Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Pergoveris (follitropin alfa /lutropin alfa) – Samantekt á eiginleikum lyfs - G03GA30

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsPergoveris
ATC-kóðiG03GA30
Efnifollitropin alfa /lutropin alfa
FramleiðandiMerck Serono Europe Ltd.  

1.HEITI LYFS

Pergoveris 150 a.e./75 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Eitt hettuglas inniheldur 150 a.e. (jafngildir 11 míkróg.) af follitrópíni alfa* (r-hFSH) og 75 a.e. (jafngildir 3 míkróg) af lútrópíni alfa* (r-hLH).

Eftir blöndun inniheldur hver ml af lausninni 150 a.e. r-hFSH og 75 a.e. r-hLH í hverjum millilítra.

*framleitt í erfðabreyttum frumum úr eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Duft: hvít eða beinhvít frostþurrkuð pilla.

Leysir: tær, litlaus lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Pergoveris er ætlað til að örva þroskun eggbúa hjá fullorðnum konum með alvarlegan skort á gulbúsörvandi hormóni (LH) og eggbúsörvandi hormóni (FSH).

Þessir sjúklingar voru í klínískum rannsóknum skilgreindir með eigin þéttni LH í sermi < 1,2 a.e./l.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Pergoveris skal hafin undir eftirliti læknis með reynslu af meðferð frjósemisvandamála.

Skammtar

Hjá konum sem skortir LH og FSH (vanseyting gónadótrópína (hypogonadotrophic hypogonadism)) er markmið meðferðar með Pergoveris að þroska eitt eggbú (graafian follicle) sem eggfruman losnar síðan frá eftir gjöf manna kóríógónadótrópíns (hCG). Pergoveris ætti að gefa með inndælingu daglega í ákveðinn tíma. Þar sem þessir sjúklingar hafa ekki blæðingar og litla eigin östrógenseytingu, er hægt að hefja meðferð hvenær sem er.

Meðferð skal sníða að svörun hvers sjúklings samkvæmt mati á stærð eggbúa með ómun og östrógen svörun.

Meðferðaráætlun sem mælt er með hefst með einu hettuglasi af Pergoveris á dag. Ef minna en eitt hettuglas á dag er notað gæti svörun eggbúa orðið ófullnægjandi vegna þess að magnið af lútrópíni alfa er ekki nægilegt (sjá kafla 5.1).

Ef hækkun skammta af FSH er talin viðeigandi, ætti skammtaaðlögun helst að fara fram með 7-14 daga millibili og helst í 37,5-75 a.e. þrepum með skráðu lyfi sem inniheldur follitrópín alfa. Ásættanlegt gæti verið að lengja örvunartímann í hverri meðferðarlotu í allt að 5 vikur.

Þegar kjörsvörun fæst, skal gefin ein inndæling með 250 míkrógrömmum af r-hCG eða 5.000 a.e. til 10.000 a.e. hCG 24-48 klst. á eftir síðustu Pergoveris inndælingunni. Sjúklingnum er ráðlagt að hafa samfarir daginn sem hCG er gefið og daginn eftir. Að öðrum kosti má framkvæma sæðingu í legi (IUI).

Íhuga má stuðning á gulbússtigi þar sem skortur á efnum með gulbússækna virkni (LH/hCG) eftir egglos getur leitt til ótímabærrar hrörnunar gulbúsins.

Ef svörun er of hastarleg, skal hætta meðferð og ekki gefa hCG. Meðferð skal þá hefja að nýju með lægri skömmtum af FSH en í fyrri meðferðarlotu.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Ábendingar fyrir notkun Pergoveris eiga ekki við um aldraða. Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun lyfsins hjá öldruðum sjúklingum.

Sjúklingar með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi, verkun og lyfjahvörf lyfsins hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

Börn

Notkun lyfsins á ekki við hjá börnum.

Lyfjagjöf

Pergoveris er ætlað til lyfjagjafar undir húð. Fyrsta inndælingin skal fara fram í umsjón heilbrigðisstarfsmanns. Stungulyfsstofninn skal leysa upp í leysinum sem fylgir með rétt fyrir notkun. Sjúklingar skulu aðeins sjá um lyfjagjöf sjálfir ef þeir treysta sér til þess, hafa hlotið fullnægjandi þjálfun og hafa aðgang að leiðbeiningum sérfræðings.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um frekari blöndun lyfsins fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Pergoveris skal ekki nota hjá sjúklingum með:

ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

æxli í undirstúku og heiladingli.

stækkun eggjastokka eða blöðrur á eggjastokkum sem ekki tengist fjölblöðrueggjastokkum og er af óþekktum uppruna.

blæðingar frá legi af óþekktum uppruna.

krabbamein í eggjastokkum, legi eða brjóstum.

Ekki má nota Pergoveris ef ekki er hægt að fá fram virka svörun, svo sem vegna:

vanstarfsemi í eggjastokkum (primary ovarian failure)

missmíðar á kynfærum, sem gerir meðgöngu ómögulega

bandvefsæxlis í legi, sem gerir meðgöngu ómögulega

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Pergoveris inniheldur efni með öfluga gónadótrópínvirkni sem geta valdið vægum til alvarlegum aukaverkunum og ættu einungis sérfræðingar sem eru kunnugir frjósemisvandamálum og meðhöndlun þeirra að nota lyfið.

Gónadótrópín meðferð krefst þess að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk gefi sér nægan tíma og að til staðar sé viðunandi aðstaða til eftirlits. Til að tryggja örugga, árangursríka meðferð með Pergoveris hjá konum þarf að fylgjast reglulega með svörun eggjastokka með ómskoðun, einni sér, eða helst

samhliða mælingum á magni östradíóls í sermi. Það getur verið munur á svörun við FSH/LH gjöf milli sjúklinga, þar sem sumir sjúklingar svara FSH/LH illa. Nota skal lægsta virka skammt, með hliðsjón af markmiðum meðferðarinnar, hjá konum.

Porfýría

Fylgjast þarf nákvæmlega með sjúklingum með porfýríu eða fjölskyldusögu um porfýríu meðan á meðferð með Pergoveris stendur. Hjá þessum sjúklingum getur Pergoveris aukið hættu á bráðu kasti. Versnun eða fyrstu merki um sjúkdóminn gætu leitt til þess að hætta þurfi meðferð.

Meðferð hjá konum

Áður en meðferð hefst er nauðsynlegt að athuga ófrjósemi parsins með viðeigandi hætti og meta mögulegar frábendingar gegn þungun. Sérstaklega skal gæta að vanstarfsemi skjaldkirtils (hypothyroidism), barksteraskorti (adrenocortical deficiency), aukningu á prólaktíni í blóði (hyperprolactinemia) og veita sértæka, viðeigandi meðferð.

Sjúklingar, sem undirgangast meðferð til örvunar eggbúsvaxtar, eru í aukinni hættu á oförvun vegna hugsanlegrar umframsvörunar östrógens og þroskunar fjölda eggbúa.

Oförvunarheilkenni eggjastokka (OHSS)

Búist er við nokkurri stækkun á eggjastokkum vegna stýrðrar örvunar eggjastokka. Þetta kemur oftar fram hjá konum með fjölblöðruheilkenni í eggjastokkum og gengur oftast til baka án meðferðar.

Ólíkt stækkun eggjastokka án fylgikvilla er oförvunarheilkenni eggjastokka sjúkdómur sem getur komið fram með vaxandi alvarleikastigum. Um er að ræða mikla stækkun eggjastokka, háa þéttni kynhormóna í sermi og aukningu á gegndræpi í æðakerfi, sem getur valdið vökvasöfnun í kviðarholi, brjóstholi og mjög sjaldan gollurshúsi.

Vart getur orðið við eftirfarandi einkenni í alvarlegum tilfellum af oförvun eggjastokka: Kviðverki, kviðþan, mikla stækkun eggjastokka, þyngdaraukningu, andnauð, þvagþurrð og einkenni frá meltingarvegi, þ.m.t. ógleði, uppsölur og niðurgang.

Klínísk skoðun getur leitt í ljós blóðþurrð, blóðstyrkt, elektrólýtaójafnvægi, skinuholsvökvasöfnun, skinuholsblóð, brjósthimnuútflæði, vatnsbrjóst eða bráða lungnabilun og segarek.

Örsjaldan geta fylgt alvarlegu oförvunarheilkenni eggjastokka eggjastokksvindingur eða segarek, svo sem lungnasegarek, blóðþurrðarheilablóðfall eða hjartadrep.

Óháðir áhættuþættir varðandi myndun oförvunarheilkennis eggjastokka eru ungur aldur, magurt holdarfar, fjölblöðruheilkenni í eggjastokkum, stærri skammtar af utanaðkomandi gónadótrópínum, há heildar- eða hraðhækkandi östradíólgildi í sermi (> 900 pg/ml eða > 3.300 pmól/l þegar ekki verður egglos), fyrri tilvik oförvunarheilkennis eggjastokka, og mikill fjöldi eggbúa í vexti (3 eggbú ≥ 14 mm í þvermál þegar ekki verður egglos).

Með því að fylgja ráðleggingum varðandi skammtastærðir og lyfjagjafaráætlun með PERGOVERIS og FSH er hættu á oförvun eggjastokka haldið í lágmarki. Mælt er með eftirliti örvunarlota með ómskoðun og mælingum á östradíóli til þess að hægt sé að koma snemma auga á áhættuþætti.

Heimildir eru fyrir því að hCG gegni mikilvægu hlutverki við að hrinda af stað oförvunarheilkenni eggjastokka og að heilkennið geti orðið alvarlegra og dregist á langinn við þungun. Ef merki um oförvunarheilkenni eggjastokka koma fram, svo sem östradíól gildi í sermi > 5.500 pg/ml eða

> 20.200 pmól/l og/eða ≥ 40 eggbú alls, er mælt með að nota ekki hCG og sjúklingi ráðlagt að hafa ekki samfarir eða nota getnaðarvarnir án hormóna í a.m.k. 4 daga. Oförvunarheilkenni eggjastokka getur þróast hratt (innan sólarhrings) eða á nokkrum dögum yfir í að verða alvarlegur kvilli. Það kemur oftast fram eftir að hormónameðferð er lokið og nær hámarki sjö til tíu dögum eftir meðferð.

Venjulega hverfa einkennin sjálfkrafa við upphaf tíða. Því er nauðsynlegt að fylgjast með sjúklingum í a.m.k 2 vikur eftir hCG gjöf.

Ef vart verður við alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka, skal hætta gónadótrópínmeðferð, ef hún stendur enn yfir. Leggja skal sjúklinginn inn á sjúkrahús og hefja meðhöndlun gegn einkennunum. Tíðni þessa heilkennis er hærri hjá sjúklingum með fjölblöðrusjúkdóm í eggjastokkum (PCOD).

Sé talin hætta á oförvunarheilkenni eggjastokka, á að íhuga að hætta meðferð.

Eggjastokksvindingur

Tilkynnt hefur verið um eggjastokksvinding eftir meðferð með öðrum gónadótrópínum. Þetta kann að tengjast öðrum áhættuþáttum á borð við oförvunarheilkenni eggjastokka, þungun, fyrri kviðarholsaðgerð, sögu um eggjastokksvinding, blöðrur á eggjastokkum eða sögu um blöðrur eða fjölblöðruheilkenni eggjastokka. Hægt er að takmarka skemmdir á eggjastokkum vegna skerts blóðflæðis með tímanlegri greiningu og að flækjan sé leyst tafarlaust.

Fjölburaþungun

Hjá sjúklingum sem undirgangast meðferð til örvunar eggloss má búast við hærri tíðni fjölburaþungana og fæðinga samanborið við náttúrulegan getnað. Tvíburar eru algengastir við fjölburagetnað. Fjölburaþungun, einkum ef fóstrin eru mörg, eykur hættuna á að eitthvað fari úrskeiðis hjá móður og börnum.

Til að lágmarka líkurnar á fjölburaþungun er mælt með nákvæmu eftirliti með svörun eggjastokka.

Gera skal sjúklingunum grein fyrir hættunni á fjölburafæðingum, áður en meðferð hefst. Sé talið að hætta sé á fjölburaþungun, á að íhuga að hætta meðferð.

Fósturlát

Fósturlát eru tíðari hjá sjúklingum, sem undirgangast meðferð til örvunar eggbúsvaxtar til að virkja egglos en almennt gerist.

Utanlegsþykkt

Líkur á utanlegsþykkt eru meiri hjá konum með sögu um sjúkdóma í eggleiðurum, hvort sem þungun er af völdum venjubundins getnaðar eða frjósemismeðferða. Tilkynnt var að tíðni utanlegsþykktar eftir tækniæxlun væri hærri en almennt gerist.

Æxli í æxlunarfærum

Greint hefur verið frá æxlum í eggjastokkum eða æxlunarfærum, bæði góðkynja og illkynja, hjá konum sem hafa gengist undir margar meðferðir vegna ófrjósemi. Ekki hefur verið sýnt fram á hvort meðferð með gónadótrópínum eykur áhættuna á þessum æxlum hjá ófrjóum konum eða ekki.

Meðfædd vansköpun

Tíðni meðfæddrar vansköpunar eftir tækniæxlun er aðeins hærri en eftir náttúrulegan getnað. Þetta er talið vera vegna mismunandi sérkenna foreldra (t.d. aldur móður, eiginleikar sæðisfruma) og fjölburaþungana.

Segarek

Hjá konum sem hafa nýlega verið með eða eru með segarekssjúkdóma eða konum með almennt þekkta áhættuþætti fyrir segareki, t.d. konur sem hafa áður fengið segarek eða hafa fjölskyldusögu um segarek, segamyndunarhneigð eða mikla yfirþyngd (líkamsþyngdarstuðull > 30 kg/m2),getur meðferð með gónadótrópínum aukið enn frekar áhættuna. Hjá þessum konum þarf að vega hag af

gónadótrópíngjöf á móti mögulegri áhættu. Hafa þarf í huga að meðgangan sjálf og oförvunarheilkenni eggjastokka auka einnig hættu á segareki.

Natríuminnihald

Pergoveris inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. nær laust við natríum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki á að gefa Pergoveris í blöndu með öðrum lyfjum, í sömu inndælingu, nema með follitrópíni alfa þar sem sýnt hefur verið fram á að það að gefa þau samtímis breytir ekki virkni, stöðugleika, né lyfjahvarfa- og lyfhrifaeiginleikum þeirra á marktækan hátt.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Það eru engar ábendingar til fyrir notkun Pergoveris á meðgöngu. Upplýsingar úr takmörkuðum fjölda þungana sem lyfið tekur til benda ekki til neinna aukaverkana follitrópíns alfa og lútrópíns alfa á meðgöngu, þroska fósturvísa eða fóstra, fæðingu eða þroska eftir fæðingu í kjölfar stýrðrar eggjastokkaörvunar. Ekki hefur verið tilkynnt um vansköpunaráhrif af völdum slíkra gónadótrópína í dýrarannsóknum. Klínískar upplýsingar eru ekki nægilegar til að útiloka vansköpunaráhrif Pergoveris, komi til notkunar þess á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Pergoveris á ekki að gefa konum með barn á brjósti.

Frjósemi

Pergoveris er ætlað til notkunar við ófrjósemi (sjá kafla 4.1).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Pergoveris hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt um öryggissnið

Algengustu aukaverkanirnar sem tilkynnt var um voru höfuðverkur, blöðrur á eggjastokkum og viðbrögð á stungustað (t.d. verkir, roði, margúll, þroti og/eða erting á stungustað). Algengt var að tilkynnt væri um vægt eða í meðallagi alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka og líta skal á það sem augljósa áhættu við örvunarferlið. Alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka er sjaldgæft (sjá

kafla 4.4).

Segarek kemur örsjaldan fyrir, yfirleitt í tengslum við oförvunarheilkenni eggjastokka (sjá kafla 4.4).

Tafla með lista yfir aukaverkanir

Aukaverkanir eru sem hér segir samkvæmt MedDRA flokkun eftir líffærum og tíðni. Tíðniflokkarnir eru: mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Ónæmiskerfi

Koma örsjaldan fyrir: Væg til alvarleg ofnæmisviðbrögð, að meðtöldum bráðaofnæmisviðbrögðum og losti

Taugakerfi

 

Mjög algengar:

Höfuðverkur

Æðar

Koma örsjaldan fyrir: Segarek, yfirleitt í tengslum við alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Koma örsjaldan fyrir: Elnun eða versnun astma

Meltingarfæri

 

Algengar:

Kviðverkur, þaninn kviður, ónot í kvið, ógleði, uppköst, niðurgangur

Æxlunarfæri og brjóst

 

Mjög algengar:

Blöðrur á eggjastokkum

Algengar:

Verkir í brjóstum, verkir í mjaðmagrind, vægt til miðlungi alvarlegt

 

oförvunarheilkenni eggjastokka (ásamt tengdum einkennum)

Sjaldgæfar:

Alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka (ásamt tengdum einkennum)

 

(sjá kafla 4.4)

Mjög sjaldgæfar:

Fylgikvillar tengdir alvarlegu oförvunarheilkenni eggjastokka

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Mjög algengar:

Frá vægum til alvarlegra viðbragða á stungustað (t.d. verkir, roði, margúll,

 

marblettir, þroti og/eða erting á stungustað)

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Einkenni

Áhrif ofskömmtunar með Pergoveris eru ekki þekkt. Þó er möguleiki á oförvunarheilkenni eggjastokka, sem er lýst nánar í kafla 4.4.

Meðferð

Meðferð beinist að einkennum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Kynhormónar og lyf, sem hafa mótandi áhrif á kynfæri, gónadótrópín ATC-flokkur: G03GA30.

Pergoveris er lyf sem inniheldur raðbrigða hormón manna sem örvar vöxt eggbúa (follitrópín alfa, r-hFSH) og raðbrigða gulbúsörvandi hormón manna (lútrópín alfa, r-hLH) sem framleidd eru í frumum úr eggjastokkum kínverskra hamstra með raðbrigða DNA tækni.

Verkunarháttur

Í klínískum rannsóknum hefur verið sýnt fram á verkun samhliða notkunar follitrópíns alfa og lútrópíns alfa hjá konum með vanseytingu gónadótrópína.

Við örvun eggbúsvaxtar hjá konum sem ekki hafa egglos og skortir LH og FSH eru aðaláhrif gjafar lútrópíns alfa að auka östradíól seytingu eggbúanna, en vöxtur þeirra er örvaður af FSH.

Lyfhrif

Í klínískum rannsóknum voru sjúklingar með náttúrulegt (endogenous) LH gildi í sermi < 1,2 a.e./l, mælt á sömu rannsóknarstofu, skilgreindir með alvarlegan skort á FSH og LH. Þrátt fyrir það ætti að taka með í reikninginn að breytileiki er á milli LH mælinga sem gerðar eru á mismunandi rannsóknarstofum. Í þessum rannsóknum var hlutfall eggloss 70-75% fyrir hvern tíðahring.

Verkun

Í klínískri rannsókn hjá konum með vanseytingu gónadótrópína og þéttni innræns LH í sermi undir 1,2 a.e./l var viðeigandi skammtur af r-hLH kannaður. Skammtur sem var 75 a.e. af r-hLH á dag (samhliða 150 a.e. af r-hFSH) leiddi til viðeigandi þroska eggbús og östrógen framleiðslu. Skammtur sem var 25 a.e. r-hLH á dag (samhliða 150 a.e. af r-hFSH) leiddi til ófullnægjandi þroska eggbús. Gjöf minna en eins hettuglass á dag af Pergoveris getur því gefið of litla LH-virkni til að tryggja viðeigandi þroska eggbús.

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf follitrópíns alfa og lútrópíns alfa hafa reynst þau sömu og lyfjahvörf follitrópíns alfa og lútrópíns alfa hvors fyrir sig.

Follitrópín alfa

Dreifing

Eftir gjöf í bláæð berst follitrópín alfa út í utanfrumuvökvann með upphaflegan helmingunartíma u.þ.b. 2 klst. og hverfur úr líkamanum með endanlegan helmingunartíma um einn dag. Dreifingarrúmál við jafnvægi er 10 l.

Eftir gjöf undir húð er heildaraðgengi um 70%. Við endurtekna skammta safnast follitrópín alfa fyrir, þéttni þrefaldast og nær jafnvægi eftir 3-4 daga. Sýnt hefur verið fram á að follitrópín alfa örvar þroskun eggbúa og steramyndun hjá konum, með skerta innræna seytingu gónadótrópíns, þrátt fyrir að LH þéttni sé ekki mælanleg.

Brotthvarf

Heildarúthreinsun er 0,6 l/klst. og einn áttundi hluti af follitrópín alfa skammtinum er skilinn út í þvagi.

Lútrópín alfa

Dreifing

Lútrópín alfa dreifist hratt eftir inngjöf í bláæð, með upphaflegan helmingunartíma u.þ.b. eina klst. og hverfur úr líkamanum með endanlegan helmingunartíma brotthvarfs u.þ.b. 10-12 klst. Dreifingarrúmmál við jafnvægi er um 10-14 l. Lyfjahvörf lútrópíns alfa eru línuleg, samkvæmt AUC sem er í beinu hlutfalli við gefinn skammt.

Eftir gjöf undir húð er heildaraðgengi u.þ.b. 60%; endanlegur helmingunartími lengist lítillega. Lyfjahvörf lútrópíns alfa eftir stakan skammt og endurtekna skammta af lútrópíni alfa eru sambærileg og uppsöfnunarhlutfall lútrópíns alfa er lágt. Meðaldvalartími er u.þ.b.5 klst.

Brotthvarf

Heildarúthreinsun er um 2 l/klst. og minna en 5% af skammti er skilinn út í þvagi.

Tengsl lyfjahvarfa og lyfhrifa

Engar lyfjahvarfamilliverkanir eru við follitrópín alfa, þegar lyfin eru gefin samtímis.

Klínískar rannsóknir með Pergoveris voru framkvæmdar með frostþurrkuðu lyfjaformi. Klínísk samanburðarrannsókn á frostþurrkaða forminu og vökvaforminu sýndi fram á jafngildi lyfjaformanna tveggja.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Duft

Súkrósi

Pólýsorbat 20

Metíónín

Tvínatríumfosfattvíhýdrat

Natríumtvíhýdrógenfosfateinhýdrat

Fosfórsýra, óþynnt til að stilla pH

Natríumhýdroxíð til að stilla pH

Leysir

Vatn fyrir stungulyf.

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6.

6.3Geymsluþol

Órofin hettuglös

3 ár.

Blönduð lausn

Pergoveris á að nota án tafar og aðeins einu sinni eftir að umbúðir hafa verið rofnar og lyfið blandað. Því má ekki geyma lyfið eftir að umbúðir hafa verið rofnar og lyfið blandað.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 25°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

Duft: 3 ml hettuglös (gler af tegund I) með tappa (brómóbútýlgúmmí) og smelluloki úr áli. 1 hettuglas inniheldur 11 míkróg r-hFSH og 3 míkróg r-hLH.

Leysir: 3 ml hettuglös (gler af tegund I) með teflonhúðuðum gúmmítappa og smelluloki úr áli. 1 hettuglas með leysi inniheldur 1 ml af vatni fyrir stungulyf.

Pakkningar með 1, 3 og 10 hettuglösum með samsvarandi fjölda af leysi (1, 3 og 10 hettuglös).

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Notið án tafar og aðeins einu sinni eftir að umbúðir hafa verið rofnar og lyfið blandað.

Blöndun

Sýrustig (pH) fullbúinnar lausnar er 6,5 - 7,5.

Pergoveris skal leysa upp í leysinum fyrir notkun með hægri hringhreyfingu. Ekki skal nota fullbúnu lausnina ef hún inniheldur agnir eða er ekki tær.

Pergoveris má blanda með follitrópíni alfa og gefa saman í einni inndælingu.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Merck Serono Europe Limited

56 Marsh Wall

London E14 9TP

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/07/396/001

EU/1/07/396/002

EU/1/07/396/003

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 25. júní 2007.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis 22. maí 2012.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

{MM/ÁÁÁÁ}

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

1. HEITI LYFS

Pergoveris (300 a.e. + 150 a.e)/0,48 ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna.

2. INNIHALDSLÝSING

Hver fjölskammta áfylltur lyfjapenni inniheldur 300 a.e. (jafngildir 22 míkrógrömmum) af follitrópíni alfa* (r-hFSH) og 150 a.e. (jafngildir 6 míkrógrömmum) af lútrópíni alfa* (r-hLH) í 0,48 ml lausn.

*raðbrigða follitrópín alfa úr mönnum og raðbrigða lútrópín alfa úr mönnum eru framleidd í frumum úr eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO) með raðbrigða DNA tækni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyf, lausn (stungulyf).

Tær, litlaus eða örlítið gul lausn.

Sýrustig (pH) lausnarinnar er 6,5 – 7,5 og osmólalstyrkur hennar er 250 – 400 mOsm/kg.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Pergoveris er ætlað til að örva þroskun eggbúa hjá fullorðnum konum með alvarlegan skort á gulbúsörvandi hormóni (LH) og eggbúsörvandi hormóni (FSH).

Þessir sjúklingar voru í klínískum rannsóknum skilgreindir með eigin þéttni LH í sermi < 1,2 a.e./l.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Pergoveris skal hafin undir eftirliti læknis með reynslu af meðferð frjósemisvandamála.

Skammtar

Hjá konum sem skortir LH og FSH (vanseyting gónadótrópína (hypogonadotrophic hypogonadism)) er markmið meðferðar með Pergoveris að þroska eitt eggbú (graafian follicle) sem eggfruman losnar síðan frá eftir gjöf manna kóríógónadótrópíns (hCG). Pergoveris ætti að gefa með inndælingu daglega í ákveðinn tíma. Þar sem þessir sjúklingar hafa ekki blæðingar og litla eigin östrógenseytingu, er hægt að hefja meðferð hvenær sem er.

Meðferð skal sníða að svörun hvers sjúklings samkvæmt mati á stærð eggbúa með ómun og östrógen svörun.

Meðferðaráætlun hefst á ráðlögðum skammti af Pergoveris sem inniheldur 150 a.e. r-hFSH/75 a.e. r-hLH á dag. Ef notaður er minni skammtur en ráðlagður skammtur af Pergoveris gæti svörun eggbúa orðið ófullnægjandi vegna þess að magnið af lútrópíni alfa er ekki nægilegt (sjá kafla 5.1).

Ef hækkun skammta af FSH er talin viðeigandi, ætti skammtaaðlögun helst að fara fram með 7-14 daga millibili og helst í 37,5-75 a.e. þrepum með skráðu lyfi sem inniheldur follitrópín alfa. Ásættanlegt gæti verið að lengja örvunartímann í hverri meðferðarlotu í allt að 5 vikur.

Þegar kjörsvörun fæst, skal gefin ein inndæling með 250 míkrógrömmum af r-hCG eða 5.000 a.e. til 10.000 a.e. hCG 24-48 klst. á eftir síðustu Pergoveris inndælingunni. Sjúklingnum er ráðlagt að hafa samfarir daginn sem hCG er gefið og daginn eftir. Að öðrum kosti má framkvæma sæðingu í legi (IUI).

Íhuga má stuðning á gulbússtigi þar sem skortur á efnum með gulbússækna virkni (LH/hCG) eftir egglos getur leitt til ótímabærrar hrörnunar gulbúsins.

Ef svörun er of hastarleg, skal hætta meðferð og ekki gefa hCG. Meðferð skal þá hefja að nýju með lægri skömmtum af FSH en í fyrri meðferðarlotu.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Ábendingar fyrir notkun Pergoveris eiga ekki við um aldraða. Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun lyfsins hjá öldruðum sjúklingum.

Sjúklingar með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi, verkun og lyfjahvörf lyfsins hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

Börn

Notkun lyfsins á ekki við hjá börnum.

Lyfjagjöf

Pergoveris er ætlað til lyfjagjafar undir húð. Fyrsta inndælingin skal fara fram í umsjón heilbrigðisstarfsmanns. Sjúklingar skulu aðeins sjá um lyfjagjöf sjálfir ef þeir treysta sér til þess, hafa hlotið fullnægjandi þjálfun og hafa aðgang að leiðbeiningum sérfræðings.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um notkun lyfsins.

4.3 Frábendingar

Pergoveris skal ekki nota hjá sjúklingum með:

ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

æxli í undirstúku og heiladingli.

stækkun eggjastokka eða blöðrur á eggjastokkum sem ekki tengist fjölblöðrueggjastokkum og er af óþekktum uppruna.

blæðingar frá legi af óþekktum uppruna.

krabbamein í eggjastokkum, legi eða brjóstum.

Ekki má nota Pergoveris ef ekki er hægt að fá fram virka svörun, svo sem vegna:

vanstarfsemi í eggjastokkum (primary ovarian failure)

missmíðar á kynfærum, sem gerir meðgöngu ómögulega

bandvefsæxlis í legi, sem gerir meðgöngu ómögulega

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Pergoveris inniheldur efni með öfluga gónadótrópínvirkni sem geta valdið vægum til alvarlegum aukaverkunum og ættu einungis sérfræðingar sem eru kunnugir frjósemisvandamálum og meðhöndlun þeirra að nota lyfið.

Gónadótrópín meðferð krefst þess að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk gefi sér nægan tíma og að til staðar sé viðunandi aðstaða til eftirlits. Til að tryggja örugga, árangursríka meðferð með Pergoveris hjá konum þarf að fylgjast reglulega með svörun eggjastokka með ómskoðun, einni sér, eða helst samhliða mælingum á magni östradíóls í sermi. Það getur verið munur á svörun við FSH/LH gjöf milli

sjúklinga, þar sem sumir sjúklingar svara FSH/LH illa. Nota skal lægsta virka skammt, með hliðsjón af markmiðum meðferðarinnar, hjá konum.

Porfýría

Fylgjast þarf nákvæmlega með sjúklingum með porfýríu eða fjölskyldusögu um porfýríu meðan á meðferð með Pergoveris stendur. Hjá þessum sjúklingum getur Pergoveris aukið hættu á bráðu kasti. Versnun eða fyrstu merki um sjúkdóminn gætu leitt til þess að hætta þurfi meðferð.

Meðferð hjá konum

Áður en meðferð hefst er nauðsynlegt að athuga ófrjósemi parsins með viðeigandi hætti og meta mögulegar frábendingar gegn þungun. Sérstaklega skal gæta að vanstarfsemi skjaldkirtils (hypothyroidism), barksteraskorti (adrenocortical deficiency), aukningu á prólaktíni í blóði (hyperprolactinemia) og veita sértæka, viðeigandi meðferð.

Sjúklingar, sem undirgangast meðferð til örvunar eggbúsvaxtar, eru í aukinni hættu á oförvun vegna hugsanlegrar umframsvörunar östrógens og þroskunar fjölda eggbúa.

Oförvunarheilkenni eggjastokka (OHSS)

Búist er við nokkurri stækkun á eggjastokkum vegna stýrðrar örvunar eggjastokka. Þetta kemur oftar fram hjá konum með fjölblöðruheilkenni í eggjastokkum og gengur oftast til baka án meðferðar.

Ólíkt stækkun eggjastokka án fylgikvilla er oförvunarheilkenni eggjastokka sjúkdómur sem getur komið fram með vaxandi alvarleikastigum. Um er að ræða mikla stækkun eggjastokka, háa þéttni kynhormóna í sermi og aukningu á gegndræpi í æðakerfi, sem getur valdið vökvasöfnun í kviðarholi, brjóstholi og mjög sjaldan gollurshúsi.

Vart getur orðið við eftirfarandi einkenni í alvarlegum tilfellum af oförvun eggjastokka: Kviðverki, kviðþan, mikla stækkun eggjastokka, þyngdaraukningu, andnauð, þvagþurrð og einkenni frá meltingarvegi, þ.m.t. ógleði, uppsölur og niðurgang.

Klínísk skoðun getur leitt í ljós blóðþurrð, blóðstyrkt, elektrólýtaójafnvægi, skinuholsvökvasöfnun, skinuholsblóð, brjósthimnuútflæði, vatnsbrjóst eða bráða lungnabilun og segarek.

Örsjaldan geta fylgt alvarlegu oförvunarheilkenni eggjastokka eggjastokksvindingur eða segarek, svo sem lungnasegarek, blóðþurrðarheilablóðfall eða hjartadrep.

Óháðir áhættuþættir varðandi myndun oförvunarheilkennis eggjastokka eru ungur aldur, magurt holdarfar, fjölblöðruheilkenni í eggjastokkum, stærri skammtar af utanaðkomandi gónadótrópínum, há heildar- eða hraðhækkandi östradíólgildi í sermi (> 900 pg/ml eða > 3.300 pmól/l þegar ekki verður egglos), fyrri tilvik oförvunarheilkennis eggjastokka, og mikill fjöldi eggbúa í vexti (3 eggbú ≥ 14 mm í þvermál þegar ekki verður egglos).

Með því að fylgja ráðleggingum varðandi skammtastærðir og lyfjagjafaráætlun með PERGOVERIS og FSH er hættu á oförvun eggjastokka haldið í lágmarki. Mælt er með eftirliti örvunarlota með ómskoðun og mælingum á östradíóli til þess að hægt sé að koma snemma auga á áhættuþætti.

Heimildir eru fyrir því að hCG gegni mikilvægu hlutverki við að hrinda af stað oförvunarheilkenni eggjastokka og að heilkennið geti orðið alvarlegra og dregist á langinn við þungun. Ef merki um oförvunarheilkenni eggjastokka koma fram, svo sem östradíól gildi í sermi > 5.500 pg/ml eða

> 20.200 pmól/l og/eða ≥ 40 eggbú alls, er mælt með að nota ekki hCG og sjúklingi ráðlagt að hafa ekki samfarir eða nota getnaðarvarnir án hormóna í a.m.k. 4 daga. Oförvunarheilkenni eggjastokka getur þróast hratt (innan sólarhrings) eða á nokkrum dögum yfir í að verða alvarlegur kvilli. Það kemur oftast fram eftir að hormónameðferð er lokið og nær hámarki sjö til tíu dögum eftir meðferð.

Venjulega hverfa einkennin sjálfkrafa við upphaf tíða. Því er nauðsynlegt að fylgjast með sjúklingum í a.m.k 2 vikur eftir hCG gjöf.

Ef vart verður við alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka, skal hætta gónadótrópínmeðferð, ef hún stendur enn yfir. Leggja skal sjúklinginn inn á sjúkrahús og hefja meðhöndlun gegn einkennunum. Tíðni þessa heilkennis er hærri hjá sjúklingum með fjölblöðrusjúkdóm í eggjastokkum (PCOD).

Sé talin hætta á oförvunarheilkenni eggjastokka, á að íhuga að hætta meðferð.

Eggjastokksvindingur

Tilkynnt hefur verið um eggjastokksvinding eftir meðferð með öðrum gónadótrópínum. Þetta kann að tengjast öðrum áhættuþáttum á borð við oförvunarheilkenni eggjastokka, þungun, fyrri kviðarholsaðgerð, sögu um eggjastokksvinding, blöðrur á eggjastokkum eða sögu um blöðrur eða fjölblöðruheilkenni eggjastokka. Hægt er að takmarka skemmdir á eggjastokkum vegna skerts blóðflæðis með tímanlegri greiningu og að flækjan sé leyst tafarlaust.

Fjölburaþungun

Hjá sjúklingum sem undirgangast meðferð til örvunar eggloss má búast við hærri tíðni fjölburaþungana og fæðinga samanborið við náttúrulegan getnað. Tvíburar eru algengastir við fjölburagetnað. Fjölburaþungun, einkum ef fóstrin eru mörg, eykur hættuna á að eitthvað fari úrskeiðis hjá móður og börnum.

Til að lágmarka líkurnar á fjölburaþungun er mælt með nákvæmu eftirliti með svörun eggjastokka.

Gera skal sjúklingunum grein fyrir hættunni á fjölburafæðingum, áður en meðferð hefst. Sé talið að hætta sé á fjölburaþungun, á að íhuga að hætta meðferð.

Fósturlát

Fósturlát eru tíðari hjá sjúklingum, sem undirgangast meðferð til örvunar eggbúsvaxtar til að virkja egglos en almennt gerist.

Utanlegsþykkt

Líkur á utanlegsþykkt eru meiri hjá konum með sögu um sjúkdóma í eggleiðurum, hvort sem þungun er af völdum venjubundins getnaðar eða frjósemismeðferða. Tilkynnt var að tíðni utanlegsþykktar eftir tækniæxlun væri hærri en almennt gerist.

Æxli í æxlunarfærum

Greint hefur verið frá æxlum í eggjastokkum eða æxlunarfærum, bæði góðkynja og illkynja, hjá konum sem hafa gengist undir margar meðferðir vegna ófrjósemi. Ekki hefur verið sýnt fram á hvort meðferð með gónadótrópínum eykur áhættuna á þessum æxlum hjá ófrjóum konum eða ekki.

Meðfædd vansköpun

Tíðni meðfæddrar vansköpunar eftir tækniæxlun er aðeins hærri en eftir náttúrulegan getnað. Þetta er talið vera vegna mismunandi sérkenna foreldra (t.d. aldur móður, eiginleikar sæðisfruma) og fjölburaþungana.

Segarek

Hjá konum sem hafa nýlega verið með eða eru með segarekssjúkdóma eða konum með almennt þekkta áhættuþætti fyrir segareki, t.d. konur sem hafa áður fengið segarek eða hafa fjölskyldusögu um segarek, segamyndunarhneigð eða mikla yfirþyngd (líkamsþyngdarstuðull > 30 kg/m2),getur meðferð með gónadótrópínum aukið enn frekar áhættuna. Hjá þessum konum þarf að vega hag af

gónadótrópíngjöf á móti mögulegri áhættu. Hafa þarf í huga að meðgangan sjálf og oförvunarheilkenni eggjastokka auka einnig hættu á segareki.

Natríuminnihald

Pergoveris inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. nær laust við natríum.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki má gefa Pergoveris stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna í blöndu með öðrum lyfjum í sömu inndælingu.

Gefa má Pergoveris stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna samhliða skráðu lyfi sem inniheldur follitrópín alfa með aðskildum inndælingum.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Það eru engar ábendingar til fyrir notkun Pergoveris á meðgöngu. Upplýsingar úr takmörkuðum fjölda þungana sem lyfið tekur til benda ekki til neinna aukaverkana follitrópíns alfa og lútrópíns alfa á meðgöngu, þroska fósturvísa eða fóstra, fæðingu eða þroska eftir fæðingu í kjölfar stýrðrar eggjastokkaörvunar. Ekki hefur verið tilkynnt um vansköpunaráhrif af völdum slíkra gónadótrópína í dýrarannsóknum. Klínískar upplýsingar eru ekki nægilegar til að útiloka vansköpunaráhrif Pergoveris, komi til notkunar þess á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Pergoveris á ekki að gefa konum með barn á brjósti.

Frjósemi

Pergoveris er ætlað til notkunar við ófrjósemi (sjá kafla 4.1).

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Pergoveris hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggissnið

Algengustu aukaverkanirnar sem tilkynnt var um voru höfuðverkur, blöðrur á eggjastokkum og viðbrögð á stungustað (t.d. verkir, roði, margúll, þroti og/eða erting á stungustað). Algengt var að tilkynnt væri um vægt eða í meðallagi alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka og líta skal á það sem augljósa áhættu við örvunarferlið. Alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka er sjaldgæft (sjá

kafla 4.4).

Segarek kemur örsjaldan fyrir, yfirleitt í tengslum við oförvunarheilkenni eggjastokka (sjá kafla 4.4).

Tafla með lista yfir aukaverkanir

Aukaverkanir eru sem hér segir samkvæmt MedDRA flokkun eftir líffærum og tíðni. Tíðniflokkarnir eru: mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Ónæmiskerfi

Koma örsjaldan fyrir: Væg til alvarleg ofnæmisviðbrögð, að meðtöldum bráðaofnæmisviðbrögðum og losti

Taugakerfi

 

Mjög algengar:

Höfuðverkur

Æðar

Koma örsjaldan fyrir: Segarek, yfirleitt í tengslum við alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Koma örsjaldan fyrir: Elnun eða versnun astma

Meltingarfæri

 

Algengar:

Kviðverkur, þaninn kviður, ónot í kvið, ógleði, uppköst, niðurgangur

Æxlunarfæri og brjóst

 

Mjög algengar:

Blöðrur á eggjastokkum

Algengar:

Verkir í brjóstum, verkir í mjaðmagrind, vægt til miðlungi alvarlegt

 

oförvunarheilkenni eggjastokka (ásamt tengdum einkennum)

Sjaldgæfar:

Alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka (ásamt tengdum einkennum)

 

(sjá kafla 4.4)

Mjög sjaldgæfar:

Fylgikvillar tengdir alvarlegu oförvunarheilkenni eggjastokka

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Mjög algengar:

Frá vægum til alvarlegra viðbragða á stungustað (t.d. verkir, roði, margúll,

 

marblettir, þroti og/eða erting á stungustað)

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Einkenni

Áhrif ofskömmtunar með Pergoveris eru ekki þekkt. Þó er möguleiki á oförvunarheilkenni eggjastokka, sem er lýst nánar í kafla 4.4.

Meðferð

Meðferð beinist að einkennum.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Kynhormónar og lyf, sem hafa mótandi áhrif á kynfæri, gónadótrópín ATC-flokkur: G03GA30.

Pergoveris er lyf sem inniheldur raðbrigða hormón manna sem örvar vöxt eggbúa (follitrópín alfa, r-hFSH) og raðbrigða gulbúsörvandi hormón manna (lútrópín alfa, r-hLH) sem framleidd eru í frumum úr eggjastokkum kínverskra hamstra með raðbrigða DNA tækni.

Verkunarháttur

Í klínískum rannsóknum hefur verið sýnt fram á verkun samhliða notkunar follitrópíns alfa og lútrópíns alfa hjá konum með vanseytingu gónadótrópína.

Við örvun eggbúsvaxtar hjá konum sem ekki hafa egglos og skortir LH og FSH eru aðaláhrif gjafar lútrópíns alfa að auka östradíól seytingu eggbúanna, en vöxtur þeirra er örvaður af FSH.

Lyfhrif

Í klínískum rannsóknum voru sjúklingar með náttúrulegt (endogenous) LH gildi í sermi < 1,2 a.e./l, mælt á sömu rannsóknarstofu, skilgreindir með alvarlegan skort á FSH og LH. Þrátt fyrir það ætti að taka með í reikninginn að breytileiki er á milli LH mælinga sem gerðar eru á mismunandi rannsóknarstofum. Í þessum rannsóknum var hlutfall eggloss 70-75% fyrir hvern tíðahring.

Verkun

Í klínískri rannsókn hjá konum með vanseytingu gónadótrópína og þéttni innræns LH í sermi undir 1,2 a.e./l var viðeigandi skammtur af r-hLH kannaður. Skammtur sem var 75 a.e. af r-hLH á dag (samhliða 150 a.e. af r-hFSH) leiddi til viðeigandi þroska eggbús og östrógen framleiðslu. Skammtur sem var 25 a.e. r-hLH á dag (samhliða 150 a.e. af r-hFSH) leiddi til ófullnægjandi þroska eggbús. Gjöf Pergoveris sem inniheldur minna en 75 a.e. af r-hLH á dag getur því gefið of litla LH-virkni til að tryggja viðeigandi þroska eggbús.

5.2 Lyfjahvörf

Lyfjahvörf follitrópíns alfa og lútrópíns alfa hafa reynst þau sömu og lyfjahvörf follitrópíns alfa og lútrópíns alfa hvors fyrir sig.

Follitrópín alfa

Dreifing

Eftir gjöf í bláæð berst follitrópín alfa út í utanfrumuvökvann með upphaflegan helmingunartíma u.þ.b. 2 klst. og hverfur úr líkamanum með endanlegan helmingunartíma um einn dag. Dreifingarrúmál við jafnvægi er 10 l.

Eftir gjöf undir húð er heildaraðgengi um 70%. Við endurtekna skammta safnast follitrópín alfa fyrir, þéttni þrefaldast og nær jafnvægi eftir 3-4 daga. Sýnt hefur verið fram á að follitrópín alfa örvar þroskun eggbúa og steramyndun hjá konum, með skerta innræna seytingu gónadótrópíns, þrátt fyrir að LH þéttni sé ekki mælanleg.

Brotthvarf

Heildarúthreinsun er 0,6 l/klst. og einn áttundi hluti af follitrópín alfa skammtinum er skilinn út í þvagi.

Lútrópín alfa

Dreifing

Lútrópín alfa dreifist hratt eftir inngjöf í bláæð, með upphaflegan helmingunartíma u.þ.b. eina klst. og hverfur úr líkamanum með endanlegan helmingunartíma brotthvarfs u.þ.b. 10-12 klst. Dreifingarrúmmál við jafnvægi er um 10-14 l. Lyfjahvörf lútrópíns alfa eru línuleg, samkvæmt AUC sem er í beinu hlutfalli við gefinn skammt.

Eftir gjöf undir húð er heildaraðgengi u.þ.b. 60%; endanlegur helmingunartími lengist lítillega. Lyfjahvörf lútrópíns alfa eftir stakan skammt og endurtekna skammta af lútrópíni alfa eru sambærileg og uppsöfnunarhlutfall lútrópíns alfa er lágt. Meðaldvalartími er u.þ.b.5 klst.

Brotthvarf

Heildarúthreinsun er um 2 l/klst. og minna en 5% af skammti er skilinn út í þvagi.

Tengsl lyfjahvarfa og lyfhrifa

Engar lyfjahvarfamilliverkanir eru við follitrópín alfa, þegar lyfin eru gefin samtímis.

Klínískar rannsóknir með Pergoveris voru framkvæmdar með frostþurrkuðu lyfjaformi. Klínísk samanburðarrannsókn á frostþurrkaða forminu og vökvaforminu sýndi fram á jafngildi lyfjaformanna tveggja.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Súkrósi

Arginín einhýdróklóríð

Póloxamer 188

Metíónín

Fenól

Tvínatríumfosfattvíhýdrat

Natríumtvíhýdrógenfosfateinhýdrat

Natríumhýdroxíð (til að stilla pH gildi)

Fosfórsýra, óþynnt (til að stilla pH gildi)

Vatn fyrir stungulyf

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

2 ár.

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika í 28 daga við 25°C.

Eftir að umbúðir eru opnaðar má geyma lyfið að hámarki í 28 daga við 25°C. Annar geymslutími og geymsluskilyrði eru á ábyrgð notanda.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2° C- 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði við notkun, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

Litlaus 3 ml rörlykja úr gleri (bórsílíkat gler af gerð I, með gráum stimpiltappa úr brómóbútýlgúmmí og þrykkilok (crimp cap) sem gerð er úr gráu gúmmítappaskilrúmi og áli) sem er fyrirfram samsett í áfylltum lyfjapenna.

Hver Pergoveris (300 a.e. + 150 a.e.)/0,48 ml áfylltur lyfjapenni inniheldur 0,48 ml af stungulyfi, lausn og getur gefið tvo skammta af Pergoveris 150 a.e./75 a.e.

Pakkning með 1 Pergoveris (300 a.e. + 150 a.e.)/0,48 ml áfylltum lyfjapenna og 5 nálum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Aðeins skal nota tæra lausn sem er laus við agnir.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Varðandi leiðbeiningar um notkun þessa lyfs, sjá kaflann „Leiðbeiningar varðandi notkun“ í fylgiseðli.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Merck Serono Europe Limited

56 Marsh Wall

London E14 9TP

Bretland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/07/396/004

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 25. júní 2007.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis 22. maí 2012.

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

{MM/ÁÁÁÁ}

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

1. HEITI LYFS

Pergoveris (450 a.e. + 225 a.e)/0,72 ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna.

2. INNIHALDSLÝSING

Hver fjölskammta áfylltur lyfjapenni inniheldur 450 a.e. (jafngildir 33 míkrógrömmum) af follitrópíni alfa* (r-hFSH) og 225 a.e. (jafngildir 9 míkrógrömmum) af lútrópíni alfa* (r-hLH) í 0,72 ml lausn.

*raðbrigða follitrópín alfa úr mönnum og raðbrigða lútrópín alfa úr mönnum eru framleidd í frumum úr eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO) með raðbrigða DNA tækni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyf, lausn (stungulyf).

Tær, litlaus eða örlítið gul lausn.

Sýrustig (pH) lausnarinnar er 6,5 – 7,5 og osmólalstyrkur hennar er 250 – 400 mOsm/kg.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Pergoveris er ætlað til að örva þroskun eggbúa hjá fullorðnum konum með alvarlegan skort á gulbúsörvandi hormóni (LH) og eggbúsörvandi hormóni (FSH).

Þessir sjúklingar voru í klínískum rannsóknum skilgreindir með eigin þéttni LH í sermi < 1,2 a.e./l.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Pergoveris skal hafin undir eftirliti læknis með reynslu af meðferð frjósemisvandamála.

Skammtar

Hjá konum sem skortir LH og FSH (vanseyting gónadótrópína (hypogonadotrophic hypogonadism)) er markmið meðferðar með Pergoveris að þroska eitt eggbú (graafian follicle) sem eggfruman losnar síðan frá eftir gjöf manna kóríógónadótrópíns (hCG). Pergoveris ætti að gefa með inndælingu daglega í ákveðinn tíma. Þar sem þessir sjúklingar hafa ekki blæðingar og litla eigin östrógenseytingu, er hægt að hefja meðferð hvenær sem er.

Meðferð skal sníða að svörun hvers sjúklings samkvæmt mati á stærð eggbúa með ómun og östrógen svörun.

Meðferðaráætlun hefst á ráðlögðum skammti af Pergoveris sem inniheldur 150 a.e. r-hFSH/75 a.e. r-hLH á dag. Ef notaður er minni skammtur en ráðlagður skammtur af Pergoveris gæti svörun eggbúa orðið ófullnægjandi vegna þess að magnið af lútrópíni alfa er ekki nægilegt (sjá kafla 5.1).

Ef hækkun skammta af FSH er talin viðeigandi, ætti skammtaaðlögun helst að fara fram með 7-14 daga millibili og helst í 37,5-75 a.e. þrepum með skráðu lyfi sem inniheldur follitrópín alfa. Ásættanlegt gæti verið að lengja örvunartímann í hverri meðferðarlotu í allt að 5 vikur.

Þegar kjörsvörun fæst, skal gefin ein inndæling með 250 míkrógrömmum af r-hCG eða 5.000 a.e. til 10.000 a.e. hCG 24-48 klst. á eftir síðustu Pergoveris inndælingunni. Sjúklingnum er ráðlagt að hafa samfarir daginn sem hCG er gefið og daginn eftir. Að öðrum kosti má framkvæma sæðingu í legi (IUI).

Íhuga má stuðning á gulbússtigi þar sem skortur á efnum með gulbússækna virkni (LH/hCG) eftir egglos getur leitt til ótímabærrar hrörnunar gulbúsins.

Ef svörun er of hastarleg, skal hætta meðferð og ekki gefa hCG. Meðferð skal þá hefja að nýju með lægri skömmtum af FSH en í fyrri meðferðarlotu.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Ábendingar fyrir notkun Pergoveris eiga ekki við um aldraða. Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun lyfsins hjá öldruðum sjúklingum.

Sjúklingar með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi, verkun og lyfjahvörf lyfsins hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

Börn

Notkun lyfsins á ekki við hjá börnum.

Lyfjagjöf

Pergoveris er ætlað til lyfjagjafar undir húð. Fyrsta inndælingin skal fara fram í umsjón heilbrigðisstarfsmanns. Sjúklingar skulu aðeins sjá um lyfjagjöf sjálfir ef þeir treysta sér til þess, hafa hlotið fullnægjandi þjálfun og hafa aðgang að leiðbeiningum sérfræðings.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um notkun lyfsins.

4.3 Frábendingar

Pergoveris skal ekki nota hjá sjúklingum með:

ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

æxli í undirstúku og heiladingli.

stækkun eggjastokka eða blöðrur á eggjastokkum sem ekki tengist fjölblöðrueggjastokkum og er af óþekktum uppruna.

blæðingar frá legi af óþekktum uppruna.

krabbamein í eggjastokkum, legi eða brjóstum.

Ekki má nota Pergoveris ef ekki er hægt að fá fram virka svörun, svo sem vegna:

vanstarfsemi í eggjastokkum (primary ovarian failure)

missmíðar á kynfærum, sem gerir meðgöngu ómögulega

bandvefsæxlis í legi, sem gerir meðgöngu ómögulega

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Pergoveris inniheldur efni með öfluga gónadótrópínvirkni sem geta valdið vægum til alvarlegum aukaverkunum og ættu einungis sérfræðingar sem eru kunnugir frjósemisvandamálum og meðhöndlun þeirra að nota lyfið.

Gónadótrópín meðferð krefst þess að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk gefi sér nægan tíma og að til staðar sé viðunandi aðstaða til eftirlits. Til að tryggja örugga, árangursríka meðferð með Pergoveris hjá konum þarf að fylgjast reglulega með svörun eggjastokka með ómskoðun, einni sér, eða helst samhliða mælingum á magni östradíóls í sermi. Það getur verið munur á svörun við FSH/LH gjöf milli

sjúklinga, þar sem sumir sjúklingar svara FSH/LH illa. Nota skal lægsta virka skammt, með hliðsjón af markmiðum meðferðarinnar, hjá konum.

Porfýría

Fylgjast þarf nákvæmlega með sjúklingum með porfýríu eða fjölskyldusögu um porfýríu meðan á meðferð með Pergoveris stendur. Hjá þessum sjúklingum getur Pergoveris aukið hættu á bráðu kasti. Versnun eða fyrstu merki um sjúkdóminn gætu leitt til þess að hætta þurfi meðferð.

Meðferð hjá konum

Áður en meðferð hefst er nauðsynlegt að athuga ófrjósemi parsins með viðeigandi hætti og meta mögulegar frábendingar gegn þungun. Sérstaklega skal gæta að vanstarfsemi skjaldkirtils (hypothyroidism), barksteraskorti (adrenocortical deficiency), aukningu á prólaktíni í blóði (hyperprolactinemia) og veita sértæka, viðeigandi meðferð.

Sjúklingar, sem undirgangast meðferð til örvunar eggbúsvaxtar, eru í aukinni hættu á oförvun vegna hugsanlegrar umframsvörunar östrógens og þroskunar fjölda eggbúa.

Oförvunarheilkenni eggjastokka (OHSS)

Búist er við nokkurri stækkun á eggjastokkum vegna stýrðrar örvunar eggjastokka. Þetta kemur oftar fram hjá konum með fjölblöðruheilkenni í eggjastokkum og gengur oftast til baka án meðferðar.

Ólíkt stækkun eggjastokka án fylgikvilla er oförvunarheilkenni eggjastokka sjúkdómur sem getur komið fram með vaxandi alvarleikastigum. Um er að ræða mikla stækkun eggjastokka, háa þéttni kynhormóna í sermi og aukningu á gegndræpi í æðakerfi, sem getur valdið vökvasöfnun í kviðarholi, brjóstholi og mjög sjaldan gollurshúsi.

Vart getur orðið við eftirfarandi einkenni í alvarlegum tilfellum af oförvun eggjastokka: Kviðverki, kviðþan, mikla stækkun eggjastokka, þyngdaraukningu, andnauð, þvagþurrð og einkenni frá meltingarvegi, þ.m.t. ógleði, uppsölur og niðurgang.

Klínísk skoðun getur leitt í ljós blóðþurrð, blóðstyrkt, elektrólýtaójafnvægi, skinuholsvökvasöfnun, skinuholsblóð, brjósthimnuútflæði, vatnsbrjóst eða bráða lungnabilun og segarek.

Örsjaldan geta fylgt alvarlegu oförvunarheilkenni eggjastokka eggjastokksvindingur eða segarek, svo sem lungnasegarek, blóðþurrðarheilablóðfall eða hjartadrep.

Óháðir áhættuþættir varðandi myndun oförvunarheilkennis eggjastokka eru ungur aldur, magurt holdarfar, fjölblöðruheilkenni í eggjastokkum, stærri skammtar af utanaðkomandi gónadótrópínum, há heildar- eða hraðhækkandi östradíólgildi í sermi (> 900 pg/ml eða > 3.300 pmól/l þegar ekki verður egglos), fyrri tilvik oförvunarheilkennis eggjastokka, og mikill fjöldi eggbúa í vexti (3 eggbú ≥ 14 mm í þvermál þegar ekki verður egglos).

Með því að fylgja ráðleggingum varðandi skammtastærðir og lyfjagjafaráætlun með PERGOVERIS og FSH er hættu á oförvun eggjastokka haldið í lágmarki. Mælt er með eftirliti örvunarlota með ómskoðun og mælingum á östradíóli til þess að hægt sé að koma snemma auga á áhættuþætti.

Heimildir eru fyrir því að hCG gegni mikilvægu hlutverki við að hrinda af stað oförvunarheilkenni eggjastokka og að heilkennið geti orðið alvarlegra og dregist á langinn við þungun. Ef merki um oförvunarheilkenni eggjastokka koma fram, svo sem östradíól gildi í sermi > 5.500 pg/ml eða

> 20.200 pmól/l og/eða ≥ 40 eggbú alls, er mælt með að nota ekki hCG og sjúklingi ráðlagt að hafa ekki samfarir eða nota getnaðarvarnir án hormóna í a.m.k. 4 daga. Oförvunarheilkenni eggjastokka getur þróast hratt (innan sólarhrings) eða á nokkrum dögum yfir í að verða alvarlegur kvilli. Það kemur oftast fram eftir að hormónameðferð er lokið og nær hámarki sjö til tíu dögum eftir meðferð.

Venjulega hverfa einkennin sjálfkrafa við upphaf tíða. Því er nauðsynlegt að fylgjast með sjúklingum í a.m.k 2 vikur eftir hCG gjöf.

Ef vart verður við alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka, skal hætta gónadótrópínmeðferð, ef hún stendur enn yfir. Leggja skal sjúklinginn inn á sjúkrahús og hefja meðhöndlun gegn einkennunum. Tíðni þessa heilkennis er hærri hjá sjúklingum með fjölblöðrusjúkdóm í eggjastokkum (PCOD).

Sé talin hætta á oförvunarheilkenni eggjastokka, á að íhuga að hætta meðferð.

Eggjastokksvindingur

Tilkynnt hefur verið um eggjastokksvinding eftir meðferð með öðrum gónadótrópínum. Þetta kann að tengjast öðrum áhættuþáttum á borð við oförvunarheilkenni eggjastokka, þungun, fyrri kviðarholsaðgerð, sögu um eggjastokksvinding, blöðrur á eggjastokkum eða sögu um blöðrur eða fjölblöðruheilkenni eggjastokka. Hægt er að takmarka skemmdir á eggjastokkum vegna skerts blóðflæðis með tímanlegri greiningu og að flækjan sé leyst tafarlaust.

Fjölburaþungun

Hjá sjúklingum sem undirgangast meðferð til örvunar eggloss má búast við hærri tíðni fjölburaþungana og fæðinga samanborið við náttúrulegan getnað. Tvíburar eru algengastir við fjölburagetnað. Fjölburaþungun, einkum ef fóstrin eru mörg, eykur hættuna á að eitthvað fari úrskeiðis hjá móður og börnum.

Til að lágmarka líkurnar á fjölburaþungun er mælt með nákvæmu eftirliti með svörun eggjastokka.

Gera skal sjúklingunum grein fyrir hættunni á fjölburafæðingum, áður en meðferð hefst. Sé talið að hætta sé á fjölburaþungun, á að íhuga að hætta meðferð.

Fósturlát

Fósturlát eru tíðari hjá sjúklingum, sem undirgangast meðferð til örvunar eggbúsvaxtar til að virkja egglos en almennt gerist.

Utanlegsþykkt

Líkur á utanlegsþykkt eru meiri hjá konum með sögu um sjúkdóma í eggleiðurum, hvort sem þungun er af völdum venjubundins getnaðar eða frjósemismeðferða. Tilkynnt var að tíðni utanlegsþykktar eftir tækniæxlun væri hærri en almennt gerist.

Æxli í æxlunarfærum

Greint hefur verið frá æxlum í eggjastokkum eða æxlunarfærum, bæði góðkynja og illkynja, hjá konum sem hafa gengist undir margar meðferðir vegna ófrjósemi. Ekki hefur verið sýnt fram á hvort meðferð með gónadótrópínum eykur áhættuna á þessum æxlum hjá ófrjóum konum eða ekki.

Meðfædd vansköpun

Tíðni meðfæddrar vansköpunar eftir tækniæxlun er aðeins hærri en eftir náttúrulegan getnað. Þetta er talið vera vegna mismunandi sérkenna foreldra (t.d. aldur móður, eiginleikar sæðisfruma) og fjölburaþungana.

Segarek

Hjá konum sem hafa nýlega verið með eða eru með segarekssjúkdóma eða konum með almennt þekkta áhættuþætti fyrir segareki, t.d. konur sem hafa áður fengið segarek eða hafa fjölskyldusögu um segarek, segamyndunarhneigð eða mikla yfirþyngd (líkamsþyngdarstuðull > 30 kg/m2),getur meðferð með gónadótrópínum aukið enn frekar áhættuna. Hjá þessum konum þarf að vega hag af

gónadótrópíngjöf á móti mögulegri áhættu. Hafa þarf í huga að meðgangan sjálf og oförvunarheilkenni eggjastokka auka einnig hættu á segareki.

Natríuminnihald

Pergoveris inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. nær laust við natríum.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki má gefa Pergoveris stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna í blöndu með öðrum lyfjum í sömu inndælingu.

Gefa má Pergoveris stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna samhliða skráðu lyfi sem inniheldur follitrópín alfa með aðskildum inndælingum.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Það eru engar ábendingar til fyrir notkun Pergoveris á meðgöngu. Upplýsingar úr takmörkuðum fjölda þungana sem lyfið tekur til benda ekki til neinna aukaverkana follitrópíns alfa og lútrópíns alfa á meðgöngu, þroska fósturvísa eða fóstra, fæðingu eða þroska eftir fæðingu í kjölfar stýrðrar eggjastokkaörvunar. Ekki hefur verið tilkynnt um vansköpunaráhrif af völdum slíkra gónadótrópína í dýrarannsóknum. Klínískar upplýsingar eru ekki nægilegar til að útiloka vansköpunaráhrif Pergoveris, komi til notkunar þess á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Pergoveris á ekki að gefa konum með barn á brjósti.

Frjósemi

Pergoveris er ætlað til notkunar við ófrjósemi (sjá kafla 4.1).

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Pergoveris hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggissnið

Algengustu aukaverkanirnar sem tilkynnt var um voru höfuðverkur, blöðrur á eggjastokkum og viðbrögð á stungustað (t.d. verkir, roði, margúll, þroti og/eða erting á stungustað). Algengt var að tilkynnt væri um vægt eða í meðallagi alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka og líta skal á það sem augljósa áhættu við örvunarferlið. Alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka er sjaldgæft (sjá

kafla 4.4).

Segarek kemur örsjaldan fyrir, yfirleitt í tengslum við oförvunarheilkenni eggjastokka (sjá kafla 4.4).

Tafla með lista yfir aukaverkanir

Aukaverkanir eru sem hér segir samkvæmt MedDRA flokkun eftir líffærum og tíðni. Tíðniflokkarnir eru: mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Ónæmiskerfi

Koma örsjaldan fyrir: Væg til alvarleg ofnæmisviðbrögð, að meðtöldum bráðaofnæmisviðbrögðum og losti

Taugakerfi

 

Mjög algengar:

Höfuðverkur

Æðar

Koma örsjaldan fyrir: Segarek, yfirleitt í tengslum við alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Koma örsjaldan fyrir: Elnun eða versnun astma

Meltingarfæri

 

Algengar:

Kviðverkur, þaninn kviður, ónot í kvið, ógleði, uppköst, niðurgangur

Æxlunarfæri og brjóst

 

Mjög algengar:

Blöðrur á eggjastokkum

Algengar:

Verkir í brjóstum, verkir í mjaðmagrind, vægt til miðlungi alvarlegt

 

oförvunarheilkenni eggjastokka (ásamt tengdum einkennum)

Sjaldgæfar:

Alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka (ásamt tengdum einkennum)

 

(sjá kafla 4.4)

Mjög sjaldgæfar:

Fylgikvillar tengdir alvarlegu oförvunarheilkenni eggjastokka

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Mjög algengar:

Frá vægum til alvarlegra viðbragða á stungustað (t.d. verkir, roði, margúll,

 

marblettir, þroti og/eða erting á stungustað)

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Einkenni

Áhrif ofskömmtunar með Pergoveris eru ekki þekkt. Þó er möguleiki á oförvunarheilkenni eggjastokka, sem er lýst nánar í kafla 4.4.

Meðferð

Meðferð beinist að einkennum.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Kynhormónar og lyf, sem hafa mótandi áhrif á kynfæri, gónadótrópín ATC-flokkur: G03GA30.

Pergoveris er lyf sem inniheldur raðbrigða hormón manna sem örvar vöxt eggbúa (follitrópín alfa, r-hFSH) og raðbrigða gulbúsörvandi hormón manna (lútrópín alfa, r-hLH) sem framleidd eru í frumum úr eggjastokkum kínverskra hamstra með raðbrigða DNA tækni.

Verkunarháttur

Í klínískum rannsóknum hefur verið sýnt fram á verkun samhliða notkunar follitrópíns alfa og lútrópíns alfa hjá konum með vanseytingu gónadótrópína.

Við örvun eggbúsvaxtar hjá konum sem ekki hafa egglos og skortir LH og FSH eru aðaláhrif gjafar lútrópíns alfa að auka östradíól seytingu eggbúanna, en vöxtur þeirra er örvaður af FSH.

Lyfhrif

Í klínískum rannsóknum voru sjúklingar með náttúrulegt (endogenous) LH gildi í sermi < 1,2 a.e./l, mælt á sömu rannsóknarstofu, skilgreindir með alvarlegan skort á FSH og LH. Þrátt fyrir það ætti að taka með í reikninginn að breytileiki er á milli LH mælinga sem gerðar eru á mismunandi rannsóknarstofum. Í þessum rannsóknum var hlutfall eggloss 70-75% fyrir hvern tíðahring.

Verkun

Í klínískri rannsókn hjá konum með vanseytingu gónadótrópína og þéttni innræns LH í sermi undir 1,2 a.e./l var viðeigandi skammtur af r-hLH kannaður. Skammtur sem var 75 a.e. af r-hLH á dag (samhliða 150 a.e. af r-hFSH) leiddi til viðeigandi þroska eggbús og östrógen framleiðslu. Skammtur sem var 25 a.e. r-hLH á dag (samhliða 150 a.e. af r-hFSH) leiddi til ófullnægjandi þroska eggbús. Gjöf Pergoveris sem inniheldur minna en 75 a.e. af r-hLH á dag getur því gefið of litla LH-virkni til að tryggja viðeigandi þroska eggbús.

5.2 Lyfjahvörf

Lyfjahvörf follitrópíns alfa og lútrópíns alfa hafa reynst þau sömu og lyfjahvörf follitrópíns alfa og lútrópíns alfa hvors fyrir sig.

Follitrópín alfa

Dreifing

Eftir gjöf í bláæð berst follitrópín alfa út í utanfrumuvökvann með upphaflegan helmingunartíma u.þ.b. 2 klst. og hverfur úr líkamanum með endanlegan helmingunartíma um einn dag. Dreifingarrúmál við jafnvægi er 10 l.

Eftir gjöf undir húð er heildaraðgengi um 70%. Við endurtekna skammta safnast follitrópín alfa fyrir, þéttni þrefaldast og nær jafnvægi eftir 3-4 daga. Sýnt hefur verið fram á að follitrópín alfa örvar þroskun eggbúa og steramyndun hjá konum, með skerta innræna seytingu gónadótrópíns, þrátt fyrir að LH þéttni sé ekki mælanleg.

Brotthvarf

Heildarúthreinsun er 0,6 l/klst. og einn áttundi hluti af follitrópín alfa skammtinum er skilinn út í þvagi.

Lútrópín alfa

Dreifing

Lútrópín alfa dreifist hratt eftir inngjöf í bláæð, með upphaflegan helmingunartíma u.þ.b. eina klst. og hverfur úr líkamanum með endanlegan helmingunartíma brotthvarfs u.þ.b. 10-12 klst. Dreifingarrúmmál við jafnvægi er um 10-14 l. Lyfjahvörf lútrópíns alfa eru línuleg, samkvæmt AUC sem er í beinu hlutfalli við gefinn skammt.

Eftir gjöf undir húð er heildaraðgengi u.þ.b. 60%; endanlegur helmingunartími lengist lítillega. Lyfjahvörf lútrópíns alfa eftir stakan skammt og endurtekna skammta af lútrópíni alfa eru sambærileg og uppsöfnunarhlutfall lútrópíns alfa er lágt. Meðaldvalartími er u.þ.b.5 klst.

Brotthvarf

Heildarúthreinsun er um 2 l/klst. og minna en 5% af skammti er skilinn út í þvagi.

Tengsl lyfjahvarfa og lyfhrifa

Engar lyfjahvarfamilliverkanir eru við follitrópín alfa, þegar lyfin eru gefin samtímis.

Klínískar rannsóknir með Pergoveris voru framkvæmdar með frostþurrkuðu lyfjaformi. Klínísk samanburðarrannsókn á frostþurrkaða forminu og vökvaforminu sýndi fram á jafngildi lyfjaformanna tveggja.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Súkrósi

Arginín einhýdróklóríð

Póloxamer 188

Metíónín

Fenól

Tvínatríumfosfattvíhýdrat

Natríumtvíhýdrógenfosfateinhýdrat

Natríumhýdroxíð (til að stilla pH gildi)

Fosfórsýra, óþynnt (til að stilla pH gildi)

Vatn fyrir stungulyf

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

2 ár.

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika í 28 daga við 25°C.

Eftir að umbúðir eru opnaðar má geyma lyfið að hámarki í 28 daga við 25°C. Annar geymslutími og geymsluskilyrði eru á ábyrgð notanda.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2° C- 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði við notkun, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

Litlaus 3 ml rörlykja úr gleri (bórsílíkat gler af gerð I, með gráum stimpiltappa úr brómóbútýlgúmmí og þrykkilok (crimp cap) sem gerð er úr gráu gúmmítappaskilrúmi og áli) sem er fyrirfram samsett í áfylltum lyfjapenna.

Hver Pergoveris (450 a.e.+ 225 a.e.)/0,72 ml áfylltur lyfjapenni inniheldur 0,72 ml af stungulyfi, lausn og getur gefið þrjá skammta af Pergoveris 150 a.e./75 a.e.

Pakkning með 1 Pergoveris (450 a.e. + 225 a.e.)/0,72 ml áfylltum lyfjapenna og 7 nálum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Aðeins skal nota tæra lausn sem er laus við agnir.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Varðandi leiðbeiningar um notkun þessa lyfs, sjá kaflann „Leiðbeiningar varðandi notkun“ í fylgiseðli.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Merck Serono Europe Limited

56 Marsh Wall

London E14 9TP

Bretland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/07/396/005

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 25. júní 2007.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis 22. maí 2012.

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

{MM/ÁÁÁÁ}

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

1. HEITI LYFS

Pergoveris (900 a.e. + 450 a.e)/1,44 ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna.

2. INNIHALDSLÝSING

Hver fjölskammta áfylltur lyfjapenni inniheldur 900 a.e. (jafngildir 66 míkrógrömmum) af follitrópíni alfa* (r-hFSH) og 450 a.e. (jafngildir 18 míkrógrömmum) af lútrópíni alfa* (r-hLH) í 1,44 ml lausn.

*raðbrigða follitrópín alfa úr mönnum og raðbrigða lútrópín alfa úr mönnum eru framleidd í frumum úr eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO) með raðbrigða DNA tækni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyf, lausn (stungulyf).

Tær, litlaus eða örlítið gul lausn.

Sýrustig (pH) lausnarinnar er 6,5 – 7,5 og osmólalstyrkur hennar er 250 – 400 mOsm/kg.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Pergoveris er ætlað til að örva þroskun eggbúa hjá fullorðnum konum með alvarlegan skort á gulbúsörvandi hormóni (LH) og eggbúsörvandi hormóni (FSH).

Þessir sjúklingar voru í klínískum rannsóknum skilgreindir með eigin þéttni LH í sermi < 1,2 a.e./l.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Pergoveris skal hafin undir eftirliti læknis með reynslu af meðferð frjósemisvandamála.

Skammtar

Hjá konum sem skortir LH og FSH (vanseyting gónadótrópína (hypogonadotrophic hypogonadism)) er markmið meðferðar með Pergoveris að þroska eitt eggbú (graafian follicle) sem eggfruman losnar síðan frá eftir gjöf manna kóríógónadótrópíns (hCG). Pergoveris ætti að gefa með inndælingu daglega í ákveðinn tíma. Þar sem þessir sjúklingar hafa ekki blæðingar og litla eigin östrógenseytingu, er hægt að hefja meðferð hvenær sem er.

Meðferð skal sníða að svörun hvers sjúklings samkvæmt mati á stærð eggbúa með ómun og östrógen svörun.

Meðferðaráætlun hefst á ráðlögðum skammti af Pergoveris sem inniheldur 150 a.e. r-hFSH/75 a.e. r-hLH á dag. Ef notaður er minni skammtur en ráðlagður skammtur af Pergoveris gæti svörun eggbúa orðið ófullnægjandi vegna þess að magnið af lútrópíni alfa er ekki nægilegt (sjá kafla 5.1).

Ef hækkun skammta af FSH er talin viðeigandi, ætti skammtaaðlögun helst að fara fram með 7-14 daga millibili og helst í 37,5-75 a.e. þrepum með skráðu lyfi sem inniheldur follitrópín alfa. Ásættanlegt gæti verið að lengja örvunartímann í hverri meðferðarlotu í allt að 5 vikur.

Þegar kjörsvörun fæst, skal gefin ein inndæling með 250 míkrógrömmum af r-hCG eða 5.000 a.e. til 10.000 a.e. hCG 24-48 klst. á eftir síðustu Pergoveris inndælingunni. Sjúklingnum er ráðlagt að hafa samfarir daginn sem hCG er gefið og daginn eftir. Að öðrum kosti má framkvæma sæðingu í legi (IUI).

Íhuga má stuðning á gulbússtigi þar sem skortur á efnum með gulbússækna virkni (LH/hCG) eftir egglos getur leitt til ótímabærrar hrörnunar gulbúsins.

Ef svörun er of hastarleg, skal hætta meðferð og ekki gefa hCG. Meðferð skal þá hefja að nýju með lægri skömmtum af FSH en í fyrri meðferðarlotu.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Ábendingar fyrir notkun Pergoveris eiga ekki við um aldraða. Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun lyfsins hjá öldruðum sjúklingum.

Sjúklingar með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi, verkun og lyfjahvörf lyfsins hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

Börn

Notkun lyfsins á ekki við hjá börnum.

Lyfjagjöf

Pergoveris er ætlað til lyfjagjafar undir húð. Fyrsta inndælingin skal fara fram í umsjón heilbrigðisstarfsmanns. Sjúklingar skulu aðeins sjá um lyfjagjöf sjálfir ef þeir treysta sér til þess, hafa hlotið fullnægjandi þjálfun og hafa aðgang að leiðbeiningum sérfræðings.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um notkun lyfsins.

4.3 Frábendingar

Pergoveris skal ekki nota hjá sjúklingum með:

ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

æxli í undirstúku og heiladingli.

stækkun eggjastokka eða blöðrur á eggjastokkum sem ekki tengist fjölblöðrueggjastokkum og er af óþekktum uppruna.

blæðingar frá legi af óþekktum uppruna.

krabbamein í eggjastokkum, legi eða brjóstum.

Ekki má nota Pergoveris ef ekki er hægt að fá fram virka svörun, svo sem vegna:

vanstarfsemi í eggjastokkum (primary ovarian failure)

missmíðar á kynfærum, sem gerir meðgöngu ómögulega

bandvefsæxlis í legi, sem gerir meðgöngu ómögulega

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Pergoveris inniheldur efni með öfluga gónadótrópínvirkni sem geta valdið vægum til alvarlegum aukaverkunum og ættu einungis sérfræðingar sem eru kunnugir frjósemisvandamálum og meðhöndlun þeirra að nota lyfið.

Gónadótrópín meðferð krefst þess að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk gefi sér nægan tíma og að til staðar sé viðunandi aðstaða til eftirlits. Til að tryggja örugga, árangursríka meðferð með Pergoveris hjá konum þarf að fylgjast reglulega með svörun eggjastokka með ómskoðun, einni sér, eða helst samhliða mælingum á magni östradíóls í sermi. Það getur verið munur á svörun við FSH/LH gjöf milli

sjúklinga, þar sem sumir sjúklingar svara FSH/LH illa. Nota skal lægsta virka skammt, með hliðsjón af markmiðum meðferðarinnar, hjá konum.

Porfýría

Fylgjast þarf nákvæmlega með sjúklingum með porfýríu eða fjölskyldusögu um porfýríu meðan á meðferð með Pergoveris stendur. Hjá þessum sjúklingum getur Pergoveris aukið hættu á bráðu kasti. Versnun eða fyrstu merki um sjúkdóminn gætu leitt til þess að hætta þurfi meðferð.

Meðferð hjá konum

Áður en meðferð hefst er nauðsynlegt að athuga ófrjósemi parsins með viðeigandi hætti og meta mögulegar frábendingar gegn þungun. Sérstaklega skal gæta að vanstarfsemi skjaldkirtils (hypothyroidism), barksteraskorti (adrenocortical deficiency), aukningu á prólaktíni í blóði (hyperprolactinemia) og veita sértæka, viðeigandi meðferð.

Sjúklingar, sem undirgangast meðferð til örvunar eggbúsvaxtar, eru í aukinni hættu á oförvun vegna hugsanlegrar umframsvörunar östrógens og þroskunar fjölda eggbúa.

Oförvunarheilkenni eggjastokka (OHSS)

Búist er við nokkurri stækkun á eggjastokkum vegna stýrðrar örvunar eggjastokka. Þetta kemur oftar fram hjá konum með fjölblöðruheilkenni í eggjastokkum og gengur oftast til baka án meðferðar.

Ólíkt stækkun eggjastokka án fylgikvilla er oförvunarheilkenni eggjastokka sjúkdómur sem getur komið fram með vaxandi alvarleikastigum. Um er að ræða mikla stækkun eggjastokka, háa þéttni kynhormóna í sermi og aukningu á gegndræpi í æðakerfi, sem getur valdið vökvasöfnun í kviðarholi, brjóstholi og mjög sjaldan gollurshúsi.

Vart getur orðið við eftirfarandi einkenni í alvarlegum tilfellum af oförvun eggjastokka: Kviðverki, kviðþan, mikla stækkun eggjastokka, þyngdaraukningu, andnauð, þvagþurrð og einkenni frá meltingarvegi, þ.m.t. ógleði, uppsölur og niðurgang.

Klínísk skoðun getur leitt í ljós blóðþurrð, blóðstyrkt, elektrólýtaójafnvægi, skinuholsvökvasöfnun, skinuholsblóð, brjósthimnuútflæði, vatnsbrjóst eða bráða lungnabilun og segarek.

Örsjaldan geta fylgt alvarlegu oförvunarheilkenni eggjastokka eggjastokksvindingur eða segarek, svo sem lungnasegarek, blóðþurrðarheilablóðfall eða hjartadrep.

Óháðir áhættuþættir varðandi myndun oförvunarheilkennis eggjastokka eru ungur aldur, magurt holdarfar, fjölblöðruheilkenni í eggjastokkum, stærri skammtar af utanaðkomandi gónadótrópínum, há heildar- eða hraðhækkandi östradíólgildi í sermi (> 900 pg/ml eða > 3.300 pmól/l þegar ekki verður egglos), fyrri tilvik oförvunarheilkennis eggjastokka, og mikill fjöldi eggbúa í vexti (3 eggbú ≥ 14 mm í þvermál þegar ekki verður egglos).

Með því að fylgja ráðleggingum varðandi skammtastærðir og lyfjagjafaráætlun með PERGOVERIS og FSH er hættu á oförvun eggjastokka haldið í lágmarki. Mælt er með eftirliti örvunarlota með ómskoðun og mælingum á östradíóli til þess að hægt sé að koma snemma auga á áhættuþætti.

Heimildir eru fyrir því að hCG gegni mikilvægu hlutverki við að hrinda af stað oförvunarheilkenni eggjastokka og að heilkennið geti orðið alvarlegra og dregist á langinn við þungun. Ef merki um oförvunarheilkenni eggjastokka koma fram, svo sem östradíól gildi í sermi > 5.500 pg/ml eða

> 20.200 pmól/l og/eða ≥ 40 eggbú alls, er mælt með að nota ekki hCG og sjúklingi ráðlagt að hafa ekki samfarir eða nota getnaðarvarnir án hormóna í a.m.k. 4 daga. Oförvunarheilkenni eggjastokka getur þróast hratt (innan sólarhrings) eða á nokkrum dögum yfir í að verða alvarlegur kvilli. Það kemur oftast fram eftir að hormónameðferð er lokið og nær hámarki sjö til tíu dögum eftir meðferð.

Venjulega hverfa einkennin sjálfkrafa við upphaf tíða. Því er nauðsynlegt að fylgjast með sjúklingum í a.m.k 2 vikur eftir hCG gjöf.

Ef vart verður við alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka, skal hætta gónadótrópínmeðferð, ef hún stendur enn yfir. Leggja skal sjúklinginn inn á sjúkrahús og hefja meðhöndlun gegn einkennunum. Tíðni þessa heilkennis er hærri hjá sjúklingum með fjölblöðrusjúkdóm í eggjastokkum (PCOD).

Sé talin hætta á oförvunarheilkenni eggjastokka, á að íhuga að hætta meðferð.

Eggjastokksvindingur

Tilkynnt hefur verið um eggjastokksvinding eftir meðferð með öðrum gónadótrópínum. Þetta kann að tengjast öðrum áhættuþáttum á borð við oförvunarheilkenni eggjastokka, þungun, fyrri kviðarholsaðgerð, sögu um eggjastokksvinding, blöðrur á eggjastokkum eða sögu um blöðrur eða fjölblöðruheilkenni eggjastokka. Hægt er að takmarka skemmdir á eggjastokkum vegna skerts blóðflæðis með tímanlegri greiningu og að flækjan sé leyst tafarlaust.

Fjölburaþungun

Hjá sjúklingum sem undirgangast meðferð til örvunar eggloss má búast við hærri tíðni fjölburaþungana og fæðinga samanborið við náttúrulegan getnað. Tvíburar eru algengastir við fjölburagetnað. Fjölburaþungun, einkum ef fóstrin eru mörg, eykur hættuna á að eitthvað fari úrskeiðis hjá móður og börnum.

Til að lágmarka líkurnar á fjölburaþungun er mælt með nákvæmu eftirliti með svörun eggjastokka.

Gera skal sjúklingunum grein fyrir hættunni á fjölburafæðingum, áður en meðferð hefst. Sé talið að hætta sé á fjölburaþungun, á að íhuga að hætta meðferð.

Fósturlát

Fósturlát eru tíðari hjá sjúklingum, sem undirgangast meðferð til örvunar eggbúsvaxtar til að virkja egglos en almennt gerist.

Utanlegsþykkt

Líkur á utanlegsþykkt eru meiri hjá konum með sögu um sjúkdóma í eggleiðurum, hvort sem þungun er af völdum venjubundins getnaðar eða frjósemismeðferða. Tilkynnt var að tíðni utanlegsþykktar eftir tækniæxlun væri hærri en almennt gerist.

Æxli í æxlunarfærum

Greint hefur verið frá æxlum í eggjastokkum eða æxlunarfærum, bæði góðkynja og illkynja, hjá konum sem hafa gengist undir margar meðferðir vegna ófrjósemi. Ekki hefur verið sýnt fram á hvort meðferð með gónadótrópínum eykur áhættuna á þessum æxlum hjá ófrjóum konum eða ekki.

Meðfædd vansköpun

Tíðni meðfæddrar vansköpunar eftir tækniæxlun er aðeins hærri en eftir náttúrulegan getnað. Þetta er talið vera vegna mismunandi sérkenna foreldra (t.d. aldur móður, eiginleikar sæðisfruma) og fjölburaþungana.

Segarek

Hjá konum sem hafa nýlega verið með eða eru með segarekssjúkdóma eða konum með almennt þekkta áhættuþætti fyrir segareki, t.d. konur sem hafa áður fengið segarek eða hafa fjölskyldusögu um segarek, segamyndunarhneigð eða mikla yfirþyngd (líkamsþyngdarstuðull > 30 kg/m2),getur meðferð með gónadótrópínum aukið enn frekar áhættuna. Hjá þessum konum þarf að vega hag af

gónadótrópíngjöf á móti mögulegri áhættu. Hafa þarf í huga að meðgangan sjálf og oförvunarheilkenni eggjastokka auka einnig hættu á segareki.

Natríuminnihald

Pergoveris inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. nær laust við natríum.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki má gefa Pergoveris stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna í blöndu með öðrum lyfjum í sömu inndælingu.

Gefa má Pergoveris stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna samhliða skráðu lyfi sem inniheldur follitrópín alfa með aðskildum inndælingum.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Það eru engar ábendingar til fyrir notkun Pergoveris á meðgöngu. Upplýsingar úr takmörkuðum fjölda þungana sem lyfið tekur til benda ekki til neinna aukaverkana follitrópíns alfa og lútrópíns alfa á meðgöngu, þroska fósturvísa eða fóstra, fæðingu eða þroska eftir fæðingu í kjölfar stýrðrar eggjastokkaörvunar. Ekki hefur verið tilkynnt um vansköpunaráhrif af völdum slíkra gónadótrópína í dýrarannsóknum. Klínískar upplýsingar eru ekki nægilegar til að útiloka vansköpunaráhrif Pergoveris, komi til notkunar þess á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Pergoveris á ekki að gefa konum með barn á brjósti.

Frjósemi

Pergoveris er ætlað til notkunar við ófrjósemi (sjá kafla 4.1).

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Pergoveris hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggissnið

Algengustu aukaverkanirnar sem tilkynnt var um voru höfuðverkur, blöðrur á eggjastokkum og viðbrögð á stungustað (t.d. verkir, roði, margúll, þroti og/eða erting á stungustað). Algengt var að tilkynnt væri um vægt eða í meðallagi alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka og líta skal á það sem augljósa áhættu við örvunarferlið. Alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka er sjaldgæft (sjá

kafla 4.4).

Segarek kemur örsjaldan fyrir, yfirleitt í tengslum við oförvunarheilkenni eggjastokka (sjá kafla 4.4).

Tafla með lista yfir aukaverkanir

Aukaverkanir eru sem hér segir samkvæmt MedDRA flokkun eftir líffærum og tíðni. Tíðniflokkarnir eru: mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Ónæmiskerfi

Koma örsjaldan fyrir: Væg til alvarleg ofnæmisviðbrögð, að meðtöldum bráðaofnæmisviðbrögðum og losti

Taugakerfi

 

Mjög algengar:

Höfuðverkur

Æðar

Koma örsjaldan fyrir: Segarek, yfirleitt í tengslum við alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Koma örsjaldan fyrir: Elnun eða versnun astma

Meltingarfæri

 

Algengar:

Kviðverkur, þaninn kviður, ónot í kvið, ógleði, uppköst, niðurgangur

Æxlunarfæri og brjóst

 

Mjög algengar:

Blöðrur á eggjastokkum

Algengar:

Verkir í brjóstum, verkir í mjaðmagrind, vægt til miðlungi alvarlegt

 

oförvunarheilkenni eggjastokka (ásamt tengdum einkennum)

Sjaldgæfar:

Alvarlegt oförvunarheilkenni eggjastokka (ásamt tengdum einkennum)

 

(sjá kafla 4.4)

Mjög sjaldgæfar:

Fylgikvillar tengdir alvarlegu oförvunarheilkenni eggjastokka

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Mjög algengar:

Frá vægum til alvarlegra viðbragða á stungustað (t.d. verkir, roði, margúll,

 

marblettir, þroti og/eða erting á stungustað)

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Einkenni

Áhrif ofskömmtunar með Pergoveris eru ekki þekkt. Þó er möguleiki á oförvunarheilkenni eggjastokka, sem er lýst nánar í kafla 4.4.

Meðferð

Meðferð beinist að einkennum.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Kynhormónar og lyf, sem hafa mótandi áhrif á kynfæri, gónadótrópín ATC-flokkur: G03GA30.

Pergoveris er lyf sem inniheldur raðbrigða hormón manna sem örvar vöxt eggbúa (follitrópín alfa, r-hFSH) og raðbrigða gulbúsörvandi hormón manna (lútrópín alfa, r-hLH) sem framleidd eru í frumum úr eggjastokkum kínverskra hamstra með raðbrigða DNA tækni.

Verkunarháttur

Í klínískum rannsóknum hefur verið sýnt fram á verkun samhliða notkunar follitrópíns alfa og lútrópíns alfa hjá konum með vanseytingu gónadótrópína.

Við örvun eggbúsvaxtar hjá konum sem ekki hafa egglos og skortir LH og FSH eru aðaláhrif gjafar lútrópíns alfa að auka östradíól seytingu eggbúanna, en vöxtur þeirra er örvaður af FSH.

Lyfhrif

Í klínískum rannsóknum voru sjúklingar með náttúrulegt (endogenous) LH gildi í sermi < 1,2 a.e./l, mælt á sömu rannsóknarstofu, skilgreindir með alvarlegan skort á FSH og LH. Þrátt fyrir það ætti að taka með í reikninginn að breytileiki er á milli LH mælinga sem gerðar eru á mismunandi rannsóknarstofum. Í þessum rannsóknum var hlutfall eggloss 70-75% fyrir hvern tíðahring.

Verkun

Í klínískri rannsókn hjá konum með vanseytingu gónadótrópína og þéttni innræns LH í sermi undir 1,2 a.e./l var viðeigandi skammtur af r-hLH kannaður. Skammtur sem var 75 a.e. af r-hLH á dag (samhliða 150 a.e. af r-hFSH) leiddi til viðeigandi þroska eggbús og östrógen framleiðslu. Skammtur sem var 25 a.e. r-hLH á dag (samhliða 150 a.e. af r-hFSH) leiddi til ófullnægjandi þroska eggbús. Gjöf Pergoveris sem inniheldur minna en 75 a.e. af r-hLH á dag getur því gefið of litla LH-virkni til að tryggja viðeigandi þroska eggbús.

5.2 Lyfjahvörf

Lyfjahvörf follitrópíns alfa og lútrópíns alfa hafa reynst þau sömu og lyfjahvörf follitrópíns alfa og lútrópíns alfa hvors fyrir sig.

Follitrópín alfa

Dreifing

Eftir gjöf í bláæð berst follitrópín alfa út í utanfrumuvökvann með upphaflegan helmingunartíma u.þ.b. 2 klst. og hverfur úr líkamanum með endanlegan helmingunartíma um einn dag. Dreifingarrúmál við jafnvægi er 10 l.

Eftir gjöf undir húð er heildaraðgengi um 70%. Við endurtekna skammta safnast follitrópín alfa fyrir, þéttni þrefaldast og nær jafnvægi eftir 3-4 daga. Sýnt hefur verið fram á að follitrópín alfa örvar þroskun eggbúa og steramyndun hjá konum, með skerta innræna seytingu gónadótrópíns, þrátt fyrir að LH þéttni sé ekki mælanleg.

Brotthvarf

Heildarúthreinsun er 0,6 l/klst. og einn áttundi hluti af follitrópín alfa skammtinum er skilinn út í þvagi.

Lútrópín alfa

Dreifing

Lútrópín alfa dreifist hratt eftir inngjöf í bláæð, með upphaflegan helmingunartíma u.þ.b. eina klst. og hverfur úr líkamanum með endanlegan helmingunartíma brotthvarfs u.þ.b. 10-12 klst. Dreifingarrúmmál við jafnvægi er um 10-14 l. Lyfjahvörf lútrópíns alfa eru línuleg, samkvæmt AUC sem er í beinu hlutfalli við gefinn skammt.

Eftir gjöf undir húð er heildaraðgengi u.þ.b. 60%; endanlegur helmingunartími lengist lítillega. Lyfjahvörf lútrópíns alfa eftir stakan skammt og endurtekna skammta af lútrópíni alfa eru sambærileg og uppsöfnunarhlutfall lútrópíns alfa er lágt. Meðaldvalartími er u.þ.b.5 klst.

Brotthvarf

Heildarúthreinsun er um 2 l/klst. og minna en 5% af skammti er skilinn út í þvagi.

Tengsl lyfjahvarfa og lyfhrifa

Engar lyfjahvarfamilliverkanir eru við follitrópín alfa, þegar lyfin eru gefin samtímis.

Klínískar rannsóknir með Pergoveris voru framkvæmdar með frostþurrkuðu lyfjaformi. Klínísk samanburðarrannsókn á frostþurrkaða forminu og vökvaforminu sýndi fram á jafngildi lyfjaformanna tveggja.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Súkrósi

Arginín einhýdróklóríð

Póloxamer 188

Metíónín

Fenól

Tvínatríumfosfattvíhýdrat

Natríumtvíhýdrógenfosfateinhýdrat

Natríumhýdroxíð (til að stilla pH gildi)

Fosfórsýra, óþynnt (til að stilla pH gildi)

Vatn fyrir stungulyf

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

2 ár.

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika í 28 daga við 25°C.

Eftir að umbúðir eru opnaðar má geyma lyfið að hámarki í 28 daga við 25°C. Annar geymslutími og geymsluskilyrði eru á ábyrgð notanda.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2° C- 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði við notkun, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

Litlaus 3 ml rörlykja úr gleri (bórsílíkat gler af gerð I, með gráum stimpiltappa úr brómóbútýlgúmmí og þrykkilok (crimp cap) sem gerð er úr gráu gúmmítappaskilrúmi og áli) sem er fyrirfram samsett í áfylltum lyfjapenna.

Hver Pergoveris (900 a.e. + 450 a.e.)/1,44 ml áfylltur lyfjapenni inniheldur 1,44 ml af stungulyfi, lausn og getur gefið sex skammta af Pergoveris 150 a.e./75 a.e.

Pakkning með 1 Pergoveris (900 a.e. + 450 a.e.)/1,44 ml áfylltum lyfjapenna og 14 nálum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Aðeins skal nota tæra lausn sem er laus við agnir.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Varðandi leiðbeiningar um notkun þessa lyfs, sjá kaflann „Leiðbeiningar varðandi notkun“ í fylgiseðli.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Merck Serono Europe Limited

56 Marsh Wall

London E14 9TP

Bretland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/07/396/006

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 25. júní 2007.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis 22. maí 2012.

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

{MM/ÁÁÁÁ}

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf