Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

NovoEight (turoctocog alfa) – Samantekt á eiginleikum lyfs - B02BD02

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsNovoEight
ATC-kóðiB02BD02
Efnituroctocog alfa
FramleiðandiNovo Nordisk A/S

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

NovoEight 250 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

NovoEight 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

NovoEight 1000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

NovoEight 1500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

NovoEight 2000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

NovoEight 3000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

NovoEight 250 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Hvert hettuglas með stofni inniheldur 250 a.e. af manna storkuþætti VIII (rDNA), turoctocog alfa.

Eftir blöndun inniheldur NovoEight um það bil 62,5 a.e./ml af manna storkuþætti VIII (rDNA), turoctocog alfa.

NovoEight 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Hvert hettuglas með stofni inniheldur 500 a.e. af manna storkuþætti VIII (rDNA), turoctocog alfa.

Eftir blöndun inniheldur NovoEight um það bil 125 a.e./ml af manna storkuþætti VIII (rDNA), turoctocog alfa.

NovoEight 1000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Hvert hettuglas með stofni inniheldur 1000 a.e. af manna storkuþætti VIII (rDNA), turoctocog alfa.

Eftir blöndun inniheldur NovoEight um það bil 250 a.e./ml af manna storkuþætti VIII (rDNA), turoctocog alfa.

NovoEight 1500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Hvert hettuglas með stofni inniheldur 1500 a.e. af manna storkuþætti VIII (rDNA), turoctocog alfa.

Eftir blöndun inniheldur NovoEight um það bil 375 a.e./ml af manna storkuþætti VIII (rDNA), turoctocog alfa.

NovoEight 2000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Hvert hettuglas með stofni inniheldur 2000 a.e. af manna storkuþætti VIII (rDNA), turoctocog alfa.

Eftir blöndun inniheldur NovoEight um það bil 500 a.e./ml af manna storkuþætti VIII (rDNA), turoctocog alfa.

NovoEight 3000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Hvert hettuglas með stofni inniheldur 3000 a.e. af manna storkuþætti VIII (rDNA), turoctocog alfa.

Eftir blöndun inniheldur NovoEight um það bil 750 a.e./ml af manna storkuþætti VIII (rDNA), turoctocog alfa.

Virknin (a.e.) er ákvörðuð með litrófsgreiningu samkvæmt Evrópsku lyfjaskránni. Tiltekin virkni NovoEight er um það bil 8.300 a.e./mg prótein.

Turoctocog alfa (manna storkuþáttur VIII (rDNA)) er hreinsað prótein með 1.445 amínósýrum með mólikúlþunga um það bil 166 kDa. Það er framleitt með raðbrigða DNA tækni í frumulínu úr eggjastokkum kínverskra hamstra (Chinese Hamster Ovary – CHO) án þess að bæta öðrum manna- eða dýrapróteinum í frumurækt, við hreinsun eða við endanlega samsetningu.

Turoctocog alfa er manna raðbrigðastorkuþáttur VIII með stytt B-hneppi (B-hneppi samanstendur af 21 amínósýru af villigerð) án frekari breytinga á amínósýruröðinni.

Hjálparefni með þekkta verkun:

0,31 mmól natríum (7 mg) í ml af blandaðri lausn.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Hvítt eða fölgult duft eða auðmulinn massi.

Tær og litlaus lausn fyrir stungulyf.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Fyrirbyggjandi meðferð og meðferð við blæðingum hjá sjúklingum með dreyrasýki A (meðfæddur skortur á storkuþætti VIII).

NovoEight má nota handa öllum aldurshópum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferðin skal hafin undir eftirliti læknis sem hefur reynslu af meðferð dreyrasýki.

Sjúklingar sem hafa ekki fengið meðferð áður

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun NovoEight hjá sjúklingum sem hafa ekki fengið meðferð áður. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Skammtar

Skammtur og lengd uppbótarmeðferðarinnar er háð því hversu alvarlegur skorturinn á storkuþætti VIII er, staðsetningu og umfangi blæðingar og klínísku ástandi sjúklingsins.

Fjöldi eininga af þætti VIII sem gefnar eru er tilgreindur í alþjóðlegum einingum (a.e.), sem tengjast núverandi WHO staðli fyrir lyf sem innihalda storkuþátt VIII. Virkni storkuþáttar VIII er tilgreind annaðhvort sem hundraðshluti (í hlutfalli við eðlileg gildi í plasma) eða í alþjóðlegum einingum (sbr. alþjóðlegan staðal fyrir storkuþátt VIII í plasma).

Ein alþjóðlega eining (a.e.) af virkni storkuþáttar VIII jafngildir því magni af storkuþætti VIII sem er í einum ml af eðlilegu plasma hjá mönnum.

Meðferð eftir þörfum

Útreikningur á nauðsynlegum skammti af storkuþætti VIII er byggður á þeirri staðreynd að 1 alþjóðleg eining (a.e.) af storkuþætti VIII á hvert kg líkamsþyngdar eykur virkni storkuþáttar VIII í plasma um 2 a.e./dl. Skammtur er reiknaður út með eftirfarandi formúlu:

Nauðsynlegar einingar = líkamsþyngd (kg) x æskileg hækkun á storkuþætti VIII (%) (a.e./dl) x 0,5 (a.e./kg per a.e./dl)

Skammtar og skammtatíðni eiga að taka mið af einstaklingsbundinni svörun lyfsins.

Í eftirfarandi blæðingartilfellum skal virkni storkuþáttar VIII ekki vera minni en uppgefin virknigildi í plasma (% af eðlilegu gildi eða a.e./dl) á viðeigandi tímabili. Nota má eftirfarandi töflu sem leiðbeiningar við skammtaútreikninga fyrir blæðingatilfelli og skurðaðgerðir:

Tafla 1 Leiðbeiningar um skammtaútreikninga fyrir blæðingatilfelli og skurðaðgerðir

Alvarleiki blæðingar/Tegund

FVIII þéttni sem óskað er

Skammtatíðni

skurðaðgerðar

eftir (%) (a.e./dl)

(klst.)/Meðferðarlengd (dagar)

 

 

 

Blæðingar

 

 

Snemmkomin liðblæðing, blæðing í

20-40

Endurtekið á 12 til 24 klst. fresti í

vöðva eða munnholi

 

a.m.k. 1 sólarhring þar til verkir

 

 

gefa til kynna að blæðing hefur

 

 

minnkað eða bata er náð

Umfangsmeiri liðblæðing, blæðing í

30-60

Endurtekið innrennsli á 12-24 klst.

vöðva eða margúll

 

fresti í 3-4 sólarhringa eða lengur

 

 

þar til verkur minnkar og bráð

 

 

hreyfihömlun hefur gengið til baka

Lífshættulegar blæðingar

60-100

Endurtekið innrennsli á 8-24 klst.

 

 

fresti þar til hættan er liðin hjá

 

 

 

Skurðaðgerð

 

 

Minniháttar skurðaðgerð, þ.m.t.

30-60

Á 24 klst. fresti, í a.m.k. 1

tannúrtaka

 

sólarhring þar til bata er náð

Meiriháttar skurðaðgerð

80-100

Endurtekið innrennsli á 8-24 klst.

 

(fyrir og eftir aðgerð)

fresti þar til sár hefur gróið

 

 

nægjanlega því næst meðferð í aðra

 

 

7 daga til að viðhalda 30% til 60%

 

 

(a.e./dl) virkni storkuþáttar VIII

Fyrirbyggjandi meðferð

Langtíma fyrirbyggjandi meðferð gegn blæðingum hjá sjúklingum með alvarlega dreyrasýki A. Venjulegir ráðlagðir skammtar eru 20-40 a.e. af storkuþætti VIII á hvert kg líkamsþyngdar annan hvern dag eða 20-50 a.e. af storkuþætti VIII á hvert kg líkamsþyngdar þrisvar í viku. Stundum er nauðsynlegt að stytta tíma milli skammta eða stækka skammta, sérstaklega hjá ungum sjúklingum.

Eftirlit með meðferð

Meðan á meðferð stendur er ráðlagt að mæla virkni storkuþáttar VIII með viðeigandi aðferðum til að réttur skammtur sé gefinn og tíðni endurtekinna lyfjagjafa sé rétt. Þegar um er að ræða meiriháttar skurðaðgerðir er nákvæmt eftirlit með uppbótarmeðferðinni með greiningu á blóðstorknun (virkni storkuþáttar VIII í plasma) lífsnauðsynlegt. Svörun við storkuþætti VIII getur verið einstaklingsbundin og in vivo endurheimt (in vivo recovery, IVR) mismunandi sem og helmingunartími.

Skurðaðgerð

Engin reynsla er af skurðaðgerð hjá börnum.

Aldraðir

Engin reynsla er hjá sjúklingum >65 ára.

Börn

Sem langtíma fyrirbyggjandi meðferð við blæðingum hjá sjúklingum yngri en 12 ára eru ráðlagðir skammtar 25-50 a.e. af storkuþætti VIII á hvert kg líkamsþyngdar annan hvern dag eða 25-60 a.e. af storkuþætti VIII á hvert kg líkamsþyngdar þrisvar í viku. Fyrir sjúklinga eldri en 12 ára eru skammtaleiðbeiningar þær sömu og fyrir fullorðna sjúklinga.

Lyfjagjöf

Til notkunar í bláæð.

Ráðlagður innrennslishraði fyrir NovoEight er 1-2 ml/mín. Ákvarða skal hraða innrennslis hjá hverjum sjúklingi fyrir sig.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Þekkt ofnæmi fyrir hamstrapróteinum.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ofnæmi

Hugsanlegt er að ofnæmisviðbrögð komi fram við notkun NovoEight. Lyfið inniheldur hamstraprótein í snefilmagni sem getur valdið ofnæmi hjá sumum sjúklingum. Ef einkenni ofnæmis koma fram skal ráðleggja sjúklingum að hætta notkun lyfsins samstundis og hafa samband við lækninn. Upplýsa skal sjúklinga um fyrstu einkenni ofnæmisviðbragða þ.m.t. ofsakláða, útbreiddan ofsakláða, þyngsli fyrir brjósti, hvæsandi öndun, lágþrýsting og bráðaofnæmi.

Ef lost kemur fram skal veita viðeigandi meðferð við losti.

Mótefnamyndun

Myndun hlutleysandi mótefna (hemla) gegn storkuþætti VIII er þekktur fylgikvilli við meðferð sjúklinga með dreyrasýki A. Venjulega eru þessi mótefni IgG sem beinast gegn storknunarvirkni storkuþáttar VIII og magnið gefið upp sem fjöldi Bethesda-eininga (BE) í hverjum ml plasma með því að nota afbrigði af prófinu. Hætta á myndun mótefna er háð útsetningu fyrir storkuþætti VIII og mesta hættan er fyrstu 20 dagana. Í einstaka tilvikum geta mótefnin myndast eftir fyrstu 100 dagana.

Fram hafa komið tilvik þar sem mótefni (lágur títri) myndast aftur þegar skipt er úr einu lyfi með raðbrigðastorkuþátt VIII yfir í annað lyf hjá sjúklingum sem áður höfðu fengið meðferð lengur en í 100 daga og eru með sögu um mótefnamyndun. Því er ráðlagt að fylgjast náið með sjúklingum með tilliti til mótefnamyndunar þegar skipt er yfir í annað lyf.

Almennt skal fylgjast náið með öllum sjúklingum í meðferð með storkuþætti VIII með tilliti til mótefnamyndunar með viðeigandi klínískum skoðunum og prófum á rannsóknarstofum. Ef sú virkni sem búist er við af storkuþætti VIII næst ekki eða ef ekki næst stjórn á blæðingu með viðeigandi skammti, skal prófa fyrir mótefni gegn storkuþætti VIII. Hjá sjúklingum með há gildi mótefna er ekki víst að meðferð með storkuþætti VIII skili árangri og því skal hugleiða önnur meðferðarúrræði. Meðferð slíkra sjúklinga á að vera í umsjá lækna með reynslu af meðferð blæðingasjúkdóma og mótefna gegn storkuþætti VIII.

Það eru eindregin tilmæli að í hvert sinn sem NovoEight er gefið sé heiti og lotunúmer lyfsins skráð til þess að tryggja rekjanleika milli sjúklings og hverrar lotu lyfsins

Hjálparefni

Eftir blöndun inniheldur lyfið 0,31 mmól af natríum (7 mg) í hverjum ml af blandaðri lausn. Þetta þarf að hafa í huga hjá sjúklingum á natríumskertu mataræði.

Vandamál tengd æðaleggjum

Ef þörf er á miðlægum bláæðalegg (central venous access device, CVAD) skal hafa í huga hættuna á fylgikvillum sem tengjast honum, þ.m.t. staðbundnum sýkingum, blóðsýkingu og segamyndun á íkomustað.

Börn

Varnaðarorð og varúðarreglur eiga við um fullorðna og börn.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum með NovoEight.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Ekki hafa verið gerðar dýrarannsóknir á frjósemi með NovoEight. Þar sem dreyrasýki A er mjög sjaldgæf hjá konum er reynsla varðandi notkun storkuþáttar VIII hjá barnshafandi konum og konum með börn á brjósti ekki til staðar. Storkuþátt VIII ætti því aðeins að nota á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf ef það er algerlega nauðsynlegt.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

NovoEight hefur engin áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Ofnæmi eða ofnæmisviðbrögð (m.a. ofnæmisbjúgur, sviði og stingir á innrennslisstað, hrollur, roði, útbreiddur ofsakláði, höfuðverkur, ofsakláði, lágþrýstingur, svefnhöfgi, ógleði, eirðarleysi, hraðsláttur, þyngsli fyrir brjósti, dofi, uppköst, hvæsandi öndun) hefur í mjög sjaldgæfum tilvikum komið fram og getur í sumum tilvikum orðið að alvarlegu bráðaofnæmi (m.a. lost).

Í örfáum tilvikum hefur myndast mótefni gegn hamstrapróteinum með ofnæmisviðbrögðum því tengdu.

Sjúklingar með dreyrasýki A geta myndað hlutleysandi mótefni (hemla) gegn storkuþætti VIII. Mótefnamyndun kemur fram sem ófullnægjandi klínísk svörun. Í þeim tilvikum er ráðlagt að hafa samband við sérfræðing í blóðsjúkdómum/blóðmeinafræði.

Tafla með aukaverkunum

Taflan hér að neðan er samkvæmt MedDRA flokkun eftir líffærum.

Tíðni er metin samkvæmt eftirfarandi: mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100)>, mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 2 Tíðni aukaverkana í klínískum rannsóknum

Líffærakerfi

Tíðni*

Aukaverkun

Geðræn vandamál

Sjaldgæfar

Svefnleysi

Taugakerfi

Sjaldgæfar

Höfuðverkur, sundl

Hjarta

Sjaldgæfar

Hraður sínustaktur

Æðar

Sjaldgæfar

Háþrýstingur, vessabjúgur

Lifur og gall

Algengar

Aukin lifrarensím**

Húð og undirhúð

Sjaldgæfar

Útbrot

Stoðkerfi og stoðvefur

Sjaldgæfar

Stífleiki í stoðkerfi, liðkvilli, verkur í útlimum, verkur í stoðkerfi

Almennar aukaverkanir og

Algengar

Viðbrögð á stungustað***

aukaverkanir á íkomustað

Sjaldgæfar

Þreyta, hitatilfinning, útlægur bjúgur, hiti

Rannsóknaniðurstöður

Sjaldgæfar

Aukinn hjartsláttur

Áverkar og eitranir

Sjaldgæfar

Mar

*Reiknað á grundvelli heildarfjölda sjúklinga í öllum klínískum rannsóknum (214).

**Aukin lifrarensím eru m.a alanín aminotransferasi, aspartat aminotransferasi, gamma- glutamyltransferasi og bilirubin.

***Viðbrögð á stungustað eru m.a. roði, lyfið hefur borist utan æða og kláði á stungustað.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Í öllum klínískum rannsóknum með NovoEight var greint frá alls 30 aukaverkunum hjá 19 af

214 sjúklingum sem fengu NovoEight. Algengustu aukaverkanirnar sem greint var frá voru viðbrögð á stungustað og aukin lifrarensím. Af þessum 30 aukaverkunum var greint frá 2 hjá einu barni af

31 sjúklingi yngri en 6 ára, ekki var greint frá aukaverkun hjá sjúklingum á aldrinum 6 til 18 ára og greint var frá 28 aukaverkunum hjá 18 af 127 fullorðnum.

Börn

Í klínískum rannsóknum hjá 63 börnum 0 til 12 ára og 24 unglingum12 til 18 ára með alvarlega dreyrasýki A kom enginn munur á börnum og fullorðnum fram varðandi öryggi NovoEight.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki hefur verið greint frá einkennum ofskömmtunar raðbrigðastorkuþáttar VIII.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: blæðingalyf: storkuþáttur VIII, ATC-flokkur: B02BD02.

Verkunarháttur

NovoEight inniheldur turoctocog alfa, manna storkuþátt VIII (rDNA), með stytt B-hneppi. Þetta glýcoprótein er með sömu byggingu og manna storkuþáttur VIII þegar það er virkjað og með svipaðar breytingar eftir þýðingu og sameind í plasma. Komið hefur í ljós að bindiset súlfathóps á týrósin á Tyr1680 (upprunalega í fullri lengd), sem er mikilvægt vegna bindingar við von Willebrand storkuþátt, er að fullu súlfaterað á turoctocog alfa sameindinni. Við innrennsli hjá sjúklingi með dreyrasýki binst storkuþáttur VIII við innrænan von Willebrand storkuþátt í blóðrás sjúklings. Storkufléttan storkuþáttur VIII/von Willebrand samanstendur af tveimur sameindum (storkuþætti VIII og von Willebrand storkuþætti) sem hafa mismunandi lífeðlisfræðilega verkun. Virkjaður storkuþáttur VIII virkar sem fylgiþáttur fyrir virkjaðan storkuþátt IX við að hraða umbreytingu storkuþáttar X yfir í virkjað form storkuþáttar X. Virkjaður storkuþáttur X breytir prothrombíni í thrombín. Síðan breytir thrombín fibrinogeni í fibrín og storkumyndun getur orðið. Dreyrasýki er blóðstorkuröskun sem erfist kynbundið og er vegna minnkaðrar virkni storkuþáttar VIII:C og leiðir til mikilla liðblæðinga, blæðinga í vöðva eða í innri líffæri, sjálfkrafa eða vegna áverka eða skurðaðgerða. Við uppbótarmeðferð eykst virkni VIII í plasma og þannig verður tímabundin leiðrétting á skorti á blóðstorkuþætti og tilhneiging til blæðinga minnkar.

Verkun

Þrjár fjölsetra, opnar rannsóknir án samanburðar voru gerðar til þess að meta öryggi og verkun NovoEight þegar það er notað fyrirbyggjandi og til meðferðar á blæðingum hjá sjúklingum sem hafa fengið meðferð áður og eru með alvarlega dreyrasýki A (FVIII virkni ≤1%). Í rannsóknunum voru 213 sjúklingar sem fengu meðferð: 150 unglingar eða fullorðnir sjúklingar án mótefna 12 ára og eldri (≥150 meðferðardagar) og 63 börn án mótefna yngri en12 ára (≥50 meðferðardagar). 187 af 213 sjúklingum héldu áfram í framlengdri rannsókn á öryggi. Það sýndi sig að meðferð með NovoEight var örugg og hafði tilætlaða blæðingavörn og fyrirbyggjandi áhrif. Eftir uppsafnaða útsetningu sem var meira en 54.000 dagar (samsvarar 342 sjúklingaárum ) kom ekkert mótefni gegn storkuþætti VIII í ljós í 3. stigs (a) klínískum rannsóknum hjá sjúklingum sem höfðu fengið meðferð áður. Af þeim

1.377 blæðingum sem greint var frá hjá 177 af þessum 213 sjúklingum gengu 1.244 (90,3%) blæðinganna til baka eftir 1-2 innrennsli með NovoEight.

Tafla 3 Notkun turoctocog alfa og heildarárangur

 

Yngri börn

Eldri börn

Unglingar

Fullorðnir

Heildarfjöldi

 

(0 - <6 ára)

(6 - <12 ára)

(12 -

(≥18 ára)

 

 

 

 

 

 

<18 ára)

 

 

Fjöldi sjúklinga

 

 

Fyrirbyggjandi

 

 

 

 

 

 

 

skammtur fyrir hvern

 

 

 

 

 

 

 

sjúkling (a.e./kg

 

 

 

 

 

 

 

líkamsþyngdar)

40,1

(8,5)

36,6

(9,0)

27,0 (7,6)

26,9 (6,9)

30,3 (9,2)

Meðal (SD)

Min ; Max

26,5

; 57,3

24,9

; 57,9

20,5 ; 46,9

20,0 ; 50,8

20,0 ; 57,9

Skammtur notaður

 

 

 

 

 

 

 

vegna blæðinga

 

 

 

 

 

 

 

(a.e./kg

 

 

 

 

 

 

 

líkamsþyngdar)

44,4

(17,9)

40,0

(10,4)

28,2 (10,2)

33,8 (11,9)

34,5 (12,6)

Meðaltal (SD)

Min ; Max

25,9

; 193,8

25,5

; 65,5

12,4 ; 76,8

9,3 ; 104,0

9,3 ; 193,8

Árangur* %

92,9%

88,9%

79,7%

85,6%

85,9%

SD: Staðalfrávik

*Árangur er skilgreindur sem framúrskarandi eða góður.

Alls voru framkvæmdar 14 skurðaðgerðir á 14 sjúklingum þar af voru 13 meiriháttar og 1 minniháttar. Í öllum tilvikunum var blæðingastöðvun árangursrík og ekki var greint frá meðferðarbresti.

5.2Lyfjahvörf

Allar lyfjahvarfarannsóknir með turoctocog alfa voru gerðar á sjúklingum sem höfðu áður fengið meðferð og voru með alvarlega dreyrasýki A (FVIII ≤1%). Greining plasmasýna var gerð með einsþreps storkuprófi og litrófsgreiningu.

Í alþjóðlegri rannsókn með 36 rannsóknastofum var NovoEight metið og greint með tilliti til FVIII:C og borið saman við markaðssettan raðbrigðastorkuþátt FVIII í fullri lengd. Rannsóknin sýndi fram á sambærilegar og samkvæmar niðurstöður beggja lyfjanna og að hægt sé að mæla NovoEight í plasma á áreiðanlegan hátt án þess að þörf sé á sérstökum NovoEight staðli.

Lyfjahvarfaþættir eftir stakan skammt af NovoEight eru sýndir í töflu 4 fyrir storkuprófi og í töflu 5 fyrir litrófsgreiningu.

Tafla 4 Lyfjahvörf turoctocog alfa eftir stakan skammt hjá sjúklingum með alvarlega dreyrasýki A

(FVIII ≤1%), storkupróf

Lyfjahvarfaþáttur

0 − <6 ára

6 − <12 ára

≥12 ára

 

n=14

n=14

n=33

 

Meðaltal (SD)

Meðaltal (SD)

Meðaltal (SD)

Stigvaxandi heimtur

0,018 (0,007)

0,020

(0,004)

0,022

(0,004)

(a.e./ml)/(a.e./kg)

 

 

 

 

 

AUC ((a.e.*klst.)/ml)

9,92 (4,11)

11,09

(3,74)

15,26

(5,77)

CL (ml/klst./kg)

6,21 (3,66)

5,02 (1,68)

3,63 (1,09)

t½ (klst.)

7,65 (1,84)

8,02 (1,89)

11,00

(4,65)

Vss (ml/kg)

56,68 (26,43)

46,82

(10,63)

47,40

(9,21)

Cmax (a.e./ml)

1,00 (0,58)

1,07 (0,35)

1,226

(0,41)

Meðaltími í blóði

9,63 (2,50)

9,91 (2,57)

14,19

(5,08)

(klst.)

 

 

 

 

 

Tafla 5 Lyfjahvörf turoctocog alfa eftir stakan skammt af turoctocog alfa hjá sjúklingum með alvarlega dreyrasýkiA (FVIII ≤1%), litrófsgreining

Lyfjahvarfaþáttur

0 − <6 ára

6 − <12 ára

≥12 ára

 

n=14

 

n=14

 

n=33

 

 

Meðaltal (SD)

Meðaltal (SD)

Meðaltal (SD)

Stigvaxandi heimtur

0,022

(0,006)

0,025

(0,006)

0,029

(0,006)

(a.e./ml)/(a.e./kg)

 

 

 

 

 

 

AUC ((a.e.* klst.)/ml)

12,23

(4,36)

14,37

(3,48)

19,63

(7,73)

CL (ml/ klst./kg)

4,59 (1,73)

3,70 (1,00)

2,86 (0,94)

t½ (klst.)

9,99 (1,71)

9,42 (1,52)

11,22

(6,86)

Vss (ml/kg)

55,46

(23,53)

41,23

(6,00)

38,18

(10,24)

Cmax (a.e./ml)

1,12 (0,31)

1,25 (0,27)

1,63 (0,50)

Meðaltími í blóði

12,06

(1,90)

11,61

(2,32)

14,54

(5,77)

(klst.)

 

 

 

 

 

 

Lyfjahvörf voru sambærileg hjá börnum yngri en 6 ára og börnum 6 til 12 ára. Lyfjahvarfaþættir NovoEight hjá börnum voru nokkuð frábrugðnir þáttum hjá fullorðnum sjúklingum. Hærra gildi á CL (úthreinsun) og lægra gildi t½ hjá börnum miðað við hjá fullorðnum með dreyrasýki A getur að hluta til verið vegna stærra plasmarúmmáls á hvert kg líkamsþyngdar hjá yngri sjúklingum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi og eiturverkunum eftir endurtekna skammta.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Stofn:

Natríumklóríð

L-histidín

Súkrósi

Polýsorbat 80

L-methionín

Kalsíumklóríð tvíhýdrat

Natríumhýdroxíð

Saltsýra

Leysir:

Natríum klóríð

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

Órofin pakkning: 30 mánuðir

Lyfið má geyma við stofuhita (≤30°C) einu sinni á geymslutímabilinu og ekki lengur en í 9 mánuði. Þegar lyfið hefur verið tekið úr kæli má ekki setja það aftur í kæli. Skrifið dagsetninguna á öskjuna þegar byrjað er að geyma lyfið í stofuhita.

Geymið hettuglasið í ytri öskjunni til varnar gegn ljósi.

Eftir blöndun:

Eftir blöndun hefur verið sýnt fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika í 24 klst. við 2°C-8°C og í 4 klst. við stofuhita (≤30°C).

Með hliðsjón af örverumengun á að nota lyfið tafarlaust eftir blöndun. Ef það er ekki notað þegar í stað er geymslutími og geymsluskilyrði fyrir notkun á ábyrgð notandans og á undir venjulegum kringumstæðum ekki að vera lengri en 4 klst. við stofuhita (≤30°C) eða 24 klst. við 2°C-8°C nema blöndun hafi verið gerð með smitgát við vottaðar aðstæður.

Ónotuðu lyfi sem hefur verið geymt við stofuhita lengur en í 4 klst. á að fleygja.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C-8°C). Má ekki frjósa.

Geymsluskilyrði við stofuhita og geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Hver pakkning af NovoEight 250 a.e., 500 a.e., 1000 a.e., 1500 a.e., 2000 a.e. og 3000 a.e. stungulyfsstofni og leysi, lausn inniheldur:

1 glerhettuglas (tegund I) með stofni og chlorobutýl gúmmítappa

1 sæft millistykki fyrir hettuglasið fyrir blöndun

1 áfyllta sprautu með 4 ml af leysi með bakflæðisvara (polypropylen), gúmmístimpli (bromobutýl) og sprautuhettu (bromobutýl)

1 stimpilstöng (polypropylen)

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

NovoEight á að gefa í bláæð eftir að stofninn hefur verið blandaður með leysinum sem er í meðfylgjandi sprautu. Eftir blöndun virðist lausnin tær og lítið eitt ópallýsandi. Ekki á að nota lausnina ef hún er skýjuð eða inniheldur botnfall.

Einnig er innrennslissett nauðsynlegt (slanga og fiðrildanál), sæfðar sprittþurrkur, grisjur og plástrar. Þetta fylgir ekki með í NovoEight pakkningunni.

Ávallt skal viðhafa smitgát.

Blöndun

A)A

Taktu hettuglasið, millistykkið og áfylltu sprautuna úr öskjunni. Geymdu stimpilstöngina ósnerta í öskjunni.Láttu hettuglasið og áfylltu sprautuna ná stofuhita. Þú getur gert það með því að halda á þeim þar til þau hafa náð sama hitastigi og hendurnar. Ekki nota aðra aðferð til að hita hettuglasið og áfylltu sprautuna.

B)B

Fjarlægðu plasthettuna af hettuglasinu. Ekki nota hettuglasið ef plasthettan er laus eða ef hana vantar. Hreinsaðu gúmmítappann með sæfðri sprittþurrku og láttu hann þorna í nokkrar sekúndur fyrir notkun.

C)C

Fjarlægðu hlífðarpappírinn af millistykkinu. Ekki nota millistykkið ef hlífðarpappírinn er ekki innsiglaður að fullu eða ef hann er rifinn.

Ekki taka millistykkið úr hlífðarhettunni með fingrunum.

D

D)

Snúðu hlífðarhettunni við og smelltu millistykkinu á hettuglasið. Ekki losa millistykkið af hettuglasinu eftir að þú hefur fest það á.

E)E

Kreistu hlífðarhettuna varlega með þumli og vísifingri eins og sýnt er á myndinni. Fjarlægðu hlífðarhettuna af millistykkinu.

F)F

Gríptu um breiðari enda stimpilstangarinnar og tengdu stimpilstöngina strax við sprautuna með því að snúa henni réttsælis á stimpilinn sem er innan í áfylltu sprautunni þar til þú finnur fyrir mótstöðu.

G

G)

Fjarlægðu sprautuhettuna af áfylltu sprautunni með því að beygja hana niður þar til hún rifnar við rifgötin. Ekki koma við sprautuoddinn undir sprautuhettunni.

H)H

Skrúfaðu áfylltu sprautuna fasta á millistykkið þar til þú finnur fyrir mótstöðu.

I)I

Hallaðu áfylltu sprautunni örlítið og snúðu hettuglasinu niður. Þrýstu stimpilstönginni niður til að dæla öllum leysinum í hettuglasið.

J)J

Haltu stimpilstönginni niðri og hvirflaðu hettuglasinu varlega þar til allt duftið er uppleyst. Ekki hrista hettuglasið því það veldur froðumyndun.

Ráðlagt er að nota NovoEight strax eftir blöndun. Geymsluskilyrði lyfsins eftir blöndun, sjá kafla 6.3.

Ef stærri skammtur er nauðsynlegur eru skref A til J endurtekin með viðbótarhettuglösum, millistykkjum fyrir hettuglös og áfylltum sprautum.

Lyfjagjöf eftir blöndun

K)

Haltu stimpilstönginni inni að fullu. Snúðu sprautunni með áföstu hettuglasinu á hvolf. Slepptu stimpilstönginni og leyfðu henni að færast til baka meðan blandaða lausnin fyllir sprautuna. Togaðu stimpilstöngina örlítið niður til að draga blönduðu lausnina inn í sprautuna.

Ef þú þarft ekki að nota allan skammtinn skaltu nota kvarðann á sprautunni til að sjá hversu mikið

af blandaðri lausn er dregið úr sprautunni, eins og

K

læknirinn eða hjúkrunarfræðingur hefur kennt

 

þér.

 

Með hettuglasið á hvolfi skaltu slá létt í sprautuna

 

til að loftbólur, ef einhverjar eru, safnist fyrir efst.

 

Ýttu stimpilstönginni hægt þar til allar loftbólur

 

hafa verið fjarlægðar.

 

L)L

Skrúfaðu millistykkið með áföstu hettuglasinu af.

NovoEight er nú tilbúið til inndælingar. Finndu heppilegan stungustað og sprautaðu NovoEight rólega í bláæð á 2-5 mínútum.

Förgun

Eftir inndælingu á að farga á öruggan hátt ónotaðri NovoEight lausn, sprautunni ásamt inndælingarbúnaði, hettuglasinu ásamt millistykkinu og öðrum úrgangi eins og lyfjafræðingurinn segir til um.

Ekki fleygja þessu með heimilissorpi.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Novo Nordisk A/S

Novo Allé

DK-2880 Bagsværd

Danmörk

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

NovoEight 250 a.e.

EU/1/13/888/001

NovoEight 500 a.e.

EU/1/13/888/002

NovoEight 1000 a.e.

EU/1/13/888/003

NovoEight 1500 a.e.

EU/1/13/888/004

NovoEight 2000 a.e.

EU/1/13/888/005

NovoEight 3000 a.e.

EU/1/13/888/006

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 13.nóvember 2013

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf