Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Starlix (nateglinide) – Fylgiseðill - A10BX03

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsStarlix
ATC-kóðiA10BX03
Efninateglinide
FramleiðandiNovartis Europharm Ltd

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Starlix 60 mg filmuhúðaðar töflur

Starlix 120 mg filmuhúðaðar töflur

Starlix 180 mg filmuhúðaðar töflur

Nateglinid

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Starlix og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Starlix

3.Hvernig nota á Starlix

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Starlix

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Starlix og við hverju það er notað

Upplýsingar um Starlix

Starlix tilheyrir flokki lyfja sem nefnist sykursýkilyf til inntöku.

Við hverju Starlix er notað

Starlix er notað handa sjúklingum með sykursýki af tegund 2. Það lækkar blóðsykur (glúkósa).

Læknirinn ávísar Starlix ásamt öðru sykursýkilyfi til inntöku, sem inniheldur metformin.

Hvernig Starlix verkar

Insúlín er efni sem myndast í brisinu. Það hjálpar til við að minnka blóðsykur, einkum að lokinni máltíð. Ef þú ert með sykursýki af tegund 2 er ekki víst að líkami þinn nái að hefja myndun insúlíns nógu fljótt að lokinni máltíð. Starlix örvar brisið til að framleiða insúlín hraðar. Það hjálpar til við að hafa stjórn á blóðsykri að lokinni máltíð.

Starlix töflur byrja að verka mjög fljótt eftir að þær eru teknar inn og þær skiljast hratt út úr líkamanum.

2.Áður en byrjað er að nota Starlix

Nauðsynlegt er að fara eftir öllum fyrirmælum læknis eða lyfjafræðings, jafnvel þótt þau séu frábrugðin þeim upplýsingum sem koma fram í fylgiseðlinum.

Ekki má nota Starlix

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir nateglinidi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

-ef þú ert með sykursýki af tegund 1 (þ.e. líkaminn framleiðir ekkert insúlín).

-ef þú finnur fyrir einhverjum einkennum verulegrar blóðsykurhækkunar (of hár blóðsykur og/eða ketónblóðsýring vegna sykursýki) t.d. miklum þorsta, tíðum þvaglátum, máttleysi eða þreytu, ógleði, mæði eða ringlun.

-ef þú ert með alvarlega lifrarsjúkdóma.

-ef þú ert þunguð eða hyggst verða þunguð.

-ef þú hefur barn á brjósti.

Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig skaltu ekki taka Starlix og ráðfæra þig við lækninn.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Þeir sem eru með sykursýki geta fundið fyrir einkennum sem tengjast of lágum blóðsykri (einnig nefnt blóðsykursfall). Sum lyf, þ.á m. Starlix, geta valdið einkennum of lágs blóðsykurs.

Ef þú ert með lágan blóðsykur getur þú fundið fyrir svima, sundli, svengd, skjálfta, eða öðrum einkennum sem tilgreind eru í kafla 4 „Hugsanlegar aukaverkanir“. Ef þú finnur fyrir þessu skaltu borða eða drekka eitthvað sem inniheldur sykur og ræða við lækninn.

Sumir eru líklegri en aðrir til þess að fá einkenni lágs blóðsykurs. Gæta skal varúðar:

-ef þú ert eldri en 65 ára.

-ef þú ert vannærður.

-ef þú ert með annan sjúkdóm sem getur valdið lágum blóðsykri (t.d. lítið virkur heiladingull eða nýrnahettur).

Ef eitthvað af þessu á við þig, skaltu fylgjast mjög grannt með blóðsykrinum hjá þér.

Fylgjast á vandlega með einkennum lágs blóðsykurs, sérstaklega:

-ef þú hefur stundað meiri líkamsáreynslu en venjulega.

-ef þú hefur neytt áfengis.

Áfengi getur haft áhrif á stjórnun blóðsykurs, því er mælt með að þú ræðir við lækninn um neyslu áfengis meðan á meðferð með Starlix stendur.

Leitið ráða hjá lækninum áður en Starlix er notað

-ef þú veist að þú ert með lifrarsjúkdóm.

-ef þú ert með alvarlegan nýrnasjúkdóm.

-ef þú ert með vandamál varðandi lyfjaniðurbrot.

-ef þú þarft að gangast undir skurðaðgerð.

-ef þú hefur nýlega fengið sótthita, lent í slysi eða fengið sýkingu. Vera má að aðlaga þurfi meðferð þína.

Ef þú ert með óþol fyrir mjólkursykri (ein gerð sykurs) skaltu ræða við lækninn áður en þú notar Starlix.

Börn og unglingar

Notkun Starlix er ekki ráðlögð handa börnum og unglingum (yngri en 18 ára) þar sem áhrif þess á þennan aldurshóp hafa ekki verið rannsökuð.

Notkun annarra lyfja samhliða Starlix

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Þörf fyrir Starlix kann að breytast ef önnur lyf eru notuð. Slíkt kann að valda auknum eða minnkuðum blóðsykri.

Sérstaklega mikilvægt er að segja lækninum eða lyfjafræðingnum frá því ef þú notar:

-Beta-blokka eða ACE-hemla (t.d. notuð við háum blóðþrýstingi og tilteknum hjarta- sjúkdómum).

-Þvagræsilyf (notuð við háum blóðþrýstingi).

-Barkstera, t.d. prednison og cortison (notuð við bólgusjúkdómum).

-Lyf sem hamla umbrotum lyfja t.d. fluconazol (notað við sveppasýkingu), gemfibrozil (notað við blóðfituvandmálum) og sulfinpyrazon (notað við langvinnri þvagsýrugigt).

-Anabólísk hormón (t.d. metandrostenolon).

-Jóhannesarjurt (náttúrulyf).

-Somatropin (vaxtarhormón).

-Somatostatin hliðstæður eins og t.d. lanreotid og octreotid (notað við ofvexti beina (acromegaly).

-Rifampin (notað til dæmis við berklum).

-Fenytoin (notað til dæmis við krömpum).

Vera má að læknirinn aðlagi skammtastærðir þessara lyfja.

Aldraðir

Starlix má gefa einstaklingum eldri en 65 ára. Slíkir sjúklingar þurfa að gæta sérstakrar varúðar til að koma í veg fyrir of lágan blóðsykur.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Þungaðar konur og konur sem hyggjast verða þungaðar mega ekki nota Starlix. Hafðu samband við lækni eins fljótt og mögulegt er ef þú verður þunguð meðan á meðferð stendur.

Konur eiga ekki að hafa barn á brjósti meðan á meðferð með Starlix stendur.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Dregið getur úr einbeitingarhæfni og viðbragðsflýti ef þú ert með lágan blóðsykur (blóðsykursfall). Hafðu þetta í huga við akstur eða notkun véla þar sem þú getur stefnt þér og öðrum í hættu.

Leita skal ráðlegginga hjá lækni um akstur ef þú verður oft fyrir blóðsykursfalli eða ef þú finnur ekki fyrir byrjunareinkennum blóðsykursfalls.

Starlix inniheldur mjólkursykur

Starlix inniheldur mjólkursykureinhýdrat. Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.Hvernig nota á Starlix

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Gleypið töflurnar heilar og drekkið vatnsglas með.

Hve mikið á að nota

Ráðlagður upphafsskammtur af Starlix er 60 mg þrisvar á dag, fyrir hverja af þremur aðalmáltíðunum. Sumir sjúklingar þurfa stærri skammt og læknirinn mun ákveða skammtinn sem hentar þér best. Ráðlagður hámarksskammtur er 180 mg þrisvar sinnum á dag fyrir hverja af þremur aðalmáltíðunum.

Hvenær nota á Starlix

Takið Starlix fyrir máltíð. Verkun lyfsins getur seinkað ef það er tekið meðan á máltíð stendur eða eftir máltíð.

Takið Starlix inn rétt fyrir þrjár aðalmáltíðarnar, venjulega:

-1 skammtur fyrir morgunverð

-1 skammtur fyrir hádegisverð

-1 skammtur fyrir kvöldverð

Best er að nota lyfið rétt fyrir aðalmáltíð, en taka má það inn allt að hálftíma fyrr.

Ekki nota lyfið ef þú ætlar ekki að borða aðalmáltíð. Ef þú sleppir úr máltíð, slepptu þá Starlix fram að næstu máltíð.

Þó að þú takir lyf við sykursýki, er mikilvægt að halda áfram að fylgja fyrirmælum varðandi mataræði og/eða hreyfingu sem læknirinn hefur mælt með.

Hve lengi á að taka Starlix

Haltu áfram að nota Starlix þar til læknirinn ráðleggur að hætta meðferðinni.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Leitið strax til læknis ef of margar töflur hafa verið teknar inn í ógáti. Ef fram koma einkenni um lágan blóðsykur (talin upp í kafla 4 „Hugsanlegar aukaverkanir“) skalt þú borða eða drekka eitthvað sem inniheldur sykur.

Biðjið um tafarlausa læknishjálp - eða látið einhvern annan gera það - ef þið teljið að yfirvofandi sé alvarlegt blóðsykursfall (sem getur leitt til meðvitundarleysis eða krampa).

Ef gleymist að nota Starlix

Ef þú gleymir að nota Starlix á einfaldlega að taka næstu töflu fyrir næstu máltíð. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Eftirlit meðan á meðferð með Starlix stendur

Verið getur að læknirinn athugi reglulega magnið sem þú notar af Starlix. Hann gæti aðlagað skammtinn að þínum þörfum. Ef þú hefur einhverjar spurningar um Starlix eða af hverju þér var ávísað þessu lyfi, skaltu spyrja lækninn.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanir af völdum Starlix eru að jafnaði vægar eða í meðallagi alvarlegar.

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Einkenni um lágan blóðsykur (blóðsykursfall) sem eru yfirleitt væg. Þau eru:

svitnun

sundl

skjálfti

máttleysi

svengd

hjartsláttarónot

þreyta

ógleði

Þessi einkenni geta einnig komið fram vegna vöntunar á mat eða of stórra skammta af sykursýkilyfi sem er notað. Ef þú færð einkenni um lágan blóðsykur, átt þú að borða eða drekka eitthvað sem inniheldur sykur.

Aðrar aukaverkanir geta verið:

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum): Kviðverkir, meltingartruflun, niðurgangur, ógleði.

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum): Uppköst.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum): Vægur afbrigðileiki í prófum á lifrarstarfsemi, ofnæmisviðbrögð svo sem útbrot og kláði.

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum): Húðútbrot með blöðrum á vörum, augum og/eða í munni, stundum með höfuðverk, hita og/eða niðurgangi.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Starlix

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið í upprunalegum umbúðum.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni á eftir „Fyrnist“

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má nota Starlix pakkningu sem er skemmd eða augljóst er að einhver hefur átt við hana. Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Starlix inniheldur

-Virka innihaldsefnið er nateglinid. Hver tafla inniheldur 60, 120 eða 180 mg nateglinid.

-Önnur innihaldsefni eru mjólkursykureinhýdrat; örkristallaður sellulósi; povidon; natríumcros- karmellósi; magnesíumstearat; vatnsfrí kísilkvoða.

-Töfluhúðin inniheldur hýprómellósa; títantvíoxíð (E171); talkúm; macrogol og rautt (60 mg og 180 mg töflur) eða gult (120 mg töflur) járnoxíð (E172).

Lýsing á útliti Starlix og pakkningastærðir

Starlix 60 mg filmuhúðaðar töflur eru bleikar, kringlóttar töflur með áletruninni „STARLIX“ á annarri hliðinni og „60“ á hinni.

Starlix 120 mg filmuhúðaðar töflur eru gular, sporöskjulaga töflur með áletruninni „STARLIX“ á annarri hliðinni og „120“ á hinni.

Starlix 180 mg filmuhúðaðar töflur eru rauðar, sporöskjulag töflur með áletruninni „STARLIX“ á annarri hliðinni og „180“ á hinni.

Í hverri þynnupakkningu eru 12, 24, 30, 60, 84, 120 eða 360 töflur. Ekki er víst að allar pakkninga- stærðir séu markassettar og hið sama á við um styrkleika lyfsins.

Markaðsleyfishafi

Novartis Europharm Limited

Frimley Business Park

Camberley GU16 7SR

Bretland

Framleiðandi

Novartis Farma S.p.A.

Via Provinciale Schito, 131 I-80058 Torre Annunziata - Napoli Ítalía

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Novartis Pharma N.V.

Novartis Pharma Services Inc.

Tél/Tel: +32 2 246 16 11

Tel: +370 5 269 16 50

България

Luxembourg/Luxemburg

Novartis Pharma Services Inc.

Novartis Pharma N.V.

Тел.: +359 2 976 98 28

Tél/Tel: +32 2 246 16 11

Česká republika

Magyarország

Novartis s.r.o.

Novartis Hungária Kft. Pharma

Tel: +420 225 775 111

Tel.: +36 1 457 65 00

Danmark

Malta

Novartis Healthcare A/S

Novartis Pharma Services Inc.

Tlf: +45 39 16 84 00

Tel: +356 2122 2872

Deutschland

Nederland

Novartis Pharma GmbH

Novartis Pharma B.V.

Tel: +49 911 273 0

Tel: +31 26 37 82 111

 

Eesti

Norge

Novartis Pharma Services Inc.

Novartis Norge AS

Tel: +372 66 30 810

Tlf: +47 23 05 20 00

Ελλάδα

Österreich

Novartis (Hellas) A.E.B.E.

Novartis Pharma GmbH

Τηλ: +30 210 281 17 12

Tel: +43 1 86 6570

España

Polska

Novartis Farmacéutica, S.A.

Novartis Poland Sp. z o.o.

Tel: +34 93 306 42 00

Tel.: +48 22 375 4888

France

Portugal

Novartis Pharma S.A.S.

Novartis Farma - Produtos Farmacêuticos, S.A.

Tél: +33 1 55 47 66 00

Tel: +351 21 000 8600

Hrvatska

România

Novartis Hrvatska d.o.o.

Novartis Pharma Services Romania SRL

Tel. +385 1 6274 220

Tel: +40 21 31299 01

Ireland

Slovenija

Novartis Ireland Limited

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +353 1 260 12 55

Tel: +386 1 300 75 50

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf.

Novartis Slovakia s.r.o.

Sími: +354 535 7000

Tel: +421 2 5542 5439

Italia

Suomi/Finland

Novartis Farma S.p.A.

Novartis Finland Oy

Tel: +39 02 96 54 1

Puh/Tel: +358 (0)10 6133 200

Κύπρος

Sverige

Novartis Pharma Services Inc.

Novartis Sverige AB

Τηλ: +357 22 690 690

Tel: +46 8 732 32 00

Latvija

United Kingdom

Novartis Pharma Services Inc.

Novartis Pharmaceuticals UK Ltd.

Tel: +371 67 887 070

Tel: +44 1276 698370

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf