Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Nucala (mepolizumab) – Samantekt á eiginleikum lyfs - R03DX09

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsNucala
ATC-kóðiR03DX09
Efnimepolizumab
FramleiðandiGlaxoSmithKline Trading Services

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Nucala 100 mg stungulyfsstofn, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert hettuglas inniheldur 100 mg af mepolizumabi. Eftir blöndun inniheldur hver ml af lausn 100 mg af mepolizumabi.

Mepolizumab er einstofna mannaaðlagað mótefni framleitt í eggjastokkafrumum kínverskra hamstra með raðbrigðaerfðatækni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyfsstofn, lausn.

Frostþurrkað hvítt duft.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Nucala er ætlað sem viðbótarmeðferð við alvarlegum þrálátum rauðkyrningaastma hjá fullorðnum sjúklingum(sjá kafla 5.1).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Aðeins læknar með reynslu af greiningu og meðferð alvarlegs þráláts rauðkyrningaastma skulu ávísa Nucala.

Skammtar

Fullorðnir

Ráðlagður skammtur af mepolizumabi er 100 mg undir húð á 4 vikna fresti.

Nucala er ætlað til langtímameðferðar. Íhuga skal þörf fyrir áframhaldandi meðferð a.m.k. árlega og hún byggð á mati læknisins á alvarleika sjúkdómsins og árangri við að ná stjórn á versnun.

Sérstakir sjúklingahópar

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Nucala hjá börnum yngri en 18 ára. Mjög takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um börn 12 til 18 ára (sjá kafla 4.8, 5.1 og 5.2) og því ekki hægt að veita ráðleggingar.

Aldraðir sjúklingar

Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá öldruðum sjúklingum (sjá kafla 5.2).

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi

Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi (sjá kafla 5.2).

Lyfjagjöf

Nucala er aðeins til inndælingar undir húð og skal gefið af heilbrigðisstarfsmanni. Því má dæla í upphandlegg, læri eða kvið.

Stofninn á að blanda fyrir lyfjagjöf og blönduð lausn skal notuð strax. Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Nucala skal ekki nota við bráðri versnun astma.

Astmatengdar aukaverkanir eða versnun getur komið fram meðan á meðferð stendur. Sjúklingar skulu fá fyrirmæli um að leita ráða hjá lækni ef ekki næst stjórn á astmanum eða hann versnar eftir að meðferð er hafin.

Ekki er mælt með að notkun barkstera sé hætt skyndilega eftir að meðferð með Nucala er hafin. Ef draga þarf úr notkun barkstera skal minnka skammta smám saman og slíkt gert undir eftirliti læknis.

Ofnæmi og viðbrögð tengd lyfjagjöf

Bráð og síðbúin altæk viðbrögð, þ.m.t. ofnæmisviðbrögð (t.d. bráðaofnæmi, ofsakláði, ofnæmisbjúgur, útbrot, berkjukrampi, lágþrýstingur) hafa komið fram eftir gjöf Nucala. Þessi viðbrögð koma yfirleitt fram innan nokkurra klukkustunda frá lyfjagjöf, en geta í sumum tilvikum verið síðbúin (þ.e. yfirleitt innan nokkurra daga). Þessi viðbrögð geta komið fram í fyrsta skipti eftir meðferð í langan tíma (sjá kafla 4.8).

Sýkingar af völdum sníkjudýra

Rauðkyrningar geta tekið þátt í ónæmissvörun við sumum sýkingum af völdum sníkjuorma. Sjúklinga með sýkingar af völdum sníkjuorma skal meðhöndla áður en meðferð er hafin. Ef sjúklingar sýkjast meðan á meðferð með Nucala stendur og svara ekki meðferð við sníkjuormasýkingu, skal íhuga að hætta meðferð tímabundið.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum.

Cýtókróm P450 ensím, útflæðidælur og próteinbindingarferli koma ekki að úthreinsun mepolizumabs. Aukin þéttni forbólgufrumuboða (t.d. IL-6), vegna milliverkunar við samstofna viðtaka á lifrarfrumum, hefur reynst bæla myndun CYP450 ensíma og lyfjaferja, en hækkun altækra forbólgulífmerkja er hins vegar mjög lítil þegar um alvarlegan astma er að ræða og engar vísbendingar eru um tjáningu alfa IL-5 viðtaka á lifrarfrumum. Líkur á lyfjamilliverkunum við mepolizumab eru því taldar litlar.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir (innan við 300 þunganir) um notkun mepolizumabs á meðgöngu. Mepolizumab fer yfir fylgju hjá öpum. Dýrarannsóknir benda ekki til eiturverkana á æxlun (sjá

kafla 5.3). Ekki er vitað hvort fóstur hjá mönnum geti orðið fyrir skaða.

Til öryggis ætti að forðast notkun Nucala á meðgöngu. Aðeins skal íhuga að gefa Nucala á meðgöngu ef áætlaður ávinningur fyrir móður er meiri en hugsanleg áhætta fyrir fóstur.

Brjóstagjöf

Engar upplýsingar liggja fyrir varðandi útskilnað mepolizumabs í brjóstamjólk. Mepolizumab var hins vegar skilið út í mjólk hjá cynomolgus öpum í þéttni sem var innan við 0,5% af þéttni sem greinist í plasma.

Taka þarf ákvörðun um hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta meðferð með Nucala að teknu tilliti til ávinnings af brjóstagjöf fyrir barnið og ávinnings af meðferð fyrir móðurina.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um frjósemi hjá mönnum. Í dýrarannsóknum komu engar aukaverkanir fram af and-IL-5 meðferð á frjósemi (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Nucala hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Í klínískum rannsóknum hjá einstaklingum með alvarlegan þrálátan rauðkyrningaastma, voru algengustu aukaverkanirnar sem greint væri frá meðan á meðferð stóð höfuðverkur, viðbrögð á stungustað og bakverkur.

Tafla yfir aukaverkanir

Alls hafa 915 einstaklingar með alvarlegan þrálátan rauðkyrningaastma fengið skammt af mepolizumabi undir húð eða í bláæð í klínískum rannsóknum sem stóðu í 24 til 52 vikur. Í töflunni hér fyrir neðan eru sýndar aukaverkanir úr tveimur rannsóknum með samanburði við lyfleysu hjá sjúklingum sem fengu mepolizumab 100 mg undir húð (n=263).

Tíðni aukaverkana er skilgreind á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (≤1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Innan tíðniflokka er alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Líffæraflokkur

Aukaverkanir

Tíðni

Sýkingar af völdum sýkla og

Neðri öndunarfærasýking

Algengar

sníkjudýra

Þvagfærasýking

 

 

Kokbólga

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

Ofnæmisviðbrögð (altækt ofnæmi)*

Algengar

 

Bráðaofnæmi**

Mjög sjaldgæfar

Líffæraflokkur

Aukaverkanir

Tíðni

Taugakerfi

Höfuðverkur

Mjög algengar

Öndunarfæri, brjósthol og

Nefstífla

Algengar

miðmæti

 

 

Meltingarfæri

Verkur ofarlega í kvið

Algengar

Húð og undirhúð

Exem

Algengar

Stoðkerfi og stoðvefur

Bakverkur

Algengar

Almennar aukaverkanir og

Viðbrögð tengd lyfjagjöf (altæk, ekki

Algengar

aukaverkanir á íkomustað

ofnæmi)***

 

 

Staðbundin viðbrögð á stungustað

 

 

Hiti

 

*Greint hefur verið frá altækum viðbrögðum, þ.m.t. ofnæmi í heildartíðni sem er sambærileg og fyrir lyfleysu. Sjá dæmi um einkenni sem greint var frá og tengdust þessu og lýsingu á tíma þar til þær komu fram í kafla 4.4.

**Tilkynnt eftir markaðssetningu

***Algengustu einkenni tengd altækum viðbrögðum við lyfjagjöf sem ekki voru ofnæmi voru útbrot, andlitsroði og vöðvaverkir; þessum einkennum var sjaldan greint frá og hjá <1% einstaklinga sem fengu 100 mg af mepolizumabi undir húð.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Staðbundin viðbrögð á stungustað

Í 2 rannsóknum með samanburði við lyfleysu var tíðni staðbundinna viðbragða á stungustað 8% fyrir 100 mg af mepolizumabi sem gefið var undir húð og 3% fyrir lyfleysu. Ekkert þessara tilvika var alvarlegt, öll voru þau væg til miðlungsmikil og meirihluti þeirra gekk til baka á nokkrum dögum. Staðbundin viðbrögð á stungustað komu aðallega fram í upphafi meðferðar og innan fyrstu

3 inndælinganna, en sjaldnar var greint frá þeim við síðari inndælingar. Algengustu einkenni sem greint var frá í þessum tilvikum voru m.a. verkur, roðaþot, þroti, kláði og sviði.

Börn

Upplýsingar úr klínískum rannsóknum sem nú liggja fyrir um börn eru of takmarkaðar til að lýsa öryggi mepolizumabs hjá þessum hópi (sjá kafla 5.1). Hins vegar er búist við að tíðni, tegund og alvarleiki aukaverkana hjá börnum séu svipuð og koma fram hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Engin klínísk reynsla er af ofskömmtun mepolizumabs.

Stakir skammtar, allt að 1.500 mg voru gefnir í bláæð í klínískri rannsókn hjá sjúklingum með rauðkyrningasjúkdóm án vísbendinga um skammtatengdar eiturverkanir.

Engin sértæk meðferð er til við ofskömmtun mepolizumabs. Ef ofskömmtun verður skal sjúklingurinn fá stuðningsmeðferð ásamt viðeigandi eftirliti eftir þörfum.

Frekari meðferð skal vera eins og við á klínískt eða samkvæmt fyrirliggjandi ráðleggingum frá eitrunarmiðstöð á hverjum stað.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við teppusjúkdómum í öndunarvegi, önnur altæk (systemic) lyf við teppusjúkdómum í öndunarvegi, ATC-flokkur: R03DX09.

Verkunarháttur

Mepolizumab er einstofna mannaaðlagað mótefni (IgG1, kappa) sem ræðst á interleukin-5 (IL-5) í mönnum af mikilli sækni og sértækni. IL-5 er aðalfrumuboðefnið sem stýrir vexti og sérhæfingu, nýliðun, virkjun og lifun rauðkyrninga. Mepolizumab hindrar lífvirkni IL-5 við nanómólstyrk með því að hindra bindingu IL-5 við alfakeðju IL-5 viðtakakomplexins sem tjáður er á yfirborði rauðkyrningafrumunnar og kemur þannig í veg fyrir að IL-5 sendi boð og dregur úr framleiðslu og lifun rauðkyrninga.

Lyfhrif

Eftir gjöf 100 mg skammts undir húð á 4 vikna fresti í 32 vikur, fækkaði rauðkyrningum í blóði úr margfeldismeðaltali fjölda í upphafi sem var 290 í 40 frumur/míkról í viku 32 (N=182), 84% fækkun miðað við lyfleysu. Fækkun af þessari stærðargráðu kom fram á 4 meðferðarvikum.

Ónæmingargeta

Í samræmi við öfluga ónæmingargetu prótein- og peptíðlyfja, geta sjúklingar þróað mótefni gegn mepolizumabi eftir meðferð. Í rannsóknum með samanburði við lyfleysu, mynduðu 15/260 (6%) einstaklinga sem fengu meðferð með 100 mg skammti undir húð and-mepolizumab mótefni eftir að hafa fengið a.m.k. einn skammt af mepolizumabi. Hlutleysandi mótefni greindust hjá einum einstaklingi. And-mepolizumab mótefni höfðu ekki veruleg áhrif á lyfjahvörf og lyfhrif mepolizumabs hjá meirihluta sjúklinganna og engar vísbendingar voru um tengsl milli mótefnatítra og breytinga á þéttni rauðkyrninga í blóði.

Verkun

Verkun mepolizumabs við meðferð valins hóps sjúklinga með alvarlegan þrálátan rauðkyrningaastma var metin í 3 slembuðum, tvíblindum, klínískum rannsóknum með samhliða hópum, sem stóðu í 24-52 vikur, hjá sjúklingum 12 ára og eldri. Hjá þessum sjúklingum náðist annaðhvort ekki stjórn á astmanum (a.m.k. alvarleg versnun tvisvar sinnum síðastliðna 12 mánuði) með hefðbundinni meðferð, þ.m.t. a.m.k. stórir skammtar barkstera til innöndunar ásamt viðbótar viðhaldsmeðferð, eða þeir voru háðir altækum barksterum. Viðbótar viðhaldsmeðferðir voru m.a. langverkandi beta2-adrenvirkir örvar, lyf sem hafa áhrif á leukotríen, langverkandi múskarín hemlar, teófyllín og barksterar til inntöku.

Írannsóknunum tveimur á versnun MEA1122997 og MEA115588 tóku þátt alls 1.192 sjúklingar, 60% konur, með meðalaldur 49 ár (á bilinu 12-82). Hlutfall sjúklinga á viðhaldsmeðferð með barksterum til inntöku var annars vegar 31% og hins vegar 24%. Sjúklingar þurftu að hafa sögu um tvö eða fleiri tilvik alvarlegrar versnunar á astma síðastliðna 12 mánuði, sem kröfðust meðferðar með barksterum til inntöku eða altækum barksterum og skerta lungnastarfsemi í upphafi (FEV1<80% fyrir gjöf berkjuvíkkandi lyfs hjá fullorðnum og <90% hjá unglingum). Meðalfjöldi tilvika um versnun árið á undan var 3,6 og áætlað meðalgildi FEV1 fyrir gjöf berkjuvíkkandi lyfs var 60%. Sjúklingar héldu áfram að nota astmalyfin sín meðan á rannsóknunum stóð.

Írannsókninni á minnkun skammta á barksterum til inntöku, MEA115575, tóku alls 135 sjúklingar þátt (55% voru konur og meðalaldurinn 50 ár) sem fengu daglega meðferð með barksterum til inntöku (5-35 mg á dag) og stóra skammta af barksterum til innöndunar auk lyfs til viðhaldsmeðferðar.

Rannsókn á verkun mismunandi skammta MEA112997 (DREAM)

Í MEA112997, slembaðri, tvíblindri, fjölsetra rannsókn með samhliða hópum og samanburði við lyfleysu, sem stóð í 52 vikur hjá 616 sjúklingum með alvarlegan þrálátan rauðkyrningaastma, dró mepolizumab verulega úr klínískt marktækri versnun astma (skilgreindri sem versnun astma sem krafðist notkunar á barksterum til inntöku/altækum barksterum og/eða innlagnar á sjúkrahús og/eða heimsóknar á bráðamóttöku) við gjöf skammta sem voru 75 mg, 250 mg eða 750 mg í bláæð samanborið við lyfleysu (sjá töflu 1).

Tafla 1: Tíðni klínískt marktækrar versnunar í viku 52 hjá þýðinu sem ætlunin var að meðhöndla

 

Mepolizumab í bláæð

 

Lyfleysa

 

75 mg

250 mg

 

750 mg

 

 

n=153

n=152

 

n=156

n= 155

Tíðni versunar/ár

1,24

1,46

 

1,15

2,40

 

 

 

 

 

 

Hlutfallsleg fækkun

48%

39%

 

52%

 

 

 

 

 

 

 

Tíðnihlutfall

0,52 (0,39; 0,69)

0,61(0,46; 0,81)

 

0,48 (0,36; 0,64)

 

(95% CI)

 

 

 

 

 

p-gildi

<0,001

<0,001

 

<0,001

-

Rannsókn á fækkun tilvika um versnun (MEA115588) MENSA

MEA115588 var slembuð, tvíblind, fjölsetra rannsókn með samhliða hópum og samanburði við lyfleysu þar sem lagt var mat á verkun og öryggi viðbótarmeðferðar með mepolizumabi hjá

576 sjúklingum með alvarlegan þrálátan rauðkyrningaastma, skilgreindan sem fjöldi rauðkyrninga í útæðablóði sem var meiri eða jafn og 150 frumur/míkról í upphafi meðferðar eða meiri eða jafn og 300 frumur/míkról á síðastliðnum 12 mánuðum.

Sjúklingar fengu 100 mg af mepolizumabi undir húð, 75 mg af mepolizumabi í bláæð eða lyfleysu einu sinni á fjögurra vikna fresti í 32 vikur. Aðalendapunkturinn var tíðni klínískt marktækrar versnunar astma og lækkun tíðni í báðum mepolizumab meðferðarörmunum var tölfræðilega marktæk í samanburði við lyfleysu (p<0,001). Í töflu 2 eru niðurstöður fyrir aðal- og aukaendapunkta fyrir sjúklinga sem fengu meðferð með mepolizumabi undir húð eða lyfleysu.

Tafla 2: Niðurstöður aðal- og aukaendapunkta í viku 32 hjá þýðinu sem ætlunin var að meðhöndla (MEA115588)

 

Mepolizumab

Lyfleysa

 

100 mg (undir húð)

 

 

N= 194

N= 191

Aðalendapunktur

 

 

 

 

 

Tíðni klínískt marktækrar versnunar

 

 

 

 

 

Tíðni versnunar á ári

0,83

1,74

Hlutfallsleg fækkun

53%

-

Tíðnihlutfall (95% CI)

0,47 (0,35; 0,64)

 

p-gildi

<0,001

 

Aukaendapunktar

Tíðni versnunar sem krafðist innlagna á sjúkrahús/heimsókna á bráðamóttöku

Tíðni versnunar á ári

0,08

0,20

Hlutfallsleg fækkun

61%

_

 

 

Tíðnihlutfall (95% CI)

0,39 (0,18; 0,83)

 

p-gildi

0,015

 

Tíðni versnunar sem krafðist innlagna á sjúkrahús

 

 

 

 

Tíðni versnunar á ári

0,03

0,10

Hlutfallsleg fækkun

69%

_

Tíðnihlutfall (95% CI)

0,31 (0,11; 0.91)

 

p-gildi

0,034

 

FEV1 (ml) fyrir notkun berkjuvíkkandi lyfja í viku 32

 

 

 

 

Grunngildi (SD)

1.730 (659)

1.860 (631)

Meðalbreyting frá grunngildi (SE)

183 (31)

86 (31)

Mismunur (mepolizumab m.v. lyfleysu)

 

95% CI

(11, 184)

 

p-gildi

0,028

 

SGRQ (St. George’s Respiratory Questionnaire) í viku 32

 

 

 

 

Grunngildi (SD)

47,9 (19,5)

46,9 (19,8)

Meðalbreyting frá grunngildi (SE)

-16,0 (1,1)

-9,0 (1,2)

Mismunur

-7,0

 

(mepolizumab m.v. lyfleysu)

 

 

95% CI

(-10,2; -3,8)

 

p-gildi

<0,001

 

SD = staðalfrávik; SE = staðalskekkja

Lækkun á tíðni versnunar miðað við fjölda rauðkyrninga í upphafi.

Tafla 3 sýnir niðurstöður sameiginlegrar greiningar á rannsóknunum tveimur á versnun (MEA112997 og MEA115588) miðað við fjölda rauðkyrninga í upphafi. Tíðni versnunar í lyfleysuarminum jókst með auknum fjölda rauðkyrninga í upphafi. Tíðnilækkunin með mepolizumabi var meiri hjá sjúklingum með mikinn fjölda rauðkyrninga.

Tafla 3: Sameiginleg greining á tíðni klínískt marktækrar versnunar miðað við fjölda rauðkyrninga í upphafi hjá sjúklingum með alvarlegan þrálátan rauðkyrningaastma

 

Mepolizumab

Lyfleysa

 

75 mg IV/100 mg undir

N=346

 

húð

 

 

N=538

 

MEA112997+MEA115588

 

 

<150 frumur/ l

 

 

n

Tíðni versnunar á ári

1,16

1,73

Mepolizumab m.v. lyfleysu

 

 

Tíðnihlutfall (95% CI)

0,67 (0,46;0,98)

---

150 til <300 frumur/ l

 

 

n

Tíðni versnunar á ári

1,01

1,41

Mepolizumab m.v. lyfleysu

 

 

Tíðnihlutfall (95% CI)

0,72 (0,47;1,10)

---

300 til <500 frumur/ l

 

 

n

Tíðni versnunar á ári

1,02

1,64

Mepolizumab m.v. lyfleysu

 

 

Tíðnihlutfall (95% CI)

0,62 (0,41;0,93)

---

500 frumur/ l

 

 

 

Mepolizumab

Lyfleysa

 

75 mg IV/100 mg undir

N=346

 

húð

 

 

N=538

 

n

Tíðni versnunar á ári

0,67

2,49

Mepolizumab m.v. lyfleysu

 

 

Tíðnihlutfall (95% CI)

0,27 (0,19;0,37)

---

Rannsókn á minnkun skammta af barksterum til inntöku MEA115575 (SIRIUS)

Í MEA115575 var lagt mat á áhrif mepolizumabs 100 mg undir húð við að minnka þörf á viðhaldsskammti af barksterum til inntöku við áframhaldandi stjórn á astmanum hjá sjúklingum með alvarlegan þrálátan rauðkyrningaastma. Sjúklingar voru með fjölda rauðkyrninga í blóði 150/ l í upphafi eða fjölda rauðkyrninga í blóði 300/ l á síðastliðnum 12 mánuðum fyrir skimun. Sjúklingar fengu mepolizumab eða lyfleysu einu sinni á 4 vikna fresti allt meðferðartímabilið. Sjúklingar héldu áfram að fá astmalyfin sem þeir notuðu meðan á rannsókninni stóð, að undanskildum skammtinum af barksterum til inntöku sem var minnkaður á 4 vikna fresti á skammtaminnkunartímabili barkstera (vikur 4-20), svo lengi sem stjórn hélst á astmanum.

Alls voru 135 sjúklingar skráðir til þátttöku: Meðalaldur var 50 ár, 55% voru konur og 48% höfðu fengið meðferð með sterum til inntöku í a.m.k. 5 ár. Í upphafi var meðalskammtur jafngildur u.þ.b. 13 mg á dag af prednisóni.

Aðalendapunkturinn var hlutfallsleg minnkun á daglegum skammti barkstera til inntöku (vikur 20-24), með áframhaldandi stjórn á astmanum samkvæmt skilgreindum flokkum fyrir skammtaminnkun (sjá töflu 4). Í fyrirfram skilgreindum flokkum var m.a. hlutfallsleg minnkun á bilinu frá 90-100% minnkun, til engrar minnkunar á prednisónskammti frá lokum bestunartímabilsins. Samanburður á milli mepolizumabs og lyfleysu var tölfræðilega marktækur (p=0,008).

Tafla 4: Niðurstöður aðal- og aukaendapunkta í MEA115575

 

Þýði sem ætlunin var að meðhöndla

 

Mepolizumab

Lyfleysa

 

(100 mg undir húð)

 

 

 

N= 69

N= 66

Aðalendapunktur

 

 

 

 

 

 

Hlutfallsleg minnkun barkstera til inntöku (OCS) frá upphafi (vikur 20-24)

 

 

 

90% - 100%

16 (23%)

7(11%)

75% - <90%

12 (17%)

(8%)

50% - <75%

9 (13%)

(15%)

>0% - <50%

7 (10%)

7(11%)

Enging minnkun OCS/skortur

25 (36%)

(56%)

á stjórn astma/meðferð hætt

 

 

 

Líkindahlutfall (95% CI)

2,39 (1,25; 4,56)

 

 

p-gildi

0,008

 

 

Aukaendapunktar (vikur 20-24)

 

 

 

 

 

 

 

Dagskammtur OCS minnkaður

10 (14%)

(8%)

í 0 mg/dag

 

 

 

Líkindahlutfall (95% CI)

1,67 (0,49; 5,75)

 

 

p-gildi

0,414

 

 

Dagskammtur OCS minnkaður

37 (54%)

(32%)

í ≤5 mg/dag

 

 

 

Líkindahlutfall (95% CI)

2,45 (1,12; 5,37)

 

 

p-gildi

0,025

 

Miðgildi % minnkunar á

50,0 (20,0; 75,0)

0,0 (-20,0;

dagskammti OCS m.v.

 

33,3)

grunngildi (95% CI)

 

 

Munur á miðgildi(95% CI)

-30,0 (-66,7; 0,0)

 

p-gildi

0,007

 

Börn

Í MEA115588 rannsókninni tóku þátt 25 unglingar, 13 stúlkur og 12 drengir, 9 á aldrinum 12-14 ára og 16 á aldrinum 15-17 ára. Af þátttakendunum 25 fengu 9 lyfleysu, 9 fengu 75 mg af mepolizumabi í bláæð og 7 fengu 100 mg af mepolizumabi undir húð. Sama hlutfall einstaklinga (3/9) sem fengu lyfleysu og mepolizumab í bláæð greindu frá klínískt marktækri versnun; ekki var greint frá versnun hjá þeim sem fengu mepolizumab undir húð.

5.2Lyfjahvörf

Eftir gjöf undir húð hjá sjúklingum með astma reyndust lyfjahvörf mepolizumabs nokkurn veginn í hlutfalli við skammtastærð á skammtabilinu 12,5 mg til 250 mg.

Frásog

Mepolizumab frásogaðist hægt eftir gjöf undir húð hjá heilbrigðum einstaklingum eða sjúklingum með astma, miðgildi tíma að hámarksþéttni í plasma (Tmax) var á bilinu 4 til 8 dagar.

Nýting mepolizumabs eftir gjöf á stökum skammti undir húð hjá heilbrigðum einstaklingum var 64% við gjöf í kvið, 71% í læri og 75% í handlegg. Hjá sjúklingum með astma var nýting mepolizumabs sem gefið var undir húð á bilinu 74-80%. Þegar stöðugri þéttni er náð eftir endurtekna gjöf undir húð á 4 vikna fresti er uppsöfnunin u.þ.b. tvöföld.

Dreifing

Eftir gjöf á stökum skammti í bláæð hjá sjúklingum með astma er dreifingarrúmmál mepolizumabs að meðaltali 55 til 85 ml/kg.

Umbrot

Mepolizumab er einstofna mannaaðlagað IgG1 mótefni sem brotið er niður af próteinsundrandi ensímum sem eru dreifð víða um líkamann, ekki eingöngu í lifrarvef.

Brotthvarf

Eftir gjöf á stökum skammti í bláæð hjá sjúklingum með astma er altæk úthreinsun að meðaltali á bilinu 1,9 til 3,3 ml/sólarhring/kg, með meðalhelmingunartíma brotthvarfs u.þ.b. 20 dagar. Eftir gjöf mepolizumabs undir húð var meðalhelmingunartími brotthvarfs (t1/2) á bilinu 16 til 22 dagar. Í þýðisgreining á lyfjahvörfum var altæk úthreinsun mepolizumabs áætluð 3,1 ml/sólarhring/kg.

Börn

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um lyfjahvörf hjá börnum (59 börn með rauðkyrningabólgu í vélinda, 19 börn með alvarlegan astma). Lyfjahvörf mepolizumabs eftir gjöf í bláæð voru metin með þýðisgreiningu á lyfjahvörfum í rannsókn sem var gerð hjá börnum 2-17 ára með rauðkyrningabólgu í vélinda. Að verulegu leyti var hægt að spá fyrir um lyfjahvörf hjá börnum út frá fullorðnum, að teknu tilliti til líkamsþyngdar. Lyfjahvörf mepolizumabs hjá unglingum með alvarlegan rauðkyrningaastma sem tóku þátt í 3. stigs rannsóknum voru í samræmi við það sem kom fram hjá fullorðnum (sjá

kafla 4.2).

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir sjúklingar (≥65 ára)

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir úr klínískum rannsóknum (N=90) um lyfjahvörf hjá öldruðum sjúklingum (≥65 ára). Í þýðisgreiningunni á lyfjahvörfum komu hins vegar engar vísbendingar fram um áhrif aldurs á bilinu 12 til 82 ár á lyfjahvörf mepolizumabs.

Skert nýrnastarfsemi

Engar formlegar rannsóknir hafa verið gerðar til að rannsaka áhrif skertrar nýrnastarfsemi á lyfjahvörf mepolizumabs. Samkvæmt þýðisgreiningum á lyfjahvörfum er ekki þörf á skammtaalögun hjá sjúklingum með kreatínínúthreinsun á milli 50-80 ml/mín. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með kreatínínúthreinsun <50 ml/mín.

Skert lifrarstarfsemi

Engar formlegar rannsóknir hafa verið gerðar til að rannsaka áhrif skertrar lifrarstarfsemi á lyfjahvörf mepolizumabs. Þar sem mepolizumab er brotið niður af próteinsundrandi ensímum sem eru dreifð víða og takmarkast ekki við lifrarvef, er ekki líklegt að breytingar á lifrarstarfsemi hafi áhrif á brotthvarf mepolizumabs.

5.3Forklínískar upplýsingar

Þar sem mepolizumab er einstofna mótefni hafa ekki verið gerðar rannsóknir á eiturverkunum á erfðaefni eða krabbameinsvaldandi áhrifum.

Eiturefnafræði og/eða lyfjafræði hjá dýrum

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi eða eiturverkunum eftir endurtekna skammta hjá öpum. Gjöf í bláæð eða undir húð hjá öpum tengdist fækkun rauðkyrninga í útlægum vefjum og lungum, án eiturefnafræðilegra áhrifa.

Rauðkyrningar eru taldir tengjast svörun ónæmiskerfisins við nokkrum sníkjudýrasýkingum. Rannsóknir gerðar hjá músum sem fengu and-IL-5 mótefni eða voru með arfgengan skort á IL-5 eða rauðkyrningum hafa ekki sýnt skerta hæfni gegn sníkjudýrasýkingum. Þýðing þessara niðurstaðna fyrir menn er ekki þekkt.

Frjósemi

Engin skerðing á frjósemi kom fram í rannsókn á frjósemi og eiturverkunum á æxlun hjá músum sem gerðar voru með hliðstæðu mótefni sem hindrar IL-5 í músum. Í þessari rannsókn fólst ekki mat á goti eða virkni hjá afkvæmum.

Meðganga

Mepolizumab hafði engin áhrif á meðgöngu eða þroska fósturvísis/fósturs eða afkvæma eftir fæðingu hjá öpum (þ.m.t. starfsemi ónæmiskerfis). Rannsóknir á vansköpun, innvortis eða á beinagrind voru ekki gerðar. Upplýsingar frá cynomolgus öpum sýna að mepolizumab fer yfir fylgju. Þéttni mepolizumabs var u.þ.b. 1,2-2,4 sinnum hærri hjá ungbörnum en mæðrunum í nokkra mánuði eftir fæðingu og hafði ekki áhrif á ónæmiskerfi ungbarnanna.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Súkrósi

Tvíbasískt natríumfosfatheptahýdrat

Pólýsorbat 80

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Eftir blöndun

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika fullbúins lyfs í 8 klst. við geymslu við lægri hita en 30°C.

Frá örverufræðilegu sjónarmiði skal nota lyfið strax, nema aðferð við blöndun útiloki örverusmit. Ef það er ekki notað strax eru geymslutími og -aðstæður við notkun á ábyrgð notanda.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 25°C.

Má ekki frjósa.

Geymið hettuglasið í ytri öskjunni til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Glært, litlaust 10 ml hettuglas úr gleri af tegund I, með brómóbútýlgúmmítappa og grárri álhettu með plastflipa sem inniheldur 100 mg af stungulyfsstofni, lausn.

Pakkningastærðir: 1 hettuglas.

Fjölpakkning sem inniheldur 3 hettuglös (3 pakkningar með 1).

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Nucala inniheldur ekki rotvarnarefni og skal blöndun því gerð að viðhafðri smitgát.

Leiðbeiningar um blöndun

1.Blandið 1,2 ml af sæfðu vatni fyrir stungulyf saman við innihald hettuglassins, helst með því að nota 2 eða 3 ml sprautu og 21 gauge nál. Bunu sæfða vatnsins skal beina lóðrétt ofan á miðja frostþurrkuðu kökuna. Leyfið hettuglasinu að vera við stofuhita við blöndun og veltið hettuglasinu varlega í 10 sekúndur með hringhreyfingu á 15 sekúndna fresti þar til duftið er uppleyst.

Athugið: Blönduðu lausnina má ekki hrista meðan á ferlinu stendur þar sem það gæti valdið froðumyndun eða útfellingu. Blöndun er venjulega lokið innan við 5 mínútum eftir að sæfða vatninu er bætt út í, en getur tekið lengri tíma.

2.Ef tæki er notað við blöndun Nucala er hægt að ljúka blöndun með snúningi við 450 hringi á mínútu í að hámarki 10 mínútur. Að öðrum kosti er snúningur við 1.000 hringi á mínútu í að hámarki 5 mínútur ásættanlegur.

3.Eftir blöndun skal skyggna Nucala m.t.t. agna og tærleika fyrir notkun. Lausnin á að vera tær til ópallýsandi og litlaus til fölgul eða fölbrún, laus við sýnilegar agnir. Litlum loftbólum má hins

vegar búast við og þær eru ásættanlegar. Ef agnir eru enn til staðar í lausninni eða ef lausnin virðist skýjuð eða mjólkurkennd má ekki nota lausnina.

4.Ef ekki á að nota blönduðu lausnina strax þarf að:

Verja hana gegn sólarljósi

Geyma við lægri hita en 30°C, ekki frosna

Farga henni ef hún er ekki notuð innan 8 klst. frá blöndun.

Leiðbeiningar um lyfjagjöf

1.Við gjöf undir húð skal helst nota 1 ml pólýprópýlensprautu með einnota 21 gauge til 27 gauge x 13 mm nál.

2.Rétt fyrir lyfjagjöf skal draga upp 1 ml af blönduðu Nucala. Ekki hrista blönduðu lausnina meðan á þessu stendur þar sem það getur valdið froðumyndun eða útfellingu.

3.Gefið 1 ml (jafngildi 100 mg af mepolizumabi) með inndælingu undir húð á upphandlegg, læri eða kvið.

Förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

GlaxoSmithKline Trading Services Limited Currabinny

Carrigaline

County Cork Írland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/15/1043/001

EU/1/15/1043/002

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 02. desember 2015

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: {DD. mánuður ÁÁÁÁ}.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

<{MM/ÁÁÁÁ}.>

<{DD/MM/ÁÁÁÁ}.> <{DD. mánuður ÁÁÁÁ}.>

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu< og á vef {heiti lyfjastofnunar aðildarlands (vefslóð)}>.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf