Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

NovoEight (turoctocog alfa) – Fylgiseðill - B02BD02

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsNovoEight
ATC-kóðiB02BD02
Efnituroctocog alfa
FramleiðandiNovo Nordisk A/S

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

NovoEight 250 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

NovoEight 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

NovoEight 1000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

NovoEight 1500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

NovoEight 2000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

NovoEight 3000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

turoctocog alfa (manna storkuþáttur VIII (rDNA))

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Ífylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um NovoEight og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota NovoEight

3.Hvernig nota á NovoEight

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á NovoEight

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um NovoEight og við hverju það er notað

NovoEight inniheldur virka efnið turoctocog alfa, manna storkuþátt VIII. Storkuþáttur VIII er prótein sem er í blóði undir eðlilegum kringumstæðum og stuðlar að blóðstorknun.

NovoEight er notað til að meðhöndla og koma í veg fyrir blæðingar hjá sjúklingum með dreyrasýki A (meðfæddur skortur á storkuþætti VIII) og má nota hjá öllum aldurshópum.

Hjá sjúklingum með dreyrasýki A vantar storkuþátt VIII eða hann starfar ekki rétt. NovoEight kemur í staðinn fyrir fjarverandi eða gallaðan storkuþátt VIII og hjálpar til við að mynda blóðkekki þar sem blæðingin er.

2. Áður en byrjað er að nota NovoEight

Ekki má nota NovoEight:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6)

ef um er að ræða ofnæmi fyrir próteinum úr hömstrum.

Ekki nota NovoEight ef annað hvort af ofantöldu á við þig. Ræddu við lækninn áður en þú notar lyfið ef þú ert ekki viss.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en NovoEight er notað.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum koma bráðaofnæmisviðbrögð fram (alvarleg, skyndileg ofnæmisviðbrögð) eftir gjöf NovoEight. Snemmbúin ofnæmiseinkenni eru útbrot, ofsakláði, kláðablettir, útbreiddur kláði, bólgnar varir og tunga, öndunarörðugleikar, hvæsandi öndun, þyngsli fyrir brjósti, almennur slappleiki og sundl.

Ef vart verður við einhver þessara einkenna skal samstundis hætta lyfjagjöf og hafa samband við lækninn.

Ræddu við lækninn ef þér finnst að ekki hafi náðst stjórn á blæðingunni með skammtinum sem þú fékkst, þar sem nokkrar ástæður geta verið fyrir því. Sumir þeirra sem nota lyfið geta myndað mótefni gegn storkuþætti VIII (einnig þekkt sem hemlar á storkuþátt VIII). Hemlar á storkuþátt VIII gera það að verkum að áhrif NovoEight til að koma í veg fyrir eða hafa stjórn á blæðingu minnkar. Ef þetta gerist gætir þú þurft stærri skammt af NovoEight eða annað lyf til að hafa stjórn á blæðingunni. Ekki auka við heildarskammtinn af NovoEight án þess að ræða fyrst við lækninn. Þú skalt láta lækninn vita ef þú hefur áður fengið meðferð með lyfjum sem innihalda storkuþátt VIII, sérstaklega ef þú myndaðir hemla, þar sem meiri hætta gæti verið á að það komi fyrir aftur.

Notkun annarra lyfja samhliða NovoEight

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

NovoEight hefur engin áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

NovoEight inniheldur natríum

Lyfið inniheldur 28 mg af natríum (7 mg/ml) eftir blöndun.

Ræddu við lækninn ef þú ert á natríumskertu mataræði.

3.Hvernig nota á NovoEight

Meðferð með NovoEight verður hafin af lækni sem hefur reynslu af meðhöndlun sjúklinga með dreyrasýki A. Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum.

Læknirinn reiknar út skammtinn fyrir þig. Skammturinn fer eftir líkamsþyngd og við hverju lyfið er notað.

Til að hindra blæðingar

Venjulegur skammtur af NovoEight er 20 til 50 a.e. á hvert kíló líkamsþyngdar. Inndælingin er gefin á 2 til 3 daga fresti. Í vissum tilfellum, sérstaklega hjá yngri sjúklingum, getur þurft að gefa lyfið oftar eða í stærri skömmtum.

Meðferð blæðinga

Skammturinn af NovoEight er reiknaður út samkvæmt líkamsþyngdinni og þeirri virkni af storkuþætti VIII sem á að ná. Sú þéttni af þætti VIII sem stefnt er að ræðst af því hve alvarleg blæðingin er og staðsetningu hennar.

Notkun handa börnum og unglingum

Nota má NovoEight hjá öllum aldurshópum barna. Hjá börnum (yngri en 12 ára) gæti þurft að nota stærri skammta eða gefa oftar inndælingar. Börn (eldri en 12 ára) og unglingar geta notað sömu skammta og fullorðnir.

Hvernig gefa á NovoEight

NovoEight er gefið sem inndæling í æð. Sjá „Leiðbeiningar um hvernig á að nota NovoEight“ fyrir frekari upplýsingar.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú notar meira af NovoEight en mælt er fyrir um skal hafa tafarlaust samband við lækni eða fara á sjúkrahús.

Ef gleymist að nota NovoEight

Hafðu samband við lækninn ef þú gleymir skammti og veist ekki hvernig á að bæta upp fyrir hann.

Ef hætt er að nota NovoEight

Ef þú hættir að nota NovoEight er ekki víst að þú sért varin(n) gegn blæðingum eða að núverandi blæðing stöðvist. Ekki má hætta að nota NovoEight án samráðs við lækni.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Eftirfarandi aukaverkanir geta komið fram við notkun lyfsins.

Ef skyndileg, alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmisviðbrögð) koma fram (gerist örsjaldan), verður strax að hætta inndælingu. Þú verður að hafa strax samband við lækninn ef þú finnur fyrir einhverjum eftirtöldum byrjunareinkennum:

öndunarörðugleikar, mæði eða hvæsandi öndun

þyngsli fyrir brjósti

þroti í vörum og tungu

útbrot, ofsakláði, kláðablettir eða útbreiddur kláði

svimi eða meðvitundarleysi

lágur blóðþrýstingur (föl og köld húð, hraður hjartsláttur).

Alvarleg einkenni, þ.m.t. kyngingar- eða öndunarörðugleikar og roði eða þroti í andliti eða höndum, þarfnast tafarlausrar bráðameðferðar.

Ef þú færð alvarleg ofnæmisviðbrögð, gæti læknirinn skipt um lyf.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

blóðprufur sem sýna breytingar á því hvernig lifrin starfar

viðbrögð (roði og kláði) þar sem lyfinu var sprautað inn

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

þreyta

höfuðverkur

sundl

svefnerfiðleikar (svefnleysi)

hraður hjartsláttur

hækkaður blóðþrýstingur

útbrot

hiti

hitatilfinning

stífleiki í vöðvum

verkur í vöðvum

verkur í hand- og fótleggjum

þroti í fótleggjum og fótum

sjúkdómur í liðum

marblettir.

Aðrar aukaverkanir sem geta komið fyrir hjá börnum og unglingum

Aukaverkanir hjá börnum og unglingum eru þær sömu og komu fram hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á NovoEight

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á eftir „EXP“ á umbúðunum og merkimiða á glasinu og áfylltu sprautunni. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymið í kæli (2°C-8°C). Má ekki frjósa.

Áður en NovoEight stungulyfsstofninum er blandað má geyma hann við stofuhita (allt að 30°C) í samfelldan tíma í allt að 9 mánuði. Skrifið dagsetninguna þegar byrjað er að geyma NovoEight við stofuhita á öskjuna. Ekki setja NovoEight aftur í kæli eftir að það hefur verið geymt við stofuhita.

Nota skal NovoEight strax eftir blöndun. Ef ekki er hægt að nota blönduðu NovoEight lausnina strax skal nota hana innan 4 klst. ef hún er geymd við stofuhita (allt að 30°C) og innan 24 klst. ef hún er geymd við 2°C - 8°C. Geyma skal blönduðu lausnina í hettuglasinu. Ef hún er ekki notuð strax getur verið að lyfið sé ekki lengur dauðhreinsað og getur valdið sýkingu. Ekki geyma lausnina án þess að hafa fengið leiðbeiningar frá lækninum.

Stungulyfsstofninn í hettuglasinu er hvítt eða fölgult duft. Ekki nota duftið ef liturinn hefur breyst.

Blandaða lausnin á að vera tær eða örlítið ópallýsandi. Ekki nota lyfið ef það virðist skýjað eða inniheldur sýnilegar agnir.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

NovoEight inniheldur

Virka innihaldsefnið er turoctocog alfa (manna storkuþáttur VIII (rDNA)). Hvert hettuglas af NovoEight inniheldur 250, 500, 1000, 1500, 2000 eða 3000 a.e. af turoctocog alfa.

Önnur innihaldsefni eru L-histidín, súkrósi, pólýsorbat 80, natríumklóríð, L-methionín, kalsíumklóríð tvíhýdrat, natríumhýdroxíð og saltsýra.

Innihaldsefni í leysinum er natríumklóríð 9 mg/ml.

Eftir blöndun við leysinn sem fylgir (natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) lausn fyrir stungulyf), inniheldur inndælingarlausnin 62,5, 125, 250, 375, 500 eða 750 a.e. af turoctocog alfa í hverjum ml, talið í sömu röð, (samsvarandi virkni turoctocog alfa er 250, 500, 1000, 1500, 2000 eða 3000 a.e.).

Lýsing á útliti NovoEight og pakkningastærðir

NovoEight er í pakkningum sem innihalda 250, 500, 750, 1000, 1500, 2000 eða 3000 a.e.

Hver pakkning af NovoEight inniheldur hettuglas með hvítu eða fölgulu dufti (stungulyfsstofn), 4 ml áfyllta sprautu með tærri litlausri lausn, stimpilstöng og millistykki fyrir hettuglas.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Novo Nordisk A/S

Novo Allé

DK-2880 Bagsværd, Danmörk

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Leiðbeiningar um hvernig á að nota NovoEight

LESTU ÞESSAR LEIÐBEININGAR VEL ÁÐUR EN ÞÚ NOTAR NOVOEIGHT.

NovoEight er stungulyfsstofn (duft). Fyrir inndælingu (lyfjagjöf) þarf að blanda honum við leysinn sem er í sprautunni. Leysirinn er 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríðlausn. Sprauta þarf blönduðu NovoEight í bláæð (inndæling í æð). Búnaðurinn í pakkningunni er ætlaður til blöndunar og til þess að sprauta NovoEight.

Þú þarft einnig innrennslisbúnað (slöngur og fiðrildanál), sæfðar sprittþurrkur, grisjur og plástra. Þetta fylgir ekki með í NovoEight pakkningunni.

Ekki nota búnaðinn nema hafa fengið viðeigandi þjálfun hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingi.

Ávallt skal þvo hendur og ganga úr skugga um að svæðið í kringum þig sé hreint.

Mikilvægt er að viðhafa smitgát þegar þú undirbýrð og sprautar lyfi í æð. Röng aðferð getur valdið því að sýklar komist í blóðið.

Ekki opna búnaðinn nema þú sért tilbúin(n) að nota hann.

Ekki nota búnaðinn ef hann hefur dottið í gólfið eða ef hann hefur skemmst. Notaðu þess í stað nýja pakkningu.

Ekki nota búnaðinn ef hann er fyrndur. Notaðu þess í stað nýja pakkningu. Fyrningardagsetningin er prentuð á eftir „EXP“ á öskjunni, hettuglasinu, millistykkinu og áfylltu sprautunni.

Ekki nota búnaðinn ef þú heldur að hann sé mengaður. Notaðu þess í stað nýja pakkningu.

Ekki farga hluta af búnaðinum fyrr en þú hefur gefið þér blönduðu lausnina. Búnaðurinn er eingöngu ætlaður til notkunar í eitt skipti.

Innihald

Pakkningin inniheldur:

1 hettuglas með NovoEight stungulyfsstofni (duft)

1 millistykki fyrir hettuglas

1 áfyllta sprautu með leysi

1 stimpilstöng (er undir sprautunni)

Yfirlitsmynd

Hettuglas með NovoEight

stungulyfsstofni (duft)

Plasthetta

Millistykki fyrir hettuglös

Hlífðarhetta

Gúmmítappi (undir

plasthettunni)

Oddur

Hlífðar-

(undir hlífðarpappírnum)

pappír

Áfyllt sprauta með leysi

 

 

 

Sprautuoddur

 

Stimpill

 

Stimpilstöng

(undir sprautu-

Kvarði

 

 

 

hettunni)

 

Skrúfgangur

Breiður

 

 

efri endi

Sprautuhetta

1. Hettuglas og sprauta undirbúin

Taktu út þann fjölda af NovoEight

pakkningum sem þú þarft.

A

Athugaðu fyrningardagsetninguna.

Athugaðu heiti, styrkleika og lit pakkningarinnar, til að tryggja að hún innihaldi rétt lyf.

Þvoðu hendurnar og þurrkaðu þær vel með hreinu handklæði eða leyfðu þeim að þorna.

Taktu hettuglasið, millistykkið og áfylltu sprautuna úr öskjunni.

Geymdu stimpilstöngina ósnerta í öskjunni.

Láttu hettuglasið og áfylltu sprautuna ná stofuhita. Þú getur gert

það með því að halda á þeim þar til þau hafa náð sama hitastigi og hendurnar.

Ekki nota aðra aðferð til að hita hettuglasið og áfylltu sprautuna.

Fjarlægðu plasthettuna af

B

 

hettuglasinu. Ekki nota hettuglasið ef

 

 

plasthettan er laus eða ef hana

 

 

vantar.

 

Hreinsaðu gúmmítappann með sæfðri sprittþurrku og láttu hann

þorna í nokkrar sekúndur fyrir notkun til að tryggja að hann sé eins hreinn og mögulegt er.

Ekki snerta gúmmítappann með fingrunum þar sem það getur valdið því að sýklar berast yfir á gúmmítappann.

2.Millistykkið sett á

Fjarlægðu hlífðarpappírinn af

C

 

millistykkinu.

 

 

Ekki nota millistykkið ef

 

 

hlífðarpappírinn er ekki innsiglaður

 

 

að fullu eða ef hann er rifinn.

 

 

Ekki taka millistykkið úr

 

 

hlífðarlokinu með fingrunum. Ef þú

 

 

kemur við oddinn á millistykkinu geta

 

 

sýklar á fingrunum mengað

 

 

millistykkið.

 

 

 

 

Settu hettuglasið á flatt og stöðugt

D

 

yfirborð.

 

Snúðu hlífðarhettunni við og smelltu millistykkinu á hettuglasið.

 

Ekki losa millistykkið af

 

 

hettuglasinu eftir að þú hefur fest

 

 

það á.

 

 

 

 

Kreistu hlífðarhettuna varlega með

E

 

þumli og vísifingri eins og sýnt er á

 

 

myndinni.

 

 

Fjarlægðu hlífðarhettuna af

 

 

millistykkinu.

 

 

Ekki lyfta millistykkinu af

 

 

hettuglasinu þegar þú fjarlægir

 

 

hlífðarhettuna.

 

3. Festu stimpilstöngina við sprautuna

Gríptu utan um breiða efri enda

stimpilstangarinnar og taktu hana úr

F

öskjunni. Ekki koma við hliðarnar

 

eða skrúfganginn á stimpilstönginni.

 

Ef þú kemur við hliðarnar eða

 

skrúfganginn geta sýklar á fingrunum

 

mengað hliðarnar eða skrúfganginn.

 

Tengdu stimpilstöngina strax við sprautuna með því að snúa henni réttsælis á stimpilinn sem er innan í áfylltu sprautunni þar til þú finnur fyrir mótstöðu.

Fjarlægðu sprautuhettuna af áfylltu

G

 

sprautunni með því að beygja hana

 

 

niður þar til hún rifnar við rifgötin.

 

 

Ekki koma við sprautuoddinn undir

 

 

sprautuhettunni. Ef þú kemur við

 

 

sprautuoddinn geta sýklar á fingrunum

 

 

mengað sprautuoddinn.

 

 

Ekki nota áfylltu sprautuna ef

 

 

sprautuhettan er laus eða hana

 

 

vantar.

 

 

 

 

Skrúfaðu áfylltu sprautuna fasta á

H

 

millistykkið þar til þú finnur fyrir

 

 

mótstöðu.

 

4. Stungulyfsstofninum (duftinu) blandað

I

við leysinn

 

Hallaðu áfylltu sprautunni örlítið og snúðu hettuglasinu niður.

Þrýstu stimpilstönginni niður til að dæla öllum leysinum í hettuglasið.

Haltu stimpilstönginni niðri og

J

 

hvirflaðu hettuglasinu varlega þar til

 

 

allt duftið er uppleyst.

 

 

Ekki hrista hettuglasið því það

 

 

veldur froðumyndun.

 

Skoðaðu blönduðu lausnina. Hún verður að vera tær til lítillega ópallýsandi (ekki alveg tær). Ekki

nota lausnina ef þú tekur eftir sýnilegum ögnum eða mislitun. Nota

skal þess í stað nýja pakkningu.

Ráðlagt er að nota NovoEight strax eftir blöndun. Það er vegna þess að ef lyfið er ekki notað strax er ekki víst að það sé dauðhreinsað og það gæti valdið sýkingum.

Ef ekki er hægt að nota blönduðu NovoEight lausnina strax, skal nota hana innan 4 klst. ef hún er geymd við stofuhita (allt að 30°C) og innan 24 klst. ef hún er geymd við 2°C - 8°C. Geyma skal blönduðu lausnina í hettuglasinu.

Ekki frysta blandaða NovoEight lausn eða geyma hana í sprautum. Ekki geyma lausnina án þess að hafa fengið leiðbeiningar frá lækninum.

Geyma skal blandaða NovoEight lausn varða gegn ljósi.

Ef þú þarft að nota fleiri en eitt hettuglas, skaltu endurtaka skref A til J með viðbótar hettuglösum, millistykkjum fyrir hettuglös og áfylltum sprautum þar til ávísuðum skammti er náð.

Haltu stimpilstönginni inni að fullu.

K

Snúðu sprautunni með áföstu hettuglasinu á hvolf.

Slepptu stimpilstönginni og leyfðu henni að færast til baka meðan

blandaða lausnin fyllir sprautuna.

Togaðu stimpilstöngina örlítið niður til að draga blönduðu lausnina inn í

sprautuna.

Ef þú þarft ekki að nota allan skammtinn, skaltu nota kvarðann á sprautunni til að sjá hversu mikið af blandaðri lausn er dregið úr sprautunni, eins og læknirinn eða hjúkrunarfræðingur hefur kennt þér.

Ef of mikið loft er í sprautunni á einhverjum tímapunkti skaltu dæla loftinu aftur í hettuglasið.

Meðan þú heldur á hettuglasinu á hvolfi, sláðu létt í sprautuna til að loftbólur, ef einhverjar eru, safnist fyrir efst.

Ýttu stimpilstönginni hægt þar til allar loftbólur hafa verið fjarlægðar.

Skrúfaðu millistykkið af með

L

 

hettuglasinu áföstu.

 

Ekki snerta sprautuoddinn. Ef þú kemur við sprautuoddinn geta sýklar á fingrunum mengað sprautuoddinn.

5. Blandaða lausnin gefin

NovoEight er nú tilbúið til inndælingar í bláæð.

Sprautaðu blönduðu lausninni eins og læknirinn eða hjúkrunarfræðingur hefur kennt þér.

Sprautaðu rólega á 2 til 5 mínútum.

Ekki blanda NovoEight við aðra innrennslisvökva eða lyf.

Inndæling NovoEight með áfylltri sprautu með nálarlausum tengibúnaði fyrir æðalegg

Varúð: Áfyllta sprautan er gerð úr gleri og er hönnuð til að passa á hefðbundnar luer-lock tengingar. Sumir nálarlausir tengibúnaðir með innri oddi passa ekki á áfylltu sprautuna. Þessi ósamrýmanleiki gæti komið í veg fyrir gjöf lyfsins og/eða valdið skemmdum á nálarlausa tengibúnaðinum.

Lausnin gefin í miðlægan búnað (central venous access device [CVAD]) eins og miðlægan bláæðarlegg eða lyfjabrunn:

Ávallt skal viðhafa smitgát. Fylgið notkunarleiðbeiningum sem fylgja tengibúnaðinum og CVAD í samráði við lækninn eða hjúkrunarfræðing.

Hugsanlega þarf að nota sæfða 10 ml plastsprautu til að draga upp blönduðu lausnina við inndælingu í CVAD. Þetta skal gera strax á eftir skrefi J.

Ef skola þarf CVAD slönguna fyrir eða eftir lyfjagjöf með NovoEight á að nota natríum klóríð 9 mg/ml lausn til inndælingar.

Förgun

M

• Eftir inndælingu á að farga á öruggan hátt ónotaðri NovoEight lausn, sprautunni ásamt inndælingarbúnaði, hettuglasinu ásamt millistykkinu og öðrum úrgangi eins og lyfjafræðingurinn segir til um.

Ekki fleygja þessu með heimilissorpi.

Ekki taka búnaðinn í sundur áður en þú fargar honum.

Ekki nota búnaðinn aftur.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf