Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Onbrez Breezhaler (indacaterol maleate) – Fylgiseðill - R03AC18

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsOnbrez Breezhaler
ATC-kóðiR03AC18
Efniindacaterol maleate
FramleiðandiNovartis Europharm Ltd.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Onbrez Breezhaler 150 míkrógrömm innöndunarduft, hörð hylki Onbrez Breezhaler 300 míkrógrömm innöndunarduft, hörð hylki indacaterol

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Onbrez Breezhaler og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Onbrez Breezhaler

3.Hvernig nota á Onbrez Breezhaler

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Onbrez Breezhaler

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Onbrez Breezhaler og við hverju það er notað

Hvað Onbrez Breezhaler er

Onbrez Breezhaler inniheldur virka efnið indacaterol sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast berkjuvíkkandi lyf. Þegar því er andað að sér slakar það á vöðvunum í veggjum grönnu loftveganna í lungunum. Þetta aðstoðar við að opna öndunarveginn og auðveldar við að koma loftinu inn og út.

Til hvers Onbrez Breezhaler er notað

Onbrez Breezhaler er notað til að auðvelda öndun hjá fullorðnum sjúklingum sem eiga í erfiðleikum með öndun vegna lungnasjúkdóms sem kallast langvinn lungnateppa. Þegar um langvinna lungnateppu er að ræða herpast vöðvarnir umhverfis öndunarveginn. Það gerir öndun erfiðari. Lyfið slakar á þessum vöðvum í lungunum og auðveldar þannig loftinu að komast inn og út úr lungunum.

2. Áður en byrjað er að nota Onbrez Breezhaler

Ekki má nota Onbrez Breezhaler

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir indacateroli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Onbrez Breezhaler er notað

ef þú ert með astma (því þá mátt þú ekki nota Onbrez Breezhaler).

ef þú ert með hjartasjúkdóma.

ef þú ert með flogaveiki.

ef þú ert með skjaldkirtilssjúkdóm (ofstarfsemi í skjaldkirtli).

ef þú ert með sykursýki.

Meðan á meðferð með Onbrez Breezhaler stendur

Hættu að nota lyfið og segðu lækninum strax frá því ef þú færð þyngsli fyrir brjósti, hósta, önghljóð eða mæði strax eftir að hafa notað lyfið. Þetta geta verið einkenni ástands sem kallast berkjukrampar.

Segðu lækninum strax frá því ef ekki dregur úr einkennum langvinnrar lungnateppu (mæði, önghljóð, hósti) eða þau versna.

Börn og unglingar

Onbrez Breezhaler má ekki nota handa börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Onbrez Breezhaler

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Segðu lækninum sérstaklega frá því ef þú notar:

lyf við öndunarerfiðleikum sem líkjast Onbrez Breezhaler (þ.e. lyf svo sem salmeterol og formoterol). Þú getur verið í aukinni hættu á að fá aukaverkanir.

lyf sem kallast beta blokkar sem eru notuð við háum blóðþrýstingi og sumum hjartasjúkdómum (svo sem propranolol) eða við augnsjúkdómi sem kallast gláka (svo sem timolol).

lyf sem draga úr magni kalíums í blóði. Þetta eru: o sterar (t.d. prednisolon),

o þvagræsilyf (bjúgtöflur) notuð við háum blóðþrýstingi, svo sem hýdróklórtíazíð, o lyf við öndunarerfiðleikum, svo sem teofyllin.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Þú mátt ekki nota Onbrez Breezhaler nema læknirinn ráðleggi þér að gera það.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Akstur og notkun véla

Ólíklegt er að Onbrez Breezhaler hafi áhrif á hæfni þína til aksturs og notkunar véla.

Onbrez Breezhaler inniheldur laktósa (mjólkursykur)

Lyfið inniheldur laktósa (mjólkursykur). Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.Hvernig nota á Onbrez Breezhaler

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Skammtur sem á að nota af Onbrez Breezhaler

Venjulegur skammtur er innihald eins hylkis til innöndunar á hverjum degi. Verið getur að læknirinn segi þér að nota 150 míkrógramma hylki eða 300 míkrógramma hylki eftir ástandi þínu og hvernig þú svarar meðferðinni. Ekki nota meira en læknirinn segir til um.

Notaðu innöndunartækið á sama tíma á hverjum degi. Áhrifin vara í 24 klukkustundir. Þetta tryggir að það sé alltaf nóg af lyfi í líkamanum til að auðvelda þér að anda yfir daginn og nóttina. Það hjálpar þér einnig að muna eftir að nota það.

Hvernig nota á Onbrez Breezhaler

Í pakkningunni eru innöndunartæki og hylki (í þynnu) sem innihalda lyfið á formi innöndunardufts. Onbrez Breezhaler innöndunartækið gerir þér kleift að anda að þér lyfinu úr hylkjunum.

Notaðu hylkin einungis með innöndunartækinu sem fylgir í pakkningunni (Onbrez Breezhaler innöndunartæki). Hylkin eiga að vera í þynnunni þar til þú þarft að nota þau.

Þegar þú byrjar á nýrri pakkningu skaltu nota nýja Onbrez Breezhaler innöndunartækið sem fylgir með pakkningunni.

Farga skal hverju innöndunartæki eftir 30 daga notkun.

Ekki má gleypa hylkin.

Lestu leiðbeiningarnar aftast í fylgiseðlinum til að fá nánari upplýsingar um hvernig á að nota innöndunartækið.

Ef notaður er stærri skammtur af Onbrez Breezhaler en mælt er fyrir um

Ef þú hefur andað að þér of miklu af Onbrez Breezhaler eða ef einhver annar hefur notað hylkin þín skaltu tafarlaust láta lækninn vita eða fara á næstu bráðamóttöku. Sýndu Onbrez Breezhaler pakkninguna. Þörf getur verið á læknishjálp. Þú gætir fundið fyrir hraðari hjartslætti en venjulega eða þú gætir fengið höfuðverk, fundið fyrir syfju, ógleði eða þurft að kasta upp.

Ef gleymist að nota Onbrez Breezhaler

Ef þú gleymir skammti skaltu anda að þér einum skammti á venjulegum tíma daginn eftir. Ekki á að anda að sér tvöföldum skammti til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Lengd meðferðar með Onbrez Breezhaler

Haltu áfram að nota Onbrez Breezhaler eins lengi og læknirinn segir til um.

Langvinn lungnateppa er langvinnur sjúkdómur svo að þú skalt nota Onbrez Breezhaler á

hverjum degi en ekki einungis þegar þú færð öndunarerfiðleika eða önnur einkenni langvinnrar lungnateppu.

Ef þú hefur spurningar um hversu lengi meðferðin með Onbrez Breezhaler á að standa, skaltu ráðfæra þig við lækninn eða lyfjafræðing.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Sumar aukaverkanir geta verið alvarlegar. Segðu lækninum strax frá því

ef þú færð herpingsverk fyrir brjóstið (algengar).

ef þú færð of háan blóðsykur (sykursýki). Þú finnur fyrir þreytu, miklum þorsta og hungri (án þess að þyngjast) og þú þarft að pissa meira en venjulega (algengar).

ef þú færð óreglulegan hjartslátt (sjaldgæfar).

ef þú færð einkenni ofnæmisviðbragða, svo sem útbrot, kláða, ofsakláða, öndunarerfiðleika eða kyngingarerfiðleika, svima (sjaldgæfar).

ef þú færð öndunarerfiðleika ásamt hvæsandi öndun eða hósta (sjaldgæfar).

Aðrar aukaverkanir geta verið:

Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

einkenni sem líkjast kvefi. Þú getur fengið öll eða flest eftirfarandi einkenna: hálssærindi, nefrennsli, nefstíflu, hnerra, hósta og höfuðverk.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

þrýstingur eða verkur í kinnum og enni (ennis- og kinnholubólga)

nefrennsli

hósti

hálssærindi

höfuðverkur

svimi

hjartsláttarónot

vöðvakrampar

þroti á höndum ökklum og fótum (bjúgur)

kláði/útbrot

brjóstverkur

verkur í vöðvum, beinum eða liðum

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

hraður hjartsláttur

dofi eða náladofi

vöðvaverkur

Sumir fá stundum hósta fljótlega eftir að hafa andað lyfinu að sér. Hósti er mjög algengt einkenni langvinnrar lungnateppu. Ekki hafa áhyggjur þótt þú hóstir stuttu eftir að hafa andað lyfinu að þér. Skoðaðu innöndunartækið til að kanna hvort hylkið er tómt og að þú hafir fengið fullan skammt. Ef hylkið er tómt er engin ástæða til að hafa áhyggjur. Ef hylkið er ekki tómt skaltu anda lyfinu aftur að þér samkvæmt leiðbeiningum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Onbrez Breezhaler

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og þynnunni á eftir „Fyrnist“/„EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram. Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka og takið ekki úr pakkningunni fyrr en rétt fyrir notkun.

Ekki skal nota lyfið ef vart verður við að pakkningin sé skemmd eða hún ber þess merki að átt hafi verið við hana.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Onbrez Breezhaler inniheldur

-Hvert Onbrez Breezhaler 150 míkrógramma hylki inniheldur 150 míkrógrömm indacaterol sem indacaterol maleat. Önnur innihaldsefni eru laktósi og hylkið er úr gelatínu.

-Hvert Onbrez Breezhaler 300 míkrógramma hylki inniheldur 300 míkrógrömm indacaterol sem indacaterol maleat. Önnur innihaldsefni eru laktósi og hylkið er úr gelatínu.

Lýsing á útliti Onbrez Breezhaler og pakkningastærðir

Í pakkningunni er innöndunartæki ásamt hylkjum í þynnu. Hylkin eru gegnsæ (glær) og innihalda hvítt duft.

Onbrez Breezhaler 150 míkrógramma hylki eru með vörunúmerið „IDL 150“ áprentað með svörtu fyrir ofan svart strik og firmamerkið () áprentað með svörtu fyrir neðan svarta strikið.

Onbrez Breezhaler 300 míkrógramma hylki eru með vörunúmerið „IDL 300“ áprentað með bláu fyrir ofan blátt strik og firmamerkið () áprentað með bláu fyrir neðan bláa strikið.

Eftirtaldar pakkningastærðir eru fáanlegar: Askja með 10 hylkjum og 1 innöndunartæki. Askja með 30 hylkjum og 1 innöndunartæki.

Fjölpakkning með 2 pakkningum (sem hvor inniheldur 30 hylki og 1 innöndunartæki). Fjölpakkning með 3 pakkningum (sem hver inniheldur 30 hylki og 1 innöndunartæki). Fjölpakkning með 30 pakkningum (sem hver inniheldur 10 hylki og 1 innöndunartæki).

Ekki er víst að allar pakkningastærðir og styrkleikar séu markaðssettir.

Markaðsleyfishafi

Novartis Europharm Limited

Frimley Business Park

Camberley GU16 7SR

Bretland

Framleiðandi

Novartis Pharma GmbH Roonstraße 25 D-90429 Nürnberg Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Novartis Pharma N.V.

Novartis Pharma Services Inc.

Tél/Tel: +32 2 246 16 11

Tel: +370 5 269 16 50

България

Luxembourg/Luxemburg

Novartis Pharma Services Inc.

Novartis Pharma N.V.

Тел.: +359 2 489 98 28

Tél/Tel: +32 2 246 16 11

Česká republika

Magyarország

Novartis s.r.o.

Novartis Hungária Kft. Pharma

Tel: +420 225 775 111

Tel.: +36 1 457 65 00

Danmark

Malta

Novartis Healthcare A/S

Novartis Pharma Services Inc.

Tlf: +45 39 16 84 00

Tel: +356 2122 2872

Deutschland

Nederland

Novartis Pharma GmbH

Novartis Pharma B.V.

Tel: +49 911 273 0

Tel: +31 26 37 82 111

Eesti

Norge

Novartis Pharma Services Inc.

Novartis Norge AS

Tel: +372 66 30 810

Tlf: +47 23 05 20 00

Ελλάδα

Österreich

Novartis (Hellas) A.E.B.E.

Novartis Pharma GmbH

Τηλ: +30 210 281 17 12

Tel: +43 1 86 6570

España

Polska

Novartis Farmacéutica, S.A.

Novartis Poland Sp. z o.o.

Tel: +34 93 306 42 00

Tel.: +48 22 375 4888

France

Portugal

Novartis Pharma S.A.S.

Novartis Farma - Produtos Farmacêuticos, S.A.

Tél: +33 1 55 47 66 00

Tel: +351 21 000 8600

Hrvatska

România

Novartis Hrvatska d.o.o.

Novartis Pharma Services Romania SRL

Tel. +385 1 6274 220

Tel: +40 21 31299 01

Ireland

Slovenija

Novartis Ireland Limited

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +353 1 260 12 55

Tel: +386 1 300 75 50

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf.

Novartis Slovakia s.r.o.

Sími: +354 535 7000

Tel: +421 2 5542 5439

Italia

Suomi/Finland

Novartis Farma S.p.A.

Novartis Finland Oy

Tel: +39 02 96 54 1

Puh/Tel: +358 (0)10 6133 200

Κύπρος

Sverige

Novartis Pharma Services Inc.

Novartis Sverige AB

Τηλ: +357 22 690 690

Tel: +46 8 732 32 00

Latvija

United Kingdom

Novartis Pharma Services Inc.

Novartis Pharmaceuticals UK Ltd.

Tel: +371 67 887 070

Tel: +44 1276 698370

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

NOTKUNARLEIÐBEININGAR FYRIR ONBREZ BREEZHALER INNÖNDUNARTÆKI

Lestu eftirfarandi leiðbeiningar vandlega til að læra hvernig á að nota og hugsa um Onbrez Breezhaler innöndunartækið.

Notaðu einungis Onbrez Breezhaler innöndunartækið sem fylgir í pakkningunni. Ekki nota Onbrez Breezhaler hylki með öðru innöndunartæki og ekki nota Onbrez Breezhaler innöndunartækið með öðrum lyfjum í hylkjum.

Þegar þú byrjar á nýrri pakkningu skaltu einungis nota nýja Onbrez Breezhaler innöndunartækið sem fylgir í pakkningunni.

Fargaðu innöndunartækinu eftir 30 daga notkun.

Leitaðu ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig heppilegast er að losna við lyf og innöndunartæki sem ekki þarf að nota lengur.

Ekki gleypa hylkin. Duftið í hylkjunum er til innöndunar.

Onbrez Breezhaler pakkningin:

Hver Onbrez Breezhaler pakkning inniheldur:

eitt Onbrez Breezhaler innöndunartæki

eina eða fleiri þynnur sem innihalda Onbrez Breezhaler hylki til að nota með innöndunartækinu.

Onbrez Breezhaler innöndunartæki gerir þér kleift að anda að þér lyfinu sem er í Onbrez Breezhaler hylkjunum.

Munnstykki

Hetta

Hlíf

 

 

 

 

 

 

Hnappur

 

 

 

 

 

 

 

Neðsti hluti innöndunartækisins

 

 

 

 

 

 

 

Þynna

 

 

 

 

 

 

Hylkishólf

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Onbrez Breezhaler

Þynna

Grunnur innöndunartækis

innöndunartæki

 

 

 

 

 

Hvernig nota á innöndunartækið

 

 

 

 

 

 

 

Dragðu hettuna af.

 

 

 

Opnaðu innöndunartækið:

Haltu þétt um neðsta hluta innöndunartækisins og hallaðu munnstykkinu. Þetta opnar innöndunartækið.

Taktu til hylkið.

Rétt fyrir notkun skaltu taka eitt hylki úr þynnunni með þurrum höndum.

Settu hylkið í:

Settu hylkið í hylkishólfið.

Aldrei setja hylkið beint ofan í munnstykkið.

Lokaðu innöndunartækinu:

Lokaðu innöndunartækinu þangað til þú heyrir smell.

Gataðu hylkið:

Haltu innöndunartækinu uppréttu þannig að munnstykkið vísi upp.

Gataðu hylkið með því að þrýsta samtímis þétt á báða hliðarhnappana. Gerðu þetta einungis einu sinni.

Þú ættir að heyra smell þegar hylkið gatast.

Slepptu hliðarhnöppunum alveg.

Andaðu frá þér:

Áður en þú setur munnstykkið í munninn, skaltu anda vel frá þér.

Ekki blása inn í munnstykkið.

Andaðu lyfinu að þér:

Til að anda lyfinu djúpt niður í öndunarveginn:

Haltu innöndunartækinu eins og sýnt er á myndinni. Hliðarhnapparnir eiga að vísa til vinstri og hægri. Ekki þrýsta á hliðarhnappana.

Settu munnstykkið í munninn og umluktu það þétt með vörunum.

Andaðu hratt en stöðugt að þér og eins djúpt og þú getur.

Athugaðu:

Þegar þú andar að þér gegnum innöndunartækið snýst hylkið í hólfinu og þú ættir að heyra þyt. Þú finnur sætt bragð þegar lyfið fer niður í lungun.

Frekari upplýsingar

Það getur komið fyrir að örlítil brot úr hylkinu fari í gegnum hlífina og inn í munninn. Ef þetta gerist gætir þú fundið fyrir þessum brotum á tungunni. Það er ekki skaðlegt að gleypa þessi brot eða anda þeim að sér. Líkurnar á því að hylkið brotni aukast ef hylkið er gatað oftar en einu sinni fyrir slysni (skref 6).

Ef þú heyrir ekki þyt:

Það getur verið að hylkið sé fast í hylkishólfinu. Ef þetta gerist skaltu:

Opna innöndunartækið og losa hylkið varlega með því að slá létt á neðsta hluta innöndunartækisins. Ekki þrýsta á hliðarhnappana.

Andaðu lyfinu aftur að þér með því að endurtaka skref 8 og 9.

Haltu niðri í þér andanum:

Eftir að þú hefur andað að þér lyfinu skaltu:

Halda niðri í þér andanum í að minnsta kosti

5-10 sekúndur eða eins lengi og þú getur með góðu móti á meðan þú tekur innöndunartækið úr munninum.

Anda síðan frá þér.

Opna innöndunartækið til að athuga hvort eitthvað duft sé eftir í hylkinu.

Ef duft er eftir í hylkinu:

Lokaðu innöndunartækinu.

Endurtaktu skref 8, 9, 10 og 11.

Flestir geta tæmt hylkið með einni eða tveimur innöndunum.

Frekari upplýsingar

Sumir hósta stundum fljótlega eftir að hafa andað lyfinu að sér. Ekki hafa áhyggjur þótt þú hóstir stuttu eftir að hafa andað lyfinu að þér. Ef hylkið er tómt þá hefur þú fengið nóg af lyfi.

Eftir að þú hefur notað lyfið:

Opnaðu munstykkið aftur, fjarlægðu tóma hylkið með því að hvolfa því úr hylkishólfinu. Settu tóma hylkið í ruslið.

Lokaðu innöndunartækinu og settu hettuna aftur á.

Ekki geyma hylkin í Onbrez Breezhaler innöndunartækinu.

Merktu við á skammtastrimilinn:

Á innanverðri pakkningunni er skammtastrimill. Merktu við í reit dagsins ef það hjálpar þér að muna hvenær þú átt að nota næsta skammt.

MUNDU:

Ekki gleypa Onbrez Breezhaler hylkin.

Notaðu einungis Onbrez Breezhaler innöndunartækið sem fylgir í pakkningunni.

Onbrez Breezhaler hylki á alltaf að geyma í þynnunni og einungis má taka þau úr henni rétt fyrir notkun

Settu aldrei Onbrez Breezhaler hylki beint ofan í munnstykki Onbrez Breezhaler innöndunartækisins.

Ekki þrýsta á hliðarhnappana oftar en einu sinni.

Þú mátt aldrei blása í munnstykki Onbrez Breezhaler innöndunartækisins.

Losaðu alltaf hliðarhnappana fyrir innöndun.

Þú mátt aldrei þvo Onbrez Breezhaler innöndunartækið með vatni. Haltu því þurru. Sjá

„Hvernig hreinsa á innöndunartækið“.

Þú mátt aldrei taka Onbrez Breezhaler innöndunartækið í sundur.

Notaðu alltaf nýja Onbrez Breezhaler innöndunartækið sem fylgir með nýju pakkningunni. Fargaðu innöndunartækinu eftir 30 daga notkun.

Ekki geyma hylkin í Onbrez Breezhaler innöndunartækinu.

Geymdu alltaf Onbrez Breezhaler innöndunartækið og hylkin á þurrum stað.

Hreinsun innöndunartækisins

Hreinsaðu innöndunartækið einu sinni í viku.

Strjúktu munnstykkið að innan og utan með hreinum, þurrum, rykfríum klút til að fjarlæga leifar af dufti.

Ekki þvo innöndunartækið með vatni. Haltu því þurru.

Ekki taka innöndunartækið í sundur.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf