Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Pramipexole Accord (pramipexole dihydrochloride monohydrate) – Samantekt á eiginleikum lyfs - N04BC05

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsPramipexole Accord
ATC-kóðiN04BC05
Efnipramipexole dihydrochloride monohydrate
FramleiðandiAccord Healthcare Ltd

1.HEITI LYFS

Pramipexole Accord 0,088 mg töflur.

Pramipexole Accord 0,18 mg töflur.

Pramipexole Accord 0,35 mg töflur.

Pramipexole Accord 0,7 mg töflur.

Pramipexole Accord 1,1 mg töflur.

2.INNIHALDSLÝSING

Pramipexole Accord 0,088 mg töflur

Hver tafla inniheldur 0,125 mg af pramipexól tvíhýdróklóríð einhýdrati sem jafngildir 0,088 mg af pramipexóli.

Pramipexole Accord 0,18 mg tafla

Hver tafla inniheldur 0,25 mg af pramipexól tvíhýdróklóríð einhýdrati sem jafngildir 0,18 mg af pramipexóli.

Pramipexole Accord 0,35 mg tafla

Hver tafla inniheldur 0,5 mg af pramipexól tvíhýdróklóríð einhýdrati sem jafngildir 0,35 mg af pramipexóli.

Pramipexole Accord 0,7 mg tafla

Hver tafla inniheldur 1,0 mg af pramipexól tvíhýdróklóríð einhýdrati sem jafngildir 0,7 mg af pramipexóli.

Pramipexole Accord 1,1 mg tafla

Hver tafla inniheldur 1,5 mg af pramipexól tvíhýdróklóríð einhýdrati sem jafngildir 1,1 mg af pramipexóli.

Athugið:

Skammtar pramipexóls í birtum heimildum vísa til efnisins á formi salts.

Því verða skammtar bæði tilgreindir sem pramipexól og pramipexólsalt (innan sviga).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Tafla.

Pramipexole Accord 0,088 mg tafla

Töflurnar eru hvítar til beinhvítar, kringlóttar, flatar með sneiddum brúnum og áletruninni „I1“ á annarri hliðinni og sléttar á hinni hliðinni.

Pramipexole Accord 0,18 mg tafla

Töflurnar eru hvítar til beinhvítar, kringlóttar, flatar með sneiddum brúnum og áletruninni „I“ og „2“ sitt hvorum megin við deiliskoruna á annarri hliðinni og með deiliskoru á hinni hliðinni.

Töflunum má skipta í tvo jafna skammta.

Pramipexole Accord 0,35 mg tafla

Töflurnar eru hvítar til beinhvítar, kringlóttar, flatar með sneiddum brúnum og áletruninni „I“ og „3“ sitt hvorum megin við deiliskoruna á annarri hliðinni og með deiliskoru á hinni hliðinni.

Töflunum má skipta í tvo jafna skammta.

Pramipexole Accord 0,7 mg tafla

Töflurnar eru hvítar til beinhvítar, kringlóttar, flatar með sneiddum brúnum og áletruninni „I“ og „4“ sitt hvorum megin við deiliskoruna á annarri hliðinni og með deiliskoru á hinni hliðinni.

Töflunum má skipta í tvo jafna skammta.

Pramipexole Accord 1,1 mg tafla

Töflurnar eru hvítar til beinhvítar, kringlóttar, flatar með sneiddum brúnum og áletruninni „I“ og „5“ sitt hvorum megin við deiliskoruna á annarri hliðinni og með deiliskoru á hinni hliðinni.

Töflunum má skipta í tvo jafna skammta.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Pramipexole Accord er ætlað fullorðnum til meðferðar á einkennum Parkinsonsveiki (idiopathic Parkinson's disease), einar sér (án levódópa) eða í samsetningu með levódópa, þ.e. allan sjúkdómsferilinn og fram á seinni stig þegar áhrif levódópa dvína eða verða óstöðug og lyfhrif verða sveiflukennd („end of dose“ eða „on off“ sveiflur).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Parkinsonsveiki

Sólarhringsskammt á að gefa í jöfnum skömmtum 3 sinnum á sólarhring.

Upphafsmeðferð:

Upphafsskammtur er 0,264 mg (0,375 mg salts) á sólarhring og skal hann aukinn smám saman á 5-7 daga fresti. Skammta skal stilla til að ná hámarkslyfhrifum að því tilskildu að sjúklingar fái ekki aukaverkanir sem þolast ekki.

Tafla með skammtaaukningu fyrir Pramipexole Accord

Vika

Skammtar (mg)

Heildarskammtur á

Skammtar (mg

Heildarskammtur

 

 

sólarhring (mg)

salts)

á sólarhring (mg

 

 

 

 

salts)

3 x 0,088

0,264

3 x 0,125

0,375

3 x 0,18

0,54

3 x 0,25

0,75

3 x 0,35

1,1

3 x 0,5

1,50

Ef frekari skammtaaukning er nauðsynleg skal auka sólarhringsskammt um 0,54 mg (0,75 mg salts) með vikulegu millibili í að hámarki 3,3 mg (4,5 mg salts) á sólarhring.

Þó skal hafa í huga að tíðni svefndrunga eykst við skammta sem eru stærri en 1,5 mg (af salti) á sólarhring (sjá kafla 4.8).

Viðhaldsmeðferð:

Sólarhringsskammtur pramipexóls á að vera á bilinu 0,264 mg (0,375 mg salts) til að hámarki 3,3 mg (4,5 mg salts). Við skammtaaukningu í undirstöðurannsóknum kom í ljós að áhrifa byrjaði að gæta við 1,1 mg (1,5 mg salts) sólarhringsskammt. Frekari skammtaaðlögun skal byggð á klínískri svörun og aukaverkunum.

Í klínískum rannsóknum voru um 5% sjúklinga meðhöndlaðir með minni skömmtum en 1,1 mg (1,5 mg salts). Í langt genginni Parkinsonsveiki geta stærri skammtar af pramipexóli en 1,1 mg (1,5 mg salts) á sólarhring verið gagnlegir hjá sjúklingum þegar fyrirhugað er að draga úr levódópameðferð. Mælt er með að minnka skammta af levódópa bæði við skammtaaukningu og viðhaldsmeðferð með Pramipexole Accord, háð svörun hvers sjúklings (sjá kafla 4.5).

Meðferðarlok:

Þegar dópamínvirkri meðferð er skyndilega hætt getur það leitt til myndunar illkynja sefunarheilkennis (neuroleptic malignant syndrome). Smáminnka skal pramipexól um 0,54 mg (0,75 mg salts) á sólarhring þar til sólarhringsskammtur hefur verið minnkaður í 0,54 mg (0,75 mg salts). Síðan á að minnka skammtinn um 0,264 mg (0,375 mg salts) á sólarhring (sjá kafla 4.4).

Skert nýrnastarfsemi

Brotthvarf pramipexóls er háð nýrnastarfsemi. Mælt er með eftirfarandi skömmtum við upphaf meðferðar:

Ekki þarf að minnka sólarhringsskammt eða skammtatíðni hjá sjúklingum með kreatínínúthreinsun yfir 50 ml/mín.

Sjúklingum með kreatínínúthreinsun milli 20 og 50 ml/mín. á í upphafi að gefa sólarhringsskammt af Pramipexole Accord í tveimur skömmtum og byrja með 0,088 mg (0,125 mg salts) tvisvar sinnum á sólarhring (0,176 mg/0,25 mg salts á sólarhring). Ekki á að fara yfir hámarkssólarhringsskammt 1,57 mg af pramipexóli (2,25 mg salts).

Sjúklingum með kreatínínúthreinsun minni en 20 ml/mín. á að gefa sólarhringsskammt af Pramipexole Accord í einum stökum skammti og byrja með 0,088 mg (0,125 mg salts) á sólarhring. Ekki á að fara yfir hámarkssólarhringsskammt 1,1 mg af pramipexóli (1,5 mg salts).

Ef dregur úr nýrnastarfsemi meðan á viðhaldsmeðferð stendur á að minnka sólarhringsskammtinn af Pramipexole Accord um sama prósentustig og kreatínínlækkunin er, þ.e. ef kreatínínúthreinsun minnkar um 30% þá á að minnka sólarhringsskammt af Pramipexole Accord um 30%. Sólarhringsskammt má gefa í tveimur skömmtum ef kreatínínúthreinsunin er milli 20 og 50 ml/mín. og sem stakan sólarhringsskammt ef kreatínínúthreinsunin er minni en 20 ml/mín.

Skert lifrarstarfsemi

Líklega þarf ekki að breyta skömmtum handa sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, þar sem um 90% af virka efninu sem frásogast skilst út um nýrun. Hins vegar hafa hugsanleg áhrif skertrar lifrarstarfsemi á lyfjahvörf Pramipexole Accord ekki verið könnuð.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Pramipexole Accord hjá börnum yngri en 18 ára. Notkun Pramipexole Accord á ekki við hjá börnum við ábendingunni Parkinsonsveiki.

Fótaóeirð

Ráðlagður byrjunarskammtur af Pramipexole Accord er 0,088 mg (0,125 mg salts) einu sinni á sólarhring, 2-3 klst. fyrir háttatíma. Hjá sjúklingum sem þurfa viðbótarmeðferð við einkennum má stækka skammtinn á 4-7 daga fresti upp að hámarksskammti sem er 0,54 mg (0,75 mg salts) á sólarhring (eins og sýnt er í töflunni að neðan).

Skammtaáætlun fyrir Pramipexole Accord

Skammtastilling

Kvöldskammtur einu

Kvöldskammtur einu sinni

(Titration step)

sinni á sólarhring (mg)

á sólarhring (mg salts)

0,088

0,125

2*

0,18

0,25

3*

0,35

0,50

4*

0,54

0,75

* ef þörf krefur

 

 

Meta skal ástand sjúklings eftir 3 mánaða meðferð og endurmeta þörf fyrir áframhaldandi meðferð. Ef meðferð er hætt lengur en í nokkra daga á að hefja meðferð að nýju með skammtaaðlögun eins og lýst er hér að ofan.

Meðferðarlok

Þar sem dagskammturinn í meðferð við fótaóeirð fer ekki yfir 0,54 mg (0,75 mg salts) er hægt að hætta meðferð með Pramipexole Accord án þess að minnka skammta smám saman. Í samanburðarrannsókn með lyfleysu sem stóð yfir í 26 vikur kom fram versnun (rebound) á einkennum fótaóeirðar (versnun á hve alvarleg einkenni voru borið saman við í upphafi meðferðar) hjá 10% sjúklinga (14 af 135) þegar meðferð var skyndilega hætt. Þessi áhrif voru svipuð við allar skammtastærðir.

Skert nýrnastarfsemi

Brotthvarf pramipexóls er háð nýrnastarfsemi. Ekki þarf að minnka sólarhringsskammt handa sjúklingum með kreatínínúthreinsun yfir 20 ml/mín.

Notkun Pramipexole Accord hefur hvorki verið rannsökuð hjá sjúklingum í blóðskilun né hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Ekki þarf að breyta skömmtum handa sjúklingum með lifrarbilun þar sem um 90% af virka efninu sem frásogast skilst út um nýrun.

Börn

Ekki er mælt með notkun Pramipexole Accord fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára þar sem ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um öryggi og verkun.

Tourette sjúkdómur

Börn

Pramipexole Accord er ekki ráðlagt handa börnum og unglingum yngri en 18 ára þar sem öryggi og verkun hefur ekki verið staðfest hjá þessum hópi. Pramipexole Accord á ekki að nota handa börnum eða unglingum með Tourette sjúkdóm vegna þess að hlutfall ávinnings og áhættu er neikvætt hvað varðar þennan sjúkdóm (sjá kafla 5.1).

Lyfjagjöf

Töflurnar á að gleypa með vatni og þær má taka með eða án matar.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Þegar Pramipexole Accord er ávísað handa Parkinsonssjúklingum með skerta nýrnastarfsemi er lagt til að litlir skammtar séu notaðir, samsvarandi þeim sem eru tilgreindir í kafla 4.2.

Ofskynjanir

Ofskynjanir eru þekkt aukaverkun í meðferð með dópamínörvum og levódópa. Sjúklingar skulu upplýstir um að (aðallega sjónrænar) ofskynjanir geti komið fram.

Hreyfingatregða

Í langt genginni Parkinsonsveiki og samsettri meðferð með levódópa, getur hreyfingatregða komið fram við skammtastillingu Pramipexole Accord við upphaf meðferðar og ef svo er skal minnka levódópaskammt.

Skyndilegur svefn og svefndrungi

Pramipexól hefur verið tengt svefndrunga og tilvikum um skyndilegan svefn, einkum hjá sjúklingum með Parkinsonsveiki. Greint hefur verið frá tilvikum um skyndilegan svefn við dagleg störf, í sumum tilvikum án nokkurrar vitundar sjúklings og án fyrirboða, en þetta er sjaldgæft. Upplýsa á sjúklinga um þessa hættu og ráðleggja þeim að gæta varúðar við akstur og stjórnun véla meðan á meðferð með Pramipexole Accord stendur. Sjúklingar, sem hafa fundið fyrir svefndrunga og/eða skyndilegum svefni, eiga að forðast að stunda akstur og stjórnun véla. Enn fremur má íhuga að minnka skammtana eða hætta meðferð. Vegna hugsanlegra samleggjandi áhrifa er ráðlagt að gæta varúðar þegar sjúklingar taka önnur róandi lyf eða neyta áfengis samhliða pramipexóli (sjá kafla 4.5, 4.7 og 4.8).

Truflun á stjórn á skyndihvötum

Fylgjast skal reglulega með sjúklingum með tilliti til truflana á stjórn á skyndihvötum. Gera skal sjúklingum og umönnunaraðilum grein fyrir að einkenni truflunar á stjórn á skyndihvötum, þar með talið júkleg spilafíkn, aukin kynhvöt, kynlífsfíkn, eyðslu- eða kaupárátta, átköst og áráttuát, geta komið fram hjá hjá sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með dópamínörvum þar með talið með Pramipexole Accord. Íhuga skal skammtaminnkun/meðferðarrof með smáminnkandi skömmtum ef slík einkenni koma fram.

Dópamín vanstjórnarheilkenni

Dópamín vanstjórnarheilkenni er fíkniröskun sem veldur ofnotkun lyfsins hjá sumum sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með dópamínvirkum lyfjum, þar með talið með pramipexóli. Áður en meðferð er hafin skal vara sjúklinga og umönnunaraðila við hugsanlegri hættu á myndun dópamín vanstjórnarheilkennis.

Oflæti og óráð

Fylgjast skal reglulega með sjúklingum með tilliti til oflætis og óráðs. Gera skal sjúklingum og umönnunaraðilum grein fyrir að oflæti og óráð geta komið fram hjá sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með pramipexóli. Íhuga skal skammtaminnkun/meðferðarrof með smáminnkandi skömmtum ef slík einkenni koma fram.

Sjúklingar með geðrofssjúkdóma

Sjúklinga með geðrofssjúkdóma á aðeins að meðhöndla með dópamínörvum ef hugsanlegur ávinningur er meiri en áhættan. Forðast á samhliða notkun geðrofslyfja og pramipexóls (sjá kafla 4.5).

Reglulegar augnskoðanir

Mælt er með reglulegum augnskoðunum og ef sjóntruflanir koma fram.

Alvarlegir hjarta- og æðasjúkdómar

Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma. Blóðþrýstingsmælingar eru ráðlagðar, einkum í byrjun meðferðar, vegna almennrar hættu á stöðubundnum lágþrýstingi sem tengist dópamínvirkri meðferð.

Illkynja sefunarheilkenni

Greint hefur verið frá einkennum sem benda til illkynja sefunarheilkennis þegar dópamínvirkri meðferð er skyndilega hætt (sjá kafla 4.2.).

Fráhvarfsheilkenni dópamínörva

Þegar hætta á meðferð hjá sjúklingum með Parkinsonsveiki skal hætta notkun pramipexóls smátt og smátt (sjá kafla 4.2). Hugsanlegt er að vart verði við aðrar aukaverkanir en tengdar hreyfigetu þegar dregið er smátt og smátt úr notkun dópamínörva, þar með talið pramipexóls, eða þegar notkun þeirra er hætt. Einkenni eru meðal annars sinnuleysi, kvíði, þunglyndi, þreyta, svitamyndun og verkir sem geta verið svæsnir. Upplýsa skal sjúklinga um þetta áður en dregið er smátt og smátt úr notkun dópamínörva og hafa skal reglulegt eftirlit með þeim eftir það. Ef einkenni reynast þrálát getur reynst nauðsynlegt að auka skammtinn af pramipexóli tímabundið (sjá kafla 4.8).

Versnun ástands

Greinar í fræðiritum gefa til kynna að meðferð við annarri ábendingu með dópamínvirkum lyfjum geti valdið því að ástand versnar (augmentation). Með því (augmentation) er átt við að einkenni geta komið fram fyrr að kvöldinu (jafnvel síðdegis), að þau aukist og breiðist út til annarra útlima. Versnun ástands var rannsakað sérstaklega í samanburðarrannsókn sem stóð yfir í 26 vikur. Versnun ástands kom fram hjá 11,8% sjúklinga í hópnum sem fékk pramipexól (N=152) og 9,4% sjúklinga í hópnum sem fékk lyfleysu (N=149). Kaplan-Meier greining á tíma að versnun sýndi ekki marktækan mun á milli hópsins sem fékk pramipexól og hópsins sem fékk lyfleysu.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Binding plasmapróteina

Pramipexól er í mjög litlum mæli (< 20%) bundið plasmapróteinum og umbrot er lítið hjá mönnum. Því eru milliverkanir við önnur lyf sem hafa áhrif á próteinbindingu í plasmaeða brotthvarf fyrir tilstilli umbrots ólíkleg. Þar sem brotthvarf andkólínvirkra lyfja verður aðallega með umbroti er hætta á hugsanlegri milliverkun takmörkuð þó að milliverkun við andkólínvirk lyf hafi ekki verið könnuð. Engin milliverkun er við lyfjahvörf selegilíns og levódópa.

Hemlar/keppinautar á virku nýrnaútskilnaðarferli

Címetidín minnkaði nýrnaúthreinsun pramipexóls um u.þ.b. 34%, líklega með hömlun seytiflutningskerfis katjóna í nýrnapíplum. Því geta lyf sem hamla þessu virka nýrnaútskilnaðarferli eða skiljast út eftir þessu ferli, svo sem címetidín, amantadín, mexiletín, zidovudín, cisplatín, kínín og procainamíð, haft milliverkun við pramipexól sem leiðir til minnkaðrar úthreinsunar pramipexóls. Hafa skal í huga að minnka pramipexólskammt þegar þessi lyf eru gefin samhliða Pramipexole Accord.

Samsett meðferð með levódópa

Þegar Pramipexole Accord er gefið samhliða levódópa er ráðlagt að minnka levódópaskammt og halda skammti annarra Parkinsonslyfja stöðugum á meðan skammtur af Pramipexole Accord er aukinn.

Vegna hugsanlegra samleggjandi áhrifa er ráðlagt að gæta varúðar ef sjúklingar taka önnur róandi lyf eða neyta áfengis samhliða notkun pramipexóls (sjá kafla 4.4, 4.7 og 4.8).

Geðrofslyf

Forðast á samhliða notkun geðrofslyfja og pramipexóls (sjá kafla 4.4), ef búast má við hamlandi áhrifum.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Áhrif á meðgöngu og brjóstagjöf hafa ekki verið könnuð hjá mönnum. Pramipexól hafði ekki fósturskemmandi áhrif hjá rottum og kanínum, en olli eiturverkunum á fósturvísi hjá rottum í skömmtum sem höfðu eiturverkanir á móður (sjá kafla 5.3). Pramipexole Accord á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til, þ.e. ef hugsanlegur ávinningur vegur þyngra en möguleg áhætta fyrir fóstrið.

Brjóstagjöf

Þar sem meðferð með pramipexóli hemur seytingu prólaktíns hjá mönnum má búast við að hömlun verði á mjólkurmyndun.

Útskilnaður pramipexóls í brjóstamjólk hefur ekki verið rannsakaður hjá konum. Hjá rottum var þéttni geislavirkni virks efnis hærri í brjóstamjólk en í plasma.

Þar sem upplýsingar vantar fyrir menn á ekki að nota Pramipexole Accord handa konum með barn á brjósti. Hins vegar skal hætta brjóstagjöf ef notkun lyfsins er óhjákvæmileg.

Frjósemi

Engar rannsóknir hafa verið gerðar hvað varðar áhrif á frjósemi hjá mönnum. Í dýratilraunum hefur pramipexól haft áhrif á tímgunarhring og minnkaði frjósemi í kvendýrum eins og búast má við hjá dópamínörvum. Hins vegar bentu þessar rannsóknir ekki til beinna eða óbeinna skaðlegra áhrifa hvað varðar frjósemi hjá karldýrum.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Pramipexole Accord hefur mikil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Ofskynjanir eða svefndrungi getur komið fram.

Upplýsa verður sjúklinga sem meðhöndlaðir eru með Pramipexole Accord, og finna fyrir svefndrunga og/eða tilvikum um skyndilegan svefn, að þeir skuli forðast að stunda akstur og taka sér fyrir hendur störf þar sem skert árvekni getur sett þá eða aðra í alvarlega hættu og jafnvel lífshættu (t.d. við stjórnun véla) þar til slík endurtekin tilvik um skyndilegan svefn og svefndrunga koma ekki lengur fyrir (sjá einnig kafla 4.4, 4.5 og 4.8).

4.8Aukaverkanir

Greining á samantekt samanburðarrannsókna með lyfleysu, þar sem þátt tóku 1.923 sjúklingar sem fengu pramipexól og 1.354 sjúklingar sem fengu lyfleysu, leiddi í ljós að tilkynningar um aukaverkanir voru tíðar í báðum hópunum. 63% sjúklinga sem fengu pramipexól og 52% sjúklinga sem fengu lyfleysu tilkynntu um að minnsta kosti eina aukaverkun.

Flestar aukaverkanir koma fram í byrjun meðferðar og meirihluti þeirra hverfur jafnvel þótt meðferð sé haldið áfram.

Aukaverkanir eru taldar upp innan líffæraflokka eftir tíðni (fjöldi sjúklinga líklegir til að fá aukaverkun) samkvæmt eftirfarandi skilgreiningu: mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Parkinsonsveiki, algengustu aukaverkanir

Algengustu (≥ 5%) aukaverkanirnar sem komu fram hjá sjúklingum með Parkinsonsveiki og komu oftar fram hjá þeim sem meðhöndlaðir voru með pramipexóli en lyfleysu voru ógleði, hreyfingatregða, lágþrýstingur, sundl, svefndrungi, svefnleysi, hægðatregða, ofskynjanir, höfuðverkur og þreyta. Tíðni svefndrunga eykst við skammta stærri en 1,5 mg af pramipexólsalti á sólarhring (sjá kafla 4.2). Tíðari aukaverkun í samsetningu með levódópa var hreyfingatregða. Lágþrýstingur getur komið fram í byrjun meðferðar, einkum ef skammtar af pramipexóli eru stækkaðir of ört.

Tafla 1: Parkinsonsveiki

Líffærakerfi

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Tíðni ekki

 

(≥1/10)

(≥1/100 til

(≥1/1.000 til

sjaldgæfar

þekkt

 

 

<1/10)

<1/100)

(1/10.000 til

 

 

 

 

 

<1/1.000)

 

Sýkingar af

 

 

lungnabólga

 

 

völdum sýkla

 

 

 

 

 

og sníkjudýra

 

 

 

 

 

Innkirtlar

 

 

óeðlileg seyting

 

 

 

 

 

þvagstemmuvaka1

 

 

Geðræn

 

svefnleysi

kaupárátta

oflæti

 

vandamál

 

ofskynjanir

sjúkleg spilafíkn

 

 

 

 

óeðlilegir

eirðarleysi

 

 

 

 

draumar

kynlífsfíkn

 

 

 

 

rugl

ranghugmyndir

 

 

 

 

 

raskanir á kynhvöt

 

 

 

 

einkenni

ofsóknarkennd

 

 

 

 

hvatastjórnunar-

óráð

 

 

 

 

röskunar og

átköst1

 

 

 

 

áráttuhegðun

matgræðgi1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Taugakerfi

svefndrungi

höfuðverkur

skyndilegur svefn

 

sundl

 

minnisleysi

 

hreyfingatregða

 

sjúkleg

 

 

 

hreyfingaþörf

 

 

 

yfirlið

Augu

 

sjónskerðing

 

 

 

þ.m.t. tvísýni

 

 

 

þokusýn

 

 

 

minnkuð

 

 

 

sjónskerpa

 

Hjarta

 

 

hjartabilun1

Æðar

 

lágþrýstingur

 

Öndunarfæri,

 

 

mæði

brjósthol og

 

 

hiksti

miðmæti

 

 

 

Meltingarfæri

ógleði

hægðatregða

 

 

 

uppköst

 

Húð og

 

 

ofnæmisviðbrögð

undirhúð

 

 

kláði

 

 

 

útbrot

Almennar

 

þreyta

Fráhvarfs-

aukaverkanir

 

bjúgur á

heilkenni

og

 

útlimum

dópamínörva

aukaverkanir á

 

 

þ.m.t.

íkomustað

 

 

sinnuleysi,

 

 

 

kvíði,

 

 

 

þunglyndi,

 

 

 

þreyta,

 

 

 

svitamyndun og

 

 

 

verkir

Rannsókna-

 

þyngdartap

þyngdaraukning

niðurstöður

 

þ.m.t. minnkuð

 

 

 

matarlyst

 

1Þessi aukaverkun hefur komið fram eftir markaðssetningu. Tíðniflokkun, með 95% öryggi, er ekki hærri en sjaldgæfar en gæti verið lægri. Nákvæmt mat á tíðni er ekki mögulegt þar sem þessi aukaverkun kom ekki fram í gagnagrunni klínískra rannsókna með

2.762 sjúklingum með Parkinsonsveiki sem fengu meðferð með pramipexóli.

Fótaóeirð, algengustu aukaverkanir

Algengustu (≥ 5%) aukaverkanirnar sem komu fram hjá sjúklingum með aðra ábendingu og meðhöndlaðir voru með pramipexóli voru ógleði, höfuðverkur, sundl og þreyta. Ógleði og þreyta komu oftar fram hjá konum sem meðhöndlaðar voru með Pramipexole Accord (20,8% og 10,5%, talið í sömu röð) samanborið við karla (6,7% og 7,3%, talið í sömu röð).

Tafla 2: Fótaóeirð

Líffærakerfi

Mjög

Algengar

 

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

 

algengar

(≥1/100 til

 

(≥1/1.000 til

 

 

(≥1/10)

<1/10)

 

<1/100)

 

 

 

 

 

 

 

Sýkingar af völdum

 

 

 

lungnabólga1

 

sýkla og sníkjudýra

 

 

 

 

 

Innkirtlar

 

 

 

óeðlileg seyting

 

 

 

 

 

þvagstemmuvaka1

 

 

 

 

 

Geðræn vandamál

 

svefnleysi

eirðarleysi

 

 

 

óeðlilegir

rugl

 

 

 

draumar

ofskynjanir

 

 

 

 

raskanir á kynhvöt

 

 

 

 

ranghugmyndir1

 

 

 

 

matgræðgi1

 

 

 

 

ofsóknarkennd1

 

 

 

 

oflæti1

 

 

 

 

óráð1

 

 

 

 

einkenni

 

 

 

 

hvatastjórnunarröskunar og

 

 

 

 

áráttuhegðun1 (svo sem:

 

 

 

 

kaupárátta,

 

 

 

 

sjúkleg spilafíkn,

 

 

 

 

kynlífsfíkn, átköst)

 

Taugakerfi

 

höfuðverkur

skyndilegur svefn

 

 

 

sundl

yfirlið

 

 

 

svefndrungi

hreyfingartregða

 

 

 

 

minnisleysi1

 

 

 

 

sjúkleg hreyfingaþörf1

 

Augu

 

 

sjónskerðing þ.m.t. minnkuð

 

 

 

 

sjónskerpa

 

 

 

 

tvísýni

 

 

 

 

þokusýn

 

Hjarta

 

 

hjartabilun1

 

Æðar

 

 

lágþrýstingur

 

Öndunarfæri,

 

 

mæði

 

brjósthol og miðmæti

 

 

hiksti

 

Meltingarfæri

ógleði

hægðatregða

 

 

 

 

uppköst

 

 

Húð og undirhúð

 

 

ofnæmisviðbrögð

 

 

 

 

kláði

 

 

 

 

útbrot

 

Almennar

 

þreyta

bjúgur á útlimum

Fráhvarfsheilkenni

aukaverkanir og

 

 

 

dópamínörva

aukaverkanir á

 

 

 

þ.m.t. sinnuleysi,

íkomustað

 

 

 

kvíði, þunglyndi,

 

 

 

 

þreyta,

 

 

 

 

svitamyndun og

 

 

 

 

verkir

Rannsóknaniðurstöður

 

 

þyngdartap

 

 

 

 

þ.m.t. minnkuð matarlyst

 

 

 

 

þyngdaraukning

 

1Þessi aukaverkun hefur komið fram eftir markaðssetningu. Tíðniflokkun, með 95% öryggi, er ekki hærri en sjaldgæfar en gæti verið lægri. Nákvæmt mat á tíðni er ekki mögulegt þar sem þessi aukaverkun kom ekki fram í gagnagrunni klínískra rannsókna með 1.395 sjúklingum með fótaóeirð sem fengu meðferð með pramipexóli.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Svefndrungi

Algengt er að pramipexól valdi svefndrunga og í sjaldgæfum tilvikum hefur það valdið miklum svefndrunga að degi til og skyndilegum svefni. (Sjá einnig kafla 4.4).

Raskanir á kynhvöt

Verið getur að pramipexól tengist í sjaldgæfum tilvikum röskunum á kynhvöt (aukinni eða minnkaðri).

Truflun á stjórn á skyndihvötum

Sjúkleg spilafíkn, aukin kynhvöt, kynlífsfíkn, eyðslu- eða kaupárátta, átköst og áráttuát geta komið fram hjá sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með dópamínörvum, þar með talið með Pramipexole Accord sjá kafla 4.4).

Í afturvirkri, skimunar, tilfella-viðmiðaðri þversniðsrannsókn sem tók til 3.090 sjúklinga með Parkinsonsveiki höfðu 13,6 % allra sjúklinga, sem fengu meðferð með dópamínörva eða án dópamínörva, fengið einkenni truflunar á stjórn á skyndihvötum á síðustu sex mánuðum. Einkenni sem komu fram voru m.a. sjúkleg spilafíkn, kaupárátta, átköst og kynlífsfíkn. Mögulegir óháðir áhættuþættir fyrir einkennum truflunar á stjórn á skyndihvötum voru m.a. meðferð með dópamínörvum og hærri skammtar dópamínörva, lægri aldur (≤ 65 ára), að vera ógiftur og fjölskyldusaga um áhættuhegðun sem sjúklingur hefur sjálfur greint frá.

Fráhvarfsheilkenni dópamínörva

Hugsanlegt er að vart verði við aðrar aukaverkanir en tengdar hreyfigetu þegar dregið er smátt og smátt úr notkun dópamínörva, þar með talið pramipexóls, eða þegar notkun þeirra er hætt. Einkenni eru meðal annars sinnuleysi, kvíði, þunglyndi, þreyta, svitamyndun og verkir (sjá kafla 4.4).

Hjartabilun

Greint hefur verið frá hjartabilun hjá sjúklingum á meðferð með pramipexóli í klínískum rannsóknum og eftir markaðssetningu. Í lyfjafaraldsfræðilegri rannsókn var notkun pramipexóls tengd aukinni hættu á hjartabilun borið saman við þegar pramipexól var ekki notað (áhættuhlutfall 1,86; 95% CI, 1,21-2,85).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V*.

4.9Ofskömmtun

Engin klínísk reynsla er af mikilli ofskömmtun. Þær aukaverkanir sem búast má við ættu að tengjast lyfhrifum dópamínörva, þar með talin ógleði, uppköst, sjúkleg hreyfingarþörf (hyperkinesia), ofskynjanir, óróleiki og lágþrýstingur. Ekkert mótefni er þekkt við ofskömmtun dópamínörva. Ef einkenni um örvun miðtaugakerfis eru fyrir hendi getur sefandi lyf verið viðeigandi. Meðferð við ofskömmtun getur falið í sér almenna stuðningsmeðferð auk magaskolunar, vökvagjafar í æð, gjöf lyfjakola og eftirliti með hjartarafriti.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við Parkinsonsjúkdómi, dópamínvirk lyf, ATC flokkur: N04BC05.

Verkunarháttur

Pramipexól er dópamínörvi sem binst mjög sértækt og sérhæft við D2 undirflokk dópamínviðtaka þar sem það hefur forgangssækni í D3 viðtaka og hefur fulla eðlislæga virkni þar.

Pramipexól minnkar hreyfiskerðingu vegna Parkinsonsveiki með því að örva dópamínviðtaka í rákakjarna (striatum). Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á að pramipexól hamlar nýmyndun dópamíns, losun og endurmyndun.

Lyfhrif

Hjá sjálfboðaliðum sást skammtaháð minnkun á prólaktíni.

Verkun og öryggi við Parkinsonsveiki

Hjá sjúklingum dregur pramipexól úr einkennum Parkinsonsveiki. Samanburðarrannsóknir með lyfleysu náðu til um 1.800 sjúklinga með sjúkdóm af stigi I-V á Hoehn og Yahr kvarða sem voru meðhöndlaðir með pramipexóli. Af þeim voru um 1.000 með langt genginn sjúkdóm, fengu levódópameðferð samhliða og þjáðust af hreyfitruflunum.

Á fyrri stigum Parkinsonsveiki og þegar sjúkdómurinn var langt genginn hélst verkun pramipexóls í um sex mánuði í samanburðarrannsóknunum. Í opnum framhaldsrannsóknum sem stóðu yfir í meira en þrjú ár sáust engin merki um minnkaða verkun.

Í tvíblindri samanburðarrannsókn sem stóð í tvö ár seinkaði upphafsmeðferð með pramipexóli því marktækt að hreyfitruflanir kæmu fram og fækkaði þessum tilvikum í samanburði við upphafsmeðferð með levódópa. Þessi seinkun á hreyfitruflunum við notkun pramipexóls skal metin gegn bættri hreyfigetu við levódópameðferð (mælt sem meðalbreyting í UPDRS-stigum). Heildartíðni ofskynjana og svefndrunga var venjulega hærri þann tíma sem skammtaaukning stóð yfir hjá þeim hópi sem fékk pramipexól. Hins vegar var enginn marktækur munur við viðhaldsmeðferð. Hafa skal þessi atriði í huga þegar hafin er meðferð með pramipexóli hjá sjúklingum með Parkinsonsveiki.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á Pramipexole Accord hjá öllum undirhópum barna við Parkinsonsveiki (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

Verkun og öryggi við fótaóeirð

Verkun pramipexóls var metin í fjórum samanburðarrannsóknum með lyfleysu á um 1.000 sjúklingum með í meðallagi til mjög mikla fótaóeirð.

Meginmælikvarði á verkun var meðalbreyting frá upphafi á IRLS kvarðanum (Restless Legs Syndrome Rating Scale) og CGI-I (Clinical Global Impression-Improvement). Tölfræðilega marktækur munur kom fram fyrir báða aðalendapunkta fyrir pramipexól í skammtahópunum 0,25 mg, 0,5 mg og 0,75 mg af pramipexólsalti í samanburði við lyfleysu. Eftir 12 vikna meðferð hafði upphafsmæligildi IRLS lagast og farið úr 23,5 í 14,1 stig fyrir lyfleysu og úr 23,4 í 9,4 stig fyrir pramipexól (skammtar samanlagðir). Aðlagaður meðaltalsmunur var -4,3 stig (CI 95% -6,4; -2,1 stig, p-gildi <0,0001). CGI-I svörunarstig (hefur lagast, hefur lagast mjög mikið) var 51,2% fyrir lyfleysu og 72,0% fyrir pramipexól (mismunur 20% CI 95%: 8,1%; 31,8%, p< 0,0005). Eftir fyrstu viku meðferðar kom í ljós verkun af 0,088 mg skammti (0,125 mg salts) á sólarhring.

Í svefnskráningarrannsókn (polysomnography study) með samanburði við lyfleysu sem stóð yfir í 3 vikur dróg Pramipexole Accord marktækt úr reglulegum hreyfingum útlima meðan verið var í rúminu.

Langtímaverkun var metin í klínískri samanburðarrannsókn með lyfleysu. Eftir 26 vikna meðferð var lækkun á aðlöguðum meðaltalsmun á IRLS heildargildi um 13,7 hjá hópnum sem fékk pramipexól og um 11,1 hjá hópnum sem fékk lyfleysu, með tölfræðilega marktækum (p=0,008) meðaltalsmun meðferða um -2,6. CGI-I svörunarstig (hefur lagast, hefur lagast mjög mikið) var 50,3% (80/159) fyrir lyfleysu og 68,5% (111/162) fyrir pramipexól (p=0,001) borið saman við fjölda sem þurfti að meðhöndla (NNT-number needed to treat), 6 sjúklingar (95% CI: 3,5; 13,4).

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Pramipexole Accord hjá einum eða fleiri undirhópum barna við fótaóeirð (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

Verkun og öryggi við Tourette sjúkdómi

Verkun pramipexóls (0,0625-0,5 mg/sólarhring) hjá sjúklingum á barnsaldri, 6-17 ára, með Tourette sjúkdóm var metin í 6 vikna tvíblindri, slembaðri samanburðarrannsókn með lyfleysu og sveigjanlegum skömmtum. Samtals 63 sjúklingum var slembiraðað (43 á pramipexóli, 20 á lyfleysu). Aðalendapunktur var breyting frá upphafsgildi á TTS (Total Tic Score) á YGTSS (Yale Global Tic Severity Scale). Engin munur sást fyrir pramipexól borið saman við lyfleysu hvorki hvað varðar aðalendapunkt né aðra aukaendapunkta, þar á meðal YGTSS heildarskor, PGI-I (Patient Global Impression of Improvement), CGI-I (Clinical Global Impression of Improvement) og CGI-S (Clinical Global Impressions of Severity of Illness). Aukaverkanir sem komu fram hjá að minnsta kosti 5% sjúklinga í pramipexólhópnum og voru algengari hjá sjúklingum á meðferð með pramipexóli en hjá sjúklingum sem fengu lyfleysu voru: höfuðverkur (27,9%, lyfleysa 25, 0%), svefnleysi (7,0%, lyfleysa 5,0%), ógleði (18,6%, lyfleysa 10,0%), uppköst (11,6%, lyfleysa 0,0%), verkir í efri hluta kviðarhols (7,0%, lyfleysa 5,0%), stöðubundin háþrýstingur (9,3%, lyfleysa 5,0%), vöðvaverkir (9,3%, lyfleysa 5,0%), svefnraskanir (7,0%, lyfleysa 0,0%), mæði (7,0%, lyfleysa 0,0%) og sýkingar í efri öndunarvegi (7,0%, lyfleysa 5,0%). Aðrar mikilvægar aukaverkanir sem leiddu til þess að notkun rannsóknarlyfs hjá sjúklingum sem fengu pramipexól var hætt voru rugl, taltruflanir og æsingur (sjá kafla 4.2).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Pramipexól frásogast hratt og vel eftir inntöku. Heildaraðgengið er meira en 90% og hámarksplasmaþéttni sést eftir 1 - 3 klst. Samtímis neysla fæðu minnkaði ekki umfang frásogs pramipexóls en dró úr frásogshraða. Lyfjahvörf pramipexóls eru línuleg og lítill munur er á plasmaþéttni milli sjúklinga.

Dreifing

Hjá mönnum er próteinbinding pramipexóls mjög lítil (< 20%) og dreifingarrúmmál er stórt (400 l). Há þéttni sást í heilavef hjá rottum (um 8-föld miðað við plasma).

Umbrot

Pramipexól umbrotnar aðeins í litlum mæli hjá mönnum.

Brotthvarf

Brotthvarf verður aðallega með útskilnaði á óbreyttu pramipexóli um nýru. Um 90% af 14C-merktum skammti skilst út um nýru en minna en 2% finnst í hægðum. Heildarúthreinsun pramipexóls er um 500 ml/mín. og nýrnaúthreinsun er um 400 ml/mín. Helmingunartími brotthvarfs (t1/2) er breytilegur frá 8 klst. hjá ungum einstaklingum til 12 klst. hjá öldruðum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Rannsóknir á eiturverkunum eftir endurtekna skammta sýndu að pramipexól hefur starfræn áhrif, sem aðallega tengjast miðtaugakerfi og æxlunarfærum kvenna og sem stafa líklega af óhóflegum lyfhrifum pramipexóls.

Þanbils- og slagbilsþrýstingur lækkaði í smágrísum (minipigs) svo og hjartsláttarhraði og tilhneiging til blóðþrýstingslækkandi áhrifa sást hjá öpum.

Hugsanleg áhrif pramipexóls á æxlun hafa verið könnuð hjá rottum og kanínum. Pramipexól hafði ekki fósturskemmandi áhrif hjá rottum og kanínum en olli eiturverkunum á fósturvísi hjá rottum við skammta sem höfðu eiturverkanir á móður. Vegna vals á dýrategundum og takmarkaðra þátta sem hafa verið kannaðir, hafa aukaverkanir pramipexóls á meðgöngu og áhrif á frjósemi karldýra ekki verið að fullu upplýst.

Seinkun á kynþroska (þ.e. aðskilnaður forhúðar frá slímhúðinni (preputial separation) og leggangaopnun) sást hjá rottum. Þýðing þessa fyrir menn er ekki þekkt.

Pramipexól hefur ekki eiturverkun á erfðaefni. Í rannsóknum á krabbameinsvaldandi eiginleikum kom fram Leydig-frumu vefjaaukning (Leydig cell hyperplasia) hjá karlrottum og kirtilæxli, sem eru skýrð með prólaktínhemjandi áhrifum pramipexóls. Þessi niðurstaða hefur ekki klíníska þýðingu fyrir menn. Sama rannsóknin sýndi að við skammta 2 mg/kg (salts) og stærri tengdist pramipexól sjónuhrörnun hjá hvítingjarottum. Það síðarnefnda kom ekki fram hjá rottum með litarefni eða í rannsókn á krabbameinsvaldandi eiginleikum hjá hvítingjamúsum sem stóð í tvö ár eða í neinni annarri dýrategund sem rannsökuð var.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Mannitól Örkristallaður sellulósi Maíssterkja

Vatnsfrí kísilkvoða Póvidón Magnesíumsterat

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3Geymsluþol

2ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 30°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

Pramipexole Accord töflum er pakkað í ál/ál þynnupakkningar.

Í hverju þynnuspjaldi eru 10 töflur. Pakkningastærðir eru 30 eða 100 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Accord Healthcare Limited

Sage House, 319 Pinner Road,

North Harrow, Middlesex HA1 4HF,

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

Pramipexole Accord 0,088 mg tafla

EU/1/11/728/001-002 (30/100 töflur í ál / ál þynnu)

Pramipexole Accord 0,18 mg tafla

EU/1/11/728/003-004 (30/100 töflur í ál / ál þynnu)

Pramipexole Accord 0,35 mg tafla

EU/1/11/728/005-006 (30/100 töflur í ál / ál þynnu)

Pramipexole Accord 0,7 mg tafla

EU/1/11/728/007-008 (30/100 töflur í ál / ál þynnu)

Pramipexole Accord 0,1 mg tafla

EU/1/11/728/009-010 (30/100 töflur í ál / ál þynnu)

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 30-september-2011

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 15 Júlí 2016

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf