Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

NutropinAq (somatropin) – Samantekt á eiginleikum lyfs - H01AC01

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsNutropinAq
ATC-kóðiH01AC01
Efnisomatropin
FramleiðandiIpsen Pharma

1.HEITI LYFS

NutropinAq 10 mg/2 ml (30a.e.) stungulyf, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Einn ml inniheldur 5 mg af sómatrópíni*.

Ein rörlykja inniheldur 10 mg (30 a.e.) af sómatrópíni*.

*Sómatrópín er vaxtarhormón manna sem er framleitt með raðbrigða erfðatækni í Escherichia Coli.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn. Tær, litlaus lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Börn

-Langtímameðferð hjá börnum með vaxtartruflun sem stafar af ófullnægjandi eigin framleiðslu líkamans á vaxtarhormóni.

-Langtímameðferð á vaxtartruflun sem tengist Turner-heilkenni hjá stúlkum frá 2 ára aldri.

-Meðferð hjá ókynþroska börnum með vaxtartruflun sem tengist langvarandi skertri nýrnastarfsemi þar til nýrnaígræðsla fer fram.

Fullorðnir

-Uppbót á eigin innrænum vaxtarhormóni hjá fullorðnum með skort á vaxtarhormóni, sem á uppruna annaðhvort í æsku eða á fullorðinsárum. Skort á vaxtarhormóni skal staðfesta á viðeigandi hátt áður en meðferð hefst.

-Hjá fullorðnum með skort á vaxtarhormóni skal staðfesta orsakagreininguna:

-Sjúkdómsbyrjun hjá fullorðnum: Sjúklingurinn skal hafa skort á vaxtarhormóni sem afleiðingu af sjúkdómi í undirstúku heila eða heiladingli og hafa greinst með skort á að minnsta kosti einu öðru hormóni (fyrir utan prólaktín). Ekki skal framkvæma mælingu á vaxtarhormóni fyrr en fullnægjandi uppbótarmeðferð á öðrum hormónaskorti hefur verið gefin.

-Sjúkdómsbyrjun hjá börnum: Sjúklinga, sem hafa haft skort á vaxtarhormóni á barnsaldri, ætti að endurprófa til að staðfesta skort á vaxtarhormóni á fullorðinsárum áður en uppbótarmeðferð með NutropinAq er hafin.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Greining og meðferð með sómatrópíni skal hafin og vera stjórnað af læknum með viðeigandi þekkingu og reynslu í greiningu og meðhöndlun sjúklinga sem ábendingin á við um.

Skammtar

Skammtar af NutropinAq og gjöf lyfsins skulu vera sniðin að þörfum hvers sjúklings.

Börn

Vaxtarbrestur hjá börnum vegna ófullnægjandi eigin framleiðslu vaxtarhormóns:

0,025 - 0,035 mg/kg líkamsþunga, gefin daglega sem innspýting undir húð.

Halda skal sómatrópín meðferð áfram hjá börnum og unglingum þar til vaxtalínur hafa lokast.

Vaxtarbrestur sem tengist Turner-heilkenni:

Allt að 0,05 mg/kg líkamsþunga, gefin daglega sem innspýting undir húð.

Halda skal sómatrópín meðferð áfram hjá börnum og unglingum þar til vaxtalínur hafa lokast.

Vaxtarbrestur sem tengist langvarandi skertri nýrnastarfsemi:

Allt að 0,05 mg/kg líkamsþunga, gefin daglega sem innspýting undir húð.

Halda skal sómatrópín meðferð áfram hjá börnum og unglingum þar til vaxtalínur hafa lokast, eða þar til nýrnaígræðsla fer fram.

Fullorðnir

Skortur vaxtarhormóns hjá fullorðnum:

Við upphaf sómatrópínmeðferðar er mælt með lágum byrjunarskömmtum, 0,15 - 0,3 mg gefnir daglega sem innspýting undir húð. Skammtana skal hækka í þrepum og stýra í samræmi við gildi insúlín-líks vaxtarþáttar 1 (IGF-I) í sermi. Ráðlagður lokaskammtur fer sjaldan yfir 1,0 mg/dag. Almennt skal gefa lægsta skammt sem gefur verkun. Hjá eldri sjúklingum og of þungum getur verið nauðsynlegt að gefa lægri skammta.

Lyfjagjöf

Stungulyfið skal gefa daglega undir húð. Breyta skal um innspýtingarstað.

Varúðarreglur sem fara þarf eftir fyrir umsýslu og gjöf lyfsins

NutropinAq er fjölskammtalausn. Ef lausnin er skyggð eftir að hún hefur verið tekin úr kælinum má ekki nota hana til innspýtingar. Hringsnúið varlega. Hristið ekki ógætilega, þar sem það gæti eðlisbreytt próteininu. NutropinAq er aðeins ætlað til notkunar með Nutropin Aq lyfjapennanum.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um notkun og meðhöndlun lyfsins.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Sómatrópín á ekki að nota til vaxtarörvunar hjá sjúklingum með lokaðar vaxtarlínur.

Sómatrópín má ekki nota þegar einhver vísbending er um æxlisvirkni. Æxli innan höfuðkúpu verða að vera óvirk og ljúka verður æxlismeðferð áður en meðferð með vaxtarhormónum hefst. Meðferð skal hætt ef vísbending er um æxlisvöxt.

Meðferð með vaxtarhormóni á ekki að hefja hjá sjúklingum með bráð, alvarleg veikindi vegna fylgikvilla í kjölfar opinnar hjartaaðgerðar eða kviðarholsaðgerðar, fjöláverka af völdum slyss eða með bráða öndunarbilun.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Notið ekki í skömmtum umfram ráðlagðan hámarks dagskammt (sjá kafla 4.2).

Æxli

Hjá sjúklingum, sem hafa haft illkynja sjúkdóm áður, skal veita teiknum og einkennum um endurkomu æxlis sérstaka athygli.

Sjúklinga sem eru með æxli eða skort á vaxtarhormóni sem afleiðingu af vefjaskemmd (lesion) innan höfuðkúpu skal skoða reglulega með tilliti til framgangs eða endurkomu undirliggjandi sjúkdómsferils.

Tilkynnt hefur verið um aukna hættu á síðari æxlum hjá einstaklingum sem lifa af krabbamein í bernsku og eru meðhöndlaðir með sómatrópíni eftir að fyrsta æxli myndaðist. Algengustu gerðir þessara síðari æxla voru æxli innan höfuðkúpu, einkum himnuæxli, hjá sjúklingum sem fengu geislameðferð á höfuð eftir fyrsta æxli.

Prader-Willi heilkenni

NutropinAq er ekki ætlað til langtíma meðferðar hjá börnum með vaxtartruflun vegna erfðafræðilega staðfests Prader-Willi heilkennis, nema því aðeins að þau hafi einnig verið greind með skort á

vaxtarhormóni. Komið hafa fram tilkynningar um kæfisvefn og skyndileg dauðsföll eftir að meðferð hefur verið hafin með vaxtarhormóni hjá börnum með Prader-Willi heilkenni með einn eða fleiri af eftirfarandi áhættuþáttum: Alvarleg offita, saga um teppu í efri öndunarvegi eða kæfisvefn, eða óskilgreinda öndunarfærasýkingu.

Bráð og alvarleg veikindi

Áhrif vaxtarhormóns voru rannsökuð í tveimur klínískum lyfleysurannsóknum hjá 522 fullorðnum sjúklingum sem voru alvarlega veikir vegna fylgikvilla í kjölfar opinnar hjartaaðgerðar eða kviðarholsaðgerðar, fjöláverka af völdum slyss eða voru með bráða öndunarbilun. Dánartíðni var hærri

(41,9 % á móti 19,3 %) hjá sjúklingum sem fengið höfðu vaxtarhormón (skammtana 5,3 - 8 mg/dag) í samanburði við þá sem fengið höfðu lyfleysu.

Öryggi þess að halda sómatrópínmeðferð áfram hjá sjúklingum með bráð, alvarleg veikindi á gjörgæsludeildum vegna fylgikvilla í kjölfar opinnar hjartaaðgerðar eða kviðarholsaðgerðar, fjöláverka af völdum slyss eða bráða öndunarbilun, sem fengið hafa uppbótarskammta í tengslum við viðurkenndar ábendingar, hefur ekki verið staðfest. Þess vegna skal meta af kostgæfni ávinning og áhættu þess að halda meðferð áfram.

Langvarandi skert nýrnastarfsemi

Fylgjast þarf reglulega með sjúklingum með skort á vaxtarhormóni vegna langvarandi skertrar nýrnastarfsemi með versnun á sýndarbeinkröm (renal osteodystropy) í huga. Kastlos í lærleggshöfði (slipped capital femoral epiphysis) og drep án sýkingar í lærleggshöfði geta komið fram hjá börnum með langvarandi sýndarbeinkröm og skort á vaxtarhormóni, og óvíst er hvort meðferð með vaxtarhormóni hefur áhrif á þessa kvilla. Læknar og foreldrar skulu fylgjast með hvort sjúklingar á meðferð með NutropinAq fara að haltra eða kvarta undan verk í mjöðm eða hné.

Hryggskekkja

Hryggskekkja getur versnað hjá börnum sem vaxa hratt. Fylgjast á með vísbendingum um hryggskekkju meðan á meðferð stendur. Hins vegar hefur ekki verið sýnt fram á að meðferð með vaxtarhormóni auki tíðni eða alvarleika hryggskekkju.

Stjórnun blóðsykurs

Þar eð sómatrópín getur dregið úr insúlín-næmi þarf að fylgjast með sjúklingum með tilliti til sykurþols. Hjá sjúklingum með sykursýki getur þurft að breyta insúlínskömmtum eftir að NutropinAq meðferð er hafin. Fylgjast ætti vel með sjúklingum með sykursýki eða skert sykurþol meðan á sómatrópínmeðferð stendur. Somatrópínmeðferð er ekki ætluð sykursýkisjúklingum með virkan sjónukvilla með frumuvexti (active proliferative retinopathy) eða alvarlegan sjónukvilla án frumuvaxtar (severe non-proliferative retinopathy).

Innankúpuháþrýstingur

Háþrýstingur innan höfuðkúpu með sjóndoppubjúg, sjónbreytingum, höfuðverk, ógleði og/eða uppköstum hefur sést hjá fáeinum sjúklingum sem fengið hafa sómatrópínmeðferð. Einkennin koma

venjulega fram á fyrstu átta vikunum eftir að NutropinAq meðferð er hafin. Í öllum tilgreindum tilfellum hafa þau teikn og einkenni sem tengjast háþrýstingi innan höfuðkúpu horfið eftir lækkun sómatrópínskammtanna eða eftir að meðferð hefur verið hætt. Mælt er með augnbotnsskoðun við upphaf meðferðar og reglubundið meðan á henni stendur.

Vanstarfsemi skjaldkirtils

Vanstarfsemi skjaldkirtils (skjaldvakabrestur) getur komið fram meðan á sómatrópínmeðferð stendur og ómeðhöndluð vanstarfsemi skjaldkirtils getur komið í veg fyrir bestu svörun við NutropinAq. Þess vegna ætti að gera reglubundnar prófanir á skjaldkirtilsstarfsemi og meðhöndla með skjaldkirtilshormóni þegar ástæða er til. Sjúklinga með alvarlega vanstarfsemi skjaldkirtils skal meðhöndla á viðeigandi hátt áður en NutropinAq meðferð er hafin.

Nýrnaígræðsla

Þar eð sómatrópínmeðferð eftir nýrnaígræðslu hefur ekki verið nægilega prófuð skal hætta NutropinAq meðferð eftir slíka skurðaðgerð.

Notkun sykurstera

Samtímis meðferð með sykursterum stöðvar vaxtarörvandi verkun NutropinAq. Hjá sjúklingum með ACTH-skort þarf að stjórna uppbótar sykursterameðferð með aðgát til að koma í veg fyrir hamlandi

áhrif á vöxt. Notkun NutropinAq hjá sjúklingum með langvarandi skerta nýrnastarfsemi, sem fá sykurstera-meðferð, hefur ekki verið metin.

Hvítblæði

Tilkynnt hefur verið um hvítblæði hjá litlum fjölda sjúklinga með skort á vaxtarhormóni sem fengu uppbótarmeðferð með vaxtarhormóni. Ekki hefur verið sýnt fram á orsakatengsl við meðferð með sómatrópíni.

Brisbólga hjá börnum

Börn sem eru á meðferð með sómatrópíni eru í aukinni hættu á að fá brisbólgu samanborið við fullorðna á meðferð með sómatrópíni. Jafnvel þótt mjög sjaldgæft sé skal athuga með brisbólgu hjá börnum á meðferð með sómatrópíni sem fá kviðverki.

Hjálparefni

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í hverri rörlykju, þ.e. er nánast natríumsnautt.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Takmörkuð gögn, sem birt hafa verið, gefa til kynna að meðferð með vaxtarhormóni auki antipýrín- blóðhreinsun sem cýtókróm P450 sér um hjá mönnum. Eftirlit er ráðlegt þegar sómatrópín er gefið samtímis lyfjum, sem þekkt er að verði fyrir umbrotum af völdum CYP450 lifrarhvata, svo sem barksterum, kynsterum, krampaleysandi lyfjum og ciklosporíni.

Hugsanlegt er að áður ógreind afleidd vanstarfsemi nýrnahettna komi í ljós hjá sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með sómatrópíni og þarfnist uppbótarmeðferðar með sykursterum. Einnig gætu sjúklingar sem fá uppbótarmeðferð með sykursterum vegna áður greindrar vanstarfsemi nýrnahettna þurft aukningu á viðhalds- eða álagsskömmtum eftir upphaf sómatrópínmeðferðar (sjá kafla 4.4).

Hjá sjúklingum með sykursýki, sem þurfa á lyfjameðferð að halda, gæti þurft að stilla skammtastærð af insúlíni og/eða sykursýkilyfjum til inntöku þegar meðferð með sómatrópíni er hafin (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Lítil eða engin gögn eru tiltæk um notkun sómatrópíns á meðgöngu. Áhætta hjá mönnum er því ekki þekkt.

Ekki liggja fyrir fullnægjandi niðurstöður úr dýrarannsóknum varðandi eituráhrif á æxlun (sjá kafla 5.3).

Notkun sómatrópíns á meðgöngu er ekki ráðlögð og skal hætta meðferð ef þungun á sér stað. Á meðgöngu kemur vaxtarhormón frá fylgju að stórum hluta í stað sómatrópíns móður.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort sómatrópín eða niðurbrotsefni þess skiljast út í brjóstamjólk. Engar niðurstöður úr dýrarannsóknum liggja fyrir.

Gæta skal varúðar við brjóstagjöf meðan á meðferð með NutropinAq stendur.

Frjósemi

Áhrif NutropinAq hafa ekki verið metin í hefðbundnum rannsóknum á frjósemi hjá dýrum (sjá kafla 5.3) eða klínískum rannsóknum.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Sómatrópín hefur engin þekkt áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt öryggisupplýsinga

Aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um hjá bæði börnum og fullorðnum sem hafa fengið Nutropin, NutropinAq, Nutropin Depot eða Protropin (somatrem) eru skráðar í töflunni hér að neðan, sem byggðar eru á reynslu úr klínískum rannsóknum á öllum samþykktum ábendingum (642 sjúklingar) og upplýsingum eftir markaðsetningu, þ.m.t. skipulagðri könnun (National Cooperative Growth Study [NCGS] á 35.344 sjúklingum). Um það bil 2,5% sjúklinga í NCGS- könnuninni höfðu fengið lyfjatengdar aukaverkanir.

Algengustu aukaverkanir í lykilrannsóknum og klínískum stuðningsrannsóknum voru vanstarfsemi skjaldkirtils, skert glúkósaþol, höfuðverkur, ofstæling vöðva, liðverkir, vöðvaverkir, útlimabjúgur, bjúgur, þróttleysi, viðbrögð á stungustað og mótefni gegn lyfinu.

Alvarlegustu aukaverkanir í lykilrannsóknum og klínískum stuðningsrannsóknum voru æxli og innankúpuháþrýstingur.

Tilkynnt var um æxli (góðkynja og illkynja) bæði í lykilrannsóknum og klínískum stuðningsrannsóknum og í könnun eftir markaðssetningu lyfsins (sjá kafla 4.3 og 4.4). Meirihluti tilkynntra æxla voru endurkomin fyrri æxli og önnur æxli (second neoplasms).

Tilkynnt var um innankúpuháþrýsting í könnun eftir markaðssetningu. Hann tengist yfirleitt doppubjúg (papilloedema), sjónbreytingum, höfuðverk, ógleði og/eða uppköstum og koma einkenni yfirleitt fram innan átta vikna eftir að meðferð með NutropinAq er hafin.

NutropinAq dregur úr næmi fyrir insúlíni; tilkynnt var um skert glúkósaþol bæði í lykilrannsóknum og klínískum stuðningsrannsóknum og í könnun eftir markaðssetningu lyfsins. Tilkynnt var um tilvik sykursýki og of hás blóðsykurs í könnun eftir markaðssetningu lyfsins (sjá kafla 4.4).

Tilkynnt var um viðbrögð á stungustað, svo sem blæðingu, visnun, ofsakláða og kláða, í lykilrannsóknum og klínískum stuðningsrannsóknum og/eða í könnun eftir markaðssetningu lyfsins. Hægt er að forðast slík tilvik með réttri inndælingartækni og með því að breyta um stungustað.

Lítill hluti sjúklinga getur myndað mótefni gegn próteininu sómatrópíni. Hjá sjúklingum sem voru prófaðir og höfðu fengið NutropinAq var bindigeta mótefna gegn vaxtarhormóni minni en 2 mg/l, sem hefur ekki verið tengt skertum vaxtarhraða.

Tafla yfir aukaverkanir

Í töflu 1 eru taldar upp mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100, < 1/10);

sjaldgæfar (≥ 1/1000, < 1/100) og mjög sjaldgæfar (≥ 1/10,000, < 1/1,000) aukaverkanir sem tilkynnt var um í klínískum rannsóknum og í könnun eftir markaðssetningu lyfsins. Alvarlegustu

aukaverkanirnar eru taldar fyrst innan hvers tíðniflokks. Tilkynnt hefur verið um aðrar aukaverkanir

við notkun NutropinAq eftir að lyfið fékk markaðsleyfi. Þar sem þær aukaverkanir hafa verið tilkynntar að eigin frumkvæði úr þýði af óþekktri stærð er ekki hægt að áætla tíðni þeirra með áreiðanlegum hætti.

Líffæraflokkur

Aukaverkanir sem tilkynnt hefur

Aukaverkanir sem tilkynnt hefur

 

verið um í klínískum rannsóknum

verið um eftir markaðssetningu

 

(á 642 sjúklingum)

 

 

 

 

Æxli, góðkynja og

Sjaldgæfar: Illkynja æxli, góðkynja

Mjög sjaldgæfar: Endurkoma

illkynja (einnig

æxli

illkynja æxla, sortufrumublettir

blöðrur og separ)

 

(melanocytic naevus)

Blóð og eitlar

Sjaldgæfar: Blóðleysi

 

Innkirtlar

Algengar: Skjaldvakabrestur

Mjög sjaldgæfar: Skjaldvakabrestur

Efnaskipti og næring

Algengar: Skert sykurþol

Mjög sjaldgæfar: Sykursýki,

 

Sjaldgæfar: Lækkun blóðsykurs,

hækkun blóðsykurs, lækkun

 

hækkun fosfats í blóði

blóðsykurs, skert sykurþol

Geðræn vandamál

Sjaldgæfar: Persónuleikaröskun

Mjög sjaldgæfar: Óeðlileg hegðun,

 

 

þunglyndi, svefnleysi

 

 

 

Taugakerfi

Algengar: Höfuðverkur, aukin

Sjaldgæfar: Höfuðverkur

 

vöðvaspenna,

Mjög sjaldgæfar: Góðkynja

 

Sjaldgæfar: Heilkenni úlnliðsganga

innankúpuháþrýstingur, aukinn

 

(carpal tunnel syndrome), svefnhöfgi,

innankúpuþrýstingur, mígreni,

 

augntin

heilkenni úlnliðsganga (carpal

 

 

tunnel syndrome), náladofi, sundl

Augu

Sjaldgæfar: Sjóndoppubjúgur, tvísýni

Mjög sjaldgæfar: Sjóndoppubjúgur,

 

 

þokusýn

Eyru og völundarhús

Sjaldgæfar: Svimi

 

Hjarta

Sjaldgæfar: Hraðsláttur

 

Æðar

Sjaldgæfar: Háþrýstingur

Mjög sjaldgæfar: Háþrýstingur

Öndunarfæri, brjósthol

 

Mjög sjaldgæfar: Stækkaðir

og miðmæti

 

hálskirtlar

 

 

Sjaldgæfar: Stækkaðir nefkirtlar

Meltingarfæri

Sjaldgæfar: Kviðverkur, uppköst,

Mjög sjaldgæfar: Kviðverkur,

 

ógleði, vindgangur

niðurgangur, ógleði, uppköst

Húð og undirhúð

Sjaldgæfar: Skinnflagningsbólga í

Mjög sjaldgæfar: Almennur kláði,

 

húð, húðrýrnun, ofvöxtur í húð,

ofsakláði, útbrot

 

aukinn hárvöxtur, fiturýrnun,

 

 

ofsakláði

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Mjög algengar hjá fullorðnum,

Sjaldgæfar: Kastlos í lærleggshöfði,

 

algengar hjá börnum: Liðverkir,

versnun hryggskekkju, liðverkir

 

vöðvaverkir

Mjög sjaldgæfar: Óeðlilegur

 

Sjaldgæfar: Vöðvarýrnun, beinverkir

beinþroski, beinklökkvi, máttleysi í

 

 

vöðvum, verkir í útlimum

Nýru og þvagfæri

Sjaldgæfar: Þvagleki, óeðlilega tíð

 

 

þvaglát, aukið þvagrennsli, óeðlilegt

 

 

þvag

 

Æxlunarfæri og brjóst

Sjaldgæfar: Blæðing frá legi, útferð

Mjög sjaldgæfar: Brjóstastækkun

 

 

hjá körlum

Almennar

Mjög algengar hjá fullorðnum,

Sjaldgæfar: Bjúgur í útlimum,

aukaverkanir og

algengar hjá börnum: Bjúgur í

bjúgur, viðbrögð á stungustað

aukaverkanir á

útlimum, bjúgur

(erting, verkur)

íkomustað

Algengar: Þróttleysi, viðbrögð á

Mjög sjaldgæfar: Þróttleysi, bjúgur í

 

stungustað

andliti, þreyta, pirringur, verkur,

 

Sjaldgæfar: Blæðing á stungustað,

hiti, viðbrögð á stungustað

 

rýrnun á stungustað, fyrirferð á

(blæðing, margúll, rýrnun,

 

stungustað, ofstækkun

ofsakláði, kláði, þroti, roði)

Rannsóknaniðurstöður

Algengar: Mótefni gegn lyfinu til

Mjög sjaldgæfar: Hækkun

 

staðar

blóðsykurs, þyngdaraukning

 

 

 

Lýsing valinna aukaverkana

Æxli

Hætta er á æxlismyndun við meðferð með vaxtarhormóni. Undirliggjandi hætta er breytileg eftir undirliggjandi ástæðu skorts á vaxtarhormóni (t.d. afleiðing af innankúpuáverka), fylgikvillum og meðferð sem beitt er. Ekki má hefja meðferð með NutropinAq ef vísbendingar eru um æxli. Fylgjast á reglulega með sjúklingum sem fyrir eru með æxli eða skort á vaxtarhormóni vegan innankúpuáverka, með tilliti til framvindu sjúkdómsins eða endurkomu undirliggjandi sjúkdóms. Hætta verður meðferð ef vísbendingar eru um æxlisvöxt.

Innankúpuháþrýstingur

Í öllum tilvikum sem tilkynnt hefur verið um hurfu ummerki og einkenni tengd innankúpuháþrýstingi eftir að skammtur af NutropinAq var minnkaður eða meðferð hætt (sjá kafla 4.4). Ráðlagt er að skoða

augnbotna við upphaf meðferðar og reglulega meðan á henni stendur.

Vanstarfsemi skjaldkirtils

Meðan á meðferð með NutropinAq stendur getur komið fram vanstarfsemi skjaldkirtils, sem getur komið í veg fyrir hámarkssvörun við NutropinAq ef hún er ekki meðhöndluð. Mæla á starfsemi

skjaldkirtils reglulega hjá sjúklingum og veita meðferð með skjaldkirtilshormóni ef þörf krefur. Sjúklinga sem fyrir eru með vanstarfsemi skjaldkirtils á að meðhöndla áður en meðferð með NutropinAq er hafin.

Stjórnun blóðsykurs

Þar sem NutropinAq getur dregið úr næmi fyrir insúlíni á að fylgjast með sjúklingum með tilliti til vísbendinga um glúkósaóþol. Hugsanlegt er að breyta þurfi skömmtum af insúlíni hjá sykursýkisjúklingum efrir að meðferð með NutropinAq er hafin. Fylgjast á náið með sjúklingum með sykursýki eða glúkósaóþol meðan á meðferð með sómatrópíni stendur.

Viðbrögð á stungustað

Hægt er að forðast viðbrögð á stungustað með réttri inndælingartækni og með því að breyta um stungustað.

Kastlos í lærleggshöfði

Sjúklingar með innkirtlasjúkdóma hafa meiri tilhneigingu til að fá kastlos í lærleggshöfði (slipped capital femoral epiphysis).

Aukaverkanir úr klínískum rannsóknum eftir ábendingum

Börn:

Börn með vaxtarbrest vegna ófullnægjandi eigin framleiðslu vaxtarhormóns (n=236) Algengar: Miðtaugakerfisæxli (2 sjúklingar fengu endurkomu mænukímfrumuæxlis (medulloblastoma), 1 sjúklingur fékk traffrumuæxli (histiocytoma)). Sjá einnig kafla 4.4.

Stúlkur með vaxtarbrest tengdan Turner heilkenni (n=108)

Algengar: Mikil tíðablæðing.

Börn með vaxtarbrest tengdan langvarandi skertri nýrnastarfsemi (n=171)

Algengar: Nýrnabilun, lífhimnubólga, beindrep, hækkað kreatíníngildi í blóði.

Börn með langvarandi skerta nýrnastarfsemi, sem fá NutropinAq, eru líklegri til að fá háþrýsting innan höfuðkúpu, þó tíðni sé einnig aukin hjá börnum með skort á vaxtarhormóni af vefrænum orsökum og Turner heilkenni. Mest er hættan við upphaf meðferðar.

Fullorðnir:

Fullorðnir með skort á vaxtarhormóni (n=127)

Mjög algengar: Náladofi

Algengar: Blóðsykurshækkun, fitudreyri, svefnleysi, liðvökvasjúkdómur, liðhrörnun, vöðvaslappleiki, bakverkur, verkur í brjóstum, brjóstastækkun hjá karlmönnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist.

4.9Ofskömmtun

Einkenni

Bráð ofskömmtun getur leitt til blóðsykurshækkunar. Langtíma ofskömmtun getur leitt til teikna og einkenna um risavöxt og/eða æsavöxt, sem er í samræmi við þekkta verkun ofmagns af vaxtarhormóni.

Meðhöndlun

Veita á stuðningsmeðferð eftir einkennum. Ekkert móteitur er til við ofskömmtun sómatrópíns. Ráðlagt er að fylgjast með starfsemi skjaldkirtils eftir ofskömmtun.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Hormónar heiladinguls og undirstúku og hliðstæður þeirra, sómatrópín og sómatrópínvirk lyf, ATC-flokkur: H01 AC 01

Verkunarháttur

Sómatrópín örvar vaxtarhraða og eykur fullorðinshæð hjá börnum sem skortir innrænt vaxtarhormón og hjá börnum með skertan vöxt vegna Turner heilkennis eða langvarandi skertrar nýrnastarfsemi. Meðhöndlun fullorðinna, sem skortir vaxtarhormón, með sómatrópíni, leiðir til minnkaðs fitumassa, aukins fitufrís líkamsmassa og aukinnar þéttni steinefna í hrygg. Efnaskiptabreytingar hjá þessum sjúklingum fela m.a. í sér breytingu til eðlilegra sermisgilda á IGF-I.

Lyfhrif

Forklínískar og klínískar rannsóknir í tilraunaglösum og hjá lifandi fólki hafa sýnt að sómatrópín er jafngilt mannavaxtarhormóni úr heiladingli hvað meðferð varðar.

Verkun, sem sýnt hefur verið fram á af vaxtarhormóni manna, felur m.a. í sér:

Vefjavöxtur

1.Beinvöxtur: Vaxtarhormón og milliliður þess, IGF- I, örva beinvöxt hjá börnum sem skortir vaxtarhormón með því að hafa áhrif á kastbrjósk langra beina. Þetta leiðir til mælanlegrar aukningar á líkamslengd þar til vaxtarlínur lokast við kynþroska.

2.Frumuvöxtur: Meðferð með sómatrópíni leiðir til aukningar bæði á fjölda og

stærð beinagrindarvöðvafrumna.

3. Líffæravöxtur: Vaxtarhormón eykur stærð innri líffæra, að nýrum meðtöldum, og eykur massa rauðra blóðkorna.

Efnaskipti próteina

Próteinmyndun, sem örvuð er af vaxtarhormóni, auðveldar að hluta línulegan vöxt. Þetta kemur fram í nituríhaldi sem sýnt er fram á með lækkun útskilnaðar þvagniturs og þvagefnisniturs í blóði meðan á

meðferð með vaxtarhormóni stendur.

Kolvetnaefnaskipti

Sjúklingar með ófullnægjandi eigin framleiðslu vaxtarhormóns fá stundum blóðsykurslækkun við föstu sem lagast við meðferð með vaxtarhormóni. Meðferð með vaxtarhormóni getur dregið úr insúlínnæmi og valdið skertu sykurþoli.

Steinefnaskipti

Sómatrópín kemur af stað íhaldi natríums, kalíums og fosfórs. Sermisþéttni ólífræns fosfórs er aukin hjá sjúklingum með skort á vaxtarhormóni eftir NutropinAq meðferð vegna efnaskipta sem tengjast

beinvexti og aukinni endurupptöku í nýrnapíplum. Kalsíum í sermi breytist ekki marktækt af sómatrópíni. Fullorðnir með skort á vaxtarhormóni hafa minnkaða þéttni steinefna í beinum og hjá sjúklingum með sjúkdómsbyrjun í barnæsku hefur verið sýnt fram á að NutropinAq eykur þéttni

steinefna í beinum í hlutfalli við skammta.

Stoðvefjaefnaskipti

Sómatrópín örvar myndun kondróitínsúlfats og kollagens, svo og þvagútskilnað hýdroxýprólíns.

Líkamssamsetning

Fullorðnir sjúklingar með skort á vaxtarhormóni, sem fengið hafa meðferð með sómatrópíni í meðalskammtinum 0,014 mg/kg líkamsþyngdar á dag, fá minnkaðan fitumassa og aukningu á fitufríum líkamsmassa. Þegar þessar breytingar eru í tengslum við aukningu á heildarlíkamsvatni og beinmassa, eru heildaráhrif sómatrópínmeðferðar þau að breyta líkamssamsetningu, sem eru áhrif sem haldast með áframhaldandi meðferð.

Klínísk verkun og öryggi

Skortur á vexti hjá börnum

Tvær opnar, fjölsetra lykilrannsóknir án samanburðar hafa verið gerðar, önnur eingöngu hjá sjúklingum sem ekki höfðu verið meðhöndlaðir áður (n=67) og hin hjá sjúklingum sem ekki höfðu verið meðhöndlaðir áður (n=63) og börnum sem áður höfðu verið meðhöndluð með sómatrópíni (n=9). Skammtar í báðum rannsóknunum voru 0,043 mg/kg/dag, gefnir undir húð. Þessar rannsóknir voru gerðar í Bandaríkjunum og voru skammtar í samræmi við þá skammta sem eru samþykktir þar. Af þeim 139 sjúklingum sem tóku þátt luku 128 fyrstu 12 mánuðum meðferðarinnar, meðallengd meðferðartíma var 3,2 ár í annarri rannsókninni og 4,6 ár í hinni og heildarútsetning fyrir lyfinu var 542 sjúklingaár. Í báðum rannsóknum kom fram marktæk aukning á vaxtarhraða hjá sjúklingum sem ekki höfðu verið meðhöndlaðir áður, úr 4,2 í 10,9 cm/ári í annarri rannsókninni og úr 4,8 í 11,2 cm/ári í hinni rannsókninni, eftir 12 mánuði. Vaxtarhraði minnkaði eftir fyrsta árið í báðum rannsóknunum, en hélst áfram meiri en fyrir

meðferð í allt að 48 mánuði af meðferð (7,1 cm/ári). Staðalfráviksstig hæðar (height standard deviation score; SDS) batnaði á hverju ári og hækkaði úr -3,0 til -2,7 við upphaf rannsóknar í -1,0 til -0,8 eftir 36 mánuði. Auknum vexti fylgdi ekki ótímabær beinöldrun, sem myndi stofna frekari vexti síðar í hættu. Spáð fullorðinshæð (predicted adult height; PAH) jókst úr 157,7-161,0 cm við upphaf rannsóknar í 161,4-167,4 cm eftir 12 mánuði og 166,2-171,1 cm eftir 36 mánuði.

Gögn úr tveimur öðrum rannsóknum styðja þetta, en þar voru sjúklingum gefnir skammtar sem námu 0,3 eða 0,6 mg/kg/viku, annað hvort með daglegri inndælingu eða þrisvar í viku, eða 0,029 mg/kg/dag. Niðurstöður varðandi vaxtarhraða og staðalfráviksstig hæðar voru í aðalatriðum svipaðar og í lykilrannsóknunum.

Hjá 51 sjúklingi sem náði nánast fullorðinshæð eftir meðferð sem að meðaltali stóð í 6 ár hjá körlum og 5 ár hjá konum, var meðalgildi staðalfráviksstigs hæðar við nánast fullorðinshæð -0,7 hjá körlum og -1,2 hjá konum.

Þéttni IGF-I jókst úr 43 ng/ml við upphaf rannsóknar í 252 ng/ml eftir 36 mánuði, sem er nálægt eðlilegum gildum fyrir börn á þessum aldri.

Algengustu aukaverkanir sem sáust í lykilrannsóknunum voru sýking, höfuðverkur, miðeyrnabólga, hiti, hálsbólga, nefslímubólga og maga- og garnabólga með uppköstum.

Skortur á vexti sem tengist langvarandi skertri nýrnastarfsemi

Tvær fjölsetra lykilsamanburðarrannsóknir voru gerðar hjá sjúklingum með skertan vöxt sem tengdist langvarandi skertri nýrnastarfsemi. Í hvorri rannsókn var fyrst veitt meðferð í tvö ár, þar sem hluti þátttakenda fékk lyfleysu, en síðan tók við opinn framhaldshluti rannsóknarinnar án samanburðar, þar sem allir þátttakendur fengu sómatrópín. Í báðum rannsóknum voru skammtar sem námu 0,05 mg/kg/dag gefnir undir húð. Niðurstöður beggja rannsókna voru svipaðar.

Alls fengu 128 sjúklingar sómatrópín í 24 mánaða samanburðarhluta rannsóknanna tveggja og 139 sjúklingar fengu sómatrópín í opna framhaldshluta rannsóknanna. Alls fékk 171 sjúklingur sómatrópín, að meðaltali í 3,5 eða 2,8 ár.

Í báðum rannsóknum var sýnt fram á tölfræðilega marktæka aukningu á vaxtarhraða miðað við lyfleysu á fyrsta árinu (9,1-10,9 cm/ári borið saman við 6,2-6,6 cm/ári), sem minnkaði lítillega á öðru árinu (7,4-7,9 cm/ári borið saman við 5,5-6,6 cm/ári). Einnig kom fram marktæk aukning á staðalfráviksstigi hæðar hjá sjúklingum sem fengu sómatrópín, úr -2,9 til -2,7 við upphaf rannsóknanna í -1,6 til -1,4 eftir 24 mánuði. Hæðaraukning hélst hjá sjúklingum sem fengu meðferð í 36 eða 48 mánuði. Alls náðu 58% og 65% þeirra sjúklinga sem fengu sómatrópín og voru undir eðlilegu hæðarbili við upphaf rannsóknanna líkamshæð á eðlilegu bili eftir 24 mánuði.

Niðurstöður fram að 60. mánuði sýndu áframhaldandi bætingu og fleiri sjúklingar náðu staðalfráviksstigi hæðar innan eðlilegra marka. Meðalbreyting á staðalfráviksstigi hæðar eftir meðferð í 5 ár var nálægt 2 staðalfrávikum. Tölfræðilega marktæk aukning sást á spáðri fullorðinshæð, úr -1,6 eða -1,7 við upphaf rannsóknanna í -0,7 eða -0,9 eftir 24 mánuði. Þetta hélt áfram að aukast hjá sjúklingum sem fengu meðferð í 36 eða 48 mánuði.

Þéttni IGF-I, sem var lítil við inntöku í rannsóknina, færðist í eðlilegt horf við meðferð með sómatrópíni.

Algengustu aukaverkanir sem tilkynnt var um tengdust bæði NutropinAq og lyfleysu og voru þær hiti, sýking, uppköst, aukinn hósti, hálsbólga, nefslímubólga og miðeyrnabólga. Tíðni þvagfærasýkinga var há.

Skortur á vexti sem tengist Turner heilkenni

Ein opin, fjölsetra lykilsamanburðarrannsókn hefur verið gerð hjá sjúklingum með Turner heilkenni. Sjúklingar fengu skammta sem námu 0,125 mg/kg undir húð þrisvar í viku eða 0,054 mg/kg/dag, báðar skammtaáætlanir gáfu uppsafnaðan vikuskammt sem nam u.þ.b. 0,375 mg/kg.

Sjúklingum undir 11 ára aldri var einnig slembiraðað til að fá meðferð með estrógeni, annað hvort seint (við 15 ára aldur) eða snemma (við 12 ára aldur) á unglingsaldri.

Alls fengu 117 sjúklingar sómatrópín; 36 sjúklingar fengu 0,125 mg/kg skammt af sómatrópíni þrisvar í viku og 81 sjúklingur fékk 0,054 mg/kg af sómatrópíni daglega. Meðallengd meðferðar var 4,7 ár hjá hópnum sem fékk sómatrópín þrisvar í viku og 4,6 ár hjá hópnum sem fékk sómatrópín daglega.

Vaxtarhraði jókst marktækt úr 3,6-4,1 cm/ári við upphaf rannsóknar í 6,7-8,1 cm/ári eftir 12 mánuði, 6,7-6,8 cm/ári eftir 24 mánuði og 4,5-5,1 cm/ári eftir 48 mánuði. Þessu fylgdi marktæk aukning á staðalfráviksstigi hæðar úr -0,1 til 0,5 við upphaf rannsóknar í 0,0 til 0,7 eftir 12 mánuði og 1,6 til 1,7 eftir 48 mánuði. Samanburður við eldri sambærileg gögn sýndi að ef meðferð með sómatrópíni var beitt snemma (meðallengd meðferðar 5,6 ár) og uppbótarmeðferð með estrógeni veitt við 12 ára aldur jókst fullorðinshæð um 5,9 cm (n=26), en ef stúlkur fengu estrógen við 15 ára aldur (meðallengd meðferðar með sómatrópíni 6,1 ár) jókst fullorðinshæð um 8,3 cm (n=29). Mesta aukning á fullorðinshæð sást því hjá sjúklingum sem fengu meðferð með vaxtarhormóni snemma og meðferð með estrógeni eftir 14 ára aldur.

Algengustu aukaverkanir sem tilkynnt var um voru inflúensuheilkenni, sýking, höfuðverkur, hálsbólga, nefslímubólga og miðeyrnabólga. Búast má við þessum aukaverkunum hjá börnum og voru þær vægar eða miðlungi alvarlegar.

Skortur á vaxtarhormóni hjá fullorðnum

Tvær tvíblindar, fjölsetra lykilrannsóknir með samanburði við lyfleysu hafa verið gerðar, hjá fullorðnum sjúklingum sem greinst höfðu með skort á vaxtarhormóni (adult growth hormone deficiency; AGHD), önnur á sjúklingum þar sem sjúkdómurinn hafði byrjað á fullorðinsárum (n=166) og hin á sjúklingum þar sem sjúkdómurinn hafði byrjað á barnsaldri (n=64). Skammtar af sómatrópíni námu 0,0125 mg/kg/dag undir húð hjá sjúklingum þar sem sjúkdómurinn hafði byrjað á fullorðinsárum og 0,0125 eða 0,025 mg/kg/dag hjá sjúklingum þar sem sjúkdómurinn hafði byrjað á barnsaldri.

Í báðum rannsóknum leiddi meðferð með sómatrópíni til marktækra breytinga, borið saman við lyfleysu, á heildarfituprósentu líkamans (-6,3 til -3,6 borið saman við +0,2 til-0,1), búkfituprósentu

(-7,6 til -4,3 borið saman við +0,6 til 0,0) og vöðvaprósentu (+3,6 til +6,4 borið saman við -0,2 til +0,2). Þessar breytingar voru mjög marktækar eftir 12 mánuði í báðum rannsóknunum og

eftir 24 mánuði í rannsókninni á sjúklingum þar sem sjúkdómurinn hafði byrjað á barnsaldri. Eftir

12 mánuði var hlutfallsleg breyting meiri í rannsókninni á sjúklingum þar sem sjúkdómurinn hafði byrjað á barnsaldri en í rannsókninni á sjúklingum þar sem sjúkdómurinn hafði byrjað á fullorðinsárum. Ekki sáust marktækar breytingar á beinþéttni hjá sjúklingum þar sem sjúkdómurinn hafði byrjað á fullorðinsárum, en hjá sjúklingum þar sem sjúkdómurinn hafði byrjað á barnsaldri hafði beinþéttni aukist hjá öllum hópum eftir 24 mánuði, þó ekki sæist tölfræðilega marktæk fylgni milli heildarbeinþéttni og skammtastærðar. Tölfræðilega marktæk aukning á beinþéttni í lendhrygg sást hjá báðum meðferðarhópum og var aukningin skammtaháð.

Niðurstöður rannsóknar á sjúklingum þar sem skortur á vaxtarhormóni hafði komið fram á fullorðinsárum studdu almennt niðurstöður lykilrannsóknanna og sýndu auk þess aukna beinþéttni.

Algengustu aukaverkanir í þessum tveimur lykilrannsóknum voru höfuðverkur, bjúgur, liðverkir/slitgigt, bólga í sinaslíðrum, náladofi og ofnæmisviðbrögð/útbrot. Tíðni þessara aukaverkana var einnig há hjá þeim sem fengu lyfleysu.

5.2Lyfjahvörf

Inngangur

Lyfjahvarfaeiginleikar NutropinAq hafa eingöngu verið athugaðir hjá heilbrigðum

fullorðnum karlmönnum.

Almennir eiginleikar

Frásog: Heildaraðgengi tilbúins vaxtarhormóns manna eftir gjöf undir húð er um 80%.

Dreifing: Dýratilraunir með sómatrópín sýndu að vaxtarhormón sest að í líffærum með miklu blóðflæði, sérstaklega lifur og nýra. Dreifirúmtak sómatrópíns í samvægi hjá heilbrigðum, fullorðnum karlmönnum er um 50 ml/kg líkamsþyngdar, sem er nálægt sermisrúmtaki.

Umbrot: Bæði lifur og nýru hafa reynst vera mikilvæg prótein-niðurbrotslíffæri fyrir vaxtarhormón. Dýratilraunir benda til þess að nýrun séu ráðandi líffæri hvað varðar úthreinsun. Vaxtarhormón er síað í nýrnahnoðrum og endurfrásogað í nærpíplunum. Síðan er það klofið í nýrnafrumum í þær amínósýrur sem það mynda og þeim er skilað inn í almennu blóðrásina.

Brotthvarf: Eftir gjöf á lyfjaskammti undir húð er meðal lokahelmingunartími t½ sómatrópíns um 2,3 klst. Eftir gjöf á sómatrópín lyfjaskammti í bláæð er meðal lokahelmingunartíminn t½ß eða t½γ

um

20 mínútur og meðalúthreinsunin er tilgreind á bilinu 116 - 174 ml/klst./kg.

Fyrirliggjandi birt gögn gefa til kynna að úthreinsun sómatrópíns sé svipuð hjá fullorðnum og

börnum.

Sérstakir sjúklingahópar

Upplýsingar um lyfjahvörf sómatrópíns hjá öldruðum og börnum, hjá mismunandi kynþáttum eða kynjum og hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi, eru ófullkomnar.

Börn

Fyrirliggjandi upplýsingar benda til þess að úthreinsun sómatrópíns sé svipuð hjá fullorðnum og börnum.

Aldraðir

Takmörkuð birt gögn benda til þess að úthreinsun sómatrópíns úr plasma og meðalþéttni sómatrópíns í plasma við jafnvægi sé ekki mismunandi hjá ungum og öldruðum sjúklingum.

Kynþáttur

Birt gildi helmingunartíma eigin vaxtarhormóns hjá heilbrigðum, fullorðnum karlmönnum af dökkum kynþætti eru ekki frábrugðin mældum gildum hjá heilbrigðum, fullorðnum karlmönnum af hvítum kynþætti. Ekki liggja fyrir gögn um aðra kynþætti.

Skortur á vaxtarhormóni

Úthreinsun og meðal lokahelmingunartími t½ sómatrópíns hjá fullorðnum sjúklingum og sjúklingum á barnsaldri með skort á vaxtarhormóni eru lík því sem fundist hefur hjá heilbrigðum einstaklingum.

Skert nýrnastarfsemi

Börnum og fullorðnum með langvarandi nýrnabilun og nýrnasjúkdóm á lokastigi hættir til að hafa minnkaða úthreinsun í samanburði við eðlilega einstaklinga. Eigin framleiðsla á vaxtarhormóni getur

einnig aukist hjá sumum einstaklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi. Samt sem áður hefur ekki verið

tilkynnt um uppsöfnun sómatrópíns hjá börnum með langvarandi nýrnabilun eða nýrnasjúkdóm á lokastigi, sem fengið hafa skammta samkvæmt núgildandi meðferðarráðleggingum.

Turner heilkenni

Takmörkuð gögn, sem birt hafa verið fyrir utanaðkomandi gefið sómatrópín, benda til þess að frásog og helmingunartími brotthvarfs og tími að hámarksþéttni Tmax hjá sjúklingum með Turner-

heilkenni séu líkir þeim sem fundist hafa hjá heilbrigðum hópi og hópi með skort á vaxtarhormóni.

Skert lifrarstarfsemi

Hjá sjúklingum með alvarlega truflun á lifrarstarfsemi hefur verið tekið eftir minnkaðri úthreinsun á sómatrópíni. Klínísk þýðing þessarar minnkunar er óþekkt.

Kyn

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á lyfjahvörfum NutropinAq eftir kynjum. Fyrirliggjandi upplýsingar benda til þess að lyfjahvörf sómatrópíns séu svipuð hjá körlum og konum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á eiturverkunum eftir bráða og endurtekna skammta.

Krabbameinsvaldandi áhrif

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum Nutropin Aq eða eituráhrifum þess á erfðaefni. Í rannsóknum á eituráhrifum annarra vaxtarhormóna, sem framleiddir eru með erfðatækni, á erfðaefni, sáust hvorki vísbendingar um stökkbreytingar í prófum á afturhvarfi stökkbreytinga í bakteríum (bacterial reverse mutation assays), litningaskemmdir í eitilfrumum manna eða beinmergsfrumum músa, genabreytingar hjá gersveppum né óvænt DNA-myndun í krabbameinsfrumum úr mönnum. Í rannsóknum á krabbameinsvaldandi áhrifum líffræðilega virkra vaxtarhormóna sem framleiddir voru með erfðatækni hjá rottum og músum sást engin aukning á tíðni æxla.

Eituráhrif á æxlun og þroska

Engar hefðbundnar æxlunarrannsóknir hafa verið gerðar. Vitað er að sómatrópín tengist hömlun á æxlun hjá karlkyns og kvenkyns rottum í skömmtum sem nema 3 a.e./kg/dag (1 mg/kg/dag) eða stærri skömmtum, með minnkaðri tíðni mökunar og þungunar, lengri eða engum gangferlum (oestrous cycles), og við 10 a.e./kg/dag (3,3 mg/kg/dag). Langtímameðferð hjá öpum á meðgöngutíma og mjólkurskeiði og hjá nýfæddum dýrum fram að gelgjuskeiði, kynþroska og tímgun bendir ekki til verulegrar röskunar á frjósemi, þungun, burði, mjólkurgjöf eða þroskun afkvæma.

Mat á áhættu fyrir lífríkið

Ekki er talið að notkun sómatrópíns við þeim ábendingum sem lagðar eru til hafi í för með sér óásættanlega áhættu fyrir lífríkið.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Natríumklóríð

Fenól, fljótandi

Pólýsorbat 20

Natríumsítrat

Sítrónusýra (vatnsfrí)

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

2 ár

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika við notkun í 28 daga við 2°C - 8°C.

Vegna örvera má geyma lyfið að hámarki í 28 daga við 2°C - 8°C eftir að umbúðir hafa verið

rofnar.

Nutropin Aq er þannig gert að það þolir óverulegan (að hámarki eina klukkustund) tíma utan kælis daglega.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið þynnuna í ytri umbúðum. Geymsluskilyrði við notkun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

2 ml af lausn í rörlykju (glertegund I) lokuð með tappa (bútýl gúmmítappa) og innsigli (gúmmí).

Pakkningastærðir eru 1, 3 og 6 rörlykjur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

NutropinAq er fjölskammtalausn. Ef lausnin er skyggð eftir að hún hefur verið tekin úr kælinum má ekki nota hana til innspýtingar. Hringsnúið varlega. Hristið ekki ógætilega, þar sem það gæti eðlisbreytt próteininu.

NutropinAq er eingöngu ætlað til notkunar með NutropinAq Pen. Þurrkið gúmmíinnsiglið á NutropinAq með alkóhóli eða sýklaeyðandi lausn til þess að kom í veg fyrir mengun á innihaldi af völdum örvera sem geta komið fram við endurteknar nálarstungur. Mælt er með því að NutropinAq sé gefið með sæfðum, einnota nálum.

Með NutropinAq Pen er hægt að gefa allt frá lágmarksskammti sem nemur 0,1 mg í 4,0 mg hámarksskammt með 0,1 mg aukningu í einu.

Rörlykju sem er í pennanum á ekki að fjarlægja á meðan á innspýtingu stendur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Ipsen Pharma

65 quai Georges Gorse

92100 Boulogne- Billancourt Frakkland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/00/164/003

EU/1/00/164/004

EU/1/00/164/005

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 16. febrúar 2001.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 16. febrúar 2006.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

DD/MM/ÁÁÁÁ

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf