Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Remicade (infliximab) – áletranir - L04AB02

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsRemicade
ATC-kóðiL04AB02
Efniinfliximab
FramleiðandiJanssen Biologics B.V.  

UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM

ASKJA

1.HEITI LYFS

Remicade 100 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Infliximab

2.VIRK(T) EFNI

Hvert hettuglas inniheldur 100 mg af infliximab.

3.HJÁLPAREFNI

Hjálparefni: súkrósa, pólýsorbat 80, einbasískt natríumfosfat og tvíbasískt natríumfosfat.

4.LYFJAFORM OG INNIHALD

1 hettuglas 100 mg

2 hettuglös 100 mg

3 hettuglös 100 mg

4 hettuglös 100 mg

5 hettuglös 100 mg

5.AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR)

Til innrennslis í bláæð eftir að lyfið hefur verið leyst upp og þynnt.

Lesið fylgiseðilinn áður en lyfið er leyst upp og fyrir notkun.

6. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ UM AÐ LYFIÐ SKULI GEYMT ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

7.ÖNNUR SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF MEÐ ÞARF

8.FYRNINGARDAGSETNING

Fyrnist

Fyrnist, ef lyfið er ekki geymt í kæli ___________________

9.SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið í kæli.

Má geyma við stofuhita (allt að 25°C) einu sinni í allt að 6 mánuði.

10. SÉRSTAKAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VIÐ FÖRGUN LYFJALEIFA EÐA ÚRGANGS VEGNA LYFSINS ÞAR SEM VIÐ Á

Farga skal öllum lyfjaleifum í samræmi við gildandi reglur.

11.NAFN OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA

Janssen Biologics B.V.

Einsteinweg 101

2333 CB Leiden

Holland

12.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/99/116/001 1 hettuglas 100 mg

EU/1/99/116/002 2 hettuglös 100 mg

EU/1/99/116/003 3 hettuglös 100 mg

EU/1/99/116/004 4 hettuglös 100 mg

EU/1/99/116/005 5 hettuglös 100 mg

13.LOTUNÚMER

Lot

14.AFGREIÐSLUTILHÖGUN

Lyfseðilsskylt lyf

15.NOTKUNARLEIÐBEININGAR

16.UPPLÝSINGAR MEÐ BLINDRALETRI

Fallist hefur verið á rök fyrir undanþágu frá kröfu um blindraletur.

17.EINKVÆMT AUÐKENNI – TVÍVÍTT STRIKAMERKI

Á pakkningunni er tvívítt strikamerki með einkvæmu auðkenni.

18.EINKVÆMT AUÐKENNI – UPPLÝSINGAR SEM FÓLK GETUR LESIÐ

PC:

SN:

NN:

LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á INNRI UMBÚÐUM LÍTILLA EININGA

MIÐI Á HETTUGLAS

1.HEITI LYFS OG ÍKOMULEIÐ(IR)

Remicade 100 mg þykknisstofn

Remicade 100 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn Infliximab.

i.v.

2.AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF

Til innrennslis í bláæð eftir að lyfið hefur verið leyst upp og þynnt

3.FYRNINGARDAGSETNING

Fyrnist

4.LOTUNÚMER

Lot

5.INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI EININGA

100 mg

6.ANNAÐ

Próf:
Dagsetning:
Niðurstaða:

Remicade

infliximab

Öryggiskort

Nafn sjúklings:

Nafn læknis:

Símanúmer læknis:

Þetta öryggiskort inniheldur mikilvægar öryggisupplýsingar sem þú þarft að hafa í huga áður en þú færð lyfið Remicade og meðan á meðferð stendur.

Kortið skal sýna öllum þeim læknum sem koma að meðferðinni.

Þú skalt lesa fylgiseðil Remicade vandlega áður en þú byrjar að nota lyfið.

Dagsetning þegar Remicade meðferð hófst:

Núverandi lyfjagjöf:

Það er mikilvægt að þú og læknirinn þinn skrái sérlyfjaheiti og lotunúmer lyfsins sem þér er gefið.

Þú skalt biðja lækninn um að skrá niður tegund og dagsetningu síðustu berklarannsóknar hér fyrir neðan:

Próf:

Dagsetning:

Niðurstaða:

Þú skalt einnig hafa lista meðferðis yfir öll önnur lyf sem þú notar í hvert skipti sem þú leitar til heilbrigðisstarfsfólks.

Listi yfir ofnæmi

Listi yfir önnur lyf

Sýkingar

Áður en meðferð með Remicade hefst

Segðu lækninum frá því ef þú ert með sýkingu, jafnvel þótt hún sé aðeins smávægileg

Það er mjög mikilvægt að þú segir lækninum frá því ef þú hefur einhvern tímann fengið berkla eða ef þú hefur verið í náinni snertingu við einhvern sem hefur haft berkla. Læknirinn mun rannsaka hvort þú hafir berkla. Þú skalt biðja lækninn um að skrá tegund og dagsetningu síðustu berklarannsóknar á kortið.

Segðu lækninum frá því ef þú ert með lifrarbólgu B eða ef þú veist eða þig grunar að þú getir borið lifrarbólgu B veiruna í þér.

Meðan á meðferð með Remicade stendur

Segðu lækninum samstundis frá því ef þú hefur einkenni sýkingar. Einkennin geta verið hiti, þreyta, (þrálátur) hósti, mæði, þyngdartap, nætursviti, niðurgangur, sár, tannkvillar, sviðatilfinning við þvaglát eða flensulík einkenni.

Hjartabilun

Áður en meðferð með Remicade hefst

Segðu lækninum frá því ef þú ert með hjartasjúkdóm, t.d. væga hjartabilun.

Meðan á Remicade meðferð stendur:

Segðu lækninum samstundis frá því ef þú færð einkenni hjartasjúkdóms. Einkennin geta verið mæði, bjúgur á fótum eða breyting á hjartslætti.

Meðganga og bólusetningar

Ef þú fékkst Remicade á meðgöngu er mikilvægt að þú upplýsir lækni barnsins um það áður en barnið fær einhverja bólusetningu. Barnið á ekki að fá bólusetningu með lifandi bóluefnum svo sem BCG (notað til að koma í veg fyrri berkla) í 6 mánuði frá fæðingu.

Hafðu kortið meðferðis í 4 mánuði eftir að þú fékkst síðast Remicade skammt, eða við þungun í allt að 6 mánuði eftir fæðingu barnsins. Aukaverkanir geta komið fram löngu eftir að þú færð síðasta skammtinn af Remicade.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf