Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Rixubis (nonacog gamma) – Fylgiseðill - B02BD04

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsRixubis
ATC-kóðiB02BD04
Efninonacog gamma
FramleiðandiBaxalta Innovations GmbH

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

RIXUBIS 250 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

RIXUBIS 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

RIXUBIS 1000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

RIXUBIS 2000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

RIXUBIS 3000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Nonacog gamma (raðbrigða storkuþáttur IX úr mönnum)

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um RIXUBIS og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota RIXUBIS

3.Hvernig nota á RIXUBIS

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á RIXUBIS

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um RIXUBIS og við hverju það er notað

RIXUBIS inniheldur virka efnið nonacog gamma og er storkuþáttur IX sem framleiddur er með raðbrigðaerfðatækni. Storkuþáttur IX er eðlilegt innihaldsefni blóðs í mönnum sem er nauðsynlegt fyrir árangursríka blóðstorknun. RIXUBIS er notað hjá sjúklingum með dreyrasýki B (Christmas-sjúkdóm, arfgengan blæðingarsjúkdóm af völdum skorts á storkuþætti IX). Það virkar þannig að það kemur í stað storkuþáttar IX til að blóðið geti storknað.

RIXUBIS er notað til að meðhöndla og fyrirbyggja blæðingar hjá sjúklingum með dreyrasýki B hjá öllum aldurshópum.

2. Áður en byrjað er að nota RIXUBIS

Ekki má nota RIXUBIS

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir nonacog gamma eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6),

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir próteinum úr hömstrum.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Ofnæmisviðbrögð eru hugsanleg með RIXUBIS. Stöðvaðu innrennslið og hafðu strax samband við lækninn eða leitaðu neyðaraðstoðar ef þú finnur fyrir merkjum um ofnæmisviðbrögð eins og ofsakláða, útbrot, þyngsli fyrir brjósti, önghljóð, lágan blóðþrýsting eða bráðaofnæmi (alvarleg

ofnæmisviðbrögð sem geta valdið erfiðleikum við að kyngja og/eða anda, roða eða þrota í andliti og/eða á höndum). Læknirinn gæti þurft að meðhöndla þessi einkenni tafarlaust. Læknirinn gæti einnig tekið blóðsýni til að athuga hvort þú hefur þróað með þér hlutleysandi mótefni (hemla) gegn lyfinu, þar sem mótefni geta þróast með ofnæmi. Sjúklingar með mótefni gegn storkuþætti IX geta verið í aukinni hættu á að fá bráðaofnæmi við síðari meðhöndlun með storkuþætti IX.

Ræddu strax við lækninn ef blæðingar stöðvast ekki sem skyldi eða ef þú tekur eftir verulegri aukningu á notkun þinni á RIXUBIS til að stjórna blæðingum. Læknirinn tekur blóðsýni til að athuga hvort þú hafir þróað með þér hlutleysandi mótefni (hemla) gegn RIXUBIS. Hættan á mótefnamyndun er mest hjá sjúklingum sem hafa ekki verið meðhöndlaðir með uppbótarlyfi með storkuþætti IX áður eða á upphafsstigum meðferðar, þ.e. hjá litlum börnum.

Framleiðslu á storkuþætti IX í líkamanum er stjórnað af geni storkuþáttar IX. Sjúklingar með sérstakar stökkbreytingar í geni storkuþáttar IX, svo sem meiriháttar úrfellingu á geni storkuþáttar IX, gætu verið líklegri til að hafa hemla storkuþáttar IX og myndað ofnæmisviðbrögð snemma við hvaða þéttni storkuþáttar IX sem er. Ef þú hefur þessa stökkbreytingu, mun læknirinn fylgjast betur með þér m.t.t. ofnæmisviðbragða.

Ef þú þjáist af lifrar- eða hjartasjúkdómi eða hefur nýlega gengist undir meiriháttar skurðaðgerð skaltu láta lækninn vita, þar sem aukin hætta er á fylgikvillum tengdum blóðstorknun.

Greint hefur verið frá nýrnasjúkdómum (nýrungaheilkenni) eftir gjöf á stórum skömmtum af storkuþætti IX hjá sjúklingum með dreyrasýki B, mótefni gegn storkuþætti IX og sögu um ofnæmisviðbrögð.

Ef mögulegt er skaltu skrá heiti lyfsins og lotunúmer niður í hvert skipti sem þú notar RIXUBIS (t.d. í dagbókina þína) til að þú getir haldið skrá yfir lyfin og framleiðslulotur lyfjanna sem þú hefur notað.

Notkun annarra lyfja samhliða RIXUBIS

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Engar milliverkanir RIXUBIS við önnur lyf eru þekktar.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað. Dreyrasýki B kemur mjög sjaldan fram hjá konum.

Akstur og notkun véla

RIXUBIS hefur engin áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

RIXUBIS inniheldur natríum

Þetta lyf inniheldur 19 mg af natríum í hverju hettuglasi. Sjúklingar á natríumskertu mataræði þurfa að hafa þetta í huga.

3.Hvernig nota á RIXUBIS

Meðferð með RIXUBIS verður hafin af lækni sem hefur reynslu af meðhöndlun sjúklinga með dreyrasýki B.

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum.

Læknirinn mun ákveða skammtinn af RIXUBIS sem þú færð. Skammturinn og lengd meðferðar fer eftir alvarleika skortsins á storkuþætti IX, staðsetningu og umfangi blæðingar og klínísku ástandi þínu, aldri og hversu fljótt líkaminn notar upp storkuþátt IX, sem þarf að mæla reglulega.

RIXUBIS er gefið með innrennsli í bláæð (IV) eftir að læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn blandar stungulyfsstofninum við meðfylgjandi leysi. Þú eða einhver annar getur einnig gefið RIXUBIS með inndælingu, en aðeins eftir að hafa fengið viðeigandi þjálfun.

Blöndun og lyfjagjöf

-Við blöndun skal eingöngu nota leysinn og blöndunarbúnaðinn (BAXJECT II) sem fylgir í pakkningunni.

-Við lyfjagjöf þarf að nota sprautu með luer-tengi.

-Notið ekki ef merki eru um að BAXJECT II-búnaðurinn sé ekki sæfður eða ef umbúðir eru skemmdar.

Blöndun

Viðhafið smitgát

1.Ef lyfið er geymt í kæli, takið bæði RIXUBIS stungulyfsstofninn og hettuglösin með leysinum úr kælinum og leyfið þeim að ná stofuhita (milli 15°C og 30°C).

2.Þvoið hendurnar vandlega með sápu og heitu vatni.

3.Fjarlægið lokin af glösunum með stungulyfsstofni og leysi.

4.Hreinsið tappana með sprittklút. Látið glösin standa á hreinu sléttu undirlagi.

5.Opnið umbúðirnar með BAXJECT II-búnaðinum með því að draga pappírslokið af án þess að snerta innri hlutann (Mynd a). Takið búnaðinn ekki úr umbúðunum.

6.Snúið umbúðunum og þrýstið glærum plastoddinum gegnum gúmmítappa leysisins. Takið

íbrúnir umbúðanna og dragið umbúðirnar af BAXJECT II (Mynd b). Ekki fjarlægja bláu hettuna af BAXJECT II-búnaðinum.

7.Hvolfið leysisglasinu með áföstu BAXJECT II, þannig að leysisglasið sé yfir búnaðinum. Þrýstið hvíta plastoddinum gegnum gúmmítappa RIXUBIS-glassins. RIXUBIS-glasið er lofttæmt og sýgur leysinn til sín (Mynd c).

8.Snúið varlega þar til allt efnið er uppleyst. Lyfið leysist hratt upp (á innan við 2 mínútum). Gangið úr skugga um að RIXUBIS sé að fullu uppleyst, annars kemst öll blandaða lausnin ekki

ígegnum síu búnaðarins. Skoða skal blandaða lyfið með berum augum með tilliti til agna og mislitunar áður en það er gefið. Lausnin á að vera tær eða lítið eitt ópallýsandi. Ekki má nota lausn sem er skýjuð eða inniheldur agnir.

Mynd a

Mynd b

Mynd c

Ekki má kæla tilbúna lausn.

Notið strax.

Lyfjagjöf

Viðhafið smitgát

1.Fjarlægið bláu hettuna af BAXJECT II. Ekki draga loft inn í sprautuna. Tengið sprautuna við BAXJECT II (Mynd d).

2.Snúið samsettum búnaðinum við (þannig að glasið með lyfjablöndunni snúi upp). Dragið lyfjablönduna upp í sprautuna með því að draga stimpilinn rólega út (Mynd e).

3.Losið sprautuna frá blöndunarbúnaðinum.

4.Festið fiðrildisnál við sprautuna. Gefið í bláæð. Lausnina skal gefa hægt, með hraða sem ræðst af líðan sjúklingsins en ekki yfir 10 ml á mínútu.

Mynd d

Mynd e

Ef mögulegt er skal skrá heiti lyfsins og lotunúmer niður í hvert skipti sem RIXUBIS er notað (t.d. í dagbók) til að halda skrá yfir lyfin og framleiðslulotur lyfjanna sem hafa verið notuð.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangií samræmi við gildandi reglur.

Ef notaður er stærri skammtur af RIXUBIS en mælt er fyrir um

Notið RIXUBIS alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum. Ef þú dældir inn meira af RIXUBIS en mælt er fyrir um skaltu láta lækninn vita eins fljótt og auðið er.

Ef gleymist að nota RIXUBIS

Ekki dæla inn tvöföldum skammti til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Haltu áfram með næstu inndælingu samkvæmt áætlun og haltu áfram eins og læknirinn hefur mælt fyrir um.

Ef hætt er að nota RIXUBIS

Ekki hætta að nota RIXUBIS án samráðs við lækninn.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ofnæmisviðbrögð eru hugsanleg með RIXUBIS. Þessi einkenni geta m.a. verið bruni og sviði á stungustað, hrollur, roði, svefnhöfgi, eirðarleysi, náladofi, ofsakláði, kláði og útbrot, lágur

blóðþrýstingur, hraður hjartsláttur, þyngsli fyrir brjósti, önghljóð, bólga í hálsi, bráðaofnæmi (alvarleg ofnæmisviðbrögð), höfuðverkur, ógleði og uppköst. Hafðu strax samband við lækni ef þú finnur fyrir slíkum einkennum. Læknirinn gæti þurft að meðhöndla þessi einkenni tafarlaust (sjá

kafla 2 „Varnaðarorð og varúðarreglur“).

Eftirfarandi aukaverkanir hafa komið fram við notkun RIXUBIS:

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 sjúklingum)

-breyting á bragðskyni

-verkir í útlimum.

Aukaverkanir með óþekkta tíðni (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

-ofnæmisviðbrögð.

Vandamál vegna aukinnar blóðstorknunar (tilvik segareks) hafa ekki komið fram við notkun lyfsins, en geta komið fram við notkun allra lyfja sem innihalda storkuþátt IX. Þessi vandamál geta falið í sér hjartaáfall, blóðtappa í bláæðum eða blóðsega í lungum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á RIXUBIS

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á ytri öskjunni og miðanum

á hettuglasinu á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 30°C.

Má ekki frjósa.

Notið blönduðu lausnina strax.

Ekki nota RIXUBIS ef lausnin er ekki tær og litlaus.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

RIXUBIS inniheldur

-Virka innihaldsefnið er nonacog gamma (raðbrigða storkuþáttur IX úr mönnum). Hvert hettuglas með stungulyfsstofni inniheldur að lágmarki 250, 500, 1000, 2000 eða 3000 a.e., sem svarar til styrks sem nemur 50, 100, 200, 400 eða 600 a.e./ml eftir blöndun með 5 ml af leysi.

-Önnur innihaldsefni í stungulyfsstofninum eru súkrósi, mannitól, natríumklóríð, kalsíumklóríð, L-histidín og pólýsorbat 80

Hettuglas með leysi: 5 ml af sæfðu vatni fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti RIXUBIS og pakkningastærðir

RIXUBIS er afgreitt sem stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Innihald pakkningarinnar:

eitt hettuglas með RIXUBIS 250, 500, 1000, 2000 eða 3000 a.e. stungulyfsstofni í hettuglasi úr gleri með gúmmítappa

eitt hettuglas með 5 ml af sæfðu vatni fyrir stungulyf í hettuglasi úr gleri með gúmmítappa

einn BAXJECT II (nálarlaus búnaður til blöndunar)

Markaðsleyfishafi

Baxalta Innovations GmbH

Industriestrasse 67

A-1221 Vienna

Austurríki

Sími: +44(0)1256 894 959

Netfang: medinfoEMEA@shire.com

Framleiðandi

Baxalta Belgium Manufacturing SA

Boulevard René Branquart 80

B-7860 Lessines

Belgía

Baxter SA

Boulevard René Branquart 80

B-7860 Lessines

Belgía

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður MM/ÁÁÁÁ.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Eftirlit með meðferð

Meðan á meðferð stendur er mælt með því að gerðar séu viðeigandi mælingar á gildum storkuþáttar IX til að ákvarða skammta og tíðni endurtekinna innrennsla. Svörun við gjöf storkuþáttar IX getur verið mismunandi milli sjúklinga bæði hvað varðar helmingunartíma og bata. Skömmtum sem miðaðir eru við líkamsþyngd gæti þurft að breyta hjá sjúklingum í undir- og yfirþyngd. Sér í lagi þegar um er að ræða stærri skurðaðgerðir er nákvæmt eftirlit með uppbótarmeðferðinni, með mælingum á blóðstorknun (virkni storkuþáttar IX í plasma), afar mikilvægt.

Til að tryggja að æskileg virkni storkuþáttar IX í plasma hafi náðst er mælt með nákvæmu eftirliti sem felst í viðeigandi mælingum á virkni storkuþáttar IX og ef nauðsyn krefur, breytingu á skammti og tíðni endurtekinna innrennsla eins og við á. Þegar notast er við in vitro eins stigs storkuprófið, sem byggist á þrombóplastíntíma (aPTT), til að mæla virkni storkuþáttar IX í blóðsýnum sjúklinga getur bæði tegund aPTT prófefnisins og tilvísunarstaðallinn sem notaður er í greiningunni haft umtalsverð áhrif á niðurstöður mælinga á virkni storkuþáttar IX í plasma. Þetta hefur einkum þýðingu þegar skipt er um rannsóknarstofu og/eða prófefni sem notað er í greiningunni.

Skammtar

Skammtur og lengd uppbótarmeðferðar eru háð alvarleika skorts á storkuþætti IX, staðsetningu og umfangi blæðingar og klínísku ástandi sjúklingsins, aldri og lyfjahvarfabreytum storkuþáttar IX, svo sem stigvaxandi heimtum (e. incremental recovery) og helmingunartíma.

Fjöldi eininga sem gefnar eru af storkuþætti IX eru gefnar upp í alþjóðlegum einingum (a.e.) sem er

ísamræmi við núgildandi WHO-staðal fyrir lyf sem innihalda storkuþátt IX. Virkni storkuþáttar IX

íplasma er ýmist gefin upp í prósentum (af eðlilegu gildi mannaplasma) eða í alþjóðlegum einingum (sem er í samræmi við alþjóðlegan staðal fyrir storkuþátt IX í plasma).

Virkni einnar alþjóðlegrar einingar (a.e.) af storkuþætti IX svarar til þess magns af storkuþætti IX sem er í einum ml af eðlilegu mannaplasma.

Meðferð eftir þörfum

Útreikningur á nauðsynlegum skammti af storkuþætti IX er byggður á þeirri vitneskju að ein alþjóðleg eining (a.e.) af storkuþætti IX á hvert kg líkamsþyngdar auki virkni storkuþáttar IX í plasma

um 0,9 a.e./dl (á bilinu 0,5 til 1,4 a.e./dl) eða 0,9% af eðlilegri virkni hjá sjúklingum 12 ára og eldri (frekari upplýsingar má finna í kafla 5.2).

Nauðsynlegur skammtur er ákvarðaður út frá eftirfarandi formúlu:

Sjúklingar 12 ára og eldri

 

 

Nauðsynlegar = líkamsþyngd (kg)

x æskileg hækkun

x umhverfan af merkjanlegum

einingar

á storkuþætti IX

heimtum (dl/kg)

 

(%) eða (a.e./dl)

 

Fyrir stigvaxandi heimtur upp á 0,9 a.e./dl fyrir hverja a.e./kg er skammturinn reiknaður sem hér segir:

Nauðsynlegar = líkamsþyngd (kg)

x æskileg hækkun

x 1,1 dl/kg

einingar

á storkuþætti IX

 

 

(%) eða (a.e./dl)

 

Magnið sem gefa skal og tíðni gjafa á alltaf að taka mið af klínískri virkni hjá viðkomandi sjúklingi.

Í eftirfarandi blæðingartilfellum ætti virkni storkuþáttar IX ekki að falla undir uppgefin virknigildi í plasma (sem % af eðlilegu gildi eða a.e./dl) á tilteknu tímabili. Nota má eftirfarandi töflu til leiðbeiningar við skömmtun í blæðingarköstum og við skurðaðgerðir:

Stig blæðingar/tegund

Nauðsynlegt gildi

Skammtatíðni (klst.)/

skurðaðgerðar

storkuþáttar IX

meðferðarlengd (dagar)

 

(%) eða (a.e./dl)

 

Blæðing

20 – 40

Endurtakið á 24 klst. fresti. Að minnsta

Snemmkomnar liðblæðingar,

 

kosti í 1 dag þar til sársauki vegna

blæðingar í vöðva eða í munni

 

blæðinga minnkar eða bata er náð.

Umfangsmeiri liðblæðingar,

30 – 60

Endurtakið innrennsli á 24 klst. fresti

blæðingar í vöðva eða margúll

 

í 3 – 4 daga eða lengur, þar til sársauki

 

 

minnkar og bráð fötlun er gengin til

 

 

baka.

Lífshættulegar blæðingar.

60 – 100

Endurtakið innrennsli á 8 til 24 klst.

 

 

fresti þar til hættan er liðin hjá.

Skurðaðgerð

30 – 60

Á 24 klst. fresti í a.m.k. 1 dag, þar til

Minniháttar skurðaðgerð, þar með

 

bata er náð.

 

 

talinn tanndráttur.

 

 

Meiriháttar skurðaðgerð

80 – 100

Endurtakið innrennsli á 8 til 24 klst.

 

(fyrir og eftir aðgerð)

fresti þar til sár hafa gróið nægilega

 

 

vel, síðan skal meðferð haldið áfram í

 

 

a.m.k. 7 daga í viðbót til að viðhalda

 

 

virkni storkuþáttar IX í 30% til 60%

 

 

(a.e./dl).

Nákvæmt eftirlit með uppbótarmeðferð er sérstaklega mikilvægt þegar um er að ræða meiriháttar skurðaðgerðir eða lífshættulegar blæðingar.

Fyrirbyggjandi meðferð

Við fyrirbyggjandi langtímameðferð við blæðingum hjá sjúklingum með alvarlega dreyrasýki B er venjulegur skammtur 40 til 60 a.e. af storkuþætti IX á hvert kg líkamsþyngdar með 3 til 4 daga millibili hjá sjúklingum 12 ára og eldri. Í sumum tilvikum, sem fer eftir lyfjahvarfagildum, aldri, svipgerð blæðinga og líkamlegri virkni sjúklingsins, kann að vera nauðsynlegt að stytta millibil milli skammta eða auka skammta.

Stöðugt innrennsli

Gefið RIXUBIS ekki með stöðugu innrennsli.

Börn

Meðferð eftir þörfum:

Útreikningur á nauðsynlegum skammti af storkuþætti IX er byggður á þeirri vitneskju að ein alþjóðleg eining (a.e.) af storkuþætti IX á hvert kg líkamsþyngdar auki virkni storkuþáttar IX í plasma

um 0,7 a.e./dl (á bilinu 0,31 til 1,0 a.e./dl) eða 0,7% af eðlilegri virkni hjá sjúklingum yngri en 12 ára (frekari upplýsingar má finna í kafla 5.2).

Nauðsynlegur skammtur er ákvarðaður út frá eftirfarandi formúlu:

Sjúklingar yngri en 12 ára:

 

 

Nauðsynlegar = líkamsþyngd (kg)

x æskileg hækkun

x umhverfan af merkjanlegum

einingar

á storkuþætti IX

heimtum (dl/kg)

 

(%) eða (a.e./dl)

 

Fyrir stigvaxandi heimtur upp á 0,7 a.e./dl fyrir hverja a.e./kg er skammturinn reiknaður sem hér segir:

Nauðsynlegar = líkamsþyngd (kg)

x æskileg hækkun

x 1,4 dl/kg

einingar

á storkuþætti IX

 

 

(%) eða (a.e./dl)

 

Nota má sömu töflu og fyrir fullorðna til leiðbeiningar varðandi skömmtun í blæðingarköstum og við skurðaðgerðir (sjá hér að framan).

Fyrirbyggjandi meðferð:

Ráðlagt skammtabil fyrir börn yngri en 12 ára er 40 til 80 a.e./kg með 3 til 4 daga millibili. Í sumum tilvikum, sem fer eftir lyfjahvarfagildum, aldri, svipgerð blæðinga og líkamlegri virkni sjúklingsins, kann að vera nauðsynlegt að stytta millibil á milli skammta eða auka skammta.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf