Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Renvela (sevelamer carbonate) – Samantekt á eiginleikum lyfs - V03AE02

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsRenvela
ATC-kóðiV03AE02
Efnisevelamer carbonate
FramleiðandiGenzyme Europe B.V.

1.HEITI LYFS

Renvela 800 mg filmuhúðaðar töflur.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver tafla inniheldur 800 mg sevelamer karbónat.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla (tafla).

Hvítar til hvítleitar töflur með áletruninni „RENVELA 800“ öðrum megin.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Renvela er ætlað til að hafa hemil á blóðfosfatsóhófi hjá fullorðnum sjúklingum í blóðskilun eða kviðskilun.

Renvela er einnig ætlað til að hafa hemil á blóðfosfatsóhófi hjá fullorðnum sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm, sem eru ekki í blóðskilun, með styrk fosfórs í sermi > 1,78 mmól/l.

Nota skal Renvela sem hluta af fjölþættri meðferð, sem gæti falið í sér kalsíumuppbót, 1,25-dihydroxy D3 vítamín eða eina af afleiðum þess til að hafa stjórn á þróun nýrna beinsjúkdóms.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Upphafsskammtur

Ráðlagður upphafsskammtur af sevelamer karbónati er 2,4 g eða 4,8 g á sólarhring miðað við klínískar þarfir og fosfórgildi í sermi. Taka skal Renvela töflur þrisvar á sólarhring með máltíðum.

Fosfórgildi í sermi hjá sjúklingum

Heildardagsskammtur af sevelamer karbónati

 

tekinn með 3 máltíðum á sólarhring

1,78 – 2,42 mmól/l (5,5 – 7,5 mg/dl)

2,4 g*

> 2,42 mmól/l (> 7,5 mg/dl)

4,8 g*

*Auk síðari skammtastillingar samkvæmt fyrirmælum

Sjúklingar sem áður hafa notað fosfatbindandi lyf (sevelamer vetnisklóríð eða kalsíumbyggð lyf), ættu að fá Renvela gramm fyrir gramm samfara því að fylgst sé með fosfórgildum í sermi til að tryggja æskilega dagsskammta.

Skammtabreytingar og viðhaldsmeðferð

Fylgjast á með fosfórgildum í sermi og auka skammta af sevelamer karbónati um 0,8 g þrisvar á sólahring (2,4 g/sólarhring) á 2-4 vikna fresti þar til ásættanlegu fosfórgildi í sermi er náð, síðan reglulegt eftirlit eftir það.

Sjúklingar sem taka Renvela skulu fylgja fyrirmælum um mataræði.

Klínísk framkvæmd er þannig að meðferð er samfelld, byggð á þörf á að stjórna fosfórgildum í sermi og búist er við að dagsskammtur sé um það bil 6 g á sólarhring.

Börn og unglingar

Ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um öryggi og verkun Renvela hjá börnum yngri en 6 ára eða börnum með líkamsyfirborð sem er undir 0,75 m2.

Nota á mixtúruna handa börnum þar sem lyfið í formi taflna hentar ekki handa þessum hópi.

Lyfjagjöf Til inntöku.

Gleypa skal töflurnar í heilu lagi; hvorki má mala, tyggja né brjóta þær áður en þær eru teknar inn. Renvela á að taka með mat og ekki á fastandi maga.

4.3

Frábendingar

 

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

 

Blóðfosfatskortur.

 

Garnastífla.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ekki liggja fyrir upplýsingar um öryggi og verkun Renvela hjá fullorðnum sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm, sem eru ekki í skilun, með styrk fosfórs í sermi < 1,78 mmól/l. Því er sem stendur ekki mælt með notkun Renvela fyrir slíka sjúklinga.

Ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um öryggi og verkun Renvela hjá sjúklingum með eftirfarandi kvilla:

kyngingartregðu,

kyngingarkvilla,

alvarlegar maga- og þarmahreyfingaraskanir, þ. á m. ómeðhöndlaða eða alvarlega magalömun (ástand í meltingarveginum sem hægir á magatæmingu), magateppu og óeðlilegar eða óreglulegar hægðir,

virkan bólgusjúkdóm í þörmum,

eftir meiriháttar skurðaðgerð á meltingarvegi.

Þess vegna skal gæta varúðar við notkun Renvela hjá sjúklingum með þessi einkenni.

Garnastífla og garnastífluvottur

Örsjaldan hefur komið fram garnastífla og garnastífluvottur hjá sjúklingum við meðferð með sevelamer vetnisklóríði (hylki/töflur), sem inniheldur sama virka hluta og sevelamer karbónat. Hægðatregða er hugsanlegt undanfarandi sjúkdómseinkenni. Fylgjast skal náið með sjúklingum með hægðatregðu á meðan meðferð með Renvela stendur yfir. Endurskoða skal meðferð með Renvela hjá sjúklingum sem fá alvarlega hægðatregðu eða önnur alvarleg einkenni frá meltingarvegi.

Fituleysanleg vítamín

Hjá sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm getur komið fram lækkaður styrkur á fituleysanlegu vítamínunum A, D, E og K, en það fer eftir mataræði og hvað sjúkdómurinn er á háu stigi. Ekki er hægt að útiloka að Renvela geti bundið fituleysanleg vítamín í mat sem sjúklingur neytir. Hjá sjúklingum sem ekki taka vítamínauppbót, en taka sevelamer, er mælt með að fylgst sé reglubundið með þéttni A, D, E og K-vítamína. Mælt er með því að gefa vítamín til uppbótar eftir þörfum. Mælt er með að sjúklingar með langvinnan nýrnasjúkdóm, sem ekki eru í skilun, fái uppbótarmeðferð með D-vítamíni (um það bil 400 IU af náttúrulegu D-vítamíni daglega) sem má vera hluti af fjölvítamínblöndu sem gefin er sjálfstætt fyrir utan Renvela-skammtinn. Mælt er með aukalegu eftirliti með gildum fituleysanlegra vítamína og fólínsýru hjá sjúklingum í kviðskilun vegna þess að A, D, E og K-vítamíngildi voru ekki mæld hjá þessum sjúklingum í klínísku rannsókninni.

Fólínsýruskortur

Í augnablikinu eru næg gögn ekki fyrir hendi til að útiloka möguleikann á fólínsýruskorti ef um langa Renvela-meðferð er að ræða.

Blóðkalsíumlækkun/blóðkalsíumhækkun

Hjá sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm getur komið fram blóðkalsíumlækkun eða blóðkalsíumhækkun. Renvela inniheldur ekki kalsíum. Fylgjast þarf því reglubundið með kalsíumstyrk í sermi og gefa kalsíum til uppbótar eftir þörfum.

Efnaskiptablóðsýring

Sjúklingar með langvinnan nýrnasjúkdóm eiga á hættu að fá efnaskiptablóðsýringu. Því er mælt með að hluti af góðri, klínískri meðferð sé eftirlit með sermisþéttni bíkarbónats.

Skinubólga

Sjúklingar í skilun eiga á hættu sýkingu sem tengist sérstaklega skilunarmeðferð. Skinubólga er þekktur fylgikvilli hjá sjúklingum í kviðskilun og í klínískri rannsókn á sevelamer vetnisklóríði komu fram fleiri slík tilfelli í sevelamer-hópnum en í samanburðarhópnum. Fylgjast skal náið með sjúklingum í kviðskilun til að tryggja að smitgátar aðferðir séu viðhafðar ásamt skjótri greiningu og meðferð ef einhver einkenni skinubólgu koma upp.

Kyngingarörðugleikar og vandamál vegna ásvelgingar

Tilkynnt hefur verið um sjaldgæf tilvik um erfiðleika við kyngingu á Renvela töflunni. Í mörgum slíkra tilvika voru sjúklingar með aðra sjúkdóma, þ.m.t. kyngingarsjúkdóma eða afbrigðileika í vélinda. Gæta skal varúðar þegar Renvela er gefið sjúklingum sem eiga í erfiðleikum með að kyngja. Íhuga skal notkun Renvela mixtúrudufts, dreifu hjá sjúklingum með sögu um kyngingarörðugleika.

Skjaldvakabrestur

Mælt er með nánara eftirliti með sjúklingum með skjaldvakabrest við samtímis gjöf sevelamer karbónats og levótýroxíns (sjá kafla 4.5).

Meðferð til lengri tíma

Í klínískri rannsókn sem stóð í eitt ár kom ekki fram neitt sem benti til uppsöfnunar sevelamers. Hins vegar er ekki hægt að útiloka möguleikann á frásogi og uppsöfnun sevelamers meðan á langvinnri (> eitt ár) meðferð stendur (sjá kafla 5.2).

Kalkvakaóhóf

Renvela er ekki ætlað til meðferðar á kalkvakaóhófi. Hjá sjúklingum með síðkomið (secondary) kalkvakaóhóf skal nota Renvela sem hluta af fjölþættri meðferð, ef til vill með kalsíumuppbót, 1,25-tvíhýdroxý D3 vítamíni eða einni af afleiðum þess, til að lækka þéttni óumbreytts kalkvaka (iPTH).

Bólgusjúkdómar í meltingarvegi

Í birtum fræðigreinum hefur verið greint frá tilvikum alvarlegra bólgusjúkdóma á mismunandi stöðum í meltingarvegi (m.a. með alvarlegum fylgikvillum eins og blæðingu, rofi, sáramyndun, drepi, ristilbólgu, ...) tengt því að sevelamer kristallar hafa verið til staðar. Ekki hefur þó verið sýnt fram á að sevelamer kristallarnir hafi komið ferlinu af stað. Endurmeta skal meðferð með sevelamer karbónati hjá sjúklingum sem sýna alvarleg einkenni frá meltingarvegi.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Skilun

Engar rannsóknir á milliverkunum hafa verið gerðar hjá sjúklingum í skilun.

Cíprófloxasín

Í rannsóknum á milliverkunum hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, við meðferð með sevelamer vetnisklóríði, sem inniheldur sama virka hluta og Renvela, minnkaði aðgengi cíprófloxasíns um það bil 50% þegar það var

notað samhliða sevelamer vetnisklóríði í rannsókn þar sem gefinn var einn skammtur. Þess vegna ætti ekki að nota Renvela samhliða cíprófloxasíni.

Cíklósporín, mýkófenólatmófetíl og takrólímus hjá líffæraþegum

Greint hefur verið frá lægri þéttni cíklósporíns, mýkófenólatmófetíls og takrólímus hjá líffæraþegum við samhliða notkun með sevelamer vetnisklóríði án nokkurra klínískra afleiðinga (t.d. höfnun ígrædds líffæris). Ekki er unnt að útiloka að um milliverkun sé að ræða og íhuga skal náið eftirlit með blóðþéttni cíklósporíns, mýkófenólatmófetíls og takrólímus þann tíma sem þessi lyf eru notuð samhliða og eftir að slíkri samhliða notkun er hætt.

Levótýroxín

Örsjaldan kom fram skjaldvakabrestur hjá sjúklingum sem fengu samhliða inngjöf af sevelamer vetnisklóríði, sem inniheldur sama virka hluta og sevelamer karbónat og levótýroxín. Því er mælt með nánara eftirliti með þéttni skjaldvakakveikju (TSH) hjá sjúklingum sem nota sevelamer karbónat og levótýroxín.

Lyf við hjartsláttartruflunum og flogaveiki

Sjúklingar sem notuðu lyf við hjartsláttartruflunum eða flogaveiki voru útilokaðir frá klínískum rannsóknum. Gæta skal varúðar þegar Renvela er notað hjá sjúklingum sem einnig nota slík lyf.

Dígoxín, warfarín, enalapríl eða metóprólól

Í rannsóknum á milliverkunum hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, við meðferð með sevelamer vetnisklóríði, sem inniheldur sama virka hluta og sevelamer karbónat, greindust engin áhrif á aðgengi dígoxíns, warfaríns, enalapríls eða metóprólóls.

Prótónpumpuhemlar

Eftir markaðssetningu hefur verið greint frá tilvikum um hækkuð fosfatgildi, sem koma örsjaldan fyrir, hjá sjúklingum sem nota prótónpumpuhemla samhliða sevelamer karbónati.

Aðgengi

Renvela frásogast ekki og getur haft áhrif á aðgengi annarra lyfja. Við notkun hvaða lyfs sem er, þegar minnkað aðgengi gæti haft klínískt marktæk áhrif á öryggi eða verkun, skal gefa lyfið minnst einni klst. á undan eða þremur klst. á eftir Renvela, eða að læknirinn ætti að íhuga mælingar á blóðþéttni.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun sevelamers á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt einhverjar eiturverkanir á æxlun þegar sevelamer var gefið rottum í stórum skömmtum (sjá 5.3). Einnig hefur verið sýnt fram á að sevelamer dregur úr frásogi ákveðinna vítamína, þar á meðal fólínsýru (sjá

kafla 4.4 og 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Ekki skal nota Renvela á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til og að undangengnu nákvæmu mati á áhættu og ávinningi bæði fyrir móður og fóstur.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort sevelamer/umbrotsefni berast í brjóstamjólk hjá mönnum. Þar sem sevelamer er ófrásoganlegt í eðli sínu er ólíklegt að lyfið berist í brjóstamjólk. Ákvörðun um að halda áfram eða hætta brjóstagjöf eða meðferð með Renvela skal tekin með tilliti til bæði hags barnsins af brjóstagjöf og hags móður af Renvela-meðferð.

Frjósemi

Ekki liggja fyrir nein gögn um áhrif sevelamers á frjósemi í mönnum. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt að sevelamer hafði ekki skerðandi áhrif á frjósemi í karlkyns eða kvenkyns rottum þegar útsetning var sem jafngildir tvöföldum hámarksskammti fyrir menn í klínískum rannsóknum, sem er 13 g á dag, byggt á samanburði á hlutfalli líkamsyfirborðsflatarmáls.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Sevelamer hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins

Hæsta tíðni (≥ 5% sjúklinga) aukaverkana sem hugsanlega eða líklega tengjast sevelamer var í öllum tilfellum, samkvæmt flokkun eftir líffærum, frá meltingarfærum. Flestar þessar aukaverkana voru vægar eða miðlungsvægar.

Tafla yfir aukaverkanir

Öryggi sevelamers (sem annað hvort karbónats og vetnisklóríðsalta) hefur verið rannsakað í mörgum klínískum rannsóknum hjá alls 969 blóðskilunarsjúklingum og meðferðartíma á bilinu 4 til 50 vikur (724 sjúklingum sem fengu meðferð með sevelamer vetnisklóríði og 245 með sevelamer karbónati),

97 kviðskilunarsjúklingum í 12 vikna meðferð (sem allir fengu meðferð með sevelamer vetnisklóríði) og 128 sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm, sem ekki voru í skilun, og meðferðartíma á bilinu 8 til

12 vikur (79 sjúklingum sem fengu meðferð með sevelamer vetnisklóríði og 49 með sevelamer karbónati).

Aukaverkanir sem komu fram í klínískum rannsóknum eða var greint frá eftir markaðssetningu eru taldar upp eftir tíðni í töflunni hér að neðan. Tíðnin er flokkuð sem mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Líffæraflokkur

Mjög algengar

Algengar

Koma örsjaldan

Tíðni ekki þekkt

 

 

 

fyrir

 

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmi*

 

Meltingarfæri

Ógleði, uppköst,

Niðurgangur,

 

Stífla í

 

verkir í efri hluta

meltingartruflanir,

 

meltingarvegi,

 

kviðarhols,

vindgangur,

 

garnastífla/

 

hægðatregða

kviðverkir

 

yfirvofandi

 

 

 

 

garnastífla,

 

 

 

 

rof í meltingarvegi

Húð og

 

 

 

Kláði, útbrot

undirhúð

 

 

 

 

*reynsla eftir markaðssetningu

 

 

 

Börn

Almennt er öryggi hjá börnum og unglingum (6 til 18 ára) svipað og öryggi hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Sevelamer vetnisklóríð, sem inniheldur sama virka hluta og sevelamer karbónat, hefur verið gefið heilbrigðum sjálfboðaliðum í skömmtum allt að 14 grömmum á sólarhring í átta daga án nokkurra aukaverkana. Í sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm var hámarksskammtur á sólarhring að meðaltali 14,4 grömm af sevelamer karbónati, gefið í einum skammti.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Meðferð við blóðfosfatsóhófi. ATC flokkur: V03A E02.

Renvela inniheldur sevelamer, sem er fosfatbindandi krosstengd fjölliða, án málms og kalsíums og frásogast ekki. Sevelamer inniheldur margar amínsameindir, sem eru aðskildar frá meginkeðju fjölliðunnar með einu kolefnisatómi, og verða að hluta til prótónubundnar í maganum. Þessar prótónubundnu amínsameindir binda neikvætt hlaðnar jónir, eins og fosföt í mat, í þörmunum. Með því að binda fosfat í meltingarveginum og minnka frásog lækkar sevelamer sermisþéttni fosfats. Ávallt er nauðsynlegt að fylgjast með fosfórgildum í sermi á meðan inngjöf á fosfatbindandi lyfjum fer fram.

Í tveimur slembiröðuðum, víxluðum klínískum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að sevelamer karbónat í bæði töflu- og duftformi gefnu þrisvar á dag hafi jafngild meðferðaráhrif og sevelamer vetnisklóríð og gefi því góða raun við stýringu á sermisþéttni fosfórs hjá sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm og í blóðskilun.

Fyrri rannsóknin sýndi fram á að sevelamer karbónat töflur gefnar þrisvar á sólarhring jafngiltu sevelamer vetnisklóríð töflum gefnum þrisvar á sólarhring í 79 blóðskilunarsjúklingum í meðferð á tveimur slembiröðuðum 8 vikna meðferðartímabilum (tímaveginn meðalstyrkur fosfórs í blóði var 1,5 ± 0,3 mmól/l bæði fyrir sevelamer karbónat og sevelamer vetnisklóríð). Hin rannsóknin sýndi fram á að sevelamer karbónat duft gefið þrisvar á sólarhring jafngilti sevelamer vetnisklóríð töflum gefnum þrisvar á sólarhring í 31 blóðskilunarsjúklingum með blóðfosfatsóhóf (skilgreint sem fosfórgildi í sermi ≥ 1,78 mmól/l) í meðferð á tveimur slembiröðuðum 4 vikna meðferðartímabilum (tímaveginn meðalstyrkur fosfórs í blóði var

1,6 ± 0,5 mmól/l fyrir sevelamer karbónat duft og 1,7 ± 0,4 mmól/l fyrir sevelamer vetnisklóríð töflur).

Klínískar rannsóknir á sjúklingum í blóðskilun sýndu að sevelamer eitt og sér hafði ekki örugg og klínískt marktæk áhrif á óumbreyttan kalkvaka í sermi (iPTH). Í 12 vikna rannsókn á sjúklingum í kviðskilun komu hins vegar fram svipaðar iPTH-lækkanir í samanburði við sjúklinga sem fengu kalsíum asetat. Hjá sjúklingum með síðkomið (secondary) kalkvakaóhóf skal nota Renvela sem hluta af fjölþættri meðferð, ef til vill með kalsíumuppbót, 1,25-tvíhýdroxý D3 vítamíni eða einni af afleiðum þess, til að lækka þéttni óumbreytts kalkvaka (iPTH).

Í dýralíkönum hefur verið sýnt fram á að sevelamer bindur gallsýrur in vitro og in vivo. Gallsýrubinding með jónskiptiresínum er vel þekkt aðferð til að minnka kólesteról í blóði. Í klínískum rannsóknum á sevelamer lækkaði bæði meðalgildi heildar og LDL kólesteróls um 15-39%. Þessi kólesteróllækkun kemur fram eftir meðferð í 2 vikur og áhrifin haldast við langtíma meðferð. Engin breyting varð á styrk þríglýseríða,

HDL kólesteróls eða albúmíns eftir meðferð með sevelameri.

Þar sem sevelamer bindur gallsýrur getur það truflað frásog fituleysanlegra vítamína eins og A, D, E og K- vítamína.

Sevelamer inniheldur ekki kalsíum og dregur úr tíðni á hækkun á kalsíum í samanburði við sjúklinga sem nota eingöngu kalsíumbyggð, fosfatbindandi lyf. Í rannsókn sem fylgt var eftir í eitt ár sönnuðust viðvarandi áhrif sevelamers á fosfór og kalsíum. Þessar upplýsingar fengust úr rannsóknum þar sem notað var sevelamer vetnisklóríð.

Öryggi og verkun sevelamer karbónats hjá börnum með blóðfosfatsóhóf með langvinnan nýrnasjúkdóm var metið í fjölsetra samanburðarrannsókn með 2 vikna slembuðu tímabili með lyfleysu og föstum skammti, fylgt eftir með 6 mánaða stakarma, opnu tímabili með breytingu á skömmtum. Alls var 101 sjúklingi (6 til 18 ára með líkamsyfirborð á bilinu 0,8 m2 til 2,4 m2) slembiraðað í rannsóknina. Fjörutíu og níu (49) sjúklingar fengu sevelamer karbónat og 51 fékk lyfleysu á 2 vikna tímabili með föstum skammti. Síðan fengu allir sjúklingarnir sevelamer karbónat á 26 vikna tímabili með breytingu á skömmtum. Aðalendapunkti rannsóknarinnar var náð við lækkun fosfórs í sermi um mismun minnstu kvaðrata -0.90 mg/dl miðað við lyfleysu fyrir tilstilli sevelamer karbónats, og aukaendapunktum verkunar. Hjá börnum með blóðfosfatsóhóf sem afleiðingu af langvinnum nýrnasjúkdómi dró sevelamer karbónat marktækt úr fosfór í sermi miðað við lyfleysu á 2 vikna tímabili með föstum skammti. Meðferðarsvörun var viðhaldið hjá börnum sem fengu sevelamer karbónat á 6 mánaða opna tímabilinu með breytingu á skömmtum. 27% barnanna náði viðeigandi

fosfórgildi í sermi miðað við aldur í lok meðferðarinnar. Þetta á við um 23% sjúklinga í undirhóp sjúklinga sem eru í blóðskilun og 15% sjúklinga í kviðskilun. Líkamsyfirborð hafði ekki áhrif á meðferðarsvörun á 2 vikna tímabilinu með föstum skammti aftur á móti kom engin meðferðarsvörun fram hjá börnum með skilgreint fosfórgildi <7,0 mg/dl. Flestar aukaverkananna sem greint var frá og tengjast eða tengjast hugsanlega sevelamer karbónati voru frá meltingarvegi. Engin nýtilkomin áhætta eða vísbendingar komu fram við notkun sevelamer karbónats meðan á rannsókninni stóð.

5.2Lyfjahvörf

Rannsóknir á lyfjahvörfum hafa ekki farið fram á sevelamer karbónati. Sevelamer vetnisklóríð, sem inniheldur sama virka hluta og sevelamer karbónat, frásogast ekki í meltingarvegi, eins og staðfest var í frásogsrannsóknum á heilbrigðum sjálfboðaliðum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta og eiturverkunum á erfðaefni.

Krabbameinsvaldandi áhrif sevelamer vetnisklóríðs til inntöku voru rannsökuð á músum (skammtastærð allt að 9 g/kg/dag) og rottum (0,3, 1, eða 3 g/kg/dag). Aukin tíðni tímabundinna vörtuæxla í þvagblöðru hjá karlkyns rottum sem fengu stóra skammta (jafngildi tvöfalds 14,4 g hámarksskammts í klínískum rannsóknum. Ekki greindist aukin tíðni á æxlum í músum (jafgildi þrefalds hámarksskammts í klínískum rannsóknum).

Í in vitro efnaskiptavirkjaðri frumuerfðafræðirannsókn á spendýrum olli sevelamer vetnisklóríð tölfræðilega marktækri aukningu á fjölda óeðlilegra litninga. Sevelamer vetnisklóríð olli ekki stökkbreytingum í Ames- rannsókn á stökkbreytingum í gerlum.

Hjá rottum og hundum dró úr frásogi fituleysanlegra D, E og K-vítamína (storkuþátta) og fólínsýru.

Beinmyndunargallar í beinagrind sáust á nokkrum stöðum í rottufóstrum kvenrottna sem fengu miðlungs til stóra skammta (í mönnum jafngildi skammta undir hámarksskammtinum 14.4 g í klínískum rannsóknum). Vera má að þessi áhrif séu afleiðing D-vítamínskorts.

Þegar þunguðum kanínum voru gefnir inntökuskammtar af sevelamer vetnisklóríði með magaslöngu, þegar fóstrið var að mynda líffæri, greindist aukning á endurupptöku fóstra þegar gefnir voru stórir skammtar (jafngildi tvöfalds hámarksskammts í klínískum rannsóknum).

Sevelamer vetnisklóríð hafði engin skerðandi áhrif á frjósemi hjá kvenkyns eða karlkyns rottum þegar lyfið var gefið með mat í rannsókn þar sem kvendýr voru í 14 daga meðferð fyrir mökun og í gegnum meðgöngu og karldýrin fengu 28 daga meðferð fyrir mökun. Stærsti skammtur í þessari rannsókn var 4,5 g/kg/dag (jafngildi tvöfalds hámarksskammts fyrir menn, 13 g á dag, í klínískum rannsóknum, byggt á samanburði á hlutfalli líkamsyfirborðsflatarmáls).

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Kjarni töflu: Örkristallaður sellulósi, natríumklóríð, sinksterat.

Filmuhúðun:

Hýprómellósi (E464),

tvíasetýltengd einglýseríð.

Prentblek:

Svart járnoxíð (E172), própýlenglýkól, ísóprópýl alkóhól, hýprómellósi (E464).

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið flöskuna vel lokaða til varnar gegn raka.

Ekki þarf að geyma lyfið við sérstök hitaskilyrði.

6.5Gerð íláts og innihald

Glös úr þéttu pólýetýleni (HDPE) með pólýprópýlen tappa og þynnuinnsigli. Hvert glas inniheldur 30 töflur eða 180 töflur.

Pakkningar með 30 eða 180 töflum og fjölpakkningar með 180 (6 glös af 30) töflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Genzyme Europe B.V.

Gooimeer 10

1411 DD Naarden

Holland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/521/001

EU/1/09/521/002

EU/1/09/521/003

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 10. júní 2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 21. mars 2014

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

1. HEITI LYFS

Renvela 1,6 g mixtúruduft, dreifa.

2. INNIHALDSLÝSING

Hver skammtapoki inniheldur 1,6 g sevelamer karbónat.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Mixtúruduft, dreifa.

Fölgult duft.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Renvela er ætlað til að hafa hemil á blóðfosfatsóhófi hjá fullorðnum sjúklingum í blóðskilun eða kviðskilun.

Renvela er einnig ætlað til að hafa hemil á blóðfosfatsóhófi hjá fullorðnum sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm, sem eru ekki í blóðskilun, með styrk fosfórs í sermi > 1,78 mmól/l.

Renvela er ætlað til að hafa hemil á blóðfosfatsóhófi hjá börnum (>6 ára og líkamsyfirborð >0,75 m2) með langvinnan nýrnasjúkdóm.

Nota skal Renvela sem hluta af fjölþættri meðferð, sem gæti falið í sér kalsíumuppbót, 1,25-dihydroxy D3 vítamín eða eina af afleiðum þess til að hafa stjórn á þróun nýrna beinsjúkdóms.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar:

Upphafsskammtur

Fullorðnir

Ráðlagður upphafsskammtur af sevelamer karbónati hjá fullorðnum er 2,4 g eða 4,8 g á sólarhring miðað við klínískar þarfir og fosfórgildi í sermi. Taka skal Renvela mixtúruduft þrisvar á sólarhring með máltíðum.

Fosfórgildi í sermi hjá sjúklingum

Heildardagsskammtur af sevelamer karbónati

 

tekinn með 3 máltíðum á sólarhring

1,78 – 2,42 mmól/l (5,5 – 7,5 mg/dl)

2.4 g*

> 2,42 mmól/l (> 7,5 mg/dl)

4,8 g*

*Auk síðari skammtastillingar samkvæmt fyrirmælum

Börn/unglingar (>6 ára og líkamsyfirborð >0,75m2)

Ráðlagður upphafsskammtur af sevelamer karbónati hjá börnum er á bilinu 2,4 g og 4,8 g á dag miðað við líkamsyfirborð. Renvela verður að taka þrisvar á dag með máltíð eða millimáli.

Líkamsyfirborð (m2)

Heildardagsskammtur af sevelamer karbónati

tekinn með 3 máltíðum/millimáli á sólarhring

 

>0,75 to <1,2

2,4 g**

>1,2

4,8 g**

**Auk síðari skammtastillingar samkvæmt fyrirmælum

 

Sjúklingar sem áður hafa notað fosfatbindandi lyf (sevelamer vetnisklóríð eða kalsíumbyggð lyf), ættu að fá Renvela gramm fyrir gramm samfara því að fylgst sé með fosfórgildum til að tryggja æskilega dagsskammta.

Skammtabreytingar og viðhaldsmeðferð

*Fullorðnir

Hjá fullorðnum sjúklingum þarf að fylgjast með fosfórgildum í sermi og auka skammta af sevelamer karbónati um 0,8 g þrisvar á sólahring (2,4 g/sólarhring) á 2-4 vikna fresti þar til ásættanlegu fosfórgildi í sermi er náð, síðan reglulegt eftirlit eftir það.

Klínísk framkvæmd er þannig að meðferð er samfelld, byggt á þörf á að stjórna fosfórgildum í sermi og búist er við að dagskammtur hjá fullorðnum sé um það bil 6 g á sólarhring.

**Börn og unglingar (>6 ára og líkamsyfirborð >0,75m2)

Hjá börnum verður að fylgjast með þéttni fosfórs í sermi og skammtur sevelamer karbónats aðlagaður í skrefum miðað við líkamsyfirborð, þrisvar á dag á 2-4 vikna fresti þar til viðunandi fosfórgildi í sermi er náð, og með reglulegu eftirliti eftir það.

Skammtar handa börnum miðað við líkamsyfirborð (m2)

Líkamsyfirborð (m2)

Upphafsskammtur

Skammataukning/-minnkun

>0,75 til <1,2

0,8 g þrisvar á dag

Auka/minnka um 0,4 g

þrisvar á dag

 

 

>1,2

1,6 g þrisvar á dag

Auka/minnka um 0,8 g

þrisvar á dag

 

 

Sjúklingar sem taka Renvela eiga að fylgja fyrirmælum um mataræði.

Börn

Ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um öryggi og verkun Renvela hjá börnum yngri en 6 ára eða hjá börnum með líkamsyfirborð undir 0,75 m2.

Börnum með líkamsyfirborð <1,2 m2 á að gefa mixtúruna þar sem lyfið í formi taflna hefur ekki verið prófað hjá börnum og hentar því ekki handa þessum hópi.

Lyfjagjöf Til inntöku.

Hvern 1,6 g skammtapoka af mixtúruduftinu á að blanda saman við 40 ml af vatni áður en lyfið er gefið (sjá kafla 6.6). Inntaka mixtúrunnar þarf að eiga sér stað innan 30 mínútna frá blöndun. Renvela á að taka með mat og ekki á fastandi maga.

Til þess að fá réttan skammt má skipta 1,6 g skammtapoka af Renvela mixtúrudufti niður. Magn Renvela mixtúrudufts er hægt að mæla (ml) með mæliíláti eða mæliskeið. Nánari leiðbeiningar eru í fylgiseðlinum.

Skammtur af sevelamer karbónati (g)

Magn (ml)

0,4 g (400 mg)

1,0 ml

0,8 g (800 mg)

2,0 ml

1,2 g (1.200 mg)

3,0 ml

1,6 g (1.600 mg)

4,0 ml

4.3

Frábendingar

 

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

 

Blóðfosfatskortur.

 

Garnastífla.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ekki liggja fyrir upplýsingar um öryggi og verkun Renvela hjá fullorðnum sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm, sem eru ekki í skilun, með styrk fosfórs í sermi < 1,78 mmól/l. Því er sem stendur ekki mælt með notkun Renvela fyrir slíka sjúklinga.

Ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um öryggi og verkun Renvela hjá sjúklingum með eftirfarandi kvilla:

kyngingartregðu,

kyngingarkvilla,

alvarlegar maga- og þarmahreyfingaraskanir, þ. á m. ómeðhöndlaða eða alvarlega magalömun (ástand í meltingarveginum sem hægir á magatæmingu), magateppu og óeðlilegar eða óreglulegar hægðir,

virkan bólgusjúkdóm í þörmum,

eftir meiriháttar skurðaðgerð á meltingarvegi.

Þess vegna skal gæta varúðar við notkun Renvela hjá sjúklingum með þessi einkenni.

Garnastífla og garnastífluvottur

Örsjaldan hefur komið fram garnastífla og garnastífluvottur hjá sjúklingum við meðferð með sevelamer vetnisklóríði (hylki/töflur), sem inniheldur sama virka hluta og sevelamer karbónat. Hægðatregða er hugsanlegt undanfarandi sjúkdómseinkenni. Fylgjast skal náið með sjúklingum með hægðatregðu á meðan meðferð með Renvela stendur yfir. Endurskoða skal meðferð með Renvela hjá sjúklingum sem fá alvarlega hægðatregðu eða önnur alvarleg einkenni frá meltingarvegi.

Fituleysanleg vítamín

Hjá sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm getur komið fram lækkaður styrkur á fituleysanlegu vítamínunum A, D, E og K, en það fer eftir mataræði og hvað sjúkdómurinn er á háu stigi. Ekki er hægt að útiloka að Renvela geti bundið fituleysanleg vítamín í mat sem sjúklingur neytir. Hjá sjúklingum sem ekki taka vítamínauppbót, en taka sevelamer, er mælt með að fylgst sé reglubundið með þéttni A, D, E og K-vítamína. Mælt er með því að gefa vítamín til uppbótar eftir þörfum. Mælt er með að sjúklingar með langvinnan nýrnasjúkdóm, sem ekki eru í skilun, fái uppbótarmeðferð með D-vítamíni (um það bil 400 IU af náttúrulegu D-vítamíni daglega) sem má vera hluti af fjölvítamínblöndu sem gefin er sjálfstætt fyrir utan Renvela-skammtinn. Mælt er með aukalegu eftirliti með gildum fituleysanlegra vítamína og fólínsýru hjá sjúklingum í kviðskilun vegna þess að A, D, E og K-vítamíngildi voru ekki mæld hjá þessum sjúklingum í klínísku rannsókninni.

Fólínsýruskortur

Í augnablikinu eru næg gögn ekki fyrir hendi til að útiloka möguleikann á fólínsýruskorti ef um langa Renvela-meðferð er að ræða.

Blóðkalsíumlækkun/blóðkalsíumhækkun

Hjá sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm getur komið fram blóðkalsíumlækkun eða blóðkalsíumhækkun. Renvela inniheldur ekki kalsíum. Fylgjast þarf því reglubundið með kalsíumstyrk í sermi og gefa kalsíum til uppbótar eftir þörfum.

Efnaskiptablóðsýring

Sjúklingar með langvinnan nýrnasjúkdóm eiga á hættu að fá efnaskiptablóðsýringu. Því er mælt með að hluti af góðri, klínískri meðferð sé eftirlit með sermisþéttni bíkarbónats.

Skinubólga

Sjúklingar í skilun eiga á hættu sýkingu sem tengist sérstaklega skilunarmeðferð. Skinubólga er þekktur fylgikvilli hjá sjúklingum í kviðskilun og í klínískri rannsókn á sevelamer vetnisklóríði komu fram fleiri slík tilfelli í sevelamer-hópnum en í samanburðarhópnum. Fylgjast skal náið með sjúklingum í kviðskilun til að tryggja að smitgátar aðferðir séu viðhafðar ásamt skjótri greiningu og meðferð ef einhver einkenni skinubólgu koma upp.

Kyngingarörðugleikar og vandamál vegna ásvelgingar

Tilkynnt hefur verið um sjaldgæf tilvik um erfiðleika við kyngingu á Renvela töflunni. Í mörgum slíkra tilvika voru sjúklingar með aðra sjúkdóma, þ.m.t. kyngingarsjúkdóma eða afbrigðileika í vélinda. Gæta skal varúðar þegar Renvela er gefið sjúklingum sem eiga í erfiðleikum með að kyngja. Íhuga skal notkun Renvela mixtúrudufts, dreifu hjá sjúklingum með sögu um kyngingarörðugleika.

Skjaldvakabrestur

Mælt er með nánara eftirliti með sjúklingum með skjaldvakabrest við samtímis gjöf sevelamer karbónats og levótýroxíns (sjá kafla 4.5).

Meðferð til lengri tíma

Í klínískri rannsókn sem stóð í eitt ár kom ekki fram neitt sem benti til uppsöfnunar sevelamers. Hins vegar er ekki hægt að útiloka möguleikann á frásogi og uppsöfnun sevelamers meðan á langvinnri (> eitt ár) meðferð stendur (sjá kafla 5.2).

Kalkvakaóhóf

Renvela er ekki ætlað til meðferðar á kalkvakaóhófi. Hjá sjúklingum með síðkomið (secondary) kalkvakaóhóf skal nota Renvela sem hluta af fjölþættri meðferð, ef til vill með kalsíumuppbót, 1,25-tvíhýdroxý D3 vítamíni eða einni af afleiðum þess, til að lækka þéttni óumbreytts kalkvaka (iPTH).

Bólgusjúkdómar í meltingarvegi

Í birtum fræðigreinum hefur verið greint frá tilvikum alvarlegra bólgusjúkdóma á mismunandi stöðum í meltingarvegi (m.a. með alvarlegum fylgikvillum eins og blæðingu, rofi, sáramyndun, drepi, ristilbólgu, ...) tengt því að sevelamer kristallar hafa verið til staðar. Ekki hefur þó verið sýnt fram á að sevelamer kristallarnir hafi komið ferlinu af stað. Endurmeta skal meðferð með sevelamer karbónati hjá sjúklingum sem sýna alvarleg einkenni frá meltingarvegi.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Skilun

Engar rannsóknir á milliverkunum hafa verið gerðar hjá sjúklingum í skilun.

Cíprófloxasín

Í rannsóknum á milliverkunum hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, við meðferð með sevelamer vetnisklóríði, sem inniheldur sama virka hluta og Renvela, minnkaði aðgengi cíprófloxasíns um það bil 50% þegar það var notað samhliða sevelamer vetnisklóríði í rannsókn þar sem gefinn var einn skammtur. Þess vegna ætti ekki að nota Renvela samhliða cíprófloxasíni.

Cíklósporín, mýkófenólatmófetíl og takrólímus hjá líffæraþegum

Greint hefur verið frá lægri þéttni cíklósporíns, mýkófenólatmófetíls og takrólímus hjá líffæraþegum við samhliða notkun með sevelamer vetnisklóríði án nokkurra klínískra afleiðinga (t.d. höfnun ígrædds líffæris). Ekki er unnt að útiloka að um milliverkun sé að ræða og íhuga skal náið eftirlit með blóðþéttni cíklósporíns, mýkófenólatmófetíls og takrólímus þann tíma sem þessi lyf eru notuð samhliða og eftir að slíkri samhliða notkun er hætt.

Levótýroxín

Örsjaldan kom fram skjaldvakabrestur hjá sjúklingum sem fengu samhliða inngjöf af sevelamer vetnisklóríði, sem inniheldur sama virka hluta og sevelamer karbónat og levótýroxín. Því er mælt með nánara eftirliti með þéttni skjaldvakakveikju (TSH) hjá sjúklingum sem nota sevelamer karbónat og levótýroxín.

Lyf við hjartsláttartruflunum og flogaveiki

Sjúklingar sem notuðu lyf við hjartsláttartruflunum eða flogaveiki voru útilokaðir frá klínískum rannsóknum. Gæta skal varúðar þegar Renvela er notað hjá sjúklingum sem einnig nota slík lyf.

Dígoxín, warfarín, enalapríl eða metóprólól

Í rannsóknum á milliverkunum hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, við meðferð með sevelamer vetnisklóríði, sem inniheldur sama virka hluta og sevelamer karbónat, greindust engin áhrif á aðgengi dígoxíns, warfaríns, enalapríls eða metóprólóls.

Prótónpumpuhemlar

Eftir markaðssetningu hefur verið greint frá tilvikum um hækkuð fosfatgildi, sem koma örsjaldan fyrir, hjá sjúklingum sem nota prótónpumpuhemla samhliða sevelamer karbónati.

Aðgengi

Renvela frásogast ekki og getur haft áhrif á aðgengi annarra lyfja. Við notkun hvaða lyfs sem er, þegar minnkað aðgengi gæti haft klínískt marktæk áhrif á öryggi eða verkun, skal gefa lyfið minnst einni klst. á undan eða þremur klst. á eftir Renvela, eða að læknirinn ætti að íhuga mælingar á blóðþéttni.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun sevelamers á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt einhverjar eiturverkanir á æxlun þegar sevelamer var gefið rottum í stórum skömmtum (sjá 5.3). Einnig hefur verið sýnt fram á að sevelamer dregur úr frásogi ákveðinna vítamína, þar á meðal fólínsýru (sjá

kafla 4.4 og 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Ekki skal nota Renvela á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til og að undangengnu nákvæmu mati á áhættu og ávinningi bæði fyrir móður og fóstur.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort sevelamer/umbrotsefni berast í brjóstamjólk hjá mönnum. Þar sem sevelamer er ófrásoganlegt í eðli sínu er ólíklegt að lyfið berist í brjóstamjólk. Ákvörðun um að halda áfram eða hætta brjóstagjöf eða meðferð með Renvela skal tekin með tilliti til bæði hags barnsins af brjóstagjöf og hags móður af Renvela-meðferð.

Frjósemi

Ekki liggja fyrir nein gögn um áhrif sevelamers á frjósemi í mönnum. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt að sevelamer hafði ekki skerðandi áhrif á frjósemi í karlkyns eða kvenkyns rottum þegar útsetning var sem jafngildir tvöföldum hámarksskammti fyrir menn í klínískum rannsóknum, sem er 13 g á dag, byggt á samanburði á hlutfalli líkamsyfirborðsflatarmáls.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Sevelamer hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins

Hæsta tíðni (≥ 5% sjúklinga) aukaverkana sem hugsanlega eða líklega tengjast sevelamer var í öllum tilfellum, samkvæmt flokkun eftir líffærum, frá meltingarfærum. Flestar þessar aukaverkana voru vægar eða miðlungsvægar.

Tafla yfir aukaverkanir

Öryggi sevelamers (sem annað hvort karbónats og vetnisklóríðsalta) hefur verið rannsakað í mörgum klínískum rannsóknum hjá alls 969 blóðskilunarsjúklingum og meðferðartíma á bilinu 4 til 50 vikur (724 sjúklingum sem fengu meðferð með sevelamer vetnisklóríði og 245 með sevelamer karbónati),

97 kviðskilunarsjúklingum í 12 vikna meðferð (sem allir fengu meðferð með sevelamer vetnisklóríði) og

128 sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm, sem ekki voru í skilun, og meðferðartíma á bilinu 8 til

12 vikur (79 sjúklingum sem fengu meðferð með sevelamer vetnisklóríði og 49 með sevelamer karbónati).

Aukaverkanir sem komu fram í klínískum rannsóknum eða var greint frá eftir markaðssetningu eru taldar upp eftir tíðni í töflunni hér að neðan. Tíðnin er flokkuð sem mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til<1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Líffæraflokkur

Mjög algengar

Algengar

Koma

Tíðni ekki þekkt

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmi*

 

Meltingarfæri

Ógleði, uppköst,

Niðurgangur,

 

Stífla í

 

verkir í efri hluta

meltingartruflanir,

 

meltingarvegi,

 

kviðarhols,

vindgangur,

 

garnastífla/

 

hægðatregða

kviðverkir

 

yfirvofandi

 

 

 

 

garnastífla,

 

 

 

 

rof í meltingarvegi

Húð og

 

 

 

Kláði, útbrot

undirhúð

 

 

 

 

*reynsla eftir markaðssetningu

 

 

 

Börn

Almennt er öryggi hjá börnum og unglingum (6 til 18 ára) svipað og öryggi hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Sevelamer vetnisklóríð, sem inniheldur sama virka hluta og sevelamer karbónat, hefur verið gefið heilbrigðum sjálfboðaliðum í skömmtum allt að 14 grömmum á sólarhring í átta daga án nokkurra aukaverkana. Í sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm var hámarksskammtur á sólarhring að meðaltali 14,4 grömm af sevelamer karbónati, gefið í einum skammti.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Meðferð við blóðfosfatsóhófi. ATC flokkur: V03A E02.

Renvela inniheldur sevelamer, sem er fosfatbindandi krosstengd fjölliða, án málms og kalsíums og frásogast ekki. Sevelamer inniheldur margar amínsameindir, sem eru aðskildar frá meginkeðju fjölliðunnar með einu kolefnisatómi, og verða að hluta til prótónubundnar í maganum. Þessar prótónubundnu amínsameindir binda neikvætt hlaðnar jónir, eins og fosföt í mat, í þörmunum. Með því að binda fosfat í meltingarveginum og minnka frásog lækkar sevelamer sermisþéttni fosfats. Ávallt er nauðsynlegt að fylgjast með fosfórgildum í sermi á meðan inngjöf á fosfatbindandi lyfjum fer fram.

Í tveimur slembiröðuðum, víxluðum klínískum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að sevelamer karbónat í bæði töflu- og duftformi gefnu þrisvar á dag hafi jafngild meðferðaráhrif og sevelamer vetnisklóríð og gefi því góða raun við stýringu á sermisþéttni fosfórs hjá sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm og í blóðskilun.

Fyrri rannsóknin sýndi fram á að sevelamer karbónat töflur gefnar þrisvar á sólarhring jafngiltu sevelamer vetnisklóríð töflum gefnum þrisvar á sólarhring í 79 blóðskilunarsjúklingum í meðferð á tveimur slembiröðuðum 8 vikna meðferðartímabilum (tímaveginn meðalstyrkur fosfórs í blóði var 1,5 ± 0,3 mmól/l bæði fyrir sevelamer karbónat og sevelamer vetnisklóríð). Hin rannsóknin sýndi fram á að sevelamer karbónat duft gefið þrisvar á sólarhring jafngilti sevelamer vetnisklóríð töflum gefnum þrisvar á sólarhring í 31 blóðskilunarsjúklingum með blóðfosfatsóhóf (skilgreint sem fosfórgildi í sermi ≥ 1,78 mmól/l) í meðferð á tveimur slembiröðuðum 4 vikna meðferðartímabilum (tímaveginn meðalstyrkur fosfórs í blóði var

1,6 ± 0,5 mmól/l fyrir sevelamer karbónat duft og 1,7 ± 0,4 mmól/l fyrir sevelamer vetnisklóríð töflur).

Klínískar rannsóknir á sjúklingum í blóðskilun sýndu að sevelamer eitt og sér hafði ekki örugg og klínískt marktæk áhrif á óumbreyttan kalkvaka í sermi (iPTH). Í 12 vikna rannsókn á sjúklingum í kviðskilun komu hins vegar fram svipaðar iPTH-lækkanir í samanburði við sjúklinga sem fengu kalsíum asetat. Hjá sjúklingum með síðkomið (secondary) kalkvakaóhóf skal nota Renvela sem hluta af fjölþættri meðferð, ef til vill með kalsíumuppbót, 1,25-tvíhýdroxý D3 vítamíni eða einni af afleiðum þess, til að lækka þéttni óumbreytts kalkvaka (iPTH).

Í dýralíkönum hefur verið sýnt fram á að sevelamer bindur gallsýrur in vitro og in vivo. Gallsýrubinding með jónskiptiresínum er vel þekkt aðferð til að minnka kólesteról í blóði. Í klínískum rannsóknum á sevelamer lækkaði bæði meðalgildi heildar og LDL kólesteróls um 15-39%. Þessi kólesteróllækkun kemur fram eftir meðferð í 2 vikur og áhrifin haldast við langtíma meðferð. Engin breyting varð á styrk þríglýseríða,

HDL kólesteróls eða albúmíns eftir meðferð með sevelameri.

Þar sem sevelamer bindur gallsýrur getur það truflað frásog fituleysanlegra vítamína eins og A, D, E og K- vítamína.

Sevelamer inniheldur ekki kalsíum og dregur úr tíðni á hækkun á kalsíum í samanburði við sjúklinga sem nota eingöngu kalsíumbyggð, fosfatbindandi lyf. Í rannsókn sem fylgt var eftir í eitt ár sönnuðust viðvarandi áhrif sevelamers á fosfór og kalsíum. Þessar upplýsingar fengust úr rannsóknum þar sem notað var sevelamer vetnisklóríð.

Öryggi og verkun sevelamer karbónats hjá börnum með blóðfosfatsóhóf með langvinnan nýrnasjúkdóm var metið í fjölsetra samanburðarrannsókn með 2 vikna slembuðu tímabili með lyfleysu og föstum skammti, fylgt eftir með 6 mánaða stakarma, opnu tímabili með breytingu á skömmtum. Alls var 101 sjúklingi (6 til 18 ára með líkamsyfirborð á bilinu 0,8 m2 til 2,4 m2) slembiraðað í rannsóknina. Fjörutíu og níu (49) sjúklingar fengu sevelamer karbónat og 51 fékk lyfleysu á 2 vikna tímabili með föstum skammti. Síðan fengu allir sjúklingarnir sevelamer karbónat á 26 vikna tímabili með breytingu á skömmtum. Aðalendapunkti rannsóknarinnar var náð við lækkun fosfórs í sermi um mismun minnstu kvaðrata -0.90 mg/dl miðað við lyfleysu fyrir tilstilli sevelamer karbónats, og aukaendapunktum verkunar. Hjá börnum með blóðfosfatsóhóf sem afleiðingu af langvinnum nýrnasjúkdómi dró sevelamer karbónat marktækt úr fosfór í sermi miðað við lyfleysu á 2 vikna tímabili með föstum skammti. Meðferðarsvörun var viðhaldið hjá börnum sem fengu sevelamer karbónat á 6 mánaða opna tímabilinu með breytingu á skömmtum. 27% barnanna náði viðeigandi fosfórgildi í sermi miðað við aldur í lok meðferðarinnar. Þetta á við um 23% sjúklinga í undirhóp sjúklinga sem eru í blóðskilun og 15% sjúklinga í kviðskilun. Líkamsyfirborð hafði ekki áhrif á meðferðarsvörun á

2 vikna tímabilinu með föstum skammti aftur á móti kom engin meðferðarsvörun fram hjá börnum með skilgreint fosfórgildi <7,0 mg/dl. Flestar aukaverkananna sem greint var frá og tengjast eða tengjast hugsanlega sevelamer karbónati voru frá meltingarvegi. Engin nýtilkomin áhætta eða vísbendingar komu fram við notkun sevelamer karbónats meðan á rannsókninni stóð.

5.2 Lyfjahvörf

Rannsóknir á lyfjahvörfum hafa ekki farið fram á sevelamer karbónati. Sevelamer vetnisklóríð, sem inniheldur sama virka hluta og sevelamer karbónat, frásogast ekki í meltingarvegi, eins og staðfest var í frásogsrannsóknum á heilbrigðum sjálfboðaliðum.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta og eiturverkunum á erfðaefni.

Krabbameinsvaldandi áhrif sevelamer vetnisklóríðs til inntöku voru rannsökuð á músum (skammtastærð allt að 9 g/kg/dag) og rottum (0,3, 1, eða 3 g/kg/dag). Aukin tíðni tímabundinna vörtuæxla í þvagblöðru hjá karlkyns rottum sem fengu stóra skammta (jafngildi tvöfalds 14,4 g hámarksskammts í klínískum rannsóknum. Ekki greindist aukin tíðni á æxlum í músum (jafgildi þrefalds hámarksskammts í klínískum rannsóknum).

Í in vitro efnaskiptavirkjaðri frumuerfðafræðirannsókn á spendýrum olli sevelamer vetnisklóríð tölfræðilega marktækri aukningu á fjölda óeðlilegra litninga. Sevelamer vetnisklóríð olli ekki stökkbreytingum í Ames- rannsókn á stökkbreytingum í gerlum.

Hjá rottum og hundum dró úr frásogi fituleysanlegra D, E og K-vítamína (storkuþátta) og fólínsýru.

Beinmyndunargallar í beinagrind sáust á nokkrum stöðum í rottufóstrum kvenrottna sem fengu miðlungs til stóra skammta (í mönnum jafngildi skammta undir hámarksskammtinum 14.4 g í klínískum rannsóknum). Vera má að þessi áhrif séu afleiðing D-vítamínskorts.

Þegar þunguðum kanínum voru gefnir inntökuskammtar af sevelamer vetnisklóríði með magaslöngu, þegar fóstrið var að mynda líffæri, greindist aukning á endurupptöku fóstra þegar gefnir voru stórir skammtar (jafngildi tvöfalds hámarksskammts í klínískum rannsóknum).

Sevelamer vetnisklóríð hafði engin skerðandi áhrif á frjósemi hjá kvenkyns eða karlkyns rottum þegar lyfið var gefið með mat í rannsókn þar sem kvendýr voru í 14 daga meðferð fyrir mökun og í gegnum meðgöngu og karldýrin fengu 28 daga meðferð fyrir mökun. Stærsti skammtur í þessari rannsókn var 4,5 g/kg/dag (jafngildi tvöfalds hámarksskammts fyrir menn, 13 g á dag, í klínískum rannsóknum, byggt á samanburði á hlutfalli líkamsyfirborðsflatarmáls).

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Própýlenglýkól algínat,

sítrónu- og rjómabragðefni (Citrus Cream), natríumklóríð,

sukralósi,

járnoxíð, gult (E172).

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

3 ár.

Taka þarf mixtúruna inn innan 30 mínútna frá blöndun.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5 Gerð íláts og innihald

Skammtapoki úr lagskiptu etýlenmetacrylsýru samfjölliðu, pólýester, lágþéttu pólýetýleni og álþynnu, hitainnsiglaður.

Hver askja inniheldur 60 eða 90 skammtapoka.

Hver skammtapoki inniheldur 1,6 g af sevelamerkarbónati.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Blanda skal mixtúruduftinu saman við 40 ml af vatni fyrir hvern skammtapoka áður en lyfið er gefið. Mixtúruduftið er fölgult og með sítrónubragði.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Genzyme Europe B.V.

Gooimeer 10

1411 DD Naarden

Holland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/521/004

EU/1/09/521/005

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 10. júní 2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 21. mars 2014

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

1. HEITI LYFS

Renvela 2,4 g mixtúruduft, dreifa.

2. INNIHALDSLÝSING

Hver skammtapoki inniheldur 2,4 g sevelamer karbónat.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Mixtúruduft, dreifa.

Fölgult duft.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Renvela er ætlað til að hafa hemil á blóðfosfatsóhófi hjá fullorðnum sjúklingum í blóðskilun eða kviðskilun.

Renvela er einnig ætlað til að hafa hemil á blóðfosfatsóhófi hjá sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm, sem eru ekki í blóðskilun, með styrk fosfórs í sermi > 1,78 mmól/l.

Renvela er ætlað til að hafa hemil á blóðfosfatsóhófi hjá börnum (>6 ára og líkamsyfirborð >0,75 m2) með langvinnan nýrnasjúkdóm.

Nota skal Renvela sem hluta af fjölþættri meðferð, sem gæti falið í sér kalsíumuppbót, 1,25-dihydroxy D3 vítamín eða eina af afleiðum þess til að hafa stjórn á þróun nýrna beinsjúkdóms.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar:

Upphafsskammtur

Fullorðnir

Ráðlagður upphafsskammtur af sevelamer karbónati hjá fullorðnum er 2,4 g eða 4,8 g á sólarhring miðað við klínískar þarfir og fosfórgildi í sermi. Taka skal Renvela mixtúruduft þrisvar á sólarhring með máltíðum.

Fosfórgildi í sermi hjá sjúklingum

Heildardagsskammtur af sevelamer karbónati

 

tekinn með 3 máltíðum á sólarhring

1,78 – 2,42 mmól/l (5,5 – 7,5 mg/dl)

2.4 g*

> 2,42 mmól/l (> 7,5 mg/dl)

4,8 g*

*Auk síðari skammtastillingar samkvæmt fyrirmælum

Börn/unglingar (>6 ára og líkamsyfirborð >0,75m2)

Ráðlagður upphafsskammtur af sevelamer karbónati hjá börnum er á bilinu 2,4 g og 4,8 g á dag miðað við líkamsyfirborð. Renvela verður að taka þrisvar á dag með máltíð eða millimáli.

Líkamsyfirborð (m2)

Heildardagsskammtur af sevelamer karbónati

tekinn með 3 máltíðum/millimáli á sólarhring

 

>0,75 to <1,2

2,4 g**

>1,2

4,8 g**

**Auk síðari skammtastillingar samkvæmt fyrirmælum

 

Sjúklingar sem áður hafa notað fosfatbindandi lyf (sevelamer vetnisklóríð eða kalsíumbyggð lyf), ættu að fá Renvela gramm fyrir gramm samfara því að fylgst sé með fosfórgildum í sermi til að tryggja æskilega dagsskammta.

Skammtabreytingar og viðhaldsmeðferð

*Fullorðnir

Hjá fullorðnum sjúklingum þarf að fylgjast með styrk fosfórs í sermi og auka skammta af sevelamer karbónati um 0,8 g þrisvar á sólahring (2,4 g/sólarhring) á 2-4 vikna fresti þar til ásættanlegu fósfórgildi í sermi er náð, síðan reglulegt eftirlit eftir það.

Klínísk framkvæmd er þannig að meðferð er samfelld, byggt á þörf á að stjórna fosfórgildum í sermi og búist er við að dagsskammtur hjá fullorðnum sé um það bil 6 g á sólarhring.

**Börn og unglingar (>6 ára og líkamsyfirborð >0,75m2)

Hjá börnum verður að fylgjast með fosfórgildum í sermi og skammtur sevelamer karbónats aðlagaður í skrefum miðað við líkamsyfirborð, þrisvar á dag á 2-4 vikna fresti þar til viðunandi fosfórgildi í sermi er náð, og með reglulegu eftirliti eftir það.

Skammtar handa börnum miðað við líkamsyfirborð (m2)

Líkamsyfirborð (m2)

Upphafsskammtur

Skammataukning/-minnkun

>0,75 til <1,2

0,8 g þrisvar á dag

Auka/minnka um 0,4 g

þrisvar á dag

 

 

>1,2

1,6 g þrisvar á dag

Auka/minnka um 0,8 g

þrisvar á dag

 

 

Sjúklingar sem taka Renvela eiga að fylgja fyrirmælum um mataræði.

Börn

Ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um öryggi og verkun Renvela hjá börnum yngri en 6 ára eða hjá börnum með líkamsyfirborð undir 0,75 m2.

Börnum með líkamsyfirborð <1,2 m2 á að gefa mixtúruna þar sem lyfið í formi taflna hefur ekki verið prófað hjá börnum og hentar því ekki handa þessum hópi.

Lyfjagjöf Til inntöku.

Hvern 2,4 g skammtapoka af mixtúruduftinu á að blanda saman við 60 ml af vatni áður en lyfið er gefið (sjá kafla 6.6). Inntaka mixtúrunnar þarf að eiga sér stað innan 30 mínútna frá blöndun. Renvela á að taka með mat og ekki á fastandi maga.

Til þess að fá réttan skammt má skipta 2,4 g skammtapoka af Renvela mixtúrudufti niður. Magn Renvela mixtúrudufts er hægt að mæla (ml) með mæliíláti eða mæliskeið. Nánari leiðbeiningar eru í fylgiseðlinum.

Skammtur af sevelamer karbónati (g)

Magn (ml)

0,4 g (400 mg)

1,0 ml

0,8 g (800 mg)

2,0 ml

1,2 g (1.200 mg)

3,0 ml

1,6 g (1.600 mg)

4,0 ml

4.3

Frábendingar

 

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

 

Blóðfosfatskortur.

 

Garnastífla.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ekki liggja fyrir upplýsingar um öryggi og verkun Renvela hjá fullorðnum sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm, sem eru ekki í skilun, með styrk fosfórs í sermi < 1,78 mmól/l. Því er sem stendur ekki mælt með notkun Renvela fyrir slíka sjúklinga.

Ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um öryggi og verkun Renvela hjá sjúklingum með eftirfarandi kvilla:

kyngingartregðu,

kyngingarkvilla,

alvarlegar maga- og þarmahreyfingaraskanir, þ. á m. ómeðhöndlaða eða alvarlega magalömun (ástand í meltingarveginum sem hægir á magatæmingu), magateppu og óeðlilegar eða óreglulegar hægðir,

virkan bólgusjúkdóm í þörmum,

eftir meiriháttar skurðaðgerð á meltingarvegi.

Þess vegna skal gæta varúðar við notkun Renvela hjá sjúklingum með þessi einkenni.

Garnastífla og garnastífluvottur

Örsjaldan hefur komið fram garnastífla og garnastífluvottur hjá sjúklingum við meðferð með sevelamer vetnisklóríði (hylki/töflur), sem inniheldur sama virka hluta og sevelamer karbónat. Hægðatregða er hugsanlegt undanfarandi sjúkdómseinkenni. Fylgjast skal náið með sjúklingum með hægðatregðu á meðan meðferð með Renvela stendur yfir. Endurskoða skal meðferð með Renvela hjá sjúklingum sem fá alvarlega hægðatregðu eða önnur alvarleg einkenni frá meltingarvegi.

Fituleysanleg vítamín

Hjá sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm getur komið fram lækkaður styrkur á fituleysanlegu vítamínunum A, D, E og K, en það fer eftir mataræði og hvað sjúkdómurinn er á háu stigi. Ekki er hægt að útiloka að Renvela geti bundið fituleysanleg vítamín í mat sem sjúklingur neytir. Hjá sjúklingum sem ekki taka vítamínauppbót, en taka sevelamer, er mælt með að fylgst sé reglubundið með þéttni A, D, E og K-vítamíns. Mælt er með því að gefa vítamín til uppbótar eftir þörfum. Mælt er með að sjúklingar með langvinnan nýrnasjúkdóm, sem ekki eru í skilun, fái uppbótarmeðferð með D-vítamíni (um það bil 400 IU af náttúrulegu D-vítamíni daglega) sem má vera hluti af fjölvítamínblöndu sem gefin er sjálfstætt fyrir utan Renvela-skammtinn. Mælt er með aukalegu eftirliti með gildum fituleysanlegra vítamína og fólínsýru hjá sjúklingum í kviðskilun vegna þess að A, D, E og K-vítamíngildi voru ekki mæld hjá þessum sjúklingum í klínísku rannsókninni.

Fólínsýruskortur

Í augnablikinu eru næg gögn ekki fyrir hendi til að útiloka möguleikann á fólínsýruskorti ef um langa Renvela-meðferð er að ræða.

Blóðkalsíumlækkun/blóðkalsíumhækkun

Hjá sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm getur komið fram blóðkalsíumlækkun eða blóðkalsíumhækkun. Renvela inniheldur ekki kalsíum. Fylgjast þarf því reglubundið með kalsíumstyrk í sermi og gefa kalsíum til uppbótar eftir þörfum.

Efnaskiptablóðsýring

Sjúklingar með langvinnan nýrnasjúkdóm eiga á hættu að fá efnaskiptablóðsýringu. Því er mælt með að hluti af góðri, klínískri meðferð sé eftirlit með sermisþéttni bíkarbónats.

Skinubólga

Sjúklingar í skilun eiga á hættu sýkingu sem tengist sérstaklega skilunarmeðferð. Skinubólga er þekktur fylgikvilli hjá sjúklingum í kviðskilun og í klínískri rannsókn á sevelamer vetnisklóríði komu fram fleiri slík tilfelli í sevelamer-hópnum en í samanburðarhópnum. Fylgjast skal náið með sjúklingum í kviðskilun til að tryggja að smitgátar aðferðir séu viðhafðar ásamt skjótri greiningu og meðferð ef einhver einkenni skinubólgu koma upp.

Kyngingarörðugleikar og vandamál vegna ásvelgingar

Tilkynnt hefur verið um sjaldgæf tilvik um erfiðleika við kyngingu á Renvela töflunni. Í mörgum slíkra tilvika voru sjúklingar með aðra sjúkdóma, þ.m.t. kyngingarsjúkdóma eða afbrigðileika í vélinda. Gæta skal varúðar þegar Renvela er gefið sjúklingum sem eiga í erfiðleikum með að kyngja. Íhuga skal notkun Renvela mixtúrudufts, dreifu hjá sjúklingum með sögu um kyngingarörðugleika.

Skjaldvakabrestur

Mælt er með nánara eftirliti með sjúklingum með skjaldvakabrest við samtímis gjöf sevelamer karbónats og levótýroxíns (sjá kafla 4.5).

Meðferð til lengri tíma

Í klínískri rannsókn sem stóð í eitt ár kom ekki fram neitt sem benti til uppsöfnunar sevelamers. Hins vegar er ekki hægt að útiloka möguleikann á frásogi og uppsöfnun sevelamers meðan á langvinnri (> eitt ár) meðferð stendur (sjá kafla 5.2).

Kalkvakaóhóf

Renvela er ekki ætlað til meðferðar á kalkvakaóhófi. Hjá sjúklingum með síðkomið (secondary) kalkvakaóhóf skal nota Renvela sem hluta af fjölþættri meðferð, ef til vill með kalsíumuppbót, 1,25-tvíhýdroxý D3 vítamíni eða einni af afleiðum þess, til að lækka þéttni óumbreytts kalkvaka (iPTH).

Bólgusjúkdómar í meltingarvegi

Í birtum fræðigreinum hefur verið greint frá tilvikum alvarlegra bólgusjúkdóma á mismunandi stöðum í meltingarvegi (m.a. með alvarlegum fylgikvillum eins og blæðingu, rofi, sáramyndun, drepi, ristilbólgu, ...) tengt því að sevelamer kristallar hafa verið til staðar. Ekki hefur þó verið sýnt fram á að sevelamer kristallarnir hafi komið ferlinu af stað. Endurmeta skal meðferð með sevelamer karbónati hjá sjúklingum sem sýna alvarleg einkenni frá meltingarvegi.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Skilun

Engar rannsóknir á milliverkunum hafa verið gerðar hjá sjúklingum í skilun.

Cíprófloxasín

Í rannsóknum á milliverkunum hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, við meðferð með sevelamer vetnisklóríði, sem inniheldur sama virka hluta og Renvela, minnkaði aðgengi cíprófloxasíns um það bil 50% þegar það var notað samhliða sevelamer vetnisklóríði í rannsókn þar sem gefinn var einn skammtur. Þess vegna ætti ekki að nota Renvela samhliða cíprófloxasíni.

Cíklósporín, mýkófenólatmófetíl og takrólímus hjá líffæraþegum

Greint hefur verið frá lægri þéttni cíklósporíns, mýkófenólatmófetíls og takrólímus hjá líffæraþegum við samhliða notkun með sevelamer vetnisklóríði án nokkurra klínískra afleiðinga (t.d. höfnun ígrædds líffæris). Ekki er unnt að útiloka að um milliverkun sé að ræða og íhuga skal náið eftirlit með blóðþéttni cíklósporíns, mýkófenólatmófetíls og takrólímus þann tíma sem þessi lyf eru notuð samhliða og eftir að slíkri samhliða notkun er hætt.

Levótýroxín

Örsjaldan kom fram skjaldvakabrestur hjá sjúklingum sem fengu samhliða inngjöf af sevelamer vetnisklóríði, sem inniheldur sama virka hluta og sevelamer karbónat og levótýroxín. Því er mælt með

nánara eftirliti með þéttni skjaldvakakveikju (TSH) hjá sjúklingum sem nota sevelamer karbónat og levótýroxín.

Lyf við hjartsláttartruflunum og flogaveiki

Sjúklingar sem notuðu lyf við hjartsláttartruflunum eða flogaveiki voru útilokaðir frá klínískum rannsóknum. Gæta skal varúðar þegar Renvela er notað hjá sjúklingum sem einnig nota slík lyf.

Dígoxín, warfarín, enalapríl eða metóprólól

Í rannsóknum á milliverkunum hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, við meðferð með sevelamer vetnisklóríði, sem inniheldur sama virka hluta og sevelamer karbónat, greindust engin áhrif á aðgengi dígoxíns, warfaríns, enalapríls eða metóprólóls.

Prótónpumpuhemlar

Eftir markaðssetningu hefur verið greint frá tilvikum um hækkuð fosfatgildi, sem koma örsjaldan fyrir, hjá sjúklingum sem nota prótónpumpuhemla samhliða sevelamer karbónati.

Aðgengi

Renvela frásogast ekki og getur haft áhrif á aðgengi annarra lyfja. Við notkun hvaða lyfs sem er, þegar minnkað aðgengi gæti haft klínískt marktæk áhrif á öryggi eða verkun, skal gefa lyfið minnst einni klst. á undan eða þremur klst. á eftir Renvela, eða að læknirinn ætti að íhuga mælingar á blóðþéttni.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun sevelamers á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt einhverjar eiturverkanir á æxlun þegar sevelamer var gefið rottum í stórum skömmtum (sjá 5.3). Einnig hefur verið sýnt fram á að sevelamer dregur úr frásogi ákveðinna vítamína, þar á meðal fólínsýru (sjá

kafla 4.4 og 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Ekki skal nota Renvela á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til og að undangengnu nákvæmu mati á áhættu og ávinningi bæði fyrir móður og fóstur.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort sevelamer/umbrotsefni berast í brjóstamjólk hjá mönnum. Þar sem sevelamer er ófrásoganlegt í eðli sínu er ólíklegt að lyfið berist í brjóstamjólk. Ákvörðun um að halda áfram eða hætta brjóstagjöf eða meðferð með Renvela skal tekin með tilliti til bæði hags barnsins af brjóstagjöf og hags móður af Renvela-meðferð.

Frjósemi

Ekki liggja fyrir neinar gögn um áhrif sevelamers á frjósemi í mönnum. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt að sevelamer hafði ekki skerðandi áhrif á frjósemi í karlkyns eða kvenkyns rottum þegar útsetning var sem jafngildir tvöföldum hámarksskammti fyrir menn í klínískum rannsóknum, sem er 13 g á dag, byggt á samanburði á hlutfalli líkamsyfirborðsflatarmáls.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Sevelamer hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins

Hæsta tíðni (≥ 5% sjúklinga) aukaverkana sem hugsanlega eða líklega tengjast sevelamer var í öllum tilfellum, samkvæmt flokkun eftir líffærum, frá meltingarfærum. Flestar þessar aukaverkana voru vægar eða miðlungsvægar.

Tafla yfir aukaverkanir

Öryggi sevelamers (sem annað hvort karbónats og vetnisklóríðsalta) hefur verið rannsakað í mörgum klínískum rannsóknum hjá alls 969 blóðskilunarsjúklingum og meðferðartíma á bilinu 4 til 50 vikur

(724 sjúklingum sem fengu meðferð með sevelamer vetnisklóríði og 245 með sevelamer karbónati),

97 kviðskilunarsjúklingum í 12 vikna meðferð (sem allir fengu meðferð með sevelamer vetnisklóríði) og 128 sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm, sem ekki voru í skilun, og meðferðartíma á bilinu 8 til

12 vikur (79 sjúklingum sem fengu meðferð með sevelamer vetnisklóríði og 49 með sevelamer karbónati).

Aukaverkanir sem komu fram í klínískum rannsóknum eða var greint frá eftir markaðssetningu eru taldar upp eftir tíðni í töflunni hér að neðan. Tíðnin er flokkuð sem mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til<1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til<1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Líffæraflokkur

Mjög algengar

Algengar

Koma örsjaldan

Tíðni ekki þekkt

 

 

 

fyrir

 

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmi*

 

Meltingarfæri

Ógleði, uppköst,

Niðurgangur,

 

Stífla í meltingarvegi,

 

verkir í efri hluta

meltingartruflanir,

 

garnastífla/ yfirvofandi

 

kviðarhols,

vindgangur,

 

garnastífla,

 

hægðatregða

kviðverkir

 

rof í meltingarvegi

Húð og

 

 

 

Kláði, útbrot

undirhúð

 

 

 

 

*reynsla eftir markaðssetningu

 

 

 

Börn

Almennt er öryggi hjá börnum og unglingum (6 til 18 ára) svipað og öryggi hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Sevelamer vetnisklóríð, sem inniheldur sama virka hluta og sevelamer karbónat, hefur verið gefið heilbrigðum sjálfboðaliðum í skömmtum allt að 14 grömmum á sólarhring í átta daga án nokkurra aukaverkana. Í sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm var hámarksskammtur á sólarhring að meðaltali 14,4 grömm af sevelamer karbónati, gefið í einum skammti.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Meðferð við blóðfosfatsóhófi. ATC flokkur: V03A E02.

Renvela inniheldur sevelamer, sem er fosfatbindandi krosstengd fjölliða, án málms og kalsíums og frásogast ekki. Sevelamer inniheldur margar amínsameindir, sem eru aðskildar frá meginkeðju fjölliðunnar með einu kolefnisatómi, og verða að hluta til prótónubundnar í maganum. Þessar prótónubundnu amínsameindir binda neikvætt hlaðnar jónir, eins og fosföt í mat, í þörmunum. Með því að binda fosfat í meltingarveginum og minnka frásog lækkar sevelamer sermisþéttni fosfats. Ávallt er nauðsynlegt að fylgjast með fosfórgildum í sermi á meðan inngjöf á fosfatbindandi lyfjum fer fram.

Í tveimur slembiröðuðum, víxluðum klínískum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að sevelamer karbónat í bæði töflu- og duftformi gefnu þrisvar á dag hafi jafngild meðferðaráhrif og sevelamer vetnisklóríð og gefi því góða raun við stýringu á sermisþéttni fosfórs hjá sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm og í blóðskilun.

Fyrri rannsóknin sýndi fram á að sevelamer karbónat töflur gefnar þrisvar á sólarhring jafngiltu sevelamer vetnisklóríð töflum gefnum þrisvar á sólarhring í 79 blóðskilunarsjúklingum í meðferð á tveimur slembiröðuðum 8 vikna meðferðartímabilum (tímaveginn meðalstyrkur fosfórs í blóði var 1,5 ± 0,3 mmól/l bæði fyrir sevelamer karbónat og sevelamer vetnisklóríð). Hin rannsóknin sýndi fram á að sevelamer karbónat duft gefið þrisvar á sólarhring jafngilti sevelamer vetnisklóríð töflum gefnum þrisvar á sólarhring í 31 blóðskilunarsjúklingum með blóðfosfatsóhóf (skilgreint sem fosfórgildi í sermi ≥ 1,78 mmól/l) í meðferð á tveimur slembiröðuðum 4 vikna meðferðartímabilum (tímaveginn meðalstyrkur fosfórs í blóði var

1,6 ± 0,5 mmól/l fyrir sevelamer karbónat duft og 1,7 ± 0,4 mmól/l fyrir sevelamer vetnisklóríð töflur).

Klínískar rannsóknir á sjúklingum í blóðskilun sýndu að sevelamer eitt og sér hafði ekki örugg og klínískt marktæk áhrif á óumbreyttan kalkvaka í sermi (iPTH). Í 12 vikna rannsókn á sjúklingum í kviðskilun komu hins vegar fram svipaðar iPTH-lækkanir í samanburði við sjúklinga sem fengu kalsíum asetat. Hjá sjúklingum með síðkomið (secondary) kalkvakaóhóf skal nota Renvela sem hluta af fjölþættri meðferð, ef til vill með kalsíumuppbót, 1,25-tvíhýdroxý D3 vítamíni eða einni af afleiðum þess, til að lækka þéttni óumbreytts kalkvaka (iPTH).

Í dýralíkönum hefur verið sýnt fram á að sevelamer bindur gallsýrur in vitro og in vivo. Gallsýrubinding með jónskiptiresínum er vel þekkt aðferð til að minnka kólesteról í blóði. Í klínískum rannsóknum á sevelamer lækkaði bæði meðalgildi heildar og LDL kólesteróls um 15-39%. Þessi kólesteróllækkun kemur fram eftir meðferð í 2 vikur og áhrifin haldast við langtíma meðferð. Engin breyting varð á styrk þríglýseríða,

HDL kólesteróls eða albúmíns eftir meðferð með sevelameri.

Þar sem sevelamer bindur gallsýrur getur það truflað frásog fituleysanlegra vítamína eins og A, D, E og K- vítamína.

Sevelamer inniheldur ekki kalsíum og dregur úr tíðni á hækkun á kalsíum í samanburði við sjúklinga sem nota eingöngu kalsíumbyggð, fosfatbindandi lyf. Í rannsókn sem fylgt var eftir í eitt ár sönnuðust viðvarandi áhrif sevelamers á fosfór og kalsíum. Þessar upplýsingar fengust úr rannsóknum þar sem notað var sevelamer vetnisklóríð.

Öryggi og verkun sevelamer karbónats hjá börnum með blóðfosfatsóhóf með langvinnan nýrnasjúkdóm var metið í fjölsetra samanburðarrannsókn með 2 vikna slembuðu tímabili með lyfleysu og föstum skammti, fylgt eftir með 6 mánaða stakarma, opnu tímabili með breytingu á skömmtum. Alls var 101 sjúklingi (6 til 18 ára með líkamsyfirborð á bilinu 0,8 m2 til 2,4 m2) slembiraðað í rannsóknina. Fjörutíu og níu (49) sjúklingar fengu sevelamer karbónat og 51 fékk lyfleysu á 2 vikna tímabili með föstum skammti. Síðan fengu allir sjúklingarnir sevelamer karbónat á 26 vikna tímabili með breytingu á skömmtum. Aðalendapunkti rannsóknarinnar var náð við lækkun fosfórs í sermi um mismun minnstu kvaðrata -0.90 mg/dl miðað við lyfleysu fyrir tilstilli sevelamer karbónats, og aukaendapunktum verkunar. Hjá börnum með blóðfosfatsóhóf sem afleiðingu af langvinnum nýrnasjúkdómi dró sevelamer karbónat marktækt úr fosfór í sermi miðað við lyfleysu á 2 vikna tímabili með föstum skammti. Meðferðarsvörun var viðhaldið hjá börnum sem fengu sevelamer karbónat á 6 mánaða opna tímabilinu með breytingu á skömmtum. 27% barnanna náði viðeigandi fosfórgildi í sermi miðað við aldur í lok meðferðarinnar. Þetta á við um 23% sjúklinga í undirhóp sjúklinga sem eru í blóðskilun og 15% sjúklinga í kviðskilun. Líkamsyfirborð hafði ekki áhrif á meðferðarsvörun á

2 vikna tímabilinu með föstum skammti aftur á móti kom engin meðferðarsvörun fram hjá börnum með skilgreint fosfórgildi <7,0 mg/dl. Flestar aukaverkananna sem greint var frá og tengjast eða tengjast hugsanlega sevelamer karbónati voru frá meltingarvegi. Engin nýtilkomin áhætta eða vísbendingar komu fram við notkun sevelamer karbónats meðan á rannsókninni stóð.

5.2 Lyfjahvörf

Rannsóknir á lyfjahvörfum hafa ekki farið fram á sevelamer karbónati. Sevelamer vetnisklóríð, sem inniheldur sama virka hluta og sevelamer karbónat, frásogast ekki í meltingarvegi, eins og staðfest var í frásogsrannsóknum á heilbrigðum sjálfboðaliðum.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta og eiturverkunum á erfðaefni.

Krabbameinsvaldandi áhrif sevelamer vetnisklóríðs til inntöku voru rannsökuð á músum (skammtastærð allt að 9 g/kg/dag) og rottum (0,3, 1, eða 3 g/kg/dag). Aukin tíðni tímabundinna vörtuæxla í þvagblöðru hjá karlkyns rottum sem fengu stóra skammta (jafngildi tvöfalds 14,4 g hámarksskammts í klínískum rannsóknum. Ekki greindist aukin tíðni á æxlum í músum (jafgildi þrefalds hámarksskammts í klínískum rannsóknum).

Í in vitro efnaskiptavirkjaðri frumuerfðafræðirannsókn á spendýrum olli sevelamer vetnisklóríð tölfræðilega marktækri aukningu á fjölda óeðlilegra litninga. Sevelamer vetnisklóríð olli ekki stökkbreytingum í Ames- rannsókn á stökkbreytingum í gerlum.

Hjá rottum og hundum dró úr frásogi fituleysanlegra D, E og K-vítamína (storkuþátta) og fólínsýru.

Beinmyndunargallar í beinagrind sáust á nokkrum stöðum í rottufóstrum kvenrottna sem fengu miðlungs til stóra skammta (í mönnum jafngildi skammta undir hámarksskammtinum 14.4 g í klínískum rannsóknum). Vera má að þessi áhrif séu afleiðing D-vítamínskorts.

Þegar þunguðum kanínum voru gefnir inntökuskammtar af sevelamer vetnisklóríði með magaslöngu, þegar fóstrið var að mynda líffæri, greindist aukning á endurupptöku fóstra þegar gefnir voru stórir skammtar (jafngildi tvöfalds hámarksskammts í klínískum rannsóknum).

Sevelamer vetnisklóríð hafði engin skerðandi áhrif á frjósemi hjá kvenkyns eða karlkyns rottum þegar lyfið var gefið með mat í rannsókn þar sem kvendýr voru í 14 daga meðferð fyrir mökun og í gegnum meðgöngu og karldýrin fengu 28 daga meðferð fyrir mökun. Stærsti skammtur í þessari rannsókn var 4,5 g/kg/dag (jafngildi tvöfalds hámarksskammts fyrir menn, 13 g á dag, í klínískum rannsóknum, byggt á samanburði á hlutfalli líkamsyfirborðsflatarmáls).

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Própýlenglýkól algínat,

sítrónu- og rjómabragðefni (Citrus Cream), natríumklóríð,

sukralósi,

járnoxíð, gult (E172).

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

3 ár.

Taka þarf mixtúruna inn innan 30 mínútna frá blöndun.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5 Gerð íláts og innihald

Skammtapoki úr lagskiptu etýlenmetacrylsýru samfjölliðu, pólýester, lágþéttu pólýetýleni og álþynnu, hitainnsiglaður.

Hver skammtapoki inniheldur 1,6 g af sevelamerkarbónati. Hver askja inniheldur 60 eða 90 skammtapoka.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Blanda skal mixtúruduftinu saman við 60 ml af vatni fyrir hvern skammtapoka áður en lyfið er gefið. Dreifan er fölgul og með sítrónubragði.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Genzyme Europe B.V.

Gooimeer 10

1411 DD Naarden

Holland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/521/006

EU/1/09/521/007

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 10. júní 2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 21. mars 2014

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf