Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Starlix (nateglinide) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A10BX03

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsStarlix
ATC-kóðiA10BX03
Efninateglinide
FramleiðandiNovartis Europharm Ltd

1.HEITI LYFS

STARLIX 60 mg filmuhúðaðar töflur.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 60 mg nateglinid.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Mjólkursykureinhýdrat: 141,5 mg í hverri töflu.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla.

60 mg bleikar, kringlóttar töflur með sniðbrún og áletruninni „STARLIX“ á annarri hliðinni og „60“ á hinni.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Nateglinid er ætlað til meðferðar með metformini hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 sem ekki næst stjórn á með hámarksskammti sem þolist af metformini einu sér.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Nateglinid á að taka inn 1 til 30 mínútum fyrir máltíð (venjulega með morgun-, hádegis- og kvöld- verði).

Læknir skal ákvarða skammt nateglinids eftir þörfum hvers sjúklings.

Ráðlagður upphafsskammtur er 60 mg þrisvar sinnum á dag fyrir máltíðir, einkum hjá sjúklingum með HbA1c nálægt markgildi. Auka má skammtinn í 120 mg þrisvar sinnum á dag.

Aðlögun skammta ætti að byggjast á reglulegum mælingum á sykrutengdum blóðrauða (HbA1c). Þar sem helstu meðferðaráhrif Starlix eru að minnka blóðsykur á matmálstíma (sem hefur áhrif á HbA1c) má einnig kanna meðferðarsvörun við Starlix með því að mæla glúkósa 1-2 klst. eftir máltíð.

Ráðlagður hámarksskammtur á dag er 180 mg þrisvar sinnum á dag, tekinn fyrir þrjár aðalmáltíðir dagsins.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Klínísk reynsla hjá sjúklingum yfir 75 ára að aldri er takmörkuð.

Börn

Engar upplýsingar eru tiltækar um notkun nateglinids hjá sjúklingum yngri en 18 ára og því er ekki mælt með notkun lyfsins handa þessum aldurshópi.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Engrar skammtaaðlögunar er þörf hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi. Sjúklingar með alvarlega lifrarsjúkdóma mega ekki nota nateglinid þar sem ekki hafa verið gerðar rannsóknir hjá þessum hópi.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Ekki er þörf á að aðlaga skammta hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi. Þó að 49% lækkun á Cmax fyrir nateglinid komi fram hjá sjúklingum í skilun, var almennt aðgengi og helmingunartími hjá sykursýkisjúklingum með í meðallagi til alvarlega skerta nýrnastarfsemi (úthreinsun kreatinins 15-50 ml/mín) sambærilegt fyrir nýrnasjúklinga sem þörfnuðust blóðskilunar og heilbrigða einstaklinga. Jafnvel þótt öryggi væri ekki í hættu hjá þessum sjúklingum gæti skammta- aðlögunar verið þörf með tilliti til lágs Cmax.

Aðrir

Hjá veikluðum eða vannærðum sjúklingum skal fyllstu varúðar gætt við ákvörðun upphafs- og viðhaldsskammta og stilla þarf skammta varlega af til að koma í veg fyrir blóðsykursfall.

4.3Frábendingar

Starlix má ekki nota handa sjúklingum:

með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

með sykursýki af tegund 1 (C-peptíð neikvæða).

með sykursýki með blóðsýringu, með eða án dás.

sem eru þungaðir eða hafa barn á brjósti (sjá kafla 4.6).

með alvarlega skerta lifrarstarfsemi.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Almennt

Nateglinid á ekki að nota eitt sér.

Eins og önnur lyf sem örva seytingu insúlíns, getur nateglinid valdið blóðsykursfalli.

Blóðsykursfall hefur sést hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 sem eru á sérstöku mataræði og stunda líkamsæfingar, svo og hjá þeim sem nota sykursýkilyf til inntöku (sjá kafla 4.8). Aldraðir, vannærðir sjúklingar og þeir sem eru með skerta starfsemi nýrnahettna eða heiladinguls eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi eru næmari fyrir blóðsykursfalli af völdum slíkrar meðferðar. Vera má að hætta á blóðsykursfalli hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 aukist við líkamlegt álag eða neyslu áfengis.

Einkenni blóðsykursfalls (óstaðfest með blóðþéttni glúkósa) komu fram hjá sjúklingum sem í upphafi voru með HbA1c nærri meðferðarmarkmiði (HbA1c 7,5%).

Samhliða notkun metformins er tengd aukinni hættu á blóðsykursfalli samanborið við það ef lyfið er notað eitt sér.

Erfitt kann að reynast að greina blóðsykursfall hjá þeim sem nota beta-blokka.

Þegar sjúklingur sem er í jafnvægi á einhverju blóðsykurslækkandi lyfi verður fyrir álagi, t.d. sótthita, áverka, sýkingu eða skurðaðgerð, getur stjórn á blóðsykri farið úr skorðum. Undir slíkum kringumstæðum getur verið nauðsynlegt að hætta meðferð með sykursýkilyfjum til inntöku og hefja í staðinn tímabundna meðferð með insúlíni.

Starlix inniheldur mjólkursykureinhýdrat. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa-galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyfið.

Sérstakir sjúklingahópar

Gæta skal varúðar þegar nateglinid er notað handa sjúklingum með í meðallagi skerta lifrarstarfsemi.

Engar klínískar rannsóknir hafa farið fram hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi eða hjá börnum og unglingum. Þar af leiðandi er ekki mælt með meðferð hjá þessum sjúklingahópum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ýmis lyf hafa áhrif á glúkósaefnaskipti og því ætti læknirinn að taka tillit til hugsanlegra milliverkana:

Eftirfarandi lyf geta aukið blóðsykurslækkandi áhrif nateglinids: ACE-hemlar (angiotensin-converting enzyme inhibitors), bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID), salicýlöt, monoamín oxidasa hemlar, ósértækir beta-adrenvirkir hemlar og anabólísk hormón (t.d. metandrostenolon).

Eftirfarandi lyf geta dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum nateglinids: Þvagræsilyf, barksterar, beta2-örvar, somatropin, somatostatin hliðstæður (t.d. lanreotid, octreotid), rifampin, fenytoin og jóhannesarjurt.

Þegar slík lyf - sem auka eða draga úr blóðsykurslækkandi áhrifum nateglinids - eru gefin sjúklingum, sem eru á meðferð með nateglinidi eða þegar þeir eru látnir hætta töku þeirra, ætti að fylgjast nákvæmlega með breytingum á stjórnun blóðsykurs.

Upplýsingar úr bæði in vitro og in vivo rannsóknum benda til þess að nateglinid umbrotni einkum fyrir tilstilli CYP2C9 og í minna mæli fyrir tilstilli CYP3A4.

Hófleg aukning á AUC fyrir nateglinid (~28%) sást hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, án breytinga á meðaltalsgildi Cmax og helmingunartíma brotthvarfs, í rannsókn á milliverkun við sulfinpyrazon sem er CYP2C9 hemill. Ekki er hægt að útiloka langvinnari áhrif og hugsanlega hættu á blóðsykursfalli hjá sjúklingum þegar nateglinid er gefið samtímis CYP2C9 hemlum.

Gæta skal sérstakrar varúðar þegar nateglinid er gefið samtímis öðrum öflugum CYP2C9 hemlum (t.d. fluconazoli, gemfibrozili eða sulfinpyrazoni), eða sjúklingum sem þekkt er að hafa lítil CYP2C9 umbrot.

Milliverkanarannsóknir með 3A4 hemli hafa ekki verið gerðar in vivo.

In vivo hefur nateglinid ekki klínískt marktæk áhrif á lyfjahvörf lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli CYP2C9 og CYP3A4. Lyfjahvörf warfarins (hvarfefni CYP3A4 og CYP2C9), diclofenacs (hvarfefni CYP2C9) og digoxins voru óbreytt við samhliða notkun nateglinids. Þessi lyf höfðu ekki heldur nein áhrif á lyfjahvörf nateglinids. Því er ekki nauðsynlegt að aðlaga skammtastærð digoxins, warfarins eða annarra lyfja sem eru hvarfefni CYP2C9 eða CYP3A4 við samhliða notkun með Starlix. Þá komu ekki heldur fram neinar klínískt marktækar lyfjahvarfamilliverkanir Starlix við önnur sykursýkilyf til inntöku, svo sem metformins eða glibenclamids.

Í in vitro rannsóknum sýnir nateglinid litla getu til útruðnings á próteinum (protein displacement).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Dýrarannsóknir hafa sýnt eituráhrif á þroska (sjá kafla 5.3). Engin reynsla er af notkun handa þunguðum konum og því er ekki unnt að meta öryggi Starlix á meðgöngu. Ekki má nota Starlix á meðgöngu frekar en önnur sykursýkilyf til inntöku.

Brjóstagjöf

Nateglinid útskilst í mjólk eftir að mjólkandi rottum er gefið lyfið með inntöku. Þótt ekki sé vitað hvort nateglinid skilst út í brjóstamjólk er blóðsykursfall hugsanlegt hjá brjóstmylkingum og því ætti ekki að nota nateglinid handa konum með barn á brjósti.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Áhrif Starlix á hæfni til aksturs og notkunar véla hafa ekki verið rannsökuð.

Ráðleggja skal sjúklingum að gera ráðstafanir til að forðast blóðsykursfall við akstur. Þetta er sérstaklega mikilvægt hjá þeim sem fá lítil eða engin viðvörunarmerki blóðsykursfalls eða fá oft blóðsykursfall. Íhuga skal réttmæti þess að aka við þessar kringumstæður.

4.8Aukaverkanir

Á grundvelli reynslu af nateglinidi og öðrum blóðsykurslækkandi lyfjum hafa eftirfarandi aukaverkanir komið fram. Tíðni er skilgreind sem: Mjög algengar ( 1/10); algengar ( 1/100 til <1/10); sjaldgæfar ( 1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar ( 1/10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Blóðsykursfall

Eins og við á um önnur sykursýkilyf hafa komið fram einkenni sem benda til blóðsykursfalls eftir að nateglinid hefur verið gefið. Einkennin eru svitnun, skjálfti, sundl, aukin matarlyst, hjartsláttarónot, ógleði, þreyta og máttleysi. Þau voru að jafnaði væg og auðvelt var að ráða bót á þeim með því að borða mat sem inniheldur kolvetni. Í klínískum rannsóknum sem lokið er var tilkynnt um einkenni blóðsykursfalls hjá 10,4% á meðferð með nateglinidi einu sér, 14,5% á samsettri meðferð með nateglinidi+metformini, 6,9% með metformini einu sér, 19,8% með glibenclamidi einu sér og 4,1% með lyfleysu.

Ónæmiskerfi

Mjög sjaldgæfar: Ofnæmi t.d. útbrot, kláði og ofsakláði.

Efnaskipti og næring

Algengar: Einkenni sem benda til blóðsykursfalls.

Meltingarfæri

Algengar: Kviðverkir, niðurgangur, meltingartruflun, ógleði.

Sjaldgæfar: Uppköst.

Lifur og gall

Mjög sjaldgæfar: Hækkun á lifrarensímum.

Önnur tilfelli

Aðrar aukaverkanir sem komu fram í klínískum rannsóknum höfðu svipaða tíðni hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Starlix og lyfleysu.

Reynsla eftir markaðssetningu hefur leitt í ljós tilvik um regnbogaroðaþot sem koma örsjaldan fyrir.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Í klínískri rannsókn hjá sjúklingum var Starlix gefið í stækkandi skömmtum allt upp í 720 mg á dag í 7 daga og þoldu sjúklingar það vel. Engin reynsla er af ofskömmtun Starlix í klínískum rannsóknum. Hins vegar getur of stór skammtur valdið óhóflegri lækkun glúkósa þannig að fram komi einkenni um blóðsykursfall. Við einkennum um blóðsykursfall, ef sjúklingur missir ekki meðvitund og ekki koma fram einkenni frá taugakerfinu, ætti að að gefa sjúklingi glúkósa til inntöku og aðlaga skammta og/eða máltíðir. Við alvarlegu einkennum blóðsykursfalls með dái, krampa eða öðrum einkennum frá taugakerfinu ætti að gefa glúkósa í æð. Vegna þess að nateglinid er að mjög miklu leyti bundið próteinum er skilun ekki áhrifarík aðferð til að fjarlægja það úr blóði.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: D-fenýlalanín afleiður; ATC-flokkur: A 10 BX 03.

Nateglinid er afleiða amínósýru (fenýlalanín) sem er efnafræðilega og lyfjafræðilega frábrugðin öðrum sykursýkilyfjum. Nateglinid er hraðvirkt, stuttverkandi lyf til inntöku sem eykur seytingu insúlíns. Áhrif þess eru háð því að virkar betafrumur séu í briseyjunum.

Bráð insúlínseyting er til þess að viðhalda eðlilegum blóðsykri. Þegar nateglinid er tekið inn á undan máltíð endurvekur það bráða- eða fyrsta fasa insúlínseytingar sem er ekki fyrir hendi hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2, sem veldur lækkun á glúkósa og HbA1c eftir máltíðir.

Nateglinid lokar ATP-háðum kalíumgöngum í beta-frumuhimnunni með eiginleikum sem greinir það frá öðrum bindlum (ligand) sulfonylureaviðtaka. Þetta afskautar betafrumuna og leiðir til opnunar kalsíumganga. Innflæði kalsíums eykur insúlínseytingu. Raflífeðlisfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að nateglinid hefur 45-300 sinnum meiri sértækni fyrir betafrumum briskirtilsins miðað við K+ATP-göng hjarta og æðakerfisins.

Hjá sjúklingum með tegund 2 sykursýki veldur nateglinid til inntöku, insúlínseytingu á fyrstu

15 mínútunum eftir máltíð. Þetta leiðir til blóðsykursfalls meðan á máltíðinni stendur. Insúlínþéttni fer aftur niður að upphafsgildi innan 3-4 klst. og dregur úr óhóflegu magni insúlíns í blóði eftir máltíð.

Insúlínseyting betafrumna briskirtilsins af völdum nateglinids er næm fyrir glúkósa, þannig að minna insúlín seytist eftir því sem glúkósaþéttnin fellur. Hins vegar veldur samtímis neysla fæðu eða innrennsli glúkósa aukinni insúlínseytingu.

Við samhliða notkun með metformini, sem hafði einkum áhrif á blóðsykur við föstu, voru áhrif nateglinids á HbA1c samleggjandi miðað við að hvort lyf væri gefið eitt og sér.

Áhrif nateglinids voru minni en áhrif metformins gefið eitt og sér (minnkun á HbA1c (%) með metformini 500 mg þrisvar sinnum á dag eitt og sér: -1,23 95% CI: -1,48; -0,99 og með nateglinidi 120 mg þrisvar sinnum á dag eitt og sér -0,90 95% CI: -1,14; -0,66 .

Verkun nateglinids ásamt metformini hefur verið borin saman við gliclazid ásamt metformini hjá 262 sjúklingum í 6 mánaða, slembaðri, tvíblindri rannsókn sem var hönnuð með það fyrir augum að ganga úr skugga um hvort fyrri meðferðin væri betri en hin síðari (superiority design). Minnkun

HbA1C, miðað við upphafsgildi, var -0,41% hjá hópnum sem fékk nateglinid og metformin, en -0,57% hjá hópnum sem fékk gliclazid og metformin (mismunur 0,17%, [95% CI -0,03, 0,36]). Báðar meðferðirnar þoldust vel.

Ekki hefur farið fram útkomurannsókn á nateglinidi og því hefur ekki verið sýnt fram á langtíma ávinning í tengslum við bætta blóðsykurstjórnun.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Nateglinid frásogast hratt eftir notkun Starlix taflna til inntöku fyrir máltíð og kemur hámarksþéttni lyfsins að jafnaði fram innan 1 klst. Nateglinid frásogast hratt og nánast algerlega (≥ 90%) úr lausn til inntöku. Heildaraðgengi eftir inntöku er talið vera 72%. Hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2, sem gefið var Starlix á bilinu 60 til 240 mg á undan þremur máltíðum á dag í eina viku, sýndi nateglinid línuleg lyfjahvörf fyrir bæði AUC og Cmax og tmax var óháð skammtastærð.

Dreifing

Dreifingarrúmmál nateglinids við jafnvægi, byggt á gögnum um notkun í bláæð, er áætlað vera u.þ.b. 10 lítrar. Rannsóknir in vitro hafa leitt í ljós að nateglinid er að mestu leyti (97-99%) bundið próteinum í sermi, einkum albúmíni í sermi og að minna leyti alfa1-sýruglýkópróteinum. Hve mikil próteinbindingin í sermi er, er óháð þéttni lyfsins á því þéttnibili sem rannsakað var, þ.e.

0,1-10 míkróg Starlix/ml.

Umbrot

Nateglinid umbrotnar að miklu leyti. Helstu umbrotsefni sem finnast í mönnum, stafa af hýdroxýl- tengingu ísóprópýlhliðarkeðjunnar, annaðhvort á metinkolefninu eða einum metýlhópnum; virkni helstu umbrotsefnanna er u.þ.b. 5-6 sinnum minni og 3 sinnum minni en verkun nateglinids, talið í sömu röð. Minni háttar umbrotsefni sem greindust voru diol, isopropen og acyl glúkúronsýru- samtenging(ar) nateglinids; einungis hin óverulegu isopren umbrotsefni hafa virkni sem er nærri því eins mikil og virkni nateglinids. Fyrirliggjandi upplýsingar úr bæði in vitro og in vivo rannsóknum benda til þess að nateglinid umbrotni einkum fyrir tilstilli CYP2C9 og í minna mæli fyrir tilstilli CYP3A4.

Brotthvarf

Brotthvarf nateglinids og umbrotsefna þess gerist hratt og algerlega. Mest af [14C] nateglinidi skilst út í þvagi (83%) og brotthvarf 10% til viðbótar verður í saur. U.þ.b. 75% af gefnu [14C] nateglinidi finnast í þvagi innan sex klst. eftir notkun. U.þ.b. 6-16% af gefnum skammti skildust út í þvagi sem óbreytt lyfið. Plasmaþéttni fellur hratt og helmingunartími brotthvarfs nateglinids er að jafnaði 1,5 klst. í öllum rannsóknum á Starlix hjá sjálfboðaliðum og hjá sjúklingumn með sykursýki af tegund 2. Það kemur heim og saman við stuttan helmingunartíma brotthvarfs að ekki virðist vera um að ræða neina uppsöfnun nateglinids við endurtekna skammta, allt að 240 mg þrisvar sinnum á dag.

Áhrif fæðu

Þegar nateglinid er gefið eftir mat hefur það engin áhrif á frásog (AUC) þess. Hins vegar verður seinkun á frásogshraða sem kemur fram í minnkun á Cmax og seinkun á því að hámarksþéttni í plasma (tmax) náist. Mælt er með því að Starlix sé gefið fyrir máltíð. Það er að jafnaði tekið rétt (einni mínútu) fyrir máltíð en þó má taka það innan 30 mínútna fyrir mat.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Aldur hafði engin áhrif á lyfjahvörf nateglinids.

Skert lifrarstarfsemi

Almennt aðgengi og helmingunartími nateglinids hjá einstaklingum sem ekki voru með sykursýki en með væga til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi var ekki marktækt öðruvísi en hjá heilbrigðum einstaklingum.

Skert nýrnastarfsemi

Almennt aðgengi og helmingunartími nateglinids hjá sykursýkisjúklingum með vægt, í meðallagi (úthreinsun kreatinins 31-50 ml/mín) og alvarlega (úthreinsun kreatinins 15-30 ml/mín) skerta nýrnastarfsemi (voru ekki í skilun) voru ekki klínískt marktækt öðruvísi en hjá heilbrigðum einstaklingum. 49% lækkun verður á Cmax fyrir nateglinid hjá sykursýkisjúklingum sem eru háðir skilun. Almennt aðgengi og helmingunartími hjá sykursýkisjúklingum sem voru háðir skilun var svipað og hjá heilbrigðum einstaklingum. Jafnvel þótt öryggi væri ekki í hættu hjá þessum sjúklingum gæti skammtaaðlögunar verið þörf með tilliti til lágs Cmax.

Kyn

Enginn klínískt marktækur munur kom fram milli karla og kvenna hvað varðar lyfjahvörf nateglinids.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkun á frjósemi og eftirburðarþroska. Nateglinid hafði ekki í för með sér fósturskemmdir hjá rottum. Hjá kanínum komu fram skaðleg áhrif á fósturþroska og tíðni vöntunar (agenesis) gallblöðru eða lítillar gallblöðru jókst við skammta sem voru 300 og 500 mg/kg (um það bil 24 og 28 faldur meðferðarskammtur hjá mönnum miðað við ráðlagðan 180 mg skammt af nateglinidi þrisvar sinnum á sólarhring, fyrir máltíðir), en ekki við 150 mg/kg (um það bil 17 faldur meðferðarskammtur hjá mönnum miðað við ráðlagðan 180 mg skammt af nateglinidi þrisvar sinnum á sólarhring, fyrir máltíðir).

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Mjólkursykureinhýdrat Örkristallaður sellulósi Povidon Natríumcroscarmellósi Magnesíumstearat Rautt járnoxíð (E172) Hýprómellósi Títantvíoxíð (E171) Talkúm

Makrógól

Vatnsfrí kísilkvoða

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum.

6.5Gerð íláts og innihald

Þynnur: PVC/PE/PVDC-mótuð þynna sem lokað er með álþynnu. Pakkningar innihalda 12, 24, 30, 60, 84, 120 og 360 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Novartis Europharm Limited

Frimley Business Park

Camberley GU16 7SR

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/174/001-007

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 3 apríl 2001.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 3 apríl 2006.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

1. HEITI LYFS

STARLIX 120 mg filmuhúðaðar töflur.

2. INNIHALDSLÝSING

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 120 mg nateglinid.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Mjólkursykureinhýdrat: 283 mg í hverri töflu.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla.

120 mg gular, sporöskjulaga töflur með sniðbrún og áletruninni „STARLIX“ á annarri hliðinni og „120“ á hinni.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Nateglinid er ætlað til meðferðar með metformini hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 sem ekki næst stjórn á með hámarksskammti sem þolist af metformini einu sér.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Nateglinid á að taka inn 1 til 30 mínútum fyrir máltíð (venjulega með morgun-, hádegis- og kvöld- verði).

Læknir skal ákvarða skammt nateglinids eftir þörfum hvers sjúklings.

Ráðlagður upphafsskammtur er 60 mg þrisvar sinnum á dag fyrir máltíðir, einkum hjá sjúklingum með HbA1c nálægt markgildi. Auka má skammtinn í 120 mg þrisvar sinnum á dag.

Aðlögun skammta ætti að byggjast á reglulegum mælingum á sykrutengdum blóðrauða (HbA1c). Þar sem helstu meðferðaráhrif Starlix eru að minnka blóðsykur á matmálstíma (sem hefur áhrif á HbA1c) má einnig kanna meðferðarsvörun við Starlix með því að mæla glúkósa 1-2 klst. eftir máltíð.

Ráðlagður hámarksskammtur á dag er 180 mg þrisvar sinnum á dag, tekinn fyrir þrjár aðalmáltíðir dagsins.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Klínísk reynsla hjá sjúklingum yfir 75 ára að aldri er takmörkuð.

Börn

Engar upplýsingar eru tiltækar um notkun nateglinids hjá sjúklingum yngri en 18 ára og því er ekki mælt með notkun lyfsins handa þessum aldurshópi.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Engrar skammtaaðlögunar er þörf hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi. Sjúklingar með alvarlega lifrarsjúkdóma mega ekki nota nateglinid þar sem ekki hafa verið gerðar rannsóknir hjá þessum hópi.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Ekki er þörf á að aðlaga skammta hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi. Þó að 49% lækkun á Cmax fyrir nateglinid komi fram hjá sjúklingum í skilun, var almennt aðgengi og helmingunartími hjá sykursýkisjúklingum með í meðallagi til alvarlega skerta nýrnastarfsemi (úthreinsun kreatinins 15-50 ml/mín) sambærilegt fyrir nýrnasjúklinga sem þörfnuðust blóðskilunar og heilbrigða einstaklinga. Jafnvel þótt öryggi væri ekki í hættu hjá þessum sjúklingum gæti skammta- aðlögunar verið þörf með tilliti til lágs Cmax.

Aðrir

Hjá veikluðum eða vannærðum sjúklingum skal fyllstu varúðar gætt við ákvörðun upphafs- og viðhaldsskammta og stilla þarf skammta varlega af til að koma í veg fyrir blóðsykursfall.

4.3 Frábendingar

Starlix má ekki nota handa sjúklingum:

með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

með sykursýki af tegund 1 (C-peptíð neikvæða).

með sykursýki með blóðsýringu, með eða án dás.

sem eru þungaðir eða hafa barn á brjósti (sjá kafla 4.6).

með alvarlega skerta lifrarstarfsemi.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Almennt

Nateglinid á ekki að nota eitt sér.

Eins og önnur lyf sem örva seytingu insúlíns, getur nateglinid valdið blóðsykursfalli.

Blóðsykursfall hefur sést hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 sem eru á sérstöku mataræði og stunda líkamsæfingar, svo og hjá þeim sem nota sykursýkilyf til inntöku (sjá kafla 4.8). Aldraðir, vannærðir sjúklingar og þeir sem eru með skerta starfsemi nýrnahettna eða heiladinguls eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi eru næmari fyrir blóðsykursfalli af völdum slíkrar meðferðar. Vera má að hætta á blóðsykursfalli hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 aukist við líkamlegt álag eða neyslu áfengis.

Einkenni blóðsykursfalls (óstaðfest með blóðþéttni glúkósa) komu fram hjá sjúklingum sem í upphafi voru með HbA1c nærri meðferðarmarkmiði (HbA1c 7,5%).

Samhliða notkun metformins er tengd aukinni hættu á blóðsykursfalli samanborið við það ef lyfið er notað eitt sér.

Erfitt kann að reynast að greina blóðsykursfall hjá þeim sem nota beta-blokka.

Þegar sjúklingur sem er í jafnvægi á einhverju blóðsykurslækkandi lyfi verður fyrir álagi, t.d. sótthita, áverka, sýkingu eða skurðaðgerð, getur stjórn á blóðsykri farið úr skorðum. Undir slíkum kringumstæðum getur verið nauðsynlegt að hætta meðferð með sykursýkilyfjum til inntöku og hefja í staðinn tímabundna meðferð með insúlíni.

Starlix inniheldur mjólkursykureinhýdrat. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa-galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyfið.

Sérstakir sjúklingahópar

Gæta skal varúðar þegar nateglinid er notað handa sjúklingum með í meðallagi skerta lifrarstarfsemi.

Engar klínískar rannsóknir hafa farið fram hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi eða hjá börnum og unglingum. Þar af leiðandi er ekki mælt með meðferð hjá þessum sjúklingahópum.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ýmis lyf hafa áhrif á glúkósaefnaskipti og því ætti læknirinn að taka tillit til hugsanlegra milliverkana:

Eftirfarandi lyf geta aukið blóðsykurslækkandi áhrif nateglinids: ACE-hemlar (angiotensin-converting enzyme inhibitors), bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID), salicýlöt, monoamín oxidasa hemlar, ósértækir beta-adrenvirkir hemlar og anabólísk hormón (t.d. metandrostenolon).

Eftirfarandi lyf geta dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum nateglinids: Þvagræsilyf, barksterar, beta2-örvar, somatropin, somatostatin hliðstæður (t.d. lanreotid, octreotid), rifampin, fenytoin og jóhannesarjurt.

Þegar slík lyf - sem auka eða draga úr blóðsykurslækkandi áhrifum nateglinids - eru gefin sjúklingum, sem eru á meðferð með nateglinidi eða þegar þeir eru látnir hætta töku þeirra, ætti að fylgjast nákvæmlega með breytingum á stjórnun blóðsykurs.

Upplýsingar úr bæði in vitro og in vivo rannsóknum benda til þess að nateglinid umbrotni einkum fyrir tilstilli CYP2C9 og í minna mæli fyrir tilstilli CYP3A4.

Hófleg aukning á AUC fyrir nateglinid (~28%) sást hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, án breytinga á meðaltalsgildi Cmax og helmingunartíma brotthvarfs, í rannsókn á milliverkun við sulfinpyrazon sem er CYP2C9 hemill. Ekki er hægt að útiloka langvinnari áhrif og hugsanlega hættu á blóðsykursfalli hjá sjúklingum þegar nateglinid er gefið samtímis CYP2C9 hemlum.

Gæta skal sérstakrar varúðar þegar nateglinid er gefið samtímis öðrum öflugum CYP2C9 hemlum (t.d. fluconazoli, gemfibrozili eða sulfinpyrazoni), eða sjúklingum sem þekkt er að hafa lítil CYP2C9 umbrot.

Milliverkanarannsóknir með 3A4 hemli hafa ekki verið gerðar in vivo.

In vivo hefur nateglinid ekki klínískt marktæk áhrif á lyfjahvörf lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli CYP2C9 og CYP3A4. Lyfjahvörf warfarins (hvarfefni CYP3A4 og CYP2C9), diclofenacs (hvarfefni CYP2C9) og digoxins voru óbreytt við samhliða notkun nateglinids. Þessi lyf höfðu ekki heldur nein áhrif á lyfjahvörf nateglinids. Því er ekki nauðsynlegt að aðlaga skammtastærð digoxins, warfarins eða annarra lyfja sem eru hvarfefni CYP2C9 eða CYP3A4 við samhliða notkun með Starlix. Þá komu ekki heldur fram neinar klínískt marktækar lyfjahvarfamilliverkanir Starlix við önnur sykursýkilyf til inntöku, svo sem metformins eða glibenclamids.

Í in vitro rannsóknum sýnir nateglinid litla getu til útruðnings á próteinum (protein displacement).

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Dýrarannsóknir hafa sýnt eituráhrif á þroska (sjá kafla 5.3). Engin reynsla er af notkun handa þunguðum konum og því er ekki unnt að meta öryggi Starlix á meðgöngu. Ekki má nota Starlix á meðgöngu frekar en önnur sykursýkilyf til inntöku.

Brjóstagjöf

Nateglinid útskilst í mjólk eftir að mjólkandi rottum er gefið lyfið með inntöku. Þótt ekki sé vitað hvort nateglinid skilst út í brjóstamjólk er blóðsykursfall hugsanlegt hjá brjóstmylkingum og því ætti ekki að nota nateglinid handa konum með barn á brjósti.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Áhrif Starlix á hæfni til aksturs og notkunar véla hafa ekki verið rannsökuð.

Ráðleggja skal sjúklingum að gera ráðstafanir til að forðast blóðsykursfall við akstur. Þetta er sérstaklega mikilvægt hjá þeim sem fá lítil eða engin viðvörunarmerki blóðsykursfalls eða fá oft blóðsykursfall. Íhuga skal réttmæti þess að aka við þessar kringumstæður.

4.8 Aukaverkanir

Á grundvelli reynslu af nateglinidi og öðrum blóðsykurslækkandi lyfjum hafa eftirfarandi aukaverkanir komið fram. Tíðni er skilgreind sem: Mjög algengar ( 1/10); algengar ( 1/100 til <1/10); sjaldgæfar ( 1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar ( 1/10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Blóðsykursfall

Eins og við á um önnur sykursýkilyf hafa komið fram einkenni sem benda til blóðsykursfalls eftir að nateglinid hefur verið gefið. Einkennin eru svitnun, skjálfti, sundl, aukin matarlyst, hjartsláttarónot, ógleði, þreyta og máttleysi. Þau voru að jafnaði væg og auðvelt var að ráða bót á þeim með því að borða mat sem inniheldur kolvetni. Í klínískum rannsóknum sem lokið er var tilkynnt um einkenni blóðsykursfalls hjá 10,4% á meðferð með nateglinidi einu sér, 14,5% á samsettri meðferð með nateglinidi+metformini, 6,9% með metformini einu sér, 19,8% með glibenclamidi einu sér og 4,1% með lyfleysu.

Ónæmiskerfi

Mjög sjaldgæfar: Ofnæmi t.d. útbrot, kláði og ofsakláði.

Efnaskipti og næring

Algengar: Einkenni sem benda til blóðsykursfalls.

Meltingarfæri

Algengar: Kviðverkir, niðurgangur, meltingartruflun, ógleði.

Sjaldgæfar: Uppköst.

Lifur og gall

Mjög sjaldgæfar: Hækkun á lifrarensímum.

Önnur tilfelli

Aðrar aukaverkanir sem komu fram í klínískum rannsóknum höfðu svipaða tíðni hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Starlix og lyfleysu.

Reynsla eftir markaðssetningu hefur leitt í ljós tilvik um regnbogaroðaþot sem koma örsjaldan fyrir.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Í klínískri rannsókn hjá sjúklingum var Starlix gefið í stækkandi skömmtum allt upp í 720 mg á dag í 7 daga og þoldu sjúklingar það vel. Engin reynsla er af ofskömmtun Starlix í klínískum rannsóknum. Hins vegar getur of stór skammtur valdið óhóflegri lækkun glúkósa þannig að fram komi einkenni um blóðsykursfall. Við einkennum um blóðsykursfall, ef sjúklingur missir ekki meðvitund og ekki koma fram einkenni frá taugakerfinu, ætti að að gefa sjúklingi glúkósa til inntöku og aðlaga skammta og/eða máltíðir. Við alvarlegu einkennum blóðsykursfalls með dái, krampa eða öðrum einkennum frá taugakerfinu ætti að gefa glúkósa í æð. Vegna þess að nateglinid er að mjög miklu leyti bundið próteinum er skilun ekki áhrifarík aðferð til að fjarlægja það úr blóði.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: D-fenýlalanín afleiður; ATC-flokkur: A 10 BX 03.

Nateglinid er afleiða amínósýru (fenýlalanín) sem er efnafræðilega og lyfjafræðilega frábrugðin öðrum sykursýkilyfjum. Nateglinid er hraðvirkt, stuttverkandi lyf til inntöku sem eykur seytingu insúlíns. Áhrif þess eru háð því að virkar betafrumur séu í briseyjunum.

Bráð insúlínseyting er til þess að viðhalda eðlilegum blóðsykri. Þegar nateglinid er tekið inn á undan máltíð endurvekur það bráða- eða fyrsta fasa insúlínseytingar sem er ekki fyrir hendi hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2, sem veldur lækkun á glúkósa og HbA1c eftir máltíðir.

Nateglinid lokar ATP-háðum kalíumgöngum í beta-frumuhimnunni með eiginleikum sem greinir það frá öðrum bindlum (ligand) sulfonylureaviðtaka. Þetta afskautar betafrumuna og leiðir til opnunar kalsíumganga. Innflæði kalsíums eykur insúlínseytingu. Raflífeðlisfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að nateglinid hefur 45-300 sinnum meiri sértækni fyrir betafrumum briskirtilsins miðað við K+ATP-göng hjarta og æðakerfisins.

Hjá sjúklingum með tegund 2 sykursýki veldur nateglinid til inntöku, insúlínseytingu á fyrstu

15 mínútunum eftir máltíð. Þetta leiðir til blóðsykursfalls meðan á máltíðinni stendur. Insúlínþéttni fer aftur niður að upphafsgildi innan 3-4 klst. og dregur úr óhóflegu magni insúlíns í blóði eftir máltíð.

Insúlínseyting betafrumna briskirtilsins af völdum nateglinids er næm fyrir glúkósa, þannig að minna insúlín seytist eftir því sem glúkósaþéttnin fellur. Hins vegar veldur samtímis neysla fæðu eða innrennsli glúkósa aukinni insúlínseytingu.

Við samhliða notkun með metformini, sem hafði einkum áhrif á blóðsykur við föstu, voru áhrif nateglinids á HbA1c samleggjandi miðað við að hvort lyf væri gefið eitt og sér.

Áhrif nateglinids voru minni en áhrif metformins gefið eitt og sér (minnkun á HbA1c (%) með metformini 500 mg þrisvar sinnum á dag eitt og sér: -1,23 95% CI: -1,48; -0,99 og með nateglinidi 120 mg þrisvar sinnum á dag eitt og sér -0,90 95% CI: -1,14; -0,66 .

Verkun nateglinids ásamt metformini hefur verið borin saman við gliclazid ásamt metformini hjá 262 sjúklingum í 6 mánaða, slembaðri, tvíblindri rannsókn sem var hönnuð með það fyrir augum að ganga úr skugga um hvort fyrri meðferðin væri betri en hin síðari (superiority design). Minnkun

HbA1C, miðað við upphafsgildi, var -0,41% hjá hópnum sem fékk nateglinid og metformin, en -0,57% hjá hópnum sem fékk gliclazid og metformin (mismunur 0,17%, [95% CI -0,03, 0,36]). Báðar meðferðirnar þoldust vel.

Ekki hefur farið fram útkomurannsókn á nateglinidi og því hefur ekki verið sýnt fram á langtíma ávinning í tengslum við bætta blóðsykurstjórnun.

5.2 Lyfjahvörf

Frásog

Nateglinid frásogast hratt eftir notkun Starlix taflna til inntöku fyrir máltíð og kemur hámarksþéttni lyfsins að jafnaði fram innan 1 klst. Nateglinid frásogast hratt og nánast algerlega (≥ 90%) úr lausn til inntöku. Heildaraðgengi eftir inntöku er talið vera 72%. Hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2, sem gefið var Starlix á bilinu 60 til 240 mg á undan þremur máltíðum á dag í eina viku, sýndi nateglinid línuleg lyfjahvörf fyrir bæði AUC og Cmax og tmax var óháð skammtastærð.

Dreifing

Dreifingarrúmmál nateglinids við jafnvægi, byggt á gögnum um notkun í bláæð, er áætlað vera u.þ.b. 10 lítrar. Rannsóknir in vitro hafa leitt í ljós að nateglinid er að mestu leyti (97-99%) bundið próteinum í sermi, einkum albúmíni í sermi og að minna leyti alfa1-sýruglýkópróteinum. Hve mikil próteinbindingin í sermi er, er óháð þéttni lyfsins á því þéttnibili sem rannsakað var, þ.e.

0,1-10 míkróg Starlix/ml.

Umbrot

Nateglinid umbrotnar að miklu leyti. Helstu umbrotsefni sem finnast í mönnum, stafa af hýdroxýl- tengingu ísóprópýlhliðarkeðjunnar, annaðhvort á metinkolefninu eða einum metýlhópnum; virkni helstu umbrotsefnanna er u.þ.b. 5-6 sinnum minni og 3 sinnum minni en verkun nateglinids, talið í sömu röð. Minni háttar umbrotsefni sem greindust voru diol, isopropen og acyl glúkúronsýru- samtenging(ar) nateglinids; einungis hin óverulegu isopren umbrotsefni hafa virkni sem er nærri því eins mikil og virkni nateglinids. Fyrirliggjandi upplýsingar úr bæði in vitro og in vivo rannsóknum benda til þess að nateglinid umbrotni einkum fyrir tilstilli CYP2C9 og í minna mæli fyrir tilstilli CYP3A4.

Brotthvarf

Brotthvarf nateglinids og umbrotsefna þess gerist hratt og algerlega. Mest af [14C] nateglinidi skilst út í þvagi (83%) og brotthvarf 10% til viðbótar verður í saur. U.þ.b. 75% af gefnu [14C] nateglinidi finnast í þvagi innan sex klst. eftir notkun. U.þ.b. 6-16% af gefnum skammti skildust út í þvagi sem óbreytt lyfið. Plasmaþéttni fellur hratt og helmingunartími brotthvarfs nateglinids er að jafnaði 1,5 klst. í öllum rannsóknum á Starlix hjá sjálfboðaliðum og hjá sjúklingumn með sykursýki af tegund 2. Það kemur heim og saman við stuttan helmingunartíma brotthvarfs að ekki virðist vera um að ræða neina uppsöfnun nateglinids við endurtekna skammta, allt að 240 mg þrisvar sinnum á dag.

Áhrif fæðu

Þegar nateglinid er gefið eftir mat hefur það engin áhrif á frásog (AUC) þess. Hins vegar verður seinkun á frásogshraða sem kemur fram í minnkun á Cmax og seinkun á því að hámarksþéttni í plasma (tmax) náist. Mælt er með því að Starlix sé gefið fyrir máltíð. Það er að jafnaði tekið rétt (einni mínútu) fyrir máltíð en þó má taka það innan 30 mínútna fyrir mat.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Aldur hafði engin áhrif á lyfjahvörf nateglinids.

Skert lifrarstarfsemi

Almennt aðgengi og helmingunartími nateglinids hjá einstaklingum sem ekki voru með sykursýki en með væga til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi var ekki marktækt öðruvísi en hjá heilbrigðum einstaklingum.

Skert nýrnastarfsemi

Almennt aðgengi og helmingunartími nateglinids hjá sykursýkisjúklingum með vægt, í meðallagi (úthreinsun kreatinins 31-50 ml/mín) og alvarlega (úthreinsun kreatinins 15-30 ml/mín) skerta nýrnastarfsemi (voru ekki í skilun) voru ekki klínískt marktækt öðruvísi en hjá heilbrigðum einstaklingum. 49% lækkun verður á Cmax fyrir nateglinid hjá sykursýkisjúklingum sem eru háðir skilun. Almennt aðgengi og helmingunartími hjá sykursýkisjúklingum sem voru háðir skilun var svipað og hjá heilbrigðum einstaklingum. Jafnvel þótt öryggi væri ekki í hættu hjá þessum sjúklingum gæti skammtaaðlögunar verið þörf með tilliti til lágs Cmax.

Kyn

Enginn klínískt marktækur munur kom fram milli karla og kvenna hvað varðar lyfjahvörf nateglinids.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkun á frjósemi og eftirburðarþroska. Nateglinid hafði ekki í för með sér fósturskemmdir hjá rottum. Hjá kanínum komu fram skaðleg áhrif á fósturþroska og tíðni vöntunar (agenesis) gallblöðru eða lítillar gallblöðru jókst við skammta sem voru 300 og 500 mg/kg (um það bil 24 og 28 faldur meðferðarskammtur hjá mönnum miðað við ráðlagðan 180 mg skammt af nateglinidi þrisvar sinnum á sólarhring, fyrir máltíðir), en ekki við 150 mg/kg (um það bil 17 faldur meðferðarskammtur hjá mönnum miðað við ráðlagðan 180 mg skammt af nateglinidi þrisvar sinnum á sólarhring, fyrir máltíðir).

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Mjólkursykureinhýdrat Örkristallaður sellulósi Povidon Natríumcroscarmellósi Magnesíumstearat Gult járnoxíð (E172) Hýprómellósi Títantvíoxíð (E171) Talkúm

Makrógól

Vatnsfrí kísilkvoða

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

3 ár.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum.

6.5 Gerð íláts og innihald

Þynnur: PVC/PE/PVDC-mótuð þynna sem lokað er með álþynnu. Pakkningar innihalda 12, 24, 30, 60, 84, 120 og 360 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Novartis Europharm Limited

Frimley Business Park

Camberley GU16 7SR

Bretland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/174/008-014

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 3 apríl 2001.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 3 apríl 2006.

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

1. HEITI LYFS

STARLIX 180 mg filmuhúðaðar töflur.

2. INNIHALDSLÝSING

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 180 mg nateglinid.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Mjólkursykureinhýdrat: 214 mg í hverri töflu.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla.

180 mg rauðar, sporöskjulag töflur með sniðbrún og áletruninni „STARLIX“ á annarri hliðinni og „180“ á hinni.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Nateglinid er ætlað til meðferðar með metformini hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 sem ekki næst stjórn á með hámarksskammti sem þolist af metformini einu sér.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Nateglinid á að taka inn 1 til 30 mínútum fyrir máltíð (venjulega með morgun-, hádegis- og kvöld- verði).

Læknir skal ákvarða skammt nateglinids eftir þörfum hvers sjúklings.

Ráðlagður upphafsskammtur er 60 mg þrisvar sinnum á dag fyrir máltíðir, einkum hjá sjúklingum með HbA1c nálægt markgildi. Auka má skammtinn í 120 mg þrisvar sinnum á dag.

Aðlögun skammta ætti að byggjast á reglulegum mælingum á sykrutengdum blóðrauða (HbA1c). Þar sem helstu meðferðaráhrif Starlix eru að minnka blóðsykur á matmálstíma (sem hefur áhrif á HbA1c) má einnig kanna meðferðarsvörun við Starlix með því að mæla glúkósa 1-2 klst. eftir máltíð.

Ráðlagður hámarksskammtur á dag er 180 mg þrisvar sinnum á dag, tekinn fyrir þrjár aðalmáltíðir dagsins.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Klínísk reynsla hjá sjúklingum yfir 75 ára að aldri er takmörkuð.

Börn

Engar upplýsingar eru tiltækar um notkun nateglinids hjá sjúklingum yngri en 18 ára og því er ekki mælt með notkun lyfsins handa þessum aldurshópi.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Engrar skammtaaðlögunar er þörf hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi. Sjúklingar með alvarlega lifrarsjúkdóma mega ekki nota nateglinid þar sem ekki hafa verið gerðar rannsóknir hjá þessum hópi.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Ekki er þörf á að aðlaga skammta hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi. Þó að 49% lækkun á Cmax fyrir nateglinid komi fram hjá sjúklingum í skilun, var almennt aðgengi og helmingunartími hjá sykursýkisjúklingum með í meðallagi til alvarlega skerta nýrnastarfsemi (úthreinsun kreatinins 15-50 ml/mín) sambærilegt fyrir nýrnasjúklinga sem þörfnuðust blóðskilunar og heilbrigða einstaklinga. Jafnvel þótt öryggi væri ekki í hættu hjá þessum sjúklingum gæti skammta- aðlögunar verið þörf með tilliti til lágs Cmax.

Aðrir

Hjá veikluðum eða vannærðum sjúklingum skal fyllstu varúðar gætt við ákvörðun upphafs- og viðhaldsskammta og stilla þarf skammta varlega af til að koma í veg fyrir blóðsykursfall.

4.3 Frábendingar

Starlix má ekki nota handa sjúklingum:

með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

með sykursýki af tegund 1 (C-peptíð neikvæða).

með sykursýki með blóðsýringu, með eða án dás.

sem eru þungaðir eða hafa barn á brjósti (sjá kafla 4.6).

með alvarlega skerta lifrarstarfsemi.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Almennt

Nateglinid á ekki að nota eitt sér.

Eins og önnur lyf sem örva seytingu insúlíns, getur nateglinid valdið blóðsykursfalli.

Blóðsykursfall hefur sést hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 sem eru á sérstöku mataræði og stunda líkamsæfingar, svo og hjá þeim sem nota sykursýkilyf til inntöku (sjá kafla 4.8). Aldraðir, vannærðir sjúklingar og þeir sem eru með skerta starfsemi nýrnahettna eða heiladinguls eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi eru næmari fyrir blóðsykursfalli af völdum slíkrar meðferðar. Vera má að hætta á blóðsykursfalli hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 aukist við líkamlegt álag eða neyslu áfengis.

Einkenni blóðsykursfalls (óstaðfest með blóðþéttni glúkósa) komu fram hjá sjúklingum sem í upphafi voru með HbA1c nærri meðferðarmarkmiði (HbA1c 7,5%).

Samhliða notkun metformins er tengd aukinni hættu á blóðsykursfalli samanborið við það ef lyfið er notað eitt sér.

Erfitt kann að reynast að greina blóðsykursfall hjá þeim sem nota beta-blokka.

Þegar sjúklingur sem er í jafnvægi á einhverju blóðsykurslækkandi lyfi verður fyrir álagi, t.d. sótthita, áverka, sýkingu eða skurðaðgerð, getur stjórn á blóðsykri farið úr skorðum. Undir slíkum kringumstæðum getur verið nauðsynlegt að hætta meðferð með sykursýkilyfjum til inntöku og hefja í staðinn tímabundna meðferð með insúlíni.

Starlix inniheldur mjólkursykureinhýdrat. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa-galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyfið.

Sérstakir sjúklingahópar

Gæta skal varúðar þegar nateglinid er notað handa sjúklingum með í meðallagi skerta lifrarstarfsemi.

Engar klínískar rannsóknir hafa farið fram hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi eða hjá börnum og unglingum. Þar af leiðandi er ekki mælt með meðferð hjá þessum sjúklingahópum.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ýmis lyf hafa áhrif á glúkósaefnaskipti og því ætti læknirinn að taka tillit til hugsanlegra milliverkana:

Eftirfarandi lyf geta aukið blóðsykurslækkandi áhrif nateglinids: ACE-hemlar (angiotensin-converting enzyme inhibitors), bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID), salicýlöt, monoamín oxidasa hemlar, ósértækir beta-adrenvirkir hemlar og anabólísk hormón (t.d. metandrostenolon).

Eftirfarandi lyf geta dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum nateglinids: Þvagræsilyf, barksterar, beta2-örvar, somatropin, somatostatin hliðstæður (t.d. lanreotid, octreotid), rifampin, fenytoin og jóhannesarjurt.

Þegar slík lyf - sem auka eða draga úr blóðsykurslækkandi áhrifum nateglinids - eru gefin sjúklingum, sem eru á meðferð með nateglinidi eða þegar þeir eru látnir hætta töku þeirra, ætti að fylgjast nákvæmlega með breytingum á stjórnun blóðsykurs.

Upplýsingar úr bæði in vitro og in vivo rannsóknum benda til þess að nateglinid umbrotni einkum fyrir tilstilli CYP2C9 og í minna mæli fyrir tilstilli CYP3A4.

Hófleg aukning á AUC fyrir nateglinid (~28%) sást hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, án breytinga á meðaltalsgildi Cmax og helmingunartíma brotthvarfs, í rannsókn á milliverkun við sulfinpyrazon sem er CYP2C9 hemill. Ekki er hægt að útiloka langvinnari áhrif og hugsanlega hættu á blóðsykursfalli hjá sjúklingum þegar nateglinid er gefið samtímis CYP2C9 hemlum.

Gæta skal sérstakrar varúðar þegar nateglinid er gefið samtímis öðrum öflugum CYP2C9 hemlum (t.d. fluconazoli, gemfibrozili eða sulfinpyrazoni), eða sjúklingum sem þekkt er að hafa lítil CYP2C9 umbrot.

Milliverkanarannsóknir með 3A4 hemli hafa ekki verið gerðar in vivo.

In vivo hefur nateglinid ekki klínískt marktæk áhrif á lyfjahvörf lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli CYP2C9 og CYP3A4. Lyfjahvörf warfarins (hvarfefni CYP3A4 og CYP2C9), diclofenacs (hvarfefni CYP2C9) og digoxins voru óbreytt við samhliða notkun nateglinids. Þessi lyf höfðu ekki heldur nein áhrif á lyfjahvörf nateglinids. Því er ekki nauðsynlegt að aðlaga skammtastærð digoxins, warfarins eða annarra lyfja sem eru hvarfefni CYP2C9 eða CYP3A4 við samhliða notkun með Starlix. Þá komu ekki heldur fram neinar klínískt marktækar lyfjahvarfamilliverkanir Starlix við önnur sykursýkilyf til inntöku, svo sem metformins eða glibenclamids.

Í in vitro rannsóknum sýnir nateglinid litla getu til útruðnings á próteinum (protein displacement).

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Dýrarannsóknir hafa sýnt eituráhrif á þroska (sjá kafla 5.3). Engin reynsla er af notkun handa þunguðum konum og því er ekki unnt að meta öryggi Starlix á meðgöngu. Ekki má nota Starlix á meðgöngu frekar en önnur sykursýkilyf til inntöku.

Brjóstagjöf

Nateglinid útskilst í mjólk eftir að mjólkandi rottum er gefið lyfið með inntöku. Þótt ekki sé vitað hvort nateglinid skilst út í brjóstamjólk er blóðsykursfall hugsanlegt hjá brjóstmylkingum og því ætti ekki að nota nateglinid handa konum með barn á brjósti.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Áhrif Starlix á hæfni til aksturs og notkunar véla hafa ekki verið rannsökuð.

Ráðleggja skal sjúklingum að gera ráðstafanir til að forðast blóðsykursfall við akstur. Þetta er sérstaklega mikilvægt hjá þeim sem fá lítil eða engin viðvörunarmerki blóðsykursfalls eða fá oft blóðsykursfall. Íhuga skal réttmæti þess að aka við þessar kringumstæður.

4.8 Aukaverkanir

Á grundvelli reynslu af nateglinidi og öðrum blóðsykurslækkandi lyfjum hafa eftirfarandi aukaverkanir komið fram. Tíðni er skilgreind sem: Mjög algengar ( 1/10); algengar ( 1/100 til <1/10); sjaldgæfar ( 1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar ( 1/10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Blóðsykursfall

Eins og við á um önnur sykursýkilyf hafa komið fram einkenni sem benda til blóðsykursfalls eftir að nateglinid hefur verið gefið. Einkennin eru svitnun, skjálfti, sundl, aukin matarlyst, hjartsláttarónot, ógleði, þreyta og máttleysi. Þau voru að jafnaði væg og auðvelt var að ráða bót á þeim með því að borða mat sem inniheldur kolvetni. Í klínískum rannsóknum sem lokið er var tilkynnt um einkenni blóðsykursfalls hjá 10,4% á meðferð með nateglinidi einu sér, 14,5% á samsettri meðferð með nateglinidi+metformini, 6,9% með metformini einu sér, 19,8% með glibenclamidi einu sér og 4,1% með lyfleysu.

Ónæmiskerfi

Mjög sjaldgæfar: Ofnæmi t.d. útbrot, kláði og ofsakláði.

Efnaskipti og næring

Algengar: Einkenni sem benda til blóðsykursfalls.

Meltingarfæri

Algengar: Kviðverkir, niðurgangur, meltingartruflun, ógleði.

Sjaldgæfar: Uppköst.

Lifur og gall

Mjög sjaldgæfar: Hækkun á lifrarensímum.

Önnur tilfelli

Aðrar aukaverkanir sem komu fram í klínískum rannsóknum höfðu svipaða tíðni hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Starlix og lyfleysu.

Reynsla eftir markaðssetningu hefur leitt í ljós tilvik um regnbogaroðaþot sem koma örsjaldan fyrir.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Í klínískri rannsókn hjá sjúklingum var Starlix gefið í stækkandi skömmtum allt upp í 720 mg á dag í 7 daga og þoldu sjúklingar það vel. Engin reynsla er af ofskömmtun Starlix í klínískum rannsóknum. Hins vegar getur of stór skammtur valdið óhóflegri lækkun glúkósa þannig að fram komi einkenni um blóðsykursfall. Við einkennum um blóðsykursfall, ef sjúklingur missir ekki meðvitund og ekki koma fram einkenni frá taugakerfinu, ætti að að gefa sjúklingi glúkósa til inntöku og aðlaga skammta og/eða máltíðir. Við alvarlegu einkennum blóðsykursfalls með dái, krampa eða öðrum einkennum frá taugakerfinu ætti að gefa glúkósa í æð. Vegna þess að nateglinid er að mjög miklu leyti bundið próteinum er skilun ekki áhrifarík aðferð til að fjarlægja það úr blóði.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: D-fenýlalanín afleiður; ATC-flokkur: A 10 BX 03.

Nateglinid er afleiða amínósýru (fenýlalanín) sem er efnafræðilega og lyfjafræðilega frábrugðin öðrum sykursýkilyfjum. Nateglinid er hraðvirkt, stuttverkandi lyf til inntöku sem eykur seytingu insúlíns. Áhrif þess eru háð því að virkar betafrumur séu í briseyjunum.

Bráð insúlínseyting er til þess að viðhalda eðlilegum blóðsykri. Þegar nateglinid er tekið inn á undan máltíð endurvekur það bráða- eða fyrsta fasa insúlínseytingar sem er ekki fyrir hendi hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2, sem veldur lækkun á glúkósa og HbA1c eftir máltíðir.

Nateglinid lokar ATP-háðum kalíumgöngum í beta-frumuhimnunni með eiginleikum sem greinir það frá öðrum bindlum (ligand) sulfonylureaviðtaka. Þetta afskautar betafrumuna og leiðir til opnunar kalsíumganga. Innflæði kalsíums eykur insúlínseytingu. Raflífeðlisfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að nateglinid hefur 45-300 sinnum meiri sértækni fyrir betafrumum briskirtilsins miðað við K+ATP-göng hjarta og æðakerfisins.

Hjá sjúklingum með tegund 2 sykursýki veldur nateglinid til inntöku, insúlínseytingu á fyrstu

15 mínútunum eftir máltíð. Þetta leiðir til blóðsykursfalls meðan á máltíðinni stendur. Insúlínþéttni fer aftur niður að upphafsgildi innan 3-4 klst. og dregur úr óhóflegu magni insúlíns í blóði eftir máltíð.

Insúlínseyting betafrumna briskirtilsins af völdum nateglinids er næm fyrir glúkósa, þannig að minna insúlín seytist eftir því sem glúkósaþéttnin fellur. Hins vegar veldur samtímis neysla fæðu eða innrennsli glúkósa aukinni insúlínseytingu.

Við samhliða notkun með metformini, sem hafði einkum áhrif á blóðsykur við föstu, voru áhrif nateglinids á HbA1c samleggjandi miðað við að hvort lyf væri gefið eitt og sér.

Áhrif nateglinids voru minni en áhrif metformins gefið eitt og sér (minnkun á HbA1c (%) með metformini 500 mg þrisvar sinnum á dag eitt og sér: -1,23 95% CI: -1,48; -0,99 og með nateglinidi 120 mg þrisvar sinnum á dag eitt og sér -0,90 95% CI: -1,14; -0,66 .

Verkun nateglinids ásamt metformini hefur verið borin saman við gliclazid ásamt metformini hjá 262 sjúklingum í 6 mánaða, slembaðri, tvíblindri rannsókn sem var hönnuð með það fyrir augum að ganga úr skugga um hvort fyrri meðferðin væri betri en hin síðari (superiority design). Minnkun

HbA1C, miðað við upphafsgildi, var -0,41% hjá hópnum sem fékk nateglinid og metformin, en -0,57% hjá hópnum sem fékk gliclazid og metformin (mismunur 0,17%, [95% CI -0,03, 0,36]). Báðar meðferðirnar þoldust vel.

Ekki hefur farið fram útkomurannsókn á nateglinidi og því hefur ekki verið sýnt fram á langtíma ávinning í tengslum við bætta blóðsykurstjórnun.

5.2 Lyfjahvörf

Frásog

Nateglinid frásogast hratt eftir notkun Starlix taflna til inntöku fyrir máltíð og kemur hámarksþéttni lyfsins að jafnaði fram innan 1 klst. Nateglinid frásogast hratt og nánast algerlega (≥ 90%) úr lausn til inntöku. Heildaraðgengi eftir inntöku er talið vera 72%. Hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2, sem gefið var Starlix á bilinu 60 til 240 mg á undan þremur máltíðum á dag í eina viku, sýndi nateglinid línuleg lyfjahvörf fyrir bæði AUC og Cmax og tmax var óháð skammtastærð.

Dreifing

Dreifingarrúmmál nateglinids við jafnvægi, byggt á gögnum um notkun í bláæð, er áætlað vera u.þ.b. 10 lítrar. Rannsóknir in vitro hafa leitt í ljós að nateglinid er að mestu leyti (97-99%) bundið próteinum í sermi, einkum albúmíni í sermi og að minna leyti alfa1-sýruglýkópróteinum. Hve mikil próteinbindingin í sermi er, er óháð þéttni lyfsins á því þéttnibili sem rannsakað var, þ.e.

0,1-10 míkróg Starlix/ml.

Umbrot

Nateglinid umbrotnar að miklu leyti. Helstu umbrotsefni sem finnast í mönnum, stafa af hýdroxýl- tengingu ísóprópýlhliðarkeðjunnar, annaðhvort á metinkolefninu eða einum metýlhópnum; virkni helstu umbrotsefnanna er u.þ.b. 5-6 sinnum minni og 3 sinnum minni en verkun nateglinids, talið í sömu röð. Minni háttar umbrotsefni sem greindust voru diol, isopropen og acyl glúkúronsýru- samtenging(ar) nateglinids; einungis hin óverulegu isopren umbrotsefni hafa virkni sem er nærri því eins mikil og virkni nateglinids. Fyrirliggjandi upplýsingar úr bæði in vitro og in vivo rannsóknum benda til þess að nateglinid umbrotni einkum fyrir tilstilli CYP2C9 og í minna mæli fyrir tilstilli CYP3A4.

Brotthvarf

Brotthvarf nateglinids og umbrotsefna þess gerist hratt og algerlega. Mest af [14C] nateglinidi skilst út í þvagi (83%) og brotthvarf 10% til viðbótar verður í saur. U.þ.b. 75% af gefnu [14C] nateglinidi finnast í þvagi innan sex klst. eftir notkun. U.þ.b. 6-16% af gefnum skammti skildust út í þvagi sem óbreytt lyfið. Plasmaþéttni fellur hratt og helmingunartími brotthvarfs nateglinids er að jafnaði 1,5 klst. í öllum rannsóknum á Starlix hjá sjálfboðaliðum og hjá sjúklingumn með sykursýki af tegund 2. Það kemur heim og saman við stuttan helmingunartíma brotthvarfs að ekki virðist vera um að ræða neina uppsöfnun nateglinids við endurtekna skammta, allt að 240 mg þrisvar sinnum á dag.

Áhrif fæðu

Þegar nateglinid er gefið eftir mat hefur það engin áhrif á frásog (AUC) þess. Hins vegar verður seinkun á frásogshraða sem kemur fram í minnkun á Cmax og seinkun á því að hámarksþéttni í plasma (tmax) náist. Mælt er með því að Starlix sé gefið fyrir máltíð. Það er að jafnaði tekið rétt (einni mínútu) fyrir máltíð en þó má taka það innan 30 mínútna fyrir mat.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Aldur hafði engin áhrif á lyfjahvörf nateglinids.

Skert lifrarstarfsemi

Almennt aðgengi og helmingunartími nateglinids hjá einstaklingum sem ekki voru með sykursýki en með væga til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi var ekki marktækt öðruvísi en hjá heilbrigðum einstaklingum.

Skert nýrnastarfsemi

Almennt aðgengi og helmingunartími nateglinids hjá sykursýkisjúklingum með vægt, í meðallagi (úthreinsun kreatinins 31-50 ml/mín) og alvarlega (úthreinsun kreatinins 15-30 ml/mín) skerta nýrnastarfsemi (voru ekki í skilun) voru ekki klínískt marktækt öðruvísi en hjá heilbrigðum einstaklingum. 49% lækkun verður á Cmax fyrir nateglinid hjá sykursýkisjúklingum sem eru háðir skilun. Almennt aðgengi og helmingunartími hjá sykursýkisjúklingum sem voru háðir skilun var svipað og hjá heilbrigðum einstaklingum. Jafnvel þótt öryggi væri ekki í hættu hjá þessum sjúklingum gæti skammtaaðlögunar verið þörf með tilliti til lágs Cmax.

Kyn

Enginn klínískt marktækur munur kom fram milli karla og kvenna hvað varðar lyfjahvörf nateglinids.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkun á frjósemi og eftirburðarþroska. Nateglinid hafði ekki í för með sér fósturskemmdir hjá rottum. Hjá kanínum komu fram skaðleg áhrif á fósturþroska og tíðni vöntunar (agenesis) gallblöðru eða lítillar gallblöðru jókst við skammta sem voru 300 og 500 mg/kg (um það bil 24 og 28 faldur meðferðarskammtur hjá mönnum miðað við ráðlagðan 180 mg skammt af nateglinidi þrisvar sinnum á sólarhring, fyrir máltíðir), en ekki við 150 mg/kg (um það bil 17 faldur meðferðarskammtur hjá mönnum miðað við ráðlagðan 180 mg skammt af nateglinidi þrisvar sinnum á sólarhring, fyrir máltíðir).

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Mjólkursykureinhýdrat Örkristallaður sellulósi Povidon Natríumcroscarmellósi Magnesíumstearat Rautt járnoxíð (E172) Hýprómellósi Títantvíoxíð (E171) Talkúm

Makrógól

Vatnsfrí kísilkvoða

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

3 ár.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum.

6.5 Gerð íláts og innihald

Þynnur: PVC/PE/PVDC-mótuð þynna sem lokað er með álþynnu. Pakkningar innihalda 12, 24, 30, 60, 84, 120 og 360 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Novartis Europharm Limited

Frimley Business Park

Camberley GU16 7SR

Bretland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/174/015-021

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 3 apríl 2001.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 3 apríl 2006.

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf