Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Nexium Control (esomeprazole) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A02BC05

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsNexium Control
ATC-kóðiA02BC05
Efniesomeprazole
FramleiðandiPfizer Consumer Healthcare Ltd

1.HEITI LYFS

Nexium Control 20 mg magasýruþolnar töflur.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumþríhýdrat).

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver magasýruþolin tafla inniheldur 28 mg af súkrósa.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Magasýruþolin tafla.

Ljósbleik, ílöng, tvíkúpt, filmuhúðuð 14 mm x 7 mm tafla með ígreyptu „20 mG“ á aðra hliðina og A/EH á hina hliðina.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Nexium Control er ætlað til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít) hjá fullorðnum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur er 20 mg af esomeprazoli (ein tafla) á sólarhring.

Það gæti þurft að taka töflurnar í 2-3 daga samfleytt til að draga úr einkennunum. Meðferðarlengd er allt að 2 vikur. Þegar einkennin eru alveg horfin á að hætta meðferðinni.

Ráðleggja skal sjúklingnum að ráðfæra sig við lækni ef einkennin eru ekki horfin innan tveggja vikna samfelldrar meðferðar.

Sérstakir sjúklingahópar

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Ekki þarf að aðlaga skammt hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Vegna takmarkaðrar reynslu hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi skal gæta varúðar við meðferð þeirra (sjá

kafla 5.2).

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Ekki þarf að aðlaga skammt hjá sjúklingum með væga til miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi. Hins vegar skulu sjúklingar með verulega skerta lifrarstarfsemi ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja notkun Nexium Control (sjá kafla 4.4. og 5.2).

Aldraðir (≥65 ára)

Ekki þarf að aðlaga skammt hjá öldruðum sjúklingum.

Börn

Notkun Nexium Control á ekki við hjá börnum yngri á 18 ára við ábendingunni „skammtímameðferð við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít)“.

Lyfjagjöf

Töflurnar á að gleypa í heilu lagi með hálfu glasi af vatni. Töflurnar má hvorki mylja né tyggja.

Að öðrum kosti má sundra töflunni í hálfu glasi af kolsýrulausu vatni. Ekki má nota aðra vökva þar sem sýruhjúpurinn gæti leyst upp. Hræra skal í vatninu þar til taflan hefur sundrast. Drekka skal vökvann með kyrnunum strax eða innan 30 mínútna. Skola á glasið að innan með hálfu glasi af vatni og drekka það. Hvorki á að tyggja né mylja kyrnin.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu, benzimidazolsamböndum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Esomeprazol má ekki nota samhliða nelfinaviri (sjá kafla 4.5).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Almennt

Ráðleggja skal sjúklingum að ráðfæra sig við lækni ef:

Þeir verða fyrir þyngdartapi sem ekki er af ásetningi, fá endurtekin uppköst, kyngingarerfiðleika, blóðuppköst eða svartar hægðir og ef grunur er um magasár eða magasár er til staðar, skal útiloka illkynja sjúkdóm, þar sem meðferð með esomeprazoli getur dregið úr einkennum og seinkað sjúkdómsgreiningu.

Þeir hafa einhvern tíma fengið magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarvegi.

Þeir hafa verið lengur en 4 vikur á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruflana eða brjóstsviða.

Þeir eru með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm.

Þeir eru eldri en 55 ára með ný einkenni eða einkenni sem hafa nýlega breyst.

Sjúklingar með langvarandi, endurtekin einkenni meltingartruflana eða brjóstsviða skulu fara reglulega í eftirlit til læknis. Sjúklingar, eldri en 55 ára, sem taka daglega einhver lyf við meltingartruflunum eða brjóstsviða, sem ekki eru lyfseðilsskyld, skulu láta lyfjafræðing eða lækninn vita.

Sjúklingar skulu ekki nota Nexium Control til langs tíma sem fyrirbyggjandi lyf.

Meðferð með prótónpumpuhemlum (PPI) getur aukið lítillega hættu á sýkingum í meltingarvegi, svo sem af völdum Salmonella og Campylobacter og einnig hugsanlega af völdum Clostridium difficile hjá sjúklingum á sjúkrahúsum (sjá kafla 5.1).

Sjúklingar skulu ráðfæra sig við lækni áður en þeir taka lyfið ef magaspeglun eða úrea-útöndunarloftsrannsókn er fyrirhuguð.

Notkun samhliða öðrum lyfjum

Samhliðagjöf esomeprazols og atazanavirs er ekki ráðlögð (sjá kafla 4.5). Ef samhliðanotkun atazanavirs og prótónpumpuhemils er talin óhjákvæmileg, er náið klínískt eftirlit ráðlagt ásamt því að auka skammt atazanavirs í 400 mg með 100 mg af ritonaviri. Ekki skal gefa stærri skammta af esomeprazoli en 20 mg.

Esomeprazol er CYP2C19 hemill. Við upphaf eða lok meðferðar með esomeprazoli, skal hafa í huga hugsanlega milliverkun lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli CYP2C19. Milliverkun hefur sést milli clopidogrels og esomeprazols. Klínískt mikilvægi þessarar milliverkunar er óljóst. Forðast ætti samhliðanotkun esomeprazols og clopidogrels (sjá kafla 4.5).

Sjúklingar ættu ekki að taka annan prótónpumpuhemil eða H2-blokka samhliða.

Áhrif á niðurstöður rannsókna

Hækkuð gildi Chromogranins A (CgA) geta haft áhrif á rannsóknir á taugainnkirtlaæxlum. Til að koma í veg fyrir þessi áhrif skal stöðva meðferð með [heiti lyfs] að minnsta kosti fimm dögum fyrir CgA mælingar (sjá kafla 5.1). Ef gildi CgA og gastríns hafa ekki lækkað aftur þannig að þau séu innan viðmiðunarbils við upphafsmælingu skal endurtaka mælingar 14 dögum eftir að meðferð með prótónpumpuhemlum er hætt.

Meðalbráður húðhelluroði (subacute cutaneous lupus erythematosus (SCLE)

Prótónpumpuhemlar tengjast mjög sjaldgæfum tilvikum um meðalbráðan húðhelluroða (SCLE). Komi meinsemd fram, einkum á svæðum sem eru útsett fyrir sólarljósi, og ef henni fylgir liðverkur, skal sjúklingurinn tafarlaust leita læknisaðstoðar og skal heilbrigðisstarfsmaðurinn íhuga að hætta meðferð með Nexium Control. Hafi meðalbráður húðhelluroði komið fram við fyrri meðferð með prótónpumpuhemli getur verið aukin hætta á að meðalbráður húðhelluroði komi fram við meðferð með öðrum prótónpumpuhemlum.

Súkrósi

Lyfið inniheldur sykurkorn (súkrósa). Sjúklingar með frúktósaóþol, glúkósa-galaktósa vanfrásog eða súkrósa-ísómaltasaþurrð, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, eiga ekki að taka lyfið.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rannsóknir á milliverkunum hafa einungis verið framkvæmdar hjá fullorðnum.

Áhrif esomeprazols á lyfjahvörf annarra lyfja

Þar sem esomeprazol er ein handhverfa omeprazols er skynsamlegt að veita ráðleggingar varðandi milliverkanir sem greint hefur verið frá við notkun omeprazols.

Próteasahemlar

Greint hefur verið frá milliverkunum omeprazols við suma próteasahemla. Klínískt mikilvægi og verkunarmáti sem liggur að baki þessum milliverkunum er ekki alltaf þekkt. Hækkað sýrustig í maga meðan á meðferð með omeprazoli stendur getur breytt frásogi próteasahemlanna. Einnig er hugsanlegt að milliverkunin sé af völdum hömlunar CYP2C19.

Greint hefur verið frá minnkaðri sermisþéttni atazanavirs og nelfinavirs við samhliðagjöf omeprazols og samhliðanotkun er ekki ráðlögð. Samhliðanotkun omeprazols (40 mg einu sinni á sólarhring) og atazanavirs 300 mg/ritonavirs 100 mg hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum leidddi til verulega minnkaðrar útsetningar fyrir atazanaviri (u.þ.b. 75% lækkun AUC, Cmax og Cmin). Stækkun atazanavir skammtsins í 400 mg nægði ekki til að bæta upp áhrif omeprazols á útsetningu fyrir atazanaviri. Samhliðanotkun omeprazols (20 mg einu sinni á sólarhring) og atazanavirs 400 mg/ritonavirs 100 mg hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum olli um það bil 30% minni útsetningu fyrir atazanaviri samanborið við útsetningu fyrir atazanaviri 300 mg/ritonaviri 100 mg á sólarhring án omeprazols 20 mg einu sinni á sólarhring. Samhliðanotkun omeprazols (40 mg á sólarhring) minnkaði meðal AUC, Cmax og Cmin nelfinavirs um 36-39% og meðal AUC, Cmax og Cmin lyfjafræðilega virka umbrotsefnisins M8 minnkaði um 75-92%. Vegna svipaðra lyfhrifa og lyfjahvarfa omeprazols og esomeprazols er samhliðagjöf með esomeprazoli og atazanaviri ekki ráðlögð og ekki má gefa omeprazol samhliða esomeprazoli og nelfinaviri (sjá kafla 4.3 og 4.4.).

Varðandi saquinavir (samhliða ritonaviri) hefur verið greint frá hækkuðu gildi í sermi (80-100%) meðan á samhliðameðferð með omeprazoli stóð (40 mg einu sinni á sólarhring). Meðferð með

omeprazoli 20 mg einu sinni á sólarhring hafði engin áhrif á útsetningu fyrir darunaviri (samhliða ritonaviri) og amprenaviri (samhliða ritonaviri).

Meðferð með esomeprazoli 20 mg einu sinni á sólarhring hafði engin áhrif á útsetningu fyrir amprenaviri (með og án samhliðanotkunar ritonavirs). Meðferð með omeprazoli 40 mg einu sinni á sólarhring hafði engin áhrif á útsetningu fyrir lopinaviri (samhliða ritonaviri).

Metótrexat

Hjá sumum sjúklingum hefur verið greint frá hækkun á þéttni metótrexats, þegar það var gefið samhliða prótónpumpuhemlum. Þegar gefnir eru stórir skammtar af metótrexati getur þurft að íhuga tímabundna stöðvun meðferðar með esomeprazoli.

Tacrolimus

Greint hefur verið frá hækkun á sermisþéttni tacrolimus við samhliðagjöf esomeprazols. Auka skal eftirlit með þéttni tacrolimus og jafnframt nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun) og aðlaga skammt tacrolimus ef þörf er á.

Lyf með sýrustigsháð frásog

Magasýrubæling meðan á meðferð með esomeprazoli og öðrum prótónupumpuhemlum stendur getur minnkað eða aukið frásog lyfja með magasýrustigsháð frásog. Frásog lyfja til inntöku eins og ketoconazols, itraconazols og erlotinibs getur minnkað meðan á meðferð með esomeprazoli stendur og frásog digoxins getur aukist meðan á meðferð með esomeprazoli stendur.

Samhliðagjöf með omeprazoli (20 mg á sólarhring) og digoxini hjá heilbrigðum einstaklingum jók aðgengi digoxins um 10% (allt að 30% hjá tveimur af tíu einstaklingum). Mjög sjaldan hefur verið greint frá digoxineitrun. Hins vegar skal gæta varúðar ef esomeprazol er gefið öldruðum sjúklingum í stórum skömmtum. Þá skal auka eftirlit með meðferðaráhrifum digoxins.

Lyf sem umbrotna fyrir tilstilli CYP2C19

Esomeprazol hamlar CYP2C19, sem er aðalumbrotsensím esomeprazols. Þegar esomeprazol er notað ásamt lyfjum sem umbrotna fyrir tilstilli CYP2C19, eins og warfarini, fenytoini, citaloprami, imipramini, clompramini, diazepami o.s.frv., getur það því valdið aukinni plasmaþéttni þessara lyfja þannig að minnka þurfi skammta. Í tilfelli clopidogrels, sem er forlyf sem breytist í virkt umbrotsefni fyrir tilstilli CYP2C19, getur plasmaþéttni virka umbrotsefnisins lækkað.

Warfarin

Klínísk rannsókn sýndi að storknunartími var innan viðunandi marka hjá sjúklingum á meðferð með warfarini sem fengu samhliða 40 mg af esomeprazoli. Samt sem áður hafa verið greint frá einstökum tilvikum klínískt mikilvægrar hækkunar á INR (International Normalized Ratio) við samhliðameðferð eftir markaðssetningu lyfsins. Mælt er með eftirliti við upphaf og lok samhliðameðferðar með esomeprazoli, meðan á meðferð með warfarini eða öðrum coumarin-afleiðum stendur.

Clopidogrel

Niðurstöður rannsókna hjá heilbrigðum einstaklingum hafa sýnt lyfjahvarfa/lyfhrifamilliverkun milli clopidogrels (300 mg hleðluskammtur/75 mg daglegur viðhaldsskammtur) og esomeprazols (40 mg til inntöku daglega) sem veldur minnkaðri útsetningu fyrir virka umbrotsefni clopidogrels um að meðaltali 40% og leiðir til að meðaltali 14% minnkunar hámarkshömlunar (ADP virkjaðrar) á samloðun blóðflagna.

Í rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum minnkaði útsetning fyrir virka umbrotsefni clopidogrels um tæplega 40% þegar fastur samsettur skammtur af esomeprazoli 20 mg + asetýlsalisýlsýra 81 mg var gefinn ásamt clopidogreli, samanborið við notkun clopidogrels eingöngu. Hins vegar var hámarkshömlun (ADP virkjuð) á samloðun blóðflagna hjá þessum einstaklingum sú sama í báðum hópunum.

Ósamkvæmar upplýsingar varðandi klínískt mikilvægi þessarar lyfjahvarfa/lyfhrifamilliverkunar, með tilliti til alvarlegra sjúkdómstilvika tengdum hjarta- og æðakerfi, hafa komið fram í bæði

áhorfsrannsóknum og klínískum rannsóknum. Í varúðarskyni skal forðast samhliðanotkun esomeprazols og clopidogrels.

Fenytoin

Hjá flogaveikum sjúklingum leiddi samhliðagjöf 40 mg af esomeprazoli til 13% hækkunar á lágþéttni fenytoins í plasma. Ráðlagt er að fylgjast með plasmaþéttni fenytoins þegar meðferð með esomeprazoli hefst eða henni er hætt.

Voriconazol

Omeprazol (40 mg einu sinni á sólarhring) jók Cmax voriconazols (hvarfefni CYP2C19) um 15% og AUCτ voriconazols um 41%.

Cilostazol

Omeprazol, sem og esomeprazol, er hemill CYP2C19. Omeprazol, gefið heilbrigðum einstaklingum í 40 mg skömmtum í víxlrannsókn, jók Cmax cilostazols um 18% og AUC cilostazols um 26%, og Cmax og AUC eins af virku umbrotsefnanna um 29% og 69%, talið í sömu röð.

Cisaprid

Hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum leiddi samhliðagjöf 40 mg af esomeprazoli til 32% stækkunar á flatarmáli undir plasmaþéttni-tíma ferli (AUC) og 31% lengingar á helmingunartíma brotthvarfs (t1/2) en ekki til marktækrar hækkunar á hámarksplasmaþéttni cisaprids. Örlítil lenging á QTc-bili, sem kom í ljós eftir notkun á cisapridi einu sér, lengdist ekki frekar þegar cisaprid var notað ásamt esomeprazoli.

Diazepam

Samhliðagjöf 30 mg af esomeprazoli leiddi til 45% minnkunar á úthreinsun diazepams, sem er hvarfefni CYP2C19.

Lyf án klínískt mikilvægra milliverkana sem hafa verið rannsökuð Amoxillin og kínidín

Sýnt hefur verið fram á að esomeprazol hefur engin klínísk mikilvæg áhrif á lyfjahvörf amoxillins og kínidíns.

Naproxen eða rofecoxib

Í rannsóknum, sem stóðu yfir í skamman tíma, þar sem metin var samhliðagjöf esomeprazols og annaðhvort naproxens eða rofecoxibs komu ekki fram klínískt mikilvægar lyfjahvarfamilliverkanir.

Áhrif annarra lyfja á lyfjahvörf esomeprazols

Lyf sem hamla CYP2C19 og/eða CYP3A4

Esomeprazol umbrotnar fyrir tilstilli CYP2C19 og CYP3A4. Samhliðagjöf esomeprazols og CYP3A4 hemils, claritromycins (500 mg tvisvar sinnum á sólarhring), leiddi til tvöföldunar á útsetningu (AUC) fyrir esomeprazoli. Samhliðagjöf esomeprazols og samsetts CYP2C19 og CYP3A4 hemils getur valdið meira en tvöföldun á útsetningu fyrir esomeprazoli. Voriconazol, sem er CYP2C19 og CYP3A4 hemill, jók AUCτ omeprazols um 280%. Yfirleitt þarf ekki að breyta skammti esomeprazols í hvorugu þessara tilvika. Hins vegar skal íhuga aðlögun skammts hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi og ef um langvarandi meðferð er að ræða.

Lyf sem örva CYP2C19 og/eða CYP3A4

Lyf sem vitað er að örva CYP2C19 eða CYP3A4 eða bæði (eins og t.d. rifampicin og jóhannesarjurt (Hypericum perforatum)) geta valdið lækkun á sermisþéttni esomeprazols með því að auka umbrot esomeprazols.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Allnokkrar upplýsingar liggja fyrir um notkun lyfsins á meðgöngu (300-1.000 þunganir) og þær benda til þess að esomeprazol valdi hvorki vansköpun né eiturverkunum á fóstur/nýbura.

Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á æxlun (sjá kafla 5.3). Í varúðarskyni er ákjósanlegt að forðast notkun Nexium Control á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort esomeprazol/umbrotsefni skiljast út í brjóstamjólk. Ófullnægjandi upplýsingar eru fyrirliggjandi um áhrif esomeprazols á nýbura/ungbörn. Konur sem hafa barn á brjósti ættu ekki að nota esomeprazol.

Frjósemi

Dýrarannsóknir með óljósvirka (racemic) blöndu omeprazols, sem gefin var um munn, benda ekki til áhrifa á frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Esomeprazol hefur lítil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Aukaverkanir eins og sundl og sjóntruflanir eru sjaldgæfar (sjá kafla 4.8). Ef sjúklingar verða fyrir þeim skulu þeir hvorki aka né nota vélar.

4.8Aukaverkanir

Samantekt um öryggi

Höfuðverkur, kviðverkur, niðurgangur og ógleði eru meðal þeirra aukaverkana sem oftast hefur verið greint frá í klínískum rannsóknum (og einnig við notkun eftir markaðssetningu). Auk þess er öryggi svipað með tilliti til mismunandi lyfjaforma, ábendinga, aldurshópa og sjúklingaþýðis. Engar skammtaháðar aukaverkanir hafa komið fram.

Tafla yfir aukaverkanir

Í klínískum rannsóknum á esomeprazoli og eftir markaðssetningu komu eftirtaldar aukaverkanir fram eða voru taldar líklegar. Aukaverkanirnar eru flokkaðar eftir tíðni samkvæmt MedDRA: mjög algengar ≥1/10, algengar ≥1/100 til <1/10; sjaldgæfar ≥1/1.000 til <1/100; mjög sjaldgæfar ≥1/10.000 til <1/1.000; koma örsjaldan fyrir <1/10.000, tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

 

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Koma

Tíðni ekki

 

 

 

sjaldgæfar

örsjaldan fyrir

þekkt

Blóð og eitlar

 

 

hvítfrumnafæð,

kyrningahrap,

 

 

 

 

blóðflagnafæð

blóðfrumnafæð

 

Ónæmiskerfi

 

 

ofnæmis-

 

 

 

 

 

viðbrögð, t.d.

 

 

 

 

 

hiti,

 

 

 

 

 

ofnæmisbjúgur

 

 

 

 

 

og

 

 

 

 

 

bráðaofnæmis-

 

 

 

 

 

viðbrögð/lost

 

 

 

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Koma

Tíðni ekki

 

 

 

sjaldgæfar

örsjaldan fyrir

þekkt

Efnaskipti og

 

útlægur

blóðnatríum-

 

blóð-

næring

 

bjúgur

lækkun

 

magnesíum-

 

 

 

 

 

lækkun,

 

 

 

 

 

alvarleg

 

 

 

 

 

blóð-

 

 

 

 

 

magnesíum-

 

 

 

 

 

lækkun getur

 

 

 

 

 

tengst

 

 

 

 

 

blóðkalsíum-

 

 

 

 

 

lækkun,

 

 

 

 

 

blóð-

 

 

 

 

 

magnesíum-

 

 

 

 

 

lækkun getur

 

 

 

 

 

einnig leitt

 

 

 

 

 

til

 

 

 

 

 

blóðkalíum-

 

 

 

 

 

lækkunar

Geðræn

 

svefnleysi

æsingur,

árásargrirni,

 

vandamál

 

 

ringlun,

ofskynjanir

 

 

 

 

þunglyndi

 

 

Taugakerfi

höfuð-

sundl,

truflun á

 

 

 

verkur

náladofi,

bragðskyni

 

 

 

 

svefnhöfgi

 

 

 

Augu

 

 

þokusýn

 

 

Eyru og

 

svimi

 

 

 

völundarhús

 

 

 

 

 

Öndunarfæri,

 

 

berkjukrampi

 

 

brjósthol og

 

 

 

 

 

miðmæti

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

kviðverkir,

munnþurrkur

munnbólga,

 

smásæ

 

hægða-

 

candidasýking í

 

ristilbólga

 

tregða,

 

meltingarvegi

 

 

 

niður-

 

 

 

 

 

gangur,

 

 

 

 

 

vind-

 

 

 

 

 

gangur,

 

 

 

 

 

ógleði/

 

 

 

 

 

uppköst

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lifur og gall

 

hækkun

lifrarbólga með

lifrarbilun,

 

 

 

lifrarensíma

eða án gulu

lifrarheilakvilli

 

 

 

 

 

hjá sjúklingum

 

 

 

 

 

með

 

 

 

 

 

lifrarsjúkdóm

 

Húð og undirhúð

 

húðbólga,

hármissir,

regnboga-

meðalbráður

 

 

kláði, útbrot,

ljósnæmi

roðasótt,

húðhelluroði

 

 

ofsakláði

 

Stevens-

(sjá

 

 

 

 

Johnson

kafla 4.4)

 

 

 

 

heilkenni,

 

 

 

 

 

eitrunardreplos

 

 

 

 

 

húðþekju

 

Stoðkerfi og

 

 

liðverkur,

vöðva-

 

stoðvefur

 

 

vöðvaverkur

slappleiki

 

 

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Koma

Tíðni ekki

 

 

 

sjaldgæfar

örsjaldan fyrir

þekkt

Nýru og

 

 

 

millivefsnýrna-

 

þvagfæri

 

 

 

bólga

 

Æxlunarfæri og

 

 

 

brjóstastækkun

 

brjóst

 

 

 

hjá körlum

 

Almennar

 

 

lasleiki,

 

 

aukaverkanir og

 

 

aukin

 

 

aukaverkanir á

 

 

svitamyndun

 

 

íkomustað

 

 

 

 

 

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Hingað til liggur takmörkuð reynsla fyrir varðandi ofskömmtun að yfirlögðu ráði. Einkennin sem lýst var í tengslum við 280 mg skammt voru einkenni frá meltingarvegi og slappleiki. Stakir 80 mg skammtar af esomeprazoli höfðu lítil áhrif. Ekkert sértækt mótefni er þekkt. Esomeprazol er mikið próteinbundið í plasma og þess vegna er ekki auðvelt að fjarlægja það með skilun. Veita skal meðferð við einkennum og beita almennum stuðningsúrræðum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við sýrutengdum sjúkdómum, prótónpumpuhemill,

ATC-flokkur: A02B C05.

Esomeprazol er S-handhverfa omeprazols og dregur úr seytingu magasýru með sértækum markvissum verkunarhætti. Það hamlar sértækt sýrupumpuna í parietal-frumum. Lyfhrif bæði R- og S-handhverfa omeprazols eru svipuð.

Verkunarháttur

Esomeprazol er veikur basi og eykst þéttni þess og umbrot í virkt efni í mjög súru umhverfi seytingarganga (secretory canaliculi) parietal-frumna, þar sem það hamlar ensíminu H+K+-ATPasa (sýrupumpuna) og hamlar bæði grunnsýruseytingu og örvaða sýruseytingu.

Lyfhrif

Eftir inntöku 20 mg og 40 mg af esomeprazoli hefst verkun innan einnar klukkustundar. Eftir endurtekna gjöf 20 mg af esomeprazoli einu sinni á sólarhring í fimm daga, lækkaði meðalhámarkssýruseyting eftir pentagastrín-örvun um 90%, mælt 6-7 klst. eftir inntöku á fimmta degi.

Eftir fimm daga notkun 20 mg og 40 mg af esomeprazoli til inntöku, hélst sýrustig í maga yfir 4 í 13 klst. og 17 klst. að meðaltali á 24 klst. tímabili, talið í sömu röð, hjá sjúklingum með einkenni bakflæðissjúkdóms í vélinda (GERD). Hlutfall sjúklinga þar sem sýrustig í maga hélst yfir 4, eftir

inntöku 20 mg af esomeprazoli, í a.m.k. 8 klst. var 76%, í a.m.k. 12 klst. 54% og í a.m.k. 16 klst. 24%. Samsvarandi hlutfall eftir inntöku 40 mg af esomeprazoli var 97%, 92% og 56%.

Þegar AUC er notað sem staðgengilsbreyta (surrogate parameter) fyrir plasmaþéttni, hefur verið sýnt fram á tengsl milli hömlunar á sýruseytingu og útsetningar.

Við meðferð með lyfjum sem hamla seytingu eykst gastrín í sermi sem svörun við minnkaðri sýruseytingu. CgA eykst einnig vegna minnkaðrar sýru í maga.

Meðan á meðferð stendur með lyfjum sem hindra seytingu eykst magn gastríns í sermi sem viðbrögð við minnkaðri seytingu á magasýrum. Gildi CgA hækka einnig vegna minnkaðrar magasýru. Hækkað gildi CgA getur haft áhrif á rannsóknir á taugainnkirtlaæxlum.

Aðgengileg birt sönnunargögn benda til þess að hætta skuli notkun prótónpumpuhemla fimm dögum til tveimur vikum fyrir CgA mælingar. Það er til þess að gefa CgA gildum, sem geta sýnt falska hækkun vegna meðferðar með prótónpumpuhemlum, tíma til að lækka aftur svo þau verði innan viðmiðunarbils.

Aukinn fjöldi ECL frumna, hugsanlega tengt hækkuðu gildi gastríns í sermi, hafa sést hjá nokkrum sjúklingum á langtímameðferð með esomeprazoli.

Lækkað sýrustig í maga af hvaða orsök sem er, m.a. vegna prótónpumpuhemla, eykur fjölda baktería sem venjulega eru til staðar í meltingarvegi. Meðferð með prótónpumpuhemlum getur aukið lítillega hættu á sýkingum í meltingarvegi svo sem af völdum Salmonella og Campylobacter og einnig hugsanlega af völdum Clostridium difficile hjá sjúklingum á sjúkrahúsum.

Verkun

Sýnt hefur verið fram á að 20 mg af esomeprazoli verka með góðum árangri við meðhöndlun á tíðum brjóstsviða hjá einstaklingum sem fá einn skammt á sólarhring í 2 vikur. Í tveimur fjölsetra, slembuðum, tvíblindum lykilrannsóknunum með samanburði við lyfleysu voru 234 einstaklingar, með nýlega sögu um tíðan brjóstsviða, meðhöndlaðir með 20 mg af esomeprazoli í 4 vikur. Einkenni sem tengdust sýrubakflæði (eins og brjóstsviði og nábítur) voru metin á sólarhringstímabili eftir á. Í báðum rannsóknunum reyndist esomeprazol marktækt betra, samanborið við lyfleysu, með tilliti til aðalendapunktsins, þ.e. brjóstsviði alveg horfinn, skilgreindur sem engin tilfelli um brjóstsviða síðustu 7 daga fyrir lokavitjun (33,9%-41,6% miðað við 11,9-13,7% með lyfleysu, (p<0,001). Aukaendapunktur, þ.e. brjóstsviði alveg horfinn, skilgreindur sem enginn brjóstsviði á dagbókarspjaldi sjúklings í 7 samfellda daga, var tölfræðilega marktækur bæði í viku 1 (10,0%-15,2% miðað við 0,9%-2,4% með lyfleysu, p = 0,014, p<0,001) og viku 2 (25,2%-35,7% miðað við 3,4%-9,0% með lyfleysu, p<0,001).

Aðrir aukaendapunktar studdu við aðalendapunktinn, þ. á m. minni brjóstsviði í viku 1 og viku 2, prósenta sólarhringa án brjóstsviða í viku 1 og viku 2, meðaltal alvarleika brjóstsviða í viku 1 og 2 og tími fram að því að sjúklingar voru fyrst lausir við brjóstsviða og alveg lausir við brjóstsviða á sólarhringstímabili og að næturlagi miðað við lyfleysu. U.þ.b. 78% einstaklinganna sem fengu meðferð með 20 mg af esomeprazoli greindu frá því að þeir væru lausir við brjóstsviðann á fyrstu viku meðferðar, miðað við 52-58% þeirra sem fengu lyfleysu. Tími fram að því að brjóstsviði var alveg horfinn, skilgreindur sem 7 samfelldir dagar þar sem enginn brjóstsviði var skráður, var marktækt styttri hjá hópnum sem fékk 20 mg af esomeprazoli (39,7%-48,7% á degi 14 miðað við 11,0%-20,2% hjá þeim sem fengu lyfleysu). Miðgildi tíma fram að því að þátttakendur voru fyrst lausir við brjóstsviða að næturlagi var 1 dagur, sem er tölfræðilega marktækur munur miðað við lyfleysu í einni rannsókn (p=0,048) og nálægt því að vera marktækur munur í annarri (p=0,069). Þátttakendur voru lausir við brjóstsviða 80% nótta á öllum tímabilum og 90% nótta í 2. viku, í hvorri rannsókninni fyrir sig, miðað við 72,4-78,3% hjá þeim sem fengu lyfleysu. Mat rannsakenda á úrlausn brjóstsviða var í samræmi við mat sjúklinganna, sem sýnir tölfræðilega marktækan mun á milli esomeprazols (34,7%-41,8%) og lyfleysu (8,0%-11,4%). Rannsakendur komust einnig að þeirri niðurstöðu að esomeprazol skilaði marktækt betri árangri en lyfleysa við meðferð á nábíti (58,5%-63,6% miðað við 28,3%-37,4% með lyfleysu) við mat í 2. viku.

Eftir heildarmat á meðferðarárangri hjá sjúklingum í 2.viku greindu 78,0-80,7% sjúklinganna sem fengu 20 mg af esomeprazoli frá því að ástandið hefði batnað, miðað við 72,4-78,3% þeirra sem fengu lyfleysu. Meirihluti þessara þátttakenda taldi mikilvægi þessara breytinga „mikilvægt til mjög mikilvægt“ með tilliti til athafna daglegs lífs (79-86% í 2.viku).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Esomeprazol er viðkvæmt fyrir sýru og er gefið til inntöku sem sýruhjúpkyrni. Umbreyting í R-handhverfu er óveruleg in-vivo. Esomeprazol frásogast hratt, hámarksþéttni í plasma næst um 1-2 klst. eftir skammt. Nýting er 64% eftir stakan 40 mg skammt og eykst í 89% eftir endurtekna

skammta einu sinni á sólarhring. Samsvarandi gildi fyrir 20 mg esomeprazol eru 50% og 68%, talið í sömu röð. Fæða bæði seinkar og dregur úr frásogi esomeprazols enda þótt það hafi engin marktæk áhrif á áhrif esomeprazols á sýrustig í maga.

Dreifing

Dreifingarrúmmál við jafnvægi hjá heilbrigðum einstaklingum er um 0,22 l/kg líkamsþyngdar. Esomeprazol er 97% próteinbundið í plasma.

Umbrot

Esomeprazol er algjörlega umbrotið fyrir tilstilli cýtókróm P450 kerfisins (CYP). Aðalumbrot lyfsins eru háð hinu fjölforma CYP2C19, sem veldur myndun hýdroxý- og desmetýlumbrotsefna esomeprazols. Önnur umbrot eru háð öðru sérhæfðu ísóensími, CYP3A4, sem veldur myndun esomeprazolsúlfóns, aðalumbrotsefnis lyfsins í plasma.

Brotthvarf

Breytur hér á eftir endurspegla aðallega lyfjahvörf hjá einstaklingum með virkt CYP2C19 ensím, þ.e. einstaklingar með mikil umbrot.

Heildarplasmaúthreinsun er um 17 l/klst. eftir stakan skammt og um 9 l/klst. eftir endurtekna gjöf. Helmingunartími brotthvarfs í plasma er um 1,3 klst. eftir endurtekna skammta einu sinni á sólarhring. Esomeprazol hverfur alveg úr plasma á milli skammta með engri tilhneigingu til upphleðslu, þegar það er gefið einu sinni á sólarhring. Aðalumbrotsefni esomeprazols hafa engin áhrif á seytingu magasýru. Næstum 80% af skammti esomeprazols til inntöku skilst út sem umbrotsefni í þvagi, restin í hægðum. Minna en 1% móðurlyfsins finnst í þvagi.

Línulegt/ólínulegt samband

Lyfjahvörf esomeprazols hafa verið rannsökuð við skammta allt að 40 mg tvisvar sinnum á sólarhring. Flatarmál undir plasmaþéttni-tíma ferli stækkar við endurtekna gjöf esomeprazols. Þessi aukning er skammtaháð og leiðir til stækkunar á AUC sem er meiri en í réttu hlutfalli við skammta eftir endurtekna gjöf. Þessi tíma- og skammtaháða aukning er vegna minni umbrota við fyrstu umferð um lifur og minni altækrar úthreinsunar, sennilega vegna hömlunar á CYP2C19 ensími af völdum esomeprazols og/eða súlfón-umbrotsefnis þess.

Sérstakir sjúklingahópar

Sjúklingar með lítil umbrot

Um það bil 2,9±1,5% fólks skortir virkt CYP2C19 ensím sem hægir á umbrotum hjá þeim. Hjá þessum einstaklingum verða umbrot esomeprazols líklega aðallega fyrir tilstilli CYP3A4. Eftir endurtekna gjöf 40 mg af esomeprazoli einu sinni á sólarhring, var flatarmál undir plasmaþéttni-tíma-ferli að meðaltali um 100% stærra hjá þeim sem voru með lítil umbrot samanborið við þá sem voru með virkt CYP2C19 ensím (þeir sem eru með mikil umbrot). Meðalhámarksplasmaþéttni var 60% hærri.

Þessar niðurstöður hafa engin áhrif á skömmtun esomeprazols.

Kyn

Eftir stakan 40 mg skammt af esomeprazoli var flatarmál undir plasmaþéttni-tíma-ferli að meðaltali um 30% stærra hjá konum en körlum. Enginn munur á milli kynja sést eftir endurtekna gjöf einu sinni á sólarhring. Þessar niðurstöður hafa engin áhrif á skömmtun esomeprazols.

Skert lifrarstarfsemi

Umbrot esomeprazols geta verið skert hjá sjúklingum með væga til miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi. Umbrotahraði er minni hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi, sem veldur

tvöföldun á flatarmáli undir plasmaþéttni-tíma-ferli esomeprazols. Þess vegna ætti ekki að nota meira en 20 mg handa sjúklingum með alvarlega vanstarfsemi. Hvorki esomeprazol né umbrotsefni þess hafa tilhneigingu til uppsöfnunar við notkun einu sinni á sólarhring.

Skert nýrnastarfsemi

Engar rannsóknir hafa verið gerðar hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Þar sem nýru sjá um útskilnað umbrotsefna esomeprazols en ekki brotthvarf lyfsins á óbreyttu formi, er ekki talið að umbrot esomeprazols breytist hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Aldraðir (≥65 ára)

Umbrot esomeprazols eru ekki marktækt breytt hjá öldruðum einstaklingum (71-80 ára).

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni og eiturverkunum á æxlun og þroska.

Aukaverkanir sem komu ekki fram í klínískum rannsóknum en sáust hjá dýrum við útsetningu í magni sem er svipað útsetningu við klíníska notkun og hefur hugsanlega þýðingu fyrir klíníska notkun eru eftirfarandi:

Rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum á rottur með óljósvirka (racemic) blöndu hafa sýnt ofvöxt ECL-frumna í maga og krabbamein. Þessi áhrif á maga rotta eru vegna viðvarandi, umtalsverðrar blóðgastrínhækkunar, sem er afleiðing minnkaðrar magasýrumyndunar og sjást eftir langvarandi meðferð rotta með lyfjum sem hamla magasýruseytingu.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Glýseróleinsterat 40-55, hýprólósi, hýprómellósi,

járnoxíð (rauðbrúnt) (E 172), járnoxíð (gult) (E 172), magnesíumsterat,

metakrýlsýru-etýlakrýlat fjölliða (1:1) 30% dreifa örkristallaður sellulósi,

samtengt paraffín, makrógól 6000, pólýsorbat 80, krospóvidón (Gerð A), natríumsterýlfúmarat, sykurkorn (súkrósi), talkúm,

títantvíoxíð (E 171), þríetýlsítrat.

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 30°C

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

6.5Gerð íláts og innihald

Álþynnur. Pakkningar með 7 og 14 töflum.

Ekki er víst að báðar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Pfizer Consumer Healthcare Ltd

Ramsgate Road

Sandwich

Kent

CT13 9NJ

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/13/860/001

EU/1/13/860/002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 26. ágúst 2013

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

Nexium Control 20 mg magasýruþolin hörð hylki.

2. INNIHALDSLÝSING

Hvert magasýruþolið hart hylki inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumþríhýdrat).

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hvert magasýruþolið hart hylki inniheldur 11,5 mg af súkrósa.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Magasýruþolið hart hylki. (Magasýruþolið hylki).

Hylki u.þ.b. 11 x 5 mm með glærum bol og fjólublárri hettu áprentuð með „NEXIUM 20 MG“ með hvítu. Hylkið er með gult miðjuband og inniheldur gult og fjólublátt sýruhjúpkyrni.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Nexium Control er ætlað til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít) hjá fullorðnum.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur er 20 mg af esomeprazoli (eitt hylki) á sólarhring.

Það gæti þurft að taka hylkin í 2-3 daga samfleytt til að draga úr einkennunum. Meðferðarlengd er allt að 2 vikur. Þegar einkennin eru alveg horfin á að hætta meðferðinni.

Ráðleggja skal sjúklingnum að ráðfæra sig við lækni ef einkennin eru ekki horfin innan tveggja vikna samfelldrar meðferðar.

Sérstakir sjúklingahópar

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Ekki þarf að aðlaga skammt hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Vegna takmarkaðrar reynslu hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi skal gæta varúðar við meðferð þeirra (sjá

kafla 5.2).

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Ekki þarf að aðlaga skammt hjá sjúklingum með væga til miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi. Hins vegar skulu sjúklingar með verulega skerta lifrarstarfsemi ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja notkun Nexium Control (sjá kafla 4.4. og 5.2).

Aldraðir (≥65 ára)

Ekki þarf að aðlaga skammt hjá öldruðum sjúklingum.

Börn

Notkun Nexium Control á ekki við hjá börnum yngri á 18 ára við ábendingunni: „skammtímameðferð við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít)“.

Lyfjagjöf

Hylkin á að gleypa í heilu lagi með hálfu glasi af vatni. Hylkin má hvorki mylja, tyggja né opna.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu, benzimidazolsamböndum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Esomeprazol má ekki nota samhliða nelfinaviri (sjá kafla 4.5).

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Almennt

Ráðleggja skal sjúklingum að ráðfæra sig við lækni ef:

Þeir verða fyrir þyngdartapi sem ekki er af ásetningi, fá endurtekin uppköst, kyngingarerfiðleika, blóðuppköst eða svartar hægðir og ef grunur er um magasár eða magasár er til staðar, skal útiloka illkynja sjúkdóm, þar sem meðferð með esomeprazoli getur dregið úr einkennum og seinkað sjúkdómsgreiningu.

Þeir hafa einhvern tíma fengið magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarvegi.

Þeir hafa verið lengur en 4 vikur á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruflana eða brjóstsviða.

Þeir eru með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm.

Þeir eru eldri en 55 ára með ný einkenni eða einkenni sem hafa nýlega breyst.

Sjúklingar með langvarandi, endurtekin einkenni meltingartruflana eða brjóstsviða skulu fara reglulega í eftirlit til læknis. Sjúklingar, eldri en 55 ára, sem taka daglega einhver lyf við meltingartruflunum eða brjóstsviða, sem ekki eru lyfseðilsskyld, skulu láta lyfjafræðing eða lækninn vita.

Sjúklingar skulu ekki nota Nexium Control til langs tíma sem fyrirbyggjandi lyf.

Meðferð með prótónpumpuhemlum (PPI) getur aukið lítillega hættu á sýkingum í meltingarvegi, svo sem af völdum Salmonella og Campylobacter og einnig hugsanlega af völdum Clostridium difficile hjá sjúklingum á sjúkrahúsum (sjá kafla 5.1).

Sjúklingar skulu ráðfæra sig við lækni áður en þeir taka lyfið ef magaspeglun eða úrea-útöndunarloftsrannsókn er fyrirhuguð.

Notkun samhliða öðrum lyfjum

Samhliðagjöf esomeprazols og atazanavirs er ekki ráðlögð (sjá kafla 4.5). Ef samhliðanotkun atazanavirs og prótónpumpuhemils er talin óhjákvæmileg, er náið klínískt eftirlit ráðlagt ásamt því að auka skammt atazanavirs í 400 mg með 100 mg af ritonaviri. Ekki skal gefa stærri skammta af esomeprazoli en 20 mg.

Esomeprazol er CYP2C19 hemill. Við upphaf eða lok meðferðar með esomeprazoli, skal hafa í huga hugsanlega milliverkun lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli CYP2C19. Milliverkun hefur sést milli clopidogrels og esomeprazols. Klínískt mikilvægi þessarar milliverkunar er óljóst. Forðast ætti samhliðanotkun esomeprazols og clopidogrels (sjá kafla 4.5).

Sjúklingar ættu ekki að taka annan prótónpumpuhemil eða H2-blokka samhliða.

Áhrif á niðurstöður rannsókna

Hækkuð gildi Chromogranins A (CgA) geta haft áhrif á rannsóknir á taugainnkirtlaæxlum. Til að koma í veg fyrir þessi áhrif skal stöðva meðferð með [heiti lyfs] að minnsta kosti fimm dögum fyrir CgA mælingar (sjá kafla 5.1). Ef gildi CgA og gastríns hafa ekki lækkað aftur þannig að þau séu innan viðmiðunarbils við upphafsmælingu skal endurtaka mælingar 14 dögum eftir að meðferð með prótónpumpuhemlum er hætt.

Meðalbráður húðhelluroði (subacute cutaneous lupus erythematosus (SCLE)

Prótónpumpuhemlar tengjast mjög sjaldgæfum tilvikum um meðalbráðan húðhelluroða (SCLE). Komi meinsemd fram, einkum á svæðum sem eru útsett fyrir sólarljósi, og ef henni fylgir liðverkur, skal sjúklingurinn tafarlaust leita læknisaðstoðar og skal heilbrigðisstarfsmaðurinn íhuga að hætta meðferð með Nexium Control. Hafi meðalbráður húðhelluroði komið fram við fyrri meðferð með prótónpumpuhemli getur verið aukin hætta á að meðalbráður húðhelluroði komi fram við meðferð með öðrum prótónpumpuhemlum.

Súkrósi

Lyfið inniheldur sykurkorn (súkrósa). Sjúklingar með frúktósaóþol, glúkósa-galaktósa vanfrásog eða súkrósa-ísómaltasaþurrð, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, eiga ekki að taka lyfið.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rannsóknir á milliverkunum hafa einungis verið framkvæmdar hjá fullorðnum.

Áhrif esomeprazols á lyfjahvörf annarra lyfja

Þar sem esomeprazol er ein handhverfa omeprazols er skynsamlegt að veita ráðleggingar varðandi milliverkanir sem greint hefur verið frá við notkun omeprazols.

Próteasahemlar

Greint hefur verið frá milliverkunum omeprazols við suma próteasahemla. Klínískt mikilvægi og verkunarmáti sem liggur að baki þessum milliverkunum er ekki alltaf þekkt. Hækkað sýrustig í maga meðan á meðferð með omeprazoli stendur getur breytt frásogi próteasahemlanna. Einnig er hugsanlegt að milliverkunin sé af völdum hömlunar CYP2C19.

Greint hefur verið frá minnkaðri sermisþéttni atazanavirs og nelfinavirs við samhliðagjöf omeprazols og samhliðagjöf er ekki ráðlögð. Samhliðanotkun omeprazols (40 mg einu sinni á sólarhring) og atazanavirs 300 mg/ritonavirs 100 mg hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum leidddi til verulega minnkaðrar útsetningar fyrir atazanaviri (u.þ.b. 75% lækkun AUC, Cmax og Cmin). Stækkun atazanavir skammtsins í 400 mg nægði ekki til að bæta upp áhrif omeprazols á útsetningu fyrir atazanaviri. Samhliðanotkun omeprazols (20 mg einu sinni á sólarhring) og atazanavirs 400 mg/ritonavirs 100 mg hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum olli um það bil 30% minni útsetningu fyrir atazanaviri samanborið við útsetningu fyrir atazanaviri 300 mg/ritonaviri 100 mg á sólarhring án omeprazols 20 mg einu sinni á sólarhring. Samhliðanotkun omeprazols (40 mg á sólarhring) minnkaði meðal AUC, Cmax og Cmin nelfinavirs um 36-39% og meðal AUC, Cmax og Cmin lyfjafræðilega virka umbrotsefnisins M8 minnkaði um 75-92%. Vegna svipaðra lyfhrifa og lyfjahvarfa omeprazols og esomeprazols er samhliðagjöf með esomeprazoli og atazanaviri ekki ráðlögð og ekki má gefa omeprazol samhliða esomeprazoli og nelfinaviri (sjá kafla 4.3 og 4.4.).

Varðandi saquinavir (samhliða ritonaviri) hefur verið greint frá hækkuðu gildi í sermi (80-100%) meðan á samhliðameðferð með omeprazoli stóð (40 mg einu sinni á sólarhring). Meðferð með omeprazoli 20 mg einu sinni á sólarhring hafði engin áhrif á útsetningu fyrir darunaviri (samhliða ritonaviri) og amprenaviri (samhliða ritonaviri).

Meðferð með esomeprazoli 20 mg einu sinni á sólarhring hafði engin áhrif á útsetningu fyrir amprenaviri (með og án samhliðanotkunar ritonavirs). Meðferð með omeprazoli 40 mg einu sinni á sólarhring hafði engin áhrif á útsetningu fyrir lopinaviri (samhliða ritonaviri).

Metótrexat

Hjá sumum sjúklingum hefur verið greint frá hækkun á þéttni metótrexats, þegar það var gefið samhliða prótónpumpuhemlum. Þegar gefnir eru stórir skammtar af metótrexati getur þurft að íhuga tímabundna stöðvun meðferðar með esomeprazoli.

Tacrolimus

Greint hefur verið frá hækkun á sermisþéttni tacrolimus við samhliðagjöf esomeprazols. Auka skal eftirlit með þéttni tacrolimus og jafnframt nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun) og aðlaga skammt tacrolimus ef þörf er á.

Lyf með sýrustigsháð frásog

Magasýrubæling meðan á meðferð með esomeprazoli og öðrum prótónupumpuhemlum stendur getur minnkað eða aukið frásog lyfja með magasýrustigsháð frásog. Frásog lyfja til inntöku eins og ketoconazols, itraconazols og erlotinibs getur minnkað meðan á meðferð með esomeprazoli stendur og frásog digoxins getur aukist meðan á meðferð með esomeprazoli stendur.

Samhliðagjöf með omeprazoli (20 mg á sólarhring) og digoxini hjá heilbrigðum einstaklingum jók aðgengi digoxins um 10% (allt að 30% hjá tveimur af tíu einstaklingum). Mjög sjaldan hefur verið greint frá digoxineitrun. Hins vegar skal gæta varúðar ef esomeprazol er gefið öldruðum sjúklingum í stórum skömmtum. Þá skal auka eftirlit með meðferðaráhrifum digoxins.

Lyf sem umbrotna fyrir tilstilli CYP2C19

Esomeprazol hamlar CYP2C19, sem er aðalumbrotsensím esomeprazols. Þegar esomeprazol er notað ásamt lyfjum sem umbrotna fyrir tilstilli CYP2C19, eins og warfarini, fenytoini, citaloprami, imipramini, clompramini, diazepami o.s.frv., getur það því valdið aukinni plasmaþéttni þessara lyfja þannig að minnka þurfi skammta. Í tilfelli clopidogrels, sem er forlyf sem breytist í virkt umbrotsefni fyrir tilstilli CYP2C19, getur plasmaþéttni virka umbrotsefnisins lækkað.

Warfarin

Klínísk rannsókn sýndi að storknunartími var innan viðunandi marka hjá sjúklingum á meðferð með warfarini sem fengu samhliða 40 mg af esomeprazoli. Samt sem áður hafa verið greint frá einstökum tilvikum klínískt mikilvægrar hækkunar á INR (International Normalized Ratio) við samhliðameðferð eftir markaðssetningu lyfsins. Mælt er með eftirliti við upphaf og lok samhliðameðferðar með esomeprazoli, meðan á meðferð með warfarini eða öðrum coumarin-afleiðum stendur.

Clopidogrel

Niðurstöður rannsókna hjá heilbrigðum einstaklingum hafa sýnt lyfjahvarfa/lyfhrifamilliverkun milli clopidogrels (300 mg hleðluskammtur/75 mg daglegur viðhaldsskammtur) og esomeprazols (40 mg til inntöku daglega) sem veldur minnkaðri útsetningu fyrir virka umbrotsefni clopidogrels um að meðaltali 40% og leiðir til að meðaltali 14% minnkunar hámarkshömlunar (ADP virkjaðrar) á samloðun blóðflagna.

Í rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum minnkaði útsetning fyrir virka umbrotsefni clopidogrels um tæplega 40% þegar fastur samsettur skammtur af esomeprazoli 20 mg + asetýlsalisýlsýra 81 mg var gefinn ásamt clopidogreli, samanborið við notkun clopidogrels eingöngu. Hins vegar var hámarkshömlun (ADP virkjuð) á samloðun blóðflagna hjá þessum einstaklingum sú sama í báðum hópunum.

Ósamkvæmar upplýsingar varðandi klínískt mikilvægi þessarar lyfjahvarfa/lyfhrifamilliverkunar, með tilliti til alvarlegra sjúkdómstilvika tengdum hjarta- og æðakerfi, hafa komið fram í bæði áhorfsrannsóknum og klínískum rannsóknum. Í varúðarskyni skal forðast samhliðanotkun esomeprazols og clopidogrels.

Fenytoin

Hjá flogaveikum sjúklingum leiddi samhliðagjöf 40 mg af esomeprazoli til 13% hækkunar á lágþéttni fenytoins í plasma. Ráðlagt er að fylgjast með plasmaþéttni fenytoins þegar meðferð með esomeprazoli hefst eða henni er hætt.

Voriconazol

Omeprazol (40 mg einu sinni á sólarhring) jók Cmax voriconazols (hvarfefni CYP2C19) um 15% og AUCτ voriconazols um 41%.

Cilostazol

Omeprazol, sem og esomeprazol, er hemill CYP2C19. Omeprazol, gefið heilbrigðum einstaklingum í 40 mg skömmtum í víxlrannsókn, jók Cmax cilostazols um 18% og AUC cilostazols um 26%, og Cmax og AUC eins af virku umbrotsefnanna um 29% og 69%, talið í sömu röð.

Cisaprid

Hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum leiddi samhliðagjöf 40 mg af esomeprazoli til 32% stækkunar á flatarmáli undir plasmaþéttni-tíma ferli (AUC) og 31% lengingar á helmingunartíma brotthvarfs (t1/2) en ekki til marktækrar hækkunar á hámarksplasmaþéttni cisaprids. Örlítil lenging á QTc-bili, sem kom í ljós eftir notkun á cisapridi einu sér, lengdist ekki frekar þegar cisaprid var notað ásamt esomeprazoli.

Diazepam

Samhliðagjöf 30 mg af esomeprazoli leiddi til 45% minnkunar á úthreinsun diazepams, sem er hvarfefni CYP2C19.

Lyf án klínískt mikilvægra milliverkana sem hafa verið rannsökuð Amoxillin og kínidín

Sýnt hefur verið fram á að esomeprazol hefur engin klínísk mikilvæg áhrif á lyfjahvörf amoxillins og kínidíns.

Naproxen eða rofecoxib

Í rannsóknum, sem stóðu yfir í skamman tíma, þar sem metin var samhliðagjöf esomeprazols og annaðhvort naproxens eða rofecoxibs komu ekki fram klínískt mikilvægar lyfjahvarfamilliverkanir.

Áhrif annarra lyfja á lyfjahvörf esomeprazols

Lyf sem hamla CYP2C19 og/eða CYP3A4

Esomeprazol umbrotnar fyrir tilstilli CYP2C19 og CYP3A4. Samhliðagjöf esomeprazols og CYP3A4 hemils, claritromycins (500 mg tvisvar sinnum á sólarhring), leiddi til tvöföldunar á útsetningu (AUC) fyrir esomeprazoli. Samhliðagjöf esomeprazols og samsetts CYP2C19 og CYP3A4 hemils getur valdið meira en tvöföldun á útsetningu fyrir esomeprazoli. Voriconazol, sem er CYP2C19 og CYP3A4 hemill, jók AUCτ omeprazols um 280%. Yfirleitt þarf ekki að breyta skammti esomeprazols í hvorugu þessara tilvika. Hins vegar skal íhuga aðlögun skammts hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi og ef um langvarandi meðferð er að ræða.

Lyf sem örva CYP2C19 og/eða CYP3A4

Lyf sem vitað er að örva CYP2C19 eða CYP3A4 eða bæði (eins og t.d. rifampicin og jóhannesarjurt (Hypericum perforatum)) geta valdið lækkun á sermisþéttni esomeprazols með því að auka umbrot esomeprazols.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Allnokkrar upplýsingar liggja fyrir um notkun lyfsins á meðgöngu (300-1.000 þunganir) og þær benda til þess að esomeprazol valdi hvorki vansköpun né eiturverkunum á fóstur/nýbura.

Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á æxlun (sjá kafla 5.3). Í varúðarskyni er ákjósanlegt að forðast notkun Nexium Control á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort esomeprazol/umbrotsefni skiljast út í brjóstamjólk. Ófullnægjandi upplýsingar eru fyrirliggjandi um áhrif esomeprazols á nýbura/ungbörn. Konur sem hafa barn á brjósti ættu ekki að nota esomeprazol.

Frjósemi

Dýrarannsóknir með óljósvirka (racemic) blöndu omeprazols, sem gefin var um munn, benda ekki til áhrifa á frjósemi.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Esomeprazol hefur lítil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Aukaverkanir eins og sundl og sjóntruflanir eru sjaldgæfar (sjá kafla 4.8). Ef sjúklingar verða fyrir þeim skulu þeir hvorki aka né nota vélar.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggi

Höfuðverkur, kviðverkur, niðurgangur og ógleði eru meðal þeirra aukaverkana sem oftast hefur verið greint frá í klínískum rannsóknum (og einnig við notkun eftir markaðssetningu). Auk þess er öryggi svipað með tilliti til mismunandi lyfjaforma, ábendinga, aldurshópa og sjúklingaþýðis. Engar skammtaháðar aukaverkanir hafa komið fram.

Tafla yfir aukaverkanir

Í klínískum rannsóknum á esomeprazoli og eftir markaðssetningu komu eftirtaldar aukaverkanir fram eða voru taldar líklegar. Aukaverkanirnar eru flokkaðar eftir tíðni samkvæmt MedDRA: mjög algengar ≥1/10, algengar ≥1/100 til <1/10; sjaldgæfar ≥1/1.000 til <1/100; mjög sjaldgæfar ≥1/10.000 til <1/1.000; koma örsjaldan fyrir <1/10.000, tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

 

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Koma

Tíðni ekki

 

 

 

sjaldgæfar

örsjaldan fyrir

þekkt

Blóð og eitlar

 

 

hvítfrumnafæð,

kyrningahrap,

 

 

 

 

blóðflagnafæð

blóðfrumnafæð

 

Ónæmiskerfi

 

 

ofnæmis-

 

 

 

 

 

viðbrögð, t.d.

 

 

 

 

 

hiti,

 

 

 

 

 

ofnæmisbjúgur

 

 

 

 

 

og

 

 

 

 

 

bráðaofnæmis-

 

 

 

 

 

viðbrögð/lost

 

 

 

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Koma

Tíðni ekki

 

 

 

sjaldgæfar

örsjaldan fyrir

þekkt

Efnaskipti og

 

útlægur

blóðnatríum-

 

blóð-

næring

 

bjúgur

lækkun

 

magnesíum-

 

 

 

 

 

lækkun,

 

 

 

 

 

alvarleg

 

 

 

 

 

blóð-

 

 

 

 

 

magnesíum-

 

 

 

 

 

lækkun getur

 

 

 

 

 

tengst

 

 

 

 

 

blóðkalsíum-

 

 

 

 

 

lækkun,

 

 

 

 

 

blóð-

 

 

 

 

 

magnesíum-

 

 

 

 

 

lækkun getur

 

 

 

 

 

einnig leitt

 

 

 

 

 

til

 

 

 

 

 

blóðkalíum-

 

 

 

 

 

lækkunar

Geðræn

 

svefnleysi

æsingur,

árásargrirni,

 

vandamál

 

 

ringlun,

ofskynjanir

 

 

 

 

þunglyndi

 

 

Taugakerfi

höfuð-

sundl,

truflun á

 

 

 

verkur

náladofi,

bragðskyni

 

 

 

 

svefnhöfgi

 

 

 

Augu

 

 

þokusýn

 

 

Eyru og

 

svimi

 

 

 

völundarhús

 

 

 

 

 

Öndunarfæri,

 

 

berkjukrampi

 

 

brjósthol og

 

 

 

 

 

miðmæti

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

kviðverkir,

munnþurrkur

munnbólga,

 

smásæ

 

hægða-

 

candidasýking í

 

ristilbólga

 

tregða,

 

meltingarvegi

 

 

 

niður-

 

 

 

 

 

gangur,

 

 

 

 

 

vind-

 

 

 

 

 

gangur,

 

 

 

 

 

ógleði/

 

 

 

 

 

uppköst

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lifur og gall

 

hækkun

lifrarbólga með

lifrarbilun,

 

 

 

lifrarensíma

eða án gulu

lifrarheilakvilli

 

 

 

 

 

hjá sjúklingum

 

 

 

 

 

með

 

 

 

 

 

lifrarsjúkdóm

 

Húð og undirhúð

 

húðbólga,

hármissir,

regnboga-

meðalbráður

 

 

kláði, útbrot,

ljósnæmi

roðasótt,

húðhelluroði

 

 

ofsakláði

 

Stevens-

(sjá

 

 

 

 

Johnson

kafla 4.4)

 

 

 

 

heilkenni,

 

 

 

 

 

eitrunardreplos

 

 

 

 

 

húðþekju

 

Stoðkerfi og

 

 

liðverkur,

vöðva-

 

stoðvefur

 

 

vöðvaverkur

slappleiki

 

 

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Koma

Tíðni ekki

 

 

 

sjaldgæfar

örsjaldan fyrir

þekkt

Nýru og

 

 

 

millivefsnýrna-

 

þvagfæri

 

 

 

bólga

 

Æxlunarfæri og

 

 

 

brjóstastækkun

 

brjóst

 

 

 

hjá körlum

 

Almennar

 

 

lasleiki,

 

 

aukaverkanir og

 

 

aukin

 

 

aukaverkanir á

 

 

svitamyndun

 

 

íkomustað

 

 

 

 

 

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Hingað til liggur takmörkuð reynsla fyrir varðandi ofskömmtun að yfirlögðu ráði. Einkennin sem lýst var í tengslum við 280 mg skammt voru einkenni frá meltingarvegi og slappleiki. Stakir 80 mg skammtar af esomeprazoli höfðu lítil áhrif. Ekkert sértækt mótefni er þekkt. Esomeprazol er mikið próteinbundið í plasma og þess vegna er ekki auðvelt að fjarlægja það með skilun. Veita skal meðferð við einkennum og beita almennum stuðningsúrræðum.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við sýrutengdum sjúkdómum, prótónpumpuhemill,

ATC-flokkur: A02B C05.

Esomeprazol er S-handhverfa omeprazols og dregur úr seytingu magasýru með sértækum markvissum verkunarhætti. Það hamlar sértækt sýrupumpuna í parietal-frumum. Lyfhrif bæði R- og S-handhverfa omeprazols eru svipuð.

Verkunarháttur

Esomeprazol er veikur basi og eykst þéttni þess og umbrot í virkt efni í mjög súru umhverfi seytingarganga (secretory canaliculi) parietal-frumna, þar sem það hamlar ensíminu H+K+-ATPasa (sýrupumpuna) og hamlar bæði grunnsýruseytingu og örvaða sýruseytingu.

Lyfhrif

Eftir inntöku 20 mg og 40 mg af esomeprazoli hefst verkun innan einnar klukkustundar. Eftir endurtekna gjöf 20 mg af esomeprazoli einu sinni á sólarhring í fimm daga, lækkaði meðalhámarkssýruseyting eftir pentagastrín-örvun um 90%, mælt 6-7 klst. eftir inntöku á fimmta degi.

Eftir fimm daga notkun 20 mg og 40 mg af esomeprazoli til inntöku, hélst sýrustig í maga yfir 4 í 13 klst. og 17 klst. að meðaltali á 24 klst. tímabili, talið í sömu röð, hjá sjúklingum með einkenni bakflæðissjúkdóms í vélinda (GERD). Hlutfall sjúklinga þar sem sýrustig í maga hélst yfir 4, eftir

inntöku 20 mg af esomeprazoli, í a.m.k. 8 klst. var 76%, í a.m.k. 12 klst. 54% og í a.m.k. 16 klst. 24%. Samsvarandi hlutfall eftir inntöku 40 mg af esomeprazoli var 97%, 92% og 56%.

Þegar AUC er notað sem staðgengilsbreyta (surrogate parameter) fyrir plasmaþéttni, hefur verið sýnt fram á tengsl milli hömlunar á sýruseytingu og útsetningar.

Við meðferð með lyfjum sem hamla seytingu eykst gastrín í sermi sem svörun við minnkaðri sýruseytingu. CgA eykst einnig vegna minnkaðrar sýru í maga.

Meðan á meðferð stendur með lyfjum sem hindra seytingu eykst magn gastríns í sermi sem viðbrögð við minnkaðri seytingu á magasýrum. Gildi CgA hækka einnig vegna minnkaðrar magasýru. Hækkað gildi CgA getur haft áhrif á rannsóknir á taugainnkirtlaæxlum.

Aðgengileg birt sönnunargögn benda til þess að hætta skuli notkun prótónpumpuhemla fimm dögum til tveimur vikum fyrir CgA mælingar. Það er til þess að gefa CgA gildum, sem geta sýnt falska hækkun vegna meðferðar með prótónpumpuhemlum, tíma til að lækka aftur svo þau verði innan viðmiðunarbils.

Aukinn fjöldi ECL frumna, hugsanlega tengt hækkuðu gildi gastríns í sermi, hafa sést hjá nokkrum sjúklingum á langtímameðferð með esomeprazoli.

Lækkað sýrustig í maga af hvaða orsök sem er, m.a. vegna prótónpumpuhemla, eykur fjölda baktería sem venjulega eru til staðar í meltingarvegi. Meðferð með prótónpumpuhemlum getur aukið lítillega hættu á sýkingum í meltingarvegi svo sem af völdum Salmonella og Campylobacter og einnig hugsanlega af völdum Clostridium difficile hjá sjúklingum á sjúkrahúsum.

Verkun

Sýnt hefur verið fram á að 20 mg af esomeprazoli verka með góðum árangri við meðhöndlun á tíðum brjóstsviða hjá einstaklingum sem fá einn skammt á sólarhring í 2 vikur. Í tveimur fjölsetra, slembuðum, tvíblindum lykilrannsóknunum með samanburði við lyfleysu voru 234 einstaklingar, með nýlega sögu um tíðan brjóstsviða, meðhöndlaðir með 20 mg af esomeprazoli í 4 vikur. Einkenni sem tengdust sýrubakflæði (eins og brjóstsviði og nábítur) voru metin á sólarhringstímabili eftir á. Í báðum rannsóknunum reyndist esomeprazol marktækt betra, samanborið við lyfleysu, með tilliti til aðalendapunktsins, þ.e. brjóstsviði alveg horfinn, skilgreindur sem engin tilfelli um brjóstsviða síðustu 7 daga fyrir lokavitjun (33,9%-41,6% miðað við 11,9-13,7% með lyfleysu, (p<0,001). Aukaendapunktur, þ.e. brjóstsviði alveg horfinn, skilgreindur sem enginn brjóstsviði á dagbókarspjaldi sjúklings í 7 samfellda daga, var tölfræðilega marktækur bæði í viku 1 (10,0%-15,2% miðað við 0,9%-2,4% með lyfleysu, p = 0,014, p<0,001) og viku 2 (25,2%-35,7% miðað við 3,4%-9,0% með lyfleysu, p<0,001).

Aðrir aukaendapunktar studdu við aðalendapunktinn, þ. á m. minni brjóstsviði í viku 1 og viku 2, prósenta sólarhringa án brjóstsviða í viku 1 og viku 2, meðaltal alvarleika brjóstsviða í viku 1 og 2 og tími fram að því að sjúklingar voru fyrst lausir við brjóstsviða og alveg lausir við brjóstsviða á sólarhringstímabili og að næturlagi miðað við lyfleysu. U.þ.b. 78% einstaklinganna sem fengu meðferð með 20 mg af esomeprazoli greindu frá því að þeir væru lausir við brjóstsviðann á fyrstu viku meðferðar, miðað við 52-58% þeirra sem fengu lyfleysu. Tími fram að því að brjóstsviði var alveg horfinn, skilgreindur sem 7 samfelldir dagar þar sem enginn brjóstsviði var skráður, var marktækt styttri hjá hópnum sem fékk 20 mg af esomeprazoli (39,7%-48,7% á degi 14 miðað við 11,0%-20,2% hjá þeim sem fengu lyfleysu). Miðgildi tíma fram að því að þátttakendur voru fyrst lausir við brjóstsviða að næturlagi var 1 dagur, sem er tölfræðilega marktækur munur miðað við lyfleysu í einni rannsókn (p=0,048) og nálægt því að vera marktækur munur í annarri (p=0,069). Þátttakendur voru lausir við brjóstsviða 80% nótta á öllum tímabilum og 90% nótta í 2. viku, í hvorri rannsókninni fyrir sig, miðað við 72,4-78,3% hjá þeim sem fengu lyfleysu. Mat rannsakenda á úrlausn brjóstsviða var í samræmi við mat sjúklinganna, sem sýnir tölfræðilega marktækan mun á milli esomeprazols (34,7%-41,8%) og lyfleysu (8,0%-11,4%). Rannsakendur komust einnig að þeirri niðurstöðu að esomeprazol skilaði marktækt betri árangri en lyfleysa við meðferð á nábíti (58,5%-63,6% miðað við 28,3%-37,4% með lyfleysu) við mat í 2. viku.

Eftir heildarmat á meðferðarárangri hjá sjúklingum í 2.viku greindu 78,0-80,7% sjúklinganna sem fengu 20 mg af esomeprazoli frá því að ástandið hefði batnað, miðað við 72,4-78,3% þeirra sem fengu lyfleysu. Meirihluti þessara þátttakenda taldi mikilvægi þessara breytinga „mikilvægt til mjög mikilvægt“ með tilliti til athafna daglegs lífs (79-86% í 2.viku).

5.2 Lyfjahvörf

Frásog

Esomeprazol er viðkvæmt fyrir sýru og er gefið til inntöku sem sýruhjúpkyrni. Umbreyting í R-handhverfu er óveruleg in-vivo. Esomeprazol frásogast hratt, hámarksþéttni í plasma næst um 1-2 klst. eftir skammt. Nýting er 64% eftir stakan 40 mg skammt og eykst í 89% eftir endurtekna

skammta einu sinni á sólarhring. Samsvarandi gildi fyrir 20 mg esomeprazol eru 50% og 68%, talið í sömu röð. Fæða bæði seinkar og dregur úr frásogi esomeprazols enda þótt það hafi engin marktæk áhrif á áhrif esomeprazols á sýrustig í maga.

Dreifing

Dreifingarrúmmál við jafnvægi hjá heilbrigðum einstaklingum er um 0,22 l/kg líkamsþyngdar. Esomeprazol er 97% próteinbundið í plasma.

Umbrot

Esomeprazol er algjörlega umbrotið fyrir tilstilli cýtókróm P450 kerfisins (CYP). Aðalumbrot lyfsins eru háð hinu fjölforma CYP2C19, sem veldur myndun hýdroxý- og desmetýlumbrotsefna esomeprazols. Önnur umbrot eru háð öðru sérhæfðu ísóensími, CYP3A4, sem veldur myndun esomeprazolsúlfóns, aðalumbrotsefnis lyfsins í plasma.

Brotthvarf

Breytur hér á eftir endurspegla aðallega lyfjahvörf hjá einstaklingum með virkt CYP2C19 ensím, þ.e. einstaklingar með mikil umbrot.

Heildarplasmaúthreinsun er um 17 l/klst. eftir stakan skammt og um 9 l/klst. eftir endurtekna gjöf. Helmingunartími brotthvarfs í plasma er um 1,3 klst. eftir endurtekna skammta einu sinni á sólarhring. Esomeprazol hverfur alveg úr plasma á milli skammta með engri tilhneigingu til upphleðslu, þegar það er gefið einu sinni á sólarhring. Aðalumbrotsefni esomeprazols hafa engin áhrif á seytingu magasýru. Næstum 80% af skammti esomeprazols til inntöku skilst út sem umbrotsefni í þvagi, restin í hægðum. Minna en 1% móðurlyfsins finnst í þvagi.

Línulegt/ólínulegt samband

Lyfjahvörf esomeprazols hafa verið rannsökuð við skammta allt að 40 mg tvisvar sinnum á sólarhring. Flatarmál undir plasmaþéttni-tíma ferli stækkar við endurtekna gjöf esomeprazols. Þessi aukning er skammtaháð og leiðir til stækkunar á AUC sem er meiri en í réttu hlutfalli við skammta eftir endurtekna gjöf. Þessi tíma- og skammtaháða aukning er vegna minni umbrota við fyrstu umferð um lifur og minni altækrar úthreinsunar, sennilega vegna hömlunar á CYP2C19 ensími af völdum esomeprazols og/eða súlfón-umbrotsefnis þess.

Sérstakir sjúklingahópar

Sjúklingar með lítil umbrot

Um það bil 2,9±1,5% fólks skortir virkt CYP2C19 ensím sem hægir á umbrotum hjá þeim. Hjá þessum einstaklingum verða umbrot esomeprazols líklega aðallega fyrir tilstilli CYP3A4. Eftir endurtekna gjöf 40 mg af esomeprazoli einu sinni á sólarhring, var flatarmál undir plasmaþéttni-tíma-ferli að meðaltali um 100% stærra hjá þeim sem voru með lítil umbrot samanborið við þá sem voru með virkt CYP2C19 ensím (þeir sem eru með mikil umbrot). Meðalhámarksplasmaþéttni var 60% hærri.

Þessar niðurstöður hafa engin áhrif á skömmtun esomeprazols.

Kyn

Eftir stakan 40 mg skammt af esomeprazoli var flatarmál undir plasmaþéttni-tíma-ferli að meðaltali um 30% stærra hjá konum en körlum. Enginn munur á milli kynja sést eftir endurtekna gjöf einu sinni á sólarhring. Þessar niðurstöður hafa engin áhrif á skömmtun esomeprazols.

Skert lifrarstarfsemi

Umbrot esomeprazols geta verið skert hjá sjúklingum með væga til miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi. Umbrotahraði er minni hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi, sem veldur

tvöföldun á flatarmáli undir plasmaþéttni-tíma-ferli esomeprazols. Þess vegna ætti ekki að nota meira en 20 mg handa sjúklingum með alvarlega vanstarfsemi. Hvorki esomeprazol né umbrotsefni þess hafa tilhneigingu til uppsöfnunar við notkun einu sinni á sólarhring.

Skert nýrnastarfsemi

Engar rannsóknir hafa verið gerðar hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Þar sem nýru sjá um útskilnað umbrotsefna esomeprazols en ekki brotthvarf lyfsins á óbreyttu formi, er ekki talið að umbrot esomeprazols breytist hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Aldraðir (≥65 ára)

Umbrot esomeprazols eru ekki marktækt breytt hjá öldruðum einstaklingum (71-80 ára).

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni og eiturverkunum á æxlun og þroska.

Aukaverkanir sem komu ekki fram í klínískum rannsóknum en sáust hjá dýrum við útsetningu í magni sem er svipað útsetningu við klíníska notkun og hefur hugsanlega þýðingu fyrir klíníska notkun eru eftirfarandi:

Rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum á rottur með óljósvirka (racemic) blöndu hafa sýnt ofvöxt ECL-frumna í maga og krabbamein. Þessi áhrif á maga rotta eru vegna viðvarandi, umtalsverðrar blóðgastrínhækkunar, sem er afleiðing minnkaðrar magasýrumyndunar og sjást eftir langvarandi meðferð rotta með lyfjum sem hamla magasýruseytingu.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Innihald hylkis Glýseróleinsterat 40-55 Hýdroxýprópýl sellulósi Hýprómellósi Magnesíumsterat

Metakrýlsýru-etýlakrýlat fjölliða (1:1) 30% dreifa Pólýsorbat 80

Sykurkorn (súkrósi og maíssterkja) Talkúm

Þríetýlsítrat Karmín (E120)

Indigókarmín (E132)

Títantvíoxíð (E 171) Gult járnoxíð (E172)

Hylkisskel

Gelatín

Indigókarmín (E132)

Erýtrósín (E127)

Allura rautt AC (E129)

Prentblek

Póvidón

Própýlenglýkól

Shellac

Natríumhýdroxíð

Títantvíoxíð (E171)

Band

Gelatín

Gult járnoxíð (E172)

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

30 mánuðir.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 30°C

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

6.5 Gerð íláts og innihald

Glas úr þéttu pólýetýleni (high density polyethylene, HDPE) með innsigli og barnaöryggisloki sem inniheldur 14 hylki. Glasið inniheldur einnig innsiglaðan poka með þurrkefni úr kísilhlaupi.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Engin sérstök fyrirmæli.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Pfizer Consumer Healthcare Ltd

Ramsgate Road

Sandwich

Kent

CT13 9NJ

Bretland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/13/860/003

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 26. ágúst 2013

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf