Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Nivestim (filgrastim) – Fylgiseðill - L03AA02

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsNivestim
ATC-kóðiL03AA02
Efnifilgrastim
FramleiðandiHospira UK Ltd  

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Nivestim 12 milljón einingar/0,2 ml stungulyf, lausn/innrennslislausn

Nivestim 30 milljón einingar/0,5 ml stungulyf, lausn/innrennslislausn

Nivestim 48 milljón einingar/0,5 ml stungulyf, lausn/innrennslislausn

Filgrastim

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn, hjúkrunarfræðing eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli (sjá kafla 4).

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Nivestim og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Nivestim

3.Hvernig nota á Nivestim

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Nivestim

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1. Upplýsingar um Nivestim og við hverju það er notað

Upplýsingar um Nivestim

Nivestim er vaxtarþáttur hvítra blóðkorna (kyrningavaxtarþáttur) og tilheyrir þeim flokki lyfja sem nefnast cýtókín. Vaxtarþættir eru prótín sem eru framleidd á náttúrulegan hátt í líkamanum en geta einnig verið framleidd með líftækni til að nota sem lyf. Nivestim verkar með því að hvetja beinmerginn til aukinnar framleiðslu hvítra blóðfruma.

Fækkun hvítra blóðfruma (daufkyrningafæð) getur stafað af mörgum ástæðum og dregur

úr getu líkamans til að berjast gegn sýkingum. Nivestim örvar beinmerginn til að framleiða nýjar hvítar blóðfrumur með hraði.

Nota má Nivestim:

-til að auka fjölda hvítra blóðfruma eftir krabbameinslyfjameðferð til að koma í veg fyrir sýkingar;

-til að auka fjölda hvítra blóðfruma eftir beinmergsígræðslu til að koma í veg fyrir sýkingar;

-fyrir háskammtameðferð með krabbameinslyfjum til að fá beinmerginn til að framleiða fleiri stofnfrumur sem hægt er að safna og gefa þér aftur eftir meðferðina. Þær er hægt að taka frá þér eða frá gjafa. Stofnfrumurnar fara þá aftur í beinmerginn og framleiða blóðfrumur;

-til að auka fjölda hvítra blóðfruma ef þú ert með alvarlega langvarandi daufkyrningafæð til að koma í veg fyrir sýkingar;

-hjá sjúklingum með langt gengna HIV-sýkingu sem mun hjálpa við að draga úr sýkingarhættu.

2. Áður en byrjað er að nota Nivestim

Ekki má nota Nivestim

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir filgrastimi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Nivestim er notað.

Láttu lækninn vita áður en meðferðin hefst ef þú:

-ert með sigðkornablóðleysi, þar sem Nivestim getur valdið sigðkornakreppu.

-ert með beinþynningu.

Láttu lækninn umsvifalaust vita ef þú færð eftirfarandi meðan á meðferð með Nivestim stendur:

-ert með verk vinstra megin í efri hluta kviðar, verk undir vinstri brjóstkassa eða verk efst í vinstri öxl (þetta geta verið einkenni um stækkað milta eða hugsanlega sprungið milta).

-tekur eftir óvenjulegri blæðingu eða marblettum (þetta geta verið einkenni um fækkun blóðflagna, ásamt skertri getu blóðsins til að storkna).

-færð skyndileg einkenni ofnæmis, svo sem útbrot, kláða eða ofsakláða í húð, þrota í andliti, vörum, tungu eða öðrum líkamshlutum, mæði, hvæsandi öndunarhljóð eða öndunarerfiðleika þar sem þetta gætu verið merki um alvarleg ofnæmisviðbrögð.

-finnur fyrir þrota í andliti eða ökklum, blóð sést í þvagi eða það er brúnleitt eða þú tekur eftir að þú pissar sjaldnar.

Tap á svörun við filgrastimi

Ef þú finnur fyrir því að þú hættir að svara eða getir ekki viðhaldið svörun við meðferð með filgrastimi mun læknirinn rannsaka af hverju það stafar, þ.m.t. hvort þú hafir myndað mótefni sem hlutleysa virkni filgrastims.

Læknirinn gæti viljað fylgjast nánar með þér, sjá kafla 4 í fylgiseðlinum.

Ef þú ert sjúklingur með alvarlega, langvarandi daufkyrningafæð gætir þú verið í hættu á að fá krabbamein í blóði (hvítblæði, mergmisþroskaheilkenni). Ræddu við lækninn um hættuna á þróun krabbameins í blóði og hvaða próf skal gera. Ef þú færð eða ert líkleg(ur) til að þróa krabbamein í blóði, skalt þú ekki að nota Nivestim, nema samkvæmt fyrirmælum læknisins.

Ef þú ert stofnfrumugjafi verður þú að vera á aldrinum 16 til 60 ára.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun annarra lyfja sem örva hvítar blóðfrumur

Nivestim tilheyrir hópi lyfja sem örva myndun hvítra blóðfruma. Heilbrigðisstarfsmaður skal alltaf að skrá nákvæmlega lyfið sem þú ert að nota.

Notkun annarra lyfja samhliða Nivestim

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Nivestim hefur ekki verið prófað hjá þunguðum konum eða konum með barn á brjósti.

Mikilvægt er að láta lækninn vita ef þú:

-ert þunguð,

-telur að þú gætir verið þunguð eða

-ráðgerir að verða þunguð.

Ef þú verður þunguð meðan á meðferð með Nivestim stendur skaltu láta lækninn vita.

Þú verður að hætta brjóstagjöf ef þú notar Nivestim, nema læknirinn gefi þér önnur fyrirmæli.

Akstur og notkun véla:

Nivestim á ekki að hafa áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Hins vegar er ráðlegt að bíða og sjá hvernig þér líður eftir töku Nivestim og fyrir akstur og stjórnun véla.

Nivestim inniheldur natríum og sorbitól

Nivestim inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær natríumfrítt.

Nivestim inniheldur sorbítól (E420). Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er notað.

3.Hvernig nota á Nivestim

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum.

Hvernig er Nivestim gefið og hversu mikið á ég að taka?

Nivestim er yfirleitt gefið sem dagleg inndæling í vefinn undir húðinni (inndæling undir húð). Það er einnig hægt að gefa daglega með hægri inndælingu í æð (innrennsli í bláæð). Venjulegur skammtur er mismunandi eftir eðli sjúkdómsins og þyngd. Læknirinn mun segja þér hve mikið af Nivestim þú átt að taka.

Sjúklingar með beinmergsígræðslu eftir krabbameinslyfjameðferð:

Þú munt venjulega fá fyrsta skammtinn þinn af Nivestim að minnsta kosti 24 klst. eftir krabbameinslyfjagjöf og að minnsta kosti 24 klst. eftir beinmergsígræðslu.

Hversu lengi þarf ég að taka Nivestim?

Þú þarft að taka Nivestim þar til fjöldi hvítra blóðfruma er orðinn eðlilegur. Þú þarft að fara reglulega í blóðrannsóknir til að fylgjast með fjölda hvítra blóðfruma í líkamanum. Læknirinn mun segja þér hve lengi þú þarft að taka Nivestim.

Notkun handa börnum

Nivestim er notað til að meðhöndla börn sem fá krabbameinslyfjameðferð eða sem þjást af alvarlegri fækkun hvítra blóðfruma (daufkyrningafæð) Skammtar fyrir börn sem fá krabbameinslyfjameðferð eru sömu og fyrir fullorðna.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef þú heldur að þú hafir notað stærri skammt en mælt er fyrir um.

Ef gleymist að nota Nivestim

Hafðu samband við lækninn eins fljótt og hægt er ef þú gleymdir inndælingu.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Láttu lækninn umsvifalaust vita ef þú færð eftirfarandi meðan á meðferð stendur:

-ef þú finnur fyrir ofnæmisviðbrögðum, þ.m.t. máttleysi, lækkun á blóðþrýstingi, öndunarerfiðleikum, bólgu í andliti (bráðaofnæmi), húðútbrotum, útbrotum með kláða (ofsakláði), bólgu í andliti, vörum, munni, tungu eða hálsi (ofsabjúgur) og mæði.

Ofnæmi er algengt hjá sjúklingum með krabbamein;

-ef þú færð hósta, hita og öndunarerfiðleika (mæði) þar sem þetta geta verið einkenni um brátt andnauðaheilkenni (ARDS). Brátt andnauðaheilkenni er sjaldgæft hjá sjúklingum með krabbamein;

-ef þú færð verk vinstra megin í efri hluta kviðar, verk undir vinstri brjóstkassa eða verk efst í öxlinni, þar sem það getur bent til vandamáls í milta (stækkun á milta eða sprungið milta).

-ef þú ert í meðferð vegna alvarlegrar, langvarandi daufkyrningafæðar og þú ert með blóð í þvagi. Læknirinn gæti tekið reglulegar þvagprufur ef þú finnur fyrir þessari aukaverkun eða ef prótein finnst í þvaginu.

-ef þú finnur fyrir einni eða fleirum eftirtalinna aukaverkana:

-bólga eða þroti, sem getur tengst fátíðari þvaglátum, öndunarörðugleikar, þaninn kviður og mettunartilfinning og almenn þreytutilfinning. Þessi einkenni koma yfirleitt hratt fram.

Þetta gætu verið einkenni sjaldgæfs ástands sem nefnist háræðalekaheilkenni (getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum) sem veldur því að blóð lekur úr litlum æðum út í líkamann og krefst tafarlausar læknishjálpar.

-ef þú færð nýrnaskaða (nýrahnoðrabólga). Nýrnaskaði hefur komið fram hjá sjúklingum sem fengu filgrastim. Hafðu samband við lækninn umsvifalaust ef þú finnur fyrir þrota í andliti eða ökklum, blóð sést í þvagi eða það er brúnleitt eða þú tekur eftir að þú pissar sjaldnar.

Mjög algeng aukaverkun af notkun filgrastims er sársauki í vöðvum eða beinum sem hægt er að ráða við með því að taka hefðbundin verkjastillandi lyf. Hjá sjúklingum sem gangast undir stofnfrumuígræðslu eða beinmergsígræðslu getur hýsilsótt (Graft versus Host Disease) komið fram - þetta eru viðbrögð sem frumurnar frá gjafanum sýna gegn frumum sjúklingsins sem fékk ígræðsluna; meðal einkenna eru útbrot í lófum eða iljum en einnig sár og eymsli í munni, meltingarfærum, lifur, húð eða augum, lungum, leggöngum og liðamótum. Hjá venjulegum stofnfrumugjöfum er aukning hvítra blóðkorna og fækkun blóðflagna sem dregur úr getu blóðsins til að storkna mjög algengar, læknirinn mun fylgjast með þessu.

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 notendum): hjá krabbameinssjúklingum

breytingar á efnasamsetningu blóðs

aukning ákveðinna ensíma í blóði

minnkuð matarlyst

höfuðverkur

verkir í munni og hálsi (verkir í munnkoki)

hósti

niðurgangur

uppköst

hægðatregða

ógleði

húðútbrot

óvenjulegt hárlos eða hárþynning

sársauki í vöðvum eða beinum

almennt máttleysi

þreyta

eymsli og bólga í slímhúð meltingarvegar sem liggur frá munni til endaþarms

mæði

verkur

hjá heilbrigðum stofnfrumugjöfum

fækkun blóðflagna sem dregur úr getu blóðsins til að storkna

fjölgun hvítra blóðkorna

höfuðverkur

sársauki í vöðvum eða beinum

hjá sjúklingum með alvarlega, langvarandi daufkyrningafæð

stækkun á milta

lítill fjöldi rauðra blóðkorna (blóðleysi)

breytingar á efnasamsetningu blóðs

aukning ákveðinna ensíma í blóði

höfuðverkur

blóðnasir

niðurgangur

stækkun á lifur

húðútbrot

sársauki í vöðvum eða beinum

liðverkir

hjá HIV-sjúklingum

sársauki í vöðvum eða beinum

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum): hjá krabbameinssjúklingum

ofnæmisviðbrögð (lyfjaofnæmi)

lágur blóðþrýstingur

verkir við þvaglát

brjóstverkur

hóstað upp blóði

hjá heilbrigðum stofnfrumugjöfum

aukning ákveðinna ensíma í blóði

mæði

stækkun á milta

hjá sjúklingum með alvarlega, langvarandi daufkyrningafæð

sprungið milta

fækkun blóðflagna sem dregur úr getu blóðsins til að storkna

breytingar á efnasamsetningu blóðs

bólga í æðum í húð

óvenjulegt hárlos eða hárþynning

sjúkdómur sem veldur minni þéttni beina, veikir þau og gerir þau brothættari og líklegri til að brotna (beinþynning)

blóð í þvagi

verkur á stungustað

skemmdir á litlum síum innan í nýrum (nýrahnoðrabólga)

hjá HIV-sjúklingum

stækkun á milta

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum): hjá krabbameinssjúklingum

sprungið milta

stækkun á milta

miklir verkir í beinum, brjósti, maga eða liðamótum (sigðkornakreppa)

höfnun ígrædds beinmergs (hýsilssótt)

verkir og þroti í liðum, sem líkjast þvagsýrugigt (kristallagigt)

alvarleg lungnabólga sem veldur öndunarerfiðleikum (brátt andnauðaheilkenni)

lungun virka ekki sem skyldi og valda mæði (öndunarbilun)

bólga og/eða vökvi í lungum (lungnabjúgur)

bólga í lungum (millivefslungnasjúkdómur)

óeðlilegar röntgenmyndir af lungum (íferð í lungu)

vínrauðir, þrútnir og aumir blettir á útlimum og stundum á andliti og hálsi, ásamt hita (Sweet’s heilkenni)

bólga í æðum í húð

versnun liðagigtar

óeðlilegar breytingar á þvagi

lifrarskemmdir af völdum sjúkdóms sem veldur stíflum í háræðum lifrarinnar (bláæðateppusjúkdómur)

blæðing frá lunga

breytingar á vökvajafnvægi líkamans, sem geta komið fram sem bjúgur

skemmdir á litlum síum innan í nýrum (nýrahnoðrabólga)

hjá heilbrigðum stofnfrumugjöfum

sprungið milta

miklir verkir í beinum, brjósti, maga eða liðamótum (sigðkornakreppa)

skyndileg lífshættuleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi)

alvarleg ofnæmisviðbrögð

breytingar á efnasamsetningu blóðs

blæðing í lunga

hóstað upp blóði

óeðlilegar röntgenmyndir af lunga (íferð í lunga)

skortur á upptöku súrefnis í lunga (súrefnisskortur)

aukning ákveðinna ensíma í blóði

versnun liðagigtar

skemmdir á litlum síum innan í nýrum (nýrahnoðrabólga)

hjá sjúklingum með alvarlega, langvarandi daufkyrningafæð

miklir verkir í beinum, brjósti, maga eða liðamótum (sigðkornakreppa)

umframmagn próteina í þvagi

hjá HIV-sjúklingum

miklir verkir í beinum, brjósti, maga eða liðamótum (sigðkornakreppa)

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

skemmdir á litlum síum innan í nýrum (nýrahnoðrabólga)

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Nivestim

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á ytri öskju og áfylltu sprautunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið og flytjið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Geymið áfylltu sprautuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Sprautuna má taka úr kæli og geyma við stofuhita einu sinni í 7 daga hámark (en ekki yfir 25oC).

Notið ekki Nivestim ef það er skýjað eða ef það inniheldur agnir.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Nivestim inniheldur

Virka innihaldsefnið er filgrastim. Hver ml af stungulyfi/innrennslislyfi lausn inniheldur

60 milljón einingar (600 míkrógrömm) af filgrastim eða 96 milljón einingar (960 míkrógrömm) af filgrastim.

Nivestim 12 milljón einingar/0,2 ml stungulyf, lausn / innrennslislausn, hver áfyllt sprauta inniheldur 12 milljón einingar, 120 míkrógrömm af filgrastim í 0,2 ml (samsvarandi 0,6 mg/ml).

Nivestim 30 milljón einingar/0,5 ml stungulyf, lausn / innrennslislausn, hver áfyllt sprauta inniheldur 30 milljón einingar, 300 míkrógrömm af filgrastim í 0,5 ml (samsvarandi 0,6 mg/ml).

Nivestim 48 milljón einingar/0,2 ml stungulyf, lausn / innrennslislausn, hver áfyllt sprauta inniheldur 48 milljón einingar, 480 míkrógrömm af filgrastim í 0,5 ml (samsvarandi

0,96 mg/ml).

Önnur innihaldsefni eru ísedik, natríumhýdroxíð, sorbitól (E420), pólýsorbat 80, vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Nivestim og pakkningastærðir

Nivestim er tær og litlaus stungulyf/innrennslislyf, lausn í áfylltri sprautu með nál (ryðfrítt stál) ásamt nálarhlíf. Fáanlegt með 1, 5, 8 eða 10 sprautum í pakkningu. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Hospira UK Limited

Horizon

Honey Lane

Hurley

Maidenhead

SL6 6RJ

Bretland

Sími: + 44 (0) 1628 515500

Fax: + 44 (0) 1628 829827

Framleiðandi:

Hospira Enterprises B.V.

Randstad 22-11

1316 BN Almere

Holland

Hospira Zagreb d.o.o.

Prudnička cesta 60

10291 Prigorje Brdovečko

Króatía

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Pfizer S.A. / N.V.

Pfizer Luxembourg SARL filialas Lietuvoje

Tél/Tel: +32 2 554 62 11

Tel. + 370 52 51 4000

България

Luxembourg/Luxemburg

Alvogen Pharma Bulgaria Ltd

Pfizer S.A. / N.V.

Teл.: + 359 2 441 7136

Tél/Tel: +32 2 554 62 11

Česká republika

Magyarország

Pfizer, spol. s r.o.

Pfizer Kft.

Tel: +420-283-004-111

Tel.: + 36 1 488 37 00

Danmark

Malta

Pfizer ApS

Hospira UK Limited

Tlf: + 45 44 20 11 00

Tel: + 44 (0) 1628 515500

Deutschland

Nederland

Pfizer Pharma PFE GmbH

Pfizer S.A. / N.V.

Tel: + 49 (0)800 8535555

Tél/Tel: +32 2 554 62 11

Eesti

Norge

Pfizer Luxembourg SARL Eesti filiaal

Pfizer AS

Tel: +372 666 7500

Tlf: +47 67 52 61 00

Ελλάδα

Österreich

Aenorasis S.A.

Pfizer Corporation Austria Ges.m.b.H

Τηλ: + 30 210 6136332

España

Polska

Pfizer GEP, S.L.

Alvogen Poland Sp. z.o.o.

Tel: +34 91 490 99 00

Tel.: + 482 24609200

France

Portugal

Pfizer PFE France

Hospira Portugal Lda

Tél: + 33 (0)1 58 07 34 40

Tel: +351 21 423 55 00

Hrvatska

România

Alvogen d.o.o.

Alvogen Romania SRL

Tél/Tel: + 385 1 6641 830

Tel: +(40) 21 351 0286

Ireland

Slovenija

Hospira Ireland Sales Limited

Pfizer Luxembourg SARL

Tel: 1800 633 363 (toll free)

Pfizer, podružnica za svetovanje s področja

+44 (0) 1304 616161

farmacevtske dejavnosti, Ljubljana

 

Tel: +386 (0)1 52 11 400

Ísland

Slovenská republika

Icepharma hf.

Pfizer Luxembourg SARL, organizačná zložka

Sími: +354 540 8000

Tel: +421–2–3355 5500

Italia

Suomi/Finland

Pfizer Italia Srl

Pfizer PFE Finland Oy

Tel: +39 06 33 18 21

Puh/Tel: +358 (0)9 430 040

Κύπρος

Sverige

Hospira UK Limited

Pfizer AB

Τηλ: + 44 (0) 1628 515500

Tel: +46 (0)8 550 520 00

Latvija

United Kingdom

Pfizer Luxembourg SARL filiāle Latvijā

Hospira UK Limited

Tel.: + 371 670 35 775

Tel: + 44 (0) 1628 515500

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Leiðbeiningar fyrir sjúkling um hvernig á að sprauta sig

Í þessum kafla eru leiðbeiningar um hvernig á að sprauta sig með Nivestim. Það er mikilvægt að þið reynið ekki sprauta ykkur sjálf nema hafa fengið til þess þjálfun hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingi. Það er einnig mikilvægt að þið fargið sprautunni í þar tilgert ílát (nálabox). Leitaðu upplýsinga hjá lækninum eða hjá hjúkrunarfræðingi ef þú ert ekki viss um hvernig þú átt að sprauta þig eða ef þú hefur einhverjar spurningar.

Hvernig nota ég Nivestim?

Nivestim er venjulega gefið sem sprauta einu sinni á dag, venjulega í vef rétt undir húðinni. Það kallast inndæling undir húð.

Með því að læra að sprauta sig sjálf(ur) þarftu ekki að bíða heima efir símtali frá hjúkrunarfræðingi og þarft ekki að fara á sjúkrahús eða heilsugæslustöð daglega til að fá sprautuna. Þú þarft að sprauta þig um það bil á sama tíma á hverjum degi. Hentugustu stungustaðirnir eru:

framan á lærum.

í kvið, nema svæðið í kringum naflann.

Það er gott að skipta um stungustað daglega til að koma í veg fyrir eymsli á stungustað.

Nauðsynlegur búnaður fyrir lyfjagjöf

Til að gefa lyfið með inndælingu undir húð þarftu eftirfarandi:

nýja áfyllta sprautu með Nivestim

nálabox, til að farga notuðum sprautum á öruggan hátt

sprittþurrkur (ef ráðlagt af lækninum eða hjúkrunarfræðingi)

Hvernig sprauta ég Nivestim undir húð?

1.Reyndu að sprauta þig um það bil á sama tíma dags á hverjum degi.

2.Taktu Nivestim sprautuna úr kælinum og leyfðu því að ná stofuhita (um það bil 25oC). Þetta tekur 15-30 mínútur. Skoðaðu dagsetninguna til að vera viss um að lyfið sé ekki komið fram yfir fyrningardagsetningu. Þú skalt tryggja að nálaboxið sé við hendina.

3.Finndu þægilegan vel upplýstan stað til að sprauta þig og athuga skammtinn sem þér hefur verið ávísað.

4.Þvoðu hendurnar vel og vandlega með vatni og sápu.

5.Fjarlægðu sprautuna úr þynnupakkningunni og athugaðu hvort lausnin sé tær, litlaus og laus við agnir. Ekki nota Nivestim sprautuna ef lausnin inniheldur fljótandi agnir eða ef eitthvað af vökvanum hefur lekið út sprautunni.

6.Haltu sprautunni þannig að nálin vísi upp. Fjarlægðu nálarhettuna. Sprautan er nú tilbúin til notkunar. Þú getur komið auga á loftbólu í sprautunni. Þú þarft ekki að fjarlægja hana. Að gefa lyfið með loftbólunni er hættulaust.

7.Þú skalt ákveða hvar á að sprauta Nivestim – finndu stað framan á kvið eða framan á lærum. Veldu nýjan stað í hvert sinn er þú sprautar þig. Notaðu ekki stað sem er aumur, með roða, marinn eða með öri. Sótthreinsaðu húðina með sprittþurrku ef læknir eða hjúkrunarfræðingur hefur ráðlagt þér að gera það.

8.Klemmdu stórt húðsvæði á milli þumalfingurs og vísifingurs, án þess að koma við svæðið sem hefur verið hreinsað.

9.Stingdu nálinni inn með hinni hendinni undir um það bil 45o horni.

10.Dragðu stimpilinn aðeins til baka til að kanna hvort það komi blóð upp í sprautuna. Ef þú sérð blóð koma upp í sprautuna, fjarlægðu nálina og stingdu henni aftur inn á öðrum stað. Þrýstu stimplinum hægt inn þar til allt innihald sprautunnar er búið.

11.Fjarlægðu nálina úr húðinni eftir að inndælingu lausnarinnar.

12.Gakktu úr skugga um að öryggishlífin hylji nálina, í samræmi við leiðbeiningar fyrir handvirkar og sjálfvirkar öryggishlífar hér að neðan.

13.Settu sprautuna í nálaboxið. Ekki reyna að setja hlífðarhettuna aftur á.

Geymið notaðar sprautur þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Fargið ALDREI notuðum nálum í heimilissorp.

Munið

Flestir geta lært að sprauta sig sjálfir undir húð. En ef þú átt í miklum erfiðleikum þá skalt þú ekki hika við að fá hjálp og ráðleggingar hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum.

Notkun handvirkrar sérstakrar öryggishlífar fyrir nál á Nivestim 12 ME/0,2 ml áfylltum sprautum

Áfyllta sprautan hefur áfastan sérstakan öryggisbúnað fyrir nálina til að koma í veg fyrir nálarstungur fyrir slysni. Haltu höndunum fyrir aftan nálina þegar áfyllta sprautan er meðhöndluð.

1.Sprautaðu þig með því að fara eftir leiðbeiningunum hér fyrir ofan.

2.Þegar þú hefur lokið við inndælinguna, renndu nálarhlífinni fram þar til hún hylur nálina að fullu (öryggið „smellur“ á sinn stað).

Notkun sjálfvirkrar öryggishlífar fyrir nál á Nivestim 30 ME/0,5 ml og Nivestim 48 ME/0,5 ml áfylltum sprautum

Áfyllta sprautan hefur áfastan sérstakan öryggisbúnað fyrir nálina til að koma í veg fyrir nálarstungur fyrir slysni. Haltu höndunum fyrir aftan nálina þegar áfyllta sprautan er meðhöndluð.

1.Sprautaðu þig með því að fara eftir leiðbeiningunum hér fyrir ofan.

2.Gríptu um fingurgripið og þrýstu stimplinum inn þar til allt innihald sprautunnar er búið. Sjálfvirka öryggishlífin virkjast EKKI nema ALLUR skammturinn hafi verið gefinn.

3.Fjarlægðu nálina úr húðinni, slepptu síðan stimplinum og leyfðu sprautunni að renna til baka þar til nálaröryggið hylur nálina að fullu og smellur á sinn stað.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

EFTIRFARANDI UPPLÝSINGAR ERU EINUNGIS ÆTLAÐAR

HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKI:

Nivestim inniheldur engin rotvarnarefni. Í ljósi hugsanlegrar mengunar af völdum örvera er Nivestim sprautur einungis til nota í eitt skipti.

Ef lyfið kemst í frost í allt að 24 tíma fyrir slysni mun það ekki hafa áhrif á stöðugleika Nivestim. Áfyllta sprautu sem hefur frosið má þíða og geyma síðan í kæli þar til hún verður notuð. Nivestim má EKKI nota ef tíminn í frosti er lengri en 24 tímar eða sprautan hefur frosið oftar en einu sinni.

Ekki má þynna Nivestim með natríum klóríð lausn. Þessu lyfi má ekki blanda við önnur lyf en þau sem koma fram hér fyrir neðan. Blandað filgrastim getur aðsogast á gler eða plast nema það sé þynnt samkvæmt eftirfarandi.

Ef þörf krefur má blanda Nivestim með glúkósa 50 mg/ml (5%) innrennslislausn. Blöndun að lokastyrk undir 0,2 milljón einingar (2 míkrógrömm) í hverjum millilítra er ekki ráðlögð undir neinum kringumstæðum.

Lausnina skal skoða vel fyrir notkun. Aðeins má nota tæra lausn án agna.

Hjá sjúklingum sem fá filgrastim sem þynnt hefur verið niður fyrir 1,5 milljón einingar

(15 míkrógrömm)/ml skal bæta við manna sermis albúmíni þannig að lokastyrkleikinn verði 2 mg/ml.

Dæmi: Þegar lokarúmmál til inndælingar er 20 ml skal, ef heildarskammtur af filgrastimi er minni en 30 milljón einingar (300 míkrógrömm), bæta út í 0,2 ml af 20% human albumin lausn.

Þegar filgrastim hefur verið þynnt með 50 mg/ml (5%) glúkósalausn má nota það með gleri og ýmsum plastefnum, svo sem PVC, pólýólefíni (samfjölliða úr pólýprópýleni og pólyethýleni) og pólýprópýleni.

Eftir blöndun: Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika þynntrar lausnar í 24 klst. við 2-8°C. Með hliðsjón af hugsanlegri örverumengun á að nota lyfið strax. Ef lyfið er ekki notað strax er geymslutími og geymsluskilyrði fyrir notkun á ábyrgð notandans og ætti almennt ekki að vera lengri en 24 klst. við 2-8°C, nema þynning hafi farið fram við smitgát, við gildaðar aðstæður sem eftirlit er haft með.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf