Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Rasagiline Mylan (rasagiline tartrate) – Samantekt á eiginleikum lyfs - N04BD02

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsRasagiline Mylan
ATC-kóðiN04BD02
Efnirasagiline tartrate
FramleiðandiMylan S.A.S.

1.HEITI LYFS

Rasagiline Mylan 1 mg töflur

2.INNIHALDSLÝSING

Hver tafla inniheldur rasagílín tartrat sem jafngildir 1 mg af rasagílíni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Töflur.

Hvítar eða beinhvítar, sporöskjulaga (u.þ.b. 11,5 mm x 6 mm), tvíkúptar töflur, áletraðar með „R9SE“ á annarri hliðinni og „1“ á hinni hliðinni.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Rasagiline Mylan er ætlað til meðferðar við Parkinsonssjúkdómi af óþekktum uppruna í einlyfjameðferð (án levódópa) eða viðbótarmeðferð (með levódópa) hjá sjúklingum sem eru með sveiflur eftir síðasta skammt.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Rasagílín er ætlað til inntöku, í skammtinum 1 mg einu sinni á dag með eða án levódópa.

Aldraðir

Ekki er þörf á aðlögun skammta fyrir aldraða sjúklinga.

Skert lifrarstarfsemi

Veruleg skerðing á lifrarstarfsemi er frábending gegn gjöf rasagílíns (sjá kafla 4.3). Forðast skal gjöf rasagílíns hjá sjúklingum með miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi. Gæta skal varúðar þegar meðferð með rasagílíni er hafin hjá sjúklingum með væga skerðingu á lifrarstarfsemi. Ef væg skerðing á lifrarstarfsemi þróast í miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi skal hætta meðferð með rasagílíni (sjá kafla 4.4).

Skert nýrnastarfsemi

Ekki er þörf á aðlögun skammta vegna skertrar nýrnastarfsemi.

Börn

Ekki er mælt með notkun rasagílíns fyrir börn og unglinga þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um öryggi og verkun.

Lyfjagjöf

Til inntöku.

Rasagilín má taka með eða án matar.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna (talin upp í kafla 6.1).

Samhliða meðferð með öðrum mónóamínoxidasahemlum (MAO-hemlum) (að meðtöldum lyfjum og náttúrulyfjum sem fást án lyfseðils t.d. jónsmessurunna/jóhannesarjurt (St. John’s wort)) eða petidíni (sjá kafla 4.5). Að minnsta kosti 14 dagar verða að líða frá því að rasagílín meðferð er hætt þar til meðferð með MAO-hemlum eða petidíni er hafin.

Verulega skert lifrarstarfsemi.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Forðast skal samhliða notkun rasagílíns og flúoxetíns eða flúvoxamíns (sjá kafla 4.5).

Líða skulu a.m.k. fimm vikur frá því að meðferð með flúoxetíni er hætt þar til meðferð með rasagílíni er hafin. Að minnsta kosti 14 dagar skulu líða frá því að meðferð með rasagílíni er hætt þar til meðferð með flúoxetíni eða flúvoxamíni er hafin.

Hvataröskun getur komið fram hjá sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með dópamínörvumog/eða dópamínvirkum lyfjum. Einnig hefur verið greint frá svipuðum tilvikum hvataröskunar við notkun rasagilíns eftir markaðssetningu. Fylgjast á reglulega með hvort hvataröskun komi fram hjá sjúklingum. Upplýsa ætti sjúklinga og umönnunaraðila um hegðunareinkenni vegna hvataröskunar sem sést hafa hjá sjúklingum í meðferð með rasagilíni, tilvik eins og þráhyggja, áráttuhugsanir, spilafíkn, aukin kynhvöt, kynferðisleg ofvirkni, hvatvísi, óhófleg eyðsla eða kaupsýki.

Þar sem rasagilín magnar verkun levódópa, geta aukaverkanir af levódópa aukist og hreyfitruflanir sem fyrir eru versnað. Við minnkun levódópaskammts getur dregið úr þessum aukaverkunum.

Skýrt hefur verið frá blóðþrýstingslækkandi verkun þegar rasagilín er tekið samhliða levódópa. Sjúklingar með Parkinsonssjúkdóm eru sérlega viðkvæmir fyrir aukaverkunum af lágþrýstingi vegna göngulagsvandamála sem fyrir eru.

Samhliða notkun rasagílíns og dextrómethorphans eða adrenvirkra lyfja, þ.m.t. lyfja í nefdropum, og lyfja til inntöku við nefstíflu eða lyfjum við kvefi, sem innihalda efedrín eða pseudoefedrín er ekki ráðlögð (sjá kafla 4.5).

Meðan á klínísku þróunaráætluninni stóð vöktu tilfelli af sortuæxli grun um tengsl við notkun á rasagílíni.Upplýsingarnar sem hafa safnast benda til að Parkinsonssjúkdómur og ekki eitthvert sérstakt lyf, tengist aukinni hættu á húðkrabbameini (ekki aðeins sortuæxli). Allar grunsamlegar húðskemmdir skulu metnar af sérfræðingi.

Gæta skal varúðar þegar meðferð með rasagílíni er hafin hjá sjúklingum með væga skerðingu á lifrarstarfsemi. Forðast skal notkun á rasagílíni hjá sjúklingum með miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi. Ef væg skerðing á lifrarstarfsemi þróast í miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi skal hætta meðferð með rasagílíni (sjá kafla 5.2).

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Þekktur er fjöldi milliverkana milli ósértækra MAO-hemla og annarra lyfja.

Ekki má gefa rasagílín samhliða öðrum MAO-hemlum (að meðtöldum lyfjum og náttúrulyfjum sem fást án lyfseðils t.d. Jónsmessurunna (St. John’s wort)) þar sem hætta getur verið á ósértækri MAO-hemlun sem getur leitt til hættulegrar blóðþrýstingshækkunar (sjá kafla 4.3).

Alvarlegar aukaverkanir hafa komið fram við samhliða notkun petidíns og MAO-hemla, að meðtalinni samhliða notkun annars sértæks MAO-B hemils. Rasagílín skal ekki nota samhliða petidíni (sjá kafla 4.3).

Greint hefur verið frá milliverkunum við notkun MAO-hemla samhliða adrenvirkum lyfjum. Því er samhliða notkun rasagílíns og adrenvirkra lyfja þ.m.t. í nefdropum og lyfjum til inntöku við nefstíflu eða lyfja við kvefi sem innihalda efedrínn eða pseudoephedrín, ekki ráðlögð m.t.t. MAO-hamlandi áhrifa rasagílíns (sjá kafla 4.4).

Milliverkanir hafa verið skráðar eftir samhliða notkun dextrómetorphans og ósértækra MAO-hemla. Því er samhliða notkun rasagílíns og dextrómetorphans ekki ráðlögð m.t.t. MAO-hamlandi áhrifa rasagílíns (sjá kafla 4.4).

Samhliða notkun rasagílíns og flúoxetíns eða flúvoxamíns ætti að forðast (sjá kafla 4.4).

Um samhliða notkun rasagílíns með sérhæfðum serótónín endurupptökuhemlum (SSRI lyf) /sérhæfðum serótónín-noradrenalín endurupptökuhemlum (SNRI lyf) í klínískum rannsóknum, sjá kafla 4.8.

Alvarlegar aukaverkanir hafa verið skráðar við samhliða notkun SSRI lyfja, SNRI lyfja, þríhringlaga geðdeyfðarlyfja, fjórhringlaga geðdeyfðarlyfja og MAO-hemla. Því ætti að gefa geðdeyfðarlyf með varúð m.t.t. MAO-hamlandi áhrifa rasagílíns.

Hjá sjúklingum með Parkinsonssjúkdóm sem fengu langvarandi levódópa meðferð ásamt meðferð með rasagílíni voru engin klínískt marktæk áhrif af levódópa meðferð á rasagílín úthreinsun.

In vitro rannsóknir á efnaskiptum hafa sýnt að cýtókróm P450 1A2 (CYP1A2) er helsta ensímið í umbrotum rasagílíns. Samhliða gjöf rasagílíns og cíprófloxasíns (hemils á CYP1A2) jók AUC rasagílíns um 83%. Samhliða gjöf rasagílíns og theófýllíns (hvarfefnis CYP1A2) hafði ekki áhrif á lyfjahvörf lyfjanna. Af þessu má sjá að öflugir CYP1A2 hemlar geta breytt blóðþéttni rasagílíns og ætti því að gefa þá með varúð.

Hjá sjúklingum sem reykja er aukin áhætta að plasma gildi rasagílíns lækki, vegna efnaskipta ensímsins CYP1A2.

In vitro rannsóknir sýndu að rasagílín í styrknum 1 g /ml (sem jafngildir þéttni sem er 160 sinnum

meðaltals Cmax 5,9-8,5 ng/ml hjá sjúklingum með Parkinsonssjúkdóm eftir endurtekna 1 mg skammta af rasagílíni), hamlaði ekki cýtokróm P450 ísóensímunum, CYP1A2, CYP2A6, CYP2C9, CYP2C19, CYP2D6, CYP2E1, CYP3A4 og CYP4A. Þessar niðurstöður sýna að ólíklegt er að lækningaleg þéttni rasagílíns hafi klínískt marktæk áhrif á hvarfefni þessara ensíma.

Samhliða gjöf rasagílíns um munn og entacapóns jók úthreinsun rasagílíns um 28%.

Týramín/rasagílín milliverkun: Niðurstöður fimm rannsókna á milliverkunum rasagílíns og týramíns (hjá sjálfboðaliðum og sjúklingum með Parkinsonssjúkdóm), ásamt niðurstöðum mælinga á blóðþrýstingi eftir máltíðir, framkvæmdum heima (hjá 464 sjúklingum sem fengu 0,5 eða 1 mg/dag af rasagílíni eða lyfleysu ásamt meðferð með levódópa í sex mánuði án takmarkana á týramíni) ásamt því að engar milliverkanir týramíns/rasagílíns voru skráðar í klínískum rannsóknum sem gerðar voru án takmarkana á týramíni, sýna að rasagílín má nota af öryggi án takmarkana á týramíni í fæðu.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engin klínísk gögn liggja fyrir um notkun rasagílíns á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, fósturvísis-/fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu (sjá kafla 5.3). Gæta skal varúðar þegar lyfinu er ávísað á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Niðurstöður rannsókna sýna að rasagílín hamlar seytingu prólaktíns og getur því hamlað mjólkurmyndun. Ekki er vitað hvort rasagílín skilst út í brjóstamjólk. Gæta skal varúðar þegar rasagílín er gefið mæðrum með börn á brjósti.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Vara á sjúklinga við að stjórna hættulegum tækjum, þ.m.t. ökutækjum, þar til þeir eru nokkurn veginn vissir um að rasagílín valdi þeim ekki aukaverkunum.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Í klínískum rannsóknum með rasagílíni fengu alls 1.361 sjúklingar meðferð með rasagílíni í 3.076,4 sjúklingaár. Í tvíblindu samanburðarrannsóknunum með lyfleysu fengu 529 sjúklingar meðferð með 1 mg/dag af rasagílíni í 212 sjúklingaár og 539 sjúklingar fengu lyfleysu í 213 sjúklingaár.

Einlyfjameðferð (monotherapy)

Eftirfarandi upptalning tekur til skráðra aukaverkana sem höfðu hærri tíðni í samanburðarrannsóknum með lyfleysu, hjá sjúklingum sem fengu 1 mg/dag af rasagílíni (rasagílín hópur fjöldi=149, lyfleysuhópur fjöldi=151). Aukaverkanir sem hafa að minnstakosti 2% mun frá lyfleysu eru merktar með skáletri. Í svigum er tíðni aukaverkana (hundraðshluti sjúklinga) rasagílíns annars vegar og lyfleysu hins vegar.

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkunum er raðað eftir tíðni á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (> 1/10), algengar (> 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (> 1/1000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (> 1/10 000 til < 1/1 000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10 000) þ.á m. einstök tilvik.

Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra

Algengar: inflúensa (4,7% á móti 0,7%)

Æxli, góðkynja og illkynja (einnig blöðrur og separ)

Algengar: húðkrabbamein (1,3% á móti 0,7%)

Blóð og eitlar

Algengar: hvítfrumnafæð (1,3% á móti 0%)

Ónæmiskerfi

Algengar: ofnæmi (1,3% á móti 0,7%)

Efnaskipti og næring

Sjaldgæfar: minnkuð matarlyst (0,7% á móti 0%)

Geðræn vandamál

Algengar: þunglyndi (5,4% á móti 2%), ofskynjanir (1,3% á móti 0,7%)

Taugakerfi

Mjög algengar: höfuðverkur (14,1% á móti 11,9%), Sjaldgæfar: heilablóðfall (0,7% á móti 0%)

Augu

Algengar: táruubólga (2,7% á móti 0,7%)

Eyru og völundarhús

Algengar: svimi (2,7% á móti 1,3%)

Hjarta

Algengar: hjartaöng (1,3% á móti 0%) Sjaldgæfar: hjartadrep (0,7% á móti 0%)

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Algengar: nefslímubólga (3,4% á móti 0,7%)

Meltingarfæri

Algengar: uppþemba (1,3% á móti 0%)

Húð og undirhúð

Algengar: húðbólga (2,0% á móti 0%)

Sjaldgæfar: útbrot með blöðrum (0,7% á móti 0%), Stoðkerfi og stoðvefur

Algengar: vöðva- og beinverkir (6,7% á móti 2,6%), hálsverkur (2,7% á móti 0%), liðagigt (1,3% á móti 0.7%)

Nýru og þvagfæri

Algengar: áköf þvaglátaþörf (1,3% á móti 0,7%)

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Algengar: hiti (2,7% á móti 1,3%), lasleiki (2% á móti 0%)

Viðbótarmeðferð (adjunct therapy)

Eftirfarandi upptalning tekur til aukaverkana sem skráðar voru af hærri tíðni í samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá sjúklingum sem fengu 1 mg/dag af rasagílíni (rasagílín hópur fjöldi=380, lyfleysuhópur fjöldi=388). Í svigum er tíðni aukaverkana (hundraðshluti sjúklinga) rasagílíns annars vegar og lyfleysu hins vegar.

Aukaverkanir sem hafa að minnsta kosti 2% mun frá lyfleysu eru merktar með skáletri.

Aukaverkunum er raðað eftir tíðni á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10 000 til < 1/1 000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10 000).

Æxli, góðkynja og illkynja (einnig blöðrur og separ)

Sjaldgæfar: sortuæxli í húð (0,5% á móti 0,3%)

Efnaskipti og næring

Algengar: minnkuð matarlyst (2,4% á móti 0,8%)

Geðræn vandamál

Algengar: ofskynjanir (2,9% á móti 2,1%), óeðlilegar draumfarir (2,1% á móti 0,8%) Sjaldgæfar: ringlun (0,8% á móti 0,5%)

Taugakerfi

Mjög algengar: hreyfingartruflanir (10,5% á móti 6,2%)

Sjaldgæfar: truflun á vöðvaspennu (2,4% á móti 0,8%), heilkenni úlnliðsganga (1,3% á móti 0%), jafnvægistruflanir (1,6% á móti 0,3%)

Sjaldgæfar: heilablóðfall (0,5% á móti 0,3%)

Hjarta

Sjaldgæfar: hjartaöng (0,5% á móti 0%)

Æðar

Algengar: stöðubundinn lágþrýstingur (3,9% á móti 0,8%)

Meltingarfæri

Algengar: kviðverkir (4,2% á móti 1,3%), hægðatregða (4,2% á móti 2,1%), ógleði og uppköst (8,4% á móti 6,2%), munnþurrkur (3,4% á móti 1,8%)

Húð og undirhúð

Algengar: útbrot (1,1% á móti 0,3%) Stoðkerfi og stoðvefur

Algengar: liðverkir (2,4% á móti 2,1%), verkir í hálsi (1,3% á móti 0,5%)

Rannsóknaniðurstöður

Algengar: þyngdartap (4,2% á móti 1,5%)

Áverkar og eitranir

Algengar: byltur (4,7% á móti 3,4%)

Lýsing á völdum aukaverkunum

Einkenni um ofskynjanir og ringlun tengjast Parkinsonssjúkdómi. Þessi einkenni hafa einnig sést eftir markaðssetningu hjá Parkinsonssjúklingum í rasagílinmeðferð.

Þekktar eru alvarlegar aukaverkanir við samhliða notkun SSRI lyfja, SNRI lyfja, þríhringlaga geðdeyfðarlyfja/fjórhringlaga geðdeyfðarlyfja og MAO-hemla. Eftir markaðssetningu hefur verið skýrt frá tilvikum serótónín heilkennis með æsingi, ringlun, stífni, hita og vöðvakippum, hjá sjúklingum sem eru í meðhöndlun með þunglyndislyfjum/SNRI lyfjum samhliða rasagílíni.

Ekki var heimiluð samhliða notkun flúoxetíns eða flúvoxamíns með rasagílíni í klínískum rannsóknum með rasagílíni, en eftirfarandi þunglyndislyf og skammtar voru heimiluð í rasagílín rannsóknunum: amitriptýlín ≤ 50 mg á dag, trazódón ≤ 100 mg á dag, cítalópram ≤ 20 mg á dag, sertralín ≤ 100 mg á dag og paroxetín ≤ 30 mg á dag. Engin tilvik serótónín heilkennis komu fram í klínísku rannsóknunum með rasagílíni, en þar fengu 115 sjúklingar samhliða rasagílín og þríhringlaga geðdeyfðarlyf og 141 sjúklingar fengu rasagílín og SSRI lyf/SNRI lyf.

Eftir markaðssetningu hefur verið skýrt frá tilvikum af hækkuðum blóðþrýstingi, að meðtöldum mjög sjaldgæfum tilvikum um lífshættulega blóðþrýstingshækkun (hypertensive crisis), í tengslum við neyslu óþekkts magns fæðu sem inniheldur mikið af týramíni, hjá sjúklingum sem eru í meðhöndlun með rasagílíni.

Skýrt hefur verið frá milliverkunum við samhliða notkun MAO-hemla og adrenvirkra lyfja. Eftir markaðssetningu hefur sést eitt tilvik af hækkuðum blóðþrýstingi hjá sjúklingi sem notaði æðaþrengjandi augnlyfið tetrahýdrózólín hýdróklóríð meðan á rasgílínmeðferð stóð.

Hvataröskun

Spilafíkn, aukin kynhvöt, kynferðisleg ofvirkni, óhófleg eyðsla eða kaupsýki, ofát og áráttukennt át geta komið fram hjá sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með dópamínörvum og/eða öðrum dópamínvirkum lyfjum. Greint hefur verið frá svipuðum tilvikum hvataröskunar við notkun rasagilíns eftir markaðssetningu þ.á m. einnig þráhyggju, áráttuhugsunum og hvatvísi (sjá kafla 4.4).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Einkenni

Meðal einkenna sem skýrt hefur verið frá eftir ofskömmtun með rasagílíni, í skömmtum frá 3 mg upp í 100 mg, eru andleg vanlíðan (dysphoria), ólmhugur (hypomania), lífshættuleg blóðþrýstingshækkun og serótónín heilkenni.

Ofskömmtun getur tengst marktækri hömlun á bæði MAO-A og MAO-B. Í rannsókn á einum stökum skammti fengu heilbrigðir sjálfboðaliðar 20 mg/dag og í tíu daga rannsókn fengu heilbrigðir sjálfboðaliðar 10 mg/dag. Aukaverkanir voru vægar eða miðlungsmiklar og tengdust ekki rasagílín meðferðinni. Í rannsókn þar sem skammtur var aukinn hjá sjúklingum sem voru á langvarandi levódópa meðferð og 10 mg/dag af rasagílíni, komu fram aukaverkanir á hjarta- og æðakerfi (þ.á m. hár blóðþrýstingur og stöðutengdur lágþrýstingur) sem gengu til baka þegar meðferð var hætt. Þessi einkenni geta líkst þeim sem fram koma við notkun ósértækra MAO-hemla.

Meðferð

Sértækt mótefni er ekki til. Ef um ofskömmtun er að ræða skal hafa eftirlit með sjúklingum og veita viðeigandi meðferð við einkennum ásamt stuðningsmeðferð.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við Parkinsonssjúkdómi, mónóamín oxidasa-B-hemlar ATC flokkur: N04BD02

Verkunarháttur

Sýnt hefur verið fram á að rasagílín er öflugur, óafturkræfur, sértækur MAO-B-hemill, sem getur valdið aukningu á utanfrumuþéttni dópamíns í rákakjarna (corpus striatum). Hækkuð þéttni dópamíns og þar af leiðandi aukin dópamínvirkni eru líkleg til að valda þeim jákvæðu áhrifum rasagílíns sem sjást í líkönum af dópamínvirkum hreyfingartruflunum.

1-Amínóindan er helsta virka umbrotsefnið og er ekki MAO-B-hemill

Verkun og öryggi

Sýnt var fram á verkun rasagílíns í þremur rannsóknum: Í rannsókn I á meðferð með rasagílíni einu sér og í rannsóknum II og III á samhliða meðferð með levódópa.

Einlyfjameðferð

Í rannsókn I var 404 sjúklingum slembiraðað til þess að fá lyfleysu (138 sjúklingar), rasagílín

1 mg/dag (134 sjúklingar) eða rasagílín 2 mg/dag (132 sjúklingar) og stóð meðferðin í 26 vikur. Ekki var notað annað virkt efni til samanburðar.

Í þessari rannsókn var mat á verkun fyrst og fremst breyting frá upphaflegum heildarstigafjölda á “Unified Parkinson’s Disease Rating Scale” (UPDRS, hlutum I-III). Mismunurinn á meðalbreytingu frá upphaflegu gildi að 26. viku/enda rannsóknarinnar (LOCF, Last Observation Carried Forward) var tölfræðilega marktækur (UPDRS, hlutum I-III: fyrir rasagílín 1 mg í samanburði við lyfleysu -4,2 95%

CI -5,7; -2,7 ; p<0,0001; fyrir rasagílín 2 mg í samanburði við lyfleysu -3,6 95% CI -5,0; -2,1 ; p<0,0001), UPDRS Mótor, hluti II: fyrir rasagílín 1 mg í samanburði við lyfleysu –2,7 95% CI -3,87; -1,55 ; p<0,0001); fyrir rasagílin 2 mg í samanburði við lyfleysu –1,68, 95% CI -2,85; -0,51 , p=0,0050). Virknin var augljós, þó svo að hún væri lítil hjá sjúklingum með vægan sjúkdóm. Fram komu marktæk og hagstæð áhrif á lífsgæði (metið út frá PD-QUALIF skala).

Samsett meðferð

Írannsókn II var sjúklingum slembiraðað til þess að fá lyfleysu (229 sjúklingar), rasagílín 1 mg/dag (231 sjúklingur) eða katekól-O-metýl transferasa (COMT)-hemil, entacapón, 200 mg sem tekin voru ásamt levódópa (LD)/dekarboxýlasa hemli samkvæmt áætlun (227 sjúklingar) og stóð meðferðin í 18 vikur. Í rannsókn III var sjúklingum slembiraðað til þess að fá lyfleysu (159 sjúklingar), rasagílín 0,5 mg/dag (164 sjúklingar), eða rasagílín 1 mg/dag (149 sjúklingar) og stóð meðferðin í 26 vikur.

Íbáðum rannsóknunum var mat á verkun fyrst og fremst breyting á meðalfjölda klukkustunda á sólarhring sem sjúklingar voru í “OFF” ástandi frá upphaflegum meðalfjölda á meðferðartímabilinu (ákvarðað með sólarhrings heimadagbók sem haldin var í 3 daga fyrir hverja heimsókn sem farin var til að meta ástandið).

Írannsókn II var meðalmismunurinn á fjölda klukkustunda í “OFF” ástandi í samanburði við lyfleysu

-0,78 klst., 95% CI -1,18; -0,39 klst. , p=0,0001. Meðalfækkun á heildarfjölda “OFF” stunda á

sólarhring var svipuð í entacapón hópnum (-0,80 klst., 95% CI -1,20; -0,41 , p<0,0001) og í hópnum sem fékk 1 mg af rasagílíni. Í rannsókn III var meðalmunurinn í samanburði við lyfleysu -0,94 klst.,

95% CI -1,36; -0,51 , p<0,0001. Tölfræðilega marktækur árangur í samanburði við lyfleysu varð einnig í rasagílín 0,5 mg hópnum, en árangurinn var þó minni. Styrkur þessara niðurstaðna fyrir meginendapunkt m.t.t. verkunar var staðfestur í fjölda annarra tölfræðilíkana og var sýnt fram á hann í þremur flokkum (“ITT, per protocol and completers”).

Verkun var einnig metin með alþjóðlegu mati á bata, sem framkvæmt var af þeim sem skoðaði sjúklinginn, “Activities of Daily Living” (ADL) “subscale scores” í “OFF” ástandi og “UPDRS motor” í “ON” ástandi. Tölfræðilega marktækur árangur var af rasagílíni í samanburði við lyfleysu.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Rasagílín frásogast hratt, hámarksblóðþéttni (Cmax) næst á u.þ.b. 0,5 klukkustundum. Raunaðgengi eins rasagílín skammts er u.þ.b. 36%. Fæða hefur ekki áhrif á Tmax rasagílíns enda þótt Cmax og heildarþéttni lyfsins í líkamanum (AUC) lækki um u.þ.b. 60% og 20% hvor fyrir sig, þegar lyfið er tekið inn ásamt fituríkri máltíð. Þar sem AUC verður ekki fyrir verulegum áhrifum, má taka rasagílín inn með eða án fæðu.

Dreifing

Meðaldreifingarrúmmál eftir einn skammt af rasagílíni í æð er 243 lítrar. Próteinbinding í blóði eftir einn skammt til inntöku af 14C-merktu rasagílíni er u.þ.b. 60 til 70%.

Umbrot

Rasagílín umbrotnar nánast algerlega í lifur áður en það skilst út. Umbrot rasagílíns fara eftir tveimur meginferlum: N-dealkýleringu og/eða hýdroxýleringu yfir í: 1-Amínóindan, 3-hýdroxý-N-própargýl- 1-amínóindan og 3-hýdroxý-1-aminóindan. In vitro tilraunir sýna að báðar leiðirnar sem rasagílín umbrotnar eftir eru háðar cýtókróm P450 kerfinu, en rasagílín umbrotnar aðallega fyrir tilstilli CYP1A2 ísóensímsins. Samtenging rasagílíns og umbrotsefna þess reyndist einnig vera mikilvæg umbrotsleið til myndunar glúkúroníða.

Brotthvarf

Eftir inntöku 14C-merkts rasagílíns átti brotthvarf sér aðallega stað í þvagi (62,2%) og því næst í saur (21,8%) og var heildarmagn sem skildist út á 38 daga tímabili 84,4% af skammtinum. Innan við 1% rasagílíns skilst út óbreytt í þvagi.

Línuleg lyfjahvörf/ólínuleg lyfjahvörf

Lyfjahvörf rasagílíns eru línuleg við skammta á bilinu 0,5-2 mg. Helmingunartími brotthvarfs er 0,6-2 klukkustundir.

Einstakir sjúklingahópar

Skert lifrarstarfsemi: Hjá sjúklingum með væga skerðingu á lifrarstarfsemi var 80% aukning á AUC og 38% aukning á Cmax. Hjá sjúklingum með miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi var 568% aukning á AUC og 83% aukning á Cmax (sjá kafla 4.4).

Skert nýrnastarfsemi: Eðli lyfjahvarfa rasagílíns hjá einstaklingum með væga (kreatínín úthreinsun 50-80 ml/mín) og miðlungsmikla (kreatínín úthreinsun 30-49 ml/mín) skerðingu á nýrnastarfsemi var svipað og hjá heilbrigðum einstaklingum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta og eiturverkunum á æxlun.

Rasagílín veldur ekki eituráhrifum á erfðaefnið in vivo og í nokkrum in vitro kerfum þar sem notaðar voru bakteríur eða lifrarfrumur. Þegar efnaskipti frumnanna voru örvuð, olli rasagílín auknum litningaskemmdum við lyfjastyrk sem ómögulegt er að ná með þeim kínísku skömmtum sem notaðir eru.

Rasagílín hefur ekki krabbameinsvaldandi áhrif í rottum við styrk í plasma sem er 84 – 339 sinnum hærri en sá styrkur lyfs í plasma sem búast má við hjá mönnum við skammtastærð 1 mg/dag. Hjá músum sást fjölgun tilvika bæði berkju/blöðru kirtilæxla og eða krabbameins þegar styrkur í plasma var 122 – 213 sinnum hærri en sá styrkur lyfs í plasma sem búast má við hjá mönnum við skammtastærð 1 mg/dag.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Örkristallaður sellulósi Vínsýra

Maíssterkja Forhleypt maíssterkja Talkúm

Stearinsýra

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

30 mánuðir

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærra hitastig en 25°C.

6.5Gerð íláts og innihald

OPA/ál/PVC/álþynnupakkningar með 7, 10, 28, 30, 100 eða 112 töflum. PVC/PVDC/álþynnupakkningar með 7, 10, 28, 30, 100 eða 112 töflum. PVC/PVDC/álþynnupakkningar rifgötuð stakskammtaþynnupakkning sem inniheldur 7 x 1, 10 x 1, 28 x 1, 30 x 1, 100 x 1 eða 112 x 1 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli um förgun.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Mylan S.A.S.

117, Allée des Parcs, 69800 Saint-Priest Frakkland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/16/1090/001 (7 töflur – oPA/ál/PVC/ál)

EU/1/16/1090/002 (10 töflur – oPA/ál/PVC/ál)

EU/1/16/1090/003 (28 töflur – oPA/ál/PVC/ál)

EU/1/16/1090/004 (30 töflur – oPA/ál/PVC/ál)

EU/1/16/1090/005 (100 töflur – oPA/ál/PVC/ál)

EU/1/16/1090/006 (112 töflur – oPA/ál/PVC/ál)

EU/1/16/1090/007 (7 töflur – PVC/PVDC/ál)

EU/1/16/1090/008 (10 töflur – PVC/PVDC/ál)

EU/1/16/1090/009 (28 töflur – PVC/PVDC/ál)

EU/1/16/1090/010 (30 töflur – PVC/PVDC/ál)

EU/1/16/1090/011 (100 töflur – PVC/PVDC/ál)

EU/1/16/1090/012 (112 töflur – PVC/PVDC/ál)

EU/1/16/1090/013 (7 x 1 töflur – PVC/PVDC/ál)

EU/1/16/1090/014 (10 x 1 töflur – PVC/PVDC/ál)

EU/1/16/1090/015 (28 x 1 töflur – PVC/PVDC/ál)

EU/1/16/1090/016 (30 x 1 töflur – PVC/PVDC/ál)

EU/1/16/1090/017 (100 x 1 töflur – PVC/PVDC/ál)

EU/1/16/1090/018 (112 x 1 töflur – PVC/PVDC/ál)

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf