Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Taltz (ixekizumab) – Samantekt á eiginleikum lyfs - L04

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsTaltz
ATC-kóðiL04
Efniixekizumab
FramleiðandiEli Lilly Nederland B.V.

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Taltz 80 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver áfyllt sprauta inniheldur 80 mg af ixekizumab í 1 ml.

Ixekizumab er manngert einstofna mótefni sem framleitt er með erfðatækni í CHO-frumum.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn í áfylltri sprautu (til inndælingar).

Lausnin er tær og litlaus eða aðeins gulleit.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Ábending fyrir notkun Taltz er meðhöndlun á meðalslæmum eða slæmum skellupsóríasis hjá fullorðnum sem taldir eru þola altæka lyfjameðferð.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Aðeins skyldi nota Taltz undir leiðsögn og eftirliti læknis sem hefur reynslu í greiningu og meðhöndlun psóríasis.

Skammtar

Ráðlagðar skammtastærðir eru 160 mg til inndælingar undir húð (tvær 80 mg inndælingar) í viku 0, eftir það 80 mg (ein inndæling) í viku 2, 4, 6, 8, 10 og 12. Að því loknu er viðhaldsskammtur 80 mg (ein inndæling) á 4 vikna fresti.

Íhuga skyldi að hætta meðferð sýni sjúklingur ekki viðbrögð eftir 16 til 20 vikur af meðferð. Sumir sjúklingar sem sýna hlutasvörun í upphafi meðferðar geta sýnt framfarir sé meðferð haldið áfram fram yfir 20 vikur.

Aldraðir (≥ 65 ára)

Ekki þarf að aðlaga skammtastærðir (sjá kafla 5.2).

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun lyfsins hjá einstaklingum ≥ 75 ára.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi

Taltz hefur ekki verið rannsakað hjá þessum sjúklingahópum. Ekki er hægt að gefa ráðleggingar um skammta.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Taltz hjá börnum og unglingum á aldrinum 6 til 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Notkun Taltz á ekki við til meðhöndlunar á meðalslæmum eða slæmum skellupsóríasis hjá börnum yngri en 6 ára.

Lyfjagjöf

Til notkunar undir húð.

Taltz er gefið með inndælingu undir húð. Skipta má um stungustaði milli lyfjagjafa. Við val á stungustað skal forðast að velja húðsvæði sem sýna merki um psóríasis. Ekki má hrista lausnina/sprautuna.

Eftir að hafa fengið viðeigandi þjálfun í inndælingu undir húð geta sjúklingar sprautað sig sjálfir með Taltz ef heilbrigðisstarfsmaður metur það svo. Samt sem áður skyldi læknirinn tryggja viðeigandi eftirfylgni sjúklinga. Ítarlegar leiðbeiningar um lyfjagjöf eru í fylgiseðlinum.

4.3Frábendingar

Alvarlegt ofnæmi fyrir virka efninu eða fyrir einhverju af hjálparefnunum sem talin eru upp í kafla 6.1.

Virkar sýkingar sem eru klínískt mikilvægar (t.d. virkir berklar, sjá kafla 4.4).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Sýkingar

Meðferð með Taltz hefur verið tengd aukinni tíðni sýkinga, s.s. sýkingum í efri hluta öndunarfæra, þruskusýkingu í munni, tárubólgu og sveppasýkingum (sjá kafla 4.8).

Gæta ætti varúðar við notkun Taltz hjá sjúklingum með klínískt þýðingarmiklar langvinnar sýkingar. Ef slík sýking kemur upp skal fylgjast vel með sjúklingnum og hætta notkun Taltz ef hann bregst ekki við hefðbundinni meðferð eða ef sýkingin verður alvarleg. Ekki skal hefja aftur meðferð með Taltz fyrr en sýkingin er horfin.

Ekki má gefa sjúklingum með virka berkla Taltz. Íhugið berklalyfjameðferð áður en Taltz er gefið sjúklingum með dulda berklasýkingu.

Ofnæmi

Greint hefur verið frá alvarlegum ofnæmisviðbrögðum, meðal annars nokkrum tilfellum af ofnæmisbjúg, ofsakláða og í mjög sjaldgæfum tilfellum síðkomnum (10-14 dögum eftir inndælingu) alvarlegum ofnæmisviðbrögðum að meðtöldum útbreiddum ofsakláða, mæði og mikilli mótefnaþéttni. Ef alvarleg ofnæmisviðbrögð koma fram skal strax hætta gjöf Taltz og hefja viðeigandi meðferð.

Bólgusjúkdómar í þörmum

Greint hefur verið frá nýjum tilfellum eða versnun á svæðisgarnabólgu (Crohns-sjúkdómur) og sáraristilbólgu. Gæta skal varúðar þegar sjúklingar með bólgusjúkdóma í þörmum, þar á meðal svæðisgarnabólgu og sáraristilbólgu, fá meðferð með Taltz, og fylgjast skal náið með sjúklingunum.

Ónæmisaðgerðir

Ekki ætti að nota Taltz ásamt lifandi bóluefnum. Engar upplýsingar liggja fyrir um viðbrögð við lifandi bóluefnum; ekki liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar um viðbrögð við deyddum bóluefnum (sjá kafla 5.1).

Hjálparefni

Þetta lyf inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í 80 mg skammti, sem merkir að magn natríums er óverulegt.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Öryggi Taltz við notkun samtímis öðrum ónæmistemprandi lyfjum eða ljósameðferð hefur ekki verið metið.

Formlegar in vivo rannsóknir á milliverkunum lyfsins við önnur lyf hafa ekki verið framkvæmdar. Ekki hefur verið greint frá hlutverki IL-17 í temprun CYP450-ensíma. Aukið magn ónæmisboðefna (cýtókína) í langvinnum bólgusjúkdómum dregur hins vegar úr myndun sumra CYP450-ensíma. Því getur bólgueyðandi meðferð, svo sem með IL-17A-hemlinum ixekizumab, valdið því að magn CYP450 verður aftur eðlilegt, sem leiðir til minni útsetningar lyfja sem notuð eru samtímis og umbrotna fyrir tilstilli CYP450. Því er ekki hægt að útiloka klínískt marktæk áhrif á CYP450-hvarfefni með þröngum lækningalegum stuðli þar sem skammturinn er aðlagaður hverjum einstakling (t.d. warfarín). Þegar meðferð með ixekizumab hefst hjá sjúklingum sem fá þegar meðferð með slíkum lyfjum þarf að viðhafa gott eftirlit.

4.6Frjósemi,meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri

Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferðinni stendur og í allt að 10 vikur eftir að meðferð lýkur.

Meðganga

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun ixekizumab á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, þroska fósturvísis/fósturs, fæðingu eða þroska eftir fæðingu (sjá kafla 5.3). Til öryggis ætti að forðast notkun Taltz á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort ixekizumab skilst út í brjóstamjólk eða frásogast altækt eftir inntöku. Ixekizumab skilst þó út í litlu magni í mjólk hjá cynomolgus-öpum. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/stöðva tímabundið meðferð með Taltz,.

Frjósemi

Áhrif ixekizumab á frjósemi hjá mönnum hafa ekki verið metin. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á frjósemi (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Taltz hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Algengustu aukaverkanirnar sem greint var frá voru viðbrögð á stungustað og sýkingar í efri hluta öndunarfæra (oftast nefkoksbólga).

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir samkvæmt klínískum rannsóknum (tafla 1) eru skráðar samkvæmt MedDRA-flokkun eftir líffærum. Innan hvers líffæraflokks eru aukaverkanirnar flokkaðar eftir tíðni, þar sem algengustu aukaverkanirnar eru taldar upp fyrst. Innan hvers tíðniflokks eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst. Eftirfarandi tíðniflokkun liggur til grundvallar við mat á aukaverkunum: mjög algengar

(≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1,000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10,000 til < 1/1,000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10,000).

Samtals voru 4.204 sjúklingar meðhöndlaðir með Taltz í klínískum þróunarrannsóknum á skellupsóríasis. Af þeim fengu 2.190 psóríasissjúklingar Taltz í að minnsta kosti eitt ár, sem samsvarar 3.531 sjúklingaárum.

Gögn úr þremur III fasa rannsóknum á skellupsóríasis með samanburði við lyfleysu voru sameinuð til að meta öryggi Taltz í samanburði við lyfleysu í allt að 12 vikur eftir að meðferð hófst. Samtals voru 3.119 sjúklingar metnir (1.161 sjúklingur fékk 80 mg á 4 vikna fresti (Q4W), 1.167 sjúklingar fengu 80 mg á 2 vikna fresti (Q2W) og 791 sjúklingur fékk lyfleysu).

Tafla 1. Listi yfir aukaverkanir í klínískum rannsóknuma

Líffæraflokkur

 

 

 

Taltz

Lyfleysa

 

 

 

Á fjögurra vikna

Á tveggja vikna

 

 

 

 

fresti (Q4W)

fresti (Q2W)

(N = 791)

 

 

 

(N = 1161) n (%)

(N = 1167) n (%)

n (%)

Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra

 

 

 

 

Mjög algengar

Sýking í efri hluta

 

(13,4)

163 (14,0)

101 (12,8)

 

öndunarfærab

 

 

 

 

 

Algengar

Húðsveppasýking

 

(0,9)

17 (1,5)

1 (0,1)

 

(tinea)

 

 

 

 

 

Sjaldgæfar

Inflúensa

 

(0,9)

8 (0,7)

 

Nefslímubólga

 

(0,9)

9 (0,8)

 

Þruskusýking í

 

2 (0,2)

9 (0,8)

 

munnic

 

 

 

 

 

 

Tárubólga

 

1 (0,1)

8 (0,7)

3 (0,4)

 

Húðbeðsbólgad

 

(0,9)

9 (0,8)

2 (0,3)

Blóð og eitlar

 

 

 

 

 

 

Sjaldgæfar

Daufkyrningafæðf

 

3 (0,3)

6 (0,5)

1 (0,1)

 

Blóðflagnafæðf

 

2 (0,2)

2 (0,2)

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

 

 

 

 

Algengar

Verkur í munnkoki

 

(1,7)

16 (1,4)

4 (0,5)

Meltingarfæri

 

 

 

 

 

 

Algengar

Ógleði

 

(1,3)

23 (2,0)

5 (0,6)

Húð og undirhúð

 

 

 

 

 

 

Sjaldgæfar

Ofsakláði

 

6 (0,5)

10 (0,9)

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

 

 

Mjög algengar

Viðbrögð á

 

(12,9)

196 (16,8)

26 (3.3)

 

stungustaðe

 

 

 

 

 

a III stigs klínískar

rannsóknir með samanburði við lyfleysu hjá sjúklingum með meðalslæman til

slæman blettapsóríasis sem fengu ixekizumab 80 mg Q2W, ixekizumab 80 mg Q4W eða lyfleysu í allt að 12 vikur

bSýkingar í efri hluti öndunarfæra nær yfir nefkoksbólgu og sýkingar í efri loftvegum

cÞruskusýking í munni, skilgreind sem tilfelli sem falla undir MedDRA-hugtökin þruskusýking í munni og sveppasýking í munni

dHúðbeðsbólga nær yfir húðbeðsbólgu af völdum klasakokka (stafýlókokka), húðbeðsbólgu í ytra eyra og heimakomu

eViðbrögð á stungustað voru algengari hjá þátttakendum með líkamsþyngd <60 kg en hjá þátttakendum með líkamsþyngd ≥ 60 kg (25% samanborið við 14 % samanlagt hjá hópunum sem fengu lyfjagjöf á tveggja vikna fresti og fjögurra vikna fresti)

fByggt á aukaverkanatilkynningum

Lýsing á völdum aukaverkunum

Viðbrögð á stungustað

Algengustu viðbrögð á stungustað voru hörundsroði og verkur. Þessi viðbrögð voru að mestu væg eða miðlungsalvarleg og urðu ekki til þess að meðferð með Taltz væri hætt.

Sýkingar

Í klínískum III stigs rannsóknum á skellupsóríasis með samanburði við lyfleysu var greint frá sýkingum hjá 27,2% sjúklinga sem fengu Taltz í allt að 12 vikur, samanborið við 22,9% sjúklinga sem fengu lyfleysu.

Flestar sýkingarnar voru ekki alvarlegar, ýmist vægar eða miðlungsalvarlegar, í flestum tilfellum þurfti ekki að stöðva meðferð. Alvarlegar sýkingar komu fram hjá 13 (0,6 %) sjúklinga sem fengu Taltz og hjá 3 (0,4 %) sjúklinga sem fengu lyfleysu (sjá kafla 4.4). Yfir allt meðferðartímabilið var greint frá sýkingum hjá 52,8 % sjúklinga sem fengu Taltz (46,9 á 100 sjúklingaár). Greint var frá alvarlegum sýkingum hjá 1,6 % sjúklinga sem fengu Taltz (1,5 á 100 sjúklingaár).

Rannsóknarniðurstöður varðandi daufkyrningafæð og blóðflagnafæð

Daufkyrningafæð kom fram hjá 9% sjúklinga sem fengu Taltz. Í flestum tilfellum var fjöldi daufkyrninga í blóði ≥1.000 frumur/mm3. Slík daufkyrningagildi geta verið viðvarandi, breytileg eða skammvinn. Hjá 0,1% sjúklinga sem fengu Taltz urðu daufkyrningagildi <1000 frumur/mm3. Almennt krafðist daufkyrningafæðin ekki stöðvunar á gjöf Taltz.

Hjá 3% sjúklinga sem fengu Taltz breyttust eðlileg grunngildi blóðflagna í <150.000 blóðflögur/mm3 í allt að ≥75.000 blóðflögur/mm3. Blóðflagnafæð getur verið viðvarandi, breytileg eða skammvinn.

Ónæmingargeta

Um það bil 9-17% sjúklinga sem fengu meðferð með Taltz í ráðlögðum skömmtum mynduðu mótefni við lyfinu, hjá flestum var um að ræða litla þéttni sem tengdist ekki minnkaðri klínískri svörun við lyfinu í allt að 60 vikna meðferð. Hjá um það bil 1% sjúklinga sem fengu meðferð með Taltz, voru þó staðfest hlutleysandi mótefni sem tengdust lítilli þéttni lyfsins og minnkaðri klínískri svörun. Ekki hefur verið sýnt með óyggjandi hætti fram á tengsl á milli ónæmingargetu og aukaverkana sem fram koma í meðferð.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá viðauka V.

4.9Ofskömmtun

Í klínískum rannsóknum hafa verið gefnir skammtar allt að 180 mg undir húð án skammtatakmarkandi eitrunarhrifa. Greint hefur verið frá ofskömmtun allt að 240 mg undir húð, gefið í stökum skammti, í klínískum rannsóknum, án alvarlegra aukaverkana. Komi til ofskömmtunar er mælt með að fylgst sé með sjúklingnum með tilliti til vísbendinga um aukaverkanir og gripið strax til viðeigandi meðferðar samkvæmt einkennum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Ónæmisbælandi lyf, interleukínhemlar, ATC kóði: L04AC13

Verkunarháttur

Ixekizumab er einstofna IgG4 mótefni sem binst við interleukín 17A (bæði IL-17A og IL-17A/F) með mikilli sækni (< 3 pM) og sértækni. Aukin þéttni IL-17A hefur verið bendluð við meingerð psóríasis með því að stuðla að fjölgun og virkjun hyrnisfrumna. Hlutleysing IL-17A með ixekizumab hamlar slíkri virkni. Ixekizumab binst ekki IL-17B, IL-17C, IL-17D, IL-17E eða IL-17F.

Mælingar á in vitro bindingu staðfestu að ixekizumab binst hvorki Fcγ-viðtökum I, IIa, og IIIa né komplementþætti (complement component) C1q í mönnum.

Lyfhrif

Ixekizumab hefur áhrif á líffræðileg viðbrögð sem eru framkölluð eða stjórnað af IL-17A. Vefjasýni úr psóríasishúð í I. stigs rannsókn sýndi skammtaháða tilhneigingu til þynnri húðþekju, færri hyrnisfrumna, T-frumna og angafrumna í skiptingu og fækkunar á staðbundnum bólguþáttum frá upphafi fram að degi 43. Því er minni hörundsroði, herslismyndun og flögnun á psóríasisskellum bein afleiðing af meðferð með ixekizumab.

Verkun og öryggi

Verkun og öryggi Taltz var kannað í þremur tvíblindum og slembiröðuðum III. stigs rannsóknum með samanburði við lyfleysu hjá fullorðnum sjúklingum með meðalslæman eða slæman skellupsóríasis sem taldir voru þola ljósameðferð eða altæka meðferð (UNCOVER-1, UNCOVER-2, og UNCOVER- 3). Einnig var verkun og öryggi Taltz borin saman við etanercept (UNCOVER-2 og UNCOVER-3). Sjúklingum sem var slembiraðað til að fá Taltz og svöruðu meðferð þannig að þeir voru með 0 eða 1 stig á sPGA-kvarðanum (static Physicians Global Assessment) í viku 12 var slembiraðað á ný til að fá lyfleysu eða Taltz í 48 vikur til viðbótar (UNCOVER-1 og UNCOVER-2); sjúklingar sem var slembiraðað til að fá lyfleysu, etanercept eða Taltz og svöruðu meðferð ekki þannig að þeir væru með 0 eða 1 stig á sPGA-kvarðanum fengu Taltz í allt að 48 vikur.

Af þeim 3.866 sjúklingum sem tóku þátt í þessum rannsóknum með samanburði við lyfleysu höfðu 64% áður fengið altæka meðferð (meðferð með líffræðilegum lyfjum, hefðbundna altæka meðferð eða meðferð með psoralen og útfjólubláu ljósi A (PUVA)), 43,5% höfðu áður fengið ljósameðferð, 49,3% höfðu áður fengið hefðbundna altæka meðferð, og 26,4% höfðu áður fengið meðferð með líffræðilegum lyfjum við psóríasis. Af öllum sjúklingunum höfðu 14,9% fengið að minnsta kosti eitt and-TNF alfa lyf og 8,7% höfðu fengið and-IL-12/IL-23. 23,4% sjúklinganna voru með sögu um psóríasis-gigt við upphaf rannsóknarinnar.

Í öllum þremur rannsóknunum voru samsettu aðalendapunktar það hlutfall sjúklinga sem náði

PASI 75-svörun (lækkun stiga á PASI-kvarðanum [Psoriasis Area and Severity Index] sem nam 75% eða meira) ásamt því hlutfalli sjúklinga sem náði svörun sem nam 0 ("hreint") eða 1 ("hverfandi") á sPGA-kvarðanum í 12. viku, samanborið við lyfleysu. Miðgildi stiga sjúklinga í öllum meðferðarhópunum á PASI-kvarðanum voru á bilinu 17,4 til 18,3 í upphafi meðferðar; 48,3% til 51,2% sjúklinganna voru með alvarlegt eða mjög alvarlegt ástand samkvæmt sPGA-kvarðanum í upphafi meðferðar, og meðaltal stiga sjúklinganna á kláðakvarða (itch Numeric Rating Scale, itch NRS) var á bilinu 6,3 til 7,1 í upphafi meðferðar.

Klínísk svörun eftir 12 vikur

1296 sjúklingar voru teknir inn í UNCOVER-1 rannsóknina. Sjúklingum var slembiraðað (1:1:1) til að fá annaðhvort lyfleysu eða Taltz (80 mg á tveggja eða fjögurra vikna fresti [Q2W eða Q4W] eftir

160 mg upphafsskammt) í 12 vikur.

Tafla 2. Niðurstöður varðandi verkun eftir 12. vikur í UNCOVER-1 rannsókninni

 

 

Fjöldi sjúklinga (%)

Munur á heildartíðni svörunar

 

 

 

 

miðað við lyfleysu (95%

 

 

 

 

öryggisbil)

Mælibreytur

 

Taltz

Taltz

Taltz

Taltz

Lyfleysa

80 mg á fjögurra

80 mg á tveggja

80 mg á fjögurra

80 mg á tveggja

 

 

(N = 431)

vikna fresti

vikna fresti

vikna fresti

vikna fresti

 

 

(N = 432)

(N = 433)

 

 

Fjöldi (hlutfall)

 

 

 

 

 

sjúklinga með

 

 

 

 

 

„0“ (hreint) eða

14 (3,2)

330 (76,4)a

354 (81,8)a

73,1 (68,8; 77,5)

78,5 (74,5; 82,5)

„1“ (hverfandi)

 

 

 

 

 

á sPGA-

 

 

 

 

 

kvarðanum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi (hlutfall)

 

 

 

 

 

sjúklinga með

 

149 (34,5)a

160 (37,0)a

 

 

„0“ (hreint) á

34,5 (30,0, 39,0)

37,0 (32,4, 41,5)

sPGA-

 

 

 

 

 

kvarðanum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi (hlutfall)

 

 

 

 

 

sjúklinga sem

17 (3,9)

357 (82,6)a

386 (89,1)a

78,7 (74,7, 82,7)

85,2 (81,7, 88,7)

náði PASI 75

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi (hlutfall)

 

 

 

 

 

sjúklinga sem

2 (0,5)

279 (64,6)a

307 (70,9)a

64,1 (59,6, 68,7)

70,4 (66,1, 74,8)

náði PASI 90

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi (hlutfall)

 

 

 

 

 

sjúklinga sem

145 (33,6)a

153 (35,3)a

33,6 (29,1, 38,0)

35,3 (30,8, 39,8)

náði PASI 100

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi (hlutfall)

 

 

 

 

 

sjúklinga með

 

 

 

 

 

lækkun um

58 (15,5)

305 (80,5)a

336 (85,9)a

65,0 (59,5, 70,4)

70,4 (65,4, 75,5)

≥4 stig á

 

 

 

 

 

kláðakvarða

 

 

 

 

 

(itch NRS) b

 

 

 

 

 

Skammstafanir: N = fjöldi sjúklinga í þýði sem ætlunin er að meðhöndla (Intent-to-treat) Athugið: ef gögn um sjúklinga vantaði töldust þeir ekki hafa svarað

ap < 0,001 miðað við lyfleysu

bSjúklingar með stig á kláðakvarða >= 4 í upphafi rannsóknar: lyfleysa N = 374, Taltz 80 mg á fjögurra vikna fresti N = 379, Taltz 80 mg á tveggja vikna fresti N = 391

1.224 sjúklingar voru teknir inn í UNCOVER-2 rannsóknina. Sjúklingum var slembiraðað (1:2:2:2) til að fá annaðhvort lyfleysu eða Taltz (80 mg á tveggja eða fjögurra vikna fresti [Q2W eða Q4W] eftir 160 mg upphafsskammt) eða etanercept 50 mg tvisvar í viku í 12 vikur.

Tafla 3. Niðurstöður varðandi verkun eftir 12. vikur í UNCOVER-2 rannsókninni

 

 

 

 

 

Munur á heildartíðni

 

 

Fjöldi sjúklinga (%)

 

svörunar miðað við lyfleysu

 

 

 

 

 

(95% öryggisbil)

Mælibreytur

 

Taltz

Taltz

Etanercept

Taltz

Taltz

 

 

80 mg á

80 mg á

80 mg á

80 mg á

 

Lyfleysa

50 mg tvisvar í

 

fjögurra vikna

tveggja vikna

fjögurra

tveggja

 

(N = 168)

viku

 

fresti

fresti

vikna fresti

vikna fresti

 

 

(N = 358)

 

 

(N = 347)

(N = 351)

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

 

 

 

 

 

 

með „0“

 

 

 

 

70,5 (65,3,

80,8 (76,3,

(hreint) eða

4 (2,4)

253 (72,9)a

292 (83,2)a

129 (36,0)

„1“

 

 

 

 

75,7)

85,4)

(hverfandi) á

 

 

 

 

 

 

sPGA-

 

 

 

 

 

 

kvarðanum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

 

 

 

 

31,7 (26,6,

41,3 (36,0,

með „0“

1 (0,6)

112 (32,3)a,b

147 (41,9)a,b

21 (5,9)c

(hreint) á

 

 

 

 

36,7)

46,6)

sPGA-

 

 

 

 

 

 

kvarðanum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

4 (2,4)

269 (77,5)a,b

315 (89,7)a,b

149 (41,6)a

75,1 (70,2,

87,4 (83,4,

sem náði

80,1)

91,3)

PASI 75

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

1 (0,6)

207 (59,7)a,b

248 (70,7)a,b

67 (18,7)a

59,1 (53,8,

70,1 (65,2,

sem náði

PASI 90

 

 

 

 

64,4)

75,0)

 

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

1 (0,6)

107 (30,8)a,b

142 (40,5)a,b

19 (5,3)c

30,2 (25,2,

39,9 (34,6,

sem náði

PASI 100

 

 

 

 

35,2)

45,1)

 

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

 

 

 

 

62,7 (55,1,

71,1 (64,0,

með lækkun

19 (14,1)

225 (76,8)a,b

258 (85,1)a,b

177 (57,8)a

um ≥4 stig á

 

 

 

 

70,3)

78,2)

kláðakvarða

 

 

 

 

 

 

(itch NRS) d

 

 

 

 

 

 

Skammstafanir: N = fjöldi sjúklinga í þýði sem ætlunin er að meðhöndla (Intent-to-treat) Athugið: ef gögn um sjúklinga vantaði töldust þeir ekki hafa svarað

ap < 0,001 samanborið við lyfleysu

bp < 0,001 samanborið við etanercept

cp < 0,01 samanborið við lyfleysu

d Sjúklingar með stig á kláðakvarða > = 4 í upphafi rannsóknar: lyfleysa N = 135, Taltz 80 mg á fjögurra vikna fresti N = 293, Taltz 80 mg á tveggja vikna fresti N = 303, Etanercept N = 306

1.346 sjúklingar voru teknir inn í UNCOVER-3 rannsóknina. Sjúklingum var slembiraðað (1:2:2:2) til að fá annaðhvort lyfleysu eða Taltz (80 mg á tveggja eða fjögurra vikna fresti [Q2W eða Q4W] eftir 160 mg upphafsskammt) eða etanercept 50 mg tvisvar í viku í 12 vikur.

Tafla 4.

Niðurstöður varðandi verkun eftir 12. vikur í UNCOVER-3 rannsókninni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Munur á heildartíðni svörunar

 

 

Fjöldi sjúklinga (%)

 

miðað við lyfleysu (95%

 

 

 

 

 

öryggisbil)

Mælibreytur

 

Taltz

Taltz

Etanercept

Taltz

Taltz

 

 

80 mg á

80 mg á

 

Lyfleysa

50 mg

80 mg á

80 mg á

 

fjögurra vikna

tveggja vikna

 

(N = 193)

tvisvar í viku

fjögurra vikna

tveggja

 

fresti

fresti

 

 

(N = 382)

fresti

vikna fresti

 

 

(N = 386)

(N = 385)

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

 

 

 

 

 

 

með „0“

 

 

 

 

68,7 (63,1,

73,8 (68,5,

(hreint) eða

13 (6,7)

291 (75,4)a,b

310 (80,5)a,b

159 (41,6)a

„1“

 

 

 

 

74,2)

79,1)

(hverfandi) á

 

 

 

 

 

 

sPGA-

 

 

 

 

 

 

kvarðanum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

 

 

 

 

36,0 (31,2,

40,3 (35,4,

með „0“

139 (36,0)a,b

155 (40,3)a,b

33 (8,6)a

(hreint) á

 

 

 

 

40,8)

45,2)

sPGA-

 

 

 

 

 

 

kvarðanum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

14 (7,3)

325 (84,2)a,b

336 (87,3)a,b

204 (53,4)a

76,9 (71,8,

80,0 (75,1,

sem náði

PASI 75

 

 

 

 

82,1)

85,0)

 

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

6 (3,1)

252 (65,3)a,b

262 (68,1)a,b

98 (25,7)a

62,2 (56,8,

64,9 (59,7,

sem náði

PASI 90

 

 

 

 

67,5)

70,2)

 

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

135 (35,0)a,b

145 (37,7)a,b

28 (7,3)a

35 (30,2, 39,7)

37,7 (32,8,

sem náði

PASI 100

 

 

 

 

 

42,5)

 

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

250 (79,9)a,b

264 (82,5)a,b

200 (64,1)a

59,0 (51,2,

61,6 (54,0,

sjúklinga

33 (20,9)

með lækkun

 

 

 

 

66,7)

69,2)

 

 

 

 

 

 

um ≥4 stig á

 

 

 

 

 

 

kláðakvarða

(itch NRS) c

Skammstafanir: N = fjöldi sjúklinga í þýði sem ætlunin er að meðhöndla (Intent-to-treat) Athugið: ef gögn um sjúklinga vantaði töldust þeir ekki hafa svarað

ap < 0.001 miðað við lyfleysu

bp < 0,001 samanborið við etanercept

cSjúklingar með stig á kláðakvarða > = 4 í upphafi rannsóknar: lyfleysa N = 158, Taltz 80 mg á fjögurra vikna fresti N = 313, Taltz 80 mg á tveggja vikna fresti N = 320, Etanercept N = 312

Verkun Taltz kom fljótt fram, með > 50% lækkun á meðaltali stiga á PASI-kvarðanum í 2. viku (Mynd 1). Strax í fyrstu viku var hlutfall sjúklinga sem náðu PASI 75 svörun marktækt hærra í hópunum sem fengu Taltz en í hópunum sem fengu lyfleysu og etanercept. Um það bil 25% sjúklinga sem fengu meðferð með Taltz voru með <5 stig á PASI-kvarðanum í annarri viku, meira en 55% voru með <5 stig á PASI-kvarðanum í fjórðu viku, og jókst það hlutfall upp í 85% í tólftu viku (samanborið við 3%, 14% og 50% með etanercept). Marktæk minnkun á alvarleika kláða kom í ljós í fyrstu viku hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Taltz.

Mynd 1. PASI-stig, hlutfallslegur bati í hverri skoðun eftir upphaf rannsóknar (mBOCF)) hjá meðferðarþýðinu á innleiðingartímabilinu - UNCOVER-2 og UNCOVER-3 rannsóknirnar

Meðferðarvika

PASI, hlutfallslegur bati frá upphafi

 

 

 

 

IXE á fjögurra

 

IXE á tveggja

LYFL

 

ETN (N=740)

 

 

vikna fresti

 

vikna fresti

(N=361)

 

 

 

 

 

 

 

(N=733)

 

(N=736)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sýnt var fram á verkun og öryggi Taltz án tillits til aldurs, kyns, kynþáttar, líkamsþyngdar, upphafsgildis PASI, staðsetningar skellna, samhliða psóríasisgigtar, og fyrri meðferðar með líffræðilegum lyfjum. Taltz var árangursríkt hjá sjúklingum sem höfðu ekki áður fengið altæka meðferð eða meðferð með líffræðilegum lyfjum, sjúklingum sem höfðu fengið meðferð með líffræðilegum lyfjum/and-TNF og sjúklingum sem höfðu fengið meðferð með líffræðilegum lyfjum/and-TNF án árangurs.

Verkun hjá þeim sem ekki svöruðu meðferð með Etanercept: Af þeim sjúklingum sem ekki svöruðu meðferð með etanercept þannig að þeir væru með 0 eða 1 stig á sPGA-kvarðanum í tólftu viku í UNCOVER-2 (N = 200) og skiptu yfir í Taltz 80 mg á fjögurra vikna fresti eftir 4 vikna hlé, náðu 73% svörun sem nam 0 eða 1 stigi á sPGA-kvarðanum og 83,5% náðu PASI 75-svörun, eftir að hafa fengið 12 vikna meðferð með Taltz.

Í klínísku rannsóknunum tveimur þar sem notað var virkt samanburðarlyf (UNCOVER-2 og UNCOVER-3) var tíðni alvarlegra aukaverkana 1,9% fyrir bæði etanercept og Taltz, og hlutfall þeirra sem hættu þátttöku vegna aukaverkana var 1,2% fyrir etanercept og 2,0% fyrir Taltz. Tíðni sýkinga var 21,5% fyrir etanercept og 26,0% fyrir Taltz, flestar voru vægar eða miðlungsalvarlegar. Tíðni alvarlegra sýkinga var 0,4% fyrir etanercept og 0,5% fyrir Taltz.

Viðhald svörunar í viku 60

Sjúklingum sem upphaflega var slembiraðað til að fá Taltz og sýndu svörun í 12. viku (þ.e. 0 eða 1 stig á sPGA-kvarðanum) í UNCOVER-1 og UNCOVER-2 var slembiraðað að nýju til að fá eina af eftirtöldum meðferðaráætlunum í 48 vikur til viðbótar: lyfleysu, eða Taltz (80 mg á fjögurra eða tólf vikna fresti [Q4W eða Q12W]).

Tafla 5. Viðhald svörunar og verkun eftir 60. vikur (Rannsóknirnar UNCOVER-1 og UNCOVER-2)

 

 

 

 

 

Munur á heildartíðni svörunar

 

 

Fjöldi sjúklinga (%)

 

miðað við lyfleysu (95%

 

 

 

 

 

öryggisbil)

 

 

 

 

 

 

 

Mælibreytur

80 mg á

80 mg á

80 mg á

80 mg á

80 mg á

80 mg á

fjögurra vikna

tveggja vikna

fjögurra vikna

tveggja vikna

fjögurra vikna

tveggja vikna

 

 

fresti

fresti

fresti

fresti

fresti

fresti

 

(innleiðsla) /

(innleiðsla) /

(innleiðsla) /

(innleiðsla) /

 

(innleiðsla) /

(innleiðsla) /

 

80 mg á

80 mg á

80 mg á

80 mg á

 

lyfleysa

lyfleysa

 

fjögurra vikna

fjögurra vikna

fjögurra vikna

fjögurra vikna

 

(viðhald)

(viðhald)

 

fresti (viðhald)

fresti (viðhald)

fresti (viðhald)

fresti (viðhald)

 

(N = 191)

(N = 211)

 

(N = 195)

(N = 221)

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

62,4 (55,1,

70,7 (64,2,

(hlutfall)

 

 

 

 

69,8)

77,2)

sjúklinga sem

 

 

 

 

 

 

hélst í „0“

12 (6,3)

16 (7,6)

134 (68,7)a

173 (78,3)a

 

 

(hreint) eða

 

 

„1“

 

 

 

 

 

 

(hverfandi) á

 

 

 

 

 

 

sPGA-

 

 

 

 

 

 

kvarðanum

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

47,7 (40,4,

56,0 (49,1,

(hlutfall)

 

 

 

 

54,9)

62,8)

sjúklinga sem

 

 

 

 

 

 

hélst í eða

3 (1,6)

6 (2,8)

96 (49,2)a

130 (58,8)a

 

 

náði „0“

 

 

 

 

 

 

(hreint) á

 

 

 

 

 

 

sPGA-

 

 

 

 

 

 

kvarðanum

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

66,5 (59,3,

74,3 (68,0,

(hlutfall)

 

 

 

 

73,7)

80,5)

sjúklinga sem

15 (7,9)

19 (9,0)

145 (74,4)a

184 (83,3)a

 

 

hélst í eða

 

 

 

 

 

 

náði PASI 75

 

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

62,0 (54,7,

71,7 (65,4,

(hlutfall)

 

 

 

 

69,2)

78,0)

sjúklinga sem

9 (4,7)

10 (4,7)

130 (66,7)a

169 (76,5)a

 

 

hélst í eða

 

 

 

 

 

 

náði PASI 90

 

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

48,2 (40,9,

54,6 (47,7,

(hlutfall)

3 (1,6)

6 (2,8)

97 (49,7)a

127 (57,5)a

55,4)

61,5)

sjúklinga sem

 

 

hélst í eða

 

 

 

 

 

 

náði

 

 

 

 

 

 

PASI 100 svörun

Skammstafanir: N = fjöldi sjúklinga í greiningarþýðinu

Athugið: ef gögn um sjúklinga vantaði töldust þeir ekki hafa svarað a p < 0,001 í samanburði við lyfleysu

Taltz var árangursríkt til að viðhalda svörun hjá sjúklingum sem höfðu ekki áður fengið altæka meðferð eða meðferð með líffræðilegum lyfjum, sjúklingum sem höfðu fengið meðferð með líffræðilegum lyfjum/and-TNF og sjúklingum sem höfðu fengið meðferð með líffræðilegum lyfjum/and-TNF án árangurs.

Hjá þátttakendum sem svöruðu meðferð þannig að þeir væru með 0 eða 1 stig á sPGA-kvarðanum í 12. viku og var slembiraðað á ný til að halda ekki áfram meðferð (þ.e. fengu lyfleysu), var miðgildi tímalengdar að bakslagi (≥3 stig á sPGA-kvarðanum) 164 dagar í sameinuðum gögnum úr UNCOVER-1 og UNCOVER-2 rannsóknunum. Af þessum sjúklingum endurheimtu 71,5% svörun sem var að minnsta kosti þannig að þeir væru með 0 eða 1 stig á sPGA-kvarðanum innan 12 vikna frá því að meðferð með Taltz 80 mg á fjögurra vikna fresti var hafin á ný.

Í samanburði við lyfleysu og etanercept var í 12. viku sýnt fram á marktækt meiri bata á psóríasis í nöglum frá upphafi meðferðar (mælt með NAPSI-kvarðanum [Nail Psoriasis Severity Index]), psóríasis í hársverði (mælt með PSSI-kvarðanum [Psoriasis Scalp Severity Index]) og psóríasis í lófum og iljum (mælt með PPASI-kvarðanum [Psoriasis Palmoplantar Severity Index]). Þessi bati á psóríasis í nöglum, hársverði og í lófum og iljum var enn til staðar í viku 60 hjá sjúklingum sem fengu Taltz og svöruðu meðferð þannig að þeir væru með 0 eða 1 stig á sPGA-kvarðanum í viku 12.

Lífsgæði/niðurstöður að sögn sjúklinga

Í öllum rannsóknunum kom fram tölfræðilega marktækur bati í viku 12 hjá þeim sem fengu Taltz hvað varðar heilsutengd lífsgæði (Health-related Quality of Life) metið sem meðallækkun frá grunngildum skv. DLQI-lífsgæðakvarðanum (Dermatology Life Quality Index) (Taltz 80 mg á 2 vikna fresti (Q2W) frá -10,2 til -11,1, Taltz 80 mg á 4 vikna fresti (Q4W) frá -9,4 til -10,7, etanercept frá -7,7 til -8,0 og lyfleysa -1,0 til -2,0). Marktækt stærri hluti sjúklinga sem fékk Taltz náði 0 eða 1 á DLQI kvarða. Í öllum rannsóknum náðu þeir sjúklingar sem fengu Taltz tölfræðilega marktækri minnkun á kláða samkvæmt Itch NRS kláðakvarðanum (Itch Numeric Rating Scale). Tölfræðilega marktækt stærri hluti sjúklinga sem fékk Taltz náði minnkun á kláða á NRS ≥ 4 stig á 12. viku (84,6% fyrir Taltz Q2W, 79,2% fyrir Taltz Q4W og 16,5% fyrir lyfleysu) og batinn hélst áfram fram að viku 60 hjá þeim sjúklingum sem fengu Taltz og svöruðu með 0 eða 1 stigi á sPGA-kvarðanum í 12. viku. Engar vísbendingar voru um versnum þunglyndis í allt að 60 vikna meðferð með Taltz metið á Quick Inventory of Depressive Symptomatology Self Report kvarðanum.

Bólusetningar

Í rannsókn á heilbrigðum einstaklingum, komu ekki fram nein áhyggjuefni hvað varðar öryggi þegar einstaklingunum hafði verið gefin tvö deydd bóluefni (gegn stífkrampa og pneumokokkum), eftir að hafa áður fengið tvo skammta af ixekizumabi (160 mg fylgt eftir með öðrum skammti af 80 mg tveimur vikum seinna). Upplýsingarnar er varða bólusetninguna eru þó ekki nógu fullnægjandi til að hægt sé að staðfesta nægilega ónæmissvörun við bóluefnunum eftir gjöf Taltz.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á með Taltz hjá einum eða fleiri undirhópum barna við skellupsóríasis (sjá kafla 4.2 varðandi upplýsingar um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Eftir að sjúklingar með psóríasis höfðu fengið stakan skammt af izekizumab á bilinu 5 til 160 mg undir húð var hámarksþéttni að meðaltali náð eftir 4 til 7 daga. Meðaltal (SD) hámarksþéttni (Cmax) ixekizumabs í blóðvökva eftir 160 mg upphafsskammt var 19,9 (8,15) µg/ml.

Eftir 160 mg upphafsskammt var jafnvægi náð í 8. viku með skammtaáætluninni 80 mg á tveggja

vikna fresti. Áætlað meðaltal (SD) Cmax,ss er 21,5 (9,16) µg/ml og áætlað meðaltal (SD) C trough,ss er 5,23 (3,19) µg/ml.

Þegar skipt var úr skammtaáætluninni 80 mg á tveggja vikna fresti í skammtaáætlunina 80 mg á fjögurra vikna fresti í 12. viku ætti jafnvægi að nást eftir um það bil 10 vikur. Áætlað meðaltal (SD) Cmax,ss er 14,6 (6,04) µg/ml og áætlað meðaltal (SD) Ctrough,ss er 1,87 (1,30) µg/ml.

Aðgengi ixekizumab eftir gjöf undir húð var að meðaltali á bilinu 54% til 90% í öllum útreikningum.

Dreifing

Þýðisgreiningar á lyfjahvörfum leiddu í ljós að heildardreifingarrúmmál í jafnvægi var að meðaltali 7,11 l.

Umbrot

Ixekizumab er einstofna mótefni og gert er ráð fyrir að það brotni niður í lítil peptíð og amínósýrur eftir sömu niðurbrotsleiðum og náttúruleg mótefni.

Brotthvarf

Í þýðisgreiningu á lyfjahvörfum var úthreinsun úr sermi að meðaltali 0,0161 l/klst. Úthreinsun er óháð skammtastærð. Samkvæmt þýðisgreiningu á lyfjahvörfum var helmingunartími brotthvarfs að meðaltali 13 dagar hjá sjúklingum með skellupsóríasis.

Línulegt/ólínulegt samband

Útsetning (AUC) jókst í réttu hlutfalli við skammtastærðir á bilinu 5 til 160 mg, gefið með inndælingu undir húð.

Aldraðir

Af 4.204 sjúklingum með skellupsóríasis sem fengu Taltz í klínískum rannsóknum voru 301 sjúklingar 65 ára eða eldri og 36 sjúklingar voru 75 ára eða eldri. Í þýðisgreiningu á lyfjahvörfum hjá takmörkuðum fjölda aldraðra (n = 94 ≥ 65 ára og n = 12 ≥ 75 ára) var úthreinsun svipuð hjá öldruðum sjúklingum og sjúklingum yngri en 65 ára.

Skert nýrna - eða lifrarstarfsemi

Sérstakar klínískar lyfjafræðilegar rannsóknir til að meta áhrif skertrar nýrna- og lifrarstarfsemi á lyfjahvörf ixekizumab hafa ekki verið framkvæmdar. Brotthvarf einstofna IgG mótefnisins ixekizumab um nýru er talið vera í lágmarki og hafa lítil áhrif; úthreinsun einstofna IgG mótefna fer einnig að mestu fram með niðurbrotsferlum innan frumna og skert lifrarstarfsemi er ekki talin hafa áhrif á úthreinsun ixekizumab.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar úr rannsóknum á cynomolgus-öpum sýndu ekki fram á sérstaka áhættu fyrir menn á grundvelli rannsókna á eiturverkunum eftir endurtekna skammta, lyfjafræðilegu öryggi og eiturverkunum á æxlun og þroska.

Gjöf ixekizumab undir húð hjá cynomolgus-öpum í 39 vikur í skömmtum sem námu allt að 50 mg/kg vikulega leiddi ekki til eituráhrifa á líffæri né aukaverkana á starfsemi ónæmiskerfisins (t.d. T- frumuháða mótefnasvörun og virkni NK frumna). Fái api vikulega 50 mg/kg undir húð er það um það bil 19-faldur 160 mg upphafsskammtur Taltz og í öpum veldur það útsetningu (AUC) sem er að minnsta kosti 61-föld á við það sem búast má við hjá mönnum sem fá ráðlagðar skammtastærðir.

Ekki hafa verið gerðar forklínískar rannsóknir til að meta krabbameinsvaldandi eða stökkbreytandi áhrif ixekizumab.

Ekki komu fram áhrif á æxlunarfæri, tíðahring eða sæðisfrumur hjá kynþroska cynomolgus-öpum sem fengu ixekizumab í 13 vikur í vikulegum 50 mg/kg skömmtum undir húð.

Í rannsóknum á eiturhrifum á þroska kom í ljós að ixekizumab fer yfir fylgju og var til staðar í blóði afkvæma til allt að 6 mánaða aldurs. Afkvæmi apa sem fengu ixekizumab voru líklegri til að deyja eftir fæðingu en hjá samanburðarhóp. Þetta tengdist fyrst og fremst afkvæmum sem fæddust fyrir tímann eða mæðrum sem vanræktu afkvæmi sín, slíkar niðurstöður eru algengar í tilraunum með prímata aðra en menn og eru þær ekki taldar skipta máli klínískt.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Natríumsítrat

Vatnsfrí sítrónusýra

Natríumklóríð

Pólýsorbat 80

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3Geymsluþol

2 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2 °C – 8 °C).

Má ekki frjósa.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Talz má geyma utan kælis í allt að 5 daga við ekki hærri hita en 30 °C.

6.5Gerð íláts og innihald

1 ml af lausn í gegnsærri glersprautu úr gleri af tegund I. Pakkningastærðir: 1, 2, eða 3 áfylltar sprautur. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Notkunarleiðbeiningar

Fylgja þarf vandlega notkunarleiðbeiningum um sprautuna, sem eru í fylgiseðli. Áfyllta sprautan er einnota.

Ekki ætti að nota Taltz ef sjá má agnir eða ef lausnin er skýjuð og/eða brúnleit. Ekki má nota Taltz sem hefur frosið.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Eli Lilly Nederland B.V., Papendorpseweg 83, 3528 BJ Utrecht, Holland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/15/1085/004

EU/1/15/1085/005

EU/1/15/1085/006

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 25. apríl 2016.

10.DAGSETNINGENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1. HEITI LYFS

Taltz 80 mg stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna.

2. INNIHALDSLÝSING

Hver áfylltur lyfjapenni inniheldur 80 mg af ixekizumab í 1 ml.

Ixekizumab er manngert einstofna mótefni sem framleitt er með erfðatækni í CHO-frumum.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

Lausnin er tær og litlaus eða aðeins gulleit.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Ábending fyrir notkun Taltz er meðhöndlun á meðalslæmum eða slæmum skellupsóríasis hjá fullorðnum sem taldir eru þola altæka lyfjameðferð.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Aðeins skyldi nota Taltz undir leiðsögn og eftirliti læknis sem hefur reynslu í greiningu og meðhöndlun psóríasis.

Skammtar

Ráðlagðar skammtastærðir eru 160 mg til inndælingar undir húð (tvær 80 mg inndælingar) í viku 0, eftir það 80 mg (ein inndæling) í viku 2, 4, 6, 8, 10 og 12. Að því loknu er viðhaldsskammtur 80 mg (ein inndæling) á 4 vikna fresti.

Íhuga skyldi að hætta meðferð sýni sjúklingur ekki viðbrögð eftir 16 til 20 vikur af meðferð. Sumir sjúklingar sem sýna hlutasvörun í upphafi meðferðar geta sýnt framfarir sé meðferð haldið áfram fram yfir 20 vikur.

Aldraðir (≥ 65 ára)

Ekki þarf að aðlaga skammtastærðir (sjá kafla 5.2).

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun lyfsins hjá einstaklingum ≥ 75 ára.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi

Taltz hefur ekki verið rannsakað hjá þessum sjúklingahópum. Ekki er hægt að gefa ráðleggingar um skammta.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Taltz hjá börnum og unglingum á aldrinum 6 til 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Notkun Taltz á ekki við til meðhöndlunar á meðalslæmum eða slæmum skellupsóríasis hjá börnum yngri en 6 ára.

Lyfjagjöf

Til notkunar undir húð.

Taltz er gefið með inndælingu undir húð. Skipta má um stungustaði milli lyfjagjafa. Við val á stungustað skal forðast að velja húðsvæði sem sýna merki um psóríasis. Ekki má hrista lausnina/sprautuna.

Eftir að hafa fengið viðeigandi þjálfun í inndælingu undir húð geta sjúklingar sprautað sig sjálfir með Taltz ef heilbrigðisstarfsmaður metur það svo. Samt sem áður skyldi læknirinn tryggja viðeigandi eftirfylgni sjúklinga. Ítarlegar leiðbeiningar um lyfjagjöf eru í fylgiseðlinum.

4.3 Frábendingar

Alvarlegt ofnæmi fyrir virka efninu eða fyrir einhverju af hjálparefnunum sem talin eru upp í kafla 6.1.

Virkar sýkingar sem eru klínískt mikilvægar (t.d. virkir berklar, sjá kafla 4.4).

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Sýkingar

Meðferð með Taltz hefur verið tengd aukinni tíðni sýkinga, s.s. sýkingum í efri hluta öndunarfæra, þruskusýkingu í munni, tárubólgu og sveppasýkingum (sjá kafla 4.8).

Gæta ætti varúðar við notkun Taltz hjá sjúklingum með klínískt þýðingarmiklar langvinnar sýkingar. Ef slík sýking kemur upp skal fylgjast vel með sjúklingnum og hætta notkun Taltz ef hann bregst ekki við hefðbundinni meðferð eða ef sýkingin verður alvarleg. Ekki skal hefja aftur meðferð með Taltz fyrr en sýkingin er horfin.

Ekki má gefa sjúklingum með virka berkla Taltz. Íhugið berklalyfjameðferð áður en Taltz er gefið sjúklingum með dulda berklasýkingu.

Ofnæmi

Greint hefur verið frá alvarlegum ofnæmisviðbrögðum, meðal annars nokkrum tilfellum af ofnæmisbjúg, ofsakláða og í mjög sjaldgæfum tilfellum síðkomnum (10-14 dögum eftir inndælingu) alvarlegum ofnæmisviðbrögðum að meðtöldum útbreiddum ofsakláða, mæði og mikilli mótefnaþéttni. Ef alvarleg ofnæmisviðbrögð koma fram skal strax hætta gjöf Taltz og hefja viðeigandi meðferð.

Bólgusjúkdómar í þörmum

Greint hefur verið frá nýjum tilfellum eða versnun á svæðisgarnabólgu (Crohns-sjúkdómur) og sáraristilbólgu. Gæta skal varúðar þegar sjúklingar með bólgusjúkdóma í þörmum, þar á meðal svæðisgarnabólgu og sáraristilbólgu, fá meðferð með Taltz, og fylgjast skal náið með sjúklingunum.

Ónæmisaðgerðir

Ekki ætti að nota Taltz ásamt lifandi bóluefnum. Engar upplýsingar liggja fyrir um viðbrögð við lifandi bóluefnum; ekki liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar um viðbrögð við deyddum bóluefnum (sjá kafla 5.1).

Hjálparefni

Þetta lyf inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í 80 mg skammti, sem merkir að magn natríums er óverulegt.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Öryggi Taltz við notkun samtímis öðrum ónæmistemprandi lyfjum eða ljósameðferð hefur ekki verið metið.

Formlegar in vivo rannsóknir á milliverkunum lyfsins við önnur lyf hafa ekki verið framkvæmdar. Ekki hefur verið greint frá hlutverki IL-17 í temprun CYP450-ensíma. Aukið magn ónæmisboðefna (cýtókína) í langvinnum bólgusjúkdómum dregur hins vegar úr myndun sumra CYP450-ensíma. Því getur bólgueyðandi meðferð, svo sem með IL-17A-hemlinum ixekizumab, valdið því að magn CYP450 verður aftur eðlilegt, sem leiðir til minni útsetningar lyfja sem notuð eru samtímis og umbrotna fyrir tilstilli CYP450. Því er ekki hægt að útiloka klínískt marktæk áhrif á CYP450-hvarfefni með þröngum lækningalegum stuðli þar sem skammturinn er aðlagaður hverjum einstakling (t.d. warfarín). Þegar meðferð með ixekizumab hefst hjá sjúklingum sem fá þegar meðferð með slíkum lyfjum þarf að viðhafa gott eftirlit.

4.6 Frjósemi,meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri

Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferðinni stendur og í allt að 10 vikur eftir að meðferð lýkur.

Meðganga

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun ixekizumab á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, þroska fósturvísis/fósturs, fæðingu eða þroska eftir fæðingu (sjá kafla 5.3). Til öryggis ætti að forðast notkun Taltz á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort ixekizumab skilst út í brjóstamjólk eða frásogast altækt eftir inntöku. Ixekizumab skilst þó út í litlu magni í mjólk hjá cynomolgus-öpum. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/stöðva tímabundið meðferð með Taltz,.

Frjósemi

Áhrif ixekizumab á frjósemi hjá mönnum hafa ekki verið metin. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á frjósemi (sjá kafla 5.3).

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Taltz hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Algengustu aukaverkanirnar sem greint var frá voru viðbrögð á stungustað og sýkingar í efri hluta öndunarfæra (oftast nefkoksbólga).

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir samkvæmt klínískum rannsóknum (tafla 1) eru skráðar samkvæmt MedDRA-flokkun eftir líffærum. Innan hvers líffæraflokks eru aukaverkanirnar flokkaðar eftir tíðni, þar sem algengustu aukaverkanirnar eru taldar upp fyrst. Innan hvers tíðniflokks eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst. Eftirfarandi tíðniflokkun liggur til grundvallar við mat á aukaverkunum: mjög algengar

(≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1,000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10,000 til < 1/1,000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10,000).

Samtals voru 4.204 sjúklingar meðhöndlaðir með Taltz í klínískum þróunarrannsóknum á skellupsóríasis. Af þeim fengu 2.190 psóríasissjúklingar Taltz í að minnsta kosti eitt ár, sem samsvarar 3.531 sjúklingaárum.

Gögn úr þremur III fasa rannsóknum á skellupsóríasis með samanburði við lyfleysu voru sameinuð til að meta öryggi Taltz í samanburði við lyfleysu í allt að 12 vikur eftir að meðferð hófst. Samtals voru 3.119 sjúklingar metnir (1.161 sjúklingur fékk 80 mg á 4 vikna fresti (Q4W), 1.167 sjúklingar fengu 80 mg á 2 vikna fresti (Q2W) og 791 sjúklingur fékk lyfleysu).

Tafla 1. Listi yfir aukaverkanir í klínískum rannsóknuma

Líffæraflokkur

 

 

 

Taltz

Lyfleysa

 

 

 

Á fjögurra vikna

Á tveggja vikna

 

 

 

 

fresti (Q4W)

fresti (Q2W)

(N = 791)

 

 

 

(N = 1161) n (%)

(N = 1167) n (%)

n (%)

Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra

 

 

 

 

Mjög algengar

Sýking í efri hluta

 

(13,4)

163 (14,0)

101 (12,8)

 

öndunarfærab

 

 

 

 

 

Algengar

Húðsveppasýking

 

(0,9)

17 (1,5)

1 (0,1)

 

(tinea)

 

 

 

 

 

Sjaldgæfar

Inflúensa

 

(0,9)

8 (0,7)

 

Nefslímubólga

 

(0,9)

9 (0,8)

 

Þruskusýking í

 

2 (0,2)

9 (0,8)

 

munnic

 

 

 

 

 

 

Tárubólga

 

1 (0,1)

8 (0,7)

3 (0,4)

 

Húðbeðsbólgad

 

(0,9)

9 (0,8)

2 (0,3)

Blóð og eitlar

 

 

 

 

 

 

Sjaldgæfar

Daufkyrningafæðf

 

3 (0,3)

6 (0,5)

1 (0,1)

 

Blóðflagnafæðf

 

2 (0,2)

2 (0,2)

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

 

 

 

 

Algengar

Verkur í munnkoki

 

(1,7)

16 (1,4)

4 (0,5)

Meltingarfæri

 

 

 

 

 

 

Algengar

Ógleði

 

(1,3)

23 (2,0)

5 (0,6)

Húð og undirhúð

 

 

 

 

 

 

Sjaldgæfar

Ofsakláði

 

6 (0,5)

10 (0,9)

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

 

 

Mjög algengar

Viðbrögð á

 

(12,9)

196 (16,8)

26 (3.3)

 

stungustaðe

 

 

 

 

 

a III stigs klínískar

rannsóknir með samanburði við lyfleysu hjá sjúklingum með meðalslæman til

slæman blettapsóríasis sem fengu ixekizumab 80 mg Q2W, ixekizumab 80 mg Q4W eða lyfleysu í allt að 12 vikur

bSýkingar í efri hluti öndunarfæra nær yfir nefkoksbólgu og sýkingar í efri loftvegum

cÞruskusýking í munni, skilgreind sem tilfelli sem falla undir MedDRA-hugtökin þruskusýking í munni og sveppasýking í munni

dHúðbeðsbólga nær yfir húðbeðsbólgu af völdum klasakokka (stafýlókokka), húðbeðsbólgu í ytra eyra og heimakomu

eViðbrögð á stungustað voru algengari hjá þátttakendum með líkamsþyngd <60 kg en hjá þátttakendum með líkamsþyngd ≥ 60 kg (25% samanborið við 14 % samanlagt hjá hópunum sem fengu lyfjagjöf á tveggja vikna fresti og fjögurra vikna fresti)

fByggt á aukaverkanatilkynningum

Lýsing á völdum aukaverkunum

Viðbrögð á stungustað

Algengustu viðbrögð á stungustað voru hörundsroði og verkur. Þessi viðbrögð voru að mestu væg eða miðlungsalvarleg og urðu ekki til þess að meðferð með Taltz væri hætt.

Sýkingar

Í klínískum III stigs rannsóknum á skellupsóríasis með samanburði við lyfleysu var greint frá sýkingum hjá 27,2% sjúklinga sem fengu Taltz í allt að 12 vikur, samanborið við 22,9% sjúklinga sem fengu lyfleysu.

Flestar sýkingarnar voru ekki alvarlegar, ýmist vægar eða miðlungsalvarlegar, í flestum tilfellum þurfti ekki að stöðva meðferð. Alvarlegar sýkingar komu fram hjá 13 (0,6 %) sjúklinga sem fengu Taltz og hjá 3 (0,4 %) sjúklinga sem fengu lyfleysu (sjá kafla 4.4). Yfir allt meðferðartímabilið var greint frá sýkingum hjá 52,8 % sjúklinga sem fengu Taltz (46,9 á 100 sjúklingaár). Greint var frá alvarlegum sýkingum hjá 1,6 % sjúklinga sem fengu Taltz (1,5 á 100 sjúklingaár).

Rannsóknarniðurstöður varðandi daufkyrningafæð og blóðflagnafæð

Daufkyrningafæð kom fram hjá 9% sjúklinga sem fengu Taltz. Í flestum tilfellum var fjöldi daufkyrninga í blóði ≥1.000 frumur/mm3. Slík daufkyrningagildi geta verið viðvarandi, breytileg eða skammvinn. Hjá 0,1% sjúklinga sem fengu Taltz urðu daufkyrningagildi <1000 frumur/mm3. Almennt krafðist daufkyrningafæðin ekki stöðvunar á gjöf Taltz.

Hjá 3% sjúklinga sem fengu Taltz breyttust eðlileg grunngildi blóðflagna í <150.000 blóðflögur/mm3 í allt að ≥75.000 blóðflögur/mm3. Blóðflagnafæð getur verið viðvarandi, breytileg eða skammvinn.

Ónæmingargeta

Um það bil 9-17% sjúklinga sem fengu meðferð með Taltz í ráðlögðum skömmtum mynduðu mótefni við lyfinu, hjá flestum var um að ræða litla þéttni sem tengdist ekki minnkaðri klínískri svörun við lyfinu í allt að 60 vikna meðferð. Hjá um það bil 1% sjúklinga sem fengu meðferð með Taltz, voru þó staðfest hlutleysandi mótefni sem tengdust lítilli þéttni lyfsins og minnkaðri klínískri svörun. Ekki hefur verið sýnt með óyggjandi hætti fram á tengsl á milli ónæmingargetu og aukaverkana sem fram koma í meðferð.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá viðauka V.

4.9 Ofskömmtun

Í klínískum rannsóknum hafa verið gefnir skammtar allt að 180 mg undir húð án skammtatakmarkandi eitrunarhrifa. Greint hefur verið frá ofskömmtun allt að 240 mg undir húð, gefið í stökum skammti, í klínískum rannsóknum, án alvarlegra aukaverkana. Komi til ofskömmtunar er mælt með að fylgst sé með sjúklingnum með tilliti til vísbendinga um aukaverkanir og gripið strax til viðeigandi meðferðar samkvæmt einkennum.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Ónæmisbælandi lyf, interleukínhemlar, ATC kóði: L04AC13

Verkunarháttur

Ixekizumab er einstofna IgG4 mótefni sem binst við interleukín 17A (bæði IL-17A og IL-17A/F) með mikilli sækni (< 3 pM) og sértækni. Aukin þéttni IL-17A hefur verið bendluð við meingerð psóríasis með því að stuðla að fjölgun og virkjun hyrnisfrumna. Hlutleysing IL-17A með ixekizumab hamlar slíkri virkni. Ixekizumab binst ekki IL-17B, IL-17C, IL-17D, IL-17E eða IL-17F.

Mælingar á in vitro bindingu staðfestu að ixekizumab binst hvorki Fcγ-viðtökum I, IIa, og IIIa né komplementþætti (complement component) C1q í mönnum.

Lyfhrif

Ixekizumab hefur áhrif á líffræðileg viðbrögð sem eru framkölluð eða stjórnað af IL-17A. Vefjasýni úr psóríasishúð í I. stigs rannsókn sýndi skammtaháða tilhneigingu til þynnri húðþekju, færri hyrnisfrumna, T-frumna og angafrumna í skiptingu og fækkunar á staðbundnum bólguþáttum frá upphafi fram að degi 43. Því er minni hörundsroði, herslismyndun og flögnun á psóríasisskellum bein afleiðing af meðferð með ixekizumab.

Verkun og öryggi

Verkun og öryggi Taltz var kannað í þremur tvíblindum og slembiröðuðum III. stigs rannsóknum með samanburði við lyfleysu hjá fullorðnum sjúklingum með meðalslæman eða slæman skellupsóríasis sem taldir voru þola ljósameðferð eða altæka meðferð (UNCOVER-1, UNCOVER-2, og UNCOVER- 3). Einnig var verkun og öryggi Taltz borin saman við etanercept (UNCOVER-2 og UNCOVER-3). Sjúklingum sem var slembiraðað til að fá Taltz og svöruðu meðferð þannig að þeir voru með 0 eða 1 stig á sPGA-kvarðanum (static Physicians Global Assessment) í viku 12 var slembiraðað á ný til að fá lyfleysu eða Taltz í 48 vikur til viðbótar (UNCOVER-1 og UNCOVER-2); sjúklingar sem var slembiraðað til að fá lyfleysu, etanercept eða Taltz og svöruðu meðferð ekki þannig að þeir væru með 0 eða 1 stig á sPGA-kvarðanum fengu Taltz í allt að 48 vikur.

Af þeim 3.866 sjúklingum sem tóku þátt í þessum rannsóknum með samanburði við lyfleysu höfðu 64% áður fengið altæka meðferð (meðferð með líffræðilegum lyfjum, hefðbundna altæka meðferð eða meðferð með psoralen og útfjólubláu ljósi A (PUVA)), 43,5% höfðu áður fengið ljósameðferð, 49,3% höfðu áður fengið hefðbundna altæka meðferð, og 26,4% höfðu áður fengið meðferð með líffræðilegum lyfjum við psóríasis. Af öllum sjúklingunum höfðu 14,9% fengið að minnsta kosti eitt and-TNF alfa lyf og 8,7% höfðu fengið and-IL-12/IL-23. 23,4% sjúklinganna voru með sögu um psóríasis-gigt við upphaf rannsóknarinnar.

Í öllum þremur rannsóknunum voru samsettu aðalendapunktar það hlutfall sjúklinga sem náði

PASI 75-svörun (lækkun stiga á PASI-kvarðanum [Psoriasis Area and Severity Index] sem nam 75% eða meira) ásamt því hlutfalli sjúklinga sem náði svörun sem nam 0 ("hreint") eða 1 ("hverfandi") á sPGA-kvarðanum í 12. viku, samanborið við lyfleysu. Miðgildi stiga sjúklinga í öllum meðferðarhópunum á PASI-kvarðanum voru á bilinu 17,4 til 18,3 í upphafi meðferðar; 48,3% til 51,2% sjúklinganna voru með alvarlegt eða mjög alvarlegt ástand samkvæmt sPGA-kvarðanum í upphafi meðferðar, og meðaltal stiga sjúklinganna á kláðakvarða (itch Numeric Rating Scale, itch NRS) var á bilinu 6,3 til 7,1 í upphafi meðferðar.

Klínísk svörun eftir 12 vikur

1296 sjúklingar voru teknir inn í UNCOVER-1 rannsóknina. Sjúklingum var slembiraðað (1:1:1) til að fá annaðhvort lyfleysu eða Taltz (80 mg á tveggja eða fjögurra vikna fresti [Q2W eða Q4W] eftir

160 mg upphafsskammt) í 12 vikur.

Tafla 2. Niðurstöður varðandi verkun eftir 12. vikur í UNCOVER-1 rannsókninni

 

 

Fjöldi sjúklinga (%)

Munur á heildartíðni svörunar

 

 

 

 

miðað við lyfleysu (95%

 

 

 

 

öryggisbil)

Mælibreytur

 

Taltz

Taltz

Taltz

Taltz

Lyfleysa

80 mg á fjögurra

80 mg á tveggja

80 mg á fjögurra

80 mg á tveggja

 

 

(N = 431)

vikna fresti

vikna fresti

vikna fresti

vikna fresti

 

 

(N = 432)

(N = 433)

 

 

Fjöldi (hlutfall)

 

 

 

 

 

sjúklinga með

 

 

 

 

 

„0“ (hreint) eða

14 (3,2)

330 (76,4)a

354 (81,8)a

73,1 (68,8; 77,5)

78,5 (74,5; 82,5)

„1“ (hverfandi)

 

 

 

 

 

á sPGA-

 

 

 

 

 

kvarðanum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi (hlutfall)

 

 

 

 

 

sjúklinga með

 

149 (34,5)a

160 (37,0)a

 

 

„0“ (hreint) á

34,5 (30,0, 39,0)

37,0 (32,4, 41,5)

sPGA-

 

 

 

 

 

kvarðanum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi (hlutfall)

 

 

 

 

 

sjúklinga sem

17 (3,9)

357 (82,6)a

386 (89,1)a

78,7 (74,7, 82,7)

85,2 (81,7, 88,7)

náði PASI 75

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi (hlutfall)

 

 

 

 

 

sjúklinga sem

2 (0,5)

279 (64,6)a

307 (70,9)a

64,1 (59,6, 68,7)

70,4 (66,1, 74,8)

náði PASI 90

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi (hlutfall)

 

 

 

 

 

sjúklinga sem

145 (33,6)a

153 (35,3)a

33,6 (29,1, 38,0)

35,3 (30,8, 39,8)

náði PASI 100

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi (hlutfall)

 

 

 

 

 

sjúklinga með

 

 

 

 

 

lækkun um

58 (15,5)

305 (80,5)a

336 (85,9)a

65,0 (59,5, 70,4)

70,4 (65,4, 75,5)

≥4 stig á

 

 

 

 

 

kláðakvarða

 

 

 

 

 

(itch NRS) b

 

 

 

 

 

Skammstafanir: N = fjöldi sjúklinga í þýði sem ætlunin er að meðhöndla (Intent-to-treat) Athugið: ef gögn um sjúklinga vantaði töldust þeir ekki hafa svarað

ap < 0,001 miðað við lyfleysu

bSjúklingar með stig á kláðakvarða >= 4 í upphafi rannsóknar: lyfleysa N = 374, Taltz 80 mg á fjögurra vikna fresti N = 379, Taltz 80 mg á tveggja vikna fresti N = 391

1.224 sjúklingar voru teknir inn í UNCOVER-2 rannsóknina. Sjúklingum var slembiraðað (1:2:2:2) til að fá annaðhvort lyfleysu eða Taltz (80 mg á tveggja eða fjögurra vikna fresti [Q2W eða Q4W] eftir 160 mg upphafsskammt) eða etanercept 50 mg tvisvar í viku í 12 vikur.

Tafla 3. Niðurstöður varðandi verkun eftir 12. vikur í UNCOVER-2 rannsókninni

 

 

 

 

 

Munur á heildartíðni

 

 

Fjöldi sjúklinga (%)

 

svörunar miðað við lyfleysu

 

 

 

 

 

(95% öryggisbil)

Mælibreytur

 

Taltz

Taltz

Etanercept

Taltz

Taltz

 

 

80 mg á

80 mg á

80 mg á

80 mg á

 

Lyfleysa

50 mg tvisvar í

 

fjögurra vikna

tveggja vikna

fjögurra

tveggja

 

(N = 168)

viku

 

fresti

fresti

vikna fresti

vikna fresti

 

 

(N = 358)

 

 

(N = 347)

(N = 351)

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

 

 

 

 

 

 

með „0“

 

 

 

 

70,5 (65,3,

80,8 (76,3,

(hreint) eða

4 (2,4)

253 (72,9)a

292 (83,2)a

129 (36,0)

„1“

 

 

 

 

75,7)

85,4)

(hverfandi) á

 

 

 

 

 

 

sPGA-

 

 

 

 

 

 

kvarðanum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

 

 

 

 

31,7 (26,6,

41,3 (36,0,

með „0“

1 (0,6)

112 (32,3)a,b

147 (41,9)a,b

21 (5,9)c

(hreint) á

 

 

 

 

36,7)

46,6)

sPGA-

 

 

 

 

 

 

kvarðanum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

4 (2,4)

269 (77,5)a,b

315 (89,7)a,b

149 (41,6)a

75,1 (70,2,

87,4 (83,4,

sem náði

80,1)

91,3)

PASI 75

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

1 (0,6)

207 (59,7)a,b

248 (70,7)a,b

67 (18,7)a

59,1 (53,8,

70,1 (65,2,

sem náði

PASI 90

 

 

 

 

64,4)

75,0)

 

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

1 (0,6)

107 (30,8)a,b

142 (40,5)a,b

19 (5,3)c

30,2 (25,2,

39,9 (34,6,

sem náði

PASI 100

 

 

 

 

35,2)

45,1)

 

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

 

 

 

 

62,7 (55,1,

71,1 (64,0,

með lækkun

19 (14,1)

225 (76,8)a,b

258 (85,1)a,b

177 (57,8)a

um ≥4 stig á

 

 

 

 

70,3)

78,2)

kláðakvarða

 

 

 

 

 

 

(itch NRS) d

 

 

 

 

 

 

Skammstafanir: N = fjöldi sjúklinga í þýði sem ætlunin er að meðhöndla (Intent-to-treat) Athugið: ef gögn um sjúklinga vantaði töldust þeir ekki hafa svarað

ap < 0,001 samanborið við lyfleysu

bp < 0,001 samanborið við etanercept

cp < 0,01 samanborið við lyfleysu

d Sjúklingar með stig á kláðakvarða > = 4 í upphafi rannsóknar: lyfleysa N = 135, Taltz 80 mg á fjögurra vikna fresti N = 293, Taltz 80 mg á tveggja vikna fresti N = 303, Etanercept N = 306

1.346 sjúklingar voru teknir inn í UNCOVER-3 rannsóknina. Sjúklingum var slembiraðað (1:2:2:2) til að fá annaðhvort lyfleysu eða Taltz (80 mg á tveggja eða fjögurra vikna fresti [Q2W eða Q4W] eftir 160 mg upphafsskammt) eða etanercept 50 mg tvisvar í viku í 12 vikur.

Tafla 4.

Niðurstöður varðandi verkun eftir 12. vikur í UNCOVER-3 rannsókninni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Munur á heildartíðni svörunar

 

 

Fjöldi sjúklinga (%)

 

miðað við lyfleysu (95%

 

 

 

 

 

öryggisbil)

Mælibreytur

 

Taltz

Taltz

Etanercept

Taltz

Taltz

 

 

80 mg á

80 mg á

 

Lyfleysa

50 mg

80 mg á

80 mg á

 

fjögurra vikna

tveggja vikna

 

(N = 193)

tvisvar í viku

fjögurra vikna

tveggja

 

fresti

fresti

 

 

(N = 382)

fresti

vikna fresti

 

 

(N = 386)

(N = 385)

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

 

 

 

 

 

 

með „0“

 

 

 

 

68,7 (63,1,

73,8 (68,5,

(hreint) eða

13 (6,7)

291 (75,4)a,b

310 (80,5)a,b

159 (41,6)a

„1“

 

 

 

 

74,2)

79,1)

(hverfandi) á

 

 

 

 

 

 

sPGA-

 

 

 

 

 

 

kvarðanum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

 

 

 

 

36,0 (31,2,

40,3 (35,4,

með „0“

139 (36,0)a,b

155 (40,3)a,b

33 (8,6)a

(hreint) á

 

 

 

 

40,8)

45,2)

sPGA-

 

 

 

 

 

 

kvarðanum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

14 (7,3)

325 (84,2)a,b

336 (87,3)a,b

204 (53,4)a

76,9 (71,8,

80,0 (75,1,

sem náði

PASI 75

 

 

 

 

82,1)

85,0)

 

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

6 (3,1)

252 (65,3)a,b

262 (68,1)a,b

98 (25,7)a

62,2 (56,8,

64,9 (59,7,

sem náði

PASI 90

 

 

 

 

67,5)

70,2)

 

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

 

 

 

 

 

sjúklinga

135 (35,0)a,b

145 (37,7)a,b

28 (7,3)a

35 (30,2, 39,7)

37,7 (32,8,

sem náði

PASI 100

 

 

 

 

 

42,5)

 

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

 

 

(hlutfall)

 

250 (79,9)a,b

264 (82,5)a,b

200 (64,1)a

59,0 (51,2,

61,6 (54,0,

sjúklinga

33 (20,9)

með lækkun

 

 

 

 

66,7)

69,2)

 

 

 

 

 

 

um ≥4 stig á

 

 

 

 

 

 

kláðakvarða

(itch NRS) c

Skammstafanir: N = fjöldi sjúklinga í þýði sem ætlunin er að meðhöndla (Intent-to-treat) Athugið: ef gögn um sjúklinga vantaði töldust þeir ekki hafa svarað

ap < 0.001 miðað við lyfleysu

bp < 0,001 samanborið við etanercept

cSjúklingar með stig á kláðakvarða > = 4 í upphafi rannsóknar: lyfleysa N = 158, Taltz 80 mg á fjögurra vikna fresti N = 313, Taltz 80 mg á tveggja vikna fresti N = 320, Etanercept N = 312

Verkun Taltz kom fljótt fram, með > 50% lækkun á meðaltali stiga á PASI-kvarðanum í 2. viku (Mynd 1). Strax í fyrstu viku var hlutfall sjúklinga sem náðu PASI 75 svörun marktækt hærra í hópunum sem fengu Taltz en í hópunum sem fengu lyfleysu og etanercept. Um það bil 25% sjúklinga sem fengu meðferð með Taltz voru með <5 stig á PASI-kvarðanum í annarri viku, meira en 55% voru með <5 stig á PASI-kvarðanum í fjórðu viku, og jókst það hlutfall upp í 85% í tólftu viku (samanborið við 3%, 14% og 50% með etanercept). Marktæk minnkun á alvarleika kláða kom í ljós í fyrstu viku hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Taltz.

Mynd 1. PASI-stig, hlutfallslegur bati í hverri skoðun eftir upphaf rannsóknar (mBOCF)) hjá meðferðarþýðinu á innleiðingartímabilinu - UNCOVER-2 og UNCOVER-3 rannsóknirnar

Meðferðarvika

PASI, hlutfallslegur bati frá upphafi

 

 

 

 

IXE á fjögurra

 

IXE á tveggja

LYFL

 

ETN (N=740)

 

 

vikna fresti

 

vikna fresti

(N=361)

 

 

 

 

 

 

 

(N=733)

 

(N=736)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sýnt var fram á verkun og öryggi Taltz án tillits til aldurs, kyns, kynþáttar, líkamsþyngdar, upphafsgildis PASI, staðsetningar skellna, samhliða psóríasisgigtar, og fyrri meðferðar með líffræðilegum lyfjum. Taltz var árangursríkt hjá sjúklingum sem höfðu ekki áður fengið altæka meðferð eða meðferð með líffræðilegum lyfjum, sjúklingum sem höfðu fengið meðferð með líffræðilegum lyfjum/and-TNF og sjúklingum sem höfðu fengið meðferð með líffræðilegum lyfjum/and-TNF án árangurs.

Verkun hjá þeim sem ekki svöruðu meðferð með Etanercept: Af þeim sjúklingum sem ekki svöruðu meðferð með etanercept þannig að þeir væru með 0 eða 1 stig á sPGA-kvarðanum í tólftu viku í UNCOVER-2 (N = 200) og skiptu yfir í Taltz 80 mg á fjögurra vikna fresti eftir 4 vikna hlé, náðu 73% svörun sem nam 0 eða 1 stigi á sPGA-kvarðanum og 83,5% náðu PASI 75-svörun, eftir að hafa fengið 12 vikna meðferð með Taltz.

Í klínísku rannsóknunum tveimur þar sem notað var virkt samanburðarlyf (UNCOVER-2 og UNCOVER-3) var tíðni alvarlegra aukaverkana 1,9% fyrir bæði etanercept og Taltz, og hlutfall þeirra sem hættu þátttöku vegna aukaverkana var 1,2% fyrir etanercept og 2,0% fyrir Taltz. Tíðni sýkinga var 21,5% fyrir etanercept og 26,0% fyrir Taltz, flestar voru vægar eða miðlungsalvarlegar. Tíðni alvarlegra sýkinga var 0,4% fyrir etanercept og 0,5% fyrir Taltz.

Viðhald svörunar í viku 60

Sjúklingum sem upphaflega var slembiraðað til að fá Taltz og sýndu svörun í 12. viku (þ.e. 0 eða 1 stig á sPGA-kvarðanum) í UNCOVER-1 og UNCOVER-2 var slembiraðað að nýju til að fá eina af eftirtöldum meðferðaráætlunum í 48 vikur til viðbótar: lyfleysu, eða Taltz (80 mg á fjögurra eða tólf vikna fresti [Q4W eða Q12W]).

Tafla 5. Viðhald svörunar og verkun eftir 60. vikur (Rannsóknirnar UNCOVER-1 og UNCOVER-2)

 

 

 

 

 

Munur á heildartíðni svörunar

 

 

Fjöldi sjúklinga (%)

 

miðað við lyfleysu (95%

 

 

 

 

 

öryggisbil)

 

 

 

 

 

 

 

Mælibreytur

80 mg á

80 mg á

80 mg á

80 mg á

80 mg á

80 mg á

fjögurra vikna

tveggja vikna

fjögurra vikna

tveggja vikna

fjögurra vikna

tveggja vikna

 

 

fresti

fresti

fresti

fresti

fresti

fresti

 

(innleiðsla) /

(innleiðsla) /

(innleiðsla) /

(innleiðsla) /

 

(innleiðsla) /

(innleiðsla) /

 

80 mg á

80 mg á

80 mg á

80 mg á

 

lyfleysa

lyfleysa

 

fjögurra vikna

fjögurra vikna

fjögurra vikna

fjögurra vikna

 

(viðhald)

(viðhald)

 

fresti (viðhald)

fresti (viðhald)

fresti (viðhald)

fresti (viðhald)

 

(N = 191)

(N = 211)

 

(N = 195)

(N = 221)

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

62,4 (55,1,

70,7 (64,2,

(hlutfall)

 

 

 

 

69,8)

77,2)

sjúklinga sem

 

 

 

 

 

 

hélst í „0“

12 (6,3)

16 (7,6)

134 (68,7)a

173 (78,3)a

 

 

(hreint) eða

 

 

„1“

 

 

 

 

 

 

(hverfandi) á

 

 

 

 

 

 

sPGA-

 

 

 

 

 

 

kvarðanum

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

47,7 (40,4,

56,0 (49,1,

(hlutfall)

 

 

 

 

54,9)

62,8)

sjúklinga sem

 

 

 

 

 

 

hélst í eða

3 (1,6)

6 (2,8)

96 (49,2)a

130 (58,8)a

 

 

náði „0“

 

 

 

 

 

 

(hreint) á

 

 

 

 

 

 

sPGA-

 

 

 

 

 

 

kvarðanum

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

66,5 (59,3,

74,3 (68,0,

(hlutfall)

 

 

 

 

73,7)

80,5)

sjúklinga sem

15 (7,9)

19 (9,0)

145 (74,4)a

184 (83,3)a

 

 

hélst í eða

 

 

 

 

 

 

náði PASI 75

 

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

62,0 (54,7,

71,7 (65,4,

(hlutfall)

 

 

 

 

69,2)

78,0)

sjúklinga sem

9 (4,7)

10 (4,7)

130 (66,7)a

169 (76,5)a

 

 

hélst í eða

 

 

 

 

 

 

náði PASI 90

 

 

 

 

 

 

svörun

 

 

 

 

 

 

Fjöldi

 

 

 

 

48,2 (40,9,

54,6 (47,7,

(hlutfall)

3 (1,6)

6 (2,8)

97 (49,7)a

127 (57,5)a

55,4)

61,5)

sjúklinga sem

 

 

hélst í eða

 

 

 

 

 

 

náði

 

 

 

 

 

 

PASI 100 svörun

Skammstafanir: N = fjöldi sjúklinga í greiningarþýðinu

Athugið: ef gögn um sjúklinga vantaði töldust þeir ekki hafa svarað a p < 0,001 í samanburði við lyfleysu

Taltz var árangursríkt til að viðhalda svörun hjá sjúklingum sem höfðu ekki áður fengið altæka meðferð eða meðferð með líffræðilegum lyfjum, sjúklingum sem höfðu fengið meðferð með líffræðilegum lyfjum/and-TNF og sjúklingum sem höfðu fengið meðferð með líffræðilegum lyfjum/and-TNF án árangurs.

Hjá þátttakendum sem svöruðu meðferð þannig að þeir væru með 0 eða 1 stig á sPGA-kvarðanum í 12. viku og var slembiraðað á ný til að halda ekki áfram meðferð (þ.e. fengu lyfleysu), var miðgildi tímalengdar að bakslagi (≥3 stig á sPGA-kvarðanum) 164 dagar í sameinuðum gögnum úr UNCOVER-1 og UNCOVER-2 rannsóknunum. Af þessum sjúklingum endurheimtu 71,5% svörun sem var að minnsta kosti þannig að þeir væru með 0 eða 1 stig á sPGA-kvarðanum innan 12 vikna frá því að meðferð með Taltz 80 mg á fjögurra vikna fresti var hafin á ný.

Í samanburði við lyfleysu og etanercept var í 12. viku sýnt fram á marktækt meiri bata á psóríasis í nöglum frá upphafi meðferðar (mælt með NAPSI-kvarðanum [Nail Psoriasis Severity Index]), psóríasis í hársverði (mælt með PSSI-kvarðanum [Psoriasis Scalp Severity Index]) og psóríasis í lófum og iljum (mælt með PPASI-kvarðanum [Psoriasis Palmoplantar Severity Index]). Þessi bati á psóríasis í nöglum, hársverði og í lófum og iljum var enn til staðar í viku 60 hjá sjúklingum sem fengu Taltz og svöruðu meðferð þannig að þeir væru með 0 eða 1 stig á sPGA-kvarðanum í viku 12.

Lífsgæði/niðurstöður að sögn sjúklinga

Í öllum rannsóknunum kom fram tölfræðilega marktækur bati í viku 12 hjá þeim sem fengu Taltz hvað varðar heilsutengd lífsgæði (Health-related Quality of Life) metið sem meðallækkun frá grunngildum skv. DLQI-lífsgæðakvarðanum (Dermatology Life Quality Index) (Taltz 80 mg á 2 vikna fresti (Q2W) frá -10,2 til -11,1, Taltz 80 mg á 4 vikna fresti (Q4W) frá -9,4 til -10,7, etanercept frá -7,7 til -8,0 og lyfleysa -1,0 til -2,0). Marktækt stærri hluti sjúklinga sem fékk Taltz náði 0 eða 1 á DLQI kvarða. Í öllum rannsóknum náðu þeir sjúklingar sem fengu Taltz tölfræðilega marktækri minnkun á kláða samkvæmt Itch NRS kláðakvarðanum (Itch Numeric Rating Scale). Tölfræðilega marktækt stærri hluti sjúklinga sem fékk Taltz náði minnkun á kláða á NRS ≥ 4 stig á 12. viku (84,6% fyrir Taltz Q2W, 79,2% fyrir Taltz Q4W og 16,5% fyrir lyfleysu) og batinn hélst áfram fram að viku 60 hjá þeim sjúklingum sem fengu Taltz og svöruðu með 0 eða 1 stigi á sPGA-kvarðanum í 12. viku. Engar vísbendingar voru um versnum þunglyndis í allt að 60 vikna meðferð með Taltz metið á Quick Inventory of Depressive Symptomatology Self Report kvarðanum.

Bólusetningar

Í rannsókn á heilbrigðum einstaklingum, komu ekki fram nein áhyggjuefni hvað varðar öryggi þegar einstaklingunum hafði verið gefin tvö deydd bóluefni (gegn stífkrampa og pneumokokkum), eftir að hafa áður fengið tvo skammta af ixekizumabi (160 mg fylgt eftir með öðrum skammti af 80 mg tveimur vikum seinna). Upplýsingarnar er varða bólusetninguna eru þó ekki nógu fullnægjandi til að hægt sé að staðfesta nægilega ónæmissvörun við bóluefnunum eftir gjöf Taltz.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á með Taltz hjá einum eða fleiri undirhópum barna við skellupsóríasis (sjá kafla 4.2 varðandi upplýsingar um notkun handa börnum).

5.2 Lyfjahvörf

Frásog

Eftir að sjúklingar með psóríasis höfðu fengið stakan skammt af izekizumab á bilinu 5 til 160 mg undir húð var hámarksþéttni að meðaltali náð eftir 4 til 7 daga. Meðaltal (SD) hámarksþéttni (Cmax) ixekizumabs í blóðvökva eftir 160 mg upphafsskammt var 19,9 (8,15) µg/ml.

Eftir 160 mg upphafsskammt var jafnvægi náð í 8. viku með skammtaáætluninni 80 mg á tveggja

vikna fresti. Áætlað meðaltal (SD) Cmax,ss er 21,5 (9,16) µg/ml og áætlað meðaltal (SD) C trough,ss er 5,23 (3,19) µg/ml.

Þegar skipt var úr skammtaáætluninni 80 mg á tveggja vikna fresti í skammtaáætlunina 80 mg á fjögurra vikna fresti í 12. viku ætti jafnvægi að nást eftir um það bil 10 vikur. Áætlað meðaltal (SD) Cmax,ss er 14,6 (6,04) µg/ml og áætlað meðaltal (SD) Ctrough,ss er 1,87 (1,30) µg/ml.

Aðgengi ixekizumab eftir gjöf undir húð var að meðaltali á bilinu 54% til 90% í öllum útreikningum.

Dreifing

Þýðisgreiningar á lyfjahvörfum leiddu í ljós að heildardreifingarrúmmál í jafnvægi var að meðaltali 7,11 l.

Umbrot

Ixekizumab er einstofna mótefni og gert er ráð fyrir að það brotni niður í lítil peptíð og amínósýrur eftir sömu niðurbrotsleiðum og náttúruleg mótefni.

Brotthvarf

Í þýðisgreiningu á lyfjahvörfum var úthreinsun úr sermi að meðaltali 0,0161 l/klst. Úthreinsun er óháð skammtastærð. Samkvæmt þýðisgreiningu á lyfjahvörfum var helmingunartími brotthvarfs að meðaltali 13 dagar hjá sjúklingum með skellupsóríasis.

Línulegt/ólínulegt samband

Útsetning (AUC) jókst í réttu hlutfalli við skammtastærðir á bilinu 5 til 160 mg, gefið með inndælingu undir húð.

Aldraðir

Af 4.204 sjúklingum með skellupsóríasis sem fengu Taltz í klínískum rannsóknum voru 301 sjúklingar 65 ára eða eldri og 36 sjúklingar voru 75 ára eða eldri. Í þýðisgreiningu á lyfjahvörfum hjá takmörkuðum fjölda aldraðra (n = 94 ≥ 65 ára og n = 12 ≥ 75 ára) var úthreinsun svipuð hjá öldruðum sjúklingum og sjúklingum yngri en 65 ára.

Skert nýrna - eða lifrarstarfsemi

Sérstakar klínískar lyfjafræðilegar rannsóknir til að meta áhrif skertrar nýrna- og lifrarstarfsemi á lyfjahvörf ixekizumab hafa ekki verið framkvæmdar. Brotthvarf einstofna IgG mótefnisins ixekizumab um nýru er talið vera í lágmarki og hafa lítil áhrif; úthreinsun einstofna IgG mótefna fer einnig að mestu fram með niðurbrotsferlum innan frumna og skert lifrarstarfsemi er ekki talin hafa áhrif á úthreinsun ixekizumab.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar úr rannsóknum á cynomolgus-öpum sýndu ekki fram á sérstaka áhættu fyrir menn á grundvelli rannsókna á eiturverkunum eftir endurtekna skammta, lyfjafræðilegu öryggi og eiturverkunum á æxlun og þroska.

Gjöf ixekizumab undir húð hjá cynomolgus-öpum í 39 vikur í skömmtum sem námu allt að 50 mg/kg vikulega leiddi ekki til eituráhrifa á líffæri né aukaverkana á starfsemi ónæmiskerfisins (t.d. T- frumuháða mótefnasvörun og virkni NK frumna). Fái api vikulega 50 mg/kg undir húð er það um það bil 19-faldur 160 mg upphafsskammtur Taltz og í öpum veldur það útsetningu (AUC) sem er að minnsta kosti 61-föld á við það sem búast má við hjá mönnum sem fá ráðlagðar skammtastærðir.

Ekki hafa verið gerðar forklínískar rannsóknir til að meta krabbameinsvaldandi eða stökkbreytandi áhrif ixekizumab.

Ekki komu fram áhrif á æxlunarfæri, tíðahring eða sæðisfrumur hjá kynþroska cynomolgus-öpum sem fengu ixekizumab í 13 vikur í vikulegum 50 mg/kg skömmtum undir húð.

Í rannsóknum á eiturhrifum á þroska kom í ljós að ixekizumab fer yfir fylgju og var til staðar í blóði afkvæma til allt að 6 mánaða aldurs. Afkvæmi apa sem fengu ixekizumab voru líklegri til að deyja eftir fæðingu en hjá samanburðarhóp. Þetta tengdist fyrst og fremst afkvæmum sem fæddust fyrir tímann eða mæðrum sem vanræktu afkvæmi sín, slíkar niðurstöður eru algengar í tilraunum með prímata aðra en menn og eru þær ekki taldar skipta máli klínískt.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Natríumsítrat

Vatnsfrí sítrónusýra

Natríumklóríð

Pólýsorbat 80

Vatn fyrir stungulyf

6.2 Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3 Geymsluþol

2 ár.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2 °C – 8 °C).

Má ekki frjósa.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Taltz má geyma utan kælis í allt að 5 daga við ekki hærri hita en 30 °C.

6.5 Gerð íláts og innihald

1 ml af lausn í gegnsærri glersprautu úr gleri af tegund I. Sprautan er í einnota, stakskammta lyfjapenna. 1, 2, eða 3 áfylltir lyfjapennar í pakka. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu

markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Notkunarleiðbeiningar

Fylgja þarf vandlega notkunarleiðbeiningum um lyfjapennann, sem eru í fylgiseðli. Áfyllti lyfjapenninn er einnota.

Ekki ætti að nota Taltz ef sjá má agnir eða ef lausnin er skýjuð og/eða brúnleit. Ekki má nota Taltz sem hefur frosið.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Eli Lilly Nederland B.V., Papendorpseweg 83, 3528 BJ Utrecht, Holland.

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/15/1085/001

EU/1/15/1085/002

EU/1/15/1085/003

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 25. apríl 2016.

10. DAGSETNINGENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf