Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Pravafenix (fenofibrate / pravastatin) – Samantekt á eiginleikum lyfs - C10BA03

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsPravafenix
ATC-kóðiC10BA03
Efnifenofibrate / pravastatin
FramleiðandiLaboratoires SMB S.A.

1.HEITI LYFS

Pravafenix 40 mg/160 mg hörð hylki

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert hart hylki inniheldur 40 mg pravastatín natríum og 160 mg fenófíbrat.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hvert hart hylki inniheldur 19 mg af laktósa.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Hart hylki.

Hart hylki, með ljósgrænum meginhluta og ólífugrænu loki, sem inniheldur hvítan og drapplitan, vaxkenndan massa og töflu.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Pravafenix er ætlað sem viðbót við mataræði og aðra meðferð án lyfjagjafar (t.d. líkamsrækt, og að léttast) til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með blandaða blóðfituaukningu, sem eru í mikilli hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma, í því skyni að draga úr magni þríglýseríða og til að auka HDL- kólesterólgildi, þegar tekist hefur að halda LDL-kólesterólgildum í skefjum með einlyfjameðferð með pravastatíni 40 mg.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Áður en meðferð hefst með Pravafenix skal útiloka aðrar hugsanlegar ástæður fyrir blandaðri blóðfituröskun og hefja staðlað matarræði sem lækkar kólesteról og þríglýseríð og halda því áfram meðan á meðferð stendur.

Skammtar

Ráðlagður skammtur er hylki á dag. Halda skal áfram þeirri mataræðisráðgjöf sem hafin var fyrir meðferð.

Fylgjast skal með svörun við meðferð með því að mæla blóðfitur. Venjulega dregur snögglega úr fitugildum í sermi í kjölfar meðferðar með Pravafenix, en hætta skal meðferð ef nægileg svörun kemur ekki fram innan þriggja mánaða.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir (≥ 65 ára)

Ákvörðunin um að hefja meðferð með Pravafenix skal tekin þegar búið er að meta nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4 Nýru og þvagfæri). Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga > 75 ára sem fá Pravafenix og gæta skal varúðar.

Skert nýrnastarfsemi

Ekki skal gefa Pravafenix sjúklingum með miðlungs mikla eða alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi (skilgreind sem kreatínínúthreinsun < 60 ml/mín. Sjá kafla 4.3.)

Ekki er þörf á að breyta skömmtum hjá sjúklingum með væga skerðingu á nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Ekki er mælt með að gefa Pravafenix sjúklingum með miðlungs mikla skerðingu á lifrarstarfsemi og ekki skal gefa það sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.3.). Ekki er þörf á að breyta skömmtum hjá sjúklingum með væga skerðingu á lifrarstarfsemi.

Börn (< 18 ára)

Notkun Pravafenix á ekki við hjá börnum (< 18 ára) við ábendingunni blandaðri blóðfituröskun (sjá kafla 4.3).

Lyfjagjöf

Inntaka

Ráðlagður skammtur er eitt hylki tekið daglega með kvöldmat. Þar sem Pravafenix frásogast síður á tóman maga skal ávallt taka það með mat (sjá kafla 4.5. og 5.2).

4.3Frábendingar

-Ofnæmi fyrir virka efninu / virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

-Alvarleg skerðing á lifrarstarfsemi, svo sem gallskorpulifur, eða virkur lifrarsjúkdómur, svo sem óútskýrð viðvarandi hækkun á lifrarprófum (svo sem hækkun transamínasa í sermi) sem nemur meira en 3 sinnum eðlilegum efri mörkum (ULN) (sjá kafla 4.4).

-Börn og unglingar (yngri en 18 ára).

-Miðlungs mikil eða alvarleg skerðing á nýrnastarfsemi (skilgreind sem áætluð kreatínínúthreinsun < 60 ml/mín.).

-Þekkt ljósofnæmi eða ljósofnæmisviðbrögð eftir meðferð með fíbrötum eða ketóprófeni.

-Sjúkdómur í gallblöðru (sjá kafla 4.4).

-Langvinn eða bráð brisbólga, nema bráð brisbólga af völdum alvarlegrar þríglýseríðhækkunnar í blóði (sjá kafla 4.4).

-Meðganga og brjóstagjöf (sjá kafla 4.6).

-Saga um vöðvakvilla og/eða rákvöðvalýsu í tengslum við statín og/eða fíbröt, eða staðfest hækkun kreatínkínasa (CK) sem nemur meira en 5 sinnum ULN við fyrri meðferð með statínum (sjá kafla 4.4).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Lyfjahvarfaeiginleikar Pravafenix eru ekki nákvæmlega þeir sömu og við samhliða lyfjagjöf fyrirliggjandi einlyfjameðferða, þegar það er tekið með fituríkri máltíð eða á fastandi maga. Ekki skal skipta úr samtímis lyfjagjöf með lyfjum sem innihalda fenófíbrat og pravastatín yfir í Pravafenix (sjá kafla 5.2.).

Stoðkerfi og stoðvefur

Eins og á við um önnur efni sem draga úr fitugildum hafa pravastatín eða fenófíbrat verið sett í samhengi við vöðvaverki, vöðvakvilla og örsjaldan rákvöðvalýsu ásamt eða án afleiddrar nýrnabilunar. Rákvöðvalýsa er bráður og hugsanlega banvænn sjúkdómur í beinagrindarvöðvum sem kann að þróast hvenær sem er meðan á meðferð stendur og lýsir sér í viðamikilli eyðingu vöðva ásamt mikilli aukningu kreatínkínasa (yfirleitt > 30 eða 40 sinnum ULN) sem leiða til vöðvarauðamigu.

Hættan á eiturverkunum á vöðva eykst þegar fíbrat og 3-hýdroxý-3-metýl-glútarýl-kóenzím A (HMG CoA) redúktasahemill eru gefin saman. Íhuga skal vöðvakvilla hjá öllum sjúklingum með óútskýrð vöðvaeinkenni svo sem verk eða eymsli, slappleika í vöðvum eða krampa í vöðvum. Í slíkum tilvikum skal mæla gildi kreatínkínasa (sjá hér á eftir).

Því skal meta hugsanlegt ávinnings-/áhættuhlutfall Pravafenix vandlega áður en meðferð er hafin og fylgjast skal með sjúklingum hvað varðar merki um eiturverkanir á vöðva. Tilteknir áhættuþættir, svo sem aldur > 70, skert nýrnastarfsemi, skert lifrarstarfsemi, skjaldvakabrestur, saga um eiturverkanir á vöðva vegna statíns eða fíbrats, eigin eða fjölskyldusaga um arfgengar vöðvaraskanir eða misnotkun áfengis, kunna að auka hættu á eiturverkunum á vöðva og því skal mæla kreatínkínasa áður en samhliða meðferð er hafin hjá þessum sjúklingum (sjá hér á eftir).

Ekki má gefa pravastatín samhliða fúsidínsýru til altækrar notkunar (systemic). Tilkynnt hefur verið um tilvik rákvöðvalýsu (banvæn tilvik þar með talin) hjá sjúklingum sem fengu þessi lyf samhliða (sjá kafla 4.5). Þegar nauðsynlegt er að nota fúsidínsýru til altækrar notkuna hjá sjúklingum skal hætta statínmeðferð meðan á fúsidínsýrumeðferð stendur. Ráðleggja skal sjúklingi að leita tafarlaust ráða hjá lækni ef vart verður við einkenni um þróttleysi vöðva, verk eða eymsli.

Statínmeðferð má hefja aftur sjö dögum eftir síðasta skammt af fúsidínsýru. Við sérstakar aðstæður þegar þörf er á langvarandi meðferð með fúsidínsýru til altækrar notkunar, t.d. í meðferð við alvarlegum sýkingum, á eingöngu að velta fyrir sér samhliða gjöf pravastatín og fúsidínsýru til altækrar notkunar út frá einstaklingsbundnum tilfellum og undir nákvæmu eftirliti læknis.

Áður en meðferð er hafin

Mæla skal gildi kreatínkínasa áður en meðferð er hafin. Grunngildi kreatínkínasa geta einnig reynst nytsamleg sem viðmiðun ef gildin aukast síðar í samsettu meðferðinni. Við mælingu skal túlka gildi kreatínkínasa í samhengi við aðra mögulega þætti sem geta valdið skammvinnum vöðvaskaða, svo sem erfiða þjálfun eða áverka á vöðva og endurtaka skal mælingu ef á þarf að halda.

Ef gildi kreatínkínasa eru verulega hækkuð eða sem nemur > 5 sinnum ULN við grunngildi skal framkvæma aðra mælingu eftir 5-7 daga. Ef gildin eru staðfest skal alls ekki hefja meðferð (sjá kafla 4.3).

Meðan á meðferð stendur

Mælt er með reglulegu eftirliti með kreatínkínasa á 3 mánaða fresti meðan á fyrstu 12 mánuðum samsettrar meðferðar stendur og samkvæmt áliti læknis að þessu upphafstímabili loknu.

Ráðleggja skal sjúklingum að tilkynna strax um óútskýrða vöðvaverki, eymsli, slappleika eða krampa. Ef slíkt kemur fram skal mæla gildi kreatínkínasa.

Ef veruleg hækkun (> 5 sinnum ULN) á gildi kreatínkínasa er greind og staðfest verður að hætta meðferð með Pravafenix. Einnig skal íhuga að hætta meðferð ef vöðvaeinkenni reynast alvarleg og valda óþægindum í daglegu lífi (burtséð frá gildi kreatínkínasa). Ef grunur leikur á um arfgengan vöðvasjúkdóm hjá þessum sjúklingum er ekki mælt með að hefja meðferð með Pravafenix á ný.

Greint hefur verið frá tilvikum um ónæmismiðlaðan vöðvakvilla með drepi (immune-mediated necrotizing myopathy) sem kemur örsjaldan fyrir. Einkenni ónæmismiðlaðs vöðvakvilla með drepi eru þrálátur nærlægur vöðvaslappleiki og hækkuð sermisgildi kreatínkínasa, sem ganga ekki greiðlega til baka þrátt fyrir að meðferð með statíni sé hætt.

Lifur og gall

Eins og á við um önnur efni sem draga úr fitugildum hefur verið tilkynnt um miðlungs mikla aukningu á transamínasagildum hjá sumum sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með pravastatíni eða fenófíbrati. Í flestum tilvikum hafa transamínasagildi náð grunngildi á ný án þess að þörf reyndist á að hætta meðferð.

Mælt er með því að fylgjast með transamínasagildum á 3 mánaða fresti á fyrstu 12 mánuðum meðferðar og samkvæmt áliti læknis að þessu upphafstímabili loknu.

Sérstaklega skal fylgjast með sjúklingum sem sýna hækkuð transamínasagildi og hætta skal meðferð ef aukning aspartat amínótransferasa (AST) og alanín amínótransferasa (ALT) er meiri en sem nemur 3 sinnum ULN og er viðvarandi.

Sýna skal aðgát þegar Pravafenix er gefið sjúklingum með sögu um lifrarsjúkdóm eða mikla áfengisneyslu.

Brisbólga

Tilkynnt hefur verið um brisbólgu hjá sjúklingum sem taka fenófíbrat eða pravastatín (sjá kafla 4.3). Þetta kann að tákna skort á verkun hjá sjúklingum með alvarlega þríglýseríðhækkun, bein áhrif lyfs eða afleitt fyrirbæri vegna myndunar steins eða eðju í gallrás sem veldur stíflu í gallrásinni.

Nýru og þvagfæri

Pravafenix skal ekki nota ef um er að ræða miðlungs mikla eða alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi (kafli 4.3).

Mælt er með að meta áætlaða kreatínínúthreinsun á kerfisbundinn hátt við upphaf meðferðar og á 3 mánaða fresti á fyrstu 12 mánuðum samsettu meðferðarinnar og samkvæmt áliti læknis að þessu tímabili loknu.

Hætta skal meðferð ef áætluð kreatínínúthreinsun reynist < 60 ml/mín.

Millivefslungnasjúkdómur

Tilkynnt hefur verið um einstaka tilvik millivefslungnasjúkdóms í tengslum við sum statín, einkum við langtíma meðferð (sjá kafla 4.8). Fyrstu einkennin geta verið mæði, þurr hósti og almenn versnun heilsu (þreyta, þyngdartap og hiti). Ef grunur leikur á um að sjúklingur sé kominn með millivefslungnasjúkdóm skal hætta meðferð með Pravafenix.

Gallsteinar

Fenófíbrat kann að auka útskilnað kólesteróls í galli, sem kann að valda myndun gallsteina. Ef grunur leikur á um gallsteina á að rannsaka starfsemi gallblöðru. Hætta skal notkun Pravafenix ef gallsteinar finnast.

Bláæðasegarek

Í FIELD rannsókninni var tilkynnt um tölfræðilega marktæka aukningu á nýgengi lungnasegareks (0,7% í lyfleysuhópnum samanborið við 1,1% í fenófíbrat hópnum; p=0,022) og tölfræðilega ómarktæka aukningu á segamyndun í djúpbláæðum (lyfleysa 1,0% 48/4900 sjúklingar) samanborið við fenófíbrat 1,4% (67/4895); p=0,074. Aukin hætta á bláæðasegareki kann að tengjast hækkuðu hómósystein gildi, sem er áhættuþáttur hvað varðar segamyndun, og öðrum óþekktum þáttum. Klínískt mikilvægi þessa er ekki ljós. Því skal sýna aðgát hvað varðar sjúklinga með sögu um lungnasegarek.

Sykursýki

Vísbendingar eru fyrir því að flokkur statína hækki glúkósa í blóði og geti hjá sumum sjúklingum, sem eiga á hættu að fá sykursýki síðar á ævinni, valdið svo mikilli blóðsykurshækkun að þörf reynist á formlegri meðferð við sykursýki. Þyngra vegur hins vegar sú staðreynd að statín draga úr hættu á æðasjúkdómum og því ætti ekki að vera ástæða til að hætta meðferð með statínum. Fylgjast skal með sjúklingum í áhættuhóp (glúkósi á fastandi maga 5,6 til 6,9 mmól/L, BMI>30kg/m2, hækkuð þríglýseríð, háþrýstingur), bæði í klínísku og lífefnafræðilegu tilliti, í samræmi við landlæg tilmæli.

Laktósi

Þetta lyf inniheldur laktósa. Sjúklingar með mjög sjaldgæfa arfgenga kvilla svo sem galaktósaóþol, Lapp laktasaskort eða glúkósa-galaktósa vanfrásog eiga ekki að taka þetta lyf.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar formlegar rannsóknir á milliverkunum fyrir Pravafenix; hins vegar hefur samhliða notkun virku efnanna hjá sjúklingum í klínískum rannsóknum ekki leitt í ljós neinar óvæntar milliverkanir. Eftirfarandi lýsingar endurspegla þær upplýsingar sem fyrir liggja um hvort virkt innihaldsefni (fenófíbrat og pravastatín).

Milliverkanir sem tengjast pravastatíni

Kólestýramín/Kólestípól

Samhliða lyfjagjöf olli u.þ.b. 40 til 50% minnkun á aðgengi pravastatíns. Ekki varð nein klínískt marktæk minnkun á aðgengi né meðferðarvirkni þegar pravastatín var gefið einni klukkustund á undan eða fjórum klukkustundum á eftir kólestýramíni eða einni klukkustund á undan kólestípóli.

Cíklósporín

Samhliða lyfjagjöf pravastatíns og cíklósporíns veldur u.þ.b. 4-faldri aukningu á útsetningu fyrir pravastatíni í blóðrásinni. Hjá sumum sjúklingum er hins vegar hugsanlegt að aukning útsetningar fyrir pravastatíni sé meiri. Mælt er með klínísku og lífefnafræðilegu eftirliti með sjúklingum sem fá þessa samsetningu.

Lyf sem umbrotna fyrir tilstilli cýtókróms P450

Pravastatín umbrotnar ekki klínískt marktækt fyrir tilstilli cýtókróms P450 kerfisins. Því má bæta lyfjum sem umbrotna fyrir tilstilli eða hamla cýtókróms P450 kerfinu við stöðuga meðferð með pravastatíni án þess að valda verulegum breytingum á gildum pravastatíns í blóðvökva, eins og fram hefur komið með önnur statín. Sérstaklega hefur verið sýnt fram á að ekki eru milliverkanir milli pravastatíns og tiltekinna lyfja, aðallega hvarfefni/hemlar CYP3A4 t.d. diltiazem, verapamíl, ítrakónasól, ketókónasól, próteasahemlar, greipaldinsafi og CYP2C9 hemlar (t.d. flúkónasól).

Í annarri af tveimur milliverkanarannsóknum á pravastatíni og erytrómycíni varð vart við tölfræðilega marktæka aukningu á flatarmáli undir blóðþéttniferli (AUC) (70%) og Cmax (121%) hvað varðar pravastatín. Í svipaðri rannsókn á claritrómycíni varð vart við tölfræðilega marktæka aukningu á AUC (110%) og Cmax (127%). Þrátt fyrir að þetta væru minniháttar breytingar skal sýna aðgát þegar pravastatín er notað ásamt erytrómycíni eða claritrómycíni.

Fúsidínsýra

Milliverkun milli pravastatíns og fúsidínsýru getur aukið hættu á rákvöðvalýsu. Hættan á vöðvakvilla að rákvöðvalýsu meðtalinni getur aukist við samhliðagjöf fúsidínsýru til altækrar notkunar með statínum. Plasmaþéttni beggja lyfja getur aukist ef þessi lyf eru gefin samhliða. Verkunarháttur þessarar milliverkunar (hvort sem er vegna lyfhrifa eða lyfjahvarfa eða hvort tveggja) er enn ekki þekktur. Tilkynnt hefur verið um rákvöðvalýsu (þ.m.t. nokkur dauðsföll) hjá sjúklingum sem fá þessa lyf samhliða. Ef meðferð með fúsidínsýru er nauðsynleg, skal stöðva pravastatínmeðferð meðan á meðferð með fúsidínsýru til altækrar notkunar stendur. Sjá einnig kafla 4.4.

Önnur lyf

Í rannsóknum á milliverkunum varð ekki vart við neinn klínískt marktækan mun á aðgengi þegar pravastatín var gefið ásamt asetýlsalisýlsýru, sýrubindandi lyfjum (ef gefið einni klukkustund fyrir gjöf pravastatíns), níkótínsýru eða probucol.

Milliverkanir sem tengjast fenófíbrati

Gallsýruresín

Resín sem binda gallsýru draga oft úr frásogi lyfja og ef resín eru gefin samhliða skal taka fenófíbrat 1 klukkustund á undan eða 4 til 6 klukkustundum á eftir resíninu til þess að það trufli ekki frásog fenófíbrats.

Blóðþynningarlyf til inntöku

Fenófíbrat eykur áhrif blóðþynningarlyfs til inntöku og kann að auka hættu á blæðingu. Mælt er með að minnka skammt blóðþynningarlyfs sem nemur einum þriðja við upphaf meðferðar og aðlaga svo smátt og smátt ef þörf er á samkvæmt INR (International Normalised Ratio) eftirliti. Því er ekki mælt með þessari samsetningu.

Cíklósporín

Tilkynnt hefur verið um alvarleg tilvik afturkræfrar skerðingar á nýrnastarfsemi við samhliða lyfjagjöf fenófíbrats og cíklósporíns. Því þarf að hafa náið eftirlit með nýrnastarfsemi þessara sjúklinga og hætta meðferð með fenófíbrati ef alvarlegar breytingar verða á rannsóknabreytum.

Milliverkanir við fæðu

Pravafenix verður að taka með fæðu þar sem fæða eykur aðgengi fenófíbrats (sjá kafla 4.2 og 5.2).

Í öllum klínískum rannsóknum var sjúklingum fyrirskipað að taka Pravafenix daglega með kvöldmáltíð og ströngu matarræði var komið á fót áður en meðferð var haldið áfram. Þar sem fyrirliggjandi upplýsingar um öryggi og verkun byggjast á lyfjagjöf með fæðu og ströngu matarræði er mælt með að gefa Pravafenix með fæðu. (sjá kafla 4.2 og 5.2).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Pravafenix

Engar upplýsingar liggja fyrir um samsetta notkun pravastatíns og fenófíbrats á meðgöngu. Þessi samsetning hefur ekki verið prófuð í rannsóknum á eiturverkunum á æxlun. Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Ef ekki má nota pravastatín (sjá hér á eftir), má því ekki nota Pravafenix á meðgöngu (sjá kafla 4.3).

Pravastatín natríum

Ekki má nota pravastatín á meðgöngu og aðeins skal gefa það konum á barneignaraldri ef ólíklegt er að viðkomandi sjúklingar geti orðið þungaðir og þeir hafa verið fræddir um áhættuna. Sérstaka aðgát skal sýna varðandi konur á barneignaraldri til að tryggja að þær skilji vel hugsanlega áhættu tengda meðferð með pravastatíni á meðgöngu. Ef sjúklingur ætlar sér að verða þungaður skal gera lækninum tafarlaust kunnugt um það og hætta notkun pravastatíns vegna hugsanlegrar áhættu fyrir fóstur.

Fenófíbrat

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun fenófíbrats á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa ekki sýnt nein vanskapandi áhrif. Sýnt hefur verið fram á eiturverkanir á fósturvísa við skammta á því bili sem olli eiturverkunum hjá mæðrum (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt.

Brjóstagjöf

Pravafenix

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á mjólkandi dýrum með Pravafenix. Þar sem ekki má nota pravastatín við brjóstagjöf mega konur sem hafa barn á brjósti því ekki nota Pravafenix (sjá kafla 4.3).

Pravastatín natríum

Lítið magn pravastatíns skilst út í brjóstamjólk; því mega konur sem hafa barn á brjósti ekki nota pravastatín (sjá kafla 4.3).

Fenófíbrat

Fenófíbrat skilst út í mjólk hjá kvenkyns rottum.

Engar upplýsingar liggja fyrir um útskilnað fenófíbrats og/eða umbrotsefni þess í brjóstamjólk manna.

Frjósemi

Ekki varð vart við nein áhrif á frjósemi í rannsóknum á eiturverkunum á æxlun hvað varðar bæði fenófíbrat og pravastatín (sjá kafla 5.3)

Engar upplýsingar liggja fyrir um frjósemi hvað varðar samsetta notkun fenófíbrats og pravastatíns

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Pravafenix hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Við akstur eða notkun véla skal hins vegar hafa í huga að svimi og sjóntruflanir kunna að koma fram meðan á meðferð stendur.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggislýsingu

Algengustu aukaverkanir sem tilkynnt var um meðan á meðferð með Pravafenix stóð voru aukning transamínasa og röskun í meltingarfærum.

Töfluskrá yfir aukaverkanir

Í klínískum rannsóknum fengu fleiri en 1.566 sjúklingar Pravafenix. Aukaverkanir voru venjulega vægar og skammvinnar.

Tíðni aukaverkana er flokkuð á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥ 1/10), Algengar (≥ 1/100 til < 1/10), Sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), Mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), Koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000).

Flokkun eftir líffærum

Aukaverkun

Tíðni

Ónæmiskerfi

Ofnæmisviðbrögð

Sjaldgæfar

 

 

 

Efnaskipti og næring

Versnun sykursýki, Offita

Sjaldgæfar

 

 

 

Geðræn vandamál

Svefntruflanir, svo sem svefnleysi og martröð

Sjaldgæfar

 

 

 

Taugakerfi

Svimi, höfuðverkur, náladofi

Sjaldgæfar

 

 

 

Hjarta

Hjartsláttarónot

Sjaldgæfar

 

 

 

Meltingarfæri

Þaninn kviður, kviðverkur, verkur í efri hluta kviðar, hægðatregða,

Algengar

 

niðurgangur, munnþurrkur, meltingarónot, ropi, vindgangur,

 

 

ógleði, ónot í kvið, uppköst.

 

Lifur og gall

Aukning transamínasa.

Algengar

 

Verkur í lifur, aukning gammaglútamýl transferasa.

Sjaldgæfar

Húð og undirhúð

Kláði, ofsakláði

Sjaldgæfar

 

 

 

Stoðkerfi, stoðvefur og

Liðverkir, bakverkir, aukning kreatínkínasa, vöðvakippir, verkir í

Sjaldgæfar

bein

vöðvum og beinum, vöðvaverkir, verkir í útlimum

 

 

 

 

Nýru og þvagfæri

Aukning kreatíníns í blóði, minnkuð úthreinsun kreatíníns um

Sjaldgæfar

 

nýru, aukin úthreinsun kreatíníns um nýru, nýrnabilun

 

 

 

 

Almennar aukaverkanir

Þróttleysi, þreyta, inflúensulíkur sjúkdómur

Sjaldgæfar

og aukaverkanir á

 

 

íkomustað

 

 

 

 

 

Rannsóknaniðurstöður

Aukning kólesteróls í blóði, aukning þríglýseríða, aukning

Sjaldgæfar

 

kólesteróls með lágan eðlismassa (LDL), þyngdaraukning.

 

 

 

 

Lýsing á völdum aukaverkunum

 

Beinagrindarvöðvar: Í nokkrum tilfellum var tilkynnt um verulega og viðvarandi aukningu kreatínkínasa (CK). Í klínískum rannsóknum reyndist nýgengi marktækrar aukningar kreatínkínasa (CK ≥ 3 sinnum ULN, < 5 sinnum ULN) vera 1,92% hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með Pravafenix. Klínískt mikilvæg aukning kreatínkínasa (CK ≥ 5 sinnum ULN, < 10 sinnum ULN án vöðvaeinkenna) kom fram hjá 0,38% sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með Pravafenix. Klínískt mikilvæg aukning (CK ≥ 10 sinnum ULN án vöðvaeinkenna) kom fram hjá 0,06% sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með Pravafenix. (sjá kafla 4.4).

Svörun í lifur: Í nokkrum tilfellum var tilkynnt um verulega og viðvarandi aukningu transamínasa í sermi. Í klínískum rannsóknum reyndist nýgengi verulegrar aukningar transamínasa í sermi (ALT og/eða AST ≥ 3 sinnum ULN, < 5 sinnum ULN) vera 0,83% hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir

með Pravafenix. Klínískt mikilvæg aukning transamínasa í sermi (ALT and/or AST ≥ 5 sinnum ULN) kom fram hjá 0,38% sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með Pravafenix. (sjá kafla 4.4).

Frekari upplýsingar um hvort innihaldsefni fastrar skammtasamsetningar

Pravafenix inniheldur pravastatín og fenófíbrat. Frekari aukaverkanir í tengslum við notkun lyfja sem innihalda pravastatín eða fenófíbrat, sem komu fram í klínískum rannsóknum og eftir markaðssetningu og kunna hugsanlega að koma fram við notkun Pravafenix eru taldar upp hér á eftir. Tíðniflokkar byggjast á upplýsingum sem liggja fyrir í Samantektum á eiginleikum lyfs fyrir pravastatín og fenófíbrat, sem eru fáanlegar í löndum Evrópusambandsins.

Flokkun eftir líffærum

Aukaverkun

Aukaverkun

Tíðni

 

(fenófíbrat)

(Pravastatín)

 

Blóð og eitlar

Lækkun blóðrauða, fækkun

 

Mjög

 

hvítra blóðkorna

 

sjaldgæfar

Taugakerfi

Þreyta og svimi

Fjöltaugakvilli í úttaugakerfi

Mjög

 

 

 

sjaldgæfar

 

 

 

 

Augu

 

Sjóntruflanir (svo sem þokusýn og

Sjaldgæfar

 

 

tvísýni)

 

Æðar

Segarek (lungnasegarek,

 

Sjaldgæfar

 

segamyndun í

 

 

 

djúpbláæðum)*

 

 

Öndunarfæri, brjósthol

Millivefjarlungnakvillar

 

Tíðni ekki

og miðmæti

 

 

þekkt

Lifur og gall

Gallsteinar

 

Sjaldgæfar

 

 

 

 

 

 

Gula, svæsið lifrardrep

Koma

 

 

 

örsjaldan

 

 

 

fyrir

 

Gula, fylgikvillar gallsteina

 

Tíðni ekki

 

(t.d. gallblöðrubólga,

 

þekkt

 

gallrásabólga, gallkveisa,

 

 

 

o.s.frv.).

 

 

Húð og undirhúð

 

Húðútbrot, óeðlilegur

Sjaldgæfar

 

 

hársvörður/hár (þ.á m. skalli)

 

 

Skalli, ljósnæmiviðbrögð

 

Mjög

 

 

 

sjaldgæfar

Stoðkerfi, stoðvefur og

Vöðvakvillar (t.d.

 

Sjaldgæfar

bein

vöðvabólga, minnkaður

 

 

 

vöðvastyrkur)

 

 

 

 

Rákvöðvalýsa, kann að tengjast

Koma

 

 

bráðri nýrnabilun sem fylgikvilla

örsjaldan

 

 

vöðvarauðamigu, vöðvakvilli (sjá

fyrir

 

 

kafla 4.4); vöðvabólga,

 

 

 

fjölvöðvabólga. Einstök tilvik

 

 

 

veiklun sina, stundum ásamt sliti

 

 

Rákvöðvalýsa

Ónæmismiðlaður vöðvakvilli með

Tíðni ekki

 

 

drepi (sjá kafla 4.4).

þekkt

Nýru og þvagfæri:

 

Afbrigðileg þvaglát (svo sem

Sjaldgæfar

 

 

sársaukafull þvaglát, tíð þvaglát,

 

 

 

þvaglát að næturlagi)

 

Æxlunarfæri og brjóst

Kynlífstruflun

Kynlífstruflun

Sjaldgæfar

 

 

 

 

Almennar aukaverkanir:

 

Þreyta

Sjaldgæfar

 

 

 

Rannsóknaniðurstöður

Aukið þvagefni í blóði

 

Mjög

 

 

 

sjaldgæfar

* Í FIELD-rannsókninni

(fenófíbrat rannsókn), sem var

slembiröðuð samanburðarrannsókn með

lyfleysu og framkvæmd hjá 9795 sjúklingum með sykursýki af gerð 2, kom fram tölfræðilega marktæk aukning á brisbólgutilvikum hjá sjúklingum sem fengu fenófíbrat samanborið við sjúklinga sem fengu lyfleysu (0,8% samanborið við 0,5%; p = 0,031). Í sömu rannsókn var tilkynnt um tölfræðilega marktæka aukningu á nýgengi lungnasegareks (0,7% í lyfleysuhópnum samanborið við 1,1% í fenófíbrat hópnum; p = 0,022) tölfræðilega ómarktæka aukningu á segamyndun í djúpbláæðum (lyfleysa: 1,0 % [48/4900 sjúklingar] samanborið við fenófíbrat 1,4% [67/4895 sjúklingar]; p = 0,074).

Tilkynnt var um eftirfarandi aukaverkanir í tengslum við tiltekin statín:

-Martröð

-Minnistap

-Þunglyndi

-Einstök tilvik millivefslungnasjúkdóms, einkum við langtíma meðferð (sjá kafla 4.4).

-Sykursýki: Tíðni fer eftir því hvort áhættuþættir eru fyrir hendi eða ekki (glúkósi í blóði á fastandi maga ≥ 5,6 mmól/L, BMI>30kg/m2, hækkuð þríglýseríð, saga um háþrýsting).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Við ofskömmtun skal beita einkennamiðuðum stuðningsaðgerðum.

Pravastatín

Í þeim tilvikum þar sem tilkynnt var um ofskömmtun komu engin einkenni fram og ekki varð vart við afbrigðileg rannsóknarpróf. Ekkert sérstakt mótefni er þekkt. Ef grunur leikur á um ofskömmtun skal veita einkennamiðaða meðferð og nota viðeigandi stuðningsaðgerðir eftir þörfum.

Fenófíbrat

Ekkert sérstakt mótefni er þekkt. Ef grunur leikur á um ofskömmtun skal veita einkennamiðaða meðferð og nota viðeigandi stuðningsaðgerðir eftir þörfum. Fenófíbrat hverfur ekki brott með blóðskilun.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Blóðfitulækkandi lyf, HMG-CoA-redúktasahemlar í blöndu með öðrum blóðfitulækkandi lyfjum, ATC flokkur: C10BA03

Lyfhrif

Pravafenix inniheldur fenófíbrat og pravastatín, sem hafa ólíka virknihætti og sýna saman fram á samleggjandi áhrif við að draga úr fitu í sermi. Eftirfarandi staðhæfingar endurspegla lyfhrifa- /lyfjahvarfaeiginleika hvors innihaldsefnis.

Fenófíbrat

Fenófíbrat er afleiða fíbrínsýru og fitulækkandi áhrif þess hjá mönnum verða fyrir áhrif virkjunar efna sem örva sértæka kjarnaviðtaka af gerðinni alfa (Peroxisome Proliferator Activated Receptor alpha,

PPARα). Rannsóknir á fenófíbrati í lípóprótínhlutum sýna fram á lækkuð gildi LDL og VLDL

kólesteróls. HDL kólesteról gildi aukast oft. Gildi LDL og VLDL þríglýseríða lækka. Heildaráhrifin eru lækkun á hlutfalli LDL og VLDL miðað við HDL.

Fitulækkandi áhrif fenófíbrats sem koma fram við klíníska notkun hafa verið útskýrð in vivo hjá genskeyttum músum og í ræktuðum lifrarfrumum úr mönnum með virkjun efna sem örva sértæka kjarnaviðtaka af gerðinni α (PPARα). Með þessum hætti eykur fenófíbrat fitusundrun og brotthvarf agna sem innihalda mikið magn þríglýseríða úr blóðvökva með því að virkja lípóprótín lípasa og draga úr framleiðslu apóprótíns C III. Virkjun PPARα örvar einnig og eykur nýmyndun apóprótíns A-I, A

II og HDL kólesteróls.

Sýnt hefur verið fram á að meðferð með fíbrötum geti fækkað kransæðasjúkdómstilvikum en ekki hefur verið sýnt fram á að þau fækki dauðsföllum af hvaða orsök sem er, hjá þeim sem eru á fyrsta eða annars stigs forvörnum við hjarta- og æðasjúkdómum.

ACCORD rannsóknin (The Action to Control Cardiovascular Risk in Diabetes) á lípíðum var slembiröðuð samanburðarrannsókn með lyfleysu sem tók til 5.518 sjúklinga með sykursýki af tegund 2 sem fengu meðferð með fenofibrati til viðbótar við simvastatin. Enginn marktækur munur var á meðferð með fenófíbrati ásamt simvastatíni og meðferð með simvastatíni einu sér með tilliti til samsetta aðalendapunktsins, hjartadreps sem leiddi ekki til dauða, heilaslags sem leiddi ekki til dauða og dauðsfalls vegna hjarta- og æðasjúkdóma (áhættuhlutfall [HR] 0,92, 95% CI 0.79-1,08, p = 0,32; heildarminnkun áhættu: 0,74%). Í fyrirfram tilgreindum undirhópi sjúklinga með blóðfituröskun, sem voru skilgreindir sem þeir sem höfðu HDL kólesteról í lægsta fjórðungi (≤34 mg/dl eða 0,88 mmól/l)

og þríglýseríð í hæsta fjórðungi (≥204 mg/dl eða 2,3 mmól/l) í upphafi, leiddi meðferð með fenofíbrati ásamt simvastatíni til 31% hlutfallslegrar lækkunar í samanburði við meðferð með simvastatíni einu sér fyrir samsetta aðalendapunktinn (hlutfallsleg áhætta [HR] 0,69, 95% CI 0,49-0,97, p = 0,03 ; heildarminnkun áhættu: 4,95%). Greining á öðrum tilgreindum undirhópi sýndi tölfræðilega marktæka milliverkun milli meðferðar og kyns (p = 0,01) sem bendir til hugsanlegs ávinnings af samsettri meðferð hjá körlum (p=0,037) en hugsanlega meiri hættu á fyrsta endapunkti hjá konum sem fá samsetta meðferð samanborið við meðferð með simvastatíni einu sér (p=0,069). Þetta kom ekki fram hjá fyrrgreindum undirhópi sjúklinga með blóðfituröskun en það var heldur ekkert sem benti til ávinnings af meðferð með fenófíbrati ásamt simvastatíni hjá konum með blóðfituröskun og ekki var hægt að útiloka hugsanleg skaðleg áhrif hjá þessum undirhópi.

Þvagsýra í blóðvökva eykst hjá u.þ.b. 20% sjúklinga með óhóflega blóðfituhækkun, einkum hjá þeim sem eru með sjúkdóm af gerð IV. Fenófíbrat hefur þvagsýrulosandi áhrif og veitir því enn frekari ávinning hjá þessum sjúklingum.

Pravastatín

Pravastatín er samkeppnishemill 3-hýdroxý-3-metýlglútarýl-kóensíms A (HMG CoA) redúktasa, sem er ensímið sem hvatar fyrsta hraðatemprandi skrefið í framleiðslu kólesteróls og veldur fitulækkandi áhrifum á tvennan hátt. Til að byrja með hefur afturkræf og sértæk samkeppnishemlun HMG CoA redúktasa áhrif þannig að nokkuð dregur úr nýmyndun kólesteróls innan frumna. Þetta eykur fjölda LDL viðtaka á yfirborði frumna og örvar viðtakamiðluð sundrunarefnaskipti og úthreinsun LDL- kólesteróls úr blóðrás.

Í öðru lagi, hemlar pravastatín framleiðslu LDL með því að hamla nýmyndun VLDL-kólesteróls, forefnis LDL-kólesteróls, í lifur.

Hjá bæði heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum með of mikið kólesteról í blóðinu lækkar pravastatín eftirfarandi fitugildi: heildarkólesteról, LDL-kólesteról, apólipóprótín B, VLDL-kólesteról og þríglýseríð; um leið hækka HDL-kólesteról og apólipóprótín A.

Pravafenix

Áhrif pravastatíns og fenófíbrats, hvors um sig, bæta hvort annað upp. Pravastatín virkar betur við að lækka LDL-kólesteról og heildarkólesteról en hefur aðeins væg áhrif á þríglyseríð og HDL-kólesteról

ámeðan fenófíbrat virkar vel til að draga úr þríglyseríðum og auka HDL-kólesteról en hefur lítil áhrif

áLDL-kólesteról.

Auk þess geta fíbröt breytt stærð og þéttni LDL-kólesteról agna og dregið úr uppsöfnun þeirra innan slagæða.

Samsetning fíbrata og statína hefur einnig reynst auka umritunarvirkni PPARα viðtaka á samvirkandi hátt.

Verkun og öryggi

Fjórar fjölsetra rannsóknir voru framkvæmdar, ýmist á Pravafenix 40 mg/160 mg eða Pravastatíni 40 mg eða Simvastatíni 20 mg: 3 rannsóknir fólu í sér 12 vikna slembiraðað, tvíblint tímabil með virkum samanburði og opnu framlengingartímabili og ein var 24 vikna opin rannsókn.

Íheild tóku 1637 sjúklinga þátt í þessum rannsóknum sem ekki höfðu fengið nægilega svörun við einlyfjameðferð með pravastatíni 40 mg eða simvastatíni 20 mg í Evrópu og Bandaríkjunum.

Ílykilrannsókninni, evrópskri, fjölsetra, 64 vikna klínískri rannsókn sem fól í sér 12 vikna slembiraðað, tvíblint, tvílyfleysu, 2-arma, samhliða rannsóknartímabil, var 248 sjúklingum með blandaða blóðfituröskun sem voru í mikilli hættu á að fá æðasjúkdóma slembiraðað í einn af meðferðarhópunum tveimur: Pravafenix 40 mg/160 mg eða pravastatín 40 mg. Aðeins sjúklingum sem náðu ekki tilsettu NCEP ATP III marki hvað varðar LDL-kólesteról og þríglýseríð (LDL >100 mg/dl og þríglýseríð >150 mg/dl) eftir 8 vikur á pravastatíni 40 mg (1 tafla, einu sinni á dag) var slembiraðað. Sjúklingar sem fengu Pravafenix 40 mg/160 mg voru bornir saman við þá sem fengu pravastatín 40 mg: Pravafenix lækkaði verulega gildi annars kólesteróls en HDL, LDL-kólesteróls og þríglyseríða og hækkaði gildi HDL-kólesteróls mun meira en pravastatín 40 mg (tafla).

Meðal prósentubreytingar frá grunngildi fram að viku 12

hvað varðar sjúklinga sem fengu Pravafenix 40 mg/160 mg eða Pravastatín 40 mg einu sinni á dag

 

Pravafenix

 

Pravafenix

 

40 mg/160 mg

PRAVASTATÍN 40 mg

samanborið við

 

Na = 120

Na = 119

PRAVASTATÍN

 

Meðal (%)± SEb

Meðal (%)± SEb

p-gildic

Annað kólesteról

-14,1 ± 1,78

-6,1 ± 1,79

0,0018

en HDL (mg/dl)

 

 

 

LDL-kólesteról

-11,7 ± 1,75

-5,9 ± 1,76

0,019

(mg/dl)

 

 

 

HDL-kólesteról

+6,5 ± 1,12

+2,3 ± 1,13

0,0089

(mg/dl)

 

 

 

Þríglýseríð

-22,6 ± 4,37

-2,0 ± 4,39

0,0010

(mg/dl)

 

 

 

Heildarkólesteról

-9,9 ± 1,37

-4,4 ± 1,38

0,006

(mg/dl)

 

 

 

Apo A1 (g/L)

+5,5 ± 0,99

+2,8 ± 0,97

0,058

Apo B (g/L)

-12,6 ± 1,57

-3,8 ± 1,53

<0,0001

Apo B/Apo A1

-16,3 ± 1,66

-6,0 ± 1,61

<0,0001

Fíbrínógen (g/L)

-8,8 ± 1,80

+1,4 ± 1,75

<0,0001

Hs CRP (mg/L)

-1,1 ± 0,61

+0,6 ± 0,70

0,003

aFjöldi sjúklinga

bMeðal prósentubreyting (minnsta kvaðratameðaltal ± staðalskekkja) frá grunngildi sem mældist eftir 8 vikur á Pravastatíni 40 mg og þar til eftir 12 vikur í viðbót á Pravafenix 40 mg/160 mg eða Pravastatíni 40 mg

cParað p-gildi er marktækt ef <0,05

Áhrif Pravafenix 40 mg/160 mg voru staðfest í svipaðri fjölsetra, 64 vikna rannsókn með 12 vikna slembiröðuðu, tvíblindu tímabili í rannsókn sem var framkvæmd í Bandaríkjunum þar sem Pravafenix

40 mg/160 mg var borið saman við einlyfjameðferð með Fenófíbrati 160 mg og einlyfjameðferð með Pravastatíni 40 mg hjá sjúklingum með blandaða blóðfituröskun. Einnig var sýnt fram á vaxandi ávinning af Pravafenix 40 mg/160 mg hvað varðar fitubreytur samanborið við einlyfjameðferð með Pravastatíni 40 mg og Fenófíbrati 160 mg.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á Pravafenix hjá öllum undirhópum barna við röskunum á umbroti lípóprótína og annarri blóðfituhækkun (sjá kafla 4.2 hvað varðar upplýsingar um notkun fyrir börn).

5.2Lyfjahvörf

Ekki varð vart við neinar marktækar lyfjahvarfamilliverkanir þegar fenófíbrat var gefið samhliða pravastatíni.

Frásog

Pravafenix var líffræðilega jafngilt fenófíbrati og pravastatíni sem gefið var samhliða í rannsókn á stökum skömmtum. Í rannsókn á mörgum skömmtum sýndu niðurstöðurnar hins vegar að lyfið var ekki líffræðilega jafngilt þar sem aðgengi í kjölfar margra skammta var 20% lægra hvað varðar fenófíbrat hluta samsetningarinnar. Þetta er vegna fituinnihalds máltíðarinnar.

Því skal ekki líta sem svo á að skipta megi fastri skammtasamsetningu (Pravafenix) út fyrir samtímis lyfjagjöf lyfja sem innihalda aðeins fenófíbrat og pravastatín.

Rannsókn á lyfjahvörfum í kjölfar lyfjagjafar stakra skammta af Pravafenix var framkvæmd í kjölfar neyslu fæðu og á fastandi maga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fæða hefur áhrif á hraða og vægi frásogs við fasta skammtasamsetningu. Aðgengi fenofíbrínsýru er minna á fastandi maga í kjölfar lyfjagjafar stakra skammta af Fenófíbrat-Pravastatín 160/40 mg samsetningunni. Lækkun AUCt, AUCog Cmax fyrir fenofíbrínsýru (punktamat) nemur 30,94%, 10,9% og 68,71% í þessari röð.

Aðgengi pravastatíns er meira í kjölfar lyfjagjafar rannsóknarlyfsins Fenófíbrats/Pravastatíns

160/40 mg á fastandi maga en í kjölfar staks skammts af lyfinu eftir að fæðu er neytt. Hækkun AUC∞, AUCt og Cmax nemur 111,88%, 114,06% og 115,28% í þessari röð. Eins og á við um ýmsar samsetningar fenófíbrats er mælt með að taka föstu samsetninguna með fæðu þar sem aðgengi fenófíbrats eykst þegar það er gefið ásamt fæðu og fitulækkandi verkun pravastatíns breytist ekki.

Pravastatín

Pravastatín er gefið til inntöku í virku formi. Það frásogast hratt; hámarksgildi í sermi nást 1 til 1,5 klst eftir inntöku. Að meðaltali frásogast 34% af skammtinum sem tekinn er inn og heildar aðgengið er 17%.

Ef fæða er til staðar í meltingarvegi dregur það úr aðgengi en kólesteról lækkandi áhrif pravastatíns eru þau sömu hvort sem það er tekið með eða án fæðu.

Í kjölfar frásogs setjast 66% pravastatíns að við fyrstu umferð í lifur, sem er megin staðsetning virkni þess og megin staðsetning nýmyndunar kólesteróls og úthreinsunar LDL-kólesteróls. Rannsóknir in vitro sýndu að pravastatín flyst í lifrarfrumur og í nokkuð minna magni í aðrar frumur. Með hliðsjón af merkjanlegri fyrstu umferð í lifur hefur styrkur pravastatíns í blóðvökva aðeins takmarkað forspárgildi hvað varðar fitulækkandi áhrif.

Styrkur í blóðvökva er í hlutfalli við gefinn skammt.

Fenófíbrat

Hámarks styrkur í blóðvökva (Cmax) kemur fram innan 4 til 5 klst. eftir inntöku. Styrkur í blóðvökva helst stöðugur meðan á samfelldri meðferð stendur hjá hverjum einstaklingi.

Frásog fenófíbrats eykst ef það er gefið með fæðu. Áhrif fæðu aukast eftir fituinnihaldi: eftir því sem fituinnihaldið er meira, þeim mun meira er aðgengi fenófíbrats.

Dreifing

Pravastatín

U.þ.b. 50% pravastatíns í blóðrás er bundið blóðvökvaprótínum. Dreifingarrúmmálið er u.þ.b. 0,5 l/kg. Lítið magn pravastatíns berst í brjóstamjólk hjá mönnum.

Fenófíbrat

Fenofíbrínsýra binst verulega blóðvökvaalbúmíni (meira en sem nemur 99%).

Umbrot og brotthvarf

Pravastatín

Pravastatín umbrotnar ekki verulega fyrir tilstilli cýtókróms P450 og virðist ekki vera hvarfefni eða hemill P-glýkóprótíns heldur hvarfefni annarra flutningsprótína.

Íkjölfar inntöku hverfur 20% af upphaflegum skammti brott með þvagi og 70% með hægðum. Helmingunartími pravastatíns til inntöku í blóðvökva er 1,5 til 2 klst.

Íkjölfar lyfjagjafar í bláæð hverfur 47% af skammtinum brott með útskilnaði um nýru og 53% með útskilnaði með galli og lífumbroti. Megin niðurbrotsefni pravastatíns er 3-α-hýdroxý ísómer umbrotsefnið. Þetta umbrotsefni hefur ein tíunda til einn fertugasta af HMG-CoA redúktasahemlavirkni móðurefnisins.

Kerfisbundin úthreinsun pravastatíns er 0,81 l/klst./kg og úthreinsun um nýru er 0,38 l/klst./kg sem gefur til kynna píplaseytingu.

Fenófíbrat

Greina má óbreytt fenófíbrat í blóðvökva ef megin umbrotsefnið er fenofíbrínsýra. Lyfið skilst að mestu leyti út með þvagi. Nánast allt lyfið hverfur brott innan 6 daga. Fenófíbrat skilst að mestu leyti út í formi fenofíbrínsýru og glúkúróníð samtengingar þess. Hjá öldruðum sjúklingum breytist greinanleg heildar úthreinsun fenofíbrínsýru úr blóðvökva ekki. Helmingunartími fenofíbrínsýru í blóðvökva er u.þ.b. 20 klst.

Hvarfafræðilegar rannsóknir í kjölfar lyfjagjafar með stökum skömmtum og stöðugrar meðferðar hafa sýnt að lyfið safnast ekki fyrir. Fenofíbrínsýra hverfur ekki brott með blóðskilun.

5.3Forklínískar upplýsingar

Öryggi samhliða lyfjagjafar pravastatíns og fenófíbrats var metið hjá rottum. Eiturefnafræðilegar niðurstöður í þessum rannsóknum á samhliða lyfjagjöf voru í samræmi við það sem fram kom þegar pravastatín og fenófíbrat voru gefin hvort í sínu lagi.

Pravastatín

Á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta og eiturverkunum á æxlun, stafar engin önnur hætta að sjúklingi en þær sem búast má við vegna lyfjafræðilegs verkunarháttar.

Rannsóknir á endurteknum skömmtum gefa til kynna að pravastatín kunni að valda mismunandi stigum eiturverkana á lifur og vöðvakvilla; Almennt séð voru efnisleg áhrif á þessa vefi aðeins greinileg við skammta sem námu 50 sinnum hámarks skammti fyrir menn mg/kg eða meira. Rannsóknir á eiturverkunum á erfðaefni in vitro og in vivo sýndu engin merki um hættu á stökkbreytingum. Hjá músum sýndi 2 ára rannsókn á pravastatíni með tilliti til krabbameinsvaldandi áhrifa, við skammta sem námu 250 og 500 mg/kg/dag (> 310 sinnum hámarks skammtur fyrir menn mg/kg), fram á marktæka aukningu á nýgengi þekjuvefsæxlis í lifrarfrumum hjá karlkyns og kvenkyns

músum og kirtilæxli í lungum hjá kvenkyns eingöngu. Hjá rottum sýndi 2 ára rannsókn á krabbameinsvaldandi áhrifum í skömmtum sem námu 100 mg/kg/dag (125 sinnum hámarks skammtur fyrir menn mg/kg) fram á tölfræðilega marktæka aukningu á nýgengi þekjuvefsæxlis í lifrarfrumum hjá karlkyns eingöngu.

Fenófíbrat

Rannsóknir á langvinnum eiturverkunum hafa ekki veitt neinar viðeigandi upplýsingar um sértækar eiturverkanir fenófíbrats. Rannsóknir á stökkbreytandi áhrifum fenófíbrats hafa skilað neikvæðum niðurstöðum. Hjá rottum og músum hafa lifraræxli fundist við stóra skammta sem eru taldi stafa af fjölgun oxunarkorna. Þessar breytingar eiga sérstaklega við um nagdýr en hafa ekki komið fram hjá öðrum dýrategundum. Þetta hefur engin áhrif á meðferð hjá mönnum.

Rannsóknir á músum, rottum og kanínum leiddu engin frekari vanskapandi áhrif í ljós. Eiturverkanir á fósturvísa komu fram á því skammtabili sem olli eiturverkunum hjá mæðrum. Vart varð við lengri meðgöngu og erfiðleika við fæðingu við stóra skammta. Ekki varð vart við nein áhrif á frjósemi.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Innihald hylkis Laktósaeinhýdrat Örkristallaður sellúlósi Askorbýlpalmitat Póvidón K29-32 Natríumsterkjuglýkólat Magnesíumsterat Talkúm

Tríasetín

Natríumbíkarbónat

Láróýl makrógólglýseríð af gerð 1500 Hýdroxýprópýlsellúlósi

Makrógól 20 000

Hylkisskel

Gelatín

Indígókarmín

Svart járnoxíð

Títantvíoxíð

Gult járnoxíð

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við

6.3Geymsluþol

Polýamíð-ál-PVC/ál þynnupakkningar 2 ár.

HDPE flöskur 3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

Polýamíð-ál-PVC/ál þynnupakkningar með 30, 60 og 90 hörðum hylkjum. Ógegnsæjar, hvítar HDPE flöskur með 14, 30, 60 og 90 hörðum hylkjum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Laboratoires SMB s.a. Rue de la Pastorale, 26-28 B-1080 Brussels

Belgía

sími +32 (2) 411 48 28 fax +32 (2) 411 28 28

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/11/679/001-007

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 14. apríl 2011.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf