Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Quinsair (levofloxacin) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J01MA12

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsQuinsair
ATC-kóðiJ01MA12
Efnilevofloxacin
FramleiðandiHorizon Pharma Europe BV

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Quinsair 240 mg lausn fyrir eimgjafa

2.INNIHALDSLÝSING

Hver ml af lausn fyrir eimgjafa inniheldur levófloxasín hemihýdrat sem jafngildir 100 mg af levófloxasíni. Hver lykja inniheldur 240 mg af levófloxasíni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Lausn fyrir eimgjafa.

Tær, fölgul lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Quinsair er ætlað til meðferðar á langvinnum lungnasýkingum af völdum Pseudomonas aeruginosa hjá fullorðnum sjúklingum með slímseigjusjúkdóm (CF, cystic fibrosis, sjá kafla 5.1).

Hafa ber í huga opinber tilmæli varðandi notkun sýklalyfja.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur er 240 mg (ein lykja) sem gefin er til innöndunar tvisvar á dag (sjá kafla 5.2).

Quinsair er tekið í lotum sem skiptast í 28 daga í meðferð og síðan 28 daga án meðferðar. Halda má þessari lotumeðferð áfram svo lengi sem læknirinn telur að sjúklingur hljóti ávinning af henni.

Láta skal 12 klst. líða milli innöndunar skammta eins og mögulegt er.

Ef skammtur gleymist skal taka hann um leið og sjúklingur man eftir því svo lengi sem minnst 8 klst. eru þar til taka skal næsta skammt til innöndunar. Sjúklingar skulu ekki anda inn innihaldi fleiri en einnar lykju til þess að bæta upp fyrir skammt sem hefur gleymst.

Ef vart verður við bráðan berkjukrampa ásamt einkennum eftir notkun Quinsair geta sjúklingar hlotið ávinning af notkun berkjuvíkkandi lyfs með stutta virkni í að minnsta kosti 15 mínútur til 4 klst. áður en síðari skammtar eru teknir (sjá kafla 4.4 og 4.8).

Aldraðir (≥ 65 ára)

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Quinsair hjá öldruðum með slímseigjusjúkdóm.

Skert nýrnastarfsemi

Ekki þarf að aðlaga skammta hjá sjúklingum með væga eða í meðallagi skerta nýrnastarfsemi (áætluð kreatínínúthreinsun ≥ 20 ml/mín. samkvæmt Cockcroft-Gault jöfnu). Quinsair er ekki ráðlagt til notkunar handa sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun ˂ 20 ml/mín.).

Skert lifrarstarfsemi

Ekki þarf að aðlaga skammta (sjá kafla 5.2).

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Quinsair hjá börnum á aldrinum ˂ 18 ára. Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í kafla 4.8, 5.1, 5.2 og 5.3 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Lyfjagjöf

Til innöndunar.

Þegar lykja hefur verið opnuð skal nota innihaldið tafarlaust (sjá kafla 6.6).

Ef sjúklingar nota margar meðferðir til innöndunar er mælt með eftirfarandi röð lyfjagjafar:

1.Berkjuvíkkandi efni;

2.Dornasi alfa;

3.Aðferðir sem beitt er til að losa slím úr loftvegum;

4.Quinsair

5.Sterar til innöndunar.

Quinsair skal aðeins nota ásamt Zirela eimgjafatækinu (með Zirela úðagjafa) sem fylgir pakkningunni, tengdu við eBase stilli eða eFlow rapid stýrieiningu (sjá kafla 6.6). Lesa skal notkunarleiðbeiningar fyrir Zirela eimgjafakerfi áður en Quinsair er notað í fyrsta skipti.

In vitro rannsóknir þar sem Zirela eimgjafakerfi var notað með Quinsair sýndu eftirfarandi upplýsingar varðandi lyfjagjöf: loftaflfræðilegt massamiðgildisþvermál (smádropadreifing): 3,56 míkrómetrar (1,51 rúmfræðilegt staðalfrávik); lyfjagjafarhraði: 24,86 mg/mínútu (4,05 staðalfrávik, SD), og heildarmagn af gefnu lyfi: 236,1 mg (7,1 SD). Zirela eimgjafakerfi var notað til þess að gefa Quinsair í klínísku rannsóknunum sem lýst er í kafla 5.1.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu, öðrum kínólónum, eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Saga um sinaraskanir í tengslum við lyfjagjöf með flúorókínólóni.

Flogaveiki.

Meðganga.

Konur með börn á brjósti.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ofnæmisviðbrögð

Levófloxasín getur valdið alvarlegum og hugsanlega banvænum ofnæmisviðbrögðum (t.d. á borð við ofsabjúg og bráðaofnæmi).

Alvarleg viðbrögð með blöðrumyndun

Tilkynnt hefur verið um tilvik alvarlegra viðbragða með blöðrumyndun, svo sem Stevens-Johnson heilkenni eða eitrunardreplos húðþekju, við altæka (systemic) gjöf levófloxasíns (sjá kafla 4.8).

Lifrarraskanir

Tilkynnt hefur verið um tilvik lifrardreps og allt að banvænni lifrarbilun við altæka (systemic) gjöf levófloxasíns, einkum hjá sjúklingum með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma (t.d. blóðsýkingu, sjá kafla 4.8). Ráðleggja skal sjúklingum að hætta meðferð og hafa samband við lækninn ef vart verður við merki og einkenni um lifrarsjúkdóm á borð við lystarstol, gulu, dökkt þvag, kláða eða eymsli í kvið.

Lenging QT bils

Gæta skal varúðar við notkun flúorókínólóna, þar með talið levófloxasíns, handa sjúklingum með þekkta áhættu hvað varðar lengingu QT bils (sjá kafla 4.5, 4.8 og 4.9), til dæmis eftirfarandi:

Meðfætt heilkenni langs QT bils.

Samhliða notkun virkra efna sem vitað er til að lengi QT bil (t.d. hjartsláttarstillandi lyf af flokki IA og III, þríhringa geðdeyfðarlyf, makrólíðar, geðrofslyf).

Ómeðhöndlað ójafnvægi blóðsalta (t.d. kalíumskortur í blóði, magnesíumskortur í blóði).

Hjartasjúkdómur (t.d. hjartabilun, hjartadrep, hægsláttur).

Aldraðir og konur kunna að vera viðkvæmari fyrir lyfjum sem lengja QTc. Því skal sýna aðgát við notkun flúorókínólóna, þar með talið levófloxasíns, hjá þessum sjúklingahópum.

Sjúklingar sem eiga flog á hættu

Kínólón kann að lækka flogaþröskuldinn og koma af stað flogum (sjá kafla 4.8). Levófloxasín er ekki ætlað sjúklingum með sögu um flogaveiki (sjá kafla 4.3) og eins og á við um önnur kínólón skal sýna afar mikla aðgát við notkun þess hjá sjúklingum sem eiga flog á hættu eða sem fá samhliða meðferð með virkum efnum sem lækka krampaþröskuld í heila, svo sem teófyllíni (sjá kafla 4.5).

Geðræn viðbrögð

Tilkynnt hefur verið um geðræn viðbrögð hjá sjúklingum sem fá kínólón, þar með talið levófloxasín. Í mjög fáum tilvikum hafa þau þróast yfir í sjálfsvígshugsanir og sjálfskaðandi hegðun, stundum eftir aðeins stakan skammt af levófloxasíni (sjá kafla 4.8). Mælt er með að sýna aðgát ef levófloxasín er notað handa geðsjúkum sjúklingum eða sjúklingum með sögu um geðsjúkdóm.

Úttaugakvilli

Tilkynnt hefur verið um útlægan skyntaugakvilla og útlægan skynhreyfitaugakvilla hjá sjúklingum sem fá flúorókínólón, þar með talið levófloxasín, sem getur haft hraða virkni (sjá kafla 4.8). Hætta skal notkun levófloxasíns ef sjúklingurinn finnur fyrir einkennum taugakvilla til þess að koma í veg fyrir að ástandið verði óafturkræft.

Versnun vöðvaslensfárs

Flúorókínólón, þar með talið levófloxasín, hafa blokkandi verkun á tauga og vöðva og kunna að auka slappleika í vöðvum hjá sjúklingum með vöðvaslensfár. Alvarlegar aukaverkanir eftir markaðssetningu, svo sem dauðsföll og þörf fyrir öndunaraðstoð, hafa verið settar í samhengi við notkun flúorókínólóns hjá sjúklingum með vöðvaslensfár. Levófloxasín er ekki ráðlagt handa sjúklingum með þekkta sögu um vöðvaslensfár.

Sinarbólga

Sinarbólga og sinarslit, stundum beggja megin, getur komið fram innan 48 klst. eftir að meðferð er hafin með levófloxasíni og tilkynnt hefur verið um slíkt allt að nokkrum mánuðum eftir að meðferð er hætt. Hættan á sinarbólgu og sinarsliti eykst hjá sjúklingum sem eru eldri en 60 ára, hjá sjúklingum sem fá daglega skammta sem nema 1000 mg og hjá sjúklingum sem nota barkstera.

Tilkynnt var um sinarbólgu hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm sem fengu Quinsair sem sjaldgæfa aukaverkun í klínískum rannsóknum (sjá kafla 4.8).

Berkjukrampi

Berkjukrampi er fylgikvilli í tengslum við meðferðir til innöndunar, svo sem Quinsair (sjá kafla 4.8). Ef vart verður við bráðan berkjukrampa eftir meðferð ásamt einkennum geta sjúklingar hlotið ávinning af notkun berkjuvíkkandi lyfs til innöndunar með stutta virkni áður en síðari skammtar eru teknir (sjá kafla 4.2).

Blóðhósti

Notkun lyfja til innöndunar getur valdið hóstaviðbrögðum. Aðeins skal gefa Quinsair sjúklingum með klínískt marktækan blóðhósti ef talið er að ávinningur af meðferð vegi þyngra en hættan á frekari blæðingu.

Sjúklingar með glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasa skort

Sjúklingar með dulinn eða greinilegan skort á virkni glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasa eiga það hugsanlega til að fá blóðlýsuviðbrögð við meðferð með sýklalyfjum sem innihalda kínólón. Ef nota á levófloxasín handa þessum sjúklingum skal því fylgjast með hugsanlegri blóðlýsu.

Sjúklingar sem eru meðhöndlaðir með K vítamín blokkum

Vegna hugsanlegrar hækkunar á storkuprófum (PT/INR) og/eða blæðingar hjá sjúklingum sem fá meðferð með levófloxasíni ásamt K vítamín blokka (t.d. warfaríni) skal hafa eftirlit með storkuprófum þegar þessi virku efni eru gefin samhliða (sjá kafla 4.5).

Aukning blóðsykurs

Eins og á við um öll lyf sem innihalda kínólón hefur verið tilkynnt um raskanir á blóðsykri, svo sem blóðsykurlækkun og blóðsykurhækkun, venjulega hjá sjúklingum með sykursýki sem fá samhliða meðferð með blóðsykurslækkandi lyfi til inntöku (t.d. glíbenklamíði) eða með insúlíni. Hjá sjúklingum með sykursýki er mælt með vandlegu eftirliti með blóðsykri (sjá kafla 4.8).

Sjúkdómur í tengslum við Clostridium difficile

Niðurgangur, einkum ef hann er svæsinn, þrálátur og/eða blóðugur, meðan á meðferð stendur með levófloxasíni eða eftir að henni lýkur (þar með talið mörgum vikum eftir meðferð), getur verið einkenni um sjúkdóm í tengslum við Clostridium difficile (CDAD). Sjúkdómur í tengslum við Clostridium difficile getur verið allt frá því að vera vægur í það að vera lífshættulegur, en alvarlegasta form hans er sýndarhimnuristilbólga.

Ónæmi gagnvart levófloxasíni, öðrum sýklalyfjum og örverum sem koma fram við meðferð

Hætta getur verið á myndun flúorókínólón-ónæmrar P. aeruginosa og endursýkingu af völdum örvera sem eru ónæmar fyrir flúorókínólóni, í tengslum við notkun Quinsair.

Sjónraskanir

Ef sjón skerðist eða vart verður við einhver áhrif á augu skal tafarlaust leita ráða hjá augnlækni (sjá kafla 4.7 og 4.8).

Forvarnir gegn ljósnæmi

Tilkynnt hefur verið um ljósnæmi með levófloxasíni (sjá kafla 4.8). Mælt er með því að sjúklingar forðist útsetningu fyrir sterku sólarljósi eða tilbúnum UV-geislum (t.d. ljósalampar, sólbaðsstofur) að óþörfu meðan á meðferð stendur og í 48 klst. eftir að meðferð er hætt, til þess að koma í veg fyrir ljósnæmi.

Truflanir á rannsóknarprófum

Hjá sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með levófloxasíni kann greining á ópíóíðum í þvagi að veita falskar jákvæðar niðurstöður. Nauðsynlegt getur reynst að staðfesta jákvæða skimun ópíóíða með nákvæmari aðferðum.

Levófloxasín kann að hamla vexti Mycobacterium tuberculosis og getur því veitt falskar jákvæðar niðurstöður við bakteríugreiningu á berklum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Áhrif annarra lyfja á levófloxasín

Levófloxasín skilst að mestu leyti óbreytt út með þvagi og umbrot eru í lágmarki (sjá kafla 5.2). Því er ekki búist við milliverkunum við CYP hemla eða örva.

Teófyllín, fenbúfen eða svipuð bólgueyðandi gigtarlyf

Engar lyfjahvarfamilliverkanir við levófloxasín komu fram með teófyllíni í klínískri rannsókn. Hins vegar getur flogaþröskuldur í heila lækkað verulega þegar kínólón eru gefin samtímis teófyllíni, bólgueyðandi gigtarlyfjum eða öðrum efnum sem lækka flogaþröskuld. Styrkur levófloxasíns var u.þ.b. 13% meiri þegar fenbúfen var til staðar en þegar lyfið var gefið eitt og sér.

Próbenesíð og címetidín

Útskilnaður levófloxasíns um nýru minnkaði fyrir tilstilli címetidíns (24%) og próbenesíðs (34%). Þetta er vegna þess að bæði virku efnin geta blokkað pípluseytingu levófloxasíns um nýru. En við þá skammta sem prófaðir voru í rannsókninni er hins vegar ólíklegt að tölfræðilega marktækur munur á lyfjahvörfum hafi klíníska þýðingu. Sýna ber varúð þegar levófloxasín er gefið samhliða virkum efnum sem hafa áhrif á pípluseytingu um nýru á borð við próbenesíð og címetidín, einkum hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Aðrar viðeigandi upplýsingar

Klínískar lyfjafræðirannsóknir sýndu að lyfjahvörf levófloxasíns urðu ekki fyrir neinum klínískt marktækum áhrifum þegar levófloxasín var gefið ásamt eftirfarandi virkum efnum: kalsíum karbónat, dígoxín, glíbenklamíð og ranitidín.

Áhrif levófloxasíns á önnur lyf

CYP1A2 hvarfefni

Í lyfjahvarfarannsókn á milliverkunum hafði levófloxasín ekki áhrif á lyfjahvörf teófyllíns (sem er þreifihvarfefni fyrir CYP1A2) sem gefur til kynna að levófloxasín sé ekki CYP1A2 hemill.

CYP2C9 hvarfefni

In vitro rannsókn gaf til kynna litlar líkur á milliverkunum milli levófloxasíns og CYP2C9 hvarfefnis.

Milliverkanir vegna áhrifa á flutningsefni

In vitro rannsóknir sýndu að hemlun megin flutningsefna í tengslum við ferli lyfs í nýrum (fjölpeptíð flutningsefni fyrir lífrænar anjónir-1B1 (OATP1B1), OATP1B3, flutningsefni fyrir lífrænar anjónir-1 (OAT1), OAT3 og flutningsefni fyrir lífrænar katjónir-2 (OCT2)), við útsetningu í kjölfar innöndunar 240 mg af levófloxasíni tvisvar á dag, er lítil.

Auk þess benda klínískar upplýsingar ekki til milliverkunar við hvarfefni P-glýkóprótíns (P-gp), svo sem dígoxín.

Cíklósporín

Helmingunartími cíklósporíns jókst um 33% þegar það var gefið samhliða levófloxasíni.

K vítamín blokkar

Tilkynnt hefur verið um hækkuð storkupróf (PT/INR) og/eða blæðingu, sem getur reynst alvarleg, hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með levófloxasíni samhliða K vítamín blokka (t.d. warfaríni). Því skal hafa eftirlit með storkuprófum hjá sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með K vítamín blokkum (sjá kafla 4.4).

Virk efni sem vitað er til að lengi QT bil

Gæta skal varúðar við notkun levófloxasíns hjá sjúklingum sem fá virk efni sem vitað er til að lengi QT bil (t.d. hjartsláttarstillandi lyf af flokki IA og III, þríhringa geðdeyfðarlyf, makrólíðar, geðrofslyf).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun levófloxasíns á meðgöngu. Dýrarannsóknir með levófloxasíni benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á æxlun (sjá kafla 5.3).

Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um menn og niðurstöður annarra rannsókna en klínískra benda til hættu á skemmdum á liðbrjóski í burðarliðum hjá vaxandi lífverum af völdum flúorókínólóna má hins vegar ekki nota Quinsair á meðgöngu (sjá kafla 4.3 og 5.3).

Brjóstagjöf

Ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um útskilnað levófloxasíns í brjóstamjólk. Hins vegar skiljast önnur flúorókínólón út í brjóstamjólk.

Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um menn og niðurstöður annarra rannsókna en klínískra benda til hættu á skemmdum á liðbrjóski burðarliða hjá vaxandi lífverum af völdum flúorókínólóna má hins vegar ekki nota Quinsair við brjóstagjöf (sjá kafla 4.3 og 5.3).

Frjósemi

Levófloxasín olli engri skerðingu á frjósemi eða æxlunargetu hjá rottum (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Sumar aukaverkanir (t.d. þreyta, þróttleysi, sjóntruflanir, sundl) kunna að skerða getu sjúklings hvað varðar einbeitingu og viðbrögð. Sjúklingum sem finna fyrir slíkum einkennum skal ráðlagt að aka hvorki né stjórna vélum.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisupplýsingum

Öryggi ráðlagðs skammts af Quinsair var metið hjá 472 sjúklingum með slímseigjusjúkdóm í tveimur tvíblindum rannsóknum með stakri lotu og samanburði við lyfleysu og í rannsókn með virku samanburðarlyfi með framlengingu án samanburðar sem valmöguleika.

Algengustu aukaverkanirnar sem tilkynnt var um voru hósti/hósti með uppgangi (54%), truflað bragðskyn (30%) og þreyta/þróttleysi (25%).

Tafla yfir aukaverkanir sem tilkynnt var um með Quinsair

Þær aukaverkanir sem eru í það minnsta líklega í orsakasamhengi við Quinsair eru tilgreindar samkvæmt MedDRA flokkun eftir líffærum. Lyfjaaukaverkanir eru skráðar eftir tíðni þannig að algengustu aukaverkanirnar koma fyrst fram. Tíðniflokkar eru skilgreindir á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

 

(≥ 1/10)

(≥ 1/100 til

(≥ 1/1.000 til

 

 

< 1/10)

< 1/100)

Sýkingar af völdum

 

Sveppasýking í

Sveppasýking í munni

sýkla og sníkjudýra

 

sköpum og

 

 

 

leggöngum

 

Blóð og eitlar

 

 

Blóðleysi*,

 

 

 

Daufkyrningafæð*

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmi*

Efnaskipti og næring

Lystarstol*

 

 

Geðræn vandamál

 

Svefnleysi*

Kvíði*,

 

 

 

Þunglyndi*

Taugakerfi

Truflað bragðskyn

Höfuðverkur,

Vanþefskyn*,

 

 

Sundl*

Svefnhöfgi*

Augu

 

 

Sjóntruflanir*

Eyru og völundarhús

 

Eyrnasuð*

Heyrnarskerðing*

Hjarta

 

 

Hraðtaktur*

Öndunarfæri, brjósthol

Hósti/hósti með

Raddtruflun

Berkjukrampi**,

og miðmæti

uppgangi,

 

Of mikil svörun í berkjum,

 

Mæði,

 

Teppuröskun í loftvegum

 

Breytingar á

 

 

 

berkjuseytingu

 

 

 

(magn og seigja)*,

 

 

 

Blóðhósti*

 

 

Meltingarfæri

 

Ógleði,

Kúgunartilfinning,

 

 

Uppköst,

Meltingarónot*,

 

 

Kviðverkir*,

Vindgangur*

 

 

Niðurgangur*

 

 

 

Hægðatregða*

 

Lifur og gall

 

 

Lifrarbólga*,

 

 

 

Gallrauðadreyri*

Húð og undirhúð

 

Útbrot

Ofsakláði*,

 

 

 

Kláði*

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Liðverkir,

Sinarbólga,

 

 

Vöðvaverkir*

Geislungabólga,

 

 

 

Stirðleiki í liðum

Nýru og þvagfæri

 

 

Nýrnabilun*

Almennar aukaverkanir

Þreyta/þróttleysi,

Sótthiti

 

og aukaverkanir á

Skert áreynsluþol

 

 

íkomustað

 

 

 

Rannsóknaniðurstöður

Þyngdartap**,

Hækkun alanín

Óeðlilegt lungnapróf,

 

Minnkað þvingað

amínótransferasa,

Hækkun alkalísks

 

útöndunarrúmmál*

Hækkun aspartat

fosfatasa*,

 

 

amínótransferasa,

QT lenging á

 

 

Skert

hjartalínuriti*,

 

 

lungnapróf*,

Fjölgun eósínfíkla*,

 

 

Hækkun og

Blóðflagnafæð*

 

 

lækkun

 

 

 

blóðsykurs*,

 

 

 

Hækkun

 

 

 

kreatíníns í blóði*

 

 

 

Óeðlileg

 

 

 

öndunarhljóð*

 

* Aukaverkanir sem óvíst er að tengist Quinsair en vitað er að tengjast altækri (systemic) gjöf levófloxasíns og/eða sem tengjast líklega notkun Quinsair og voru tilkynntar oftar en hjá lyfleysu í klínískum rannsóknum. ** Sjá nánar í málsgrein hér fyrir neðan.

Tafla með lista yfir aðrar aukaverkanir sem tilkynnt var um í kjölfar altækrar (systemic) gjafar levófloxasíns

Þær aukaverkanir sem eru í það minnsta líklega í orsakasamhengi við levófloxasín eru tilgreindar samkvæmt MedDRA flokkun eftir líffærum. Lyfjaaukaverkanir eru skráðar eftir tíðni þannig að algengustu aukaverkanirnar koma fyrst fram. Tíðniflokkar eru skilgreindir á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Flokkun eftir líffærum

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt (ekki

 

(≥ 1/1.000 til

(≥ 1/10.000 til

hægt að áætla tíðni út frá

 

< 1/100)

< 1/1.000)

fyrirliggjandi gögnum)

Blóð og eitlar

 

 

Blóðfrumnafæð*,

 

 

 

Kyrningahrap*,

 

 

 

Blóðlýsublóðleysi*

Ónæmiskerfi

 

Ofsabjúgur

Bráðaofnæmislost,

 

 

 

Bráðaofnæmislíkt lost

Efnaskipti og næring

 

 

Dá vegna

 

 

 

blóðsykurslækkunar

Geðræn vandamál

Ruglástand,

Geðræn viðbrögð

Geðraskanir ásamt

 

Taugaveiklun

(t.d. ofskynjanir,

sjálfskaðandi hegðun, svo

 

 

ofsóknarkennd),

sem sjálfsvígshugsunum

 

 

Óróleiki,

eða sjálfsvígstilraunum

 

 

Óeðlilegir

 

 

 

draumar,

 

 

 

Martraðir

 

Taugakerfi

Skjálfti

Krampi,

Útlægur skyntaugakvilli,

 

 

Náladofi

Útlægur

 

 

 

skynhreyfitaugakvilli,

 

 

 

Hreyfitruflun,

 

 

 

Utanstrýturöskun,

 

 

 

Yfirlið,

 

 

 

Góðkynja

 

 

 

innankúpuháþrýstingur

Augu

 

 

Skammvinnt sjóntap

Eyru og völundarhús

Svimi

 

 

 

Hjarta

 

Hjartsláttarónot

Sleglahraðtaktur,

 

 

 

 

Sleglasláttarglöp og torsade

 

 

 

 

de pointes

 

Æðar

 

Lágþrýstingur

 

 

Öndunarfæri, brjósthol

 

 

Ofnæmislungnabólga

 

og miðmæti

 

 

 

 

Lifur og gall

 

 

Gula og alvarlegur

 

 

 

 

lifraráverki, meðal annars

 

 

 

 

tilvik um banvæna bráða

 

 

 

 

lifrarbilun

 

Húð og undirhúð

Ofsvitnun

 

Eitrunardreplos húðþekju,

 

 

 

 

Stevens-Johnson heilkenni,

 

 

 

 

Regnbogaroðasótt,

 

 

 

 

Ljósnæmiviðbrögð,

 

 

 

 

Hvítkornasundrandi

 

 

 

 

æðabólga,

 

 

 

 

Munnbólga

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Slappleiki í

Rákvöðvalýsa,

 

 

 

vöðvum

Sinarslit,

 

 

 

 

Liðbandsslit,

 

 

 

 

Vöðvarof,

 

 

 

 

Liðagigt

 

Almennar aukaverkanir

 

 

Verkir (svo sem verkir í

 

og aukaverkanir á

 

 

baki, brjóstkassa og

 

íkomustað

 

 

útlimum)

 

* Sjá nánar í málsgrein hér á eftir.

 

 

Lýsing á völdum aukaverkunum

 

 

Ef vart verður við bráða þrengingu í berkjum ásamt einkennum eftir notkun Quinsair geta sjúklingar hlotið ávinning af notkun berkjuvíkkandi lyfs til innöndunar með stutta virkni áður en síðari skammtar eru teknir (sjá kafla 4.2 og 4.4).

Tilkynnt var um þyngdartap sem aukaverkun í klínískum rannsóknum en það var frekar talið tengjast sjúkdómnum en lyfinu.

Tilkynnt hefur verið um alvarlegar aukaverkanir á blóð, svo sem blóðfrumnafæð, kyrningahrap og blóðlýsublóðleysi í kjölfar altækrar (systemic) gjafar levófloxasíns. Ekki er hægt að áætla tíðni þeirra út frá fyrirliggjandi gögnum.

Börn

Í klínískum rannsóknum fengu 51 unglingar með slímseigjusjúkdóm (≥ 12 til < 18 ára) Quinsair 240 mg tvisvar á dag og 6 unglingar með slímseigjusjúkdóm Quinsair 120 mg (n = 3) eða 240 mg (n = 3) einu sinni á dag. Auk þess fengu 14 börn með slímseigjusjúkdóm (≥ 6 til < 12 ára) og

13 unglingar með slímseigjusjúkdóm (≥ 12 til < 17 ára) Quinsair 180 mg eða 240 mg einu sinni á dag í 14 daga. Byggt á þessum takmörkuðu upplýsingum virðist ekki vera neinn klínískt marktækur munur á öryggisupplýsingum varðandi Quinsair hjá þessum undirhópum barna samanborið við fullorðna.

Hins vegar hafa komið fram tvö tilvik um liðverki hjá börnum í klínískum rannsóknum með Quinsair og langtíma öryggisupplýsingar skortir, einkum varðandi áhrif á brjósk hjá dýrum. (Sjá

kafla 4.2 og 5.3.).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Við ofskömmtun skal veita einkennamiðaða meðferð. Hafa skal eftirlit með sjúklingi og veita næga rakagjöf. Hafa skal eftirlit með hjartalínuriti vegna möguleika á lengingu QT bils. Blóðskilun, þar með talin kviðskilun og samfelld kviðskilun utan sjúkrahúss (CAPD, continuous ambulatory peritoneal dialysis), hefur ekki reynst árangursrík við að fjarlægja levófloxasín úr líkamanum. Ekkert sérstakt mótefni er til.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Bakteríulyf til altækrar notkunar (systemic use), flúorókínólón ATC-flokkur: J01MA12

Levófloxasín er sýklalyf af flokki flúorókínólóna og S (-) handhverfa handhverfujafna virka efnisins ófloxacíns.

Verkunarháttur

Verkunarháttur levófloxasíns og annarra flúorókínólón sýklalyfja felur í sér hemlun DNA gýrasa og tópóísómerasa IV ensíma í bakteríum.

Lyfjahvarfa-/lyfhrifatengsl

Þær breytur sem tengjast sýkladrepandi áhrifum levófloxasíns eru Cmax/MIC og AUC/MIC hlutföll (Cmax = hámarksstyrkur á sýkingarstað, AUC = flatarmál undir ferli og MIC = lágmarks heftistyrkur).

Ónæmi

Ónæmi fyrir levófloxasíni myndast oftast við þrepaskipt ferli vegna stökkbreytinga DNA gýrasa og tópóísómerasa IV á marksvæði. Minnkað næmi gagnvart levófloxasíni getur einnig stafað af tilkomu plasmíða sem fela í sér prótín sem vernda þessi marksvæði gegn hemlun. Minnkað gegnflæði baktería (algengt hvað varðar P. aeruginosa) og verkunarhættir tengdir útflæði kunna einnig að draga úr eða ýta undir ónæmi.

Víxlónæmi kemur fram á milli levófloxasíns og annarra flúorókínólóna.

Næmismörk

Staðfest næmismörk varðandi altæka (systemic) gjöf (til inntöku eða í bláæð) levófloxasíns eiga ekki við um notkun til innöndunar.

Verkun

Sýnt var fram á verkun í tveimur samanburðarrannsóknum með lyfleysu og einni rannsókn með virku samanburðarlyfi hjá 448 sjúklingum sem var slembiraðað til að fá Quinsair 240 mg tvisvar á dag.

Tvær slembiraðaðar, tvíblindar, klínískar rannsóknir með stakri lotu og samanburði við lyfleysu (rannsókn 204 og 207) voru framkvæmdar á sjúklingum með slímseigjusjúkdóm og langvinna sýkingu af völdum P. aeruginosa. Fullorðnir og unglingar (≥ 12 til < 18 ára sem vega ≥ 30 kg) með áætlað FEV1 á milli 25% og 85% tóku þátt. Allir sjúklingar fengu líka að minnsta kosti 3 kúra af sýklalyfjameðferð til innöndunar gegn pseudomonas tegundum síðustu 12 mánuðina (rannsókn 204) eða 18 mánuðina (rannsókn 207) áður en þeir hófu þátttöku í rannsókninni, en ekkert síðustu

28 dagana áður en þátttaka í rannsókninni hófst. Auk þess að fá rannsóknarlyfið fengu sjúklingar áfram meðferð sem var staðalmeðferð við langvinnri lungnasýkingu. Alls var 259 sjúklingum slembiraðað til að fá Quinsair 240 mg tvisvar á dag í 28 daga (≥ 18 ára, n = 226; ≥ 12 til < 18 ára, n = 33) og 147 var slembiraðað til að fá lyfleysu (≥ 18 ára, n = 127; ≥ 12 til < 18 ára, n = 20). Rannsóknirnar tvær með samanburði við lyfleysu sýndu að 28 daga meðferð með Quinsair 240 mg tvisvar á dag olli verulegri framför hvað varðar hlutfallslega breytingu á áætluðu FEV1 prósentustigi frá grunngildi samanborið við lyfleysu (sjá töflu 1).

Tafla 1: Hlutfallsleg breyting á áætluðu FEV1 prósentustigi frá grunngildi fram að degi 28 í rannsóknum á verkun og öryggi Quinsair með samanburði við lyfleysu hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm

 

 

Stuðningsrannsóknir

 

Áætlað FEV1

Rannsókn 207 (ITT)

Rannsókn 204 (ITT) a

Lyfleysa

Quinsair

Lyfleysa

Quinsair

prósentustig

240 mg

240 mg

 

 

BID

 

BID

 

N = 110

N = 220

N = 37

N = 39

≥ 12 til < 18 ára, n (%)

16 (14,5)

30 (13,6)

4 (10,8)

3 (7,7)

≥ 18 ára, n (%)

94 (85,5)

190 (86,4)

33 (89,2)

36 (92,3)

Miðgildi grunngildis

56,32 (15,906)

56,53 (15,748)

52,4 (13,42)

48,8 (15,15)

(SD)

 

 

 

 

Hlutfallsleg breyting frá

 

 

 

 

grunngildi fram að

 

 

 

 

degi 28

1,24 (1,041)

3,66 (0,866)

-3,46 (2,828)

6,11 (2,929)

Meðallækkun minnstu

 

 

 

 

fervika (SE)

 

 

 

 

Meðferðarmunur á

2,42 [0,53; 4,31];

9,57 [3,39; 15,75];

degi 28 [95% CI] b

P = 0,012 c

P = 0,0026 c

CI = Öryggisbil; FEV1 = fráblástur á einni sekúndu; ITT = meðferðarþýði (allir sjúklingar sem er slembiraðað); P = P-gildi; SD = staðalfrávik; SE = staðalskekkja; ANCOVA = greining á samdreifni.

a ANCOVA með meðferðaraðstæður, svæði, aldur (16 til 18 ára, > 18 ára) og áætlað FEV1 prósentustig við grunngildi sem fjórðungsmörk. (Ath.: Í rannsókn 204 var 38 sjúklingum í viðbót slembiraðað til að fá Quinsair 120 mg einu sinni á dag (≥ 18 ára, n = 35; ≥ 16 til < 18 ára, n = 3) og 37 sjúklingum í viðbót slembiraðað til að fá Quinsair 240 mg einu sinni á dag (≥ 18 ára, n = 34; ≥ 16 til < 18 ára, n = 3).)

b Meðallækkun minnstu fervika fyrir mun hvað varðar Quinsair án lyfleysu. c Prófað með alfa sem nam 0,05.

Rannsókn 209 (meginhluti) var slembiröðuð, opin rannsókn á jafngildi með samanburðarhóp og virku samanburðarlyfi þar sem Quinsair var borið saman við tobramycín lausn til innöndunar (TIS) í

3 meðferðarlotum. Hver meðferðarlota fól í sér 28 daga meðferð með Quinsair 240 mg tvisvar á dag eða TIS 300 mg tvisvar á dag og síðan 28 daga án sýklalyfja til innöndunar. Fullorðnir og unglingar (≥ 12 til < 18 ára sem vega ≥ 30 kg) með áætlað FEV1 prósentustig á milli 25% og 85% tóku þátt. Allir sjúklingar höfðu einnig fengið að minnsta kosti 3 kúra af TIS síðustu 12 mánuðina áður en þeir hófu þátttöku í rannsókninni, en ekkert síðustu 28 dagana áður en þátttaka í rannsókninni hófst. Auk þess að fá rannsóknarlyfið fengu sjúklingar áfram meðferð sem var staðalmeðferð við langvinnri lungnasýkingu. Alls 189 sjúklingum var slembiraðað til að fá Quinsair 240 mg tvisvar á dag (≥ 18 ára, n = 170; ≥ 12 til < 18 ára, n = 19) og 93 var slembiraðað til að fá TIS (≥ 18 ára, n = 84; ≥ 12 til

<18 ára, n = 9). Fengnar niðurstöður varðandi meginendapunkta og helstu aukaendapunkta koma fram

átöflu 2.

Tafla 2: Niðurstöður varðandi meginendapunkta og helstu aukaendapunkta í rannsókn á verkun og öryggi Quinsair með virkum samanburði hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm CF

 

 

Miðlæg rannsókn – Rannsókn 209 (meginhluti; ITT)

Breyta

 

TIS

Quinsair

 

 

300 mg

240 mg

Meðferðarmunur a

 

 

BID

BID

 

 

N = 93

N = 189

 

≥ 12 til < 18 ára, n (%)

 

9 (9,7)

19 (10,1)*

 

≥ 18 ára, n (%)

 

84 (90,3)

170 (89,9)

 

Áætlað FEV1 prósentustig

 

53,20 (15,700)

54,78 (17,022)

 

Miðgildi grunngildis (SD)

 

 

 

 

 

 

Meginendapunktur:

 

 

 

 

Hlutfallsleg breyting FEV1

frá

N = 93

N = 189

Meðallækkun minnstu

grunngildi fram að degi 28 í

fervika [95% CI]:

0,38 (1,262) b

2,24 (1,019) b

lotu 1

 

1,86 [-0,66; 4,39] c

 

 

 

Aukaendapunktar :

 

 

 

 

Hlutfallsleg breyting FEV1

frá

N = 84

N = 170

Meðallækkun minnstu

grunngildi fram að degi 28 í

fervika [95% CI]:

-0,62 (1,352) b

2,35 (1,025) b

lotu 2

 

2,96 [-0,03; 5,95]

 

 

 

Hlutfallsleg breyting FEV1

frá

N = 83

N = 166

Meðallækkun minnstu

grunngildi fram að degi 28 í

fervika [95% CI]:

-0,09 (1,385) b

1,98 (1,049) b

lotu 3

 

2,07 [-1,01; 5,15]

 

 

 

Öndunarhluti spurningalista

 

 

Meðallækkun minnstu

varðandi slímseigjusjúkdóm -

N = 91

N = 186

fervika [95% CI]:

uppfærður (CFQ-R)

 

 

-1,31 (1,576) b

1,88 (1,278) b

3,19 [0,05; 6,32]

Breyting frá grunngildi fram að

 

 

P=0,046 e

degi 28 í lotu 1

 

 

 

 

 

 

 

Meðaltími fram að lyfjagjöf með

N = 93

N = 189

Áhættuhlutfall [95% CI] d:

sýklalyfjum gegn pseudomona

0,73 [0,53; 1,01]

110 dagar

141 dagur

tegundum

 

P = 0,040 e

 

 

 

Meðaltími fram að versnun

 

N = 93

N = 189

Áhættuhlutfall [95% CI] d:

 

0,78 [0,57; 1,07]

lungnastarfsemi

 

90,5 dagar

131 dagur

 

P = 0,154 e

 

 

 

 

CI = Öryggisbil; FEV1 = fráblástur á einni sekúndu; ITT = meðferðarþýði (allir sjúklingar sem er slembiraðað);

P = P-gildi; SD = staðalfrávik; SE = staðalskekkja; TIS = tobramycín lausn til innöndunar.

* Ath.: Einn unglingur sem var slembiraðað til að fá Quinsair 240 mg tvisvar á dag fékk ekki rannsóknarlyfið.

aMeðferðarmunur hvað varðar Quinsair án TIS, eða áhættuhlutfall hvað varðar Quinsair/TIS.

bMeðallækkun minnstu fervika (SE).

cJafngildi var prófað með föstum fyrirfram ákveðnum jafngildismörkum sem námu 4% á degi 28 í lotu 1.

dÁætlaðar tölur voru fengnar úr líkani með fjölþáttagreiningu Cox (Cox proportional hazards regression model).

eP-gildi var ákvarðað með log-rank prófi.

Sjúklingar sem luku rannsókn 209 (meginhluta) gátu haldið áfram í valbundnum framhaldshluta í 3 lotur í viðbót (þ.e. 28 daga meðferð með Quinsair 240 mg tvisvar á dag og síðan 28 daga hlé frá meðferð). Alls 88 sjúklingar fengu að minnsta kosti 1 skammt af Quinsair í rannsókn 209 (framhaldshluta), en 32 þeirra höfðu fengið TIS og 56 höfðu fengið Quinsair í meginhlutanum. Í framhaldshlutanum var meðallækkun minnstu fervika varðandi áætlað FEV1 prósentustig á bilinu 4,83% til 1,46% í aukalegu meðferðarlotunum 3. Hjá undirhópi sjúklinga sem fengu TIS meðan á meginhlutanum stóð og skiptu yfir í Quinsair í framhaldshlutanum var framför hvað varðar áætlað FEV1 prósentustig greinilegri með Quinsair en með TIS (meðallækkun minnstu fervika varðandi áætlað FEV1 prósentustig með TIS var á bilinu 0,97% til 3,60% í lotum 1 til 3 og á bilinu 4,00% til 6,91% í lotum 4 til 6 með Quinsair). Hjá undirhópi sjúklinga sem fengu Quinsair bæði í megin- og framhaldshluta (þ.e. lotum 1 til 6) var meðallækkun minnstu fervika hvað varðar áætlað FEV1 prósentustig á bilinu 3,6% til 4,6% nema í lotu 6, þar sem hún var nálægt grunngildi (-0,15%). Það

hlutfall sjúklinga sem fékk Quinsair í rannsókn 209 meðan á megin- og framhaldshluta stóð, þar sem P. aeruginosa stofn með hæsta lágmarks heftistyrk levófloxasíns var yfir 1 µg/ml, sýndi svipaðar

niðurstöður við lok meðferðar í lotum 1 og 3 í meginhlutanum (76,6% til 83,3%) og í lok meðferðar í lotum 4 til 6 í framhaldshlutanum (77,8% til 87,5%).

Börn

Í rannsóknum 204, 207 og 209 var spáð fyrir um hlutfallslega breytingu á prósentu FEV1 frá grunngildi fram að lokum meðferðar í lotu 1 af svipaðri gráðu hjá 51 unglingi með slímseigjusjúdóm (≥ 12 til < 18 ára sem vega ≥ 30 kg) sem fengu Quinsair 240 mg tvisvar á dag og hjá fullorðnum. Verkun var ekki metin hjá börnunum 14 með slímseigjusjúdóm (≥ 6 til < 12 ára) og unglingunum 13 með slímseigjusjúdóm (≥ 12 til < 17 ára) sem tóku þátt í rannsókn 206.

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Quinsair hjá einum eða fleiri undirhópum barna við slímseigjusjúkdómi hjá sjúklingum með P. aeruginosa lungnasýkingu/gerlamyndun (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Hámarksstyrkur (Cmax) levófloxasíns í blóðvökva í kjölfar lyfjagjafar með innöndun kom fram u.þ.b. 1,5 – 1 klst. eftir skömmtun.

Endurtekin lyfjagjöf skammta af Quinsair sem svarar 240 mg tvisvar á dag með innöndun veldur altækri útsetningu sem er u.þ.b. 50% minni en fram kemur eftir altæka (systemic) gjöf með sambærilegum skömmtum (sjá töflu 3). Hins vegar kemur fram breytileiki hvað varðar altæka útsetningu sem þýðir að gildi levófloxasíns í sermi í kjölfar innöndunar eru á sama bili og þau gildi sem koma fram við altæka (systemic) gjöf með svipuðum skömmtum.

Tafla 3: Samanburður á miðgildi (SD) lyfjahvarfabreyta varðandi levófloxasín í kjölfar lyfjagjafar til innöndunar með Quinsair hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm og í kjölfar lyfjagjafar til inntöku og í bláæð með levófloxasíni hjá heilbrigðum fullorðnum sjálfboðaliðum

 

Quinsair

levófloxasín til altækrar notkunar

Lyfjahvarfabreyta

 

 

 

240 mg til

500 mg til inntöku

500 mg í bláæð

 

innöndunar

QD*

QD*

 

BID

 

 

 

Cmax (μg/ml)

2,4

(1,0)

5,7 (1,4)

6,4

(0,8)

AUC(0-24) (µg•h/ml)

20,9

(12,5)

47,5 (6,7)

54,6

(11,1)

IV = í bláæð; QD = quaque die (einu sinni á dag); BID = bis in die (tvisvar á dag)

* Áætluð gildi úr þýðisgreiningu á lyfjahvörfum á sjúklingum með slímseigjusjúkdóm ** Heilbrigðir karlmenn á aldrinum 18-53 ára

Vart varð við mikinn styrk levófloxasíns í hráka eftir skömmtun Quinsair 240 mg tvisvar á dag hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm. Miðgildi styrks í hráka eftir skömmtun voru u.þ.b.

500-1900 µg/ml og reyndust u.þ.b. 400-1700 sinnum hærri en fram kom í sermi.

Dreifing

U.þ.b. 30 til 40% levófloxasíns eru bundin próteini í sermi. Miðgildi dreifingarrúmmáls í sermi er u.þ.b. 250 l í kjölfar innöndunar Quinsair 240 mg tvisvar á dag.

Umbrot

Levófloxasín umbrotnar að mjög litlu leyti, en umbrotsefnin eru desmetýl-levófloxasín og levófloxasín N-oxíð. Þessi umbrotsefni samsvara ˂ 5% af skammtinum eftir altæka (systemic) gjöf og skiljast út

með þvagi. Levófloxasín er rúmefnafræðilega stöðugt og gengst ekki undir viðsnúning á ljósvirknimiðju.

Brotthvarf

Levófloxasín frásogast altækt (systemically) í kjölfar innöndunar Quinsair og hverfur brott á svipaðan hátt og levófloxasín í kjölfar altækrar (systemic) lyfjagjafar. Í kjölfar inntöku og lyfjagjafar í bláæð hverfur levófloxasín nokkuð hægt úr blóðvökva (t1/2: 6 til 8 klst.). Helmingunartími levófloxasíns í

kjölfar innöndunar Quinsair er u.þ.b. 5 til 7 klst. Brotthvarf á sér að mestu leyti stað um nýru (> 85% af skammtinum í kjölfar inntöku eða lyfjagjafar í bláæð). Miðgildi heildar útskilnaðar levófloxasíns úr líkamanum við altæka (systemic) lyfjagjöf með stökum 500 mg skammti var 175 +/- 29,2 ml/mín. Útskilnaður (CL/F) levófloxasíns í kjölfar innöndunar Quinsair 240 mg tvisvar á dag er

31,8 +/- 22,4 l/klst.

Línulegt samband

Í kjölfar altækrar (systemic) lyfjagjafar gengst levófloxasín undir línuleg lyfjahvörf á bilinu 50 til 1000 mg.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Áhrif skertrar nýrnastarfsemi á lyfjahvörf levófloxasíns sem gefið er til innöndunar hafa ekki verið rannsökuð. Hins vegar voru skammtar ekki aðlagaðir í klínískum rannsóknum á Quinsair þar sem sjúklingar með væga og í meðallagi alvarlega skerta nýrnastarfsemi (áætluð kreatínínúthreinsun

≥ 20 ml/mín. samkvæmt Cockcroft-Gault jöfnu hjá fullorðnum sjúklingum og ≥ 20 ml/mín./1,73 m2 samkvæmt Bedside Schwartz jöfnu hjá sjúklingum < 18 ára) fengu að taka þátt. Rannsóknir með altækri (systemic) gjöf levófloxasíns sýna að lyfjahvörf levófloxasíns verða fyrir áhrifum af skertri nýrnastarfsemi; eftir því sem nýrnastarfsemi minnkar (áætluð kreatínínúthreinsun < 50 ml/mín.), dregur úr brotthvarfi og útskilnaði um nýru og helmingunartíminn eykst.

Því þarf ekki að aðlaga skammta af Quinsair hjá sjúklingum með væga eða í meðallagi skerta nýrnastarfsemi. Hins vegar er ekki mælt með Quinsair handa sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun ˂ 20 ml/mín., sjá kafla 4.2).

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Lyfjahvarfarannsóknir hafa ekki verið framkvæmdar með Quinsair hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Þar sem umbrot levófloxasíns eru lítil í lifur er ekki búist við því að lyfjahvörf levófloxasíns verði fyrir áhrifum af skertri lifrarstarfsemi.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Quinsair hjá börnum á aldrinum ˂ 18 ára (sjá kafla 4.2).

Lyfjahvörf levófloxasíns í kjölfar innöndunar Quinsair 240 mg tvisvar á dag voru rannsökuð hjá börnum með slímseigjusjúkdóm sem voru 12 ára og eldri og vógu ≥ 30 kg. Þýðislíkan hvað varðar lyfjahvörf byggt á töku fárra sýna sýndi fram á það að styrkur levófloxasíns í sermi var sambærilegur hjá börnum og fullorðnum eftir 28 daga meðferð. Hærri styrkur kom fram í hráka hjá fullorðnum en börnum í rannsókn 207; svipaður styrkur kom fram í hráka hjá fullorðnum og börnum í rannsókn 209.

Auk þess voru lyfjahvörf skammta levófloxasíns sem byggðir voru á þyngd og gefnir til innöndunar einu sinni á dag í 14 daga hjá börnum með slímseigjusjúkdóm (≥ 6 til < 12 ára, n = 14 og

≥ 12 til < 17 ára, n = 13) metin í rannsókn 206. Sjúklingar sem vógu 22 til 30 kg fengu 180 mg levófloxasín/dag og sjúklingar sem vógu ˃ 30 kg fengu 240 mg levófloxasín/dag. Skammtaáætlun sem byggð var á þyngd olli sambærilegri lyfjahvarfaútsetningu í sermi og hráka hjá öllum aldurs-

(7 til 16 ára) og þyngdarflokkum (22 til 61 kg) sem fylgst var með í rannsókninni.

Lyfjahvarfaútsetning í sermi reyndist svipuð þegar samanburður var gerður á börnum sem fengu áætlun byggða á þyngd og fullorðnum sem fengu Quinsair 240 mg einu sinni á dag. Lyfjahvarfaútsetning í hráka hjá börnum á aldrinum 7 til16 ára var u.þ.b. einn þriðji af útsetningu hjá fullorðnum.

Aldraðir (≥ 65 ára)

Lyfjahvörf levófloxasíns til innöndunar hafa ekki verið rannsökuð hjá öldruðum. Í kjölfar altækrar (systemic) gjafar var enginn verulegur munur á lyfjahvörfum levófloxasín hjá ungum og öldruðum einstaklingum nema í tengslum við aldurstengda minnkun á kreatínínúthreinsun.

Kyn

Þýðisgreining á lyfjahvörfum sýndi engan mun á altækri útsetningu fyrir levófloxasíni í tengslum við kyn eftir lyfjagjöf með Quinsair.

Kynþáttur

Áhrif kynþáttar á lyfjahvörf levófloxasíns til innöndunar hafa ekki verið rannsökuð. Í kjölfar altækrar (systemic) gjafar voru áhrif kynþáttar á lyfjahvörf levófloxasíns metin í skýribreytugreiningu sem framkvæmd var á upplýsingum um 72 einstaklinga: 48 hvítir og 24 sem ekki voru hvítir. Heildarútskilnaður líkamans og dreifingarrúmmál urðu ekki fyrir áhrifum af kynþætti einstaklinga.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á eiturverkunum eftir staka skammta, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun og þroska.

Komið hefur í ljós að flúorókínólón valda liðkvilla í burðarliðum hjá dýrum sem hafa ekki náð fullum þroska. Eins og á við um önnur flúorókínólón, olli levófloxasín áhrifum á brjósk (blöðrumyndun og holrúm) hjá hundum og köttum. Þetta kom enn frekar fram hjá ungum dýrum.

Levófloxasín olli ekki stökkbreytingum á genum í frumum baktería eða spendýra en olli litningabreytingum í lungnafrumum kínverskra hamstra in vitro. Þessi áhrif má rekja til hemlunar tópóísómerasa II. In vivo próf (smákjarnapróf, víxlun systurlitningsþráða, ófyrirséð DNA nýmyndun, ríkjandi banaprófun) sýndu enga hættu á eiturverkunum á erfðaefni. Rannsóknir á músum sýndu að levófloxasín hafði aðeins ljóseiturverkanir við mjög stóra skammta. Levófloxasín sýndi ekki neinar eiturverkanir á erfðaefni í prófi á ljóstengdum stökkbreytandi áhrifum. Það dró úr þróun æxla í rannsókn á krabbameinsvaldandi áhrifum ljóss.

Levófloxasín olli engri skerðingu á frjósemi eða æxlunargetu hjá rottum og einu áhrif þess á fóstur voru seinkun þroska af völdum eiturverkana á móður.

Aðrar rannsóknir en klínískar sem framkvæmdar voru með levófloxasíni til innöndunar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi (varðandi öndun), eiturverkunum eftir staka skammta og eiturverkunum eftir endurtekna skammta.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Magnesíumklóríð hexahýdrat

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi. Ekki þarf að geyma lyfið við sérstök hitaskilyrði.

6.5Gerð íláts og innihald

Lykja

3 ml, lágþéttni pólýetýlen lykja.

Skammtapoki

Innsiglaður, plasthúðaður skammtapoki úr þynnu með 4 lykjum.

Innri askja

56 (14 skammtapokar með 4) lykjur.

Ytri askja

Quinsair er fáanlegt sem 28 daga pakkning. Það felur í sér innri pappaöskju sem inniheldur 56 lykjur og fylgiseðil. Ytri pappaaskjan inniheldur einnig eitt Zirela eimgjafatæki sem pakkað er í sérstaka öskju ásamt notkunarleiðbeiningum framleiðanda.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Aðeins einnota. Þegar lykja er rofin skal nota innihaldið tafarlaust. Fleygja skal ónotuðu lyfi.

Quinsair er gefið til innöndunar á 5 mínútum með sérstöku Zirela eimgjafatæki og Zirela úðagjafa fyrir Quinsair sem tengt er við eBase stilli eða eFlow rapid stýrieiningu (sjá kafla 4.2). Ekki skal nota Quinsair með neinu öðru tæki eða úðagjafa.

Grundvallarleiðbeiningar koma fram hér á eftir. Nánari upplýsingar er að finna í fylgiseðli og notkunarleiðbeiningum framleiðanda sem fylgja búnaðinum.

Kreistið allt innihald einnar lykju yfir í lyfjahólkinn á Zirela eimgjafatækinu. Lokið lyfjahólknum með því að leggja tindana á loki lyfsins að raufunum á hólknum. Þrýstið lokinu niður og snúið því réttsælis eins langt og það kemst. Látið sjúklinginn sitja í afslappaðri, uppréttri stöðu. Haldið tækinu beinu og þrýstið á og haldið niðri kveikt/slökkt hnappnum á stillinum í nokkrar sekúndur. Stillirinn mun gefa frá sér eitt hljóðmerki og stöðuljósið verður grænt. Eftir nokkrar sekúndur fer fíngerður úði að flæða inn í úðahólf Zirela eimgjafatækisins. Haldið tækinu beinu og setjið munnstykkið í munn sjúklingsins þannig að varirnar lokist utan um það. Biðjið sjúklinginn að anda inn og út gegnum munnstykkið þar til meðferð er lokið. Þegar meðferðinni er lokið gefur stillirinn frá sér tvö hljóðmerki. Aftengið stillinn og takið Zirela eimgjafatækið í sundur til þess að þrífa það og sótthreinsa.

Ekki setja önnur lyf í Zirela eimgjafatækið.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Horizon Pharma Europe B.V.

Naritaweg 165

1043 BW Amsterdam

Holland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/14/973/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 26/03/2015

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf