Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Revestive (teduglutide) – Fylgiseðill - A16AX08

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsRevestive
ATC-kóðiA16AX08
Efniteduglutide
FramleiðandiShire Pharmaceuticals Ireland Ltd

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Revestive 1,25 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn

Tedúglútíð

Fyrir börn og unglinga

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknis barnsins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota fyrir barnið. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækni barnsins, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir hjá barninu. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Revestive og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Revestive

3.Hvernig nota á Revestive

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Revestive

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Revestive og við hverju það er notað

Revestive inniheldur virka efnið tedúglútíð. Það bætir frásog næringarefna og vökva úr þeim meltingarvegi (þörmum) barnsins sem eftir er.

Revestive er notað sem meðferð fyrir börn og unglinga (1 árs og eldri) með stuttþarmaheilkenni. Stuttþarmaheilkenni er sjúkdómur sem stafar af vangetu til að soga næringarefni og vökva úr fæðunni gegnum þarmavegginn. Ástæða þess er oft að allir smáþarmar eða hluti þeirra hefur verið fjarlægður með skurðaðgerð.

2. Áður en byrjað er að nota Revestive

Ekki má nota Revestive:

-ef barnið hefur ofnæmi fyrir tedúglútíði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6) eða snefilleifum af tetracýklíni.

-ef barnið er með krabbamein eða grunur leikur á því.

-ef vart hefur orðið við krabbamein í meltingarvegi hjá barninu, þ.m.t. í lifur, gallblöðru eða gallrásum og brisi innan síðustu fimm ára.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækni barnsins áður en Revestive er notað:

-ef lifrarstarfsemi barnsins er verulega skert. Læknirinn hefur það í huga þegar hann ávísar lyfinu.

-ef barnið er með tiltekna sjúkdóma í hjarta- og/eða æðakerfi, t.d. háan blóðþrýsting (háþrýsting) eða veiklað hjarta (skerta hjartastarfsemi). Einkennin eru m.a. skyndileg þyngdaraukning, þroti á ökklum og/eða mæði.

-ef barnið er með aðra alvarlega sjúkdóma sem ekki hefur náðst að halda vel í skefjum. Læknirinn hefur það í huga þegar hann ávísar lyfinu.

-ef nýrnastarfsemi barnsins er skert. Læknirinn gæti þurft að gefa barninu minni skammt af lyfinu.

Við upphaf meðferðar með Revestive og meðan á henni stendur getur verið að læknirinn aðlagi það magn af vökva eða næringu í æð sem barnið fær.

Læknisrannsóknir fyrir meðferð með Revestive og meðan á meðferð stendur

Áður en meðferð með lyfinu hefst og barnið er a.m.k. 12 ára, þarf það að hafa nýlega (þ.e. innan 1 árs) gengist undir ristilspeglun (rannsókn sem felst í því að skoða innra byrði ristils og endaþarms) til að athuga hvort fyrir hendi séu separ (litlar óeðlilegar vaxtartotur) og láta fjarlægja þá. Þessi aðgerð verður líka gerð ef barnið er yngra en 12 ára og hefur óútskýrt blóð í hægðum. Ef separ finnast áður en meðferð með Revestive hefst, ákveður læknirinn hvort barnið eigi að nota lyfið. Ekki skal nota Revestive ef krabbamein greinist í ristilspegluninni. Læknirinn mun framkvæma fleiri ristilspeglanir ef barnið heldur áfram á meðferð með Revestive.

Læknirinn mun gæta sérstakrar varúðar og hafa eftirlit með starfsemi smáþarmanna og hafa eftirlit með merkjum og einkennum sem benda til vandamála í gallblöðru, gallvegum eða brisi.

Börn og unglingar

Börn yngri en 1 árs

Lyfið má ekki nota hjá börnum yngri en 1 árs. Það er vegna þess að engin reynsla er af notkun Revestive hjá þessum aldurshópi.

Notkun annarra lyfja samhliða Revestive

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um öll önnur lyf sem barnið notar, hefur nýlega notað eða kynni að nota.

Revestive getur haft áhrif á hvernig önnur lyf frásogast úr þörmum og þar með hversu vel þau verka. Læknirinn gæti þurft að breyta skammti barnsins af öðrum lyfjum.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki er mælt með að stúlkur sem eru þungaðar eða með barn á brjósti noti Revestive.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð hjá stúlkunni skal leita ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en lyfið er notað.

Akstur, hjólreiðar og notkun véla

Þetta lyf getur valdið sundli hjá barninu. Ef þess verður vart hjá barninu má það ekki aka, hjóla á reiðhjóli eða nota vélar fyrr en líðanin hefur batnað.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni Revestive

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær natríumfrítt. Gæta þarf varúðar ef barnið er með ofnæmi fyrir tetracýklíni (sjá kaflann „Ekki má nota Revestive“).

3.Hvernig nota á Revestive

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækni barnsins, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum.

Skammtur

Ráðlagður dagskammtur fyrir barnið er 0,05 mg á hvert kg líkamsþyngdar. Skammturinn verður gefinn upp í millilítrum (ml) af lausn.

Læknirinn velur réttan skammt fyrir barnið miðað við líkamsþyngd þess. Læknirinn lætur vita hvaða skammti eigi að dæla inn í hvert sinn. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi.

Hvernig nota á Revestive

Revestive er dælt undir húð (notað sem stungulyf undir húð) einu sinni á dag. Sprauta má sig sjálfur með stungulyfinu eða láta einhvern annan sjá um það, t.d. lækni barnsins, aðstoðarfólk hans eða heimahjúkrunarfræðing. Ef ætlunin er að þú eða umönnunaraðili barnsins gefi lyfið með inndælingu er nauðsynlegt að þú eða umönnunaraðilinn fái fullnægjandi þjálfun hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum. Ítarlegar leiðbeiningar um inndælingu stungulyfsins er að finna í lok þessa fylgiseðils.

Eindregið er mælt með því að nafn og lotunúmer lyfsins sé skráð í hvert skipti sem barnið fær skammt af Revestive til að halda megi skrá yfir lotunúmerin sem notuð eru.

Ef notaður er stærri skammtur af Revestive en mælt er fyrir um

Ef dælt er inn stærri skammti af Revestive en læknir barnsins gaf fyrirmæli um ber að hafa samband við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing.

Ef gleymist að nota Revestive

Ef inndæling stungulyfsins gleymist (eða ekki er unnt að dæla því inn á venjulegum tíma) ber að nota það eins fljótt og auðið er sama dag. Aldrei má nota meira en eina inndælingu af stungulyfinu á sama degi. Ekki á að dæla inn tvöföldum skammti til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Revestive

Halda ber áfram að nota lyfið allan tímann sem læknir barnsins tilgreinir þegar hann ávísar því. Ekki má hætta að nota lyfið án þess að ráðfæra sig við lækninn þar sem vökvajafnvægi barnsins getur breyst ef lyfjanotkuninni er hætt skyndilega.

Leitið til læknis barnsins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Leitið læknishjálpar tafarlaust ef vart verður við einhverja af eftirtöldum aukaverkunum: Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

-Hjartabilun. Hafið samband við lækninn ef vart verður við þreytu hjá barninu, mæði eða þrota á ökklum eða fótleggjum.

-Brisbólga. Hafið samband við lækninn eða bráðavakt á sjúkrahúsi ef barnið fær alvarlegan kviðverk og sótthita.

-Garnateppa (stífla í görnum). Hafið samband við lækninn eða bráðavakt á sjúkrahúsi ef barnið fær alvarlegan kviðverk, uppköst og hægðatregðu.

-Minnkað gallflæði frá gallblöðru og/eða bólga í gallblöðru. Hafið samband við lækninn eða bráðavakt á sjúkrahúsi ef vart verður við gulan blæ á húð og augnhvítum, kláða, dökkt þvag og ljósar hægðir eða verk ofanvert til hægri eða um miðbik kviðsvæðisins hjá barninu.

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

-Yfirlið. Ef hjartsláttur og öndun eru eðlileg og barnið kemst fljótt til meðvitundar skal leita ráða hjá lækninum. Í öðrum tilvikum skal leita hjálpar eins fljótt og auðið er.

Aðrar aukaverkanir eru m.a.:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleirum en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

-Sýking í öndunarvegi (hvers kyns sýking í skútum, kverkum, loftvegum eða lungum).

-Höfuðverkur.

-Kviðverkur, uppþemba, ógleði, þroti í stóma (manngert op til að losna við hægðir), uppköst.

-Roði, verkur, eða þroti á stungustaðnum.

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

-Flensa (inflúensa) eða flensulík einkenni.

-Minnkuð matarlyst.

-Þroti á höndum og/eða fótum.

-Svefnvandamál, kvíði.

-Hósti, mæði.

-Separ (litlar óeðlilegar vaxtartotur) í ristlinum

-Vindgangur (uppþemba)

-Þrengsli eða stífla í brisgangi sem getur valdið bólgu í brisinu

-Bólga í gallblöðrunni

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

-Separ (litlar óeðlilegar vaxtartotur) í smáþörmunum

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

-Ofnæmisviðbrögð (ofnæmi)

-Vökvasöfnun

-Separ (litlar óeðlilegar vaxtartotur) í maganum

Notkun hjá börnum og unglingum

Almennt eru aukaverkanir hjá börnum og unglingum svipaðar þeim sem koma fyrir hjá fullorðnum. Eftirfarandi aukaverkanir komu oftar fyrir hjá börnum og unglingum í klínísku rannsókninni: Þreyta (mjög algengar), sársauki við að hafa hægðir (mjög algengar) og sundl eða vægur svimi (algengar).

Engin reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum yngri en 1 árs.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækni barnsins eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir hjá barninu. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Revestive

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni, hettuglasinu og áfylltu sprautunni á eftir EXP (fyrnist). Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa.

Eftir blöndun ber frá örverufræðilegu sjónarmiði að nota lausnina samstundis. Hins vegar hefur verið sýnt fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika í 24 klst. við 25°C.

Ekki skal nota lyfið ef í ljós kemur að lausnin er skýjuð eða inniheldur agnir.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

Farga ber öllum nálum og sprautum í förgunaríláti fyrir oddhvassa hluti.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Revestive inniheldur

-Virka innihaldsefnið er tedúglútíð. Eitt hettuglas af stofni inniheldur 1,25 mg af tedúglútíði. Eftir blöndun inniheldur hvert hettuglas 1,25 mg af tedúglútíði í 0,5 ml af lausn, sem samsvarar 2,5 mg/ml styrkleika.

-Önnur innihaldsefni eru L-histidín, mannitól, natríumfosfat einhýdrat og tvínatríumfosfat heptahýdrat.

-Leysirinn inniheldur vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Revestive og pakkningastærðir

Revestive er stungulyfsstofn og leysir, lausn (1,25 mg af tedúglútíði í hettuglasi, 0,5 ml af leysi í áfylltri sprautu).

Duftið er hvítt og leysirinn er tær og litlaus.

Revestive kemur í pakkningastærðum með 28 hettuglösum með dufti ásamt 28 áfylltum sprautum.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Shire Pharmaceuticals Ireland Limited 5 Riverwalk

Citywest Business Campus Dublin 24

Írland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu. Þar eru líka tenglar á aðra vefi um sjaldgæfa sjúkdóma og lyf við þeim.

Leiðbeiningar um undirbúning og inndælingu Revestive

Mikilvægar upplýsingar:

-Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun Revestive.

-Revestive er ætlað til inndælingar undir húð (stungulyf til notkunar undir húð).

-Ekki má dæla Revestive í bláæð (i.v.) eða vöðva (i.m.).

-Geymið Revestive þar sem börn hvorki ná til né sjá.

-Ekki skal nota Revestive eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni, hettuglasinu og áfylltu sprautunni. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

-Geymið í kæli (2°C - 8°C).

-Má ekki frjósa.

-Eftir blöndun ber frá örverufræðilegu sjónarmiði að nota lausnina samstundis. Hins vegar hefur verið sýnt fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika í 24 klst. við 25°C.

-Ekki má nota Revestive ef í ljós kemur að lausnin er skýjuð eða inniheldur agnir.

-Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

-Farga ber öllum nálum og sprautum í förgunaríláti fyrir oddhvassa hluti.

Efni sem fylgir í pakkningunni:

-28 hettuglös með 1,25 mg af tedúglútíði sem duft.

-28 áfylltar sprautur með leysi.

Fleira sem nota þarf, en er ekki í pakkningunni:

-Nálar til blöndunar (stærð 22G, lengd 1½" (0,7 x 40 mm)).

-0,5 eða 1 ml sprautur (með mælikvarða sem sýnir 0,02 ml bil eða minna). Fyrir börn má nota

0,5 ml (eða minni) inndælingarsprautu.

-Fínar nálar til inndælingar undir húð (t.d. stærð 26G, lengd 5/8" (0,45 x 16 mm), eða minni nálar fyrir börn, eftir því sem við á).

-Sprittþurrkur.

-Ílát sem þolir oddhvassa hluti til að farga notuðum sprautum og nálum á öruggan hátt.

ATH.: Áður en byrjað er ber að gæta þess að vinnuflöturinn sé hreinn og að hendur séu þvegnar áður en lengra er haldið.

1.Samsetning áfylltu sprautunnar

Um leið og allt sem nota þarf er til reiðu þarf að setja saman áfylltu sprautuna. Hér á eftir fer yfirlit yfir aðferðina.

1.1Takið áfylltu sprautuna með leysinum og smellið af efsta hluta hvíta plastloksins svo hún sé tilbúin til að festa við hana nál til blöndunar.

1.2Festið blöndunarnálina (22G, 1½" (0,7 x 40 mm)) á samsettu áfylltu sprautuna með því að skrúfa hana réttsælis á hana.

2.Leystu upp stofninn

Nú er allt til reiðu til að leysa stofninn upp með leysinum.

2.1Fjarlægið bláa lokið sem smellt er af hettuglasinu sem inniheldur stofninn, strjúkið ofan af því með sprittþurrku. Látið þorna. Snertið ekki efsta hluta hettuglassins.

2.2Takið lokið af blöndunarnálinni á samsettu áfylltu sprautunni sem inniheldur leysinn, án þess að snerta oddinn á nálinni.

2.3Haldið á hettuglasinu með stofninum, stingið blöndunarnálinni sem er föst við samsettu áfylltu sprautuna í miðjuna á gúmmítappanum og þrýstið bullunni varlega alla leið niður til að dæla öllum leysinum í hettuglasið.

2.4Látið blöndunarnálina og tóma sprautuna sitja áfram í hettuglasinu. Látið hettuglasið standa óhreyft í um það bil 30 sekúndur.

2.5 Rúllið hettuglasinu varlega milli lófanna í u.þ.b. 15 sekúndur. Snúið hettuglasinu síðan varlega á hvolf einu sinni með blöndunarnálinni og tómu sprautunni ennþá fastri í hettuglasinu.

ATH.:

Ekki má hrista hettuglasið. Ef hettuglasið er hrist getur myndast froða og þá verður erfitt að draga lausnina upp úr hettuglasinu.

2.6Látið hettuglasið standa óhreyft í u.þ.b. tvær mínútur.

2.7Skoðið hettuglasið til að athuga hvort enn sé í því óuppleystur stofn. Ef stofninn er enn sjáanlegur ber að endurtaka skref 2.5 og 2.6. Ekki hrista hettuglasið. Ef enn sést óuppleystur stofn að því loknu skal farga hettuglasinu og byrja upp á nýtt á undirbúningnum með öðru hettuglasi.

ATH.: Endanleg lausn á að vera tær. Ekki má dæla lausninni inn ef hún er skýjuð eða inniheldur agnir.

ATH.: Um leið og lausnin er tilbúin ber að nota hana samstundis. Hún skal höfð við lægri hita en 25°C og geymslutími er að hámarki tuttugu og fjórar klukkustundir.

3.Undirbúið inndælingarsprautuna

3.1Fjarlægja skal blöndunarsprautuna frá blöndunarnálinni sem er ennþá í hettuglasinu og farga skal blöndunarsprautunni.

3.2Takið inndælingarsprautuna og festið hana við blöndunarnálina sem er ennþá í hettuglasinu.

3.3Snúið hettuglasinu á hvolf, dragið út odd blöndunarnálarinnar þannig að hann sé rétt fyrir innan tappann. Leyfið öllu lyfinu að fylla sprautuna með því að draga bulluna varlega út.

ATH.: Ef læknir barnsins hefur sagt að nota þurfi tvö hettuglös, undirbúið þá aðra áfyllta sprautu með leysi og annað hettuglas með stofni eins og lýst er í meginskrefum 1 og 2. Dragið lausnina úr seinna hettuglasinu upp í sömu inndælingarsprautu með því að endurtaka skref 3.

3.4Fjarlægið inndælingarsprautuna úr blöndunarnálinni og skiljið nálina eftir í hettuglasinu. Fargið hettuglasinu og blöndunarnálinni saman í þar til gert ílát.

3.5Takið inndælingarnálina, en fjarlægið ekki plasthlífina sem er á nálinni. Festið nálina á inndælingarsprautuna sem inniheldur lyfið.

3.6Skoðið hvort loftbólur eru í lausninni. Ef loftbólur eru fyrir hendi skal banka varlega á sprautuna þar til þær fljóta upp á yfirborðið. Ýtið þá bullunni varlega upp til að þrýsta loftinu út.

3.7 Læknirinn hefur séð um að reikna út skammt barnsins í ml. Þrýstið út því rúmmáli sem ofaukið er í sprautunni, með hlífina enn á nálinni, þar til réttum skammti er náð.

4.Dælið inn lausninni

4.1 Finnið svæði á kviði barnsins eða, ef barnið er með verk eða vefjahersli á kviði, á læri barnsins þar sem aðgengilegt er að sprauta sig með stungulyfinu (sjá myndina).

ATH.: Ekki má nota sama svæði alla daga fyrir allar inndælingar – skipta skal um svæði (nota efri, neðri, vinstri og hægri hluta kviðar barnsins) til að forðast óþægindi. Forðast skal svæði þar sem fyrir hendi er bólga, þroti, ör, fæðingarblettur eða annars konar blettur eða áverki.

4.2 Hreinsið húð barnsins á því svæði sem ætlunin er að nota sem stungustað með sprittþurrku, með hringhreyfingum frá miðjunni og út á við. Leyfið svæðinu að þorna.

4.3 Fjarlægið plastlokið af nálinni á tilbúnu inndælingarsprautunni. Grípið varlega um hreinsaða húðina á stungusvæðinu með annarri hendinni. Haldið á sprautunni með hinni hendinni eins og haldið er á blýanti. Fettið úlnliðinn aftur og stingið síðan nálinni snögglega í húðina með 45° horni.

4.4Dragið bulluna aðeins út. Ef blóð sést í sprautunni skal draga nálina út aftur, taka nálina af sprautunni og setja hreina nál af sömu stærð á inndælingarsprautuna í hennar stað. Eftir sem áður má nota lyfið sem er þegar komið í sprautuna. Reynið inndælingu á öðrum stað á hreinsaða húðsvæðinu.

4.5Dælið lyfinu hægt inn með því að þrýsta stöðugt á bulluna þar til öllu lyfinu hefur verið dælt inn og sprautan er tóm.

4.6Dragið nálina beint út úr húðinni og fargið nálinni og sprautunni saman í þar til gert ílát. Vart getur orðið við svolitla blæðingu. Ef nauðsynlegt er skal þrýsta varlega á stungustaðinn með sprittþurrku eða 2x2 grisju þar til öll blæðing hefur stöðvast.

4.7Fargið öllum nálum og sprautum í förgunarílát fyrir oddhvassa hluti eða annað hart ílát (t.d. flösku undan hreinsiefni með loki). Ílátið verður að þola oddhvassa hluti (alls staðar). Ef förgunarílát fyrir oddhvassa hluti vantar skal hafa samband við lækni barnsins.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Revestive 5 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn

Tedúglútíð

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Revestive og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Revestive

3.Hvernig nota á Revestive

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Revestive

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1. Upplýsingar um Revestive og við hverju það er notað

Revestive inniheldur virka efnið tedúglútíð. Það bætir frásog næringarefna og vökva úr þeim meltingarvegi (þörmum) sem eftir er.

Revestive er notað sem meðferð fyrir fullorðna, börn og unglinga (1 árs og eldri) með stuttþarmaheilkenni. Stuttþarmaheilkenni er sjúkdómur sem stafar af vangetu til að soga næringarefni og vökva úr fæðunni gegnum þarmavegginn. Ástæða þess er oft að allir smáþarmar eða hluti þeirra hefur verið fjarlægður með skurðaðgerð.

2. Áður en byrjað er að nota Revestive

Ekki má nota Revestive:

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir tedúglútíði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6) eða snefilleifum af tetracýklíni.

-ef fyrir hendi er krabbamein eða grunur leikur á því.

-ef vart hefur orðið við krabbamein í meltingarvegi, þ.m.t. í lifur, gallblöðru eða gallrásum og brisi innan síðustu fimm ára.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Revestive er notað:

-ef lifrarstarfsemi er verulega skert. Læknirinn hefur það í huga þegar hann ávísar lyfinu.

-ef fyrir hendi eru tilteknir sjúkdómar í hjarta- og/eða æðakerfi, t.d. hár blóðþrýstingur (háþrýstingur) eða veiklað hjarta (skert hjartastarfsemi). Einkennin eru m.a. skyndileg þyngdaraukning, þroti á ökklum og/eða mæði.

-ef fyrir hendi eru aðrir alvarlegir sjúkdómar sem ekki hefur náðst að halda vel í skefjum. Læknirinn hefur það í huga þegar hann ávísar lyfinu.

-ef nýrnastarfsemi er skert. Læknirinn gæti þurft að gefa minni skammt af lyfinu.

Við upphaf meðferðar með Revestive og meðan á henni stendur getur verið að læknirinn aðlagi það magn af vökva eða næringu í æð sem þú færð.

Læknisrannsóknir fyrir meðferð með Revestive og meðan á meðferð stendur

Áður en meðferð með lyfinu hefst þarf læknirinn að framkvæma ristilspeglun (rannsókn sem felst í því að skoða innra byrði ristils og endaþarms) til að athuga hvort fyrir hendi séu separ (litlar óeðlilegar vaxtartotur) og fjarlægja þá. Mælt er með að læknirinn framkvæmi slíkar speglanir einu sinni á ári fyrstu tvö árin frá upphafi meðferðar og síðan að minnsta kosti á fimm ára fresti. Ef separ finnast annað hvort fyrir meðferð með Revestive eða meðan á henni stendur ákveður læknirinn hvort halda eigi áfram að nota lyfið. Ekki skal nota Revestive ef krabbamein greinist í ristilspegluninni.

Læknirinn mun gæta sérstakrar varúðar og fylgjast með starfsemi smáþarma og einkennum sem gefa til kynna vandamál í gallblöðru, gallrásum eða brisi.

Börn og unglingar

Læknisrannsóknir fyrir meðferð með Revestive og meðan á meðferð stendur

Áður en meðferð með lyfinu hefst, ef þú ert a.m.k. 12 ára, þarftu að hafa nýlega (þ.e. innan 1 árs) gengist undir ristilspeglun (rannsókn sem felst í því að skoða innra byrði ristils og endaþarms) til að athuga hvort fyrir hendi séu separ (litlar óeðlilegar vaxtartotur) og láta fjarlægja þá. Þessi aðgerð verður líka gerð ef þú ert yngri en 12 ára og hefur óútskýrt blóð í hægðum. Ef separ finnast áður en þú færð meðferð með Revestive, ákveður læknirinn hvort þú eigir að nota lyfið. Ekki skal nota Revestive ef krabbamein greinist í ristilspegluninni. Læknirinn mun framkvæma fleiri ristilspeglanir ef þú heldur áfram á meðferð með Revestive.

Börn yngri en 1 árs

Lyfið má ekki nota hjá börnum yngri en 1 árs. Það er vegna þess að engin reynsla er af notkun Revestive hjá þessum aldurshópi.

Notkun annarra lyfja samhliða Revestive

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Revestive getur haft áhrif á hvernig önnur lyf frásogast úr þörmum og þar með hversu vel þau verka. Læknirinn gæti þurft að breyta skammtinum af öðrum lyfjum.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki er mælt með að konur sem eru þungaðar eða með barn á brjósti noti Revestive.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Þetta lyf getur valdið sundli. Ef þess verður vart má ekki aka eða nota vélar fyrr en líðanin hefur batnað.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni Revestive

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær natríumfrítt. Gæta þarf varúðar ef um er að ræða ofnæmi fyrir tetracýklíni (sjá kaflann „Ekki má nota Revestive“).

3. Hvernig nota á Revestive

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum.

Skammtur

Ráðlagður dagskammtur er 0,05 mg á hvert kg líkamsþyngdar. Skammturinn verður gefinn upp í millilítrum (ml) af lausn.

Læknirinn velur réttan skammt fyrir hvern og einn miðað við líkamsþyngd. Læknirinn lætur vita hvaða skammti eigi að dæla inn í hvert sinn. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi.

Notkun hjá börnum og unglingum

Revestive má nota hjá börnum og unglingum (á aldrinum 1 árs og eldri). Notið lyfið nákvæmlega eins og læknirinn hefur mælt fyrir um.

Hvernig nota á Revestive

Revestive er dælt undir húð (notað sem stungulyf undir húð) einu sinni á dag. Sprauta má sig sjálfur með stungulyfinu eða láta einhvern annan sjá um það, t.d. lækninn, aðstoðarfólk hans eða heimahjúkrunarfræðing. Ef ætlunin er að þú eða umönnunaraðili þinn gefi þér lyfið með inndælingu er nauðsynlegt að þú eða umönnunaraðili þinn fái fullnægjandi þjálfun hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum. Ítarlegar leiðbeiningar um inndælingu stungulyfsins er að finna í lok þessa fylgiseðils.

Eindregið er mælt með því að nafn og lotunúmer lyfsins sé skráð í hvert skipti sem þú eða barnið fáið skammt af Revestive til að halda megi skrá yfir lotunúmerin sem notuð eru.

Ef notaður er stærri skammtur af Revestive en mælt er fyrir um

Ef dælt er inn stærri skammti af Revestive en læknirinn gaf fyrirmæli um ber að hafa samband við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing.

Ef gleymist að nota Revestive

Ef inndæling stungulyfsins gleymist (eða ekki er unnt að dæla því inn á venjulegum tíma) ber að nota það eins fljótt og auðið er sama dag. Aldrei má nota meira en eina inndælingu af stungulyfinu á sama degi. Ekki á að dæla inn tvöföldum skammti til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Revestive

Halda ber áfram að nota lyfið allan tímann sem læknirinn tilgreinir þegar hann ávísar því. Ekki má hætta að nota lyfið án þess að ráðfæra sig við lækninn þar sem vökvajafnvægi getur breyst ef lyfjanotkuninni er hætt skyndilega.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4. Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Leitið læknishjálpar tafarlaust ef vart verður við einhverja af eftirtöldum aukaverkunum:

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

-Hjartabilun. Hafið samband við lækninn ef vart verður við þreytu, mæði eða þrota á ökklum eða fótleggjum.

-Brisbólga. Hafið samband við lækninn eða bráðavakt á sjúkrahúsi ef vart verður við alvarlegan kviðverk og sótthita.

-Garnateppa (stífla í görnum). Hafið samband við lækninn eða bráðavakt á sjúkrahúsi ef vart verður við alvarlegan kviðverk, uppköst og hægðatregðu.

-Minnkað gallflæði frá gallblöðru og/eða bólga í gallblöðru. Hafið samband við lækninn eða bráðavakt á sjúkrahúsi ef vart verður við gulan blæ á húð og augnhvítum, kláða, dökkt þvag og ljósar hægðir eða verk ofanvert til hægri eða um miðbik kviðsvæðisins.

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

-Yfirlið. Ef hjartsláttur og öndun eru eðlileg og sjúklingur kemst fljótt til meðvitundar skal leita ráða hjá lækninum. Í öðrum tilvikum skal leita hjálpar eins fljótt og auðið er.

Aðrar aukaverkanir eru m.a.:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleirum en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

-Sýking í öndunarvegi (hvers kyns sýking í skútum, kverkum, loftvegum eða lungum).

-Höfuðverkur.

-Kviðverkur, uppþemba, ógleði, þroti í stóma (manngert op til að losna við hægðir), uppköst.

-Roði, verkur, eða þroti á stungustaðnum.

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

-Flensa (inflúensa) eða flensulík einkenni.

-Minnkuð matarlyst.

-Þroti á höndum og/eða fótum.

-Svefnvandamál, kvíði.

-Hósti, mæði.

-Separ (litlar óeðlilegar vaxtartotur) í ristlinum

-Vindgangur (uppþemba)

-Þrengsli eða stífla í brisgangi sem getur valdið bólgu í brisinu

-Bólga í gallblöðrunni

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

-Separ (litlar óeðlilegar vaxtartotur) í smáþörmunum

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

-Ofnæmisviðbrögð (ofnæmi)

-Vökvasöfnun

-Separ (litlar óeðlilegar vaxtartotur) í maganum

Notkun hjá börnum og unglingum

Almennt eru aukaverkanir hjá börnum og unglingum svipaðar þeim sem koma fyrir hjá fullorðnum. Eftirfarandi aukaverkanir komu oftar fyrir hjá börnum og unglingum í klínísku rannsókninni: Þreyta (mjög algengar), sársauki við að hafa hægðir (mjög algengar) og sundl eða vægur svimi (algengar).

Engin reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum yngri en 1 árs.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5. Hvernig geyma á Revestive

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni, hettuglasinu og áfylltu sprautunni á eftir EXP (fyrnist). Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Má ekki frjósa.

Eftir blöndun ber frá örverufræðilegu sjónarmiði að nota lausnina samstundis. Hins vegar hefur verið sýnt fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika í 3 klst. við 25°C.

Ekki má nota lyfið ef í ljós kemur að lausnin er skýjuð eða inniheldur agnir.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

Farga ber öllum nálum og sprautum í förgunaríláti fyrir oddhvassa hluti.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Revestive inniheldur

-Virka innihaldsefnið er tedúglútíð. Eitt hettuglas af stofni inniheldur 5 mg af tedúglútíði. Eftir blöndun inniheldur hvert hettuglas 5 mg af tedúglútíði í 0,5 ml af lausn, sem samsvarar

10 mg/ml þéttni.

-Önnur innihaldsefni eru L-histidín, mannitól, natríumfosfat einhýdrat, tvínatríumfosfat heptahýdrat, natríumhýdroxíð (til sýrustillingar), saltsýra (til sýrustillingar).

-Leysirinn inniheldur vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Revestive og pakkningastærðir

Revestive er stungulyfsstofn og leysir, lausn (5 mg af tedúglútíði í hettuglasi, 0,5 ml af leysi í áfylltri sprautu).

Stofninn er hvítur og leysirinn er tær og litlaus.

Revestive kemur í pakkningastærðum með 1 hettuglasi með stofni og 1 áfylltri sprautu eða 28 hettuglösum með stofni og 28 áfylltum sprautum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu fáanlegar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Shire Pharmaceuticals Ireland Limited 5 Riverwalk

Citywest Business Campus Dublin 24

Írland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu. Þar eru líka tenglar á aðra vefi um sjaldgæfa sjúkdóma og lyf við þeim.

Leiðbeiningar um undirbúning og inndælingu Revestive

Mikilvægar upplýsingar:

-Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun Revestive.

-Revestive er ætlað til inndælingar undir húð (stungulyf til notkunar undir húð).

-Ekki má dæla Revestive í bláæð (i.v.) eða vöðva (i.m.).

-Geymið Revestive þar sem börn hvorki ná til né sjá.

-Ekki skal nota Revestive eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni, hettuglasinu og áfylltu sprautunni. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

-Geymið við lægri hita en 25°C.

-Má ekki frjósa.

-Eftir blöndun ber frá örverufræðilegu sjónarmiði að nota lausnina samstundis. Hins vegar hefur verið sýnt fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika í 3 klst. við 25°C.

-Ekki má nota Revestive ef í ljós kemur að lausnin er skýjuð eða inniheldur agnir.

-Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

-Farga ber öllum nálum og sprautum í förgunaríláti fyrir oddhvassa hluti.

Efni sem fylgir með í pakkningunni:

-1 eða 28 hettuglös með 5 mg af tedúglútíði í formi stofns.

-1 eða 28 áfylltar sprautur með leysi.

Fleira sem nota þarf, en er ekki í pakkningunni:

-Nálar til blöndunar (stærð 22G, lengd 1½" (0,7 x 40 mm)).

-0,5 eða 1 ml sprautur (með mælikvarða sem sýnir 0,02 ml bil eða minna). Fyrir börn má nota

0,5 ml (eða minni) inndælingarsprautu.

-Fínar nálar til inndælingar undir húð (t.d. stærð 26G, lengd 5/8" (0,45 x 16 mm), eða minni nálar fyrir börn, eftir því sem við á).

-Sprittþurrkur.

-Ílát sem þolir oddhvassa hluti til að farga notuðum sprautum og nálum á öruggan hátt.

ATH.: Áður en byrjað er ber að gæta þess að vinnuflöturinn sé hreinn og að hendur séu þvegnar áður en lengra er haldið.

1. Samsetning áfylltu sprautunnar

Um leið og allt sem nota þarf er til reiðu þarf að setja saman áfylltu sprautuna. Hér á eftir fer yfirlit yfir aðferðina.

1.1Takið áfylltu sprautuna með leysi og smellið af efsta hluta hvíta plastloksins á áfylltu sprautunni svo hún sé tilbúin til að festa við hana nál til blöndunar.

1.2Festið blöndunarnálina (22G, 1½" (0,7 x 40 mm)) á samsettu áfylltu sprautuna með því að skrúfa hana réttsælis á hana.

2. Leystu upp stofninn

Nú er allt til reiðu til að leysa stofninn upp með leysinum.

2.1 Fjarlægið græna lokið sem smellt er af hettuglasinu sem inniheldur stofninn, strjúkið ofan af því með sprittþurrku. Látið þorna. Snertið ekki efsta hluta hettuglassins.

2.2Takið lokið af blöndunarnálinni á samsettu áfylltu sprautunni sem inniheldur leysinn, án þess að snerta oddinn á nálinni.

2.3Haldið á hettuglasinu með stofninum, stingið blöndunarnálinni sem er föst við samsettu áfylltu sprautuna í miðjuna á gúmmítappanum og þrýstið bullunni varlega alla leið niður til að dæla öllum leysinum í hettuglasið.

2.4Látið blöndunarnálina og tóma sprautuna sitja áfram í hettuglasinu. Látið hettuglasið standa óhreyft í um það bil 30 sekúndur.

2.5Rúllið hettuglasinu varlega milli lófanna í u.þ.b. 15 sekúndur. Snúið hettuglasinu síðan varlega á hvolf einu sinni með blöndunarnálinni og tómu sprautunni ennþá fastri í hettuglasinu.

ATH.: Ekki má hrista hettuglasið. Ef hettuglasið er hrist getur myndast froða og þá verður erfitt að draga lausnina upp úr hettuglasinu.

2.6Látið hettuglasið standa óhreyft í u.þ.b. tvær mínútur.

2.7Skoðið hettuglasið til að athuga hvort enn sé í því óuppleystur stofn. Ef stofninn er enn sjáanlegur ber að endurtaka skref 2.5 og 2.6. Ekki hrista hettuglasið. Ef enn sést óuppleystur stofn að því loknu skal farga hettuglasinu og byrja upp á nýtt á undirbúningnum með öðru hettuglasi.

ATH.: Endanleg lausn á að vera tær. Ekki má dæla lausninni inn ef hún er skýjuð eða inniheldur agnir.

ATH.: Um leið og lausnin er tilbúin ber að nota hana samstundis. Hún skal höfð við lægri hita en 25°C og geymslutími er að hámarki þrjár klukkustundir.

3. Undirbúið inndælingarsprautuna

3.1Fjarlægja skal blöndunarsprautuna frá blöndunarnálinni sem er ennþá í hettuglasinu og farga skal blöndunarsprautunni.

3.2Takið inndælingarsprautuna og festið hana við blöndunarnálina sem er ennþá í hettuglasinu.

3.3 Snúið hettuglasinu á hvolf, dragið út odd blöndunarnálarinnar þannig að hann sé rétt fyrir innan tappann. Leyfið öllu lyfinu að fylla sprautuna með því að draga bulluna varlega út.

ATH.: Ef læknirinn hefur sagt að nota þurfi tvö hettuglös, undirbúið þá aðra áfyllta sprautu með leysi og annað hettuglas með stofni eins og lýst er í meginskrefum 1 og 2. Dragið lausnina úr seinna hettuglasinu upp í sömu inndælingarsprautu með því að endurtaka skref 3.

3.4Fjarlægið inndælingarsprautuna úr blöndunarnálinni og skiljið nálina eftir í hettuglasinu. Fargið hettuglasinu og blöndunarnálinni saman í þar til gert ílát.

3.5Takið inndælingarnálina, en fjarlægið ekki plasthlífina sem er á nálinni. Festið nálina á inndælingarsprautuna sem inniheldur lyfið.

3.6Skoðið hvort loftbólur eru í lausninni. Ef loftbólur eru fyrir hendi skal banka varlega á sprautuna þar til þær fljóta upp á yfirborðið. Ýtið þá bullunni varlega upp til að þrýsta loftinu út.

3.7 Læknirinn hefur séð um að reikna út skammtinn í ml. Þrýstið út því rúmmáli sem ofaukið er í sprautunni, með hlífina enn á nálinni, þar til réttum skammti er náð.

4. Dælið inn lausninni

4.1 Finnið svæði á kviði eða, ef fyrir hendi er verkur eða vefjahersli á kviði, á læri þar sem aðgengilegt er að sprauta sig með stungulyfinu (sjá myndina).

ATH.: Ekki má nota sama svæði alla daga fyrir allar inndælingar – skipta skal um svæði (nota efri, neðri, vinstri og hægri hluta kviðar) til að forðast óþægindi. Forðast skal svæði þar sem fyrir hendi er bólga, þroti, ör, fæðingarblettur eða annars konar blettur eða áverki.

4.2 Hreinsið húðsvæðið sem ætlunin er að nota sem stungustað með sprittþurrku, með hringhreyfingum frá miðjunni og út á við. Leyfið svæðinu að þorna.

4.3 Fjarlægið plastlokið af nálinni á tilbúnu inndælingarsprautunni. Grípið varlega um hreinsaða húðina á stungusvæðinu með annarri hendinni. Haldið á sprautunni með hinni hendinni eins og haldið er á blýanti. Fettið úlnliðinn aftur og stingið síðan nálinni snögglega í húðina með 45° horni.

4.4Dragið bulluna aðeins út. Ef blóð sést í sprautunni skal draga nálina út aftur, taka nálina af sprautunni og setja hreina nál af sömu stærð á inndælingarsprautuna í hennar stað. Eftir sem áður má nota lyfið sem er þegar komið í sprautuna. Reynið inndælingu á öðrum stað á hreinsaða húðsvæðinu.

4.5Dælið lyfinu hægt inn með því að þrýsta stöðugt á bulluna þar til öllu lyfinu hefur verið dælt inn og sprautan er tóm.

4.6Dragið nálina beint út úr húðinni og fargið nálinni og sprautunni saman í þar til gert ílát. Vart getur orðið við svolitla blæðingu. Ef nauðsynlegt er skal þrýsta varlega á stungustaðinn með sprittþurrku eða 2x2 grisju þar til öll blæðing hefur stöðvast.

4.7Fargið öllum nálum og sprautum í förgunarílát fyrir oddhvassa hluti eða annað hart ílát (t.d. flösku undan hreinsiefni með loki). Ílátið verður að þola oddhvassa hluti (alls staðar). Ef förgunarílát fyrir oddhvassa hluti vantar skal hafa samband við lækninn.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf