Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Optruma (raloxifene hydrochloride) – Samantekt á eiginleikum lyfs - G03XC01

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsOptruma
ATC-kóðiG03XC01
Efniraloxifene hydrochloride
FramleiðandiEli Lilly Nederland B.V.

1.HEITI LYFS

Optruma 60 mg filmuhúðaðar töflur

2.INNIHALDSLÝSING

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 60 mg ,raloxifenhýdróklóríð, sem jafngildir 56 mg af raloxifen fríum basa.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hver tafla inniheldur laktósa (149,40 mg)

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla.

Sporöskjulaga, hvítar töflur með áletruninni ,4165‘.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Optruma er notað til að meðhöndla og fyrirbyggja beinþynningu hjá konum eftir tíðahvörf. Sýnt hefur verið fram á marktæka fækkun samfallsbrota í hrygg, en ekki mjaðmarbrota.

Þegar velja skal milli Optruma eða annarra meðferða, þ.m.t. östrógens, fyrir konu eftir tíðahvörf, skal taka tillit til einkenna við tíðahvörf, áhrifa á vefi í legi og brjóstum ásamt mati á áhættu og vernd gegn hjarta- og æðasjúkdómum (sjá kafla 5.1).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur er ein tafla daglega til inntöku, sem má taka hvenær dagsins sem er án tillits til máltíða. Vegna eðlis sjúkdómsins, er Optruma ætlað til langtímanotkunar.

Mælt er með viðbótarkalki og D-vítamíni fyrir konur sem fá lítið af þessum efnum úr fæðu.

Aldraðir:

Ekki er þörf á skammtaðlögun fyrir aldraða.

Skert nýrnastarfsemi:

Sjúklingar með alvarlega skerta nýrnastarfsemi eiga ekki að nota Optruma (sjá kafla 4.3). Hjá sjúklingum með miðlungs og lítið skerta nýrnastarfsemi, skal nota Optruma með varúð.

Skert lifrarstarfsemi:

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi eiga ekki að nota Optruma (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Börn:

Optruma er ekki ætlað börnum. Notkun Optruma á ekki við hjá börnum.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Ekki má gefa konum á barneignaraldri lyfið (sjá kafla 4.6).

Segarek eða saga um segarek í bláæðum, þar með talið segamyndun í stórum bláæðum, segarek í lungum og segamyndun í sjónhimnubláæð.

Skert lifrarstarfsemi, þar með talið gallteppa.

Mikið skert nýrnastarfsemi.

Óskýrðar blæðingar frá legi.

Optruma er ekki ætlað fyrir sjúklinga með merki eða einkenni um krabbamein í legi, þar sem ekki hafa verið gerðar rannsóknir á öryggi lyfsins fyrir þennan sjúklingahóp.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Raloxifen hefur verið tengt við aukna áhættu á segareki, sem virðist sambærileg við áhættu sem tengist hormónauppbótarmeðferð. Mælt er með að lagt sé mat á áhættu/ávinning fyrir sjúklinga með hættu á segareki af öllum gerðum. Meðferð með Optruma ætti að stöðva við veikindi, eða ástand, sem leiðir til langtíma rúmlegu. Hætta skal meðferðinni eins fljótt og auðið er við veikindi eða þremur dögum áður en sjúklingur verður rúmfastur. Meðferð ætti ekki að hefja fyrr en bati hefur náðst og sjúklingur er að fullu rólfær.

Í rannsókn á konum eftir tíðahvörf sem voru með staðfestan hjartasjúkdóm eða voru í aukinni hættu á kransæðasjúkdómum, hafði raloxifen ekki áhrif á tíðni hjartadreps, bráðra kransæðaheilkenna sem leiddu til sjúkrahúslegu, heildarfjölda dauðsfalla, þ.m.t. heildarfjölda dauðsfalla vegna hjartaáfalla, eða heilaslags, samanborið við lyfleysu. Hinsvegar var aukning á dauðsföllum vegna heilaslags hjá konum sem fengu raloxifen. Tíðni dauðsfalla vegna heilaslags var 2,2 á hver 1000 konuár fyrir raloxifen á móti 1,5 á hver 1000 konuár fyrir lyfleysu (sjá kafla 4.8). Íhuga skal þessar niðurstöður þegar verið er að ávísa raloxifen handa konum eftir tíðahvörf sem eru með sögu um heilaslag eða aðra marktæka áhættuþætti vegna slíks, svo sem skammvinna heilablóðþurrð eða gáttatif.

Ekkert bendir til áhrifa á legslímhúð. Allar blæðingar frá legi á meðferðartíma með Optruma eru því óvæntar og skulu rannsakaðar af sérfræðingi. Tvær algengustu greiningarnar, sem voru tengdar blæðingum frá legi með raloxifenmeðferð, voru slímhúðarþynning og góðkynja separ í slímhúð. Eftir 4 ára meðferð með raloxifeni hjá konum eftir tíðahvörf var lýst góðkynja sepum í legslímhúð hjá 0,9% samanborið við 0,3% með lyfleysu.

Raloxifen er aðallega umbrotið í lifur. Einn skammtur af raloxifeni gefinn sjúklingum með skorpulifur og skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh gráða A) gaf raloxifen þéttni í plasma sem var um 2,5 sinnum hærri en í samanburðarhópnum. Aukningin hafði fylgni við heildarþéttni bílirúbíns. Því er ekki mælt með notkun Optruma hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Ef hækkun finnst á heildarþéttni bílirúbíns í sermi, gamma glútamýl transferasa, alkalískum fosfatasa, ALT og AST, skal fylgjast náið með gildum þessara efna á meðferðartíma.

Takmarkaðar klínískar upplýsingar benda til að hjá sjúklingum með sögu um hækkaða þríglýseríða (>5,6 mmol/l) eftir meðferð með östrógenum til inntöku, geti raloxifen tengst merkjanlegri hækkun þríglýseríða í sermi. Fylgjast skal með þríglýseríðum í sermi sjúklinga með slíka sögu ef þeir fá raloxifen.

Ekki hafa verið gerðar nægjanlegar rannsóknir á öryggi notkunar Optruma hjá sjúklingum með brjóstakrabbamein. Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um samhliða notkun Optruma með lyfjum sem eru notuð við brjóstakrabbameini sem er á frumstigi eða lengra gengið. Optruma skal því einungis

notað til meðferðar og til að fyrirbyggja beinþynningu eftir að meðferð við brjóstakrabbameini er lokið, þar með talin eftirmeðferð.

Ekki er mælt með samtímis gjöf á raloxifeni og östrógenum, sem verka um allan líkamann, þar sem upplýsingar um öryggi slíkrar notkunar er takmörkuð.

Optruma hefur engin áhrif á hitakóf, eða önnur einkenni tíðahvarfa sem eru tengd östrógenskorti.

Optruma inniheldur laktósa. Sjúklingar með sjaldgæft arfgengt galaktósaóþol, skort á Lapp laktasa eða skert frásog á glúkósa-galaktósa eiga ekki að taka þetta lyf.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Samtímis gjöf á sýrubindandi lyfjum sem innihalda kalsíumkarbónat eða ál og magnesíumhýdroxíð hafa ekki áhrif á aðgengi raloxifens.

Samtímis gjöf á raloxifeni og warfaríni hefur engin áhrif á lyfjahvörf beggja efnanna. Þó hefur sést væg stytting á prótrombíntíma. Ef raloxifen er gefið samtímis warfaríni eða öðrum kúmarínafleiðum, ætti að fylgjast með prótrombíntíma. Áhrif á prótrombíntíma geta komið fram á nokkrum vikum, ef Optruma meðferð er hafin hjá sjúklingum sem eru fyrir á kúmarín segavarnarmeðferð.

Einn skammtur af raloxifeni hefur engin áhrif á lyfjahvörf methylprednisólons.

Raloxifen hefur engin áhrif á flatarmál undir þéttniferli við jafnvægi (steady-state AUC) hjá dígoxíni. Mesta þéttni (Cmax) dígoxíns eykst um minna en 5%.

Áhrifin af samtímis lyfjagjöf á þéttni raloxifens í plasma var metið í rannsóknum á fyrirbyggjandi áhrifum þess og áhrifum meðferðar. Algeng samtímis notuð lyf voru: paracetamól, bólgueyðandi lyf (svo sem acetýlsalicýlsýra, íbúprófen og naproxen), sýklalyf til inntöku, H1 og H2 blokkar og benzódíazepín. Engin áhrif á þéttni raloxifens í plasma fundust við samtímis gjöf þessara lyfja.

Í klínískum rannsóknum var heimiluð samhliða notkun östrógena í leggöng, ef nauðsynlegt reyndist að meðhöndla einkenni slímhúðarþynningar. Engin aukning var á notkuninni hjá konum sem fengu Optruma samanborið við lyfleysu.

Raloxifen hafði engin áhrif in vitro, á bindingu warfarins, fenýtóins eða tamoxifens.

Raloxifen ætti ekki að gefa samtímis með kólestýramíni (eða öðrum anjónaskiptaresínum), sem dregur marktækt úr frásogi og lifrar-þarma hringrás raloxifens.

Hámarksþéttni raloxifens lækkar við samtímis gjöf ampicillíns. Þar sem heildarfrásog og brotthvarfshraði raloxifens er óbreytt, má gefa raloxifen samtímis með ampicillíni.

Raloxifen veldur vægri aukningu á hormónbindandi glóbúlínum, þar með talið kynhormónabindiglóbúlínum (SHBG), thyroxínbindiglóbúlíni (TBG) og barksterabindiglóbúlíni (CBG), sem leiðir til aukningar á heildarþéttni hormóna. Þessar breytingar hafa engin áhrif á þéttni frírra hormóna.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Optruma er eingöngu ætlað til notkunar fyrir konur eftir tíðahvörf.

Optruma má ekki gefa konum á barneignaraldri. Raloxifen gæti valdið fósturskaða ef það er gefið þungaðri konu. Ef lyfið er notað fyrir mistök á meðgöngu eða konan verður þunguð á meðan hún tekur lyfið, skal veita konunni upplýsingar um hugsanlega hættu fyrir fóstrið (sjá kafla 5.3).

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort raloxifen/ umbrotsefni raloxifens skiljast út í móðurmjólk. Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir nýbura/ungbörn. Því er ekki unnt að mæla með notkun þess fyrir konur með barn á brjósti. Optruma getur haft áhrif á vöxt og þroska barnsins.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Raloxifen hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

a: Samantekt á upplýsingum um öryggi

Klínískt mikilvægustu aukaverkanirnar sem greint var frá hjá konum eftir tíðahvörf sem fengu meðferð með Optruma voru segarek (sjá kafla 4.4), sem kom fram hjá minna en 1% af sjúklingum í meðferð.

b: Aukaverkanir settar upp í töflu

Taflan hér að neðan sýnir aukaverkanir og tíðni þeirra, sem greint hefur verið frá við meðferð og í forvarnarrannsóknum sem yfir 13.000 konur eftir tíðahvörf tóku þátt í og jafnframt aukaverkanir sem greint hefur verið frá eftir markaðssetningu. Meðferðartími í þessum rannsóknum var á bilinu

6 til 60 mánuðir. Meirihluti aukaverkana hafa venjulega ekki leitt til stöðvunar á meðferð.

Tíðni eftir markaðssetningu var reiknuð út frá klínískum samanburðarrannsóknum með lyfleysu (með 15.234 sjúklingum alls, 7.601 á 60 mg af raloxifeni og 7.633 á lyfleysu) á konum eftir tíðahvörf með beinþynningu, eða staðfestan kransæðasjúkdóm eða í aukinni hættu á að fá kransæðasjúkdóm, án samanburðar við tíðni aukaverkana í lyfleysuhópunum.

Í rannsóknum þar sem lyfið var tekið fyrirbyggjandi, var brottfall vegna hvers kyns aukaverkana 10,7% af 581 sjúklingum sem fengu Optruma og 11,1% af 584 sjúklingum sem fengu lyfleysu. Í meðferðarrannsóknum var brottfall vegna hvers kyns aukaverkana 12,8% af 2.557 sjúklingum sem fengu Optruma og 11,1% af 2.576 sjúklingum sem fengu lyfleysu.

Aukaverkanir eru flokkaðar samkvæmt eftirfarandi: Mjög algengar (>1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000).

Blóð og eitlar

Sjaldgæfar: Blóðflagnafæða

Taugakerfi

Algengar: Höfuðverkur, þar með talið mígrenia

Sjaldgæfar: Heilaslag sem leiðir til dauða

Æðar

Mjög algengar: Æðavíkkun (hitakóf)

Sjaldgæfar: Segarek í bláæðum, þar með talið segamyndun í stórum bláæðum, segarek í lungum, segamyndun í sjónhimnubláæð,

grunnlæg segabláæðabólga, Viðbrögð við segareki í slagæðuma

Meltingarfæri

Mjög algengar: Einkenni frá meltingarfæruma eins og ógleði, uppköst, kviðverkir, meltingartruflanir

Húð og undirhúð

Algengar: Útbrota

Stoðkerfi og stoðvefur

Algengar: Sinadrættir í fótum

Æxlunarfæri og brjóst

Algengar: Væg einkenni frá brjóstuma eins og verkur, stækkun og eymsli

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Mjög algengar: Flensuheilkenni

Algengar: Bjúgur í útlimum

Rannsókanrniðurstöður

Mjög algengar: Hækkaður blóðþrýstingura

aAukaverkanir taldar með sem komið hafa í ljós við notkun eftir markaðssetningu. c. Lýsing á völdum aukaverkunum

Samanborið við sjúklinga sem fengu lyfleysu voru hitakóf lítils háttar aukin hjá sjúklingum sem fengu Optruma (rannsóknir á fyrirbyggjandi áhrifum á beinþynningu, 2 til 8 árum eftir tíðahvörf, 24,3% Optruma og 18,2% lyfleysa; klínískar rannsóknir á meðferð við beinþynningu, meðalaldur 66 ára, 10,6% Optruma og 7,1% lyfleysa). Þessi aukaverkun var algengust á fyrstu 6 mánuðum meðferðar, og sjaldgæf eftir það.

Írannsókn á 10.101 konum eftir tíðahvörf sem voru með skjalfestan kransæðasjúkdóm eða í aukinni hættu á kransæðasjúkdómum (RUTH), var tíðni æðavíkkunar (hitakóf) 7,8% í raloxifen- meðferðarhópnum og 4,7% í lyfleysumeðferðarhópnum.

Íheild í öllum raloxifen klínískum beinþynningarrannsóknum þar sem lyfleysa var notuð til samanburðar var tíðni bláæðasegareks um 0,8% eða 3,22 tilfelli á 1.000 sjúklingaár, þar er með talið segamyndun í stórum bláæðum, segarek í lungum og segamyndun í sjónhimnubláæð. Hlutfallsleg áhætta sjúklinga sem fengu Optruma samanborið við lyfleysu var 1,60 (CI 0,95 til 2,71). Áhættan á segareki var mest á fyrstu fjórum mánuðum meðferðar. Tíðni grunnlægrar segabláæðabólgu var minni en 1%.

ÍRUTH rannsókninni var tíðni bláæðasegareks u.þ.b. 2,0% eða 3,88 tilvik á 1.000 sjúklingaár í raloxifenhópnum og 1,4% eða 2,70 tilvik á 1.000 sjúklingaár í lyfleysuhópnum. Áhættuhlutfall (HR) fyrir bláæðasegarek í RUTH rannsókninni var HR = 1,44, (1,06 – 1,95). Grunnlæg segabláæðabólga kom fram með 1% tíðni hjá raloxifenhópnum og 0,6% hjá lyfleysuhópnum.

ÍRUTH rannsókninni hafði raloxifen engin áhrif á tíðni heilaslags samanborið við lyfleysu. Hins vegar var aukning á dauðsföllum vegna heilaslags hjá konum sem fengu raloxifen. Tíðni dauðsfalla vegna heilaslags var 2,2 á hver 1000 konuár fyrir raloxifen á móti 1,5 á hver 1000 konuár fyrir lyfleysu (sjá kafla 4.4). Á eftirfylgnitíma, sem var að meðaltali 5,6 ár, létust 59 (1,2%) konur sem fengu meðferð með raloxifeni, vegna heilaslags, samanborið við 39 (0,8%) konur sem fengu lyfleysu.

Önnur aukaverkun var sinadrættir í fótum (5,5% þeirra sem fengu Optruma, 1,9% þeirra sem fengu lyfleysu í fyrirbyggjandi rannsóknum og 9,2% þeirra sem fengu Optruma, 6,0% þeirra sem fengu lyfleysu í meðferðarrannsóknum).

Í RUTH rannsókninni sáust sinadrættir í fótum hjá 12,1% sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með raloxifeni og 8,3 % sjúklinga meðhöndlaðir með lyfleysu.

Flensuheilkenni var lýst hjá 16,2% sjúklinga sem fengu Optruma og 14,0% sjúklinga sem fengu lyfleysu.

Ein önnur breyting sem sást var ekki tölfræðilega marktæk (p > 0,05), en sýndi marktæka skammtaháða tilhneigingu. Það var bjúgur í útlimum, sem hafði í fyrirbyggjandi rannsóknum tíðnina 3,1% hjá sjúklingum sem fengu Optruma og 1,9% hjá konum sem fengu lyfleysu og í meðferðarrannsóknum var tíðnin 7,1% þeirra sem fengu Optruma og 6,1% þeirra sem fengu lyfleysu. Í RUTH rannsókninni sást bjúgur á útlimum hjá 14,1% sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með raloxifeni og 11,7% sjúklinga meðhöndlaðir með lyfleysu, sem er marktækur munur.

Dæmi eru um lítils háttar fækkun (6-10%) blóðflagna á meðferðartíma með raloxifeni í lyfleysustýrðri klínískri rannsókn á raloxifeni við beinþynningu.

Mjög sjaldgæfum tilfellum af vægum hækkunum á AST og/eða ALT hefur verið lýst, þar sem ekki er unnt að útiloka tengsl við raloxifen. Sambærileg tíðni hækkana fannst meðal sjúklinga sem fengu lyfleysu.

Írannsókn (RUTH) á konum eftir tíðahvörf sem voru með skjalfestan kransæðasjúkdóm eða í aukinni hættu á kransæðasjúkdómum, sást viðbótar aukaverkun gallsteinar hjá 3,3% sjúklinga sem voru á meðferð með raloxifeni og 2,6% sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með lyfleysu. Tíðni gallblöðrunáms fyrir raloxifen (2,3%) var ekki marktækt frábrugðin frá lyfleysu (2,0%).

Íklínískum rannsóknum var Optruma (n = 317) borið saman við samfellda samsetta hormónameðferð (HRT) (n = 110) og lotumeðferð (n = 205). Tíðni einkenna frá brjóstum og blæðingum frá legi var marktækt lægri hjá konum sem fengu raloxifen meðferð, en hjá konum sem fengu aðra hormónameðferð.

4.9 Ofskömmtun

Ísumum klínískum rannsóknum voru gefnir dagskammtar allt að 600 mg í 8 vikur og 120 mg í 3 ár. Engin tilfelli ofskömmtunar á raloxifen voru tilkynntar úr klínískum rannsóknum.

Greint hefur verið frá einkennum s.s. sinadrætti í fótum og sundli hjá fullorðnum sjúklingum sem tóku meira en 120 mg í einstökum skammti.

Við ofskömmtun sem hafði átt sér stað fyrir slysni hjá börnum undir 2ja ára, var hámarksskammturinn sem greint hefur verið frá, 180 mg. Hjá börnum voru einkenni ofskömmtunar fyrir slysni ósamhæfðar hreyfingar, sundl, uppköst, útbrot, niðurgangur, skjálfti og hitasteypur, svo og hækkaður alkalískur fosfatasi.

Hæsta ofskömmtunin var um 1,5 grömm. Ekki hefur verið greint frá dauðsföllum vegna ofskömmtunar.

Ekki er til sérstakt móteitur gegn raloxifenhýdróklóríð.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Lyfjaflokkur: Sérhæfð lyf með mótandi áhrif á östrógenviðtaka. ATC flokkur: G03XC01

Verkunarháttur og lyfhrif

Sem sértækur östrógenviðtaka mótari, hefur raloxifen sértæk örvandi eða hemjandi áhrif á östrógennæma vefi. Það hefur örvandi áhrif á bein og að hluta á kólesteról efnaskipti (lækkar heildar og LDL-kólesteról), en ekki á undirstúku eða á leg og vefi í brjóstum.

Líffræðileg verkun raloxifens, líkt og hjá östrógenum, er stjórnað með hárri sækni í bindingu við östrógenviðtaka og stjórnun á tjáningu gena. Þessi binding veldur mismunandi tjáningu á fjölmörgum östrógenstjórnuðum genum í mismundi vefjum. Upplýsingar benda til þess að östrógenviðtakinn geti stjórnað tjáningu gena á að minnsta kosti tvo vegu, sem eru sértæk fyrir bindil, vef, og/eða gen.

a)Áhrif á bein

Skerðing á östrógen framleiðslu sem á sér stað við tíðahvörf, leiðir til merkjanlegrar aukningar á beinrýrnun og áhættu á beinbrotum. Beintap er sérstaklega hratt á fyrstu 10 árunum eftir tíðahvörf, þegar nýmyndun beina nær ekki að bæta upp tap við beinrýrnun. Aðrir áhættuþættir sem geta leitt til þess að beinþynning geri vart við sig eru: Snemmbær tíðahvörf, beinrýrð (minnst einu staðalfráviki undir mestu beinþéttni), grönn líkamsbygging, hvítur- eða Asíukynstofn og fjölskyldusaga um

beinþynningu. Uppbótarmeðferð snýr venjulega við aukinni beinrýrnun. Optruma dregur úr nýgengi samfallsbrota í hrygg, viðheldur og eykur beinþéttni.

Með hliðsjón af þessum áhættuþáttum og að teknu tilliti til lífstíðaráhættu á beinbrotum vegna beinþynningar, er mælt með að hefja Optruma meðferð innan tíu ára frá tíðahvörfum til að fyrirbyggja beinþynningu kvenna, ef beinþéttni í hrygg er 1,0 til 2,5 staðalfrávikum undir meðaltali heilbrigðra ungra einstaklinga. Einnig er mælt með Optruma meðferð fyrir konur með beinþynningu með beinþéttni í hrygg 2,5 staðalfrávikum undir meðaltali heilbrigðra ungra einstaklinga og/eða sögu um samfallsbrot í hrygg, án tillits til beinþéttni.

i)Nýgengi beinbrota. Í rannsókn á 7.705 konum eftir tíðahvörf, meðalaldur 66 ára og með beinþynningu eða beinþynningu með beinbrotum, dró Optruma meðferð í 3 ár úr nýgengi samfallsbrota í hrygg um 47% (RR 0,53, CI 0,35 til 0,79; p < 0,001) annars vegar og 31% (RR 0,69, CI 0,56 til 0,86; p < 0,001) hins vegar. Til að fyrirbyggja eitt eða fleiri samfallsbrot í hrygg þarf að meðhöndla 45 konur með beinþynningu eða 15 konur með beinþynningu og með sögu um beinbrot í 3 ár. Optruma meðferð í 4 ár dró úr nýgengi samfallsbrota í hrygg um 46% (RR 0,54, CI 0,38 til 0,75) og 32% (RR 0,68, CI 0,56 til 0,83) hjá sjúklingum með beinþynningu eða beinþynningu með beinbrotum. Á 4. árinu einu sér, dró Optruma úr áhættu á nýju samfallsbroti í hrygg um 39%

(RR 0,61, CI 0,43 til 0,88). Ekki hefur verið sýnt fram á áhrif á samfallsbrot utan hryggs. Frá 4. árinu til 8. ársins var sjúklingum leyft að nota samhliða bisfosfónöt, kalsítónín og flúoríð og allir sjúklingarnir í þessari rannsókn fengu viðbótar kalk og D-vítamín.

Annar endapunktur í RUTH rannsókninni var söfnun upplýsinga um heildartíðni klínískra brota. Optruma lækkaði tíðni klínískra samfallsbrota í hrygg um 35% samanborið við lyfleysu (HR 0,65,

CI 0,47 0,89). Þessar niðurstöður gætu verið undir áhrifum truflandi þátta vegna mismunar á grunnlínu beinþéttni og samfallsbrota. Það var engin breyting milli meðferðarhópa á tíðni samfallsbrota utan hryggs. Samhliða notkun lyfja með virkni á bein var leyfð út allan rannsóknartímann.

ii)Beinþéttni (Bone Mineral Density, BMD): Áhrifin af Optruma gefnu einu sinni á dag voru metin á tveggja ára tímabili eftir tíðahvörf hjá konum að 60 ára aldri, með eða án legs. Liðin voru 2-8 ár frá tíðahvörfum hjá þessum konum. Þrjár rannsóknir voru með samtals 1.764 konum eftir tíðahvörf sem fengu meðferð með Optruma og viðbótarkalk eða lyfleysu og viðbótarkalk. Í einni af þessum rannsóknum höfðu konurnar áður gengist undir legnám. Optruma olli marktækri aukningu á beinþéttni í mjöðm og hrygg, sem og heildarkalkmagni samanborið við lyfleysu. Aukningin var almennt 2% í beinþéttni samanborið við lyfleysu. Sambærileg aukning í beinþéttni sást í meðferðarrannsóknum sem fengu Optruma í allt að 7 ár. Í rannsóknum á fyrirbyggjandi áhrifum raloxifens minnkaði eða jókst beinþéttni: Í hrygg minnkun hjá 37% og aukning hjá 63%; og í mjöðm minnkun hjá 29% og aukning hjá 71%.

iii)Kalkhvörf. Optruma og östrógen hafa svipuð áhrif á enduruppbyggingu beina og efnaskipti kalks. Optruma tengist minnkaðri beinrýrnun og að meðaltali jákvæðum áhrifum á kalkbúskap um 60 mg á dag aðallega vegna minna kalktaps með þvagi.

iv)Vefjafræði (histomorphometry; gæði beina). Í samanburðarrannsókn á Optruma við östrógen voru bein frá sjúklingum sem fengu meðferð með báðum lyfjunum vefjafræðilega eðlileg, án einkenna um galla í steinefnaútfellingum, fléttuð bein eða bandvefsmyndun í beinmerg.

Raloxifen dregur úr beinrýrnun; þessi áhrif á bein koma fram í lækkuðum gildum beinvísa (bone turnover markers) í sermi og þvagi, minni beinrýrnun í rannsóknum sem byggja á geislavirku kalki, aukinni beinþéttni og lækkuðu nýgengi beinbrota.

b)Áhrif á fituefnahvörf og áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum

Klínískar rannsóknir sýndu að 60 mg daglegur skammtur af Optruma olli marktækri lækkun á heildarkólesteróli (3 til 6%), og LDL kólesteróls (4 til 10%). Lækkunin var mest hjá konunum sem höfðu hæstu upphafsgildin. Breyting á HDL kólesteróli og þríglýseríðum var ekki marktæk. Lækkun á fibrinogeni eftir 3 ára meðferð með Optruma var 6,71%. Í rannsókn á meðferð við beinþynningu,

þurftu marktækt færri konur sem fengu Optruma að hefja blóðfitulækkandi meðferð samanborið við lyfleysu.

Optruma meðferð í 8 ár hafði ekki marktæk áhrif á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum hjá sjúklingum sem tóku þátt í rannsókn á beinþynningu. Í RUTH rannsókninni hafði raloxifen ekki áhrif á tíðni hjartadreps, bráðra kransæðaheilkenna sem leiddu til sjúkrahúslegu, heilaslags eða heildarfjölda dauðsfalla, þ.m.t. heildarfjölda dauðsfalla vegna hjarta-og æðasjúkdóma samanborið við lyfleysu (varðandi aukningu á áhættu á heilaslagi sem leiðir til dauða sjá kafla 4.4).

Hlutfallsleg áhætta á segareki með raloxifenmeðferð var 1,60 (CI 0,95 til 2,71) samanborið við lyfleysu og 1,0 (CI 0,3 til 6,2) samanborið við östrógen eða hormónauppbótarmeðferð. Áhættan á segareki var mest á fyrstu fjórum mánuðum meðferðar.

c)Áhrif á legslímhúð og grindarbotn

Í klínískum rannsóknum hafði Optruma engin örvandi áhrif á legslímhúð kvenna eftir tíðahvörf. Samanborið við lyfleysu, var raloxifen ekki tengt við smáblæðingar, blæðingar eða ofvöxt í legslímhúð. Næstum 3.000 ómskoðanir um leggöng voru metnar hjá 831 konum í öllum skammtahópum. Þykkt legslímhúðar kvenna sem fengu raloxifenmeðferð var undantekningarlaust ógreinanleg frá þeim sem fengu lyfleysu. Eftir 3 ára meðferð, mældist að minnsta kosti 5 mm aukning á þykkt legslímhúðar hjá 1,9% af 211 konum sem fengu 60 mg/dag af raloxifeni, samanborið við 1,8% hjá þeim 219 konum sem fengu lyfleysu. Mælingin fór fram með ómskoðun um leggöng. Enginn munur var á milli raloxifen- og lyfleysuhópa með tilliti til nýgengis blæðinga frá legi.

Vefjasýni frá legslímhúð tekin eftir sex mánaða meðferð með Optruma sýndu engin einkenni um ofvöxt legslímhúðar hjá öllum sjúklingum. Auk þess, var gerð rannsókn með 2,5x ráðlögðum daglegum skammti af Optruma, þar fundust engin merki um ofvöxt í legslímhúð né stækkun legs.

Í rannsókn á meðferð við beinþynningu var þykkt legslímhúðar mæld árlega í hluta af rannsóknarhópnum (1.644 sjúklingar) í 4 ár. Þykkt legslímhúðar hjá konum sem fengu Optruma í 4 ár var óbreytt borið saman við upphaf meðferðar. Enginn munur var á milli Optruma og lyfleysuhópa með tilliti til nýgengis blæðinga frá legi (smáblæðingar) eða útferðar. Skurðaðgerð vegna legsigs var sjaldgæfari hjá konum sem fengu Optruma meðferð, en hjá konunum sem fengu lyfleysu. Upplýsingar um öryggi eftir 3 ára meðferð benda til að raloxifen meðferð auki ekki slökun í grindarbotni og fjölgi ekki skurðaðgerðum á grindarbotni.

Raloxifen jók ekki áhættu á krabbameini í legslímhúð eða eggjastokkum eftir 4 ár. Eftir 4 ára meðferð með raloxifeni hjá konum eftir tíðahvörf var lýst góðkynja sepum í legslímhúð hjá 0,9% samanborið við 0,3% með lyfleysu.

d)Áhrif á brjóstavef

Optruma hefur engin örvandi áhrif á vefi í brjóstum. Í heild sýndu allar rannsóknir þar sem lyfleysa var notuð til viðmiðunar að Optruma var ógreinanlegt frá lyfleysu með tilliti til tíðni og hve alvarlegar aukaverkanir frá brjóstum voru (engin brjóstastækkun, brjóstaspenna eða brjóstaverkir).

Niðurstöður eftir 4 ára meðferð í beinþynningar rannsókninni (þátttakendur 7.705 sjúklingar) sýna að Optruma meðferð dró úr áhættu á öllum tegundum brjóstakrabbameins um 62% (RR 0,38; CI 0,21 til 0,69) samanborið við lyfleysu, áhættu á ífarandi brjóstakrabbameini um 71% (RR 0,29, CI 0,13 til 0,58) og áhættu á ífarandi östrógenviðtaka jákvæðu brjóstakrabbameini um 79% (RR 0,21, CI 0,07 til 0,50). Optruma hefur engin áhrif á áhættu á östrógenviðtaka neikvæðu brjóstakrabbameini. Þessar niðurstöður styðja ályktunina að raloxifen hafi enga örvandi östrógenverkun á vefi í brjóstum.

e)Áhrif á skilvitlega virkni

Ekki hafa sést neinar aukaverkanir á skilvitlega virkni.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Raloxifen frásogast hratt eftir inntöku. Um 60% af skammtinum frásogast. Mjög mikil glúkúrónsýrusamtenging á sér stað strax. Nýting raloxifens er 2%. Tíminn sem það tekur að ná jafnvægi í plasma er háður umbrotum og lifrar-þarma hringrás raloxifens og glúkúrón umbrotsefna þess.

Dreifing

Raloxifen dreifist um allan líkamann. Dreifirúmmálið er ekki skammtaháð. Raloxifen er mikið bundið plasmapróteinum (98-99%).

Umbrot

Raloxifen er mikið umbrotið við fyrstu umferð um lifur í glúkúrónsýru samtengd umbrotsefni: raloxifen-4'-glúkúróníð, raloxifen-6-glúkúróníð, og raloxifen-6,4'-díglúkúróníð. Engin önnur umbrotsefni hafa fundist. Raloxifen nemur minna en 1% af samanlagðri þéttni raloxifens og glúkúróníð umbrotsefna þess. Þéttni raloxifens er viðhaldið af lifrar-þarma hringrás, helmingunartími í plasma er að meðaltali 27,7 klukkustundir.

Niðurstöður eftir inntöku á einum skammti af raloxifeni benda til skammtaháðra lyfjahvarfa. Stækkun skammta af raloxifeni leiðir til lítið eitt minni en hlutfallslegrar aukningar á flatarmálinu undir blóðþéttniferli (AUC).

Brotthvarf

Meirihluti raloxifenskammtsins og glúkúróníðumbrotsefnanna er skilið út innan 5 daga og finnst aðallega í hægðum og minna en 6% er skilið út með þvagi.

Sérstakir hópar

Skert nýrnastarfsemi - Minna en 6% af heildarskammti er skilið út með þvagi. Í hóprannsókn á lyfjahvörfum, olli 47% lækkun á kreatínín úthreinsun (leiðréttum fyrir líkamsþyngd), 17% lækkun á raloxifen úthreinsun og 15% lækkun á úthreinsun umbrotsefna raloxifens.

Skert lifrarstarfsemi - Lyfjahvörf raloxifens eftir einn skammt af raloxifeni hjá sjúklingum með skorpulifur og vægt skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh gráða A) hafa verið borin saman við heilbrigða einstaklinga. Raloxifen plasmaþéttni var um 2,5-sinnum hærri en í samanburðarhópnum og hafði fylgni við þéttni bílirúbíns.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Í2-ára rannsókn á krabbameinsvaldandi eiginleikum í rottum, kom fram aukning á æxlum í eggjastokkum af kornafrumu/hulu uppruna í kvendýrum á háum skömmtum (279 mg/kg/dag). Þéttni raloxifens í plasma (AUC) í þessum hóp var um 400 sinnum hærri en hjá konum eftir tíðahvörf sem fengu 60 mg skammt. Í 21 mánaðar rannsókn á krabbameinsvaldandi eiginleikum í músum, var aukning á nýgengi millifrumuæxlis í eistum og kirtilæxlis í blöðruhálskirtli og kirtlakrabbameins í karldýrum sem fengu 41 eða 210 mg/kg og leiomyoblastoma í blöðruhálskirtli karldýra sem fegnu 210 mg/kg. Í kvenkyns músum, var aukning á nýgengi æxla í eggjastokkum hjá dýrum sem fengu 9 til 242 mg/kg (0,3 til 32 sinnum AUC hjá konum) þar með talin góð- og illkynja æxli í eggjastokkum af kornafrumu/hulu uppruna og góðkynja æxli af þekjufrumuuppruna. Kvenkyns nagdýr í þessum rannsóknum fengu meðferð á frjósemisskeiði, þegar eggjastokkar þeirra voru virkir og mjög næmir fyrir hormónaörvun. Í samanburði við næmu eggjastokkana í þessu nagdýramódeli, eru eggjastokkar kvenna eftir tíðahvörf hlutfallslega ónæmir fyrir kynhormónum.

Raloxifen olli ekki eituráhrifum á gen í neinni af þeim fjölmörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið.

Áhrif raloxifens á æxlunarfæri, vöxt og þroska í dýrum voru í samræmi við þekkta lyfjafræðilega eiginleika raloxifens. Við skammta á bilinu 0,1 til 10 mg/kg/dag í kvenkyns rottum, olli raloxifen truflun á östrógenhringjum hjá kvenkyns rottum á meðan á meðferð stóð, en seinkaði ekki þungun eftir mök við stöðvun meðferðar og olli eingöngu lítilsháttar fækkun á fjölda afkvæma, lengdri meðgöngu og breytti tímasetningum atburða í þroska nýbura. Ef gjöf fór fram á þeim tíma sem frjóvgað egg tók sér bólfestu, seinkaði og truflaði raloxifen bólfestu fóstursins sem leiddi til lengri þungunar, færri afkvæma, en hafði ekki áhrif á þroska afkvæma uns þau voru vanin undan. Rannsóknir á fóstursköðum fóru fram í kanínum og rottum. Í kanínum kom fram fósturlát og lág tíðni sleglaskiptargalla

(≥ 0,1 mg/kg) og vatnshöfuð (≥ 10 mg/kg). Í rottum kom fram seinkun fósturþroska, bylgjur í rifbeinum og holumyndun í nýrum (≥ 1 mg/kg)

Raloxifen er virkt andöstrógen í legi hjá rottum og kom í veg fyrir vöxt östrógenháðra mjólkurkirtilsæxla í rottum og músum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Töflukjarni:

Povidon

Polysorbat 80

Vatnsfrír laktósi

Laktósa einhýdrat

Crospovidon

Magnesiumsterat

Töfluhúð:

Títan díoxíð (E171)

Polysorbat 80

Hypromellose

Macrogol 400

Carnauba vax

Blek:

Shellac

Propylenglycol

Indigo carmin (E 132)

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í upprunalegum umbúðum. Má ekki frjósa.

6.5Gerð íláts og innihald

Optruma töflum er pakkað í PVC/PE/PCTFE þynnupakkningar eða í háþéttni polýethýlen glös. Þynnupakkningarnar innihalda 14, 28, eða 84 töflur. Glösin innihalda 100 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar í öllum löndum.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Eli Lilly Nederland B.V.

Papendorpseweg 83,

3528 BJ Utrecht

Holland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/98/074/001

EU/1/98/074/002

EU/1/98/074/003

EU/1/98/074/004

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 5. ágúst 1998

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 8. ágúst 2008

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

DD. mánuður ÁÁÁÁ

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http:/www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf