Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Prolia (denosumab) – Samantekt á eiginleikum lyfs - M05BX04

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsProlia
ATC-kóðiM05BX04
Efnidenosumab
FramleiðandiAmgen Europe B.V.

1.HEITI LYFS

Prolia 60 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

2.INNIHALDSLÝSING

Hver áfyllt sprauta inniheldur 60 mg af denosumabi í 1 ml af lausn (60 mg/ml).

Denosumab er einstofna IgG2 mannamótefni sem framleitt er í spendýrafrumum (úr eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO)) með DNA raðbrigðaerfðatækni.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hver ml af lausn inniheldur 47 mg af sorbítóli (E420) (sjá kafla 4.4).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn (stungulyf).

Tær, litlaus eða gulleit lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Meðferð við beinþynningu eftir tíðahvörf hjá konum og karlmönnum sem eru í aukinni hættu á beinbrotum. Prolia dregur marktækt úr hættu á samfallsbrotum í hryggjarliðum, öðrum beinbrotum og mjaðmarbrotum hjá konum eftir tíðahvörf.

Meðferð við beintapi í tengslum við hormónabælingu hjá karlmönnum með blöðruhálskirtils- krabbamein sem eru í aukinni hættu á beinbrotum (sjá kafla 5.1). Hjá karlmönnum með blöðruhálskirtilskrabbamein sem fá hormónabælandi meðferð dregur Prolia marktækt úr hættu á samfallsbrotum í hryggjarliðum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur af Prolia er 60 mg sem gefin eru með einni inndælingu á 6 mánaða fresti undir húð á læri, kvið eða upphandlegg.

Sjúklingar verða að fá nægilega uppbót af kalsíum og D-vítamíni (sjá kafla 4.4).

Afhenda skal sjúklingum sem fá meðferð með Prolia fylgiseðilinn og áminningarkort fyrir sjúklinga.

Ekki hefur verið sýnt fram á ákjósanlegustu lengd meðferðar með lyfjum sem vinna gegn beineyðingu við beinþynningu (þ.m.t. bæði denosumab og bisfosfónöt). Meta skal þörfina á áframhaldandi meðferð reglulega út frá mögulegum ávinningi og áhættu af denosumabi fyrir hvern sjúkling, sérstaklega eftir notkun í 5 ár eða meira (sjá kafla 4.4).

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Ekki er þörf á aðlögun skammta hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4 fyrir ráðleggingar varðandi eftirlit með kalsíumgildum).

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á öryggi og verkun denosumabs hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 5.2).

Aldraðir (≥ 65 ára)

Ekki er þörf á aðlögun skammta hjá öldruðum sjúklingum.

Börn

Prolia er ekki ætlað börnum (yngri en 18 ára) vegna þess að ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Prolia hjá þessum sjúklingum. Hömlun á RANK/RANK sameind (RANKL) í dýrarannsóknum hefur verið sett í samband við hömlun á beinvexti og truflun á tanntöku (sjá einnig kafla 5.3).

Lyfjagjöf

Til notkunar undir húð.

Lyfið skal gefið af einstaklingi sem hefur fengið viðeigandi þjálfun í inndælingartækni.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um notkun, meðhöndlun og förgun lyfsins.

4.3

Frábendingar

-

Blóðkalsíumlækkun (sjá kafla 4.4).

-

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Kalsíum og D-vítamín viðbót

Mikilvægt er að allir sjúklingar taki inn nægilega skammta af kalsíum og D-vítamíni.

Varúðarreglur við notkun

Blóðkalsíumlækkun

Mikilvægt er að bera kennsl á þá sjúklinga sem eru í aukinni hættu á að fá blóðkalsíumlækkun. Leiðrétta verður blóðkalsíumlækkun með nægilegum skömmtum af kalsíum og D-vítamíni áður en meðferð hefst. Mælt er með eftirliti með kalsíumgildum fyrir hvern skammt og hjá sjúklingum sem eru útsettir fyrir blóðkalsíumlækkun, innan við tveimur vikum eftir upphafsskammt. Ef grunur er um einkenni blóðkalsíumlækkunar hjá sjúklingi meðan á meðferð stendur (sjá kafla 4.8 fyrir einkenni) skal mæla kalsíumgildi í blóði. Hvetja skal sjúklinga til að tilkynna einkenni sem benda til blóðkalsíumlækkunar.

Eftir markaðssetningu hefur verið greint frá verulegri blóðkalsíumlækkun með einkennum (sjá kafla 4.8), þar sem flest tilfelli hafa komið fram á fyrstu vikum meðferðar eftir upphafsskammt, en getur einnig komið fram seinna.

Sýkingar í húð

Sjúklingar sem fá Prolia geta fengið sýkingar í húð (fyrst og fremst húðnetjubólgu) sem geta leitt til sjúkrahúsinnlagnar (sjá kafla 4.8). Ráðleggja skal sjúklingum að hafa samband við lækni án tafar ef þeir fá einkenni eða vísbendingar um húðnetjubólgu.

Beindrep í kjálka

Greint hefur verið frá mjög sjaldgæfum tilvikum beindreps í kjálka hjá sjúklingum sem fengu Prolia vegna beinþynningar (sjá kafla 4.8).

Fresta skal meðferð/nýrri meðferðarlotu hjá sjúklingum með ógróin, opin sár í mjúkvef í munni. Mælt er með tannskoðun með fyrirbyggjandi tannlækningum og einstaklingsmiðuðu mati á ávinningi og áhættu áður en meðferð með Prolia er hafin hjá sjúklingum með áhættuþætti.

Hafa skal eftirfarandi áhættuþætti í huga þegar áhætta sjúklings á að fá beindrep í kjálka er metin:

hversu kröftuglega lyfið hamlar beineyðingu (meiri hætta fyrir mjög kröftug lyf), íkomuleið (meiri hætta við inndælingu) og uppsafnaður skammtur meðferðar við beineyðingu.

krabbamein, samhliða sjúkdómar (t.d. blóðleysi, storkukvillar, sýkingar), reykingar.

samhliða meðferðir: barksterar, krabbameinslyfjameðferð, hemlar á nýæðamyndun, geislameðferð á höfði og hálsi.

léleg tannhirða, tannvegssjúkdómar, falskar tennur sem passa illa, tannsjúkdómar sem eru til staðar, tannaðgerðir með inngripi, t.d. tanndráttur.

Hvetja skal alla sjúklinga til að viðhafa góða munnhirðu, fara reglulega í skoðun til tannlæknis og láta vita þegar í stað um öll einkenni frá munni eins og lausar tennur, verki eða bólgur eða sár sem gróa ekki eða útferð úr sárum meðan á meðferð með Prolia stendur. Meðan á meðferð stendur skal einungis gera tannaðgerðir með inngripi eftir vandlega íhugun og forðast þær nálægt gjöf Prolia.

Ef beindrep í kjálka á sér stað skal gerð meðferðaráætlun með sjúklingum í nánu samstarfi við meðferðarlækni og tannlækni eða munn-og kjálkaskurðlækni með sérfræðiþekkingu á beindrepi í kjálka. Íhuga skal að hætta meðferð tímabundið þar til ástandið hefur batnað og dregið hefur úr áhættuþáttum eins og hægt er.

Beindrep í hlust

Skýrt hefur verið frá beindrepi í hlust við notkun denosumabs. Hugsanlegir áhættuþættir fyrir beindrepi í hlust eru meðal annars notkun stera og krabbameinslyfjameðferð og/eða staðbundnir áhættuþættir svo sem sýking eða áverki. Hafa skal í huga hugsanlegt beindrep í hlust hjá sjúklingum sem nota denosumab og fá einkenni frá eyra þ.m.t. langvinnar sýkingar í eyra.

Afbrigðileg brot á lærlegg

Greint hefur verið frá afbrigðilegum lærleggsbrotum hjá sjúklingum sem fá Prolia (sjá kafla 4.8). Afbrigðileg lærleggsbrot geta komið fram eftir lítinn áverka eða án áverka á undirlærleggshnút og lærleggspípu. Ákveðnar niðurstöður á röntgenmyndum eru einkennandi fyrir þessi brot. Einnig hefur verið greint frá afbrigðilegum lærleggsbrotum hjá sjúklingum sem eru með aðra sjúkdóma samhliða (t.d. D-vítamínskort, iktsýki, blóðfosfatasaskort) og við notkun ákveðinna lyfja (t.d. bisfosfónata, sykurstera, prótónpumpuhemla). Þessi brot hafa einnig komið fram þegar ekki er verið að meðhöndla með lyfjum sem vinna gegn beineyðingu. Svipuð brot sem komið hafa fram í tengslum við bisfosfónöt eru oftast í báðum lærleggjum, því skal einnig skoða hinn lærlegginn hjá sjúklingum sem fá Prolia og hafa fengið brot á lærleggsbol. Íhuga skal að stöðva Prolia meðferð ef grunur leikur á að um afbrigðileg lærleggsbrot sé að ræða á grundvelli mats á einstaklingsbundnum ávinningi og áhættu. Brýna skal fyrir sjúklingum að greina frá öllum nýjum eða óvenjulegum verkjum í læri, mjöðm eða nára meðan á meðferð með Prolia stendur. Sjúklinga með slík einkenni þarf að meta með tilliti til hugsanlegra lærleggsbrota.

Langtímameðferð með lyfjum sem vinna gegn beineyðingu

Langtímameðferð með lyfjum sem vinna gegn beineyðingu (þ.m.t. bæði denosumab og bisfosfónöt) getur stuðlað að aukinni hættu á aukaverkunum eins og beindrepi í kjálka og afbrigðilegum brotum á lærlegg vegna marktækrar bælingar á endurmyndun beina (sjá kafla 4.2).

Samtímis meðferð með öðrum lyfjum sem innihalda denosumab

Sjúklingar sem fá Prolia eiga ekki að fá samtímis meðferð með öðrum lyfjum sem innihalda denosumab (til þess að koma í veg fyrir áhrif á bein hjá fullorðnum með meinvörp í beinum út frá æxlum).

Skert nýrnastarfsemi

Meiri hætta er á blóðkalsíumlækkun hjá sjúklingum sem eru með verulega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun < 30 ml/mín.) eða eru í blóðskilun. Hættan á blóðkalsíumlækkun og meðfylgjandi aukning á kalkkirtlahormónaþéttni eykst eftir því sem skerðing á nýrnastarfsemi er meiri. Nægjanleg inntaka kalks, D-vítamíns og reglulegt eftirlit með kalsíum er sérstaklega mikilvægt hjá þessum sjúklingum, sjá hér að ofan.

Náttúrulegt þurrgúmmí

Nálarhlífin á áfylltu sprautunni inniheldur náttúrulegt þurrgúmmí (latex afleiðu), sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum.

Varnaðarorð vegna hjálparefna

Þetta lyf inniheldur sorbitól. Sjúklingar með sjaldgæft arfgengt frúktósaóþol eiga ekki að nota Prolia.

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í hverjum 60 mg og telst því „natríumfrítt“.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Í rannsókn á milliverkunum hafði Prolia ekki áhrif á lyfjahvörf midazolams, sem umbrotnar fyrir tilstilli cytochrom P450 3A4 (CYP3A4). Þetta bendir til þess að Prolia hafi ekki áhrif á lyfjahvörf lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli CYP3A4.

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um gjöf denosumabs samtímis uppbótarmeðferð með hormónum (estrógeni), hins vegar er tilhneiging til milliverkana m.t.t. lyfhrifa talin vera lítil.

Samkvæmt rannsókn á áhrifum þess að skipta um lyf (af alendronati yfir í denosumab) hafði fyrri meðferð með alendronati hvorki áhrif á lyfjahvörf né lyfhrif denosumabs hjá konum með beinþynningu eftir tíðahvörf.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi upplýsingar um notkun Prolia á meðgöngu. Sýnt var fram á eiturverkanir á æxlun í rannsókn á cynomolgus öpum sem fengu denosumab, yfir meðgöngutímabilið, og voru útsettir fyrir 119-földum (AUC-gildi) skammti fyrir menn (sjá kafla 5.3).

Ekki er mælt með notkun Prolia á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort denosumab skilst út í brjóstamjólk. Í erfðabreyttum („knockout“) músum þar sem slökkt hefur verið á RANKL með gena fjarlægingu benda rannsóknir til þess að vöntun á RANKL (viðtaka denosumabs, sjá kafla 5.1) á meðgöngu geti truflað þroska mjólkurkirtla og leitt til skertrar mjólkurmyndunar eftir fæðingu (sjá kafla 5.3). Taka skal ákvörðun um hvort sleppa skuli brjóstagjöf eða meðferð með Prolia með tilliti til ávinnings nýburans/ungbarnsins af brjóstagjöfinni og ávinnings konunnar af meðferð með Prolia.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif denosumabs á frjósemi hjá mönnum. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á frjósemi (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Prolia hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Yfirlit yfir öryggi notkunar lyfsins

Heildaröryggi við notkun Prolia var svipað hjá sjúklingum með beinþynningu og hjá sjúklingum með brjósta- eða blöðruhálskirtilskrabbamein sem fengu hormónabælandi meðferð í fimm III. stigs klínískum samanburðarrannsóknum með lyfleysu.

Algengasta aukaverkunin við notkun Prolia (kemur fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum) eru verkir í stoðkerfi og verkir í útlimum. Sjaldgæf tilfelli af húðnetjubólgu, mjög sjaldgæf tilfelli af

blóðkalsíumlækkun, ofnæmi, beindrepi í kjálka og afbrigðilegum lærleggsbrotum (sjá kafla 4.4 og kafla 4.8 - Lýsing á völdum aukaverkunum) hafa komið fram hjá sjúklingum sem nota Prolia.

Tafla með aukaverkunum

Í töflu 1 hér fyrir neðan er greint frá aukaverkunum fengnum úr II. stigs og III. stigs klínískum rannsóknum á sjúklingum með beinþynningu eftir tíðarhvörf og sjúklingum með krabbamein í brjóstum eða blöðruhálskirtli sem fengu hormónabælandi meðferð, og/eða fengnum með almennum aukaverkanatilkynningum.

Aukaverkanir eru skilgreindar á eftirfarandi hátt (sjá töflu 1): mjög algengar (≥ 1/10), algengar

(≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000) og koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000). Innan tíðniflokka og líffæraflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 1 Aukaverkanir hjá sjúklingum með beinþynningu og sjúklingum með brjóstakrabbamein eða blöðruhálskirtilskrabbamein sem fengu hormónabælandi meðferð

MedDRA flokkun eftir

Tíðni

Aukaverkanir

líffærum

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Algengar

Sýking í þvagfærum

sníkjudýra

Algengar

Sýking í efri hluta öndunarvegar

 

Sjaldgæfar

Sarpbólga1

 

Sjaldgæfar

Húðnetjubólga1

 

Sjaldgæfar

Sýking í eyra

Ónæmiskerfi

Mjög sjaldgæfar

Lyfjaofnæmi1

 

Mjög sjaldgæfar

Bráðaofnæmisviðbrögð1

Efnaskipti og næring

Mjög sjaldgæfar

Blóðkalsíumlækkun1

Taugakerfi

Algengar

Settaugarbólga

Augu

Algengar

Ský á augasteini1

Meltingarfæri

Algengar

Hægðatregða

 

Algengar

Óþægindi í kvið

Húð og undirhúð

Algengar

Útbrot

 

Algengar

Exem

 

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Mjög algengar

Verkur í útlim

 

Mjög algengar

Verkir í stoðkerfi1

 

Mjög sjaldgæfar

Beindrep í kjálka1

 

Mjög sjaldgæfar

Afbrigðileg lærleggsbrot1

 

Tíðni ekki þekkt

Beindrep í hlust2

1Sjá kafla: Lýsing á völdum aukaverkunum

2Sjá kafla 4.4

Í samanlagðri greiningu á niðurstöðum allra II. stigs og III. stigs samanburðarrannsókna með lyfleysu, var greint frá inflúensulíkum einkennum með grófreiknaðri tíðni 1,2% fyrir denosumab og 0,7% fyrir lyfleysu. En þó að þessi mismunur hafi komið fram við samanlagða greiningu kom hann ekki fram við lagskipta greiningu.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Blóðkalsíumlækkun

Í tveimur klínískum III. stigs samanburðarrannsóknum með lyfleysu, hjá konum með beinþynningu eftir tíðahvörf, varð lækkun á kalsíumþéttni í sermi hjá um það bil 0,05% (2 af 4.050) sjúklinga (minna en 1,88 mmól/l) eftir gjöf Prolia. Hvorki var greint frá lækkun kalsíumþéttni í sermi (minna en

1,88 mmól/l) í tveimur klínískum III. stigs samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá sjúklingum sem fengu hormónabælandi meðferð né í III. stigs klínískri samanburðarrannsókn með lyfleysu hjá karlmönnum með beinþynningu.

Eftir markaðssetningu hefur verið greint frá mjög sjaldgæfum tilfellum verulegrar blóðkalsíum– lækkunar með einkennum, einkum hjá sjúklingum sem eru í aukinni hættu á að fá blóðkalsíumlækkun og fá Prolia, þar sem flest tilfelli koma fram á fyrstu vikum við upphaf meðferðar. Dæmi um klínísk einkenni verulegrar blóðkalsíumlækkunar með einkennum eru lenging á QT bili, kalkkrampi (tetany), flog og breytt andlegt ástand (sjá kafla 4.4). Einkenni blóðkalsíumlækkunar sem komu fram í klínískum rannsóknum á denosumab eru meðal annars náladofi eða vöðvastífleiki, vöðvakippir, krampar og sinadráttur.

Sýkingar í húð

Í klínískum III. stigs samanburðarrannsóknum með lyfleysu var heildartíðni sýkinga í húð svipuð í hópnum sem fékk lyfleysu og hópnum sem fékk Prolia hjá konum með beinþynningu eftir tíðahvörf (lyfleysa [1,2%, 50 af 4.041] samanborið við Prolia [1,5%, 59 af 4.050]), hjá karlmönnum með beinþynningu (lyfleysa [0,8%, 1 af 120] samanborið við Prolia [0%, 0 af 120]), hjá sjúklingum með brjóstakrabbamein og krabbamein í blöðruhálskirtli sem fengu hormónabælandi meðferð (lyfleysa [1,7%, 14 af 845] samanborið við Prolia [1,4%, 12 af 860]). Sýkingar í húð sem leiddu til sjúkrahúsinnlagnar voru skráðar hjá 0,1% (3 af 4.041) kvenna með beinþynningu eftir tíðahvörf sem fengu lyfleysu samanborið við 0,4% (16 af 4.050) kvenna sem fengu Prolia. Aðallega var um húðnetjubólgu að ræða. Tíðni sýkinga í húð sem skráðar voru sem alvarlegar aukaverkanir var svipuð í hópnum sem fékk lyfleysu (0,6%, 5 af 845) og hópnum sem fékk Prolia (0,6%, 5 af 860) í rannsóknunum á brjóstakrabbameini og krabbameini í blöðruhálskirtli.

Beindrep í kjálka

Greint hefur verið frá beindrepi í kjálka í mjög sjaldgæfum tilvikum, hjá 16 sjúklingum, í klínískum rannsóknum á beinþynningu og hjá sjúklingum með brjósta- eða blöðruhálskirtilskrabbamein sem fengu hormónabælandi meðferð, samtals 23.148 sjúklingar (sjá kafla 4.4). Þrettán þessara tilfella beindreps í kjálka komu hjá konum með beinþynningu eftir tíðahvörf í III. stigs framlengdu klínísku rannsókninni eftir meðferð með Prolia í allt að 10 ár. Tíðni beindreps í kjálka var 0,04% eftir 3 ár, 0,06% eftir 5 ár og 0,44% eftir 10 ára meðferð með Prolia. Hættan á beindrepi í kjálka jókst eftir því sem Prolia var notað lengur.

Afbrigðileg brot á lærlegg

Í klínísku beinþynningarrannsókninni var í mjög sjaldgæfum tilvikum greint frá afbrigðilegum brotum á lærlegg hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með Prolia (sjá kafla 4.4).

Ský á augasteini

Í einni klínískri III. stigs rannsókn með lyfleysu sem gerð var hjá sjúklingum með krabbamein í blöðruhálskirtli og fengu hormónabælandi meðferð (androgen deprivation therapy (ADT)) var mismunur á tíðni myndunar skýja á augasteini (4,7% denosumab, 1,2% lyfleysa). Enginn slíkur munur kom fram hjá konum sem komnar voru yfir tíðahvörf eða karlmönnum með beinþynningu eða konum sem fengu meðferð með aromatasahemli við brjóstakrabbameini án meinvarpa.

Sarpbólga

Í einni klínískri III. stigs rannsókn með lyfleysu sem gerð var hjá sjúklingum með krabbamein í blöðruhálskirtli og fengu hormónabælandi meðferð (ADT) var mismunur á tíðni sarpbólgu (1,2% denosumab, 0% lyfleysa). Tíðni sarpbólgu var sambærileg milli meðferðarhópa hjá konum sem komnar voru yfir tíðahvörf eða karlmönnum með beinþynningu og konum sem fengu meðferð með aromatasahemli við brjóstakrabbameini án meinvarpa.

Lyfjatengd ofnæmisviðbrögð

Eftir markaðssetningu hefur verið greint frá mjög sjaldgæfum lyfjatengdum ofnæmisviðbrögðum, m.a. útbrotum, ofsakláða, þrota í andliti, hörundsroða og bráðaofnæmisviðbrögðum hjá sjúklingum sem fá Prolia.

Verkir í stoðkerfi

Eftir markaðssetningu lyfsins hefur verið greint frá verkjum í stoðkerfi, þar á meðal alvarlegum tilfellum, hjá sjúklingum á meðferð með Prolia. Í klínískum rannsóknum kom fram að verkir í

stoðkerfi voru mjög algengir bæði hjá þeim sem fengu denosumab og lyfleysu. Sjaldæft var að verkir í stoðkerfi leiddu til þess að meðferð í rannsókn var hætt.

Aðrir sérstakir hópar

Í klínískum rannsóknum var meiri hætta á blóðkalsíumlækkun hjá sjúklingum sem voru með verulega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun < 30 ml/mín.) eða voru á blóðskilun ef þeir fengu ekki kalsíumviðbót. Mikilvægt er að sjúklingar sem eru með verulega skerta nýrnastarfsemi eða eru á blóðskilun fái fullnægjandi skammta af kalsíum og D-vítamíni (sjá kafla 4.4).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Engin reynsla er af ofskömmtun í klínískum rannsóknum. Denosumab hefur verið gefið í klínískum rannsóknum í skömmtum sem voru allt að 180 mg á 4 vikna fresti (heildarskammtar allt að 1.080 mg á 6 mánaða tímabili) og engar viðbótaraukaverkanir komu fram.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við sjúkdómum í beinum – Önnur lyf sem hafa áhrif á beinbyggingu og beinmyndun, ATC flokkur: M05BX04

Verkunarháttur

Denosumab er einstofna mótefni (IgG2) sem beinist að og binst með mikilli sækni og sértækni við RANKL, kemur í veg fyrir virkjun viðtaka hennar, RANK, á yfirborði forstigs-beinátfrumna og beinátfrumna. Fyrirbygging RANK/RANKL tengingarinnar kemur í veg fyrir myndun beinátfrumna, virkni þeirra og afkomu og dregur þannig úr endurupptöku beins í þéttu beini og frauðbeini.

Lyfhrif

Meðferð með Prolia dró hratt úr beinumsetningarhraða, og náði beinumsetningarvísir af sermisgerð 1 C-telópeptíð (CTX) lágmarki (85% minnkun) á 3 sólarhringum og var þessi minnkun viðvarandi á tímabilinu milli skammta. Í lok hvers skammtatímabils, hélst CTX minnkunin að hluta til, frá ≥ 87% til um það bil ≥ 45% (á bilinu 45-80%), sem endurspeglar að verkun Prolia á endurmyndun beins gengur til baka þegar þéttni þess í sermi lækkar. Þessi áhrif voru viðvarandi við áframhaldandi meðferð. Beinumsetningarvísar náðu almennt upphaflegum gildum, fyrir meðferð, innan 9 mánaða frá síðasta skammti. Þegar meðferð var hafin að nýju var lækkun CTX af völdum denosumabs svipuð og hjá sjúklingum sem voru að hefja denosumab meðferð í fyrsta sinn.

Ónæmismyndun

Í klínískum rannsóknum hafa ekki komið fram hlutleysandi mótefni gegn Prolia. Næm ónæmispróf sýndu að < 1% sjúklinga sem fengu meðferð með denosumabi í allt að 5 ár reyndust jákvæðir fyrir bindandi mótefnum sem ekki eru hlutleysandi og ekkert benti til breyttra lyfjahvarfa, eituráhrifa eða klínískrar svörunar.

Meðferð hjá konum með beinþynningu eftir tíðahvörf

Verkun og öryggi Prolia þegar það var gefið einu sinni á 6 mánaða fresti í 3 ár var rannsakað hjá konum eftir tíðahvörf (7.808 konum á aldrinum 60-91 árs og voru samfallsbrot í hryggjarliðum útbreidd hjá 23,6%). Konurnar höfðu T-gildi steinefnaþéttni í lendhrygg eða í mjöðm í heild á bilinu -2,5 til -4,0 og 10 ára heildarlíkur á meiriháttar broti vegna beinþynningar voru að meðaltali 18,60% (tíundarmörk: 7,9-32,4%) og á mjaðmarbroti 7,22% (tíundarmörk: 1,4-14,9%). Konur sem höfðu aðra

sjúkdóma eða voru á annarri meðferð sem gætu haft áhrif á bein voru útilokaðar frá rannsókninni. Konurnar fengu kalsíum (a.m.k. 1.000 mg) og D-vítamín (a.m.k. 400 a.e.) uppbót daglega.

Áhrif á samfallsbrot í hryggjarliðum

Prolia hafði dregið marktækt úr hættu á nýju samfallsbroti í hryggjarlið eftir 1, 2 og 3 ár (p < 0,0001) (sjá töflu 2).

Tafla 2 Áhrif Prolia á hættuna á nýju samfallsbroti í hryggjarlið

 

Hlutfall kvenna með brot (%)

Heildarminnkun

Hlutfallsleg minnkun

 

Lyfleysa

Prolia

áhættu (%)

áhættu (%)

 

n = 3.906

n = 3.902

(95% CI)

(95% CI)

0-1 ár

2,2

0,9

1,4 (0,8; 1,9)

(42, 74)**

0-2 ár

5,0

1,4

3,5 (2,7; 4,3)

(61, 79)**

0-3 ár

7,2

2,3

4,8 (3,9; 5,8)

(59, 74)*

*p < 0,0001, **p < 0,0001 – leitandi greining (exploratory analysis)

Áhrif á mjaðmarbrot

Hlutfallsleg minnkun áhættu á mjaðmarbroti á þriggja ára tímabili var 40% af Prolia (0,5% heildarminnkun áhættu) (p < 0,05). Tíðni mjaðmarbrota var 1,2% hjá hópnum sem fékk lyfleysu samanborið við 0,7% hjá hópnum sem fékk Prolia, eftir 3 ár.

Í greiningu sem gerð var eftir að rannsókninni lauk, hjá konum > 75 ára, var hlutfallsleg minnkun áhættu hjá þeim sem fengu Prolia 62% (1,4% heildarminnkun áhættu, p < 0,01).

Áhrif á öll klínísk beinbrot

Prolia olli marktækri fækkun beinbrota af öllum gerðum og hjá öllum hópum (sjá töflu 3).

Tafla 3 Áhrif Prolia á hættu á klínískum beinbrotum á 3 ára tímabili

 

Hlutfall kvenna með

Heildarminnkun

Hlutfallsleg

 

beinbrot (%)+

áhættu (%)

minnkun áhættu

 

Lyfleysa

Prolia

(95% CI)

(%)

 

n = 3.906

n = 3.902

 

(95% CI)

Öll klínísk beinbrot1

10,2

7,2

2,9 (1,6; 4,2)

(19, 41)***

Klínískt samfallsbrot í hryggjarlið

2,6

0,8

1,8 (1,2; 2,4)

(53, 80)***

Önnur brot en í hryggjarliðum2

8,0

6,5

1,5 (0,3; 2,7)

(5, 33)**

Meiriháttar brot, önnur en í

6,4

5,2

1,2 (0,1; 2,2)

(3, 34)*

hryggjarliðum3

 

 

 

 

 

Meiriháttar brot vegna beinþynningar4

8,0

5,3

2,7 (1,6; 3,9)

(22, 45)***

*p ≤ 0,05; **p = 0,0106 („secondary endpoint included in multiplicity adjustment“), ***p ≤ 0,0001 + Tíðni atvika samkvæmt Kaplan-Meier mati eftir 3 ár.

(1)Felur í sér klínísk samfallsbrot á hryggjarliðum og önnur brot en á hryggjarliðum.

(2)Undanskilin eru brot á hryggjarliðum (hálsliðum, brjóstliðum og lendarliðum), höfuðkúpu, andlitsbeinum, kjálka, handarbeinum (metacarpus) og beinum í fingrum og tám.

(3)Felur í sér brot á mjaðmargrind, lærlegg (að undanskildum lærleggshálsi), sköflungi (að undanskildu ökklabroti), rifbeinum, upphandlegg (að undanskildu olnbogabroti), framhandlegg og mjöðm.

(4)Felur í sér klínísk samfallsbrot á hryggjarliðum, mjöðm, framhandlegg og upphandlegg, samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Hjá konum með steinefnaþéttni ≤ -2,5 í lærleggshálsi dró Prolia úr hættu á brotum, öðrum en á hryggjarliðum (35% minnkun hlutfallslegrar áhættu, 4,1% minnkun heildaráhættu, p < 0,001, leitandi greining).

Lækkun á tíðni nýrra samfallsbrota á hryggjarliðum, mjaðmarbrotum og brotum öðrum en í hryggjarliðum vegna áhrifa Prolia á 3 ára tímabili var viðvarandi án tillits til 10-ára hættu á brotum við upphaf rannsóknarinnar.

Áhrif á steinefnaþéttni beina

Prolia jók steinefnaþéttni marktækt á öllum klínískum stöðum þar sem mælt var, samanborið við lyfleysu, eftir 1, 2 og 3 ár. Prolia jók steinefnaþéttni um 9,2% í lendhrygg, 6,0% í mjöðm í heild, 4,8% í lærleggshálsi, 7,9% í lærhnútu, 3,5% í 1/3 fjarhluta sveifar og 4,1% í líkamanum í heild á 3 ára tímabili (p < 0,0001 í öllum tilvikum).

Í klínískum rannsóknum á áhrifum þess að hætta á meðferð með Prolia, urðu gildi steinefnaþéttni beina aftur um það bil hin sömu og þau voru fyrir meðferð og héldust hærri en af lyfleysu í 18 mánuði eftir síðasta skammtinn. Þessar niðurstöður sýna að þörf er á áframhaldandi meðferð með Prolia til þess að viðhalda áhrifum lyfsins. Þegar meðferð með Prolia er hafin að nýju leiðir það til svipaðrar aukningar á steinefnaþéttni beina og þegar Prolia var gefið í fyrsta sinn.

Opin framhaldsrannsókn á meðferð við beinþynningu eftir tíðahvörf

Alls 4.550 konur (2.343 Prolia og 2.207 lyfleysa), sem misstu í mesta lagi úr einn skammt af rannsóknarlyfinu í lykilrannsókninni sem lýst er hér að ofan og luku heimsókn 36. mánaðar, samþykktu að taka þátt í 7 ára fjölþjóða, fjölsetra, opinni, einarma framhaldsrannsókn til þess að meta langtíma öryggi og verkun Prolia. Allar konurnar í framhaldsrannsókninni fengu Prolia 60 mg á

6 mánaða fresti auk daglegra skammta af kalsíum (a.m.k. 1 g) og D-vítamíni (a.m.k. 400 a.e.). Alls 2.626 konur (58% af konunum sem tóku þátt í framhaldsrannsókninni, þ.e. 34% af konunum sem tóku þátt í lykilrannsókninni) kláruðu framhaldsrannsóknina.

Hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Prolia í allt að 10 ár jókst steinefnaþéttni miðað við gildi við upphaf lykilrannsóknarinnar um 21,7% fyrir lendhrygg, 9,2% í mjöðm í heild, 9,0% í lærleggshálsi, 13,0% í lærhnútu og 2,8% við 1/3 fjarhluta sveifar. Meðal T-gildi fyrir steinefnaþéttni í lendhrygg við lok rannsóknarinnar var -1,3 hjá sjúklingum sem fengu meðferð í 10 ár.

Beinbrot voru metin sem öryggisendapunktur en ekki er hægt að meta verkun lyfsins sem forvörn við beinbrotum vegna mikils fjölda sem hættu og opinnar hönnunar rannsóknarinnar. Uppsafnað nýgengi nýrra beinbrota í hryggjarlið var u.þ.b. 6,8% og beinbrota sem ekki voru í hryggjarlið u.þ.b. 13,1% hjá sjúklingum sem voru á meðferð með denosumabi í 10 ár (n = 1.278). Sjúklingar sem kláruðu ekki rannsóknina af einhverjum ástæðum voru með hærri tíðni beinbrota meðan á meðferð stóð.

Þrettán staðfest tilvik um beindrep í kjálka og tvö staðfest tilvik um afbrigðileg brot á lærlegg áttu sér stað á meðan á framhaldsrannsókninni stóð.

Meðferð við beinþynningu hjá karlmönnum

Verkun og öryggi Prolia einu sinni á 6 mánaða fresti í 1 ár var rannsakað hjá 242 karlmönnum á aldrinum 31-84 ára. Sjúklingar með áætlaðan gaukulsíunarhraða (eGFR) < 30 ml/mín./1,73 m2 voru útilokaðir frá þátttöku í rannsókninni. Allir karlmennirnir fengu daglega uppbótarmeðferð með kalsíum (að minnsta kosti 1.000 mg) og D-vítamín (að minnsta 800 a.e.).

Meginbreytan sem sýndi fram á verkun var hlutfallsleg breyting (%) á steinefnaþéttni í lendhrygg, verkun m.t.t. brota var ekki metin. Prolia jók marktækt steinefnaþéttni á öllum klínískum stöðum þar sem mælt var samanborið við lyfleysu eftir 12 mánuði: 4,8% í lendhrygg, 2,0% í mjöðm í heild, 2,2% í lærleggshálsi, 2,3% í lærhnútu, og 0,9% í 1/3 fjarhluta sveifar (allar niðurstöður p < 0,05). Eftir 1 ár hafði Prolia aukið steinefnaþéttni í lendhrygg frá grunnlínu hjá 94,7% karlmannanna. Eftir 6 mánuði sást marktæk aukning á steinefnaþéttni í lendhrygg, mjöðm í heild, lærleggshálsi og lærhnútu

(p < 0,0001).

Vefjafræði beina

Vefjagerð beina var metin eftir1-3 ára meðferð með Prolia hjá 62 konum með beinþynningu eftir tíðahvörf eða lága beinþéttni sem höfðu ekki fengið meðferð við beinþynningu áður eða höfðu skipt úr fyrri meðferð með alendronati. Fimmtíu og níu konur tóku þátt í rannsókn á beinvefjasýnum á

24. mánuði (n = 41) og/eða 84. mánuði (n = 22) framhaldsrannsóknarinnar hjá konum með beinþynningu eftir tíðahvörf. Vefjagerð beina var einnig metin eftir 1 árs meðferð með Prolia hjá

17 karlmönnum með beinþynningu. Niðurstöður rannsókna beinvefjasýna sýndu eðlilega uppbyggingu

og gæði án vísbendinga um truflun á steinefnaútfellingu (mineralisation), beinvefnað eða bandvefsmyndun í merg. Vefjafræðilegar niðurstöður framhaldsrannsóknarinnar hjá konum með beinþynningu eftir tíðahvörf sýndu að áhrif Prolia gegn beineyðingu, mæld sem virkjunartíðni (activation frequency) og hraði beinmyndunar, héldust með tímanum.

Meðferð á beintapi í tengslum við andrógenbælandi meðferð

Verkun og öryggi Prolia á 6 mánaða fresti í 3 ár var rannsakað hjá mönnum með vefjafræðilega staðfest krabbamein í blöðruhálskirtli, án meinvarpa, sem fengu andrógenbælandi meðferð

(1.468 karlmenn á aldrinum 48-97 ára) sem höfðu aukna hættu á beinbrotum (skilgreint sem > 70 ára, eða < 70 ára með T-gildi steinefnaþéttni í lendhrygg, mjöðm í heild eða lærleggshálsi < -1,0 eða sögu um brot vegna beinþynningar). Allir mennirnir fengu kalsíum (að minnsta kosti 1.000 mg) og D-vítamín (að minnsta kosti 400 a.e.) uppbót daglega.

Prolia jók steinefnaþéttni marktækt á öllum klínískum stöðum þar sem mælt var, samanborið við lyfleysu eftir 3 ár: 7,9% í lendhrygg, 5,7% í mjöðm í heild, 4,9% í lærleggshálsi, 6,9% í lærhnútu, 6,9% í 1/3 fjarhluta sveifar og 4,7% í líkamanum í heild (p < 0,0001 í öllum tilvikum). Í framsýnni leitandi greiningu kom fram marktæk aukning á steinefnaþéttni beins í lendhrygg, mjöðm í heild, lærleggshálsi og lærhnútu, 1 mánuði eftir fyrsta skammt.

Prolia dró marktækt úr hlutfallslegri hættu á nýju samfallsbroti í hryggjarlið: 85% (1,6% heildarminnkun áhættu) eftir 1 ár, 69% (2,2% heildarminnkun áhættu) eftir 2 ár og 62% (2,4% heildarminnkun áhættu) eftir 3 ár (p < 0,01 í öllum tilvikum).

Meðferð á beintapi í tengslum við viðbótarmeðferð með aromatasahemli

Verkun og öryggi Prolia á 6 mánaða fresti í 2 ár var rannsakað hjá konum með brjóstakrabbamein án meinvarpa (252 konum á aldrinum 35-84 ára) og T-gildi steinefnaþéttni í upphafi á bilinu -1,0 til -2,5 í lendhrygg, mjöðm í heild eða lærleggshálsi. Allar konurnar fengu kalsíum (að minnsta kosti 1.000 mg) og D-vítamín (að minnsta kosti 400 a.e.) uppbót daglega.

Meginbreytan sem sýndi fram á verkun var hlutfallsleg breyting (%) á steinefnaþéttni í lendhrygg, verkun m.t.t. brota var ekki metin. Prolia jók steinefnaþéttni marktækt á öllum klínískum stöðum þar sem mælt var, samanborið við meðferð með lyfleysu eftir 2 ár: 7,6% í lendhrygg, 4,7% í mjöðm í heild, 3,6% í lærleggshálsi, 5,9% í lærhnútu, 6,1% í 1/3 fjarhluta sveifar og 4,2% í líkamanum í heild (p < 0,0001 í öllum tilvikum).

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á Prolia hjá öllum undirhópum barna við beintapi í tengslum við kynhormónabælandi meðferð og hjá öllum undirhópum barna yngri en 2 ára við beinþynningu. Sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Eftir gjöf 1,0 mg/kg skammts undir húð, sem er um það bil viðurkenndur 60 mg skammtur, var útsetning fyrir lyfinu samkvæmt AUC 78% í samanburði við gjöf í bláæð á sama skammtabili. Af 60 mg skammti undir húð náðist hámarksþéttni denosumabs í sermi (Cmax) sem var 6 μg/ml (á bilinu 1-17 μg/ml) á 10 sólarhringum (á bilinu 2-28 sólarhringar).

Umbrot

Denosumab er samsett eingöngu úr amínósýrum og kolvetnum eins og upprunalegt immúnóglóbúlín og brotthvarf þess með efnaskiptaferlum í lifur er ólíklegt. Gert er ráð fyrir að umbrot þess og brotthvarf fylgi úrhreinsunarferlum immúnóglóbúlína, sem leiða til niðurbrots í stuttar peptíðkeðjur og stakar amínósýrur.

Brotthvarf

Eftir að hámarksþéttni (Cmax) var náð lækkaði þéttni í sermi og var helmingunartíminn 26 sólarhringar (á bilinu 6-52 sólarhringar) á 3 mánaða tímabili (á bilinu 1,5-4,5 mánuðir). Hjá fimmtíu og þremur prósentum (53%) sjúklinga greindist ekkert mælanlegt magn af denosumabi 6 mánuðum eftir að skammtur var gefinn.

Hvorki átti sér stað uppsöfnun né breyting á lyfjahvörfum denosumabs með tímanum eftir endurtekna gjöf 60 mg skammta undir húð á 6 mánaða fresti. Myndun mótefna sem bindast denosumabi hafði ekki áhrif á lyfjahvörf denosumabs og var svipuð hjá körlum og konum. Aldur (28-87 ár), kynþáttur og sjúkdómsástand (lítill beinþéttni eða beinþynning, brjóstakrabbamein eða krabbamein í blöðruhálskirtli) virðast ekki hafa marktæk áhrif á lyfjahvörf denosumabs.

Í ljós kom tilhneiging til minni útsetningar fyrir lyfinu samkvæmt AUC og Cmax með aukinni líkamsþyngd. Hins vegar er þessi tilhneiging ekki talin vera klínískt mikilvæg þar sem lyfhrifin samkvæmt beinumsetningarvísum og aukningu á steinefnaþéttni beina voru stöðug á breiðu líkamsþyngdarbili.

Línulegt/ólínulegt samband

Í rannsóknum á skammtabilum voru lyfjahvörf denosumabs ekki línuleg en skammtaháð og var úthreinsun minni við stærri skammta eða hærri þéttni, en útsetning fyrir lyfinu var hér um bil skammtaháð með skömmtum sem voru 60 mg eða stærri.

Skert nýrnastarfsemi

Í rannsókn sem gerð var hjá 55 sjúklingum með mismunandi mikla nýrnastarfsemi, þ.m.t. sjúklingum á blóðskilun, hafði skerðing á nýrnastarfsemi engin áhrif á lyfjahvörf denosumabs.

Skert lifrarstarfsemi

Engin sérstök rannsókn var gerð hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Almennt verður brotthvarf einstofna mótefna ekki með efnaskiptaferlum í lifur. Ekki er búist við að skerðing á lifrarstarfsemi hafi áhrif á lyfjahvörf denosumabs.

Börn

Lyfjahvörf hafa ekki verið metin hjá börnum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Í rannsóknum á eiturverkunum eftir staka og endurtekna skammta hjá öpum (cynomolgus monkeys) höfðu skammtar af denosumabi sem gáfu 100 til 150-falt meiri útsetningu fyrir lyfinu en ráðlagðir skammtar fyrir menn hvorki áhrif á lífeðlisfræði hjarta- og æðakerfis né frjósemi kvendýra eða karldýra og höfðu ekki eiturverkanir á einstök líffæri.

Stöðluð próf til að rannsaka hugsanlegar eiturverkanir á erfðaefni hafa ekki verið gerð þar sem slík próf eiga ekki við fyrir þessa sameind. Hins vegar er ólíklegt að denosumab geti valdið eiturverkunum á erfðaefni vegna eiginleika þess.

Hugsanleg krabbameinsvaldandi áhrif denosumabs hafa ekki verið metin í langtímarannsóknum á dýrum.

Íforklínískum rannsóknum sem gerðar voru hjá „knockout“ músum sem ekki höfðu RANK eða

RANKL kom fram truflun á myndun eitla hjá fóstri. Einnig kom fram að mjólkurmyndun átti sér ekki stað vegna hömlunar á myndun mjólkurkirtla („ lobulo-alveolar“ kirtlamyndun á meðgöngu) hjá erfðabreyttum („knockout“) músum sem ekki höfðu RANK eða RANKL.

Írannsókn á cynomolgus öpum, sem fengu denosumab á tímabili sem svarar til fyrsta þriðjungs meðgöngu, kom í ljós að allt að 99-föld sú útsetning (AUC-gildi) sem á sér stað hjá mönnum (60 mg á 6 mánaða fresti) hafði ekki skaðvænleg áhrif á móðurdýrið eða fóstrið. Í þessari rannsókn voru eitlar fóstursins ekki rannsakaðir.

Íannarri rannsókn á cynomolgus öpum, sem fengu denosumab alla meðgönguna og voru útsettir fyrir 119-földum skammti fyrir menn (60 mg á 6 mánaða fresti), var aukin tíðni andvana gotinna unga og aukin dánartíðni eftir got, beinvöxtur var óeðlilegur og það dró úr styrk beina, blóðfrumnamyndun minnkaði, aukning varð á tíðni bitskekkju; vöntun á útlægum eitlum; og það dró úr vexti nýbura. Ekki var hægt að staðfesta ákveðinn skammt sem ekki veldur aukaverkunum á æxlun. Á 6 mánaða tímabili eftir got komu fram batamerki með tilliti til breytinga á beinum og engin áhrif höfðu orðið á uppkomu tanna. En áhrifin á eitla og bitskekkja voru ennþá til staðar og lítil til miðlungsmikil steinefnaútfelling í fjölda vefja sást hjá einu dýri (tengsl við meðferðina óljós). Það komu ekki í ljós neinar vísbendingar um skaðleg áhrif á móðurdýr fyrir got, eiturverkanir á móðurdýr komu sjaldan fram meðan á goti stóð. Þroski mjólkurkirtla móðurdýra var eðlilegur.

Íforklínískum rannsóknum á beingæðum hjá öpum á langtímameðferð með denosumabi var minnkun beinumsetningar í tengslum við aukinn styrk beina og eðlilega vefjafræði beina. Kalsíumþéttni lækkaði tímabundið og kalkkirtlahormónaþéttni jókst tímabundið hjá öpum sem eggjastokkarnir höfðu verið fjarlægðir úr og voru á meðferð með denosumabi.

Hjá karlkyns músum sem voru erfðabreyttar til þess að tjá huRANKL („knock-in“mýs), sem voru útsettar fyrir „transcortical“ beinbrotum, hægði denosumab á fjarlægingu brjósks og nýmyndun beinvefjar við brotið miðað við samanburðarhóp, en engin skaðleg áhrif voru á lífaflfræðilegan (biomechanical) styrk beinsins.

Erfðabreyttar („knockout“) mýs (sjá kafla 4.6) sem höfðu ekki RANK eða RANKL voru léttari, höfðu skertan beinvöxt og tóku ekki tennur. Hjá nýgotnum rottuungum varð hömlun á beinvexti og tanntöku í tengslum við hömlun á RANKL (markmiði denosumab meðferðar) ásamt stórum skömmtum af samsettu osteoprotegerini bundnu Fc (OPG-Fc). Í þessu líkani gengu þessar breytingar til baka að hluta til þegar hætt var að gefa RANKL hemla. Ung spendýr (adolescent) sem fengu denosumab skammta sem voru 27 og 150-falt (10 og 50 mg/kg skammtar) það sem á sér stað við klíníska útsetningu fyrir lyfinu höfðu óeðlilegar vaxtarlínur. Því getur meðferð með denosumabi skert beinvöxt hjá börnum með opnar vaxtarlínur og getur jafnframt hamlað tanntöku.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Hrein ediksýra*

Natríumhýdroxíð (til stillingar á pH)* Sorbítól (E420)

Pólýsorbat 20

Vatn fyrir stungulyf

* Ediksýru-asetat stuðpúðalausn sem myndast við blöndun ediksýru og natríumhýdroxíðs

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Prolia má geyma við stofuhita (allt að 25°C) í allt að 30 daga í upprunalegu íláti. Þegar Prolia hefur verið tekið úr kæli verður að nota það innan þessa 30 daga tímabils.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C).

Má ekki frjósa.

Geymið ílátið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

Einn ml af lausn í einnota áfylltri sprautu úr gleri af gerð I með 27G nál úr ryðfríu stáli, með nálarvörn eða án.

Nálarhlífin á áfylltu sprautunni inniheldur náttúrulegt þurrgúmmí sem er latexafleiða (sjá kafla 4.4).

Pakkningin inniheldur eina sprautu sem er í þynnu (áfyllt sprauta með nálarvörn eða án) eða án þynnu (áfyllt sprauta eingöngu).

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Skoða skal lausnina áður en hún er gefin. Gefið ekki inndælinguna ef lausnin inniheldur agnir, er skýjuð eða um litabreytingar er að ræða. Hristið ekki óhóflega. Til að forðast óþægindi á stungustað skal láta áfylltu sprautuna ná stofuhita (allt að 25°C) áður en inndælingin er gefin og dæla lyfinu rólega inn. Dælið öllu innihaldi sprautunnar inn. Fargið lyfjaleifum sem verða eftir í áfylltu sprautunni.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Amgen Europe B.V.

Minervum 7061

NL-4817 ZK Breda

Holland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/10/618/001

EU/1/10/618/002

EU/1/10/618/003

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 26. maí 2010

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 15. janúar 2015

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf