Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Pheburane (sodium phenylbutyrate) – Fylgiseðill - A16AX03

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsPheburane
ATC-kóðiA16AX03
Efnisodium phenylbutyrate
FramleiðandiLucane Pharma

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

PHEBURANE 483 mg/g kyrni

Natríumfenýlbútýrat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Ífylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um PHEBURANE og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota PHEBURANE

3.Hvernig nota á PHEBURANE

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á PHEBURANE

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um PHEBURANE og við hverju það er notað

PHEBURANE inniheldur virka efnið natríumfenýlbútýrat sem er ætlað sjúklingum á öllum aldri sem eru með röskun á þvagefnishring. Hjá sjúklingum með þennan sjaldgæfa sjúkdóm skortir ákveðin lifrarensím og því geta þeir ekki losnað við köfnunarefnisúrgang á formi ammoníaks.

Köfnunarefni er frumeining próteina sem aftur eru nauðsynlegur hluti fæðunnar. Ef líkaminn getur ekki losað sig við köfnunarefnisúrgang á formi ammoníaks safnast köfnunarefni upp í líkamanum eftir neyslu próteina. Köfnunarefnisúrgangur er á formi ammoníaks, sem er sérstaklega eitrað fyrir heilann og veldur í alvarlegum tilvikum minnkaðri meðvitund og dái.

PHEBURANE hjálpar líkamanum að losa sig við köfnunarefnisúrgang með því að minnka magn ammoníaks í líkamanum. Samhliða PHEBURANE meðferð verður fæðið að vera próteinskert en það er einstaklingsbundið og á að vera samkvæmt ráði læknis eða næringarfræðings. Fylgja verður ráðlögðu mataræði nákvæmlega.

2. Áður en byrjað er að nota PHEBURANE

Ekki má nota PHEBURANE ef þú:

ert með ofnæmi fyrir natríumfenýlbútýrati eða einhverju öðru innihaldsefni PHEBURANE (sem talin eru upp í kafla 6)

átt von á barni

ert með barn á brjósti

Varnaðarorð og varúðarreglur

Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en taka PHEBURANE hefst ef þú:

ert með hjartabilun (þar sem hjartað getur ekki dælt nægu blóði um líkamann) eða skerta nýrnastarfsemi

ert með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi því PHEBURANE skilst út úr líkamanum um nýru og lifur

PHEBURANE kemur ekki í veg fyrir skyndilega ofgnótt ammoníaks í blóði. Ef slíkt gerist hjá þér koma fram einkenni eins og ógleði, uppköst og hugsanarugl og þú þarfnast þá tafarlausrar læknishjálpar.

Ef nauðsynlegt reynist að fara í blóðrannsókn er mikilvægt að minna lækninn á að þú takir PHEBURANE því natríumfenýlbútýrat getur haft áhrif á ákveðnar rannsóknarniðurstöður (svo sem mælingu á söltum í blóði, próteinmælingum og mælingum á lifrarstarfsemi).

Ef þú ert í vafa skaltu spyrja lækni eða lyfjafræðing.

Notkun annarra lyfja samhliða PHEBURANE

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Mjög mikilvægt að upplýsa lækninn ef þú tekur lyf sem innihalda:

valpróínsýru (flogaveikilyf)

halóperidól (notað við ákveðnum geðrænum kvillum)

barkstera (lyf sem notuð eru til að lina staðbundna bólgu í líkamanum)

próbenesíð (lyf við þvagsýrudreyra, ofsöfnun þvagsýru í blóði, sem tengist oft þvagsýrugigt)

Þessi lyf geta breytt áhrifum PHEBURANE og því þarf að taka blóðsýni örar. Ef þú ert ekki viss um hvort lyf þín innihaldi þessi efni skaltu leita til læknis eða lyfjafræðings.

Meðganga og brjóstagjöf

PHEBURANE á ekki að nota á meðgöngu því það getur skaðað fóstrið.

Ef þú ert á barneignaraldri verður þú að nota öruggar getnaðarvarnir á meðan þú notar PHEBURANE. Aflaðu þér nákvæmra upplýsinga með því að ræða við lækni.

Ef þú ert með barn á brjósti áttu ekki að nota PHEBURANE, því það getur borist í brjóstamjólkina og skaðað barnið.

Akstur og notkun véla

PHEBURANE er ekki líklegt til að hafa áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

PHEBURANE inniheldur natríum og súkrósa

Lyfið inniheldur 124 mg (5,4 mmól) af natríum í 1 grammi af natríumfenýlbútýrati. Sjúklingar á natríumskertu fæði þurfa að taka tillit til þessa.

Þetta lyf inniheldur 768 mg af súkrósa í 1 grammi af natríumfenýlbútýrati. Þetta ætti að hafa í huga ef þú ert með sykursýki. Ef þér hefur verið sagt af lækni þínum að þú sért með óþol fyrir einhverjum sykrum skaltu hafa samband við lækninn áður en þú tekur lyfið.

3.Hvernig nota á PHEBURANE

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Skammtar

Daglegur skammtur PHEBURANE er reiknaður út frá próteinþoli þínu, mataræði, líkamsþyngd og líkamsyfirborði. Nauðsynlegt er að taka blóðsýni reglulega til þess að ákveða réttan skammt. Læknirinn gefur fyrirmæli um hve mikið af kyrni þú átt að taka.

Lyfjagjöf

PHEBURANE skal taka inn um munn.

Sökum þess hvað PHEBURANE leysist hægt upp, ætti hvorki að gefa lyfið gegnum magastóma (slanga sem liggur gegnum kviðvegginn og inn í maga) né sondu (slanga sem liggur inn um nef og ofan í maga).

PHEBURANE verður að taka með próteinskertu fæði.

PHEBURANE skal taka inn með hverri máltíð. Hjá ungum börnum jafnvel 4 til 6 sinnum á dag.

Með lyfinu fylgir mæliskeið sem skammtar allt að 3 g af natríumfenýlbútýrati. Notið mæliskeiðina eingöngu til þess að mæla lyfjaskammta.

Þannig er lyfjaskammturinn mældur:

Línur á skeiðinni sýna magnið (í g af natríumfenýlbútýrati). Mældu það magn sem læknirinn hefur ávísað

Hellið kyrninu beint í skeiðina eins og sýnt er á mynd (á ytri öskjuog neðst á / síðu 2 í þessum fylgiseðli)

Bankaðu skeiðinni einu sinni í borð til að mynda lárétt yfirborð kyrnisskammtsins og bættu svo á ef með þarf

Kyrnið má taka inn með drykk (vatni, ávaxtasafa, eða sérstakri próteinlausri barnaformúlu) eða sáldrað yfir matskeið af fæðu (kartöflustappa eða eplamauk) og skal þess þá gætt að lyfið sé gleypt strax til þess að forðast óbragð.

Þú munt þurfa á þessu lyfi að halda ásamt sérstöku mataræði ævilangt.

Ef tekinn er stærri skammtur PHEBURANE en mælt er fyrir um.

Sjúklingar sem hafa tekið mjög stóra skammta af natríumfenýlbútýrati hafa fundið fyrir:

svefnleysi, þreytu, ringlun og í sjaldgæfari tilvikum, rugli

höfuðverk

breyttu bragðskyni

heyrnarskerðingu

vistarfirringu

minnisskerðingu

versnandi taugakvillum sem fyrir eru

Ef þú finnur fyrir einhverjum ofangreindra einkenna skaltu hafa samband við lækni eða næstu bráðamóttöku strax til þess að fá stuðningsmeðferð.

Ef gleymist að nota PHEBURANE.

Taktu einn skammt eins fljótt og hægt er með næstu máltíð. Láttu líða a.m.k. 3 klst.á milli skammta. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Við þrálát uppköst skaltu strax hafa samband við lækni.

Mjög algengar aukaverkanir (Koma fram hjá fleiri en 1 notanda af 10): Óreglulegar blæðingar eða blæðingar hætta alveg. Ef þú stundar kynlíf og blæðingar hætta alveg skaltu ekki ganga út frá því að það sé vegna PHEBURANE. Það getur verið vegna þungunar eða tíðahvarfa og þú skalt því ræða þetta við lækni (sjá kaflann Meðganga og brjóstagjöf hér að ofan).

Algengar aukaverkanir (Koma fram hjá 1 til 10 notendum af 100 ): Breytingar á fjölda blóðkorna (rauð blóðkorn, hvít blóðkorn og blóðflögur), breytingar á magni bíkarbónats í blóði (sem breytir sýru-basa jafnvægi), minni matarlyst, þunglyndi, pirringur, höfuðverkur, yfirlið, vökvasöfnun (bólgu), breytingar á bragðskyni (bragðtruflanir), magaverkur, uppköst, ógleði, hægðatregða, óeðlileg húðlykt, útbrot, óeðlileg nýrnastarfsemi, þyngdaraukning, breytt gildi rannsóknaniðurstaðna.

Sjaldgæfar aukaverkanir (Koma fram hjá 1 til 10 notendum af 1000): Fækkun rauðra blóðkorna vegna galla í beinmerg, marblettir, hjartsláttartruflanir, blæðing frá endaþarmi, magaerting, magasár, brisbólga.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á PHEBURANE

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota PHEBURANE eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og flöskumiðanum á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram. Geymið við hitastig undir 25°C.

Nota skal lyfið innan 45 daga frá því flaskan er fyrst opnuð.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

PHEBURANE inniheldur

Virka innihaldsefnið er natríumfenýlbútýrat.

Hvert gramm af kyrni inniheldur 483 mg af natríumfenýlbútýrati.

Önnur innihaldsefni eru: Sykurkorn (súkrósi og maíssterkja, sjá kafla 2. PHEBURANE inniheldur súkrósa), hýprómellósi, etýlsellulósi N7, makrógól 1500, póvídón K25.

Lýsing á útliti PHEBURANE og pakkningastærðir

PHEBURANE kyrni er hvítt eða beinhvítt á lit.

Kyrninu er pakkað í plastflöskur með öryggisloki ásamt þurrkefni.

Hver flaska inniheldur 174 g af kyrni.

Hver askja inniheldur eina flösku.

Mæliskeið er meðfylgjandi.

Markaðsleyfishafi

Lucane Pharma

172 rue de Charonne

75011 Paris - Frakkland

Framleiðandi

Lucane Pharma

172 rue de Charonne

75011 Paris

Frakkland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Lucane Pharma

Medical Need Europe AB

Tél/Tel: + 33 153 868 750

Tel: + 46 8 533 39 500

info@lucanepharma.com

 

info@medicalneed.com

 

 

 

 

България

 

Luxembourg/Luxemburg

Lucane Pharma

 

Lucane Pharma

Teл.: + 33 153 868 750

 

Tél/Tel: + 33 153 868 750

info@lucanepharma.com

 

info@lucanepharma.com

 

 

 

 

Česká republika

Magyarország

Medical Need Europe AB

Medical Need Europe AB

Tel: + 46 8 533 39 500

Tel.: + 46 8 533 39 500

info@medicalneed.com

 

info@medicalneed.com

 

 

 

 

Danmark

Malta

Medical Need Europe AB

Lucane Pharma

Tlf: + 46 8 533 39 500

Tel: + 33 153 868 750

info@medicalneed.com

 

info@lucanepharma.com

Deutschland

 

Nederland

Lucane Pharma

 

Lucane Pharma

Tel: + 33 153 868 750

 

Tel: + 33 153 868 750

info@lucanepharma.com

 

info@lucanepharma.com

Eesti

Norge

Medical Need Europe AB

Medical Need Europe AB

Tel: + 46 8 533 39 500

Tlf: + 46 8 533 39 500

info@medicalneed.com

 

info@medicalneed.com

 

 

 

 

Ελλάδα

 

Österreich

Lucane Pharma

 

Lucane Pharma

Τηλ: + 33 153 868 750

 

Tel: + 33 153 868 750

info@lucanepharma.com

 

info@lucanepharma.com

España

 

 

Polska

 

 

 

Lucane Pharma

Medical Need Europe AB

Tel: + 33 153 868 750

Tel.: + 46 8 533 39 500

info@lucanepharma.com

info@medicalneed.com

France

 

Portugal

 

Lucane Pharma

Lucane Pharma

Tél: + 33 153 868 750

Tel: + 33 153 868 750

info@lucanepharma.com

info@lucanepharma.com

Hrvatska

 

România

 

Lucane Pharma

Lucane Pharma

Tel: + 33 153 868 750

Tel: + 33 153 868 750

info@lucanepharma.com

info@lucanepharma.com

Ireland

 

Slovenija

 

Lucane Pharma

Medical Need Europe AB

Tel: + 33 153 868 750

Tel: + 46 8 533 39 500

info@lucanepharma.com

info@medicalneed.com

Ísland

 

Slovenská republika

 

Medical Need Europe AB

Medical Need Europe AB

Sími: + 46 8 533 39 500

Tel: + 46 8 533 39 500

info@medicalneed.com

 

info@medicalneed.com

Italia

 

Suomi/Finland

 

Lucane Pharma

Medical Need Europe AB

Tel: + 33 153 868 750

Puh/Tel: + 46 8 533 39 500

info@lucanepharma.com

 

info@medicalneed.com

Κύπρος

 

Sverige

 

Lucane Pharma

Medical Need Europe AB

Τηλ: + 33 153 868 750

Tel: + 46 8 533 39 500

info@lucanepharma.com

info@medicalneed.com

Latvija

 

United Kingdom

 

Medical Need Europe AB

Lucane Pharma

Tel: + 46 8 533 39 500

Tel: + 33 153 868 750

info@medicalneed.com

 

info@lucanepharma.com

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður:

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu Þar eru líka tenglar á aðra vefi um sjaldgæfa sjúkdóma og lyf við þeim.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf