Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Orfadin (nitisinone) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A16AX04

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsOrfadin
ATC-kóðiA16AX04
Efninitisinone
FramleiðandiSwedish Orphan Biovitrum International AB

1.HEITI LYFS

Orfadin 2 mg hörð hylki

Orfadin 5 mg hörð hylki

Orfadin 10 mg hörð hylki

Orfadin 20 mg hörð hylki

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert hylki inniheldur 2 mg nitisínón.

Hvert hylki inniheldur 5 mg nitisínón.

Hvert hylki inniheldur 10 mg nitisínón.

Hvert hylki inniheldur 20 mg nitisínón.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Hart hylki.

Hvít/ógegnsæ hylki (6x16 mm) áletruð „NTBC 2mg” með svörtum stöfum. Hvít/ógegnsæ hylki (6x16 mm) áletruð „NTBC 5mg” með svörtum stöfum. Hvít/ógegnsæ hylki (6x16 mm) áletruð „NTBC 10mg” með svörtum stöfum. Hvít/ógegnsæ hylki (6x16 mm) áletruð „NTBC 20mg” með svörtum stöfum. Í hylkjunum er beinhvítt, næstum hvítt, duft.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Til að meðhöndla fullorðna sjúklinga og börn (af öllum aldurshópum) með staðfesta sjúkdómsgreiningu á arfgengum týrósíndreyra af gerð 1 (HT-1), samhliða því að týrósín og fenýlalanín er takmarkað í fæðu.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Læknir sem reynslu hefur af meðferð HT-1 sjúklinga skal hefja og hafa umsjón með meðferð með nitisínóni.

Skammtar

Meðferð við öllum arfgerðum sjúkdómsins skal hefja eins fljótt og auðið er til að lengja lifun og forðast fylgikvilla á borð við lifrarbilun, krabbamein í lifur og nýrnasjúkdóma. Samhliða meðferð með nitisínóni þarf að gæta þess að fæðan sem neytt er sé snauð af fenýlalaníni og týrósíni og fylgja skal því eftir með mælingum á amínósýrum í plasma (sjá kafla 4.4 og 4.8).

Í upphafi er ráðlagður dagskammtur til inntöku fyrir börn og fullorðna 1 mg/kg líkamsþyngdar. Aðlaga ber skammtinn af nitisínóni einstaklingsbundið. Mælt er með því að gefa skammtinn einu sinni á dag. Þar sem takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með líkamsþyngd <20 kg er hins vegar mælt með að skipta fullum dagsskammti í tvær lyfjagjafir á dag hjá þessum hópi sjúklinga.

Skammtaaðlögun

Við reglulegt eftirlit er rétt að fylgjast með súkkínýlasetóni í þvagi, mæligildum úr lifrarprófum og alfa-fetópróteingildum (sjá kafla 4.4). Ef súkkínýlasetón í þvagi greinist ennþá mánuði eftir að meðferð með nitisínóni hefst, skal auka skammtinn af nitisínóni í 1,5 mg/kg líkamsþyngdar/dag. Nauðsynlegt

kann að reynast að nota skammt sem nemur 2 mg/kg líkamsþyngdar/dag á grundvelli mats á öllum lífefnafræðilegum breytum. Líta skal á þann skammt sem hámarksskammt fyrir alla sjúklinga.

Ef lífefnafræðileg svörun er fullnægjandi ber einungis að aðlaga skammtinn í samræmi við aukningu á líkamsþyngd.

Meðan verið er að hefja meðferð, þegar skipt er úr skömmtun tvisvar á dag yfir í einu sinni á dag eða ef versnun verður, getur, auk framannefndra prófa, þurft að fylgjast nánar með öllum aðgengilegum lífefnafræðilegum breytum (þ.e. súkkínýlasetóni í plasma, 5-amínólevúlínati (ALA) í þvagi og virkni porfóbílínógen (PBG)-sýntasa í rauðkornum).

Sérstakir sjúklingahópar

Það eru engar sérstakar ráðleggingar handa öldruðum eða sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

Börn

Ráðlagður skammtur í mg/kg líkamsþyngdar er sá sami fyrir börn og fullorðna.

Þar sem takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með líkamsþyngd <20 kg er hins vegar mælt með að skipta fullum dagsskammti í tvær lyfjagjafir á dag hjá þessum hópi sjúklinga.

Lyfjagjöf

Opna má hylkið og blanda innihaldinu við lítið magn vatns eða fljótandi fæðu rétt fyrir neyslu.

Orfadin fæst einnig sem 4 mg/ml mixtúra, dreifa fyrir börn sem eiga erfitt með að gleypa hylki.

Ef meðferð með nitisínóni er hafin með mat er ráðlagt að það sé gert að fastri venju, sjá kafla 4.5.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Mæður sem fá nitisínón mega ekki hafa barn á brjósti (sjá kafla 4.6 og 5.3).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Eftirlit með styrk týrósíns í plasma

Mælt er með að augu séu skoðuð með raufljósi áður en meðferð með nitisínóni er hafin. Ef fram koma sjónvandamál hjá sjúklingi meðan á meðferð með nitisínóni stendur ber tafarlaust að láta augnlækni skoða hann. Staðfesta skal hvort sjúklingurinn fylgi ráðlögðu mataræði og mæla skal styrk týrósíns í plasma. Taka skal upp mataræði með enn frekari takmörkun á týrósíni og fenýlalaníni ef týrósíngildi í plasma er yfir 500 míkrómólum/l. Ekki er mælt með því að lækka styrk týrósíns í plasma með því að minnka eða hætta notkun nitisínóns, því að umbrotsgallinn getur valdið því að klínískt ástand sjúklingsins versni.

Eftirlit með lifur

Fylgjast skal reglulega með lifrarstarfsemi með lifrarprófum og lifrarmyndatöku. Einnig er mælt með því að fylgjast með styrk alfa-fetópróteins í sermi. Aukning á styrk alfa-fetópróteins í sermi getur verið teikn um ófullnægjandi meðferð. Ef í ljós kemur að alfa-fetóprótein er að aukast eða teikn eru um hnúta í lifur hjá sjúklingum ber ávallt að meta hvort um illkynja vöxt sé að ræða í lifur.

Eftirlit með blóðflögum og hvítum blóðkornum

Mælt er með að fylgst sé reglulega með fjölda blóðflagna og hvítra blóðkorna, þar sem nokkur tilvik um afturkræfa blóðflagnafæð og hvítfrumnafæð komu í ljós meðan á klínísku mati stóð.

Heimsóknir til eftirlits skulu fara fram á 6 mánaða fresti. Mælt er með tíðari heimsóknum ef aukaverkanir koma í ljós.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Engar rannsóknir hafa verið gerðar sérstaklega á milliverkunum við önnur lyf.

Nitisínón umbrotnar in vitro af CYP 3A4 og því kann að vera þörf á að aðlaga skammta þegar nitisínón er gefið samhliða lyfjum sem hemla eða virkja það ensím.

Á grundvelli rannsókna in vitro er ekki búist við að nitisínón hamli umbrotum sem verða fyrir milligöngu CYP1A2, 2C9, 2C19, 2D6, 2E1 eða 3A4.

Engar rannsóknir hafa verið gerðar sérstaklega á milliverkunum við mat með Orfadin hörðum hylkjum. Hins vegar hefur nitisínón verið gefið með mat meðan verið var að afla upplýsinga um virkni og öryggi. Ef meðferð með nitisínóni í Orfadin hörðum hylkjum er hafin með mat er ráðlagt að það sé gert að fastri venju, sjá kafla 4.2.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi rannsóknir um notkun nitisínóns á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Ekki má nota Orfadin á meðgöngu nema meðferð með nitisínóni sé nauðsynleg vegna sjúkdómsástands konunnar.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort nitisínón skilst út í brjóstamjólk. Í dýrarannsóknum hafa komið fram aukaverkanir eftir got vegna útsetningar fyrir nitisínóni í mjólk. Mæður sem fá nitisínón mega því ekki hafa barn á brjósti vegna þess að ekki er hægt að útiloka áhættu fyrir börn sem eru á brjósti (sjá kafla 4.3 og 5.3).

Frjósemi

Ekki liggja fyrir neinar rannsóknir á áhrifum nitisínóns á frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Orfadin hefur lítil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Aukaverkanir sem tengjast augum (sjá kafla 4.8) geta haft áhrif á sjónina. Ef sjónin hefur orðið fyrir áhrifum ætti sjúklingurinn ekki aka eða nota vélar þar til áhrifin hafa liðið hjá.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Vegna verkunarmáta síns hækkar nitisínón týrósíngildi hjá öllum sjúklingum sem fá meðferð með nitisínóni. Aukaverkanir tengdar augum, svo sem tárubólga, ógegnsæi glæru, glærubólga, ljósfælni og augnverkur, sem tengjast hækkuðum týrósíngildum eru því algengar. Aðrar algengar aukaverkanir eru blóðflagnafæð, hvítfrumnafæð og kyrningafæð. Skinnflagningsbólga er sjaldgæfari.

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanirnar sem fram koma hér á eftir eru skráðar samkvæmt MedDRA líffæraflokkun og heildartíðni og eru byggðar á upplýsingum úr klínískum rannsóknum og reynslu eftir markaðssetningu. Tíðnin er skilgreind sem mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

MedDRA líffæraflokkun

Tíðni

Aukaverkanir

Blóð og eitlar

Algengar

Blóðflagnafæð,

 

 

hvítfrumnafæð, kyrningafæð

 

Sjaldgæfar

Hvítfrumnafjölgun

Augu

Algengar

Tárubólga, ógegnsæi glæru,

 

 

glærubólga, ljósfælni,

 

 

augnverkur

 

Sjaldgæfar

Hvarmaþroti

Húð og undirhúð

Sjaldgæfar

Skinnflagningsbólga,

 

 

roðaþotsútbrot, kláði

Rannsóknaniðurstöður

Mjög algengar

Hækkuð týrósíngildi

Lýsing á völdum aukaverkunum

Meðferð með nitisínóni leiðir til hækkaðra týrósíngilda. Hækkuð týrósíngildi hafa verið tengd aukaverkunum frá augum, eins og ógegnsæi glæru og herslisvefsmyndun. Takmörkun á týrósíni og fenýlalaníni í fæðunni ætti að takmarka eiturverkanir sem tengjast þessari tegund týrósíndreyra með því að lækka týrósíngildi (sjá kafla 4.4).

Í klínískum rannsóknum var kyrningafæð aðeins alvarleg í sjaldgæfum tilvikum (<0,5x109/l) og tengdist ekki sýkingum. Áframhaldandi meðferð með nitisínóni dró úr aukaverkunum sem höfðu áhrif á blóð og eitla samkvæmt MedDRA líffæraflokkuninni.

Börn

Upplýsingar um öryggi lyfsins eru að mestu leyti byggðar á börnum, þar sem hefja skal meðferð eins fljótt og greining á arfgengum týrósíndreyra af gerð 1 (HT-1) liggur fyrir. Upplýsingar úr klínískri rannsókn og eftir markaðssetningu benda ekki til þess að öryggi lyfsins sé ólíkt hjá mismunandi undirhópum barna eða frábrugðið öryggi lyfsins hjá fullorðnum sjúklingum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ef einstaklingar sem ástunda eðlilegt mataræði, án takmörkunar á týrósíni og fenýlalaníni, neyta nitisínóns af vangá hljótast af því hækkuð týrósíngildi. Hækkuð týrósíngildi hafa verið tengd eiturverkunum á augu, húð og taugakerfi. Takmörkun á týrósíni og fenýlalaníni í fæðunni ætti að takmarka eiturverkanir sem tengjast þessari tegund týrósíndreyra. Engar upplýsingar liggja fyrir um sértæka meðferð við ofskömmtun.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Önnur meltingarfæra- og efnaskiptalyf. Ýmis meltingarfæra- og efnaskiptalyf, ATC flokkur: A16A X04.

Verkunarháttur

Hinn lífefnafræðilegi galli sem einkennir arfgengan týrósíndreyra af gerð 1 (HT-1) felst í skorti á fúmarýlasetóasetat hýdrólýasa, sem er lokaensímið í niðurbroti týrósíns. Nitisínón er samkeppnishemill við 4-hýdroxýfenýlpýrúvat díoxýgenasa, ensím sem kemur næst á undan fúmarýlasetóasetat hýdrólasa í niðurbroti týrósíns. Með því að hamla eðlilegu niðurbroti týrósíns hjá sjúklingum með HT-1 kemur

nitisínón í veg fyrir uppsöfnun hinna eitruðu milliefna, maleylasetóasetats og fúmarýlasetóasetats. Hjá sjúklingum með HT-1 breytast þessi milliefni í hin eitruðu umbrotsefni, súkkínýlasetón og súkkínýlasetóasetat. Súkkínýlasetón hamlar efnasmíðaferli porfýríns, sem veldur uppsöfnun 5-amínólevúlínats.

Lyfhrif

Meðferð með nitisínóni veldur því að umbrot porfýríns færist í eðlilegt horf þannig að virkni porfóbílínógen-sýntasa í rauðkornum verður eðlileg og 5-amínólevúlínats í þvagi sömuleiðis, útskilnaður súkkínýlasetóns í þvagi minnkar, styrkur týrósíns í plasma eykst og útskilnaður fenólínsýru í þvagi eykst. Upplýsingar sem liggja fyrir úr meðferðarrannsókn benda til þess að hjá yfir 90% sjúklinga hafi súkkínýlasetón í þvagi færst í eðlilegt horf á fyrstu viku meðferðar. Súkkínýlasetón ætti ekki að greinast í þvagi eða plasma þegar skammtur nitisínóns hefur verið aðlagaður eins og best verður á kosið.

Verkun og öryggi

Klíníska rannsóknin var opin og án samanburðar. Skömmtunartíðnin í rannsókninni var tvisvar á dag. Lífslíkur eftir 2, 4 og 6 ára meðferð með nitisíóni eru teknar saman í töflunni hér að neðan.

NTBC rannsókn (N=250)

Aldur við upphaf meðferðar

2 ár

4 ár

6 ár

≤ 2 mánuðir

93%

93%

93%

≤ 6 mánuðir

93%

93%

93%

> 6 mánuðir

96%

95%

95%

Í heild

94%

94%

94%

Gögn úr rannsókn sem var notuð til samanburðar (van Spronsen et al., 1994) sýndu fram á eftirfarandi lífslíkur.

Aldur við upphaf einkenna

1 ár

2 ár

< 2 mánuðir

38%

29%

> 2-6 mánuðir

74%

74%

> 6 mánuðir

96%

96%

Meðferð með nitisínóni reyndist einnig minnka hættuna á að fram kæmi lifrarfrumukrabbamein samanborið við sögulegar upplýsingar um meðferð með takmörkunum í mataræði eingöngu. Þegar meðferð var hafin snemma reyndist það enn minnka hættuna á að fram kæmi lifrarfrumukrabbamein.

Líkur á því að ekkert lifrarfrumukrabbamein kæmi fram eftir 2, 4 og 6 ár við meðferð með nitisínóni, hjá sjúklingum sem voru á aldrinum 24 mánaða eða yngri við upphaf meðferðar og hjá þeim sem voru eldri en 24 mánaða við upphaf meðferðar, koma fram í eftirfarandi töflu:

NTBC rannsókn (N=250)

 

 

Fjöldi sjúklinga

 

Líkur á engu lifrarfrumukrabbameini

 

 

 

 

 

 

(95% öryggisbil)

 

 

við

eftir 2 ár

eftir 4 ár

eftir 6 ár

eftir 2 ár

 

eftir 4 ár

 

eftir 6 ár

 

upphaf

 

 

 

 

 

 

 

 

Allir

98%

 

94%

 

91%

sjúklingar

 

 

 

 

(95; 100)

 

(90; 98)

 

(81; 100)

Aldur við

99%

 

99%

 

99%

upphaf

 

 

 

 

(98; 100)

 

(97; 100)

 

(94; 100)

≤24 mánuðir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aldur við

92%

 

82%

 

75%

upphaf

 

 

 

 

(84; 100)

 

(70; 95)

 

(56; 95)

>24 mánuðir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í alþjóðlegri könnun á sjúklingum með HT-1 í meðferð með takmörkunum á mataræði eingöngu kom í ljós að lifrarfrumukrabbamein hafði greinst hjá 18% sjúklinga á aldrinum 2 ára og eldri.

Rannsókn var gerð til að meta lyfjahvörf, verkun og öryggi skömmtunar einu sinni á dag samanborið við skömmtun tvisvar á dag hjá 19 sjúklingum með HT-1. Enginn klínískt marktækur munur var á aukaverkunum eða öðru öryggismati á milli skömmtunar einu sinni eða tvisvar á dag. Enginn sjúklingur sýndi greinanleg súkkínýlasetóngildi í lok meðferðar með skömmtun einu sinni á dag. Rannsóknin gefur til kynna að gjöf einu sinni á dag sé örugg og áhrifarík fyrir sjúklinga á öllum aldri. Takmarkaðar upplýsingar liggja hins vegar fyrir um sjúklinga með líkamsþyngd <20 kg.

5.2Lyfjahvörf

Engar rannsóknir hafa farið fram sérstaklega til að kanna frásog, dreifingu, umbrot og brotthvarf nitisínóns. Hjá 10 heilbrigðum karlkyns sjálfboðaliðum var lokahelmingunartími (miðgildi) nitisínóns í plasma 54 klst. (á bilinu 39 til 86 klst.) eftir að gefinn hafði verið stakur skammtur af nitisínón hylkjum (1 mg/kg líkamsþyngdar). Þýðisgreining á lyfjahvörfum hefur verið framkvæmd hjá 207 einstaklinga hópi HT-1 sjúklinga. Komist var að þeirri niðurstöðu að úthreinsun væri 0,0956 l/kg líkamsþyngdar/dag og helmingunartími 52,1 klst.

Rannsóknir in vitro þar sem notuð voru frymisnet úr mannalifrum og cDNA-tjáð P450 ensím hafa sýnt takmarkað CYP 3A4-miðlað umbrot.

5.3Forklínískar upplýsingar

Nitisínón hefur reynst hafa eiturverkanir á fósturvísi/fóstur hjá músum og kanínum þegar notaðar eru skammtastærðir sem eru sambærilegar og við klínískar aðstæður. Hjá kanínum framkallaði nitisínón skammtaháða aukningu á vansköpunum (naflahauli og kviðsliti) allt frá skömmtum sem voru 2,5-falt hærri en ráðlagður hámarksskammtur fyrir menn (2 mg/kg/dag).

Rannsókn á þroska fyrir og eftir got hjá músum sýndi tölfræðilega marktæka minnkun á lifun unga á fráfærutíma við 125-falt hærri útsetningargildi og minnkun á vexti unga við 25-falt hærri útsetningargildi en þann hámarksskammt sem ráðlagður er fyrir menn, en tilhneigingar til neikvæðra áhrifa á lifun unga gætti frá skammtastærðinni 5 mg/kg/dag. Hjá rottum olli útsetning við neyslu mjólkur minnkaðri meðalþyngd unga og vefskemmdum í glæru.

Lyfið reyndist ekki hafa nein stökkbreytandi áhrif, en væg litningasundrandi áhrif í rannsóknum in vitro. Engar vísbendingar eru um eiturverkanir á erfðaefni in vivo (smákjarnapróf hjá músum og (unscheduled DNA synthesis) próf á músarlifrum). Nitisínón reyndist ekki krabbameinsvaldandi í 26 vikna rannsókn á krabbameinsvaldandi áhrifum hjá genskeyttum músum (TgrasH2).

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Innihald hylkis

Sterkja, forhleypt (maís)

Hylkishúð

gelatín

títan tvíoxíð (E 171)

Áletrun

svart járnoxíð (E 172) shellak

própýlen glýkól

ammóníum hýdroxíð

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3Geymsluþol

18 mánuðir.

Innan geymsluþolstímans má sjúklingurinn geyma hylkjunum í eitt 2 mánaða tímabil við hitastig sem ekki fer yfir 25°C, en eftir það verður að farga því.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C - 8°C).

6.5Gerð íláts og innihald

Eðlisþungt glas úr pólýetýleni með innsigluðu eðlisléttu loki úr pólýetýleni. Inniheldur 60 hylki. Hver pakkning inniheldur 1 glas.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Swedish Orphan Biovitrum International AB

SE-112 76 Stockholm

Svíþjóð

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/04/303/001

EU/1/04/303/002

EU/1/04/303/003

EU/1/04/303/004

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 21. febrúar 2005

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 19. janúar 2010

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

Orfadin 4 mg/ml mixtúra, dreifa

2. INNIHALDSLÝSING

1 ml inniheldur 4 mg nitisínón.

Hjálparefni með þekkta verkun: Hver ml inniheldur:

natríum 0,7 mg (0,03 mmól) glýseról 500 mg

natríum bensóat 1 mg

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Mixtúra, dreifa.

Hvít, örlítið seigfljótandi ógegnsæ mixtúra, dreifa.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Til að meðhöndla fullorðna sjúklinga og börn (af öllum aldurshópum) með staðfesta sjúkdómsgreiningu á arfgengum týrósíndreyra af gerð 1 (HT-1), samhliða því að týrósín og fenýlalanín er takmarkað í fæðu.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Læknir sem reynslu hefur af meðferð HT-1 sjúklinga skal hefja og hafa umsjón með meðferð með nitisínóni.

Skammtar

Meðferð við öllum arfgerðum sjúkdómsins skal hefja eins fljótt og auðið er til að lengja lifun og forðast fylgikvilla á borð við lifrarbilun, krabbamein í lifur og nýrnasjúkdóma. Samhliða meðferð með nitisínóni þarf að gæta þess að fæðan sem neytt er sé snauð af fenýlalaníni og týrósíni og fylgja skal því eftir með mælingum á amínósýrum í plasma (sjá kafla 4.4 og 4.8).

Í upphafi er ráðlagður dagskammtur til inntöku fyrir börn og fullorðna 1 mg/kg líkamsþyngdar. Aðlaga ber skammtinn af nitisínóni einstaklingsbundið. Mælt er með því að gefa skammtinn einu sinni á dag. Þar sem takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með líkamsþyngd <20 kg er hins vegar mælt með að skipta fullum dagsskammti í tvær lyfjagjafir á dag hjá þessum hópi sjúklinga.

Skammtaaðlögun

Við reglulegt eftirlit er rétt að fylgjast með súkkínýlasetóni í þvagi, mæligildum úr lifrarprófum og alfa-fetópróteingildum (sjá kafla 4.4). Ef súkkínýlasetón í þvagi greinist ennþá mánuði eftir að meðferð með nitisínóni hefst, skal auka skammtinn af nitisínóni í 1,5 mg/kg líkamsþyngdar/dag. Nauðsynlegt kann að reynast að nota skammt sem nemur 2 mg/kg líkamsþyngdar/dag á grundvelli mats á öllum lífefnafræðilegum breytum. Líta skal á þann skammt sem hámarksskammt fyrir alla sjúklinga.

Ef lífefnafræðileg svörun er fullnægjandi ber einungis að aðlaga skammtinn í samræmi við aukningu á líkamsþyngd.

Meðan verið er að hefja meðferð, þegar skipt er úr skömmtun tvisvar á dag yfir í einu sinni á dag eða ef versnun verður, getur, auk framannefndra prófa, þurft að fylgjast nánar með öllum aðgengilegum lífefnafræðilegum breytum (þ.e. súkkínýlasetóni í plasma, 5-amínólevúlínati (ALA) í þvagi og virkni porfóbílínógen (PBG)-sýntasa í rauðkornum).

Sérstakir sjúklingahópar

Það eru engar sérstakar ráðleggingar handa öldruðum eða sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

Börn

Ráðlagður skammtur í mg/kg líkamsþyngdar er sá sami fyrir börn og fullorðna.

Þar sem takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með líkamsþyngd <20 kg er hins vegar mælt með að skipta fullum dagsskammti í tvær lyfjagjafir á dag hjá þessum hópi sjúklinga.

Lyfjagjöf

Mixtúran, dreifan er gefin óþynnt í munn sjúklingsins með inntökusprautu. 1 ml, 3 ml og 5 ml inntökusprautur fylgja með í pakkningunni til að mæla skammtinn í ml samkvæmt ávísuðum skammti. Inntökusprauturnar eru kvarðaðar með 0,01 ml; 0,1 ml og 0,2 ml skrefum, í þeirri röð. Taflan hér fyrir neðan sýnir hvernig umreikna skal skammta (mg/ml) fyrir hverja af þremur stærðum af inntökusprautu.

Töflur til að umreikna skammta fyrir hverja af þremur stærðum af inntökusprautu:

1-ml

Skammtur

 

3-ml

Skammtur

 

5-ml

Skammtur

inntökusprauta

Orfadin

 

inntökusprauta

Orfadin

 

inntökusprauta

Orfadin

(0,01 ml

mg

ml

 

(0,1 ml

mg

ml

 

(0,2 ml

mg

ml

kvörðun)

 

 

 

kvörðun)

 

 

 

kvörðun)

 

 

1,00

0,25

4,5

1,1

13,0

3,2

 

 

 

 

 

 

1,25

0,31

 

 

5,0

1,3

 

 

14,0

3,6

 

1,50

0,38

 

 

5,5

1,4

 

 

15,0

3,8

 

1,75

0,44

 

 

6,0

1,5

 

 

16,0

4,0

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2,00

0,50

 

 

6,5

1,6

 

 

17,0

4,2

 

2,25

0,56

 

 

7,0

1,8

 

 

18,0

4,6

 

2,50

0,63

 

 

7,5

1,9

 

 

19,0

4,8

 

2,75

0,69

 

 

8,0

2,0

 

 

20,0

5,0

 

3,00

0,75

 

 

8,5

2,1

 

 

 

 

 

3,25

0,81

 

 

9,0

2,3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

3,50

0,88

 

 

9,5

2,4

 

 

 

 

 

3,75

0,94

 

 

10,0

2,5

 

 

 

 

 

4,00

1,00

 

 

10,5

2,6

 

 

 

 

 

 

 

 

 

11,0

2,8

 

 

 

 

 

 

 

 

 

11,5

2,9

 

 

 

 

 

 

 

 

 

12,0

3,0

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikilvægar upplýsingar varðandi notendaleiðbeiningar:

Nauðsynlegt er að hrista lyfið kröftuglega upp fyrir hverja notkun. Áður en lyfið er hrist upp kann það að koma fyrir sem fastur klumpur með örlítið ópallýsandi floti.

Draga skal upp skammtinn og gefa hann tafarlaust eftir að lyfið hefur verið hrist upp. Mikilvægt er að fylgja vandlega leiðbeiningum sem koma fram í kafla 6.6 hvað varðar blöndun og gjöf skammts til þess að tryggja rétta skömmtun.

Mælt er með því að heilbrigðisstarfsmaður sýni sjúklingnum eða umönnunaraðila hvernig nota skuli inntökusprauturnar til að tryggja að rétt magn sé gefið og að skammtinum sé ávísað í ml.

Orfadin er einnig fáanlegt sem 2 mg, 5 mg, 10 g og 20 mg hylki, ef slíkt er talið henta sjúklingi betur.

Mælt er með því að mixtúran, dreifan sé tekin með mat, sjá kafla 4.5.

Varúðarráðstafanir sem skal viðhafa áður en lyfið er meðhöndlað eða gefið

Nál, slanga í bláæð eða annar búnaður til lyfjagjafar í bláæð á ekki að vera tengdur inntökusprautunni. Orfadin er aðeins til inntöku.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Mæður sem fá nitisínón mega ekki hafa barn á brjósti (sjá kafla 4.6 og 5.3).

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Eftirlit með styrk týrósíns í plasma

Mælt er með að augu séu skoðuð með raufljósi áður en meðferð með nitisínóni er hafin. Ef fram koma sjónvandamál hjá sjúklingi meðan á meðferð með nitisínóni stendur ber tafarlaust að láta augnlækni skoða hann. Staðfesta skal hvort sjúklingurinn fylgi ráðlögðu mataræði og mæla skal styrk týrósíns í plasma. Taka skal upp mataræði með enn frekari takmörkun á týrósíni og fenýlalaníni ef týrósíngildi í plasma er yfir 500 míkrómólum/l. Ekki er mælt með því að lækka styrk týrósíns í plasma með því að minnka eða hætta notkun nitisínóns, því að umbrotsgallinn getur valdið því að klínískt ástand sjúklingsins versni.

Eftirlit með lifur

Fylgjast skal reglulega með lifrarstarfsemi með lifrarprófum og lifrarmyndatöku. Einnig er mælt með því að fylgjast með styrk alfa-fetópróteins í sermi. Aukning á styrk alfa-fetópróteins í sermi getur verið teikn um ófullnægjandi meðferð. Ef í ljós kemur að alfa-fetóprótein er að aukast eða teikn eru um hnúta í lifur hjá sjúklingum ber ávallt að meta hvort um illkynja vöxt sé að ræða í lifur.

Eftirlit með blóðflögum og hvítum blóðkornum

Mælt er með að fylgst sé reglulega með fjölda blóðflagna og hvítra blóðkorna, þar sem nokkur tilvik um afturkræfa blóðflagnafæð og hvítfrumnafæð komu í ljós meðan á klínísku mati stóð.

Heimsóknir til eftirlits skulu fara fram á 6 mánaða fresti. Mælt er með tíðari heimsóknum ef aukaverkanir koma í ljós.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Glýseról

Hver ml inniheldur 500 mg. 20 ml skammtur af mixtúru, dreifu (10 g af glýseróli) eða meira getur valdið höfuðverk, magaóþægindum og niðurgangi.

Natríum

Hver ml inniheldur 0,7 mg (0,03 mmól).

Natríum bensóat

Hver ml inniheldur 1 mg. Hækkun gallrauða eftir tilfærslu hans frá albúmíni, af völdum bensósýru og salta hennar, kann að auka gulu hjá fyrirburum og fullburða nýburum með gulu og þróast yfir í kjarnagula (uppsöfnun ótengds gallrauða í heilavef). Því er afar mikilvægt að hafa náið eftirlit með gildum gallrauða í plasma hjá nýfæddum sjúklingum. Mæla skal gildi gallrauða áður en meðferð er hafin: ef vart verður við greinilega hækkun gallrauðagilda í plasma, einkum hjá fyrirburum með áhættuþætti á borð við blóðsýringu og lág albúmíngildi, skal íhuga meðferð með viðeigandi skammti af

Orfadin hylkjum í stað mixtúrunnar, dreifunnar þar til gildi ótengds gallrauða í plasma verða eðlileg á ný.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Engar rannsóknir hafa verið gerðar sérstaklega á milliverkunum við önnur lyf.

Nitisínón umbrotnar in vitro af CYP 3A4 og því kann að vera þörf á að aðlaga skammta þegar nitisínón er gefið samhliða lyfjum sem hemla eða virkja það ensím.

Á grundvelli rannsókna in vitro er ekki búist við að nitisínón hamli umbrotum sem verða fyrir milligöngu CYP 1A2, 2C9, 2C19, 2D6, 2E1 eða 3A4.

Matur hefur ekki áhrif á aðgengi nitisínón mixtúru, dreifu, en inntaka með mat dregur úr frásogshraða og veldur þar af leiðandi minni sveiflum í sermisþéttni á milli skammta. Því er mælt með að mixtúran, dreifan sé tekin með mat, sjá kafla 4.2.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi rannsóknir um notkun nitisínóns á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Ekki má nota Orfadin á meðgöngu nema meðferð með nitisínóni sé nauðsynleg vegna sjúkdómsástands konunnar.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort nitisínón skilst út í brjóstamjólk. Í dýrarannsóknum hafa komið fram aukaverkanir eftir got vegna útsetningar fyrir nitisínóni í mjólk. Mæður sem fá nitisínón mega því ekki hafa barn á brjósti vegna þess að ekki er hægt að útiloka áhættu fyrir börn sem eru á brjósti (sjá kafla 4.3 og 5.3).

Frjósemi

Ekki liggja fyrir neinar rannsóknir á áhrifum nitisínóns á frjósemi.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Orfadin hefur lítil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Aukaverkanir sem tengjast augum (sjá kafla 4.8) geta haft áhrif á sjónina. Ef sjónin hefur orðið fyrir áhrifum ætti sjúklingurinn ekki aka eða nota vélar þar til áhrifin hafa liðið hjá.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Vegna verkunarmáta síns hækkar nitisínón týrósíngildi hjá öllum sjúklingum sem fá meðferð með nitisínóni. Aukaverkanir tengdar augum, svo sem tárubólga, ógegnsæi glæru, glærubólga, ljósfælni og augnverkur, sem tengjast hækkuðum týrósíngildum eru því algengar. Aðrar algengar aukaverkanir eru blóðflagnafæð, hvítfrumnafæð og kyrningafæð. Skinnflagningsbólga er sjaldgæfari.

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanirnar sem fram koma hér á eftir eru skráðar samkvæmt MedDRA líffæraflokkun og heildartíðni og eru byggðar á upplýsingum úr klínískum rannsóknum og reynslu eftir markaðssetningu.

Tíðnin er skilgreind sem mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

MedDRA líffæraflokkun

Tíðni

Aukaverkanir

Blóð og eitlar

Algengar

Blóðflagnafæð,

 

 

hvítfrumnafæð, kyrningafæð

 

Sjaldgæfar

Hvítfrumnafjölgun

Augu

Algengar

Tárubólga, ógegnsæi glæru,

 

 

glærubólga, ljósfælni,

 

 

augnverkur

 

Sjaldgæfar

Hvarmaþroti

Húð og undirhúð

Sjaldgæfar

Skinnflagningsbólga,

 

 

roðaþotsútbrot, kláði

Rannsóknaniðurstöður

Mjög algengar

Hækkuð týrósíngildi

Lýsing á völdum aukaverkunum

Meðferð með nitisínóni leiðir til hækkaðra týrósíngilda. Hækkuð týrósíngildi hafa verið tengd aukaverkunum frá augum, eins og ógegnsæi glæru og herslisvefsmyndun. Takmörkun á týrósíni og fenýlalaníni í fæðunni ætti að takmarka eiturverkanir sem tengjast þessari tegund týrósíndreyra með því að lækka týrósíngildi (sjá kafla 4.4).

Í klínískum rannsóknum var kyrningafæð aðeins alvarleg í sjaldgæfum tilvikum (<0,5x109/l) og tengdist ekki sýkingum. Áframhaldandi meðferð með nitisínóni dró úr aukaverkunum sem höfðu áhrif á blóð og eitla samkvæmt MedDRA líffæraflokkuninni.

Börn

Upplýsingar um öryggi lyfsins eru að mestu leyti byggðar á börnum, þar sem hefja skal meðferð eins fljótt og greining á arfgengum týrósíndreyra af gerð 1 (HT-1) liggur fyrir. Upplýsingar úr klínískri rannsókn og eftir markaðssetningu benda ekki til þess að öryggi lyfsins sé ólíkt hjá mismunandi undirhópum barna eða frábrugðið öryggi lyfsins hjá fullorðnum sjúklingum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Ef einstaklingar sem ástunda eðlilegt mataræði, án takmörkunar á týrósíni og fenýlalaníni, neyta nitisínóns af vangá hljótast af því hækkuð týrósíngildi. Hækkuð týrósíngildi hafa verið tengd eiturverkunum á augu, húð og taugakerfi. Takmörkun á týrósíni og fenýlalaníni í fæðunni ætti að takmarka eiturverkanir sem tengjast þessari tegund týrósíndreyra. Engar upplýsingar liggja fyrir um sértæka meðferð við ofskömmtun.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Önnur meltingarfæra- og efnaskiptalyf. Ýmis meltingarfæra- og efnaskiptalyf, ATC flokkur: A16A X04.

Verkunarháttur

Hinn lífefnafræðilegi galli sem einkennir arfgengan týrósíndreyra af gerð 1 (HT-1) felst í skorti á fúmarýlasetóasetat hýdrólýasa, sem er lokaensímið í niðurbroti týrósíns. Nitisínón er samkeppnishemill við 4-hýdroxýfenýlpýrúvat díoxýgenasa, ensím sem kemur næst á undan fúmarýlasetóasetat hýdrólasa í niðurbroti týrósíns. Með því að hamla eðlilegu niðurbroti týrósíns hjá sjúklingum með HT-1 kemur

nitisínón í veg fyrir uppsöfnun hinna eitruðu milliefna, maleylasetóasetats og fúmarýlasetóasetats. Hjá sjúklingum með HT-1 breytast þessi milliefni í hin eitruðu umbrotsefni, súkkínýlasetón og súkkínýlasetóasetat. Súkkínýlasetón hamlar efnasmíðaferli porfýríns, sem veldur uppsöfnun 5-amínólevúlínats.

Lyfhrif

Meðferð með nitisínóni veldur því að umbrot porfýríns færist í eðlilegt horf þannig að virkni porfóbílínógen-sýntasa í rauðkornum verður eðlileg og 5-amínólevúlínats í þvagi sömuleiðis, útskilnaður súkkínýlasetóns í þvagi minnkar, styrkur týrósíns í plasma eykst og útskilnaður fenólínsýru í þvagi eykst. Upplýsingar sem liggja fyrir úr meðferðarrannsókn benda til þess að hjá yfir 90% sjúklinga hafi súkkínýlasetón í þvagi færst í eðlilegt horf á fyrstu viku meðferðar. Súkkínýlasetón ætti ekki að greinast í þvagi eða plasma þegar skammtur nitisínóns hefur verið aðlagaður eins og best verður á kosið.

Verkun og öryggi

Klíníska rannsóknin var opin og án samanburðar. Skömmtunartíðnin í rannsókninni var tvisvar á dag. Lífslíkur eftir 2, 4 og 6 ára meðferð með nitisíóni eru teknar saman í töflunni hér að neðan.

NTBC rannsókn (N=250)

Aldur við upphaf meðferðar

2 ár

4 ár

6 ár

≤ 2 mánuðir

93%

93%

93%

≤ 6 mánuðir

93%

93%

93%

> 6 mánuðir

96%

95%

95%

Í heild

94%

94%

94%

Gögn úr rannsókn sem var notuð til samanburðar (van Spronsen et al., 1994) sýndu fram á eftirfarandi lífslíkur.

Aldur við upphaf einkenna

1 ár

2 ár

< 2 mánuðir

38%

29%

> 2-6 mánuðir

74%

74%

> 6 mánuðir

96%

96%

Meðferð með nitisínóni reyndist einnig minnka hættuna á að fram kæmi lifrarfrumukrabbamein samanborið við sögulegar upplýsingar um meðferð með takmörkunum í mataræði eingöngu. Þegar meðferð var hafin snemma reyndist það enn minnka hættuna á að fram kæmi lifrarfrumukrabbamein.

Líkur á því að ekkert lifrarfrumukrabbamein kæmi fram eftir 2, 4 og 6 ár við meðferð með nitisínóni, hjá sjúklingum sem voru á aldrinum 24 mánaða eða yngri við upphaf meðferðar og hjá þeim sem voru eldri en 24 mánaða við upphaf meðferðar, koma fram í eftirfarandi töflu:

NTBC rannsókn (N=250)

 

 

Fjöldi sjúklinga

 

Líkur á engu lifrarfrumukrabbameini

 

 

 

 

 

 

(95% öryggisbil)

 

 

við

eftir 2 ár

eftir 4 ár

eftir 6 ár

eftir 2 ár

 

eftir 4 ár

 

eftir 6 ár

 

upphaf

 

 

 

 

 

 

 

 

Allir

98%

 

94%

 

91%

sjúklingar

 

 

 

 

(95; 100)

 

(90; 98)

 

(81; 100)

Aldur við

99%

 

99%

 

99%

upphaf

 

 

 

 

(98; 100)

 

(97; 100)

 

(94; 100)

≤24 mánuðir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aldur við

92%

 

82%

 

75%

upphaf

 

 

 

 

(84; 100)

 

(70; 95)

 

(56; 95)

>24 mánuðir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í alþjóðlegri könnun á sjúklingum með HT-1 í meðferð með takmörkunum á mataræði eingöngu kom í ljós að lifrarfrumukrabbamein hafði greinst hjá 18% sjúklinga á aldrinum 2 ára og eldri.

Rannsókn var gerð til að meta lyfjahvörf, verkun og öryggi skömmtunar einu sinni á dag samanborið við skömmtun tvisvar á dag hjá 19 sjúklingum með HT-1. Enginn klínískt marktækur munur var á aukaverkunum eða öðru öryggismati á milli skömmtunar einu sinni eða tvisvar á dag. Enginn sjúklingur sýndi greinanleg súkkínýlasetóngildi í lok meðferðar með skömmtun einu sinni á dag. Rannsóknin gefur til kynna að gjöf einu sinni á dag sé örugg og áhrifarík fyrir sjúklinga á öllum aldri. Takmarkaðar upplýsingar liggja hins vegar fyrir um sjúklinga með líkamsþyngd <20 kg.

5.2 Lyfjahvörf

Engar rannsóknir hafa farið fram sérstaklega til að kanna frásog, dreifingu, umbrot og brotthvarf nitisínóns. Hjá 10 heilbrigðum karlkyns sjálfboðaliðum var lokahelmingunartími (miðgildi) nitisínóns í plasma 54 klst. (á bilinu 39 til 86 klst.) eftir að gefinn hafði verið stakur skammtur af nitisínón hylkjum (1 mg/kg líkamsþyngdar). Þýðisgreining á lyfjahvörfum hefur verið framkvæmd hjá 207 einstaklinga hópi HT-1 sjúklinga. Komist var að þeirri niðurstöðu að úthreinsun væri 0,0956 l/kg líkamsþyngdar/dag og helmingunartími 52,1 klst.

Rannsóknir in vitro þar sem notuð voru frymisnet úr mannalifrum og cDNA-tjáð P450 ensím hafa sýnt takmarkað CYP 3A4-miðlað umbrot.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Nitisínón hefur reynst hafa eiturverkanir á fósturvísi/fóstur hjá músum og kanínum þegar notaðar eru skammtastærðir sem eru sambærilegar og við klínískar aðstæður. Hjá kanínum framkallaði nitisínón skammtaháða aukningu á vansköpunum (naflahauli og kviðsliti) allt frá skömmtum sem voru 2,5-falt hærri en ráðlagður hámarksskammtur fyrir menn (2 mg/kg/dag).

Rannsókn á þroska fyrir og eftir got hjá músum sýndi tölfræðilega marktæka minnkun á lifun unga á fráfærutíma við 125-falt hærri útsetningargildi og minnkun á vexti unga við 25-falt hærri útsetningargildi en þann hámarksskammt sem ráðlagður er fyrir menn, en tilhneigingar til neikvæðra áhrifa á lifun unga gætti frá skammtastærðinni 5 mg/kg/dag. Hjá rottum olli útsetning við neyslu mjólkur minnkaðri meðalþyngd unga og vefskemmdum í glæru.

Lyfið reyndist ekki hafa nein stökkbreytandi áhrif, en væg litningasundrandi áhrif í rannsóknum in vitro. Engar vísbendingar eru um eiturverkanir á erfðaefni in vivo (smákjarnapróf hjá músum og (unscheduled DNA synthesis) próf á músarlifrum). Nitisínón reyndist ekki krabbameinsvaldandi í 26 vikna rannsókn á krabbameinsvaldandi áhrifum hjá genskeyttum músum (TgrasH2).

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Hýdroxýprópýl metýlsellulósi

Glýseról

Pólýsorbat 80

Natríumbensóat (E211)

Sítónusýru einhýdrat

Natríumsítrat

Jarðarberjabragðefni (gervi)

Hreinsað vatn

6.2 Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3 Geymsluþol

2 ár.

Eftir að umbúðir eru rofnar er lyfið stöðugt til notkunar á einu 2 mánaða tímabili við hitastig sem ekki fer yfir 25°C, en eftir það verður að farga því.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið í uppréttri stöðu.

Geymsluskilyrði eftir að pakkning lyfsins hefur verið rofin, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

Brúnt 100 ml glas úr gleri (gerð III) með hvítu HDPE barnaöryggisloki og innsigli. Hvert glas inniheldur 90 ml af mixtúru, dreifu.

Hver pakki inniheldur eitt glas, eitt LDPE millistykki og 3 pólýprópýlen (PP) inntökusprautur (1 ml, 3 ml og 5 ml).

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Nauðsynlegt er að hrista lyfið kröftuglega upp fyrir hverja notkun. Áður en lyfið er hrist upp kann það að koma fyrir sem fastur klumpur með örlítið ópallýsandi floti. Draga skal upp skammtinn og gefa hann tafarlaust eftir að lyfið hefur verið hrist upp. Mikilvægt er að fylgja vandlega leiðbeiningunum sem koma fram hér á eftir hvað varðar blöndun og gjöf skammtsins til þess að tryggja rétta skömmtun.

Þrjár inntökusprautur (1 ml, 3 ml og 5 ml) fylgja með til nákvæmrar mælingar á ávísaða skammtinum. Mælt er með því að heilbrigðisstarfsmaður sýni sjúklingnum eða umönnunaraðila hvernig nota eigi inntökusprauturnar til að tryggja að rétt magn sé gefið.

Hvernig undirbúa skal nýtt glas af lyfinu fyrir fyrstu notkun:

Áður en fyrsti skammturinn er tekinn skal hrista glasið kröftuglega, því við langtíma geymslu mynda agnirnar klump neðst í glasinu.

Mynd A.

Mynd B.

Mynd C.

1.Taka skal glasið úr kæli og skrá skal dagsetninguna þegar glasið er tekið úr kæli á merkimiðann á glasinu.

2.Hrista skal glasið kröftuglega í

a.m.k. 20 sekúndur

þar til fasti klumpurinn á botni glassins hefur dreifst fullkomlega (mynd A).

3.Fjarlægja skal barnaöryggislokið með barnaörygginu með því að ýta því þéttingsfast niður og snúa því rangsælis (mynd B).

4.Koma skal glasinu fyrir í uppréttri stöðu á borði og ýta skal plastmillistykkinu þétt ofan í háls glassins eins langt og mögulegt er (mynd C). Loka skal glasinu með barnaöryggislokinu.

Leiðbeiningar um frekari notkun er að finna hér fyrir neðan undir „Hvernig undirbúa skal lyfjaskammt“ Hvernig undirbúa skal lyfjaskammt

Mynd D.

Mynd E.

Mynd F.

1.Hrista skal glasið kröftuglega í

a.m.k. 5 sekúndur

(mynd D).

2.Opna skal glasið síðan strax með því að fjarlægja barnaöryggislokið.

3.Ýta skal stimplinum í inntökusprautunni alveg niður.

4.Halda skal glasinu í uppréttri stöðu og setja inntökusprautuna þétt í gatið á millistykkinu, efst á glasinu (mynd E).

5.Snúa skal glasinu varlega á hvolf með inntökusprautunni í (mynd F).

6.Til að draga upp ávísaða skammtinn (ml), skal draga stimpilinn hægt niður þar til efri brún svarta hringsins nemur nákvæmlega við strikið sem sýnir skammtinn (mynd F). Ef loftbólur sjást inni í fylltri inntökusprautunni, skal ýta stimplinum aftur upp þar til loftbólurnar eru horfnar. Toga skal þá stimpilinn aftur niður þar til efri brún svarta hringsins nemur nákvæmlega við strikið sem sýnir skammtinn.

7.Snúa skal glasinu aftur í upprétta stöðu og losa skal inntökusprautuna með því að snúa hana varlega úr glasinu.

8.Skammtinn skal gefa strax í munninn (án þynningar) til að forðast að klumpur myndist í inntökusprautunni. Tæma skal inntökusprautuna hægt til að gefa rúm fyrir kyngingu, hröð sprautun lyfsins getur valdið köfnun.

9.Setja skal barnaöryggislokið á strax eftir notkun. Ekki skal fjarlægja millistykkið.

10.Glasið má geyma við hitastig sem er ekki hærra en 25°C eða í kæli.

Hreinsun

Hreinsa skal inntökusprautuna strax með vatni. Aðskilja skal belg sprautunnar og stimpil og hreinsa hvort tveggja með vatni. Hrista skal af umframvatn og láta sundurtekna inntökusprautuna þorna fram að samsetningu fyrir næstu gjöf.

Förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Swedish Orphan Biovitrum International AB

SE-112 76 Stockholm

Svíþjóð

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/04/303/005

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 21. febrúar 2005

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 19. janúar 2010

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf