Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Picato (ingenol mebutate) – Fylgiseðill - D06BX02

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsPicato
ATC-kóðiD06BX02
Efniingenol mebutate
FramleiðandiLEO Laboratories Ltd.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Picato 150 míkrógrömm/g hlaup ingenolmebutat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Picato og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Picato

3.Hvernig nota á Picato

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Picato

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Picato og við hverju það er notað

Picato inniheldur virka efnið ingenolmebutat.

Þetta lyf er notað til staðbundinnar meðferðar (á húð) á geislunarhyrningu, sem kallast einnig sólarhyrning hjá fullorðnum. Geislunarhyrning veldur hrjúfum húðsvæðum hjá fólki sem hefur orðið fyrir of mikilli útsetningu sólarljóss á ævi sinni. Picato 150 míkrógrömm/gramm hlaup er notað við geislunarhyrningu í andliti og í hársverði.

2. Áður en byrjað er að nota Picato

Ekki má nota Picato

-Ef um er að ræða ofnæmi fyrir ingenolmebutat eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Picato er notað.

-Picato má ekki berast í augu. Þvoðu hendur vandlega eftir að hlaupið hefur verið borið á. Þvoðu hendur aftur ef þú snertir óvart svæðið sem hlaupið var borið á. Gættu þess að hlaupið berist ekki í augu frá meðferðarsvæðinu. Ef snerting af slysni á sér stað, skal fjarlægja hlaupið með því að skola svæðið með ríkulegu vatni og hafa samband við lækninn eins fljótt og unnt er.

-Ekki taka inn þetta lyf. Drekktu mikið af vatni ef inntaka lyfsins á sér stað og leitaðu læknis.

-Gættu þess að húð þín hafi jafnað sig eftir allar aðrar meðferðir og eftir skurðaðgerð áður en lyfið er notað. Ekki skal bera Picato á opin sár eða skaddaða húð.

-Þetta lyf skal ekki notað innvortis, nálægt augum eða innan í nösum, né heldur inni í eyrum né heldur á varir.

-Forðist sólarljós eins mikið og hægt er (þar með talið sólarlampa og sólarbekki).

-Vertu á verði gagnvart nýjum, rauðum og hreistruðum blettum, opnum sárum, upphleyptum eða vörtulíkum vexti á meðferðarsvæðinu. Komi slíkt fram skaltu þegar í stað leita ráða hjá lækninum.

-Lyfið er ætlað til að meðhöndla eitt svæði sem er 25 cm2 að stærð í þrjá daga.

-Ekki nota meira hlaup en samkvæmt ráðleggingum læknis.

-Þú skalt reikna með að fá staðbundin viðbrögð í húð eftir meðhöndlun með þessu lyfi, s.s. roða eða bólgu (sjá kafla 4). Hafðu samband við lækninn ef staðbundin viðbrögð á húð verða alvarleg.

Börn og unglingar

Geislunarhyrning kemur ekki fram hjá börnum, og lyf þetta má ekki nota handa börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Picato

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Ef þú hefur áður notað Picato eða önnur svipuð lyf, skaltu láta lækninn vita áður en meðferð hefst.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað. Þú skalt forðast notkun Picato ef þú ert þunguð.

Ef þú ert með barn á brjósti, skaltu forðast snertingu á milli barnsins og meðhöndlaða svæðisins í 6 klst. eftir að þetta lyf hefur verið borið á húð.

Akstur og notkun véla

Þetta lyf hefur engin áhrif á hæfni þína til að aka eða nota vélar.

3.Hvernig nota á Picato

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ef þér hafa verið ávísaðir tveir mismunandi styrkleikar til að meðhöndla tvö mismunandi svæði skaltu passa að nota ávísaðan styrkleika á rétt svæði. Ekki bera 500 míkróg/g hlaupið á andlit eða í hársvörð þar sem það getur leitt til mikilla viðbragða í húð.

-Meðferð á geislunarhyrningu á andliti og í hársverði er ein túpa af Picato 150 míkrógrömm/g hlaup (inniheldur 70 míkrógrömm af ingenolmebutat) einu sinni á dag í 3 daga samfleytt.

Notkunarleiðbeiningar:

-Opnaðu nýja túpu í hvert skipti sem þú notar þetta lyf. Fjarlægðu lokið af túpunni rétt fyrir notkun.

-Kreistu hlaup úr einni túpu á fingurgóm þinn.

-Berðu innihald einnar túpu á eitt svæði sem er 25 cm2 (þ.e. 5 cm x 5 cm).

-Nuddaðu hlaupinu mjúklega á meðferðarsvæðið.

-Leyfðu svæðinu að þorna í 15 mínútur. Forðastu að snerta meðferðarsvæðið í 6 klukkustundir eftir að lyfið var borið á.

-Þvoðu hendur þínar með sápu og vatni strax eftir notkun hlaupsins og einnig á milli lyfjagjafa ef þér hafa verið ávísaðir tveir mismunandi styrkleikar fyrir tvö mismunandi svæði.

-Ekki skal bera þetta lyf á strax eftir bað eða minna en 2 tímum fyrir háttatíma.

-Ekki skal þvo svæðin sem hlaupið var borið á í a.m.k. 6 klukkustundir eftir að lyfið var borið á.

-Ekki snerta meðferðarsvæðið og ekki leyfa neinum öðrum eða gæludýrum að snerta meðferðarsvæðið í 6 klukkustundir eftir að hlaupið var borið á.

-Ekki hylja meðferðarsvæðið með loftþéttum eða vatnsþéttum umbúðum eftir að þú hefur borið lyfið á húð.

-Fulla verkun hlaupsins er hægt að meta um það bil 8 vikum eftir upphaf meðferðar.

Ef Picato er notað til meðhöndlunar á hálsi

Ef meira en helmingur meðferðarsvæðisins er staðsettur á efri hluta hálsins:

-Notið Picato 150 míkróg/g hlaup (andlit og hársvörður)

Ef meira en helmingur meðferðarsvæðisins er staðsettur á lægri hluta hálsins:

-Notið Picato 500 míkróg/g hlaup (bolur og útlimir)

Ef notaður er stærri skammtur af Picato en mælt er fyrir um

Þvoðu svæðið með sápu og vatni. Vinsamlega hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing ef þú færð alvarleg viðbrögð í húð.

Ef gleymist að nota Picato

Vinsamlegast hafðu samband við lækni eða lyfjafræðing ef þú gleymir að nota Picato.

Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar um notkun þessa lyfs, skaltu spyrja lækninn eða lyfjafræðinginn.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og á við um öll lyf getur Picato valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Leitaðu tafarlaust læknisaðstoðar ef þú færð ofnæmisviðbrögð sem geta falið í sér bólgu í munni, tungu eða koki þegar lyfið er notað. Þessi aukaverkun er sjaldgæf.

Eftir notkun þessa lyfs getur húðin á þeim stað sem lyfið er borið á orðið rauð, flagnað og fengið á sig hrúður. Þessar aukaverkanir koma yfirleitt fram innan eins dags frá því að lyfið var borið á húð. Þessar aukaverkanir geta versnað í allt að 1 viku eftir að þú hefur hætt notkun lyfsins. Þessar aukaverkanir batna yfirleitt innan 2 vikna frá upphafi meðferðar.

Sýking á meðferðarsvæði getur komið fram við meðferð á andliti og hársverði (hefur verið tilkynnt sem algeng aukaverkun við meðferð á andliti og hársverði og gæti komið fram hjá 1 af 10 sjúklingum).

Bólga á meðferðarsvæði er mjög algeng (hefur verið greint frá slíku hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum). Bólga á meðferðarsvæði á andliti eða í hárssverði getur sigið niður á augnsvæðið.

Ef þú sérð merki um einkennin hér að ofan og þau aukast eftir 1 viku eftir að þú hefur lokið meðferð, gætir þú verið með sýkingu og þá skaltu hafa samband við lækni þinn eða lyfjafræðing.

Algengustu aukaverkanir við meðferð á andliti og hársverði eru:

Mjög algengar aukaverkanir á meðferðarsvæði, geta komið fyrir hjá fleirum en 1 af hverjum 10:

Á meðferðarsvæði:

-Hluti af ysta lagi húðarinnar getur flagnað af (fleiður)

-Bólur (graftarbólur, bólur)

-Flögnun (húðflögnun)

-Hrúðurmyndun

-Hörundsroði vegna víkkunar háræða (roðaþot)

-Sársauki (þ.m.t. sviði á meðferðarsvæði)

Algengustu aukaverkanir við meðferð á bol og útlimum:

Mjög algengar aukaverkanir á meðferðarsvæði, geta komið fyrir hjá fleirum en 1 af hverjum 10:

Á meðferðarsvæði:

-Hluti af ysta lagi húðarinnar getur flagnað af (fleiður)

-Bólur (graftarbólur, bólur)

-Flögnun (húðflögnun)

-Hrúðurmyndun

-Hörundsroði vegna víkkunar háræða (roðaþot)

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir við meðferð á andliti og hársverði:

Algengar (koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10):

Á meðferðarsvæði:

-Kláði (pruritus)

-Erting

Aðrar aukaverkanir:

-Bólga á svæðinu í kringum augað (bjúgur í kringum augað)

-Bólga (bjúgur) á augnloki

-Höfuðverkur

Sjaldgæfar aukaverkanir, geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100:

Á meðferðarsvæði:

-Náladofi eða dofi (paraesthesia)

-Opin sár (ulcer)

-Vökvaútferð

-Breyting á húðlit

Aðrar aukaverkanir:

-Sársauki í augum

-Sár eða erting á yfirborði augans (hornhimna, augnslímhúð) vegna útsetningar fyrir slysni

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir, geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1000:

Á meðferðarsvæði:

-Örmyndun

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir við meðferð á bol og útlimum:

Algengar (koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10):

Á meðferðarsvæði:

-Kláði (pruritus)

-Erting

-Sársauki (þ.m.t. sviði á meðferðarsvæði)

Sjaldgæfar aukaverkanir, geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100:

Á meðferðarsvæði:

-Náladofi eða dofi

-Opin sár (ulcer)

-Breyting á húðlit

-Hiti

Aðrar aukaverkanir:

-Sár eða erting á yfirborði augans (hornhimna, augnslímhúð) vegna útsetningar fyrir slysni

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir, geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1000:

Á meðferðarsvæði:

-Örmyndun

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Picato

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP og á túpunni eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2°C-8°C).

Einungis einnota. Ekki skal nota túpur aftur eftir að þær hafa verið opnaðar.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Picato inniheldur

-Virka innihaldsefnið er ingenolmebutat. Hvert gramm af hlaupi inniheldur 150 míkrógrömm af ingenolmebutat. Hver túpa inniheldur 70 míkrógrömm af ingenolmebutati í 0,47 g af hlaupi.

-Önnur innihaldsefni eru: sóprópýl alkóhól, hýdroxýetýlsellulósi, sítrónusýrueinhýdrat, natríumsítrat, bensýl alkohól, eimað vatn.

Lýsing á útliti Picato og pakkningastærðir

Picato 150 míkrógrömm/g hlaup er tært og litlaust og hver pakkning inniheldur 3 túpur með 0,47 g af hlaupi hver.

Markaðsleyfishafi

LEO Laboratories Ltd. 285 Cashel Road Crumlin, Dublin 12 Írland

Framleiðandi

LEO Laboratories Ltd.

285 Cashel Road, Crumlin, Dublin 12 Írland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

LEO Pharma N.V./S.A

LEO Pharma A/S

Tél/Tel: +32 3 740 7868

Tel: +45 44 94 58 88

България

Luxembourg/Luxemburg

Borola Ltd

LEO Pharma N.V./S.A

Teл.: +359 2 9156 136

Tél/Tel: +32 3 740 7868

Česká republika

Magyarország

LEO Pharma s.r.o.

LEO Pharma

Tel: +420 225 992 272

Tel: +36 1 888 0525

Danmark

Malta

LEO Pharma AB

PHARMA-COS LTD

Tlf: +45 70 22 49 11

Tel: +356 2144 1870

Deutschland

Nederland

LEO Pharma GmbH

LEO Pharma B.V.

Tel: +49 6102 2010

Tel: +31 205104141

Eesti

Norge

LEO Pharma A/S

LEO Pharma AS

Tel: +45 44 94 58 88

Tlf: +47 22514900

Ελλάδα

Österreich

LEO Pharmaceutical Hellas S.A.

LEO Pharma GmbH

Τηλ: +30 210 68 34322

Tel: +43 1 503 6979

España

Polska

Laboratorios LEO Pharma, S.A.

LEO Pharma Sp. z o.o.

Tel: +34 93 221 3366

Tel.: +48 22 244 18 40

France

Portugal

LEO Pharma

LEO Farmacêuticos Lda.

Tél: +33 1 3014 4000

Tel: +351 21 711 0760

Hrvatska

România

Remedia d.o.o

LEO Pharma Romania

Tel.:+385 1 3778 770

Tel: +40 213121963

Ireland

Slovenija

LEO Laboratories Ltd

PHARMAGAN d.o.o.

Tel: +353 (0) 1 490 8924

Tel: +386 4 2366 700

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf.

LEO Pharma s.r.o.

Sími: +354 535 7000

Tel: +421 2 5939 6236

Italia

Suomi/Finland

LEO Pharma S.p.A

LEO Pharma Oy

Tel: +39 06 52625500

Puh/Tel: +358 20 721 8440

Κύπρος

Sverige

 

The Star Medicines Importers Co. Ltd.

LEO Pharma AB

Τηλ: +357 2537 1056

Tel: +46

40 3522 00

Latvija

United Kingdom

LEO Pharma A/S

LEO Laboratories Ltd

Tel: +45 44 94 58 88

Tel: +44

(0) 1844 347333

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Picato 500 míkrógrömm/g hlaup ingenolmebutat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Picato og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Picato

3.Hvernig nota á Picato

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Picato

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1. Upplýsingar um Picato og við hverju það er notað

Picato inniheldur virka efnið ingenolmebutat.

Þetta lyf er notað til staðbundinnar meðferðar (á húð) á geislunarhyrningu, sem kallast einnig sólarhyrning hjá fullorðnum. Geislunarhyrning veldur hrjúfum húðsvæðum hjá fólki sem hefur orðið fyrir of mikilli útsetningu sólarljóss á ævi sinni. Picato 500 míkrógrömm/gramm hlaup er notað við geislunarhyrningu á bol, handleggjum, höndum og fótleggjum.

2. Áður en byrjað er að nota Picato

Ekki má nota Picato

-Ef um er að ræða ofnæmi fyrir ingenolmebutat eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Picato er notað.

-Picato má ekki berast í augu. Þvoðu hendur vandlega eftir að hlaupið hefur verið borið á. Þvoðu hendur aftur ef þú snertir óvart svæðið sem hlaupið var borið á. Gættu þess að hlaupið berist ekki í augu frá meðferðarsvæðinu. Ef snerting af slysni á sér stað, skal fjarlægja hlaupið með því að skola svæðið með ríkulegu vatni og hafa samband við lækninn eins fljótt og unnt er.

-Ekki taka inn þetta lyf. Drekktu mikið af vatni ef inntaka lyfsins á sér stað og leitaðu læknis.

-Gættu þess að húð þín hafi jafnað sig eftir allar aðrar meðferðir og eftir skurðaðgerð áður en lyfið er notað. Ekki skal bera Picato á opin sár eða skaddaða húð.

-Þetta lyf skal ekki notað innvortis, nálægt augum eða innan í nösum, né heldur inni í eyrum né heldur á varir.

-Forðist sólarljós eins mikið og hægt er (þar með talið sólarlampa og sólarbekki).

-Vertu á verði gagnvart nýjum, rauðum og hreistruðum blettum, opnum sárum, upphleyptum eða vörtulíkum vexti á meðferðarsvæðinu. Komi slíkt fram skaltu þegar í stað leita ráða hjá lækninum.

-Lyfið er ætlað til að meðhöndla eitt svæði sem er 25 cm2 að stærð í tvo daga.

-Ekki nota meira hlaup en samkvæmt ráðleggingum læknis.

-Þú skalt reikna með að fá staðbundin viðbrögð í húð eftir meðhöndlun með þessu lyfi, s.s. roða eða bólgu (sjá kafla 4). Hafðu samband við lækninn ef staðbundin viðbrögð á húð verða alvarleg.

Börn og unglingar

Geislunarhyrning kemur ekki fram hjá börnum, og lyf þetta má ekki nota handa börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Picato

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Ef þú hefur áður notað Picato eða önnur svipuð lyf, skaltu láta lækninn vita áður en meðferð hefst.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað. Þú skalt forðast notkun Picato ef þú ert þunguð.

Ef þú ert með barn á brjósti, skaltu forðast snertingu á milli barnsins og meðhöndlaða svæðisins í 6 klst. eftir að þetta lyf hefur verið borið á húð.

Akstur og notkun véla

Þetta lyf hefur engin áhrif á hæfni þína til að aka eða nota vélar.

3. Hvernig nota á Picato

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ef þér hafa verið ávísaðir tveir mismunandi styrkleikar til að meðhöndla tvö mismunandi svæði skaltu passa að nota ávísaðan styrkleika á rétt svæði. Ekki bera 500 míkróg/g hlaupið á andlit eða í hársvörð þar sem það getur leitt til mikilla viðbragða í húð.

-Meðferð á geislunarhyrningu á bol, handleggjum, höndum og fótleggjum er ein túpa Picato 500 míkrógrömm/g hlaup (inniheldur 235 míkrógrömm af ingenolmebutat) einu sinni á dag í 2 daga samfleytt.

Notkunarleiðbeiningar:

-Opnaðu nýja túpu í hvert skipti sem þú notar þetta lyf. Fjarlægðu lokið af túpunni rétt fyrir notkun.

-Kreistu hlaup úr einni túpu á fingurgóm þinn.

-Berðu innihald einnar túpu á eitt svæði sem er 25 cm2 (þ.e. 5 cm x 5 cm).

-Nuddaðu hlaupinu mjúklega á meðferðarsvæðið.

-Leyfðu svæðinu að þorna í 15 mínútur. Forðastu að snerta meðferðarsvæðið í 6 klukkustundir eftir að lyfið var borið á.

-Þvoðu hendur þínar með sápu og vatni strax eftir notkun hlaupsins og einnig á milli lyfjagjafa ef þér hafa verið ávísaðir tveir mismunandi styrkleikar fyrir tvö mismunandi svæði. Ef verið er að meðhöndla hendurnar skal einungis þvo þann fingurgóm sem bar á hlaupið.

-Ekki skal bera þetta lyf á strax eftir bað eða minna en 2 tímum fyrir háttatíma.

-Ekki skal þvo svæðin sem hlaupið var borið á í a.m.k. 6 klukkustundir eftir að lyfið var borið á.

-Ekki snerta meðferðarsvæðið og ekki leyfa neinum öðrum eða gæludýrum að snerta meðferðarsvæðið í 6 klukkustundir eftir að hlaupið var borið á.

-Ekki hylja meðferðarsvæðið með loftþéttum eða vatnsþéttum umbúðum eftir að þú hefur borið lyfið á húð.

-Fulla verkun hlaupsins er hægt að meta um það bil 8 vikum eftir upphaf meðferðar.

Ef Picato er notað til meðhöndlunar á hálsi

Ef meira en helmingur meðferðarsvæðisins er staðsettur á efri hluta hálsins:

-Notið Picato 150 míkróg/g hlaup (andlit og hársvörður)

Ef meira en helmingur meðferðarsvæðisins er staðsettur á lægri hluta hálsins:

-Notið Picato 500 míkróg/g hlaup (bolur og útlimir)

Ef notaður er stærri skammtur af Picato en mælt er fyrir um

Þvoðu svæðið með sápu og vatni. Vinsamlega hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing ef þú færð alvarleg viðbrögð í húð.

Ef gleymist að nota Picato

Vinsamlegast hafðu samband við lækni eða lyfjafræðing ef þú gleymir að nota Picato.

Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar um notkun þessa lyfs, skaltu spyrja lækninn eða lyfjafræðinginn.

4. Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og á við um öll lyf getur Picato valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Leitaðu tafarlaust læknisaðstoðar ef þú færð ofnæmisviðbrögð sem geta falið í sér bólgu í munni, tungu eða koki þegar lyfið er notað. Þessi aukaverkun er sjaldgæf.

Eftir notkun þessa lyfs getur húðin á þeim stað sem lyfið er borið á orðið rauð, flagnað og fengið á sig hrúður. Þessar aukaverkanir koma yfirleitt fram innan eins dags frá því að lyfið var borið á húð. Þessar aukaverkanir geta versnað í allt að 1 viku eftir að þú hefur hætt notkun lyfsins. Þessar aukaverkanir lagast yfirleitt innan 4 vikna frá upphafi meðferðar.

Sýking á meðferðarsvæði getur komið fram við meðferð á andliti og hársverði (hefur verið tilkynnt sem algeng aukaverkun við meðferð á andliti og hársverði og gæti komið fram hjá 1 af 10 sjúklingum).

Bólga á meðferðarsvæði er mjög algeng (hefur verið greint frá slíku hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum). Bólga á meðferðarsvæði á andliti eða í hárssverði getur sigið niður á augnsvæðið.

Ef þú sérð merki um einkennin hér að ofan og þau aukast eftir 1 viku eftir að þú hefur lokið meðferð, gætir þú verið með sýkingu og þá skaltu hafa samband við lækni þinn eða lyfjafræðing.

Algengustu aukaverkanir við meðferð á andliti og hársverði eru:

Mjög algengar aukaverkanir á meðferðarsvæði, geta komið fyrir hjá fleirum en 1 af hverjum 10:

Á meðferðarsvæði:

-Hluti af ysta lagi húðarinnar getur flagnað af (fleiður)

-Bólur (graftarbólur, bólur)

-Flögnun (húðflögnun)

-Hrúðurmyndun

-Hörundsroði vegna víkkunar háræða (roðaþot)

-Sársauki (þ.m.t. sviði á meðferðarsvæði)

Algengustu aukaverkanir við meðferð á bol og útlimum:

Mjög algengar aukaverkanir á meðferðarsvæði, geta komið fyrir hjá fleirum en 1 af hverjum 10:

Á meðferðarsvæði:

-Hluti af ysta lagi húðarinnar getur flagnað af (fleiður)

-Bólur (graftarbólur, bólur)

-Flögnun (húðflögnun)

-Hrúðurmyndun

-Hörundsroði vegna víkkunar háræða (roðaþot)

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir við meðferð á andliti og hársverði:

Algengar (koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10):

Á meðferðarsvæði:

-Kláði (pruritus)

-Erting

Aðrar aukaverkanir:

-Bólga á svæðinu í kringum augað (bjúgur í kringum augað)

-Bólga (bjúgur) á augnloki

-Höfuðverkur

Sjaldgæfar aukaverkanir, geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100:

Á meðferðarsvæði:

-Náladofi eða dofi (paraesthesia)

-Opin sár (ulcer)

-Vökvaútferð

-Breyting á húðlit

Aðrar aukaverkanir:

-Sársauki í augum

-Sár eða erting á yfirborði augans (hornhimna, augnslímhúð) vegna útsetningar fyrir slysni

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir, geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1000:

Á meðferðarsvæði:

-Örmyndun

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir við meðferð á bol og útlimum:

Algengar (koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10):

Á meðferðarsvæði:

-Kláði (pruritus)

-Erting

-Sársauki (þ.m.t. sviði á meðferðarsvæði)

Sjaldgæfar aukaverkanir, geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100:

Á meðferðarsvæði:

-Náladofi eða dofi

-Opin sár (ulcer)

-Breyting á húðlit

-Hiti

Aðrar aukaverkanir:

-Sár eða erting á yfirborði augans (hornhimna, augnslímhúð) vegna útsetningar fyrir slysni

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir, geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1000:

Á meðferðarsvæði:

-Örmyndun

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5. Hvernig geyma á Picato

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP og á túpunni eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2°C-8°C).

Einungis einnota. Ekki skal nota túpur aftur eftir að þær hafa verið opnaðar.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Picato inniheldur

-Virka innihaldsefnið er ingenolmebutat. Hvert gramm af hlaupi inniheldur 500 míkrógrömm af ingenolmebutat. Hver túpa inniheldur 235 míkrógrömm af ingenolmebutat í 0,47 g af hlaupi.

-Önnur innihaldsefni eru: sóprópýl alkóhól, hýdroxýetýlsellulósi, sítrónusýrueinhýdrat, natríumsítrat, bensýl alkohól, eimað vatn.

Lýsing á útliti Picato og pakkningastærðir

Picato 500 míkrógrömm/g hlaup er tært og litlaust og hver pakkning inniheldur 2 túpur með 0,47 g af hlaupi hver.

Markaðsleyfishafi

LEO Laboratories Ltd. 285 Cashel Road Crumlin, Dublin 12 Írland

Framleiðandi

LEO Laboratories Ltd.

285 Cashel Road, Crumlin, Dublin 12 Írland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

LEO Pharma N.V./S.A

LEO Pharma A/S

Tél/Tel: +32 3 740 7868

Tel: +45 44 94 58 88

България

Luxembourg/Luxemburg

Borola Ltd

LEO Pharma N.V./S.A

Teл.: +359 2 9156 136

Tél/Tel: +32 3 740 7868

Česká republika

Magyarország

LEO Pharma s.r.o.

LEO Pharma

Tel: +420 225 992 272

Tel: +36 1 888 0525

Danmark

Malta

LEO Pharma AB

PHARMA-COS LTD

Tlf: +45 70 22 49 11

Tel: +356 2144 1870

Deutschland

Nederland

LEO Pharma GmbH

LEO Pharma B.V.

Tel: +49 6102 2010

Tel: +31 205104141

Eesti

Norge

LEO Pharma A/S

LEO Pharma AS

Tel: +45 44 94 58 88

Tlf: +47 22514900

Ελλάδα

Österreich

LEO Pharmaceutical Hellas S.A.

LEO Pharma GmbH

Τηλ: +30 210 68 34322

Tel: +43 1 503 6979

España

Polska

Laboratorios LEO Pharma, S.A.

LEO Pharma Sp. z o.o.

Tel: +34 93 221 3366

Tel.: +48 22 244 18 40

France

Portugal

LEO Pharma

LEO Farmacêuticos Lda.

Tél: +33 1 3014 4000

Tel: +351 21 711 0760

Hrvatska

România

Remedia d.o.o

LEO Pharma Romania

Tel.:+385 1 3778 770

Tel: +40 213121963

Ireland

Slovenija

LEO Laboratories Ltd

PHARMAGAN d.o.o.

Tel: +353 (0) 1 490 8924

Tel: +386 4 2366 700

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf.

LEO Pharma s.r.o.

Sími: +354 535 7000

Tel: +421 2 5939 6236

Italia

Suomi/Finland

LEO Pharma S.p.A

LEO Pharma Oy

Tel: +39 06 52625500

Puh/Tel: +358 20 721 8440

Κύπρος

Sverige

 

The Star Medicines Importers Co. Ltd.

LEO Pharma AB

Τηλ: +357 2537 1056

Tel: +46

40 3522 00

Latvija

United Kingdom

LEO Pharma A/S

LEO Laboratories Ltd

Tel: +45 44 94 58 88

Tel: +44

(0) 1844 347333

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf