Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

NovoSeven (eptacog alfa (activated)) – Samantekt á eiginleikum lyfs - B02BD08

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsNovoSeven
ATC-kóðiB02BD08
Efnieptacog alfa (activated)
FramleiðandiNovo Nordisk A/S

1.HEITI LYFS

NovoSeven 1 mg (50 k a.e.) stungulyfsstofn og leysir, lausn

NovoSeven 2 mg (50 k a.e.) stungulyfsstofn og leysir, lausn

NovoSeven 5 mg (50 k a.e.) stungulyfsstofn og leysir, lausn

NovoSeven 8 mg (50 k a.e.) stungulyfsstofn og leysir, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

NovoSeven 1 mg (50 k a.e.)

NovoSeven er framleitt sem stungulyfsstofn og leysir, lausn sem inniheldur 1 mg af eptacog alfa (virkjað) í hverju hettuglasi (samsvarandi 50 k a.e./hettuglas).

NovoSeven 2 mg (100 k a.e.)

NovoSeven er framleitt sem stungulyfsstofn og leysir, lausn sem inniheldur 2 mg af eptacog alfa (virkjað) í hverju hettuglasi (samsvarandi 100 k a.e./hettuglas).

NovoSeven 5 mg (250 k a.e.)

NovoSeven er framleitt sem stungulyfsstofn og leysir, lausn sem inniheldur 5 mg af eptacog alfa (virkjað) í hverju hettuglasi (samsvarandi 250 k a.e./hettuglas).

NovoSeven 8 mg (400 k a.e.)

NovoSeven er framleitt sem stungulyfsstofn og leysir, lausn sem inniheldur 8 mg af eptacog alfa (virkjað) í hverju hettuglasi (samsvarandi 400 k a.e./hettuglas).

1 k a.e. jafngildir 1.000 a.e. (alþjóðlegum einingum).

Eptacog alfa (virkjað) er raðbrigða storkuþáttur VIIa (rFVIIa) framleiddur með raðbrigða DNA tækni í nýrnafrumum úr hamstursungum (BHK-frumum) og hefur mólikúlþunga um 50.000 Dalton.

Eftir blöndun inniheldur lyfið 1 mg/ml af eptacog alfa (virkjað) þegar það er blandað með leysi.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Hvítt frostþurrkað duft. Leysir: tær, litlaus lausn. Sýrustig lausnarinnar er u.þ.b. 6,0 eftir blöndun.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

NovoSeven er ætlað til meðferðar á blæðingum og til að koma í veg fyrir blæðingar hjá eftirgreindum hópum sjúklinga, sem þurfa að gangast undir skurðaðgerð eða ífarandi aðgerðir:

hjá sjúklingum með meðfædda dreyrasýki ásamt mótefni gegn storkuþáttum VIII eða IX > 5 Bethesda einingar (BU)

hjá sjúklingum með meðfædda dreyrasýki sem búist er við að hafi mjög mikla svörun gegn storkuþáttum VIII eða IX

hjá sjúklingum með áunna dreyrasýki

hjá sjúklingum með meðfæddan skort á storkuþætti VII

hjá sjúklingum með Glanzmann blóðflagnaslekju (thrombasthenia) ásamt mótefnum gegn GP IIb-IIIa og/eða HLA og hafa áður sýnt eða sýna nú ófullnægjandi svörun við blóðflagnagjöf.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferðin skal hafin undir eftirliti læknis sem hefur reynslu af meðferð dreyrasýki og/eða blæðingarsjúkdóma.

Skömmtun

Dreyrasýki A eða B ásamt mótefni eða búist er við mjög mikilli svörun

Skammtur

NovoSeven á að gefa eins fljótt og unnt er eftir að blæðing byrjar. Upphafsskammtur, sem mælt er með að gefinn sé í einum skammti (bolus) í bláæð, er 90 g/kg líkamsþunga.

Eftir upphafsskammt NovoSeven getur þurft að endurtaka lyfjagjafir. Lengd meðferðar og tími á milli skammta er breytilegt og fer eftir alvarleika blæðingarinnar, eðli ífarandi aðgerða eða eðli skurðaðgerðar.

Börn

Á grundvelli fyrirliggjandi klínískrar reynslu er ekki hægt að fullyrða almennt um hvaða munur eigi að vera á skömmtum fyrir börn og fyrir fullorðna, þrátt fyrir að börn hafi hraðari úthreinsun en fullorðnir. Því gæti þurft stærri skammta af rFVIIa fyrir börn til að ná svipaðri plasmaþéttni og hjá fullorðnum (sjá kafla 5.2).

Tímalengd á milli skammta

Í byrjun 2-3 klst. til að stöðva blæðingu.

Ef áframhaldandi meðferðar er þörf má lengja tímann á milli skammta smám saman þegar tekist hefur að stöðva blæðinguna í 4, 6, 8 eða 12 klst. eins lengi og talin er þörf fyrir meðferð.

Vægar til í meðallagi alvarlegar blæðingar (þar á meðal meðferð í heimahúsi)

Meðferð sem hafin er snemma hefur reynst áhrifarík við vægum til í meðallagi alvarlegum blæðingum í liðum, vöðvum og í slímhúð. Hægt er að mæla með tveimur skammtaleiðum:

1)Tvær til þrjár inndælingar með 90 µg/kg líkamsþunga skammti, gefnar á þriggja klst. fresti. Ef frekari meðferðar er þörf má gefa einn 90 µg/kg líkamsþunga skammt til viðbótar.

2)Ein stök inndæling með 270 µg/kg líkamsþunga

Meðferð í heimahúsi á ekki að vara lengur en 24 klst.Áframhaldandi meðferð í heimahúsi kemur einungis til greina að höfðu samráði við blæðara- og storkumeinamiðstöð (eða sérfræðinginn sem sér um meðferðina).

Engin klínísk reynsla er af gjöf 270 µg/kg líkamsþunga staks skammts hjá öldruðum sjúklingum.

Alvarlegar blæðingar

Mælt er með 90 µg/kg líkamsþunga upphafsskammti og hann má gefa á leiðinni á sjúkrahúsið þar sem sjúklingurinn er venjulega meðhöndlaður. Stærð þess skammts sem síðar er gefinn ræðst af eðli og alvarleika blæðingarinnar. Í byrjun á að gefa skammt á tveggja klukkustunda fresti þar til bati sést. Ef áframhaldandi meðferðar er þörf má lengja tímann milli skammta í 3 klst. í 1-2 daga. Síðan má lengja tímann milli skammta smám saman í 4, 6, 8 eða 12 klst. eins lengi og talin er þörf fyrir meðferð. Mikil blæðing kann að þurfa 2-3 vikna meðferð en hún má vara lengur ef nauðsyn ber til.

Ífarandi aðgerð/skurðaðgerð

Gefa á 90 µg/kg líkamsþunga upphafsskammt rétt fyrir aðgerð. Sama skammt á að gefa aftur eftir 2 klst. og síðan á 2-3 klst. fresti fyrstu 24-48 klst. eftir eðli aðgerðar og klínísku ástandi sjúklings. Þegar um meiri háttar skurðaðgerð er að ræða á að halda lyfjagjöf áfram á 2-4 klst. fresti í 6-7 daga.

Síðan má lengja tímabilið á milli skammta í 6-8 klst. í aðrar 2 vikur meðferðar. Sjúklingar sem gangast undir meiri háttar skurðaðgerð geta þurft 2-3 vikna meðferð þar til skurðsár er gróið.

Áunnin dreyrasýki

Skammtur og tími á milli skammta

NovoSeven á að gefa eins fljótt og unnt er eftir að blæðing byrjar. Ráðlagður upphafsskammtur,

gefinn í einum skammti (bolus) í bláæð, er 90 g/kg líkamsþunga. Eftir upphafsskammt af NovoSeven má endurtaka lyfjagjafir ef þörf krefur. Lengd meðferðar og tími á milli skammta er breytilegur og fer eftir alvarleika blæðingarinnar, eðli ífarandi aðgerða eða skurðaðgerðar.

Í byrjun á tími á milli skammta að vera 2-3 klst. Þegar tekist hefur að stöðva blæðinguna má lengja tíma á milli skammta í skrefum í 4, 6, 8 eða 12 klst. eins lengi og talin er þörf fyrir meðferð.

Skortur á storkuþætti VII

Skammtur, skammtabil og tími á milli skammta:

Til meðferðar á blæðingum og til að koma í veg fyrir blæðingar hjá sjúklingum, sem gangast undir skurðaðgerð eða ífarandi aðgerðir, er ráðlagður skammtur fyrir fullorðna og börn 15-30 µg/kg líkamsþunga á 4-6 klst. fresti þar til tekist hefur að stöðva blæðinguna. Skammtar og tíðni inndælinga skal aðlaga að hverjum einstaklingi fyrir sig.

Börn

Takmörkuð klínísk reynsla af langvarandi fyrirbyggjandi meðferð hjá börnum yngri en 12 ára með alvarlega klíníska arfgerð (sjá kafla 5.1) er fyrir hendi.

Skammtar og tíðni inndælinga sem fyrirbyggjandi meðferð skulu vera byggð á klínískri svörun og aðlagað að hverjum einstaklingi fyrir sig.

Glanzmann blóðflagnaslekja (thrombasthenia)

Skammtur, skammtabil og tími á milli skammta:

Til meðferðar á blæðingum og til að koma í veg fyrir blæðingar hjá sjúklinum, sem gangast undir skurðaðgerð eða ífarandi aðgerðir, er ráðlagður skammtur 90 µg/kg líkamsþunga (á bilinu 80-120 µg) á tveggja klst. fresti (1,5-2,5 klst.). Að minnsta kosti skal gefa þrjá skammta til að tryggja stöðvun blæðingarinnar. Mælt er með því að lyfið sé gefið með inndælingu í einum skammti (bolus) þar sem verið getur að verkun náist ekki sé lyfið gefið með stöðugu innrennsli.

Hjá þeim sjúklingum, sem svara blóðflagnagjöf, er slík meðferð fyrsti valkostur við Glanzmann blóðflagnaslekju.

Aðferð við lyfjagjöf

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf. Gefið lausnina í einum skammti (bolus) í bláæð á 2-5 mínútum.

Eftirlit með meðferð – rannsóknaniðurstöður

Engin fyrirmæli eru um að fylgst sé með NovoSeven meðferð. Alvarleiki blæðingar og klínísk svörun við NovoSeven gjöf verður að vera leiðbeinandi um skammtaþörf.

Í ljós hefur komið að prótrombíntími (PT) og trombóplastín tími (aPTT) styttist eftir gjöf rFVIIa, en hins vegar hefur ekki verið sýnt fram á neina fylgni milli PT og aPTT og klínískrar verkunar rFVIIa.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1 eða músa-, hamsturs- eða nautgripapróteini.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Við sjúkdóma þar sem ætla má að meira sé tjáð af vefjaþætti en talið er venjulegt er hugsanlega hætta á blóðtappamyndun (thrombotic events) eða dreifð blóðstorknun (DIC (Disseminated Intravascular Coagulation)) í tengslum við meðferð með NovoSeven.

Þetta getur átt við um sjúklinga með mikla æðakölkun, þrýstingsáverka, blóðsýkingu eða blóðstorkusótt. Vegna hættu á segareki skal gæta varúðar þegar NovoSeven er gefið sjúklingum með sögu um kransæðasjúkdóm, sjúklingum með lifrarsjúkdóm, sjúklingum í kjölfar skurðaðgerðar, nýburum eða sjúklingum í hættu á að fá segarek eða dreifða blóðstorknun. Í sérhverju þessara tilvika skal vega hugsanlegan ávinning af meðferðinni upp á móti hugsanlegri hættu á þessum fylgikvillum.

Þar sem raðbrigða storkuþáttur VIIa NovoSeven getur innihaldið örlitlar leifar af músa-IgG, nautgripa- IgG og leifar af öðrum próteinum úr ræktuninni (sermisprótein úr hömstrum eða nautgripum), er sá fjarlægi möguleiki fyrir hendi að sjúklingar sem fá lyfið geti fengið ofnæmi gegn þessum próteinum. Í slíkum tilvikum skal íhuga meðferð með andhistamínum í bláæð.

Ef fram koma ofnæmis- eða bráðaofnæmislík viðbrögð, skal stöðva meðferð tafarlaust. Ef fram kemur lost, skal hefja hefðbundna lyfjameðferð við losti. Upplýsa skal sjúklinga um hver fyrstu merki ofnæmisviðbragða séu. Ráðleggja skal sjúklingum að hætta tafarlaust notkun lyfsins ef slík einkenni koma fram og hafa samband við lækninn.

Þegar um alvarlegar blæðingar er að ræða á að gefa lyfið á sjúkrahúsi, helst þar sem til staðar er sérfræðiþekking í meðferð dreyrasýkisjúklinga með mótefni gegn storkuþætti VIII eða IX eða; ef það er ekki hægt, þá í náinni samvinnu við sérfræðing í meðferð dreyrasýki.

Ef ekki tekst að hafa hemil á blæðingunni verður að flytja sjúklinginn á sjúkrahús. Sjúklingar/umönnunaraðilar eiga að láta lækninn/sjúkrahúsið sem annast sjúklinginn vita eins fljótt og kostur er um alla NovoSeven notkun.

Hjá sjúklingum með skort á storkuþætti VII skal fylgjast með prótrombíntíma og virkni storkuþáttar VII bæði fyrir og eftir gjöf NovoSeven. Náist ekki sú virkni storkuþáttar VIIa sem búist var við eða ef ekki næst stjórn á blæðingunni eftir meðferð með ráðlögðum skömmtum, er hugsanlegt að mótefni hafi myndast og á að gera próf fyrir mótefnum. Greint hefur verið frá myndun blóðsega hjá sjúklingum með skort á storkuþætti VII sem fengu NovoSeven meðan á skurðaðgerð stóð en hættan á myndun blóðsega hjá sjúklingum með skort á storkuþætti VII sem meðhöndlaðir eru með NovoSeven er ekki þekkt (sjá kafla 5.1).

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki er vitað um hugsanlega hættu á milliverkunum milli NovoSeven og storkuþáttaþykkna. Forðast á að nota blöndur prótrombínfléttuþykkna samtímis hvort sem þau eru virkjuð eða ekki.

Skýrt hefur frá því að andfíbrínleysandi lyf dragi úr blóðmissi í tengslum við skurðaðgerðir á sjúklingum með dreyrasýki, sérstaklega við bæklunaraðgerðir og skurðaðgerðir á svæðum þar sem mikil fíbrínleysandi virkni er svo sem í munnholi. Reynsla af samtímis gjöf andfíbrínleysandi efna og rFVIIa er hins vegar takmörkuð.

Samhliða notkun rFVIIa og rFXIII er ekki ráðlögð, byggt á forklínískri rannsókn (sjá kafla 5.3). Engin klínísk gögn eru fyrirliggjandi um milliverkanir rFVIIa og rFXIII.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Sem varúðarráðstöfun er æskilegt að forðast notkun NovoSeven á meðgöngu. Upplýsingar um takmarkaðan fjölda þungana þar sem lyfið hefur verið notað og um samþykktar ábendingar var að

ræða, benda til þess að rFVIIa hafi ekki skaðleg áhrif á meðgönguna eða heilbrigði fósturs/nýbura. Enn liggja ekki fyrir neinar aðrar faraldsfræðilegar upplýsingar sem máli skipta. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, fósturvísis-/fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu (sjá kafla 5.3).

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort rFVIIa skilst út í brjóstamjólk. Útskilnaður rFVIIa í brjóstamjólk hefur ekki verið rannsakaður í dýrum. Meta skal ávinning brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning NovoSeven meðferðar fyrir konuna þegar ákvörðun er tekin um hvort halda skuli áfram/hætta brjóstagjöf eða halda áfram/hætta meðferð með NovoSeven.

Frjósemi

Upplýsingar úr forklínískum rannsóknum og reynsla eftir markaðssetningu benda ekki til þess að rFVIIa hafi skaðleg áhrif á frjósemi hjá körlum eða konum.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Algengustu aukaverkanirnar sem eru tilkynntar eru minnkuð svörun við meðferð, hiti, útbrot, segarek í bláæðum, kláði og ofsakláði. Þessar aukaverkanir eru flokkaðar sem sjaldgæfar (≥ 1/1.000, < 1/100).

Yfirlit yfir aukaverkanir á töfluformi

Í töflu 1 eru taldar upp aukaverkanir sem tilkynntar voru í klínískum rannsóknum og í aukaverkunartilkynningum eftir markaðssetningu. Aukaverkanirnar eru taldar upp eftir alvarleika innan hvers tíðniflokks. Aukaverkanir sem einungis var greint frá eftir markaðssetningu (þ.e. ekki í klínískum rannsóknum) eru skráðar með tíðni ekki þekkt.

Klínískar rannsóknir sem gerðar voru hjá 484 sjúklingum (sem fólu í sér 4.297 meðferðarlotur) með dreyrasýki A og B, áunna dreyrasýki, skort á storkuþætti VII eða Glanzmann blóðflagnaslekju hafa leitt í ljós að aukaverkanir eru algengar (≥1/100 til <1/10). Vegna þess að heildarfjöldi meðferðarlotna í klínískum rannsóknum er minni en 10.000 er minnsta mögulega tíðni aukaverkana sem hægt er að flokka í mjög sjaldgæfar (>1/10.000 til <1/1.000).

Algengustu aukaverkanirnar eru hiti og útbrot (sjaldgæfar: >1/1.000 til 1/100) og alvarlegustu aukaverkanirnar eru vegna segareks.

Tíðni bæði alvarlegra aukaverkana og aukaverkana sem ekki eru alvarlegs eðlis er gefin upp eftir líffærakerfum í töflunni hér fyrir neðan.:

Tafla 1 Aukaverkanir úr klínískum rannsóknum og aukaverkanatilkynningum eftir markaðssetningu

MedDRA

Sjaldgæfar (≥1/1,000 til

Mjög sjaldgæfar (≥1/10,000

Tíðni ekki þekkt

líffæraflokkur

<1/100)

to <1/1,000)

 

Blóð og eitlar

 

-

Dreifð blóðstorknun í

 

 

 

 

æðum (disseminated

 

 

 

 

intravascular

 

 

 

 

coagulation)

 

 

 

-

Rannsóknaniðurstöður í

 

 

 

 

tengslum við hana, þar á

 

 

 

 

 

meðal hækkuð D-dimer

 

 

 

 

 

 

gildi og lækkuð AT gildi

 

 

 

 

 

 

(sjá kafla 4.4)

 

 

 

 

 

-

Storkukvilli

 

 

Meltingarfæri

 

 

-

Ógleði

 

 

Almennar

-

Minnkuð svörun við

-

Viðbrögð á stungustað,

 

 

aukaverkanir og

 

meðferð*

 

þar á meðal verkur á

 

 

aukaverkanir á

-

Hiti

 

stungustað

 

 

íkomustað

 

 

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

-

Ofnæmi (sjá kafla 4.3 og

-

Bráðaofnæmisviðbrögð

 

 

 

 

4.4)

 

 

Rannsóknar-

 

 

-

Aukning á fíbrín

 

 

niðurstöður

 

 

-

niðurbrotsefnum

 

 

 

 

 

Hækkun á

 

 

 

 

 

 

alanínamínótransferasa,

 

 

 

 

 

 

alkalískum fosfatasa,

 

 

 

 

 

 

laktatdehýdrógenasa og

 

 

 

 

 

 

prótrombíni

 

 

Taugakerfi

 

 

-

Höfuðverkur

 

 

Húð og undirhúð

-

Útbrot (þar á meðal

 

 

-

Andlitsroði

 

 

ofnæmishúðbólga og

 

 

-

Ofnæmisbjúgur

 

 

roðaútbrot)

 

 

 

 

 

-

Kláði og ofsakláði

 

 

 

 

Æðar

-

Segarek í bláæðum

-

Segarek í slagæðum

-

Blóðsegi í hjarta

 

 

(segamyndun í

 

(hjartadrep, heiladrep,

 

 

 

 

djúpbláæðum,

 

blóðþurrð í heila,

 

 

 

 

segamyndun í bláæð á

 

æðalokun í heila,

 

 

 

 

stungustað,

 

heilaslag, segamyndun í

 

 

 

 

lungnasegarek,

 

nýrnaslagæð, blóðþurrð í

 

 

 

 

segarek í lifur þar á

 

útlimum, segamyndun í

 

 

 

 

meðal segamyndun í

 

slagæðum útlima og

 

 

 

 

portæð, segamyndun í

 

blóðþurrð í görnum)

 

 

 

 

nýrnabláæð,

-

Hjartaöng

 

 

 

 

segabláæðabólga,

 

 

 

 

 

 

grunnlæg

 

 

 

 

 

 

segabláæðabólga og

 

 

 

 

 

 

blóðþurrð í görnum)

 

 

 

 

* Skýrt hefur verið frá skorti á virkni (minnkaðri svörun við meðferð). Mikilvægt er að meðferðarskammtar NovoSeven séu í samræmi við ráðlagða skammta eins og tilgreint er í kafla 4.2.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Myndun hamlandi mótefna

Ekki hefur verið skýrt frá neinum hamlandi mótefnum gegn NovoSeven eða storkuþætti VII hjá sjúklingum með dreyrasýki A eða B, eftir markaðssetningu. Tilkynnt hefur verið frá myndun hamlandi mótefna gegn NovoSeven í gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar úr áhorfsrannsóknum hjá sjúklingum með meðfæddan skort á storkuþætti VII.

Myndun mótefna gegn NovoSeven og storkuþætti VII er eina aukaverkunin sem skýrt hefur verið frá í klínískum rannsóknum hjá sjúklingum með skort á storkuþætti VII (tíðni: algeng (≥ 1/100 til < 1/10)). Í sumum tilvikum sýndu mótefnin hamlandi verkun in vitro. Áhættuþættir sem gætu hafa átt þátt í mótefnamyndun, þ.m.t. fyrri meðferð með plasma úr mönnum og/eða plasma-afleiddur þáttur VII, veruleg stökkbreyting á erfðavísi storkuþáttar VII og ofskömmtun NovoSeven, voru til staðar. Hafa skal eftirlit með sjúklingum sem fá meðferð með NovoSeven vegna skorts á storkuþætti VII, m.t.t. myndunar mótefna gegn storkuþætti VII (sjá kafla 4.4).

Segarek – í slagæðum og bláæðum

Þegar NovoSeven er gefið öðrum sjúklingum en þeim sem hafa viðurkenndar ábendingar er segarek í slagæðum algengt (≥ 1/100 til < 1/10). Sýnt hefur verið fram á meiri hættu á segareki í slagæðum (sjá töflu: Æðar) (5,6% hjá sjúklingum í meðferð með NovoSeven á móti 3,0% hjá sjúklingum sem fengu lyfleysu) með safngreiningu á samanlögðum niðurstöðum úr samanburðarrannsóknum við lyfleysu sem gerðar voru hjá sjúklingum sem ekki höfðu viðurkenndar ábendingar, við mismunandi klínískar aðstæður, þar sem sjúklingahóparnir voru mismunandi og undirliggjandi áhætta því mismikil.

Öryggi og verkun NovoSeven hefur ekki verið staðfest þegar það er gefið öðrum en þeim sem hafa viðurkenndar ábendingar og því ætti ekki að nota NovoSeven hjá þeim.

Segarek getur leitt til hjartastopps.

Aðrir sérstakir sjúklingahópar

Sjúklingar með áunna dreyrasýki

Klínískar rannsóknir gerðar á 61 sjúklingi með áunna dreyrasýki, alls 100 meðferðarlotur, sýndu að ákveðnar aukaverkanir voru algengari (1%, samkvæmt meðferðarlotum): Segarek í slagæðum (æðalokun í heila, heilaslag), segarek í bláæðum (lungnasegarek og segamyndun í djúplægum bláæðum) hjartaöng, ógleði, hiti, roðaútbrot og rannsóknaniðurstöður sem sýndu aukningu fíbrín niðurbrotsefna.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Skammtatakmarkandi eiturverkanir af völdum NovoSeven hafa ekki verið rannsakaðar í klínískum rannsóknum.

Skýrt hefur verið frá fjórum tilfellum ofskömmtunar hjá sjúklingum með dreyrasýki á 16 árum. Eina aukaverkunin sem skýrt var frá í tengslum við ofskömmtun var væg tímabundin blóðþrýstingshækkun hjá 16 ára sjúklingi sem fékk 24 mg af rFVIIa í stað 5,5 mg.

Ekki hefur verið skýrt frá neinum tilfellum ofskömmtunar hjá sjúklingum með áunna dreyrasýki eða Glanzmann blóðflagnaslekju.

Hjá sjúklingum með skort á storkuþætti VII, þar sem ráðlagður skammtur er 15 – 30 µg/kg af rFVIIa, hefur eitt tilfelli ofskömmtunar verið tengt segamyndun (heilablóðfall í hnakka) hjá öldruðum karlmanni (> 80 ára), sem meðhöndlaður var með 10 -20 földum ráðlögðum skammti. Þar að auki hefur myndun mótefna gegn NovoSeven og storkuþætti VII verið tengd ofskömmtun hjá einum sjúklingi með skort á storkuþætti VII.

Ekki skal auka skammtinn að yfirlögðu ráði umfram ráðlagða skammta vegna skorts á upplýsingum um aukna áhættu sem það gæti haft í för með sér.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Storkuþættir, ATC flokkur: B02BD08.

Verkunarháttur

NovoSeven inniheldur virkjaðan raðbrigða storkuþátt VII. Verkunarferlið felur meðal annars í sér að storkuþáttur VIIa binst við útsettan vefjaþátt. Fléttan virkjar storkuþátt IX yfir í storkuþátt IXa og storkuþátt X yfir í storkuþátt Xa, sem setur af stað breytingu á litlu magni af prótrombíni í trombín. Trombín leiðir til virkjunar blóðflagna og storkuþátta V og VIII á þeim stað sem er skaddaður og myndunar blóðstorku með því að fíbrínógen breytist í fíbrín. Lækningalegir skammtar af NovoSeven virkja storkuþátt X beint á yfirborði virkjaðra blóðflagna á þeim stað þar sem sköddun er, óháð vefjaþáttum. Þetta veldur ummyndun prótrombíns í mikið magn trombíns óháð vefjaþáttum.

Lyfhrif

Lyfhrif storkuþáttar VIIa auka staðbundna myndun á storkuþætti Xa, trombíni og fíbríni.

Fræðilega séð er ekki hægt að útiloka hættu á virkjun storknunarkerfisins um allan líkamann hjá sjúklingum með undirliggjandi sjúkdóma, sem veldur tilhneigingu hjá þeim til blóðstorkusóttar (DIC).

Ígagnagrunni yfir áhorfsrannsóknir (F7HAEM-3578) sem tekur til einstaklinga með meðfæddan skort á storkuþætti VII, var miðgildi skammts sem gefinn var sem langvarandi fyrirbyggjandi meðferð við blæðingum hjá 22 börnum (yngri en 12 ára) með meðfæddan skort á storkuþætti VII og alvarlega klíníska arfgerð 30 µg/kg (á bilinu 17 µg/kg til 200 µg/kg; algengasti skammturinn var 30 µg/kg hjá 10 sjúklingum). Miðgildi skammtatíðni var 3 skammtar á viku (á bilinu 1 til 7; algengasta skammtatíðnin var 3 í viku hjá 13 sjúklingum).

Ísama gagnagrunni var greint frá segareki hjá 3 af 91 sjúklingi sem undirgekkst skurðaðgerð.

5.2Lyfjahvörf

Heilbrigðir einstaklingar

Dreifing, brotthvarf og línulegt samband

Lyfjahvörf rFVIIa voru rannsökuð með FVII storkuprófi í rannsókn sem gerð var með vaxandi lyfjaskömmtum hjá 35 heilbrigðum einstaklingum sem voru bæði af hvítum kynþætti og Japanir. Þátttakendum var skipt niður eftir kyni og kynþætti og skammtastærðir voru 40, 80 og 160 μg af rFVIIa á hvert kg af líkamsþunga (3 skammtar hver) og/eða lyfleysa. Lyfjahvörf voru svipuð milli kynja og kynþátta.

Meðal dreifingarrúmmál við jafnvægi var á bilinu 130 til 165 ml/kg, meðal úthreinsunartími var á bilinu 33,3 til 37,2 ml/klst.×kg.

Meðal lokahelmingunartíminn var á bilinu 3,9 til 6,0 klukkustundir.

Mat á lyfjahvörfum gaf til kynna að lyfjahvörf væru í réttu hlutfalli við skammtastærð.

Dreyrasýki A og B ásamt mótefni

Dreifing, brotthvarf og línulegt samband

Með því að nota FVIIa próf voru lyfjahvörf rFVIIa rannsökuð hjá 12 börnum (2-12 ára) og 5 fullorðnum, sem ekki voru blæðandi.

Meðal dreifingarrúmmál við jafnvægi var 196 ml/kg hjá börnum miðað við 159 ml/kg hjá fullorðnum. Meðal úthreinsun var um það bil 50% meiri hjá börnum miðað við fullorðna (78 samanborið við

53 ml/klst.×kg) en meðal lokahelmingunartíminn reyndist 2,3 klst. í báðum hópunum. Úthreinsun virðist vera aldurstengd og því má gera ráð fyrir yfir 50% hraðari úthreinsun hjá yngri sjúklingum. Skammtahlutfall fyrir börn var staðfest í þeim skömmtum sem rannsakaðir voru, 90 og 180 μg á hvert kg líkamsþunga, sem er í samræmi við fyrri niðurstöður við minni skammta (17,5 – 70 μg/kg rFVIIa).

Skortur á storkuþætti VII

Dreifing og brotthvarf

Lyfjahvörf eftir staka 15 og 30 µg/kg líkamsþunga skammta af rFVIIa leiddu ekki í ljós marktækan mun á þessum tveimur skömmtum með tilliti til skammtaóháðra kennistærða: Dreifingarrúmmál við jafnvægi (280-290 ml/kg), helmingunartími (2,82-3,11 klst.), heildarúthreinsun

(70,8-79,1 ml/klst.×kg) og meðaltal þess tíma sem lyfið var greinanlegt (3,75-3,80 klst.). Að meðaltali varð um 20% plasmaafturbati in vivo.

Glanzmann blóðflagnaslekja

Lyfjahvörf NovoSeven hjá sjúklingum með Glanzmann blóðflagnaslekju hafa ekki verið rannsökuð, en reiknað er með því að þau séu svipuð og lyfjahvörf hjá sjúklingum með dreyrasýki A og B.

5.3Forklínískar upplýsingar

Allar niðurstöður í forklínískum rannsóknum tengdust lyfjafræðilegum áhrifum rFVIIa.

Hugsanleg samverkandi áhrif samsettrar meðferðar með rFXIII og rFVIIa í þróuðu hjartalíkani í cynomolgus öpum leiddu til aukinna lyfjafræðilegra áhrifa (segamyndunar og dauða) við minni skammta en við notkun hvors efnis fyrir sig.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Stungulyfsstofn

Natríumklóríð

Kalsíumklóríð tvíhýdrat

Glýsýlglýsín

Pólýsorbat 80

Mannitól

Súkrósi

Metíónín

Saltsýra (til að stilla pH)

Natríumhýdroxíð (til að stilla pH)

Leysir

Histidín

Saltsýra (til að stilla pH)

Natríumhýdroxíð (til að stilla pH)

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

NovoSeven má hvorki blanda í innrennslislausnir né gefa með innrennsli.

6.3Geymsluþol

Geymsluþol lyfsins í umbúðum ætluðum til sölu er 3 ár þegar lyfið er geymt við lægri hita en 25°C.

Eftir blöndun hefur verið sýnt fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika í 6 klst. við 25°C og 24 klst. við 5°C.

Með hliðsjón af örverumengun á að nota lyfið þegar í stað. Ef það er ekki notað þegar í stað eru geymslutími fyrir notkun og geymsluskilyrði á ábyrgð notandans. Ekki á að geyma lyfið lengur en

24 klst. við 2°C - 8°C nema blöndun hafi átt sér stað við skilgreinda og gildaða smitgát. Geyma á blönduðu lausnina í hettuglasinu.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið stungulyfsstofn og leysi við lægra hitastig en 25°C.

Geymið stungulyfsstofn og leysi varða gegn ljósi.

Má ekki frjósa.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

NovoSeven leysir er annaðhvort í hettuglasi eða áfylltri sprautu. Ekki er víst að allar pakkningagerðir séu markaðssettar.

NovoSeven 1 mg (50 k a.e.)/NovoSeven 2 mg (100 k a.e.) pakkningin inniheldur annaðhvort

1 hettuglas (2 ml) með hvítu dufti, stungulyfsstofni

1 hettuglas (2 ml) með leysi til blöndunar

eða

1 hettuglas (2 ml) með hvítu dufti, stungulyfsstofni

1 áfyllta sprautu (3 ml) með leysi til blöndunar

1 stimpilstöng

1 millistykki fyrir hettuglös, með innbyggðri agnasíu með gatastærð 25 míkrómetrar.

NovoSeven 5 mg (250 k a.e.)/NovoSeven 8 mg (400 k a.e.) pakkningin inniheldur annaðhvort

1 hettuglas (12 ml) með hvítu dufti, stungulyfsstofni

1 hettuglas (12 ml) með leysi til blöndunar

eða

1 hettuglas (12 ml) með hvítu dufti, stungulyfsstofni

1 áfyllta sprautu (10 ml) með leysi til blöndunar

1 stimpilstöng

1 millistykki fyrir hettuglös, með innbyggðri agnasíu með gatastærð 25 míkrómetrar.

Hettuglas: Hettuglas úr gleri af gerð I, lokað með klóróbútýlgúmmítappa sem hulinn er með álhettu. Hettuglösin eru með innsigluðu loki úr pólýprópýleni sem hægt er að smella af.

Áfyllt sprauta: Bolur úr gleri af gerð I með pólýprópýlen tappa og brómóbútýlgúmmístimpli. Sprautuhettan er úr brómóbútýlgúmmíi og með innsigli úr pólýprópýleni.

Stimpilstöng: úr pólýprópýleni.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

NovoSeven leysirinn er annaðhvort í hettuglasi eða áfylltri sprautu. Ekki er víst að allar pakkningagerðir séu markaðssettar. Meðhöndlun beggja pakkningagerða er lýst hér að neðan.

Stungulyfsstofn í hettuglasi og leysir í hettuglasi:

Alltaf verður að viðhafa smitgát

Blöndun

NovoSeven duft og leysir eiga að vera við stofuhita þegar duftið er leyst upp í leysinum. Fjarlægðu plastlokin af báðum hettuglösunum. Ekki nota hettuglösin ef lokin eru laus eða þau vantar. Hreinsaðu gúmmítappana á hettuglösunum með sprittþurrkum og láttu þá þorna fyrir notkun. Notaðu einnota sprautu af viðeigandi stærð og millistykki fyrir hettuglös, flutningsnál

(20 – 26G) eða önnur viðeigandi áhöld. Ef áhöld önnur en þau sem fylgja Novo Nordisk eru notuð, skal tryggt að fullnægjandi sía með gatastærð 25 míkrómetrar sé notuð.

Festu millistykkið við hettuglasið með leysinum. Ef þú notar flutningsnál, skrúfaðu þá flutningsnálina þétt á sprautuna.

Dragðu loft inn í sprautuna með því að draga stimpilinn beint aftur að sama rúmmáli og er af leysi í hettuglasinu sem inniheldur leysinn (ml jafngilda cc á sprautunni).

Skrúfaðu sprautuna þétt á millistykkið á hettuglasinu með leysinum. Ef þú notar flutningsnál, stingdu þá flutningsnálinni í gúmmítappann á hettuglasinu með leysinum. Dældu lofti í hettuglasið með því að þrýsta á stimpilinn þar til þú finnur fyrir greinilegri mótstöðu.

Hvolfdu hettuglasinu með leysinum. Ef þú notar flutningsnál, gættu þess þá að endi flutningsnálarinnar sé í vökvanum. Dragðu allan leysinn upp í sprautuna með því að toga í stimpilinn.

Fjarlægðu tóma hettuglasið undan leysinum. Ef þú notar millistykki, hallaðu þá sprautunni til þess að losa hana frá hettuglasinu.

Festu sprautuna, sem er með millistykki eða flutningsnál, við hettuglasið með duftinu. Ef þú notar flutningsnál gættu þess þá að stinga henni í miðju gúmmítappans. Haltu sprautunni ofan við hettuglasið og hallaðu henni örlítið. Þrýstu stimplinum hægt niður til að dæla leysinum í hettuglasið með duftinu. Gættu þess að beina rennsli leysisins ekki beint á NovoSeven duftið þar sem það veldur froðumyndun.

Hvirflaðu hettuglasinu varlega þar til allt er uppleyst. Ekki hrista hettuglasið þar sem það veldur froðumyndun.

Eftir blöndun er NovoSeven lausnin litlaus og hana á að skyggna fyrir notkun til að aðgæta hvort agnir sjást eða hvort hún hefur mislitast.

Ekki má geyma NovoSeven í plastsprautum eftir blöndun.

Mælt er með því að NovoSeven sé notað þegar í stað eftir blöndun.

Lyfjagjöf

Gættu þess að stimpillinn sé allur inni í sprautunni áður en þú snýrð henni við (hann gæti hafa þrýst út vegna þrýstingsins í sprautunni). Ef þú notar flutningsnál gættu þess þá að endi flutningsnálarinnar sé í lausninni. Hvolfdu hettuglasinu með áfastri sprautunni og togaðu í stimpilinn til að draga alla lausnina upp í sprautuna.

Ef þú notar millistykki fyrir hettuglas, skrúfaðu þá millistykkið af sprautunni með áföstu tóma hettuglasinu. Ef þú notar flutningsnál, losaðu þá flutningsnálina frá hettuglasinu, settu nálarhlífina á og losaðu flutningsnálina af sprautunni.

NovoSeven er nú tilbúið til inndælingar. Veldu hentugan stungustað og sprautaðu NovoSeven hægt í bláæð, á 2-5 mínútum, án þess að fjarlægja nálina af stungustaðnum.

Fargaðu sprautunni, hettuglösunum, og öllum lyfjaleifum. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Stungulyfsstofn í hettuglasi og leysir í áfylltri sprautu:

Alltaf verður að viðhafa smitgát.

Blöndun

NovoSeven hettuglasið með dufti og áfyllta sprautan með leysi eiga að vera við stofuhita við blöndun. Fjarlægðu plastlokið af hettuglasinu. Ekki nota hettuglasið ef lokið er laust eða ef það vantar. Hreinsaðu gúmmítappann á hettuglasinu með sprittþurrku og láttu hann þorna fyrir notkun. Ekki koma við gúmmítappann eftir að hafa þvegið hann.

Fjarlægðu hlífðarpappírinn af millistykkinu. Ekki taka millistykkið úr hlífðarhettunni. Ekki nota millistykkið ef hlífðarpappírinn er ekki innsiglaður að fullu eða ef hann er rifinn. Snúðu hlífðarhettunni við og smelltu millistykkinu á hettuglasið. Kreistu hlífðarhettuna varlega með þumalfingri og vísifingri. Fjarlægðu hlífðarhettuna af millistykkinu.

Skrúfaðu stimpilstöngina réttsælis á stimpilinn sem er innan í áfylltu sprautunni þar til þú finnur fyrir mótstöðu. Fjarlægðu sprautuhettuna af áfylltu sprautunni með því að beygja hana niður þar til hún rifnar við rifgötin. Ekki koma við sprautuoddinn undir sprautuhettunni. Ekki nota áfylltu sprautuna ef sprautuhettan er laus eða ef hana vantar.

Skrúfaðu áfylltu sprautuna fast á millistykkið þar til þú finnur fyrir mótstöðu. Hallaðu áfylltu sprautunni örlítið og snúðu hettuglasinu niður. Þrýstu stimpilstönginni niður til að dæla öllum leysinum í hettuglasið. Haltu stimpilstönginni niðri og hvirflaðu hettuglasinu varlega þar til allt duftið er uppleyst. Ekki hrista hettuglasið þar sem það veldur froðumyndun.

Ef nota þarf stærri skammt, skal endurtaka ferlið með viðbótar hettuglösum, áfylltum sprautum og millistykkjum fyrir hettuglös.

Eftir blöndun er NovoSeven lausnin litlaus og hana á að skyggna fyrir notkun til að aðgæta hvort agnir sjást eða hvort hún hefur mislitast.

Mælt er með því að NovoSeven sé notað þegar í stað eftir blöndun. Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

Lyfjagjöf

Haltu stimpilstönginni inni að fullu. Snúðu sprautunni með hettuglasinu á hvolf. Slepptu stimpilstönginni og leyfðu henni að færast til baka meðan blandaða lausnin fyllir sprautuna. Togaðu stimpilstöngina örlítið niður til að draga blönduðu lausnina inn í sprautuna.

Meðan þú heldur á hettuglasinu á hvolfi, sláðu létt í sprautuna til að loftbólur, ef einhverjar eru, safnist fyrir efst. Ýttu stimpilstönginni hægt þar til allar loftbólur hafa verið fjarlægðar.

Ef ekki þarf að nota allan skammtinn, skaltu nota kvarðann á sprautunni til að sjá hversu mikið af blandaðri lausn er dregið úr sprautunni.

Skrúfaðu millistykkið af með hettuglasinu áföstu.

NovoSeven er nú tilbúið til inndælingar. Veldu hentugan stungustað og sprautaðu NovoSeven hægt í bláæð, á 2 - 5 mínútum, án þess að fjarlægja nálina af stungustaðnum.

Fargaðu öllu sem hefur verið notað. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Novo Nordisk A/S

Novo Allé

DK-2880 Bagsværd

Danmörku

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

NovoSeven 1 mg (50 k a.e.)

EU/1/96/006/004

EU/1/96/006/008

NovoSeven 2 mg (100 k a.e.)

EU/1/96/006/005

EU/1/96/006/009

NovoSeven 5 mg (250 k a.e.)

EU/1/96/006/006

EU/1/96/006/010

NovoSeven 8 mg (400 k a.e.)

EU/1/96/006/007

EU/1/96/006/011

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 23. febrúar 1996

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 23. febrúar 2006.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef Lyfjastofnunar (http://serlyfjaskra.is)

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf