Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Optimark (gadoversetamide) – Samantekt á eiginleikum lyfs - V08CA06

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsOptimark
ATC-kóðiV08CA06
Efnigadoversetamide
FramleiðandiMallinckrodt Deutschland GmbH

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Optimark 500 míkrómól/ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Optimark 500 míkrómól/ml stungulyf, lausn í hettuglasi

2.INNIHALDSLÝSING

Áfyllt sprauta

1 ml inniheldur 330,9 mg gadoversetamíð, sem jafngildir 500 míkrómólum.

Hver 10 ml sprauta inniheldur 3309 mg gadoversetamíð sem jafngildir 5 millimólum. Hver 15 ml sprauta inniheldur 4963,5 mg gadoversetamíð sem jafngildir 7,5 millimólum. Hver 20 ml sprauta inniheldur 6618 mg gadoversetamíð sem jafngildir 10 millimólum. Hver 30 ml sprauta inniheldur 9927 mg gadoversetamíð sem jafngildir 15 millimólum.

Hjálparefni með þekkta verkun:

20 ml af lausninni innihalda 28,75 mg natríum.

30 ml af lausninni innihalda 43,13 mg natríum.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Hettuglas

1 ml inniheldur 330,9 mg gadoversetamíð, sem jafngildir 500 míkrómólum.

Hvert 10 ml hettuglas inniheldur 3309 mg gadoversetamíð sem jafngildir 5 millimólum. Hvert 15 ml hettuglas inniheldur 4963,5 mg gadoversetamíð sem jafngildir 7,5 millimólum. Hvert 20 ml hettuglas inniheldur 6618 mg gadoversetamíð sem jafngildir 10 millimólum.

Hjálparefni með þekkta verkun:

20 ml af lausninni innihalda 28,75 mg natríum.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Áfyllt sprauta

Stungulyf, lausn í áfylltri sprautu.

Hettuglas

Stungulyf, lausn í hettuglasi.

Tær, litlaus eða fölgul lausn.

Sýrustig (pH): 6,0 – 7,5

Osmósuþéttni (37°C): 1000 – 1200 mOsm/kg

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Lyfið er eingöngu ætlað til sjúkdómsgreiningar.

Optimark er ætlað til notkunar við segulómun (MRI) á miðtaugakerfi og lifur. Það eykur skuggaáhrif, auðveldar næmni og þannig greiningu á staðbundnum meinsemdum og óeðlilegum myndunum í miðtaugakerfi og lifur hjá fullorðnum sjúklingum og börnum, tveggja ára og eldri, sem vitað erað séu með kvilla eða ef sterkur grunur leikur á um slíkt.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Gjöf Optimark skal vera bundin við lækna með reynslu af klínískri meðferð með segulsneiðmyndun (MRI).

Til þess að hægt sé að bregðast tafarlaust við neyðartilfellum þurfa lyf (t.d. adrenalín, teófyllín, andhistamín, barksterar og atrópín), barkarenna og öndunarvél að vera til reiðu.

Skammtar

Gefa skal efnið sem staka inndælingu í útlæga bláæð í skammti sem næst 0,2 ml/kg

(100 míkrómól/kg) líkamsþunga. Til að tryggja að skuggaefninu hafi verið dælt inn í heild ætti að skola með 5 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9 %) stungulyfi, lausn í kjölfarið. Myndgreiningarferlinu ætti að ljúka innan 1 klst. eftir að skuggaefnið er gefið.

Endurtekinn skammtur

Ef sterkur klínískur grunur um að meinsemd sé enn fyrir hendi við segulómun á höfuðkúpu, þrátt fyrir að segulómun hafi verið framkvæmd með stökum skammti af skuggaefni, eða þegar frekari upplýsingar um fjölda, stærð eða útbreiðslu meinsemdar geta haft áhrif á ummönnun eða meðferð sjúklings, má gefa sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi annan stakan skammt af stærðinni

0,2 ml/kg (100 míkrómól/kg) innan 30 mínútna frá fyrstu inndælingu þar sem slíkt getur aukið afrakstur rannsóknarinnar.

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi við endurtekna skammta hjá börnum og unglingum (2 ára og eldri), hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi eða hjá öldruðum. Ekki er mælt með endurteknum skömmtum fyrir þessa hópa.

Takmörkuð gögn um önnur gadólín skuggaefni gefa til kynna að, við útilokun fleiri meinvarpa í höfði hjá sjúklingi með eitt þekkt meinvarp sem hægt er að nema brott, geti próf með segulómun ásamt inndælingu af 300 míkrómól/kg líkamsþunga skammti af Optimark leitt til öruggari greiningar.

Börn

Ekki er talin þörf á neinni skammtaaðlögun hjá börnum eldri en 2 ára. Optimark er ekki ætlað nýburum yngri en 4 vikna (sjá kafla 4.3).

Ekki er mælt með notkun Optimark fyrir börn yngri en 2 ára þar sem öryggi, verkun og vægi óþroskaðrar nýrnastarfsemi hafa ekki verið rannsökuð hjá þessum aldurshópi.

Aldraðir (65 ára og eldri)

Ekki er talin þörf á neinni skammtaaðlögun. Gæta skal varúðar hjá öldruðum sjúklingum (sjá kafla 4.4).

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi

Optimark er ekki ætlað sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (GFR < 30 ml/mín./1,73 m²) og/eða bráðan nýrnaskaða, sjúklingum sem hafa gengist undir lifrarígræðslu eða sjúklingum sem gangast undir lifrarígræðslu (sjá kafla 4.3). Aðeins skal nota Optimark eftir vandlegt mat á áhættu/ávinningi hjá sjúklingum með í meðallagi skerta nýrnastarfsemi (GFR 30-59 ml/mín./1,73 m²) í skömmtum sem ekki fara yfir 100 míkrómól/kg líkamsþyngdar (sjá kafla 4.4). Ekki skal nota meira en einn skammt meðan á skönnun stendur. Þar sem skortur er á upplýsingum um endurtekna lyfjagjöf skal ekki endurtaka inndælingar með Optimark nema minnst 7 dagar líði á milli inndælinga.

Lyfjagjöf

Gefa skal lyfið sem staka inndælingu í bláæð. Til að tryggja að skuggaefninu hafi verið dælt inn í heild ætti að skola með 5 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9 %) stungulyfi, lausn í kjölfarið. Mælt er með að setja upp bláæðalegg, sjá kafla 4.4.

Ekki má gefa börnum á aldrinum 2 til 11 ára Optimark með sjálfvirkri sprautu (sjá kafla 4.4).

Varúðarráðstafanir sem þarf að gera áður en lyfið er meðhöndlað eða gefið

Skoða skal ílátið og lausnina fyrir notkun eins og lýst er í kafla 6.6.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir gadoversetamíði, öðrum lyfjum sem innihalda gadólín eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Ekki má gefa Optimark

sjúklingum með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi (GFR <30 ml/mín./1,73m²) og/eða bráðan nýrnaskaða,

sjúklingum sem hafa gengist undir lifrarígræðslu eða

sjúklingum sem gangast undir lifrarígræðslu og

nýburum yngri en 4 vikna (sjá kafla 4.4).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Eins og á við um öll meðseglandi skuggaefni er hugsanlegt að skerping segulómunar með gadoversetamíði dragi úr sýnileika þeirra meinsemda sem þegar eru til staðar. Hugsanlegt er að sumar þessara meinsemda sjáist við segulómun án skuggaefnis. Þess vegna ætti að gæta varúðar þegar skyggð skönnun er túlkuð án þess að henni fylgi óskyggð segulómun.

Áður en skoðun hefst þarf að gæta þess að sjúklingar hafi drukkið nægilegan vökva.

Ofnæmi

Ofnæmislík viðbrögð og önnur einstaklingsbundin viðbrögð geta einnig komið fram við notkun gadoversetamíðs, og þau geta komið fram í formi viðbragða í hjarta og æðum, öndunarfærum og húð (sjá kafla 4.8). Flest slík viðbrögð koma fram innan hálftíma eftir að skuggaefnið er gefið. Eins og á við um öll önnur skuggaefni er hugsanlegt að viðbrögð komi fram síðar (eftir nokkrar klukkustundir eða daga) í mjög fáum tilvikum. Hins vegar var ekki tilkynnt um nein slík viðbrögð í klínískum rannsóknum sem lokið er.

Ef ofnæmisviðbrögð koma fram þarf að hætta lyfjagjöf með skuggaefninu tafarlaust og hefja meðferð í bláæð ef nauðsynlegt þykir.

Meðan á skoðun stendur er yfirumsjón læknis nauðsynleg og mælt er með innsetningu sveigjanlegs, viðvarandi leggs. Til að hægt sé að bregðast tafarlaust við neyðartilvikum þurfa nauðsynleg lyf (t.d. epinefrín/adrenalín, teófyllín, andhistamín, barksterar og atrópín), barkarenna og öndunarvél að vera til taks.

Hættan á ofnæmisviðbrögðum er aukin í eftirfarandi tilfellum:

-sjúklingar sem eiga aukna hættu á ofnæmi

-sjúklingar með berkjuastma; hjá þessum sjúklingum er einkum aukin hætta á berkjukrampa

-sjúklingar með sögu um viðbrögð við skuggaefnum, þar með talið fyrri sögu um viðbrögð við skuggaefnum sem innihalda joð

Áður en skuggaefninu er dælt inn ætti að spyrja sjúklinga hvort þeir séu með einhver ofnæmi (t.d. ofnæmi fyrir sjávarréttum eða lyfjum, ofnæmiskvef, ofsakláða), hvort þeir séu með ofnæmi fyrir skuggaefnum og hvort þeir séu með berkjuastma. Íhuga má lyfjaforgjöf með andhistamínum og/eða sykursterum.

Sjúklingar sem taka beta-blokka

Taka skal fram að sjúklingar sem nota beta-blokka svara ekki endilega þeim beta-örvum sem yfirleitt eru notaðir til meðferðar á ofnæmisviðbrögðum.

Sjúklingar með hjarta- og æðasjúkdóma

Hugsanlegt er að ofnæmisviðbrögð séu alvarleg í þessum hópi sjúklinga. Einkum er hugsanlegt að viðbrögð í hjarta og æðum versni hjá sjúklingum með alvarlega hjartasjúkdóma (t.d. alvarlega hjartabilun, kransæðasjúkdóm). Hins vegar kom slíkt ekki í ljós í klínískum rannsóknum með Optimark.

Miðtaugakerfisraskanir

Hugsanlegt er að líkur á krömpum við skoðun aukist við skoðun hjá sjúklingum sem þjást af flogaveiki eða meinsemdum í heila. Nauðsynlegt er að sýna aðgát við skoðun þessara sjúklinga (t.d. eftirlit með sjúklingi) og búnaður og lyf til hraðrar meðferðar á krömpum ættu að vera til taks.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Áður en lyfjagjöf með Optimark fer fram skal skima alla sjúklinga með tilliti til vanstarfsemi nýrna með prófum á rannsóknarstofu.

Tilkynnt hefur verið um almenna bandvefsaukningu frá nýrum (Nephrogenic Systemic Fibrosis) í tengslum við notkun Optimark og sumra skuggaefna sem innihalda gadólín hjá sjúklingum með bráða eða langvinna alvarlega skerta nýrnastarfsemi (GFR <30 ml/mín./1,73 m²) og/eða bráðan nýrnaskaða. Ekki má nota Optimark handa þessum sjúklingum (sjá kafla 4.3). Sjúklingar sem hafa gengist undir eða gangast undir lifrarígræðslu eru í sérstakri áhættu þar sem nýgengi bráðrar nýrnabilunar er mikið í þessum hópi. Þess vegna má ekki gefa Optimark þeim sjúklingum sem hafa gengist undir eða gangast undir lifrarígræðslu eða nýburum (sjá kafla 4.3).

Hættan á almennri bandvefsaukningu frá nýrum hjá sjúklingum með miðlungs skerta nýrnastarfsemi (GFR 30-59 ml/mín./1,73 m²) er ekki þekkt og því skal aðeins nota Optimark þegar vandlegt mat hefur farið fram á áhættu og ávinningi hjá sjúklingum með miðlungs skerta nýrnastarfsemi.

Hægt er að beita skilun á gadoversetamíð. Framkvæmd blóðskilunar stuttu eftir lyfjagjöf með Optimark getur hjálpað til við að fjarlægja Optimark úr líkamanum. Engin gögn eru fyrir hendi til stuðnings því að hefja blóðskilun til forvarnar eða meðhöndlunar á almennri bandvefsaukningu frá nýrum hjá sjúklingum sem ekki eru þegar í blóðskilun.

Bráður nýrnaskaði sem þarfnast blóðskilunar hefur komið fram við notkun Optimark hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi í upphafi. Hættan á bráðum nýrnaskaða getur aukist við aukna skammta af skuggaefninu. Gefa skal minnsta mögulegan skammt til að ná fram fullnægjandi myndgreiningu.

Börn og unglingar

Ekki má gefa Optimark með sjálfvirkri sprautu. Gefa ætti börnum á aldrinum 2 til 11 ára nauðsynlegan skammt með handafli til að forðast ofskömmtun fyrir mistök.

Nýburar og ungbörn

Ekki ætti að gefa börnum yngri en tveggja ára Optimark. Öryggi og verkun hafa ekki verið rannsökuð hjá þessum aldurshóp.

Aldraðir

Þar sem úthreinsun gadoversetamíðs um nýru kann að vera skert hjá öldruðum er sérstaklega mikilvægt að skima sjúklinga sem eru 65 ára og eldri hvað varðar vanstarfsemi nýrna.

Natríum

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) natríum í hverjum skammti sem er allt að 17 ml, þ.e.a.s. nær laust við natríum.

Sprautur með 10 ml og 15 ml innihalda minna en 1 mmól natríum, þ.e.a.s. nær lausar við natríum. Stærri skammtar innihalda 1 mmól eða meira af natríum sem verður að taka tillit til hjá sjúklingum sem eru á natríumskertu matarræði.

Áfyllt sprauta

20 ml af lausninni innihalda 28,75 mg natríum.

30 ml af lausninni innihalda 43,13 mg natríum.

Hettuglas

20 ml af lausninni innihalda 28,75 mg natríum.

Magn járns og sinks í sermi

Gæta skal varúðar, þar sem skammvinn minnkun járns og sinks í sermi hefur komið fram í klínískum rannsóknum. Ekki er vitað um klínískt vægi þessara upplýsingar.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar formlegar rannsóknir á milliverkunum.

Komið hefur í ljós að Optimark truflar mælingu kalsíums í sermi þegar OCP-litgreiningaraðferðin (ortho-cresolphthalein complexone) er notuð. Hins vegar veldur lyfjagjöf með gadoversetamíði ekki raunverulegri lækkun kalsíums í sermi. Þegar gadoversetamíð er til staðar sýnir OCP-tæknin rangt lágt gildi fyrir kalsíumgildi í blóðvökva. Umfang þessa mælingargervings er í hlutfallslegu samræmi við styrk gadoversetamíðs í blóði og hjá sjúklingum með eðlilega nýrnaúthreinsun fást rétt gildi u.þ.b.

90 mínútum eftir inndælingu. Hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi hægist á úthreinsun gadoversetamíðs og truflanir á kalsíummælingum með OCP standa lengur. Gadoversetamíð hefur ekki áhrif á aðrar aðferðir við að mæla kalsíum í sermi, svo sem arsenazo III litgreiningaraðferðina, frumeindagleypnimælingu og ICP-MS greiningu.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun gadoversetamíðs á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á æxlun (sjá 5.3). Ekki má nota Optimark á meðgöngu nema meðferð með gadoversetamíði sé nauðsynleg vegna sjúkdómsástands konunnar.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort gadoversetamíð skiljist út í brjóstamjólk. Ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um útskilnað gadoversetamíðs í móðurmjólk dýra. Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir börn sem eru á brjósti. Stöðva á brjóstagjöf í lágmark 24 klst. eftir lyfjagjöf með Optimark.

Frjósemi

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á eiturverkunum á æxlun. Ekki hafa verið framkvæmdar klínískar rannsóknir á æxlun.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Optimark hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Sjúklingar sem hafa fótavist ættu að hafa það í huga við akstur bifreiða eða stjórnun véla að sjaldan (≥1/1.000 til <1/100) getur orðið vart við bráðan svima (sjá kafla 4.8).

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisupplýsingum

Flestar aukaverkanir voru vægar eða miðlungs að vægi og skammvinnar. Algengustu aukaverkanirnar voru truflað bragðskyn, hitatilfinning, höfuðverkur og svimi.

Í ljós kom að flestar aukaverkanir sem komu fram eftir notkun gadoversetamíðs voru aukaverkanir í taugakerfi og í kjölfarið fylgdu almennar aukaverkanir, raskanir í meltingarfærum/raskanir í húð og undirhúð.

Tilkynnt var um alvarlegar aukaverkanir sem eru meðal annars bráðaofnæmisviðbrögð, viðbrögð í hjarta og æðum og ofnæmistengdar öndunarraskanir. Veita skal einkennamiðaða meðferð og nauðsynleg lyf og neyðarbúnaður skulu vera tafarlaust til taks ef alvarleg viðbrögð skyldu koma fram.

Tafla yfir aukaverkanir

Tilkynnt var um eftirfarandi aukaverkanir í klínískum rannsóknum og við notkun gadoversetamíðs eftir markaðssetningu. Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Flokkun eftir líffærum

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Koma örsjaldan

 

(≥1/100 til

Tíðni ekki þekkt

(MedDRA)

(≥1/1.000 til <1/100)

(≥1/10.000 til <1/1.000)

fyrir (<1/10.000)

<1/10)

 

 

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

Bráðaofnæmisviðbrö

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Efnaskipti og næring

 

 

Minnkuð matarlyst

 

 

Geðræn vandamál

 

 

Kvíði, svefnröskun, rugl og

 

 

 

 

vistarfirring

 

 

 

 

 

 

 

 

Höfuðverkur,

Sundl,

Krampi, skjálfti, svefnhöfgi,

 

 

Taugakerfi

truflað

tilfinningardoði,

Yfirlið

 

sviðatilfinning

 

 

bragðskyn

náladofi, lyktarglöp

 

 

 

 

 

 

Augu

 

 

Roði á augnloki, augnverkur, þokusýn,

 

 

 

 

tárubólga, blóðríki í auga

 

 

 

 

 

 

 

Eyru og völundarhús

 

 

Eyrnasuð, svimi

 

 

 

 

 

Hjartsláttarónot, gáttasleglarof af

 

 

Hjarta

 

 

fyrstu gráðu, aukaslög, hraðtaktur,

 

 

 

 

 

sláttarglöp

 

 

Æðar

 

Roði í andliti

Lágþrýstingur, háþrýstingur

 

 

 

 

 

Mæði, raddtruflun, nefrennsli,

 

 

Öndunarfæri, brjósthol og

 

Stíflað nef, erting í

hálsþrengsli, berkjukrampi, hósti,

 

 

miðmæti

 

hálsi

bjúgur í barkakýli/koki, kokbólga,

 

 

 

 

 

nefslímubólga, hnerri

 

 

Meltingarfæri

 

Ógleði, niðurgangur

Offramleiðsla munnvatns, kviðverkur,

Uppköst

 

 

hægðatregða, þurrkur í munni

 

 

 

 

 

 

Húð og undirhúð

 

Kláði, útbrot

Ofsakláði, kaldur sviti, roði, ofsvitnun

Bjúgur kringum

Almenn bandvefsaukning

 

augu

í nýrum (NSF)

 

 

 

 

Nýru og þvagfæri

 

 

Aukið kreatínín í blóði, blóðmiga

 

 

Flokkun eftir líffærum

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Koma örsjaldan

 

(≥1/100 til

Tíðni ekki þekkt

(MedDRA)

(≥1/1.000 til <1/100)

(≥1/10.000 til <1/1.000)

fyrir (<1/10.000)

<1/10)

 

 

 

 

 

 

 

 

Óþægindi fyrir

 

 

 

 

 

brjósti, verkur fyrir

 

 

 

 

 

brjósti,

Kuldahrollur, verkur, andlitsbjúgur,

 

 

Almennar aukaverkanir og

Hitatilfinning

kuldatilfinning

þróttleysi og ástand tengt því, þreyta

 

 

aukaverkanir á íkomustað

(þ.á m. kuldi í

og lasleiki sótthiti, útlimabjúgur,

 

 

 

 

 

 

 

útlimum),

óeðlileg tilfinning

 

 

 

 

aukaverkanir á

 

 

 

 

 

stungustað

 

 

 

 

 

 

Aukning ALT, óeðlileg þvaggreining,

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

Óeðlilegt

óeðlileg gildi salta í þvagi, aukning

Lengt QT bil á

 

 

kalsíummagn í blóði

albúmíns í þvagi, aukning CPK,

hjartalínuriti

 

 

 

 

 

 

 

minnkun blóðrauða

 

 

Staðbundin viðbrögð hafa komið fram á stungustað og geta leitt til staðbundinna ertingarviðbragða.

Tilkynnt hefur verið um tilvik af almennri bandvefsaukningu frá nýrum við notkun Optimark (sjá kafla 4.4). Tilkynnt hefur verið um gadólíntengdar húðskellur með herslismyndun sem fram kom við vefjaskoðun, við notkun á ákveðnum skuggaefnum sem innihalda gadólín hjá sjúklingum sem ekki eru með önnur einkenni um almenna bandvefsaukningu frá nýrum.

Börn

Optimark var rannsakað hjá börnum sem voru 2 ára og eldri og öryggisupplýsingar reyndust svipaðar og hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Gadoversetamíð hefur verið prófað á mönnum í skömmtum allt að 700 míkrómól/kg (sjöfaldur staðalskammtur). Ekki hefur verið tilkynnt um klínískar afleiðingar ofskömmtunar. Ólíklegt er að bráð eitrunareinkenni komi fram hjá sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi. Hægt er að fjarlægja Optimark með blóðskilun. Hins vegar er ekkert sem bendir til þess að blóðskilun sé hentug forvörn gegn almennri bandvefsaukningu frá nýrum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Skuggaefni fyrir segulómun, ATC-flokkur: V08CA06

Gadoversetamíð er klóbindiefni sem inniheldur gadólín (sem hefur meðseglandi eiginleika og veitir skyggingu við segulómun) og tengiefnið versetamíð.

Tilgangurinn með skuggaefnum fyrir segulómun er að breyta tjáningarstyrk innan meinsemdar og auðvelda þannig greiningu hennar frá eðlilegum vefjum í kring. Notkun skuggaefnis getur því aukið líkur á að meinsemdir finnist og sjáist. Skuggaefni fyrir segulómun sem innihalda gadólín (klóbindiefni sem innihalda gadólín eru til þess útbúin að verka óbeint á staðbundið segulsvæði með því að breyta slökunartíma nifteindar T1 (snúningsgrindar) nifteindar T2 (snúnings) og við hefðbundinn 100 míkrómól/kg styrk vegur T1 styttingin þyngra og T2 styttingin er óveruleg þegar notaðar eru T1-metnar raðir.

Gadoversetamíð er gadólín klóbindiefni sem virkar utan frumu, jafnvægisstillist hratt í vökva/svæði utan frumu eftir lyfjagjöf í bláæð og hverfur fyrst og fremst brott við gauklasíun.

Vegna þessara einkenna skiptir tímasetning myndatöku eftir að skuggaefnið er gefið verulegu máli við myndgreiningu á lifur. Hvað varðar meinvörp í lifur batnaði tjáningarmunurinn á milli æxlis og umlykjandi lifrarvefs verulega á fyrstu 90 sekúndunum eftir að gadólín skuggaefni sem virkar utan frumu var gefið. Þess vegna ætti að hefja hraða myndgreiningarröð 20 sekúndum eftir staka inndælingu af skuggaefninu þegar það er fyrst og fremst í lifrarslagæðum og síðan aftur 60 sekúndum eftir inndælingu meðan á aðal portæðarstiginu stendur. Þar sem lifrarslagæðin og portæðarkerfið veita hvort um sig u.þ.b. 20 % og 80 % af aðveitu blóðs til lifrarinnar sýna fyrri myndirnar (lifrarslagæðastig) mjög greinilega meinsemdir með ofgnótt æða og myndirnar frá portæðarstiginu eru gagnlegar hvað varðar æðafáar meinsemdir (flest meinvörp eru æðafá og koma betur í ljós á portæðarstiginu sem svæði með minni tjáningarstyrk en skyggð lifrin). Dregið getur úr því hversu greinilegar æðafáar meinsemdir og meinsemdir með ofgnótt æða verða ef myndgreiningu er seinkað um meira en 3 mínútur vegna dreifingar skuggaefnis í millivefi, bæði í starfsvef lifrar og meinsemd

(t.d. meinvarp), sem gefur meinsemdinni sama tjáningarstyrk og eðlilegum starfsvef lifrar. Seinni myndir eftir skyggingu eða jafnvægisstillandi (equilibrium) myndir (> 5 mínútum eftir skömmtun) hjálpa til við að lýsa meinsemdum, t.d. getur miðhluti meinvarps safnað skugga í millivefi meinsemdarinnar og öðlast mikinn tjáningarstyrk í samanburði við eðlilega lifur. Þessi munur á skerpingu hjálpar til við að setja fram mismunargreiningu byggt á lýsingu meinsemdar og öruggri greiningu.

Skerping heilaæxla með skuggaefnum sem innihalda gadólín (eða joð) fer eftir röskun blóð-heila þröskuldar (BBB). Þar af leiðandi er litið á þessi efni sem markefni fyrir óeðlilega bilun blóð-heila þröskuldar. Þegar röskun verður á blóð-heila þröskuldi dreifast gadoversetamíð sameindirnar inn á millivefjasvæðið og skapa þar með hin einkennandi meðseglandi áhrif T1 og T2 styttingar. Yfirleitt hefur notkun skuggaefnis við segulómun, við staðlaðan klínískan skammt 100 míkrómól/kg, bætt verulega staðfestingu meinsemda, næmni og nákvæmni greiningar.

5.2Lyfjahvörf

Dreifing

Lyfjahvörf gadoversetamíðs samræmast opnu líkani með tveimur hólfum. Við 100 míkrómól/kg skammt er meðal helmingunartími dreifingar hjá eðlilegum einstaklingum, reiknaður með efnaleifaaðferð (method of residuals) hjá 12 eðlilegum sjálfboðaliðum, 13,3 ± 6,8 mín. Meðal dreifingarrúmmál við 100 míkrómól/kg skammt hjá sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi (þar með taldir eðlilegir einstaklingar og sjúklingar með kvilla í miðtaugakerfi eða lifur) var 158,7 ± 29,0 til 214,3 (á bilinu 116,4 til 295,0) ml/kg. Þetta dreifingarrúmmál (u.þ.b. 10-15 l miðað við 70 kg líkamsþunga) er í samræmi við lyf sem dreifist í utanfrumuvökva. Skammtastærð hafði ekki hlutfallsleg áhrif á dreifingarrúmmál í neinni rannsókn. Gadoversetamíð verður ekki fyrir próteinbindingu in vitro.

Brotthvarf

Helmingunartími brotthvarfs við 100 míkrómól/kg skammt er á bilinu 1,49 ± 0.15 klst. hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum til 2,11 ± 0,62 klst. hjá sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi (þar með taldir eðlilegir einstaklingar og sjúklingar með kvilla í miðtaugakerfi eða lifur).

Meðal blóðvökvaúthreinsun gadoversetamíðs hjá heilbrigðum einstaklingum

(111,0 ± 14,1 ml/mín./1,73 m² BSA) er ekki merkjanlega ólík meðal nýrnaúthreinsun. Svipaðar niðurstöður fengust hjá eðlilegum einstaklingum og sjúklingum með ýmsar raskanir í lifur, miðtaugakerfi og nýrum, og nýrnaúthreinsun gadoversetamíðs var u.þ.b. 95 % af heildar blóðvökvaúthreinsun. Slíkar niðurstöður (hlutfall nýrnaúthreinsunar/heildar blóðvökvaúthreinsunar nálægt 1) gefa til kynna að gadoversetamíð hreinsist fyrst og fremst út um nýru.

Það var enginn kerfisbundinn munur á hvarfamælingum í samræmi við skammtastærð (100 til 700 míkrómól/kg). Þess vegna virðast hvörf gadoversetamíðs vera línuleg á þessu skammtabili.

Umbrot

Skammturinn kemur að miklu leyti fram sem ósnertur efnaflóki í þvagi og það gefur til kynna að ekkert merkjanlegt umbrot gadoversetamíðs eigi sér stað hjá mönnum.

Sérstakir sjúklingahópar

Kyn:

Fullorðnir karlkyns og kvenkyns einstaklingar tóku þátt í tveimur rannsóknum á lyfjahvörfum. Enginn merkjanlegur munur kom fram á lyfjahvörfum eftir kyni.

Aldur:

Þegar gadoversetamíð hefur verið samræmt líkamsþunga er heildar líkamsúthreinsun þess meiri hjá 2 til 11 ára aldurshópnum (143 ± 27,9 ml/klst./kg) en fram kom hjá 12 til 18 ára aldurshópnum

(117 ± 26,1 ml/klst./kg) og hópunum tveimur sem innihéldu follorðna einstaklinga

(82,1 ± 16,8 ml/klst./kg í 19 til 64 ára aldurshópnum og 56,5 ± 9,7 ml/klst./kg í ≥ 65 ára aldurshópnum).

Helmingunartími brotthvarfs í 2 til 11 og 12 til 18 ára aldurshópunum (1,4 ± 0,3 og 1,6 ± 0,3 klst.- 1, hjá hvorum hóp fyrir sig) var styttri en fram kom hjá hópunum tveimur sem innihéldu follorðna einstaklinga (1,9 ± 0,5 hjá 19 til 64 ára aldurshópnum og 2.5 ± 0,5 klst.-1 hjá ≥ 65 aldurshópnum). Lyfjahvörf voru ákvörðuð hjá takmörkuðum fjölda aldraðra sjúklinga (eldri en 65 ára, N=3).

Skert nýrnastarfsemi

Blóðvökvastyrkur gadoversetamíðs eykst línulega í samræmi við skerðingu nýrnastarfsemi; hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (CrCl<30 ml/mín.) leiðir þetta jafnvel til sexfaldrar minnkunar á gadoversetamíð úthreinsun og þar með til sexfaldrar aukningar á útsetningu AUC og t½. Þar sem gadoversetamíð er aðeins gefið sem stakur skammtur leiðir það til lengri og meiri útsetningar í takmarkaðan tíma. Samt sem áður skilaði nánast allur skammturinn sér í þvagi eftir 72 klst., jafnvel hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi, og heilbrigðum sjúklingahópum voru gefnir allt að 500 míkrómól/kg skammtar án þess að nokkur vandamál kæmu upp varðandi öryggi. Engu að síður ætti ekki að gefa þessum sjúklingum Optimark þar sem tilkynnt hefur verið um NSF tilvik, sem hugsanlega tengjast skertri nýrnastarfsemi, í tengslum við önnur skuggaefni sem innihalda gadólín og gadoversetamíð.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, bráðum eiturverkunum, eiturverkunum á æxlun, staðbundnu þoli, mótefnasvörun og eiturverkunum á erfðaefni. Engar rannsóknir voru framkvæmdar á krabbameinsvaldandi áhrifum.

Rannsóknir á eiturverkunum eftir endurtekna skammta hjá rottum og hundum sýndu holumyndun (vacuolation) í nýrnapíplufrumum og bentu sterklega til að áhrifin gengju til baka. Engin skerðing kom fram á verkun.

Brotthvarfi Optimark hjá hundum yngri en 3 mánaða seinkaði verulega vegna óþroskaðrar nýrnastarfemi og það olli mikilli altækri útsetningu fyrir Optimark. Vikulegir endurteknir skammtar sem nemur tvisvar til tuttugu sinnum klínískum skammti frá einnar viku aldri og meðan á þroska stóð ollu mikilli beinmyndun í vefjum (mineralization of tissues) sem olli staðbundnum áhrifum eins og sáramyndandi húðbólgu, skertri blóðrás og truflun á lifrarstarfsemi.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Versetamíð

Kalsíumhýdroxíð

Kalsíumklóríð tvíhýdrat

Natríumhýdroxíð og/eða saltsýra til pH aðlögunar.

Vatn fyrir stungulyf.

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda Optimark saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika við notkun í 24 klst. við allt að 25°C. Frá örverufræðilegu sjónarmiði ætti að nota innrennslislausnina tafarlaust. Ef hún er ekki notuð tafarlaust eru geymslutími við notkun og ástand fyrir notkun á ábyrgð notanda.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Áfyllt sprauta

Geymið sprautuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Hettuglas

Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Má ekki geyma í kæli eða frjósa.

Geymsluskilyrði eftir að pakkning lyfsins hefur verið rofin, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Áfyllt sprauta

Optimark kemur fyrir í áfylltum sprautum úr pólýprópýleni. Lok á sprautuenda og bulla eru úr brómóbútýlgúmmíi.

Pakkningastærðir:

1 x 10 ml

10 x 10 ml

1 x 15 ml

10 x 15 ml

1 x 20 ml

10 x 20 ml

1 x 30 ml

10 x 30 ml

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Hettuglas

Optimark kemur fyrir í hettuglösum úr litlausu háþolnu bórósílikat gleri (af EP gerð I). Hettuglösin eru með brómóbútýl gúmmílokum, innsiglunarlokum úr áli og afrífanlegum lokum úr plasti.

Pakkningastærðir:

1 x 10 ml

10 x 10 ml

1 x 15 ml

10 x 15 ml

1 x 20 ml

10 x 20 ml

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Optimark er eingöngu einnota; farga skal ónotuðum skömmtum.

Ekki skal nota lausnina ef vart verður við upplitun eða agnir í henni. Ef notaður er annar búnaður en einnota þarf að gæta einstakrar varúðar til að koma í veg fyrir að efnaleifar komist í tæri við leifar hreinsiefna.

Áfyllt sprauta

Áfylltar sprautur: Uppsetning og skoðun

Skoðaðu hvort merki eru um að sprautan leki. Ekki nota hana ef vart verður við leka.

Þegar bullustöngin hefur verið skrúfuð á bulluna er mikilvægt að snúa bullustönginni ½ hring í viðbót þannig að gráa bullan snúist hindrunarlaust

Áður en sprautan er notuð skal fjarlægja gráa lokið af endanum með snúningi og farga því. Sprautan er nú tilbúin fyrir nál eða áfasta innrennslisslöngu.

Fleygja skal sprautunni og ónotuðum hluta lausnarinnar eftir notkun. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Líma skal afrífanlega rekjanlega miðann af áfylltu sprautunni á gögn sjúklings til þess að hægt sé að skrá nákvæmlega það gadólín skuggaefni sem notað er. Einnig skal skrá skammtinn.

Ef rafrænar sjúkraskrár eru notaðar skal skrá heiti lyfsins, lotunúmerið og skammtinn í sjúkraskrána.

Hettuglas

Optimark á að draga upp í sprautu og nota tafarlaust.

Skoða þarf efnið fyrir notkun til að staðfesta að öll föst efni hafi leyst upp og að ílátið og lokið séu óskemmd. Ef föst efni eru enn til staðar þarf að fleygja hettuglasinu.

Fleygja skal sprautunni og ónotuðum hluta lausnarinnar eftir notkun.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Líma skal afrífanlega rekjanlega miðann af hettuglösunum á gögn sjúklings til þess að hægt sé að skrá nákvæmlega það gadólín skuggaefni sem notað er. Einnig skal skrá skammtinn. Ef rafrænar sjúkraskrár eru notaðar skal skrá heiti lyfsins, lotunúmerið og skammtinn í sjúkraskrána.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Guerbet

15, rue des Vanesses 93420 Villepinte Frakkland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

Áfyllt sprauta

1 x 10 ml: EU/1/07/398/007

10 x 10 ml: EU/1/07/398/008

1 x 15 ml: EU/1/07/398/009

10 x 15 ml: EU/1/07/398/010

1 x 20 ml: EU/1/07/398/011

10 x 20 ml: EU/1/07/398/012

1 x 30 ml: EU/1/07/398/013

10 x 30 ml EU/1/07/398/014

Hettuglas

1 x 10 ml: EU/1/07/398/001

10 x 10 ml: EU/1/07/398/002

1 x 15 ml: EU/1/07/398/003

10 x 15 ml: EU/1/07/398/004

1 x 20 ml: EU/1/07/398/005

10 x 20 ml: EU/1/07/398/006

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 23. júlí 2007

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 15. júní 2012

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf