Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Panretin (alitretinoin) – Samantekt á eiginleikum lyfs - L01XX22

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsPanretin
ATC-kóðiL01XX22
Efnialitretinoin
FramleiðandiEisai Ltd

1.HEITI LYFS

Panretin 0,1% hlaup

2.INNIHALDSLÝSING

1 g af hlaupi inniheldur 1 mg alítretínóín (0,1%).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Hlaup

Tært, gult hlaup

4.KLÍNISKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Mælt er með að nota Panretin hlaup til staðbundinnar meðferðar á æxli í húð sjúklinga með alnæmistengt Kaposi-sarkmein (KS) þegar:

-æxli eru ekki með sárum eða sogæðakerfisbjúg, og

-ekki er þörf á meðferð á Kaposi-sarkmeini í innri líffærum, og

-æxli sýna ekki svörun við andretróveirumeðferð til inntöku, og

-geisla- eða krabbameinslyfjameðferð eiga ekki við

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Einungis sérhæfðir læknar með reynslu af meðferð sjúklinga með Kaposi-sarkmein skulu hefja Panretin meðferð og sjá um áframhald hennar.

Karlmenn

Sjúklingar skulu bera Panretin á æxlið og nota nægilegt hlaup til að þekja hvert æxli með vænu lagi.

Tíðni áburðar

Sjúklingar skulu í upphafi bera Panretin tvisvar á sólarhring á æxlið. Ef svæðið þolir má bera lyfið á í þrepum upp í þrjú eða fjögur skipti á sólarhring, en hafa skal minnst tvær vikur milli skammtaaukninga. Aðlaga skal hversu oft lyfið er borið á eftir hverju æxli fyrir sig. Ef fram koma eiturhrif á svæðið sem borið er á má fækka skiptunum eins og lýst er hér á eftir. Engar upplýsingar liggja fyrir um hámarksverkun Panretin sem borið er á sjaldnar en tvisvar á sólarhring.

Staðbundna húðertingu má flokka samkvæmt 5-stiga skala sem sýndur er í töflu 1. Í töflu 2 eru tilgreindar leiðbeiningar um aðlögun meðferðar sem kann að vera nauðsynleg vegna staðbundinna eiturhrifa á húð í tengslum við meðferð.

Tafla 1: Flokkun staðbundinnar húðertingar

FLOKKUR

ÁKVARÐANDI KLÍNÍSK TEIKN

=

Engin erting

Engin

=

Væg

Augljós bleik eða rauð litarbreyting

= Miðlungs

Aukinn roði, hugsanlega bjúgur

= Alvarleg

Mikill roði, með bjúg, með eða án blöðrungsmyndunar

= Mjög alvarleg

Dökkur roði, þroti og bjúgur, með eða án teikna um blöðrumyndun og

 

 

 

drep

Tafla 2: Leiðbeiningar um aðlögun vegna eiturhrifa sem hefta meðferð

STAÐBUNDIN HÚÐERTING

 

(Flokkuð skv. töflu 1)

AÐLÖGUN MEÐFERÐAR

Stig 0, 1 eða 2

Ekki þörf á öðrum aðgerðum en áframhaldandi eftirliti.

Stig 3

Minnka skal tíðni meðferðar á viðkomandi æxli eða hætta

 

henni tímabundið. Þegar húðerting batnar í stig 0 eða 1 má

 

hefja meðferð á ný tvisvar á sólarhring og auka hana á tveggja

 

vikna fresti eftir þoli.

Stig 4

Sama gildir og um húðertingu á 3. stigi. Hins vegar skal ekki

 

hefja meðferð á ný ef eiturhrif á 4. stigi komu fram við minni

 

áburðartíðni en tvisvar á sólarhring.

Tímalengd notkunar

Mælt er með að Panretin sé í upphafi borið á æxli í allt að 12 vikur.

Hætta skal meðferð æxla sem ekki hafa reynst minnka að flatarmáli og/eða hæð á 12. viku.

Að því er varðar æxli sem minnkað hafa að hæð og/eða flatarmáli á 12. viku má halda áburði áfram að því tilskildu að bati haldi áfram, eða í það minnsta að svörun viðhaldist og að sjúklingur þoli lyfið ennþá.

Hætta skal meðferð æxlis sem alveg hefur batnað skv. klínísku mati.

Varúðarráðstafanir við meðhöndlun og notkun lyfsins

Sjúklingar skulu þvo hendur fyrir og eftir áburð. Ekki er nauðsynlegt að nota hanska.

Hlaupið verður að fá að þorna í þrjár til fimm mínútur áður en það er hulið fötum. Forðast skal lokaðar sáraumbúðir.

Gæta verður þess að forðast að bera hlaupið á eðlilega húð umhverfis æxli.

Hlaup skal ekki bera á augu eða í nágrenni við þau eða á slímhúðir líkamans. Forðast skal sturtu, bað eða sund í að minnsta kosti þrjár klukkustundir eftir hvern áburð.

Konur

Öryggi og virkni hjá konum hefur ekki verið staðfest vegna vöntunar á klínískum upplýsingum. Alnæmistengd Kaposi-sarkmein eru sjaldgæf hjá konum.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Panretin hlaups hjá börnum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Ekki má nota Panretin handa börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Aldraðir karlar

Engar sérstakar notkunarráðleggingar eru fyrir aldraða karla (65 ára og eldri). Alnæmistengd Kaposi- sarkmein eru sjaldgæf í þeim hópi.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun Panretin hlaups hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi eða lifrarsjúkdóm. Lyfjahvarfarannsóknir benda til þess að magn og tíðni greinanlegrar 9-cis-retínóíðsýru eftir í plasma hjá sjúklingum með Kaposi-sarkmein eftir áburð sé sambærilegt magni og tíðni greiningar á mælanlegum plasmastyrk náttúrulegrar 9-cis-retínóíðsýru sem finnst í blóðrásinni hjá ómeðhöndluðum einstaklingum (sjá 5.2). Fræðilega séð er engin skammtaaðlögun nauðsynleg fyrir sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi eða lifrarsjúkdóm, en fylgjast skal náið með þeim sjúklingum og minnka meðferðartíðni eða hætta henni ef þeir finna fyrir aukaverkunum.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir retínóíðum almennt, fyrir alítretínóíni eða einhverju hjálparefnanna.Meðganga og brjóstagjöf (sjá kafla 4.6).

Meðferð á Kaposi-sarkmeinum sem liggja mjög nærri öðrum húðkvillum.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Lyfjaflokkurinn retínóíðar hefur verið tengdur ljósnæmi. Ekki var greint frá ljósnæmi í tengslum við notkun Panretin hlaups í klínískum rannsóknum. Hins vegar verður að áminna sjúklinga um að láta sól eða annað útfjólublátt ljós skína sem allra minnst á húðina. (Sjá 5.3)

Mælt er með því að dagleg neysla A-vítamíns í fæðu fari ekki yfir ráðlagðan dagskammt.

Alítretínóín getur skaðað fóstur. Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð með Panretin hlaupi stendur (sjá 4.6) og í að minnsta kosti 1 mánuð eftir að meðferð lýkur.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Forðast skal notkun annarra staðbundinna lyfja á Kaposi-sarkmein sem verið er að meðhöndla. Nota má paraffínolíu milli þess sem Panretin er borið á til þess að hjálpa til við að koma í veg fyrir of mikinn þurrk eða kláða. Hins vegar skal ekki bera paraffínolíu á í að minnsta kosti tvær klst fyrir eða eftir að Panretin hefur verið borið á.

Ekki er mælt með því að sjúklingar beri Panretin hlaup á sig samhliða efnum sem innihalda N,N- díetýl-m-tólúamíð (DEET), sem er algengt innihaldsefni í vörum til að fæla burt skordýr. Eiturefnafræðilegar rannsóknir á dýrum leiddu í ljós aukin eiturhrif af DEET þegar DEET var haft með sem hluti af lyfjasamsetningunni.

Magn og tíðni mælanlegs styrks 9-cis-retínóíðsýru í plasma hjá sjúklingum með Kaposi-sarkmein, eftir að lyfið var borið á allt að 64 æxli, var sambærilegt samsvarandi gildum hjá ómeðhöndluðum sjúklingum. Því eru litlar líkur á lyfjamilliverkunum við lyf til inntöku.

Í rannsóknum með samanburði við burðarefni voru engar klínískar vísbendingar um lyfjamilliverkanir við andretróveirulyf til inntöku, þ.m.t. próteasahemla, og heldur ekki við makrólíðasýklalyf og azólsveppalyf. Meðan engar upplýsingar liggja fyrir er hugsanlegt að samhliða gjöf lyfja sem framkalla CYP samsætuensím geti minnkað gildi alítretínóíns í blóðrásinni og haft þannig hugsanlega neikvæð áhrif á hámarksverkun Panretin hlaups.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri

Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferðinni stendur og í allt að einn mánuð eftir að henni lýkur.

Karlmenn sem nota Panretin skulu gera varúðarráðstafnir til þess að tryggja að konur þeirra verið ekki þungaðar.

Meðganga

Panretin er ekki ætlað til notkunar á meðgöngu (sjá kafla 4.3), þar sem alítretínóín getur valdið fósturskaða þegar lyfið er gefið þunguðum konum sem inntöku- eða inndælingarlyf. Hjá kanínum reyndist alítretínóín valda vansköpunum við skammta sem ollu u.þ.b. 60 sinnum hærri plasmastyrk en hæsti plasmastyrkur sem sést hefur hjá karlkyns sjúklingum með KS eftir staðbundinn áburð hlaupsins. Það er hins vegar enn sem komið er ekki öruggt að hve miklu leyti staðbundin meðferð með Panretin hlaupi mundi auka styrk 9-cis-retínóíðsýru yfir náttúruleg gildi í plasma hjá konum með KS; því skal ekki nota alítretínóín til að meðhöndla þungaðar konur.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort lyf þetta skilst út í mjólk kvenna. Miðað við þann styrk í plasma sem sést hjá sjúklingum veldur styrkur 9-cis-retínóíðsýru í mjólk líklega lítilli hættu fyrir ungbörn. Þar sem fram gætu komið aukaverkanir af Panretin hlaupi hjá börnum á brjósti verða mæður samt sem áður að hætta brjóstagjöf áður en þær byrja að nota lyfið og forðast að hefja brjóstagjöf meðan þær nota lyfið.

Gæta verður þess að nýburi komist ekki í snertingu við húðsvæði sem Panretin hefur nýlega verið borið á. HIV-smituðum konum er ráðlagt að hafa börn sín ekki á brjósti svo forðast megi að veiran berist í barnið.

Frjósemi

Ekki hafa verið gerðar neinar sértækar rannsóknir á frjósemi hjá konum eða körlum. Hins vegar, þar sem alítretínóín veldur vansköpunum verða bæði karlar og konur að gera viðeigandi varúðarráðstafanir til þess að forðast að þungun eigi sér stað.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Panretin hlaup er til notkunar á húð og ólíklegt er að það hafi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Aukaverkanir sem tengdar eru notkun Panretin hlaups gegn alnæmistengdu KS komu nánast eingöngu fram á áburðarstað. Algengast er að eiturhrif á húð hefjist sem roði. Með áframhaldandi áburði Panretin hlaups getur roðinn aukist og bjúgur myndast. Eiturhrif á húð geta valdið því að takmarka þurfi meðferð þegar fram kemur mikill roði, bjúgur og blöðrumyndun. Þegar sjúklingar báru á sig Panretin hlaup fundu 69,1% þeirra fyrir aukaverkunum á áburðarstað.

Greint var frá eftirfarandi aukaverkunum á áburðarstað tengdum lyfinu í klínískum rannsóknum á sjúklingum með KS. Tíðni aukaverkana er flokkuð á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), og örsjaldan koma fyrir (<1/10.000). Með aukaverkunum fylgja lýsandi orð í svigum.

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Blóð og eitlar

 

Sjaldgæfar:

Eitlakvillar

Taugakerfi

 

Algengar:

Náladofi (stingir)

Æðar

 

Algengar:

Blæðingar (blæðing á eða í nágrenni við æxlið), bjúgur (bjúgur, þroti, bólga),

 

bjúgur í útvefjum

Sjaldgæfar:

Bláæðabólga, æðakvillar

Húð og undirhúð

 

Mjög algengar:

Húðkvillar (sprungur, hrúður, skorpa, hrufl, vökvarennsli, vessarennsli), útbrot

 

(roði, rauð húð, hreistrun, erting, húðbólga), kláði (fiðringur, kláði)

Algengar:

Húðsár, sermisrennsli, skinnflagningsbólga (flögnun, skinnkast, húðflosnun,

 

hreistrun), litabreytingar í húð (brúnir blettir, oflitun umhverfis, fölvi), þurr húð

Sjaldgæfar:

Húðbeðsbólga, útbrot með blöðrumyndun, dröfnuörðuútbrot, ofnæmisviðbrögð

Almennar aukaverkanir og ástand tengt íkomuleið

Mjög algengar:

Verkir (bruni, verkir, eymsli)

Sjaldgæfar:

Sýking, þ.m.t. bakteríusýking

Öryggi Panretin hlaups hefur verið metið í klínískum rannsóknum á yfir 469 sjúklingum með alnæmistengt Kaposi-sarkmein, þar sem 439 þátttakendur voru meðhöndlaðir með alítretínóíni í 0,1% styrk.

Nýgengi lyfjatengdra húðkvilla, húðsára, verkja og útbrota virtist vera meira hjá sjúklingum sem báru Panretin hlaup á sig fjórum sinnum á sólarhring en hjá þeim báru það sjaldnar á sig. Hins vegar virtist nýgengi annarra jafnalgengra lyfjatengdra aukaverkana á borð við kláða, bjúg, skinnflagningsbólgu og húðþurrk ekki aukast í hlutfalli við tíðni áburðar.

Nýgengi vægra/miðlungi alvarlegra útbrota (allar aukaverkanir án tillits til orsakasamhengis) var minna hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru í innan við 16 vikur en hjá þeim með meðhöndlaðir voru í 16 vikur eða lengur (væg, 33% á móti 63%; miðlungi alvarleg 29% á móti 43%). Nýgengi alvarlega útbrota á húð var óháð tímalengd meðferðar (10% í báðum tilvikum).

Staðbundin eiturhrif á húð í tengslum við meðferð með Panretin hlaupi jöfnuðu sig venjulega þegar meðferð var aðlöguð eða henni hætt (sjá kafla 4.2).

Einungis var greint frá tveimur alvarlegum aukaverkunum (blóðsýkingu og húðbeðsbólgu hjá sama sjúklingi).

Aukaverkanir sem fram koma við notkun Panretin hlaups eru svipaðar þeim sem fram koma við notkun annarra retínóíða til staðbundinnar notkunar. Ólíklegt er að óæskilegar aukaverkanir, sem tengjast notkun retínóíða til inntöku, komi fram við notkun Panretin hlaups þar sem magn og tíðni mælanlegs styrks 9-cis-retínóíðsýru í plasma eftir að lyfið hefur verið borið á var sambærileg magni og tíðni mælanlegs styrks náttúrulegrar 9-cis-retínóíðsýru sem finnst í blóðrásinni hjá ómeðhöndluðum einstaklingum.

4.9Ofskömmtun

Ekki hefur verið greint frá neinu ofskömmtunartilviki.

Almenn eiturhrif af bráðri ofskömmtun við staðbundinn áburð Panretin hlaups eru ólíkleg.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Önnur æxlishemjandi lyf, ATC flokkur: LO1XX22

Þó að talið sé að sameindaáhrifum alítretínóíns sé miðlað með víxlverkun við retínóíðviðtaka er nákvæmur verkunarmáti lyfsins í staðbundinni meðferð á æxlum vegna alnæmistengds Kaposi- sarkmeins ekki þekktur. Alítretínóín (9-cis-retínóíðsýra) er innrænt hormón sem finnst við eðlilegar aðstæður, er skylt A vítamíni og binst við og virkjar allar þekktar undirgerðir retínóíðviðtaka innan frumu (RAR , RAR , RAR , RXR , RXR , RXR ). Þegar þessir viðtakar hafa verið virkjaðir starfa þeir sem bindilsháðir umritunarþættir sem stýra tjáningu ákveðinna gena. Stýring alítretínóíns á genatjáningu stjórnar mismunagreiningarferli og fjölgunarferli frumna, bæði eðlilegra frumna og æxlisfrumna. Hámarksverkun Panretin hlaups við meðhöndlun Kaposi-sarkmeins má tengja staðfestri getu alítretínóíns til að hamla vexti KS-frumna in vitro.

Einungis er má gera ráð fyrir að Panretin hlaup hafi staðbundin lækningaáhrif og það á engan þátt í hindrun eða meðferð Kaposi-sarkmeins í innri líffærum.

Í tveimur fjölsetra, tvíblindum, III. stigs samanburðarrannsóknum með slembivali og með samsíða hópum fengust upplýsingar um Panretin hlaup við meðferð á tilteknum Kaposi-sarkmeinum til viðmiðunar (tafla 3). Svörunartíðni sjúklinga var metin með því að styðjast við ACTG (AIDS Clinical Trials Group) skalann sem notaður er til viðmiðunar við mat á æxlum af völdum Kaposi-sarkmeins. Í rannsókn 1 var opið tímabil og þátttaka sjúklinga því að eigin vali. Í kjölfar rannsóknar 2 var opin rannsókn (rannsókn 2a) þar sem einungis þeir sjúklingar tóku þátt sem kusu að halda áfram eftir rannsókn 2.

Tafla 3: Besta svörun skv. ACTG skala í fasanum með samanburði við burðarefni

 

Rannsókn 1 (TID, QID)1

Rannsókn 2 (BD)2

 

 

 

 

 

 

Panretin

Burðarefni

Panretin

Burðarefni

 

N = 134

N=134

N=62

N=72

 

 

 

 

 

Fullkomin klínísk svörun

0,7

0,0

1,6

0,0

(CCR) %

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svörun að hluta (PR) %

34,3

17,9

35,5

6,9

 

 

 

 

 

Stöðugur sjúkdómur %

50,0

59,0

43,5

58,3

 

 

 

 

 

Versnandi sjúkdómur %

14,9

23,1

19,4

34,7

 

 

 

 

 

Heildarsvörun (%)

35,1

17,9

37,1

6,9

 

 

p=0,002

 

p= 0,00003

1.Samkvæmt rannsóknaráætluninni átti að bera lyfið á þrisvar á sólarhring (TID) og síðan auka það í fjórum sinnum á sólarhring (QID) eftir tvær vikur, en minnka lyfjagjöf ef fram kæmu eiturhrif

2.Samkvæmt rannsóknaráætluninni átti einungis að bera lyfið á tvisvar á sólarhring (BD), en minnka lyfjagjöf ef fram kæmu eiturhrif

Íopna hluta rannsóknar 1 (N =184) jókst heildarsvörunartíðni í 66,7%. Í rannsókn 2a (N =99) jókst heildarsvörunartíðni í 56,1%.

Írannsókn 1 fengu 36 af 110 sjúklingum (33%) sem sýndu svörun við meðferðinni bakslag meðan allir nema fjórir voru ennþá í virkri meðferð.

Svörunartíðni var greind bæði af sjúklingum sem greiningareining og æxlum. Í töflu 4 sést svörunartíðni í einstökum æxlum hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með Panretin hlaupi í fasa III rannsóknunum.

Tafla 4: Svörun í tilteknum æxlum til viðmiðunar1 hjá sjúklingum í upphaflega blinda fasanum á fyrstu 12 vikunum sem rannsóknin stóð

 

Sjúklingar með ákveðinn fjölda tiltekinna æxla til viðmiðunar sem sýndu svörun

 

 

(CCR eða PR)

 

 

Rannsókn 1

Rannsókn 2

 

Fjöldi æxla

Panretin

Burðarefni

Panretin

 

Burðarefni

sem sýndu

(N=134)

(N=134)

(N=62)

 

(N=72)

Svörun2,3

N %4

N %4

N %4

 

N %4

Að minnsta

73 (54,5%)

42 (31,3%)

33 (53,2%)

 

21 (29,2%)

kosti ein

 

 

 

 

 

Að minnsta

27 (20,1%)

8 (6,0%)

8 (12,9%)

 

2 (2,8%)

kosti fjórar

 

 

 

 

 

1.Rannsókn 1, 6 æxli til viðmiðunar; rannsókn 2, allt að 8 æxli til viðmiðunar

2.Svörun hvers æxlis til viðmiðunar var metin fyrir sig.

3.Æxli sem sýndu svörun á fyrstu 12 vikum rannsóknarinnar, upphaflega blinda fasanum, staðfest á að minnsta kosti 4 vikna tímabili rannsóknarinnar (staðfesting á svörun gæti hafa fengist eftir 12 vikur að því er varðar sum æxli í rannsókn 1).

4.Hlutfallstölur voru reiknaðar með því að deila í fjölda sjúklinga með æxli sem sýndu svörun með heildarfjölda sjúklinga sem tók þátt í upphaflega blinda fasanum.

Í einni rannsókn þar sem 29% æxlanna höfðu sýnt svörun að hluta (PR), en höfðu ekki sýnt fullkoma klínískra svörun (CCR) á fyrstu 12 vikum meðferðar, náðist fullkomin klínísk svörun (CCR) við áframhaldandi meðferð eftir vikurnar 12. Framreiknaður tími sem þurfti til að æxli sem sýndu svörun að hluta (PR) næðu síðar fullkominni klínískri svörun (CCR) var 168 dagar. Mælt er með að upphaflegur meðferðartími með Panretin hlaupi vari allt að 12 vikur. Að því er varðar æxli sem sýnt hafa svörun við meðferð á þeim tíma má halda áfram að bera lyfið á svo fremi sem svörun batnar eða viðhelst og sjúklingur heldur áfram að þola lyfið. Ef æxli sýnir fullkomna svörun skal ekki bera Panretin hlaup áfram á það svæði.

Engar upplýsingar liggja fyrir um hámarksverkun Panretin hlaups þegar það er borið á æxli þar sem fylgikvilla gætir (t.d. þegar sogæðakerfisbjúgur er fyrir hendi).

5.2Lyfjahvörf

Styrkur 9-cis-retínóíðsýru í plasma var metinn í klínískum rannsóknum á sjúklingum með æxli í húð af völdum alnæmistengds Kaposi-sarkmeins eftir daglegan áburð Panretin hlaups nokkrum sinnum á sólarhring í allt að 60 vikur. Fylgst var með hluta þessara sjúklinga við meðferð á allt að 64 æxlum (mælisvið 4-64, miðgildi 11,5 æxli) í allt að 44 vikur (mælisvið 2-44, miðgildi 15 vikur). Í þessum síðari hópi var magn og tíðni greiningar eftir áburð lyfsins á mælanlegum styrk 9-cis-retínóíðsýru í plasma hjá sjúklingum með Kaposi-sarkmein sambærilegt magni og tíðni greiningar á mælanlegum styrk náttúrulegrar 9-cis-retínóíðsýru í plasma sem finnst í blóðrásinni hjá ómeðhöndluðum einstaklingum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Eiturefnafræði

Rottum voru gefnar þrjár skammtastærðir af alítretínóíni (0,01%, 0,05%, eða 0,5%) í formi hlaups til staðbundinnar notkunar í 28 daga í eiturefnafræðirannsókn á húð. Aukaverkanir sem fram komu á áburðarstað voru m.a. roði, þykknun húðþekju, hreistrun og losun hornlags. Klínískt meinafræðimat sýndi marktæka aukningu á heildarfjölda flipkjarnahvítfrumna, einkjörnunga, hlutfalli einkjörnunga og minnkun á hlutfalli deilitalningar hvítfrumna á 29. degi hjá rottum sem meðhöndlaðar voru með alítretínóín 0,5% hlaupi. Klínískt efnafræðimat leiddi í ljós líffræðilega mikilvæga, marktæka aukningu á meðaltali gilda blóðniturs (BUN) og alkalísks fosfatasa hjá kvendýrum eftir 28 daga meðferð. Eðlislétt fituprótín (LDL) í sermi höfðu aukist bæði hjá karl- og kvendýrum á 29. degi.

Engar líffræðilega mikilvægar blóðsjúkdómafræðilegar eða sermisefnafræðilegar breytingar komu fram eftir 14 daga tímabilið. Aukning sem sást á meðalþyngd hjarta í hlutfalli við lokaþyngd líkamans voru aðallega raktar til mismunar á líkamsþyngd við dauða. Eftir meðferð með alítretínóín 0,5% hlaupi var meðalstyrkur í plasma í kvenrottum venjulega undir neðri mælingamörkum (5 nMol) og meðalstyrkur í plasma hjá karlrottum var u.þ.b. 200 nMol. Öfugt við þessar niðurstöður hjá rottum fór styrkur 9-cis-retínóíðsýru í plasma hjá sjúklingum með Kaposi-sarkmein sem báru á sig

Panretin hlaup aldrei yfir 0,638 ng/ml (2,13 nMol). Þetta gildi er u.þ.b. 1/100 af meðalstyrk sem mælist í karlkyns rottum.

Eiturverkanir á erfðaefni

Alítretínóín var rannsakað til að meta hugsanlegar eiturverkanir á erfðaefni með Ames prófi, smákjarnaprófi á músum in vivo, prófi til að meta litningagalla í eitilfrumum úr mönnum, og CHO prófi til að meta frumustökkbreytingar. Lyfið reyndist ekki hafa eiturverkanir á erfðaefni.

Krabbameinsmyndun, stökkbreytingamyndun, skerðing frjósemi

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að meta hugsanleg krabbameinsvaldandi áhrif alítretínóíns. Hins vegar hefur verið metið hvort alítretínóín valdi hugsanlega stökkbreytingum og voru niðurstöður neikvæðar í Ames prófi, smákjarnaprófi á músum in vivo, prófi til að meta litningagalla í eitilfrumum úr mönnum, og CHO prófi til að meta frumustökkbreytingar.

Vansköpunarvaldandi áhrif

Í rannsókn til að meta mismunandi skammtastærðir hjá kanínum olli alítretínóín áberandi vansköpunum við 35-faldan þann skammt sem notaður er staðbundið hjá mönnum. Þessi skammtur hjá kanínum olli meira en 60-földum styrk í plasma miðað við hæsta styrk sem sést hefur í plasma hjá sjúklingum með Kaposi-sarkmein eftir staðbundinn áburð Panretin hlaups. Engar áberandi vanskapanir sáust hjá kanínum eftir inntöku skammta sem námu 12-földum þeim skammti sem notaður er staðbundið hjá mönnum (en af því hlaust 60-faldur styrkur í plasma miðað við hæsta styrk sem sést hefur í plasma hjá sjúklingum með Kaposi-sarkmein eftir staðbundinn áburð hlaupsins). Hins vegar sást aukið hlutfall samvaxinna hluta bringubeinsbols (sternebrae).

Ljóseiturhrif

Líkur á að alítretínóín valdi ljóseiturhrifum voru metnar á grundvelli efnafræðilegra eiginleika þess og upplýsinga úr röð rannsókna in vitro. Niðurstöður benda til þess að alítretínóín taki upp útfjólublátt ljós og verði fyrir ljósniðurbroti og brotni niður í aðra ísómera (aðallega all-trans-retínóíðsýru). Sýnt var fram á að alítretínóín gæti haft væg ljósertandi áhrif á grundvelli histidíns og ljósprótínbindingar. Í rannsóknum á frumum in vitro reyndist alítretínóín geta haft væg ljóseitrandi áhrif.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Etanól

Makrógól 400

Hýdroxýprópýlsellulósi

Bútýlhýdroxýtólúen

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar. Forðast skal notkun annarra staðbundinna lyfja á Kaposi-sarkmein sem verið er að meðhöndla. Panretin hlaup skal ekki nota samhliða efnum sem innihalda DEET.

6.3Geymsluþol

Óopnaðar umbúðir: 3 ár.

Í notkun: Fleygja skal því sem eftir er af lyfinu 90 dögum eftir að umbúðir hafa verið opnaðar.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi. Geymið ílátið vel lokað.

Eftir að túpan hefur verið opnuð til að bera lyfið á sig, verður að setja á hana lokið og loka henni tryggilega þannig að hún verði loftþétt. Opnaðar túpur af Panretin hlaupi má ekki geyma við hærra hitastig en 25°C og verja skal þær fyrir sterku ljósi og hita (t.d. beinu sólarljósi).

6.5Gerð íláts og innihald

Panretin hlaup er afgreitt í margnota 60 g túpu úr áli með expoxýfóðri.

Hver askja inniheldur eina túpu af hlaupi.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Panretin hlaup inniheldur alkóhól og því skal forðast að það komist í snertingu við opinn eld.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Eisai Ltd.

European Knowledge Centre

Mosquito Way

Hatfield

Hertfordshire

AL10 9SN

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/00/149/001/IS

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 11. október 2000

Dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf