Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

NovoMix (insulin aspart) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A10AD05

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsNovoMix
ATC-kóðiA10AD05
Efniinsulin aspart
FramleiðandiNovo Nordisk A/S

1.HEITI LYFS

NovoMix 30 Penfill 100 einingar/ml stungulyf, dreifa í rörlykju

NovoMix 30 FlexPen 100 einingar/ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna

2.INNIHALDSLÝSING

NovoMix 30 Penfill

1 ml af dreifunni inniheldur 100 einingar leysanlegt aspartinsúlín*/prótamínkristallað aspartinsúlín* í hlutföllunum 30/70 (sem jafngildir 3,5 mg). 1 rörlykja inniheldur 3 ml sem samsvarar 300 einingum.

NovoMix 30 FlexPen

1 ml af dreifunni inniheldur 100 einingar leysanlegt aspartinsúlín*/prótamínkristallað aspartinsúlín* í hlutföllunum 30/70 (sem jafngildir 3,5 mg). 1 áfylltur lyfjapenni inniheldur 3 ml sem samsvarar

300 einingum.

*Aspartinsúlín er framleitt í Saccharomyces cerevisiae með raðbrigða (recombinant) DNA-tækni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

Dreifan er skýjuð, hvít og vatnskennd.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

NovoMix 30 er ætlað til meðferðar á sykursýki hjá fullorðnum, unglingum og börnum 10 ára og eldri.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Virkni insúlínhliðstæðna, þ.m.t. aspartinsúlíns, er gefin upp í einingum, en virkni mannainsúlíns er gefin upp í alþjóðlegum einingum.

Skömmtun NovoMix 30 er einstaklingsbundin og er ákveðin í samræmi við þarfir sjúklingsins. Mælt er með eftirliti með blóðsykri og aðlögun insúlínskammta til að ná bestu mögulegu stjórn á blóðsykri.

Hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 má nota NovoMix 30 eitt sér. NovoMix 30 má einnig nota samhliða sykursýkilyfjum til inntöku ef ekki næst fullnægjandi stjórn á blóðsykri sjúklingsins með sykursýkilyfjum til inntöku einum sér. Hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2 er ráðlagður upphafsskammtur af NovoMix 30 6 einingar við morgunmat og 6 einingar við kvöldmat. Einnig má hefja notkun NovoMix 30 með gjöf einu sinni á sólarhring með 12 einingum við kvöldmat. Þegar NovoMix 30 er notað einu sinni á sólarhring er venjulega ráðlagt að fara yfir í tvisvar á sólarhring ef nota þarf 30 einingar eða meira með því að skipta skammtinum í tvo jafna skammta við morgunmat og kvöldmat. Ef gjöf NovoMix 30 tvisvar á dag leiðir til endurtekins blóðsykurfalls að deginum, má skipta morgunskammtinum upp í morgunskammt og hádegisskammt (gjöf þrisvar á sólarhring).

Mælt er með því að notaðar séu eftirfarandi leiðbeiningar við skammtabreytingar:

Blóðsykurgildi fyrir máltíð

Skammtabreytingar

 

 

NovoMix 30

< 4,4 mmól/l

< 80 mg/dl

- 2 einingar

4,4 – 6,1 mmól/l

80 – 110 mg/dl

6,2 – 7,8 mmól/l

111 – 140 mg/dl

+ 2 einingar

7,9 – 10 mmól/l

141 – 180 mg/dl

+ 4 einingar

> 10 mmól/l

> 180 mg/dl

+ 6 einingar

Nota skal lægstu gildi blóðsykurs sem fengin eru fyrir máltíðir síðustu þrjá dagana. Ekki á að stækka skammt ef sjúklingur hefur fengið blóðsykursfall á þessum þremur dögum. Breyta má skömmtum einu sinni í viku þar til ákjósanlegu HbA1c er náð. Nota skal blóðsykursgildi fyrir máltíð til þess að meta hvort síðasti skammtur hefur verið hæfilegur.

Hjá sjúklingum með sykursýki tegund 1 er einstaklingsbundin insúlínþörf venjulega á bilinu 0,5 - 1,0 einingar/kg/sólarhring. NovoMix 30 getur að fullu eða að hluta uppfyllt þessa þörf.

Nauðsynlegt getur verið að aðlaga skammta ef sjúklingar auka líkamlega áreynslu eða breyta venjulegu mataræði sínu og einnig í tengslum við veikindi.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir (≥ 65 ára)

NovoMix 30 má nota hjá öldruðum sjúklingum, en takmörkuð reynsla er af notkun NovoMix 30 samhliða sykursýkilyfjum til inntöku hjá sjúklingum eldri en 75 ára.

Auka skal eftirlit með blóðsykri hjá öldruðum sjúklingum og aðlaga skammta aspartinsúlínsins að hverjum einstaklingi fyrir sig.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi getur dregið úr insúlínþörf sjúklings.

Auka skal eftirlit með blóðsykri hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi og aðlaga skammta aspartinsúlínsins að hverjum einstaklingi fyrir sig.

Börn

Unglingar og börn, 10 ára og eldri, mega nota NovoMix 30 þegar óskað er eftir forblönduðu insúlíni. Takmörkuð klínísk reynsla er af notkun NovoMix 30 hjá börnum 6 til 9 ára (sjá kafla 5.1).

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um NovoMix 30 hjá börnum yngri en 6 ára.

Skipt úr notkun annarra insúlínlyfja

Þegar sjúklingar skipta af tvífasa mannainsúlíni yfir á NovoMix 30 á að byrja með sömu skammta og sömu tímasetningar. Síðan skal aðlaga skammta að þörfum hvers einstaklings (sjá leiðbeiningar um skammtabreytingar í töflunni hér að framan).

Mælt er með nánu eftirliti með blóðsykri þegar skipt er um lyf og á fyrstu vikunum eftir það (sjá kafla 4.4).

Lyfjagjöf

NovoMix 30 er tvífasa dreifa insúlínhliðstæðunnar aspartinsúlíns. Dreifan inniheldur fljótverkandi og meðal langverkandi aspartinsúlín í hlutföllunum 30/70.

NovoMix 30 er eingöngu til notkunar undir húð.

NovoMix 30 er gefið með inndælingu undir húð á læri eða kvið. Nota má rasskinnar eða axlarvöðvasvæði ef það hentar. Sífellt skal skipta um stungustað innan sama svæðis á líkamanum til að draga úr hættu á myndun fitukyrkings. Áhrif mismunandi stungustaða á frásog NovoMix 30 hafa ekki verið rannsökuð. Verkunarlengd er breytileg eftir skammtastærð, stungustað, blóðflæði, líkamshita og líkamlegri áreynslu.

Verkun NovoMix 30 hefst fyrr en verkun tvífasa mannainsúlíns og skal því almennt gefa það rétt fyrir máltíð. Ef nauðsynlegt er má gefa NovoMix 30 fljótlega eftir máltíð.

Ítarlegar notkunarleiðbeiningar er að finna í fylgiseðli.

NovoMix 30 Penfill

Lyfjagjöf með inndælingarbúnaði

NovoMix 30 Penfill er hannað til notkunar með Novo Nordisk inndælingarbúnaði og NovoFine eða NovoTwist nálum.

NovoMix 30 FlexPen

Lyfjagjöf með FlexPen

NovoMix 30 FlexPen er áfylltur lyfjapenni (litakóðaður) hannaður til notkunar með NovoFine eða NovoTwist nálum. FlexPen gefur 1-60 einingar í 1 einingar þrepum.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

NovoMix 30 má ekki gefa í æð, þar sem það getur leitt til verulegs blóðsykurfalls. Forðast skal gjöf í vöðva. NovoMix 30 á ekki að nota í innrennslisdælur.

Áður en ferðast er milli tímabelta ætti sjúklingurinn að ráðfæra sig við lækni, þar sem insúlíngjöf og máltíðir gætu þurft að vera á öðrum tímum en venjulega.

Of hár blóðsykur

Ef skömmtun er ófullnægjandi eða meðferð er hætt, sérstaklega þegar um sykursýki af tegund 1 er að ræða, getur það leitt til of hás blóðsykurs og ketónblóðsýringar af völdum sykursýkinnar. Yfirleitt koma fyrstu einkenni of hás blóðsykurs smám saman á nokkrum klukkustundum eða dögum. Þau eru m.a. þorsti, aukin tíðni þvagláta, ógleði, uppköst, syfja, þurr og rjóð húð, munnþurrkur, lystarleysi og asetónlykt úr vitum. Þegar um sykursýki af tegund 1 er að ræða getur ómeðhöndlaður of hár blóðsykur að lokum leitt til ketónblóðsýringar af völdum sykursýkinnar, sem getur verið lífshættuleg.

Blóðsykursfall

Sé máltíð sleppt úr eða við óvænta, mikla líkamlega áreynslu getur komið fram blóðsykursfall.

Blóðsykursfall getur átt sér stað ef insúlínskammturinn er of stór miðað við insúlínþörfina. Ef blóðsykursfall á sér stað eða grunur um blóðsykursfall vaknar má ekki gefa NovoMix. Eftir að jafnvægi kemst á blóðsykur sjúklings skal íhuga að aðlaga skammta (sjá kafla 4.2, 4.8 og 4.9).

NovoMix 30 getur haft meira áberandi blóðsykurslækkandi verkun en tvífasa mannainsúlín í allt að 6 klst. eftir inndælingu. Þetta getur þurft að bæta upp hjá einstaka sjúklingi með því að breyta insúlínskammti og/eða fæðuneyslu.

Hjá sjúklingum sem hafa náð umtalsvert betri stjórn á blóðsykri, t.d. með nákvæmri insúlínnotkun, geta venjuleg viðvörunareinkenni um blóðsykursfall breyst frá því sem áður var og þarf að upplýsa sjúklingana um það. Venjuleg viðvörunareinkenni geta horfið hjá sjúklingum sem hafa haft sykursýki lengi.

Vegna betri stjórnar á blóðsykurgildum getur verið aukin hætta á blóðsykursfalli og því er þörf á sérstöku eftirliti þegar verið er að stækka skammta eins og lýst er í kafla 4.2.

Þar sem gefa á NovoMix 30 samtímis máltíð verður að hafa hin skjótvirku áhrif lyfsins í huga hjá sjúklingum sem eru haldnir öðrum sjúkdómum eða eru í meðferð með öðrum lyfjum, þar sem gera má ráð fyrir hægara frásogi fæðu.

Aðrir sjúkdómar, einkum sýkingar og hiti auka venjulega insúlínþörf sjúklingsins. Samhliða sjúkdómar í nýrum eða lifur, eða sjúkdómar sem hafa áhrif á nýrnahettur, heiladingul eða skjaldkirtil geta valdið þörf fyrir breytingar á insúlínskammtinum.

Þegar sjúklingar breyta yfir í notkun annarra tegunda insúlínlyfja geta snemmkomin viðvörunareinkenni um blóðsykursfall breyst eða verið vægari en þau sem þeir höfðu upplifað með fyrra insúlíninu.

Skipt úr notkun annarra insúlínlyfja

Þegar breytt er yfir í notkun annarrar insúlíntegundar eða í insúlín frá öðrum framleiðanda verður sjúklingur að vera undir ströngu eftirliti læknis. Breytingar á styrkleika, framleiðanda, tegund og uppruna (dýrainsúlín, mannainsúlín eða insúlínhliðstæðu) og/eða á framleiðsluaðferð (raðbrigða DNA gegn dýrainsúlíni) geta leitt til þess að breyta þurfi skömmtum. Sjúklingar sem skipta yfir á NovoMix 30 úr annarri tegund insúlíns gætu þurft aukinn fjölda skammta á sólarhring eða aðra skammta en þá sem þeir notuðu af insúlínlyfinu sem þeir notuðu áður. Ef þörf er á aðlögun má gera það við fyrsta skammt eða á fyrstu vikum eða mánuðum meðferðar.

Viðbrögð á stungustað

Eins og á við um alla insúlínmeðferð, geta viðbrögð á stungustað komið fyrir svo sem verkur, roði, ofsakláði, bólga, marblettir, þroti og kláði. Með því að skipta stöðugt um stungustað innan ákveðins svæðis dregur úr líkum á að slík viðbrögð komi fram. Viðbrögðin ganga venjulega til baka á nokkrum dögum eða vikum. Í mjög sjaldgæfum tilfellum geta viðbrögð á stungustað valdið því að hætta verður notkun NovoMix 30.

Samsett meðferð með NovoMix og pioglitazóni

Greint hefur verið frá hjartabilun þegar pioglitazón var notað samhliða insúlíni, sérstaklega hjá sjúklingum með áhættuþætti hjartabilunar. Þetta skal hafa í huga ef verið er að íhuga samsetta meðferð með pioglitazóni og NovoMix. Ef slík samsett meðferð er notuð skal fylgjast með merkjum og einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningar og bjúgmyndunar. Stöðva skal pioglitazón meðferð ef einhver versnun frá hjarta á sér stað.

Hvernig forðast skal að rugla saman lyfjum/mistök við lyfjagjöf

Leiðbeina skal sjúklingum að athuga alltaf merkimiðann á insúlínínu fyrir hverja inndælingu til að forðast að rugla saman NovoMix og öðrum insúlínlyfjum.

Insúlínmótefni

Gjöf insúlíns getur valdið myndun insúlínmótefna. Þegar slík mótefni myndast gæti í mjög sjaldgæfum tilfellum þurft að breyta insúlínskammtinum til að leiðrétta tilhneigingu til blóðsykurshækkunar eða – lækkunar.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Vitað er að fjöldi lyfja hefur áhrif á efnaskipti glúkósu.

Eftirtalin lyf geta dregið úr insúlínþörf sjúklings:

Sykursýkislyf til inntöku, mónóamínoxídasahemlar (MAO-hemlar), beta-blokkar, ACE-hemlar (angiotensin converting enzyme inhibitors), salisýlöt, vefaukandi sterar og súlfónamíð.

Eftirtalin lyf geta aukið insúlínþörf sjúklings:

Getnaðarvarnarlyf til inntöku, tíazíð, sykursterar, skjaldkirtilshormón, adrenvirk lyf, vaxtarhormón og danazól.

Beta-blokkar geta dulið einkenni of lágs blóðsykurs.

Oktreótíð/lanreótíð geta annaðhvort aukið eða dregið úr insúlínþörfinni.

Alkóhól getur magnað eða dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum insúlíns.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Klínísk reynsla af NovoMix 30 á meðgöngu er takmörkuð.

Æxlunarrannsóknir á dýrum hafa ekki sýnt fram á neinn mun milli aspartinsúlíns og mannainsúlíns með tilliti til eitrunaráhrifa á fósturvísa og fósturskemmandi verkunar.

Nákvæm blóðsykursstjórn og náið eftirlit er almennt ráðlagt alla meðgönguna hjá konum með sykursýki og ef þungun er fyrirhuguð. Insúlínþörfin minnkar venjulega á fyrsta þriðjungi meðgöngu, en fer vaxandi á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu. Eftir fæðingu verður insúlínþörf fljótlega eins og hún var fyrir þungun.

Brjóstagjöf

Engar takmarkanir eru á notkun NovoMix 30 hjá konum með barn á brjósti, þar sem insúlínnotkun móður með barn á brjósti hefur enga hættu í för með sér fyrir barnið. Þó getur þurft að breyta NovoMix 30 skammtinum.

Frjósemi

Í dýrarannsóknum á æxlun hefur ekki komið fram neinn mismunur á aspartinsúlíni og mannainsúlíni hvað varðar frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Blóðsykursfall getur dregið úr einbeitingarhæfni og viðbragðsflýti sjúklings, en það hefur ákveðna hættu í för með sér þegar þessir eiginleikar skipta miklu máli (t.d. við bifreiðaakstur og stjórnun véla).

Ráðleggja á sjúklingum að gæta þess að verða ekki fyrir blóðsykursfalli við akstur eða notkun véla. Þetta er sérstaklega mikilvægt hjá þeim sem fá lítil sem engin viðvörunareinkenni um blóðsykursfall og hjá sjúklingum þar sem blóðsykursfall verður ítrekað. Í þessum tilvikum þarf að íhuga vel hvort akstur eða notkun véla sé ráðlögð.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins

Aukaverkanir sem komið hafa fram hjá sjúklingum sem nota NovoMix eru yfirleitt af völdum lyfhrifa aspartinsúlíns.

Algengasta aukaverkunin sem greint er frá meðan á meðferð stendur er blóðsykursfall. Tíðni blóðsykursfalls er breytileg eftir sjúklingahópum, skömmtum og því hve góð stjórn hefur náðst á blóðsykri, sjá Lýsing á völdum aukaverkunum hér á eftir.

Í upphafi insúlínmeðferðar geta truflanir á ljósbroti augans, bjúgur og viðbrögð á stungustað (verkur,

roði, útbrot, bólga, marblettir, þroti og kláði á stungustað) átt sér stað. Þessi viðbrögð eru venjulega tímabundin. Hröð lagfæring á blóðsykursstjórn getur haft í för með sér bráðan og sársaukafullan taugakvilla, en hann gengur venjulega til baka. Efling insúlínmeðferðar, þar sem blóðsykurstjórn verður skyndilega betri, getur leitt til tímabundinnar versnunar á sjónukvilla af völdum sykursýki, en betri blóðsykurstjórn til lengri tíma dregur út hættu á framgangi sjónukvilla af völdum sykursýki.

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanirnar sem taldar eru upp hér á eftir eru samkvæmt gögnum úr klínískum rannsóknum og eru flokkaðar samkvæmt MedDRA tíðniflokkun og flokkun eftir líffærum. Tíðnin er skilgreind á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til

< 1/100) mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Ónæmiskerfi

Sjaldgæfar - Ofsakláði, útbrot, útþot

 

 

 

Koma örsjaldan fyrir – Bráðaofnæmisviðbrögð*

 

 

Efnaskipti og næring

Mjög algengar – Blóðsykursfall*

 

 

Taugakerfi

Mjög sjaldgæfar – Úttaugakvilli (sársaukafullur taugakvilli)

 

 

Augu

Sjaldgæfar – Truflanir á ljósbroti augans

 

 

 

Sjaldgæfar – Sjónukvilli af völdum sykursýki

 

 

Húð og undirhúð

Sjaldgæfar – Fitukyrkingur*

 

 

Almennar aukaverkanir og

Sjaldgæfar – Bjúgur

aukaverkanir á íkomustað

 

 

Sjaldgæfar – Viðbrögð á stungustað

* sjá Lýsing á völdum aukaverkunum.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Bráðaofnæmisviðbrögð:

Almenn ofnæmisviðbrögð (þ.m.t. almenn húðútbrot, kláði, aukin svitamyndun, meltingartruflanir, ofsabjúgur, öndunarerfiðleikar, hjartsláttarónot og lækkaður blóðþrýstingur) koma örsjaldan fyrir, en geta hugsanlega verið lífshættuleg.

Blóðsykursfall:

Blóðsykursfall er algengasta aukaverkunin sem greint hefur verið frá. Það getur átt sér stað ef insúlínskammturinn er of stór miðað við insúlínþörfina. Verulegt blóðsykursfall getur leitt til meðvitundarleysis og/eða krampa og getur endað með tímabundinni eða varanlegri skerðingu á heilastarfsemi og jafnvel dauða. Einkenni blóðsykurfalls koma yfirleitt skyndilega fram. Þau geta m.a. verið kaldur sviti, köld og þvöl húð, þreyta, taugaóstyrkur eða skjálfti, kvíði, óvenjuleg þreyta eða máttleysi, rugl, einbeitingarskortur, syfja, óhóflegt hungur, breytingar á sjón, höfuðverkur, ógleði og hjartsláttarónot.

Í klínískum rannsóknum var tíðni blóðsykursfalls breytileg eftir sjúklingahópum, skömmtum og því hve góð stjórn er á blóðsykrinum. Meðan á klínískum rannsóknum stóð var ekki munur á heildartíðni blóðsykursfalls milli sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með aspartinsúlíni og þeirra sem fengu mannainsúlín.

Fitukyrkingur:

Fitukyrkingur (þ.m.t. fituofvöxtur og fiturýrnun) getur komið fyrir á stungustað Með því að skipta

sífellt um stungustað innan sama svæðis á líkamanum dregur úr hættu á myndun fitukyrkings.

Börn

Samkvæmt upplýsingum sem hafa komið fram eftir markaðssetningu lyfsins sem og í klínískum rannsóknum er tíðni, gerð og alvarleiki aukaverkana hjá börnum ekki frábrugðinn því sem reynslan sýnir hjá einstaklingum almennt.

Aðrir sérstakir sjúklingahópar

Samkvæmt upplýsingum sem hafa komið fram eftir markaðssetningu lyfsins sem og í klínískum rannsóknum er tíðni, gerð og alvarleiki aukaverkana hjá öldruðum sjúklingum og sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi ekki frábrugðinn því sem reynslan sýnir hjá einstaklingum almennt.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki er hægt að skilgreina sértækt ofskömmtun með insúlíni, en blóðsykursfall getur hins vegar verið í tveimur þrepum ef of stórir skammtar eru notaðir miðað við þarfir sjúklingsins:

Við vægu blóðsykursfalli er hægt að gefa þrúgusykur til inntöku eða eitthvað annað sem inniheldur sykur. Því er sjúklingum með sykursýki ráðlagt að hafa alltaf eitthvað á sér sem inniheldur sykur.

Alvarlegt blóðsykursfall, þegar sjúklingur missir meðvitund, er hægt að meðhöndla með glúkagoni (0,5 - 1 mg) gefnu í vöðva eða undir húð af einhverjum sem hefur verið kennt það eða að gefin er glúkósa í bláæð af lækni eða hjúkrunarfræðingi. Einnig verður að gefa glúkósu í bláæð ef sjúklingurinn hefur ekki svarað glúkagoni innan 10 - 15 mínútna. Þegar sjúklingurinn hefur komist til meðvitundar er mælt með því að hann borði kolvetnaríka fæðu til að koma í veg fyrir annað blóðsykursfall.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sykursýkislyf. Insúlín og hliðstæður til inndælingar, meðallangvirk eða langvirk í blöndum með skjótvirkum. ATC flokkur: A 10A D05.

NovoMix 30 er tvífasa dreifa með 30% leysanlegt aspartinsúlín (skjótvirk mannainsúlínhliðstæða) og 70% prótamínkristallað aspartinsúlín (meðallangvirk mannainsúlínhliðstæða).

Verkunarháttur og lyfhrif

Blóðsykurslækkandi áhrif aspartinsúlíns koma fram vegna aukinnar upptöku glúkósu eftir bindingu insúlíns við insúlínviðtaka í vöðva- og fitufrumum og vegna samhliða hindrunar á losun glúkósu frá lifur.

NovoMix 30 er tvífasa insúlín, sem inniheldur 30% af leysanlegu aspartinsúlíni. Verkun þess hefst skjótt og er því hægt að gefa það mun nær máltíðum (0 - 10 mínútum fyrir eða eftir mat) en leysanlegt mannainsúlín. Kristallaði fasi lyfsins (70%) er prótamínkristallað aspartinsúlín, en verkunarferill þess er mjög líkur verkunarferli NPH- mannainsúlíns.

Þegar NovoMix 30 er gefið með inndælingu undir húð hefst verkun innan 10 - 20 mínútna. Hámarksverkun næst 1 - 4 klst. eftir inndælingu. Verkun varir í allt að 24 klst. (Mynd 1).

Mynd 1: Verkunarferill NovoMix 30 (___) og tvífasa mannainsúlíns 30 (---) hjá heilbrigðum einstaklingum.

Verkun og öryggi

Í rannsókn sem stóð í 3 mánuði á sjúklingum með sykursýki tegund 1 og sjúklingum með sykursýki tegund 2 var sýnt fram á, að með NovoMix 30 næst jafngóð stjórn á sykurtengdum blóðrauða og við notkun tvífasa mannainsúlíns 30. Aspartinsúlín er jafnvirkt mannainsúlíni miðað við sama mólfjölda. Samanborið við tvífasa mannainsúlín 30, leiddi notkun NovoMix 30 fyrir morgunmat og kvöldmat til lægri þéttni blóðsykurs eftir báðar máltíðirnar (morgunmat og kvöldmat).

Safngreining sem tók til níu rannsókna á sjúklingum með sykursýki tegund 1 eða 2 sýndi að blóðsykursþéttni við föstu var hærri hjá sjúklingum sem fengu meðferð með NovoMix 30 en hjá sjúklingum sem fengu meðferð með tvífasa mannainsúlíni 30.

Íeinni slembaðri rannsókn fékk 341 sjúklingur með sykursýki af tegund 2 meðferð með NovoMix 30 einu sér eða samhliða metformini eða metformin ásamt sulfonylurea. Enginn munur var á

aðalverkunarbreytunni (primary efficacy variable) – HbA1c eftir 16 vikna meðferð – hjá sjúklingum sem fengu meðferð með NovoMix 30 samhliða metformini og sjúklingum sem fengu metformin ásamt

sulfonylurea. Í rannsókninni höfðu 57% sjúklinganna grunngildi HbA1c yfir 9%. Hjá þessum sjúklingum leiddi meðferð með NovoMix 30 samhliða metformini til marktækt lægri HbA1c en meðferð með metformini samhliða sulfonylurea.

Íeinni slembaðri rannsókn voru sjúklingar með sykursýki tegund 2 og óviðunandi stjórn á blóðsykri með blóðsykurslækkandi lyfi til inntöku einu sér, meðhöndlaðir með NovoMix 30 tvisvar sinnum á sólarhring (117 sjúklingar) eða einu sinni á sólarhring með glargíninsúlíni (116 sjúklingar). Eftir

28 vikna meðferð í samræmi við skammtaleiðbeiningar sem lýst er í kafla 4.2 varð meðaltalsminnkun

á HbA1c 2,8% þegar NovoMix 30 var notað (meðaltal í upphafi = 9,7%). Hjá 66% sjúklinga, sem notuðu NovoMix 30, urðu HbA1c gildi lægri en 7% og hjá 42% sjúklinganna urðu gildi lægri en 6,5% og meðaltal blóðsykursþéttni hjá fastandi sjúklingum (FPG) lækkaði um u.þ.b. 7 mmól/l (frá

14,0 mmól/l í upphafi í 7,1 mmól/l).

Safngreining hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2 sýndi minnkaða hættu á blóðsykursfalli að næturlagi í heild og mikilli blóðsykurslækkun hjá þeim sem fengu meðferð með NovoMix 30 samanborið við þá sem fengu meðferð með tvífasa mannainsúlíni 30. Líkur á blóðsykursfalli að degi til jukust í heild hjá sjúklingum sem fengu meðferð með NovoMix 30.

Börn

Í16 vikna klínískri rannsókn hjá 167 sjúklingum á aldrinum 10 til 18 ára var blóðsykursstjórnun eftir máltíðir við notkun NovoMix 30 í tengslum við máltíðir borin saman við blóðsykursstjórnum eftir notkun mannainsúlíns/tvífasa mannainsúlíns 30 í tengslum við máltíðir og NPH insúlíns sem gefið var

fyrir svefn. Hjá báðum meðferðarhópunum var meðalgildi HbA1c svipað og í upphafi allt rannsóknartímabilið og enginn munur var á tíðni blóðsykurfalls við notkun NovoMix 30 og tvífasa mannainsúlíns 30.

Ítvíblindri rannsókn með víxlun (12 vikur í hvorri meðferð) þar sem rannsóknarþýðið var minna

(54 sjúklingar) og yngra (á aldursbilinu 6 til 12 ára) var tíðni blóðsykursfalls marktækt lægri og blóðsykurshækkun eftir máltíðir marktækt minni við notkun NovoMix 30 samanborið við tvífasa mannainsúlín 30. HbA1c var í rannsóknarlok marktækt lægra hjá þeim hópnum sem meðhöndlaður var með tvífasa mannainsúlíni 30 samanborið við hópinn sem meðhöndlaður var með NovoMix 30.

5.2Lyfjahvörf

Frásog, dreifing og brotthvarf

Í aspartinsúlíni hefur amínósýrunni prólíni verið skipt út fyrir aspartínsýru í stöðu B28. Þetta minnkar tilhneigingu insúlínsins til að mynda sexliðu (hexamer) eins og gerist með leysanlegt mannainsúlín. Aspartinsúlín í leysanlega hlutanum af NovoMix 30 samsvarar 30% af heildarinsúlíninu og frásogast því hraðar frá húðbeði en leysanlegur hluti insúlíns í tvífasa mannainsúlíni. Hinn hlutinn, sem er 70%, er kristallað form af prótamínkristölluðu aspartinsúlíni sem hefur álíka langan frásogsferil og NPH- mannainsúlín.

Hámarksþéttni insúlíns í sermi er að meðaltali 50% hærri þegar NovoMix 30 er notað en þegar tvífasa mannainsúlín 30 er notað. Hámarksþéttni næst að meðaltali helmingi fyrr en þegar tvífasa mannainsúlín 30 er notað. Hámarksþéttni í sermi, sem að meðaltali er 140 + 32 pmól/l, náðist um

60 mínútum eftir gjöf 0,20 eininga/kg líkamsþunga undir húð hjá heilbrigðum einstaklingum. Helmingunartími (t½) NovoMix 30, sem sýnir frásogshraða prótamínbundna hlutans, var að meðaltali um 8-9 klst. Upphafleg þéttni insúlíns í sermi náðist aftur 15-18 klst. eftir inndælingu lyfsins undir húð. Hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2 náðist hámarksþéttni um 95 mínútum eftir lyfjagjöf og þéttni, sem mæld var minnst 14 klst. eftir lyfjagjöf, var vel yfir núllpunkti.

Sérstakir sjúklingahópar

Lyfjahvörf NovoMix 30 hafa hvorki verið rannsökuð hjá öldruðum sjúklingum né sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

Börn

Lyfjahvörf NovoMix 30 hafa ekki verið rannsökuð hjá börnum eða unglingum. Hins vegar hafa lyfjahvarfa- og lyfhrifaeiginleikar uppleysanlegs aspartinsúlíns verið rannsakaðir hjá börnum (6-12 ára) og unglingum (13-17 ára) með sykursýki tegund 1. Aspartinsúlín frásogaðist hratt hjá báðum aldurshópum, með svipað tmax og hjá fullorðnum. Cmax var hins vegar mismunandi á milli aldurshópa sem sýnir hversu mikilvægt er að stilla skammta aspartinsúlíns fyrir hvern einstakling.

5.3Forklínískar upplýsingar

Upplýsingar sem ekki eru klínískar, benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn á grundvelli hefðbundinna lyfjafræðilegra rannsókna á öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni og eiturverkunum á æxlun og þroska.

Rannsóknir in vitro á m.a. bindingu við insúlín- og IGF-1-viðtaka og áhrif á frumuvöxt bentu til þess að verkun aspartinsúlíns sé mjög lík verkun mannainsúlíns. Rannsóknir sýndu einnig fram á að rof á bindingu við insúlínviðtaka er eins fyrir aspartinsúlín og mannainsúlín.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Glýceról

Fenól

Metakresól

Zínkklóríð

Tvínatríumfosfat tvíhýdrat

Natríumklóríð

Prótamínsúlfat

Saltsýra (til aðlögunar á sýrustigi)

Natríumhýdroxíð (til aðlögunar á sýrustigi)

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

Órofnar umbúðir: 2 ár.

Meðan lyfið er í notkun eða þegar það er haft meðferðis til vara: Geyma má lyfið í að hámarki 4 vikur.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Órofnar umbúðir: Geymið í kæli (2°C – 8°C). Geymið fjarri kælikerfinu. Má ekki frjósa.

NovoMix 30 Penfill

Meðan lyfið er í notkun eða þegar það er haft meðferðis til vara: Geymið við lægri hita en 30°C. Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

Geymið rörlykjuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

NovoMix 30 FlexPen

Meðan lyfið er í notkun eða þegar það er haft meðferðis til vara: Geymið við lægri hita en 30°C. Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

Geymið hettuna á FlexPen til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

NovoMix 30 Penfill

3 ml dreifa i rörlykju (gler af gerð I) með stimpli (brómóbútýl) og gúmmítappa (brómóbútýl/pólýísópren). Í rörlykjunni er glerkúla til að auðvelda blöndun dreifunnar.

Pakkningar með 5 eða 10 rörlykjum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

NovoMix 30 FlexPen

3 ml dreifa i rörlykju (gler af gerð I) með stimpli (brómóbútýl) og gúmmítappa (brómóbútýl/pólýísópren) í fjölskammta, einnota, áfylltum lyfjapenna úr pólýprópýleni. Í rörlykjunni er glerkúla til að auðvelda blöndun dreifunnar.

Pakkningar með 1 (með eða án nála), 5 (án nála) eða 10 (án nála) áfylltum lyfjapennum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Eftir að NovoMix 30 Penfill eða NovoMix 30 FlexPen er tekið úr kæli er ráðlagt að láta NovoMix 30 Penfill eða NovoMix 30 FlexPen ná stofuhita áður en insúlínið er blandað, samkvæmt leiðbeiningunum um blöndun fyrir notkun í fyrsta sinn.

Ekki nota lyfið ef þú tekur eftir að vökvinn er ekki einsleitur, hvítur, skýjaður og vatnskenndur eftir blöndun.

Leggja skal áherslu á það við sjúklinginn að nauðsynlegt sé að blanda NovoMix 30 dreifuna rétt fyrir notkun.

Ekki má nota NovoMix 30 sem hefur frosið.

Ráðleggja skal sjúklingnum að farga nálinni eftir hverja inndælingu.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Ekki má deila nálum, rörlykjum og áfylltum lyfjapennum með öðrum.

Ekki má fylla aftur á rörlykjuna.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Novo Nordisk A/S

Novo Allé

DK-2880 Bagsværd

Danmörk

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

NovoMix 30 Penfill

EU/1/00/142/004

EU/1/00/142/005

NovoMix 30 FlexPen

EU/1/00/142/009

EU/1/00/142/010

EU/1/00/142/023

EU/1/00/142/024

EU/1/00/142/025

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. ágúst 2000

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 2. júlí 2010

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/ og á vef Lyfjastofnunar (http://www.serlyfjaskra.is).

1. HEITI LYFS

NovoMix 50 Penfill 100 einingar/ml stungulyf, dreifa í rörlykju

NovoMix 50 FlexPen 100 einingar/ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna

2. INNIHALDSLÝSING

NovoMix 50 Penfill

1 ml af dreifunni inniheldur 100 einingar leysanlegt aspartinsúlín*/prótamínkristallað aspartinsúlín* í hlutföllunum 50/50 (sem jafngildir 3,5 mg). 1 rörlykja inniheldur 3 ml sem samsvarar 300 einingum.

NovoMix 50 FlexPen

1 ml af dreifunni inniheldur 100 einingar leysanlegt aspartinsúlín*/prótamínkristallað aspartinsúlín* í hlutföllunum 50/50 (sem jafngildir 3,5 mg). 1 áfylltur lyfjapenni inniheldur 3 ml sem samsvarar

300 einingum.

*Aspartinsúlín er framleitt í Saccharomyces cerevisiae með raðbrigða (recombinant) DNA-tækni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

Dreifan er skýjuð, hvít og vatnskennd.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

NovoMix 50 er ætlað til meðferðar á sykursýki hjá fullorðnum, unglingum og börnum 10 ára og eldri.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Virkni insúlínhliðstæðna, þ.m.t. aspartinsúlíns, er gefin upp í einingum, en virkni mannainsúlíns er gefin upp í alþjóðlegum einingum.

Skömmtun NovoMix 50 er einstaklingsbundin og er ákveðin í samræmi við þarfir sjúklingsins. Mælt er með eftirliti með blóðsykri og aðlögun insúlínskammta til að ná bestu mögulegu stjórn á blóðsykri.

Einstaklingsbundin insúlínþörf er venjulega á bilinu 0,5 - 1,0 eining/kg/sólarhring. Hægt er að fá þetta magn að fullu eða að hluta með NovoMix 50.

Hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2 má nota NovoMix 50 eitt sér eða samhliða metformini þegar ekki er hægt að stjórna blóðsykri nægjanlega vel með metformini einu sér.

Nauðsynlegt getur verið að aðlaga skammta ef sjúklingar auka líkamlega áreynslu eða breyta venjulegu mataræði sínu og einnig í tengslum við veikindi.

Sérstakir sjúklingahópar

Auka skal eftirlit með blóðsykri hjá öldruðum sjúklingum (≥ 65 ára) og sjúklingum með skerta lifrar-

eða nýrnastarfsemi og aðlaga skammta aspartinsúlíns að hverjum einstaklingi fyrir sig.

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi getur dregið úr insúlínþörf sjúklings.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun NovoMix 50 hjá börnum yngri en 18 ára. Engin gögn liggja fyrir.

Skipt úr notkun annarra insúlínlyfja

Þegar skipt er yfir á NovoMix 50 af öðrum insúlínlyfjum getur þurft að aðlaga skammta og breyta tímasetningu gjafa. Mælt er með nánu eftirliti með blóðsykri þegar skipt er um lyf og á fyrstu vikunum eftir það (sjá kafla 4.4).

Lyfjagjöf

NovoMix 50 er tvífasa dreifa insúlínhliðstæðunnar aspartinsúlíns. Dreifan inniheldur fljótverkandi og meðal langverkandi aspartinsúlín í hlutföllunum 50/50.

NovoMix 50 er eingöngu til notkunar undir húð.

NovoMix 50 er gefið með inndælingu undir húð á læri eða kvið. Nota má rasskinnar eða axlarvöðvasvæði ef það hentar. Sífellt skal skipta um stungustað innan sama svæðis á líkamanum til að draga úr hættu á myndun fitukyrkings. Áhrif mismunandi stungustaða á frásog NovoMix 50 hafa ekki verið rannsökuð. Verkunarlengd er breytileg eftir skammtastærð, stungustað, blóðflæði, líkamshita og líkamlegri áreynslu.

Verkun NovoMix 50 hefst fyrr en verkun tvífasa mannainsúlíns og skal því almennt gefa það rétt fyrir máltíð. Ef nauðsynlegt er má gefa NovoMix 50 fljótlega eftir máltíð.

Ítarlegar notkunarleiðbeiningar er að finna í fylgiseðli.

NovoMix 50 Penfill

Lyfjagjöf með inndælingarbúnaði

NovoMix 50 Penfill er hannað til notkunar með Novo Nordisk inndælingarbúnaði og NovoFine eða NovoTwist nálum.

NovoMix 50 FlexPen

Lyfjagjöf með FlexPen

NovoMix 50 FlexPen er áfylltur lyfjapenni (litakóðaður) hannaður til notkunar með NovoFine og NovoTwist nálum. FlexPen gefur 1-60 einingar í 1 eininga þrepum.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

NovoMix 50 má ekki gefa í æð, þar sem það getur leitt til verulegs blóðsykurfalls. Forðast skal gjöf í vöðva. NovoMix 50 á ekki að nota í innrennslisdælur.

Áður en ferðast er milli tímabelta ætti sjúklingurinn að ráðfæra sig við lækni, þar sem insúlíngjöf og máltíðir gætu þurft að vera á öðrum tímum en venjulega.

Of hár blóðsykur

Ef skömmtun er ófullnægjandi eða meðferð er hætt, sérstaklega þegar um sykursýki af tegund 1 er að ræða, getur það leitt til of hás blóðsykurs og ketónblóðsýringar af völdum sykursýkinnar. Yfirleitt koma fyrstu einkenni of hás blóðsykurs smám saman á nokkrum klukkustundum eða dögum. Þau eru m.a. þorsti, aukin tíðni þvagláta, ógleði, uppköst, syfja, þurr og rjóð húð, munnþurrkur, lystarleysi og asetónlykt úr vitum. Þegar um sykursýki af tegund 1 er að ræða getur ómeðhöndlaður of hár blóðsykur að lokum leitt til ketónblóðsýringar af völdum sykursýkinnar, sem getur verið lífshættuleg.

Blóðsykursfall

Sé máltíð sleppt úr eða við óvænta, mikla líkamlega áreynslu getur komið fram blóðsykursfall.

Blóðsykursfall getur átt sér stað ef insúlínskammturinn er of stór miðað við insúlínþörfina. Ef blóðsykursfall á sér stað eða grunur um blóðsykursfall vaknar má ekki gefa NovoMix. Eftir að jafnvægi kemst á blóðsykur sjúklings skal íhuga að aðlaga skammta (sjá kafla 4.2, 4.8 og 4.9).

Hjá sjúklingum sem hafa náð umtalsvert betri stjórn á blóðsykri, t.d. með nákvæmri insúlínnotkun, geta venjuleg viðvörunareinkenni um blóðsykursfall breyst frá því sem áður var og þarf að upplýsa sjúklingana um það. Venjuleg viðvörunareinkenni geta horfið hjá sjúklingum sem hafa haft sykursýki lengi.

Þar sem gefa á NovoMix 50 samtímis máltíð verður að hafa hin skjótvirku áhrif lyfsins í huga hjá sjúklingum sem eru haldnir öðrum sjúkdómum eða eru í meðferð með öðrum lyfjum, þar sem gera má ráð fyrir hægara frásogi fæðu.

Aðrir sjúkdómar, einkum sýkingar og hiti auka venjulega insúlínþörf sjúklingsins. Samhliða sjúkdómar í nýrum eða lifur, eða sjúkdómar sem hafa áhrif á nýrnahettur, heiladingul eða skjaldkirtil geta valdið þörf fyrir breytingar á insúlínskammtinum.

Þegar sjúklingar breyta yfir í notkun annarra tegunda insúlínlyfja geta snemmkomin viðvörunareinkenni um blóðsykursfall breyst eða verið vægari en þau sem þeir höfðu upplifað með fyrra insúlíninu.

Skipt úr notkun annarra insúlínlyfja

Þegar breytt er yfir í notkun annarrar insúlíntegundar eða í insúlín frá öðrum framleiðanda verður sjúklingur að vera undir ströngu eftirliti læknis. Breytingar á styrkleika, framleiðanda, tegund og uppruna (dýrainsúlín, mannainsúlín eða insúlínhliðstæðu) og/eða á framleiðsluaðferð (raðbrigða DNA gegn dýrainsúlíni) geta leitt til þess að breyta þurfi skömmtum. Sjúklingar sem skipta yfir á NovoMix 50 úr annarri tegund insúlíns gætu þurft aukinn fjölda skammta á sólarhring eða aðra skammta en þá sem þeir notuðu af insúlínlyfinu sem þeir notuðu áður. Ef þörf er á aðlögun má gera það við fyrsta skammt eða á fyrstu vikum eða mánuðum meðferðar.

Viðbrögð á stungustað

Eins og á við um alla insúlínmeðferð, geta viðbrögð á stungustað komið fyrir svo sem verkur, roði, ofsakláði, bólga, marblettir, þroti og kláði. Með því að skipta stöðugt um stungustað innan ákveðins svæðis dregur úr líkum á að slík viðbrögð komi fram. Viðbrögðin ganga venjulega til baka á nokkrum dögum eða vikum. Í mjög sjaldgæfum tilfellum geta viðbrögð á stungustað valdið því að hætta verður notkun NovoMix 50.

Samsett meðferð með NovoMix og pioglitazóni

Greint hefur verið frá hjartabilun þegar pioglitazón var notað samhliða insúlíni, sérstaklega hjá sjúklingum með áhættuþætti hjartabilunar. Þetta skal hafa í huga ef verið er að íhuga samsetta meðferð með pioglitazóni og NovoMix. Ef slík samsett meðferð er notuð skal fylgjast með merkjum og

einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningar og bjúgmyndunar. Stöðva skal pioglitazón meðferð ef einhver versnun frá hjarta á sér stað.

Hvernig forðast skal að rugla saman lyfjum/mistök við lyfjagjöf

Leiðbeina skal sjúklingum að athuga alltaf merkimiðann á insúlínínu fyrir hverja inndælingu til að forðast að rugla saman NovoMix og öðrum insúlínlyfjum.

Insúlínmótefni

Gjöf insúlíns getur valdið myndun insúlínmótefna. Þegar slík mótefni myndast gæti í mjög sjaldgæfum tilfellum þurft að breyta insúlínskammtinum til að leiðrétta tilhneigingu til blóðsykurshækkunar eða – lækkunar.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Vitað er að fjöldi lyfja hefur áhrif á efnaskipti glúkósu.

Eftirtalin lyf geta dregið úr insúlínþörf sjúklings:

Sykursýkislyf til inntöku, mónóamínoxídasahemlar (MAO-hemlar), beta-blokkar, ACE-hemlar (angiotensin converting enzyme inhibitors), salisýlöt, vefaukandi sterar og súlfónamíð.

Eftirtalin lyf geta aukið insúlínþörf sjúklings:

Getnaðarvarnarlyf til inntöku, tíazíð, sykursterar, skjaldkirtilshormón, adrenvirk lyf, vaxtarhormón og danazól.

Beta-blokkar geta dulið einkenni of lágs blóðsykurs.

Oktreótíð/lanreótíð geta annaðhvort aukið eða dregið úr insúlínþörfinni.

Alkóhól getur magnað eða dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum insúlíns.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Klínísk reynsla af NovoMix 50 á meðgöngu er takmörkuð.

Æxlunarrannsóknir á dýrum hafa ekki sýnt fram á neinn mun milli aspartinsúlíns og mannainsúlíns með tilliti til eitrunaráhrifa á fósturvísa og fósturskemmandi verkunar.

Nákvæm blóðsykursstjórn og náið eftirlit er almennt ráðlagt alla meðgönguna hjá konum með sykursýki og ef þungun er fyrirhuguð. Insúlínþörfin minnkar venjulega á fyrsta þriðjungi meðgöngu, en fer vaxandi á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu. Eftir fæðingu verður insúlínþörf fljótlega eins og hún var fyrir þungun.

Brjóstagjöf

Engar takmarkanir eru á notkun NovoMix 50 hjá konum með barn á brjósti, þar sem insúlínnotkun móður með barn á brjósti hefur enga hættu í för með sér fyrir barnið. Þó getur þurft að breyta NovoMix 50 skammtinum.

Frjósemi

Í dýrarannsóknum á æxlun hefur ekki komið fram neinn mismunur á aspartinsúlíni og mannainsúlíni hvað varðar frjósemi.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Blóðsykursfall getur dregið úr einbeitingarhæfni og viðbragðsflýti sjúklings, en það hefur ákveðna hættu í för með sér þegar þessir eiginleikar skipta miklu máli (t.d. við bifreiðaakstur og stjórnun véla).

Ráðleggja á sjúklingum að gæta þess að verða ekki fyrir blóðsykursfalli við akstur eða notkun véla. Þetta er sérstaklega mikilvægt hjá þeim sem fá lítil sem engin viðvörunareinkenni um blóðsykursfall og hjá sjúklingum þar sem blóðsykursfall verður ítrekað. Í þessum tilvikum þarf að íhuga vel hvort akstur eða notkun véla sé ráðlögð.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins

Aukaverkanir sem komið hafa fram hjá sjúklingum sem nota NovoMix eru yfirleitt af völdum lyfhrifa aspartinsúlíns.

Algengasta aukaverkunin sem greint er frá meðan á meðferð stendur er blóðsykursfall. Tíðni blóðsykursfalls er breytileg eftir sjúklingahópum, skömmtum og því hve góð stjórn hefur náðst á blóðsykri, sjá Lýsing á völdum aukaverkunum hér á eftir.

Í upphafi insúlínmeðferðar geta truflanir á ljósbroti augans, bjúgur og viðbrögð á stungustað (verkur, roði, útbrot, bólga, marblettir, þroti og kláði á stungustað) átt sér stað. Þessi viðbrögð eru venjulega tímabundin. Hröð lagfæring á blóðsykursstjórn getur haft í för með sér bráðan og sársaukafullan taugakvilla, en hann gengur venjulega til baka. Efling insúlínmeðferðar, þar sem blóðsykurstjórn verður skyndilega betri, getur leitt til tímabundinnar versnunar á sjónukvilla af völdum sykursýki, en betri blóðsykurstjórn til lengri tíma dregur út hættu á framgangi sjónukvilla af völdum sykursýki.

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanirnar sem taldar eru upp hér á eftir eru samkvæmt gögnum úr klínískum rannsóknum og eru flokkaðar samkvæmt MedDRA tíðniflokkun og flokkun eftir líffærum. Tíðnin er skilgreind á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til

< 1/100) mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Ónæmiskerfi

Sjaldgæfar - Ofsakláði, útbrot, útþot

 

 

 

Koma örsjaldan fyrir – Bráðaofnæmisviðbrögð*

 

 

Efnaskipti og næring

Mjög algengar – Blóðsykursfall*

 

 

Taugakerfi

Mjög sjaldgæfar – Úttaugakvilli (sársaukafullur taugakvilli)

 

 

Augu

Sjaldgæfar – Truflanir á ljósbroti augans

 

 

 

Sjaldgæfar – Sjónukvilli af völdum sykursýki

 

 

Húð og undirhúð

Sjaldgæfar – Fitukyrkingur*

 

 

Almennar aukaverkanir og

Sjaldgæfar – Bjúgur

aukaverkanir á íkomustað

 

 

 

 

Sjaldgæfar – Viðbrögð á stungustað

* sjá Lýsing á völdum aukaverkunum.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Bráðaofnæmisviðbrögð:

Almenn ofnæmisviðbrögð (þ.m.t. almenn húðútbrot, kláði, aukin svitamyndun, meltingartruflanir, ofsabjúgur, öndunarerfiðleikar, hjartsláttarónot og lækkaður blóðþrýstingur) koma örsjaldan fyrir, en geta hugsanlega verið lífshættuleg.

Blóðsykursfall:

Blóðsykursfall er algengasta aukaverkunin sem greint hefur verið frá. Það getur átt sér stað ef insúlínskammturinn er of stór miðað við insúlínþörfina. Verulegt blóðsykursfall getur leitt til meðvitundarleysis og/eða krampa og getur endað með tímabundinni eða varanlegri skerðingu á heilastarfsemi og jafnvel dauða. Einkenni blóðsykurfalls koma yfirleitt skyndilega fram. Þau geta m.a. verið kaldur sviti, köld og þvöl húð, þreyta, taugaóstyrkur eða skjálfti, kvíði, óvenjuleg þreyta eða máttleysi, rugl, einbeitingarskortur, syfja, óhóflegt hungur, breytingar á sjón, höfuðverkur, ógleði og hjartsláttarónot.

Í klínískum rannsóknum var tíðni blóðsykursfalls breytileg eftir sjúklingahópum, skömmtum og því hve góð stjórn er á blóðsykrinum. Meðan á klínískum rannsóknum stóð var ekki munur á heildartíðni blóðsykursfalls milli sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með aspartinsúlíni og þeirra sem fengu mannainsúlín.

Fitukyrkingur:

Fitukyrkingur (þ.m.t. fituofvöxtur og fiturýrnun) getur komið fyrir á stungustað Með því að skipta sífellt um stungustað innan sama svæðis á líkamanum dregur úr hættu á myndun fitukyrkings.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun NovoMix 50 hjá börnum yngri en 18 ára. Engin gögn liggja fyrir.

Aðrir sérstakir sjúklingahópar

Samkvæmt upplýsingum sem hafa komið fram eftir markaðssetningu lyfsins sem og í klínískum rannsóknum er tíðni, gerð og alvarleiki aukaverkana hjá öldruðum sjúklingum og sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi ekki frábrugðinn því sem reynslan sýnir hjá einstaklingum almennt.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Ekki er hægt að skilgreina sértækt ofskömmtun með insúlíni, en blóðsykursfall getur hins vegar verið í tveimur þrepum ef of stórir skammtar eru notaðir miðað við þarfir sjúklingsins:

Við vægu blóðsykursfalli er hægt að gefa þrúgusykur til inntöku eða eitthvað annað sem inniheldur sykur. Því er sjúklingum með sykursýki ráðlagt að hafa alltaf eitthvað á sér sem inniheldur sykur.

Alvarlegt blóðsykursfall, þegar sjúklingur missir meðvitund, er hægt að meðhöndla með glúkagoni (0,5 - 1 mg), gefnu í vöðva eða undir húð af einhverjum sem hefur verið kennt það eða að gefin er glúkósa í bláæð af lækni eða hjúkrunarfræðingi. Einnig verður að gefa glúkósu í bláæð ef sjúklingurinn hefur ekki svarað glúkagoni innan 10 - 15 mínútna. Þegar sjúklingurinn hefur komist til meðvitundar er mælt með því að hann borði kolvetnaríka fæðu til að koma í veg fyrir annað blóðsykursfall.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sykursýkislyf. Insúlín og hliðstæður til inndælingar, meðallangvirk eða langvirk í blöndum með skjótvirkum. ATC flokkur: A 10A D05.

NovoMix 50 er tvífasa dreifa með 50% leysanlegt aspartinsúlín (skjótvirk mannainsúlínhliðstæða) og 50% prótamínkristallað aspartinsúlín (meðallangvirk mannainsúlínhliðstæða).

Verkunarháttur og lyfhrif

Blóðsykurslækkandi áhrif aspartinsúlíns koma fram vegna aukinnar upptöku glúkósu eftir bindingu insúlíns við insúlínviðtaka í vöðva- og fitufrumum og vegna samhliða hindrunar á losun glúkósu frá lifur.

NovoMix 50 er tvífasa insúlín, sem inniheldur 50% af leysanlegu aspartinsúlíni. Verkun þess hefst skjótt og er því hægt að gefa það mun nær máltíðum (0 - 10 mínútum fyrir eða eftir mat) en leysanlegt mannainsúlín. Kristallaði fasi lyfsins (50%) er prótamínkristallað aspartinsúlín, en verkunarferill þess er mjög líkur verkunarferli NPH- mannainsúlíns.

Þegar NovoMix 50 er gefið með inndælingu undir húð hefst verkun innan 10 - 20 mínútna. Hámarksverkun næst 1 - 4 klst. eftir inndælingu. Verkun varir í 14 til 24 klst. (mynd 1).

Mynd 1: Verkunarferill NovoMix 50 hjá heilbrigðum hvítum einstaklingum.

Aspartinsúlín er jafnvirkt mannainsúlíni miðað við sama mólfjölda.

5.2 Lyfjahvörf

Frásog, dreifing og brotthvarf

Í aspartinsúlíni hefur amínósýrunni prólíni verið skipt út fyrir aspartínsýru í stöðu B28. Þetta minnkar tilhneigingu insúlínsins til að mynda sexliðu (hexamer) eins og gerist með leysanlegt mannainsúlín. Aspartinsúlín í leysanlega hlutanum af NovoMix 50 inniheldur 50% af heildarinsúlíninu og frásogast því hraðar frá húðbeði en leysanlegur hluti insúlíns í tvífasa mannainsúlíni. Hinn hlutinn, sem er 50%, er kristallað form af prótamínkristölluðu aspartinsúlíni sem hefur álíka langan frásogsferil og NPH- mannainsúlín.

Hámarksþéttni í sermi, sem að meðaltali er 445 ± 135 pmól/l, náðist um 60 mínútum eftir gjöf

0,30 eininga/kg líkamsþunga undir húð hjá heilbrigðum einstaklingum. Hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2 náðist hámarksþéttni um 95 mínútum eftir lyfjagjöf.

Sérstakir sjúklingahópar

Lyfjahvörf NovoMix 50 hafa hvorki verið rannsökuð hjá börnum, öldruðum sjúklingum né sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Upplýsingar sem ekki eru klínískar, benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn á grundvelli hefðbundinna lyfjafræðilegra rannsókna á öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni og eiturverkunum á æxlun og þroska.

Rannsóknir in vitro á m.a. bindingu við insúlín- og IGF-1-viðtaka og áhrif á frumuvöxt bentu til þess að verkun aspartinsúlíns sé mjög lík verkun mannainsúlíns. Rannsóknir sýndu einnig fram á að rof á bindingu við insúlínviðtaka er eins fyrir aspartinsúlín og mannainsúlín.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Glýceról

Fenól

Metakresól

Zínkklóríð

Tvínatríumfosfat tvíhýdrat

Natríumklóríð

Prótamínsúlfat

Saltsýra (til aðlögunar á sýrustigi)

Natríumhýdroxíð (til aðlögunar á sýrustigi)

Vatn fyrir stungulyf

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3 Geymsluþol

Órofnar umbúðir: 2 ár.

Meðan lyfið er í notkun eða þegar það er haft meðferðis til vara: Geyma má lyfið í að hámarki 4 vikur.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Órofnar umbúðir: Geymið í kæli (2°C – 8°C). Geymið fjarri kælikerfinu. Má ekki frjósa.

NovoMix 50 Penfill

Meðan lyfið er í notkun eða þegar það er haft meðferðis til vara: Geymið við lægri hita en 30°C. Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

Geymið rörlykjuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

NovoMix 50 FlexPen

Meðan lyfið er í notkun eða þegar það er haft meðferðis til vara: Geymið við lægri hita en 30°C. Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

Geymið hettuna á FlexPen til varnar gegn ljósi.

6.5 Gerð íláts og innihald

NovoMix 50 Penfill

3 ml dreifa i rörlykju (gler af gerð I) með stimpli (brómóbútýl) og gúmmítappa (brómóbútýl/pólýísópren). Í rörlykjunni er glerkúla til að auðvelda blöndun dreifunnar.

Pakkningar með 1, 5 eða 10 rörlykjum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

NovoMix 50 FlexPen

3 ml dreifa i rörlykju (gler af gerð I) með stimpli (brómóbútýl) og gúmmítappa (brómóbútýl/pólýísópren) í fjölskammta, einnota, áfylltum lyfjapenna úr pólýprópýleni. Í rörlykjunni er glerkúla til að auðvelda blöndun dreifunnar.

Pakkningar með 1, 5 eða 10 áfylltum lyfjapennum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Eftir að NovoMix 50 Penfill eða NovoMix 50 FlexPen er tekið úr kæli er ráðlagt að láta NovoMix 50 Penfill eða NovoMix 50 FlexPen ná stofuhita áður en insúlínið er blandað, samkvæmt leiðbeiningunum um blöndun fyrir notkun í fyrsta sinn.

Ekki nota lyfið ef þú tekur eftir að vökvinn er ekki einsleitur, hvítur, skýjaður og vatnskenndur eftir blöndun.

Leggja skal áherslu á það við sjúklinginn að nauðsynlegt sé að blanda NovoMix 50 dreifuna rétt fyrir notkun.

Ekki má nota NovoMix 50 sem hefur frosið.

Ráðleggja skal sjúklingnum að farga nálinni eftir hverja inndælingu.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Ekki má deila nálum, rörlykjum og áfylltum lyfjapennum með öðrum.

Ekki má fylla aftur á rörlykjuna.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Novo Nordisk A/S

Novo Allé

DK-2880 Bagsværd

Danmörk

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

NovoMix 50 Penfill

EU/1/00/142/011

EU/1/00/142/012

EU/1/00/142/013

NovoMix 50 FlexPen

EU/1/00/142/014

EU/1/00/142/015

EU/1/00/142/016

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. ágúst 2000

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 2. júlí 2010

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/ og á vef Lyfjastofnunar (http://www.serlyfjaskra.is).

1. HEITI LYFS

NovoMix 70 Penfill 100 einingar/ml stungulyf, dreifa í rörlykju

NovoMix 70 FlexPen 100 einingar/ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna

2. INNIHALDSLÝSING

NovoMix 70 Penfill

1 ml af dreifunni inniheldur 100 einingar leysanlegt aspartinsúlín*/prótamínkristallað aspartinsúlín* í hlutföllunum 70/30 (sem jafngildir 3,5 mg). 1 rörlykja inniheldur 3 ml sem samsvarar 300 einingum.

NovoMix 70 FlexPen

1 ml af dreifunni inniheldur 100 einingar leysanlegt aspartinsúlín*/prótamínkristallað aspartinsúlín* í hlutföllunum 70/30 (sem jafngildir 3,5 mg). 1 áfylltur lyfjapenni inniheldur 3 ml sem samsvarar

300 einingum.

*Aspartinsúlín er framleitt í Saccharomyces cerevisiae með raðbrigða (recombinant) DNA-tækni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

Dreifan er skýjuð, hvít og vatnskennd.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

NovoMix 70 er ætlað til meðferðar á sykursýki hjá fullorðnum.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Virkni insúlínhliðstæðna, þ.m.t. aspartinsúlíns, er gefin upp í einingum, en virkni mannainsúlíns er gefin upp í alþjóðlegum einingum.

Skömmtun NovoMix 70 er einstaklingsbundin og er ákveðin í samræmi við þarfir sjúklingsins. Mælt er með eftirliti með blóðsykri og aðlögun insúlínskammta til að ná bestu mögulegu stjórn á blóðsykri.

Einstaklingsbundin insúlínþörf er venjulega á bilinu 0,5 - 1,0 eining/kg/sólarhring. Hægt er að fá þetta magn að fullu eða að hluta með NovoMix 70.

Hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2 má nota NovoMix 70 eitt sér eða samhliða metformini þegar ekki er hægt að stjórna blóðsykri nægjanlega vel með metformini einu sér.

Nauðsynlegt getur verið að aðlaga skammta ef sjúklingar auka líkamlega áreynslu eða breyta venjulegu mataræði sínu og einnig í tengslum við veikindi.

Sérstakir sjúklingahópar

Auka skal eftirlit með blóðsykri hjá öldruðum sjúklingum (≥ 65 ára) og sjúklingum með skerta lifrar-

eða nýrnastarfsemi og aðlaga skammta aspartinsúlíns að hverjum einstaklingi fyrir sig.

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi getur dregið úr insúlínþörf sjúklings.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun NovoMix 70 hjá börnum yngri en 18 ára. Engin gögn liggja fyrir.

Skipt úr notkun annarra insúlínlyfja

Þegar skipt er yfir á NovoMix 70 af öðrum insúlínlyfjum getur þurft að aðlaga skammta og breyta tímasetningu gjafa. Mælt er með nánu eftirliti með blóðsykri þegar skipt er um lyf og á fyrstu vikunum eftir það (sjá kafla 4.4).

Lyfjagjöf

NovoMix 70 er tvífasa dreifa insúlínhliðstæðunnar aspartinsúlíns. Dreifan inniheldur fljótverkandi og meðal langverkandi aspartinsúlín í hlutföllunum 70/30.

NovoMix 70 er eingöngu til notkunar undir húð.

NovoMix 70 er gefið með inndælingu undir húð á læri eða kvið. Nota má rasskinnar eða axlarvöðvasvæði ef það hentar. Sífellt skal skipta um stungustað innan sama svæðis á líkamanum til að draga úr hættu á myndun fitukyrkings. Áhrif mismunandi stungustaða á frásog NovoMix 70 hafa ekki verið rannsökuð. Verkunarlengd er breytileg eftir skammtastærð, stungustað, blóðflæði, líkamshita og líkamlegri áreynslu.

Verkun NovoMix 70 hefst fyrr en verkun tvífasa mannainsúlíns og skal því almennt gefa það rétt fyrir máltíð. Ef nauðsynlegt er má gefa NovoMix 70 fljótlega eftir máltíð.

Ítarlegar notkunarleiðbeiningar er að finna í fylgiseðli

NovoMix 70 Penfill

Lyfjagjöf með inndælingarbúnaði

NovoMix 70 Penfill er hannað til notkunar með Novo Nordisk inndælingarbúnaði og NovoFine eða NovoTwist nálum.

NovoMix 70 FlexPen

Lyfjagjöf með FlexPen

NovoMix 70 FlexPen er áfylltur lyfjapenni (litamerktur) hannaður til notkunar með NovoFine eða NovoTwist nálum. Flexpen gefur 1-60 einingar í 1 eininga þrepum.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

NovoMix 70 má ekki gefa í æð, þar sem það getur leitt til verulegs blóðsykurfalls. Forðast skal gjöf í vöðva. NovoMix 70 á ekki að nota í innrennslisdælur.

Áður en ferðast er milli tímabelta ætti sjúklingurinn að ráðfæra sig við lækni, þar sem insúlíngjöf og máltíðir gætu þurft að vera á öðrum tímum en venjulega.

Of hár blóðsykur

Ef skömmtun er ófullnægjandi eða meðferð er hætt, sérstaklega þegar um sykursýki af tegund 1 er að ræða, getur það leitt til of hás blóðsykurs og ketónblóðsýringar af völdum sykursýkinnar. Yfirleitt koma fyrstu einkenni of hás blóðsykurs smám saman á nokkrum klukkustundum eða dögum. Þau eru m.a. þorsti, aukin tíðni þvagláta, ógleði, uppköst, syfja, þurr og rjóð húð, munnþurrkur, lystarleysi og asetónlykt úr vitum. Þegar um sykursýki af tegund 1 er að ræða getur ómeðhöndlaður of hár blóðsykur að lokum leitt til ketónblóðsýringar af völdum sykursýkinnar, sem getur verið lífshættuleg.

Blóðsykursfall

Sé máltíð sleppt úr eða við óvænta, mikla líkamlega áreynslu getur komið fram blóðsykursfall.

Blóðsykursfall getur átt sér stað ef insúlínskammturinn er of stór miðað við insúlínþörfina. Ef blóðsykursfall á sér stað eða grunur um blóðsykursfall vaknar má ekki gefa NovoMix. Eftir að jafnvægi kemst á blóðsykur sjúklings skal íhuga að aðlaga skammta (sjá kafla 4.2, 4.8 og 4.9).

Hjá sjúklingum sem hafa náð umtalsvert betri stjórn á blóðsykri, t.d. með nákvæmri insúlínnotkun, geta venjuleg viðvörunareinkenni um blóðsykursfall breyst frá því sem áður var og þarf að upplýsa sjúklingana um það. Venjuleg viðvörunareinkenni geta horfið hjá sjúklingum sem hafa haft sykursýki lengi.

Þar sem gefa á NovoMix 70 samtímis máltíð verður að hafa hin skjótvirku áhrif lyfsins í huga hjá sjúklingum sem eru haldnir öðrum sjúkdómum eða eru í meðferð með öðrum lyfjum, þar sem gera má ráð fyrir hægara frásogi fæðu.

Aðrir sjúkdómar, einkum sýkingar og hiti auka venjulega insúlínþörf sjúklingsins. Samhliða sjúkdómar í nýrum eða lifur, eða sjúkdómar sem hafa áhrif á nýrnahettur, heiladingul eða skjaldkirtil geta valdið þörf fyrir breytingar á insúlínskammtinum.

Þegar sjúklingar breyta yfir í notkun annarra tegunda insúlínlyfja geta snemmkomin viðvörunareinkenni um blóðsykursfall breyst eða verið vægari en þau sem þeir höfðu upplifað með fyrra insúlíninu.

Skipt úr notkun annarra insúlínlyfja

Þegar breytt er yfir í notkun annarrar insúlíntegundar eða í insúlín frá öðrum framleiðanda verður sjúklingur að vera undir ströngu eftirliti læknis. Breytingar á styrkleika, framleiðanda, tegund og uppruna (dýrainsúlín, mannainsúlín eða insúlínhliðstæðu) og/eða á framleiðsluaðferð (raðbrigða DNA gegn dýrainsúlíni) geta leitt til þess að breyta þurfi skömmtum. Sjúklingar sem skipta yfir á NovoMix 70 úr annarri tegund insúlíns gætu þurft aukinn fjölda skammta á sólarhring eða aðra skammta en þá sem þeir notuðu af insúlínlyfinu sem þeir notuðu áður. Ef þörf er á aðlögun má gera það við fyrsta skammt eða á fyrstu vikum eða mánuðum meðferðar.

Viðbrögð á stungustað

Eins og á við um alla insúlínmeðferð, geta viðbrögð á stungustað komið fyrir svo sem verkur, roði, ofsakláði, bólga, marblettir, þroti og kláði. Með því að skipta stöðugt um stungustað innan ákveðins svæðis dregur úr líkum á að slík viðbrögð komi fram. Viðbrögðin ganga venjulega til baka á nokkrum dögum eða vikum. Í mjög sjaldgæfum tilfellum geta viðbrögð á stungustað valdið því að hætta verður notkun NovoMix 70.

Samsett meðferð með NovoMix og pioglitazóni

Greint hefur verið frá hjartabilun þegar pioglitazón var notað samhliða insúlíni, sérstaklega hjá sjúklingum með áhættuþætti hjartabilunar. Þetta skal hafa í huga ef verið er að íhuga samsetta meðferð með pioglitazóni og NovoMix. Ef slík samsett meðferð er notuð skal fylgjast með merkjum og

einkennum hjartabilunar, þyngdaraukningar og bjúgmyndunar. Stöðva skal pioglitazón meðferð ef einhver versnun frá hjarta á sér stað.

Hvernig forðast skal að rugla saman lyfjum/mistök við lyfjagjöf

Leiðbeina skal sjúklingum að athuga alltaf merkimiðann á insúlínínu fyrir hverja inndælingu til að forðast að rugla saman NovoMix og öðrum insúlínlyfjum.

Insúlínmótefni

Gjöf insúlíns getur valdið myndun insúlínmótefna. Þegar slík mótefni myndast gæti í mjög sjaldgæfum tilfellum þurft að breyta insúlínskammtinum til að leiðrétta tilhneigingu til blóðsykurshækkunar eða – lækkunar.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Vitað er að fjöldi lyfja hefur áhrif á efnaskipti glúkósu.

Eftirtalin lyf geta dregið úr insúlínþörf sjúklings:

Sykursýkislyf til inntöku, mónóamínoxídasahemlar (MAO-hemlar), beta-blokkar, ACE-hemlar (angiotensin converting enzyme inhibitors), salisýlöt, vefaukandi sterar og súlfónamíð.

Eftirtalin lyf geta aukið insúlínþörf sjúklings:

Getnaðarvarnarlyf til inntöku, tíazíð, sykursterar, skjaldkirtilshormón, adrenvirk lyf, vaxtarhormón og danazól.

Beta-blokkar geta dulið einkenni of lágs blóðsykurs.

Oktreótíð/lanreótíð geta annaðhvort aukið eða dregið úr insúlínþörfinni.

Alkóhól getur magnað eða dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum insúlíns.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Klínísk reynsla af NovoMix 70 á meðgöngu er takmörkuð.

Æxlunarrannsóknir á dýrum hafa ekki sýnt fram á neinn mun milli aspartinsúlíns og mannainsúlíns með tilliti til eitrunaráhrifa á fósturvísa og fósturskemmandi verkunar.

Nákvæm blóðsykursstjórn og náið eftirlit er almennt ráðlagt alla meðgönguna hjá konum með sykursýki og ef þungun er fyrirhuguð. Insúlínþörfin minnkar venjulega á fyrsta þriðjungi meðgöngu, en fer vaxandi á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu. Eftir fæðingu verður insúlínþörf fljótlega eins og hún var fyrir þungun.

Brjóstagjöf

Engar takmarkanir eru á notkun NovoMix 70 hjá konum með barn á brjósti, þar sem insúlínnotkun móður með barn á brjósti hefur enga hættu í för með sér fyrir barnið. Þó getur þurft að breyta NovoMix 70 skammtinum.

Frjósemi

Í dýrarannsóknum á æxlun hefur ekki komið fram neinn mismunur á aspartinsúlíni og mannainsúlíni hvað varðar frjósemi.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Blóðsykursfall getur dregið úr einbeitingarhæfni og viðbragðsflýti sjúklings, en það hefur ákveðna hættu í för með sér þegar þessir eiginleikar skipta miklu máli (t.d. við bifreiðaakstur og stjórnun véla).

Ráðleggja á sjúklingum að gæta þess að verða ekki fyrir blóðsykursfalli við akstur eða notkun véla. Þetta er sérstaklega mikilvægt hjá þeim sem fá lítil sem engin viðvörunareinkenni um blóðsykursfall og hjá sjúklingum þar sem blóðsykursfall verður ítrekað. Í þessum tilvikum þarf að íhuga vel hvort akstur eða notkun véla sé ráðlögð.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins

Aukaverkanir sem komið hafa fram hjá sjúklingum sem nota NovoMix eru yfirleitt af völdum lyfhrifa aspartinsúlíns.

Algengasta aukaverkunin sem greint er frá meðan á meðferð stendur er blóðsykursfall. Tíðni blóðsykursfalls er breytileg eftir sjúklingahópum, skömmtum og því hve góð stjórn hefur náðst á blóðsykri, sjá Lýsing á völdum aukaverkunum hér á eftir.

Í upphafi insúlínmeðferðar geta truflanir á ljósbroti augans, bjúgur og viðbrögð á stungustað (verkur, roði, útbrot, bólga, marblettir, þroti og kláði á stungustað) átt sér stað. Þessi viðbrögð eru venjulega tímabundin. Hröð lagfæring á blóðsykursstjórn getur haft í för með sér bráðan og sársaukafullan taugakvilla, en hann gengur venjulega til baka. Efling insúlínmeðferðar, þar sem blóðsykurstjórn verður skyndilega betri, getur leitt til tímabundinnar versnunar á sjónukvilla af völdum sykursýki, en betri blóðsykurstjórn til lengri tíma dregur út hættu á framgangi sjónukvilla af völdum sykursýki.

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanirnar sem taldar eru upp hér á eftir eru samkvæmt gögnum úr klínískum rannsóknum og eru flokkaðar samkvæmt MedDRA tíðniflokkun og flokkun eftir líffærum. Tíðnin er skilgreind á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til

< 1/100) mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Ónæmiskerfi

Sjaldgæfar - Ofsakláði, útbrot, útþot

 

 

 

Koma örsjaldan fyrir – Bráðaofnæmisviðbrögð*

 

 

Efnaskipti og næring

Mjög algengar – Blóðsykursfall*

 

 

Taugakerfi

Mjög sjaldgæfar – Úttaugakvilli (sársaukafullur taugakvilli)

 

 

Augu

Sjaldgæfar – Truflanir á ljósbroti augans

 

 

 

Sjaldgæfar – Sjónukvilli af völdum sykursýki

 

 

Húð og undirhúð

Sjaldgæfar – Fitukyrkingur*

 

 

Almennar aukaverkanir og

Sjaldgæfar – Bjúgur

aukaverkanir á íkomustað

 

 

 

 

Sjaldgæfar – Viðbrögð á stungustað

* sjá Lýsing á völdum aukaverkunum.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Bráðaofnæmisviðbrögð:

Almenn ofnæmisviðbrögð (þ.m.t. almenn húðútbrot, kláði, aukin svitamyndun, meltingartruflanir, ofsabjúgur, öndunarerfiðleikar, hjartsláttarónot og lækkaður blóðþrýstingur) koma örsjaldan fyrir, en geta hugsanlega verið lífshættuleg.

Blóðsykursfall:

Blóðsykursfall er algengasta aukaverkunin sem greint hefur verið frá. Það getur átt sér stað ef insúlínskammturinn er of stór miðað við insúlínþörfina. Verulegt blóðsykursfall getur leitt til meðvitundarleysis og/eða krampa og getur endað með tímabundinni eða varanlegri skerðingu á heilastarfsemi og jafnvel dauða. Einkenni blóðsykurfalls koma yfirleitt skyndilega fram. Þau geta m.a. verið kaldur sviti, köld og þvöl húð, þreyta, taugaóstyrkur eða skjálfti, kvíði, óvenjuleg þreyta eða máttleysi, rugl, einbeitingarskortur, syfja, óhóflegt hungur, breytingar á sjón, höfuðverkur, ógleði og hjartsláttarónot.

Í klínískum rannsóknum var tíðni blóðsykursfalls breytileg eftir sjúklingahópum, skömmtum og því hve góð stjórn er á blóðsykrinum. Meðan á klínískum rannsóknum stóð var ekki munur á heildartíðni blóðsykursfalls milli sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með aspartinsúlíni og þeirra sem fengu mannainsúlín.

Fitukyrkingur:

Fitukyrkingur (þ.m.t. fituofvöxtur og fiturýrnun) getur komið fyrir á stungustað Með því að skipta sífellt um stungustað innan sama svæðis á líkamanum dregur úr hættu á myndun fitukyrkings.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun NovoMix 50 hjá börnum yngri en 18 ára. Engin gögn liggja fyrir.

Aðrir sérstakir sjúklingahópar

Samkvæmt upplýsingum sem hafa komið fram eftir markaðssetningu lyfsins sem og í klínískum rannsóknum er tíðni, gerð og alvarleiki aukaverkana hjá öldruðum sjúklingum og sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi ekki frábrugðinn því sem reynslan sýnir hjá einstaklingum almennt.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Ekki er hægt að skilgreina sértækt ofskömmtun með insúlíni, en blóðsykursfall getur hins vegar verið í tveimur þrepum ef of stórir skammtar eru notaðir miðað við þarfir sjúklingsins:

Við vægu blóðsykursfalli er hægt að gefa þrúgusykur til inntöku eða eitthvað annað sem inniheldur sykur. Því er sjúklingum með sykursýki ráðlagt að hafa alltaf eitthvað á sér sem inniheldur sykur.

Alvarlegt blóðsykursfall, þegar sjúklingur missir meðvitund, er hægt að meðhöndla með glúkagoni (0,5 - 1 mg), gefnu í vöðva eða undir húð af einhverjum sem hefur verið kennt það eða að gefin er glúkósa í bláæð af lækni eða hjúkrunarfræðingi. Einnig verður að gefa glúkósu í bláæð ef sjúklingurinn hefur ekki svarað glúkagoni innan 10 - 15 mínútna. Þegar sjúklingurinn hefur komist til meðvitundar er mælt með því að hann borði kolvetnaríka fæðu til að koma í veg fyrir annað blóðsykursfall.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sykursýkislyf. Insúlín og hliðstæður til inndælingar, meðallangvirk eða langvirk í blöndum með skjótvirkum. ATC flokkur: A 10A D05.

NovoMix 70 er tvífasa dreifa með 70% leysanlegt aspartinsúlín (skjótvirk mannainsúlínhliðstæða) og 30% prótamínkristallað aspartinsúlín (meðallangvirk mannainsúlínhliðstæða).

Verkunarháttur og lyfhrif

Blóðsykurslækkandi áhrif aspartinsúlíns koma fram vegna aukinnar upptöku glúkósu eftir bindingu insúlíns við insúlínviðtaka í vöðva- og fitufrumum og vegna samhliða hindrunar á losun glúkósu frá lifur.

NovoMix 70 er tvífasa insúlín, sem inniheldur 70% af leysanlegu aspartinsúlíni. Verkun þess hefst skjótt og er því hægt að gefa það mun nær máltíðum (0 - 10 mínútum fyrir eða eftir mat) en leysanlegt mannainsúlín. Kristallaði fasi lyfsins (30%) er prótamínkristallað aspartinsúlín, en verkunarferill þess er mjög líkur verkunarferli NPH- mannainsúlíns.

Þegar NovoMix 70 er gefið með inndælingu undir húð hefst verkun innan 10 - 20 mínútna. Hámarksverkun næst 1 - 4 klst. eftir inndælingu. Verkun varir í 14 til 24 klst. (mynd 1).

Mynd 1: Verkunarferill NovoMix 70 hjá heilbrigðum hvítum einstaklingum.

Aspartinsúlín er jafnvirkt mannainsúlíni miðað við sama mólfjölda.

5.2 Lyfjahvörf

Frásog, dreifing og brotthvarf

Í aspartinsúlíni hefur amínósýrunni prólíni verið skipt út fyrir aspartínsýru í stöðu B28. Þetta minnkar tilhneigingu insúlínsins til að mynda sexliðu (hexamer) eins og gerist með leysanlegt mannainsúlín. Aspartinsúlín í leysanlega hlutanum af NovoMix 70 inniheldur 70% af heildarinsúlíninu og frásogast því hraðar frá húðbeði en leysanlegur hluti insúlíns í tvífasa mannainsúlíni. Hinn hlutinn, sem er 30%, er kristallað form af prótamínkristölluðu aspartinsúlíni sem hefur álíka langan frásogsferil og NPH- mannainsúlín.

Hámarksþéttni í sermi, sem að meðaltali er 645 ± 185 pmól/l, náðist um 60 mínútum eftir gjöf

0,30 eininga/kg líkamsþunga undir húð hjá heilbrigðum einstaklingum. Hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2 náðist hámarksþéttni um 75 mínútum eftir lyfjagjöf. Hjá sjúklingum með sykursýki tegund 1 náðist hámarksþéttni í sermi, sem er að meðaltali 721 ± 184 pmól/l, eftir um 60 mínútum eftir gjöf 0,30 eininga/kg líkamsþunga undir húð.

Sérstakir sjúklingahópar

Lyfjahvörf NovoMix 70 hafa hvorki verið rannsökuð hjá börnum, öldruðum sjúklingum né sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Upplýsingar sem ekki eru klínískar, benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn á grundvelli hefðbundinna lyfjafræðilegra rannsókna á öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni og eiturverkunum á æxlun og þroska.

Rannsóknir in vitro á m.a. bindingu við insúlín- og IGF-1-viðtaka og áhrif á frumuvöxt bentu til þess að verkun aspartinsúlíns sé mjög lík verkun mannainsúlíns. Rannsóknir sýndu einnig fram á að rof á bindingu við insúlínviðtaka er eins fyrir aspartinsúlín og mannainsúlín.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Glýceról

Fenól

Metakresól

Zínkklóríð

Tvínatríumfosfat tvíhýdrat

Natríumklóríð

Prótamínsúlfat

Saltsýra (til aðlögunar á sýrustigi)

Natríumhýdroxíð (til aðlögunar á sýrustigi)

Vatn fyrir stungulyf

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3 Geymsluþol

Órofnar umbúðir: 2 ár.

Meðan lyfið er í notkun eða þegar það er haft meðferðis til vara: Geyma má lyfið í að hámarki 4 vikur.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Órofnar umbúðir: Geymið í kæli (2°C – 8°C). Geymið fjarri kælikerfinu. Má ekki frjósa.

NovoMix 70 Penfill

Meðan lyfið er í notkun eða þegar það er haft meðferðis til vara: Geymið við lægri hita en 30°C. Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

Geymið rörlykjuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

NovoMix 70 FlexPen

Meðan lyfið er í notkun eða þegar það er haft meðferðis til vara: Geymið við lægri hita en 30°C. Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

Geymið hettuna á FlexPen til varnar gegn ljósi.

6.5 Gerð íláts og innihald

NovoMix 70 Penfill

3 ml dreifa i rörlykju (gler af gerð I) með stimpli (brómóbútýl) og gúmmítappa (brómóbútýl/pólýísópren). Í rörlykjunni er glerkúla til að auðvelda blöndun dreifunnar.

Pakkningar með 1, 5 eða 10 rörlykjum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

NovoMix 70 FlexPen

3 ml dreifa i rörlykju (gler af gerð I) með stimpli (brómóbútýl) og gúmmítappa (brómóbútýl/pólýísópren) í fjölskammta, einnota, áfylltum lyfjapenna úr pólýprópýleni. Í rörlykjunni er glerkúla til að auðvelda blöndun dreifunnar.

Pakkningar með 1, 5 eða 10 áfylltum lyfjapennum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Eftir að NovoMix 70 Penfill eða NovoMix 70 FlexPen er tekið úr kæli er ráðlagt að láta NovoMix 70 Penfill eða NofoMix 70 FlexPen ná stofuhita áður en insúlínið er blandað, samkvæmt leiðbeiningunum um blöndun fyrir notkun í fyrsta sinn.

Ekki nota lyfið ef þú tekur eftir að vökvinn er ekki einsleitur, hvítur, skýjaður og vatnskenndur eftir blöndun.

Leggja skal áherslu á það við sjúklinginn að nauðsynlegt sé að blanda NovoMix 70 dreifuna rétt fyrir notkun.

Ekki má nota NovoMix 70 sem hefur frosið.

Ráðleggja skal sjúklingnum að farga nálinni eftir hverja inndælingu.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Ekki má deila nálum, rörlykjum og áfylltum lyfjapennum með öðrum.

Ekki má fylla aftur á rörlykjuna.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Novo Nordisk A/S

Novo Allé

DK-2880 Bagsværd

Danmörk

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

NovoMix 70 Penfill

EU/1/00/142/017

EU/1/00/142/018

EU/1/00/142/019

NovoMix 70 FlexPen

EU/1/00/142/020

EU/1/00/142/021

EU/1/00/142/022

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. ágúst 2000

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 2. júlí 2010

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/ og á vef Lyfjastofnunar (http://www.serlyfjaskra.is).

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf