Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Selincro (nalmefene hydrochloride dihydrate) – Samantekt á eiginleikum lyfs - N07BB05

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsSelincro
ATC-kóðiN07BB05
Efninalmefene hydrochloride dihydrate
FramleiðandiH. Lundbeck A/S

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Selincro 18 mg filmuhúðaðar töflur.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur nalmefen 18,06 mg (sem hýdróklórið díhýdrat).

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 60,68 mg laktósa.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla (tafla).

Hvít, egglaga, tvíkúpt, 6,0 x 8,75 mm filmuhúðuð tafla með ígreyptu „S“ á annarri hliðinni.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Selincro er ætlað til að draga úr áfengisneyslu hjá fullorðnum sjúklingum sem haldnir eru áfengissýki og hafa mikla heilsufarslega áhættu af drykkju (DRL) [sjá kafla 5.1], eru án líkamlegra fráhvarfseinkenna og þurfa ekki bráða afeitrun.

Einungis á að ávísa Selincro ásamt samfelldum sálfélagslegum stuðningi sem beinist að meðferðarheldni og að draga úr áfengisneyslu.

Einungis á að hefja Selincro meðferð hjá sjúklingum sem hafa áfram mikla heilsufarslega áhættu af drykkju tveimur vikum eftir upphafsmat.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Í fyrstu heimsókn til læknis á að meta klínískt ástand sjúklingsins, stig áfengissýkinnar og hversu mikil áfengisneyslan er (byggt á frásögn sjúklings). Í framhaldi af því á að biðja sjúklinginn um að skrá áfengisneyslu sína í u.þ.b. tvær vikur.

Selincro meðferð má hefja í næstu heimsókn til læknis hjá sjúklingum sem hafa áfram mikla heilsufarslega áhættu af drykkju (sjá kafla 5.1) á þessu tveggja vikna tímabili, með sálfélagslegum úrræðum sem beinast að meðferðarheldni og að draga úr áfengisneyslu.

Í lykilrannsóknum sáust mestu framfarirnar fyrstu 4 vikurnar. Svörun sjúklingsins við meðferð og þörfina fyrir áframhaldandi lyfjameðferð á að meta reglulega (t.d. mánaðarlega) (sjá kafla 5.1). Læknirinn á að halda áfram að meta framfarir sjúklingsins við að draga úr áfengisneyslu, almenna starfshæfni, meðferðarheldni og allar mögulegar aukaverkanir. Til eru klínísk gögn um notkun Selincro við slembiraðaðar aðstæður með samanburðarhóp fyrir 6 til 12 mánaða tímabil. Ráðlagt er að gæta varúðar ef Selincro er ávísað lengur en í 1 ár.

Taka á Selincro eftir þörfum. Sjúklingur á að taka eina töflu hvern þann dag sem hann finnur fyrir hættu á áfengisneyslu, helst 1-2 klst. fyrir þann tíma sem búast má við að drykkjan hefjist. Hafi sjúklingur hafið áfengisneyslu án þess að taka Selincro, á hann að taka eina töflu eins fljótt og auðið er.

Hámarksskammtur Selincro er ein tafla á dag. Taka má Selincro með eða án fæðu (sjá kafla 5.2).

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir (≥65 ára): Ekki er mælt með sérstakri skammtaaðlögun fyrir þennan sjúklingahóp (sjá kafla 4.4 og 5.2).

Skert nýrnastarfsemi

Ekki er mælt með sérstakri skammtaaðlögun fyrir sjúklinga með væga eða miðlungs skerðingu á nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4 og 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

Ekki er mælt með sérstakri skammtaaðlögun fyrir sjúklinga með væga eða miðlungs skerðingu á lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.4 og 5.2).

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Selincro hjá börnum eða unglingum <18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir (sjá kafla 5.1).

Lyfjagjöf

Selincro er til inntöku.

Gleypa á filmuhúðuðu töfluna heila.

Ekki á að skipta filmuhúðuðu töflunni eða mylja hana þar sem nalmefen getur valdið húðnæmingu við beina snertingu við húð (sjá kafla 5.3).

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Sjúklingar sem eru að taka ópíóíðaörva (eins og ópíóíð verkjalyf, ópíóíða til uppbótarmeðferðar með ópíóíðaörva (t.d. metadón) eða hlutaörva (t.d. búprenorfín)) (sjá kafla 4.4).

Sjúklingar sem haldnir eru ópíóíðafíkn eða hafa nýlega verið það.

Sjúklingar með bráð ópíóíða fráhvarfseinkenni.

Sjúklingar sem grunaðir eru um nýlega neyslu ópíóíða.

Sjúklingar með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh skilgreining).

Sjúklingar með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (eGFR <30 ml/mín. á 1,73 m2).

Sjúklingar sem nýlega hafa fengið bráð fráhvarfseinkenni vegna áfengis (að ofskynjunum, krömpum og drykkjuóráði (delirium tremens) meðtöldu).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Selincro er ekki ætlað sjúklingum sem hafa algert bindindi strax að meðferðarmarkmiði. Minnkun áfengisneyslu er millimarkmið á leiðinni að bindindi.

Notkun ópíóíða

Þurfi að gefa sjúklingi sem er að taka Selincro ópíóíða í neyðartilviki, gæti þurft að gefa meira af viðkomandi ópíóíð en venjulega til að ná þeirri verkun sem óskað er eftir. Fylgjast á náið með hvort sjúklingurinn fær einkenni um andnauð vegna gjafar ópíóíðans, eða aðrar aukaverkanir.

Þurfi að nota ópíóíða í neyðartilvikum, þarf alltaf að auka skammtinn smám saman eftir svörun hvers sjúklings. Nauðsynlegt er að fylgjast náið með, séu óvenju stórir skammtar notaðir.

Hætta á notkun Selincro tímabundið í eina viku fyrir áætlaða notkun ópíóíða, t.d. þegar ópíóíða verkjalyf verða hugsanlega notuð við valkvæða skurðaðgerð.

Sá sem ávísar Selincro á að benda sjúklingum á að mikilvægt sé að þeir segi heilbrigðisstarfsmanninum frá síðustu töku Selincro ef notkun ópíóíða reynist nauðsynleg.

Sýna ber aðgát við notkun lyfja sem innihalda ópíóíða (t.d. hóstalyf, ópíóíða verkjalyf (sjá kafla 4.5)).

Aðrir samhliða sjúkdómar

Geðraskanir

Tilkynnt hefur verið um geðræn áhrif í klínískum rannsóknum (sjá kafla 4.8). Komi geðræn einkenni fram hjá sjúklingi, sem ekki tengjast upphafi meðferðar með Selincro og/eða eru ekki skamvinn, ber lækninum sem ávísar lyfinu að íhuga aðrar ástæður fyrir einkennunum og meta þörfina á að halda áfram meðferð með Selincro.

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á notkun Selincro hjá sjúklingum með geðsjúkdóm sem ekki er í jafnvægi. Sýna á aðgát ef Selincro er ávísð sjúklingum sem haldnir eru öðrum samhliða geðrænum sjúkdómum eins og alvarlegum þunglyndisröskunum.

Krampasjúkdómar

Takmörkuð reynsla er hjá sjúklingum með sögu um krampasjúkdóma einnig krömpum vegna áfengisfráhvarfs.

Ráðlagt er að gæta varúðar ef meðferð sem beinist að því að draga úr áfengisneyslu er hafin hjá þannig sjúklingum.

Skerðing á nýrna- eða lifrarstarfsemi

Selincro umbrotnar að verulegu leyti í lifur og skilst fyrst og fremst út í þvagi. Því ber að sýna aðgát þegar Selincro er ávísað sjúklingum með væga eða miðlungs skerðingu á lifrar- eða nýrnastarfsemi t.d. með tíðara eftirliti.

Sýna ber aðgát þegar sjúklingum með hækkuð ALAT eða ASAT gildi (> 3 föld eðlileg efri mörk (ULN)) er ávísað Selincro, þar sem þessir sjúklingar voru útilokaðir frá klínísku þróunaráætluninni.

Aldraðir (≥ 65 ára)

Lítið er til af klínískum upplýsingum um notkun Selincro hjá sjúklingum ≥ 65 ára sem háðir eru áfengi.

Sýna skal aðgát við ávísun Selincro til sjúklinga ≥ 65 ára (sjá kafla 4.2 og 5.2).

Aðrir

Ráðlagt er að gæta varúðar ef Selincro er ávísað samhliða öflugum UGT2B7 hemli (sjá kafla 4.5).

Laktósa

Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaþurrð (Lapp lactase deficiency) eða glúkósa-galaktósa vanfrásog sem eru sjaldgæfir arfgengir kvillar skulu ekki taka lyfið.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar in vivo rannsóknir á milliverkunum við lyf.

Byggt á in vitro rannsóknum er ekki að búast við neinum milliverkunum sem skipta máli í klínísku tilliti, milli nalmefens eða umbrotsefna þess og lyfja sem tekin eru samtímis og umbrotna fyrir tilstilli

algengustu CYP450 og UGT ensíma eða himnuflutningsefna. Samtímis gjöf lyfja sem eru öflugir hemlar UGT2B7 ensímsins (t.d. díklófenak, flúkónazól, medroxýprógesterón acetat, meklófenamik sýra) getur aukið útsetningu fyrir nalmefeni marktækt. Ólíklegt er að þetta valdi vandræðum við notkun endrum og eins, en þegar langtíma samtímis meðferð með öflugum UGT2B7 hemli er hafin, er ekki hægt að útiloka aukningu á útsetningu fyrir nalmefeni (sjá kafla 4.4). Á hinn bóginn getur samhliða gjöf UGT vaka (t.d. dexametasón, fenóbarbital, rífampisín, ómeprazól) mögulega leitt til að nalmefen nær ekki lækningalegri plasmaþéttni.

Ef Selincro er tekið með ópíóíð-viðtaka örvum (t.d. ákveðnum tegundum lyfja við hósta og kvefi, ákveðnum lyfjum við niðurgangi og ópíóíð verkjalyfjum) gæti það valdið því að sjúklingurinn hefur ekki gagn af ópíóíð-viðtaka örvanum.

Engin lyfjahvarfa milliverkun sem skiptir máli í klínísku tilliti er milli nalmefens og áfengis. Lítilsháttar versnun á hugrænni- og skynhreyfifærni virðist fylgja gjöf nalmefens. Samt sem áður virðast áhrif samtímis notkunar nalmefens og áfengis ekki vera meiri en samanlögð áhrif hvors efnis út af fyrir sig.

Samtímis notkun áfengis og Selincro kemur ekki í veg fyrir ölvunaráhrif áfengisins.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar (innan við 300 þunganir) liggja fyrir um notkun nalmefens á meðgöngu.

Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3).

Selincro er ekki ætlað til notkunar á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Fyrirliggjandi upplýsingar um lyfhrif og eiturefnafræði hjá dýrum sýna að nalmefen/umbrotsefni skiljast út í móðurmjólk (sjá kafla 5.3). Ekki er þekkt hvort nalmefen skilst út í brjóstamjólk.

Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir nýbura/ungbörn sem eru á brjósti.

Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/stöðva tímabundið meðferð með Selincro.

Frjósemi

Rannsóknir á rottum sýndu engin áhrif af nalmefeni á frjósemi, mökun, þungun eða eiginleika sæðis.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Áhrif nalmefens á hæfni til aksturs eða notkunar véla hafa ekki verið rannsökuð.

Selincro getur valdið aukaverkunum eins og ógleði, sundli, svefnleysi og höfuðverk. Þessar aukaverkanir voru í meirihluta tilvika vægar eða miðlungsalvarlegar, í tengslum við upphaf meðferðar og stóðu stutt yfir.

Selincro hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggissniði

Fleiri en 3.000 sjúklingar hafa fengið meðferð með nalmefeni í klínískum rannsóknum. Öryggissnið virðist almennt sambærilegt í öllum þeim klínísku rannsóknum sem gerðar hafa verið.

Tíðnitölur aukaverkananna í töflu 1 byggja á þremur slembuðum, tvíblindum, lyfleysustýrðum rannsóknum hjá sjúklingum háðum áfengi (1.144 sjúklingar fengu Selincro eftir þörfum og 797 fengu lyfleysu eftir þörfum).

Algengustu aukaverkanirnar voru ógleði, sundl, svefnleysi og höfuðverkur. Þessar aukaverkanir voru í meirihluta tilvika vægar eða miðlungs alvarlegar, í tengslum við upphaf meðferðar og stóðu stutt yfir.

Í klínísku rannsóknunum var greint frá ruglástandi og mjög sjaldan ofskynjunum og hugrofi. Þessar aukaverkanir voru í meirihluta tilvika vægar eða miðlungsalvarlegar, í tengslum við upphaf meðferðar og stóðu stutt yfir (nokkra klukkutíma upp í fáeina daga). Flestar aukaverkanirnar gengu til baka við áframhaldandi meðferð og komu ekki aftur fram við endurtekna lyfjagjöf. Þó að þessar aukaverkanir væru almennt skammvinnar, gætu þær í raun verið geðrof vegna áfengis, fráhvarfseinkenni vegna áfengis eða fyrirliggjandi geðrænn sjúkdómur.

Tafla yfir aukaverkanir

Tíðni er skilgreind sem: Mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), eða tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Tafla 1 Tíðni aukaverkana

Flokkun eftir líffærum

Tíðni

Aukaverkun

 

 

 

Efnaskipti og nærings

Algengar

Minnkuð matarlyst

 

 

 

 

Mjög algengar

Insomnia

 

 

 

 

Algengar

Svefntruflanir

 

 

 

 

 

Ruglástand

 

 

 

 

 

Eirðarleysi

Geðræn vandamál

 

 

 

Minnkuð kynhvöt (þ.m.t. engin

 

 

kynhvöt)

 

 

 

 

Tíðni ekki þekkt

Ofskynjanir (þ.m.t. ofheyrnir,

 

 

snertiofskynjanir, ofsjónir og

 

 

líkamsofskynjanir)

 

 

 

 

 

Hugrof

 

 

 

 

Mjög algengar

Sundl

 

 

 

 

 

Höfuðverkur

 

 

 

 

Algengar

Svefnhöfgi

 

 

 

Taugakerfi

 

Skjálfti

 

 

 

 

 

Truflanir á athygli

 

 

 

 

 

Náladofi

 

 

 

 

 

Minnkað húðskyn

 

 

 

Hjarta

Algengar

Hraðtaktur

 

 

 

Hjartsláttarónot

 

 

 

 

 

 

Mjög algengar

Ógleði

 

 

 

Meltingarfæri

Algengar

Uppköst

 

 

 

 

 

Munnþurrkur

 

 

 

Húð og undirhúð

Algengar

Ofsvitnun

 

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Algengar

Vöðvakrampar

 

 

 

 

Algengar

Þreyta

 

 

 

Almennar aukaverkanir og

 

Þróttleysi

aukaverkanir á íkomustað

 

Lasleiki

 

 

 

 

 

Óeðlileg líðan

 

 

 

Rannsóknarniðurstöður

Algengar

Þyngdarminnkun

 

 

 

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Í rannsókn á sjúklingum sem greindir höfðu verið með spilafíkn voru nalmefenskammtar allt að 90 mg/dag í 16 vikur rannsakaðir. Í rannsókn á sjúklingum með millivefsblöðrubólgu fengu 20 sjúklingar 108 mg/dag af nalmefeni í meira en 2 ár. Greint hefur verið frá inntöku á 450 mg af nalmefeni án breytinga á blóðþrýstingi, hjartsláttartíðni, öndunartíðni eða líkamshita.

Ekkert óvenjulegt aukaverkanamynstur sást við þessar aðstæður, en takmörkuð reynsla er fyrir hendi.

Í ofskömmtunartilvikum á að fylgjast með sjúklingnum og veita einkennameðferð.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Önnur lyf með verkun á taugakerfið, lyf gegn drykkjusýki (alcoholisma), ATC-flokkur: N07BB05

Verkunarháttur

Nalmefen temprar ópíóíðakerfið með sértækum μ, δ, og κ viðtakaáhrifum (receptor profile).

-Komið hefur í ljós í in vitro rannsókum að nalmefen er sértækur ópíóíða viðtaka bindill með blokkandi verkun á μ og δ viðtaka og hlutaörvandi verkun á κ viðtaka.

-Komið hefur í ljós í in vivo rannsókum að nalmefen dregur úr áfengisneyslu, líklega með temprandi áhrifum á barkar-mesólimbíska (cortico-mesolimbic) starfsemi.

Upplýsingar úr rannsóknum sem ekki eru klínískar, klínískum rannsóknum og birtum heimildum gefa ekki til kynna að nein hætta sé á að verða háð/háður eða misnota Selincro.

Verkun og öryggi

Verkun Selincro til að draga úr áfengisneyslu hjá sjúklingum sem eru haldnir áfengissýki (DSM-IV) var metin í tveimur virknirannsóknum. Sjúklingar sem höfðu fengið drykkjuóráð (delirium tremens), ofskynjanir, krampa, verulega geðræna sjúkdóma samhliða, eða verulega óeðlilega lifrarstarfsemi sem og þeir sem voru með veruleg fráhvarfseinkenni við skimun eða slembiröðun, voru útilokaðir. Meirihluti (80%) sjúklinganna sem voru teknir inn í rannsóknirnar, höfðu mikla eða mjög mikla heilsufarslega áhættu af drykkju (áfengisneysla >60 g/dag fyrir karla og >40 g/dag fyrir konur samkvæmt skilgreiningu WHO á áfengisneyslu í tengslum við heilsufarslega áhættu af drykkju) við skimun. Þar af höfðu 65% áfram mikla eða mjög mikla heilsufarslega áhættu af drykkju milli skimunar og slembiröðunar.

Báðar rannsóknirnar voru slembiraðaðar, tvíblindar, lyfleysustýrðar með samhliða-hópum. Sjúklingunum sem fengu Selincro var slembiraðað aftur eftir 6 mánaða meðferð og fengu annaðhvort lyfleysu eða Selincro í 1 mánuð í lok rannsóknar.Virkni Selincro var einnig metin í slembiraðaðri, tvíblindri, lyfleysustýrðri með samhliða-hópum rannsókn sem stóð yfir í eitt ár. Alls tóku 1941 sjúklingar þátt í rannsóknunum. Þar af fengu 1.144 meðferð með Selincro 18 mg eftir þörfum.

Klínísk og félagsleg staða og mynstur áfengisneyslunnar voru metin í upphafsheimsókn sjúklinganna (byggt á upplýsingum frá sjúklingi). Í slembiröðunarheimsókninni sem var 1-2 vikum seinna var heilsufarsleg áhætta af drykkju endurmetin og meðferð með Selincro hafin ásamt sálfélagslegum úrræðum (BRENDA) sem beindust að meðferðarheldni og því að draga úr áfengisneyslu. Selincro var ávísað eftir þörfum sem leiddi til að sjúklingarnir tóku Selincro að meðaltali annan hvern dag.

Virkni Selincro var metin út frá tveimur sameiginlegum aðalendapunktum: breytingin frá grunnlínu til loka 6. mánaðar á fjölda mánaðarlegra mikilla drykkjudaga (heavy drinking days – HDD) og breytingin frá grunnlínu til loka 6. mánaðar á heildaráfengisneyslu (Total Alcohol Consumption – TAC). Mikill drykkjudagur var skilgreindur sem dagur þar sem ≥60 g af hreinum vínanda er neytt hjá karlmönnum og ≥40 g hjá konum.

Veruleg fækkun mikilla drykkjudaga og minnkun á heildaráfengisneyslu kom fram hjá nokkrum sjúklingum á tímabilinu milli upphafsheimsóknarinnar (skimun) og slembiröðunar vegna áhrifa sem ekki voru lyfjafræðileg.

Í rannsóknum 1 (n=579) og 2 (n=655) drógu annars vegar 18% og hins vegar 33% heildarþýðisins umtalsvert úr áfengisneyslunni á tímabilinu milli skimunar og slembiröðunar. Af sjúklingum með mikla eða mjög mikla heilsufarslega áhættu af drykkju við grunnlínu, fundu 35% sjúklinga fyrir framförum vegna áhrifa af öðru en lyfjum á tímabilinu milli upphafsheimsóknarinnar (skimunar) og slembiröðunar. Við slembiröðun var áfengisneysla þessara sjúklinga það lítil að mjög lítið svigrúm var fyrir frekari framfarir (gólfáhrif). Þess vegna voru þeir sjúklingar sem höfðu ennþá mikla eða mjög mikla heilsufarslega áhættu af drykkju við slembiröðun, skilgreindir eftirá (post-hoc) sem markhópurinn. Í þessu eftiráskilgreinda þýði voru áhrif meðferðarinnar meiri en hjá heildarþýðinu.

Klínísk virkni og klínískt miklilvægi Selincro var skilgreint hjá sjúklingum með mikla eða mjög mikla heilsufarslega áhættu af drykkju við skimun og slembiröðun. Sjúklingarnir höfðu að meðaltali 23 mikla drykkjudaga á mánuði (11% sjúklinganna höfðu færri en 14 mikla drykkjudaga á mánuði) við grunnlínu og neyslan var 106 g/dag. Meirhluti sjúklinganna hafði litla (55% höfðu 0-13 í ADS skor) eða millistigs (36% höfðu 14-21 í skor) áfengisfíkn samkvæmt (Alcohol Dependence Scale)

Eftirágreining á virkni hjá sjúklingum sem höfðu áfram mikla eða mjög mikla heilsufarslega áhættu af drykkju við slembiröðun

Hlutfall sjúklinga sem dró sig úr rannsókn 1 var hærra í Selincro hópnum en í lyfleysu hópnum (50% á móti 32%). Í Selincro hópnum (n=171) voru 23 miklir drykkjudagar á mánuði við grunnlínu og í lyfleysuhópnum (n=167) voru 23 miklir drykkjudagar á mánuði við grunnlínu. Hjá þeim sjúklingum sem héldu áfram í rannsókninni og veittu upplýsingar um virkni eftir 6 mánuði, voru 9 miklir drykkjudagar á mánuði í Selincro hópnum (n=85) og 14 dagar á mánuði í lyfleysuhópnum (n=114). Heildaráfengisneyslan var 102 g á dag við grunnlínu í Selincro hópnum (n=171) og 99 g á dag við grunnlínu í lyfleysu hópnum (n=167). Hjá þeim sjúklingum sem héldu áfram í rannsókninni og veittu upplýsingar um virkni eftir 6 mánuði var heildaráfengisneyslan 40 g á dag í Selincro hópnum (n=85) og 57 g á dag í lyfleysu hópnum (n=114).

Hlutfall sjúklinga sem dró sig úr rannsókn 2 var hærra í Selincro hópnum en í lyfleysu hópnum (30% á móti 28%). Í Selincro hópnum (n=148) voru 23 miklir drykkjudagar á mánuði við grunnlínu og í lyfleysuhópnum (n=155) voru 22 miklir drykkjudagar á mánuði við grunnlínu. Hjá þeim sjúklingum sem héldu áfram í rannsókninni og veittu upplýsingar um virkni eftir 6 mánuði voru 10 miklir drykkjudagar á mánuði í Selincro hópnum (n=103) og 12 dagar á mánuði í lyfleysuhópnum (n=111). Heildaráfengisneyslan var 113 g á dag við grunnlínu í Selincro hópnum (n=148) og 108 g á dag við grunnlínu í lyfleysu hópnum (n=155). Hjá þeim sjúklingum sem héldu áfram í rannsókninni og veittu upplýsingar um virkni eftir 6 mánuði var heildaráfengineyslan 44 g á dag í Selincro hópnum (n=103) og 52 g á dag í lyfleysu hópnum (n=111).

Niðurstöður greiningar á þeim sem svöruðu meðferð úr samanteknum gögnum frá rannsóknunum tveimur eru í Töflu 2.

Tafla 2 Heildargreining á svörun hjá sjúklingum með mikla eða mjög mikla heilsufarslega áhættu af drykkju við skimun og slembiröðun

Svöruna

Lyfleysa

Nalmefen

Líkindahlutfall (95% CI)

p-gildi

Heildaráfengisneysla

19,9%

25,4%

1,44 (0,97; 2,13)

0,067

(TAC) R70b

 

 

 

 

0-4 miklir

16,8%

22,3%

1,54 (1,02; 2,35)

0,040

drykkjudagar

 

 

 

 

(HDD)c

 

 

 

 

a Í rannsókninni er litið svo á að þeir sem drógu síg út hafi ekki svarað meðferðinni

b≥70% minnkun á heildaráfengisneyslu (TAC) eftir 6 mánuði (28-daga tímabil)

c0 to 4 miklir drykkjudagar (HDD)/mánuði eftir 6 mánuði (28-daga tímabil)

Takmörkuð gögn liggja fyrir um Selincro á mánaðarlöngu lokatímabilinu.

1-árs rannsókn

Alls tóku 665 sjúklingar þátt í þessari rannsókn, en af þeim höfðu 52% mikla eða mjög mikla heilsufarslega áhættu af drykkju við grunnlínu; af þessum hópi höfðu 52% (sem svara til 27% af heildaþýðinu) áfram mikla eða mjög mikla heilsufarslega áhættu af drykkju við slembiröðun. Í þessum eftiráskilgreinda markhópi hættu fleiri sjúklingar sem fengu nalmefen (45%) í rannsókninni samanborið við þá sem fengu lyfleysu (31%). Í Selincro hópnum (n=141) voru 19 miklir drykkjudagar á mánuði við grunnlínu og í lyfleysuhópnum (n=42) voru 19 miklir drykkjudagar á mánuði við grunnlínu. Hjá þeim sjúklingum sem héldu áfram í rannsókninni og veittu upplýsingar um virkni eftir 1 ár voru 5 miklir drykkjudagar á mánuði í Selincro hópnum (n=78) og 10 miklir drykkjudagar á mánuði í lyfleysuhópnum (n=29). Heildaráfengisneyslan var 100 g á dag við grunnlínu í Selincro hópnum (n=141) og 101 g á dag við grunnlínu í lyfleysu hópnum (n=42). Hjá þeim sjúklingum sem héldu áfram í rannsókninni og veittu upplýsingar um virkni eftir 1 ár var heildaráfengineyslan 24 g á dag í Selincro hópnum (n=78) og 47 g á dag í lyfleysu hópnum (n=29).

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á Selincro hjá öllum undirhópum barna við meðhöndlun á áfengissýki (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Nalmefen frásogast hratt eftir inntöku eins 18,06 mg skammts, með hámarksþéttni (Cmax) 16,5 ng/ml eftir u.þ.b. 1,5 klst. og útsetningu (AUC) 131 ng*h/ml.

Nýting nalmefens við inntöku er 41%. Inntaka fituríkrar fæðu eykur heildar útsetningu (AUC) um 30% og hámarksþéttnina (Cmax) um 50%; tíminn (tmax) þar til hámarksstyrkur næst lengist um 30 mínútur (tmax er 1,5 klst.). Ólíklegt er talið að þessi breyting hafi klíníska þýðingu.

Dreifing

Að meðaltali eru u.þ.b. 30% nalmefens bundin próteini í plasma. Áætlað dreifingarrúmmál (Vd/F) er u.þ.b. 3.200 l.

Upplýsingar um setningu sem fengust úr PET sneiðmyndatöku rannsókn eftir 18,06 mg staka nalmefenskammta og endurtekna skömmtun einu sinni á dag, sýna að viðtakasetning er 94-100% innan 3 klst. frá lyfjagjöf, sem bendir til að nalmefen fari auðveldlega yfir blóð-heila þröskuldinn.

Umbrot

Eftir inntöku, umbrotnar nalmefen víðtækt og hratt í aðal umbrotsefnið nalmefen 3-O-glúkúróníð, og verður breytingin fyrst og fremst fyrir tilverknað UGT2B7 ensímsins og að litlu leyti UGT1A3 og UGT1A8 ensímanna. Lítill hluti nalmefens breytist í nalmefen 3-O-súlfat með súlfateringu og í nornalmefen með CYP3A4/5. Nornalmefen breytist áfram í nornalmefen 3-O-glúkúróníð og nornalmefen 3-O-súlfat. Ekki er álitið að umbrotsefnin hafi marktæka lyfjafræðilega verkun á ópíóíð viðtaka hjá fólki, nema hvað nalmefen 3-O-súlfat hefur sambærilega virkni og nalmefen. Nalmefen 3- 0-súlfat er þó til staðar í þéttni sem er minni en 10% af þéttni nalmefens og er því talið mjög ólíklegt að það eigi verulegan þátt í lyfjafræðilegri verkun nalmefens.

Brotthvarf

Umbrot með glúkúróníð samtengingu er megin verkunarháttur við úthreinsun nalmefens, með útskilnað um nýru sem aðal brotthvarfsleið nalmefens og umbrotsefna þess. Af heildarskammtinum skiljast 54% út með þavgi sem nalmefen 3-O-glúkúróníð, meðan nalmefen og önnur umbrotsefni þess eru til staðar í þvagi í minna magni en 3% hvert.

Úthreinsun eftir inntöku fyrir nalmefen (Cl/F) var áætluð 169 l/klst. og loka helmingunartíminn var áætlaður 12,5 klst.

Út frá gögnum um dreifingu, umbrot og útskilnað er að sjá að hátt hlutfall nalmefens skiljist út um lifur.

Línulegt/ólínulegt samband

Fram kemur að lyfjahvörf nalmefens eru línuleg og óháð skammtastærð á skammtabilinu 18,06 mg til

72,24 mg, með 4,4 faldri aukningu á Cmax og 4,3 faldri aukningu í AUC0-tau (í eða nálægt jafnvægi). Ekki kemur fram neinn umtalsverður munur á lyfjahvörfum fyrir nalmefen milli kynja, milli ungra og

aldraðra, eða milli mismunandi kynþátta.

Líkamsstærð virðist samt sem áður hafa smávægileg áhrif á úthreinsun nalmefens (úthreinsun eykst með meiri líkamsstærð), en ólíklegt er talið að það skipti klínískt máli.

Skert nýrnastarfsemi

Við gjöf staks 18,06 mg skammts nalmefens um munn hjá sjúklingum með væga, miðlungs eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi, flokkaða með notkun áætlaðs nýrahnoðrasíunarhraða, jókst útsetning fyrir nalmefeni samanborið við heilbrigða einstaklinga. Hjá sjúklingum með væga, miðlungs eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi var flatamál undir ferli (AUC) fyrir nalmefen 1,1 sinni, 1,4 sinnum og 2,4 sinnum stærra í hverjum hópi fyrir sig. Að auki var Cmax og helmingunartími brotthvarfs allt að 1,6 sinnum meiri hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi. Ekki sáust neinar breytingar með klíníska þýðingu á tmax fyrir neinn af þessum hópum. AUC og Cmax fyrir óvirka umbrotsefnið nalmefen 3-O-glúkúróníð var allt að 5,1 sinnum annars vegar og 1,8 sinnum hins vegar, hærra hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Skert lifrarstarfsemi

Við gjöf staks 18,06 mg skammts nalmefens hjá sjúklingum með væga til miðlungs skerta lifrarstarfsemi jókst útsetning miðað við heilbrigða einstaklinga. Hjá sjúklingum með væga skerðingu á lifrarstarfsemi jókst útsetning 1,5 falt og úthreinsun eftir inntöku minnkaði u.þ.b. 35%. Hjá sjúklingum með miðlungs skerðingu á lifrarstarfsemi jókst útsetningin 2,9 falt fyrir AUC og 1,7 falt fyrir Cmax, en úthreinsun eftir inntöku minnkaði hins vegar u.þ.b. 60%. Engar klínískt mikilvægar breytingar sáust á tmax eða brotthvarfs helmingunartíma hjá neinum þessara sjúklingahópa.

Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar, sem varða lyfjahvörf, eftir inntöku sjúklinga með alvarlega skerta lifrarstarfsemi á nalmefeni (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Aldraðir

Ekki hefur verið gerð nein sértæk rannsókn á skömmtun hjá sjúklingum ≥65 ára. Rannsókn með gjöf í æð benti til að ekki sé um að ræða neinar breytingar sem skipta máli á lyfjahvörfum hjá öldruðum í samanburði við yngri en fullorðna einstaklinga (sjá kafla 4.2 og 4.4).

5.3Forklínískar upplýsingar

Við staðbundna eitlakönnum (Local Lymph Node Assay) í músum, kom í ljós að nalmefen getur valdið húðnæmingu við staðbundna notkun.

Dýrarannsóknir benda ekki til beinna skaðlegra áhrifa á frjósemi, þungun, þroskun fósturvísa/fósturs, fæðingu eða þroska eftir fæðingu.

Í rannsókn á eituráhrifum á þroska fósturvísa-fósturs hjá kanínum, sáust áhrif á fóstur sem lúta að minnkaðri fósturþyngd og seinkun á beinmyndun, en engin meiriháttar frábrigði sáust. Flatarmál undir ferli (AUC), við þéttni þar sem ekki komu fram aukaverkanir (NOAEL) fyrir ofangreind áhrif, var minna en við útsetningu hjá mönnum við ráðlagða klíníska skammta.

Fjölgun sást á andvana fæddum ungum og minnkun á lífvænleika unga sást í eitrunarrannsóknum fyrir og eftir fæðingu hjá rottum. Talið var að um væri að ræða óbein áhrif tengd eituráhrifum á móður.

Í rannsóknum á rottum hefur sést útskilnaður nalmefens eða umbrotsefna þess í móðurmjólk.

Upplýsingar úr ekki klínísku rannsóknunum benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni eða krabbameinsvaldandi áhrifum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Töflukjarni Örkristallaður sellulósi Laktósi, vatnsfrír Krospóvídon, tegund A Magnesíumsterat

Töfluhúð

Hýprómellósi

Makrógól 400

Títan díoxíð (E171)

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

Gegnsæjar PVC/PVdC-álþynnur í pappaöskjum

Pakkningastærðir eru 7, 14, 28, 42, 49 og 98 filmuhúðaðar töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

H. Lundbeck A/S

Ottiliavej 9

DK-2500 Valby

Danmörk.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/12/815/001

7 töflur

EU/1/12/815/002

14 töflur

EU/1/12/815/003

28 töflur

EU/1/12/815/004

42 töflur

EU/1/12/815/005

98 töflur

EU/1/12/815/006

49 töflur

EU/1/12/815/007

14 töflur, veski

EU/1/12/815/008

28 töflur, veski

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 25. febrúar 2013.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf