Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Panretin (alitretinoin) – Fylgiseðill - L01XX22

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsPanretin
ATC-kóðiL01XX22
Efnialitretinoin
FramleiðandiEisai Ltd

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Panretin 0,1% hlaup alítretínóín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Ífylgiseðlinum:

1.Upplýsingar um Panretin og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Panretin

3.Hvernig nota á Panretin

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Panretin

6.Aðrar upplýsingar

1.UPPLÝSINGAR UM PANRETIN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Panretin tilheyrir flokki lyfja sem eru skyld A-vítamíni og ganga undir nafninu retínóíðar.

Panretin er notað fyrir sjúklinga með alnæmistengd Kaposi-sarkmein (KS) og er ætlað til meðferðar á KS æxlum:

-sem einungis eru í húðinni;

-sem ekki hafa sýnt svörun við meðferð gegn HIV;

-þegar húðin eða æxlið er ekki rofið;

-þegar ekki er þroti í húðinni umhverfis;

-eða ef læknirinn telur að önnur meðferðarúrræði henti ekki.

Panretin veitir ekki meðferð gegn Kaposi-sarkmeini innan líkamans.

2. ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PANRETIN

Ekki má nota Panretin

-ef þú ert með ofnæmi fyrir alítretínóíni eða svipuðum lyfjum sem innihalda retínóíða

-ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju öðru innihaldsefni Panretin hlaups

-ef þú ert þunguð

-ef þú ert með barn á brjósti

-á Kaposi-sarkmein sem eru í nágrenni við annað húðvandamál

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Panretin

-Ekki má nota Panretin handa börnum og unglingum yngri en 18 ára.

-Berið ekki hlaupið á eða í nágrenni við viðkvæma líkamshluta svo sem augu, nasir, munn, varir, skeið, enda getnaðarlims, endaþarm eða endaþarmsop.

-Berið ekki hlaupið á heilbrigða húð umhverfis æxlið. Panretin getur valdið óæskilegri ertingu eða roða á heilbrigðri húð.

-Notið ekki efni til að fæla burt skordýr sem innihalda DEET (N,N-díetýl-m-tólúamíð) eða aðrar vörur sem innihalda DEET meðan verið er að nota Panretin.

-Forðist að láta sól eða annað útfjólublátt ljós (á borð við ljósalampa) skína lengi á meðhöndlað svæði.

-Nota má paraffínolíu milli þess sem Panretin er borið á til þess að hjálpa til við að forðast of mikinn þurrk eða kláða. Hins vegar má ekki bera paraffínolíu á sig í að minnsta kosti tvær klst fyrir eða eftir áburð Panretin.

-Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn meðan þær nota Panretin og í allt að einn mánuð eftir að meðferð lýkur.

Notkun annarra lyfja

Forðist að nota önnur lyf á æxlið sem verið er að meðhöndla, t.d. efni sem notuð eru á húðina til að fæla burt skordýr.

Upplýsið lækninn eða lyfjafræðing ef önnur lyf eru notuð eða hafa verið notuð nýverið, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Ef Panretin er notað með mat eða drykk

Mælt er með að þú borðir ekki meira A-vítamín í fæðunni en það magn sem læknirinn leggur til.

Meðganga

Notaðu EKKI Panretin ef þú ert þunguð eða ráðgerir að verða þunguð. Læknirinn getur veitt þér frekari upplýsingar. Þú verður að nota örugga getnaðarvörn meðan þú ert að nota Panretin og í allt að einn mánuð eftir að meðferð lýkur.

Brjóstagjöf

Þú skalt ekki hafa barn á brjósti á meðan þú notar Panretin. Gæta verður þess að barn þitt komist ekki í snertingu við húðsvæði sem Panretin hefur nýlega verið borið á.

Akstur og notkun véla

Ekki er líklegt að Panretin hafi áhrif á hæfni þína til að aka eða nota vélar.

3.HVERNIG NOTA Á PANRETIN

Notaðu Panretin hlaup alltaf nákvæmlega eins og læknirinn hefur sagt þér að gera. Ef þú ert ekki viss, fáðu þá upplýsingar hjá lækninum eða lyfjafræðingnum.

Til að opna túpuna í fyrsta sinn skal nota oddinn á lokinu til að rjúfa öryggisinnsiglið úr málmi.

Hvernig á að bera Panretin á sig: Eingöngu til notkunar á húð

Berðu Panretin hlaupið á þig tvisvar á sólarhring til að byrja með, einu sinni á morgnana og einu sinni á kvöldin. Eftir það mun læknirinn ákveða hversu oft þú átt að bera hlaupið á þig miðað við svörun sjúkdómsins og hvers kyns aukaverkanir.

Berið Panretin á æxlið með hreinum fingri. Berið vænt lag af hlaupi á allt yfirborð hvers æxlis sem þið viljið meðhöndla. Ekki er þörf á að nudda hlaupið inn í æxlið. Forðast verður að bera hlaupið á heilbrigða húð umhverfis æxlið. Ef þess er gætt vel að bera hlaupið einungis á æxlið minnkar það hættuna á að erting eða roði komi fram. Ef rétt er borið á er nokkuð magn af hlaupi sýnilegt á yfirborði æxlisins þegar áburði er lokið.

-Strax eftir áburð skal þurrka fingur sem þið hafið notað til að bera hlaupið á ykkur og alla heilbrigða húð sem komist hefur í snertingu við hlaupið með einnota þurrku. Þvoið hendurnar með sápu og vatni og strjúkið af heilbrigðri húð sem komist hefur í snertingu við hlaupið.

-Leyfið hlaupinu að þorna í þrjár til fimm mínútur áður en meðhöndlað svæði er hulið víðum fötum. Þekið ekki meðhöndluð svæði með plástri eða öðrum efnum.

-Best er að nota milda sápu þegar farið er í bað eða sturtu.

-Leitaðu til læknisins eða lyfjafræðings ef þér finnst áhrifin af Panretin hlaupi vera of mikil eða of lítil.

-Forðist sturtu, bað eða sund í að minnsta kosti þrjár klukkustundir eftir hvern áburð.

-Forðist að klóra meðhöndluð svæði.

-Panretin inniheldur alkóhól. Forðist opinn eld.

Læknirinn gefur þér upplýsingar um hversu löng meðferðin verður.

Ekki láta hugfallast þó að þú sjáir ekki bata strax.

Það geta liðið allt að 12 vikur þar til batamerki koma fram.

Ekki hætta meðferð við fyrsta batamerki.

Fækka gæti þurft þeim skiptum sem Panretin er borið á hvern sólarhring, eða hætta gæti þurft að nota hlaupið í stuttan tíma, ef fram hafa komið aukaverkanir á húð. Mikilvægt er að ráðfæra sig við lækninn, sem gefur fyrirmæli um hvað skuli gera.

Ef stærri skammtur af Panretin en mælt er fyrir um er notaður

Engin reynsla liggur fyrir af ofskömmtun Panretin.

Ef gleymist að nota Panretin

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Berið næsta skammt á ykkur á venjulegum tíma.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Panretin valdið aukaverkunum, þó ekki hjá öllum. Líklegast er að aukaverkanir komi fram þar sem Panretin hlaupið hefur verið borið á og algengast er að fyrst roðni húðin. Við áframhaldandi notkun Panretin hlaups getur roði og erting aukist og þroti getur myndast á áburðarstað. Ef aukaverkanir valda of miklum óþægindum, með miklum roða og ertingu, útbrotum, þrota eða verkjum, ættir þú að fá ráðleggingar hjá lækninum um hvernig aðlaga eigi þá skammta sem notaðir eru til meðferðar. Flestir sjúklingar geta haldið áfram að nota Panretin með því að breyta því hversu oft á sólarhring þeir bera hlaupið á sig. Stundum er nauðsynlegt að rjúfa meðferðina. Læknirinn getur gefið þér upplýsingar um hvað til bragðs skuli taka.

Eftirfarandi aukaverkanir hafa sést á húðinni þar sem menn hafa borið Panretin á sig:

Mjög algengar (sem geta komið fyrir hjá fleirum en 1 af hverjum 10 sjúklingum sem fá lyfið): Útbrot, hreistrun, erting, roði

Sprungur, hrúður, skorpa, vökvarennsli, vessarennsli Verkir, bruni, eymsli

Kláði

Algengar (sem geta komið fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10 en hjá fleirum en 1 af hverjum 100 sjúklingum sem fá lyfið):

Flögnun, skinnkast, húðþurrkur Þroti, bólga

Stingir, náladofi Blæðingar Breytingar á húðlit Húðsár

Sjaldgæfar (sem geta komið fyrir hjá færri en 1 af hverjum 100 en hjá fleirum en 1 af hverjum 1000 sjúklingum sem fá lyfið):

Sýkingar

Ofnæmisviðbrögð Bólgnir eitlar

Föl húð

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Gera skal lækni eða lyfjafræðingi viðvart ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

5.HVERNIG GEYMA Á PANRETIN

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki má nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem er á enda túpunnar. Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymið umbúðirnar þétt lokaðar. Notið ávallt lokið til að loka túpunni tryggilega eftir hverja notkun.

Eftir að umbúðir hafa verið opnaðar skal nota lyfið innan 90 daga.

Á opi túpunnar með Panretin hlaupi er öryggisinnsigli úr málmi. Ef þetta innsigli hefur verið rofið eða ef það er ekki sýnilegt þegar þú opnar öskjuna í fyrsta sinn MÁTT ÞÚ EKKI NOTA LYFIÐ, heldur skalt þú skila því í lyfjaverslunina.

Ekki á að fleygja lyfjum í skólplagnir eða heimilissorp. Spurðu lyfjafræðing hvernig heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þessar aðgerðir eru til þess að vernda umhverfið.

6. AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hvað inniheldur Panretin

-Virka efnið er alítretínóín. 1 g af hlaupi inniheldur 1mg af alítretínóíni.

-Önnur innihaldsefni eru etanól, makrógól 400, hýdroxýprópýlsellulósi og bútýlhýdroxýtólúen.

Útlit Panretin og pakkningastærð

Panretin er tært, gult hlaup. Það er afgreitt í margnota 60 g túpu úr áli með expoxýfóðri. Hver askja inniheldur eina túpu af hlaupi.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Eisai Ltd.

Mosquito Way

Hatfield

Hertfordshire

AL10 9SN

Bretlandi

Eisai Manufacturing Limited

Mosquito Way

Hatfield

Hertfordshire

AL10 9SN

Bretlandi

Ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið, vinsamlegast hafið þá samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Eisai Europe Ltd.

Eisai Ltd.

Tél/Tel: + 32 (0)2 502 58 04

Tel: +44 (0) 845 676 1400

 

(Jungtinė Karalystė)

България

Luxembourg/Luxemburg

Eisai Ltd.

Eisai Europe Ltd.

Teл.: + 359 2 810 39 96

Tél/Tel: + 32 (0)2 502 58 04

 

(Belgique/Belgien)

Česká republika

Magyarország

Eisai GesmbH organizačni složka

Eisai Ltd.

Tel.: + 420 242 485 839

Tel: +44 (0) 845 676 1400

 

(Nagy-Britannia)

Danmark

Malta

Eisai AB

Eisai Ltd.

Tlf: + 46 (0) 8 501 01 600

Tel: +44 (0) 845 676 1400

(Sverige)

(Ir-Renju Unit)

Deutschland

Nederland

Eisai GmbH

Eisai B.V.

Tel: + 49 (0) 69 66 58 50

Tél/Tel: + 31 (0) 900 575 3340

Eesti

Norge

Eisai Ltd.

Eisai AB

Tel: +44 (0) 845 676 1400

Tlf: + 46 (0) 8 501 01 600

(Ühendkuningriik)

(Sverige)

Ελλάδα

Österreich

Arriani Pharmaceuticals S.A.

Eisai GesmbH

Τηλ: +30 210 668 3000

España

Polska

Eisai Farmacéutica, S.A.

Eisai Ltd.

Tel: + (34) 91 455 94 55

Tel: +44 (0) 845 676 1400

 

(Wielka Brytania)

France

Portugal

Eisai SAS

Eisai Farmacêutica, Unipessoal Lda

Tél: + (33) 1 47 67 00 05

Tel: + 351 214 875 540

Hrvatska

România

Eisai Ltd.

Eisai Ltd.

Tel: +44 (0) 845 676 1400

Tel: +40 21 301 7469

(Velika Britanija)

 

Ireland

Slovenija

Eisai Ltd.

Eisai Ltd.

Tel: +44 (0) 845 676 1400

Tel: +44 (0) 845 676 1400

(United Kingdom)

(Velika Britanija)

Ísland

Slovenská republika

Eisai AB

Eisai GesmbH organizačni složka

Sími: + 46 (0)8 501 01 600

Tel.: + 420 242 485 839

(Svíþjóð)

(Česká republika)

Italia

Suomi/Finland

SIGMA-TAU

Eisai AB

Tel: +39 06 91391

Puh/Tel: + 46 (0) 8 501 01 600

 

(Ruotsi)

Κύπρος

Sverige

Eisai Ltd.

Eisai AB

Τηλ: +44 (0) 845 676 1400

Tel: + 46 (0) 8 501 01 600

(Ηνωµένο Βασίλειο)

 

Latvija

United Kingdom

Eisai Ltd.

Eisai Ltd.

Tel: +44 (0) 845 676 1400

Tel: +44 (0) 845 676 1400

(Anglija)

 

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf