Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Olysio (simeprevir) – Fylgiseðill - J05AE14

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsOlysio
ATC-kóðiJ05AE14
Efnisimeprevir
FramleiðandiJanssen-Cilag International N.V.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

OLYSIO 150 mg hörð hylki simeprevír

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um OLYSIO og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota OLYSIO

3.Hvernig nota á OLYSIO

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á OLYSIO

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1. Upplýsingar um OLYSIO og við hverju það er notað

Hvað OLYSIO er

-OLYSIO inniheldur virka efnið „simeprevír“. Það vinnur gegn veirunni sem veldur lifrarbólgu C sýkingu, nefnd „lifrarbólgu C veira“ (HCV).

-Ekki má nota OLYSIO eingöngu. Ávallt þarf að nota OLYSIO sem hluta af meðferð með öðrum lyfjum við langvarandi lifrarbólgu C sýkingu. Því er mikilvægt að þú lesir einnig fylgiseðlana sem fylgja þeim lyfjum áður en þú byrjar að nota OLYSIO. Spyrjið lækninn eða lyfjafræðing ef spurningar vakna varðandi eitthvert þessara lyfja.

Við hverju OLYSIO er notað

OLYSIO er notað ásamt öðrum lyfjum við langvinnri (langvarandi) lifrarbólgu C hjá fullorðnum.

Hvernig OLYSIO verkar

OLYSIO hjálpar til að vinna gegn lifrarbólgu C sýkingu með því að koma í veg fyrir að lifrarbólgu C-veiran fjölgi sér. Þegar OLYSIO er notað ásamt öðrum lyfjum til meðferðar við langvinnri lifrarbólgu C hjálpar OLYSIO til við að losa líkamann við lifrarbólgu C-veiruna.

2.Áður en byrjað er að nota OLYSIO

Ekki má nota OLYSIO ef um er að ræða ofnæmi fyrir simeprevíri eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6). Notaðu ekki OLYSIO ef þetta á við þig. Leitaðu ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en OLYSIO er notað ef þú ert ekki viss.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Segðu lækninum frá öllum sjúkdómum sem þú ert með áður en þú byrjar að nota OLYSIO, sérstaklega ef:

-þú ert með sýkingu af lifrabólguveiru-C sem er ekki af arfgerð 1 eða arfgerð 4

-þú hefur einhvern tíman notað lyf við lifrarbólgu C

-þú ert með aðra lifrarsjúkdóma til viðbótar við lifrarbólgu C

-þú ert með, eða hefur verið með, lifrarbólgu B veirusýkingu, þar sem læknirinn kann að vilja fylgjast nánar með þér

-þú hefur eða fyrirhugað er að þú gangist undir líffæraskipti.

Ef eitthvað af ofantöldu á við um þig (eða ef þú ert ekki viss) skaltu leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en OLYSIO er notað.

Meðan á samsettri meðferð með OLYSIO stendur skaltu segja lækninum frá því ef þú ert með eftirfarandi einkenni þar sem þau gætu verið merki um versnandi lifrarstarfsemi:

-gulnun húðar eða augna

-þvag er dekkra en venjulega

-útþaninn kviður.

Þetta er sérstaklega mikilvægt ef annað hvort eftirfarandi einkenna er einnig til staðar:

-ógleði, uppköst eða lystarleysi

-ringlun.

Samsett meðferð með OLYSIO og sofosbuvíri getur valdið hægari hjartslætti (púls) ásamt öðrum einkennum þegar hún er notuð samhlið amíódaróni, lyfi sem er notað við óreglulegum hjartslætti. Láttu lækninn vita ef eitthvað af eftirtöldu á við:

-þú tekur, eða hefur tekið á síðustu mánuðum, lyfið amíódarón (læknirinn gæti skoðað aðra meðferð fyrir þig ef þú hefur notað þetta lyf)

-þú notar önnur lyf við óreglulegum hjartslætti eða háum blóðþrýstingi.

Láttu lækninn strax vita ef þú notar OLYSIO með sofosbuvíri og einhverju lyfi við hjartasjúkdómum, og meðan á meðferð stendur ef þú finnur fyrir eftirfarandi:

-mæði

-svima

-hjartsláttarónotum

-yfirliði.

Ljósnæmi

Þú gætir orðið viðkvæmari fyrir sólarljósi (ljósnæmi) meðan þú notar OLYSIO (sjá upplýsingar um aukaverkanir í kafla 4).

Meðan á meðferð með OLYSIO stendur á að nota viðeigandi sólarvörn (til dæmis sólhatt, sólgleraugu og sólarvarnaráburð). Sérstaklega skal forðast mikla og langvarandi útsetningu fyrir sólarljósi (þ.m.t. ljósabekki).

Ef þú færð ljósnæmisviðbrögð meðan á meðferðinni stendur skaltu hafa samband við lækninn tafarlaust.

Útbrot

Þú gætir fengið útbrot meðan á meðferð með OLYSIO stendur. Útbrotin gætu orðið slæm. Ef þú færð útbrot meðan á meðferðinni stendur skaltu hafa samband við lækninn tafarlaust.

Blóðrannsóknir

Læknirinn mun taka blóðsýni til rannsóknar áður en meðferð hefst og reglulega meðan á meðferð stendur. Blóðrannsóknirnar hjálpa lækninum að athuga

-hvort meðferðin virkar á þig

-lifrarstarfsemi.

Börn og unglingar

Ekki má nota OLYSIO hjá börnum og unglingum (yngri en 18 ára) þar sem lyfið hefur ekki verið rannsakað hjá þessum aldurshópi.

Notkun annarra lyfja samhliða OLYSIO

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Þetta er vegna þess að OLYSIO og önnur lyf geta haft áhrif á hvert annað.

Sérstaklega skal segja lækninum frá ef þú notar eitthvert eftirfarandi lyfja:

-dígoxin, dísópýramíð, flekaíníð, mexiletin, própafenón eða kínidín (þegar þau eru gefin til inntöku) eða amíódarón til meðferðar við óreglulegum hjartslætti

-klarítrómýsín, erýtrómýsín (þegar það er gefið til inntöku eða með inndælingu) eða telítrómýsín til meðferðar við bakteríusýkingum

-warfarín og önnur skyld lyf, sem kallast K-vítamínhemlar og eru notuð til blóðþynningar. Verið getur að læknirinn þurfi að taka blóðprufur oftar til að fylgjast með blóðstorkugildum.

-karbamazepín, oxcarbazepín, fenóbarbítal eða fenýtóín til að koma í veg fyrir flog

-astemízól eða terfenadín til meðferðar við ofnæmi

-itrakónazól, flúkónazól, ketókónazól, pósakónazól eða vorikónazól (þegar þau eru gefin til inntöku eða með inndælingu) til meðferðar við sveppasýkingum

-rífabutín, rífampisín eða rífapentín til meðferðar við sýkingum eins og berklum

-amlódipín, bepridíl, diltíazem, felódipín, níkardipín, nífedipín, nísoldipín eða verapamíl (þegar þau eru gefin til innöku) til að lækka blóðþrýsting

-dexametasón (þegar það er gefið með inndælingu eða gefið til inntöku) til meðferðar við astma eða bólgu og sjálfsnæmissjúkdómum

-cisapríð til meðferðar við magakvillum

-mjólkurþistill (jurtalyf) notað við lifrarkvillum

-jóhannesarjurt (Hypericum perforatum, jurtalyf) notað við kvíða eða þunglyndi

-ledipasvír til meðferðar við lifrarbólgu C sýkingu

-cobicistat til að auka magn sumra lyfja sem eru notuð við HIV-sýkingu

-atazanavír, darunavír, delavírdin, efavírenz, etravírin, fosamprenavír, indinavír, lopinavír, nelfinavír, nevírapin, ritonavír, sakvínavír eða tipranavír til meðferðar við HIV-sýkingu

-atorvastatín, lóvastatín, pitavastatín, pravastatín, rosúvastatín eða simvastatín til að lækka kólesteról

-cíklóspórín, sirolímus eða tacrolímus til að draga úr ónæmissvörun eða koma í veg fyrir höfnun eftir líffæraígræðslu

-síldenafíl eða tadalafíl til meðferðar við lungnaháþrýstingi

-mídazólam eða tríazólam (þegar þau eru tekin inn) til meðferðar við svefnleysi og kvíðastillandi

Ef eitthvað af ofantöldu á við um þig (eða ef þú ert ekki viss) skaltu leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en OLYSIO er notað.

Að auki skaltu segja lækninum ef þú notar einhver lyf við óreglulegum hjartslætti eða háum blóðþrýstingi.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Meðganga

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Ekki má nota OLYSIO á meðgöngu nema læknirinn hafi gefið sérstök fyrirmæli um það.

Lesið upplýsingar varðandi meðgöngu í fylgiseðlinum með ríbavírini þegar OLYSIO er notað ásamt ríbavírini. Ríbavírin getur haft áhrif á barn í móðurkviði.

-Ef þú ert kona, máttu ekki verða barnshafandi meðan á meðferðinni stendur og í nokkra mánuði eftir að meðferðinni er lokið.

-Ef þú ert karlmaður, má kona sem þú hefur kynmök við ekki verða barnshafandi meðan á

meðferðinni stendur og í nokkra mánuði eftir að meðferðinni er lokið.

Ef þungun á sér stað á þessu tímabili á að hafa samstundis samband við lækninn.

Getnaðarvarnir

Konur verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð með OLYSIO stendur.

Lesið upplýsingar um reglur varðandi meðgöngu í fylgiseðlinum með ríbavírini þegar OLYSIO er notað ásamt ríbavírini. Þú og rekkjunautur þinn verðið að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferðinni stendur og í nokkra mánuði eftir að henni er lokið.

Brjóstagjöf

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert með barn á brjósti áður en þú notar OLYSIO. Þetta er mikilvægt því að ekki vitað hvort simeprevír berst yfir í brjóstamjólk. Læknirinn mun ráðleggja þér að stöðva brjóstagjöf eða hætta notkun OLYSIO meðan þú ert með barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Samsett meðferð með OLYSIO ásamt öðrum lyfjum til meðferðar við langvarandi lifrarbólgu C sýkingu getur haft á áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Ekki aka eða nota vélar ef þú færð yfirliðstilfinningu eða sjóntruflanir. Lestu fylgiseðlana með hinum lyfjunum varðandi upplýsingar um akstur og notkun véla.

OLYSIO inniheldur laktósa

OLYSIO inniheldur laktósa (sykrutegund). Ef læknirinn hefur sagt við þig að þú sért með óþol fyrir ákveðnum sykrum skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.Hvernig nota á OLYSIO

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Þú þarft að nota OLYSIO sem hluta af meðferð ásamt öðrum lyfjum við langvarandi lifrarbólgu C-sýkingu. Meðferð með OLYSIO stendur yfir í annaðhvort 12 eða 24 vikur en þú gætir þurft að taka hin lyfin lengur, samkvæmt fyrirmælum læknisins. Lestu fylgiseðlana með þessum lyfjum varðandi skömmtun þeirra og leiðbeiningar um hvernig eigi að nota þau.

Hvernig nota á lyfið

-Ráðlagður skammtur af OLYSIO er eitt hylki (150 milligrömm) einu sinni á sólarhring.

-Vikudagarnir eru prentaðir á þynnuna – þetta hjálpar þér til að muna að taka hylkið.

-Reyndu að taka OLYSIO á sama tíma á hverjum degi.

-Taktu alltaf OLYSIO með fæðu. Fæðutegundin skiptir ekki máli.

-Lyfið er ætlað til inntöku.

-Gleyptu hylkið í heilu lagi.

Hvernig fjarlægja á hylkið

Ýttu að aðra hvora brún vasans til að ýta hylkinu í gegnum þynnuna, eins og sýnt er.

Ekki ýta á hylkið á miðju vasans. Þetta getur skemmt hylkið eða orðið til þess að það opnist.

Ef ytra byrði hylkisins hefur brotnað eða hylkið opnast gæti eitthvað af lyfinu hafa lekið út og þú skalt taka nýtt hylki. Ef ytra byrðið er dældað eða bogið – án þess að hafa brotnað eða opnast – máttu taka hylkið.

Ef tekinn er stærri skammtur af OLYSIO en mælt er fyrir um

Hafðu strax samband við lækni eða lyfjafræðing ef þú hefur tekið meira af OLYSIO en þú átt að taka.

Ef gleymist að taka OLYSIO

-Ef meira en 12 klukkustundir eru þangað til á að taka næsta skammt á að taka skammtinn sem gleymdist eins fljótt og hægt er með fæðu. Síðan á að halda áfram að taka OLYSIO á venjulegum áætluðum tíma.

-Ef minna en 12 klukkustundir eru þangað til á að taka næsta skammt á að sleppa skammtinum sem gleymdist. Síðan á að taka næsta skammt af OLYSIO á venjulegum áætluðum tíma.

-Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing ef þú ert ekki viss um hvað þú átt að gera.

Ekki hætta að nota OLYSIO

Ekki hætta að nota OLYSIO nema læknirinn segi þér að gera það. Ef þú hættir að nota lyfið án samráðs við lækni gæti lyfið ekki virkað rétt.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftirfarandi aukaverkanir geta komið fram við notkun OLYSIO þegar það er notað í samsettri meðferð með sofosbúvíri:

Algengar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum:

-kláði í húð

-útbrot á húð*

-hægðatregða

-viðkvæmni fyrir sólarljósi (ljósnæmi)

-aukning gallrauða í blóði (litarefni sem myndast í lifrinni).

*Útbrot á húð geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum (mjög algengt) þegar OLYSIO er notað í samsettri meðferð með sofosbúvíri í 24 vikur

Eftirfarandi aukaverkanir gætu komið fram við notkun OLYSIO þegar það er notað í samsettri meðferð með peginterferon alfa og ríbavírini:

Mjög algengar: geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum:

-ógleði

-kláði í húð

-útbrot á húð

-mæði.

Algengar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum:

-aukning bilirúbíns í blóði (bilirúbín er litarefni sem myndast í lifrinni)*

-viðkvæmni fyrir sólarljósi (ljósnæmi)

-hægðatregða.

*í klínískri rannsókn á asískum sjúklingum frá Kína og Suður Kóreu var greint frá aukningu á gallrauða í blóði hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum (mjög algengt).

Lestu fylgiseðlana með hinum lyfjunum sem notuð eru við lifrarbólgu C-sýkingu varðandi aukaverkanir sem greint hefur verið frá við notkun þessara lyfja.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á OLYSIO

-Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

-Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og þynnunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

-Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

-Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

-Þetta lyf getur valdið hættu fyrir umhverfið. Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

OLYSIO inniheldur

-Virka innihaldsefnið er simeprevír. Hver hylki inniheldur simeprevírnatríum sem jafngildir 150 milligrömmum af simeprevíri.

-Önnur innihaldsefni hjálparefni eru natríumlárýlsúlfat, magnesíumsterat, vatnsfrí kísilkvoða, kroskarmellósanatríum, mjólkursykureinhýdrat, gelatína, títantvíoxíð (E171), svart járnoxíð (E172) og shellak (E904).

Lýsing á útliti OLYSIO og pakkningastærðir

Hörðu hylkin eru hvít, með áprentuðu „TMC435 150“ með svörtu bleki.

OLYSIO kemur í gegnumþrýstanlegum þynnum með 7 hylkjum. Vikudagarnir eru prentaðir á þynnuna.

OLYSIO er í pakkningum með 7 hylkjum (1 þynna) eða 28 hylkjum (4 þynnur). Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Janssen-Cilag International NV, Turnhoutseweg 30, B-2340 Beerse, Belgía

Framleiðandi

Janssen-Cilag SpA, Via C. Janssen, Borgo San Michele, 04100 Latina, Ítalía

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Janssen-Cilag NV

UAB "JOHNSON & JOHNSON"

Antwerpseweg 15-17

Geležinio Vilko g. 18A

B-2340 Beerse

LT-08104 Vilnius

Tel/Tél: +32 14 64 94 11

Tel: +370 5 278 68 88

България

Luxembourg/Luxemburg

„Джонсън & Джонсън България” ЕООД

Janssen-Cilag NV

ж.к. Младост 4

Antwerpseweg 15-17

Бизнес Парк София, сграда 4

B-2340 Beerse

София 1766

Belgique/Belgien

Тел.: +359 2 489 94 00

Tél/Tel: +32 14 64 94 11

Česká republika

Magyarország

Janssen-Cilag s.r.o.

Janssen-Cilag Kft.

Karla Engliše 3201/06

Nagyenyed u. 8-14

CZ-150 00 Praha 5 - Smíchov

H-Budapest, 1123

Tel: +420 227 012 227

Tel.: +36 1 884 2858

Danmark

Malta

Janssen-Cilag A/S

AM MANGION LTD.

Bregnerødvej 133

Mangion Building, Triq Ġdida fi Triq Valletta

DK-3460 Birkerød

MT-Ħal-Luqa LQA 6000

Tlf: +45 4594 8282

Tel: +356 2397 6000

Deutschland

Nederland

Janssen-Cilag GmbH

Janssen-Cilag B.V.

Johnson & Johnson Platz 1

Graaf Engelbertlaan 75

D-41470 Neuss

NL-4837 DS Breda

Tel: +49 2137 955-955

Tel: +31 76 711 1111

Eesti

Norge

UAB "JOHNSON & JOHNSON" Eesti filiaal

Janssen-Cilag AS

Lõõtsa 2

Postboks 144

EE-11415 Tallinn

NO-1325 Lysaker

Tel: +372 617 7410

Tlf: +47 24 12 65 00

Ελλάδα

Österreich

Janssen-Cilag Φαρμακευτική Α.Ε.Β.Ε.

Janssen-Cilag Pharma GmbH

Λεωφόρος Ειρήνης 56

Vorgartenstraße 206B

GR-151 21 Πεύκη, Αθήνα

A-1020 Wien

Tηλ: +30 210 80 90 000

Tel: +43 1 610 300

España

Polska

Janssen-Cilag, S.A.

Janssen-Cilag Polska Sp. z o.o.

ul. Iłżecka 24

E-28042 Madrid

PL-02-135 Warszawa

Tel: +34 91 722 81 00

Tel.: +48 22 237 60 00

France

Portugal

Janssen-Cilag

Janssen-Cilag Farmacêutica, Lda.

1, rue Camille Desmoulins, TSA 91003

Estrada Consiglieri Pedroso, 69 A

F-92787 Issy Les Moulineaux, Cedex 9

Queluz de Baixo

Tél: 0 800 25 50 75 / +33 1 55 00 40 03

PT-2734-503 Barcarena

 

Tel: +351 21 43 68 835

Hrvatska

România

Johnson & Johnson S.E. d.o.o.

Johnson & Johnson România SRL

Oreškovićeva 6h

Str. Tipografilor nr. 11-15

10010 Zagreb

Clădirea S-Park, Corp B3-B4, Etaj 3

Tel: +385 1 6610 700

013714 Bucureşti, ROMÂNIA

 

Tel: +40 21 207 1800

Ireland

Slovenija

Janssen-Cilag Ltd.

Johnson & Johnson d.o.o.

50-100 Holmers Farm Way

Šmartinska cesta 53

High Wycombe

SI-1000 Ljubljana

Buckinghamshire HP12 4EG

Tel: +386 1 401 18 30

United Kingdom

 

Tel: +44 1 494 567 444

 

Ísland

Slovenská republika

Janssen-Cilag AB

Johnson & Johnson s.r.o.

c/o Vistor hf.

CBC III, Karadžičova 12

Hörgatúni 2

SK-821 08 Bratislava

IS-210 Garðabær

Tel: +421 232 408 400

Sími: +354 535 7000

 

Italia

Suomi/Finland

Janssen-Cilag SpA

Janssen-Cilag Oy

Via M.Buonarroti, 23

Vaisalantie/Vaisalavägen 2

I-20093 Cologno Monzese MI

FI-02130 Espoo/Esbo

Tel: +39 02 2510 1

Puh/Tel: +358 20 7531 300

Κύπρος

Sverige

Βαρνάβας Χατζηπαναγής Λτδ,

Janssen-Cilag AB

Λεωφόρος Γιάννου Κρανιδιώτη 226

Box 4042

Λατσιά

SE-169 04 Solna

CY-2234 Λευκωσία

Tel: +46 8 626 50 00

Τηλ: +357 22 207 700

 

Latvija

United Kingdom

UAB "JOHNSON & JOHNSON" filiāle Latvijā

Janssen-Cilag Ltd.

Mūkusalas iela 101

50-100 Holmers Farm Way

Rīga, LV-1004

High Wycombe

Tel: +371 678 93561

Buckinghamshire HP12 4EG - UK

 

Tel: +44 1 494 567 444

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í {mánuður ÁÁÁÁ}.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf