Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Repaglinide Teva (repaglinide) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A10BX02

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsRepaglinide Teva
ATC-kóðiA10BX02
Efnirepaglinide
FramleiðandiTeva Pharma B.V.

1.HEITI LYFS

Repaglinide Teva 0,5 mg töflur

Repaglinide Teva 1 mg töflur

Repaglinide Teva 2 mg töflur

2.INNIHALDSLÝSING

Repaglinide Teva 0,5 mg töflur

Hver tafla inniheldur 0,5 mg af repaglíníði.

Repaglinide Teva 1 mg töflur

Hver tafla inniheldur 1 mg af repaglíníði.

Repaglinide Teva 2 mg töflur

Hver tafla inniheldur 2 mg af repaglíníði.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Tafla.

Repaglinide Teva 0,5 mg töflur

Ljósblá eða blá hylkislaga tafla og í hana er grafið „93“ á annarri hliðinni og „210“ á hinni.

Repaglinide Teva 1 mg töflur

Gul eða ljósgul hylkislaga tafla og í hana er grafið „93” á annarri hliðinni og „211” á hinni.

Repaglinide Teva 2 mg töflur

Dröfnótt ferskjulit hylkislaga tafla og í hana er grafið „93” á annarri hliðinni og „212” á hinni.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Repaglíníð er ætlað til meðferðar á sykursýki tegund 2 hjá fullorðnum þegar ekki er lengur hægt að hafa viðunandi stjórn á blóðsykri með mataræði, megrun og líkamsþjálfun. Repaglíníð er einnig hægt að nota samhliða metformíni hjá fullorðnum með sykursýki tegund 2, þegar viðunandi blóðsykursstjórn hefur ekki náðst með metformíni einu sér.

Hefja skal meðferð sem viðbót við viðeigandi mataræði og líkamsþjálfun til að lækka blóðsykur í tengslum við máltíðir.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Repaglíníð á að gefa fyrir máltíðir og stilla á skammta hvers einstaklings fyrir sig til að ná sem bestum árangri við stjórnun blóðsykurs. Auk þess sem sjúklingur fylgist sjálfur með sykri í blóði og/eða þvagi eins og venjulega á læknir einnig að fylgjast með blóðsykri sjúklingsins reglulega til að geta ákvarðað minnsta virkan skammt handa honum. Einnig getur verið gagnlegt að mæla þéttni sykraðs blóðrauða til að fylgjast með svörun sjúklingsins við meðferðinni. Reglubundið eftirlit er nauðsynlegt, bæði til að uppgötva ónóga blóðsykurslækkun þegar stærsti ráðlagði skammtur er gefinn (þ.e. fyrsta stigs

meðferðarþrot) og ónóga blóðsykurslækkun eftir árangursríkt upphafstímabil (þ.e. annars stigs meðferðarþrot).

Skammtímameðferð með repaglíníði getur dugað hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2, sem venjulega hafa stjórn á blóðsykri með mataræði, en hafa tímabundið misst stjórnina.

Upphafsskammtur

Læknirinn ákveður skammtinn með hliðsjón af þörfum sjúklingsins. Ráðlagður upphafsskammtur er 0,5 mg. Ein til tvær vikur ættu að líða milli þess sem skömmtum er breytt (í samræmi við blóðsykurssvörun).

Ef verið er að skipta um sykursýkislyf til inntöku hjá sjúklingi er ráðlagður upphafsskammtur 1 mg.

Viðhaldsskammtur

Hámarksskammtur, sem mælt er með að gefinn sé í einum skammti, er 4 mg, sem taka á inn í tengslum við aðalmáltíðir. Hámarksskammtur á sólarhring má ekki fara yfir 16 mg.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Engar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á sjúklingum >75 ára.

Skert nýrnastarfsemi

Nýrnasjúkdómar hafa ekki áhrif á repaglíníð (sjá kafla 5.2).

Átta prósent af einum skammti af repaglíníði skiljast út um nýrun og heildarplasmaúthreinsun lyfsins er minni hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Þar sem næmi fyrir insúlíni er aukið hjá sykursýkisjúklingum með skerta nýrnastarfsemi skal sýna gætni þegar verið er að stilla af skammta fyrir þá.

Skert lifrarstarfsemi

Klínískar rannsóknir hafa ekki verið gerðar á sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

Lasburða eða vannærðir sjúklingar

Hjá lasburða eða vannærðum sjúklingum þarf að gæta hófs við ákvörðun á upphafs- og viðhaldsskömmtum og nákvæm skammtastilling er nauðsynleg til að koma í veg fyrir aukaverkanir af völdum of lágs blóðsykurs.

Sjúklingar sem nota önnur blóðsykurslækkandi lyf til inntöku

Sjúklingar geta skipt beint yfir í repaglíníð frá öðrum blóðsykurslækkandi lyfjum til inntöku. Þó eru ekki nein ákveðin tengsl á milli skammta repaglíníðs og annarra blóðsykurslækkandi lyfja til inntöku. Hámarksskammtur, sem ráðlagður er í upphafi hjá sjúklingum sem breyta yfir í repaglíníð, er 1 mg, sem er tekið inn fyrir aðalmáltíðir.

Repaglíníð má gefa samhliða metformíni, þegar viðunandi blóðsykursstjórn hefur ekki náðst með metformíni einu sér. Í þessum tilvikum er skömmtum metformíns haldið óbreyttum og repaglíníð gefið samhliða. Upphafsskammtur repaglíníðs er 0,5 mg sem taka á inn fyrir aðalmáltíðir. Breytingar á skömmtum skal ákvarða í samræmi við blóðsykurssvörun eins og gildir þegar aðeins eitt lyf er gefið.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun repaglíníðs hjá börnum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Repaglíníð á að taka inn rétt fyrir aðalmáltíðir (þ.e. preprandially).

Skammtarnir eru venjulega teknir 15 mínútum fyrir máltíð en tíminn getur verið breytilegur allt frá því að vera rétt fyrir máltíð til þess að vera 30 mínútum fyrir máltíð (þ.e. fyrir hverja máltíð, 2, 3, eða

fjórum sinnum á dag). Sjúklingum sem sleppa úr máltíð (eða bæta við aukamáltíð) á að ráðleggja að sleppa (eða bæta við) skammti fyrir þá máltíð.

Ef um samhliða notkun annarra virkra efna er að ræða skal stuðst við kafla 4.4 og 4.5 til þess að meta skammtastærð.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir repaglíníði eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Sykursýki tegund 1,C-peptíð neikvæð.

Ketónblóðsýring með dái eða án þess.

Verulega skert lifrarstarfsemi.

Samhliða notkun gemfíbrózíls (sjá kafla 4.5).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Almennt

Repaglíníð á eingöngu að gefa ef blóðsykursstjórn er enn léleg og einkenni sykursýki eru til staðar þrátt fyrir meðferð, sem felst í breyttu mataræði, líkamsþjálfun og megrun.

Þegar sjúklingur, sem hefur góða stjórn á blóðsykri fyrir tilstilli sykursýkislyfs til inntöku, verður fyrir álagi eins og sótthita, áfalli, sýkingu eða skurðaðgerð, getur blóðsykursstjórnin brugðist. Við slíkar kringumstæður getur verið nauðsynlegt að hætta notkun repaglíníðs og beita insúlínmeðferð tímabundið.

Blóðsykursfall

Repaglíníð, eins og önnur lyf sem auka losun insúlíns, getur valdið blóðsykursfalli (hypoglycemia).

Samhliða meðferð með lyfjum sem auka losun insúlíns

Hjá mörgum sjúklingum dregur smám saman úr blóðsykurslækkandi verkun sykursýkislyfja til inntöku. Það getur verið vegna þess að sykursýkin fer versnandi eða vegna minnkaðrar svörunar við lyfinu. Þetta er kallað annars stigs meðferðarþrot til aðgreiningar frá fyrsta stigs meðferðarþroti, þar sem lyfið hefur strax í upphafi enga verkun á sjúklinginn. Áður en skorið er úr um það, hvort um annars stigs meðferðarþrot sé að ræða hjá sjúklingi, er rétt að leggja mat á breytingar á skömmtum, mataræði og líkamsþjálfun.

Áhrif repaglíníðs nást fyrir tilstilli sérstaks bindistaðar með stutta verkun á β-frumur. Notkun repaglíníðs, þegar notkun efna, sem auka losun insúlíns,hefur ekki komið að gagni við annars stigs meðferðarþroti, hefur ekki verið rannsökuð í klínískum rannsóknum.

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á samhliða notkun með öðrum efnum sem auka losun insúlíns.

Samhliða meðferð með Neutral Protamine Hagedorn (NPH) insúlíni eða tíazólídíndíónlyfjum Rannsóknir hafa verið gerðar á notkun samhliða NPH insúlíni og tíazólídíndíónlyfjum. Samt sem áður hafa ávinningur og áhætta ekki verið metin með samanburði við aðra samsetta meðferð.

Samhliða meðferð með metformíni

Samhliða meðferð með metformíni leiðir til aukinnar hættu á blóðsykursfalli.

Bráður kransæðasjúkdómur

Notkun repaglíníðs getur verið tengd hækkaðri tíðni á bráðum kransæðasjúkdómi (t.d. hjartadrepi), sjá kafla 4.8 og 5.1.

Samhliða notkun

Forðast skal notkun repaglíníðs eða nota það með varúð hjá sjúklingum sem fá lyf sem hafa áhrif á umbrot repaglíníðs (sjá kafla 4.5). Ef samhliða notkun lyfjanna er nauðsynleg skal fylgjast vel með blóðsykri og klínísku ástandi.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Þekktur er fjöldi lyfja sem hefur áhrif á umbrot repaglíníðs. Læknirinn verður því að gera ráð fyrir hugsanlegum milliverkunum:

In vitro upplýsingar benda til þess að repaglíníð umbrotni aðallega fyrir tilstilli CYP2C8, en einnig CYP3A4. Klínískar upplýsingar frá heilbrigðum einstaklingum styðja það að CYP2C8 sé mikilvægasta ensímið sem kemur að umbroti repaglíníðs og að CYP3A4 gegni þar minniháttar hlutverki, en hlutfallslegt vægi CYP3A4 getur þó aukist ef CYP2C8 er hamið. Þess vegna getur umbrot, og þar af leiðandi úthreinsun repaglíníðs, breyst af völdum efna sem hafa áhrif á þessi cýtókróm P-450 ensím með hömlun eða örvun. Sérstaklega skal gæta varúðar þegar hemlar á bæði CYP2C8 og 3A4 eru gefnir samhliða repaglíníði.

Á grundvelli in vitro upplýsinga, virðist repaglíníð vera hvarfefni fyrir virka upptöku í lifur (lífrænt anjónaflutningsprótein OATP1B1). Efni sem hamla OATP1B1 geta á sama hátt mögulega aukið plasmaþéttni repaglíníðs, eins og sýnt hefur verið fram á fyrir ciclosporín (sjá hér á eftir).

Eftirtalin efni geta aukið og/eða lengt blóðsykurslækkandi áhrif repaglíníðs: Gemfíbrózíl, klaritrómýsín, ítrakónazól, ketókónazól, trímetóprím, ciclosporín, deferasirox, clopidogrel, önnur lyf við sykursýki, mónóamínoxídasahemlar (MAO-hemlar), ósértækir beta-blokkar, ACE-hemlar (angiotensin converting enzyme inhibitors), salisýlöt, bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID), oktreótíð, áfengi og vefaukandi sterar.

Við samhliða notkun gemfíbrózíls (600 mg tvisvar sinnum á sólarhring), sem er CYP2C8 hemill, og repaglíníðs (stakur 0,25 mg skammtur) varð 8,1-föld aukning á AUC repaglíníðs og 2,4-föld aukning á Cmax hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Helmingunartími lengdist úr 1,3 klst. í 3,7 klst., sem hugsanlega veldur auknum áhrifum repaglíníðs og að blóðsykurslækkun vari lengur, og 28,6-föld hækkun var á plasmaþéttni repaglíníðs eftir 7 klst. vegna gemfíbrózíls. Ekki má nota gemfíbrózíl og repaglíníð samhliða (sjá kafla 4.3).

Samhliða notkun trímetópríms (160 mg tvisvar sinnum á sólarhring), sem er í meðallagi öflugur CYP2C8 hemill, og repaglíníðs (stakur 0,25 mg skammtur) jók AUC repaglíníðs, Cmax og t1/2 (1,6-falt, 1,4-falt og 1,2-falt, talið í sömu röð) en hafði ekki tölfræðilega marktæk áhrif á blóðsykursgildi. Þessi skortur á lyfhrifum kom fram við lægri skammta af repaglíníði en meðferðarskammta. Þar sem öryggi þessarar samsetningar hefur ekki verið metið við stærri skammta en 0,25 mg af repaglíníði og 320 mg af trímetóprími skal forðast notkun trímetópríms samhliða repaglíníði. Ef samhliða notkun lyfjanna er nauðsynleg skal fylgjast vel með blóðsykri og klínísku ástandi (sjá kafla 4.4).

Rifampicín, sem er öflugur örvi fyrir CYP3A4, og einnig CYP2C8, verkar bæði sem örvi og hemill á umbrot repaglíníðs. Sjö daga formeðferð með rifampicíni (600 mg) sem fylgt var eftir með samhliða notkun repaglíníðs (stakur 4 mg skammtur) á sjöunda degi olli 50% minnkun AUC (áhrif af bæði örvun og hömlun). Þegar repaglíníð var gefið 24 klst. eftir síðasta skammt af rifampicíni sást 80% minnkun á AUC fyrir repaglíníð (áhrif örvunar einnar sér). Samhliða notkun rifampicíns og repaglíníðs getur þess vegna valdið því að breyta þurfi skömmtum repaglíníðs. Breytingin skal byggð á blóðsykursþéttni sem fylgjast skal vandlega með við upphaf meðferðar með rifampicíni (bráð hömlun), eftir inntöku skammts (bæði hömlun og örvun), þegar meðferð er hætt (örvun eingöngu) og loks í allt að um tvær vikur eftir að meðferð með rifampicíni er hætt, þegar örvandi áhrif rifampicíns eru ekki lengur til staðar. Ekki er hægt að útiloka að aðrir örvar, t.d. fenýtóín, carbamazepín, fenóbarbital, Jóhannesarjurt (St. John’s worth), geti haft svipuð áhrif.

Áhrif ketókónazóls, sem er dæmigerður öflugur samkeppnishemill CYP3A4, á lyfjahvörf repaglíníðs hafa verið rannsökuð hjá heilbrigðum einstaklingum. Samhliða notkun 200 mg af ketókónazóli jók repaglíníð (AUC og Cmax) 1,2-falt og blóðsykursþéttni breyttist um minna en 8% þegar lyfin voru notuð samhliða (stakur 4 mg skammtur af repaglíníði). Samhliða notkun 100 mg af ítrakónazóli, sem er CYP3A4 hemill, hefur einnig verið rannsökuð hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum og jókst AUC

1,4-falt. Engin marktæk áhrif á blóðsykursgildi sáust hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Í rannsókn á milliverkunum hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum jók samhliða notkun 250 mg af klaritrómýsíni, sem hefur öflug, hamlandi áhrif á starfsemi CYP3A4, repaglíníð (AUC) smávægilega eða um 1,4-falt og Cmax 1,7-falt og jók 1,5-falt meðaltal stigvaxandi hækkun á AUC fyrir insúlín í sermi og hámarksþéttni þess 1,6-falt. Nákvæmur verkunarmáti þessarar milliverkunar er ekki ljós.

Írannsókn sem gerð var hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, jók samhliða notkun repaglíníð (stakur 0,25 mg skammtur) og ciclosporíns (endurteknir 100 mg skammtar) AUC fyrir repaglíníð 2,5-falt og

Cmax 1,8-falt. Þar sem milliverkunin hefur ekki verið ákvörðuð fyrir stærri skammta en 0,25 mg af repaglíníði, skal forðast samhliða notkun ciclosporíns og repaglíníðs. Ef nauðsynlegt virðist að nota lyfin samhliða, skal hafa náið klínískt eftirlit og fylgjast vel með blóðsykri (sjá kafla 4.4).

Írannsókn á milliverkunum sem gerð var hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, jók samhliða gjöf deferasirox (30 mg/kg/dag, 4 dagar), sem er meðalöflugur hemill á CYP2C8 og CYP3A4, og repaglíníðs (stakur skammtur, 0,5 mg) altæka útsetningu fyrir repaglíníði (AUC) 2,3-falt (90% CI [2,03-2,63]) frá grunngildi, Cmax jókst 1,6-falt (90% CI [1,42-1,84]) og glúkósi í blóði lækkaði lítillega en þó marktækt. Þar sem ekki hefur verið sýnt fram á þessa milliverkun með skömmtum af repaglíníði sem eru stærri en 0,5 mg, skal forðast samhliða notkun deferasirox og repaglíníðs. Ef samsetningin er talin nauðsynleg, skal hafa náið klínískt eftirlit og eftirlit með glúkósa í blóði (sjá kafla 4.4).

Írannsókn á milliverkunum sem gerð var hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, jók samhliða gjöf með clopidogreli (300 mg hleðsluskammti), sem er hemill á CYP2C8, útsetningu (AUC0–∞) fyrir repaglíníði 5,1-falt og áframhaldandi gjöf (75 mg á sólarhring) jók útsetningu (AUC0–∞) fyrir repaglíníði 3,9-falt. Lítil, marktæk lækkun á glúkósa í blóði kom fram.

β-blokkar geta dulið einkenni blóðsykursfalls.

Samhliða notkun címetidíns, nífedipíns, östrógens eða simvastatíns, sem öll eru CYP3A4 hvarfefni, og repaglíníðs breytti ekki lyfjahvarfabreytum repaglíníðs marktækt.

Við jafnvægi hafði repaglíníð engin marktæk klínísk áhrif á lyfjahvörf digoxíns, teófýllíns eða warfaríns þegar þau voru notuð hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Því er ekki nauðsynlegt að breyta skammti þessara lyfja þegar repaglíníð er gefið samhliða.

Eftirtalin efni geta dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum repaglíníðs:

Getnaðarvarnalyf til inntöku, rifampicín, barbitúröt, carbamazepín, tíazíð, barksterar, danazól, skjaldkirtilshormón og adrenvirk lyf.

Þegar sjúklingar sem taka repaglíníð byrja eða hætta töku einhverra þessara lyfja þarf að hafa vakandi auga með þeim með tilliti til breytinga á blóðsykursstjórn.

Þegar repaglíníð er notað samhliða öðrum lyfjum sem einkum skiljast út með galli, líkt og repaglíníð, skal leggja mat á sérhverja hugsanlega milliverkun.

Börn

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum hjá börnum og unglingum.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar rannsóknar hafa verið gerðar á notkun repaglíníðs hjá þunguðum konum. Forðast skal notkun repaglíníðs á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á notkun repaglíníðs hjá konum með barn á brjósti. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota repaglíníð.

Frjósemi

Niðurstöðum úr dýrarannsóknum á áhrifum á þroska fósturs og afkvæma sem og rannsóknum á útskilnaði í mjólk er lýst í kafla 5.3.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Repaglíníð hefur engin bein áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla en getur valdið blóðsykursfalli. Sjúklingum skal ráðlagt að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir blóðsykursfall á meðan þeir aka. Þetta er sérlega mikilvægt hjá þeim sem að litlu eða engu leyti verða varir við fyrirboða blóðsykursfalls eða fá blóðsykursfall oft. Við þessar aðstæður er rétt að leggja mat á hve ráðlegt það er að sjúklingurinn aki bifreið.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Algengustu aukaverkanirnar eru breytingar á magni glúkósa í blóði, þ.e. blóðsykursfall. Tíðni slíkra viðbragða er háð einstaklingsbundnum þáttum, eins og matarvenjum, skömmtum, líkamsþjálfun og álagi.

Tafla með aukaverkunum

Með hliðsjón af reynslu af notkun repaglíníðs og annarra blóðsykurslækkandi lyfja hafa eftirtaldar aukaverkanir komið fram. Tíðni aukaverkana er skilgreind sem: Algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Ónæmiskerfi

Ofnæmisviðbrögð*

Koma örsjaldan fyrir

 

 

 

Efnaskipti og næring

Blóðsykursfall

Algengar

 

 

 

 

Dá og meðvitundarleysi

Tíðni ekki þekkt

 

vegna blóðsykursfalls

 

 

 

 

Augu

Ljósbrotskvillar*

Koma örsjaldan fyrir

 

(refraction disorder)

 

 

 

 

Hjarta

Hjarta og æðasjúkdómar

Mjög sjaldgæfar

 

 

 

Meltingarfæri

Kviðverkur, niðurgangur

Algengar

 

 

 

 

Uppköst, hægðatregða

Koma örsjaldan fyrir

 

 

 

 

Ógleði

Tíðni ekki þekkt

 

 

 

Lifur og gall

Óeðlileg lifrarstarfsemi,

Koma örsjaldan fyrir

 

aukning lifrarensíma*

 

 

 

 

Húð og undirhúð

Ofnæmi*

Tíðni ekki þekkt

*sjá kaflann Lýsing á völdum aukaverkunum

Lýsing á völdum aukaverkunum

Ofnæmisviðbrögð

Almenn ofnæmisviðbrögð (t.d. bráðaofnæmisviðbrögð) eða ónæmisviðbrögð svo sem æðabólga.

Ljósbrotskvillar

Þekkt er að breytingar á þéttni blóðsykurs geta leitt til tímabundinna sjóntruflana, sérstaklega í upphafi meðferðar. Einungis hefur verið greint frá mjög fáum slíkum tilvikum í upphafi repaglíníðmeðferðar. Í klínískum rannsóknum hefur ekkert þessara tilvika leitt til þess að meðferð

með repaglíníði væri hætt.

Óeðlileg lifrarstarfsemi, aukning lifrarensíma

Greint hefur verið frá einstaka tilvikum um aukningu lifrarensíma í tengslum við meðferð með repaglíníði. Flest voru þau væg og tímabundin og mjög fáir sjúklingar hættu meðferðinni vegna aukningar lifrarensíma. Örsjaldan hefur verið skýrt frá alvarlegum truflunum á lifrarstarfsemi

Ofnæmi

Ofnæmi í húð, sem lýsir sér með roða, kláða, útbrotum og ofsakláða, getur komið fram. Ekkert bendir til að gera megi ráð fyrir krossofnæmi við súlfónýlúrea, þar sem efnafræðileg bygging þessara efna er ólík.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Repaglíníð hefur verið gefið fjórum sinnum á dag í 6 vikur með vikulegri stigvaxandi stækkun skammta úr 4 mg í 20 mg. Engar efasemdir um öryggi komu fram. Þar sem komið var í veg fyrir blóðsykurslækkun í þessari rannsókn með því að auka neyslu hitaeininga, getur hlutfallsleg ofskömmtun haft aukin einkenni blóðsykursfalls í för með sér (svima, svita, skjálfta, höfuðverk o.s.frv.). Komi þessi einkenni fram, þarf að bregðast við á réttan hátt til að leiðrétta of lágan blóðsykur (borða kolvetni). Alvarlegt blóðsykursfall með krömpum, meðvitundarleysi eða dái er meðhöndlað með glúkósa í bláæð.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sykursýkislyf, önnur blóðsykurslækkandi lyf nema insúlín, ATC flokkur: A10BX02.

Verkunarháttur

Repaglíníð er skammvirkt sykursýkislyf til inntöku sem eykur losun insúlíns. Repaglíníð lækkar blóðsykur skjótt með því að örva losun insúlíns frá briskirtli. Þessi áhrif eru háð virkum β-frumum í Langerhans eyjum.

Repaglíníð lokar ATP-háðum kalíumgöngum í frumuhimnu β-frumna með því að bindast markpróteini sem er ólíkt bindistöðum annarra sykursýkislyfja sem örva losun insúlíns. Við það afskautast β-frumurnar og kalsíumgöng opnast. Aukningin á kalsíumflæði sem fylgir í kjölfarið örvar losun insúlíns frá β-frumunum.

Lyfhrif

Hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2 kom insúlínsvörun við fæðuneyslu innan 30 mínútna frá inntöku repaglíníðs. Þetta leiddi til lækkunar á blóðsykri meðan á máltíðinni stóð. Hækkuð þéttni insúlíns hélst ekki fram yfir máltíðina. Þéttni repaglíníðs í plasma féll hratt og fjórum klukkustundum eftir inntöku var þéttni í plasma lítil hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2.

Verkun og öryggi

Hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2 var sýnt fram á að lækkun á blóðsykri væri háð skammtastærð þegar repaglíníð var gefið í skömmtum á bilinu 0,5 til 4 mg.

Klínískar rannsóknir hafa sýnt að best sé að gefa repaglíníð fyrir aðalmáltíðir.

Venjulega á að gefa lyfið 15 mínútum fyrir máltíð en þessi tímasetning getur þó verið breytileg allt frá því að lyfið sé gefið í upphafi máltíðar og upp í allt að 30 mínútum fyrir máltíð.

Niðurstöður úr einni faraldsfræðilegri rannsókn bentu til aukinnar hættu á bráðum kransæðasjúkdómi hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með repaglíníði samanborið við sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með súlfónýlúrea (sjá kafla 4.4 og 4.8).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Repaglíníð frásogast hratt úr meltingarvegi, þannig að þéttni virka efnisins í plasma stígur fljótt. Hámarksþéttni í plasma næst innan einnar klst. eftir inntöku. Eftir að hámarki er náð fellur þéttni í plasma hratt.

Lyfjahvörf repaglíníðs einkennast af meðalgildi aðgengis sem er 63% (CV 11%).

Enginn klínískur munur, sem máli skiptir, sást í lyfjahvörfum repaglíníðs þegar það var gefið 0, 15 eða 30 mínútum fyrir máltíð eða fastandi einstaklingum.

Í klínískum rannsóknum hefur komið í ljós að þéttni repaglíníðs í plasma er mjög breytileg (60%) frá einum einstaklingi til annars. Breytileikinn er lítill eða í meðallagi (35%) hjá sama einstaklingi og þar sem stilla á skammt repaglíníðs miðað við klíníska svörun hefur breytileiki milli einstaklinga ekki áhrif á virkni.

Dreifing

Lyfjahvörf repaglíníðs einkennast af litlu dreifingarrúmmáli, 30 l (samræmist dreifingu inn í innanfrumuvökva) og repaglíníð er mikið bundið plasmapróteinum í mönnum (meira en 98%).

Brotthvarf

Brotthvarf repaglíníðs úr blóði er hratt, innan við 4 - 6 klst. Helmingunartími brotthvarfs úr plasma er u.þ.b. ein klukkustund.

Repaglíníð umbrotnar nær að fullu og ekki hafa fundist nein umbrotsefni sem hafa klínískt marktæka blóðsykurslækkandi verkun.

Umbrotsefni repaglíníðs skiljast fyrst og fremst út með galli. Lítill hluti (minna en 8%) af gefnum skammti finnst í þvagi, einkum sem umbrotsefni. Minna en 1% af repaglíníði skilst út með hægðum.

Sérstakir sjúklingahópar

Útsetning fyrir repaglíníði eykst hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi og hjá öldruðum sjúklingum með sykursýki tegund 2. Eftir gjöf 2 mg staks skammts (4 mg hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi) var aðgengi (AUC) (staðalfrávik gefið upp í svigum) 31,4 ng/ml x klst. (28,3) hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, 304,9 ng/ml x klst. (228,0) hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi og 117,9 ng/ml x klst. (83,8) hjá öldruðum sjúklingum með sykursýki tegund 2.

Eftir 5 daga meðferð með repaglíníði (2 mg þrisvar sinnum á dag ) hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun: 20-39 ml/mín.) sýndu niðurstöður greinilega tvöfalda aukningu á aðgengi repaglíníðs (AUC) og helmingunartíma (t½) samanborið við sjúklinga sem voru með eðlilega nýrnastarfsemi.

Börn

Engin gögn eru fyrirliggjandi.

5.3Forklínískar upplýsingar

Aðrar upplýsingar en klínískar hafa ekki gefið til kynna neina sérstaka áhættu fyrir menn, byggt á hefðbundnum lyfjafræðilegum rannsóknum á öryggi, eiturverkunum af völdum endurtekinna skammta, eiturverkunum á erfðaefni og krabbameinsvaldandi eiginleikum.

Repaglíníð olli ekki vansköpun í dýrarannsóknum. Eiturverkanir á fóstur, óeðlileg þroskun útlima hjá rottufóstrum og nýgotnum ungum, kom fram hjá kvenkyns rottum sem fengu stóra skammta á síðasta hluta meðgöngu og á mjólkurskeiði. Repaglíníð fannst í mjólk dýra.

6.Lyfjagerðarfræðilegar upplýsingar

6.1Hjálparefni

Repaglinide Teva 0,5 mg töflur Örkristölluð sellulósa (E460) Meglúmín

Póloxamer 188

Póvídón K-30

Vatnslaust kalsíumhýdrógenfosfat Vatnslaus díoxíð sílikonkvoða Kalíumpólakrilín

Maíssterkja

Magnesíumsterat Álindígókarmín (E132)

Repaglinide Teva 1 mg töflur Örkristölluð sellulósa (E460) Meglúmín

Póloxamer 188

Póvídón K-30

Vatnslaust kalsíumhýdrógenfosfat Vatnslaus díoxíð sílikonkvoða Kalíumpólakrilín

Maíssterkja

Magnesíumsterat Járnoxíð, gult (E172)

Repaglinide Teva 2 mg töflur Örkristölluð sellulósa (E460) Meglúmín

Póloxamer 188

Póvídón K-30

Vatnslaust kalsíumhýdrógenfosfat Vatnslaus díoxíð sílikonkvoða Kalíumpólakrilín

Maíssterkja

Magnesíumsterat Járnoxíð, rautt (E172)

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

2 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

Ál-álþynnupakkning. Pakkningastærðir: 30, 90, 120, 270 eða 360 töflur. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Teva B.V.

Swensweg 5

2031 GA Haarlem

Holland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

Repaglinide Teva 0,5 mg töflur

EU/1/09/530/001-005

Repaglinide Teva 1 mg töflur

EU/1/09/530/006-010

Repaglinide Teva 2 mg töflur

EU/1/09/530/011-015

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 29.06.2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 19.06.2014

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf