getur átt sér stað og það er algengara hjá börnum. Fækkun rauðra blóðkorna (blóðleysi) sem getur verið tengd nevírapín meðferð er einnig algengari hjá börnum. Líkt og með útbrot skaltu láta lækninn vita um allar aukaverkanir.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Nevirapine Teva

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum og á þynnunni á eftir FYRNIST. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Nevirapine Teva inniheldur

-Virka efnið er nevírapín. Hver tafla inniheldur 200 mg nevírapín (sem vatnsfrítt nevírapín).

-Önnur innihaldsefni eru örkristölluð sellulósa, laktósaeinhýdrat, póvidón K25, natríumsterkjuglýkólat (gerð A), kísiltvíoxíðkvoða og magnesíumsterat.

Lýsing á útliti Nevirapine Teva og pakkningastærðir

Hvítar, sporöskjulaga, tvíkúptar töflur. Á annarri hliðinni er ígrafið „N“, deiliskora og „200“. Á hinni hliðinni er ígrafin deiliskora. Deiliskoran er eingöngu til þess að hægt sé að skipta töflunni svo auðveldara sé að kyngja henni en ekki til þess að skipta henni í jafna skammta.

Nevirapine Teva töflur eru fáanlegar í þynnupakkningum með 14 (þynnupakkning með dagatali), 60 eða 120 töflum í hverri öskju. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Teva B.V.

Swensweg 5

2031GA Haarlem

Holland

Framleiðandi

TEVA Pharmaceutical Works Private Limited Company Pallagi út 13,

4042 Debrecen,

Ungverjaland

TEVA Pharmaceutical Works Private Limited Company

H-2100 Gödöllő,

Táncsics Mihály út 82

Ungverjaland

TEVA UK Ltd

Brampton Road,

Hampden Park,

Eastbourne,

East Sussex,

BN22 9AG

Bretland

Pharmachemie B.V.

Swensweg 5,

2031 GA Haarlem

Holland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Teva Pharma Belgium N.V./S.A./AG

Tel/Tél: +32 3 820 73 73

UAB “Sicor Biotech”

 

Tel: +370 5 266 02 03

България

Luxembourg/Luxemburg

Тева Фармасютикълс България ЕООД

Teva Pharma Belgium N.V./S.A./AG

Teл: +359 2 489 95 82

Tél: +32 3 820 73 73

Česká republika

Magyarország

Teva Gyógyszergyár Zrt

Teva Pharmaceuticals CR, s.r.o.

Tel.: +36 1 288 64 00

Tel: +420 251 007 111

 

Danmark

Malta

Teva Denmark A/S

Teva Pharmaceuticals IrelandL-Irlanda

Tlf: +45 44 98 55 11

Tel: +353 51 321740

Deutschland

Nederland

TEVA GmbH

Teva Nederland B.V.

Tel: (+49) 731 402 08

Tel: +31 (0) 800 0228400

Eesti

Norge

Teva Eesti esindus UAB Sicor Biotech

Teva Norway AS

Eesti filiaal

Tlf: + 47 66 77 55 90

Tel: ++372 6610801

 

Ελλάδα

Österreich

Teva Ελλάς Α.Ε.

ratiopharm Arzneimittel Vertriebs-GmbH

Τηλ: +30 210 72 79 099

 

España

Polska

Teva Pharma, S.L.U.

Teva Pharmaceuticals Polska Sp. z o.o.

Tél: +(34) 91 387 32 80

Tel.: +(48) 22 345 93 00

France

Portugal

Teva Santé

Teva Pharma - Produtos Farmacêuticos Lda

Tél: +(33) 1 55 91 7800

Tel: +351 21 476 75 50

Hrvatska

România

Pliva Hrvatska d.o.o.

Teva Pharmaceuticals S.R.L

Tel:+ 385 1 37 20 000

Tel: +4021 230 65 24

Ireland

Slovenija

Teva Pharmaceuticals Ireland

Pliva Ljubljana d.o.o.

Tel: +353 (0)51 321 740

Tel: +386 1 58 90 390

Ísland

Slovenská republika

ratiopharm Oy

Teva Pharmaceuticals Slovakia s.r.o.

Finland

Tel: +(421) 2 5726 7911

Puh/Tel: +353 (0)51 321 740

 

Italia

Suomi/Finland

Teva Italia S.r.l.

ratiopharm Oy

Tel: +028917981

Puh/Tel: +358 20 180 5900

Κύπρος

Sverige

Teva Ελλάς Α.Ε.

Teva Sweden AB

Ελλάδα

Tel: +(46) 42 12 11 00

Τηλ: +30 210 72 79 099

 

Latvija

United Kingdom

Sicor Biotech filiāle Latvijā

Teva UK Limited

Tel: + 37167323666

Tel: +44(0) 1977 628500

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í {MM/ÁÁÁÁ}

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf