Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Peyona (Nymusa) (caffeine citrate) – Samantekt á eiginleikum lyfs - N06BC01

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsPeyona (Nymusa)
ATC-kóðiN06BC01
Efnicaffeine citrate
FramleiðandiChiesi Farmaceutici SpA

1.HEITI LYFS

Peyona 20 mg/ml innrennslislyf, lausn, og mixtúra, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver ml inniheldur 20 mg koffínsítrat (sem samsvarar 10 mg af koffíni).

Hver 1 ml lykja inniheldur 20 mg koffínsítrat (sem samsvarar 10 mg af koffíni). Hver 3 ml lykja inniheldur 60 mg koffínsítrat (sem samsvarar 30 mg af koffíni).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Innrennslislyf, lausn.

Mixtúra, lausn.

Tær, litlaus vatnslausn með pH=4,7.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Meðferð við frumkominni öndunarstöðvun hjá nýfæddum fyrirburum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Hefja skal meðferð með koffínsítrati undir eftirliti læknis sem hefur reynslu í gjörgæslu nýbura. Einungis skal veita meðferðina á vökudeild þar sem fullnægjandi aðstaða er til þess að fylgjast með sjúklingum og vakta þá.

Skammtar

Ráðlögð skammtaáætlun fyrir ungbörn sem hafa ekki fengið meðferð áður er að gefa fyrst hleðsluskammt sem nemur 20 mg af koffínsítrati á hvert kg líkamsþyngdar með hægu innrennsli í bláæð á 30 mínútum með sprautudælu eða öðrum innrennslisbúnaði sem skammtar lyfið. Eftir að beðið hefur verið í sólarhring má gefa viðhaldsskammta sem nema 5 mg á hvert kg líkamsþyngdar með hægu innrennsli í bláæð á

10 mínútum á sólarhringsfresti. Einnig má gefa viðhaldsskammta sem nema 5 mg á hvert kg líkamsþyngdar með inntöku, t.d. gegnum magasondu, á sólarhringsfresti.

Ráðlagður hleðsluskammtur og viðhaldsskammtar af koffínsítrati eru gefnir upp í eftirfarandi töflu þar sem upplýst eru tengslin milli rúmmáls stungulyfsins og gefinna skammta sem tilgreindir eru sem magn af koffínsítrati.

Þegar skammturinn er tilgreindur sem koffínbasi er hann helmingurinn af skammtinum sem er tilgreindur sem koffínsítrat (20 mg af koffínsítrati samsvara 10 mg af koffínbasa).

 

Skammtur af

Skammtur af

Íkomuleið

Tíðni

 

koffínsítrati

koffínsítrati

 

 

 

(rúmmál)

(mg/kg

 

 

 

 

líkamsþyngdar)

 

 

Hleðslu-

1,0 ml/kg

20 mg/kg

Innrennsli í bláæð

Einu sinni

skammtur

líkamsþyngdar

líkamsþyngdar

(á 30 mínútum)

 

 

 

 

 

 

Viðhalds-

0,25 ml/kg

5 mg/kg

Innrennsli í bláæð (á

Á sólar-

skammtur*

líkamsþyngdar

líkamsþyngdar

10 mínútum) eða til

hringsfresti*

 

 

 

inntöku

 

* Hefst sólarhring eftir hleðsluskammtinn.

Hjá nýfæddum fyrirburum sem sýna ekki nægilega góða klíníska svörun við ráðlögðum hleðsluskammti má gefa annan hleðsluskammt sem nemur að hámarki 10-20 mg/kg eftir 1 sólarhring.

Taka mætti til athugunar að nota hærri viðhaldsskammta sem nema 10 mg/kg líkamsþyngdar ef svörun er ófullnægjandi. Hafa ber þá í huga hugsanlega uppsöfnun koffíns vegna langs helmingunartíma hjá nýfæddum fyrirburum og að afköst koffínumbrota fara stigvaxandi í hlutfalli við aldur frá síðustu tíðablæðingu (sjá kafla 5.2). Þegar klínísk einkenni gefa tilefni til skal fylgjast með koffínþéttni í plasma. Endurskoða kann að þurfa þá sjúkdómsgreiningu að um sé að ræða öndunarstöðvun vegna fæðingar fyrir tímann ef sjúklingar svara ekki nægilega vel seinni hleðsluskammtinum eða viðhaldsskammti sem nemur 10 mg/kg/dag (sjá kafla 4.4).

Skammtaaðlögun og eftirlit

Hugsanlega þarf að fylgjast með plasmaþéttni koffíns með reglulegu millibili meðan á meðferð stendur þegar vart verður við ófullnægjandi klíníska svörun eða merki um eiturverkanir.

Þar að auki kann að vera nauðsynlegt að aðlaga skammta samkvæmt mati læknis eftir reglubundið eftirlit með plasmaþéttni koffíns þegar áhætta er fyrir hendi vegna ákveðinna aðstæðna t.d.:

miklir fyrirburar (< 28 vikna meðgöngualdur og/eða líkamsþyngd <1.000 g), einkum þeir sem fá næringu í æð.

ungbörn með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4 og 5.2).

ungbörn með flogasjúkdóma.

ungbörn með staðfestan og klínískt marktækan hjartasjúkdóm.

ungbörn sem fá samtímis lyf sem vitað er að trufli koffínumbrot (sjá kafla 4.5).

ungbörn mæðra sem neyta koffíns á sama tíma og þær gefa barni sínu brjóstamjólk.

Ráðlegt er að mæla grunnþéttni koffíns:

hjá ungbörnum mæðra sem gætu hafa neytt mikils magns af koffíni fyrir barnsburðinn (sjá kafla 4.4).

hjá ungbörnum sem áður hafa verið meðhöndluð með teófýllíni sem umbrotnar í koffín.

Koffín hefur lengdan helmingunartíma hjá fyrirburum og fyrir getur komið að það safnist upp. Því getur verið nauðsynlegt að fylgjast með ungbörnum sem meðhöndluð eru í langan tíma (sjá kafla 5.2).

Taka skal blóðsýni til eftirlits rétt á undan næsta skammti ef meðferð hefur brugðist og 2 til 4 klst. eftir fyrri skammt þegar grunur leikur á eiturverkunum.

Þótt ekki hafi verið skorið úr um í fræðigreinum hvað sé hæfilegt þéttnisbil koffíns við meðferð, hefur koffínþéttni í rannsóknum sem haft hafa í för með sér klínískan ávinning verið á bilinu 8 til 30 mg/l og venjulega hefur ekkert tilefni reynst til að hafa áhyggjur af öryggi þegar plasmagildi eru undir 50 mg/l.

Meðferðarlengd

Ekki hefur verið staðfest hver sé ákjósanlegasta meðferðarlengdin. Í nýlegri, stórri, fjölsetra rannsókn á nýfæddum fyrirburum reyndist miðgildi meðferðartíma vera 37 dagar.

Við klínískar aðstæður er meðferð venjulega haldið áfram þar til ungbarnið hefur náð 37 vikna aldri frá síðustu tíðablæðingu, enda hjaðnar öndunarstöðvun vegna fæðingar fyrir tímann þá venjulega af sjálfu sér. Hins vegar er heimilt að endurskoða þau mörk í samræmi við klínískt mat í hverju tilviki fyrir sig miðað við svörun við meðferð, áframhaldandi tilvik um öndunarstöðvun þrátt fyrir meðferð eða önnur klínísk atriði sem taka þarf tillit til. Mælt er með að hætta að gefa koffínsítrat þegar sjúklingurinn hefur ekki fengið marktækt öndunarstöðvunarkast í 5-7 daga.

Ef öndunarstöðvunar verður vart á ný hjá sjúklingnum má byrja aftur að gefa koffínsítrat, annað hvort með viðhaldsskammti eða hálfum hleðsluskammti, eftir því hversu langur hefur liðið frá því að hætt var að gefa koffínsítrat þar til öndunarstöðvunar verður vart á ný.

Vegna þess hversu hægt brotthvarf koffíns gengur fyrir sig hjá þessum sjúklingahópi er engin þörf á að minnka skammtinn smátt og smátt þegar meðferð er hætt.

Þar sem hætta er á að öndunarstöðvunar verði vart á ný eftir að meðferð með koffínsítrati er hætt skal halda áfram að fylgjast með sjúklingnum í u.þ.b. eina viku.

Skert lifrar- og nýrnastarfsemi

Takmörkuð reynsla er hjá sjúklingum með skerta nýrna- og lifrarstarfsemi. Í rannsókn á öryggi eftir markaðssetningu virtist tíðni aukaverkana hjá litlum hópi mikilla fyrirbura með skerta nýrna- /lifrarstarfsemi vera hærri samanborið við fyrirbura án skerðingar á líffærastarfsemi (sjá kafla 4.4 og 4.8). Þegar nýrnastarfsemi er skert eru auknar líkur á að lyfið safnist upp. Nauðsynlegt er að draga úr daglega viðhaldsskammtinum af koffínsítrati og nota skal mælingar á koffíni í plasma til leiðsagnar við skammtaval.

Hjá miklum fyrirburum veltur úthreinsun koffíns ekki á lifrarstarfsemi. Umbrot koffíns í lifur þróast jafnt og þétt á vikunum eftir fæðingu og hjá eldri ungbörnum gæti lifrarsjúkdómur vakið þörf á að fylgjast með koffínþéttni í plasma og krafist skammtaaðlögunar (sjá kafla 4.4 og 5.2).

Lyfjagjöf

Gefa má koffínsítrat með innrennsli í bláæð og til inntöku. Ekki má gefa lyfið með inndælingu í vöðva, undir húð, í mænuvökva eða í kviðarhol.

Þegar koffínsítrat er gefið í bláæð skal gefa það með stýrðu innrennsli, þ.e.a.s. eingöngu með því að nota sprautudælu eða annan innrennslisbúnað sem skammtar lyfið. Koffínsítrat má annaðhvort nota óþynnt eða þynnt í sæfðum innrennslislausnum, svo sem glúkósa 50 mg/ml (5%), eða natríumklóríði 9 mg/ml (0,9%) eða kalsíumglúkónati 100 mg/ml (10%) strax eftir að það er dregið úr lykjunni (sjá kafla 6.6).

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Öndunarstöðvun

Öndunarstöðvun vegna fæðingar fyrir tímann er sjúkdómsgreining sem byggist á útilokunaraðferð. Útiloka skal aðrar orsakir öndunarstöðvunar (t.d. sjúkdóma í miðtaugakerfi, frumkominn lungnasjúkdóm, blóðleysi, sýklasótt, efnaskiptatruflanir, hjarta- og æðasjúkdóma eða öndunarstöðvun vegna teppu í öndunarfærum) eða meðhöndla þær á viðeigandi hátt áður en hafin er meðferð með koffínsítrati. Ef svörun við koffínmeðferð bregst (staðfest ef nauðsyn þykir með mælingu á plasmaþéttni) getur það bent til annarrar orsakar fyrir öndunarstöðvun.

Neysla koffíns

Hjá nýburum mæðra sem hafa neytt mikils magns af koffíni fyrir barnsburð skal mæla grunnþéttni koffíns í plasma áður en meðferð með koffínsítrati hefst vegna þess að koffín kemst auðveldlega gegnum fylgju yfir í blóðrás fósturs (sjá kafla 4.2 og 5.2).

Mæður sem gefa nýburum sem meðhöndlaðir eru með koffínsítrati brjóstamjólk eiga ekki að neyta matvæla og drykkja sem innihalda koffín eða lyfja sem innihalda koffín (sjá kafla 4.6) þar sem koffín skilst út í brjóstamjólk (sjá kafla 5.2).

Teófýllín

Hjá nýburum sem áður hafa verið meðhöndlaðir með teófýllíni skal mæla grunnþéttni koffíns í plasma áður en meðferð með koffínsítrati hefst vegna þess að hjá fyrirburum umbrotnar teófýllín í koffín.

Flog

Koffín er örvandi fyrir miðtaugakerfið og greint hefur verið frá flogum við ofskömmtun koffíns. Gæta ber ítrustu varúðar ef koffínsítrat er notað hjá nýburum með flogasjúkdóma.

Aukaverkanir á hjarta og æðar

Koffín hefur reynst auka hjartsláttartíðni, útfall vinstri slegils og slagmagn í birtum rannsóknum. Þess vegna skal gæta varúðar þegar koffínsítrat er notað hjá nýburum með staðfestan hjarta- og æðasjúkdóm. Vísbendingar eru um að koffín valdi hraðsláttartruflunum hjá næmum einstaklingum. Hjá nýburum er þá venjulega um einfaldan sínushraðslátt að ræða. Ef vart hefur orðið við óvenjulegar takttruflanir í hjartsláttarriti (CTG) áður en barnið fæðist skal gæta varúðar við gjöf koffínsítrats.

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi

Gæta skal varúðar þegar koffínsítrat er gefið nýfæddum fyrirburum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Í rannsókn á öryggi eftir markaðssetningu virtist tíðni aukaverkana hjá litlum hópi mikilla fyrirbura með skerta nýrna-/lifrarstarfsemi vera hærri samanborið við fyrirbura án skerðingar á líffærastarfsemi (sjá kafla 4.2, 4.8 og 5.2). Aðlaga ber skammta með því að fylgjast með plasmaþéttni koffíns til þess að forðast eiturverkanir hjá þessum hópi.

Garnadrepsbólga

Garnadrepsbólga er algeng orsök veikinda og dauðsfalla hjá nýfæddum fyrirburum. Tilkynnt hefur verið um hugsanleg tengsl milli notkunar metýlxantína og myndunar garnadrepsbólgu. Hins vegar hafa ekki verið staðfest orsakatengsl milli notkunar koffíns eða annarra metýlxantína og garnadrepsbólgu. Eins og við á um alla fyrirbura skal fylgjast vandlega með hvort garnadrepsbólga sé að myndast hjá þeim sem meðhöndlaðir eru með koffínsítrati (sjá kafla 4.8).

Gæta skal varúðar þegar koffínsítrat er notað hjá ungbörnum með vélindabakflæði þar sem meðferð getur valdið því að sá sjúkdómur ágerist.

Koffínsítrat veldur almennri aukningu á brennslu sem getur leitt til þess að þörf fyrir orku og næringu verði meiri meðan á meðferð stendur.

Þvagaukning og blóðsaltatap af völdum koffínsítrats getur skapað nauðsyn á því að leiðrétta vökva- og blóðsaltatruflanir.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Koffín og teófýllín geta breyst hvort í annað hjá nýfæddum fyrirburum. Ekki skal nota þessi virku efni samtímis.

Sýtókróm P450 1A2 (CYP1A2) er helsta ensímið sem á þátt í umbrotum koffíns hjá mönnum. Þess vegna getur koffín haft milliverkanir við virk efni sem eru hvarfefni CYP1A2, blokka CYP1A2, eða virkja CYP1A2. Hins vegar eru umbrot koffíns takmörkuð hjá nýfæddum fyrirburum vegna þess hve ensímkerfi þeirra í lifur eru óþroskuð.

Þótt litlar upplýsingar liggi fyrir um milliverkanir koffíns og annarra virkra efna hjá nýfæddum fyrirburum gæti þurft að nota lægri skammta af koffínsítrati eftir samtímis gjöf virkra efna sem heimildir eru um að dragi úr brotthvarfi koffíns hjá fullorðnum (t.d. címetidín og ketókónazól) og nota gæti þurft hærri skammta af koffínsítrati eftir samtímis gjöf virkra efna sem auka brotthvarf koffíns (t.d. fenóbarbital og fenýtóín). Þegar vafi leikur á hugsanlegum milliverkunum skal mæla plasmaþéttni koffíns.

Þar sem bakteríuofvöxtur í þörmum tengist myndun garnadrepsbólgu gæti samtímis gjöf koffínsítrats og lyfja sem hefta framleiðslu á magasýru (andhistamín-H2-viðtakablokkar eða prótónpumpuhemlar) fræðilega aukið hættuna á garnadrepsbólgu (sjá kafla 4.4 og 4.8).

Samtímis notkun koffíns og doxaprams gæti eflt örvandi áhrif þeirra á hjarta og öndunarfæri og miðtaugakerfið. Ef tilefni er til samtímis notkunar er nauðsynlegt að fylgjast náið með hjartsláttartakti og blóðþrýstingi.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Í dýrarannsóknum reyndist koffín, í háum skömmtum, hafa eiturverkanir á fósturvísi og vanskapandi áhrif. Þessi áhrif skipta ekki máli hvað viðkemur stuttri lyfjagjöf hjá fyrirburum (sjá kafla 5.3).

Brjóstagjöf

Koffín skilst út í brjóstamjólk og kemst auðveldlega gegnum fylgju inn í blóðrás fóstursins (sjá kafla 5.2). Mæður sem gefa nýburum sem meðhöndlaðir eru með koffínsítrati brjóstamjólk eiga ekki að neyta matvæla, drykkja eða lyfja sem innihalda koffín.

Hjá nýburum mæðra sem hafa neytt mikils magns af koffíni fyrir barnsburð skal mæla grunnþéttni koffíns í plasma áður en meðferð með koffínsítrati hefst (sjá kafla 4.4).

Frjósemi

Áhrif á æxlunarframmistöðu sem vart varð hjá dýrum skipta ekki máli þegar lyfið er notað samkvæmt ábendingu fyrir nýfædda fyrirbura (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Á ekki við.

4.8Aukaverkanir

Yfirlit yfir öryggi

Þekktir lyfjafræðilegir eiginleikar og eiturverkanir koffíns og annarra metýlxantína segja fyrir um líklegar aukaverkanir af koffínsítrati. Meðal verkana sem lýst hefur verið eru örvun miðtaugakerfisins, svo sem krampar, pirringur, eirðarleysi og taugaóstyrkur, áhrif á hjartað, svo sem hraðsláttur, hjartsláttartruflanir, háþrýstingur og aukið slagmagn og efnaskipta- og næringartruflanir, svo sem blóðsykurshækkun. Þessar verkanir eru skammtaháðar og geta gert það nauðsynlegt að mæla plasmaþéttni og draga úr skömmtum.

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir, sem lýst hefur verið í nýbirtum og eldri fræðigreinum,fengust úr öryggisrannsókn eftir markaðssetningu og tengst geta koffínsítrati, eru taldar upp hér að neðan eftir líffærum og völdum hugtökum (MedDRA).

Tíðni er skilgreind sem hér segir: Mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

 

Flokkun eftir líffærum

Aukaverkanir

Tíðni

 

Sýkingar af völdum sýkla

Sýklasótt

Ekki þekkt

 

og sníkjudýra

 

 

 

Ónæmiskerfi

Ofnæmisviðbragð

Mjög sjaldgæfar

 

 

 

 

 

Efnaskipti og næring

Blóðsykurshækkun

Algengar

 

 

Blóðsykurslækkun, barnið þrífst ekki, óþol

Ekki þekkt

 

 

gegn fæðugjöf

 

 

Taugakerfi

Krampi

Sjaldgæfar

 

 

Pirringur, taugaóstyrkur, eirðarleysi, heilaskaði

Ekki þekkt

 

Eyru og völundarhús

Heyrnarleysi

Ekki þekkt

 

 

 

 

 

Hjarta

Hraðsláttur

Algengar

 

 

Hjartsláttartruflanir

Sjaldgæfar

 

 

Aukið útfall vinstri slegils og aukið slagmagn

Ekki þekkt

 

Meltingarfæri

Uppvella, aukið uppsog úr maga (gastric

Ekki þekkt

 

 

aspirate), garnadrepsbólga

 

 

 

 

 

 

Almennar aukaverkanir og

Bláæðarbólga í innrennslisstað, bólga á

Algengar

 

aukaverkanir á íkomustað

innrennslisstað

 

 

 

 

 

 

Rannsóknaniðurstöður

Aukin þvagframleiðsla, aukið natríum og

Ekki þekkt

 

 

kalsíum í þvagi, minnkaður blóðrauði,

 

 

 

minnkað týroxín

 

Lýsing á völdum aukaverkunum

 

 

Garnadrepsbólga er algeng orsök veikinda og dauðsfalla hjá nýfæddum fyrirburum. Tilkynnt hefur verið um hugsanleg tengsl milli notkunar metýlxantína og myndunar garnadrepsbólgu. Hins vegar hafa ekki verið staðfest orsakatengsl milli notkunar koffíns eða annarra metýlxantína og garnadrepsbólgu.

Í tvíblindri rannsókn með samanburði við lyfleysu á koffínsítrati hjá 85 fyrirburum (sjá kafla 5.1), greindist garnadrepsbólga í hinum blinda fasa rannsóknarinnar hjá tveimur ungbörnum sem fengu virka meðferð og einu sem fékk lyfleysu og hjá þremur ungbörnum sem fengu koffín í opnum fasa rannsóknarinnar. Þrjú ungbarnanna sem fengu garnadrepsbólgu meðan á rannsókninni stóð létust. Í stórri fjölsetra rannsókn (n=2006) þar sem rannsökuð voru langtímaafdrif fyrirbura sem meðhöndlaðir voru með koffínsítrati (sjá kafla 5.1) reyndist tíðni garnadrepsbólgu ekki aukast í koffínhópnum samanborið við lyfleysu. Eins og við á um alla fyrirbura skal fylgjast vandlega með hvort garnadrepsbólga sé að myndast hjá þeim sem meðhöndlaðir eru með koffínsítrati (sjá kafla 4.4).

Vart varð við heilaskaða, krampa og heyrnarleysi, en tíðnin var hærri hjá hópnum sem fékk lyfleysu. Koffín getur heft nýmyndun rauðkornavaka og þannig dregið úr þéttni blóðrauða við langvarandi meðferð. Heimildir eru um tímabundna lækkun týroxíns (T4) hjá ungbörnum við upphaf meðferðar en það hefur ekki reynst viðvarandi við áframhaldandi meðferð.

Fyrirliggjandi gögn benda ekki til langvarandi viðbragða við koffínmeðferð nýbura að því er varðar þroska taugakerfisins, skort á því að börnin þrífist eða hjarta- og æðakerfið, meltingarfæri eða innkirtlakerfið. Koffín virðist ekki valda versnun á súrefnisskorti í heila eða skaða sem af honum hlýst, þótt ekki sé unnt að útiloka þann möguleika.

Aðrir sérstakir hópar

Í rannsókn á öryggi eftir markaðssetningu hjá 506 fyrirburum sem fengu meðferð með Peyona, var upplýsingum um öryggi safnað hjá 31 miklum fyrirbura með skerta nýrna-/lifrarstarfsemi. Aukaverkanir virtust vera tíðari hjá þessum undirhópi með skerta líffærastarfsemi en hjá öðrum ungbörnum í rannsókninni án skerðingar á líffærastarfsemi. Oftast var tilkynnt um hjartakvilla (hraðtakt, þar á meðal eitt tilfelli af hjartsláttaróreglu).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Eftir ofskömmtun hefur koffínþéttni í plasma samkvæmt birtum gögnum verið á bilinu u.þ.b. 50 mg/l til 350 mg/l.

Einkenni

Einkenni sem tilkynnt hefur verið um í fræðigreinum eftir ofskömmtun koffíns hjá fyrirburum eru m.a. blóðsykurshækkun, kalíumlækkun, fínn skjálfti í útlimum, eirðarleysi, ofstæling, fettikrampi, stífar og rykkjakenndar hreyfingar (tonic clonic movements), flog, hraðöndun, hraðsláttur, uppköst, magaerting, blæðing í meltingarvegi, sótthiti, taugaóstyrkur, aukið þvagefni í blóði og aukinn fjöldi hvítra blóðkorna og loks ómarkvissar hreyfingar kjálka og vara. Greint hefur verið frá einu tilviki koffínofskömmtunar þar sem fylgikvillinn var heilahólfsblæðing og langvarandi eftirköst í taugakerfi. Ekki hefur verið tilkynnt um nein dauðsföll tengd koffínofskömmtun hjá fyrirburum.

Meðferð

Meðferð við koffínofskömmtun er fyrst og fremst einkenna- og stuðningsmeðferð. Fylgjast skal með kalíum- og glúkósaþéttni í plasma og leiðrétta kalíumlækkun og blóðsykurshækkun. Koffínþéttni í plasma hefur reynst minnka eftir blóðskipti. Meðhöndla má krampa með því að gefa krampalosandi lyf með innrennsli í bláæð (díazepam eða barbitúrsýrusamband, svo sem pentóbarbital-natríum eða fenóbarbital).

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Geðlyf, xantínafleiður, ATC flokkur: N06BC01.

Verkunarháttur

Að uppbyggingu er koffín skylt metýlxantínunum teófýllíni og teóbrómíni.

Flest áhrifa þess hafa verið rakin til blokkunar adenósínviðtaka, bæði A1 og A2A undirgerðanna, sem staðfest hefur verið í mæligreiningum á bindingu við viðtaka og vart verður þegar þéttni er nálægt því sem næst við meðferð við ábendingunni sem hér um ræðir.

Lyfhrif

Helsta verkun koffíns er örvun miðtaugakerfisins. Á því grundvallast verkun koffíns gegn öndunarstöðvun vegna fæðingar fyrir tímann og komið hafa fram ýmsar kenningar um verkunarhátt lyfsins í því sambandi:

(1) örvun öndunarstöðvar, (2) aukin öndun á mínútu, (3) lækkaður þröskuldur gagnvart koltvísýringshækkun, (4) aukin svörun við koltvísýringshækkun, (5) aukin spenna í beinagrindarvöðvum,

(6) minnkuð þreyta í þind, (7) aukinn umbrotahraði og (8) aukin súrefnisneysla.

Verkun og öryggi

Verkun koffínsítrats var metin í fjölsetra, slembiraðaðri, tvíblindri rannsókn þar sem koffínsítrat var borið saman við lyfleysu hjá 85 fyrirburum (meðgöngualdur frá 28 til <33 vikur) með öndunarstöðvun vegna fæðingar fyrir tímann. Ungbörnin fengu 20 mg/kg hleðsluskammt af koffínsítrati í bláæð. Í kjölfarið var gefinn 5 mg/kg viðhaldsskammtur af koffínsítrati á dag, annað hvort í bláæð eða sem mixtúra (gegnum magasondu) í allt að 10-12 daga. Í rannsóknaráætluninni var heimilað að ungbörnum yrði „bjargað“ með því að gefa vísvitandi koffínsítrat ef ekki tókst að ná stjórn á öndunarstöðvuninni. Í slíkum tilvikum fengu ungbörnin annan 20 mg/kg hleðsluskammt af koffínsítrati eftir 1. meðferðardag og fyrir 8. meðferðardag. Dagar án nokkurra öndunarstöðvunartilvika voru fleiri við meðferð með koffínsítrati (3,0 dagar, samanborið við 1,2 daga fyrir lyfleysu; p=0,005); þar að auki var hlutfall sjúklinga sem fékk engin öndunarstöðvunartilvik í > 8 daga hærra (koffín 22% samanborið við lyfleysu 0%).

Í nýlegri, stórri fjölsetra rannsókn með samanburði við lyfleysu (n=2006) voru rannsökuð afdrif fyrirbura sem meðhöndlaðir voru með koffínsítrati, bæði til skamms tíma og langs tíma (18-21 mánaða). Ungbörn, sem slembiraðað var til að fá koffínsítrat, fengu 20 mg/kg hleðsluskammt í æð og síðan 5 mg/kg daglegan viðhaldsskammt. Ef öndunarstöðvunin viðhélst mátti auka daglegan viðhaldsskammt upp í að hámarki 10 mg/kg af koffínsítrati. Viðhaldsskammtar voru aðlagaðir vikulega miðað við breytingar á líkamsþyngd og gefa mátti þá sem mixtúru um leið og ungbarnið þoldi að fá alla fæðu sína gegnum meltingarveginn. Koffínmeðferð dró úr tíðni berkju- og lungnarangvaxtar [líkindahlutfall (95% öryggisbil) 0,63 (0,52 til 0,76)] og fjölgaði þeim sem héldu lífi án fötlunar af völdum þroskatruflana í taugakerfi [líkindahlutfall (95% öryggisbil) 0,77 (0,64 til 0,93)].

Stærðargráða og stefna koffínverkunar á dauða og fötlun var mismunandi eftir því hversu mikinn öndunarstuðning ungbörnin þurftu við slembiröðun og benti til meiri ávinnings fyrir ungbörn sem þáðu stuðning [líkindahlutfall (95% öryggisbil) fyrir dauða og fötlun, sjá töfluna hér á eftir].

Dauði eða fötlun eftir undirhópum sem miðuðust við öndunarstuðning við inntöku í rannsóknina.

Undirhópar

Líkindahlutfall (95% öryggisbil)

 

 

Enginn stuðningur

1,32 (0,81 til 2,14)

 

 

Stuðningur, en ekki ífarandi

0,73 (0,52 til 1,03)

 

 

Barkarenna

0,73 (0,57 til 0,94)

 

 

5.2Lyfjahvörf

Koffínsítrat leysist auðveldlega upp í vatnslausn. Sítrathlutinn umbrotnar hratt eftir innrennsli eða inntöku.

Frásog

Koffín úr koffínsítrati byrjar að verka innan nokkurra mínútna eftir að innrennsli hefst. Eftir að nýfæddum fyrirburum var gefið 10 mg af koffínbasa/kg líkamsþyngdar til inntöku var hámarksþéttni koffíns í plasma (Cmax) á bilinu 6 til 10 mg/l og meðaltíminn þar til hámarksþéttni náðist (tmax) á bilinu frá 30 mín. til 2 klst. Neysla ungbarnaþurrmjólkur hefur engin áhrif á hversu vel efnið frásogast en tmax getur lengst.

Dreifing

Koffín dreifist hratt inn í heilann eftir gjöf koffínsítrats. Koffínþéttni í heila- og mænuvökva hjá nýfæddum fyrirburum er nálægt þéttninni hjá þeim í plasma. Meðaldreifingarrúmmál (Vd) koffíns hjá ungbörnum (0,8-0,9 l/kg) er örlítið hærra en það er hjá fullorðnum (0,6 l/kg). Upplýsingar liggja ekki fyrir um bindingu við plasmaprótein hjá nýburum eða ungbörnum. Hjá fullorðnum eru heimildir um að binding við plasmaprótein in vitro sé að meðaltali u.þ.b. 36%.

Koffín kemst auðveldlega gegnum fylgju inn í blóðrás fóstursins og skilst út í brjóstamjólk.

Umbrot

Umbrot koffíns hjá nýfæddum fyrirburum eru afar takmörkuð vegna óþroskaðs lifrarensímakerfis og meginhluti virka efnisins skilst út í þvagi. Lifrarensímið cýtókróm P450 1A2 (CYP1A2) á þátt í umbrotum koffíns hjá eldri einstaklingum.

Greint hefur verið frá því að koffín og teófýllín geti breyst hvort í annað hjá nýfæddum fyrirburum; koffínþéttni er u.þ.b. 25% af teófýllínþéttni eftir gjöf teófýllíns og búast má við að u.þ.b. 3-8% af því koffíni sem gefið er breytist í teófýllín.

Brotthvarf

Hjá ungum ungbörnum hverfur koffín mun hægar brott en hjá fullorðnum vegna óþroskaðrar lifrar- og/eða nýrnastarfsemi. Hjá nýburum fer úthreinsun koffíns nánast eingöngu fram með útskilnaði um nýru. Meðalhelmingunartími (t1/2) og hlutfall sem skilst út óbreytt í þvagi (Ae) af koffíni hjá ungbörnum eru í öfugu hlutfalli við meðgöngualdur / aldur frá síðustu tíðablæðingu. Hjá nýburum er t1/2 u.þ.b. 3-4 dagar og Ae er u.þ.b. 86% (innan 6 daga). Þegar 9 mánaða aldri er náð svipar umbrotum koffíns til þess sem sést hjá

fullorðnum (t1/2 = 5 klst. og Ae = 1%).

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á lyfjahvörfum koffíns hjá nýburum með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi.

Sé um umtalsverða skerðingu á nýrnastarfsemi að ræða þarf, með hliðsjón af aukinni hættu á uppsöfnun, að draga úr daglegum viðhaldsskammti af koffíni og hafa ber mælingar á koffíni í blóði til leiðsagnar við skammtaval. Hjá fyrirburum með gallteppulifrarbólgu hefur orðið vart lengds helmingunartíma koffínbrotthvarfs með hækkun á plasmaþéttni yfir eðlileg breytileikamörk og því er tilefni til þess að sýna sérstaka aðgát í skammtavali fyrir slíka sjúklinga (sjá kafla 4.2 og 4.4).

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar bentu ekki til neinnar meiriháttar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á eiturverkunum eftir endurtekna koffínskammta. Hins vegar framkölluðu háir skammtar krampa hjá nagdýrum. Við notkun meðferðarskammta varð vart við nokkrar hegðunarbreytingar hjá nýfæddum rottum, að öllum líkindum vegna aukinnar tjáningar adenósínviðtaka sem hélst fram á fullorðinsaldur. Hættan á að koffín valdi stökkbreytingum og æxlismyndun reyndist engin. Vanskapandi áhrif og áhrif á æxlunarframmistöðu sem vart varð hjá dýrum skipta ekki máli þegar lyfið er notað samkvæmt ábendingu fyrir fyrirbura.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Sítrónusýrueinhýdrat.

Natríumsítrat.

Vatn fyrir stungulyf.

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf eða gefa það samtímis öðrum lyfjum í sömu innrennslisslöngu, að undanskildum þeim sem nefnd eru í kafla 6.6.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Eftir að lykjan hefur verið opnuð skal nota lyfið samstundis.

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan samrýmanleika þynntu lausnarinnar í 24 klst. við 25 °C og 2-8 °C.Þegar lyfið er gefið í innrennslislausnum skal frá örverufræðilegu sjónarmiði nota það tafarlaust eftir þynningu með sæfðri aðferð.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Geymsluskilyrði eftir þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

1 ml lykja úr glæru gleri af tegund I.

3 ml lykja úr glæru gleri af tegund I. Pakkningastærðin er 10 lykjur.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Gæta ber þess vandlega að beita sæfðum aðferðum við alla meðhöndlun lyfsins þar sem það inniheldur engin rotvarnarefni.

Skoða skal hvort Peyona hafi að geyma efnisagnir eða sé upplitað áður en það er gefið. Farga skal lykjum sem innihalda upplitaða lausn eða sýnilegar efnisagnir.

Peyona má annaðhvort nota óþynnt eða þynnt í sæfðum innrennslislausnum, svo sem glúkósa 50 mg/ml (5%), eða natríumklóríði 9 mg/ml (0,9%) eða kalsíumglúkónati 100 mg/ml (10%) strax eftir að það er dregið úr lykjunni.

Nauðsynlegt er að þynnta lausnin sé tær og litlaus. Skoða verður óþynntar og þynntar lausnir sem gefnar eru í æð til þess að leita að efnisögnum og upplitun áður en þær eru gefnar. Ekki má nota lausnina ef hún er upplituð eða hefur að geyma agnir af aðskotaefnum.

Einnota. Farga skal öllum lyfjaleifum sem eftir verða í lykjunni. Ekki má geyma lyfjaleifar til þess að gefa þær síðar.

Engin sérstök fyrirmæli um förgun.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

CHIESI FARMACEUTICI SpA Via Palermo 26/A

43122 Parma Ítalía

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/528/002 1 ml lykjur

EU/1/09/528/001 3 ml lykjur

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 02/07/2009.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 03/03/2014.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

{MM/ÁÁÁÁ}

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu. Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf