Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Prolia (denosumab) – Fylgiseðill - M05BX04

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsProlia
ATC-kóðiM05BX04
Efnidenosumab
FramleiðandiAmgen Europe B.V.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Prolia 60 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu denosumab

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

-Læknirinn afhendir þér áminningarkort fyrir sjúklinga, sem inniheldur mikilvægar öryggisupplýsingar sem þú þarft að vita af fyrir og á meðan meðferð með Prolia stendur.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Prolia og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Prolia

3.Hvernig nota á Prolia

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Prolia

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1. Upplýsingar um Prolia og við hverju það er notað

Prolia og verkun þess

Prolia inniheldur denosumab, prótein (einstofna mótefni) sem hefur áhrif á virkni annars próteins, til meðferðar við beintapi og beinþynningu. Meðferð með Prolia styrkir bein og dregur úr líkum á beinbrotum.

Bein er lifandi vefur og er í stöðugri endurnýjun. Estrógen tekur þátt í að viðhalda heilbrigði beina. Eftir tíðahvörf minnkar magn estrógens í líkamanum og það getur valdið því að bein þynnist og verði brothætt. Það getur að lokum leitt til ástands sem nefnt er beinþynning. Karlmenn geta einnig fengið beinþynningu af ýmsum orsökum, m.a. vegna öldrunar og/eða lágrar þéttni karlhormónsins testósteróns. Margir sjúklingar sem eru með beinþynningu hafa engin einkenni en eru samt í hættu á beinbrotum, sérstaklega í hrygg, mjöðmum og úlnliðum.

Skurðaðgerðir og lyf sem notuð eru til að stöðva myndun estrógens eða testósteróns hjá sjúklingum með brjóstakrabbamein eða krabbamein í blöðruhálskirtli geta einnig leitt til beintaps. Beinin verða viðkvæmari og brotna af minna tilefni.

Við hverju Prolia er notað

Prolia er notað til meðferðar við:

beinþynningu eftir tíðahvörf hjá konum og hjá karlmönnum í aukinni hættu á beinbroti en það dregur úr hættu á beinbrotum í hrygg, mjöðmum og annars staðar í líkamanum.

beintapi vegna minna magns hormóna (testósteróns) í líkamanum vegna skurðaðgerðar eða lyfjameðferðar hjá sjúklingum með krabbamein í blöðruhálskirtli.

2. Áður en byrjað er að nota Prolia

Ekki má nota Prolia

ef þú ert með lágt kalsíumgildi í blóði (blóðkalsíumlækkun).

ef um er að ræða ofnæmi fyrir denosumabi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Prolia er notað.

Á meðan meðferð með Prolia stendur gætir þú fundið fyrir þrota og roða í húð, sem algengast er að komi fram á fótlegg, ásamt hita í húðinni og eymslum við snertingu (húðbólga), hugsanlega ásamt einkennum um hækkaðan líkamshita. Láttu lækninn tafarlaust vita ef þú færð eitthvað af þessum einkennum.

Vinsamlegast láttu lækninn vita ef þú ert með ofnæmi fyrir latexi (nálarhlífin á áfylltu sprautunni inniheldur latexafleiðu).

Þú ættir einnig að taka kalk og D-vítamín á meðan þú ert á meðferð með Prolia. Læknirinn mun ræða þetta við þig.

Þú gætir haft lítið magn kalsíums í blóði meðan á meðferð með Prolia stendur. Láttu lækninn tafarlaust vita ef þú tekur eftir einhverjum af eftirfarandi einkennum:krampar, kippir eða sinadráttur í vöðvum og/eða doði eða náladofi í fingrunum, tánum eða í kringum munninn og/eða flog, ringlun eða meðvitundarleysi.

Láttu lækninn vita ef þú ert með eða hefur fengið alvarlega nýrnasjúkdóma, nýrnabilun eða hefur þurft á blóðskilun að halda, en það getur aukið hættu á lágu kalsíumgildi í blóði ef þú færð ekki kalsíumuppbót.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur verið greint frá aukaverkun sem kallast beindrep í kjálka (beinskemmdir í kjálka) (getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum) hjá sjúklingum sem fá Prolia við beinþynningu. Beindrep í kjálka getur einnig komið fram eftir að meðferð hefur verið stöðvuð.

Mikilvægt er að koma í veg fyrir að beindrep í kjálka þróist þar sem það getur verið sársaukafullt ástand sem getur verið erfitt að meðhöndla. Til að lágmarka hættu á að fá beindrep í kjálka ættir þú að grípa til nokkurra varúðarráðstafana.

Láttu lækninn eða hjúkrunarfræðinginn (heilbrigðisstarfsmann) vita áður en þú færð meðferð ef þú:

ert með einhver vandamál tengd munni eða tönnum eins og lélega tannheilsu, tannholdssjúkdóm eða fyrirhugaðan tanndrátt.

sinnir tannhirðu ekki reglulega eða hefur ekki farið í skoðun til tannlæknis í langan tíma.

reykir (þar sem það getur aukið hættu á tannvandamálum).

hefur áður fengið meðferð með bisfosfónötum (notuð til að meðhöndla eða koma í veg fyrir sjúkdóma í beinum).

notar lyf sem kallast barksterar (eins og prednisolon eða dexamethason).

ert með krabbamein.

Læknirinn gæti beðið þig um að fara í tannskoðun áður en þú byrjar á meðferð með Prolia.

Meðan á meðferð stendur skaltu viðhafa góða munnhirðu og fara reglulega í skoðun hjá tannlækni. Ef þú notar gervitennur skaltu ganga úr skugga um að þær passi vel. Ef þú ert í meðferð hjá tannlækni eða

tannaðgerð er fyrirhuguð (t.d. tanndráttur) skaltu láta lækninn vita um tannmeðferðina og tannlækninn vita að þú sért á meðferð með Prolia.

Hafðu tafarlaust samband við lækninn og tannlækni ef þú finnur fyrir óþægindum í tönnum eða munni eins og lausum tönnum, verkjum eða bólgum eða sárum sem gróa ekki eða útferð úr sári þar sem þetta gætu verið einkenni beindreps í kjálka.

Börn og unglingar

Prolia er ekki ætlað börnum og unglingum yngri en 18 ára. Ekki hafa farið fram rannsóknir á notkun Prolia hjá börnum og unglingum.

Notkun annarra lyfja samhliða Prolia

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Sérstakalega er mikilvægt að láta lækninn vita ef annað lyf sem inniheldur denosumab er notað.

Ekki skal nota Prolia samtímis öðrum lyfjum sem innihalda denosumab.

Meðganga og brjóstagjöf

Rannsóknir á Prolia hafa ekki verið gerðar á meðgöngu. Mikilvægt er að þú látir lækninn vita ef þú ert þunguð, telur að þú gætir verið þunguð eða fyrirhugar að verða þunguð. Ekki er mælt með notkun Prolia á meðgöngu.

Ef þú verður barnshafandi meðan á meðferð með Prolia stendur skaltu segja lækninum frá því.

Ekki er vitað hvort Prolia skilst út í brjóstamjólk. Mikilvægt er að þú látir lækninn vita ef þú ert með barn á brjósti eða fyrirhugar að hafa barn á brjósti. Læknirinn mun hjálpa þér að ákveða hvort rétt sé að hætta brjóstagjöf eða hætta notkun Prolia, með í huga ávinning af brjóstagjöf fyrir barnið og ávinning af notkun Prolia fyrir móðurina.

Ef þú ert með barn á brjósti meðan á meðferð með Prolia stendur skaltu segja lækninum frá því.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Akstur og notkun véla

Prolia hefur engin eða hverfandi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Prolia inniheldur sorbitol (E420)

Ef læknirinn hefur sagt þér að þú hafir óþol fyrir sumum tegundum sykurs (sorbítól E420) skaltu hafa samband við lækninn áður en þú tekur lyfið inn.

Ef þú ert á saltsnauðu fæði

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í hverjum 60 mg og telst því „natríumfrítt“.

3.Hvernig nota á Prolia

Ráðlagður skammtur er ein áfyllt sprauta með 60 mg sem gefin er á sex mánaða fresti með einni inndælingu undir húð. Bestu staðirnir til að gefa inndælinguna eru efst á

lærum og á kvið. Umönnunaraðili þinn getur einnig notað aftanverða upphandleggi. Í hverri pakkningu af Prolia er áminningarkort með límmiðum sem hægt er að fjarlægja af kortinu. Notaðu límmiðana til þess að merkja inn á dagatalið þitt og/eða áminningarkortið hvenær þú átt að fá næstu inndælingu.

Þú ættir einnig að taka kalk og D-vítamín á meðan þú ert á meðferð með Prolia. Læknirinn mun ræða þetta við þig.

Læknirinn gæti ákveðið að best sé að þú eða umönnunaraðili þinn gefi þér Prolia inndælingu. Læknirinn eða heilbrigðisstarfsmaður sýna þér eða umönnunaraðila þínum hvernig nota á Prolia. Leiðbeiningar um hvernig á að gefa Prolia inndælingu eru í kaflanum aftast í þessum fylgiseðli.

Ef gleymist að nota Prolia

Ef skammtur af Prolia gleymist, skal gefa inndælinguna svo fljótt sem auðið er. Eftir það á að tímasetja inndælingar á 6 mánaða fresti frá dagsetningu þeirrar inndælingar.

Ef hætt er að nota Prolia

Til þess að fá sem mestan ávinning af meðferðinni er mikilvægt að nota Prolia í þann tíma sem læknirinn ávísar því. Ráðfærðu þig við lækninn áður en þú hættir á meðferðinni.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ísjaldgæfum tilvikum fá sjúklingar sem nota Prolia sýkingar í húð (aðallega húðbeðsbólgu). Láttu lækninn tafarlaust vita ef þú finnur fyrir einhverjum eftirtalinna einkenna meðan á meðferð með Prolia stendur: þroti og roði í húð sem algengast er að komi fram á fótlegg, ásamt hita og eymslum í húðinni og hugsanlega með einkennum um hækkaðan líkamshita.

Ísjaldgæfum tilfellum geta sjúklingar sem nota Prolia fundið fyrir verkjum í munni og/eða kjálka, þrota eða sárum sem ekki gróa í munni eða kjálka, útferð úr sári, doða eða tilfinningu um aukna þyngd í kjálka, eða lausri tönn. Þetta gætu verið einkenni um beinskemmdir í kjálka (beindrep). Láttu lækninn eða tannlækni vita tafarlaust ef þú finnur fyrir þess háttar einkennum meðan á meðferð með Prolia stendur og eftir að meðferð hefur verið stöðvuð.

Ísjaldgæfum tilfellum geta sjúklingar sem nota Prolia haft lítið magn kalsíums í blóði (blóðkalsíumlækkun). Einkennin eru m.a. krampar, kippir eða sinadráttur í vöðvum, og/eða dofi eða náladofi í fingrum, tám eða umhverfis munn og/eða flog, rugl, eða meðvitundarleysi. Ef eitthvað af þessu á við um þig skaltu láta lækninn vita tafarlaust. Lítið kalsíum í blóði getur einnig leitt til breytingar á hjartslætti sem er kölluð lenging QT-bils og er greinanleg á hjartalínuriti.

Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

verkur í beinum, liðum og/eða vöðvum sem getur verið verulegur,

verkur í handlegg eða fótlegg (verkur í útlim).

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

sársaukafull þvaglát, tíð þvaglát, blóð í þvagi, þvagleki,

sýking í efri hluta öndunarvegar,

verkur, náladofi eða dofi sem leiðir niður í fótlegg (settaugarbólga),

ský á augasteini (augndrer),

hægðatregða,

óþægindi í kvið,

útbrot,

einkenni frá húð með kláða, roða og/eða þurrki (exem).

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

hiti, uppköst, kviðverkir eða óþægindi (sarpbólga),

sýking í eyra.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

ofnæmisviðbrögð (til dæmis þroti í andliti, vörum, tungu, hálsi eða öðrum líkamshlutum, húðútbrot, kláði eða ofsakláði í húð, hvæsandi öndun eða öndunarerfiðleikar).

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Talaðu við lækninn ef þú finnur fyrir sársauka í eyra, útferð frá eyra og/eða sýkingu í eyra. Þetta geta verið einkenni um beinskemmdir í eyranu.

Óvenjuleg brot á lærlegg geta í mjög sjaldgæfum tilfellum komið fyrir. Hafið samband við lækninn ef vart verður við nýjan eða óvenjulegan verk í mjöðm, nára eða læri meðan á meðferð með Prolia stendur þar sem þetta geta verið snemmbúnar vísbendingar um hugsanlegt brot í lærlegg.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Prolia

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum og öskjunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2°C – 8°C).

Má ekki frjósa.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Hristið ekki óhóflega.

Áfylltu sprautuna má taka úr kæli til að hún nái stofuhita (allt að 25°C) fyrir inndælingu. Þá verður inndælingin þægilegri. Eftir að sprautan hefur verið tekin úr kæli til að ná stofuhita (allt að 25°C), verður að nota hana innan 30 daga.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Prolia inniheldur

-Virka innihaldsefnið er denosumab. Hver 1 ml áfyllt sprauta inniheldur 60 mg af denosumabi (60 mg/ml).

-Önnur innihaldsefni eru hrein ediksýra, natríumhýdroxíð, sorbítól (E420), pólýsorbat 20 og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Prolia og pakkningastærðir

Prolia er tært, litlaust eða gulleitt stungulyf, lausn sem afgreitt er í áfylltum sprautum tilbúnum til notkunar.

Hver pakkning inniheldur eina áfyllta sprautu með nálarvörn.

Hver pakkning inniheldur eina áfyllta sprautu.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi:

Amgen Europe B.V. Minervum 7061 4817 ZK Breda Holland

Markaðsleyfishafi:

Amgen Europe B.V.

Minervum 7061

4817 ZK Breda

Holland

Framleiðandi:

Amgen Technology (Ireland) Unlimited Company

Pottery Road

Dun Laoghaire Co Dublin Írland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið.

België/Belgique/Belgien

Lietuva

s.a. Amgen n.v.

Amgen Switzerland AG Vilniaus filialas

Tel/Tél: +32 (0)2 7752711

Tel: +370 5 219 7474

България

Luxembourg/Luxemburg

Амджен България ЕООД

s.a. Amgen

Тел.: +359 (0)2 424 7440

Belgique/Belgien

 

Tel/Tél: +32 (0)2 7752711

Česká republika

Magyarország

Amgen s.r.o.

Amgen Kft.

Tel: +420 221 773 500

Tel.: +36 1 35 44 700

Danmark

Amgen, filial af Amgen AB, Sverige Tlf: +45 39617500

Deutschland

AMGEN GmbH

Tel.: +49 89 1490960

Eesti

Amgen Switzerland AG Vilniaus filialas Tel: +372 586 09553

Ελλάδα

Amgen Ελλάς Φαρμακευτικά Ε.Π.Ε. Τηλ.: +30 210 3447000

España

Amgen S.A.

Tel: +34 93 600 18 60

France

Amgen S.A.S.

Tél: +33 (0)9 69 363 363

Hrvatska

Amgen d.o.o.

Tel: +385 (0)1 562 57 20

Ireland

Amgen Limited

United Kingdom

Tel: +44 (0)1223 420305

Ísland

Vistor hf.

Sími: +354 535 7000

Italia

Amgen S.r.l.

Tel: +39 02 6241121

Kύπρος

C.A. Papaellinas Ltd Τηλ: +357 22741 741

Latvija

Amgen Switzerland AG Rīgas filiāle

Tel: +371 257 25888

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Malta

Amgen B.V.

The Netherlands

Tel: +31 (0)76 5732500

Nederland

Amgen B.V.

Tel: +31 (0)76 5732500

Norge

Amgen AB

Tel: +47 23308000

Österreich

Amgen GmbH

Tel: +43 (0)1 50 217

Polska

Amgen Biotechnologia Sp. z o.o.

Tel.: +48 22 581 3000

Portugal

Amgen Biofarmacêutica, Lda.

Tel: +351 21 4220550

România

Amgen România SRL

Tel: +4021 527 3000

Slovenija

AMGEN zdravila d.o.o.

Tel: +386 (0)1 585 1767

Slovenská republika

Amgen Slovakia s.r.o.

Tel: +421 33 321 13 22

Suomi/Finland

Amgen AB, sivuliike Suomessa/Amgen AB, filial i Finland

Puh/Tel: +358 (0)9 54900500

Sverige

Amgen AB

Tel: +46 (0)8 6951100

United Kingdom

Amgen Limited

Tel: +44 (0)1223 420305

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is/

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Leiðbeiningar um notkun:

Leiðbeiningar um einstaka hluti sprautunnar

Fyrir notkunEftir notkun

Stimpill

Notaður stimpill

Merkimiði á sprautu

Notaður sprautubolur

Grip

 

Merkimiði á sprautu

Notuð nál

Sprautubolur

 

Öryggishlíf sprautu

 

 

Notuð fjöður á

 

nálarvörn

Fjöður á nálarvörn

 

Grá nálarhetta á

 

sprautu

Grá nálarhetta ekki á

 

sprautu

Mikilvægt

Áður en Prolia áfyllt sprauta með sjálfvirkri nálarvörn er notuð, skaltu lesa þessar mikilvægu upplýsingar:

Mikilvægt er að enginn reyni að sprauta sig án þess að hafa fengið sérstaka þjálfun hjá lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni.

Prolia er gefið með inndælingu í vefinn rétt undir húðinni (inndæling undir húð).

Ef þú ert með ofnæmi fyrir latexi skaltu segja lækninum frá því (nálarhettan á áfylltu sprautunni inniheldur latexafleiðu).

Ekki fjarlægja gráu nálarhettuna af áfylltu sprautunni fyrr en þú ert tilbúinn fyrir inndælinguna.

Ekki nota áfyllta sprautu sem hefur dottið á hart yfirborð. Nota skal nýja áfyllta sprautu og hafa samband við lækninn eða heilbrigðisstarfsmann.

Ekki reyna að virkja áfylltu sprautuna fyrr en komið er að inndælingu.

Ekki reyna að taka gegnsæju öryggishlífina af áfylltu sprautunni.

Hafið samband við lækninn eða heilbrigðisstarfsmann ef frekari spurningar vakna.

Skref 1: Undirbúningur

ATakið áfylltu sprautuna úr bakkanum í pakkningunni og takið til allan þann búnað sem þarf fyrir inndælinguna: sprittþurrkur, bómullarhnoðra eða grisju, plástur og nálabox (fylgir ekki).

Látið sprautuna vera í stofuhita í u.þ.b. 30 mínútur til að draga úr óþægindum við inndælingu. Þvoið hendurnar vandlega með sápu og vatni.

Komið nýju áfylltu sprautunni og þeim búnaði sem þarf, fyrir á hreinu yfirborði með góðri lýsingu. Ekki reyna að hita sprautuna eins og t.d. með heitu vatni eða í örbylgjuofni.

Ekki skilja áfylltu sprautuna eftir þar sem hún gæti verið útsett fyrir sólarljósi. Ekki hrista áfylltu sprautuna.

Geymið áfylltu sprautuna þar sem börn hvorki ná til né sjá.

BOpnið bakkann með því að fjarlægja filmuna. Grípið um öryggishlífina á áfylltu sprautunni þegar áfyllta sprautan er tekin úr bakkanum.

Grípið hér um

Af öryggisástæðum:

Ekki grípa um stimpilinn.

Ekki grípa um gráu nálarhettuna.

C Skoðið lyfið og áfylltu sprautuna.

Lyf

Ekki nota áfylltu sprautuna ef:

lyfið er skýjað eða inniheldur agnir. Lausnin á að vera tær, litlaus eða lítið eitt gulleit.

einhver hlutur virðist vera sprunginn eða brotinn.

gráu nálarhettuna vantar eða ef hún er ekki nógu föst á sprautunni.

komið er fram yfir fyrningardagsetningu sem er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Íöllum tilvikum skal hafa samband við lækninn eða heilbrigðisstarfsmann.

Skref 2: Verið tilbúin

A Þvoið hendur vandlega. Undirbúið og hreinsið stungustaðinn.

Upphandleggur

Kviður

Ofanvert læri

Mögulegir stungustaðir:

Ofanvert læri.

Kviður, fyrir utan 5 cm svæði í kringum naflann.

Utanverður upphandleggur (eingöngu ef einhver annar gefur inndælinguna).

Hreinsið stungustaðinn með sprittþurrku. Leyfið húðinni að þorna. Ekki snerta stungustaðinn fyrir inndælinguna.

Ekki gefa inndælingu á húðsvæði sem eru viðkvæm, marin, rauð eða hörð. Forðist inndælingu á svæði með örum eða húðsliti.

B Dragið gráu nálarhettuna gætilega beint af og frá líkamanum.

C Klípið í stungustaðinn til að búa til þétt yfirborð.

Mikilvægt er að halda húðinni klemmdri meðan inndælingin fer fram.

Skref 3: Inndæling

A Haldið húðinni klemmdri. STINGIÐ nálinni í húðina.

Ekki snerta hreinsaða húðsvæðið.

BÝTIÐ stimplinum með hægum og jöfnum þrýstingi þar til þið finnið fyrir eða heyrið „smell“. Ýtið alla leið niður í gegnum smellinn.

„SMELLUR“

Mikilvægt er að ýta niður í gegnum „smellinn“ til þess að gefa allan skammtinn.

C SLEPPIÐ þumlinum. LYFTIÐ síðan sprautunni af húðinni.

Þegar stimplinum hefur verið sleppt mun öryggishlíf áfylltu sprautunnar hylja nálina á öruggan hátt. Ekki setja gráu nálarhettuna aftur á notaða áfyllta sprautu.

Skref 4: Að lokum

A Fleygið notaðri áfylltri sprautunni og öðrum búnaði í nálabox.

Lyfjum skal fargað í samræmi við gildandi reglur. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

Geymið sprautuna og nálabox þar sem börn hvorki ná til né sjá. Ekki endurnýta áfyllta sprautu.

Ekki endurvinna áfylltar sprautur eða fleygja þeim með heimilissorpi.

B Kannið stungustaðinn.

Ef það blæðir, skal þrýsta bómullarhnoðra eða grisju á stungustaðinn. Ekki nudda stungustaðinn. Setjið plástur á stungustaðinn ef þess þarf.

__________________________________________________________________________________

Aðskilinn viðbótarfylgiseðill:

Framhlið – Prolia leiðbeiningar:

 

 

Leiðbeiningar – Lesið allar leiðbeiningarnar sem er að finna í öskjunni fyrir notkun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hlið 1

 

 

 

 

 

 

Upphand-

 

 

 

 

Snúið við til

 

 

 

 

 

 

leggur

 

 

 

 

að halda

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

áfram…

 

ÍSLENSKA

 

 

 

 

Kviður

 

 

 

 

 

 

 

Grípið hér um

 

 

 

Ofanvert

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

læri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Opnið bakkann með því

 

Þvoið hendur vandlega.

 

Dragið gráu

 

 

 

 

 

að fjarlægja filmuna.

 

 

Undirbúið og hreinsið

 

nálarhettuna gætilega

 

 

 

 

 

Grípið um öryggishlífina

 

stungustaðinn.

 

 

beint af og frá

 

 

 

 

 

á áfylltu sprautunni þegar

 

 

 

 

 

líkamanum.

 

 

 

 

 

áfyllta sprautan er tekin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

úr bakkanum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bakhlið- Prolia leiðbeiningar:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hlið 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesið hina

 

 

 

 

„SMELLUR“

 

 

 

 

 

 

 

 

hliðina

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

fyrst

 

ÍSLENSKA

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

húðinni. STINGIÐ

hægum og jöfnum

 

þumlinum.

áfylltri sprautu

 

 

 

 

Klemmið og haldið

ÝTIÐ stimplinum með

 

SLEPPIÐ

Fleygið notaðri

 

 

 

 

nálinni í húðina.

þrýstingi þar til þið

 

LYFTIÐ síðan

og öðrum

 

 

 

 

 

finnið fyrir eða heyrið

 

sprautunni af

búnaði í

 

 

 

 

 

„smell“. Ýtið alla leið

 

húðinni.

 

nálabox.

 

 

 

 

 

niður í gegnum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

smellinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

Leiðbeiningar um inndælingu Prolia með áfylltri sprautu

Þessi kafli inniheldur upplýsingar um hvernig nota skal áfyllta sprautu af Prolia. Mikilvægt er að þú eða umönnunaraðili þinn gefi ekki inndælinguna nema að fenginni þjálfun hjá lækni eða heilbrigðisstarfsmanni. Þvoðu ávallt hendurnar fyrir hverja inndælingu. Ef þú þarft nánari upplýsingar um hvernig á að gefa inndælinguna hafðu þá samband við lækninn eða heilbrigðisstarfsmann.

Áður en þú byrjar

Lestu allar leiðbeiningarnar vandlega áður en þú notar áfylltu sprautuna.

EKKI nota áfylltu sprautuna ef nálarhlífin hefur verið fjarlægð.

Hvernig á að nota áfyllta sprautu af Prolia?

Læknirinn hefur ávísað áfylltri sprautu af Prolia til inndælingar í vefinn rétt undir húðinni. Dæla verður inn öllu innihaldi (1 ml) áfylltu sprautunnar af Prolia og skal það gert á 6 mánaða fresti samkvæmt fyrirmælum læknisins.

Áhöld:

Til þess að gefa inndælingu þarf:

1.nýja áfyllta sprautu með Prolia; og

2.sprittþurrkur eða sambærilegar þurrkur.

Það sem gera skal áður en Prolia er gefið með inndælingu undir húð

1.Taktu áfylltu sprautuna úr kæli.

EKKI taka um stimpilinn eða nálarhlífina þegar þú tekur sprautuna upp. Það gæti valdið skemmdum á búnaðinum.

2.Áfyllta sprautan má síðan liggja utan kælis til að hún nái stofuhita. Þá verður inndælingin þægilegri.

EKKI hita hana á nokkurn annan hátt svo sem í örbylgjuofni eða í heitu vatni. EKKI láta sprautuna liggja þar sem hún gæti verið útsett fyrir sólarljósi.

3.EKKI hrista áfylltu sprautuna óhóflega.

4.EKKI fjarlægja nálarhlífina af áfylltu sprautunni fyrr en þú ert tilbúin/-nn til að gefa inndælinguna.

5.Athugaðu fyrningardagsetninguna á merkimiðanum á áfylltu sprautunni (EXP). EKKI nota lyfið ef komið er fram yfir síðasta dag mánaðarins sem þar kemur fram.

6.Athugaðu útlit Prolia. Það á að vera tær, litlaus eða gulleit lausn. Ekki á að gefa inndælinguna ef lausnin inniheldur agnir, hefur breytt um lit eða er skýjuð.

7.Finndu þér þægilegt, vel upplýst, hreint vinnuborð og hafðu öll áhöldin innan seilingar.

8.Þvoðu hendurnar vandlega.

Hvar átt þú að gefa inndælinguna?

Bestu staðirnir til að gefa inndælinguna eru efst á lærum og á kvið.

Umönnunaraðili þinn getur einnig notað aftanverða upphandleggi.

Hvernig gefurðu inndælinguna?

1.Sótthreinsaðu húðina með því að nota sprittþurrku.

2.Til að forðast að beygja nálina skaltu draga nálarhlífina varlega beint fram af nálinni án þess að snúa henni, eins og sýnt er á myndum 1 og 2. EKKI snerta nálina eða þrýsta á stimpilinn.

3.Þú gætir tekið eftir lítilli loftbólu í áfylltu sprautunni. Þú þarft ekki að fjarlægja loftbóluna áður en þú gefur inndælinguna. Inndæling lausnarinnar með loftbólunni er skaðlaus.

4.Klíptu saman húðina (án þess að kreista) með þumalfingri og vísifingri. Stingdu nálinni alla leið inn í húðina á þann hátt sem læknirinn eða heilbrigðisstarfsmaður hefur sýnt þér.

5.Þrýstu á stimpilinn með hægum, stöðugum þrýstingi og haltu húðinni milli fingranna á meðan. Þrýstu stimplinum alla leið niður til þess að dæla inn allri lausninni.

6.Dragðu nálina út og slepptu takinu á húðinni.

7.Ef þú sérð blóðdropa getur þú þerrað hann með bómullarhnoðra eða bréfþurrku. Ekki nudda stungustaðinn. Ef þörf er á getur þú sett plástur á stungustaðinn.

8.Notaðu hverja áfyllta sprautu aðeins til einnar inndælingar. EKKI nota Prolia sem verður eftir í sprautunni ef eitthvað verður eftir.

Mundu: ef þú þarft aðstoð, hafðu þá samband við lækninn eða heilbrigðisstarfsmann og fáðu ráðleggingar hjá þeim.

Förgun notaðra sprauta

EKKI setja nálarhlífina aftur á notaðar nálar.

Geymið notaðar sprautur þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Farga skal notaðri sprautu í samræmi við gildandi reglur. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig heppilegast sé að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf