Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Rapiscan (regadenoson) – Samantekt á eiginleikum lyfs - C01EB21

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsRapiscan
ATC-kóðiC01EB21
Efniregadenoson
FramleiðandiRapidscan Pharma Solutions EU Ltd  

1.HEITI LYFS

Rapiscan 400 míkrógramma stungulyf, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert 5 ml hettuglas inniheldur 400 míkrógrömm af regadenoson (80 míkrógrömm/ml).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn

Tær, litlaus lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Lyfið er eingöngu ætlað til sjúkdómsgreiningar.

Rapiscan er sértækt kransæðavíkkandi lyf sem nota skal sem lyfjafræðilegt álagsefni við gegnflæðimyndun á hjartavöðva (myocardial perfusion imaging, MPI) með geislavirkum efnum hjá fullorðnum sjúklingum sem ekki geta lokið fullnægjandi álagsprófi.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Rapiscan skal aðeins veita við læknisfræðilegar aðstæður þar sem búnaður til eftirlits og endurlífgunar fyrir hjarta er fyrir hendi.

Skammtar

Ráðlagður skammtur er stök inndæling með 400 míkrógrömmum af regadenoson (5 ml) í útlæga bláæð og ekki er þörf á skammtaaðlögun eftir líkamsþyngd.

Sjúklingar skulu forðast neyslu vara sem innihalda metýlxantín (t.d. koffín) og lyfja sem innihalda teófyllín í minnst 12 klst. fyrir lyfjagjöf með Rapiscan (sjá kafla 4.5).

Ef mögulegt er skal stöðva notkun dípýrídamóls minnst tveimur dögum fyrir lyfjagjöf með Rapiscan (sjá kafla 4.5).

Amínófyllín má nota til þess að draga úr alvarlegum og/eða þrálátum aukaverkunum af regadenoson en ekki skal nota það eingöngu í þeim tilgangi að binda enda á flogakast framkallað af Rapiscan (sjá kafla 4.4).

Regadenoson veldur hraðri aukningu á hjartsláttarhraða (sjá kafla 4.4 og 5.1). Sjúklingar skulu sitja eða liggja útaf og vera undir tíðu eftirliti í kjölfar inndælingarinnar þar til hjartalínurit (ECG), hjartsláttur og blóðþrýstingur verða eins og fyrir lyfjagjöf.

Endurtekin notkun

Aðeins má gefa lyfið einu sinni á 24 klst. fresti. Öryggi og þoli við endurtekna notkun lyfsins innan 24 klst. hefur ekki verið lýst.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun regadenoson hjá börnum yngri en 18 ára.

Engar upplýsingar liggja fyrir.

Aldraðir

Ekki er þörf á skammtaaðlögun (sjá kafla 5.2).

Skerðing á lifrarstarfsemi

Ekki er þörf á skammtaaðlögun (sjá kafla 5.2).

Skerðing á nýrnastarfsemi

Ekki er þörf á skammtaaðlögun (sjá kafla 5.2).

Lyfjagjöf

Til notkunar í bláæð.

Rapiscan skal gefa með snöggri 10 sekúndna inndælingu í útlæga bláæð, með legg eða nál nr. 22 eða víðari.

Gefa skal 5 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn, tafarlaust eftir inndælinguna með Rapiscan.

Gefa skal geislavirka lyfið fyrir gegnflæðimyndun á hjartavöðva 10-20 sekúndum eftir gjöf natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfs, lausnar. Dæla má geislavirka lyfinu beint í sama legg og Rapiscan.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Annarrar eða þriðju gráðu gáttasleglarof eða bilun í sínushnút, nema sjúklingarnir séu með starfandi gervigangráð.

Hvikul hjartaöng sem ekki hefur tekist að ná jafnvægi á með lyfjameðferð.

Alvarlegur lágþrýstingur.

Ófullnægjandi meðhöndluð hjartabilun.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Rapiscan getur valdið alvarlegum og lífshættulegum viðbrögðum, þar með talið þeim sem koma fram hér á eftir (sjá einnig kafla 4.8). Hafa skal samfellt eftirlit með hjartalínuriti og lífsmörk tekin með stuttu millibili þar til hjartalínurit, hjartsláttur og blóðþrýstingur verða eins og fyrir lyfjagjöf. Gæta skal varúðar við notkun Rapiscan og það skal aðeins gefa við læknisfræðilegar aðstæður þar sem búnaður til eftirlits og endurlífgunar fyrir hjarta er til staðar. Amínófyllín má gefa í skömmtum á bilinu 50 mg til 250 mg með hægri inndælingu í bláæð (50 mg til 100 mg á 30-60 sekúndum) til þess að draga úr alvarlegum og/eða þrálátum aukaverkunum af Rapiscan en ekki skal nota það eingöngu í þeim tilgangi að binda enda á flogakast framkallað af Rapiscan.

Blóðþurrð í hjartavöðva

Blóðþurrð af völdum lyfjafræðilegra álagsefna eins og Rapiscan getur orsakað banvænt hjartastopp, lífshættulegar sleglatakttruflanir og hjartadrep.

Gæta skal varúðar við notkun Rapiscan handa sjúklingum með nýlegt hjartadrep. Í klínískum rannsóknum á regadenoson voru sjúklingar með nýlegt (innan við 3 mánaða gamalt) hjartadrep útilokaðir.

Sínus- og gáttasleglahnútarof

Adenósín viðtakaörvar, regadenoson þar með talið, geta bælt sínus- og gáttasleglahnútana og kunna að valda fyrstu, annarrar eða þriðju gráðu gáttasleglarofi eða sínushægslætti.

Lágþrýstingur

Adenósín viðtakaörvar, regadenoson þar með talið, valda slagæðavíkkun og lágþrýstingi. Hættan á alvarlegum lágþrýstingi kann að vera meiri hjá sjúklingum með bilun í ósjálfráða taugakerfinu, blóðmagnsskort, þrengsl í vinstri megin kransæð, þröngar hjartalokur, gollurshúsbólgu eða vökvasöfnun í gollurshúsi, eða þrengsli í hálsslagæð með skertu heilablóðflæði.

Hækkaður blóðþrýstingur

Rapiscan getur valdið klínískt marktækum hækkunum á blóðþrýstingi, sem geta hjá sumum sjúklingum leitt til lífshættulegrar blóðþrýstingshækkunar, þ.e. hypertensive crisis (sjá kafla 4.8). Hættan á marktækum hækkunum á blóðþrýstingi getur verið meiri hjá sjúklingum með vanmeðhöndlaðan háþrýsting. Íhuga ber að fresta gjöf Rapiscan þar til vel hefur tekist að tempra blóðþrýsting.

Notkun samhliða áreynslu

Notkun Rapiscan samhliða áreynslu hefur haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, þ.m.t. lágþrýsting, háþrýsting, yfirlið og hjartastopp. Sjúklingar sem hafa fengið einhvers konar einkenni sem benda til bráðrar hjartavöðvablóðþurrðar meðan á áreynslu eða endurheimt krafta stendur eru líklegir til að vera í einstaklega mikilli hættu á að fá alvarlegar aukaverkanir.

Skammvinn blóðþurrðarköst og heilablóðfall

Rapiscan getur valdið skammvinnu blóðþurrðarkasti (sjá kafla 4.8). Við reynslu eftir markaðssetningu hefur einnig verið tilkynnt um heilablóðfall.

Hætta á flogum

Gæta skal varúðar þegar Rapiscan er gefið sjúklingum með sögu um flog eða aðra áhættuþætti sem geta valdið flogum, þ.m.t. samtímis gjöf lyfja sem lækka flogaþröskuldinn (t.d. geðrofslyf, þunglyndislyf, teófýllín, tramadól, altæk steralyf og kínólónar).

Amínófyllín getur lengt flogakast eða valdið endurteknum flogaköstum vegna krampaþröskuldslækkandi áhrifa sinna. Þess vegna er ekki ráðlagt að gefa amínófyllín eingöngu í þeim tilgangi að binda enda á flogakast framkallað af Rapiscan.

Gáttatif eða gáttaflökt

Gæta skal varúðar við notkun Rapiscan handa sjúklingum með sögu um gáttatif eða gáttaflökt. Samkvæmt reynslu eftir markaðssetningu hafa komið fram tilvik um að gáttatif ágerist eða taki sig upp eftir gjöf Rapiscan.

Berkjuþrenging

Adenósín viðtakaörvar, þar á meðal Rapiscan, kunna að valda berkjuþrengingu og öndunarstoppi (sjá kafla 4.8), einkum ef um er að ræða sjúklinga með staðfestan eða grunaðan sjúkdóm sem veldur berkjuþrengingu, langvinna lungnateppu eða astma. Ávallt skal viðeigandi berkjuvíkkandi meðferð og viðbúnaður til endurlífgunar vera tiltæk áður en lyfjagjöf með Rapiscan hefst.

QT lengingar heilkenni

Regadenoson örvar viðbrögð semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins og kann að auka hættu á hraðsláttaróreglu í sleglum hjá sjúklingum með QT lengingar heilkenni.

Varnaðarorð í tengslum við hjálparefni

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti. Hins vegar inniheldur inndælingin af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) lausn sem gefin er á eftir Rapiscan 45 mg af natríum. Sjúklingar á natríumskertu mataræði þurfa að hafa þetta í huga.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum við önnur lyf.

Metýlxantín

Metýlxantín (t.d. koffín og teófyllín) eru ósértækir adenósín viðtakablokkar og kunna að trufla æðavíkkandi áhrif regadenosons (sjá kafla 5.1). Sjúklingar skulu forðast neyslu lyfja sem innihalda metýlxantín og lyfja sem innihalda teófyllín í minnst 12 klst. fyrir lyfjagjöf með Rapiscan (sjá kafla 4.2).

Amínófyllín (100 mg, gefið með hægri inndælingu í bláæð á 60 sekúndum) sem sprautað var 1 mínútu eftir 400 míkrógrömm af regadenoson hjá einstaklingum sem gengust undir hjartaþræðingu, reyndist stytta lengd blóðflæðisvörunar kransæða eftir regadenoson, samkvæmt mælingu með Doppler ómskoðun með púlsbylgjum (pulsed-wave Doppler ultrasonography). Amínófyllín hefur verið notað til þess að draga úr aukaverkunum af Rapiscan (sjá kafla 4.4).

Dípýrídamól

Dípýrídamól eykur adenósín gildi í blóði og svörun við regadenoson kann að breytast þegar adenósín gildi í blóði aukast. Ef mögulegt er skal stöðva notkun dípýrídamóls minnst tveimur dögum fyrir lyfjagjöf með Rapiscan (sjá kafla 4.2).

Hjartalyf

Í klínískum rannsóknum var Rapiscan gefið sjúklingum sem tóku önnur hjartalyf (þ.e. β-blokka, kalsíumgangablokka, ACE hemla, nítröt, hjartaörvandi glýkósíða og angíótensín viðtakablokka) án þess að vart yrði við áhrif á öryggi eða verkun Rapiscan.

Aðrar milliverkanir

Regadenoson hamlar ekki umbroti hvarfefna CYP1A2, CYP2C8, CYP2C9, CYP2C19, CYP2D6 eða CYP3A4 í lifrarfrymisögnum manna, sem gefur til kynna að ólíklegt sé að það hafi áhrif á lyfjahvörf lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli þessara cýtókróm P450 ensíma.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir um notkun Rapiscan á meðgöngu. Dýrarannsóknir á þroska fyrir og eftir fæðingu hafa ekki verið framkvæmdar. Vart varð við eiturverkanir á fóstur en ekki vansköpun í rannsóknum á fósturvísis-/fósturþroska (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Ekki má nota Rapiscan á meðgöngu nema notkunin sé greinilega nauðsynleg.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort regadenoson skilst út í brjóstamjólk. Útskilnaður regadenoson í mjólk hefur ekki verið rannsakaður hjá dýrum. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða stöðva tímabundið lyfjagjöf með Rapiscan. Ef Rapiscan er gefið skal konan hætta brjóstagjöf í minnst 10 klst. (þ.e. í minnst 5 faldan helmingunartíma brotthvarfs úr blóðvökva) eftir lyfjagjöf með Rapiscan.

Frjósemi

Rannsóknir á frjósemi hafa ekki verið framkvæmdar með Rapiscan (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Lyfjagjöf með Rapiscan kann að valda aukaverkunum eins og svima, höfuðverk og mæði (sjá

kafla 4.8) stuttu eftir lyfjagjöf. Hins vegar eru flestar aukaverkanir vægar og skammvinnar og hverfa innan 30 mínútna eftir gjöf Rapiscan. Þess vegna er búist við að Rapiscan hafi engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla þegar meðferð er lokið og þessar aukaverkanir eru horfnar.

4.8Aukaverkanir

Samantekt varðandi öryggi

Aukaverkanir hjá flestum sjúklingum sem fengu Rapiscan í klínískum rannsóknum voru vægar, skammvinnar (hurfu yfirleitt innan 30 mínútna eftir gjöf Rapiscan) og þörfnuðust ekki læknisfræðilegs

inngrips. Aukaverkanir komu fram hjá u.þ.b. 80% sjúklinga. Algengustu aukaverkanirnar sem tilkynnt var um meðan á klínískri þróun stóð hjá alls 1.651 sjúklingum/sjálfboðaliðum voru: mæði (29%), höfuðverkur (27%), roði (23%), brjóstverkur (19%), ST bils breytingar á hjartalínuriti (18%), ónot í meltingarvegi (15%) og svimi (11%).

Rapiscan kann að valda blóðþurrð í hjartavöðva (hugsanlega tengt við banvænt hjartastopp, lífshættulegar sleglatakttruflanir og hjartadrep), lágþrýstingi sem leiðir til yfirliðs og skammvinnra blóðþurrðarkasta, hækkuðum blóðþrýstingi sem leiðir til háþrýstings og lífshættulegra blóðþrýstingshækkana, sínus-/gáttasleglahnútarofi sem leiðir til fyrstu, annarrar og þriðju gráðu gáttasleglarofs eða sínushægslætti sem krefst inngrips (sjá kafla 4.4). Einkenni um ofnæmi (útbrot, ofsakláði, ofnæmisbjúgur, bráðaofnæmi og/eða þrengsli í kverkum) geta verið tafarlaus eða síðkomin. Amínófyllín má nota til þess að draga úr alvarlegum og/eða þrálátum aukaverkunum af Rapiscan en ekki skal nota það eingöngu í þeim tilgangi að binda enda á flogakast framkallað af Rapiscan (sjá kafla 4.4).

Tafla yfir aukaverkanir

Mat á aukaverkunum af regadenoson er byggt á öryggisupplýsingum úr klínískum rannsóknum og reynslu eftir markaðssetningu. Allar aukaverkanirnar koma fram í töflunni hér á eftir og þeim er raðað

eftir líffærakerfi og tíðni. Tíðni er skilgreind sem mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100) og mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Ónæmiskerfi:

Sjaldgæfar

Ofnæmisviðbrögð, þ.á m.: Útbrot, ofsakláði, ofnæmisbjúgur, bráðaofnæmi og/eða

 

þrengsli í kverkum

Geðræn vandamál:

 

Sjaldgæfar

Kvíði, svefnleysi

Taugakerfi:

 

Mjög algengar

Höfuðverkur, svimi

Algengar

Náladofi, skert snertiskyn, truflað bragðskyn

Sjaldgæfar

Krampar, yfirlið, skammvinnt blóðþurrðarkast, viðbragðsleysi við áreiti, minnkuð

meðvitund, skjálfti, svefnhöfgi

 

Mjög sjaldgæfar

Heilablóðfall

Augu:

 

Sjaldgæfar

Þokusýn, augnverkur

Eyru og völundarhús:

Sjaldgæfar

Eyrnasuð

Hjarta:

 

Mjög algengar

ST bils breytingar á hjartalínuriti

Algengar

Hjartaöng, gáttasleglarof, hraðtaktur, hjartsláttarónot, önnur frávik á hjartalínuriti,

svo sem lenging leiðrétts QT bils á hjartalínuriti

 

Sjaldgæfar

Hjartastopp, hjartadrep, algjört gáttasleglarof, hægsláttur, gáttaflökt, nýtilkomið,

versnandi eða endurtekið gáttatif

 

Æðar:

 

Mjög algengar

Roði

Algengar

Lágþrýstingur

Sjaldgæfar

Háþrýstingur, fölvi, útlimakuldi

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti:

Mjög algengar

Mæði

Algengar

Þrengsl í hálsi, erting í hálsi, hósti

Sjaldgæfar

Hraðöndun, önghljóð

Tíðni ekki þekkt

Berkjukrampi, öndunarstopp

Meltingarfæri:

 

Mjög algengar

Ónot í meltingarvegi

Algengar

Uppköst, ógleði, ónot í munni

Sjaldgæfar

Þaninn kviður, niðurgangur, hægðaleki

Húð og undirhúð:

Algengar

Ofsvitnun

Sjaldgæfar

Roðaþot

Stoðkerfi og stoðvefur:

Algengar

Bak-, háls- eða kjálkaverkur, verkur í útlim, ónot í stoðkerfi

Sjaldgæfar

Liðverkir

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað:

Mjög algengar

Brjóstverkur

Algengar

Vanlíðan, þróttleysi

Sjaldgæfar

Verkur á stungustað, almennur verkur í líkamanum

Lýsing á völdum aukaverkunum

Vart kann að verða við banvænt hjartastopp, lífshættulegar sleglatakttruflanir og hjartadrep vegna blóðþurrðar af völdum lyfjafræðilegra álagsefna. Endurlífgunarbúnaður fyrir hjartastopp og þjálfað starfsfólk skulu vera til taks áður en lyfjagjöf með Rapiscan hefst (sjá kafla 4.4).

Sínus- og gáttasleglahnútarof

Adenósín viðtakaörvar, Rapiscan þar með talið, geta bælt sínus- og gáttasleglahnútana og kunna að valda fyrstu, annarrar eða þriðju gráðu gáttasleglarofi eða sínushægslætti sem krefst inngrips. Í klínískum rannsóknum kom fyrstu gráðu gáttasleglarof (PR lenging > 220 msek) fram hjá 3% sjúklinga innan 2 klst. eftir lyfjagjöf með Rapiscan; skammvinnt annarrar gráðu gáttasleglarof þar sem einn sláttur féll niður kom fram hjá einum sjúklingi sem fékk Rapiscan. Við reynslu eftir markaðssetningu hefur verið tilkynnt um þriðju gráðu hjartarof og samdráttarleysi í hjarta innan nokkurra mínútna eftir lyfjagjöf með Rapiscan.

Lágþrýstingur

Adenósín viðtakaörvar, Rapiscan þar með talið, örva slagæðavíkkun og lágþrýsting. Í klínískum rannsóknum varð vart við lækkaðan slagbilsblóðþrýsting (> 35 mm Hg) hjá 7% sjúklinga og lækkaðan lagbilsblóðþrýsting (> 25 mm Hg) hjá 4% sjúklinga innan 45 mínútna eftir lyfjagjöf með Rapiscan. Hættan á alvarlegum lágþrýstingi kann að vera meiri hjá sjúklingum með bilun í sjálfvirka taugakerfinu, blóðmagnsskort, þrengsl í vinstri megin kransæð, þrengsli í hjartalokum, gollurshúsbólgu eða vökvasöfnun í gollurshúsi, eða þrengsli í hálsslagæð með skertu heilablóðflæði. Við reynslu eftir markaðssetningu hefur verið tilkynnt um yfirlið og skammvinn blóðþurrðarköst.

Hækkaður blóðþrýstingur

Í klínískum rannsóknum varð vart við hækkaðan slagbilsþrýsting (≥ 50 mm Hg) hjá 0,7% sjúklinga og hækkaðan þanbilsþrýsting (≥ 30 mm Hg) hjá 0,5% sjúklinga. Flestar þessar hækkanir gengu til baka innan 10 til 15 mínútna, en í sumum tilvikum sáust hækkanir 45 mínútum eftir lyfjagjöf.

QT lengingar heilkenni

Regadenoson eykur spennu í semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins sem veldur auknum hjartslætti og styttingu á QT bilinu. Hjá sjúklingi með QT lengingar heilkenni getur örvun semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins valdið minni styttingu á QT bilinu en venjulega og jafnvel valdið þversagnakenndri lengingu á QT bilinu. Hjá þessum sjúklingum getur orðið vart við fyrirbæri sem nefnist „R á T“ heilkenni (R-on-T syndrome) þar sem aukalegur sláttur truflar T bylgju fyrri sláttar og það eykur hættuna á hraðsláttaróreglu í sleglum.

Höfuðverkur

Tilkynnt var um höfuðverk hjá 27% einstaklinga sem fengu Rapiscan í klínískum rannsóknum. Höfuðverkurinn taldist alvarlegur hjá 3% einstaklinganna.

Aldraðir

Eldri sjúklingar (≥ 75 ára; n = 321) fengu svipaðar aukaverkanir og yngri sjúklingar (< 65 ára; n = 1.016) en fengu oftar lágþrýsting (2% miðað við < 1%).

4.9Ofskömmtun

Í rannsókn á heilbrigðum sjálfboðaliðum voru einkenni um roða, svima og aukinn hjartslátt metin sem illþolanleg við regadenoson skammta sem voru meiri en 0,02 mg/kg.

Meðferð

Amínófyllín má nota til þess að draga úr alvarlegum eða þrálátum aukaverkunum af Rapiscan (sjá kafla 4.4).

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Hjartameðferð, önnur hjartalyf, ATC flokkur: C01EB21

Verkunarháttur

Regadenoson er örvi með litla sækni (Ki ≈ 1,3 µM) í A2A adenósín viðtakann, með a.m.k. 10-falt minni sækni í A1 adenósín viðtakann (Ki > 16,5 µM) og mjög litla, ef nokkra, sækni í A2B og A3 adenósín viðtakana. Örvun A2A adenósínviðtaka veldur víkkun kransæða og eykur

kransæðablóðflæði. Þrátt fyrir litla sækni í A2A adenósínviðtakann hefur regadenoson verulega getu til þess að auka kransæðaleiðni í einangruðum hjörtum úr rottum og naggrísum, eða sem nemur

EC50 gildum upp á 6,4 nM og 6,7-18,6 nM í þessari sömu röð. Regadenoson sýnir fram á sértæki

(≥ 215 falt) við að auka kransæðaleiðni (A2A miðluð svörun) hlutfallslega við það þegar hægir á leiðni gáttasleglahnúts í hjarta (A1 miðluð svörun) samkvæmt mælingu á leiðnitíma gáttasleglahnúts (rottuhjarta) eða S-H bili (naggrísahjarta). Regadenoson eykur hlutfallslega frekar blóðflæði í kransæðum en í útlægum slagæðabeðum (framlimum, heila, lungum) hjá hundum í svæfingu.

Lyfhrif

Kransæðablóðflæði

Regadenoson veldur hraðri aukningu á kransæðablóðflæði sem er viðhaldið í stuttan tíma. Hjá sjúklingum sem gengust undir kransæðaþræðingu var Doppler ómskoðun með púlsbylgjum notuð til þess að mæla meðal hámarkshraða (average peak velocity, APV) kransæðablóðflæðis fyrir og allt að 30 mínútum eftir lyfjagjöf með Rapiscan (400 míkrógrömm, í bláæð). Miðgildi APV jókst og varð meira en tvöfalt grunngildi á 30 sekúndum og minnkaði niður í minna en helming af hámarksáhrifum innan 10 mínútna (sjá kafla 5.2).

Upptaka hjartavöðvans á geislavirka lyfinu er í hlutfalli við kransæðablóðflæði. Þar sem regadenoson eykur blóðflæði í eðlilegum kransæðum en lítið sem ekkert í þrengdum slagæðum veldur regadenoson hlutfallslega minni upptöku á geislavirka lyfinu í þeim æðasvæðum sem þrengdar slagæðar flytja blóð. Upptaka hjartavöðvans á geislavirka lyfinu eftir lyfjagjöf með Rapiscan er því meiri á svæðum þar sem gegnflæði er um eðlilegar frekar en þrengdar slagæðar.

Áhrif á blóðflæði

Meirihluti sjúklinga finnur fyrir hraðri aukningu á hjartsláttarhraða. Mesta miðgildisbreyting frá grunngildi (21 slög á mín.) kemur fram u.þ.b. 1 mínútu eftir lyfjagjöf með Rapiscan. Hjartsláttur nær grunngildi á ný innan 10 mínútna. Breytingar á slagbils- og lagbilsblóðþrýstingi voru breytilegar, þar sem mesta miðgildisbreytingin var −3 mm Hg á slagbilsblóðþrýstingi og −4 mm Hg á lagbilsblóðþrýstingi u.þ.b. 1 mínútu eftir lyfjagjöf með Rapiscan. Vart hefur orðið við hækkaðan blóðþrýsting hjá sumum sjúklingum (hámarks slagbilsblóðþrýstingur upp á 240 mm Hg og hámarks lagbilsblóðþrýstingur upp á 138 mm Hg).

Áhrif á öndunarfæri

Adenósínviðtakarnir A2B og A3 hafa verið bendlaðir við meinalífeðlisfræði berkjuþrengingar hjá viðkvæmum einstaklingum (þ.e. astmasjúklingum). Í in vitro rannsóknum kom í ljós að regadenoson hefur litla bindingarsækni í adenósínviðtakana A2B og A3. Tilkoma lækkunar FEV1 > 15% frá

grunngildi eftir lyfjagjöf með Rapiscan var metin í þremur klínískum slembiröðuðum samanburðarrannsóknum. Í fyrstu rannsókninni á 49 sjúklingum með miðlungs eða alvarlega langvinna lungnateppu var tíðni lækkunar FEV1 > 15% frá grunngildi 12% og 6% í kjölfar skömmtunar Rapiscan og lyfleysu, í þessari röð (p = 0,31). Í annarri rannsókninni á 48 sjúklingum með vægan eða miðlungs astma sem áður höfðu sýnt fram á berkjuþrengjandi viðbrögð við notkun adenósíns einfosfats, var tíðni lækkunar FEV1 > 15% frá grunngildi sú sama (4%) í kjölfar skömmtunar bæði Rapiscan og lyfleysu. Í þriðju rannsókninni á 1009 sjúklingum með vægan eða miðlungs astma (n=537) og miðlungs eða alvarlega langvinna lungnateppu (n=472) var tilkoma lækkunar FEV1 > 15% frá grunngildi 1,1% og 2,9% hjá sjúklingum með astma (p=0,15) og 4,2% og 5,4% hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (p=0,58) í kjölfar skömmtunar Rapiscan og lyfleysu, í þessari röð. Í fyrstu og annarri rannsókninni var tilkynnt um mæði sem aukaverkun í kjölfar skömmtunar Rapiscan (61% hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu; 34% hjá sjúklingum með astma) á meðan engir einstaklingar fundu fyrir mæði eftir skömmtun lyfleysu. Í þriðju rannsókninni var oftar tilkynnt um mæði eftir notkun Rapiscan (18% hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu; 11% hjá sjúklingum með astma) en lyfleysu, en tíðnin var lægri en tilkynnt var um meðan á klínískri þróun stóð (sjá kafla 4.8). Tengsl milli alvarlegri sjúkdómseinkenna og aukinnar tilkomu mæði voru greinileg hjá sjúklingum með astma, en ekki hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Enginn mismunur var á notkun berkjuvíkkandi meðferðar við einkennum milli þeirra sem fengu Rapiscan og þeirra sem fengu lyfleysu. Ekki fannst orsakasamhengi á milli mæði og lækkunar á FEV1.

Verkun og öryggi

Klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á verkun og öryggi Rapiscan hjá sjúklingum sem þurfa á lyfjafræðilegu álagsprófi að halda fyrir MPI með geislavirkum efnum.

Verkun og öryggi Rapiscan voru metin samanborið við adenósín í tveimur slembiröðuðum tvíblindum rannsóknum (ADVANCE MPI 1 og ADVANCE MPI 2) á 2.015 sjúklingum með þekktan eða grunaðan kransæðasjúkdóm sem var ávísað lyfjafræðilegu álagsprófi fyrir MPI samkvæmt klínískri ábendingu. Alls 1.871 þessara sjúklinga höfðu myndir sem töldust gildar hvað varðar mat á megin verkun, þ.á.m. 1.294 (69%) karlmenn og 577 (31%) konur með meðalaldurinn 66 ár (á bilinu

26-93 ára). Hver sjúklingur gekkst fyrst undir álagsskönnun með adenósíni (6 mínútna innrennsli með 0,14 mg/kg/mín skammti, án þjálfunar) samkvæmt aðferðarlýsingu fyrir gated SPECT (single photon emission computed tomography) myndun þar sem notast var við geislavirk efni. Í kjölfar fyrstu skönnunarinnar var sjúklingum slembiraðað til að fá ýmist Rapiscan eða adenósín og þeir gengust svo undir aðra álagsskönnun samkvæmt sömu aðferðarlýsingu fyrir myndun með geislavirkum efnum og þeirri sem notuð var fyrir fyrri skönnunina. Meðal tími á milli skannana var 7 dagar (á bilinu

1-104 dagar).

Oftast komu fyrir í sjúkrasögu frá hjarta og æðum háþrýstingur (81%), kransæðahjáveituaðgerð (coronary artery bypass graft, CABG), kransæðavíkkun (percutaneous transluminal coronary angioplasty, PTCA) eða stoðnetsísetning (51%), hjartaöng (63%) og saga um hjartadrep (41%) eða hjartsláttartruflanir (33%); önnur sjúkrasaga var meðal annars sykursýki (32%) og langvinn lungnateppa (5%). Sjúklingar með nýlega sögu um alvarlegar sleglatakttruflanir sem ekki hefur tekist að meðhöndla, hjartadrep eða hvikula hjartaöng, sögu um gáttasleglarof af hærri gráðu en fyrstu gráðu eða hægslátt ásamt einkennum, heilkenni um sjúkan sínus eða hjartaígræðslu voru útilokaðir. Margir sjúklingar tóku hjartalyf á deginum sem skönnun fór fram, þ.m.t. β-blokka (18%), kalsíumgangablokka (9%) og nítröt (6%).

Samræmi milli mynda

Samanburður á þeim myndum sem fengust með Rapiscan við þær sem fengust með adenósíni var gerður á eftirfarandi hátt. Með 17-hluta líkaninu var sá fjöldi hluta sem sýndu afturkræfan galla á gegnflæði reiknaður út fyrir fyrstu rannsóknina með adenósíni og fyrir slembiröðuðu rannsóknina með Rapiscan eða adenósíni. Hjá rannsóknarhópnum í heild höfðu 68% sjúklinga 0-1 hluta sem sýndu afturkræfa galla á fyrstu skönnun, 24% höfðu 2-4 hluta og 9% höfðu ≥ 5 hluta. Samræmishlutfallið á milli myndarinnar sem fékkst með Rapiscan eða adenósíni annars vegar og fyrstu myndarinnar með adenósíni hins vegar var reiknað út eftir því hversu oft sjúklingar sem tilheyrðu sérhverjum adenósín upphafsflokki (0-1, 2-4, 5-17 afturkræfir hlutar) voru flokkaðir í sama hóp og með slembiröðuðu skönnuninni. Samræmishlutfallið á milli Rapiscan og adenósíns var reiknað út sem meðaltal

samræmishlutfalla í flokkunum þremur sem ákvarðaðir voru eftir fyrstu skönnunina. ADVANCE MPI 1 og ADVANCE MPI 2 rannsóknirnar sýndu fram á það hvor í sínu lagi og til samans að Rapiscan er svipað adenósíni hvað varðar mat á umfangi afturkræfra frávika á gegnflæði:

 

ADVANCE

ADVANCE

Báðar

 

MPI 1

MPI 2

rannsóknir

 

(n = 1.113)

(n = 758)

(n = 1.871)

Adenósín – Adenósín samræmishlutfall (± SE)

61 ± 3%

64 ± 4%

62 ± 3%

Fjöldi sjúklinga (n)

Adenósín – Rapiscan samræmishlutfall (± SE)

62 ± 2%

63 ± 3%

63 ± 2%

Fjöldi sjúklinga (n)

1.240

Hlutfallsmunur (Rapiscan – Adenósín) (± SE)

1 ± 4%

-1 ± 5%

0 ± 3%

95% Öryggisbil

-7,5; 9,2%

-11,2; 8,7%

-6,2; 6,8%

Í ADVANCE MPI 1 og ADVANCE MPI 2 rannsóknunum voru Cicchetti-Allison og Fleiss-Cohen vegin kappa miðgildi þriggja blindaðra matsmanna með tilliti til blóðþurrðarstærðarflokks (hlutar með eðlilegri upptöku í hvíld og vægri/tvíræðri minnkun upptöku undir álagi voru ekki metnir sem blóðþurrð) fyrir báðar rannsóknirnar á regadenoson með adenósín skönnun í meðallagi, 0,53 og 0,61 í þessari sömu röð. Sömu sögu var að segja um vegin kappa gildi í tveimur eftirfylgjandi adenósín skönnunum, 0,50 og 0,55 í þessari sömu röð.

Áhrif koffíns

Í rannsókn á fullorðnum sjúklingum, sem gengust undir gegnflæðimyndun á hjartavöðva (MPI) með geislavirkum efnum með hjálp lyfjafræðilega álagsefnisins Rapiscan og var slembiraðað til að fá lyfleysu (n=66) eða koffín (200 mg, n=70 eða 400 mg, n=71) 90 mínútum fyrir myndgreininguna, reyndist koffín valda erfiðleikum við að greina afturkræfar gegnflæðitruflanir með nákvæmni (p<0,001). Enginn tölfræðilegur mismunur var á notkun 200 mg og 400 mg af koffíni með Rapiscan. Ekki varð heldur vart við nein áhrif 200 mg eða 400 mg af koffíni á plasmaþéttni regadenosons.

Prófun á öryggi og þoli

Í ADVANCE MPI 1 og ADVANCE MPI 2 rannsóknunum höfðu eftirfarandi fyrirfram skilgreindir endapunkta varðandi öryggi og þol, þar sem Rapiscan var borið saman við adenósín, tölfræðilegt marktæki: (1) samanlögð gildi varðandi bæði tilvist og alvarleika einkennaflokkanna roða, brjóstverkjar og mæði voru lægri fyrir Rapiscan (0,9 ± 0,03) en fyrir adenósín (1,3 ± 0,05); og (2) einkennaflokkarnir roði (21% miðað við 32%), brjóstverkur (28% miðað við 40%) og „kok-, háls- eða kjálkaverkur“(7% miðað við 13%) voru sjaldgæfari fyrir Rapiscan; nýgengi höfuðverkjar (25% miðað við 16%) var hærra fyrir Rapiscan.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Rapiscan hjá einum eða fleiri undirhópum barna með gegnflæðitruflanir í hjartavöðva (sjá upplýsingar í

kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Rapiscan er gefið með inndælingu í bláæð. Styrkur og tími regadenosons í blóðvökva hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum er í mörgum veldisföllum og skýrist best með 3-hólfa líkani. Hámarksstyrkur regadenosons í blóðvökva næst innan 1 til 4 mínútna eftir inndælingu Rapiscan og er samhliða upphafi lyfhrifasvörunar (sjá kafla 5.1). Helmingunartími þessa fyrsta fasa er u.þ.b. 2 til 4 mínútur. Í kjölfarið fylgir millifasi með helmingunartíma að meðaltali 30 mínútur sem fellur saman við minnkandi lyfhrif. Síðasti fasinn samanstendur af minnkun á blóðvökvastyrk með helmingunartíma sem nemur u.þ.b.

2 klst. Á skammtabilinu 0,003-0,02 mg/kg (eða u.þ.b. 0,18-1,2 mg) hjá heilbrigðum einstaklingum, virðast úthreinsun, endahelmingunartími og dreifingarrúmmál ekki vera skammtaháð.

Dreifing

Regadenoson binst blóðvökvaprótínum manna í meðallagi miklum mæli (25-30%).

Umbrot

Umbrot regadenosons er ekki þekkt hjá mönnum. Ræktun á lifrarfrymisögnum úr rottum, hundum og mönnum sem og lifrarfrumum úr mönnum leiddi ekki af sér nein greinanleg umbrotsefni regadenosons. Í kjölfar lyfjagjafar 14C-geislamerkts regadenosons í bláæð hjá rottum og hundum skildist mestur hluti geislavirkni (85-96%) út sem óbreytt regadenoson. Þessar niðurstöður gefa til kynna að umbrot regadenoson gegni ekki megin hlutverki við brotthvarf regadenosons.

Brotthvarf

Hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum skiljast 57% regadenoson skammtsins óbreytt út í þvagi (á

bilinu 19-77%) með meðal úthreinsun um nýru úr blóðvökva í kringum 450 ml/mín, þ.e. meira en sem nemur gauklasíunarhraða. Þetta gefur til kynna að seyting um nýrnapíplur gegni hlutverki við brotthvarf regadenosons.

Sérstakir sjúklingahópar

Þýðisgreining á lyfjahvörfum sem tók mið af gögnum um sjálfboðaliða og sjúklinga sýndi fram á að úthreinsun regadenosons minnkar samhliða minnkun á kreatínínúthreinsun (CLcr) og eykst með aukinni líkamsþyngd. Aldur, kyn og kynþáttur hafa mjög lítil áhrif á lyfjahvörf regadenosons.

Skerðing á nýrnastarfsemi

Umbrot regadenosons voru rannsökuð hjá 18 einstaklingum með mismikla skerðingu á nýrnastarfsemi og hjá 6 heilbrigðum einstaklingum. Með vaxandi skerðingu á nýrnastarfsemi, úr vægri (CLcr 50 til

< 80 ml/mín) í miðlungs (CLcr 30 til < 50 ml/mín) og í alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi

(CLcr < 30 ml/mín), minnkaði það brot regadenosons sem skilst óbreytt út í þvagi og úthreinsun um nýru, sem leiddi til lengri helmingunartíma brotthvarfs og hærri AUC gilda borið saman við heilbrigða einstaklinga (CLcr 80 ml/mín). Hins vegar kom hámarksstyrkur í blóðvökva og mat á dreifingarrúmmáli svipað út í öllum hópum. Styrkur og tími í blóðvökva breyttust ekki marktækt á fyrstu stigum eftir skömmtun þegar flest lyfjafræðileg áhrif komu fram. Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með skerðingu á nýrnastarfsemi.

Lyfjahvörf regadenosons hjá sjúklingum í skilun hafa ekki verið metin.

Skerðing á lifrarstarfsemi

Meira en 55% af regadenoson skammtinum skilst óbreytt út í þvagi og þættir sem draga úr úthreinsun hafa ekki áhrif á blóðvökvastyrk á fyrstu stigum eftir skömmtun þegar klínískt þýðingarmikil lyfjafræðileg áhrif koma fram. Lyfjahvarfabreytur regadenosons hafa ekki verið sérstaklega metnar hjá einstaklingum með mismikla skerðingu á lifrarstarfsemi. Hins vegar sýndi síðari greining á gögnum úr 3. fasa klínísku rannsóknanna tveggja að lyfjahvörf regadenosons urðu ekki fyrir áhrifum hjá fámennum undirhópi sjúklinga með rannsóknargildi sem gáfu til kynna skerðingu á lifrarstarfsemi (2,5-föld hækkun transamínasa eða 1,5-föld hækkun á gallrauða í sermi eða próþrombíntíma). Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með skerðingu á lifrarstarfsemi.

Aldraðir sjúklingar

Byggt á þýðisgreiningu á lyfjahvörfum hefur aldur minniháttar áhrif á lyfjahvörf regadenosons. Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá öldruðum sjúklingum.

Börn

Lyfjahvarfabreytur regadenosons hafa enn ekki verið rannsakaðar hjá börnum (< 18 ára).

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir staka og endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, eða fósturvísis-/fósturþroska. Merki um eiturverkanir á móður og fóstur komu fram hjá rottum og kanínum (minni fósturþyngd, seinkun á beinmyndun [rottur], færri afkvæmi og færri lifandi fóstur [kanínur]), en engin vansköpun. Eiturverkanir á fóstur komu fram í kjölfar endurtekinnar daglegrar skömmtunar af regadenoson, en aðeins við skammta sem voru mun stærri en ráðlagðir

skammtar fyrir menn. Rannsóknir á frjósemi eða rannsóknir fyrir og eftir fæðingu hafa ekki verið gerðar.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Tvínatríum fosfat tvíhýdrat

Natríum tvívetnisfosfat einhýdrat

Própýlen glýkól

Tvínatríum edetat

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

4 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

5 ml lausn í einnota hettuglasi úr gleri af gerð 1 með (bútýl) gúmmítappa og álinnsigli.

Pakkningastærð með 1 hettuglasi.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Skoða skal lyfið með tilliti til agna eða upplitunar fyrir lyfjagjöf.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Rapidscan Pharma Solutions EU Ltd.

Regent’s Place

338 Euston Road

London NW1 3BT

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/10/643/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 06/09/2010

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 24/04/2015

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf