Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Picato (ingenol mebutate) – Samantekt á eiginleikum lyfs - D06BX02

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsPicato
ATC-kóðiD06BX02
Efniingenol mebutate
FramleiðandiLEO Laboratories Ltd.

1.HEITI LYFS

Picato 150 míkrógrömm/gramm hlaup

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert gramm af hlaupi inniheldur 150 míkróg af ingenolmebutati. Hver túpa inniheldur 70 míkróg af ingenolmebutat í 0,47 g af hlaupi.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Hlaup.

Tært litlaust hlaup.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Picato er ætlað til meðferðar á húð við geislunarhyrningu (actinic keratosis) án ofþykknunar hornhúðar (nonhyperkeratotic) og ofvaxtar (nonhypertrophic).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Geislunarhyrning í andliti og hársverði hjá fullorðnum

Eina túpu af Picato 150 míkróg/g hlaupi (hver túpa inniheldur 70 míkróg af ingenolmebutat) skal bera einu sinni á dag á meðferðarsvæðið í 3 daga samfleytt.

Hámarks læknandi árangur meðferðarinnar má sjá og meta u.þ.b. 8 vikum eftir meðferð.

Hægt er að gefa endurtekna meðferðarlotu með Picato ef ófullnægjandi svörun kemur fram í eftirfylgni og skoðun eftir 8 vikur eða ef sár sem eru horfin í þessari skoðun koma aftur fram í síðari skoðunum.

Börn

Notkun Picato á ekki við hjá börnum.

Aldraðir

Ekki þarf að stilla lyfjaskammtinn (sjá kafla 5.1).

Sjúklingar með veiklað ónæmiskerfi

Klínískar upplýsingar um meðferð hjá sjúklingum sem eru með veiklað ónæmiskerfi eru ekki tiltækar, en ekki er reiknað með altækri áhættu þar sem ingenolmebutat frásogast ekki í blóðrás.

Lyfjagjöf

Innihald einnar túpu nær yfir meðferðarsvæði sem er u.þ.b. 25 cm2 (þ.e. 5 cm x 5 cm). Túpan er einungis ætluð til stakrar notkunar og skal fargað eftir notkun (sjá kafla 6.6).

Hlaupi úr túpu skal þrýsta á fingurgóm og dreifa jafnt yfir allt meðferðarsvæðið. Síðan skal leyfa

hlaupinu að þorna í 15 mínútur. Innihald einnar túpu skal nota fyrir eitt meðferðarsvæði sem nemur 25 cm2.

Hver túpa er einungis ætluð til stakrar notkunar.

Fyrir meðhöndlun á hálsi:

Ef meira en helmingur meðferðarsvæðisins er staðsettur á efri hluta hálsins, skal nota þá skammtastærð af Picato 150 míkróg/g hlaupi sem ætluð er fyrir andlit og hársvörð. Ef meira en helmingur meðferðarsvæðisins er staðsettur á lægri hluta hálsins, skal nota þá skammtastærð af Picato 500 míkróg/g hlaupi sem er ætluð fyrir bol og útlimi.

Ef svæði á andliti eða hársverði og annað svæði á búk eða útlimum eru meðhöndluð samhliða skal ráðleggja sjúklingum að vera vissir um að þeir noti viðeigandi styrkleika. Gæta skal þess að bera ekki Picato 500 míkróg/g hlaupið á andlit eða hársvörð þar sem það gæti leitt til hærri tíðni staðbundinna viðbragða í húð.

Leiðbeina skal sjúklingum að þvo hendur sínar með sápu og vatni strax eftir að hafa borið Picato á húð og á milli staðbundinna lyfjagjafa ef tvö mismunandi svæði þarfnast mismunandi styrkleika. Ef verið er að meðhöndla hendurnar skal einungis þvo þann fingurgóm sem bar hlaupið á.

Forðast skal að þvo eða snerta meðferðarsvæðið í 6 klst. eftir að Picato hefur verið borið á húð. Eftir það má skola meðferðarsvæðið með mildri sápu og vatni.

Picato skal borið á húð strax eftir bað/sturtu eða innan 2 klst. fyrir svefn.

Ekki má hylja meðferðarsvæðið með loftþéttum sáraumbúðum eftir að Picato hefur verið borið á.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Útsetning á augu

Snerting við augu getur valdið tárubólgu af völdum efna og bruna í hornhimnu. Sjúklingar skulu þvo hendur vandlega eftir að hlaupið hefur verið borið á og eftir snertingu við meðferðarsvæðið til að varast að hlaupið berist í augun í ógáti. Ef útsetning á sér stað fyrir slysni, skal skola augun strax með miklu vatni og sjúklingurinn skal leita læknis umsvifalaust. Reikna má með að augneinkenni eins og sársauki í augum, bjúgur á augnlokum og bjúgur í kringum augu komi fram eftir útsetningu fyrir Picato sem á sér stað fyrir slysni (sjá kafla 4.8).

Inntaka

Ekki má taka Picato inn. Ef inntaka á sér stað fyrir slysni skal sjúklingurinn drekka mikið af vatni og leita læknis.

Almennt

Ekki er mælt með því að Picato sé borið á húð fyrr en húðin hefur jafnað sig eftir meðferð með öðrum lyfjum eða eftir skurðaðgerð. Ekki skal bera Picato á opin sár eða skaddaða húð þar sem ysta lag húðarinnar er hugsanlega rofið.

Picato skal ekki notað nálægt augum eða innan í nösum, né heldur inni í eyrum eða á varir.

Staðbundin svörun í húð

Reikna má með staðbundinni svörun í húð svo sem húðroða, flögnun og hrúðurmyndun eftir að Picato er borið á húð (sjá kafla 4.8). Staðbundin svörun í húð er tímabundin og á sér yfirleitt stað innan eins dags frá upphafi meðferðar og nær hámarki allt að 1 viku eftir að meðferð lýkur. Staðbundin svörun í húð lagast venjulega innan 2 vikna frá upphafi meðferðar á svæðum á andliti og í hársverði og innan

4 vikna frá upphafi meðferðar á svæðum á bol eða útlimum. Ekki er hægt að meta virkni meðferðar nægilega vel fyrr en staðbundin svörun á húð hefur lagast.

Útsetning vegna sólarljóss

Gerðar hafa verið rannsóknir til að meta áhrif útfjólublárrar geislunar á húðina eftir staka eða ítrekaða notkun ingenolmebutat hlaups 100 míkróg/g. Ekki sáust merki um að ingenolmebutat hlaup kynni að valda ertingu eða ofnæmisviðbrögðum af völdum sólarljóss. Hins vegar, vegna eðlis sjúkdómsins, skal forðast eða lágmarka útsetningu fyrir sólarljósi (þar með talið sólarlampar og ljósabekkir).

Hyrnifrumuæxli

Í klínískum rannsóknum eftir veitingu markaðsleyfis hefur verið greint frá hyrnifrumuæxli á meðferðarsvæðinu og var tími að myndun á bilinu vikur til mánuðir eftir notkun ingenolmebutat hlaups (sjá kafla 5.1). Heilbrigðisstarfsmenn skulu ráðleggja sjúklingum að vera á verði gagnvart vefjaskemmdum sem myndast innan meðferðarsvæðisins og hafa þegar í stað samband við lækni ef slíkt kemur fram.

Meðferð á geislunarhyrningu

Taka skal vefjasýni af vefskemmdum sem eru ódæmigerðar fyrir geislunarhyrningu eða sem vekja grun um illkynja vöxt, til að ákvarða rétta meðferð.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Engar rannsóknir á milliverkunum hafa verið gerðar. Milliverkanir við lyf með altækt frásog eru taldar ólíklegar þar sem Picato frásogast ekki altækt.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun ingenolmebutats hjá konum á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt væga eiturverkun á fóstur (sjá kafla 5.3). Áhætta fyrir menn vegna meðferðar á húð með ingenolmebutati er talin óveruleg þar sem Picato frásogast ekki. Til öryggis ætti að forðast notkun Picato á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er búist við neinum áhrifum á börn sem eru á brjósti vegna þess að Picato frásogast ekki. Móður með barn á brjósti skal leiðbeint um að forðast skuli líkamlega snertingu milli barnsins og meðferðarsvæðisins í 6 klst. eftir að Picato hefur verið borið á.

Frjósemi

Rannsóknir hafa ekki verið gerðar á áhrifum ingenolmebutats á frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Picato hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á upplýsingum um öryggi

Algengustu aukaverkanir sem tilkynntar hafa verið eru staðbundin svörun í húð, þar með talið hörundsroði, flögnun, hrúðurmyndun, bólga, bólur/graftarbólur og fleiður/sáramyndun á stöðum sem meðhöndlaðir hafa verið með ingenolmebutat hlaupi, sjá töflu 1 um MedDRA hugtök. Eftir notkun ingenolmebutats upplifðu flestir sjúklingar (>95%) ein eða fleiri viðbrögð í húð. Sýking á meðferðarsvæði hefur verið tilkynnt við meðhöndlun á andliti og hársverði.

Listi yfir aukaverkanir, settur upp í töflu

Tafla 1 sýnir útsetningu fyrir Picato 150 míkróg/g eða 500 míkróg/g hjá 499 sjúklingum með geislunarhyrningu sem voru meðhöndlaðir í fjórum burðarefnisstýrðum 3. stigs rannsóknum sem náðu til alls 1.002 sjúklinga og ná til tilkynninga eftir markaðssetningu. Sjúklingar fengu meðferð á húð

(25 cm2 svæði) með Picato í styrkleika 150 míkróg/g eða 500 míkróg/g eða burðarefni einu sinni á dag í 3 eða 2 daga samfleytt.

Taflan hér að neðan sýnir aukaverkanir skv líffæraflokki MedDRA kerfisins og líkamlega staðsetningu aukaverkana.

Tíðni aukaverkana hefur verið ákvörðuð samkvæmt eftirfarandi flokkun:

Mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 1 Aukaverkanir skv líffæraflokki MedDRA kerfisins

 

Tíðni

 

 

 

 

Líffæraflokkur

Andlit og hársvörður

Bolur og útlimir

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra

 

 

 

 

Graftarbólur á meðferðarsvæði

Mjög algengar

Mjög algengar

 

 

 

Sýking á meðferðarsvæði

Algengar

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

 

 

Ofnæmi (þ.m.t. ofnæmisbjúgur)

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

 

 

 

Taugakerfi

 

 

 

 

 

Höfuðverkur

Algengar

 

 

 

 

Augu*

 

 

 

 

 

Bjúgur á augnlokum

Algengar

 

 

 

 

Bjúgur í kringum augu

Algengar

 

 

 

 

Tárubólga af völdum efna, bruni í

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

hornhimnu **

 

 

Sársauki í augum

Sjaldgæfar

 

 

 

 

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

 

 

 

 

Fleiður á meðferðarsvæði

Mjög algengar

Mjög algengar

 

 

 

Bólur á meðferðarsvæði

Mjög algengar

Mjög algengar

 

 

 

Bólga á meðferðarsvæði

Mjög algengar

Mjög algengar

 

 

 

Húðflögnun á meðferðarsvæði

Mjög algengar

Mjög algengar

 

 

 

Hrúður á meðferðarsvæði

Mjög algengar

Mjög algengar

 

 

 

Hörundsroði á meðferðarsvæði

Mjög algengar

Mjög algengar

 

 

 

Sársauki á meðferðarsvæði***

Mjög algengar

Algengar

 

 

 

Kláði á meðferðarsvæði

Algengar

Algengar

 

 

 

Erting á meðferðarsvæði

Algengar

Algengar

 

 

 

Útferð á meðferðarsvæði

Sjaldgæfar

 

 

 

 

Náladofi á meðferðarsvæði

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

 

 

 

Sár á meðferðarsvæði

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

 

 

 

Litabreytingar á meðferðarsvæði

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

 

 

 

Hiti á meðferðarsvæði

 

Sjaldgæfar

 

 

 

Örmyndun á meðferðarsvæði

Mjög sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

*: Bólga á meðferðarsvæði á andliti eða í hársverði getur sigið niður á augnsvæðið

**: Útsetning á augu fyrir slysni: Greint hefur verið frá tárubólgu af völdum efna og bruna í hornhimnu í tengslum við útsetningu á augu fyrir slysni eftir markaðssetningu (sjá kafla 4.2 og 4.4 um hvernig varast eigi útsetningu á augu)

***: Þar með talinn sviði á meðferðarsvæði.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Staðbundin svörun í húð sem átti sér stað með tíðni >1% á bæði „andliti/í hársverði“ og á „bol/á útlimum“, var eftirfarandi: hörundsroði á meðferðarsvæði (94% og 92%), húðflögnun á meðferðarsvæði (85% og 90%), hrúður á meðferðarsvæði (80% og 74%), bólga á meðferðarsvæði (79% og 64%), blöðrur á meðferðarsvæði (13% og 20%), graftrarbólur á meðferðarsvæði (43% og 23%) og fleiður á meðferðarsvæði (31% og 25%).

Alvarleg staðbundin svörun í húð átti sér stað með tíðni 29% á andliti og í hársverði og með tíðni 17% á bol og útlimum. Alvarleg staðbundin svörun í húð átti sér stað með tíðni sem nam >1% bæði í „andliti og hársverði“ annars vegar og á „bol og útlimum“ hins vegar: hörundsroði á meðferðarsvæði (24% og 15%), húðflögnun á meðferðarsvæði (9% og 8%), hrúður á meðferðarsvæði (6% og 4%), bólga á meðferðarsvæði (5% og 3%), og graftrarbólur á meðferðarsvæði (5% og 1%).

Eftirfylgni til langs tíma

Alls var 198 sjúklingum sem voru orðnir einkennalausir á 57. degi (184 meðhöndlaðir með Picato og 14 meðhöndlaðir með burðarefni), fylgt eftir í aðra 12 mánuði. Í annarri rannsókn var 329 sjúklingum, sem upphaflega fengu kuldameðferð í andlit/hársvörð, slembiraðað eftir þrjár vikur og voru þá meðhöndlaðir annaðhvort með Picato 150 míkróg/g (n=158) eða burðarefni (n=150) í 3 daga á sama svæði. Fylgst var með 149 sjúklingum í Picato hópnum og 140 í burðarefnishópnum í 12 mánuði. Í síðari rannsókn voru 450 sjúklingar upphaflega meðhöndlaðir með Picato 150 míkróg/g og úr þeim hóp var 134 sjúklingum slembiraðað og fengu þá aðra meðferð með Picato 150 míkróg/g og fylgst var með sjúklingunum í allt að 12 mánuði eftir fyrstu meðferðina.

Niðurstöðurnar breyttu ekki öryggisþáttum (safety profile) Picato (sjá kafla 5.1).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ofskömmtun með Picato getur valdið aukinni tíðni staðbundinna viðbragða í húð. Meðferð við ofskömmtun skal felast í meðhöndlun á klínískum einkennum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sýklalyf við húðsjúkdómum, önnur sýklalyf (chemotherapeutica). ATC-flokkur: D06BX02.

Verkunarháttur

Verkunarháttur ingenolmebutats þegar það er notað við geislunarhyrningu er ekki enn að fullu þekktur. In vivo og in vitro líkön hafa sýnt tvískiptan verkunarhátt ingenolmebutats: 1) stuðlar að frumudauða á meðferðasvæðum og 2) kallar fram bólgusvörun sem einkennist af staðbundinni myndun bólguhvetjandi frumuboða (cytokines) og efnatoga (chemokines) og íferð ónæmisfruma.

Lyfhrif

Niðurstöður úr tveimur klínískum rannsóknum á líffræðilegum áhrifum ingenolmebutats hafa sýnt að staðbundin notkun kremsins leiddi til dreps í húðþekju og öflugu bólguviðbragði í bæði húðþekju og yfirleðri hinnar meðhöndluðu húðar, aðallega var um að ræða innkomu T-frumna, daufkyrninga og átfrumna. Drep í leðurhúð kom sjaldan fram.

Genatjáningarsnið úr vefjasýnum af meðhöndluðum svæðum gefa til kynna bólguviðbragð og sáraviðbragð, sem er í samræmi við vefjafræðilegt mat.

Ytri skoðun á húð sem hlotið hafði meðferð með því að nota samdepla endurkastandi smásjá (reflectance confocal microscopy), hefur leitt í ljós að breytingar á húð sem voru framkallaðar af ingenolmebutati gátu gengið til baka, og sýndu nánast allar færibreytur eðlilegt ástand húðar 57 dögum eftir meðferð, og er sú niðurstaða einnig studd af klínískum niðurstöðum og niðurstöðum dýrarannsókna.

Verkun og öryggi

Verkun og öryggi Picato 150 míkróg/g, sem var borið á andlit eða í hársvörð í 3 daga samfleytt, var rannsökuð í tveimur, tvíblindum, burðarefnisstýrðum, klínískum rannsóknum sem náðu til 547 fullorðinna sjúklinga. Á sama hátt var verkun og öryggi Picato 500 míkróg/g, sem var borið á bol og útlimi í 2 daga samfleytt, rannsökuð í tveimur, tvíblindum, burðarefnisstýrðum, klínískum rannsóknum sem náðu til 458 fullorðinna sjúklinga. Sjúklingar héldu áfram þátttöku í rannsóknunum á 8 vikna eftirfylgnitímabili þar sem þeir komu aftur í klíníska skoðun og öryggisvöktun. Verkun, mæld sem hlutfall fullkomins bata og bata að hluta, og að auki sem miðgildi prósentuminnkunar, var metin á 57. degi (sjá tafla 2).

Sjúklingar höfðu 4 til 8 klínískt dæmigerðar, sýnilegar, afmarkaðar, án ofþykknunar hornhúðar eða ofvaxtar, vefjaskemmdir vegna geislunarhyrningar innan samliggjandi 25 cm2 meðferðarsvæða á andliti, í hársverði eða á bol eða útlimum. Á hverjum ákvörðuðum skammtadegi, var rannsóknarhlaupið borið á allt meðferðarsvæðið.

Þátttökuheldni var há, þar sem 98% sjúklinganna luku þessum rannsóknum.

Sjúklingar sem rannsakaðir voru, voru 34 til 89 ára gamlir (meðalaldur 64 og 66 ár, fyrir hina tvo mismunandi styrkleikahópa) og 94% voru með húðgerð I, II eða III skv Fitzpatrick.

Á degi 57 höfðu sjúklingar sem meðhöndlaðir voru með Picato, hærra hlutfall fullkomins bata eða bata að hluta heldur en sjúklingar sem meðhöndlaðir voru með hlaupi með burðarefni (p<0,001). Miðgildis prósentuminnkun vefjaskemmda vegna geislunarhyrningar var hærra í þeim hópi sem var meðhöndlaður með ingenolmebutati samanborið við burðarefnishópinn (sjá töflu 2).

Tafla 2 Hlutfall sjúklinga sem náðu fullkomnum bata eða bata að hluta og miðgildi prósentuhlutfalls (%) minnkunar vefjaskemmda vegna geislunarhyrningar

 

Andlit og hársvörður

Bolur og útlimir

 

Picato

Burðarefni

Picato

Burðarefni

 

150 míkróg/g

(n=270)

500 míkróg/g

(n=232)

 

(n=277)

 

(n=226)

 

Hlutfall fullkomins bataa

42,2%d

3,7%

34,1%d

4,7%

 

 

 

 

 

Hlutfall bata að hlutab (≥75%)

63,9% d

7,4%

49,1% d

6,9%

 

 

 

 

 

Miðgildi % minnkunc

83%

0%

75%

0%

 

 

 

 

 

a Hlutfall fullkomins bata var skilgreint sem það hlutfall sjúklinga sem er með engar (núll) klínískt sýnilegar vefjaskemmdir vegna geislunarhyrningar á meðferðarsvæðinu.

b Hlutfall bata að hluta var skilgreint sem það hlutfall sjúklinga þar sem 75% eða meira af upphaflegum vefjaskemmdum vegna geislunarhyrningar höfðu læknast.

c Miðgildis prósentu (%) minnkun vefjaskemmda vegna geislunarhyrningar samanborið við upphaf rannsóknar (baseline).

d p<0,001; samanborið við burðarefni með aðfallsgreiningu þar sem unnið var með meðferð, rannsókn og

líkamlega staðsetningu.

Verkun lyfsins var mismunandi eftir því hvar kremið var borið á líkamann. Fyrir hvert meðferðarsvæði var hlutfall fullkomins bata og bata hærra hjá þeim hópi sem var meðhöndlaður með ingenolmebutati samanborið við burðarefnishópinn (sjá töflur 3 og 4).

Tafla 3 Fjöldi og hlutfall sjúklinga (95% bati) sem náðu fullkomnum bata eða bata að hluta á

57 degi þar sem lyfið var borið á andlit og í hársvörð

 

Fullkominn bati

Bati að hluta (≥75%)

 

Picato

Burðarefni

Picato

Burðarefni

 

150 míkróg/g

(n=270)

150 míkróg/g

(n=270)

 

(n=277)

 

(n=277)

 

Andlit

104/220

9/220

157/220

18/220

 

47% (41-54%)

4% (2-8%)

71% (65-77%)

8% (5-13%)

Hársvörður

13/57

1/50

20/57

2/50

 

23% (13-36%)

2% (0-11%)

35% (23-49%)

4% (1-14%)

Tafla 4 Fjöldi og hlutfall sjúklinga (95% bati) sem náðu fullkomnum bata eða bata að hluta á

57 degi þar sem lyfið var borið á andlit og í hársvörð

 

Fullkominn bati

Bati að hluta (≥75%)

 

Picato

Burðarefni

Picato

Burðarefni

 

500 míkróg/g

(n=232)

500 míkróg/g

(n=232)

 

(n=226)

 

(n=226)

 

Handleggur

49/142

7/149

75/142

11/149

 

35% (27-43%)

5% (2-9%)

53% (44-61%)

7% (4-13%)

Handarbak

10/54

0/56

16/54

1/56

 

19% (9-31%)

0% (0-6%)

30% (18-44%)

2% (0-10%)

Brjóstkassi

11/14

2/11

12/14

2/11

 

79% (49-95%)

18% (2-52%)

86% (57-98%)

18% (2-52%)

Annaða

7/16

2/16

8/16

2/16

 

44% (20-70%)

13% (2-38%)

50% (25-75%)

13% (2-38%)

aAnnað innifelur axlir, bak, fótleggi.

Öryggi meðferðar með Picato 150 míkróg/g í 3 daga eða Picato 500 míkróg/g meðferðar í 2 daga var metið allt að degi 57, meirihluti tilkynntra aukaverkana og staðbundinna viðbragða á húð voru vægar eða meðalvægar og löguðust allar án eftirkasta.

Tölfræðilega marktækur mismunur á niðurstöðum sjúklinga kom fram og voru niðurstöður marktækt jákvæðari hjá þeim sjúklingum sem fengu Picato samanborið við þá sem fengu hlaup með burðarefni. Hærri meðalskor fyrir ánægju sjúklinga, sem gáfu til kynna hærra stig almennrar ánægju, sáust í ingenolmebutat hópunum samanborið við burðarefnishópinn (p<0,001) samkvæmt Treatment Satisfaction Questionnaire for Medication (TSQM).

Virkni til langs tíma

Þrjár framsýnar, langtíma eftirfylgnisrannsóknir í 1 ár voru gerðar til að meta viðvarandi virkni með því að athuga endurkomu vefjaskemmda vegna geislunarhyrningar á meðferðarsvæði, og öryggi hjá sjúklingum sem höfðu fengið meðferð með Picato. Ein rannsóknin náði til sjúklinga sem höfðu verið meðhöndlaðir með Picato 150 míkróg/g í andlit eða hársvörð í 3 daga og tvær rannsóknir náðu til sjúklinga sem höfðu verið meðhöndlaðir með Picato 500 míkróg/g á bol og útlimi í 2 daga. Einungis þeir sjúklingar sem höfðu náð fullum bata á meðferðarsvæði við lok 3. stigs rannsóknarinnar (dagur

57) voru teknir með í langtíma eftirfylgni. Súklingum var fylgt eftir með 3 mánaða millibili í 12 mánuði (sjá töflu 5).

Tafla 5 Hlutfall endurkomu vefjaskemmda vegna geislunarhyrningar

 

Picato

Picato

 

150 míkróg/g hlaup

500 míkróg/g hlaup

 

Andlit og hársvörður

Bolur og útlimir

 

(n=108)

(n=76c)

Hlutfall endurkomu einkenna eftir 12 mánuði

53,9% (44,6-63,7)

56,0% (45,1-67,6)

KM mat (95% CI)a

 

 

Hlutfall endurkomu vefjaskemmdab

12,8% (19,1)

13,2% (23,0)

12 mánuðir

 

 

Meðaltal (SD)

 

 

a Endurkomuhlutfallið er byggt á Kaplan-Meier (KM) mati við rannsóknardagsetningu heimsóknar og er skilgreint sem prósentuhlutfall (95% CI). Endurkoma var skilgreind sem allar auðkennanlegar vefjaskemmdir vegna geislunarhyrningar á svæði sem hafði áður verið meðhöndlað hjá sjúklingum sem höfðu verið alveg einkennalausir á 57 degi á fyrri 3. stigs rannsóknum.

b Endurkoma vefjaskemmda fyrir sérhvern sjúkling var skilgreind sem hlutfall vefjaskemmda vegna geislunarhyrningar eftir 12 mánuði samanborið við fjölda vefjaskemmda við upphaf rannsóknar í fyrri 3. stigs rannsóknum.

c Af þessum höfðu 38 sjúklingar verið meðhöndlaðir áður í burðarefnisstýrðri 3. stigs rannsókn og 38 sjúklingar voru áður meðhöndlaðir í opinni 3. stigs rannsókn.

Hætta á flöguþekjukrabbameini

Við lok rannsóknarinnar (dagur 57), var það hlutfall flöguþekjukrabbameins (SCC) sem tilkynnt hafði verið á meðferðarsvæði, sambærilegt hjá sjúklingum sem höfðu hlotið meðhöndlun með ingenolmebutat hlaupi (0,3%, 3 af 1165 sjúklingum) og hjá sjúklingum sem höfðu hlotið meðhöndlun með burðarefni (0,3%, 2 af 632 sjúklingum) í klínískum rannsóknum á geislunarhyrningu sem voru framkvæmdar með ingenolmebutat hlaupi.

Flöguþekjukrabbamein á meðferðarsvæði var ekki tilkynnt hjá neinum sjúklingi (0 af 184 sjúklingum sem höfðu áður verið meðhöndlaðir með ingenolmebutat hlaupi) í þremur framsýnum, langtíma rannsóknum er fylgdu sjúklingum eftir í 1 ár.

Reynsla af fleiri en einni meðferðarlotu

Í tvíblindri samanburðarrannsókn með burðarefni fengu 450 sjúklingar með 4-8 geislunarhyrningar (actinic keratosis) á 25 cm2 meðferðarsvæði í andliti eða hársverði allt að tvær meðferðarlotur með Picato 150 míkróg/g. Þeim sjúklingum sem ekki fengu algera hreinsun af allri geislunarhyrningu eftir fyrstu meðferðarlotu á 8 vikum var slembiraðað í aðra meðferðarlotu með Picato eða burðarefni. Sjúklingar sem fengu algera hreinsun eftir fyrstu meðferðarlotu voru skoðaðir eftir 26 og 44 vikur og þeim sjúklingum sem höfðu fengið bakslag á meðferðarsvæðinu var slembiraðað í aðra meðferðarlotu. Hjá öllum sjúklingum var verkun metin 8 vikum eftir slembiröðun. Í fyrstu meðferðarlotunni, sem var ekki blinduð, var tíðni algerrar hreinsunar 62% (277/450). Niðurstöður annarrar meðferðarlotu, sem var slembiröðuð og blind, eru í töflu 6.

Tafla 6 Alger hreinsuna á meðferðarsvæðinu 8 vikum eftir slembiröðun og eftir 12 mánuði

 

Þrálát geislunarhyrning á

Bakslag á meðferðarsvæði

d

 

meðferðarsvæðic

 

 

Picato

Burðarefni

Picato

Burðarefni

 

150 mcg/g

 

150 mcg/g

 

hlaup (n=

(n=49)

(n=20)

 

 

hlaup (n=42)

 

 

92)

 

 

 

 

 

 

 

 

8 vikur eftir slembiröðun

47% (43)

18% (9)

60% (25)

25% (5)

 

(p=0,001b)

(p=0,013b)

 

Eftir 12 mánuði

18% (17)

4% (2)

31% (13)

15% (3)

 

 

(p=0,016b)

 

(p=0,10b)

 

a Tíðni algerrar hreinsunar er skilgreind sem hlutfall sjúklinga með enga (núll) klínískt sjáanlega geislunarhyrningu á meðferðarsvæðinu.

b Cochran-Mantel-Haenszel próf á Picato hlaupi 150 mcg/g samanborið við burðarefni, leiðrétt fyrir staðsetningu á líkamanum (andlit/hársvörður) og landi.

c Sjúklingar þar sem fyrsta meðferðarlota leiddi ekki til algerrar hreinsunar allrar geislunarhyrningar á meðferðarsvæðinu.

d Sjúklingar þar sem fyrsta meðferðarlota leiddi til algerrar hreinsunar og sem fengu bakslag á meðferðarsvæðinu eftir annaðhvort 26 eða 44 vikur.

Geislunarhyrning í andliti og hársverði, lotunotkun eftir kuldameðferð

Í tvíarma rannsókn var 329 fullorðnum sjúklingum með geislunarhyrningu í andliti og hársverði slembiraðað í meðferð með Picato hlaupi 150 míkróg/g eða burðarefni í 3 vikur eftir kuldameðferð allra sjáanlegra vefjaskemmda á meðferðarsvæðinu. Sjúklingar sem teknir voru í rannsóknina höfðu 4 til 8 klínískt einkennandi, sjáanlega, aðskilda geislunarhyrningu, bæði án ofvaxtar (non- hypertrophic) og án ofþykknunar (non-hyperkeratotic) á samlægu 25 cm2 meðferðarsvæði.

Ellefu vikum eftir grunnlínu, sem er 8 vikum eftir Picato hlaup eða burðarefni, var hlutfall algerrar hreinsunar 61% hjá sjúklingum sem slembiraðað var til að fá Picato hlaup og 49% hjá sjúklingum sem var slembiraðað til að fá burðarefni. Eftir 12 mánuði var hlutfallið 31% og 19% í sömu röð. Hlutfall minnkunar í fjölda geislunarhyrninga í Picato hópnum var 83% eftir 11 vikur og 57% eftir 12 mánuði en í burðarefnishópnum var hún 78% eftir 11 vikur og 42% eftir 12 mánuði. Meðalfjöldi geislunarhyrningar í Picato hópnum var 5,7 við grunnlínu, 0,8 eftir 11 vikur og 0,9 eftir 12 mánuði, samanborið við 5,8, 1,0 og 1,2 í burðarefnishópnum við sömu tímamörk.

Niðurstöður öryggis í rannsókninni voru sambærilegar við öryggisþætti Picato 150 míkróg/g hlaups sem einslyfjameðferð.

Reynsla af meðhöndlun á stærra svæði

Í tvíblindri, burðarefnisstýrðri rannsókn sem gerð var til að meta altæka útsetningu, var Picato

500 míkróg/g, úr 4 túpum borið á 100 cm2 samfellt meðferðarsvæði í 2 daga samfleytt. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að ekkert frásog í blóðrás ætti sér stað.

Picato 500 míkróg/g þoldist vel þegar það var borið á samfellt meðferðarsvæði sem nam 100 cm2 á bol og útlimum.

Í tvíblindri burðarefnisstýrðri rannsókn hjá sjúklingum með geislunarhyrningu á búk og útlimum var rannsóknarlyfi á gelformi sem innihélt ingenolmebutat 600 míkróg/g borið á 250 cm2 húðsvæði einu sinni á dag í 2, 3 eða 4 daga. Í rannsókninni var stór hluti sjúklinga með verulegar sólarskemmdir. Hjá 12 af 163 einstaklingum sem fengu meðferð með rannsóknarlyfinu ingenolmebutati var greint frá 16 tilvikum húðæxlis á meðferðarsvæðinu (1 tilvik flöguþekjukrabbameins, 1 tilvik Bowen sjúkdóms og 14 tilvik hyrnifrumuæxlis, eftir miðstýrða meinafræðilega skoðun) miðað við 0/61 í hópnum sem fékk burðarefni.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á Picato hjá öllum undirhópum barna við geislunarhyrningu (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

Aldraðir

Af 1165 sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með Picato í klínískum rannsóknum á geislunarhyrningu sem framkvæmdar voru með ingenolmebutat hlaupi, voru 656 sjúklingar (56%) 65 ára og eldri, á meðan 241 sjúklingur (21%) var 75 ára gamall og eldri. Enginn munur á öryggi eða verkun kom fram í samanburði á milli yngri og eldri sjúklinga.

5.2Lyfjahvörf

Almenn lyfjahvarfafræðileg einkenni ingenolmebutats og umbrotsefna þess hafa ekki verið rannsökuð hjá mönnum vegna þess að ekki er til staðar mælanlegt magn lyfsins í blóði eftir að lyfið hefur verið borið á húð.

Frásog

Ekkert frásog í blóðrás mældist við eða fyrir ofan lægri greiningarmörk (0,1 ng/ml) þegar Picato 500 míkróg/g úr 4 túpum var borið á svæði sem nam 100 cm2 á framhandlegg sjúklinga með geislunarhyrningu einu sinni á dag í 2 daga samfleytt.

Niðurstöður in vitro rannsóknar leiddu í ljós að ingenolmebutat hamlar ekki né framkallar viðbrögð hjá ísóformum cýtókróms P450 í mönnum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun og þroska.

Öryggisrannsóknir aðrar en klínískar sýna að notkun ingenolmebutat hlaups á húð þolist vel með möguleika á hvers kyns húðertingu sem gengur til baka og óverulegri hættu á kerfisbundnum eiturhrifum samkvæmt ráðlögðum notkunarskilyrðum.

Ingenolmebutat hafði ekki áhrif á fósturþroska hjá rottum við IV skammta allt að 5 míkróg/kg/dag (30 míkróg/m2/dag). Ekki komu fram nein meiriháttar frávik hjá kanínum. Minniháttar frávik komu fram hjá fóstrum meðhöndlaðra kvendýra sem fengu skammtastærð 1 míkróg/kg/dag

(12 míkróg/m2/dag).

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Isóprópýl alkóhól

Hýdroxýetýlsellulósi

Sítrónusýrueinhýdrat

Natríumsítrat

Bensýl alkóhól

Eimað vatn

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

2 ár

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C-8°C).

Farga skal túpum þegar þær hafa verið opnaðar.

6.5Gerð íláts og innihald

Lagskiptar túpur með stökum skammti, innri einangrun úr þéttu pólýethýlen (HDPE) og áli sem hindrandi lag. Lok úr HDPE.

Picato 150 míkróg/g hlaup er fáanlegt í pakkningu sem inniheldur 3 túpur þar sem hver túpa inniheldur 0,47 g af hlaupi.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

LEO Laboratories Ltd. 285 Cashel Road Crumlin, Dublin 12 Írland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/12/796/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 15. nóvember 2012.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

1. HEITI LYFS

Picato 500 míkrógrömm/gramm hlaup

2. INNIHALDSLÝSING

Hvert gramm af hlaupi inniheldur 500 míkróg af ingenolmebutati. Hver túpa inniheldur 235 míkróg af ingenolmebutat í 0,47 g af hlaupi.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Hlaup.

Tært litlaust hlaup.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Picato er ætlað til meðferðar á húð við geislunarhyrningu (actinic keratosis) án ofþykknunar hornhúðar (nonhyperkeratotic) og ofvaxtar (nonhypertrophic).

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Geislunarhyrning á bol og útlimum hjá fullorðnum

Eina túpu af Picato 500 míkróg/g hlaupi (hver túpa inniheldur 235 míkróg af ingenolmebutat) skal bera einu sinni á dag á meðferðarsvæðið í 2 daga samfleytt.

Hámarks læknandi árangur meðferðarinnar má sjá og meta u.þ.b. 8 vikum eftir meðferð.

Hægt er að gefa endurtekna meðferðarlotu með Picato ef ófullnægjandi svörun kemur fram í eftirfylgni og skoðun eftir 8 vikur eða ef sár sem eru horfin í þessari skoðun koma aftur fram í síðari skoðunum.

Börn

Notkun Picato á ekki við hjá börnum.

Aldraðir

Ekki þarf að stilla lyfjaskammtinn (sjá kafla 5.1).

Sjúklingar með veiklað ónæmiskerfi

Klínískar upplýsingar um meðferð hjá sjúklingum sem eru með veiklað ónæmiskerfi eru ekki tiltækar, en ekki er reiknað með altækri áhættu þar sem ingenolmebutat frásogast ekki í blóðrás.

Lyfjagjöf

Innihald einnar túpu nær yfir meðferðarsvæði sem er u.þ.b. 25 cm2 (þ.e. 5 cm x 5 cm). Túpan er einungis ætluð til stakrar notkunar og skal fargað eftir notkun (sjá kafla 6.6).

Hlaupi úr túpu skal þrýsta á fingurgóm og dreifa jafnt yfir allt meðferðarsvæðið. Síðan skal leyfa

hlaupinu að þorna í 15 mínútur. Innihald einnar túpu skal nota fyrir eitt meðferðarsvæði sem nemur 25 cm2.

Hver túpa er einungis ætluð til stakrar notkunar.

Fyrir meðhöndlun á hálsi:

Ef meira en helmingur meðferðarsvæðisins er staðsettur á efri hluta hálsins, skal nota þá skammtastærð af Picato 150 míkróg/g hlaupi sem ætluð er fyrir andlit og hársvörð. Ef meira en helmingur meðferðar-svæðisins er staðsettur á lægri hluta hálsins, skal nota þá skammtastærð af Picato 500 míkróg/g hlaupi sem er ætluð fyrir bol og útlimi.

Ef svæði á andliti eða hársverði og annað svæði á búk eða útlimum eru meðhöndluð samhliða skal ráðleggja sjúklingum að vera vissir um að þeir noti viðeigandi styrkleika. Gæta skal þess að bera ekki Picato 500 míkróg/g hlaupið á andlit eða hársvörð þar sem það gæti leitt til hærri tíðni staðbundinna viðbragða í húð.

Leiðbeina skal sjúklingum að þvo hendur sínar með sápu og vatni strax eftir að hafa borið Picato á húð og á milli staðbundinna lyfjagjafa ef tvö mismunandi svæði þarfnast mismunandi styrkleika. Ef verið er að meðhöndla hendurnar skal einungis þvo þann fingurgóm sem bar hlaupið á.

Forðast skal að þvo eða snerta meðferðarsvæðið í 6 klst. eftir að Picato hefur verið borið á húð. Eftir það má skola meðferðarsvæðið með mildri sápu og vatni.

Picato skal borið á húð strax eftir bað/sturtu eða innan 2 klst. fyrir svefn.

Ekki má hylja meðferðarsvæðið með loftþéttum sáraumbúðum eftir að Picato hefur verið borið á.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Útsetning á augu

Snerting við augu getur valdið tárubólgu af völdum efna og bruna í hornhimnu. Sjúklingar skulu þvo hendur vandlega eftir að hlaupið hefur verið borið á og eftir snertingu við meðferðarsvæðið til að varast að hlaupið berist í augun í ógáti. Ef útsetning á sér stað fyrir slysni, skal skola augun strax með miklu vatni og sjúklingurinn skal leita læknis umsvifalaust. Reikna má með að augneinkenni eins og sársauki í augum, bjúgur á augnlokum og bjúgur í kringum augu komi fram eftir útsetningu fyrir Picato sem á sér stað fyrir slysni (sjá kafla 4.8).

Inntaka

Ekki má taka Picato inn. Ef inntaka á sér stað fyrir slysni skal sjúklingurinn drekka mikið af vatni og leita læknis.

Almennt

Ekki er mælt með því að Picato sé borið á húð fyrr en húðin hefur jafnað sig eftir meðferð með öðrum lyfjum eða eftir skurðaðgerð. Ekki skal bera Picato á opin sár eða skaddaða húð þar sem ysta lag húðarinnar er hugsanlega rofið.

Picato skal ekki notað nálægt augum eða innan í nösum, né heldur inni í eyrum eða á varir.

Staðbundin svörun í húð

Reikna má með staðbundinni svörun í húð svo sem húðroða, flögnun og hrúðurmyndun eftir að Picato er borið á húð (sjá kafla 4.8). Staðbundin svörun í húð er tímabundin og á sér yfirleitt stað innan eins dags frá upphafi meðferðar og nær hámarki allt að 1 viku eftir að meðferð lýkur. Staðbundin svörun í húð lagast venjulega innan 2 vikna frá upphafi meðferðar á svæðum á andliti og í hársverði og innan

4 vikna frá upphafi meðferðar á svæðum á bol eða útlimum. Ekki er hægt að meta virkni meðferðar nægilega vel fyrr en staðbundin svörun á húð hefur lagast.

Útsetning vegna sólarljóss

Gerðar hafa verið rannsóknir til að meta áhrif útfjólublárrar geislunar á húðina eftir staka eða ítrekaða notkun ingenolmebutat hlaups 100 míkróg/g. Ekki sáust merki um að ingenolmebutat hlaup kynni að valda ertingu eða ofnæmisviðbrögðum af völdum sólarljóss. Hins vegar, vegna eðlis sjúkdómsins, skal forðast eða lágmarka útsetningu fyrir sólarljósi (þar með talið sólarlampar og ljósabekkir).

Hyrnifrumuæxli

Í klínískum rannsóknum eftir veitingu markaðsleyfis hefur verið greint frá hyrnifrumuæxli á meðferðarsvæðinu og var tími að myndun á bilinu vikur til mánuðir eftir notkun ingenolmebutat hlaups (sjá kafla 5.1). Heilbrigðisstarfsmenn skulu ráðleggja sjúklingum að vera á verði gagnvart vefjaskemmdum sem myndast innan meðferðarsvæðisins og hafa þegar í stað samband við lækni ef slíkt kemur fram.

Meðferð á geislunarhyrningu

Taka skal vefjasýni af vefskemmdum sem eru ódæmigerðar fyrir geislunarhyrningu eða sem vekja grun um illkynja vöxt, til að ákvarða rétta meðferð.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Engar rannsóknir á milliverkunum hafa verið gerðar. Milliverkanir við lyf með altækt frásog eru taldar ólíklegar þar sem Picato frásogast ekki altækt.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun ingenolmebutats hjá konum á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt væga eiturverkun á fóstur (sjá kafla 5.3). Áhætta fyrir menn vegna meðferðar á húð með ingenolmebutati er talin óveruleg þar sem Picato frásogast ekki. Til öryggis ætti að forðast notkun Picato á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er búist við neinum áhrifum á börn sem eru á brjósti vegna þess að Picato frásogast ekki. Móður með barn á brjósti skal leiðbeint um að forðast skuli líkamlega snertingu milli barnsins og meðferðarsvæðisins í 6 klst. eftir að Picato hefur verið borið á.

Frjósemi

Rannsóknir hafa ekki verið gerðar á áhrifum ingenolmebutats á frjósemi.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Picato hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt á upplýsingum um öryggi

Algengustu aukaverkanir sem tilkynntar hafa verið eru staðbundin svörun í húð, þar með talið hörundsroði, flögnun, hrúðurmyndun, bólga, bólur/graftarbólur og fleiður/sáramyndun á stöðum sem meðhöndlaðir hafa verið með ingenolmebutat hlaupi, sjá töflu 1 um MedDRA hugtök. Eftir notkun ingenolmebutats upplifðu flestir sjúklingar (>95%) ein eða fleiri viðbrögð í húð. Sýking á meðferðarsvæði hefur verið tilkynnt við meðhöndlun á andliti og hársverði.

Listi yfir aukaverkanir, settur upp í töflu

Tafla 1 sýnir útsetningu fyrir Picato 150 míkróg/g eða 500 míkróg/g hjá 499 sjúklingum með geislunarhyrningu sem voru meðhöndlaðir í fjórum burðarefnisstýrðum 3. stigs rannsóknum sem náðu til alls 1.002 sjúklinga og ná til tilkynninga eftir markaðssetningu. Sjúklingar fengu meðferð á húð

(25 cm2 svæði) með Picato í styrkleika 150 míkróg/g eða 500 míkróg/g eða burðarefni einu sinni á dag í 3 eða 2 daga samfleytt.

Taflan hér að neðan sýnir aukaverkanir skv líffæraflokki MedDRA kerfisins og líkamlega staðsetningu aukaverkana.

Tíðni aukaverkana hefur verið ákvörðuð samkvæmt eftirfarandi flokkun:

Mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 1 Aukaverkanir skv líffæraflokki MedDRA kerfisins

 

Tíðni

 

 

 

 

Líffæraflokkur

Andlit og hársvörður

Bolur og útlimir

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra

 

 

 

 

Graftarbólur á meðferðarsvæði

Mjög algengar

Mjög algengar

 

 

 

Sýking á meðferðarsvæði

Algengar

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

 

 

Ofnæmi (þ.m.t. ofnæmisbjúgur)

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

 

 

 

Taugakerfi

 

 

 

 

 

Höfuðverkur

Algengar

 

 

 

 

Augu*

 

 

 

 

 

Bjúgur á augnlokum

Algengar

 

 

 

 

Bjúgur í kringum augu

Algengar

 

 

 

 

Tárubólga af völdum efna,

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

bruni í hornhimnu **

 

 

Sársauki í augum

Sjaldgæfar

 

 

 

 

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

 

 

 

 

Fleiður á meðferðarsvæði

Mjög algengar

Mjög algengar

 

 

 

Bólur á meðferðarsvæði

Mjög algengar

Mjög algengar

 

 

 

Bólga á meðferðarsvæði

Mjög algengar

Mjög algengar

 

 

 

Húðflögnun á meðferðarsvæði

Mjög algengar

Mjög algengar

 

 

 

Hrúður á meðferðarsvæði

Mjög algengar

Mjög algengar

 

 

 

Hörundsroði á meðferðarsvæði

Mjög algengar

Mjög algengar

 

 

 

Sársauki á meðferðarsvæði***

Mjög algengar

Algengar

 

 

 

Kláði á meðferðarsvæði

Algengar

Algengar

 

 

 

Erting á meðferðarsvæði

Algengar

Algengar

 

 

 

Útferð á meðferðarsvæði

Sjaldgæfar

 

 

 

 

Náladofi á meðferðarsvæði

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

 

 

 

Sár á meðferðarsvæði

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

 

 

 

Litabreytingar á

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

meðferðarsvæði

 

 

Hiti á meðferðarsvæði

 

Sjaldgæfar

 

 

 

Örmyndun á meðferðarsvæði

Mjög sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

*: Bólga á meðferðarsvæði á andliti eða í hársverði getur sigið niður á augnsvæðið

**: Útsetning á augu fyrir slysni: Greint hefur verið frá tárubólgu af völdum efna og bruna í hornhimnu í tengslum við útsetningu á augu fyrir slysni eftir markaðssetningu (sjá kafla 4.2 og 4.4 um hvernig varast eigi útsetningu á augu)

***: Þar með talinn sviði á meðferðarsvæði.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Staðbundin svörun í húð sem átti sér stað með tíðni >1% á bæði „andliti/í hársverði“ og á „bol/á útlimum“, var eftirfarandi: hörundsroði á meðferðarsvæði (94% og 92%), húðflögnun á meðferðarsvæði (85% og 90%), hrúður á meðferðarsvæði (80% og 74%), bólga á meðferðarsvæði (79% og 64%), blöðrur á meðferðarsvæði (13% og 20%), graftrarbólur á meðferðarsvæði (43% og 23%) og fleiður á meðferðarsvæði (31% og 25%).

Alvarleg staðbundin svörun í húð átti sér stað með tíðni 29% á andliti og í hársverði og með tíðni 17% á bol og útlimum. Alvarleg staðbundin svörun í húð átti sér stað með tíðni sem nam >1% bæði í „andliti og hársverði“ annars vegar og á „bol og útlimum“ hins vegar: hörundsroði á meðferðarsvæði (24% og 15%), húðflögnun á meðferðarsvæði (9% og 8%), hrúður á meðferðarsvæði (6% og 4%), bólga á meðferðarsvæði (5% og 3%), og graftrarbólur á meðferðarsvæði (5% og 1%).

Eftirfylgni til langs tíma

Alls var 198 sjúklingum sem voru orðnir einkennalausir á 57. degi (184 meðhöndlaðir með Picato og 14 meðhöndlaðir með burðarefni), fylgt eftir í aðra 12 mánuði. Í annarri rannsókn var 329 sjúklingum, sem upphaflega fengu kuldameðferð í andlit/hársvörð, slembiraðað eftir þrjár vikur og voru þá meðhöndlaðir annaðhvort með Picato 150 míkróg/g (n=158) eða burðarefni (n=150) í 3 daga á sama svæði. Fylgst var með 149 sjúklingum í Picato hópnum og 140 í burðarefnishópnum í 12 mánuði. Í síðari rannsókn voru 450 sjúklingar upphaflega meðhöndlaðir með Picato 150 míkróg/g og úr þeim hóp var 134 sjúklingum slembiraðað og fengu þá aðra meðferð með Picato 150 míkróg/g og fylgst var með sjúklingunum í allt að 12 mánuði eftir fyrstu meðferðina.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Ofskömmtun með Picato getur valdið aukinni tíðni staðbundinna viðbragða í húð. Meðferð við ofskömmtun skal felast í meðhöndlun á klínískum einkennum.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sýklalyf við húðsjúkdómum, önnur sýklalyf (chemotherapeutica). ATC-flokkur: D06BX02.

Verkunarháttur

Verkunarháttur ingenolmebutats þegar það er notað við geislunarhyrningu er ekki enn að fullu þekktur. In vivo og in vitro líkön hafa sýnt tvískiptan verkunarhátt ingenolmebutats: 1) stuðlar að frumudauða á meðferðasvæðum og 2) kallar fram bólgusvörun sem einkennist af staðbundinni myndun bólguhvetjandi frumuboða (cytokines) og efnatoga (chemokines) og íferð ónæmisfruma.

Lyfhrif

Niðurstöður úr tveimur klínískum rannsóknum á líffræðilegum áhrifum ingenolmebutats hafa sýnt að staðbundin notkun kremsins leiddi til dreps í húðþekju og öflugu bólguviðbragði í bæði húðþekju og yfirleðri hinnar meðhöndluðu húðar, aðallega var um að ræða innkomu T-frumna, daufkyrninga og átfrumna. Drep í leðurhúð kom sjaldan fram.

Genatjáningarsnið úr vefjasýnum af meðhöndluðum svæðum gefa til kynna bólguviðbragð og sáraviðbragð, sem er í samræmi við vefjafræðilegt mat.

Ytri skoðun á húð sem hlotið hafði meðferð með því að nota samdepla endurkastandi smásjá (reflectance confocal microscopy), hefur leitt í ljós að breytingar á húð sem voru framkallaðar af ingenolmebutati gátu gengið til baka, og sýndu nánast allar færibreytur eðlilegt ástand húðar 57 dögum eftir meðferð, og er sú niðurstaða einnig studd af klínískum niðurstöðum og niðurstöðum dýrarannsókna.

Verkun og öryggi

Verkun og öryggi Picato 150 míkróg/g, sem var borið á andlit eða í hársvörð í 3 daga samfleytt, var rannsökuð í tveimur, tvíblindum, burðarefnisstýrðum, klínískum rannsóknum sem náðu til 547 fullorðinna sjúklinga. Á sama hátt var verkun og öryggi Picato 500 míkróg/g, sem var borið á bol og útlimi í 2 daga samfleytt, rannsökuð í tveimur, tvíblindum, burðarefnisstýrðum, klínískum rannsóknum sem náðu til 458 fullorðinna sjúklinga. Sjúklingar héldu áfram þátttöku í rannsóknunum á 8 vikna eftirfylgnitímabili þar sem þeir komu aftur í klíníska skoðun og öryggisvöktun. Verkun, mæld sem hlutfall fullkomins bata og bata að hluta, og að auki sem miðgildi prósentuminnkunar, var metin á 57. degi (sjá tafla 2).

Sjúklingar höfðu 4 til 8 klínískt dæmigerðar, sýnilegar, afmarkaðar, án ofþykknunar hornhúðar eða ofvaxtar, vefjaskemmdir vegna geislunarhyrningar innan samliggjandi 25 cm2 meðferðarsvæða á andliti, í hársverði eða á bol eða útlimum. Á hverjum ákvörðuðum skammtadegi, var rannsóknarhlaupið borið á allt meðferðarsvæðið.

Þátttökuheldni var há, þar sem 98% sjúklinganna luku þessum rannsóknum.

Sjúklingar sem rannsakaðir voru, voru 34 til 89 ára gamlir (meðalaldur 64 og 66 ár, fyrir hina tvo mismunandi styrkleikahópa) og 94% voru með húðgerð I, II eða III skv Fitzpatrick.

Á degi 57 höfðu sjúklingar sem meðhöndlaðir voru með Picato, hærra hlutfall fullkomins bata eða bata að hluta heldur en sjúklingar sem meðhöndlaðir voru með hlaupi með burðarefni (p<0,001). Miðgildis prósentuminnkun vefjaskemmda vegna geislunarhyrningar var hærra í þeim hópi sem var meðhöndlaður með ingenolmebutati samanborið við burðarefnishópinn (sjá töflu 2).

Tafla 2 Hlutfall sjúklinga sem náðu fullkomnum bata eða bata að hluta og miðgildi prósentuhlutfalls (%) minnkunar vefjaskemmda vegna geislunarhyrningar

 

Andlit og hársvörður

Bolur og útlimir

 

Picato

Burðarefni

Picato

Burðarefni

 

150 míkróg/g

(n=270)

500 míkróg/g

(n=232)

 

(n=277)

 

(n=226)

 

Hlutfall fullkomins bataa

42,2%d

3,7%

34,1%d

4,7%

 

 

 

 

 

Hlutfall bata að hlutab (≥75%)

63,9% d

7,4%

49,1% d

6,9%

 

 

 

 

 

Miðgildi % minnkunc

83%

0%

75%

0%

 

 

 

 

 

a Hlutfall fullkomins bata var skilgreint sem það hlutfall sjúklinga sem er með engar (núll) klínískt sýnilegar vefjaskemmdir vegna geislunarhyrningar á meðferðarsvæðinu.

b Hlutfall bata að hluta var skilgreint sem það hlutfall sjúklinga þar sem 75% eða meira af upphaflegum vefjaskemmdum vegna geislunarhyrningar höfðu læknast.

c Miðgildis prósentu (%) minnkun vefjaskemmda vegna geislunarhyrningar samanborið við upphaf rannsóknar (baseline).

d p<0,001; samanborið við burðarefni með aðfallsgreiningu þar sem unnið var með meðferð, rannsókn og

líkamlega staðsetningu.

Verkun lyfsins var mismunandi eftir því hvar kremið var borið á líkamann. Fyrir hvert meðferðarsvæði var hlutfall fullkomins bata og bata hærra hjá þeim hópi sem var meðhöndlaður með ingenolmebutati samanborið við burðarefnishópinn (sjá töflur 3 og 4).

Tafla 3 Fjöldi og hlutfall sjúklinga (95% bati) sem náðu fullkomnum bata eða bata að hluta á

57 degi þar sem lyfið var borið á andlit og í hársvörð

 

Fullkominn bati

Bati að hluta (≥75%)

 

Picato

Burðarefni

Picato

Burðarefni

 

150 míkróg/g

(n=270)

150 míkróg/g

(n=270)

 

(n=277)

 

(n=277)

 

Andlit

104/220

9/220

157/220

18/220

 

47% (41-54%)

4% (2-8%)

71% (65-77%)

8% (5-13%)

Hársvörður

13/57

1/50

20/57

2/50

 

23% (13-36%)

2% (0-11%)

35% (23-49%)

4% (1-14%)

Tafla 4 Fjöldi og hlutfall sjúklinga (95% bati) sem náðu fullkomnum bata eða bata að hluta á

57 degi þar sem lyfið var borið á andlit og í hársvörð

 

Fullkominn bati

Bati að hluta (≥75%)

 

Picato

Burðarefni

Picato

Burðarefni

 

500 míkróg/g

(n=232)

500 míkróg/g

(n=232)

 

(n=226)

 

(n=226)

 

Handleggur

49/142

7/149

75/142

11/149

 

35% (27-43%)

5% (2-9%)

53% (44-61%)

7% (4-13%)

Handarbak

10/54

0/56

16/54

1/56

 

19% (9-31%)

0% (0-6%)

30% (18-44%)

2% (0-10%)

Brjóstkassi

11/14

2/11

12/14

2/11

 

79% (49-95%)

18% (2-52%)

86% (57-98%)

18% (2-52%)

Annaða

7/16

2/16

8/16

2/16

 

44% (20-70%)

13% (2-38%)

50% (25-75%)

13% (2-38%)

aAnnað innifelur axlir, bak, fótleggi.

Öryggi meðferðar með Picato 150 míkróg/g í 3 daga eða Picato 500 míkróg/g meðferðar í 2 daga var metið allt að degi 57, meirihluti tilkynntra aukaverkana og staðbundinna viðbragða á húð voru vægar eða meðalvægar og löguðust allar án eftirkasta.

Tölfræðilega marktækur mismunur á niðurstöðum sjúklinga kom fram og voru niðurstöður marktækt jákvæðari hjá þeim sjúklingum sem fengu Picato samanborið við þá sem fengu hlaup með burðarefni. Hærri meðalskor fyrir ánægju sjúklinga, sem gáfu til kynna hærra stig almennrar ánægju, sáust í ingenolmebutat hópunum samanborið við burðarefnishópinn (p<0,001) samkvæmt Treatment Satisfaction Questionnaire for Medication (TSQM).

Virkni til langs tíma

Þrjár framsýnar, langtíma eftirfylgnisrannsóknir í 1 ár voru gerðar til að meta viðvarandi virkni með því að athuga endurkomu vefjaskemmda vegna geislunarhyrningar á meðferðarsvæði, og öryggi hjá sjúklingum sem höfðu fengið meðferð með Picato. Ein rannsóknin náði til sjúklinga sem höfðu verið meðhöndlaðir með Picato 150 míkróg/g í andlit eða hársvörð í 3 daga og tvær rannsóknir náðu til sjúklinga sem höfðu verið meðhöndlaðir með Picato 500 míkróg/g á bol og útlimi í 2 daga. Einungis þeir sjúklingar sem höfðu náð fullum bata á meðferðarsvæði við lok 3. stigs rannsóknarinnar (dagur

57) voru teknir með í langtíma eftirfylgni. Súklingum var fylgt eftir með 3 mánaða millibili í 12 mánuði (sjá töflu 5).

Tafla 5 Hlutfall endurkomu vefjaskemmda vegna geislunarhyrningar

 

Picato

Picato

 

150 míkróg/g hlaup

500 míkróg/g hlaup

 

Andlit og hársvörður

Bolur og útlimir

 

(n=108)

(n=76c)

Hlutfall endurkomu einkenna eftir 12 mánuði

53,9% (44,6-63,7)

56,0% (45,1-67,6)

KM mat (95% CI)a

 

 

Hlutfall endurkomu vefjaskemmdab

12,8% (19,1)

13,2% (23,0)

12 mánuðir

 

 

Meðaltal (SD)

 

 

a Endurkomuhlutfallið er byggt á Kaplan-Meier (KM) mati við rannsóknardagsetningu heimsóknar og er skilgreint sem prósentuhlutfall (95% CI). Endurkoma var skilgreind sem allar auðkennanlegar vefjaskemmdir vegna geislunarhyrningar á svæði sem hafði áður verið meðhöndlað hjá sjúklingum sem höfðu verið alveg einkennalausir á 57 degi á fyrri 3. stigs rannsóknum.

b Endurkoma vefjaskemmda fyrir sérhvern sjúkling var skilgreind sem hlutfall vefjaskemmda vegna geislunarhyrningar eftir 12 mánuði samanborið við fjölda vefjaskemmda við upphaf rannsóknar í fyrri 3. stigs rannsóknum.

c Af þessum höfðu 38 sjúklingar verið meðhöndlaðir áður í burðarefnisstýrðri 3. stigs rannsókn og 38 sjúklingar voru áður meðhöndlaðir í opinni 3. stigs rannsókn.

Hætta á flöguþekjukrabbameini

Við lok rannsóknarinnar (dagur 57), var það hlutfall flöguþekjukrabbameins (SCC) sem tilkynnt hafði verið á meðferðarsvæði, sambærilegt hjá sjúklingum sem höfðu hlotið meðhöndlun með ingenolmebutat hlaupi (0,3%, 3 af 1165 sjúklingum) og hjá sjúklingum sem höfðu hlotið meðhöndlun með burðarefni (0,3%, 2 af 632 sjúklingum) í klínískum rannsóknum á geislunarhyrningu sem voru framkvæmdar með ingenolmebutat hlaupi.

Flöguþekjukrabbamein á meðferðarsvæði var ekki tilkynnt hjá neinum sjúklingi (0 af 184 sjúklingum sem höfðu áður verið meðhöndlaðir með ingenolmebutat hlaupi) í þremur framsýnum, langtíma rannsóknum er fylgdu sjúklingum eftir í 1 ár.

Reynsla af fleiri en einni meðferðarlotu

Í tvíblindri samanburðarrannsókn með burðarefni fengu 450 sjúklingar með 4-8 geislunarhyrningar (actinic keratosis) á 25 cm2 meðferðarsvæði í andliti eða hársverði allt að tvær meðferðarlotur með Picato 150 míkróg/g. Þeim sjúklingum sem ekki fengu algera hreinsun af allri geislunarhyrningu eftir fyrstu meðferðarlotu á 8 vikum var slembiraðað í aðra meðferðarlotu með Picato eða burðarefni. Sjúklingar sem fengu algera hreinsun eftir fyrstu meðferðarlotu voru skoðaðir eftir 26 og 44 vikur og þeim sjúklingum sem höfðu fengið bakslag á meðferðarsvæðinu var slembiraðað í aðra meðferðarlotu. Hjá öllum sjúklingum var verkun metin 8 vikum eftir slembiröðun. Í fyrstu meðferðarlotunni, sem var ekki blind, var tíðni algerrar hreinsunar 62% (277/450). Niðurstöður annarrar meðferðarlotu, sem var slembiröðuð og blind, eru í töflu 6.

Tafla 6 Alger hreinsuna á meðferðarsvæðinu 8 vikum eftir slembiröðun og eftir 12 mánuði

 

Þrálát geislunarhyrning á

Bakslag á meðferðarsvæði

d

 

meðferðarsvæðic

 

 

Picato

Burðarefni

Picato

Burðarefni

 

150 mcg/g

 

150 mcg/g

 

hlaup (n=

(n=49)

(n=20)

 

 

hlaup (n=42)

 

 

92)

 

 

 

 

 

 

 

 

8 vikur eftir slembiröðun

47% (43)

18% (9)

60% (25)

25% (5)

 

(p=0,001b)

(p=0,013b)

 

Eftir 12 mánuði

18% (17)

4% (2)

31% (13)

15% (3)

 

 

(p=0,016b)

 

(p=0,10b)

 

a Tíðni algerrar hreinsunar er skilgreind sem hlutfall sjúklinga með enga (núll) klínískt sjáanlega geislunarhyrningu á meðferðarsvæðinu.

b Cochran-Mantel-Haenszel próf á Picato hlaupi 150 mcg/g samanborið við burðarefni, leiðrétt fyrir staðsetningu á líkamanum (andlit/hársvörður) og landi.

c Sjúklingar þar sem fyrsta meðferðarlota leiddi ekki til algerrar hreinsunar allrar geislunarhyrningar á meðferðarsvæðinu.

d Sjúklingar þar sem fyrsta meðferðarlota leiddi til algerrar hreinsunar og sem fengu bakslag á meðferðarsvæðinu eftir annaðhvort 26 eða 44 vikur.

Geislunarhyrning í andliti og hársverði, lotunotkun eftir kuldameðferð

Í tvíarma rannsókn var 329 fullorðnum sjúklingum með geislunarhyrningu í andliti og hársverði slembiraðað í meðferð með Picato hlaupi 150 míkróg/g eða burðarefni í 3 vikur eftir kuldameðferð allra sjáanlegra vefjaskemmda á meðferðarsvæðinu. Sjúklingar sem teknir voru í rannsóknina höfðu 4 til 8 klínískt einkennandi, sjáanlega, aðskilda geislunarhyrningu, bæði án ofvaxtar (non- hypertrophic) og án ofþykknunar (non-hyperkeratotic) á samlægu 25 cm2 meðferðarsvæði.

Ellefu vikum eftir grunnlínu, sem er 8 vikum eftir Picato hlaup eða burðarefni, var hlutfall algerrar hreinsunar 61% hjá sjúklingum sem slembiraðað var til að fá Picato hlaup og 49% hjá sjúklingum sem var slembiraðað til að fá burðarefni. Eftir 12 mánuði var hlutfallið 31% og 19% í sömu röð. Hlutfall minnkunar í fjölda geislunarhyrninga í Picato hópnum var 83% eftir 11 vikur og 57% eftir 12 mánuði en í burðarefnishópnum var hún 78% eftir 11 vikur og 42% eftir 12 mánuði. Meðalfjöldi geislunarhyrningar í Picato hópnum var 5,7 við grunnlínu, 0,8 eftir 11 vikur og 0,9 eftir 12 mánuði, samanborið við 5,8, 1,0 og 1,2 í burðarefnishópnum við sömu tímamörk.

Niðurstöður öryggis í rannsókninni voru sambærilegar við öryggisþætti Picato 150 míkróg/g hlaups sem einslyfjameðferð.

Reynsla af meðhöndlun á stærra svæði

Í tvíblindri, burðarefnisstýrðri rannsókn sem gerð var til að meta altæka útsetningu, var Picato

500 míkróg/g, úr 4 túpum borið á 100 cm2 samfellt meðferðarsvæði í 2 daga samfleytt. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að ekkert frásog í blóðrás ætti sér stað.

Picato 500 míkróg/g þoldist vel þegar það var borið á samfellt meðferðarsvæði sem nam 100 cm2 á bol og útlimum.

Í tvíblindri burðarefnisstýrðri rannsókn hjá sjúklingum með geislunarhyrningu á búk og útlimum var rannsóknarlyfi á gelformi sem innihélt ingenolmebutat 600 míkróg/g borið á 250 cm2 húðsvæði einu sinni á dag í 2, 3 eða 4 daga. Í rannsókninni var stór hluti sjúklinga með verulegar sólarskemmdir. Hjá 12 af 163 einstaklingum sem fengu meðferð með rannsóknarlyfinu ingenolmebutati var greint frá 16 tilvikum húðæxlis á meðferðarsvæðinu (1 tilvik flöguþekjukrabbameins, 1 tilvik Bowen sjúkdóms og 14 tilvik hyrnifrumuæxlis, eftir miðstýrða meinafræðilega skoðun) miðað við 0/61 í hópnum sem fékk burðarefni.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á Picato hjá öllum undirhópum barna við geislunarhyrningu (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

Aldraðir

Af 1165 sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með Picato í klínískum rannsóknum á geislunarhyrningu sem framkvæmdar voru með ingenolmebutat hlaupi, voru 656 sjúklingar (56%) 65 ára og eldri, á meðan 241 sjúklingur (21%) var 75 ára gamall og eldri. Enginn munur á öryggi eða verkun kom fram í samanburði á milli yngri og eldri sjúklinga.

5.2 Lyfjahvörf

Almenn lyfjahvarfafræðileg einkenni ingenolmebutats og umbrotsefna þess hafa ekki verið rannsökuð hjá mönnum vegna þess að ekki er til staðar mælanlegt magn lyfsins í blóði eftir að lyfið hefur verið borið á húð.

Frásog

Ekkert frásog í blóðrás mældist við eða fyrir ofan lægri greiningarmörk (0,1 ng/ml) þegar Picato 500 míkróg/g úr 4 túpum var borið á svæði sem nam 100 cm2 á framhandlegg sjúklinga með geislunarhyrningu einu sinni á dag í 2 daga samfleytt.

Niðurstöður in vitro rannsóknar leiddu í ljós að ingenolmebutat hamlar ekki né framkallar viðbrögð hjá ísóformum cýtókróms P450 í mönnum.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun og þroska.

Öryggisrannsóknir aðrar en klínískar sýna að notkun ingenolmebutat hlaups á húð þolist vel með möguleika á hvers kyns húðertingu sem gengur til baka og óverulegri hættu á kerfisbundnum eiturhrifum samkvæmt ráðlögðum notkunarskilyrðum.

Ingenolmebutat hafði ekki áhrif á fósturþroska hjá rottum við IV skammta allt að 5 míkróg/kg/dag (30 míkróg/m2/dag). Ekki komu fram nein meiriháttar frávik hjá kanínum. Minniháttar frávik komu fram hjá fóstrum meðhöndlaðra kvendýra sem fengu skammtastærð 1 míkróg/kg/dag

(12 míkróg/m2/dag).

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Isóprópýl alkóhól

Hýdroxýetýlsellulósi

Sítrónusýrueinhýdrat

Natríumsítrat

Bensýl alkóhól

Eimað vatn

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

2 ár

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C-8°C).

Farga skal túpum þegar þær hafa verið opnaðar.

6.5 Gerð íláts og innihald

Lagskiptar túpur með stökum skammti, innri einangrun úr þéttu pólýethýlen (HDPE) og áli sem hindrandi lag. Lok úr HDPE.

Picato 500 míkróg/g hlaup er fáanlegt í pakkningu sem inniheldur 2 túpur þar sem hver túpa inniheldur 0,47 g af hlaupi.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

LEO Laboratories Ltd. 285 Cashel Road Crumlin, Dublin 12 Írland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/12/796/002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 15. nóvember 2012.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf