Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Pheburane (sodium phenylbutyrate) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A16AX03

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsPheburane
ATC-kóðiA16AX03
Efnisodium phenylbutyrate
FramleiðandiLucane Pharma

1.HEITI LYFS

PHEBURANE 483 mg/g kyrni

2.INNIHALDSLÝSING

Í hverju grammi af kyrni eru 483mg af natríumfenýlbútýrati.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Fyrir hvert gramm af natríumfenýlbútýrati eru í kyrninu 124 mg (5,4 mmól) af natríum og 768 mg af súkrósa.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Kyrni.

Hvít eða beinhvít á lit.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

PHEBURANE er notað sem viðbót vegna langtímameðferðar á röskun á þvagefnishring (urea cycle), þar sem um er að ræða skort á carbamýlfosfatsyntetasa, ornitíntranscarbamýlasa eða arginínósuccínatsyntetasa.

Það er ætlað til notkunar þegar röskunin birtist á nýburastigi ((neonatal-onset presentation) algjör ensímskortur, sem kemur í ljós á fyrstu 28 dögum eftir fæðingu). Það er einnig ætlað þegar um síðkomna röskun (late-onset) er að ræða (a.m.k. skortur á einu ensími, sem kemur í ljós eftir fyrsta mánuð eftir fæðingu) hjá sjúklingum með heilakvilla vegna ofgnóttar ammoníaks í blóði (hyperammonaemic encephalopathy).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með PHEBURANE á að vera í höndum sérfræðings með reynslu í meðferð á röskun á þvagefnishring.

Skammtar:

Sólarhringsskammtur er einstaklingsbundinn og á að laga að próteinþoli sjúklings og þeirri daglegri próteininntöku sem þarf til þess að stuðla að vexti og þroska.

Samkvæmt klínískri reynslu er venjulegur heildar sólarhringsskammtur af natríumfenýlbútýrati:

450 - 600 mg/kg/sólarhring fyrir nýbura, ungbörn og börn sem vega minna en 20 kg

9,9 - 13,0 g/m2/sólarhring fyrir börn sem vega meira en 20 kg og fyrir unglinga og fullorðna.

Öryggi og verkun stærri skammta en 20 g/sólarhring hafa ekki verið staðfest.

Eftirfylgni meðferðar:

Þéttni ammoníaks, arginíns, lífsnauðsynlegra amínósýra (einkum amínósýrur með hliðarkeðjur),

karnitíns og próteina í sermi á að halda innan eðlilegra marka. Þéttni glútamíns í plasma á halda innan við 1.000 μmól/l.

Næringarstjórnun:

PHEBURANE verður að gefa samhliða því að takmarka próteinneyslu og í sumum tilvikum á að gefa lífsnauðsynlegar amínósýrur og karnitín til viðbótar.

Sjúklingar með carbamýlfosfatsyntetasaskort eða ornitíntranscarbamýlsaskort sem birst hefur á nýburastigi þurfa að fá cítrullín eða arginín viðbót í skömmtum sem eru 0,17 g/kg/dag eða

3,8 g/m2/dag.

Arginín viðbót í skömmtum sem eru 0,4 - 0,7 g/kg/dag eða 8,8-15,4 g/m2/dag er nauðsynleg hjá sjúklingum með arginínsuccínatsyntetasaskort.

Ef hitaeiningauppbót er nauðsynleg er mælt með próteinfríu fæði.

Sérstök tilvik

Skert nýrna-og lifrarstarfsemi

Þar sem umbrot og útskilnaður natríumfenýlbútýrats fer um lifur og nýru, ætti PHEBURANE að nota með varúð hjá sjúklingum með skerta lifrar-eða nýrnastarfsemi.

Lyfjagjöf

PHEBURANE er til inntöku.

Sökum þess hvað PHEBURANE leysist hægt upp, ætti hvorki að gefa lyfið gegnum magastóma né gegnum sondu.

Heildarskammti á sólarhring á að skipta í jafna skammta og gefa með hverri máltíð eða fæðugjöf (t.d. smábörnum 4-6 sinnum á dag). Kyrnið má taka inn með drykk (vatni, ávaxtasafa, eða sérstakri próteinlausri þurrmjólk) eða sáldrað yfir matskeið af fæðu (kartöflustappa eða eplamauk) og skal þess þá gætt að lyfið sé gleypt strax til þess að forðast óbragð.

Með meðfylgjandi mæliskeið, sem er kvörðuð með 250 mg millibili, má gefa skammta allt að 3 g af natríumfenýlbútýrati.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Meðganga.

Brjóstagjöf.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Magn af klínískt mikilvægum söltum.

PHEBURANE inniheldur 124 mg (5,4 mmól) af natríum í hverju grammi af natríumfenýlbútýrati , sem samsvarar 2,5 g (108 mmól) af natríum í hverjum 20 g af natríumfenýlbútýrati, sem er hámarks sólarhringsskammtur. PHEBURANE á því að nota með varúð hjá sjúklingum með hjartabilun eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi og við klínískar aðstæður þegar um uppsöfnun salts með bjúgmyndun er að ræða.

Fylgjast skal með kalíum í plasma meðan á meðferð stendur þar sem kalíum getur tapast með þvagi vegna útskilnaðar fenýlasetýlglútamíns í nýrum.

Almennir þættir

Hjá sumum sjúklingum getur bráður heilakvilli vegna ofgnóttar ammoníaks í blóði komið fyrir, jafnvel meðan á meðferð stendur.

Ekki er mælt með notkun PHEBURANE til að hafa stjórn á bráðri ammoníakshækkun, sem flokkast sem bráðatilvik.

Hjálparefni með þekkta verkun

Lyfið inniheldur natríum. Þetta skal haft í huga hjá sjúklingum sem eru á natríumskertu fæði.

Lyfið inniheldur súkrósa. Þetta skal haft í huga hjá sjúklingum með sykursýki. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, glúkósa-galaktósa vanfrásog eða súkrósa-ísómaltasaþurrð, skulu ekki taka lyfið.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Þegar próbenesíð er gefið samtímis getur það haft áhrif á nýrnaútskilnað efnisins, sem myndast vegna tengingar við natríumfenýlbútýrat.

Greint hefur verið frá ofgnótt ammoníaks í blóði af völdum halóperidóls og valpróats. Barksterar geta valdið niðurbroti próteina og aukið þannig þéttni ammoníaks í blóði. Þegar þessi lyf eru notuð þarf að fylgjast oftar með þéttni ammoníaks í plasma.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri / Frjósemi karla og kvenna

Konur á barneignaraldri verða að nota öruggar getnaðarvarnir

Meðganga

Öryggi lyfsins á meðgöngu hefur ekki verið staðfest. Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á eituráhrif á æxlun þ.e. áhrif á þroska fósturvísis eða fósturs. Útsetning fyrir fenýlasetati (virkt umbrotsefni fenýlbútýrats) fyrir fæðingu hjá rottuafkvæmum olli skemmdum í strýtufrumum heilabarkar (pyramidal cortex), gripluhólar (dendritic spines) voru lengri, þynnri og færri en eðlilegt er. Mikilvægi þessara upplýsinga hjá mönnum er ekki þekkt. Þess vegna á ekki að nota PHEBURANE á meðgöngu (sjá kafla 4.3). Konur á barneignaraldri verða að nota öruggar getnaðarvarnir.

Brjóstagjöf

Þegar rottuafkvæmi fengu stóra skammta af fenýlasetati (190 – 474 mg/kg) undir húð dró úr viðkomu taugafrumna og að sama skapi kom fram aukið taugafrumutap, auk minnkunar mýlis (myelin) í miðtaugakerfi. Þroski taugafrumumóta í heila var heftur og einnig dró úr fjölda virkra taugafrumuenda í stóra heila, sem leiddi til skerts heilavaxtar. Ekki hefur verið ákvarðað hvort fenýlasetat berist í brjóstamjólk hjá konum og því á ekki að nota PHEBURANE meðan á brjóstagjöf stendur (sjá kafla 4.3).

Frjósemi

Engar vísbendingar liggja fyrir um áhrif natríumfenýlbútýrats á frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

PHEBURANE hefur óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt um öryggi

Í klínískum rannsóknum með natríumfenýlbútýrat, upplifðu 56% sjúklinga a.m.k. eitt meintilvik og talið var að 78% þessara tilvika væru ótengd lyfinu.

Þær aukaverkanir tengdust aðallega æxlunar-eða meltingarfærum.

Yfirlit yfir aukaverkanir

Þær eru taldar upp hér að neðan eftir líffærakerfum og tíðni. Tíðnin er skilgreind sem mjög algengar

(≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum),. Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Líffærakerfi

Tíðni

Aukaverkanir

 

Algengar

blóðleysi, blóðflagnafæð, hvítfrumnafæð,

Blóð og eitlar

hvítfrumnafjölgun, blóðflagnafjölgun

 

 

Sjaldgæfar

vanmyndunarblóðleysi, flekkblæðing

Efnaskipti og næring

Algengar

efnaskiptablóðsýring, blóðlýting (alkalosis),

minnkuð matarlyst

 

 

Geðræn vandamál

Algengar

þunglyndi, pirringur

Taugakerfi

Algengar

yfirlið, höfuðverkur

Hjarta

Algengar

bjúgur

Sjaldgæfar

hjartsláttartruflanir

 

 

Algengar

kviðverkir, uppköst, ógleði, hægðatregða,

Meltingarfæri

breytingar á bragðskyni

 

Sjaldgæfar

brisbólga, magasár, blæðing frá endaþarmi,

 

 

magabólga

 

 

Húð og undirhúð

Algengar

útbrot, óeðlileg húðlykt

Nýru og þvagfæri

Algengar

nýrnapíplablóðsýring

Æxlunarfæri og brjóst

Mjög algengar

Tíðateppa, óreglulegar tíðir

 

 

Lækkun kalíums í blóði, albúmíns,

 

 

heildarmagns prótíns og fosfats. Hækkun á

Rannsóknaniðurstöður

Algengar

alkalískum fosfatasa, transamínösum,

 

 

gallrauða, þvagsýru, klóríði, fosfati og

 

 

natríumi. Þyngdaraukning

Lýsing á tilteknum aukaverkunum.

Greint var frá hugsanlegri eiturverkun vegna natríumfenýlbútýrats (450 mg/kg/dag) hjá 18 ára stúlku með lystarstol, þar sem fram kom heilakvilli vegna röskunar á efnaskiptum, sem tengdist mjólkursýringu, alvarlegum kalíumskorti, blóðfrumnafæð, úttaugakvilla og brisbólgu. Hún náði sér eftir að skammtar höfðu verið minnkaðir að undanskildum endurteknum tilvikum brisbólgu, sem að lokum leiddu til þess að meðferð var hætt.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ofskömmtun kom fram hjá 5 mánaða barni eftir einn 10 g skammt fyrir slysni (1.370 mg/kg), sem olli niðurgangi, pirringi og efnaskiptablóðsýringu með kalíumskorti hjá sjúklingnum. Sjúklingurinn náði sér á innan við 48 klst. eftir einkennameðferð.

Þessi einkenni eru í samræmi við uppsöfnun fenýlasetats, sem sýndu fram á skammtaháð eituráhrif á taugar þegar það var gefið í bláæð í skömmtum sem voru allt að 400 mg/kg/dag. Einkenni taugaeitrunarinnar voru aðallega svefndrungi, þreyta og ringlun. Sjaldgæfari einkenni voru rugl,

höfuðverkur, bragðtruflanir, heyrnarskerðing, vistarfirring (disorientation), minnisskerðing og versnandi taugakvilli sem var fyrir.

Við ofskömmtun á að hætta meðferðinni og veita stuðningsmeðferð. Blóðskilun eða kviðskilun geta komið að gagni.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Önnur meltingarfæra- og efnaskiptalyf, ATC flokkur: A16AX03.

Verkunarháttur og lyfhrif

Natríumfenýlbútýrat er forlyf og umbrotnar hratt í fenýlasetat. Fenýlasetat er virkt efnasamband sem tengist glútamíni með asetýleringu og myndar fenýlasetýlglútamín sem skilst síðan út um nýru. Fenýlasetýlglútamín er sambærilegt þvagefni, þegar mól eru lögð til grundvallar (þ.e. bæði efnin innihalda 2 mól af köfnunarefni) og er því staðgengill burðarefnis fyrir útskilnað köfnunarefnisúrgangs.

Verkun og öryggi

Byggt á rannsóknum á útskilnaði fenýlasetýlglútamíns hjá sjúklingum með röskun á þvagefnishring er hugsanlega hægt að reikna út að fyrir hvert g af fenýlbútýrati sem gefið er myndast 0,12-0,15 g af fenýlasetýlglútamín köfnunarefni. Þess vegna dregur natríumfenýlbútýrat úr ammoníaki og glútamíni í plasma hjá sjúklingum með röskun á þvagefnishring. Mikilvægt er að greining sé gerð snemma og meðferð hefjist strax til þess að bæta lifun og klínískan árangur.

Sjúklingar með síðkomna röskun á þvagefnishring, m.a. kvenkyns sjúklingar sem voru arfblendnir með tilliti til skorts á ornitíntranscarbamýlasa, sem náðu sér eftir heilakvilla vegna ofgnóttar ammoníaks í blóði og fengu síðan langtíma meðferð með takmarkaðri próteinneyslu og natríumfenýlbútýrati, var tíðni lifunar 98%. Flestir þeirra sjúklinga sem voru prófaðir voru með greindarvísitölu í meðallagi til lágs meðallags/jaðargreindarskerðingar. Vitsmunastarfsemi þeirra hélst tiltölulega stöðug meðan á fenýlbútýratmeðferð stóð. Ólíklegt að taugaskerðing sem fyrir er gangi til baka, þrátt fyrir lyfjagjöf og taugaskemmdir geta haldið áfram hjá sumum sjúklingum.

Meðferð með PHEBURANE getur verið ævilöng nema lifrarígræðsla verði gerð.

Börn

Áður fyrr var röskun á þvagefnishring, sem birtist á nýburastigi, banvæn strax á fyrsta ári, jafnvel þótt meðferð fæli í sér kviðskilun og lífsnauðsynlegar amínósýrur eða köfnunarefnislausar hliðstæður þeirra. Með blóðskilun, notkun staðgengil burðarefnis fyrir útskilnað köfnunarefnisúrgangs (natríumfenýlbútýrat, natríumbensóat og natríumfenýlasetat), takmarkaðri próteinneyslu og í sumum tilvikum með uppbót lífsnauðsynlegra amínósýra, jókst tíðni lifunar hjá nýburum sem greindir voru eftir fæðingu (á fyrsta mánuði eftir fæðingu) um næstum 80% þar sem flest dauðsföll voru vegna bráðs heilakvilla vegna ofgnóttar ammoníaks í blóði. Há tíðni greindarskerðingar var hjá sjúklingum með nýburastigs sjúkdómsmynd.

Hjá sjúklingum sem greindir voru á meðgöngu og meðhöndlaðir áður en tilvik um heilakvilla vegna ofgnóttar ammoníaks í blóði kom fram, var lifun 100%, en jafnvel hjá þessum sjúklingum kom vitræn skerðing eða aðrir taugafræðilegir ágallar smám saman í ljós.

5.2Lyfjahvörf

Fenýlbútýrat oxast í fenýlasetat sem tengist glútamíni fyrir tilstilli ensíma og myndar fenýlasetylglútamat í lifur og nýrum. Fenýlasetat verður einnig fyrir vatnsrofi vegna esterasa í lifur og blóði.

Þéttni fenýlbútýrats og umbrotsefna þess í plasma og þvagi hafa verið mæld hjá heilbrigðum fastandi fullorðnum einstaklingum sem fengu stakan 5 g skammt af natríumfenýlbútýrati og frá sjúklingum með röskun á þvagefnishring, blóðrauðakvilla og sjúklingum með skorpulifur sem fengu stakan skammt og endurtekna skammta til inntöku allt að 20 g/dag (rannsóknir sem voru ekki samanburðarrannsóknir). Dreifing fenýlbútýrats og umbrotsefna þess hefur einnig verið rannsökuð hjá krabbameinssjúklingum eftir innrennsli natríumfenýlbútýrats í bláæð (allt að 2 g/m2) eða fenýlasetats.

Frásog

Fenýlbútýrat frásogast hratt við föstuástand. Eftir stakan 5 g skammt af natríumfenýlbútýrati í formi kyrnis til inntöku var þéttni fenýlbútýrats í plasma mælanleg eftir 15 mínútur. Meðaltími þar til hámarksþéttni var náð var 1 klst. og meðalhámarksþéttni í plasma var 195 μg/ml. Helmingunartími útskilnaðar var talinn vera 0,8 klst.Áhrif fæðu á frásog er ekki þekkt.

Dreifing

Dreifingarrúmmál fenýlbútýrats er 0,2 l/kg.

Umbrot

Eftir stakan 5 g skammt af natríumfenýlbútýrati í formi kyrnis var plasmaþéttni fenýlasetats og fenýlasetýlglútamíns mælanleg annars vegar 30 og hins vegar 60 mínútum síðar. Meðaltími þar til hámarksþéttni var náð var 3,55 og 3,23 klst. og meðalhámarksþéttni var annars vegar 45,3 og hins vegar 62,8 μg/ml. Helmingunartími útskilnaðar var 1,3 og 2,4 klst.

Rannsóknir á stórum skömmtum af fenýlasetati í bláæð sýndu ólínuleg lyfjahvörf sem einkenndust af mettanlegu umbroti í fenýlasetýlglútamín. Endurteknir skammtar af fenýlasetati sýndu vísbendingar um virkjun úthreinsunar.

Hjá meirihluta sjúklinga með röskun á þvagefnishring eða blóðrauðakvilla sem fengu fenýlbútýrat í mismunandi skömmtum (300 - 650 mg/kg/dag upp í 20 g/dag) var ekki hægt að greina fenýlasetat í plasma eftir næturföstu. Hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi getur breyting fenýlasetats í fenýlasetatglútamín verið tiltölulega hægari. Hjá þremur sjúklingum (af 6) með skorpulifur sem fengu endurtekna skammta af natríumfenýlbútýrati til inntöku (20 g/dag í þremur skömmtum), kom stöðug plasmaþéttni natríum fenýlasetats í ljós á þriðja degi sem var fimm sinnum hærri en eftir fyrsta skammtinn.

Hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum kom í ljós kynbundinn munur varðandi lyfjahvörf fenýlbútýrats og fenýlasetats (AUC og Cmax var u.þ.b. 30 - 50% hærra hjá konum) en ekki fyrir fenýlasetýlglútamín. Þetta getur verið vegna fitusækni natríumfenýlbútýrats og þar af leiðandi mun á dreifingarrúmmáli.

Brotthvarf

U.þ.b. 80 - 100% af lyfinu skilst út um nýru innan sólarhrings sem samtengt fenýlasetýlglútamín.

5.3Forklínískar upplýsingar

Natríumfenýlbútýrat var neikvætt í tvennskonar rannsóknaraðferðum á stökkbreytingum, þ.e. Ames próf og smákjarnaprófi. Niðurstöður benda til að natríumfenýlbútýrat hafi ekki stökkbreytandi áhrif í Ames prófi hvorki með né án örvunar á efnaskipti. Niðurstöður í smákjarnaprófi benda til að natríumfenýlbútýrat leiði ekki til litningabrota hjá rottum sem fengu skammt með eða án eituráhrifa (rannsakað 24 og 48 klst. eftir staka skammta á bilinu 878 til 2.800 mg/kg).

Rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum natríumfenýlbútýrats eða áhrifum þess á frjósemi hafa ekki verið gerðar.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Sykurkorn (súkrósi og maíssterkja), hýprómellósa,

etýlsellulósi N7, makrógól 1500, povidon K25.

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Notist innan 45 daga frá opnun.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærra hitastig en 25°C.

6.5Gerð íláts og innihald

HDPE flaska með öryggisloki og inniheldur 174 g af kyrni.

Hver askja inniheldur eina flösku.

Kvörðuð mæliskeið fylgir með.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Ef kyrninu er blandað í fæðu eða vökva er mikilvægt að blandan sé tekin strax eftir blöndun.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Lucane Pharma

172 rue de Charonne

75011 Paris

Frakkland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/13/822/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 31 júlí 2013

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf