Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Rixubis (nonacog gamma) – Samantekt á eiginleikum lyfs - B02BD04

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsRixubis
ATC-kóðiB02BD04
Efninonacog gamma
FramleiðandiBaxalta Innovations GmbH

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

RIXUBIS 250 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

RIXUBIS 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

RIXUBIS 1000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

RIXUBIS 2000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

RIXUBIS 3000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

RIXUBIS 250 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Eitt hettuglas inniheldur að lágmarki 250 a.e. af nonacog gamma, raðbrigða storkuþætti IX úr mönnum (rDNA), sem svarar til styrks sem nemur 50 a.e./ml eftir blöndun með 5 ml af leysi.

RIXUBIS 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Eitt hettuglas inniheldur að lágmarki 500 a.e. af nonacog gamma, raðbrigða storkuþætti IX úr mönnum (rDNA), sem svarar til styrks sem nemur 100 a.e./ml eftir blöndun með 5 ml af leysi.

RIXUBIS 1000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Eitt hettuglas inniheldur að lágmarki 1000 a.e. af nonacog gamma, raðbrigða storkuþætti IX úr mönnum (rDNA), sem svarar til styrks sem nemur 200 a.e./ml eftir blöndun með 5 ml af leysi.

RIXUBIS 2000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Eitt hettuglas inniheldur að lágmarki 2000 a.e. af nonacog gamma, raðbrigða storkuþætti IX úr mönnum (rDNA), sem svarar til styrks sem nemur 400 a.e./ml eftir blöndun með 5 ml af leysi.

RIXUBIS 3000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Eitt hettuglas inniheldur að lágmarki 3000 a.e. af nonacog gamma, raðbrigða storkuþætti IX úr mönnum (rDNA), sem svarar til styrks sem nemur 600 a.e./ml eftir blöndun með 5 ml af leysi.

Styrkurinn (a.e.) er ákvarðaður með eins stigs storknunarprófi Evrópsku lyfjaskrárinnar. Eðlisvirkni RIXUBIS er u.þ.b. 200-390 a.e./mg af próteini.

Nonacog gamma (raðbrigða storkuþáttur IX) er hreinsað glýkóprótein sem inniheldur 415 amínósýrur í einni keðju. Það er framleitt með DNA-raðbrigðaerfðatækni í frumulínu úr eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO).

Hjálparefni með þekkta verkun:

Eitt hettuglas inniheldur 19 mg af natríum.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Duftið er hvítt til beinhvítt að lit. Leysirinn er tær og litlaus.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Til að meðhöndla og fyrirbyggja blæðingar hjá sjúklingum með dreyrasýki B (meðfæddur skortur á blóðstorkuþætti IX).

RIXUBIS er ætlað sjúklingum í öllum aldurshópum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð skal vera undir eftirliti læknis með reynslu í meðferð dreyrasýki.

Eftirlit með meðferð

Meðan á meðferð stendur er mælt með því að gerðar séu viðeigandi mælingar á gildum storkuþáttar IX til að ákvarða skammta og tíðni endurtekinna innrennsla. Svörun við gjöf storkuþáttar IX getur verið mismunandi milli sjúklinga bæði hvað varðar helmingunartíma og bata. Skömmtum sem miðaðir eru við líkamsþyngd gæti þurft að breyta hjá sjúklingum í undir- og yfirþyngd. Sér í lagi þegar um er að ræða stærri skurðaðgerðir er nákvæmt eftirlit með uppbótarmeðferðinni, með mælingum á blóðstorknun (virkni storkuþáttar IX í plasma), afar mikilvægt.

Til að tryggja að æskileg virkni storkuþáttar IX í plasma hafi náðst er mælt með nákvæmu eftirliti sem felst í viðeigandi mælingum á virkni storkuþáttar IX og ef nauðsyn krefur, breytingu á skammti og tíðni endurtekinna innrennsla eins og við á. Þegar notast er við in vitro eins stigs storkuprófið, sem byggist á þrombóplastíntíma (aPTT), til að mæla virkni storkuþáttar IX í blóðsýnum sjúklinga getur bæði tegund aPTT prófefnisins og tilvísunarstaðallinn sem notaður er í greiningunni haft umtalsverð áhrif á niðurstöður mælinga á virkni storkuþáttar IX í plasma. Þetta hefur einkum þýðingu þegar skipt er um rannsóknarstofu og/eða prófefni sem notað er í greiningunni.

Skammtar

Skammtur og lengd uppbótarmeðferðar eru háð alvarleika skorts á storkuþætti IX, staðsetningu og umfangi blæðingar og klínísku ástandi sjúklingsins, aldri og lyfjahvarfabreytum storkuþáttar IX, svo sem stigvaxandi heimtum (e. incremental recovery) og helmingunartíma.

Fjöldi eininga sem gefnar eru af storkuþætti IX eru gefnar upp í alþjóðlegum einingum (a.e.) sem er

ísamræmi við núgildandi WHO-staðal fyrir lyf sem innihalda storkuþátt IX. Virkni storkuþáttar IX

íplasma er ýmist gefin upp í prósentum (af eðlilegu gildi mannaplasma) eða í alþjóðlegum einingum (sem er í samræmi við alþjóðlegan staðal fyrir storkuþátt IX í plasma).

Virkni einnar alþjóðlegrar einingar (a.e.) af storkuþætti IX svarar til þess magns af storkuþætti IX sem er í einum ml af eðlilegu mannaplasma.

Meðferð eftir þörfum

Útreikningur á nauðsynlegum skammti af storkuþætti IX er byggður á þeirri vitneskju að ein alþjóðleg eining (a.e.) af storkuþætti IX á hvert kg líkamsþyngdar auki virkni storkuþáttar IX í plasma

um 0,9 a.e./dl (á bilinu 0,5 til 1,4 a.e./dl) eða 0,9% af eðlilegri virkni hjá sjúklingum 12 ára og eldri (frekari upplýsingar má finna í kafla 5.2).

Nauðsynlegur skammtur er ákvarðaður út frá eftirfarandi formúlu:

Sjúklingar 12 ára og eldri

 

 

Nauðsynlegar = líkamsþyngd (kg)

x æskileg hækkun

x umhverfan af merkjanlegum

einingar

á storkuþætti IX

heimtum (dl/kg)

 

(%) eða (a.e./dl)

 

Fyrir stigvaxandi heimtur upp á 0,9 a.e./dl fyrir hverja a.e./kg er skammturinn reiknaður sem hér segir:

Nauðsynlegar = líkamsþyngd (kg)

x æskileg hækkun

x 1,1 dl/kg

einingar

á storkuþætti IX

 

 

(%) eða (a.e./dl)

 

Magnið sem gefa skal og tíðni gjafa á alltaf að taka mið af klínískri virkni hjá viðkomandi sjúklingi.

Í eftirfarandi blæðingartilfellum ætti virkni storkuþáttar IX ekki að falla undir uppgefin virknigildi í plasma (sem % af eðlilegu gildi eða a.e./dl) á tilteknu tímabili. Nota má eftirfarandi töflu til leiðbeiningar við skömmtun í blæðingarköstum og við skurðaðgerðir:

Stig blæðingar/tegund

Nauðsynlegt gildi

Skammtatíðni (klst.)/

skurðaðgerðar

storkuþáttar IX (%)

meðferðarlengd (dagar)

 

eða (a.e./dl)

 

Blæðing

– 40

Endurtakið á 24 klst. fresti. Að minnsta

Snemmkomnar liðblæðingar,

 

 

kosti í 1 dag þar til sársauki vegna

blæðingar í vöðva eða í munni

 

 

blæðinga minnkar eða bata er náð.

Umfangsmeiri liðblæðingar,

– 60

Endurtakið innrennsli á 24 klst. fresti

blæðingar í vöðva eða margúll

 

 

í 3 – 4 daga eða lengur, þar til sársauki

 

 

 

minnkar og bráð fötlun er gengin til baka.

Lífshættulegar blæðingar.

– 100

Endurtakið innrennsli á 8 til 24 klst. fresti

 

 

 

þar til hættan er liðin hjá.

Skurðaðgerð

– 60

Á 24 klst. fresti í a.m.k. 1 dag, þar til bata

Minniháttar skurðaðgerð, þar

 

 

er náð.

 

 

 

með talinn tanndráttur.

 

 

 

Meiriháttar skurðaðgerð

– 100

Endurtakið innrennsli á 8 til 24 klst. fresti

 

(fyrir og eftir aðgerð)

þar til sár hafa gróið nægilega vel, síðan

 

 

 

skal meðferð haldið áfram í a.m.k. 7 daga

 

 

 

í viðbót til að viðhalda virkni storkuþáttar

 

 

 

IX í 30% til 60% (a.e./dl).

Nákvæmt eftirlit með uppbótarmeðferð er sérstaklega mikilvægt þegar um er að ræða meiriháttar skurðaðgerðir eða lífshættulegar blæðingar.

Fyrirbyggjandi meðferð

Við fyrirbyggjandi langtímameðferð við blæðingum hjá sjúklingum með alvarlega dreyrasýki B er venjulegur skammtur 40 til 60 a.e. af storkuþætti IX á hvert kg líkamsþyngdar með 3 til 4 daga millibili hjá sjúklingum 12 ára og eldri. Í sumum tilvikum, sem fer eftir lyfjahvarfagildum, aldri, svipgerð blæðinga og líkamlegri virkni sjúklingsins, kann að vera nauðsynlegt að stytta millibil á milli skammta eða auka skammta.

Stöðugt innrennsli

Gefið ekki RIXUBIS með stöðugu innrennsli.

Börn

Meðferð eftir þörfum:

Útreikningur á nauðsynlegum skammti af storkuþætti IX er byggður á þeirri vitneskju að ein alþjóðleg eining (a.e.) af storkuþætti IX á hvert kg líkamsþyngdar auki virkni storkuþáttar IX í plasma

um 0,7 a.e./dl (á bilinu 0,31 til 1,0 a.e./dl) eða 0,7% af eðlilegri virkni hjá sjúklingum yngri en 12 ára (frekari upplýsingar má finna í kafla 5.2).

Nauðsynlegur skammtur er ákvarðaður út frá eftirfarandi formúlu:

Sjúklingar yngri en 12 ára:

 

 

Nauðsynlegar = líkamsþyngd (kg)

x æskileg hækkun

x umhverfan af merkjanlegum

einingar

á storkuþætti IX

heimtum (dl/kg)

 

(%) eða (a.e./dl)

 

Fyrir stigvaxandi heimtur upp á 0,7 a.e./dl fyrir hverja a.e./kg er skammturinn reiknaður sem hér segir:

Nauðsynlegar = líkamsþyngd (kg)

x æskileg hækkun

x 1,4 dl/kg

einingar

á storkuþætti IX

 

 

(%) eða (a.e./dl)

 

Nota má sömu töflu og fyrir fullorðna til leiðbeiningar varðandi skömmtun í blæðingarköstum og við skurðaðgerðir (sjá hér að framan).

Fyrirbyggjandi meðferð:

Ráðlagt skammtabil fyrir börn yngri en 12 ára er 40 til 80 a.e./kg með 3 til 4 daga millibili. Í sumum tilvikum, sem fer eftir lyfjahvarfagildum, aldri, svipgerð blæðinga og líkamlegri virkni sjúklingsins, kann að vera nauðsynlegt að stytta millibil milli skammta eða auka skammta.

Lyfjagjöf

Til notkunar í bláæð.

Ef sjúklingurinn sjálfur eða umönnunaraðili sjá um lyfjagjöfina er þörf á viðeigandi þjálfun. Gefa skal RIXUBIS með hraða sem tryggir þægindi sjúklings, að hámarki 10 ml/mín.

Eftir blöndun er lausnin tær, litlaus, laus við aðskotaagnir og hefur pH-gildið 6,8 - 7,2. Osmólalstyrkurinn er meiri en 240 m osmól/kg.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

Aðeins skal nota plastsprautur með luer-tengi með þessu lyfi.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1. Þekkt ofnæmisviðbrögð gegn próteini úr hömstrum.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ofnæmi:

Greint hefur verið frá tilfellum um ofnæmisviðbrögð með RIXUBIS. Lyfið inniheldur snefil af próteinum úr hömstrum. Ef ofnæmiseinkenni koma fram skal ráðleggja sjúklingum eða umönnunaraðilum þeirra að hætta tafarlaust notkun lyfsins og hafa samband við lækninn. Upplýsa skal sjúklinga um fyrstu einkenni ofnæmisviðbragða, þ. á m. ofsakláða, útbreiddan ofsakláða, þyngsli fyrir brjósti, önghljóð, lágþrýsting og bráðaofnæmi.

Hættan er mest í upphafi fyrstu gjafar storkuþáttar IX hjá sjúklingum sem ekki hafa fengið meðferð áður, einkum hjá sjúklingum með áhættugenastökkbreytingar (e. high-risk gene mutations). Heimildir hafa sýnt fram á tengsl milli myndunar mótefnis storkuþáttar IX og ofnæmisviðbragða, sér í lagi hjá sjúklingum með áhættugenastökkbreytingar. Því þarf að meta hvort mótefni séu til staðar hjá sjúklingum sem fá ofnæmisviðbrögð.

Ef um lost er að ræða skal veita viðeigandi meðferð við losti.

Mótefni:

Eftir endurtekna meðferð með lyfjum sem innihalda storkuþátt IX (rDNA) úr mönnum, skal fylgjast með sjúklingum m.t.t. myndunar hlutleysandi mótefna (hemla) sem magngreina skal í Bethesda-einingum (BU) með viðeigandi líffræðilegum prófunum.

Heimildir hafa sýnt fram á fylgni milli myndunar á mótefni storkuþáttar IX og ofnæmisviðbragða. Því þarf að meta hvort mótefni séu til staðar hjá sjúklingum sem fá ofnæmisviðbrögð. Leggja ber áherslu á að sjúklingar með mótefni storkuþáttar IX geta verið í aukinni hættu á að fá bráðaofnæmi við endurtekið áreiti frá storkuþætti IX.

Vegna hættunnar á ofnæmisviðbrögðum við storkuþætti IX skal fyrsta gjöf storkuþáttar IX, í samræmi við mat þess læknis sem veitir meðferðina, vera framkvæmd undir læknisfræðilegri umsjá þar sem hægt er að beita viðeigandi læknisfræðilegri meðferð við ofnæmisviðbrögðum.

Nýrungaheilkenni:

Greint hefur verið frá nýrungaheilkenni eftir að reynt hefur verið að framkalla ónæmisþol hjá sjúklingum með dreyrasýki B með mótefni storkuþáttar IX.

Segarek:

Vegna hugsanlegrar hættu á kvillum tengdum segareki, skal hafa klínískt eftirlit með fyrstu merkjum segamyndunar og dreifðrar blóðstorknunar með viðeigandi líffræðilegum prófunum þegar lyfið er gefið sjúklingum með lifrarsjúkdóma, sjúklingum eftir aðgerð, nýburum eða sjúklingum sem eru í áhættuhóp fyrir segamyndun eða dreifða blóðstorknun (DIC). Í hverju slíku tilfelli skal meta ávinning meðferðar með RIXUBIS gegn hættunni á þessum fylgikvillum.

Hjarta og æðar

Hjá sjúklingum með sögu um áhættuþætti í hjarta og æðum kann uppbótarmeðferð með storkuþætti IX að auka hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

Fylgikvillar tengdir notkun holleggs

Ef þörf er á miðlægum bláæðalegg (CAVD) skal íhuga hættu á fylgikvillum honum tengdum, þ.m.t. staðbundnum sýkingum, blóðsýkingu og segamyndun á holleggsstað.

Atriði er varða hjálparefni

Eftir blöndun inniheldur lyfið 0,83 mmól (19 mg) af natríum í hverju hettuglasi. Sjúklingar á natríumskertu mataræði þurfa að hafa þetta í huga.

Eindregið er mælt með því að skrá nafn og lotunúmer lyfsins í hvert sinn sem sjúklingi er gefið RIXUBIS, til að tryggja að hægt sé að tengja sjúkling og framleiðslulotu lyfsins.

Börn

Varnaðarorðin og varúðarreglurnar sem talin eru upp eiga bæði við um fullorðna og börn.

Aldraðir

Klínískar rannsóknir á RIXUBIS tóku ekki til einstaklinga 65 ára og eldri. Ekki er vitað hvort þeir bregðist öðruvísi við en yngri einstaklingar. Eins og við á um alla sjúklinga, þarf ákvörðun skammta fyrir aldraða sjúklinga að vera einstaklingsbundin.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hefur verið greint frá milliverkunum lyfja sem innihalda raðbrigða storkuþátt IX (rDNA) úr mönnum við önnur lyf.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Engar rannsóknir á dýrum varðandi eiturverkanir á æxlun hafa verið framkvæmdar með storkuþætti IX. Þar sem tilvik af dreyrasýki B eru fá hjá konum, er reynsla varðandi notkun storkuþáttar IX á meðgöngu og við brjóstagjöf ekki til staðar. Storkuþátt IX ætti því aðeins að nota á meðgöngu og við brjóstagjöf ef brýna nauðsyn ber til.

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif storkuþáttar IX á frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

RIXUBIS hefur engin áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Ofnæmi eða ofnæmisviðbrögð (sem geta verið ofsabjúgur, bruna- og stungutilfinning á innrennslisstað, hrollur, roði, útbreiddur ofsakláði, höfuðverkur, ofsakláði, lágþrýstingur, svefnhöfgi, ógleði, órói, hraðtaktur, þyngsli fyrir brjósti, náladofi, uppköst og önghljóð) hafa mjög sjaldan komið fram en geta í sumum tilfellum þróast í alvarlegt bráðaofnæmi (þ. á m. lost). Í sumum tilvikum hafa þessi viðbrögð þróast yfir í alvarlegt bráðaofnæmi sem hefur komið fram á svipuðum tíma og mótefni storkuþáttar IX hafa myndast (sjá einnig kafla 4.4).

Greint hefur verið frá nýrungaheilkenni eftir að reynt hefur verið að framkalla ónæmisþol hjá sjúklingum með dreyrasýki B, mótefni gegn storkuþætti IX og sögu um ofnæmisviðbrögð.

Örsjaldan hefur komið fram mótefnamyndun gegn próteinum úr hömstrum með tengdum ofnæmisviðbrögðum.

Sjúklingar með dreyrasýki B geta þróað með sér hlutleysandi mótefni (hemla) gegn storkuþætti IX. Ef slík mótefni myndast mun ástandið lýsa sér sem ófullnægjandi klínísk svörun. Í slíkum tilvikum er mælt með því að hafa samband við sérhæfða blæðaramiðstöð.

Hugsanleg hætta er á segareki eftir gjöf lyfja sem innihalda storkuþátt IX, hættan eykst ef gefnar eru lyfjablöndur með litlum hreinleika. Notkun á storkuþætti IX með litlum hreinleika hefur verið tengd tilvikum hjartadreps, dreifðrar blóðstorknunar, segamyndunar í bláæðum og lungnasegareks. Notkun á storkuþætti IX með miklum hreinleika tengist sjaldan slíkum aukaverkunum.

Tafla yfir aukaverkanir

Í klínískum rannsóknum með RIXUBIS á 99 sjúklingum með a.m.k. eina útsetningu fyrir RIXUBIS var greint frá alls 5 aukaverkunum. Taflan hér að neðan er sett fram samkvæmt MedDRA flokkunarkerfinu (SOC og viðeigandi heiti).

Tíðni hefur verið skilgreind á eftirfarandi hátt: mjög algengar (1/10), algengar (1/100 til <1/10),

sjaldgæfar (1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Aukaverkanir í klínískum rannsóknum og aukaverkanir tilkynntar af sjálfsdáðum

(e. spontaneous reports)

MedDRA - Flokkun eftir líffærum

Aukaverkanir

Tíðni á hvern sjúkling

Ónæmiskerfi

Ofnæmi a)

Tíðni ekki þekkt

Taugakerfi

Bragðtruflun

Algengar

Stoðkerfi og stoðvefur

Verkur í útlimi

Algengar

a) Aukaverkunum er lýst í kaflanum hér á eftir.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Ofnæmi

Ofnæmisviðbrögð hafa komið fram sem mæði, kláði, útbreiddur ofsakláði og útbrot.

Börn

Talið er að tíðni, tegund og alvarleiki aukaverkana hjá börnum séu þau sömu og hjá fullorðnum. Hins vegar liggja engar upplýsingar fyrir um sjúklinga sem ekki hafa fengið meðferð áður, þar sem einungis voru sjúklingar sem hafa fengið meðferð áður skráðir í klínísku rannsóknirnar, því var engin ónæmingarrannsókn gerð á mótefnamyndun hjá þessum áhættuhópi.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Áhrifum skammta sem eru hærri en ráðlagðir skammtar af RIXUBIS hefur ekki verið lýst.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Blæðingarlyf, blóðstorkuþáttur IX. ATC-flokkur: B02BD04.

RIXUBIS inniheldur raðbrigða storkuþátt IX (nonacog gamma). Storkuþáttur IX er ein glýkópróteinkeðja með mólmassa u.þ.b. 68.000 dalton. Það er K-vítamínháður storkuþáttur sem framleiddur er í lifur. Storkuþáttur IX er virkjaður með storkuþætti XIa í innra blóðstorkuferlinu og með storkuþætti VII/vefjaþáttarflóki í ytra blóðstorkuferlinu. Virkjaður storkuþáttur IX ásamt virkjuðum storkuþætti VIII virkja storkuþátt X. Virkjaður storkuþáttur X umbreytir síðan próþrombíni í þrombín. Þrombín umbreytir síðan fíbrínógeni í fíbrín og blóðkökkur myndast.

Dreyrasýki B er arfgengur sjúkdómur sem erfist með kynlitningi, þar sem truflun verður á blóðstorknun vegna minnkaðs magns af storkuþætti IX sem leiðir til mikilla blæðinga inn í liði, vöðva eða innri líffæri, ýmist sjálfkrafa eða vegna áverka sem orsakast af óhöppum eða skurðaðgerðum. Með uppbótarmeðferð eru gildi storkuþáttar IX hækkuð, þannig að tímabundin leiðrétting verður á skorti storkuþáttarins og tilhneigingin til blæðinga minnkar.

Verkun og öryggi:

Fyrirbyggjandi meðferð og stjórn á blæðingum hjá sjúklingum sem hafa fengið meðferð áður, 12 ára og eldri:

Verkun RIXUBIS var metin í opinni, samsettri 1/3 fasa rannsókn, í þeim hluta rannsóknarinnar sem var án samanburðar og þar sem alls 73 karlkyns sjúklingar á aldrinum 12 til 59 ára, sem höfðu fengið meðferð áður, fengu RIXUBIS eftir þörfum, annaðhvort til að fyrirbyggja og/eða til að meðhöndla blæðingarköst. Allir einstaklingarnir voru með alvarlega (magn storkuþáttar IX <1%) eða miðlungs alvarlega (magn storkuþáttar IX ≤2%) dreyrasýki B. Fimmtíu og níu sjúklingar sem höfðu fengið meðferð áður fengu RIXUBIS í fyrirbyggjandi meðferð. Fimmtíu og sex af þessum sjúklingum sem höfðu fengið meðferð áður og fengu RIXUBIS í minnst 3 mánuði, voru teknir með í mati á verkun fyrirbyggjandi meðferðar. Til viðbótar fengu 14 sjúklingar sem höfðu fengið meðferð áður, RIXUBIS eingöngu til meðferðar á blæðingarköstum. Einstaklingar í rannsóknarþýðinu sem fékk meðferð eftir þörfum þurftu að hafa fengið a.m.k. 12 skráð blæðingarköst sem kröfðust meðferðar á 12 mánaða tímabili fyrir þátttökuna. Meðaltími meðferðar hjá rannsóknarþýðinu sem fékk meðferð eftir þörfum var 3,5±1,00 mánuðir (miðgildi 3,4 á bilinu 1,2 til 5,1 mánuðir), meðalblæðingarhlutfall á ársgrundvelli (ABR) var 33,9±17,37 með miðgildið 27,0 á bilinu 12,9 til 73,1.

Miðgildi meðalblæðingarhlutfalls á ársgrundvelli í fyrirbyggjandi meðferð með RIXUBIS fyrir allar blæðingar var 2,0; fyrir sjálfsprottnar blæðingar 0,0 og fyrir blæðingar í lið 0,0. Tuttugu og fjórir einstaklingar (42,9%) fengu engar blæðingar.

Alls voru 249 blæðingarköst meðhöndluð með RIXUBIS, þar af voru 197 liðblæðingar

og 52 blæðingar utan liða (í mjúkvef, vöðva, líkamsholi, höfuðkúpu og á öðrum stöðum). Af samtals 249 blæðingum voru 163 miðlungs, 71 var minniháttar og 15 voru meiriháttar. Meðferð var einstaklingsbundin og fór eftir alvarleika, orsök og blæðingarstað. Af 249 blæðingarköstum var meirihlutinn (211; 84,7%) meðhöndlaður með 1-2 innrennslum. Blóðstöðvandi verkun var metin framúrskarandi eða góð í 96% allra blæðingarkasta sem meðhöndluð voru.

Fyrirbyggjandi meðferð og stjórn á blæðingum hjá sjúklingum sem hafa fengið meðferð áður, 12 ára og yngri:

Verkun RIXUBIS var metin í samsettri 2/3 fasa rannsókn þar sem alls 23 karlkyns sjúklingar, sem höfðu fengið meðferð áður, á aldrinum 1,8 til 11,8 ára (miðgildi aldurs 7,10 ár), en þar af

voru 11 sjúklingar < 6 ára, fengu RIXUBIS til að fyrirbyggja og hafa stjórn á blæðingarköstum. Allir einstaklingarnir voru með alvarlega (magn storkuþáttar IX <1%) eða miðlungs alvarlega (magn storkuþáttar IX ≤2%) dreyrasýki B. Allir 23 einstaklingarnir fengu fyrirbyggjandi meðferð með RIXUBIS í minnst 3 mánuði og voru teknir með í mati á verkun fyrirbyggjandi meðferðar.

Miðgildi meðalblæðingarhlutfalls á ársgrundvelli var 2,0; fyrir sjálfsprottnar blæðingar 0,0 og fyrir liðblæðingar 0,0.

Níu einstaklingar (39,1%) fengu enga blæðingu.

Alls 26 blæðingarköst voru meðhöndluð með RIXUBIS, þar af voru 23 blæðingar vegna

meiðsla, 2 sjálfsprottnar og 1 af óþekktum uppruna. Nítján blæðingar voru utan liða (í mjúkvef, vöðva, líkamsholi, höfuðkúpu og á öðrum stöðum) og 7 voru liðblæðingar, þar af 1 blæðing í marklið. Af blæðingarköstunum 26 voru 15 minniháttar, 9 voru miðlungs og 2 voru meiriháttar. Meðferð var einstaklingsbundin og fór eftir alvarleika, orsök og blæðingarstað. Meirihlutinn (23; 88,5%) var meðhöndlaður með 1-2 innrennslum. Blóðstöðvandi verkun var metin framúrskarandi eða góð í 96,2% allra blæðingarkasta sem meðhöndluð voru.

Meðferð í sambandi við skurðaðgerðir:

Öryggi og verkun við aðgerðir voru metin með RIXUBIS í 3. fasa, framsýnni, opinni, fjölsetra rannsókn án samanburðar hjá karlkyns sjúklingum með alvarlega og miðlungs alvarlega dreyrasýki B, sem höfðu fengið meðferð áður. Greining á verkun samkvæmt rannsóknaráætlun (e. per-protocol) fól í sér 37 skurðaðgerðir sem framkvæmdar voru á 27 sjúklingum á aldrinum 17 til 57 ára sem gengust undir meiriháttar eða minniháttar skurðaðgerðir, tannaðgerðir eða önnur skurðinngrip. Tuttugu aðgerðir voru meiriháttar, þ. á m. 13 bæklunaraðgerðir og 3 tannaðgerðir. Sautján aðgerðir, þ. á

m. 10 tannúrdrættir, töldust minniháttar. Sjúklingar sem fóru í meiriháttar aðgerðir þurftu að gangast undir mat á lyfjahvörfum (PK). Allir sjúklingar fengu lyfjaskammta samkvæmt síðustu einstaklingsbundnu stigvaxandi heimtum þeirra. Ráðlagður upphafshleðsluskammtur RIXUBIS var settur til að tryggja að meðan á aðgerð stæði, héldist virknigildi storkuþáttar IX í 80-100% við meiriháttar aðgerðir og 30-60% við minniháttar aðgerðir. RIXUBIS var gefið með innrennsli á stökum skammti (e. bolus).

Blæðingarstöðvun var viðhaldið meðan á rannsókninni stóð.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á RIXUBIS hjá sjúklingum sem ekki hafa fengið meðferð áður við meðferð og fyrirbyggingu blæðingar í dreyrasýki B (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Sjúklingar sem hafa fengið meðferð áður, 12 ára og eldri:

Slembiröðuð, blind, víxluð samanburðarrannsókn á lyfjahvörfum RIXUBIS og samanburðarlyfs var gerð hjá karlmönnum (≥15 ára) án blæðingar, sem hluti af samsettu 1/3 fasa lykilrannsókninni. Sjúklingarnir fengu annaðhvort lyfið með einu innrennsli í bláæð. Meðaltals- (± staðalfrávik) og miðgildisskammtur RIXUBIS í greiningu samkvæmt rannsóknaráætlun (n = 25)

voru 74,69±2,37 og 74,25 a.e./kg, í þeirri röð, á bilinu 71,27 til 79,38 a.e./kg. Lyfjahvarfabreyturnar voru reiknaðar út frá mælingum á virknigildi storkuþáttar IX í blóðsýnum sem tekin voru allt

að 72 klst. eftir hvert innrennsli.

Mat á lyfjahvörfum var endurtekið fyrir RIXUBIS í opinni rannsókn án samanburðar með RIXUBIS hjá karlkyns sjúklingum sem tóku þátt í upphafsvíxlrannsókninni á lyfjahvörfum og höfðu fengið fyrirbyggjandi meðferð með RIXUBIS í 26±1 vikur (meðaltal ± staðalfrávik) og náð

a.m.k. 30 útsetningardögum (EDs) fyrir RIXUBIS. Skammtabil RIXUBIS í endurteknu lyfjahvarfarannsókninni var 64,48 til 79,18 a.e./kg (n=23).

Lyfjahvarfabreytur fyrir sjúklinga sem hægt var að meta (greining samkvæmt rannsóknaráætlun) eru teknar saman í töflunni hér að neðan.

Breyta

RIXUBIS

RIXUBIS

 

Upphafsvíxlrannsókn (N=25)

Endurtekið mat

 

 

(N=23)

AUC0–72 klst. (a.e. klst./dl)a

1067,81±238,42

1156,15±259,44

Meðaltal±staðalfrávik

1108,35 (696,07-1571,16)

1170,26 (753,85-1626,81)

Miðgildi (bil)

 

 

Stigvaxandi heimtur við Cmax

0,87±0,22

0,95±0,25

(a.e./dl:a.e./kg)b

0,88 (0,53-1,35)

0,93 (0,52-1,38)

Meðaltal±staðalfrávik

 

 

Miðgildi (bil)

 

 

Helmingunartími (klst.)

26,70±9,55

25,36±6,86

Meðaltal±staðalfrávik

24,58 (15,83-52,34)

24,59 (16,24-42,20)

Miðgildi (bil)

 

 

Cmax (a.e./dl)

66,22±15,80

72,75±19,73

Meðaltal±staðalfrávik

68,10 (41,70-100,30)

72,40 (38,50-106,30)

Miðgildi (bil)

 

 

Meðaldvalartími (klst.)

30,82±7,26

29,88±4,16

Meðaltal±staðalfrávik

28,93 (22,25-47,78)

29,04 (21,32-37,52)

Miðgildi (bil)

 

 

Vssc (dl/kg)

2,02±0,77

1,79±0,45

Meðaltal±staðalfrávik

1,72 (1,10-3,94)

1,74 (1,12-2,72)

Miðgildi (bil)

 

 

Úthreinsun (dl/(kg·klst.))

0,0644±0,0133

0,0602±0,0146

Meðaltal±staðalfrávik

0,0622 (0,0426-0,0912)

0,0576 (0,0413-0,0945)

Miðgildi (bil)

 

 

aFlatarmál undir plasmaþéttnitímaferli 0-72 klst. eftir innrennsli.

bReiknað sem (Cmax-upphafsgildi storkuþáttar IX) deilt með skammtinum í a.e./kg, þar sem Cmax er hámarkið í mælingu storkuþáttar IX eftir innrennsli.

cDreifingarrúmmál við jafnvægi

Stigvaxandi heimtur 30 mínútum eftir innrennsli voru ákvarðaðar fyrir alla sjúklinga á fyrsta útsetningardegi í samsettu 1/3 fasa rannsókninni í heimsókn þeirra í 5., 13. og 26. viku og við lok rannsóknar ef þau voru ekki á sama tíma og heimsóknin í 26. viku. Gögnin sýna fram á að stigvaxandi heimtur eru stöðugar yfir tímabil (sjá töfluna hér að neðan).

 

 

Útsetningardagur 1

Vika 5

Vika 13

Vika 26

Við lok

 

 

(N=73)

(N=71)

(N=68)

(N=55)

rannsóknarb

 

 

 

 

 

 

(N=23)

Stigvaxandi

0,79±0,20

0,83±0,21

0,85±0,25

0,89±0,12

0,87±0,20

heimtur 30 mín. eftir

0,78

0,79

0,83

0,88

0,89

innrennsli

(0,26-1,35)

(0,46-1,48)

(0,14-1,47)

(0,52-1,29)

(0,52-1,32)

(a.e./dl: a.e./kg)a

 

 

 

 

 

Meðaltal±staðalfrávik

 

 

 

 

 

Miðgildi (bil)

 

 

 

 

 

a

Reiknað sem (C30mín-upphafsgildi storkuþáttar IX) deilt með skammtinum í a.e./kg, þar sem

 

b

C30mín er mæling á storkuþætti IX 30 mínútum eftir innrennsli.

 

 

Ef ekki á sama tíma og heimsóknin í 26. viku.

 

 

 

 

 

 

 

Börn (sjúklingar yngri en 12 ára sem hafa fengið meðferð áður)

Allir 23 karlkyns sjúklingarnir gengust undir upphafsmat á lyfjahvörfum RIXUBIS án blæðingar sem hluta af samsettu 2/3 fasa rannsókninni á börnum. Sjúklingum var slembiraðað í eina af tveimur röðum fyrir blóðsýnatöku til að draga úr álagi á einstaka sjúklinga vegna tíðrar blóðsýnatöku. Meðaltals- (± staðalfrávik) og miðgildisskammtur RIXUBIS í heildargreiningu (n = 23)

var 75,50 ± 3,016 og 75,25 a.e./kg, í þeirri röð, á bilinu 70,0 til 83,6 a.e./kg. Lyfjahvarfabreyturnar voru reiknaðar út frá mælingum á virknigildi storkuþáttar IX í blóðsýnum sem tekin voru allt

að 72 klst. eftir hvert innrennsli.

Lyfjahvarfabreytur fyrir alla sjúklinga (heildargreining) eru teknar saman í töflunni hér að neðan.

Breyta

< 6 ára

6 - < 12 ára

Allar

 

(N=11)

(N=12)

(N=23)

AUCinf (a.e. klst./dl)a

723,7 ± 119,00

886,0 ± 133,66

808,4 ± 149,14

Meðaltal±staðalfrávik

717,2 (488-947)

863,7 (730-1138)

802,9 (488-1138)

Miðgildi (bil)

 

 

 

Helmingunartími (klst.)

27,67 ± 2,66

23,15 ± 1,58

25,31 ± 3,13

Meðaltal±staðalfrávik

27,28 (24,0-32,2)

22,65 (21,8-27,4)

24,48 (21,8-32,2)

Miðgildi (bil)

 

 

 

Meðaldvalartími (klst.)

30,62 ±3,27

25,31 ± 1,83

27,85 ± 3,73

Meðaltal±staðalfrávik

30,08 (26,2-36,2)

24,74 (23,7-30,3)

26,77 (23,7-36,2)

Miðgildi (bil)

 

 

 

Vssb (dl/kg)

3,22 ± 0,52

2,21 ± 0,32

2,7 ± 0,67

Meðaltal±staðalfrávik

3,16 (2,65-4,42)

2,185 (1,70-2,70)

2,69 (1,70-4,42)

Miðgildi (bil)

 

 

 

Úthreinsun (dl/(kg·klst.))

0,1058 ± 0,01650

0,0874 ± 0,01213

0,0962 ± 0,01689

Meðaltal±staðalfrávik

0,1050 (0,081-0,144)

0,0863 (0,069-0,108)

0,0935 (0,069-0,144)

Miðgildi (bil)

 

 

 

aFlatarmál undir plasmaþéttnitímaferli frá 0 til óendanlegs (e. infinity).

bDreifingarrúmmál við jafnvægi

Stigvaxandi heimtur 30 mínútum eftir innrennsli voru ákvarðaðar fyrir alla sjúklinga á fyrsta útsetningardegi í samsettu 2/3 fasa rannsókninni við upphaf lyfjahvarfamats (fyrsta útsetningardag) í heimsókn þeirra í 5., 13. og 26. viku og við lok rannsóknar ef þau voru ekki á sama tíma og

heimsóknin í 26. viku. Gögnin sýna fram á að stigvaxandi heimtur eru stöðugar yfir tímabil hjá öllum aldurshópum barna. Sjá töflur hér að neðan.

Stigvaxandi heimtur fyrir RIXUBIS 30 mínútum eftir innrennsli, báðir aldurshópar barna:

Stigvaxandi

Lyfjahvörf

Vika 5

Vika 13

Vika 26

heimtur 30 mín.

(ED 1)

Allar

Allar

Allar

eftir innrennsli

Allar

(N=23)

(N=21)

(N=21)

 

(N=22)

 

 

 

(a.e./dl: a.e./kg)a

0,67 ±0,16

0,68 ± 0,12

0,71 ± 0,13

0,72 ± 0,15

Meðaltal±staðalfrávik

0,69 (0,31 – 1,00)

0,66 (0,48 – 0,92)

0,66 (0,51-1,00)

0,734 (0,51-1,01)

Miðgildi (bil)

 

 

 

 

aReiknað sem (C30mín-upphafsgildi storkuþáttar IX) deilt með skammtinum í a.e./kg, þar sem C30mín er mæling á storkuþætti IX 30 mínútum eftir innrennsli.

Stigvaxandi heimtur fyrir RIXUBIS 30 mínútum eftir innrennsli, börn < 6 ára:

Stigvaxandi

Lyfjahvörf (ED 1)

Vika 5

Vika 13

Vika 26

heimtur 30 mín.

Allar

Allar

Allar

Allar

eftir innrennsli

(N=10)

(N=11)

(N=10)

(N=10)

(a.e./dl: a.e./kg)a

0,59 ± 0,13

0,63 ± 0,10

0,68 ± 0,12

0,65 ± 0,13

Meðaltal±staðalfrávik

0,59 (0,31-0,75)

0,6 (0,49-0,80)

0,66 (0,51-0,84)

0,61 (0,51-0,84)

Miðgildi (bil)

 

 

 

 

aReiknað sem (C30mín-upphafsgildi storkuþáttar IX) deilt með skammtinum í a.e./kg, þar sem C30mín er mæling á storkuþætti IX 30 mínútum eftir innrennsli.

Stigvaxandi heimtur fyrir RIXUBIS 30 mínútum eftir innrennsli, börn 6 til < 12 ára:

Stigvaxandi

Lyfjahvörf (ED 1)

Vika 5

Vika 13

Vika 26

heimtur 30 mín.

Allar

Allar

Allar

Allar

eftir innrennsli

(N=12)

(N=12)

(N=11)

(N=11)

(a.e./dl: a.e./kg)a

0,73 ± 0,16

0,73 ± 0,13

0,73 ± 0,14

0,8 ± 0,14

Meðaltal±staðalfrávik

0,71 (0,51-1,00)

0,70 (0,48-0,92)

0,70 (0,54 – 1,00)

0,78 (0,56-1,01)

Miðgildi (bil)

 

 

 

 

aReiknað sem (C30mín-upphafsgildi storkuþáttar IX) deilt með skammtinum í a.e./kg, þar sem C30mín er mæling á storkuþætti IX 30 mínútum eftir innrennsli.

5.3Forklínískar upplýsingar

RIXUBIS var ekki segamyndandi í skammtinum 750 a.e./kg í blæðingarstöðvunarlíkani hjá kanínum (Wessler-Test).

RIXUBIS olli engum klínískum aukaverkunum á öndun eða hjarta- og æðastarfsemi í skömmtum allt að 450 a.e./kg hjá cynomolgus-öpum.

Engar rannsóknir er varða krabbameinsmyndun, frjósemisskerðingu eða fósturþroska hafa verið framkvæmdar.

RIXUBIS þoldist vel í stökum skammti og í rannsóknum á eiturverkunum eftir endurtekna skammta sem gerðar voru á músum, rottum og cynomolgus-öpum við skammta allt að 7.500 a.e./kg (stakur skammtur) og 750 a.e./kg (endurtekin gjöf).

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Stungulyfsstofn

Súkrósi

Mannitól

Natríumklóríð

Kalsíumklóríð

L-Histidín

Pólýsorbat 80

Leysir

Sæft vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

Aðeins skal nota plastsprautur með luer-tengi með þessu lyfi. Röng skömmtun getur átt sér stað vegna aðsogs blóðstorkuþáttar IX við innra yfirborð sumra áhalda sem notuð eru við innrennslisgjöf.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Sýnt hefur verið fram á að efna- og eðlisfræðilegur stöðugleiki helst óbreyttur í 3 klst. við hitastig allt að 30°C. Frá örverufræðilegu sjónarmiði skal nota lyfið strax nema aðferðin sem notuð er við blöndun lyfsins útiloki hættu á örverumengun. Ef það er ekki notað strax eru geymslutímar og geymsluskilyrði fyrir notkun á ábyrgð notandans. Má ekki geyma í kæli.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 30°C.

Má ekki frjósa.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald, sérstakur búnaður til notkunar lyfsins

Hver pakkning inniheldur hettuglas með stungulyfsstofni (gler af gerð I) með tappa (bútýlgúmmí) og smelluinnsigli, hettuglas sem inniheldur 5 ml af leysi (gler af gerð I) með tappa (klóróbútýlgúmmí) og smelluinnsigli og nálarlausan búnað fyrir blöndun (BAXJECT II).

Pakkningastærð með 1.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

RIXUBIS skal gefið í bláæð eftir að stungulyfsstofninn hefur verið blandaður með meðfylgjandi leysi.

-Við blöndun skal eingöngu nota leysinn og blöndunarbúnaðinn (BAXJECT II) sem fylgir í pakkningunni.

-Við lyfjagjöf þarf að nota sprautu með luer-tengi.

-Notið ekki ef merki eru um að BAXJECT II-búnaðurinn sé ekki sæfður eða ef umbúðir eru skemmdar.

Blöndun

Viðhafið smitgát

1.Ef lyfið er geymt í kæli, takið bæði RIXUBIS stungulyfsstofninn og hettuglösin með leysinum úr kælinum og leyfið þeim að ná stofuhita (milli 15°C og 30°C).

2.Þvoið hendurnar vandlega með sápu og heitu vatni.

3.Fjarlægið lokin af glösunum með stungulyfsstofni og leysi.

4.Hreinsið tappana með sprittklút. Látið glösin standa á hreinu sléttu undirlagi.

5.Opnið umbúðirnar með BAXJECT II-búnaðinum með því að draga pappírslokið af án þess að snerta innri hlutann (Mynd a). Takið búnaðinn ekki úr umbúðunum.

6.Snúið umbúðunum og þrýstið glærum plastoddinum gegnum gúmmítappa leysisins. Takið

íbrúnir umbúðanna og dragið umbúðirnar af BAXJECT II (Mynd b). Ekki fjarlægja bláu hettuna af BAXJECT II-búnaðinum.

7.Hvolfið leysisglasinu með áföstu BAXJECT II, þannig að leysisglasið sé yfir búnaðinum. Þrýstið hvíta plastoddinum gegnum gúmmítappa RIXUBIS-glassins. RIXUBIS-glasið er lofttæmt og sýgur leysinn til sín (Mynd c).

8.Snúið varlega þar til allt efnið er uppleyst. Lyfið leysist hratt upp (á innan við 2 mínútum). Gangið úr skugga um að RIXUBIS sé að fullu uppleyst, annars kemst öll blandaða lausnin ekki

ígegnum síu búnaðarins. Skoða skal blandaða lyfið með berum augum með tilliti til agna og mislitunar áður en það er gefið. Lausnin á að vera tær eða lítið eitt ópallýsandi. Ekki má nota lausnir sem eru skýjaðar eða innihalda agnir.

Mynd a

Mynd b

Mynd c

Ekki má kæla tilbúna lausn.

Notið strax.

Lyfjagjöf

Viðhafið smitgát

1.Fjarlægið bláu hettuna af BAXJECT II. Ekki draga loft inn í sprautuna. Tengið sprautuna við BAXJECT II (Mynd d).

2.Snúið samsettum búnaðinum við (þannig að glasið með lyfjablöndunni snúi upp). Dragið lyfjablönduna upp í sprautuna með því að draga stimpilinn rólega út (Mynd e).

3.Losið sprautuna frá blöndunarbúnaðinum.

4.Festið fiðrildisnál við sprautuna. Gefið í bláæð. Lausnina skal gefa hægt, með hraða sem ræðst af líðan sjúklingsins en ekki yfir 10 ml á mínútu.

Mynd d

Mynd e

Ef mögulegt er skal skrá heiti lyfsins og lotunúmer niður í hvert skipti sem RIXUBIS er notað (t.d. í dagbók) til að halda skrá yfir lyfin og framleiðslulotur lyfjanna sem hafa verið notuð.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Baxalta Innovations GmbH

Industriestrasse 67

A-1221 Vienna

Austurríki

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/14/970/001

EU/1/14/970/002

EU/1/14/970/003

EU/1/14/970/004

EU/1/14/970/005

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 19. desember 2014

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf