Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

ReFacto AF (moroctocog alfa) – Samantekt á eiginleikum lyfs - B02BD02

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsReFacto AF
ATC-kóðiB02BD02
Efnimoroctocog alfa
FramleiðandiPfizer Ltd

1.HEITI LYFS

ReFacto AF 250 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

ReFacto AF 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

ReFacto AF 1.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

ReFacto AF 2.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

ReFacto AF 250 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu

ReFacto AF 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu

ReFacto AF 1.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu

ReFacto AF 2.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu

ReFacto AF 3.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu

2.INNIHALDSLÝSING

ReFacto AF 250 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn Hvert hettuglas inniheldur 250* a.e. af moroctocog alfa**.

Eftir blöndun inniheldur hver ml af lausninni u.þ.b. 62,5 a.e af moroctocog alfa.

ReFacto AF 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn Hvert hettuglas inniheldur 500* a.e. af moroctocog alfa**.

Eftir blöndun inniheldur hver ml af lausninni u.þ.b. 125 a.e af moroctocog alfa.

ReFacto AF 1.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn Hvert hettuglas inniheldur 1.000* a.e. af moroctocog alfa**.

Eftir blöndun inniheldur hver ml af lausninni u.þ.b. 250 a.e af moroctocog alfa.

ReFacto AF 2.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn Hvert hettuglas inniheldur 2.000* a.e. af moroctocog alfa**.

Eftir blöndun inniheldur hver ml af lausninni u.þ.b. 500 a.e af moroctocog alfa.

ReFacto AF 250 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu Hver áfyllt sprauta inniheldur 250* a.e. af moroctocog alfa**.

Eftir blöndun inniheldur hver ml af lausninni u.þ.b. 62,5 a.e af moroctocog alfa.

ReFacto AF 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu Hver áfyllt sprauta inniheldur 500* a.e. af moroctocog alfa**.

Eftir blöndun inniheldur hver ml af lausninni u.þ.b. 125 a.e af moroctocog alfa.

ReFacto AF 1.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu Hver áfyllt sprauta inniheldur 1.000* a.e. af moroctocog alfa**.

Eftir blöndun inniheldur hver ml af lausninni u.þ.b. 250 a.e af moroctocog alfa.

ReFacto AF 2.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu Hver áfyllt sprauta inniheldur 2.000* a.e. af moroctocog alfa**.

Eftir blöndun inniheldur hver ml af lausninni u.þ.b. 500 a.e af moroctocog alfa.

ReFacto AF 3.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu Hver áfyllt sprauta inniheldur 3.000* a.e. af moroctocog alfa**.

Eftir blöndun inniheldur hver ml af lausninni u.þ.b. 750 a.e af moroctocog alfa.

*Virkni lyfsins (a.e.) er ákvörðuð með litmyndunarprófi Evrópsku lyfjaskrárinnar (Ph. Eur.). Eðlisvirkni ReFacto AF er 7.600-13.800 a.e./mg af próteini.

**Storkuþáttur VIII úr mönnum (INN = moroctocog alfa) er framleiddur með samrunaerfðatækni í ræktuðum eggjastokksfrumum (CHO) úr kínverskum hömstrum. Moroctocog alfa er sykurprótein sem inniheldur 1.438 amínósýrur með amínósýruröð sem er sambærileg við 90 + 80 kDa form

storkuþáttar VIII (þ.e. að undanskildu B-svæði (domain)), og breytingar sem verða eftir þýðingu svipaðar þeim sem sjást í sameindinni sem er að finna í blóðvökva.

Framleiðsluferli ReFacto var breytt til að útiloka utanaðkomandi manna- eða dýraprótein í frumuræktunarferlinu, hreinsuninni og lokasamsetningu og á sama tíma var nafninu breytt í ReFacto AF.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Eftir blöndun. 1,23 mmól (eða 29 mg) af natríum í hverju hettuglasi eða áfylltri sprautu.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

ReFacto AF 250 a.e., 500 a.e., 1.000 a.e., 2.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn Stungulyfsstofn og leysir, lausn

Hvít/beinhvít kaka/duft Tær, litlaus leysir

ReFacto AF 250 a.e., 500 a.e., 1.000 a.e., 2.000 a.e., 3.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu

Stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu Hvít/beinhvít kaka/duft í efra hólfi í áfylltu sprautunni Tær, litlaus leysir í neðra hólfi í áfylltu sprautunni

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Til að meðhöndla og fyrirbyggja blæðingar hjá sjúklingum með dreyrasýki A (meðfæddur skortur á storkuþætti VIII).

ReFacto AF hentar til notkunar hjá fullorðnum og börnum á öllum aldri, þ.á m. nýburum.

ReFacto AF inniheldur ekki von Willebrands þátt og er því ekki ætlað til meðferðar við von Willebrands sjúkdómi.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð skal hefja undir eftirliti læknis með reynslu í meðferð á dreyrasýki A.

Eftirlit með meðferðinni

Meðan á meðferð stendur þarf að fylgjast með virkni storkuþáttar VIII til að ákvarða hæfilegan skammt og fjölda gjafa. Einstaklingsbundið er hvernig sjúklingar bregðast við storkuþætti VIII með mismunandi helmingunartíma og heimtur. Skammtar sem byggja á líkamsþyngd geta þurft aðlögun hjá sjúklingum sem eru of léttir eða of þungir. Þegar um meiri háttar skurðaðgerð er að ræða er nauðsynlegt að fylgjast nákvæmlega með uppbótarmeðferðinni með storkumælingu (virkni storkuþáttar VIII í blóði).

Þegar fylgst er með virkni storkuþáttar VIII hjá sjúklingi í meðferð með ReFacto AF er mælt sterklega með því að notast sé við litmyndunarpróf. Þegar notast er við einþrepa storknunarpróf byggt á in vitro trombóplastíntíma (aPTT) til að ákvarða virkni storkuþáttar VIII í blóðsýnum sjúklinga, geta bæði gerð aPTT prófefnis og viðmið í prófinu haft mikil áhrif á niðurstöður virkniprófs storkuþáttar VIII.

Einnig getur verið mikill munur á niðurstöðum úr einþrepa storknunarprófi byggt á aPTT og úr litmyndunarprófi. Niðurstöður einþrepa storknunarprófs eru yfirleitt 20-50% lægri en niðurstöður litmyndunarprófs. Notast má við rannsóknarstofustaðal ReFacto AF til þess að leiðrétta þetta misræmi (sjá kafla 5.2). Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar skipt er um rannsóknarstofu og/eða prófefni.

Skammtar

Skammturinn og lengd uppbótarmeðferðar eru háð því hversu alvarlegur skorturinn er á storkuþætti VIII, staðsetningu blæðingar og því hversu mikil hún er og klínísku ástandi sjúklings.

Aðlaga skal skammta að klínískri svörun sjúklings. Líklegt er að það þurfi að gefa hærri skammta eða sérhæfða meðferð ef mótefni eru til staðar.

Fjöldi eininga sem er gefinn af storkuþætti VIII, gefinn upp í alþjóðlegum einingum (a.e.), er í samræmi við núgildandi WHO staðal fyrir lyf sem innihalda storkuþátt VIII. Virkni storkuþáttar VIII í blóðvökva er ýmist gefin upp í prósentum (af eðlilegu gildi í blóðvökva manna) eða í a.e. (sbr. alþjóðlega staðalinn varðandi storkuþátt VIII í blóðvökva). Ein a.e. af virkni storkuþáttar VIII svarar til þess magns sem er af storkuþætti VIII í einum ml af eðlilegum blóðvökva.

Annað moroctocog alfa lyf sem samþykkt er til notkunar utan Evrópu hefur aðra virkni sem ákvörðuð er með staðli fyrir virkni framleiddra lyfja sem hefur verið kvarðaður samkvæmt alþjóðastaðli WHO með einsþrepa storknunarprófi. Heiti þessa lyfs er XYNTHA. Vegna mismunar á aðferð til að ákvarða virkni XYNTHA og ReFacto AF, er 1 a.e. af XYNTHA (kvarðað með einsþrepa prófi) um það bil jafngilt 1,38 a.e. af ReFacto AF (kvarðað með litmyndunarprófi). Ef sjúklingur sem venjulega fær XYNTHA fær ReFacto AF, mun læknirinn sem annast hann hugsanlega breyta skammtinum byggt á heimtum storkuþáttar VIII.

Einstaklingum með dreyrasýki A skal ráðlagt á grundvelli skammtaáætlunar að hafa meðferðis nægar birgðir af storkuþætti VIII á ferðalögum. Sjúklingum skal ráðlagt að ráðfæra sig við lækninn áður en þeir fara í ferðalög.

Meðferð eftir þörfum

Útreikningar á því hve mikið skal gefa af storkuþætti VIII byggjast á raunvísindalegum niðurstöðum sem sýna að 1 a.e. af storkuþætti VIII á hvert kg líkamsþyngdar eykur virkni storkuþáttar VIII í blóðvökva um 2 a.e./dl. Nauðsynlegur skammtur er ákvarðaður út frá eftirfarandi jöfnu:

Nauðsynlegar einingar (a.e) = líkamsþyngd (kg) x æskileg hækkun á storkuþætti VIII (% eða a.e./dl) x 0,5 (a.e./kg á a.e./dl), þar sem 0,5 a.e./kg á a.e./dl stendur í öfugu hlutfalli við þær stigvaxandi heimtur sem koma venjulega fram eftir innrennsli með storkuþætti VIII.

Alltaf ber að ákveða skammt og skammtatíðni með hliðsjón af klínískum áhrifum í hverju tilviki.

Í eftirfarandi blæðingartilvikum ætti virkni storkuþáttar VIII ekki að falla undir uppgefin blóðvökvagildi (sem % af eðlilegu eða í a.e./dl) á tilteknu tímabili. Eftirfarandi tafla er leiðbeinandi þegar ákvarða á skammta vegna blæðinga eða skurðaðgerða:

Alvarleiki blæðingar/

Æskilegt magn

Tíðni skammta (klst.) /

Tegund aðgerðar

storku-

Tímalengd meðferðar (dagar)

 

þáttar VIII (% eða

 

 

a.e./dl)

 

Blæðing

 

 

Byrjandi blæðing í lið, vöðva

20-40

Endurtekið á 12-24 klst. fresti í a.m.k.

eða í munni

 

einn sólarhring þar til blæðing, sem

 

 

verkir gefa til kynna, hefur stöðvast eða

 

 

sár hafa gróið nægilega vel.

Alvarlegri blæðingar í liðum,

30-60

Endurtakið innrennslið á 12-24 klst.

vöðva eða margúll (haematoma)

 

fresti í 3-4 daga eða þar til verkur eða

 

 

hreyfihömlun hefur lagast nægilega.

Lífshættulegar blæðingar

60-100

Skammturinn er endurtekinn á 8-24

 

 

klst. fresti þar til hættan er liðin hjá.

 

 

 

Skurðaðgerð

 

 

Minni aðgerðir,

30-60

Á 24 klst. fresti, a.m.k. í einn sólarhring

þar með talinn tanndráttur

 

þar til sár hafa gróið.

Stórar aðgerðir

80-100

Endurtakið innrennslið á 8-24 klst.,

 

(fyrir og

fresti, þar til sár hafa gróið. Haldið

 

eftir aðgerð)

meðferð áfram í a.m.k. 7 daga til að

 

 

viðhalda virkni storkuþáttar VIII í 30%-

 

 

60% (a.e./dl).

Fyrirbyggjandi meðferð

Sem langtíma fyrirbyggjandi meðferð hjá sjúklingum með alvarlega dreyrasýki A er venjulegur skammtur 20-40 a.e. af storkuþætti VIII á hvert kg líkamsþunga á tveggja til þriggja daga fresti. Í sumum tilfellum, sérstaklega hjá yngri sjúklingum, kunna hærri skammtar eða tíðari lyfjagjafir að vera nauðsynlegar.

Börn

Við gjöf ReFacto AF handa ungum börnum (yngri en 6 ára) má búast við að nota þurfi hlutfallslega hærri skammt en handa fullorðnum og eldri börnum. Í rannsókn á ReFacto hjá börnum yngri en 6 ára sýndi lyfjahvarfafræðileg greining að helmingunartími og heimtur voru minni en kom fram hjá eldri börnum og fullorðnum ( sjá kafla 5.2. ). Meðan á klínískum rannsóknum stóð notuðu börn yngri en 6 ára á fyrirbyggjandi meðferð að meðaltali 50 a.e./kg af ReFacto og fengu að meðaltali

6,1 blæðingartilvik á ári. Eldri börn og fullorðnir á fyrirbyggjandi meðferð notuðu að meðaltali

27 a.e./kg og fengu að meðaltali 10 blæðingartilvik á ári. Í klínískri rannsókn var meðalskammtur við hvert innrennsli af ReFacto við blæðingartilvik hjá börnum yngri en 6 ára hærri en meðalskammtur gefinn eldri börnum og fullorðnum (51,3 a.e./kg annars vegar og 29,3 a.e/kg hins vegar).

Aldraðir

Einstaklingar 65 ára og eldri tóku ekki þátt í klínískum rannsóknum. Almennt skal velja skammta fyrir aldraða sjúklinga á einstaklingsgrundvelli.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi

Klínískar rannsóknir á skammtaaðlögun hafa ekki verið framkvæmdar hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

Lyfjagjöf

Til notkunar í bláæð.

ReFacto AF er gefið í æð með innrennsli á nokkrum mínútum eftir að frostþurrkaða duftið hefur verið leyst upp í sæfðri 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríðlausn (fylgir með). Miða skal hraða lyfjagjafarinnar við líðan sjúklingsins. Mælt er með viðeigandi þjálfun fyrir einstaklinga sem ekki eru heilbrigðisstarfsmenn og gefa lyfið.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Þekkt ofnæmisviðbrögð við hamstrapróteini.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ofnæmi

Ofnæmisviðbrögð hafa komið fram við notkun ReFacto AF. Lyfið inniheldur hamstraprótein í snefilmagni. Sjúklingum skal ráðlagt að hætta strax notkun lyfsins og hafa samband við lækninn ef einhver einkenni um ofnæmisviðbrögð koma fram. Upplýsa skal sjúklinga um byrjunareinkenni ofnæmis þ.á m. ofsakláða, útbreiddan ofsakláða, þyngsli fyrir brjósti, hvæsandi eða másandi öndun, lágan blóðþrýsting og bráðaofnæmi.

Ef um er að ræða lost skal hefja hefðbundna meðferð við losti.

Hlutleysandi mótefni (hemlar)

Myndun hlutleysandi mótefna (neutralising antibodies) (hamlandi þátta) gegn storkuþætti VIII er þekktur fylgikvilli hjá einstaklingum sem þjást af dreyrasýki A. Þessir hamlandi þættir eru vanalega IgG immúnóglóbúlín gegn blóðstorkuvirkni storkuþáttar VIII (procoagulant activity), sem mæld eru í Bethesda-einingum (BE) á ml blóðvökva með því að nota Nijmegen afbrigði af Bethesda prófi. Hættan á myndun mótefna er tengd því magni af storkuþætti VIII sem er gefið og er áhættan mest fyrstu 20 meðferðardagana. Mótefni geta myndast eftir fyrstu 100 meðferðardagana en það er sjaldgæft.

Dæmi eru um að aftur hafi orðið vart við mótefnamyndun (lágan títra) eftir að skipt var úr einu lyfi með storkuþætti VIII í annað hjá sjúklingum sem höfðu verið meðhöndlaðir áður, höfðu fengið meðferð í meira en 100 daga og höfðu áður myndað mótefni. Því er mælt með því að fylgst sé vandlega með öllum sjúklingum hvað varðar myndun mótefna í kjölfar lyfjaskipta.

Almennt séð ber að fylgjast vandlega með sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með raðbrigða storkuþætti VIII hvað varðar myndun mótefna með viðeigandi skoðunum og rannsóknarstofumælingum. Ef sú virkni storkuþáttar VIII sem gert er ráð fyrir næst ekki, eða ef blæðing stöðvast ekki þegar viðeigandi skammtur er gefinn, skal prófa fyrir hugsanlegum mótefnum storkuþáttar VIII. Hjá sjúklingum með háa títra af mótefni kann að vera að meðferð með storkuþætti VIII dugi ekki og því ber að skoða önnur meðferðarúrræði. Meðferð slíkra sjúklinga skal vera stýrt af læknum sem hafa reynslu í meðferð sjúklinga með dreyrasýki og mótefni storkuþáttar VIII.

Tilkynningar um skort á virkni

Í klínískum rannsóknum og eftir markaðssetningu ReFacto hefur verið tilkynnt um tilvik þar sem virkni hefur verið ábótavant, aðallega hjá sjúklingum á fyrirbyggjandi meðferð. Þeim tilfellum þar sem virkni ReFacto hefur vantað, hefur einkennum verið lýst sem blæðingu inn á marklið, blæðingu inn á nýjan lið eða viðkomandi finnst að nýjar blæðingar hafi komið fram. Þegar ReFacto AF er gefið er mikilvægt að hver einstaklingur sé stilltur á réttan skammt og að fylgst sé með gildum hjá hverjum sjúklingi til að tryggja nægjanlegt lækningalegt gildi (sjá kafla 4.8).

Sterklega er mælt með því að í hvert sinn sem ReFacto AF er gefið sjúklingi sé nafnið á umbúðunum og lotunúmer lyfsins skráð til að viðhalda rekjanleika milli sjúklingsins og lotunúmers lyfsins. Sjúklingar geta notað fjarlægjanlegu miðana á hettuglasinu eða áfylltu sprautunni og fest þá á til að skrá lotunúmerið í dagbók sína eða til að tilkynna um hvers kyns aukaverkanir.

Tilvik tengd hjarta- og æðasjúkdómum

Hjá sjúklingum með fyrirliggjandi áhættuþætti tengda hjarta- og æðakerfi getur uppbótarmeðferð með storkuþætti VIII aukið hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum.

Vandamál tengd æðaleggjum

Ef þörf er á miðlægum bláæðalegg (central venous access device, CVAD) skal íhuga hættuna á fylgikvillum sem tengjast honum, þ.m.t. staðbundnum sýkingum, blóðsýkingu og segamyndun á íkomustað (sjá kafla 4.8).

Natríuminnihald

Eftir blöndun inniheldur lyfið 1,23 mmól (29 mg) natríum í hverju hettuglasi eða áfylltri sprautu, þetta skal hafa í huga hjá sjúklingum á natríumskertu mataræði.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hefur verið greint frá neinum milliverkunum lyfja sem innihalda raðbrigða storkuþátt VIII við önnur lyf.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Rannsóknir á æxlun dýra hafa ekki verið gerðar með storkuþætti VIII og því liggja engar upplýsingar um frjósemi fyrir. Vegna þess hve dreyrasýki A er sjaldgæf hjá konum er engin reynsla fyrir hendi af notkun storkuþáttar VIII á meðgöngu og við brjóstagjöf. Því ætti einungis að nota storkuþátt VIII á meðgöngu og á meðan brjóstagjöf stendur ef skýr ábending er fyrir því.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

ReFacto AF hefur engin áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Ofnæmi eða ofnæmisviðbrögð (sem geta verið ofsabjúgur, bruna- og stungutilfinning á innrennslisstað, hrollur, roði, útbreiddur ofsakláði, höfuðverkur, ofsakláði, lágþrýstingur, svefnhöfgi, ógleði, órói, hraðtaktur, þyngsli fyrir brjósti, náladofi, uppköst og önghljóð) hafa komið fram í sjaldgæfum tilfellum við notkun ReFacto og geta í sumum tilfellum þróast í alvarlegt bráðaofnæmi, þ. á m. lost (sjá kafla 4.4).

ReFacto AF kann að innihalda snefilmagn af hamstrapróteini. Örsjaldan hefur orðið vart við mótefnamyndun gegn hamstrapróteini, en án klínískra afleiðinga. Í rannsókn á ReFacto höfðu tuttugu af 113 (18%) sjúklingum, sem áður höfðu fengið meðferð, hækkaðan anti-CHO mótefnatítra, án nokkurra augljósra klínískra áhrifa.

Hlutleysandi mótefni (hemlar) gegn storkuþætti VIII eru vel þekkt í meðferðum hjá sjúklingum sem þjást af dreyrasýki A. Eins og með öll lyf sem innihalda storkuþátt VIII skal fylgjast með sjúklingum hvað varðar myndun hemla sem á að títra í Bethesda-einingum (BE) með því að nota Nijmegen- afbrigði af Bethesda-prófi. Ef slíkir hemlar myndast getur ástandið lýst sér sem ófullnægjandi klínísk svörun. Í slíkum tilvikum er mælt með því að hafa samband við sérhæfða blæðaramiðstöð.

Tafla yfir aukaverkanir

Taflan hér fyrir neðan er samkvæmt MedDRA flokkun eftir líffærum. Tíðni hefur verið metin samkvæmt eftirfarandi flokkun:mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10) og sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100). Í töflunni eru taldar upp aukaverkanir sem tilkynnt var um í klínískum rannsóknum með ReFacto eða ReFacto AF. Tíðni er byggð á fjölda aukaverkana í uppsöfnuðum klínískum rannsóknum á alls 655 einstaklingum (554 sem hafa fengið meðferð áður, 101 sem ekki hafa fengið meðferð áður).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Líffæraflokkur

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

 

≥ 1/10

≥ 1/100 til < 1/10

≥ 1/1.000 til < 1/100

 

 

 

 

Blóð og eitlar

Mótefnamyndun

Mótefnamyndun fyrir

 

 

fyrir storkuþætti

storkuþætti VIII (hjá

 

 

VIII (hjá

sjúklingum sem hafa

 

 

sjúklingum sem

fengið meðferð áður)

 

 

ekki hafa fengið

 

 

 

meðferð áður)

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

Bráðaofnæmisviðbragð

Efnaskipti og næring

 

Minnkuð matarlyst

 

Taugakerfi

Höfuðverkur

Sundl

Taugakvilli í útlimum,

 

 

 

svefnhöfgi, bragðskynstruflun

Hjarta

 

 

Hjartaöng, hraðtaktur,

 

 

 

hjartsláttarónot

Æðar

 

Blæðingar, margúll

Lágur blóðþrýstingur,

 

 

 

segabláæðabólga, andlitsroði

Öndunarfæri, brjósthol

Hósti

 

Mæði

og miðmæti

 

 

 

Meltingarfæri

 

Niðurgangur, uppköst,

 

 

 

kviðverkur, ógleði

 

Húð og undirhúð

 

Ofsakláði, kláði, útbrot

Ofsviti

Stoðkerfi og stoðvefur

Liðverkir

Vöðvaþrautir

 

Almennar aukaverkanir

Sótthiti

Kuldahrollur, viðbrögð

Þróttleysi, viðbrögð á

og aukaverkanir á

 

á stungustað æðaleggs

stungustað, verkur á stungustað,

íkomustað

 

 

bólga á stungustað

Rannsóknaniðurstöður

 

Jákvæð niðurstaða á

Aukinn aspartat-

 

 

mótefnaprófi, jákvæð

amínótransferasi, aukinn alanín-

 

 

niðurstaða á

amínótransferasi, aukinn

 

 

mótefnaprófi gegn

gallrauði (bílírúbín) í blóði,

 

 

storkuþætti VIII

aukinn kreatínfosfókínasi í blóði

Lýsing á völdum aukaverkunum

Hömlun á storkuþætti VIII

Íklínískri rannsókn með ReFacto AF hjá sjúklingum sem höfðu fengið meðferð áður var tíðni hemla gegn storkuþætti VIII helsta öryggislokaviðmiðið (primary safety endpoint). Tvö tilvik voru um skammvinna hemla með lágan títra sem höfðu ekki klínísk áhrif hjá 94 sjúklingum þar sem miðgildið var 76 meðferðardagar (á bilinu 1-92), sem samsvarar 2,2% þeirra 89 sjúklinga sem höfðu a.m.k.

50 meðferðardaga. Í stoðrannsókn á ReFacto AF kom fram eitt de novo tilvik og tvö endurtekin tilvik mótefnamyndunar (í öllum tilfellum lágur títri, ákvarðað af miðlægri rannsóknarstofu) hjá

110 sjúklingum; miðgildi meðferðardaga ReFacto AF hjá sjúklingum var 58 (á bilinu 5-140) og 98 þessara sjúklinga höfðu a.m.k. 50 meðferðardaga fyrir ReFacto AF. Níutíu og átta (98) af upphaflegu 110 sjúklingunum héldu áfram meðferð í annarri stoðrannsókn og héldu áfram notkun á ReFacto AF með miðgildið 169 meðferðardaga (á bilinu 9-425). Ein (1) de novo mótefnamyndun með lágum títra kom fram til viðbótar. Tíðni mótefna í þessum rannsóknum var innan þeirra marka sem búist var við.

Íklínískri rannsókn hjá sjúklingum með dreyrasýki A (storkuþáttur VIII:C ≤2%), sem höfðu fengið meðferð áður og gengust undir stóra skurðaðgerð, fannst mótefni hjá einum sjúklingi af 30 sem fengu meðferð með ReFacto AF.

Íklínískri rannsókn á ReFacto hjá sjúklingum sem höfðu fengið meðferð áður fannst mótefni hjá einum af 113 sjúklingum. Einnig hafa verið skráðar tilkynningar eftir markaðssetningu um háan títra af mótefnum hjá sjúklingum sem höfðu fengið meðferð áður.

Klínískar rannsóknir á ReFacto AF hjá sjúklingum sem ekki hafa fengið meðferð áður eru í gangi. Í klínískri rannsókn á ReFacto hefur komið fram að 32 af 101 sjúklingum (32%) sem höfðu ekki fengið meðferð áður (FVIII:C < 2%) mynduðu mótefni. 19 af 62 sjúklingum með FVIII:C < 1% mynduðu mótefni (31%). Af þeim 32 sjúklingum í sjúklingahópnum í heild sinni (n=101) sem mynduðu mótefni voru 16 (16%) flokkaðir með háan títra (≥ 5 BE/ml) og 16 (16%) með lágan títra (< 5 BE/ml). Miðgildi daga frá byrjun gjafar lyfsins til myndunar mótefnis hjá þessum 32 sjúklingum var 12 dagar (á bilinu 3-49 dagar). Af þeim 16 sjúklingum sem höfðu háan títra fengu 15 ónæmisþolsmyndandi meðferð (immune tolerance induction). Af þeim 16 sjúklingum sem höfðu lágan títra var ónæmisþolsmyndandi meðferð hafin hjá 10 sjúklingum.

Börn

Tilkynnt hefur verið um eitt tilvik um belg (cyst) í 11 ára gömlum sjúklingi og eitt tilvik sem lýst var sem ringlun í 13 ára gömlum sjúklingi sem kunna að tengjast meðferð með ReFacto AF.

Öryggi ReFacto AF var metið í börnum og unglingum sem fengið höfðu meðferð áður (n=18, aldur 12-16 ára í rannsókn og n=49, aldur 7-16 ára í stoðrannsókn). Þó svo að takmarkaður fjöldi barna hafi verið rannsakaður er tilhneiging til aukinnar tíðni aukaverkana hjá börnum á aldrinum 7-16 ára samanborið við fullorðna. Klínískar rannsóknir sem meta notkun ReFacto AF hjá börnum yngri en

6 ára eru í gangi.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki hefur verið tilkynnt um nein einkenni ofskömmtunar með lyfjum sem innihalda raðbrigða storkuþátt VIII.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: blæðingalyf, storkuþáttur VIII; ATC flokkur: B02BD02.

ReFacto AF inniheldur raðbrigða storkuþátt VIII þar sem B svæði hefur verið eytt (moroctocog alfa). Það er sykurprótein með mólþunga u.þ.b. 170.000 Da, samsett úr 1438 amínósýrum. ReFacto AF hefur sambærilega verkunareiginleika og storkuþáttur VIII sem myndast í líkamanum. Virkni storkuþáttar VIII er verulega minnkuð hjá sjúklingum með dreyrasýki A og því er gjöf storkuþáttarins nauðsynleg.

Þegar storkuþáttur VIII er gefinn dreyrasýkissjúklingi binst hann von Willebrand þætti sem er til staðar í blóðrás sjúklings.

Virkjaður storkuþáttur VIII virkar sem viðbótarþáttur fyrir virkjaðan storkuþátt IX, sem hraðar breytingu á storkuþætti X í virkjaðan storkuþátt X. Virkjaður storkuþáttur X breytir prótrombíni í trombín. Trombín breytir síðan fíbrínógeni í fíbrín og storknun verður. Dreyrasýki A er kynbundinn blóðstorknunarerfðagalli vegna lækkaðs gildis á storkuþætti VIII:C sem leiðir til mikilla blæðinga inn á liði, vöðva eða innri líffæri, annað hvort af sjálfu sér eða vegna slysa eða skurðaðgerða. Með uppbótarmeðferð er styrkur storkuþáttar VIII í blóði aukinn og leiðir það til tímabundinnar leiðréttingar á storkuþáttarskorti og leiðréttingar á blæðingartilhneigingu.

Myndun ónæmisþols

Gögnum um myndun ónæmisþols hefur verið safnað hjá sjúklingum með dreyrasýki A sem höfðu myndað mótefni gegn storkuþætti VIII. Gögn um myndun ónæmisþols frá 25 sjúklingum voru endurskoðuð sem hluti lykilrannsóknar á notkun ReFacto hjá sjúklingum sem ekki höfðu fengið meðferð áður (sjá kafla 4.8). Af þessum 25 sjúklingum hafði mótefnatítri lækkað í < 0,6 BE hjá 20 sjúklingum, þar af 11 af 15 sjúklingum sem upphaflega höfðu verið með háan mótefnatítra

(≥ 5 BE) og 9 af 10 sjúklingum sem upphaflega höfðu verið með lágan mótefnatítra. Af þeim 6 sjúklingum sem mynduðu lágan mótefnatítra en fengu ekki ónæmisþolsmyndandi meðferð fengu 5 svipaða lækkun á mótefnatítra. Engar niðurstöður liggja fyrir um langtímaáhrif.

5.2Lyfjahvörf

Í töflunni hér að neðan koma fram lyfjahvörf ReFacto fengin úr víxlaðri rannsókn á ReFacto og þykkni með storkuþætti VIII unnu úr blóðvökva, þar sem notast var við litmyndunarpróf (sjá kafla 4.2) í 18 áður meðhöndluðum sjúklingum.

Áætluð lyfjahvörf ReFacto, hjá áður meðhöndluðum sjúklingum með dreyrasýki A

Lyfjahvarfaþáttur

Meðaltal

Staðalfrávik

Miðgildi

 

 

 

 

AUCt (a.e. klst./ml)

19,9

4,9

19,9

t1/2 (klst.)

14,8

5,6

12,7

CL (ml/klst. kg)

2,4

0,75

2,3

MRT (klst.)

20,2

7,4

18,0

Heimtur

 

 

 

(a.e./dl aukning á storkuþætti VIII:C á hverja

 

 

 

a.e./kg storkuþáttar VIII sem gefið er)

2,4

0,38

2,5

Skammstafanir: AUCt = flatarmál undir blóðþéttniferli frá núlli til síðustu mælanlegrar þéttni; t1/2 = helmingunartími; CL= útskilnaður; FVIII:C = FVIII virkni; MRT= meðaltími í blóði

Írannsókn þar sem virkni ReFacto AF, ReFacto, og virkni storkuþáttar VIII í blóðvökva sjúklings voru ákvörðuð með litmyndunarprófi, var sýnt fram á að ReFacto AF er líffræðilega jafngilt ReFacto. Hlutföll margfeldismeðaltals minnstu kvaðrata ReFacto AF og ReFacto, voru 100,6% fyrir heimtur,

99,5% fyrir AUCt og 98,1% fyrir og AUC(flatarmál undir blóðþéttniferli frá núlltíma til óendanleika). Samsvarandi 90% öryggisbil fyrir hlutföll margfeldismeðaltala milli ReFacto AF og ReFacto, voru innan jafngildismarkanna 80% til 125%, sem merkir að ReFacto AF er líffræðilega jafngilt ReFacto.

Ívíxlaðri rannsókn á lyfjahvörfum voru lyfjahvörf ReFacto AF ákvörðuð í upphafi og fylgst með þeim hjá 25 sjúklingum sem fengið höfðu meðferð áður (≥ 12 ára) eftir endurtekna gjöf ReFacto AF í sex mánuði. Hlutföll milli margfeldismeðaltals minnstu kvaðrata fyrir lyfjahvörf eftir 6 mánuði og

lyfjahvörf í upphafi voru 107% fyrir heimtur, 100% fyrir AUCt og 104% fyrir AUC . Samsvarandi 90% öryggisbil fyrir hlutföll milli 6. mánaðar og upphafsgilda hvað varðar ofangreind lyfjahvörf voru innan jafngildismarkanna 80% til 125%. Þetta bendir til þess að ekki sé um að ræða neinar tímaháðar breytingar í lyfjahvörfum ReFacto AF.

Í sömu rannsókn þar sem lyfjavirkni ReFacto AF og samanburðarlyfs með raðbrigða storkuþætti VIII í fullri lengd (FLrFVIII) og virkni storkuþáttar VIII í blóðvökvasýnum sjúklinga voru ákvörðuð með sama einþrepa storknunarprófinu á miðlægri rannsóknarstofu var sýnt fram á, með því að beita stöðluðu jafngildisnálguninni, að ReFacto AF er lyfjahvarfafræðilega jafngilt FLrFVIII í 30 sjúklingum (≥ 12 ára) sem fengið höfðu meðferð áður. .

Hjá sjúklingum sem höfðu ekki fengið meðferð áður voru lyfjahvörf ReFacto ákvörðuð með litmyndunarprófinu. Meðaltal fyrir heimtur þessara sjúklinga (n = 59; meðalaldur 10 ± 8,3 mánuðir) í viku 0 var 1,5 ± 0,6 a.e./dl á a.e./kg (á bilinu 0,2 til 2,8 a.e./dl á a.e./kg), sem var lægra en hjá sjúklingum sem höfðu verið meðhöndlaðir áður og voru meðhöndlaðir með ReFacto en hjá þeim var meðaltal heimta 2,4 ± 0,4 a.e./dl á a.e./kg (á bilinu 1,1 til 3,8 a.e./dl á a.e./kg) í viku 0. Hjá sjúklingunum sem ekki höfðu fengið meðferð áður voru meðal heimtur stöðugar yfir tímabilið (5 mælingar á 2 ára tímabili) eða á bilinu 1,5 til 1,8 a.e./dl á a.e./kg. Í líkanagerð á grundvelli upplýsinga um lyfjahvörf hjá 44 sjúklingum sem höfðu ekki fengið meðferð áður var áætlaður meðalhelmingunartími 8,0 ± 2,2 klukkustundir.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, byggt á hefðbundnum rannsóknum á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta og eiturverkunum á erfðaefni.

Engar rannsóknir hafa farið fram á mögulegum krabbameinsvaldandi áhrifum eða eiturverkunum á æxlun.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Stungulyfsstofn

Súkrósi

Kalsíumklóríðdíhýdrat

L-histidín

Pólýsorbat 80

Natríumklóríð

Leysir

Natríumklóríð

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki skal blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar með taldar aðrar innrennslislausnir, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

Aðeins skal nota meðfylgjandi innrennslisbúnað því meðhöndlun getur mistekist vegna aðsogs mennsks storkuþáttar VIII á innra byrði sums innrennslisbúnaðar.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Lyfið má taka úr kæli og geyma samfellt í allt að 3 mánuði við stofuhita (upp að 25°C) í eitt skipti. Eftir að lyfið hefur verið geymt við stofuhita má ekki setja það aftur í kæli heldur skal þá nota það eða fleygja því.

Eftir blöndun

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika lyfsins í 3 klukkustundir við hitastig upp að 25°C.

ReFacto AF 250 a.e., 500 a.e., 1.000 a.e., 2.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Lyfið inniheldur engin rotvarnarefni, og nota skal blandaða lausn strax eða innan 3 klst. eftir blöndun. Annar geymslutími og geymsluaðstæður á meðan á notkun stendur eru á ábyrgð notanda.

ReFacto AF 250 a.e., 500 a.e., 1.000 a.e., 2.000 a.e., 3.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu

Lyfið inniheldur engin rotvarnarefni og nota skal blandaða lausn strax eða innan 3 klst. eftir blöndun eða eftir að gráa plasthlífin hefur verið fjarlægð. Annar geymslutími og geymsluaðstæður á meðan á notkun stendur eru á ábyrgð notanda.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

ReFacto AF 250 a.e., 500 a.e., 1.000 a.e., 2.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

ReFacto AF 250 a.e., 500 a.e., 1.000 a.e., 2.000 a.e., 3.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu

Geymið og flytjið í kæli (2°C-8°C). Má ekki frjósa.

Geymið lyfið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

ReFacto AF 250 a.e., 500 a.e., 1.000 a.e., 2.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

250 a.e., 500 a.e., 1.000 a.e. eða 2.000 a.e. stungulyfsstofn í 10 ml hettuglasi (úr gleri af gerð 1) með tappa (bútýl) og hettu (ál) sem smellt er af og 4 ml af leysi í áfylltri sprautu (úr gleri af gerð 1) með sprautustimpli (bútýl), plasthlíf (bútýl) og sæfðu millistykki á hettuglas til að leysa upp lyfið, sæfðum innrennslisbúnaði, sprittklútum, plástri og grisju.

ReFacto AF 250 a.e., 500 a.e., 1.000 a.e., 2.000 a.e., 3.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu

250 a.e., 500 a.e., 1.000 a.e., 2.000 a.e. eða 3.000 a.e. frostþurrkaður stungulyfsstofn í efra hólfi og 4 ml af leysi í neðra hólfi áfylltrar sprautu (úr gleri af gerð 1) með sprautustimpli og hlíf úr bútýl gúmmíi, stimpilstöng til að setja saman, sæfðri hettu úr pólýprópýleni, sæfðum innrennslisbúnaði, sprittklútum, plástri og grisju.

Pakkningastærð: 1.

6.6Sérstakar varúðarreglur við förgun og önnur meðhöndlun

ReFacto AF 250 a.e., 500 a.e., 1.000 a.e., 2.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Frostþurrkaða stungulyfsstofninn í hettuglasinu á að leysa upp í meðfylgjandi leysi [9 mg/ml (0,9%) natríumklóríðlausn] úr áfylltu sprautunni með því að nota sæfða millistykkið til blöndunar. Sveiflið hettuglasinu varlega þar til allt duftið er uppleyst. Sjá kafla 3 í fylgiseðli varðandi frekari upplýsingar um blöndun og lyfjagjöf.

Eftir að duftið er uppleyst er lausnin dregin aftur upp í sprautuna. Lausnin verður tær eða dálítið ópallýsandi og litlaus. Ef sýnilegar agnir eða litabreytingar greinast í lausninni ber að fleygja henni.

ReFacto AF 250 a.e., 500 a.e., 1.000 a.e., 2.000 a.e., 3.000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu

Frostþurrkaða stungulyfsstofninn í efra hólfi áfylltu sprautunnar á að leysa upp með leysinum

[9 mg/ml (0,9%) natríumklóríðlausn] í neðra hólfi áfylltu sprautunnar. Snúið áfylltu sprautunni varlega þar til allt duftið er uppleyst. Sjá kafla 3 í fylgiseðli varðandi frekari upplýsingar um blöndun og lyfjagjöf.

Eftir blöndun á lausnin að vera tær eða lítillega ópallýsandi (opalescent) og litlaus. Ef sýnilegar agnir eru í lausninni eða hún er mislituð á að farga henni.

Þegar lyfið hefur verið leyst upp inniheldur það pólýsorbat-80, sem er þekkt fyrir að auka hraða losunar tví-(2-ethýlhexyl)phathalate (DEHP) úr pólývinýlklóríði (PVC). Þetta ber að hafa í huga þegar lyfið er blandað og gefið og einnig verður að taka tillit til þess hversu lengi lyfið hefur verið í PVC umbúðum eftir blöndun. Mikilvægt er að fara nákvæmlega eftir ráðleggingum í kafla 6.3.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Pfizer Limited

Ramsgate Road

Sandwich

Kent CT13 9NJ

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/99/103/001

EU/1/99/103/002

EU/1/99/103/003

EU/1/99/103/004

EU/1/99/103/009

EU/1/99/103/006

EU/1/99/103/007

EU/1/99/103/008

EU/1/99/103/005

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 13. apríl 1999

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 15. apríl 2014

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/ og á vef Lyfjastofnunar http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf